Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

21.01.2017 20:55

Jón úr Vör - Aldarminning

 

 

Jón úr Vör (1917 - 2000)

 

Jón úr Vör - Aldarminning

 

Jón úr Vör Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. jan. 1917. Hann lést á Landspítalanum 4. mars 2000. Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, og Jónína Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961. 

Jón úr Vör var á þriðja ári sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni á Patreksfirði og konu hans Ólínu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim ásamt fóstursystkinunum Einari, Sigurði, Guðbjarti, Halldóru og Andrési. 

Systkini Jóns úr Vör voru 13:

Sigurður, f. 1905, dó innan árs, Sigurður Kristinn, f. 3.8. 1906, d. 17.11. 1968, Rannveig, f. 28.11. 1908, dó innan árs, Rannveig Lilja, f. 17.1. 1910, d. 17.12. 1950, Marta, f. 14.6. 1911, d. 4.2. 1999, Þorgerður, f. 5.11. 1913, d. 16.6. 1962, Indriði, f. 9.7. 1915, d. 30.4. 1998, Sigrún, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988, Sólveig, f. 28.11. 1919, Gunnar, f. 9.8. 1922, d. 20.12. 1992, Hafliði, f. 20.10. 1923, Fjóla, f. 8.7. 1925, d. 18.5. 1996, Björgvin, f. 26.8. 1929.
 

Hinn 7. september 1945 kvæntist Jón Bryndísi Kristjánsdóttur frá Nesi í Fnjóskadal, f. 17. 8. 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi og búfræðingur, f. 22.3. 1880 Nesi, d. 27.5. 1962, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir rjómabústýra frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 18.4. 1885, d. 26.11. 1983. 

Synir Jóns og Bryndísar eru: 
1) Karl, f. 9.12. 1948, kvæntur Katrínu Valgerði Karlsdóttur, þeirra börn eru Sigrún Erla, Jón Egill og Fanney Magna, 
2) Indriði, f. 5.11. 1950, kvæntur Valgerði Önnu Þórisdóttur, þeirra börn eru Stefán Örn og Bryndís Ylfa, átti áður synina Orra Frey og Þóri Valdimar, sonur Þóris og Maríu Hrundar Guðmundsdóttur sambýliskonu hans er Hafþór Örn, 
3) Þórólfur, f. 3.10. 1954, kvæntist Kerstin Almqvist, þeirra dætur eru Helga Guðrún Gerða og Anna Sólveig, skilin, sambýliskona Þórólfs er Lilja Markúsdóttir.

 

Jón úr Vör stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi, Brunnsviks folkhögskola í Svíþjóð og Nordiska folkhögskolan í Genf. Hann var ritstj. Útvarpstíðinda 1941-45 og 52. Hann var starfsmaður Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar 1947-51, sá um útgáfu tímaritsins Stjörnur, ritstj. þess o.fl. Jón var fornbókasali í Rvík 1952-62. Jafnframt bókavörður í Kópavogi frá 1952 og hafði það að aðalstarfi frá 1. okt 1962. Hann átti þátt í stofnun Rithöfundasambands Íslands og var í stjórn þess fyrstu árin. 

Ljóðabækur: 

Ég ber að dyrum 1. og 2. útg. 1937 3. útg. 1966,  Stund milli stríða 1942,  Þorpið 1946, endurskoðuð útg. 1956, 3. útg. 1979, 4. útg. 1999, sænsk þýðing, Isländsk kust 1957,  Með hljóðstaf 1951,  Með örvalausum boga 1951,  Vetrarmávar 1960,  Maurildaskógur 1965,  100 kvæði, úrval 1967, Mjallhvítarkistan 1968, Stilt vaker ljoset , ljóðaúrval á norsku 1972, Vinarhús 1972, Blåa natten över havet, ljóðaúrval á sænsku útg. í Finnlandi 1976, Altarisbergið 1978,  Regnbogastígur 1981,  Gott er að lifa 1984.

