Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.07.2019 06:32

Merkir Íslendingar - Kristján Þór Línberg Runólfsson

 

 

Kristján Runólfsson (1956 - 2018).

 

 

Merkir Íslendingar -  

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson

 

 

 

Kristján Þór Lín­berg Run­ólfs­son fædd­ist 5. júlí 1956 á Sauðár­króki. Hann lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands 17. októ­ber 2018.

 

For­eldr­ar hans voru Run­ólf­ur Marteins Jóns­son, f. 15. des­em­ber 1919, d. 4. nóv­em­ber 2007, og Halla Kol­brún Lín­berg Kristjáns­dótt­ir, f. 31. mars 1935, d. 29. októ­ber 2014.

 

Systkini Kristjáns eru:

1) Hólm­fríður, f. 12. ág­úst 1953, maki Steinn, f. 7. mars 1948, þau eiga tvo syni og fjög­ur barna­börn.

2) Inga, f. 5. ág­úst 1954, maki Ein­ar, f. 12. sept­em­ber 1956, hún á fjór­ar dæt­ur og sjö barna­börn.

3) Guðrún María, f. 10. apríl 1958, hún á tvö börn og tvö barna­börn.

4) Ásgeir, f. 30. ág­úst 1960, maki Belinda, f. 22. fe­brú­ar 1969, hann á átta börn og fimm barna­börn.

5) Sig­ríður, f. 31. des­em­ber 1962, maki Hall­dór, f. 4. júlí 1966, þau eiga tvo syni.

6) Birna, f. 16. fe­brú­ar 1964, hún á tvö börn.

7) Björg, f. 25. fe­brú­ar 1967, hún á eina dótt­ur.

8) Ró­bert, f. 6. janú­ar 1975, maki Frey­dís, f. 10. maí 1979, þau eiga þrjár dæt­ur.

 

Fyrri eig­in­kona Kristjáns er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, þau eiga sam­an þrjá syni:

a) Jó­hann Þór, f. 1. nóv­em­ber 1974, maki Olga Lín­dal, f. 10. nóv­em­ber 1975. Hann á þrjú börn: Kára, f. 30. júlí 2000, Freyju, f. 16. janú­ar 2002, og Ólaf Örn, f. 21. apríl 2009.

b) Gunn­ar Páll, f. 27. sept­em­ber 1979, maki Lauf­ey, f. 16. janú­ar 1984. Hann á þrjú börn: Amel­íu Nótt, f. 7. janú­ar 2004, Tinnu Katrínu, f. 16. júlí 2007, og Adam Val, f. 31. októ­ber 2010.

c) Sig­urður Örn, f. 9. mars 1981.

 

Þann 15. júlí 2000 kvænt­ist Kristján Ragn­hildi Guðmunds­dótt­ur, f. 30. júlí 1953. For­eldr­ar Ragn­hild­ar eru Guðmund­ur Ein­ars­son, f. 19. fe­brú­ar 1929, d. 17. des­em­ber 2004, og Sig­fríð Valdi­mars­dótt­ir, f. 27. sept­em­ber 1933.

Systkini Ragn­hild­ar eru:

Lilja, f. 13. ág­úst 1951, Ásdís, f. 30. sept­em­ber 1951,

Hulda, f. 7. nóv­em­ber 1954, d. 16. mars 1999,

Ein­ar, f. 12. sept­em­ber 1956,

Ingi, f. 18. apríl 1960,

Hrefna, f. 9. fe­brú­ar 1965,

og Ásta María, f. 17. sept­em­ber 1969.

Börn Ragn­hild­ar eru:

1) Guðmund­ur Óli, f. 20. októ­ber 1973, maki Hrefna, f, 23. júlí 1974. Hann á þrjú börn; Gest Egil, f. 3. júní 1994, Grím Egil, f. 13. maí 2001, og Ragn­hildi Jó­hönnu, f. 23. maí 2005.

2) Hug­rún, f. 18. mars 1976, maki Sig­fús, f. 21. sept­em­ber 1976. Hún á þrjú börn; Elís Aron, f. 22. októ­ber 2003, Leon Mána, f. 22. júní 2013, og Noel Evan, f. 9. maí 2015.

3) Ei­rík­ur Ein­ar, f. 28. júní 1987, maki Guðrún Vil­borg, f. 3. sept­em­ber 1987. Hann á tvö börn; Elm­ar Elí, f. 6. októ­ber 2010, og Vict­oríu Köru, f. 4. des­em­ber 2012.

 

Kristján ólst upp í Skagaf­irði á Brú­ar­landi í Deild­ar­dal og eyddi unglings­ár­um á Eyr­ar­bakka. Meg­in­hluta æv­inn­ar bjó hann á Sauðár­króki en flutt­ist í Hvera­gerði árið 2004. Kristján var mik­ill grúsk­ari, safnaði m.a. ljós­mynd­um, skjöl­um og göml­um mun­um. Hann stofnaði Minja­safn Kristjáns Run­ólfs­son­ar á Sauðár­króki og rak í fjölda ára. Kristján hafði einnig mik­inn áhuga á ætt­fræði en fyrst og fremst var hann mik­ill hagyrðing­ur.

 

Útför Kristjáns fór fram frá Hvera­gerðis­kirkju, 31. októ­ber 2018.

_____________________________________________________________________________________

 


Minningarorð - Ólöf Erla og Sig­urður dýra­lækn­ir Sel­fossi.

