Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.07.2021 19:28

Ennþá vakir vísnaglóð

 

 

Kristján Runólfsson (1956 - 2018).

 

 

 -- Ennþá vakir vísnaglóð --

 

 

Bókaútgáfan Sæmundur gefur síðar á árinu út bókina Ennþá vakir vísnaglóð eftir Skagfirðinginn Kristján Runólfsson.

 

Bókin er gefin út í samvinnu útgáfunnar og Ragnhildar Guðmundsdóttir ekkju skáldsins. Ragnar Ingi Aðalsteinsson sá um að velja úrval úr kvæðum Kristjáns og ritar formála.

 

Bókin fæst í forsölu á 4.500 krónur og kaupendur eru skráðir í minningarskrá.

 

Skráning hér:

https://form.123formbuilder.com/5904222/Skráð af Menningar-Bakki

 

08.07.2021 06:25

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

 


Jakobína Sigurðardóttir (1918 - 1994).
 

 

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

 

 

Jakobína Sig­urðardótt­ir fædd­ist í Hæla­vík á Horn­strönd­um þann 8. júlí 1918.

For­eldr­ar henn­ar voru Sig­urður Sig­urðsson, bóndi í Hæla­vík, og Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­freyja.

 

Jakobína átti alls 12 systkini en meðal þeirra var Fríða Á. Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur.
 

 

Jakobína flutti að Garði í Mý­vatns­sveit 1949 og bjó þar til æviloka, ásamt manni sín­um, Þorgrími Starra Björg­vins­syni, og börn­um þeirra, þeim Stef­an­íu, Sigrúnu Huld, Sig­ríði Krist­ínu og Kára.

 

Jakobína stundaði nám við Ingimars­skól­ann í Reykja­vík og nám ut­an­skóla við KHÍ, en þess utan var hún sjálf­menntuð.
 

Jakobína sendi m.a. frá sér end­ur­minn­inga­bók, skáld­sög­ur, smá­sög­ur og ljóð en verk henn­ar komu út á ár­un­um 1959-2004. Formtilraun­ir og næm stíl­vit­und ein­kenna verk henn­ar. Hún réri ávallt á ný mið með hverju verki og fiskaði ríku­lega. Hún var form­bylt­ing­ar­höf­und­ur.
 

Fyrsta verk Jakobínu, æv­in­týrið Sag­an af Snæ­björtu Elds­dótt­ur og Ketilríði Kot­ungs­dótt­ur kom út 1959 og vakti strax at­hygli.

Í kjöl­farið fylgdi kvæðasafn og síðar smá­sagna­safnið Púnkt­ur á skökk­um stað, 1964. Fyrsta skáld­saga Jakobínu, Dæg­ur­vísa, 1965, sló í gegn og var fram­lag Íslands til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 1966. Auk þess var Lif­andi vatnið og Snar­an fram­lag Íslend­inga til þeirra verðlauna nokkru seinna.

 

Dæg­ur­vísa er hóp­saga, ein fárra slíkra í ís­lensk­um bók­mennt­um. Frá­sagn­ar­hátt­ur­inn í Snör­unni, 1968, er ágeng­ur; annarr­ar per­sónu frá­sögn sem er bein ræða sögu­manns frá upp­hafi til enda. Sterk þjóðfé­lags­ádeila end­ur­spegl­ast í verk­inu Lif­andi vatnið, 1974.

 

Bók­in Í barn­dómi er ein­stök í sinni í röð; átak­an­leg og lýrísk lýs­ing á upp­vexti Jakobínu á Horn­strönd­um, undra­vert að hún skyldi ná að ljúka verk­inu fyr­ir dauða sinn.
 

 

Jakobína Sigurðardóttir  lést þann 29. janúar 1994.


 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

07.07.2021 07:00

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 


Benedikt Gröndal (1924 - 2010).
 

 

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 

 

Benedikt Gröndalfæddist á Hvilft í Önundarfirði þann 7. júlí 1924. Foreldrar hans voru Sigurður Gröndal, rithöfundur, yfirkennari í Reykjavík og hótelsjóri að Valhöll á Þingvöllum og k.h., Mikkelína María Sveinsdóttir húsfreyja.
 

Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, af Presta-Högna ætt, og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, en Mikkelína María var dóttir Sveins Árnasonar, bónda í Hvilft í Önundarfirði, og Rannveigar Hálfdánardóttur, systur Örnólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra.
 

Meðal sex systkina Benedikts má nefna Halldór Gröndal sóknarprest og Gylfa Gröndal rithöfund.
 

Kona Benedikts var Heidi Jaeger Gröndal húsfreyja sem lést 2012 og eignuðust þau þrjá syni: Jón, Tómas og Einar.

