Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

21.03.2017 11:05

Eftirherman og orginalinn á Flúðum og á Hvolsvelli

 

 

Eftirherman og orginalinn á Flúðum og á Hvolsvelli

 

Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði og Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa munu á næstunni koma fram saman á skemmtikvöldum og fara með gamanmál.

 

Fyrsta kvöldið verður í Félagsheimilinu Flúðum föstudagskvöldið 24 mars nk. og svo í Midgard nýju hóteli að Hvolsvelli laugardagskvöldið 25. mars. Guðni Ágústsson segir að margir hafi hvatt þá félaga lengi til að koma fram saman og nú hafi þeir orðið við þessari áskorun og að auðvitað vonist þeir eftir að hitta sem flesta og fara sem víðast.

 

„Jóhannes hefur glatt þjóðina með eftirhermum í ein 40 ár og er auðvitað miklu meira en eftirherma hann er einstakur listamaður með einstaka hæfileika,“ segir Guðni. „Hann setur menn og málefni dagsins í spaugilegt ljós og gleður náungann. Að herma eftir mönnum var og er gömul þjóðaríþrótt sem lifir góðu lífi enn. Ég er eitt af fórnarlömbum Jóhannesar sem get viðurkennt, eins og flestir þeir sem hann hermir eftir, að þá tel ég mig hafa grætt sem stjórnmálamann á gríninu. Jóhannes fór vel með öll sín fórnarlömb ef um fórnarlömb má tala í þessu sambandi. Ég tel hann einstakan því hann gjörsamlega holdgerfist og verður eins og sá sem hann leikur. Svo var það þannig á tímabili að fólk tók feil á okkur því við erum eins og bræður í útliti.

 

Jóhannes er miklu líkari mér heldur en margir bræður mínir. Ég hinsvegar, undir gríni Jóhannesar og teikningum Sigmunds og gleði Spaugstofunnar, kastaði alvarlegheitunum og brúnaþungasvipnum og hef í gegnum árin bæði í þingmennsku og sem ráðherra og eftir það notið þess að segja sögur af skemmtilegu fólki við góðar undirtektir. Og fólkið fann að ég var ekki eins leiðinlegur og ég leit út fyrir að vera eins og vinur minn Árni Johnsen orðaði það einhvern tíma. Þingmenn eiga nefnilega að vera með fólkinu í gleði ekki síður en sorg þannig var það og það gerir starfið einlægt og skemmtilegt. Ég mun stjórna þessum hátíðum okkar Jóhannesar, enda munu margir koma fram og sumir langt að komnir eins og sagt er.

 

Okkur hlakkar báðum til og vonumst til að fólkið komi og gleðjist með okkur og það saman, því maður er manns gaman. Eða eins og Jóhannes segir „Fögnum íslenska vorinu með orginalnum og eftirhermunni“, “segir Guðni.

Af dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

20.03.2017 17:12

Vorjafndægur - 20. mars 2017

 


Sólarlag við Reykjanes þann 19. mars 2017  og séð frá Brautartungu á Stokkseyri.
Ljósm.: Einar Jóelsson.

 

 

Vorjafndægur - 20. mars 2017

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september.

 

Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.


Veðurstofan.Skráð af Menningar-Staður

19.03.2017 07:13

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju

 

 

 

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju 

 

Fimmtudaginn 16. mars sl.  klukkan 20:00 var dagskrá í Grindavíkurkirkju helguð Sigvalda S. Kaldalóns.

 

Gunnlaugur A. Jónsson, dóttursonur, Sigvalda flutti erindið Fjöll og trú í tónlist Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946) og fjallaði hann um Grindavíkurár Sigvalda, sýndi myndir sem tengjast erindinu og flutt var tónlist.

 

Sigvaldi S. Kaldalóns er eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga en hann bjó og starfaði í Grindavík á árunum 1929-1945. Eftir hann liggja margar perlur sem landsmenn þekkja vel og nokkrar þeirra fengu samkomugestir að heyra í flutningi tenórsins Hlöðvers Sigurðssonar sem flutti perlur eins og Hamraborgin, Suðurnesjamenn og Ísland ögrum skorið við undirleik Renötu Ivan.

 

Aðgangur var ókeypis

 

Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka þakka frábæra stund í Grindavíkurkirkju.


Myndaalbúm með 38 myndum frá samkomunni er komið á Menningar-Stað

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282343/

 

Nokkrar myndir:

 

.
.
.
.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

18.03.2017 05:53

Logi og Oddný á opnum fundi 18. mars

 

 

 

Logi og Oddný á opnum fundi 18. mars


Laugardaginn 18. mars 2017 kl. 11:00

Í sal Samfylkyngarinnar við Austurveg á Selfossi.Skráð af Menningar-Staður

18.03.2017 05:45

Sjálfstæðismenn funda í Tryggvaskála 18. mars

 

 

 

Sjálfstæðismenn funda í Tryggvaskála 18. mars 
 


Laugardaginn 18. mars 2017 kl. 13:00

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.03.2017 21:40

17. mars 1917 - Tíminn kom út í fyrsta sinn

 

 

Tíminn 17. mars 1917.

 

17. mars 1917 - Tíminn kom út í fyrsta sinn

 

Tíminn, blað Framsóknarflokksins, kom út í fyrsta sinn þann 17. mars 1917. 

„Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu í landsmálum,“ sagði í inngangsorðum. 

Tíminn varð dagblað árið 1947, var sameinaður Degi 1996 en hætti að koma út haustið 1997.

 

Morgunblaðið 17. mars 2017 - Dagar Íslands - Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður

16.03.2017 22:56

Menningar-Staður á Menningarviku í Grindavík

 

 

F.v.: Heiðar Ingi Aðalgeirsson og Siggeir Ingólfsson.  

 

Menningar-Staður á Menningarviku í Grindavík

 

Menningarvika sendur nú yfir í Grindavík og eru þar gríðarlega mörg metnaðarfull atriði í boði.

Dagskrá helguð Sigvalda S. Kaldalóns fór fram í Grindavíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16. mars, á Gvendardegi.

Menningar-Staður á Eyrarbakka átti sína fulltrúa þar í kvöld hverjir voru; Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.


Þeir voru nokkuð snemma á ferðinni og litu við á bryggjum í Grindavík og kaffihúsinu „Bryggjunni“
Eins og þeirra er lagið voru þeir sjálfumglaðir þar við barinn og komu því auðveldlega á framfæri að þeir væru frá Eyrarbakka í menningarferði í Grindavík.

Þá kom í ljós að barsveinninn viðmótsþýði átti góðar rætur að Eyrarbakka. Hann heitir Heiðar Ingi Aðalgeirsson og hans móðir er Sigurbjörg Kristín Róbertsdóttir, en hennar faðir og afi Heiðars Inga er Róbert Sigurjónsson frá Eyrarbakka. Róbert rak lengi járnvöruverslunina Bláfell í Grindavík.

Í fyrramálið í Alþýðuhúsinu á Eyarrbakka á morgunfundi hjá Vinum alþýðunnar verður farið betur í ættfræði þessa ágæta fólks í Grindavík.

 

 

F.v.: Heiðar Ingi Aðalgeirsson og Siggeir Ingólfsson.  


Skráð af Menningar-Staður

16.03.2017 17:03

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju í kvöld

 

 

 

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju í kvöld 

 

Dagskrá helguð Sigvalda S. Kaldalóns fer fram í Grindavíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 20.

 

„Sigvaldi S. Kaldalóns er eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga en hann bjó og starfaði í Grindavík á árunum 1929-45. Eftir hann liggja margar perlur sem landsmenn þekkja vel,“ segir í tilkynningu.

 

Þar kemur fram að Gissur Páll Gissurarson tenór muni flytja tónleikagestum perlur á borð við - „Hamraborgin“  - "Suðurnesjamenn" og „Ísland ögrum skorið“ við undirleik Renötu Ivan.

 

Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, dóttursonur Sigvalda flytur erindið „Fjöll og trú í tónlist Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946)“ sem fjallar um Grindavíkurár Sigvalda.

 

Aðgangur er ókeypis.


Skráð af Menningar-Staður

16.03.2017 10:57

Gvendardagur - 16. mars

 

 


Stytta af Guðmundi góða á Hólum í Hjaltadal.

 

Gvendardagur - 16. mars

 

GVENDARDAGUR er í dag 16. mars, en þann dag árið 1237 lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup. 

Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi árið 1315 þegar bein hans voru tekin upp. Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega. Hann fæddist árið 1161 og varð biskup á Hólum árið 1203.

Guðmundur mátti ekkert aumt sjá og safnaðist löngum að honum tötralýður. Hann lenti því brátt í deilum við höfðingja norðanlands, einkum fyrir þá sök að þeim þótti hann fara ógætilega með fé Hólastóls. Þrásinnis var hann flæmdur af staðnum og flakkaði þá um landið með herskara fátækra í för með sér. Af þessum sökum hlaut hann viðurnefnið góði. 

Þá var talið vita á gott vor ef veður var vont á Gvendardag og Geirþrúðardag, sem er á morgun segir m.a. í Sögu Daganna. 

Þjóðsagan segir að Guðmundur biskup góði hafi tekið að vígja Drangey, vegna þess hve margir höfðu farist þar með sviplegum hætti. En þegar hann var langt kominn að vígja allt bjargið kom loppa út úr bjarginu og bað vætturin Guðmund hætta vígslunni vegna þess að einhvers staðar yrðu vondir að vera. Er það algengt máltæki síðan. Skildi hann þá hluta af bjarginu eftir óvígðan og heitir það Heiðnabjarg og er aldrei sigið í það.

 


Drangey á Skagafirði.
 


Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður.

15.03.2017 15:32

Heimsókn á Eyrarbakka 7. mars 2017

 

.

 

Í kirkjaugarðinum á Eyrarbakka.

 

Heimsókn á Eyrarbakka 7. mars 2017
 

From: Ted [mailto:webarber@btinternet.com]
Sent: sunnudagur, 12. mars 2017 16:53
To: siggeiri@simnet.is
Subject: Visit to Eyrarbakka

 

Good Afternoon,

 

My family and i recently visited your lovely town of Eyrarbakka.

 

The purpose of our trip (from Aberdeen Scotland) was to visit the grave site of my great grandfather Walter E Barber who is buried in your town cemetery.

 

His fishing trawler, the Loch Morar, ran aground off the coast of your town on 31st March 1937 and he sadly died with his crew.

 

My Father (who visited Eyrarbakka with myself, my Mother and brother on March 7th 2017) has carried out much research regarding his grandfather's life and untimely passing. We decided late last year that the time had come to visit Iceland to pay our respects in person. I have long had an interest in the life of my great grandfather and i myself am the fourth family member to carry the name Walter Edward Barber.

 

We are aware that family members of other crew members visited Eyrarbakka in the past but unfortunately no member of the Barber family was present.

 

We left a picture of my great grandfather by the grave and i have attached a photograph which we took.

 

On behalf of myself and the Barber family i would like to pass on my sincere thanks to the person(s) responsible for the upkeep of the gravesite and for the respect which has been shown to my great grandfather by the town/community of Eyrarbakka. 

 

Please feel free to pass this email and photograph on to any interested members of your community.

 

Kind Regards

Walter Barber

Aberdeen , Scotland

 

 

Togarinn Loch Morar
 

 ________________________________________________


Í lok mars árið 1937

 

Að morgni 31. mars 1937 veittu menn á Eyrarbakka því eftirtekt að skip var strandað í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar. Var þegar brugðist við til að grenslast frekar eftir þessu, en sökum brims var ekki hægt að komast nærri skipinu. Bjuggust menn helst við að skipið hafi farið þar upp um nóttina, en þá hafði gengið á með suðaustan stormi. Aftaka brim gekk yfir skipið og þótti mönnum til þess lítil von að nokkur gæti verið þar á lífi lengur og vonlaust um björgun þó strandið hefði uppgötvast fyrr. Þegar líða tók á daginn fóru ýmsir hlutir að reka úr skipinu, þar á meðal björgunarhringur. Kom þá í ljós að skipið var enski togarinn Loch Morar Lo 252 frá Aberdeen. Magnús Oddson var þá hreppstjóri á Eyrarbakka og hafði hann tal af manni frá Stokkseyri sem fyrr um nóttina hafði séð ljósagang á þessum stað, líklega flugelda, en vitneskja um þetta hafði ekki borist yfirvöldum á staðnum fyrr en um seinan. 

 

    Af 12 manna áhöfn komst enginn lífs af og voru lík þeirra að reka á land öðru hvoru þá um sumarið.Tvívegis tókst björgunarmönnum frá Eyrarbakka að komast um borð í skipið á stórstraumsfjöru, en þá stóð aðeins stjórnborðshliðin upp úr sjó. Björgunarmenn náðu að saga gat á hvalbakinn og komust þaðan í þau rými sem stóðu upp úr sjó en fundu engin lík. Skipið liðaðist smám saman í sundur og hvarf í hafið.

 

Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

 

Minningarathöfn vegna skipverjanna sem fórust með Loch Morar var haldinn í Aberdeen þann 11. apríl fyrir tilstuðlan Royal National Mission to Deep-Sea Fishermen. Lík skipverjanna voru jarðsett á Eyrarbakka.


Nöfn sem skipið hafði áður borið voru: Giovanni Guinti 1918, Idaho 1919 Cymrea 1920, Sir Mark Sykes 1932, og síðast Loch Morar (A361) 1935. Skipið var byggt hjá Ailsa Ship Building Co Ltd 1918 og var 277 tonn að stærð.


Af: Bakkabrim - Óðinn Andersen.


 

 


Skráð af Mennigar-Staður