Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

01.04.2017 06:44

Prins­essupeysa úr Fló­an­um

 

 

 

Prins­essupeysa úr Fló­an­um

 

Meðal góðra gjafa sem Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, af­henti norsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni í op­in­berri heim­sókn sinni til Nor­egs á dögunum var prjónuð lopa­peysa til handa Mette-Ma­rit krón­prins­essu.

Flík­in er með fal­legu rósam­ynstri og er hönn­un Mar­grét­ar Jóns­dótt­ir á bæn­um Syðra-Velli í Flóa. Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir á Stokks­eyri hafði það hlut­verk að prjóna eft­ir upp­skrift­inni, en sjálf gekk Mar­grét frá peys­unni, prjónaði lista fram­an á og setti renni­lás.

Geislandi alþýðustúlka

„Það var núna í byrj­un mánaðar­ins sem haft var sam­band við mig frá skrif­stofu for­seta Íslands og fal­ast eft­ir fal­legri gjöf til Mette-Ma­rit. Ég á nokk­urn lag­er af peys­um og fann til tólf slík­ar til kynn­ing­ar. Rósam­ynst­ur­speys­an þótti hæfa best. Já, ég hef lengi fylgst með Mette-Ma­rit, sem var alþýðustúlka í Ósló en varð prins­essa. Hún er geislandi og geðug,“ seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir, sem hannaði og prjónaði sína fyrstu peysu með rósam­ynstri fyr­ir átján árum. Þá flík fékk dótt­ir henn­ar, Ing­veld­ur Þor­steins­dótt­ir, og peys­urn­ar eru orðnar marg­ar síðan. Mar­grét prjón­ar alltaf eitt­hvað sjálf en sinn­ir nú einkum hönn­un og hef­ur falið Ragn­hildi á Stokks­eyri prjóna­skap­inn sjálf­an.

„Að prjóna er ástríða mín, ég byrjaði í þessu fimm ára göm­ul,“ seg­ir Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir. Peys­una sem fór til Nor­egs seg­ir hún hafa verið tals­vert kúnst­verk. Í mynstri henn­ar sé átta blaða rós sam­kvæmt upp­skrift­inni og nokk­urt lag þurfi svo allt stemmi. „Ég næ gjarn­an að prjóna tvær til þrjá peys­ur á viku og mér finnst þetta alltaf jafn gam­an. Og það er skemmti­legt og auðvitað ákveðin upp­hefð að vita nú af peysu af mín­um prjón­um sem prins­ess­an mun vænt­an­lega bregða sér í. “

Prjóna­upp­skrift­ir seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir að þró­ist með tím­an­um þó að meg­in­lín­an haldi sér. Þá skipti máli að lop­inn sem prjónað er úr sé góður, en hún not­ar ein­göngu lopa sem er úr sér­val­inni lambaull sem er unn­in hjá Ístex fyr­ir Ull­ar­vinnsl­una á Þing­borg í Flóa, en Mar­grét er meðal kvenn­anna sem þar starfa. Þar er einnig unnið band sem litað er með jurt­um lág­sveita Fló­ans; svo sem gul­möðru, mjaðjurt, birki­laufi, smára­blóm­um, lúpínu og fleira.

Kon­ung­leg mynstur

Marg­ar út­gáf­ur af peys­um og fleira fal­legt er að finna í ull­ar­vinnsl­unni á Þing­borg. Mar­grét hef­ur raun­ar látið víða til sín taka í hand­verks­menn­ing­unni og prjóna­skap. Má nefna bók­ina Lopal­ist sem hún og Anna Dóra syst­ir henn­ar tóku sam­an. Eru þar alls 26 upp­skrift­ir að peys­um og fleira í ýms­um út­gáf­um og með kon­ung­leg­um mynstr­um.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

31.03.2017 06:42

Ægir Hafberg hættir eftir tuttugu ára starf

 

 

Ægir Hafberg á skrifstofunni í Landsbankanum. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ægir Hafberg hættir eftir tuttugu ára starf

 

Nú um mánaðamótin mars/apríl 2017 verða tímamót í Landsbankanum í Þorlákshöfn. Ægir E. Hafberg, sem verið hefur útibússtjóri s.l. 20 ár, lætur af störfum, samhliða verður útibúinu breytt í afgreiðslu frá Selfossi.

