Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.01.2019 10:26

Fólkið í Eflingu - Hjördís Guðmundsdóttir

 

 

Hjördís Guðmundsdóttir er matartæknir í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu

í Sóltúni og félagi í Eflingu.

 

 

 

Fólkið í Eflingu - Hjördís Guðmundsdóttir

 

 

„Ég fer heim á Eyrabakka í öllum fríum að hitta fólkið mitt, fjölskyldan býr þar, foreldrar mínir og bræður, öll nema ég. Yngsti bróðir minn prófaði að flytja í bæinn en hann var fljótur að fara aftur heim á Bakkann, hvergi betra að búa en við sjávarsíðuna.

Ég var svo heppin að alast upp á Eyrarbakka og klára Grunnskólann þar. Ég hefði svo auðveldlega geta orðið fórnarlamb eineltis, en ég fæddist með skarð í góm og fór í mína fyrstu aðgerð þriggja mánaða gömul og ég var orðin 18 ára þegar ég fór í síðustu aðgerðina. Þetta hefur auðvitað litað líf mitt, en ég fékk skjól í þessu litla samfélagi. Sem betur fer erum við ólík og engin eins, en það er ekki sjálfgefið að lenda ekki í einelti.

Ég byrjaði auðvitað að vinna í fisk á Bakkanum fyrir fermingu, ég vann á sumrin og á veturna fengu krakkarnir frí í skólanum þegar það vantaði fólk í frystihúsið. Föngunum var meir að segja sleppt af Litla Hrauni og við unnum hlið við hlið, fangarnir og krakkarnir, þegar ég var um það bil 11 eða 12 ára. Þetta voru varla forhertir glæpamenn eins og þessir sem eru inni í dag. 

Á sumrin verkaði ég humar og eftir grunnskóla og ég varð eldri réð ég mig í fulla vinnu í frystihúsinu. Eina nóttina flutti frystihúsið á Þorlákshöfn og þá ákvað ég að gera eitthvað nýtt og fór til Reykjavíkur og sótti um starf í eldhúsinu á Borgarspítalanum, það sóttu margir um en ég var valin og var hjá þeim næstu tíu árin. Samstarfsfólkið á spítalanum hvatti mig til að fara í nám og ég fór í kvöldskóla í Matartækninámi við FB og kláraði það.

Ég hef alltaf unnið mikið og vann í pylsuvagninum við Vesturbæjarlaugina ásamt eldhússtarfinu á spítalanum til þess að fjármagna kaup á íbúð. Ég á mér góða fyrirmyndi í lífinu, það er kona sem hefur kennt með gefast ekki upp og einkunnarorð mín eru: „Ég skal, ég vil, ég get!

Ég hætti á Borgarspítalanum og var að vinna á leikskóla í eitt eða tvö ár þegar ég rakst á núverandi yfirmann minn í ræktinni. Ég kannaðist við hana frá Borgarspítalanum en hún bauð mér að koma hingað yfir í eldhúsið á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni, sem var þá aðeins tveggja ára gamall vinnustaður. Ég þáði starfið og byrjaði hérna 1. Desember fyrir 15 árum. 
Þetta er full staða, átta tímar á dag. Við mætum á morgnanna, gerum morgunmatinn klárann, eldum hádegismatinn og stundum bökum við með kaffinu eða undirbúum morgundaginn fyrir næsta dag. Fyrir utan eldhúsvinnuna þá tek ég aukavaktir í þrifunum á þjónustuíbúðunum hérna og stundum hef ég verið með þriðju vinnuna. 

Engin verk eru leiðinleg af því að það þarf alltaf að gera þau, og þá er gengið til verks og þau kláruð. Mér finnst mjög gaman að þjóna fólki, að elda er að þjóna öðrum. Ég man engar sérstakar uppákomur í eldhúsinu, en maður verður að passa að tvísalta ekki hafragrautinn og ekki missa sósuna í gólfið.

Ég er í gönguhóp, ég hef gengið um Ísland og utan landsins. Ég hef farið til Indlands og gengið í Klettafjöllunum í Kanada. Ég er menningarsinnuð og leikhúsaðdáandi, við erum nokkrar konur sem vinnum hérna sem höldum hópinn og förum reglulega í bíó og leikhús saman.

Við eigum alveg frábæra leikara á Íslandi, en ég þekki ekki nöfnin á þeim lengur þeir eru orðnir svo margir. Ég hef farið til London í leikhúsferð, ég fór í Óperuna og á söngleikinn Lion King, það var mjög áhrifaríkt. Ég fór líka að sjá Mamma Mía í Borgarleikhúsinu, ég fór með 8 ára bróðurdóttur minni, undir lokin söng Helgi Björnsson lag og þá leit ég á frænku mína sem var hágrátandi, ég spurði hana: „Er ekki allt í lagi?“ og hún svaraði grátandi: „Jú en þetta er svo fallegt.“

Það blundar alltaf í mér að fara aftur á Bakkann það er mikil uppbygging þar í augnablikinu og mig langar að byggja mér lítið hús. En maður veit aldrei.“

Hjördís Guðmundsdóttir er matartæknir í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni og félagi í Eflingu.

