Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

29.07.2017 08:19

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

 

Minnisvarðinn um Kollabúðafundi í Þorskafirði.

Á myndinni eru Hrútavinir af Suðurlandi sem voru

á ferð um Vestfirði sumarið 2009.

Ljósm.: BIB

 

 

Merkisatburður -

Minnisvarði um Kollabúðarfundina

afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

 

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði. 

Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.

 

Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.

Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.Skráð af Menningar-Staður

28.07.2017 14:15

500 skátar í Árborg þessa dagana

 

 

 

500 skátar í Árborg þessa dagana

 

Um 500 skátar dvelja á Selfossi dagana 25. til 29. júlí 2017 í tengslum við stórt skátamót sem haldið er á Íslandi.

 

 Auk skátanna fylgir hópnum nokkur fjöldi starfsmanna (sjálfboðaliða). Skátarnir hafa slegið upp tjaldbúðum á stóra tjaldsvæðinu við Suðurhóla og dvelja þar þessa daga, allt þar til þeir halda á Úlfljótsvatn á laugardaginn, þar sem allir skátahóparnir sem koma til landsins vegna þessa stóra móts munu sameinast og dvelja þar til mótinu lýkur.

 

Þann tíma sem skátarnir eru hér í Árborg hafa þeir unnið mörg  verkefni í þágu samfélagsins og sem endurgjald fyrir að fá að nýta tjaldsvæðið og aðra aðstöðu. Um 80 skátar hafa verðið við störf á hverjum degi frá miðvikudegi til föstudags við fjölbreytt verkefni, víðsvegar um sveitarfélagið. Sem dæmi um verkefni má nefna stígagerð t.d. í Hellisskógi og á sjóvarnagarði á Eyrarbakka, vinnu á skógræktarsvæðum, lóðahreinsun, illgresishreinsun og ruslatínslu við vegi og í fjörum. Einnig munu skátarnir mála leiktæki og girðingar.Þá hafa skátarnir unnið í mörgum hópum í smiðju Eldsmíðafélags Suðurlands sem er á Eyrarbakka. Leiðbeinendur hafa verið þeir; Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ragnar Gestsson, Eyrarbakka og Halldór Ingi Guðnason, Selfossi.
 

Menningar-Staður var í smiðjunni í morgun og færði til myndar.


Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283527/

 

Það er Skátafélagið Fossbúar sem tekur á móti hópnum og hefur veg og vanda af undirbúningi þess hluta mótsins sem fram fer hér í Árborg og hafa félagar undirbúið fjölbreytta dagskrá. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa skipulagt vinnu skátanna við þau samfélagsverkefni sem að framan er getið.

 

Þann tíma sem skátarnir eru ekki við sjálfboðaliðastörf munu þeir sinna margskonar verkefnum, fara í gönguferðir og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

 

Í kvöld,  föstudagskvöldið 28. Júlí 2017,  verður kvöldvaka í Sigtúnsgarði með skátasöngvum og varðeldi. Það er tilhlökkunarefni að fá þetta unga fólk hingað til okkar og munu þau eflaust setja lit sinn á samfélagið þessa daga.Nokkrar myndir úr smiðjunni á Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

.

 
 

.

 


.

Skráð af Menningar-Staður

28.07.2017 13:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. júlí 2017 Vinir alþýðunnar.

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. júlí 2017
 

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

28.07.2017 07:30

Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng

 

 

Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.

Ljósm.: STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.

 

Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng

 

Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. 

Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. 

Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. 

„Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“

Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu.  Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. 

„Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. 

Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.

„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig  að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. 

Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. 

„Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“  

 

Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. 

„Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. 

Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna.

Stöð - 2 og Fréttablaðið.


 

 

Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.

Ljósm.:STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.


Skráð af Menningar-Staður.

  

27.07.2017 11:03

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

Myndaalbúm:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283521/


 

.

.

.

.
Hjallastefnan mynduð í bak og fyrir.
.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

  

26.07.2017 10:08

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.07.2017 13:09

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2017

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

 

.Skráð af Menningar-Staður

23.07.2017 10:21

Troðfullt hjá Kiriyama Family á Hverfisbarnum

 

 

 

Troðfullt hjá Kiriyama Family

 

á Hverfisbarnum í gærkvöldi

22. júlí 2017Sjá myndir á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283456/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

22.07.2017 09:01

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí 2017

 

 

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí 2017

 

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí 2017

 

Hér á eftir fylgir dagskrá Skálholtshátíðar 2017.

 

Verið velkomin í Skálholt 

 

Laugardagur 22. júlí

 

09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju


10.00 Seminar um stöðu, framtíð og áherslur hinnar evangelisk lutersku kirkju í heiminum. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins, flytur erindi og stýrir seminarinu, sem fer fram á ensku.

12.00 Klukknahringing.Hátíðin sett á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju.

 

12.15 Messa við Þorlákssæti. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur í Skálholti, sr. Þorvaldur Karl Helgason stjórnarmaður í stjórn Skálholts og sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annast messuna. Forsöngvari og söngstjóri er Jón Bjarnason.

 

13.30 Kynning á uppgreftrinum sunnan Skálholtskirkju. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur.

 

14.30 Klukkustundar grasaskoðunarganga undir leiðsögn Sigþrúðar Jónsdóttur náttúrufræðings, eða að vali söguganga um Skálholtsstað undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar.

 

16.00 Hátíðartónleikar á Skálholtshátíð 2017
Efnisskrá:

1. Slá þú hjartans hörpustrengi. Lokakór kantötunar BWV 147 „Herz und Mund und Tat und Leben”, fyrir kór og hljómsveit, eftir J. S. Bach. Íslenskur sálmtexti: Valdimar Briem.

2. Guð helgur andi heyr oss nú. Lag frá 13.öld, (Wittenberg 1524 (Johann Walter)). Sálmur : Martin Luther/ Helgi Hálfdanarson. Útsetning dr. Róbert A. Ottósson 1967

3. J.S. Bach: Kantata BWV 126 Erhalt uns Herr bei deinem Wort Flytjendur: Hildigunnur Einarsdóttir, alt Benedikt Kristjánsson, tenór Oddur Arnþór Jónsson, bassi

Skálholtskórinn Jón Bjarnason, kórstjóri

Bachsveitin í Skálholti: Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla Rut Ingólfsdóttir, fiðla Lilja Hjaltadóttir, fiðla Martin Frewer, fiðla Sarah Buckley, víóla Sigurður Halldórsson, selló Richard Korn, kontrabassi Jóhann I. Stefánsson, trompet Peter Tompkins, óbó Gunnar Þorgeirsson, óbó Jón Bjarnason, orgel. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson Kantatan verður kynnt með tóndæmum og síðan flutt í heild. Bachsveitin í Skálholti leikur á upprunahljóðfæri.

 

18.00 Kvöldbænir í kirkjunni.

 

19.00 Hátíðarkvöldverður með boðsgestum.

 

Sunnudagur 23. júlí

 

09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju.

 

11.00 Orgeltónleikar. Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach.

Prelúdía og fúga í a-moll BWV 543 Ich ruf zu dir Herr Jesu Christ BWV 639

Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532 Vater Unser im Himmelreich BWV 636

Tríósónata í Es-dúr BWV 525 Wenn wir in Höchsten Noten sien BWV 641

Tokkata og fúga í d-moll BWV 565

 

Kl. 13.30 Hátíðarmessa á Skálholtshátíð.

Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari og með honum

séra Egill Hallgrímsson,

séra Elinborg Sturludóttir,

séra Halldór Reynisson,

séra Axel Árnason Njarðvík,

sr. Guðbjörg Arnardóttir,

sr. Þorvaldur Karl Helgason,

sr. Elinborg Sturludóttir,

sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson fyrrum Hólabiskup,

sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup,

Dr. Margot Käßmann, prófessor,

sr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands

og biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir.

 

Lestra og bænir annast Magnús E Kristjánsson, forseti kirkjuþings,

Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts,

Jón Sigurðsson, formaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju,

Kristófer Tómasson varaformaður stjórnar Skálholts, Svana Helen Björnsdóttir kirkjuráðsmaður,

Ásborg Arnþórsdóttir skólaráðsmaður,

og sr Karl Sigurbjörnsson biskup.

 

Í upphafi messu er innganga pílagríma sem markar lok pílagrímagöngunnar til Skálholts, frá Bæjarkirkju í Borgarfirði, Strandarkirkju í Selvogi og Þingvallakirkju.

 

Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Einsöngvarar Margrét Bóasdóttir, sópran, Benedikt Kristjánsson, tenór. Trompetleikur Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson. Organisti Jón Bjarnason.

Meðhjálparar Elinborg Sigurðardóttir og María Sól Ingólfsdóttir .

 

Kl. 15.00 Kirkjukaffi

 

Kl. 16.15 Hátíðarsamkoma á Skálholtshátíð

 

Samkoman sett. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup.

Einsöngur. G.F. Haendel: Eternal source of light divine. HWV 74 fyrir tenór, trompet og orgel. Benedikt Kristjánsson tenór, Vilhjálmur I Sigurðsson, trompet og Jón Bjarnason, orgel.

Ávarp. Dómsmálaráðherra Sigríður Á Andersen. Kórsöngur: Heyr himnasmiður, eftir Kolbein Tumason , við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason

Ávarp. Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup, formaður stjórnar Skálholtsfélags hin nýja.

Kórsöngur Guð helgur andi heyr oss nú. Lag frá 13.öld (Wittenberg 1524) Sálmur : Marteinn Lúter/ Helgi Hálfdanarson. Útsetning : dr. Róbert A. Ottósson fyrir kór án undirleiks. Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason

Hátíðarræða á Skálholtshátíð: Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins.

Einsöngur. G.F Handel : Waft her, angels, through the skies –úr Óratoríunni Jeptha. Benedikt Kristjánsson tenór, Jón Bjarnason, orgel

Ritningarlestur. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur

Kórsöngur: J.S. Bach Verleih uns Frieden gnädiglich -Lokakór Kantötunnar BWV 126, Erhalt uns Herr bei deinem Wort.Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason

Lokaorð, bæn og blessun. Biskup Íslands, frú Agnes M Sigurðardóttir

Sálmur í almennum söng nr. 532 Gefðu að móðurmálið mitt. (Tvísöngur)

Orgelleikur. Jón Bjarnason Prelúdía í Es-dúr BWV 552

 

Kl. 18.00 Kvöldbænir og hátíðarslit.Sungið Te Deum

 

Skálholtshátíð var fyrst haldin 1948. Nú er sjötugasta starfsár uppbyggingarinnar sem þá hófst


Af wwwskalholt.is

 

 
Skráð af Menningar-Staður
 

22.07.2017 08:50

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 


Guðni Jónsson (1901 - 1974).

 

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 

Guðni fæddist 22. júlí 1901 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, einn 17 barna Jóns Guðmundssonar, f. 17.9. 1856, d. 8.9. 1941 í Vestmannaeyjum, bónda og formanns þar, og síðari konu hans, Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Sandvíkurhr., Árn., f. 1.9. 1867, d. 2.4. 1937 í Vestmannaeyjum.
 

Faðir hans veiktist og fór Guðni tveggja vikna gamall með móður sinni að Leirubakka í Landsveit. Foreldrum hans tókst að setja saman bú að nýju, en Guðni dvaldi áfram á Leirubakka og ólst þar upp.
 

Guðni varð stúdent frá MR 1924 og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1930. Hann var um tíma við nám í Kaupmannahöfn 1928 og aftur 1937. 

Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928-1945 og skólastjóri við sama skóla 1945-1957. Prófessor í sögu Íslands við Háskóla Íslands var hann 1958-1967, þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Hann var forseti heimspekideildar HÍ 1959-1961. Hann varð doktor frá Háskóla Íslands 1953, en doktorsritgerð hans, Bólstaðir og bændur í Stokkseyrarhreppi, varð brautryðjandaverk í íslenskri staðháttasögu.

 

Guðni tók mikinn þátt í félagsstörfum, var forseti Sögufélagsins 1960-65, formaður Ættfræðifélagsins 1946-67 og sat í stjórn Hins ísl. þjóðvinafélags 1943-56. Hann var höfundur fjölmargra sagnfræðirita og stofnaði til stórútgáfu íslenskra fornrita 1946 og sá hann sjálfur um útgáfu 32 binda af þeim. Meðal ættfræðirita hans er Bergsætt.
 

Fyrri kona Guðna var Jónína Pálsdóttir, f. 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra: Gerður, Jón, Bjarni, Þóra og Margrét.

Seinni kona hans var Sigríður Hjördís Einarsdóttir, f. 28.8. 1910, d. 18.7. 1979, húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra: Einar, Bergur, Jónína Margrét og Elín.

 

Tveir sona Guðna, Jón og Bjarni, urðu einnig prófessorar við Háskóla Íslands.
 

Guðni Jónsson lést 4. mars 1974.
 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður