Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

09.01.2017 10:37

9. janúar 1990 - Stormflóð

 

 

 

9. janúar 1990 - Stormflóð

 

Miklar skemmdir urðu á Stokkseyri, á Eyrarbakka og í Grindavík í einu mesta stormflóði á öldinni.

Þúsundir fiska köstuðust á land í Vestmannaeyjum.

Morgunblaðið 9. janúar 2017


 

.
Skráð af Menningar-Staður

09.01.2017 09:03

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

 

Hjörtur Hjartar (1917 - 1993)

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

Hjörtur Hjartar fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
 

Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
 

Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
 

Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.

Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
 

Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
 

Hjörtur lést 14. janúar 1993.

 

Morgunblaðið 9. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

08.01.2017 06:48

Þrír aflahæstu humarbátar Íslands gera út frá Þorlákshöfn

 


Fróði II ÁR 38 og Jón á Hofi ÁR 42. Ljósm.: BIB

 

Þrír aflahæstu humarbátar Íslands

gera út frá Þorlákshöfn

 

Humarvertíðinni er nú lokið en flestir bátar hættu veiðum í nóvember að undanskildum Jóni á Hofi ÁR. Hann veiddi út allan nóvember og endaði sem aflahæsti humarbátur Íslands 2016. 

 

Þetta kemur fram á vefnum Aflafréttir.

 

Ellefu bátar voru á humarveiðum í ár samanborið við fjórtán báta árið 2015. Af þessum ellefu bátum eru fimm sem gera út frá Þorlákshöfn.

 

Þinganes ÁR var nýr á humarveiðunum þetta árið og kom hann svo sannarlega sterkur inn. Hann var aflahæsti báturinn á nokkrum listum þangað til hann hætti veiðum í september.

 

Jón á Hofi endaði með 225 tonn í 58 löndunum og Þinganes þar á eftir með 219 tonn í 49 löndunum en þeir voru einu bátarnir sem fóru yfir 200 tonnin.

 


Af www.hafnarfrettir.is


Skráð af Menningar-Staður
 

08.01.2017 06:34

Seta í hverfisráðum í Árborg

 

 

 

Seta í hverfisráðum í Árborg

 

Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg í nokkur ár og eru fulltrúar kosnir til setu í þeim til eins árs í senn.

 

Nú er komið að því að kjósa fulltrúa fyrir árið 2017 og auglýsir sveitarfélagið því eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna í hverfisráðum Árborgar á Eyrarbakka, Selfossi, Stokkseyri og í Sandvík (fyrrum Sandvíkurhreppi).

Aðalmenn eru fimm talsins og varamenn einn til fimm. 

Í því skyni að efla hverfisráðin hefur bæjarráð Árborgar samþykkt að tveir bæjarfulltrúar verði tengiliðir við hvert hverfisráð.

 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið rosa@arborg.is  eða haft samband í síma 480 1900 fyrir 12. janúar 2017.

Frá Árborg.


Skráð af Menningar-Staður

07.01.2017 20:19

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

 

Egill G. Thorarensen (1897 - 1961)

 

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

Egill G. Thorarensen fæddist í Kirkjubæ á Rangárvöllum 7. janúar 1897. Foreldrar hans voru Grímur S. Thorarensen, oddviti og hreppstjóri á Bjólu og í Kirkjubæ, og k.h., Jónína Guðrún Egilsdóttir.

Grímur var sonur Skúla Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna, amtmanns og skálds. Bróðir Gríms var Þorsteinn, bóndi á Móeiðarhvoli, afi Þorsteins S. Thorarensen borgarfógeta.

Jónína var dóttir Egils Pálssonar frá Múla í Biskupstungum.

 

Eiginkona Egils var Kristín Daníelsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, Grím kaupfélagsstjóra, Erlu húsfreyju, Benedikt framkvæmdastjóra og Jónínu húsfreyju.

 

Egill stundaði verslunarnám í Danmörku 1912-14 og verslunarstörf 1915 og var til sjós tvö ár, ásamt námi við Stýrimannaskólann.

 

Egill flutti að Sigtúnum við Ölfusárbrú 1918 og átti eftir að verða einn helsti áhrifamaður í atvinnumálum og pólitík Selfyssinga og Suðurlands á síðustu öld. Hann starfrækti verslun að Sigtúnum til 1930, beitti sér þá fyrir stofnun kaupfélags, seldi verslun sína nýstofnuðu Kaupfélagi Árnesinga, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga og stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna í þrjá áratugi, sat í mjólkursölunefnd, mjólkurverðlagsnefnd, beitti sér fyrir kaupum kaupfélagsins á Laugardælum og kom þar upp stórbúskap, beitti sér fyrir hafnargerð og útgerð í Þorlákshöfn, var formaður Meitilsins og sat í stjórn Mjólkursamsölunnar og stjórn Osta- og smjörsölunnar, auk stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum og félögum.

