Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

20.07.2017 20:37

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 


Í Skálholti.

Þorláksbúð og Skálholtsdómkirkja sem Hörður Bjarnason teiknaði.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. 

Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. 

Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. 

Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.

 


Hörður Bjarnason, arkitekt sem teiknaði Skálholtsdómkirkju.
Hann var faðir Áslaugar Harðardóttur í Norðurkoti á Eyrarbakka og

tengdafaðir Jóns Hákons Magnússonar í Norðurkoti.
Hörður var því bæði tengdafaðir Eyrarbakka og Önundardjarðar.

 

 

Í Húsinu á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.
F.v.: Hjónin Áslaug Harðardóttir og Önfirðingurinn Jón Hákon Magnússon (bæði nú látin)

og hjónin Þórunn Vilbergsdóttir (nú látin) og Önfirðingurinn Óskar Magnússon.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður

19.07.2017 10:35

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

.

.

.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

18.07.2017 18:29

Sigrún Óla Sigurðardóttir

 

 

Sigrún Óla Sigurðardóttir (1937 - 2017).

 

Sigrún Óla Sigurðardóttir - Fædd 4. október 1937

- Dáin 8. júlí 2017 - Minning

 

Sigrún Óla Sig­urðardótt­ir fædd­ist á Eyr­ar­bakka 4. októ­ber 1937. Hún lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans við Hring­braut 8. júlí 2017.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Regína Jak­obs­dótt­ir hús­móðir, f. 6. janú­ar 1899, d. 19. apríl 1986, og Sig­urður Jóns­son, skósmiður og tré­smiður á Eyr­ar­bakka, f. 11. maí 1888, d. 31. maí 1967.

 

Systkini Sigrún­ar eru:


Gyðríður Sig­urðardótt­ir, f. 22. sept­em­ber 1929, d. 28. maí 2012,

Ragn­heiður Sig­urðardótt­ir, f. 10. fe­brú­ar 1931,

óskírð Sig­urðardótt­ir, f. 24. júní 1932, d. 24. júní 1932,

Jón Sig­urðsson, f. 13. júlí 1933, d. 24. mars 2012,

Jakob Sig­urðsson, f. 14. mars 1935, d. 17. júní 1935,

Marta Sig­ríður Jakobína Sig­urðardótt­ir, f. 4. ág­úst 1936,

Guðmunda Sig­urðardótt­ir, f. 11. mars 1941,

og Sól­veig Stein­unn Sig­urðardótt­ir, f. 10. apríl 1945.

 

Sigrún gift­ist 26. des­em­ber 1964 Haf­steini Val­g­arðssyni, f. 11. júní 1937, d. 22. ág­úst 2012.

For­eldr­ar hans voru Oktavía Jamí Guðmunds­dótt­ir, f. 22. októ­ber 1904 í Vatns­enda, Vill­inga­holts­hreppi, Árn., d. 24. mars 1988, og Val­g­arður Vig­fús Magnús­son, sjó­maður í Reykja­vík, f. 22. októ­ber 1905 í Svína­skógi, Fells­strand­ar­hreppi, Dal., d. 1. júní 1995.

Börn:

1) Snorri Hauks­son, Vél­stjóri, f. 23. janú­ar 1959. Eig­in­kona Guðrún Erla Magnús­dótt­ir kenn­ari, f. 4. júlí 1959. Börn þeirra eru Sig­urður Páll, f. 26. júní 1981, Sam­býl­is­kona Ingi­björg Ragna Kru­ger, f. 27. nóv­em­ber 1985. Ingvi Örn, f. 7. fe­brú­ar 1983. Eig­in­kona Brenda Prehal, f.3. fe­brú­ar 1985, og Íris Björk, f. 4. ág­úst 1994.

2) Hann­es Þór Haf­steins­son, f. 17. sept­em­ber 1964. Eig­in­kona Helen Ser­deiro Barra­das, f. 27. des­em­ber 1978.

 

Útför Sigrún­ar fór fram frá Digra­nes­kirkju í gær, 17. júlí 2017.

____________________________________________________________________________

Minningarorð Ragnheiðar Sigurðardóttur

Elsku Sigrún syst­ir okk­ar er lát­in. Hún fékk hvíld eft­ir ótrú­lega erfið og langvar­andi veik­indi. Eins og alltaf er eft­ir­sjá­in sár og mik­il því maður má ekki við því að missa systkini sín.

Við höfðum samt átt langa sam­leið síðan við vor­um krakk­ar á Bakk­an­um. Við höfðum margt skyld­fólk í kring­um okk­ur.

Við vor­um í heyskap í Hallskoti og á engj­um með Jóni Jak­obs móður­bróður okk­ar og systr­um hans. Við unn­um við kart­öflu­rækt og margt var hægt að láta krakka og ung­linga gera.

Hún Sigrún var vinnu­söm og bráðvel gef­in og dug­leg að læra.

 

Sárt er vin­ar að sakna.

Sorg­in er djúp og hljóð.

Minn­ing­ar mæt­ar vakna.

Marg­ar úr gleymsku rakna.

Svo var þín sam­fylgd góð.

 

Dapr­ast hug­ur og hjarta.

Húm skuggi féll á brá.

Lif­ir þó ljósið bjarta

lýs­ir upp myrkrið svarta.

Vin­ur þó féll­ir frá.

 

Góðar minn­ing­ar geyma.

Gef­ur syrgj­end­um fró.

Til þín munu þakk­ir streyma.

Þér mun­um við ei gleyma.

Sofðu í sælli ró.

(Höf. ók.)

 

Við vott­um af­kom­end­um henn­ar inni­lega samúð og þökk­um henni all­ar góðar sam­veru­stund­ir.

 

Ragn­heiður og syst­ur.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 17. júlí 2017.


Skráð af Menningar-Staður


 

 

18.07.2017 07:51

Minjar á Eyrarbakka einstakar um sögu verslunar á Íslandi

 

 

 

Eyrbekkingurinn og forleifafræðingurinn Ágústa Edwald segir Eyrarbakka

einstakan á landsvísu vegna verslunarsögunnar.

 

Minjar á Eyrarbakka einstakar um sögu verslunar á Íslandi

 

Fornleifarannsókn er hafin á Eyrarbakka þar sem kanna á verslunarsögu staðarins, sem spannar allt aftur til fyrstu alda Íslandsbyggðar. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 á dögunum en þar var rætt við Ágústu Edwald Maxwell fornleifafræðing og Magnús Karel Hannesson, síðasta oddvita Eyrarbakkahrepps. 

Hópur enskra fornleifafræðinga er að draga jarðsjá fram og til baka um aðalverslunarsvæði Eyrarbakka til forna en verkefnið er undir stjórn Ágústu Edwald Maxwell fornleifafræðings. Þannig á að fá mynd af þeim rústum sem þar leynast undir og í framhaldi af því er áformað að grafa könnunarskurði.

 

Síðasti oddviti Eyrbekkinga, Magnús Karel Hannesson, segir að Eyrarbakki hafi snemma á öldum orðið innflutningshöfn biskupsstólsins í Skálholti. Allt frá því um 1100 og fram yfir 1900 hafi Eyrarbakki verið aðalverslunarstaður Suðurlands. Líkan af gömlu verslunarhúsum dönsku kaupmannanna gefur hugmynd um hvað verslunin var umfangsmikil. 

Ágústa Edwald segir Eyrarbakka einstakan á landsvísu vegna verslunarsögunnar, í gegnum einokun og til verslunarfrelsis og frá sjálfþurrft og vöruskiptum til kapitalískra verslunarhátta. Þegar hún er spurð hversu langt aftur í tímann hún ætli að grafa vonast Ágústa til að komast að minnsta kosti niður fyrir einokunartímann.

 

Í þættinum -Ísland í sumar- á Stöð 2 í dag,  

þriðjudag 18. júlí 2017 klukkan 19:10, verður fjallað nánar um Eyrarbakka.
 

 

Enskir fornleifafræðingar draga jarðsjá yfir rústasvæði Eyrarbakkaverslunar.

 


Stöð 2

Skráð af Menningar-Staður

17.07.2017 10:41

Gamla myndin

 

 

 

Gamla myndin

 

Árið er 2009 í júlí.


Hljómsveitin GRANÍT frá Vík í Mýrdal er komin á SVIÐ á Stokkseyrarbryggju.

 

Á þaki er -Reyksveit- Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.Skráð af Menningar-Staður

16.07.2017 21:43

Saga Núpsskóla í Dýrafirði komin í dreifingu

 

 

Frá afhendingu bókarinnar á Eyrarbakka.

