Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.03.2019 06:44

Vorjafndægur - 20. mars 2019

 

 

Við vorjafndægur í Dýrafirði fyrir nokkrum árum. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

 

 

Vorjafndægur - 20. mars 2019

 

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september.

 

Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.Skráð af Menningar-Staður.

18.03.2019 06:54

ÆFING 50 ára - Lokadagstónleikar

 

 

Hljómsveitin ÆFING á sviði í  -Samkomuhúsinu-  á Flateyri í maí árið 2013.
 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

ÆFING  50 ára - Lokadagstónleikar

 

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnar 50 ára afmæli með lokadagstónleikum í Bæjarbíói Hafnarfirði laugardaginn 11. maí 2019 kl: 20:30.

 

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri kom fram í fyrsta sinn á fundi Verkalýðsfélagsins Skjaldar í Samkomuhúsinu á Flateyri. Í hljómsveitinni voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

 

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá bæði á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík kom að með einum eða öðrum hætti og við önnur sérstök tækifæri, s.s. afmæli, brúðkaup og útgáfutónleika.

 

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:

Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson,

Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson,

Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson,

Önundur Hafsteinn Pálsson auk Óskars Þormarssonar

og Magnúsar Magnússonar.

 

Árið 2013 ákváðu félagarnir í Æfingu að taka upp disk sem fékk nafnið: Æfing - fyrstu 45 árin.

Meðal laga á þessum diski Æfingar eru: "Fínn kall kellingin hans", "Kem eftir rétt strax", "Allabúð", "Púki að Vestan" og "Heima er best"

 

 

Meðlimir Æfingar á þessum tímamótatónleikum eru:

Árni Benediktsson - Gítar - Söngur

Sigurður Björnsson (Siggi Björns) - Gítar - Söngur

Ásbjörn Björgvinsson - Bassi - Söngur

Jón Ingiberg Guðmundsson - Gítar - Söngur

Halldór Gunnar Pálsson - Gítar - Söngur

Óskar Þormarsson – Trommur


Miðasala á www.midi.isSkráð af Menningar-Staður.

18.03.2019 06:35

Merkir Íslendingar - Katrín Magnússon

 

Katrín Magnússon - 1858 - 1932).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Katrín Magnússon

 

 

 

Katrín Sig­ríður Skúla­dótt­ir Magnús­son fædd­ist 18. mars 1858 í Hrapps­ey á Breiðafirði.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Skúli Þor­valds­son Síverts­son, f. 1835, d. 1912, bóndi í Hrapps­ey, son­ur Þor­vald­ar alþing­is­manns Si­vert­sens í Hrapps­ey, og Hlíf Jóns­dótt­ir frá Helga­vatni í Vatns­dal, f. 1831, d. 1895.

 

Katrín ólst up í Hrapps­ey en kom fyrst til Reykja­vík­ur 14 ára göm­ul. Hún trú­lofaðist 1883 Guðmundi Magnús­syni, f. 1863, d. 1924, en hann fór síðan í lækna­nám til Kaup­manna­hafn­ar og þau gift­ust 1891, en þá höfðu þau hist einu sinni á þess­um átta árum. Þau eignuðust dótt­ur­ina Ingi­björgu 1892 en hún lifði aðeins í tvo daga. Guðmund­ur var fyrsti lækn­ir­inn hér á landi sem gerði holsk­urði og aðstoðaði Katrín hann við skurðaðgerðir og tók virk­an þátt í störf­um manns síns. Hann varð síðan pró­fess­or við Há­skóla Íslands.

 

Katrín tók virk­an þátt í fé­lags­mál­um í Reykja­vík, einkum í sam­tök­um kvenna. Full þjóðfé­lags­leg rétt­indi kvenna voru henni kapps­mál og hún starfaði inn­an Hins ís­lenska kven­fé­lags og gegndi for­mennsku 1903-1924. Sem formaður fé­lags­ins átti Katrín þátt í stofn­un Banda­lags kvenna árið 1917 og hún var í fyrstu stjórn þess. Hún lét til sín taka í Thor­vald­sens­fé­lag­inu, sat lengi í stjórn og var kjör­in heiðurs­fé­lagi 1929. Katrín lét sig mennt­un­ar­mál kvenna varða og átti sæti um ára­bil í skóla­nefnd Kvenna­skól­ans í Reykja­vík.