 

Jón var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut heiðurslaun listamanna frá 1986.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.01.2017 20:35

Jón Á. Hjartarson - Fæddur 20. jan 1928 - Dáinn 15. jan. 2017 - Minning

 

 

Jón Á Hjartarson (1928 - 2017)

 

Jón Á. Hjartarson - Fæddur 20. jan 1928

- Dáinn 15. jan. 2017 - Minning

 

Jón Á. Hjartarson fæddist 20. janúar 1928 á Bakka í Ölfusi. Hann lést á Sólvöllum, Eyrarbakka, 15. janúar 2017. Foreldrar hans voru Hjörtur Sigurðsson og Jóhanna Ásta Hannesdóttir, bændur að Auðsholtshjáleigu Ölfusi.

 

Eftirlifandi systur Jóns eru: Ástríður, f. 1932, og Jónína, f. 1942.

Látin eru Hannes, f. 1919, Guðmundur, f. 1925, Sigurður, f. 1926, Rósanna, f. 1930, og Steindór, f. 1936.

 

Árið 1954 kvæntist Jón eiginkonu sinni, Guðríði Magnúsdóttur (Dúu) frá Flögu. Foreldrar hennar voru Magnús Árnason og Vigdís Stefánsdóttir bændur í Flögu. Guðríður lést árið 2014.

Börn þeirra eru:
1) Vigdís, f. 1951, d. 2011. Sambýlismaður hennar Geirfinnur Sigurgeirsson er látinn. Sonur Vigdísar er Guðjón Þórisson. Sambýliskona hans er Hanna Rut Samúelsdóttir. Börn þeirra eru Jón Smári, Jóhann Már og Vigdís Katla.

2) Jóhanna, f. 1954. Maki Stein Åge Lysgård. Börn þeira eru Jón Wilhelm, sonur hans er Stein Grímur. Kristín, maki Sveinung Lillerud og eru dætur þeirra Marie og Ingrid.

3) Grímur, f. 1963. Maki Stefanía Geirsdóttir. Börn þeirra eru Steinunn Dúa og dóttir hennar Sóley Ósk Sigþórsdóttir.

Geir Evert. Sambýliskona hans er Heiða Björg Jónasdóttir og dóttir þeirra Thelma Líf.

 

Jón gekk í hin ýmsu bústörf fyrstu árin. 16 ára gamall hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá KÁ á Selfossi og útskrifaðist sem sveinn fjórum árum síðar. Starfaði hann þar um hríð en upp úr 1950 keypti hann sinn fyrsta vörubíl og 1954 gekk hann til liðs við Vörubílstjórafélagið Mjölni og varð vörubílaakstur hans ævistarf. Á veturna þegar minna var að gera í akstri stundaði hann sjómennsku frá Þorlákshöfn og smíðaði vörubílspalla fyrir sjálfan sig og aðra, gerði við bíla sína, fyrst á Eyravegi 16 og síðar meir í bílskúrnum á Rauðholtinu.

 

Á Selfossi kynntist hann Dúu eiginkonu sinni. Fyrstu árin bjuggu þau í Flögu, en 1954 fluttu þau í nýtt hús að Eyravegi 16, Selfossi, sem þau höfðu byggt með Siggu systur Dúu og Gísla. 1965 flutti fjölskyldan í nýtt hús að Rauðholti 13, sem Dúa og Jón byggðu sér og bjó hann þar allt þar til síðustu tvö árin að hann var búsettur á Sólvöllum á Eyrarbakka.

 

Jón var jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 21. janúar 2017.


Morgunblaðið 21. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

20.01.2017 06:51

Þorri hefst 20. janúar 2017 - Bóndadagur

 

 

 

Þorri hefst 20. janúar 2017 - Bóndadagur

 

Mánuðurinn þorri hefst í 13. viku vetrar, nú 19. til 25. janúar, en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Mánaðarnafnið er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.

Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót, en þeim ekki lýst. Vetraröldungurinn Þorri er algengt yrkisefni á 17. – 19. öld og um fagnað eða sérstaka siðvenju við upphaf þorra eru heimildir frá öndverðri 18. öld. Líklegt er að slíkar venjur séu allmiklu eldri.

Upphaflega virðist húsfreyja hafa boðið þorra velkomin enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkaður húsbóndanum. Er hvorttveggja til að honum hafi verið veitt sérstaklega í mat og að hann hafi þá átt að gera vel við sitt fólk. Bóndadagsheitið er þó ekki kunnugt fyrr en í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðbiki 19. aldar. Þar er einnig minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óljóst er hversu almennur slíkur siður hefur verið og hver er uppruni hans. Vera kann að þar sé um að ræða leifar af eldra þorrafagnaði.

