Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

25.11.2016 15:36

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

 

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi

 

Aðsóknarmet var slegið á upplestrarvöku í gærkvöldi, fimmtudaginn 24. nóvember 2016, í Bókakaffinu á Selfossi.

 

Fyrra metið var frá 3. desember 2014 þegar 70 manns mættu en nú voru nokkrum fleiri.

 
 

Þau sem lásu í gærkvöldi voru:

Steinunn Sigurðardóttir úr bókinni Heiða - fjalldalabóndinn  sem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu,

Guðmundur Sæmundsson úr ljóðabók sinni Í sjöunda himni býr sólin,

Kristian Guttesen las úr nýútkominni ljóðabók sinni: Hendur morðingjans,

Hermann Stefánsson las úr bókinni Bjargræði 

og Sigurður Sigurðarson var leynigestur kvöldsins og las úr bók sinni: Sigurðar sögur dýralæknis.

 

Bjarni Harðarson stjórnaði kvöldinu af röggsemi.


Menningar-staður færði samkomuna til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281169/

Nokkrar myndir hér:

 

.

 

.

 

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

25.11.2016 15:16

Þetta gerðist 25. nóvember 1865 - Nóbel fær einkaleyfi á DÍNAMÍTI

 


Svíinn Alfred Nobel. (f. 21. október 1833 - d. 10. desember 1896)

 

Þetta gerðist 25. nóvember 1865

- Nóbel fær einkaleyfi á DÍNAMÍTI

 

Svíinn Alfred Nobel var allt í senn efnafræðingur, verkfræðingur, uppfinningamaður og vopnaframleiðandi og fékk einkaleyfi á sprengiefninu dínamíti á þessum degi fyrir rúmum 150 árum.
 

Það sem Nobel uppgötvaði var ný leið sem gerði sprengiefnið sem hann hafði fundið upp hættuminna og hentugra í meðferð og hann kallaði það dínamít. Hann kynnti það til sögunnar í fyrsta sinn árið 1867 í Surrey í Englandi. Alfred Nobel var verulega auðugur maður og í síðustu útgáfunni af erfðaskrá hans voru ákvæði um að stór hluti auðæva hans færu í stofnun sérstakra verðlauna.
 

Frá árinu 1901 hafa Nóbelsverðlaunin verið veitt þeim sem skara farm úr í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, bókmenntum og þeim sem hafa stuðlað að friði í heiminum. Verðlaunin eru að öllu jöfnu afhent í Stokkhólmi við hátíðlega athöfn, nema friðarverðlaunin sem hafa frá upphafi verið afhent í Ósló. Þar er einnig Friðarsafn en það var vinkona Nobels, friðarsinninn Bertha von Suttner, sem átti frumkvæðið að þeim.

Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður

24.11.2016 19:47

Fjalldalabóndinn á Suðurlandi

 

 

 

Fjalldalabóndinn á Suðurlandi

 

Skráð af Menningar-Staður 

24.11.2016 15:30

Jólabasar á Eyrarbakka 27. nóv. 2016

 

 

 

Jólabasar að Stað á Eyrarbakka

sunnudaginn 27. nóv. 2016

kl. 14:00Kvenfélaag Eyrarbakka

 

 


 

Skráð af Menningar-Staður

24.11.2016 11:18

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. nóv. 2016

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. nóv. 2016

 

Hátíðarstund var hjá -Vinum alþýðunnar- í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka í morgun,  24. nóvember 2016.

Ástæða þess var heimsókn Lindu Ásdísardóttur á Eyrarbakka en hún kom og færði  -Vinum alþýðunnar-  eplarétt með rjóma.

Hún sagðist fylgjast af aðdáun með fréttum af morgunfundum -Vina alþýðunnar-  á vefnum Menningar-Staður og lét verða af því í morgun að líta við.
 


Lindu var fagnað og þakkað þetta þróttmikla frumkvæði sem hún sýndi fyrst Eyrarbakkakvenna.

 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

24.11.2016 08:50

Mynd dagsins

 

 

Í aftursætinu eru Siggeir Ingólfsson og Henný Árnadóttir.

                                                                                                          Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Mynd dagsins

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2016 17:06

Hádegisfyrirlestur í Fjölheimum 24. nóv. 2016

 

 

 

Hádegisfyrirlestur í Fjölheimum 24. nóv. 2016

 

Síðasti hádegisfyrirlestur Fjölheima á þessu ári verður á morgun fimmtudaginn 24. nóvember 2016.

Að þessu sinni kemur Bjarni Harðarson, forleggjari hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi. Sæmundur gefur út 20 bækur á þessari vertíð og mun Bjarni kynna það helsta úr þeirri flóru.

 

Húsið opnar kl 12.00, fyrirlesturinn hefst kl 12.10 og stendur til 12.50.  Léttur hádegisverður til sölu fyrir svanga á vægu verði. 


Skráning í tölvupósti fjolheimar@gmail.com eða í síma 560-2030. 


Allir velkomnir.

 

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

23.11.2016 10:38

Mynd dagsins

 

 

Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson.                      Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Mynd dagsins

 

Í Menningarsalnum í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri

Hrútavinirnir Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson framan við

listaverkið magnaða "Brennið þið vitar"Skráð af Menningar-Staður

23.11.2016 08:39

Stórskáld í Bókakaffinu öll fimmtudagskvöld til jóla

 

 

Steinunn Sigurðardóttir.

 

Stórskáld í Bókakaffinu öll fimmtudagskvöld til jóla

 

Að vanda er lesið úr jólabókum í Bókakaffinu á Selfossi öll fimmtudagskvöld fram til jóla. Fyrsti upplesturinn er 24. nóvember 2016 og verður húsið opnað klukkan 20 en lestur stendur frá 20:30 til 21:30.

 

Tíu ára hefð er nú komin á upplestarkvöldin í Bókakaffinu sem hafa verið vel sótt og skapað reglulega jólastemningu með heitum kakódrykk, smákökum og skemmtilegu skáldaspjalli.

 

Þeir sem lesa þetta fyrsta kvöld eru:
 

Steinunn Sigurðardóttir sem sendir frá sér bókina Heiða - fjalldalabóndinnsem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu.

Hermann Stefánsson sem skrifað hefur sérstæða bók um kvenhetjuna og fordæðuna Látra-Björgu en bókin nefnist Bjargræði.

Guðmundur Sæmundsson sem gefur út sína fyrstu ljóðabók sem nefnist Í sjöunda himni býr sólin.

Kristian Guttesen les úr nýútkominni ljóðabók sinni Hendur morðingjans

 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Bókakaffið á SelfossiSkráð af Menningar-Staður

22.11.2016 12:36

Mynd dagsins

 

 

Hrútavinastund á Stokkseyri.                                                            Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Mynd dagsinsHrútavinastund í Shell-Skálanum á Stokkseyri fyrir rúmum áratug.


Skráð af Menningar-Staður