 

Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946 en með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-58 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-69.
 

Benedikt var landskjörinn þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-59, þingmaður Vesturlands 1959-78 og þingmaður Reykvíkinga 1978-82. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-80 og forsætisráðherra minnhlutastjórnar Alþýðuflokksins 1979-80.
 

Benedikt var formaður Útvarpsráðs 1957-71, fulltrúi á allsherjarþingum og hafréttarráðstefnu SÞ, var formaður undirbúningsnefndar íslensks sjónvarps, sat í stjórn Seðlabanka Íslands, stjórn Framkvæmdastofnunar og Nýbýlastjórnar, í stjórn þingmannasambands NATO og sat í fjölda nefnda um endurskoðun hinna ýmsu laga. Þegar hann lét af þingmennsku 1982 var hann skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði hjá utanríkisþjónustunni til 1991.
 

Benedikt sendi frá sér nokkrar bækur um stjórnmál, utanríkismál og sagnfræði.
 

 

Benedikt Gröndal lést þann 20. júlí 2010.


 

 

Hvilft í Önundarfirði.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

06.07.2021 06:49

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 


Jens Sigurðsson (1813 - 1872) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

 

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

Jens Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 6. júlí  1813. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja sem var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.
 

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.
 

Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.
 

Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.
 

Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.
 

Jens var barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845-46, kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Íslendinga“ sem haldinn var á Alþingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851.
 

Jens var reyndar sjálfur þjóðfundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóðfundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“


 

Jens Sgurðsson  lést þann 2. nóvember 1872.

 

 

 


Menntaskólinn í Reykjavíð - Lærði skólinn.


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

 

 

05.07.2021 06:54

Merkir Íslendingar - Kristján Þór Línberg Runólfsson

 

 

Kristján Runólfsson (1956 - 2018).

 

 

             Merkir Íslendingar

 

-  Kristján Þór Línberg Runólfsson

 

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson fæddist 5. júlí 1956 á Sauðárkróki. 


Foreldrar hans voru Runólfur Marteins Jónsson, f. 15. desember 1919, d. 4. nóvember 2007, og Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir, f. 31. mars 1935, d. 29. október 2014.


Fyrri eiginkona Kristjáns er Jóhanna Sigurðardóttir, þau eiga saman þrjá syni.


 Þann 15. júlí 2000 kvæntist Kristján Ragnhildi Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1953. 

 

Kristján ólst upp í Skagafirði á Brúarlandi í Deildardal og eyddi unglingsárum á Eyrarbakka. Meginhluta ævinnar bjó hann á Sauðárkróki en fluttist í Hveragerði árið 2004.

 

Kristján var mikill grúskari, safnaði m.a. ljósmyndum, skjölum og gömlum munum. Hann stofnaði Minjasafn Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki og rak í fjölda ára.

 

Kristján hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði en fyrst og fremst var hann mikill hagyrðingur.

 

 Kristján Runólfsson lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 17. október 2018.
 

 
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

04.07.2021 13:19

Merkir Íslendingar - Jónmundur J. Halldórsson

 

 

Jónmundur J. Halldórsson (1874 - 1954).
 Merkir Íslendingar - Jónmundur J. Halldórsson

 

 

Jón­mund­ur Júlí­us Hall­dórs­son fædd­ist á Vigg­belgs­stöðum í Innri-Akra­nes­hreppi 4. júlí 1874. For­eldr­ar hans voru Hall­dór Jóns­son húsmaður þar og í Hólms­búð, síðast múr­ari í Reykja­vík, og Sesselja Gísla­dótt­ir hús­freyja.

 

Hall­dór var son­ur Jóns Hall­dórs­son­ar, bónda á Eystra-Reyni og á Króki á Akra­nesi, og k.h., Þuríður Bjarna­dótt­ir, en Sesselja var dótt­ir Gísla Jó­hann­es­son­ar, bónda í Bæ í Miðdal og á Leys­ingja­stöðum í Hvamms­sveit, og k.h., Guðfinnu Sig­urðardótt­ur.

 

Kona Jón­mund­ar var Guðrún hús­freyja, dótt­ir Jóns Guðmunds­son­ar, bónda á Valda­stöðum og í Eyr­ar-Upp­koti í Kjós, og Guðrún­ar Korts­dótt­ur, for­föður Möðru­valla­ætt­ar Þor­varðar­son­ar.

 

Börn Jón­mund­ar og Guðrún­ar sem upp komust voru:
Guðmund­ur loft­skeytamaður í Reykja­vík; Sesselja, bú­sett á Stað í Grunn­vík; Guðrún, hjúkr­un­ar­kona í Dan­mörku, og Hall­dór, bú­fræðing­ur, kenn­ari og yf­ir­lög­regluþjónn á Ísaf­irði.