F.v.: Sigríður J. Valdimarsdóttir, Björn Ingi Bjarnason og Steinar Vilhjálmsson.

Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir

 

Saga Núpsskóla í Dýrafirði komin í dreifingu

 

Í lok júní sl. kom út bókin Núpsskóli í Dýrafirði  - Ungmenna -  og héraðsskóli 1907 – 1992 og var útgáfunni  fagnað á samkomu að Núpi í Dýrafirði.

Það er félagið Hollvinir Núpsskóla er gefa bókina út sem er í stóru broti og 424 síður alls. Bókin er hin glæsilegasta í alla staði en hana ritaði Aðalsteinn Eiríksson frá Núpi. 

Sigríður J. Valdimarsdóttir, formaður Hollvina Núpsskóla og Steinar Vilhjálmsson, gjaldkeri, hófu dreifingu bókarinnar þann 11. júlí sl. til áskrifenda. 

Í upphafi var farið á Eyrarbakka og fyrstur til að fá bókina afhenta var Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri sem var í landsprófi í Núpsskóla veturinn 1968-1969.


Núpsskóli

Núpsskóli var settur á fót að frumkvæði séra Sigtryggs Guðlaugssonar 4. janúar 1907 á Núpi í Dýrafirði og er því orðinn 110 ára. Þetta var einn fyrsti alþýðu- og ungmennaskóla landsins. Slíkir skólar risu í framfarahug aldamóta tuttugustu aldar. Rætur þeirra voru í hugsjónum danskra lýðháskóla sem lagaðir voru að íslenskum veruleika í mynd héraðsskóla þegar leið á öldina.
 

Saga Núpsskóla er í senn almenn skólasaga þjóðarinnar og saga afskekktra sveita á Vestfjörðum sem drógu með tímanum til sín hundruð íslenskra ungmenna í samfélag vinnu og gleði á eftirminnilegum morgni ævi sinnar.
 

Hollvinir Núpsskóla segja þessa sögu og lýsa bakgrunni hennar í myndum, nemenda- og kennaratali, sögu bygginga, viðhorfum og hugsunarhætti frumkvöðla og skólastjóra frá sr. Sigtryggi til loka skólans.
 

Þar segir frá stjórnunarháttum, félagslífi og samsetningu nemendahópsins frá Steini Steinari, Kristjáni Davíðssyni, Jóni úr Vör allar götur til Birgittu Jónsdóttur og Jóns Gnarr.
 

Aðalsteinn segir að fyrri það fyrsta séu hollvinasamtökin að reyna að halda lífi í skólanum sem eigi mjög undir högg að sækja.

 

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

16.07.2017 08:02

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 

 

Hafliði Magnússon (1935 - 2011) við fossinn Dynjanda í Arnarfirði sumarið 2009.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 82 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011  á heimili sínu á Selfossi.
 

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.
 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG.

 

_____________________________________________________________________________

 

Minningarorð Björns Inga Bjarnasonar á útfarardegi Hafliða Magnússonar 
þann 2. júlí 2011.

 

Krossgátuhöfundurinn Hafliði Magnússon fallinn frá

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, lést þann 25. júní s.l.  á heimili sínu á Selfossi.

 

Hafliði fæddist í Hergilsey á Breiðafirði þann 16. júlí 1935. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hafliði  bjó einnig um tíma í Reykjavík.

 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.

 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG.

 

Hafliði var félagslyndur og hrókur alls fagnaðar í hópi vina sinna. Hann vann mikið með leikfélaginu Baldri á Bíldudal og var formaður þess um tíma.. Hann samdi ótal gamanbragi sem fluttir voru við sérstök tækifæri. Þó nokkur leikrit og söngleikir eftir hann voru fluttir á Bíldudal og víðar um land og einnig erlendis. Hann skrifaði fjölmörg ritverk, bækur og greinar. Hafliði var mikilvirkur máttarstólpi fyrir Vestfirska forlagið á Þingeyri í hinni fjölbreyttu útgáfu þess forlags allt frá stofnun árið 1994 og var með athyglisverð verk í vinnslu er hann féll frá.