 

Katrín stóð framar­lega í bar­átt­unni fyr­ir kosn­inga­rétti kvenna og þegar kon­ur fengu kosn­inga­rétt og kjörgengi og báru í fyrsta sinn fram lista við bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Reykja­vík skipaði Katrín efsta sæti list­ans. Hún var kos­in með flest­um at­kvæðum allra bæj­ar­full­trú­anna. Katrín sat átta ár í bæj­ar­stjórn Reykja­vík­ur og á þeim tíma starfaði hún m.a. í fá­tækra­nefnd. Katrín­ar­tún er nefnt í höfuðið á henni.

 

Katrín lést 13. júlí 1932.

 

 

Morgunblaðið 18. mars 2019.
 Skráð af Menningar-Staður.

17.03.2019 12:55

Fáni Rúmeníu við Fánasetur Suðurlands

 

 

 

 

Fáni Rúmeníu við Fánasetur Suðurlands

 

 

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:


Í morgun kl. 08:00, sunnudaginn 17. mars 2019, var flaggað fána Rúmeníu í fyrsta sinn að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Fresta varð myndatöku fánans um fjórar klukkustundir vegna vindleysis á Eyrarbakka í morgun.

 

Fánavottur var Kristján Gíslason á Eyrarbakka og einnig kom Sigurður Steindórsson á Eyrarbakka að máli fánans.

 

 

Fánavottur var Kristján Gíslason á Eyrarbakka.
.

 

Skráð af Menningar-Staður.

17.03.2019 10:32

Bændamessa í Hlíðarendakirkju 17. mars 2019

 

 

Hlíðarendakirkja í Fljótshlíð. Ljósm.: SJ.

 

 

Bændamessa í Hlíðarendakirkju 17. mars 2019

 

 

Séra Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð hefur boðað til sérstakrar bændamessu í Hlíðarendakirkju í dag, sunndaginn 17. mars 2019 kl. 13:00.

 

Í samtali við Dagskrána segist hann helga bændum og starfi þeirra við matvælaframleiðslu þessa messu. Einnig sögu staðarins.

 

„Bændurnir vinna gríðarlega mikilvægt starf fyrir þjóðina og íslenskar matvörur eru einstakar á veraldarvísu,“ segir Önundur. Hann segir einnig að mikilvægt sé að þakka þá Guðsgjöf að eiga fullt búr matar þegar milljarður manna svelti og enn deyi börn úr hungri eins og hér áður. „Þetta er gert til að minna á mikilvægt starf bænda og tilveru sveitanna. Svo er Hlíðarendakirkja á sögufrægum stað, lítið og sérlega fallegt guðshús.

 

Allir Íslendingar sem hafa lesið Njálu vita að hetjan Gunnar Hámundarson er enn þekktasti bóndinn á Hlíðarenda. Einnig að engri konu var jafn illa tekið í Rangárþingi og Hallgerði langbrók,“ Önundur segir að fólk geti gert þetta að skemmtilegum sunnudagsbíltúr. Ræðumaður verður Elvar Eyvindsson bóndi á Skíðbakka í Austur-Landeyjum.

 

Allir eru velkomnir í bændamessuna.
 Dagskráin.Skráð af Menningar-Staður

16.03.2019 08:14

-Gullmoli mannlífs á mynd-

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

   -Gullmoli mannlífs á mynd-

 

 

Á morgunfundi í Shell-Skálanum á Stokkseyri þann 18. júní árið 2006.


Talið frá vinstri:


Hinrik Ólafsson, Tómas Karlsson, Þorvaldur Ágústsson, Borgar Þorsteinsson og  Sveinbjörn Guðmundsson.
 