 

Jón­mund­ur lauk stúd­ents­prófi frá Lærða skól­an­um 1896 og guðfræðiprófi frá Presta­skól­an­um árið 1900. Hann var aðstoðarprest­ur í Ólafs­vík um skeið, fékk Barð í Fljót­um 1903, Mjóa­fjarðarprestakall 1915, bjó þá í Þing­hól í Brekkuþorpi, fékk lausn ári síðar en bjó þar áfram og réri til fiskj­ar á sumr­in en var þingskrif­ari á Alþingi á vetr­um.

 

Jón­mund­ur varð sókn­ar­prest­ur á Stað í Grunna­vík 1918-54.

 

Jónmundur gekkst fyr­ir stofn­un Kaup­fé­lags Fljóta­manna, sat þar í hrepps­nefnd og var odd­viti um skeið, var sýslu­nefnd­armaður í Skagaf­irði 1908-15, odd­viti Grunna­vík­ur­hrepps og sat í sýslu­nefnd Norður-Ísa­fjarðar­sýslu 1921-54, kenndi ung­menn­um og var virk­ur í ung­menna­fé­lags­starfi og sund­kennslu Grunn­vík­inga.

 

Vest­f­irðing­ar kunna ógrynni skemmtisagna af séra Jón­mundi, enda maður­inn góðmenni, ramm­ur af afli, sér­lundaður og orðhepp­inn.

 

Séra Jón­mund­ur J. Halldórsson lést þann 9. júlí 1954.


 


Grunnavík í Jökulfjörðum á Vestfjörðum.

.


Staður í Grunnavík árið 1939. Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

04.07.2021 09:44

Hrútavinastund - 2. júlí 2021

 

 

 

 

        -- Hrútavinastund - 2. júlí 2021 --

 

 

Hrútavinastund þann 2. júlí 2021við fánastöngina að Litla-Hrauni á Eyrarbakka.

 

F.v.: Tryggvi Ágústsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Ljósm.: Guðmundur Friðmar Birgisson.

 

 

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

03.07.2021 09:11

3. júlí 2010 - Sækýr á Stokkseyrarbryggju

 

 

 

 

3. júlí 2010 - Sækýr á Stokkseyrarbryggju

 

 

Sækýr gengu á land við Stokkseyrarbryggju............!Uppi varð fótur og fit á Stokkseyri í gær þegar tvær kýr voru komnar á Stokkseyrarbryggju og spókuðu sig framan við Bryggju-Sviðið í blíðunni.

Fyrst héldu menn að um sækýr væri að ræða og létu fjölmargir ferðamenn, sem voru á Stokkseyri í gær, mynda sig með dýrunum.

Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins og Jón Jónsson, varaforseti Hrútavinafélagsins voru kallaðir á vettvang og tóku málið föstum tökum.

Að hætti Guðna Ágústssonar, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseta Hrútavinafélagsins, byrjuðu Jón og Siggeir á að bjóða kýrnar velkomnar með kossi. Síðan hófst Jón handa við að mjólka.

Því næst fóru þeir félagar í að finna kúnum varnlegan stað á Stokkseyri fram yfir Bryggjuhátíð sem verður 15. - 18. júlí.

Kýrnar eru fyrstu gestirnin sem mæta á Bryggjuhátíðina og vilja greinilega blanda geði við Hrúta, Hrútavini og aðra sem verða á ferð um Stokkseyri.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.07.2021 18:45

Merkir Íslendingar - Kristján S. Aðalsteinsson

 

Kristján S. Aðalsteinsson (1906 - 1996).

 

Merkir Íslendingar - Kristján S. Aðalsteinsson

 

 

Kristján Sig­urður Aðal­steins­son fædd­ist í Hauka­dal við Dýra­fjörð þann 30. júní 1906. For­eldr­ar hans voru Aðal­steinn Aðal­steins­son, bóndi á Hrauni í Dýraf­irði og skip­stjóri á Byggðar­enda á Þing­eyri, og k.h., Krist­ín Kristjáns­dótt­ir hús­freyja. Aðal­steinn var son­ur Aðal­steins Páls­son­ar, út­gerðar­bónda á Hrauni, og Jón­ínu Rós­mundu Kristjáns­dótt­ur, en Krist­ín var dótt­ir Kristjáns Guðmunds­son­ar, út­gerðar­bónda á Vatt­ar­nesi, og Petrínu Pét­urs­dótt­ur.