  

Sem púki og ungur maður á Flateyri við Önundarfjörð vissi ég af Hafliða Magnússyni sem eins hinna vönduðu og kraftmiklu félags- og listamanna á Bíldudal sem stóðu þar fyrir margþættu lista- og menningarlífi svo eftir var tekið í þorpunum á Vestfjörðun og reyndar víðar um land. Leikritin frá Leikfélaginu Baldri, sem þeir fóru með um alla Vestfirði og sýndu, voru ógleymanleg og er ekki hallað á nein leikfélög vestra þegar sagt er að Bílddælingarnir voru öllum fremri. Hljómsveitin Facon á Bíldudal varð til og starfaði í þessari traustu menningarlegu umgjörð sem Arnarfjörðurinn var. Frá þessum tíma fylgdist ég með Hafliða Magnússyni og því sem hann var að gera án þess þó að hitta hann nokkurn tímann í návígi.

 

Á þessu varð síðan breyting er ég og fjölskyldan fluttum til Stokkseyrar árið 1999 og síðan á Eyrarbakka. Eins og Vestfirðinga er gjarnan háttur á nýjum slóðum krunka þeir sig saman til þátttöku í félags- og menningarlífi. Þeir reyna að blanda þar við innslögum að vestan því ekki eru Vestfirðingar ragir við að kunngjöra sitt upprunastolt og öllu sem því fylgir. Í þessum anda og umgjörð lágu leiðir okkar Hafliða Magnússonar saman í Flóanum.

 

Báðir höfðum við Hafliði verk á höndum fyrir Sunmnlenska fréttablaðið á Selfossi. Hann sem krossgátuhöfundur og smásagnaritari og ég sem frétta og greinaskrifari. Með okkur Hafliða varð strax náin og góð vinátta og stóðum við í ýmsu félags- og menningarstarfi og þá oftar en ekki með Vestfirðingum syðra. Meðal þessa varð síðustu árin skemmtilegt samstarf við Vestfirska forlagið á Þingeyri og kynningar á útgáfu þess á Suðurlandi og víðar og samkomuhald vegna verkefnisins.  Þessar samkomur voru vel heppnaðar og fjölsóttar þannig að þær eiga mörg aðsóknarmet slíkra samkoma. Hæfileikar og framganga Hafliða á þessum samkomum voru lykilatriði þessa góða gengis. Nefni ég aðeins til samkomurnar árið 2008 en þá kom út ævisaga Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal, “Mélódíur minninganna” sem Hafliði skráði með sínum skemmtilega hætti.

 

Í lok ágúst árið 2009 fóru nokkrir Hrútavinir af Suðurlandi og fangaverðir á Litla-Hrauni í fræðslu- og skemmtiferð um Vestfirði. Leiðsögumenn vorum við Hafliði hvor á sínu svæði. Gist var að Sólbakka á Flateyri og á Bíldudal. Þessi ferð er rómuð af öllum sem í fóru. Vestfjarðaferðin var hluti af afmælishaldi vegna 10 ár afmælis Hrútavinafélagsins Örvars.

 

Hafliði Magnússon samdi í rúman áratug vikulegar krossgátur fyrir Sunnlenska fréttablaðið sem nutu mikilla vinsælda. Myndtök hans og orðaval í krossgátunum voru með sterka tengingu við líðandi stund samfélagsins í bland við mennigararfleiðina.

 

Fyrir um ári síðan færði ég það í tal við Hafliða hvort ekki væri gaman að krossgáta í þessum anda kæmist í vikublaðið Bæjarins besta á Ísafirði sem mun hafa verið krossgátulaust blað frá upphafi. Tók hann þessu vel og komst á samstarf Veitingahússins Cafe Catalina í Kópavogi og Bæjarins besta um að hleypa þessu af stokkunum í nóvember s.l. Gekk þetta samstarf prýðilega og voru myndtök krossgátunnar í bland af lífi og leikjum Vestfirðinga syðra og á heimaslóðinni vestra en þó í meirihluta þaðan eins og vera bar.

 

Í upphafi árs 2011 ákváðu Hrútavinir á Suðurlandi að ráðast í útgáfu mánaðarrits sem hlaut nafnið “Séð og jarmað” og er Myndrit af lífi og leikjum Hrútavina um víðan völl. Fljótlega komu upp vangaveltur hjá okkur Hafliða um það hvort krossgáta að hans hætti ætti ekki heima í þessu nýja riti. Þróuðust málin þannig að í 5. tölublaðinu var krossgáta eftir Hafliða með sömu efnistökum og fyrri krossgátur hans í öðrum blöðum. Samhliða þessu var blásið til krossgátueinvígis um gátuna á Sumarblóti Hrtavina þann 15 .maí í Íþróttahúsinu á Stokkseyri. Fyrirmynd þessarar keppni sótti Hafliði til Bandaríkjanna þar sem hann vissi um mjög vinsælar krossgátukeppnir. Keppendur voru Bjarkar Snorrason á Stokkseyri og Hafþór Gestsson á Eyrarbakka sem sigraði eftir skemmtilega keppni og er Hafþór því krossgátumeistari Suðurlands og jafnvel Íslands því ekki er vitað af keppni sem þesari hér á landi. Gestir Sumarblótsins gátu einnig reynt við krossgátuna en enginn skákaði Hafþóri.

 

Síðasta vikulega krossgáta Hafliða Magnússonar hefur áður birst í Sunnlenska fréttablaðinu. Sem loka krossgáta Hafliða í blaðinu er nú birt krossgáta sem hann hafði gert fyrir Séð og jarmað eftir krossgátueinvígið á Stokkseyri. Jafnframt verður hún verðlaunakrossgáta með 10 bókaverðlaunum frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri. Lausnum verði skilað á Sunnlenska fréttablaðið fyrir 16. júlí n.k. sem er afmælisdagur Hafliða. Dregið verður úr réttum lausnum þann dag kl. 16:00 í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

 

Minningarathöfn um Hafliða Magnússon fór fram í Laugardælakirkju við Selfoss fimmtudaginn 30 júní. Kistu Hafliða við þá athöfn báru tveir tengdasynir Hafliða og Evu þeir Magnús B. Óskarsson og Sigþór Þórarinsson, einnig fjórir vinir hans af Suðurlandi; þeir Bjarkar Snorrason, Einar Loftur Högnason, Jóhann Páll Helgason og Björn Ingi Bjarnason. Þessir fjórir voru allir með í Vestfjarðaferðinni góðu sumarið 2009 og hafa einnig hitst reglulega í hverjum mánuði síðustu misserin í “menningarkakói” í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

 

Hafliði Þórður Magnússon var jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí.

 

Blessuð sé minning Bílddælingsins Hafliða Magnússonar á Selfossi.

 

Eyrarbakka þann 2. júlí 2011, 

á útfarardegi Hafliða

 

Björn Ingi Bjarnason

frá Flateyri við Önundarfjörð

 


Hafliði Magnússon við upplestur í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í desember 2008.

F.v.: Steingrímur Stefnisson frá Flateyri, veitingamaður á Cafe Catalina í Kópavogi,

Hafliði Magnússon frá Bíldudal, fór á kostum við lesturinn, Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld

og veitingamaður í Sunnlenska bókakaffinu, sitjandi við borðið;

Guðrún Jónína Magnúsdóttir frá Ingjaldssandi, síðan Þingeyringarnir Regína Höskuldsdóttir

og Gerður Matthíasdóttir.
 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 

Menningarkakóstund í Bókakaffinu á Selfossi.

Sitjandi f.v.: Hafliði Magnússon, Jóhann Páll Helgason og Einar Loftur Högnason.

Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður

16.07.2017 06:58

Gunnar Gränz sýnir í Listagjánni í júlí

 

 

Eitt af verkum Gunnars Gränz sem eru á sýningunni í Listagjánni á Selfossi.

 

Gunnar Gränz sýnir í Listagjánni í júlí

 

Sýning á verkum Gunnars Gränz opnaði í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi nú í byrjun júlí.

 

Sýning Gunnars fjallar um veröld sem var – hús sem eitt sinn stóðu á Selfossi en eru nú, einhverra hluta vegna, horfin. Sýningin er tileinkuð Karlsskála, sem stóð við Kirkjuveg 5 – þar sem nú eru bílastæði hótelsins, og þeim er reistu skálann fyrir 75 árum þegar heimsstyrjöldin síðari stóð sem hæst.

 

Á sýningunni er blönduð list, myndlist og ljósmyndir af því sem áður var. Sýningin stendur út júlímánuð 2017.


Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

15.07.2017 11:56

Gleðjast saman yfir skötu að sumri til

 

 

Ásmund­ur Friðriks­son er einn skipu­leggj­enda hátíðar­inn­ar. Ljósm.: BIB

 

Gleðjast saman yfir skötu að sumri til

• Styrktarkvöld haldið í Garði 19. júlí

 

Flest­ir Íslend­ing­ar þekkja Þor­láks­mess­una í des­em­ber en þó eru færri sem vita að 20. júlí árið 1237 var Þor­láks­messa að sumri lög­leidd hér á landi og var þessi sum­ar­messa ein mesta hátíð Íslend­inga fyr­ir siðaskipti. Þó að fjarað hafi und­an her­leg­heit­un­um síðustu ár halda Suður­nesja­menn mess­una enn hátíðlega og er það gert með veg­legri skötu­veislu í Garði ár hvert. Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er einn skipu­leggj­enda hátíðar­inn­ar og sagði hann í sam­tali við Morg­un­blaðið að um mikla veislu væri að ræða.

 

Marg­ir njóta góðs af hátíðinni

„Þetta er í ell­efta skipti sem þetta er haldið með þessu sniði. Það mæta alla jafna í kring­um 400 manns og borða sam­an skötu og gleðjast sam­an.“ Ásmund­ur seg­ir fólk ánægt með að geta látið gott af sér leiða en hátíðin er einnig styrkt­ar­kvöld þar sem ágóði af seld­um miðum er lát­inn renna til ým­issa góðgerðar­mála, ásamt því sem ýmis fyr­ir­tæki styrkja mál­efnið. „Við erum að fara yfir list­ann núna, við mun­um meðal ann­ars styrkja krabba­meins­sjúk börn og mál­efni fatlaðra. Það verða fjöl­mörg tón­list­ar­atriði, marg­ir sem leggja hönd á plóg og í lok kvölds fá gest­ir að fylgj­ast með af­hend­ingu styrkj­anna, það hef­ur alltaf slegið í gegn,“ seg­ir Ásmund­ur, en ásamt skötu verður veg­legt hlaðborð í boði.

 

Ásmund­ur seg­ir hátíðina opna öll­um sem vilja mæta og styrkja gott mál­efni. Fer hún fram 19. júlí næst­kom­andi og hefst klukk­an 19 í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Miðaverð er 4.000 krón­ur sem er sama verð og hef­ur verið und­an­far­in ár. Áhuga­sam­ir geta greitt inn á reikn­ing Skötu­mess­unn­ar, nr. 0142-05-705006, kt. 580711-0650.

Morgunblaðið 15. júlí 2017.

 Myndir frá Skötuveislunni í Garði 2016.
 

.

 

.

 

.

.

.

 

.

.

.

 

.

.

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

13.07.2017 20:33

Kiriyama Family bætist í hópinn á Laugarvatni

 


Kiriyama Family.

 

Kiriyama Family bætist í hópinn á Laugarvatni

 

Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family hefur bæst í hóp þeirra hljómsveita sem koma fram á Laugarvatn Music Festival um helgina en sveitin sendi frá sér nýja plötu núna í vor.

 

Þau bætast þar í hóp engra smá nafna því fyrir eru þar Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Helgi Björnsson ásamt hljómsveit, Júníus Meyvant, hljómsveitin Valdimar, Snorri Helgason, Ylja og Tilbury. Hildur og fleiri.

 

„Það er náttúrulega alveg frábært að fá eitt sjóðheitt Suðurlandsband þarna inn og það var í raun hálfgerður klaufaskapur að bóka þau ekki strax. Kiriyama Family voru að senda frá sér alveg frábæra plötu og þetta verður bara alveg geggjað að fá þau með,” sagði Bessi Theodórsson, einn skipuleggjenda Laugarvatn Music Festival í samtali við sunnlenska.is.

 

„Miðasala gengur vel, það er ekki verið að selja áfengi á staðnum, en við leyfum drykki þar inn í plasti eða áldósum í höndum þeirra sem aldur hafa til. Þannig að þetta er farið að minna á gömlu góðu sveitaböllinn. Salurinn er að taka á sig rosalega flotta mynd og kerfið er að fara upp núna í þessum töluðu orðum,” bætti Bessi við.

 

Aðeins 800 miðar eru seldir á tónleikana og má enn nálgast miða á tix.is en einnig er miðasala í Héraðsskólanum og við innganginn. 
 

 

Frá útgáfutónleikum Kiriyama Family sem haldnir

voru á dögunum í troðfullu Tjarnarbíói í Reykjavík.

 

.

.

 
 
 
.
 

.

 


Skráð af Menningar-Staður