 

Egill var bókmaður og bókmenntalega sinnaður. Um hann sextugan, sagði Ágúst, alþm. á Brúnastöðum, faðir Guðna: „Hann er maður fríður og vel á sig kominn að líkamsvexti. Bjartur á hörund, hárið hvítt; bláeygur og fagureygur, allharður undir brún að líta, en ef betur er að gætt, bros undir hvarmi og blik gáfna og góðmennsku í augum.“

 

Egill lést 15. janúar 1961Morgunblaðið 7. janúar 2017

 


Skráð af Menningar-Staður

07.01.2017 06:46

Bakkablótið 2017

 

 

 

   Bakkablótið 2017


Skráð af Menningar-Staður

06.01.2017 22:32

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 


Skúli Thoroddsen (1859 - 1916)

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.
 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jón Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.
 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.
 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.
 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.
 

Skúli lést 21.maí 1916.


Morgunblaðið - Merkir Íslendingar


Skráð af Menningar-Staður

06.01.2017 22:15

124.800 FERÐAMENN Í DESEMBER 2016

 

 

 

124.800 FERÐAMENN Í DESEMBER 2016

 

 

Ferðamenn í desember

Tæplega 125 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 54 þúsund fleiri en í desember á síðasta ári. Aukningin nemur 76,1% milli ára. Fjöldi ferðamanna hefur ríflega sexfaldast í desember frá árinu 2010 en aldrei hefur mælst jafn mikil aukning milli ára og nú.

Þess ber að geta að tölur ná yfir allar brottfarir frá landinu. Því má gera ráð fyrir að frávik hvað varðar hlutdeild ferðamanna til landsins séu meiri í desember en aðra mánuði ársins vegna ferðalaga erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis í tengslum við jólaleyfi.

 

Bandaríkjamenn og Bretar tæplega helmingur ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðernin

Um 73% ferðamanna í nýliðnum desember voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 26,8% af heildarfjölda en fast á eftir fylgdu Bandaríkjamenn sem voru 19,6% af heildarfjölda. Þar á eftir komu Kínverjar (4,5%), Pólverjar (3,6%), Þjóðverjar (3,2%), Frakkar (3,1%), Kanadamenn (3,0%), Spánverjar (2,1%), Japanir (1,9%) og Hollendingar (1,8%).

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í desember eða um 12.216 manns og voru þeir tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um 9.114 ferðamenn í desember sem er 37,5% aukning frá því í fyrra og Kínverjum um 4.662 sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra. Þessar þrjár þjóðir báru uppi 48,2% af aukningu ferðamanna milli ára í desember.

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Fjöldi N-Ameríkana hefur ellefu-faldast og Breta nífaldast frá 2010

Ferðamenn hafa meira en sexfaldast í desember frá 2010. Þegar litið er til fjölda ferðamanna eftir markaðssvæðum á tímabilinu 2010 til 2016 má sjá verulega aukningu frá flestum markaðssvæðum. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá N-Ameríku ellefu-faldast á tímabilinu, fjöldi Breta nífaldast, fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ meira en áttfaldast og fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu nærri fimmfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 37,8% á tímabilinu 2010-2016.

Hlutfall Breta hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanan eftir markaðssvæðum

Hlutfallsleg samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í nýliðnum desember voru Norðurlandabúar 4,9% ferðamanna. Hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár en það var 23,4% árið 2010. Hlutdeild Breta var hins vegar 26,8% og hlutfall N-Ameríkana 22,6% í desember síðastliðnum og hefur hún farið vaxandi frá 2010. Hlutdeild Mið- og S-Evrópubúa og þeirra sem falla undir annað hefur verið jafnari á tímabilinu 2010 til 2016.

Ferðir Íslendinga utan

Um 41 þúsund Íslendingar fóru utan í desember eða 8.374 fleiri en í desember árið 2015. Um er að ræða 25,4% fleiri brottfarir en árið 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Frá Ferðamálastofu


Skráð af Menningar-Staður

05.01.2017 19:48

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 


Kristján IX konungur Danmerkur og Íslands með stjórnarskra Íslands frá 1874.

Ljósm.: BIB

 

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 

Stjórnarskrá „um hin sérstöku málefni Íslands“ var staðfest af konungi. 

Hún tók gildi 1. ágúst. Alþingi fékk þá löggjafarvald og fjárveitingavald. 

Þetta var fyrsta stjórnarskrá landsins. 

Henni var breytt 18. maí 1920 og hún gilti að mestu óbreytt fram að lýðveldisstjórnarskránni 17. júní 1944.


Morgunblaðið 5. janúar 2017 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

05.01.2017 11:18

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. jan. 2017

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ólafur Ragnarsson, Guðmundur Sæmundsson og Jóhann Jóhannsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. jan. 2017Vinir alþýðunnar

 
Skráð af Menningar-Staður