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 Skráð af Menningar-Staður.

16.03.2019 07:12

Gvendardagur er 16. mars

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

Stytta Guðmundar Arasonar á Hólum í Hjaltadal.

 

 

Gvendardagur er 16. mars

 

 

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp.

 

Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld.

 

Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást.

 

 

Guðmundur Arason  (góði) 26.09.1160-16.03.1237

 

Prestur. Tók prestvígslu um 1184. Gegndi prestskap á ýmsum stöðum nyrðra, fékk Hofsþing (Hof á Höfðaströnd og Miklibær) 1185, Ríp 1189, Velli í Svarfaðardal 1190, Upsir 1196, Reynistaðaklaustur 1197,Glaumbæ 1198-1201. Virðist hafa verið í Hofdölum a.m.k. hluta árs 1186.

 

Kjörinn biskup 1201 og vígður í Niðarósi 13. apríl 1203. Lést 1237. Varð kunnur af trúrækni, meinlætalifnaði og góðgerðarsemi við fátæka. Var heilagur maður í hugum margra þó ekki væri hann tekinn í dýrlingatölu.
Skráð af Menningar-Staður

16.03.2019 06:44

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri

 

Mynd frá Veiðisafnið  Stokkseyri.

 

 

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri

 

 

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað, verður haldin laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. mars 2019 frá kl. 11–18  í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

 

Hjálmar í Hlað og félagar sýna úrval skotvopna og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði.
Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.

 

Hartmut Liedtke verður á staðnum með sérstaka kynningu á sjónaukum frá Blaser í Þyskalandi sem er nýjung hérlendis.

 

Kynntir verða rifflar frá Blaser, Sauer, haglabyssur frá Marocchi og Blaser, einnig sjónaukar frá Zeiss og Meopta ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, Devik og Freyr, endurhleðsluvörum frá Hornady, Redding, Lyman, Berger Bullets og fl.

 

Skotvís verður með kynningu á sinni starfsemi og Bogveiðifélag Íslands verður einnig með kynningu á sinni starfsemi og sýnir búnað tengdum bogveiðum ofl. 


Gestur byssusýningar í ár er Óskar Elías Sigurðsson uppstoppari frá Vestmannaeyjum. Hann verður með kynningu á sínum verkum og verðu þar margt fallegt að sjá af uppstoppuðum dýrum.

 

Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík svo eitthvað sé nefnt.

 

Byssusýning Veiðisafnsins er landsþekkt og er aldrei eins á milli ára og sýningin í ár er þar engin undantekning.

 

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið,


Aðgangseyrir er;

kr.1500.- fullorðnir

og 750.- kr. börn 6-12 ára.

 


Skráð af Menningar-Staður.

14.03.2019 17:32

Litla-Hraun - sögusýning

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Litla-Hraun – sögusýning

 

 

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnaði á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars 2019 kl. 17.

Á sýningunni er sögð saga fangelsisins. Þróun á starfsemi Litla Hrauns sem stofnunnar er þar í forgrunni en auk þess er litið inní veröld fangavarða, fanga og samfélagsins í kring. Sýningin er byggð á ýmsum munum frá fangelsinu, ljósmyndum sem til eru og gagnorðum sýningartextum. 

 

Vinnuhælið á Litla-Hrauni tók til starfa 8. mars 1929 í byggingu í útjaðri Eyrarbakka sem reist var sem sjúkrahús en hóf svo ekki starfsemi sökum fjárskorts. Á þessum tíma voru refsifangamálefni í miklum ólestri og sáu yfirvöld þarna tækifæri til að leysa úr þeim vanda með því að fá sjúkrahúsbyggingunni það hlutverk að hýsa refsifanga. Starfsemin hét Vinnuhælið á Litla-Hrauni og voru jarðirnar Stóraog Litla-Hraun lagðar undir starfsemina og rekinn búskapur á vinnuhælinu til 1970. Síðar var starfseminni breytt úr vinnuhæli í afplánunarfangelsi og starfsemin fékk heitið Fangelsið Litla-Hraun. Stofnunin er stærsta fangelsi landsins og eru þar allt að 87 fangar og 57 stöðugildi. Tíu byggingar eru við fangelsið. 

 

Sýningin verður opin allar helgar í mars og apríl kl. 14-17. Auk þess verður séropnun í kringum páska og opið á sama tíma alla virka daga frá 15. apríl. Sumaropnun safnsins hefst 1. maí og þá eru söfnin opin uppá gátt alla daga kl. 11-18. Ávallt heitt á könnunni og verið velkominn.

 

Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

 

Byggðasafn Árnesinga og Fangelsið Litla-Hraun.
 Suðri fimmtudaginn 14. mars 2019.Skráð af Menningar-Staður.

13.03.2019 06:15

Merkir Íslendingar - Erlingur Gíslason

 

 

Erlingur Gíslason (1933 - 2016).

 

 

Merkir Íslendingar - Erlingur Gíslason

 

 

 

Erl­ing­ur Gísli Gísla­son fædd­ist 13. mars 1933 í Reykja­vík.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Gísli Ólafs­son, f. 1898, d. 1981, bak­ara­meist­ari, og Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, f. 1899, d. 1992, hús­móðir.

 

Erl­ing­ur lauk stúd­ents­prófi frá MR 1953, prófi frá Leik­list­ar­skóla Þjóðleik­húss­ins 1956, stundaði nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1953-54, nam leik­hús­fræði við Há­skól­ann í Vín­ar­borg og leik­list við Leik­list­ar­skóla Helmuts Kraus í Vín 1956-57, sótti leik­list­ar­nám­skeið í London og Berlín 1965-66 og nám­skeið í gerð kvik­mynda­hand­rita hjá Dramatiska Institu­tet í Svíþjóð.

 

Erl­ing­ur var leik­ari og leik­stjóri hjá Þjóðleik­hús­inu, leik­hópn­um Grímu og Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur og fór með fjölda hlut­verka í út­varpi, sjón­varpi og í kvik­mynd­um. Erl­ing­ur var einn af stofn­end­um Leik­klúbbs­ins Grímu 1961, var formaður Leik­ara­fé­lags Þjóðleik­húss­ins 1967-69 og Fé­lags ís­lenskra leik­stjóra 1975-77 og 1979-81.

 

Hann var full­trúi Alþýðubanda­lags­ins í Reykja­vík á lands­fund­um flokks­ins og sat í fram­kvæmda­stjórn Leik­list­ar­ráðs fyr­ir Fé­lag leik­stjóra á Íslandi 1990-91.

 

Erl­ing­ur samdi ásamt Brynju Bene­dikts­dótt­ur leik­ritið Flensað í Mala­koff og leik­ritið Flug­leik ásamt fleir­um. Erl­ing­ur skrifaði hand­rit að stutt­mynd­inni Sím­on Pét­ur fullu nafni 1988 og hlaut verðlaun Lista­hátíðar í Reykja­vík fyr­ir það.

 

Árið 2008 sæmdi for­seti Íslands Erl­ing ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­arh leik­list­ar.

 

Fyrri eig­in­kona Erl­ings var Katrín Guðjóns­dótt­ir, f. 27.3. 1935, d. 2.3. 1996, ball­ett- og gít­ar­kenn­ari. Þau skildu. Syn­ir þeirra eru Guðjón, f. 1955, verk­fræðing­ur, og Friðrik, f. 1962, rit­höf­und­ur og skáld. Seinni eig­in­kona Erl­ings var Brynja Bene­dikts­dótt­ir, f. 20.2. 1938, d. 21.6. 2008, leik­stjóri, leik­skáld og leik­ari, Son­ur þeirra er Bene­dikt, f. 1969, leik­ari og leik­stjóri.

 

Erl­ing­ur lést 8. mars 2016.
 Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður.