Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.02.2018 07:59

Erfðagóssið breyttist og varð að Kvennaráðum

 

 

Höfundurinn Sella Páls á Eyrarbakka

vill hafa sem flestar sýningar síðdegis á sunnudögum.

 

Erfðagóssið breyttist og varð að Kvennaráðum

 

Leikritið Kvennaráð eftir Sesselju Pálsdóttur á Eyrarbakka, Sellu Páls, var leiklesið í Hannesarholti á fimmtudagskvöld og verður aftur nú síðdegis í sunnudag, 25. febrúar 2018. Þar er glímt við  nokkrar nútímaspurningar.

 

„Verkið snýst um vel efnaða ekkju áhrifamikils manns. Hún á meðal annars listaverk sem hún ákveður að selja. Það hrindir af stað atburðarás og átökum milli mæðgna,“ segir Sesselja Pálsdóttir sem notar rithöfundarnafnið Sella Páls. Það er leikrit hennar, Kvennaráð, sem hún er að lýsa, það var leiklesið í Hannesarholti við Grundarstíg á fimmtudagskvöldið. „Ég hef tekið eftir því að þegar eldri konur vilja selja sína muni er látið eins og þær séu að gera rangt, erfingjar eigi allan réttinn. Viðbrögðin eru önnur þegar karlmenn taka ákvarðanirnar.  Ég vildi aðeins taka það fyrir,“ útskýrir Sella og nefnir fleiri kýli sem hún stingur á í Kvennaráðum.

 

„Ekkjan er með víetnamska heimilishjálp sem er orðin vinkona hennar en dóttirin og maður hennar gruna um græsku. Dóttirin er forstjóri í fyrirtæki og ætti að vera kvenréttindakona, enda þarf hún að takast á við ýmislegt í sinni vinnu.Það eru Leikhúslistakonur 50+ sem standa að viðburðinum í Hannesarholti. Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo sjá um leiklesturinn á Kvennaráðum og hafa fengið til liðs við sig Svein Einarsson leikstjóra.Sella kveðst hafa skrifað leikritið fyrst undir heitinu Erfðagóssið sem hafi verið leiklesið. „Því var vel tekið og allt svoleiðis,“ rifjar hún upp. 

 

„Svo var ég með annað leikrit sem heitir Fyrirgefningin og Sveinn Einarsson skoðaði það og vildi sjá eitthvað meira. Ég sendi honum Erfðagóssið, hann las það yfir og leist vel á en gerði smá athugasemdir. Svo ég lagaði handritið til og breytti nafninu í Kvennaráð.

Nú ákváðum við að gera leiklestur úr því í Hannesarholti, annars vegar miðvikudagskvöldið 22. febrúar  og svo klukkan 16 á sunnudag, 25. febrúar. Ég skil ekki af hverju ekki eru fleiri leiksýningar um eftirmiðdaginn, þær henta svo vel fyrir eldra fólk. Þannig er það í nágrannalöndunum.“ 

 

Í lokin er Sella spurð hvort hún sitji mikið við skriftir. „Já, ég er alltaf að skrifa, svarar hún glaðlega. „Núna var ég að ljúka við að þýða bókina mína Girndarráð yfir á ensku. Ég skipti mér svolítið milli verkefna.“

 

 

Þátttakendur í viðburðinum, þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikari,

Sveinn Einarsson leikstjóri, Guðrún Þórðardóttir leikari,  Lieu Thuy Ngo leikari

og Helga Björnsson búningahönnuður.

 
 

Fréttablaðið.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.02.2018 07:32

Tíska snýst um fleira en fatnað

 

 


Tíska er ekki bara föt, skartgripir og skór heldur

leið fyrir manneskjur til að tjá hverjar þær eru með

fötunum sem þær klæðast, að sögn Halldóru Guðlaugar.

