Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

29.04.2016 07:50

1.6 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 

 

 

1.6 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.600.000  

(eina komma sex milljón) flettinga.


Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.Skráð af Menningar-Staður

28.04.2016 09:48

Helgafellskirkja

 

 

 

Helgafellskirkja

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum á Snæfellsnesi.

Kirkjan að Helgafelli var m.a mynduð.


Helgafellskirkja

Að Helgafelli hefur verið kirkja frá árinu 1000 þegar kristni var lögtekin á Alþingi og er Helgafell með elstu kirkjustöðum á landinu. Snorri goði lét reisa fyrsta guðshúsið á Helgafelli og síðan þá hafa staðið þar margar kirkjur á 1000 ára tímabili. Á Helgafelli er Guðrún Ósvífursdóttir jörðuð, en hún bjó þar eftir að þau Snorri goði skiptu á bústöðum.

Núverandi kirkja var byggð 1903 og var vígð 1. janúar 1904. Hún var byggð á sama grunni og sú eldri stóð á. Smiður var Sveinn Jónsson, snikkari í Stykkishólmi. Kirkjan er úr timbri, járnvarin og tekur um 80 manns í sæti. Kostnaður við bygginguna fyrir 100 árum var 4.420 kr. og 12 aurar

Helgafellskirkja á ýmsa góða gripi, meðal annars ljósakrónu frá 1756, kertastjaka frá 1699 og litla kirkjuklukku frá 1545 eða þegar Jón Arason var enn biskup í katólskum sið.

Hermann Pálsson skrifaði sögu Helgafells, Helgafell, saga höfuðbóls og klausturs.


Helgafellskirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.

 


.

 
Skráð af Menningar-Staður

  

28.04.2016 08:33

Vortónleikar Karlakórs Selfoss

 

 

Úr blaðinu Suðra fimmtudaginn 28. apríl 2016.

 

 

Vortónleikar Karlakórs Selfoss

 

Árleg vortónleikaröð Karlakórs Selfoss hófst með tónleikum í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta, 21. aprl. Var þeim fylgt eftir með tónleikum í Selfosskirkju þriðjudaginn 26. apríl , í Fella- og Hólakirkju 28. apríl kl. 20:00 og með lokatónleikum á Flúðum laugardaginn 30. apríl kl. 20:30.

 
Sl. haust hætti Lofur Erlingsson, sem verið hafði söngstjóri Karlakórs Selfoss í 15 ár við frábæran orðstí. Lofti og Helgu Kolbeinsdóttur, eiginkonu hans, er þökku› samfylgdin með kórnum og sérstaklega fyrir góða leiðsögn og mikinn faglegan metnað sem skilaði sér til söngmanna og áheyrenda.

 

Nýr stjórnandi


Karlakór Selfoss réði í september nýjan stjórnanda; Skarphéðin Þór Hjartarson, tónlistarkennara, sem hefur æft og stjórnað kórnum í vetur, en hann hefur m.a. getið sér gott orð fyrir útsetningar og nýtur kórinn þess þegar á fyrsta starfsári undir hans stjórn og syngur fjögur lög í útsetningum hans og Jón Bjarnason, organisti í Skálholti er áfram undirleikari og aðstoðarmaður við raddþjálfun og æfingar.

Annasamt starfsár
Veturinn hefur að vanda verið annasamur hjá Karlakór Selfoss, mörg skemmtileg og krefjandi verkefni og ber þar hæst þátttaka í Kötlumóti í Reykjanesbæ í október, sem er stærsta samkoma karlakóra og haldin á 5 ára fresti. Kórinn hefur sungið við fjölmörg tilefni innan héraðs auk þess að vera oft valinn af aðstandendum til að syngja við útfarir. Vordagskráin verður einnig flutt í söngferð kórsins til Norður- Ítalíu í byrjun júní þegar um 50 kórmenn halda utan. þá hafa kórmenn unnið að endurbótum á félagsheimili sínu og nú í mars var tekið í notkun nýtt veislu-eldhús sem bætir mjög aðstöðu til veisluhalds í salnum sem tekur um 170 manns í sæti.

 

Fjölbreytt lagaval 


Á efnisskrá vortónleikanna í ár eru yfir 20 lög og kennir þar ýmissa grasa, allt frá þekktustu karlakóralögum og sjómannalögum, til alþekktra slagara og dægurlaga sem kórinn hefur haft mikla ánægju af að æfa og vonar að áheyrendum líki. Má þar t.d. nefna stórverkin Brennið þið vitar og Brimlending. Og einnig lögin sem stjórnandinn okkar hefur útsett, en þau eru; Eyjan hvíta, Ísland er land þitt, Vor í Vaglaskógi , Vertu sæl mey og Ég er kominn heim (Ferðalok).. Þá verður einnig frumflutt lagið Mig langar heim sem Örlygur Benediktsson samdi og færði Karlakór Selfoss í fimmtugs afmælisgjöf í fyrravor og er samið við ljóð heimamannsins Frímanns Einarssonar.


Upplýsingar frá Karlakór Selfoss.
 

 

Karlakór Selfoss.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

28.04.2016 07:41

Fundur um ferðamál í Hótel Selfoss í dag 28. apríl 2016

 

Hótel Selfoss.

 

Fundur um ferðamál í Hótel Selfoss í dag 28. apríl 2016

 

Sveitarfélögin Árborg og Flóahreppur hafa boðað til fundar um ferðamál í húsakynnum Hótel Selfoss í dag, fimmtudaginn 28. apríl 2016,  kl. 10–13.

 

Dagskrá efundarins verður sem hér segir:


Nýungar í markaðsmálum á sviði ferðamála í sveitafélögunum Árborg og Flóahreppi kynntar.
Markaðsefni í ferðaþjónustu – Tryggvi Árnason, markaðs- og rekstrarráðgjafi hjá R3 Ráðgjöf.
Gildi samvinnu í ferðaþjónustu – Dagný Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.
Framúrskarandi þjónusta - húmor gleði og hamingja – Edda Björgvinsdóttir leikkona.

Heitt verður á könnunni og boðið upp á súpu og brauð. Skráning er hjá Helgu Gísladóttur (helga@icelandforever.is). Skráningargjald er 1.600 krónur á mann sem greiðist við innganginn.  Hægt er að skrá sig við innganginn á fundardegi.

 

Allir áhugasamir eru velkomnir.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2016 18:28

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. apríl 2016

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. apríl 2016

 

.

.

.

.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.04.2016 14:52

Guðni Th. með erindi í Húsinu um forseta Íslands að fornu og nýju

 

Guðni Th. Jóhannesson.

 

Guðni Th. með erindi í Húsinu um forseta Íslands að fornu og nýju

 

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands kemur í Húsið á Eyrarbakka á morgun,  fimmtudaginn 28. apríl 2016 og flytur erindið „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál“.

Erindið hefst kl. 20 og ræðir Guðni um embætti forseta Íslands, hvernig þeir sem hafa gegnt því, hafa mótað það í áranna rás og hvaða áskorunum þeir hafa mætt hverju sinni. Sagðar verða sögur af fyrri forsetum til að lýsa embættinu nánar. Guðni hefur mikið ritað um fyrrverandi forseta Íslands og eftir hann er m.a. rit um forsetatíð Kristjáns Eldjárns 1968–1980. Hann vinnur nú að bók um forsetaembættið.

Fyrirspurnum verður svarað að erindi loknu, ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

27.04.2016 14:47

Grundarfjarðarkirkja

 

 

Grundarfjarðarkirkja og Kirkjufell.

 

Grundarfjarðarkirkja


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum á Snæfellsnesi.

Kirkjan í Grundarfirði var m.a mynduð.Skráð af Menningar-Staður

27.04.2016 14:25

Gunnar og Einar fengu menningarverðlaun Árborgar

 

F.v.: Axel Ingi Viðarsson, Einar Elíasson, Gunnar Graanz og Kjartan Björnsson.

Gunnar og Einar fengu menningarverðlaun Árborgar

 

Menningarverðlaun Árborgar voru afhent í menningarsalnum í Hótel Selfoss á sumardaginn fyrsta (21. apríl 2016) í tengslum við Vor í Árborg. Að þessu sinni hlutu verðlaunin þeir Gunnar Gränz og Einar Pálmar Elíasson.

Gunnar starfaði lengst af á Selfossi sem húsamálari. Meðfram starfi sínu fékkst hann við listmálun og er með réttu hægt að segja að hann sé sjálfmenntaður alþýðulistmálari. 
Einar var einn helsti hvatamaður að stofnun Flugklúbbs Selfoss 1974 og að byggingu Selfossflugvallar í kjölfar þess. Frá því um aldamót hefur Einar að mestu sinnt áhugamáli sínu sem er herminja-, flug- og bílasafn hans í flugskýli 1 á Selfossflugvelli.

Í máli Kjartans Björnssona, formanns íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kom fram að þeir Gunnar og Einar væru sannkallaðar hvunndagshetjur sem vinna að samfélagsmálum og séu sannarlega verðugir menningarviðurkenningar Árborgar árið 2016.

Gunnar Gränz 

er fæddur í Vestmannaeyjum 30. nóvember 1932 og ólst þar upp til níu ára aldurs. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Selfoss en þaðan kom fjölskyldan vorið 1942 með báti til Stokkseyrar. Tók fjölskyldan til við að byggja hús við Kirkjuveg 5 á Selfossi og var húsið nefnt Karlsskáli. Gunnar starfaði sinn starfsaldur á Selfossi sem málari. Meðfram fékkst hann við listmálun og er með réttu hægt að segja að Gunnar sé sjálfmenntaður alþýðulistmálari. Gunnar var kvæntur Jónu Jónsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Gunnar og Söndru og eiga eitt barnabarn. Gunnar er sonur Carls Jóhann Gränz og Guðrúnar Ólafsdóttur.

Gunnar var einn af stofnfélögum Myndlistarfélags Árnessýslu, stofnfélagi Golfklúbbs Selfoss og starfaði m.a. með Stangaveiðifélagi Selfoss og Bridgeklúbbi Selfoss. Gunnar hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og einnig haldið einkasýningar. Gunnar hefur einnig verið ötull sjálfboðaliði í Héraðsskjalasafni Árnesinga undanfarin ár og unnið þar að sérstöku ljósmyndaverkefni. 

Einar Pálmar Elíasson 

fæddist í Vestmannaeyjum 20. júlí 1935. Foreldrar Einars voru Guðfinna Einarsdóttir ættuð frá Stuðlum við Norðfjörð og Þórður Elías Sigfússon ættaður úr Fljótshlíðinni. Guðfinna átti einn son en Elías var ekkjumaður, faðir tveggja barna. Einar átti því þrjú hálfsystkin þegar hann kom í heiminn og eignaðist síðar einn bróður. Einar kom á Selfoss 23 ára gamall 1958 og réðist í vinnu hjá Kaupfélagi Árnesinga í sumarafleysingar, við akstur mjólkur- og flutningabíla. Hann hóf síðan nám í húsasmíði hjá trésmiðju Kaupfélagsins og útskrifaðist vorið 1964. Einar og kona hans Sigríður Bergsteinsdóttir byggðu sér hús að Engjavegi 24. Þau eignuðust fjögur börn: Bergstein f. 1960, Guðfinnu Elínu f. 1963, Örn f. 1966, og Sigrúnu Helgu f. 1970. Í dag eiga þau 11 barnabörn og 4 barnabarnabörn. Rúm fimmtíu ár eru síðan Einar hóf atvinnurekstur á Selfossi með stofnun trésmíðaverkstæðis í bílskúrnum að Engjavegi 24. Árið 1968 stofnaði Einar Steypuiðjuna og tíu árum síðar Set ehf. 1978.

Einar var einn helsti hvatamaður að stofnun Flugklúbbs Selfoss 1974 og að byggingu Selfossflugvallar í kjölfar þess. Frá því um aldamót hefur Einar að mestu sinnt áhugamáli sínu sem er Herminja-, flug- og bílasafn hans í flugskýli 1 á Selfossflugvelli.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2016 09:12

Fundað um Hrafnseyri og Auðkúlu

 

 

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Fundað um Hrafnseyri og Auðkúlu

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur mun flytja fyrirlestur í dag í sal Þjóðminjasafnsins kl. 12. Fyrirlesturinn fjallar um rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum, sem staðið hefur yfir frá árinu 2011 og einkum beinst að tveimur jörðum í firðinum; Hrafnseyri og Auðkúlu.

Á Hrafnseyri hafa fundist merki um kola- og járnvinnslu og er talið að þar hafi verið búið strax á 10. öld. Í landi Auðkúlu fannst landnámsbýli við Dysjargil og einnig kirkjugarður með litlu bænhúsi.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 27. apríl 2016.

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.04.2016 08:33

Dansk-Islandsk Samfund hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016

 


F.h.: Steen Lindholm, Einar K. Guðfinnsson og Páll Skúlason.

 

Dansk-Islandsk Samfund hlýtur

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þann 21 apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.  Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú.

Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund sem fagnar aldarafmæli árið 2016. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi.

 

Steen Lindholm, formaður félagsins í Danmörku, og Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund, veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.

 

Verðlaunin hafa áður hlotið:

  • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri.
  • 2014: Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur.
  • 2013: Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari.
  • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus.
  • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
  • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri.
  • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi.
  • 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. 

 

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Jónshúss. 

Af vef Alþingis.

 

Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú.
 

 Skráð af Menningar-Staður