Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

22.04.2016 16:22

Fiskispjall að Sölvabakka á Eyrarbakka

 

Við Sölvabakka á Eyrarbakka.
F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Halldór Páll Kjartansson og Siggeir Ingólfsson.

 

Fiskispjall að Sölvabakka á Eyrarbakka 

 

 Meðal atriða á morgun, laugardaginn 23. apríl 2016 á "Vori í Árborg" sem nú stendur yfir, verður opið hús að Sölvabakka á Eyrarbakka hjá Siggeiri Ingólfssyni. Sölvabakki er vestast í gamla frystihúsinu (Gónhól).

Þar mun Siggeir staðarhaldari og sölvatekjumaður ásamt fleiru taka á móti fólki og sýna starfsemina og segja fiskisögur.

Allir velkomnir.

  


Skráð af Menningar-Staður

 

22.04.2016 13:18

115.800 FERÐAMENN Í MARS 2016

 

 

115.800 FERÐAMENN Í MARS 2016

 

Fermenn í mars 2016Um 115.800 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 38,1% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar og 42,9% í febrúar. Þegar litið er til fjölgunar ferðamanna það sem af er ári er hún 35,5% miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til mars árið 2015.

Bretar og Bandaríkjamenn um 52% ferðamanna í mars

10 fjölmennustu þjóðerninUm 76% ferðamanna í mars árið 2016 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 31,5% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (20,4%). Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (5,3%), Frakkar (3,9%), Kínverjar (2,9%), Danir (2,8%), Norðmenn (2,6%), Svíar (2,3%), Kanadamenn (2,2%) og Japanir (2,2%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Kínverjum mest milli ára en 9.196 fleiri Bandaríkjamenn komu í mars í ár en í sama mánuði í fyrra, 8.388 fleiri Bretar og 1.520 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi aukninguna í mars að miklu leyti milli ára eða 59,8% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðumÁttföldum frá Ameríku

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum marsmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010 en um er að ræða meira en fjórfalt fleiri ferðamenn en árið 2010. Fjöldi ferðamanna frá Norður Ameríku hefur áttfaldast, fjöldi ferðamanna frá Bretlandi meira en fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast og ferðamönnum frá löndum sem lenda í hópnum annað nærri sexfaldast. Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Hlutfall Breta og Bandaríkjamanna hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanna - mars 2016Samsetning ferðamanna hefur breyst mikið frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í mars síðastliðnum voru Bretar um 31,5% ferðamanna en voru um fjórðungur árið 2010. Hlutfall N-Ameríkana var 22,6% í nýliðnum mars en var mun lægra árið 2010 eða 12,5%. Norðurlandabúar voru um 26% ferðamanna árið 2010 en árið 2016 var hlutfall þeirra komið í 8,7%. Hlutfall Mið- og S-Evrópubúa og ferðamanna frá öðrum mörkuðum hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010-216.

Ferðir Íslendinga utan

Um 40 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum eða 7.600 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 23,3% fleiri brottfarir en í mars 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í mars - tafla

 

Af: www.ferdamalastofa.is

 
Skráð af Menningar-Staður

 

22.04.2016 06:58

Séra Kristján Björnsson þjónar Eyrarbakka

 

Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: BIB

 

Séra Kristján Björnsson þjónar Eyrarbakka

 

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ákveðið að skipa séra Kristján Björnsson í embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars sl.

Umsækjendurnir auk sr. Kristjáns voru Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðingur, Arnór Bjarki Blomsterberg guðfræðingur, séra Úrsúla Árnadóttir og Viðar Stefánsson guðfræðingur. Einn umsækjandi dró umsóknina til baka.

Séra Kristján Björnsson hefur þjónað Eyrarbakkaprestakalli í afleysingum frá 1. ágúst í fyrra. Hann var prestur á Breiðabólstað í níu ár en haustið 1998 var hann skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Sr. Kristján hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarströfum fyrir kirkjuna og Prestafélag Íslands.

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir; Eyrarbakkasókn, Gaulverjabæjarsókn og Stokkseyrarsókn. Íbúar í prestakallinu eru rúmlega tólf hundruð.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 21. apríl 2016.

 


Skráð af Menningar-Staður

18.04.2016 09:34

Réttleysi fjölmargra byggða algjört

 Hannes Sigurðsson útgerðarmaður í Þorlákshöfn.

 

Réttleysi fjölmargra byggða algjört
 

Hagsmunir þeirra hafa verið fyrir borð bornir,

segir Hannes Sigurðsson í Þorlákshöfn.

 

,,Það eru tvær hliðar á kvótakerfinu, önnur góð og hin slæm,“ segir Hannes Sigurðsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Þorlákshöfn í viðtali í páskablaði Fiskifrétta.