 

 

Tíska snýst um fleira en fatnað

 

Eyrbekkingurinn Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir lifir og hrærist í tískuheiminum. Hún leggur stund á tísku- og markaðsfræði í Danmörku og hlakkar til að fara í skólann á hverjum degi. „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og á margar skemmtilegar og misvandræðalegar barnamyndir af mér í fötum sem ég hafði greinilega valið sjálf. Tíska er ekki bara föt, skartgripir og skór heldur svo miklu meira. Tíska er leið fyrir manneskjur til að tjá hverjar þær eru með fötunum sem þær klæðast. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað við erum öll með mismunandi stíl og breytilegar skoðanir á tísku, líkt og við erum öll ólíkar manneskjur,“ segir Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir, sem leggur stund á tísku- og markaðsfræði við Via Design University College í Herning í Danmörku.Halldóra er alsæl með námið, enda búin að finna sínu réttu hillu í lífinu. „Það er frábært að fá tækifæri til að læra það sem maður hefur ástríðu fyrir. Mig langaði að fara til útlanda í nám sem tengdist tísku og helst til Danmerkur. Fatahönnun kom þó ekki til greina heldur langaði mig frekar að vinna í kringum hönnunina. Eftir að ég fór á stílistanámskeið hjá Reykjavík Fashion Academy fékk ég örlitla innsýn í þennan iðnað og um leið ákveðnar hugmyndir um hvað ég gæti lært. Ég hlakka til að fara í skólann á hverjum degi og fyrir vikið á ég auðveldara með að vakna á morgnana,“ segir hún.

 

Skapandi hugsun mikilvæg

Via Design University College er stærsti tísku-, hönnunar- og viðskiptaskóli í Skandinavíu og þar er hægt að læra nánast allt sem tengist tísku og hönnun. „Námið fer fram á ensku eða dönsku. Ég valdi ensku línuna þar sem tískumarkaðurinn er mjög alhliða og mér fannst því mikilvægt að vera sterk í ensku. Sömuleiðis fannst mér heillandi að vera í alþjóðlegum bekk. Bekkjarfélagar mínir eru frá tólf mismunandi löndum og þótt ótrúlegt sé er ég eini Íslendingurinn á fyrsta ári,“ segir Halldóra og bætir við að mikil áhersla sé á að nemendur kynnist strax í upphafi námsins og hópurinn hristist vel saman.„Á fyrstu önninni eru allir saman í bekk, sama hvaða sérhæfingu þeir hafa valið sér. Í fyrra var ég í bekk með nemendum í því sem kallast Fashion Design, Pattern Design, Purshasing Management og Retail Design. Með þessu móti fáum við innsýn í önnur fög, enda eigum við eftir að vinna með fólki á mismunandi sviðum í framtíðinni. Núna er ég á annarri önn og allir í bekknum eru að læra tísku og markaðsmál. Mikið er lagt upp úr skapandi hugsun, sem þýðir aðallega að hugsa út fyrir boxið og fara út fyrir þægindarammann. Ekkert eitt svar er rétt og það er alltaf hægt að skoða og gera hlutina betur,“ segir Halldóra.

 

Starfsnám hluti af náminu

„Mér finnst líka algjör snilld að á námstímanum fer ég tvisvar sinnum í starfsnám í níu vikur í senn. Svo förum við í eina til tvær ferðir til London, Mílanó, Parísar eða New York þar sem við munum sjá markaðinn á annan hátt heldur en í skólanum og í daglegu lífi. Eitt af því sem kom mér ánægjulega á óvart er að við fáum að fara inn í svokallað „Trend-lab“ sem er í rauninni skrifstofa. Þar eru ótrúlega flottar bækur og upplýsingar um það hvað verður í tísku næsta árið. Ég hafði ekki hugmynd um að eitthvað svona væri til áður en ég byrjaði í skólanum og það er ótrúlega gaman að kíkja í þessar bækur. Manni líður eins og maður sé einhvern veginn að sjá inn í framtíðina. Myndatökur eru stranglega bannaðar og aðeins má taka blað og penna til að glósa með inn á skrifstofuna,“ segir Halldóra.Hún segist vissulega taka enn betur eftir tískustraumum nú en áður, þótt hún hafi alltaf verið opin fyrir því hvað sé í tísku hverju sinni. „Þar sem ég er í þessu námi og með hugann við það fer ég ósjálfrátt að spá og spekúlera í alls konar trendum, markaðssetningu og fleira í daglegu lífi.“

 

Vertu þú sjálfur

„Mitt helsta tískuráð er í raun og veru að vera maður sjálfur og ekki hugsa of mikið hvað öðrum finnst, klæðast því sem manni finnst flott og því sem manni líður vel í sama hvort það er í tísku eða ekki. Að mínu mati er persónulegur stíll mest heillandi og að þora að vera öðruvísi. Mig langar til að benda fólki á að hafa í huga hvaðan flíkin sem það kaupir kemur og hvernig efnið í henni er. Núna er sjálfbærni aðalmálið og tískuheimurinn er þar engin undantekning. Ég mæli með að skoða nokkur TEDx talks myndbönd á YouTube til að fræðast nánar um sjálfbærni en leitarorðin eru þá Sustainable, fast fashion og planet,“ segir Halldóra.

 

Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

24.02.2018 14:20

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

 

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:


• Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi


• Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi


• Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðni aukandi verkefni á Suðurlandi

 

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is .

 

Athugið að umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli. Íslykil má sækja um á slóðinni: https://innskraning.island.is/?panta=1


Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um í nýsköpunarverkefni.


Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér

 

Tekið er við umsóknum til 13. mars 2018 kl. 12.00Skráð af Menningar-Staður

24.02.2018 11:27

Samfylkingin í Árborg velur á framboðslista

 

 

 

Samfylkingin í Árborg velur á framboðslista

 

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Árborg ákvað í síðustu viku að hefja vinnu við uppstillingu á framboðlista félagsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg í vor.

 

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á lista flokksins eða hafa ábendingar um mögulega frambjóðendur eru beðnir og hvattir til að senda tölvupóst á netfangið: fjallafia@gmail.com.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

24.02.2018 11:09

24. febrúar 1924 - Stytta af Ingólfi gefin landi og þjóð

 

 

 

- 24. febrúar 1924 -

 

Stytta af Ingólfi gefin landi og þjóð

 

Stytta af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni var afhjúpuð á Arnarhóli í Reykjavík þennan mánaðardag árið 1924 að viðstöddu miklu fjölmenni.

 

Í fréttum frá þeim tíma er reyndar talað um líkneski en ekki styttu eins og nú tíðkast. Líkneskið var gert af Einari Jónssyni myndhöggvara en hann var ekki viðstaddur vígslu þess því hann var á ferð í útlöndum.

 

Það var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sem kostaði gerð listaverksins og gaf það landi og þjóð. Formaður félagsins, Jón Halldórsson trésmíðameistari frá Vöðlum í Önundarfirði, afhenti landsstjórninni verkið við afhjúpun og Sigurður Eggerz forsætisráðherra þakkaði fyrir gjöfina.


 

Skráð af Menningar-Staður 

 

 

24.02.2018 08:36

Viðreisn stofnar félag í Árnessýslu

 


Ingunn Guðmundsdóttir.
 

 

Viðreisn stofnar félag í Árnessýslu

 

Félagið Viðreisn Árnessýslu var stofnað í Tryggvaskála þann 15. febrúar síðastliðinn. Tilgangur þess er að halda uppi félagsstarfi stjórnmálasamtakanna Viðreisnar í Árnessýslu í samræmi við stefnu flokksins og annast framboð Viðreisnar í sveitastjórnarkosningum á starfssvæðinu.

 

Á fundinum var gengið frá starfs- og skipulagsreglum félagsins og kosinn formaður og stjórn. Formaður er Ingunn Guðmundsdóttir, aðrir í stjórn eru Hrafnhildur Árnadóttir Þorlákshöfn, Jóna Sólveig Elínardóttir Selfossi, Sigurjón Vídalín Guðmundsson Selfossi og Skúli Kristinn Skúlason Þorlákshöfn. Varamenn stjórnar eru Axel Sigurðsson Selfossi og Sigurður Steinar Ágústsson Þorlákshöfn.