Á síðarihluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu “Þorrablót” að fornum hætti, matar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af eftir aldamótin 1900 í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram.

Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá “íslenskan” mat sem nú var orðinn sjaldséður í kaupstöðum.

Veitingamaður í Naustinu í Reykjavík (Halldór Gröndal sem á ættir til Hvilftar í Önundarfirði) hafði síðan sérstakan þorramat á boðstólum frá þorranum 1958. 

Síðan hafa þorrablót ýmissa samtaka með íslenskan mat verið fastur liður í skemmtanalífi um allt land.

Um 1980 hófust blómagjafir eiginkvenna til eiginmanna undir áhrifum frá konudegi.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson. 


Skráð af Menningar-Staður

19.01.2017 10:22

"Þegar Hrútavinir heiðra þá er heiðrað"

 

.

.

 

 

 

Suðri - Héraðsfréttablað - fimmtudaginn 19. janúar 2017
 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.01.2017 13:08

Fyrsta op­in­bera heim­sókn for­set­ans

 

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid halda til Dan­mek­ur í næstu viku. Ljósm.: mbl.is/?Eggert

 

Fyrsta op­in­bera heim­sókn for­set­ans

 

For­seti Íslands Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­setafrú halda í op­in­bera heim­sókn til Dan­merk­ur í byrj­un næstu viku. Heim­sókn­in hefst þriðju­dag­inn 24. janú­ar 2017 með form­legri mót­töku­at­höfn við Amalíu­borg­ar­höll í Kaup­manna­höfn og lýk­ur að morgni fimmtu­dags­ins 26. janú­ar. Þetta er fyrsta op­in­bera heim­sókn for­seta til út­landa frá því hann tók við embætti í sum­ar.
 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra verður með í för ásamt op­in­berri sendi­nefnd sem í eru full­trú­ar mennta- og fræðasam­fé­lags auk emb­ætt­is­manna frá ut­an­rík­is­ráðuneyti og embætti for­seta, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­set­ans.
 

For­seta­hjón­in munu fara í Jóns­hús þar sem þau skoða sýn­ingu um Jón Sig­urðsson og Ingi­björgu Ein­ars­dótt­ur konu hans á þriðju­deg­in­um. Sama dag mun for­seti funda með Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráðherra og Piu Kjærs­ga­ard, for­seta þings­ins. Guðni mun að því loknu halda í Kon­ungs­bók­hlöðuna og af­henda veg­lega bóka­gjöf, 700 ein­tök af nýrri heild­ar­út­gáfu Íslend­inga­sagna í danskri þýðingu. Mar­grét Dana­drottn­ing verður viðstödd þessa dag­skrá auk annarra gesta. Um kvöldið býður drottn­ing­in for­seta og fylgd­arliði til hátíðar­kvöld­verðar í Amalíu­borg­ar­höll.
 

Dag­skrá­in held­ur áfram á miðviku­deg­in­um. Þá mun for­seti meðal ann­ars heim­sækja Árna­safn í Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og skoða höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhús­torgið þar sem full­trú­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi kynna starf­semi sína og áhersl­ur á sjálf­bærni, há­tækni og full­nýt­ingu hrá­efna í mat­vælaiðnaði. 
 

Í há­deg­inu býður Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli til hring­borðsum­ræðu um þjóðern­is­hyggju og hnatt­væðingu þar sem for­seti flyt­ur ræðu og tek­ur þátt í sam­ræðum ásamt hópi danskra fræðimanna og fjöl­miðlamanna auk full­trúa úr sendi­nefnd Íslands.

Síðdeg­is býður for­seti Íslands til mót­töku til heiðurs Mar­gréti Dana­drottn­ingu í Nor­datlantens Bryg­ge og lýk­ur með henni form­legri dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar.
 