„Við getum þakkað kerfinu það að við förum betur með fiskinn og eins er hægt að stýra aflanum betur eftir árstíma og markaðsaðstæðum hverju sinni. Helsti gallinn við kvótakerfið er hin svakalega og ósanngjarna byggðaröskun sem kerfið hefur leitt til. Það eru fjölmörg byggðalög í stórhættu og menn virðast vilja gleyma því að byggðir vítt og breytt um landið urðu til í kringum útgerðina frá sömu stöðum. Réttleysi fjölmargra byggðalaga er algjört og hagsmunir þeirra hafa verið fyrir borð bornir.“

Og Hannes bætir við: „Eftir að hafa hugsað þessi mál hef ég komist að því að það verður aldrei friður um sjávarútveginn nema hluti kvótans renni beint til byggðanna. Það er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að halda lífi í hinum dreifðu byggðum landsins.“

 

Sjá ítarlegt viðtal við Hannes um útgerðarsögu hans og sjónarmið í páskablaði Fiskifrétta. 

Af: www.fiskifrettir.is

Skráð af Menningar-Staður

17.04.2016 06:54

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opnuðu sýningar í Svartakletti á Stokkseyri - 26. mars 2016

 

.

 

 

Opið allar helgar kl. 14 - 18

 

 

.

.

 

Héraðsfréttablaðið Suðri 14. apríl 2016.


Skráð af Menningar-Staður

 

15.04.2016 21:36

SASS rekið með tugmilljo´na tapi

 

SASS-húsið á Selfossi. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

SASS rekið með tugmilljóna tapi

 

Rekstarafkoma Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var neikvæð um 33,7 milljónir króna á síðasta ári.

Munar þar miklu um auknar lífeyrisskuldbindingar sem samtökin hafa tekið á sig í tengslum við sameiningu stofnana en einnig er umtalsvert tap af rekstri Strætó innan svæðis samtakanna.

„Lífeyrisskuldbindingar hafa hækkað ótæpilega og komu okkur nokkuð á óvart,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar SASS. Hann segir að um hafi verið að ræða dýra starfsmenn, bæði innan samtakanna sem og Atvinnuþróunarsjóðs, sem nú hefur lent á framfæri SASS með sameiningu.

Talsvert tap er á ákveðnum leiðum Strætó á Suðurlandi sem orsakar það að í heildina varð um 10 milljón króna tap á þeim hluta sem snýr að samtökunum. Þar munar mest um verulegan tekjusamdrátt sem orðið hefur á skólaakstursleiðinni, sem virðist minna nýtt af nemendum en verið hefur.

 

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

12.04.2016 07:24

Stutt í skóflustunguna á Hvolsvelli

 

 

 

Stutt í skóflustunguna á Hvolsvelli

 

Búið er að ljúka fjármögnun Lava, eldfjallaseturs á Hvolsvelli, sem fyrirhugað er að verði burðarstólpi í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Fjárfestingin er á annan milljarð, stærsti einstaki fjárfestir í verkefninu er framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, en einnig koma við sögu Norðurflug, Eimskipafélag Íslands og Kynnisferðir.

Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lava, sem heitir formlega Lava – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands, vonar að hægt verði að skila öllum byggingateikningum um miðjan mánuðinn og sækja um leyfi fyrir að grafa fyrir grunni hússins. „Þetta þarf allt að fara í gegnum stjórnsýslu sveitarfélagsins svo að öllum reglum sé fylgt í hvívetna. Vonandi getum við stefnt á að taka skóflustunguna í þessum mánuði. Þá yrði farið í að leggja grunn og reisa húsið undir haust og loka því fyrir veturinn. Að því loknu yrði farið í að innrétta húsnæðið. Við stefnum ennþá að því að opna setrið um vorið á næsta ári,“ segir Ásbjörn.

Frumkvöðull verkefnisins er Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi. Í byrjun kom einnig Sigmar Vilhjálmsson að hugmyndasmíði verkefnisins ásamt þeim Skúla og Ásbirni en Sigmar hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum.

Ásbjörn segir aðkomu Icelandic Tourism Fund mikilvægan hornstein fyrir verkefnið, en sjóðurinn hefur m.a. komið að fjármögnun íshellisins í Langjökli og Hvalasýningarinnar á Granda. Stefnt er að því að eldfjallasetrið verði allsherjar fræðslu- og upplifunarmiðstöð þar sem náttúra Íslands er í forgrunni með sérstaka áherslu á jarðfræði og jarðsöguna.

 

Ferðamannasegull á Hvolsvöll

Samhliða setrinu verður 350 fermetra verslun Rammagerðarinnar í húsnæðinu og u.þ.b. 250 sæta veitingastaður þar sem fyrst og fremst verður matreitt úr hráefnum úr héraði. Einnig verður sölumiðstöð fyrir dagsferðir í ferðaþjónustu á svæðinu, en Ásbjörn segir að verkefnið hafi fengið góð viðbrögð frá ferðaþjónustu á Suðurlandi og vonast til þess að setrið muni virka sem segull á ferðamenn til svæðisins. Þá verður Safe Travel með aðstöðu í setrinu til þess að miðla upplýsingum til ferðamanna um hvernig þeir geti ferðast um landið á sem öruggastan hátt.