 

Eig­in­kona Kristjáns var Bára, dótt­ir Ólafs Sum­arliðason­ar, skip­stjóra á Ak­ur­eyri, og Jó­hönnu Björns­dótt­ur. Dótt­ir Kristjáns og Báru er Erna lyfja­fræðing­ur.

 

Kristján lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1932. Hann fór fyrst til sjós ný­fermd­ur, var há­seti á kútter Pi­lot frá Bíldu­dal í tvö ár, á eim­skip­inu Wil­lemoes 1922-26, á Lag­ar­fossi 1926-28, á dönsku far­skipi í eitt ár, há­seti á Lag­ar­fossi, Goðafossi og Brú­ar­fossi 1929-32, var ann­ar stýri­maður á Heklu 1934-35, ann­ar og þriðji stýri­maður á Gull­fossi 1935-40, er skipið var her­tekiið af Þjóðverj­um, kom heim með Esju í Pet­samoferðinni 1940, var síðan stýri­maður á Sel­fossi, Lag­ar­fossi, Brú­ar­fossi, Detti­fossi og Gull­fossi til 1953.

Kristján var fa­stráðinn skip­stjóri hjá Eim­skip­um 1953, varð skip­stjóri á Gull­fossi 1958 og var síðasti skip­stjóri þessa flagg­skips ís­lenska far­skipa­flot­ans, eða þar til skipið var selt úr landi, 1973. Þá hætti Kristján til sjós og varð um­sjón­ar­maður Þórs­ham­ars, húss Alþing­is.

 

Kristján sat í stjórn Stýri­manna­fé­lags Íslands 1935-46, var for­seti Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands 1961-63, varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og formaður skólaráðs Stýri­manna­skól­ans, var heiðurs­fé­lagi SKFÍ, var sæmd­ur fyrstu gráðu Dann­e­brogs­orðunn­ar og heiðurs­merki sjó­mannadags­ins.

 

Kristján Aðalsteinsson þann lést 14. mars 1996.

 

 

 

Gullfoss við bryggju í Kaupmannahöfn.Skráð af Menningar-Bakki.

 

02.07.2021 17:57

Merkir Íslendingar - Jóhannes Ólafsson

 


Jóhannes Ólafsson (1859 - 1935).
 

 

Merkir Íslendingar - Jóhannes Ólafsson

 

 

Jóhannes Ólafsson fæddist í Haukadal við Dýrafjörð 2. júlí 1859. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899, bóndi þar, og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6. 1911 húsfreyja, dóttir Jóns Bjarnasonar í Stapadal. Jóhannes átti átta systkini og var nafnkunnast þeirra Matthías Ólafsson alþingismaður.

 

 

Eiginkona Jóhannesar var Helga Samsonardóttir, f. 18.11. 1856, d. 13.5. 1949, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Samson Samsonarson, trésmiður og hreppstjóri á Brekku í Dýrafirði, og k.h. Ósk Gunnarsdóttir.

Börn Jóhannesar og Helgu:

Sigurður, Gunnar Andrew, Fríða, Leifur, Óskar og Ingibjörg Ólöf, sem lést ung. Gunnar var kennari á Ísafirði en hin systkinin bjuggu á Þingeyri.
 

Jóhannes nam trésmíði 1880-1882, var trésmiður á Ísafirði 1882-1883, í Haukadal í Dýrafirði 1883-1887 og á Þingeyri frá 1887 til æviloka. Hann var einnig póstafgreiðslumaður á Þingeyri frá 1898 til æviloka og gjaldkeri sparisjóðsins á Þingeyri frá stofnun hans 1896 til æviloka.
 

Hreppstjóri var Jóhannes frá 1889 til dauðadags og oddviti 1896-1928. Hann var upphafsmaður að því að stofnaður var barnaskóli á Þingeyri og sat hann í skólanefnd og var formaður hennar 1908-1923. Þá var hann bókavörður bókasafnsins á Þingeyri til 1926 þegar það var flutt að Héraðsskólanum á Núpi. Hann hafði fjölmörg mál á sinni hendi í hreppnum og var umboðsmaður breskra togarafélaga sem leita þurftu til Þingeyrar. Jóhannes talaði enda ensku og einnig dönsku.
 

Jóhannes var alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1903-1908, sá fyrsti fyrir V-Ísafjarðarsýslu því áður voru báðar Ísafjarðarsýslur eitt kjördæmi, og sat hann fyrir Heimastjórnarflokkinn.
 

Þegar Jóhannes var á Ísafirði lærði hann á harmonium og hélt uppi söng og söngkennslu þegar hann flutti til Þingeyrar. Kona hans var einnig söngelsk og var oft leikið og sungið á heimili þeirra.


 

Jóhannes Ólafsson lést 14. júní 1935.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki