Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.11.2017 09:19

Sviðaveisla að Stað 3. nóvember 2017

 

.

.
 

 

 

Sviðaveisla að Stað 3. nóvember 2017

 

 

Félag búfjáreigenda á Eyrarbakka stóð fyrir veglegri sviðaveislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka föstudagskvöldið 3. nóvember 2017.Það var Björn H. Hilmarsson í Smiðshúsum á Eyrarbakka sem var veislustjóri en salarfylli var í efri salnum að Stað og samkoman sérlega vel heppnuð.Forseti Hrútavinafélagsins Örvars Suðurlandi, Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, ávarpaði samkomuna.
 


Menningar-Staður færði samkomuna til myndar og er myndalabúm á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284417/Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.
.
.
 

Skráð af Menningar-Staður

03.11.2017 06:37

Jóhann Jóhannsson 90 ára

 

 

 

Jóhann Jóhannsson 90 ára


6. nóvember 2017


Afmælisfagnaður að Stað á Eyrarbakka


laugardaginn 4. nóv. kl 17 - 20

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

 


 Skráð af Menningar-Staður

 

 
 

01.11.2017 20:05

1. nóv. 2017 - Sólvellir á Eyrarbakka 30 ára

 


Sólvellir á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

1. nóv. 2017 - Sólvellir á Eyrarbakka 30 ára
 

Sólvellir á Eyrarbakka, til hamingju með 30 ára afmælið

í dag, 1. nóvember 2017. 

 
Skráð af Menningar-Staður

01.11.2017 07:04

Hátíð í borg og bæ

 


Meðal hljómsveita sem kemur fram er Kiriyama Family.

 

 

Hátíð í borg og bæ

 

Tón­list­ar­hátíðin Ice­land Airwaves hefst í dag með mikl­um fjölda tón­leika á fjöl­mörg­um tón­leika­stöðum í miðborg Reykja­vík­ur en á morg­un hefst hún á Ak­ur­eyri og er það í fyrsta sinn sem hluti henn­ar fer þar fram.

 

Dag­skrána alla má finna á vef hátíðar­inn­ar á slóðinni www.icelandairwaves.is


Dagskrá Kiriyama Family:

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

31.10.2017 17:30

Skilti afhjúpað á Vinatorgi á Eyrabakka

 

 

Leikskólabörn og kennarar á Vinatorgi í morgun ásamt Kjartani Björnssyni,

formanni íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

 

Skilti afhjúpað á Vinatorgi á Eyrabakka

 

Í morgun, 31. okt. 2017, var afhjúpað skilti á Vinatorgi, við leikskólann Brimver á Eyrarbakka, með nafni torgsins.

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti nöfn á öll hringtorg í sveitarfélaginu að undangenginni nafnasamkeppni árið 2010. Síðan þá hafa verið afhjúpuð skilti með nöfnum torganna, einu af öðru.

 

Það var Auður Hjálmarsdóttir sem átti hugmyndina að nafninu á sínum tíma.

 

Leikskólabörnin á Brimveri voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í morgun, en skiltið afhjúpuðu þau Bryndís Sigurðardóttir og Ívan Gauti Ívarsson.


Skráð afMenningar-Staður

31.10.2017 05:33

Tónleikar í minningu Andreu Eirar

 


Andrea Eir Sigurfinnsdóttir.

 

Tónleikar í minningu Andreu Eirar

 

Minningar- og styrktartónleikar verða haldnir í Selfosskirkju mánudagskvöldið 6. nóvember n.k. fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sigurfinnsdóttur.

Andrea Eir lést þann 15. október síðastliðinn á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð aðeins fimm ára gömul, eftir stutta en erfiða baráttu við veikindi. 

Mikill kostnaður skapast við þessar aðstæður og hafa vinir fjölskyldunnar ákveðið að halda tónleika með landsfrægu tónlistarfólki þetta kvöld til styrktar fjölskyldunni.

 

Tónleikarnir verða í Selfosskirkju kl. 19:30 og er miðaverð 3.500 kr en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri.

 

Miðasala hefst miðvikudaginn 1. nóvember og verður í Dýraríkinu á Selfossi og í Reykjavík, Verzluninni Borg í Grímsnesi og Skálanum Stokkseyri. Enginn posi, aðeins hægt að greiða með pening. 

Tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum eru Páll Óskar og Monika, Regína Ósk, Magnús Kjartan, Ylja, Helgi Björnsson, Guðrún Árný, Karitas Harpa, Gunnar Ólason, Hreimur og Made in sveitin og Eyþór Ingi.

Kynnir er Theodór Francis Birgisson og hljóðkerfi og ljós eru í boði EB kerfa

 

 

Selfosskirkja.Skráð af Menningar-Staður

30.10.2017 06:44

Útgáfuhátíð fjögurra bóka

 

 

 

Útgáfuhátíð fjögurra bóka

 

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi efnir til útgáfuhátíðar fjögurra nýrra bóka í Safnaðarheimili Grensáskirkju i Reykjavík í kvökd, mánudagskvöldið 30. október 2017.
 

Höfundarnir sem stíga á stokk eru Þórður Tómasson sem sendir frá sér bókina Um þjóðfræði mannslíkamans, Guðfinna Ragnarsdóttir með bókina Sagnaþættir Guðfinnu, Vestfirðingurinn úr Súðavík, Valgeir Ómar Jónsson, með bókina Vitavörðurinn og Garðar Olgeirsson með bókina Ævintýri Stebba. 
 

Húsið opnar klukkan 20 og eru allir velkomnir. 
Ókeypis veitingar í boði útgefanda. 

 

Vitavörðurinn

Valgeir Ómar Jónsson, barnabarn Þorbergs Þorbergssonar vitavarðar á Galtarvita hefur gefið út bók um þessa einstöku en óskemmtilegu reynslu þegar breski herinn handtók nokkra Vestfirðinga og flutti í fangelsi í Bretlandi.
 

Á bakhlið bókarinnar er efni hennar lýst með þessum hætti:
 

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 9. júní 1941 stóðu fjórir alvopnaðir breskir hermenn við vitavarðarhúsið á Galtarvita. Erindi þeirra var að handtaka vitavörðinn Þorberg Þorbergsson og flytja í fangelsi í Bretlandi. Áður en þeir gætu haldið frá landi með stríðsfangann varð hann sjálfur að gera við bát hermannanna sem brotnað hafði í fjörunni.

Sök vitavarðarins var að hafa skotið skjólshúsi yfir þýskan flóttamann. Ferðin til Bretlands var fyrsta utanför Þorbergs og honum minnisstæð. Í bókinni rekur Valgeir Ómar Jónsson sonarsonur Þorbergs sögu afa síns og samferðamanna hans og framvindu þessa sérstæða máls.

 

 Skráð af Menningar-Staður

29.10.2017 11:36

Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er slétt 20%

 


Alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík

og Jón Sigurðsson, forseti, stendur vaktina sem fyrr á stalli sínum.

 

 

Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins

 

í Suðurkjördæmi er slétt 20%
 

Mikl­ar til­færsl­ur hafa orðið á fylgi flokk­anna í Suður­kjör­dæmi en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer úr 31,5% fylgi árið 2016 í 25,2% í ár sem er fylgisfall uppá nákvæmlega 20%. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, fell­ur af þingi en þing­mönn­um flokks­ins fækk­ar um einn á milli kosn­inga.

Þrátt fyr­ir minna fylgi er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í kjör­dæm­inu líkt og áður.

 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 18,6% fylgi nú og tvo menn kjörna en var með 19,2% árið 2016 og sama þing­manna­fjölda.

Miðflokk­ur­inn er nýr á þingi og er þriðji stærsti flokk­ur­inn í Suður­kjör­dæmi með 14,3% og einn mann kjör­inn á þing. Um nýj­an þing­mann á Alþingi er að ræða - Birgi Þór­ar­ins­son.

 

Vinstri græn­ir fengu 11,8% fylgi nú en voru með 10,2% árið 2016. VG eru áfram með einn þing­mann í Suður­kjör­dæmi. 

 

Sam­fylk­ing­in fær 9,6% at­kvæða og einn þing­mann líkt og í fyrra en þá var fylgi flokks­ins 6,4%.

 

Flokk­ur fólks­ins var með 3,6% fylgi í fyrra en fær í ár 8,9% og einn mann kjör­inn á þing. Þar er það Karl Gauti Hjalta­son sem kem­ur nýr inn á Alþingi að lokn­um kosn­ing­um.

 

Pírat­ar missa tölu­vert fylgi, fara úr 12,8% í 7,1%. Þrátt fyr­ir minna fylgi er flokk­ur­inn með einn þing­mann í Suður­kjör­dæmi.

 

Viðreisn tap­ar fylgi og um leið þing­manni en flokk­ur­inn var með 7,3% í fyrra en núna er flokk­ur­inn með 3,1%. Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir er ekki leng­ur þingmaður Viðreisn­ar. 

 

Björt framtíð var með 5,8% í fyrra en er með 1% nú. Flokk­ur­inn náði eng­um inn á þing núna ekk­ert frek­ar en í fyrra.

 

Alþingis­menn í Suðurkjördæmi: 

· Páll Magnús­son (D)
  · Sig­urður Ingi Jó­hanns­son (B)
  · Birg­ir Þór­ar­ins­son (M)
  · Ásmund­ur Friðriks­son (D)
  · Ari Trausti Guðmunds­son (V)
  · Odd­ný G. Harðardótt­ir (S)
  · Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir (B)
  · Karl Gauti Hjalta­son (F)
  · Vil­hjálm­ur Árna­son (D)
Upp­bót­ar   
  · Smári McCart­hy (P)Skráða f Menningar-Staður

29.10.2017 08:35

Lokatölur í Suðurkjördæmi

 

 

 

Lokatölur í Suðurkjördæmi

 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðung atkvæða í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn og var stærstur flokka þar. Talningu atkvæða í kjördæminu lauk um sexleytið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver. Það eru Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Píratar.

Sjálfstæðisflokkurinn fór úr rúmlega 30 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi í fyrra í 25,2 prósent núna. Það varð til þess að flokkurinn missti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, af þingi.

 

Miðflokkurinn bæti við sig mestu fylgi í Suðurkjördæmi, fær 14,3 prósent og einn þingmann en var ekki í framboði síðast. Flokkur fólksins rúmlega tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og kemur að manni, fyrrverandi sýslumanninum Karli Gauta Hjaltasyni. Þetta eru einu flokkarnir sem auka þingstyrk sinn í kjördæminu.

 

Björt framtíð missti nær allt fylgi sitt í Suðurkjördæmi og Viðreisn missti þingmann sinn, Jónu Sólveigu Elínardóttur.  Píratar misstu hátt í helming fylgis síns í kjördæminu en þegar enn átti eftir að birta lokatölur úr þremur kjördæmum hélt þingmaður þeirra í kjördæminu sæti sínu sem jöfnunarþingmaður. Slíkt getur þó auðveldlega breyst þegar nýjar tölur birtast.
 

 
  1. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki
  2. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
  3. Birgir Þórarinsson, Miðflokknum
  4. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki
  5. Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri græn
  6. Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu
  7. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki
  8. Karl Gauti Hjaltason, Flokki fólksins
  9. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki
  10. Smári McCarthy, Pírötum


Af www.ruv.isSkráða f Menningar-Staður

28.10.2017 09:22

Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka

 


Dyravörður er Siggeir Ingólfsson.
 
 

 

Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka

 

Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis Íslendinga eru haldnir laugardaginn 28. október 2017

 

Kjörfundur á Eyrarbakka hófst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.

 

Kosið er í fimm kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg.

Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.
 

Staður Eyrarbakka

Kjördeild V

Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.

Kjörstjórn á Eyrarbakka:
 

Birgir Edwald, formaður
Lýður Pálsson
María Gestsdóttir
Fréttaritari af Menningar-Staður var á kjörstað á Eyrarbakka á slaginu kl. 9 og færði kjörstjórn og dyravörð til myndar.

 

 

Kjörstjórn og dyravörður í Kjördeild V á Eyrarbakka.
F.v.: Lýður Pálsson, Birgir Edwald, Siggeir Ingólfsson og María Gestsdóttir.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 


 

Skráð af Menningar-Staður