 

Valgerður Guðmundsdóttir sem verið hefur þjónustustjóri útibúsins sl. 35 ár mun veita afgreiðslunni forstöðu og aðrir núverandi starfsmenn starfa áfram í afgreiðslunni. Almenn banka– og póstþjónusta verður óbeytt að mestu en fyrirtækjum verður veitt þjónusta frá Selfossi.

 

Það er von Landsbankans að breyting þessi hafi sem minnst áhrif á almenn dagleg bankaviðskipti á svæðinu og starfsfólk mun hér eftir sem hingað til bjóða viðskiptavinum almenna banka – og póstþjónustu, eins og verið hefur.

 

Vegna þessara tímamóta verður boðið uppá léttar veitingar í útibúinu milli kl. 14:00 og 16:00 í dag, föstudaginn 31. mars 2017. 

Landsbankafólkið í Þorlákshöfn hvetur alla til að koma í útibúið, þiggja veitingar og kveðja „gamla“ útibússtjórann.

 

Starfsfólk Landsbankans í Þorlákshöfn

 

 


Skráð af Menningar-Staður

30.03.2017 05:58

Minningar-máltíð á Menningar-Stað

 


Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað
við upphaf minningar-máltíðarinnar í gær.

 

 

Minningar-máltíð á Menningar-Stað

 

Seint í kvöld, 30. mars 2017, eru 80 á frá því skoski togarinn  Loch Morar strandaði í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni, á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar.

Á togaranum vor 12 menn og fórust allir. Lík 6 þeirra fundust í fjörum við Eyrarbakka næstu vikur og mánuði og voru jarðsett í Eyrarbakkakirkjugarði.


Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

Gunnar Olsen hefur í áratugi séð um að halda við krossum á leiðum þeirra 6 skipverja sem hvíla í Eyrarbakkakirkjugarði. Árið 2012 smíðaði Reynir Jóhannsson nýja krossa að frumkvæði Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar  með stuðningi frá breska sendiráðinu á Íslandi.

Í hádeginu í gær, 29. mars 2017, komu um 30 menn héðan úr Flóanum saman  á Menningar-Stað á Eyrarbakka til minningar-máltíðar um skipverjana 12 á Loch Morar og var á borðum siginn fiskur sem verkaður hefur verið af Hjallastenunni við Félagsheimilið Stað.Kristján Runólfsson orti:

Aldrei hef ég auðan disk,

ýmsar krásir fæ að smakka,

senn ég fer í siginn fisk,

hjá Siggeiri á Eyrarbakka.


Jafnframt heiðruðum viðstaddir minningu þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar sem báðir hafa látist nú á síðustu misserum.

Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson lýstu því yfir að þeir mundu taka við merki þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar og sjá um viðhald krossana á leiðum skipverjanna af Loch Morar í Eyrarbakkakirkjugarði.

Vestfirska forlagið á Þingeyri lagði til bækur í bókalottó eins og það gerir gjarnan á samkomum Vina alþýðunnar sem stóðu fyrir þessari minningarstund í gær.Menningar-Staður færði til myndar.


Myndaalbúm með 37 myndum er komið á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282426/
 

Nokkrar myndir:
 

.


Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða

undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. 

.

 

.

 

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

29.03.2017 15:30

Siggeir á Sölvabakka í Auðlindakistunni í kvöld

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Siggeir á Sölvabakka í Auðlindakistunni í kvöld

 

Í kvöld, miðvikudaginn 29. mars 2017 -  klukkan 20.30 verður Auðlindakistan á ÍNN á dagskrá.

Að þessu sinni ræðir Ásmundur Friðriksson við Siggeir Ingólfsson menningarmógúl og vin alþýðunnar á Sölvabakka og Stað á Eyrarbakka.
 

Spennandi viðmælandi og hrútavinur segir Ásmundur Friðriksson réttilega á Facebook-síðu sinni í dag.

 F.v.: Helga Einarsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 


Skráð af Menningar-Staður

29.03.2017 11:04

Gosdrunur um allt land

 

 

 

Gosdrunur um allt land

 

• Sjötíu ár í dag frá upphafi mesta Heklugoss síðari tíma

• Fjallið vaknaði eftir aldarsvefn

• 800 metra háar eldsúlur
 

 

Sjötíu ár eru í dag liðin frá upphafi Heklugossins 1947, þess mesta í fjallinu á síðari tímum. Það var snemma á sjöunda tímanum að morgni sem fólk á Suðurlandi varð vart við snarpan jarðskjálftakipp og nánast á sömu stundu sáust gosmekkir stíga upp frá fjallinu. Staðfest upphafsstund gossins var kl. 6:41. „Hálfri klukkustund síðar var Hekla öll umlukt gosmekki frá rótum og bar mökkinn við himinn. Við og við sjást gosglampar gegnum þykkan reykjarstrókinn, en á bæjum, sem nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurðir og gluggar hristast í húsum,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

 

Ótal gígar um allt fjallið

Morgunblaðið var í tveimur útgáfum 29. mars 1947, þannig að þegar fregnir af gosinu bárust var skipt um forsíðu í prentun og fréttir af eldgosinu settar inn. Og gosið hélt áfram og í Morgunblaðinu 30. mars voru ítarlegri fréttir. „Það er nú orðið, að Hekla er eitt logandi eldhaf þvert yfir háfjallið. Miklir gígar eru á báðum Hekluöxlum ... Er engu líkara, en að ótal gígir hafi myndast um allt fjallið ... Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp ... Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti, en falla svo niður í eldhafið aftur.“

Víða má finna lýsingar á upphafi gossins, svo sem í bókinni Skrifað í skýin, minningum Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra sem flaug austur á fyrstu klukkustundum gossins. „Svartir reykjar- og öskubólstrar hnykluðust upp með ógnarraða en efst varð mökkurinn steðjalaga, flattist út eins og éljaklakkar og þrumuský í háloftunum,“ segir Jóhannes, sem greinir frá því að aðeins örfáum klukkustundum hafi kraftur gossins dvínað verulega – en þó ekki meira en svo að sprengingar og drunur frá umbrotunum heyrðust um allt land, svo sem í Bolungarvík, á Patreksfirði og í Grímsey.

 

Þrettán mánuðir

Á fyrstu dögum eldgossins 1947 var mikið öskufall, svo sem á ofanverðum Rangárvöllum. Varð það til að bæirnir Þorleifsstaðir og Rauðnefsstaðir fóru í eyði, svo mikið spilltust jarðirnar. Einnig féll mikil aska í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Þá barst fíngerður gossalli með háloftavindum yfir höf og varð vart meðal annars í Finnlandi.

En þetta var ekki síður mikið hraungos. Strax í upphafi hamfaranna rifnaði Hekla eftir endilangri háegg sinn svo opnaðist löng gjá eftir fjallhryggnum. Um hana féll hraunelfur til NV og SV næstu mánuði en heildarflatarmál hraunsins frá 1947 er 40 ferkílómetrar lands.

Eldgosið stóð í alls þrettán mánuði, fram í aprílok 1948. Þá eins og nú vakti gosið áhuga margra og margir gerðu sér ferð austur, leikir sem lærðir. Það var 2. nóvember 1947 sem Steinþór Sigurðsson náttúrufræðingur sem var við rannsóknir við jaðar hraunsins fékk á sig stein sem flaug fram úr hraunjaðrinum. Steinþór lést samstundis, en hann meðal vísindamanna sem fylgdust með framvindu eldgossins.

 

Hækkaði í 1.503 metra

Gerðar voru ítarlegar rannsóknir á gosinu í Heklu sem þegar hér var komið sögu hafði ekki bært á sér í 102 ár. Þá varð þetta mikla gos fyrir sjötíu árum til þess að hækka hátind Heklu úr 1.447 metrum í 1.503 metra, en hann fór þó fljótlega niður í 1.491 og hefur haldist svo allt fram til þessa dags.

 Morgunblaðið 29. mars 2017


Skráð af Menningar-Staður

 

27.03.2017 21:34

Sjónvarpsstöðin -ÍNN- á Eyrarbakka

 


F.v.: Helga Einarsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Sjónvarpsstöðin -ÍNN- á Eyrarbakka

 

Sjónvarpsstöðin vinsæla -ÍNN- var á dögunum við upptökur á Eyrarbakka.

Þar voru á ferð þau Ásmundur Friðriksson og Helga Einarsdóttir við upptökur á þættinum -Auðlindakistan-

Viðmælandi þeirra var Siggeir Ingólfsson á Sölvabakka.
 


Þátturinn verður sýndur von bráðar.

 

.
.
Skráð af Menningar-Staður 

23.03.2017 22:52

23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést


 

 

Brynjólfskirkja í Skálholti.

 


23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar frá Holti í Önundarfirði, biskupsdóttir, lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mmars 1663. 

Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan.

 

Morgunblaið 23. mars 2017 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.Skráð af Menningar-Staður

23.03.2017 08:43

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 


Sundhöllin í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni.

 

Hún hafði verið átta ár í byggingu.

 

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins“.
 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.


Morgunblaðið 23. mars 2017.


 


Guðjón Samúelsson.
 
Skráð af Menningar-Staður
 

 

 

21.03.2017 20:01

Hallgrímur Pétursson ungur

 


Þorlákskirkja í Þorlákshöfn þann 8. mars 2007.
 

 

Hallgrímur Pétursson ungur

 

Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur heimsótti Þorlákskirkju í Þorlákshöfn þann 8. mars 2007 og sagði frá Hallgrími Péturssyni ungum.

 

Hallgrímur var eitt mesta skáld í síðkristni og orti m.a. Passíusálmana. Kona hans var Guðrún Símonardóttir en hún var brottnumin og seld í þrældóm til Alsírmanna árið 1627. Steinunn hefur einnig gert ævi hennar skil, bæði í bókum og með leikritum.

 

Kór aldraðra söng einnig  undir stjórn Esterar Ólafsdóttur.


Þessar 10 ára gömlu ljósmyndir frá 8. mars 2007 eru úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnasonar.

 

.
Steinunn Jóhannesdóttir.
.

.

Steinunn Jóhannesdóttir.

.

.
Steinunn Jóhannesdóttir.
.


Séra Baldur Kristjánsson.
 
Skráð af Menningar-Staður.

 


 

21.03.2017 17:18

BES sigraði Suðurlandsriðil Skólahreystis

 

 

Sigurreifir nemendur og kennarar BSE.

 

BES sigraði Suðurlandsriðil Skólahreystis

 

Þann 15. mars sl. fór fram Suðurlandsriðill Skólahreystis í íþróttahöll Stjörnunar í Garðabæ. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) sigraði riðilinn með 57 stigum og komst þar af leiðandi í úrslitakeppnina sem fram fer í Laugardalshöll 26. apríl.

 

Sannarlega stórglæsilegur árangur hjá liði BES en skólinn náði 4. sæti í fyrra. Nemendur BES hafa æft linnulaust fyrir keppnina í vetur undir handleiðslu Vigfúsar Helgasonar íþróttakennara. Lið skólans skipa Halldór Ingvar Bjarnason, Símon Gestur Ragnarsson, Bríet Bragadóttir, Lilja Atladóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Ás Þórisson og Hrafn Arnason.

 

Heildarúrslit urðu þau að Grunnskólinn á Hellu varð í öðru sæti með 53 stig og Bláskógaskóli varð í 3. sæti með 52,5 stig. Síðan komu Sunnulækjarskóli með 49 stig, Flúðaskóli með 44 stig, Kirkjubæjarskóli með 33,5 stig, Hvolsskóli með 28 stig, Grunnskólinn í Hveragerði með 22,5 stig, Flóaskóli með 22 stig og Víkurskóli með 17,5 stig.

 

Undirbúningur fyrir lokakeppnina er þegar hafinn en sú keppni verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu hinn26. apríl næstkomandi.


Af dfs.is


Skráð af Menningar-Staður