 

Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður var gestur á fundinum og sagði frá starfi Viðreisnar á sveitarstjórnarstigi en víða um land er verið að huga að framboðum. Líflegar umræður urðu um sveitarstjórnarmál og kom fram mikill áhugi fundarmanna á að bjóða fram undir merkjum Viðreisnar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt í lok fundar:

 

„Sveitarstjórnir og önnur stjórnvöld þurfa að stuðla að góðum stjórnarháttum með gegnsæi og gott siðferði að leiðarljósi. Málefnaleg og opin umræða er nauðsynleg til að hægt sé að taka réttar ákvarðanir.

Almannahagsmunir eiga alltaf að ganga framar sérhagsmunum við stefnumörkun, fjárútlát af almannafé og alla ákvarðanatöku sveitarstjórna.

 

Það er hagur einstaklinga, heimila og fyrirtækja að jafnræðis sé gætt við úthlutun þjónustu, fjármuna, starfa eða verkefna hjá sveitarfélögum.

 

Jafnrétti og frjálslyndi stuðlar að aukinni velmegun og tryggir einstaklingum tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta til fulls.“

 

Framundan eru skemmtilegir og annasamir tímar í pólitíkinni, þeir sem hafa hug á að taka þátt í starfi Viðreisnar geta gerst félagar með því að skrá sig á vidreisn.is og við höfum samband.

 

Eins og alltaf á fjögurra ára fresti munu kjósendur ákveða hverja þeir vilja ráða til starfa við að reka sveitarfélögin í landinu. Viðreisnarfélagar munu blanda sér í þá umræðu og bjóða sig fram til starfa undir leiðarljósinu ,,almannahagsmunir framar sérhagsmunum“.

 

 

Ingunn Guðmundsdóttir formaður Viðreisnar Árnessýslu.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.02.2018 23:28

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins

 

 

Guðmundur Stefánsson í pontu.   Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins
 


Aðalfundur Flóaáveitufélagsins var haldinn í Félagslundi í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. febrúar 2018 - og drukkið 100 ára afmæliskaffi félagsins.

 

Þann 8. febrúar 1918 var Flóaáveitufélagið stofnað í Fjölni á Eyrabakka.

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar var á staðnum í Félagslundi eins og vera ber. 

 

Meira síðar. 
 


F.v.: Þórður Grétar Árnason, Hannes Sigurðsson, Kristján Runólfsson

og Björn Harðarson.

.


F.v.: Grétar Sigurjónsson, Már Ólafsson, Björn Harðarson

og Guðmundur Stefánsson.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

21.02.2018 19:29

Framboð Pírata í Árborg

 

 

 

               Framboð Pírata í Árborg
 


Skráð af Menningar-Staður

21.02.2018 06:40

TAKA VIÐ ÞINGEYRARVEFNUM

 

 

Arnar Sigurðsson og Arnhildur Lilý Karlsdóttir.

 

TAKA VIÐ ÞINGEYRARVEFNUM

 

Þeir Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa látið af störfum sem umsjónarmenn Þingeyrarvefjarins, en þeir ritstýrðu vefnum um langt árabil. 

Þingeyrarvefurinn hefur um langa hríð verið fróðleg og skemmtileg fréttaveita um málefni Dýrafjarðar í víðum skilningi.

 

Forsvarsfólk Blábankans á Þingeyri, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson, hafa tekið við stjórnartaumunum á Þingeyrarvefnum.

 

Blábankinn er þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem tók til starfa síðastliðið haust og hefur eftir fremsta megni stuðlað að bættri þjónustu við íbúa Þingeyrar auk þess að bjóða vinnuaðstöðu fyrir aðila í nýsköpun og skapandi greinum.

 


F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.

Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Þingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins

þar sem m.a. var rætt um Þingeyrarvefinn.

Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séð um Þingeyrarvefinn í rúm

fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Þingeyri.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

20.02.2018 20:36

Framsókn kallar á fólk í framboð

 

 

 

     Framsókn kallar á fólk í framboð
Skráð af Menningar-Staður