Sýningin sem verður í eldfjallasetrinu kostar um 500 milljónir króna. „Sýningin mun fyrst og fremst snúast um eldfjallasöguna sl. 100 ár. Öll sýningin er gagnvirk þannig að gestir munu geta framkallað alls konar viðburði með tökkum og trixum. Í sýningunni ætlum að sýna fram á hvernig Ísland varð til í jarðfræðilegum skilningi, sköpun Íslands verður í forsæti sýningarinnar. Þá verður möttulstrókurinn sem er undir Íslandi hjarta sýningarinnar í 12 metra háu rými. Fólk mun svo sannarlega finna til smæðar sinnar gagnvart landinu í því rými. Í þakinu verður Ísland baklýst ofan frá og þá mun fólk sjá lifandi möttulstrók undir landinu, hreyfingu stróksins, hitageislunina og þungan nið. Þetta setur strókinn í samhengi við landið okkar,“ segir Ásbjörn.


 

Ásbjörn Björgvinsson.Morgunblaðið þriðjudagurinn 12. apríl 2016.
 Skráð af Menningar-Staður

 

12.04.2016 07:02

Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands kynnt

 

Ísólfur Gylfi Pálmason.

 

Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands kynnt

 

Mánudagskvöldið 4. apríl 2016var haldinn kynningarfundur um LAVA – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands í Hvolnum, Hvolsvelli.

Vel var mætt og Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdarstjóri LAVA, kynnti stöðu verkefnisins og svaraði svo spurningum fundargesta.

Byrjað verður á framkvæmdum núna strax í vor og stefnt er á að miðstöðin opni næsta sumar. Í miðstöðinni verða hin ýmsu sýningarrými sem tengjast náttúruöflunum ásamt upplýsingamiðstöð og veitingastað.

 

Nánari upplýsingar má finna á www.lavacenter.is.

Af www.dfs.is

 Ásbjörn Björgvinsson

er einnig upphafsmaður hvalaskoðunarferða og Hvalasafnsins á Húsavík.
 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.04.2016 07:07

9. apríl 2016 - Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 67 ára

 

Guðni Ágústsson.

 

9. apríl 2016 - Guðni Ágústsson,

heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 67 ára

 

Æviágrip

 

Fæddur á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949. Foreldrar: Ágúst Þorvaldsson (fæddur 1. ágúst 1907, dáinn 12. nóvember 1986) alþingismaður og bóndi, móðurbróðir Guðjóns Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingveldur Ástgeirsdóttir (fædd 15. mars 1920, dáin 6. ágúst 1989) húsmóðir. Maki (2. júní 1973): Margrét Hauksdóttir (fædd 3. apríl 1955) leiðbeinandi. Foreldrar: Haukur Gíslason og kona hans Sigurbjörg Geirsdóttir. Dætur: Brynja (1973), Agnes (1976), Sigurbjörg (1984).

Búfræðipróf Hvanneyri 1968.

Mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1976–1987. Skipaður 28. maí 1999 landbúnaðarráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 landbúnaðarráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.

Formaður Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi 1969–1974. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972–1975. Formaður kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi 1979–1986. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1980–1982. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982–1986. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1990–1998, formaður 1990–1993. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990–1997, formaður 1990–1993. Formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins 1998–1999. Í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi 1990–1994. Í Þingvallanefnd 1995–2008. Varaformaður Framsóknarflokksins 2001–2007, formaður hans 2007–2008.

Alþingismaður Suðurlands 1987–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2008 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1986.

Landbúnaðarráðherra 1999–2007.

2. varaforseti sameinaðs þings 1989–1990. 3. varaforseti Alþingis 1995–1999.

Samgöngunefnd 1991–1995 og 2007–2008, landbúnaðarnefnd 1991–1999 (formaður 1995–1999), heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1996, iðnaðarnefnd 2007–2008.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2008.

Heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi frá stofnun þess árið 1999.


Hrútavinir með forystusauðinn Gorba að Svalbarði í Þistilfirði haustið 2014.

 

Í Reykjaréttum 1993.
Ljósm.: Jón Eiríksson í Vorsabæ/ Þjóðólfur


Skráð af Menningar-Staður

 

08.04.2016 21:26

Árborg sigraði Ölfus í Útsvari

 

Mynd með færslu

 Í Árborgarliðinu eru f.v: Gísli Stefánsson,  Gísli Axelsson og Herborg Pálsdóttir.

 

Árborg sigraði Ölfus í Útsvari

 

Lið Árborgar sigraði sigraði granna sína í Ölfusi í átta liða úrslitum í Útsvari í kvöld með 72 stigum gegn 70 eftir bráðabana, en liðin höfðu skilið jöfn 70-70.

Af www.ruv.is

Skráð af Menningar-Staður