Auk þess að taka þátt í op­in­ber­um viðburðum heim­sókn­ar­inn­ar mun El­iza Reid for­setafrú eiga morg­un­verðar­fund með Mary krón­prins­essu 25. janú­ar og taka í kjöl­farið þátt í sér­stakri dag­skrá með henni. Þær heim­sækja leik­skóla, sem hef­ur þótt skara fram úr m.a. með þjálf­un í mál­færni, og skoða jafn­framt höfuðstöðvar alþjóðastofn­ana Sam­einuðu þjóðanna í Dan­mörku.
___________________________________________________________________________________________

 

Program for statsbesøg fra Island

 

H.E. Islands Præsident Guðni Thorlacius Jóhannesson og fru Eliza Jean Reid er på statsbesøg i Danmark den 24. – 26. januar 2017.

 

Tirsdag den 24. januar


Ankomst
Kl. 10.00

H.E. Guðni Th. Jóhannesson og fru Eliza Jean Reid ankommer til Christian VII's Palæ, Amalienborg, hvor Præsidentparret modtages af Regentparret.
I forbindelse med ankomsten eksorteres Præsidentparrets bil af Gardehussarregimentets hesteskadron.
Der vil efterfølgende være officiel fotografering af Regentparret og Præsidentparret.

Læs mere om Amalienborg.


Besøg i Jónshús
Kl. 11.00

Præsidentparret besøger Jónshús, der er et islandsk kulturcenter i København. Under besøget får Præsidentparret blandt andet fremvist en mindeudstilling for Jón Sigurðsson, der spillede en væsentlig rolle i Islands selvstændiggørelse.

Læs mere om Jónshús.


Besøg på Christiansborg Slot
Kl. 12.10

Præsidentparret besøger Christiansborg Slot, hvor Præsidentparret får forevist De Kongelige Repræsentationslokaler, herunder Fredensborgmaleriet og Bjørn Nørgaards gobeliner i Riddersalen.

Læs mere om Christiansborg Slot.


Møde med Statsministeren
Kl. 13.00

Præsidentparret deltager i møde med Statsminister Lars Løkke Rasmussen.


Møde med Folketingets formand
Kl. 15.00

Præsidentparret mødes med Folketingets formand, Pia Kjærsgaard.


Overrækkelse af Islands folkegave
Kl. 15.40

H.M. Dronningen og Præsidentparret deltager i arrangement i Den Sorte Diamant, København. Her overrækkes Islands folkegave, som er en samling af nyoversatte islandske sagaer, der vil blive tilgængelige på danske biblioteker og læreanstalter. Derudover vil der være forskellige musikalske indslag ved arrangementet.


Gallataffel i Christian VII's Palæ, Amalienborg
Kl. 20.00

Regentparret er værter ved gallataffel i Christian VII's Palæ, Amalienborg, til ære for det islandske præsidentpar med deltagelse af den kongelige familie, regeringen, præsidiet, den islandske delegation og udvalgte virksomheder med flere.

Ved gallataflet vil der være taler ved Dronningen og Præsidenten . 


Onsdag den 25. januar


Møde med Mary Fonden
Kl. 9.00

Præsidentfruen deltager sammen med H.K.H. Kronprinsessen i møde med Mary Fonden i Frederik VIII's Palæ, Amalienborg.

Læs mere om Mary Fonden.


Besøg på Den Arnamagnæanske Samling
Kl. 9.10

Præsidenten besøger Den Arnamagnæanske Samling på Københavns Universitet. Den Arnamagnæanske Samling er en samling af håndskrifter, der kan dateres tilbage til middelalderen. Håndskrifterne bruges i dag til at forske i blandt andet tekst- og sprogvidenskab indenfor ældre nordiske sprog. Samlingen består af ca. 3000 håndskrifter, hvoraf ca. 1400 er bevaret på Københavns Universitet, mens resten af samlingen er udleveret til Island.

Læs mere om Den Arnamagnæanske Samling.


Seminar hos DI
Kl. 10.00

Præsidenten er sammen med Kronprinsen til stede ved seminar om innovation, bæredygtighed og fødvareproduktion hos Dansk Industri, København. Her forestår Præsidenten åbningen af seminaret.

Læs mere om seminaret.


Besøg hos Tante Olgas Børnehus
Kl. 10.15

Præsidentfruen besøger sammen med Kronprinsessen og Mary Fonden børnehaven Tante Olgas Børnehus i København. Under besøget viser pædagogerne og børnene, hvordan de bruger "LæseLeg" i børnehaven. LæseLeg er materiale udviklet af Mary Fonden. Gennem aktiv inddragelse af børn i historieoplæsning, skal LæseLeg bidrage til at styrke børns sprog og selvtillid.

Læs mere om LæseLeg.


Besøg hos State of Green
Kl. 10.50

I forlængelse af DI's seminar besøger Præsidenten og Kronprinsen State of Green. State of Green er et privat-offentligt partnerskab mellem den danske regering, relevante virksomheder og aktører inden for energisektoren. State of Green arbejder for at gøre Danmark til et foregangsland indenfor grøn vækst og for at gøre Danmark uafhængigt af fosile brændstoffer i 2025.

Læs mere om State of Green.


Besøg i FN Byen
Kl. 11.15

Præsidentfruen besøger sammen med Kronprinsessen FN Byen i København. Præsidentfruen og Kronprinsessen møder repræsentanter fra FN Byens nordiske kontorer og deltager i rundvisning.

Læs mere om FN Byen.


Besøg hos ICES
Kl. 11.20

Præsidenten besøger sammen med Kronprinsen ICES - International Council for the Exploration of the Sea. Her vil Præsidenten og Kronprinsen få en præsentation af ICES' organisation og arbejde. ICES er en global organisation, der forsker og rådgiver i bæredygtig brug af havet og dets økosystemer. Organisationen fungerer som et netværk, hvor forskere og andre fagfolk deler deres viden og forskningsresultater. 

Læs mere om ICES.


Besøg på Københavns Universitet
Kl. 12.10

Præsidentparret besøger sammen med Kronprinsparret Københavns Universitet. Under besøget vil der være rundbordsdiskussion om blandt andet globalisering i et nordisk perspektiv, hvorefter Præsidenten holder tale.

Læs mere om Københavns Universitet.


Frokost på Hotel- og Restaurantskolen
Kl. 13.20

Præsidentparret besøger sammen med Kronprinsparret Hotel- og Restaurantskolen, København. Under en rundvisning på skolen, får Præsidentparret og Kronprinsparret mulighed for at smage på forskellige nordiske retter, som eleverne har kreeret. Herefter deltager Præsidentparret og Kronprinsparret i frokost.

Læs mere om Hotel- og Restaurantskolen.


Besøg hos MAREL
Kl. 15.15

Præsidentparret besøger den islandske virksomhed MAREL, der leverer maskiner til kød-, fisk- og fjerkræindustrierne i store dele af verden. Under besøget får Præsidentparret blandt andet fremvist flere af virksomhedens fødvareproduktionsmaskiner.

Læs mere om MAREL.


Besøg hos Bredgade Kunsthandel
Kl. 16.20

Præsidentparret besøger Bredgade Kunsthandel og åbner udstillingen "Den Islandske Forbindelse".

Læs mere om Bredgade Kunsthandel.


Islandsk returarrangement på Nordatlantens Brygge
Kl. 19.00

Præsidentparret afholder reception til ære for Regentparret på Nordatlantens Brygge, som afslutning på statsbesøget med deltagelse af den kongelige familie. Ved receptionen vil der være taler og underholdning.

Læs mere om Nordatlantens Brygge.


Torsdag den 26. januar


Afsked
Kl. 9.00

Regentparret tager afsked med Præsidentparret i Christian VII's Palæ, Amalienborg, hvor der skrives i gæstebog og signeres på vinduesrude.

Læs mere om traditionen for signering på ruder.Skráð af Menningar-Staður og kongehuset.dk

 

.


Á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB

Skráð af Menningar-Staður

 

18.01.2017 06:11

"Smell­ir okk­ur á kortið"

 

 

„Smell­ir okk­ur á kortið“

 

„Ég hef ekki haft und­an að svara fyr­ir­spurn­um frá út­lönd­um, bæði frá blaðamönn­um og fólki sem er á leiðinni til lands­ins sem vill fá upp­lýs­ing­ar um hvenær við opn­um og hvað sé hægt að gera í kring­um þetta. Þetta er búið að smella okk­ur ræki­lega á kortið.“

Þetta seg­ir Ásbjörn Björg­vins­son, sem stend­ur að Lava – Eld­fjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands, sem verður opnuð á Hvols­velli þann 1. júní nk. Miðstöðin lenti ný­verið í öðru sæti á lista ferðabóka­út­gef­and­ans Lonely Pla­net yfir áhuga­verðustu opn­an­ir fyr­ir ferðamenn í heim­in­um á þessu ári.

„Sýn­ing­in er fyrst og fremst hugsuð sem al­hliða upp­lif­un­ar-og fræðslu­sýn­ing um jarðfræði Íslands, eld­gos, eld­fjöll og jarðskjálfta. Við ein­blín­um á að út­skýra hvernig Ísland varð til,“ seg­ir Ásbjörn í Morg­un­blaðinu í gær.
 

Morgunblaðið
 

.

.


Ásbjörn Björgvinsson er bassaleikari í Hljómsveitinni ÆFINGU frá Flateyri og er Sunnlendingum kær.
Ásbjörn er  og er lengst til vinstri á myndinni.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

17.01.2017 07:00

Margrét Jónsdóttir - Fædd 24. júlí 1929 - Dáin 9. jan. 2017 - Minning

 


Margrét Jónsdóttir (1929 - 2017)

 

Margrét Jónsdóttir - Fædd 24. júlí 1929

- Dáin 9. jan. 2017 - Minning

 

Margrét Jónsdóttir frá Hofi á Eyrarbakka fæddist 24. júlí 1929. Hún lést á Sólvöllum á Eyrarbakka 9. janúar 2017.

Margrét var fjórða barn þeirra hjóna Hansínu Ástu Jóhannsdóttur og Jóns Björgvins Stefánssonar frá Hofi á Eyrarbakka.

Systkinin voru sex;

 elst Ingibjörg, þá Kristín, Björgvin, Margrét, Stefán og Jóhann, Margrét lifði þau öll.
 

Margrét giftist Ólafi Þorvaldssyni frá Arnarbæli í Ölfusi, eignuðust þau fimm börn;

Ólaf, en hann lifði aðeins örfáar stundir,

Ástu, f. 9. apríl 1952, börn hennar eru Margrét Sara, Pétur Kristófer og Símon Örn Oddsbörn, barnabörnin eru þrjú.

Svala, f. 6 ágúst 1954, eiginmaður hennar er Ísleifur Ottesen, eiga þau einn son, Friðrik Ottesen, barnabörnin eru tvö.

Kristjana Ólafsdóttir, f. 18. október 1957, eiginmaður hennar er Guðmundur Pétur Davíðsson, synir þeirra eru Ólafur Orri og Davíð Kristján, þau eiga eitt barnabarn.

Þorvaldur Ólafsson, eiginkona hans er Torfhildur Sigvaldadóttir, börn þeirra eru Sylvía Lind, Svala Lind, Ólafur, dóttir Þorvaldar er Kristín Eva, barnabörnin eru tvö.

 

Seinni maður Margrétar var Zakarías Hjartarson frá Keflavík.
 

Útför Margrétar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 17. janúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13.

_______________________________________________________________________________________________

 


Minningarorð Kristjönu Ólafsdóttur

Mamma, ekki þykir mér ósennilegt að þetta orð „mamma“ sé eitt mest notaða orð hvers dags.

Mamma mín var alla vega á meðal þeirra bestu, blíðustu og jafnframt ákveðnustu mæðra sem ég hef kynnst.

Mér er enn í fersku minni að í eitt skipti af mörgum þar sem við mæðgur vorum að brjóta saman þvott þótti mér nóg um að þurfa að brjóta saman rúmfötin hans Þorra bróður. Ég átti erfitt með að skilja að strákur, aðeins ári yngri en ég, gæti ekki bara gert það sjálfur. Hún kvað mig nú alveg geta skilið það, þar sem hann væri að gera annað – hann var úti í garði að leika sér.

Ég er frek og líklega frekar ákveðin og átti erfitt með að sætta mig við þetta hlutskipti, en með sinni einstöku lagni hjálpaði hún mér að sætta mig við það í þetta skipti.

Hún mamma hafði algjöra óbeit á ósætti, og kenndi okkur afar fljótt að taka tillit hvert til annars, gæta hvert annars, fyrirgefa hvert öðru, en fyrst og fremst að virða hvert annað og elska. Henni tókst mjög vel til við það og höfum við systkinin notið góðs af því alla tíð, og erum með eindæmum góð systkin.

Það er styrkur góðrar móður að kenna börnunum sínum svo mikilvæga hluti sem þessa.

Ég fór í gegnum mjög erfið veikindi, lyfjagjafir og stóran uppskurð fyrir nokkrum árum, og þvílíkur klettur sem hún mamma mín var mér þá!

Hún dvaldi hér hjá okkur hjónum í um tvo mánuði, sjálf orðin öldruð og þreytt á líkama, en hjálpsemi hennar og dugnaðurinn var ótrúlegur. Eldaði fyrir litlu stelpuna sína og sá til þess að hún gerði æfingar sex sinnum á dag.

Þvílík hetja, og ég elskaði hana fyrir það. Elsku mamma mín.

Á jólum 1997 dvöldum við systkinin öll ásamt mökum og börnum á erlendri grundu, og ég veit að það var henni erfitt, enda jólin fyrst og fremst fjölskylduhátíð.

En hún mamma dó ekki ráðalaus og sendi okkur fallegt bréf, og ætla ég að enda þessa minningargrein á hluta úr því bréfi:

„Það er yndislegt til þess að vita að þið haldið hópinn og sameinist á þessari miklu fjölskylduhátíð og við vitum að ekkert kemur í stað systur eða bróður.

Á þessu ári hef ég misst tvo bræður og það leitar á mig að minna ykkur á systkinaböndin og hve mikilvægt er að þið ræktið fjölskylduböndin og sýnið hvert öðru ástúð.

Við þurfum að vera þakklát í hjarta okkar fyrir allt sem að við höfum og njóta þess, en ekki sýta það sem að ekki er eða var.“

Við vissum alltaf að við vorum það dýrmætasta sem hún mamma okkar átti.

Og fyrir það er ég óendanlega þakklát.

 

Minning þín lifir.

Kristjana.


Morgunblaðið 17. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

16.01.2017 21:24

12. október 1963 - Páll Ísólfsson 70 ára

 

 

 

 

12. október 1963 - Páll Ísólfsson 70 ára

 

.

.

.

.
 
 


Björgvin Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Bjarma á Stokkseyri.

Ljósm.: Úr safni Grétars K. Zophoníassonar.


Skráð af Menningar-Staður
 

 

16.01.2017 06:49

Tuttugu og tvö ár frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík

 

 

Súðavík við Álftafjörð í vetrarfeldi áður.

Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).

 

Tuttugu og tvö ár frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík

 

Þegar árrisult fólk kveikti á útvarpi að morgni 16. janúar 1995 hljómaði þar sorgartónlist og mátti ljóst vera að eitthvað skelfilegt hefði gerst. Og síðan komu fréttir, fremur óljósar í fyrstu: Snjóflóð hefði fallið á Súðavík, lagt hluta þorpsins í rúst og margir væru látnir. Þegar björgunarstarfi við mjög erfiðar aðstæður lauk var niðurstaðan þessi: Fjórtán manns fórust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Flóðið lenti á tuttugu húsum, en allmargir björguðust ómeiddir. 

Björgunaraðgerðir stóðu yfir dögum saman og barst liðsauki víða að. Þáttur leitarhunda reyndist ómetanlegur. Tíu ára drengur fannst á lífi eftir að hafa verið fastur í rústum undir flóðinu í sólarhring. Síðasta líkið fannst ekki fyrr en 37 klukkutímum eftir að flóðið féll. Þetta var mikil blóðtaka fyrir þorpið litla við Álftafjörð í Djúpi, þar sem á þessum tíma bjuggu um 230 manns. 

Snjóflóðið féll úr Súðavíkurhlíð og niður í gegnum byggðina um stundarfjórðung yfir klukkan sex. Sextán einbýlishús urðu fyrir flóðinu, sum eyðilögðust gersamlega en önnur skemmdust meira eða minna. Auk þess lenti flóðið á leikskólanum, skrifstofum Súðavíkurhrepps og sambyggðum verkstæðum, húsi Pósts og síma og íbúðablokk, en ekki varð tjón á henni. Seinna þennan dag féll einnig snjóflóð úr Traðargili litlu innar og eyðilagði þrjú hús, sem búið var að rýma. 

Í kjölfar snjóflóðsins mannskæða í Súðavík var byggðin flutt um set í land Eyrardals nokkru innar. Núna er „gamla Súðavík“ sumarbyggð. 


36 manns fórust í fjórum snjóflóðum 

Árin 1994 og 1995 varð manntjón í fjórum snjóflóðum á Vestfjörðum og fórust þar alls 36 manns. Í snjóflóði sem féll á sumarhúsasvæðið í Tungudal í Skutulsfirði að morgni 5. apríl 1994 fórst maður og eiginkona hans slasaðist. Hjón sem voru í öðrum bústað sluppu lítt meidd. Um 40 sumarbústaðir eyðilögðust í flóðinu, sem og flest mannvirki á skíðasvæði Ísfirðinga á Seljalandsdal. 

Tveimur dögum eftir snjóflóðið í Súðavík eða að kvöldi 20. janúar 1995 féll snjóflóð við bæinn Grund í Reykhólasveit. Þar fórst einn maður en sonur hans fannst á lífi eftir tólf tíma leit. Íbúðarhúsið á Grund slapp við flóðið en útihús hurfu að mestu. 

Síðasta lotan í þessari hrinu mannskæðra snjóflóða á Vestfjörðum var þó hörðust, í mannslífum talið. Tuttugu manns á ýmsum aldri létu lífið í snjóflóðinu á Flateyri aðfaranótt 26. október 1995. Nokkrir voru grafnir á lífi upp úr flóðinu. Eignatjón var gríðarlegt.


 

 

Súðavík eftir flutning byggðarinnar lítið eitt innar með firðinum.

Langeyri fremst á myndinni.

Ljósm. © Mats Wibe Lund (10. september 1997).
Skráð af Menningar-Staður

15.01.2017 08:45

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

 

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907 - 2002).

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 15. janúar 1907. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Halldórsdóttir.

 

Systir Kristjáns var Guðrún, amma Gests Ólafssonar skipulagsfræðings og langamma Þórunnar Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings. Kristján var sonur Guðmundar Pálssonar, bónda á Kirkjubóli, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar heitins, sem var forseti borgarstjórnar.
 

Systir Bessabe var Friðrikka, amma Einars Odds Kristjánssonar alþm. f. 1942 - d. 2007. 
 

Systkini Guðmundar Inga voru Ólafur, skólastjóri í Hafnarfirði, faðir Kristjáns Bersa skólameistara og afi Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings, Jóhanna á Kirkjubóli, og Halldór, rithöfundur og alþm.
 

Eiginkona Guðmundar Inga var Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og stjúpsonur hans Sigurleifur Ágústsson. Þuríður var fædd þann 6. júlí 1925 og hún lést síðast liðið haust þann 30. október 2016.


Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli, var þar heimilisfastur alla tíð og bóndi þar frá 1944. Hann stundaði nám við eldri deild Alþýðuskólans á Laugum og eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík. Guðmundur Ingi var kennari í Mosvallahreppi af og til um langt árabil og auk þess skólastjóri heimavistarskólans í Holti 1955-74.
 

Guðmundur Ingi sat í stjórn ungmennafélagsins Bifröst, Héraðssambands ungmennafélaga Vestfjarða, stjórn Kaupfélags Önfirðinga, Búnaðarfélags Mosvallahrepps, var formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, oddviti Mosvallahrepps um langt árabil og sýslunefndarmaður, sat í skólanefnd hreppsins og Héraðsskólans á Núpi og var þrisvar í framboði til Alþingis fyrir Framsóknarflokkinn.
 

Ljóðabækur Guðmundar Inga eru:

Sólstafir 1938, 
Sólbráð 1945, 
Sóldögg 1958, 
Sólborgir 1963 
og Sólfar 1981. 

Síðan heildarljóðasafn Sóldagar 1993 og 2007 með viðauka.


Hann var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og Ísafjarðarbæjar.

 

Guðmundur Ingi lést 30. ágúst 2002.

 

Morgunblaðið og Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hjónin Þuríður Gísladóttir (1925-2016) og Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002).

Ljósm.: Björn Pálsson.

 

 

Sagnastund verður í Friðarsetrinu að Holti í Önundarfirði í dag, 15. janúar 2017.


Skráð af Menningar-Staður