Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.07.2018 07:26

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

 

 

 

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

 

 

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir ábendingum frá íbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtæki sveitarfélagsins.

 

Verðlaunin verða veitt á Sumar á Selfossi og nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.

 

Sveitarfélagið Árborg tekur við ábendingum og tilnefningum frá íbúum til 31. júlí nk. í gegnum netfangið birna@arborg.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 480-1900.

14.07.2018 12:05

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

 

 

Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).

 

 

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

 

Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son fædd­ist á Flat­eyri 26. des­em­ber 1942.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Kristján Ebenezers­son skip­stjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jó­hanns­dótt­ir, stöðvar­stjóri Pósts og síma á Flat­eyri, f. 1907, d. 2003.


 

Ein­ar Odd­ur stundaði nám í Héraðsskól­an­um á Núpi í Dýraf­irði og í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Frá ár­inu 1968 starfaði Ein­ar Odd­ur við sjáv­ar­út­veg, fyrst sem einn af stofn­end­um og fram­kvæmda­stjóri hluta­fé­lags­ins Fiskiðjunn­ar Hjálms. Hann var síðar stjórn­ar­formaður hluta­fé­lag­anna Hjálms, Vest­firsks skel­fisks og Kambs.


 

Ein­ar Odd­ur sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps 1970-1982, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1968-1979, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu 1979-1990 og formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum 1990-1992.


 

Ein­ar Odd­ur sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða frá ár­inu 1974. Hann var í aðal­stjórn Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna 1989-1994, stjórn­ar­formaður Vél­báta­út­gerðarfé­lags Ísfirðinga frá ár­inu 1984 og sat í stjórn Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva 1981-1996. Hann var formaður efna­hags­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar 1988. Formaður Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands var hann 1989-1992 og sat í stjórn at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs 1995.


 

Ein­ar Odd­ur var alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn frá 1995 til dán­ar­dags. Á Alþingi átti hann sæti í mörg­um nefnd­um en lengst og mest starfaði hann í fjár­laga­nefnd, var vara­formaður henn­ar 1999-2007 og jafn­framt aðaltalsmaður síns flokks í rík­is­fjár­mál­um.


 

Hinn 7. október 1971 kvænt­ist Ein­ar Odd­ur Sigrúnu Gerðu Gísla­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðingi, fædd 20. nóvember. 1943, dáin 22. maí 2018.

 Börn Ein­ars Odds og Sigrún­ar Gerðu eru Bryn­hild­ur, Kristján Torfi og Teit­ur Björn.

 

Ein­ar Odd­ur lést 14. júlí 2007.

 

 

Þjóðarsáttin 1990.

F.v.: Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson og Einar Oddur Kristjánsson.
.

 


Orlofssamningurinn á Flateyri 1981.
Um innborgun og ávöxtun orlofsfjár heima í héraði.

Þetta fyrirkomulag var síðan tekið upp um allt land og er enn í fullri virkni

öllum til öryggis og hagsbóta.
F.v.:
Björn Ingi Bjarnason frá Verkalýðsfélaginu Skildi á Flateyri,

Ægir E. Hafberg frá Sparisjóði Önundarfjarðar

og Einar Oddur Kristjánsson frá Hjálmi hf. og Útgerðarfélagi Flateyrar.

 
Skráð af Menningar-Staður.

14.07.2018 10:33

Fánasetur Suðurlands flaggar belgískum

 

 
Fánasetur Suðurlands flaggar belgískum

 

 

Þjóðfáni Belgíu er uppi í dag á Fánasetri Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka.
 


Skömmu eftir flöggun bankaði upp á í Fánasetrinu belgísk fjölskylda sem er á ferð um Ísland.

Þau fögnuðu  þessari flöggun og þökkuðu þennan ánægjuauka í  Íslandsferðinni á HM-degi Belga og Englendinga í Pétursborgí Rússlandi nú í dag, 14. júlí, á þjóðhátíðardegi Frakklands.Skráð af Menningar-Staður.

14.07.2018 09:56

Tónleikar í stóra vitanum á Garðskaga

 

 

 

Tónleikar í stóra vitanum á Garðskaga

 

Garðskagaviti breytist í tónleikahöll í dag, laugardaginn 14. júlí 2018, þegar Anna Halldórsdóttir, margverðlaunaður sópran, syngur þar lög eftir Sigvalda Kaldalóns og íslensk og rússnesk þjóðlög.

 

 

Það verða klassísk, íslensk sönglög á dagskránni eins og Ég bið að heilsa, eftir Inga T. og nokkur eftir Sigvalda Kaldalóns. Svo tek ég trúlega eitt þýskt líka og þjóðlög, bæði rússnesk og íslensk. Ég ætla að syngja án undirleiks og held að þjóðlögin henti fyrir þannig flutning,“ segir Anna Halldórsdóttir sem heldur einsöngstónleika í Garðskagavita í dag, 14. júlí, klukkan 15.