 


Efling.
Skráð af Menningar- Staður

03.01.2019 19:43

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

 

 

Ágúst Böðvarsson (1906 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

 

 

Ágúst Böðvarsson fæddist að Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri, og k.h., Ragnhildur Teitsdóttir húsfreyja.
 

Böðvar var hálfbróðir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds, en bróðir Böðvars var Þórður kaupmaður, faðir Regínu leikkonu og systir Böðvars var Guðrún sem samdi lag við sálminn Ég kveiki á kertum minu.
 

Bróðir Ágústar var Bjarni hljómsveitarstjóri, faðir Ragga Bjarna.
 

Eiginkona Ágústar var Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja og sonur þeirra Gunnar Hrafn byggingaverkfræðingur.
 

Ágúst lauk námi frá VÍ 1925, var bóndi að Hrafnseyri 1926-29 en hóf störf hjá dönsku landmælingastofnuninni Geodætisk Institut, árið 1930, sem þá vann að kortlagningu Íslands og stundaði hann síðan nám í landmælingum hjá stofnuninni í Kaupmannahöfn 1935-37.
 

Ágúst vann síðan við landmælingar Íslands á árunum 1930-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann tók við gríðarlega yfirgripsmiklu og mikilvægu starfi við íslenskar landmælingar og kortagerð er Íslendingar tóku við íslenskri kortagerð af Dönum árið 1955, varð fyrsti forstjóri Landmælinga Íslands 1959-76, fór í margra mánaða ferðir um landið þvert og endilangt og var m.a. frumkvöðull við gerð loftljósmynda hér á landi.
 

Ágúst samdi texta við ýmis þekkt dægurlög fyrri tíma, s.s. Skautapolka og Ljósbrá. Hann sat í stjórn Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana um árabil frá 1948, í örnefnanefnd og Hrafnseyrarnefnd.
 

Árið 1996 kom út eftir Ágúst ritið Saga landmælinga Dana á Íslandi og ljóðabók, Ljóðmæli.
 

Ágúst var heiðurfélagi Ferðafélags Íslands, var virkur félagi í Oddfellow-reglunni, stúku nr. 11., Þorgeiri, og var heiðursfélagi hennar. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu.

 

Ágúst lést 27. janúar 1997.

 

Morgunblaðið.

 

Ágúst Böðvarsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

02.01.2019 17:47

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þórhallur Ásgeirsson (1919 - 2005).

 

 

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þór­hall­ur Ásgeirs­son fædd­ist í Lauf­ási í Reykja­vík 1. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásgeir Ásgeirs­son, for­seti Íslands, f. 1894, d. 1972, og Dóra Þór­halls­dótt­ir, f. 1893, d. 1964, syst­ir Tryggva for­sæt­is­ráðherra Þór­halls­son­ar bisk­ups Bjarn­ar­son­ar.

 

Þór­hall­ur varð stúd­ent frá MR 1937 og stundaði nám í hag­fræði og stjórn­mála­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1937-1939 og á stríðsár­un­um við Há­skól­ann í Minnesota, BNA, þar sem hann lauk BA-prófi 1941 og masters­prófi 1942.

 

Að námi loknu hóf Þór­hall­ur störf sem viðskipta­full­trúi við sendi­ráð Íslands í Banda­ríkj­un­um og starfaði þar til stríðsloka. Árið 1947 tók Þór­hall­ur við starfi ráðuneyt­is­stjóra í viðskiptaráðuneyt­inu og starfaði þar sam­fleytt til sjö­tugs, að frá­dregn­um fjór­um árum sem full­trúi Norður­landa við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í Washingt­on.

 

Á starfs­ferli sín­um vann Þór­hall­ur að mik­il­væg­um viðskipta­mál­um Íslands í fjóra ára­tugi og mótaði viðskiptaráðuneytið á um­brota­tím­um. Hann tók þátt í að skipu­leggja viðtöku Mars­hallaðstoðar­inn­ar, leiddi gerð tví­hliða viðskipta­samn­inga við Rúss­land og önn­ur ríki Aust­ur-Evr­ópu. Þór­hall­ur var aðal­samn­ingamaður við inn­göngu Íslands í EFTA 1970 og annaðist samn­inga fyr­ir Íslands hönd við Efna­hags­banda­lag Evr­ópu 1972. Þór­hall­ur sat í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NIB) um ára­bil, var m.a. formaður Verðlags­ráðs, sam­starfs­nefnd­ar um gjald­eyr­is­mál og lang­lána­nefnd­ar og var formaður Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar í tutt­ugu ár.

 

Þór­hall­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1956, stór­ridd­ara­krossi 1969 og stjörnu stór­ridd­ara 1980, Dann­e­brogs­or­d­en, sænska Nord­stjärn­or­d­en, Fin­lands Lejon Or­d­en og Den Kong­elige Nor­ske Sankt Olavs Or­d­en.

 

Eig­in­kona Þór­halls var Lilly Knudsen, f. 2.6. 1919, d. 23.1. 2016, frá Nor­egi. Börn þeirra eru Sverr­ir, Dóra, Ragna og Sól­veig.

 

Þór­hall­ur lést 12. nóv­em­ber 2005.Morgunblaðið 2. janúar 2019.


Þórhallur Ásgeirsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.

 

 
 

 


Skráð af Menningar-Staðu
 

01.01.2019 16:52

Orðuveiting á Bessastöðum 1. jan. 2019

 

 

Fjór­tán ein­stak­ling­ar hlutu heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. 

Ljósm.: Morgunblaðið / Árni Sæberg.

 

 

 

Orðuveiting á Bessastöðum 1. jan. 2019

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.


 
 

 

 

01.01.2019 08:21

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

31.12.2018 12:14

Áramótabrennur í Árborg 2018

 

 

 

Áramótabrennur í Árborg 2018

 

Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember nk. ef veður leyfir. Sveitarfélagið hvetur alla til að fara varlega kringum brennurnar og minnir á mikilvægi þess að allir hafi öryggisgleraugu sem eru að skjóta upp flugeldum.

 

Brennur eru á eftirfarandi stöðum:

 

–          Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30

–          Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00

–          Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00
 Skráð af Menningar-Staður

28.12.2018 17:33

Flugeldasýning og flugeldasala

 

 

 

Flugeldasýning og flugeldasala

 

Minnum á flugeldasýninguna kl. 20:00 á bryggjunni á Eyrarbakka í kvöld, 28. desember 2018. 

Flugeldasalan byrjar í dag á slaginu 13:00.Opnunartími flugeldarsölu er eftirfarandi:


28.desember…… 13:00-22:00
29.desember…… 13:00-22:00
30.desember…… 10:00-22:00
31.desember…… 10:00-16:00Vonumst til að sjá sem flesta styrkja gott starf.Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

27.12.2018 07:52

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri - 50 ára

 

 

Hljómsveitin ÆFING þann 6. október 1990 á Önfirsku Bítlavökunni að

Efstalandi í Ölfusi. F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns,

Kristján J. Jóhannesson og Ásbjörn Björgvinsson.
Ljósm.: Spessi.

 

 

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri

 

- 50 ára

 

 

„Það bar til rétt fyrir jól árið 1968 að boð kom frá stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri um almennan félagsfund, fimmtudaginn þann 27. desember, í Samkomuhúsinu. 


Hin nýstofnaða Hljómsveit Æfing (sem í upphafi hét Víkingar) hafði verið vikum og mánuðum saman við æfingar í Samkomuhúsinu. Gerðu þér hlé á æfingum þessa stund meðan fundurinn í Skildi fór fram.


Í lok fundarins gerðist það að félagsmálafrömuðurinn Hendrik Ole Tausen, sem var að hasla sér völl í félagsmálum í þorpinu, bauð hljómsveitinni að stíga á svið og taka lagið sem og þeir þáðu með þökkum og kvíðagleði. Fluttu þeir svo lagið -Simon says- við undrun og ánægju viðstaddra.

 

Þar voru m.a. Lilja Guðmundsdóttir -skó-, Kristján V. Jóhannesson, Hermann Björn Kristjánsson, Jóhannes Ívar Guðmundsson, Siguður Helgason, Kolbeinn Guðmundsson, Bjarni Alexandersson, Hendrik Tausen og fleiri og var mikið klappað. 


Yngstur á þessum fundi var 15 ára skólastrákur úr Héraðsskólanum að Núpi í jólafríi heima á Flateyri. Það var Björn Ingi Bjarnason hvar æskuheimilið var næsta hús við Samkomuhúsið og hann hafði fylgst manna best með æfingum um sumarið og fram að skóla. Hefur hann lýst breytingunni sem varð á meðlimum í hljómsveitinni þessa haustmánuði við breytingarnar á rólegum stúdentum í Frakklandi í róttæka hugsjónamenn sem urðu þarna fyrr um árið 1968 og frægt er í sögunni. - Hljómsveit var orðin til á Flateyri.“


45 árum síðar (árið 2013) er Æfing búin að gefa út geisladisk með 12 lögum þar sem mannlíf- menning þessa tíma í firðinum og víðar vestra hefur verið sett í glæsilega umgjörð tóna og texta. Þessi diskur Hljómsveitarinnar Æfingar er meistaraverk.

 

Í hljómsveitinni Æfingu í upphafi vor: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur MikkaelssonIngólfur R. Björnsson, sem gert hafði garðin frægan með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, kom síðann til liðs við ÆFINGU.


Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. 


Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti. 


Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:


Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson (látinn), Siggi BjörnsJón Ingiberg GudmundssonÁsbjörn BjörgvinssonHalldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 

Skráð af:
Björn Ingi Bjarnason og Hendrik Óli Tausen.

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.12.2018 12:18

Gleðilega jólahátíð

 

 

 

 

 

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

23.12.2018 17:53

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

Stokkseyrarkirkja 


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 18.00.

Kór Stokkseyrarkirkju syngur.

Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Eyrarbakkakirkja


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 23.30. Kór Eyrarbakkakirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Gaulverjabæjarkirkja


25. desember. Jóladagur.

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Gaulverjabæjarkirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 Skráð af Menningar-Staður.