 

Anna hefur búið á Íslandi og í Rússlandi og hefur bæði tungumálin á valdi sínu, enda á hún á íslenskan föður úr Garðinum og rússneska móður frá Kamchatka í Rússlandi. Hún er nítján ára og hefur verið ellefu ár í söngnámi.

 

„Ég er í Garðinum núna í sumarfríi, föðurfjölskyldan er héðan og við pabbi erum í fjölskylduhúsinu okkar sem afi og amma byggðu. En mest af lífinu hef ég verið í Rússlandi. Í fyrsta bekk var ég samt á Íslandi, en þá kom kennaraverkfall og við fórum til Rússlands, pabbi fékk vinnu og við héldum áfram að búa þar.“

 

Hún kveðst hafa lært klassískan einsöng í Múrmansk. „En ég var líka í tónlistarskóla í Garðinum á sínum tíma og Graduale futuri, kórskóla Jóns Stefánssonar í Langholtskirkju. Aðalkennsluna er ég samt að fá núna í tónlistarmenntaskólanum í Kazan í Rússlandi þar sem ég lýk námi næsta vor.

 

Anna hefur komið víða fram í Rússlandi og hlotið verðlaun í söngkeppnum í Rússlandi, á Íslandi og í Finnlandi. „Það er skemmtilegt að hljóta sigur og árið 2017 var ég í fyrsta sæti í tveimur keppnum. Síðasta stóra keppnin mín var í Moskvu, þar fékk enginn fyrsta sætið, en ég fékk annað og tveir fengu þriðja,“ segir Anna og tekur fram að ekkert kosti inn á tónleikana í vitanum í dag.


 


Garðskagaviti.


Fréttablaðið laugardagurinn 14. júlí 2018.Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

14.07.2018 08:19

Merkir Íslendingar - Hákon Bjarnason

 


Hákon Bjarnason (1907 - 1989).
 

 

Merkir Íslendingar - Hákon Bjarnason

 

Hákon fæddist í Reykjavík 13. júlí  1907, sonur dr. Ágústs H. Bjarnason, heimspekings, prófessors og háskólarektors, og k.h. Sigríðar Jónsdóttur, kennari við Kvennaskólann.
 

Ágúst var sonur Hákonar Bjarnasonar, kaupmanns á Bíldudal, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur, en Sigríður var dóttir Jóns Ólafssonar, ritstjóra og alþingismanns, og Helgu Eiríksdóttur húsfreyju. Hálfbróðir Jóns, samfeðra, var Páll Ólafsson skáld.
 

Hákon var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Magnúsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Ingu deildarstjóra. Þau slitu samvistum.
 

Síðari kona hans var Guðrún Bjarnason og eignuðust þau fjögur börn: Laufeyju kennara; Ágúst grasafræðing; Björgu flugfreyju og Jón Hákon, skógtæknifræðing og skrúðgarðyrkjumeistara.
 

Hákon lauk stúdentsprófi frá MR 1926, prófi í skógrækt frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1932, og stundaði framhaldsnám í Englandi og í Stokkhólmi.
 

Að námi loknu varð hann framkvæmdastjórn Skógræktarfélags Íslands og var skipaður skógræktarstjóri ríkisins 1935.

Enginn einn maður hefur unnið íslenskri skógrækt jafn mikið og Hákon. Hann gegndi æðstu embættum er lúta að skógrækt hér á landi allan sinn starfsferil til 1977. Skógræktarhugsjónin átti oft undir högg að sækja og harða andstæðinga hér á landi, ekki síst meðal málsvara hefðbundins landbúnaðar. Þá kom oftast til kasta Hákonar að verja hugsjón sína. Hann var fyrsti hámenntaði skógræktarsinninn, vissi og benti á að Ísland væri í barrskógabeltinu og fann plöntur í Kanada og Alaska, s.s. ösp, lúpínu og sitkagreni sem hafa þrifist mjög vel við íslenskar aðstæður.
 

Hákon var skapmikill og stjórnsamur baráttumaður. En það var fyrst og fremst þekking hans og vísindaleg vinnubrögð sem urðu til þess að hugsjón hans varð á endanum ofan á.
 

Hákon lést 16. apríl 1989.

 

Morgunblaðið 13. júlí 2016
 Skráð af Menningar-Staður

13.07.2018 15:41

Sumartónleikar í Skálholti á helginni

 

 

ReykjavíkBarokk.

 

 

Sumartónleikar í Skálholti á helginni

 

 

Önnur vika Sumartónleika í Skálholti er nú að hefjast og verður sú umfangsmesta í sumar (2018).

 

Tvær efnisskrár verða fluttar helgina 14.–15. júlí. Bach-sveitin í Skálholti og sönghópurinn Cantoque ensemble undir stjórn Andreas Spering flytja tvær kantötur eftir Johann Sebastian Bach. Hvers get ég vænst af veröldinni BWV 94 og Herra Jesús Kristur, hæsti Guð BWV 113.

 

Cantoque Ensemble er ungur hópur þekktra íslenskra söngvara sem starfa við einsöng og samsöng, en Bach sveitin í Skálholti var stofnuð árið 1986 og er nú að mestu leyti skipuð ungu fólki sem hefur lagt fyrir sig hljóðfæraleik á barokkhljóðfæri. Andreas Spering, sem er þekktur stjórnandi fyrir túlkun barokktónlistar kemur frá Þýskalandi til liðs við tónlistarmenn Sumartónleikanna.

 

Kantöturnar verða fluttar í Skálholtskirkju

kl. 16 laugardaginn 14. júlí

og kl. 14 sunnudaginn 15. júlí.

 

Auk þess verður þess minnst um helgina að Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld hefði orðið áttræður á þessu ári hefði hann lifað, en Þorkell lést árið 2013. Hann var meðal mikilhæfustu tónskálda Íslendinga, flestir þekkja sálm hans Heyr himna smiður, en Þorkell samdi líka stór og smá verk fyrir hljóðfæraleikara. Á tónleikum laugardaginn 14. júlí kl. 14 leikur hópurinn ReykjavíkBarokk tónlist eftir Þorkel bæði útsetningar og orgelkonsertinn USAMO auk tveggja konserta frá barokktímanum.

 

Frítt er inn á Sumartónleika í Skálholtskirkju.

 

Sjá nánar á heimasíðu sumartonleikar.is.
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

13.07.2018 15:28

Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja

 

 

Frá aðalfundi Skálholtsfélagsins hins nýja sem haldinn var í Skálholti 7. júní sl.

Mynd: Páll Skúlason.

 

Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja

 

Fimmti aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja var haldinn í Skálholti fimmtudaginn 7. júní  2018., en félagið var reist á grunni Skálholtsfélagsins gamla sem var stofnað fyrir 70 árum. Tilgangur félagsins er að vera bakhjarl, hollvinasamtök um Skálholt. Í félaginu eru nú 185 félagsmenn.

 

Á liðnu ári hefur verið mikil starfsemi í félaginu, haldin málþing og stutt almennt við starfið í Skálholti. Haldnir voru fimm stjórnarfundir og sótti vígslubiskup alla fundi þar sem hann kynnti stjórnarmönnum stöðu mála í Skálholti. Jafnframt sótti Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, flesta fundi.

 

Verndarsjóðurinn, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fyrrum formanni Skálholtsfélagsins, hefur staðið fyrir viðgerðum á gluggum Gerðar Helgadóttur sem eru í Skálholtskirkju. Það verk gengur mjög vel og eru líkur á að því ljúki í haust. Verkið er nánast full fjármagnað.

 

Á fundinum gengu þau Karl Sigurbjörnsson, Hildur Hákonardóttir og Þorfinnur Þórarinsson úr stjórninni, en þau hafa átt sæti í stjórn félagsins frá upphafi og þakkaði fundurinn þeim þeirra störf.

 

Í stjórn voru kjörin þau;


Erlendur Hjaltason, formaður,

Guðmundur Ingólfsson,

Bergþóra Baldursdóttir,

Bjarni Harðarson

og Halldóra Þorvarðardóttir.

 

Í varastjórn voru;

 

kjörin Páll Skúlason,

Katrín Andrésdóttir

og Anna Stefánsdóttir.

 

Í lok fundar var fráfarandi vígslubiskupi, Kristjáni Val Ingólfssyni þakkað fyrir hið mikla starf sem hann hefur sinnt í Skálholti þann tíma sem hann hefur gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti.

 

 

Erlendur Hjaltason, formaður, afhenti Kristjáni Val Ingólfssyni,

fráfarandi vígslubiskupi, þakklætisvott á fundinum.

Mynd: Páll Skúlason.
Skráð af Menningar-Staður

13.07.2018 09:29

Feilpústið

 
 

 

Vinirnir Guðbjartur Jónsson og Björn Ingi Bjarnason.

Ljósm.: Spessi.

 

 

Feilpústið

 

Björn Ingi Bjarnason, fangavörður á Litla-Hrauni, sem býr á Eyrarbakka og Guðbjartur Jónsson, Vagnstjóri og veitingamaður á Flateyri, voru miklir vinir á meðan báðir bjuggu á Flateyri. Þar störfuðu þeir saman um árabil við beitingu og einnig í margþættu félagsstarfi sem hélt áfram eftir að báðir voru fluttir suður.

 

Bjartur og nú býr í Hveragerði er, sem kunnugt er, þekktur fyrir mismæli sín sem mörg hver eru mögnuð gullkorn. Björn Ingi hafði, líkt og aðrir, mikið gaman af orðfæri Bjartar og ambögum.
 

        Eitt sinn þegar þeir félagar höfðu ekki sést lengi hitti Björn Ingi vin sinn Bjart á förnum vegi. Björn Ingi  vildi fá að vita hvort eitthvað nýtt og eftirminnilegt væri eftir Bjarti haft.

 

        Vagnstjórinn svaraði öruggur með sig:

        "Ég hef ekki sagt feilpúst lengi."

 

 

Úr hinum vestfirska sagnaarfi.Skráð af Menningar-Staður

12.07.2018 21:04

Pant­an­ir á skyri streyma inn í Rússlandi

 

 "Nú þegar við erum að komast í gírinn, og getum nálgast

málin með þessum hætti, getum við unnið miklu hraðar.

Áður var hugsunin sú að fara land úr landi eftir því sem

okkar stjórnunarteymi réð við. Með því að vinna þetta út

frá vörumerkjasamningum má segja að viss flöskuháls sé

úr vegi varðandi hversu hratt við getum farið í önnur lönd,“

segir Ari Edwald. 

 

 

Ljósm.: Morgunblaðið/

Kristinn Magnússon.

 

Pant­an­ir á skyri streyma inn í Rússlandi

 

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar (MS), seg­ir sölu á skyri í Rússlandi ganga von­um fram­ar.

Pant­an­ir hafi streymt inn og fleiri versl­ana­keðjur sett sig í sam­band við fram­leiðand­ann en reiknað var með.

 

Áformað er að fram­leiða sem nem­ur tvö­faldri ársneyslu á Íslandi inn­an þriggja ára. Þá hef­ur verið samið við dótt­ur­fé­lag jap­anska stór­fyr­ir­tæk­is­ins Nippon um dreif­ingu á skyri í Jap­an. Hyggst Nippon nota skyrið sem stökkpall að aukn­um um­svif­um í mjólk­ur­geir­an­um.

 

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), segir raunhæft að nýtt dótturfélag MS, Ísey Exports, muni innan fárra ára hafa milljarð í framlegð á ári vegna sölu á skyri erlendis. Meðal annars streymi inn pantanir í Rússlandi eftir vel heppnaða kynningu eftir leik Íslands og Argentínu á HM.

 

Þann 1. júlí 2018 tók til starfa nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar (MS), Ísey Exports, um sölu á skyri á erlenda markaði. Stefnt er að því að stórauka þessi umsvif á næstu árum. Með nýrri nálgun, vörumerkinu Ísey skyr, á að sækja hraðar á nýja markaði.

 

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að með stofnun Ísey Exports sé búið að skipta upp starfseminni utanlands og innanlands á skýran hátt. MS hafi notað margvísleg módel í erlendum viðskiptum og við  útflutning síðan sú starfsemi hófst um 2008. Sjá nánar Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. júlí 2018.

_______________________________________________________________________________

 

Gjörum kunnugt þeim sem málin gleðja:

.
Nú sigrað hefur skyrið heim
segja má það öllum.
Að umgjörðin er öflug þeim
í önfirskum fjöllum.

.

.

.

.

Önfirsku fjöllin f.v.: Þorfinnur Stakkur og Sporhamar.

.

Skráð af Menningar-Staður 

 

12.07.2018 17:58

Fimmtán sækja um í Árborg

 


Ásta Stefánsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Árborg,

(framkvæmdastjóri).
Ásta hefur verið ráðin sveitarstjóri Bláskógabyggðar.

 

Fimmtán sækja um í Árborg

 

Fimmtán umsækjendur eru um starf bæjarstjóra í Árborg en umsóknarfrestur rann út þann 10. júlí 2018.

 

Meðal umsækjenda eru;


unnsteinn R. Ómarsson, fráfarandi bæjarstjóri í Ölfusi,

Gísli H. Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri á Ísafirði

og Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfusi.

Einnig eru Einar Bárðarson, samskiptastjóri,

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltúi Árborgar

og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar,

meðal umsækjenda.

 

 

Umsækjendurnir eru:

 

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Dorota Feria Escobedo, frístundaráðgjafi

Einar Bárðarson, samskiptastjóri

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Guðlaug Einarsdóttir, deildarstjóri

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri

Haukur Þór Þorvarðarson, enskukennari

Kristján Sturluson, sérfræðingur

Linda Björk Hávarðardóttir, vendor manager

Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri

Ómar Stefánsson, forstöðumaður

Sverrir Sigurjónsson, sölustjóri

Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóriSkráð af Menningar-Staður