 

Kristján Run­ólfs­son, hagyrðing­ur­inn snjalli og safn­ar­inn iðni, er dá­inn eft­ir stutt­an en harðvítug­an loka­slag við ofjarl lækna­vís­ind­anna.

 

Það er þungt áfall fyr­ir fjöl­marga vini hans að missa hann svo ung­an. Þeirra á meðal vor­um við í litla Kvæðamanna­fé­lag­inu Árgala á Sel­fossi. Við sökn­um hans sárt.

 

Hann sótti vel fundi okk­ar og var lengst í stjórn fé­lags­ins. Hann var gleðivaki og áhuga­sam­ur um að kynna kvæðamennsk­una fyr­ir öðrum.

 

Hann kom með gesti á okk­ar fundi. Elís barna­barn hans drakk í sig áhuga afa síns og hafði fengið brenn­andi áhuga á kveðskap, en við veru hans í Svíþjóð var sam­bandið erfiðara. Hann spurði afa sinn fyrst af öllu þegar hann kom í heim­sókn­ir til Íslands: „Er ekki bráðum fund­ur í Árgala?“ Elís er vel­kom­inn á okk­ar fund þegar hann vill og get­ur og fund­irn­ir eru eins og áður á öðrum mánu­degi hvers mánaðar að vetr­in­um.

All­ir eru vel­komn­ir á okk­ar fundi.

 

Kristján var iðinn við að setja ljóðin sín á leir­inn og vís­ur hans og ljóð voru oft­ast þrung­in hlýju, gam­an­semi og speki­orðum.

Þess­ar vís­ur komu á netið fyr­ir nokkru:

 

Leik­um okk­ur var­lega á lífs­ins hálu braut,

því létt er gang­an oft­ast breiða veg­inn.

Synd­in leyn­ist víða og send­ir okk­ur þraut

og sum­ir fara út af báðum meg­in.

 

En þeim sem fara mjóa veg­inn gat­an sæk­ist seint

og sig­ur­laun­in oft í fjarska bíða.

Upp á tind­inn háa menn varla geta greint

göt­una, sem dyggðugt líf skal prýða.

 

Við bless­um minn­ingu Kristjáns og þökk­um hon­um fyr­ir skemmti­leg­ar sam­veru­stund­ir og ynd­is­leg kynni. Ragn­hildi konu hans, ætt­fólki hans og vin­um send­um við hlýj­ar samúðarkveðjur.

 

Ólöf Erla og Sig­urður

dýra­lækn­ir Sel­fossi.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 31. október 2018.Skráð af Menningar-Bakki.

05.07.2019 06:23

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

 

5. júlí 1851 -

 

Þjóðfundurinn var settur

í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

02.07.2019 21:17

Lögheimili lognsins

 

 

      Séð úr vefmyndavél á Flateyri og inn Önundarfjörð kl. 19:52 í kvöld- 2. júlí 2019.

 

 

    Lögheimili lognsins

 

 

 - Lögheimili - logni hjá
leggur vind í dvala.
Ögn af blæstri endrum fá
aðeins til að svala.

 Lögheimili lognsins er í Önundarfirði eins og sjá má hér berlega á þessari mynd.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

02.07.2019 17:08

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 5. - 7. júlí 2019

 

 

 

  Bryggjuhátíð á Stokkseyri

 

      5. - 7. júlí 2019

 

 

 

 

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2010.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 
 

01.07.2019 21:22

Rekur 15 líkamsræktarstöðvar

 

 

 

Rekur 15 líkamsræktarstöðvar

 

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class – 60 ára

 

 

Björn Krist­mann Leifs­son fædd­ist 1. júlí 1959 á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð. Æsku­slóðirn­ar voru Önund­ar­fjörður og svo var hann eitt ár í Rifi á Snæ­fellsnesi þegar hann var 6 ára. Björn var eitt sum­ar í sveit í Hrauni á Ingj­aldssandi.

 

Björn var í grunn­skól­an­um á Flat­eyri og Héraðsskól­an­um á Núpi 1. og 2. bekk 1974-1976. Hann fór í vél­skól­ann á Ísaf­irði og tók 1.-3.stig þar og kláraði 4. stig í Vél­skóla Íslands í Reykja­vík og út­skrifaðist 1979 sem vél­stjóri.

 

Skóla­ár­in var Björn til sjós á trillu með föður sín­um á króka­veiðibát á sumr­in og línu­bát­um í jóla- og páskafrí­um. Eft­ir vél­skóla­námið vann hann hjá Eim­skip og sigldi þrem skip­um fé­lags­ins í þrjú og hálft ár sem 2. og 3. vél­stjóri. Hann fór í land og hóf vinnu við að sóla dekk í Gúmmívinnu­stof­unni í þrjú ár og stofnaði eft­ir það World Class 1985 og hef­ur starfað við það síðan sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri.

 

„Ég fór að æfa lík­ams­rækt þegar ég kom í land en okk­ur fé­lög­un­um fannst aðstaðan og stemn­ing­in ekki góð á þess­um lík­ams­rækt­ar­stöðvum þar sem við vor­um að æfa. Ég taldi mig geta gert bet­ur og ákvað að stofna mína eig­in stöð.“

 

Björn byrjaði með 360 fer­metra stöð í Skeif­unni en þrem­ur árum síðar þurfti að stækka hana og þá var flutt í Skeif­una 19. Þar var hún í sjö ár þar til flutt var í Fells­múl­ann. „Þá fór þetta að ganga bet­ur og við opnuðum stöð á Ak­ur­eyri 1996 en það var fyrsta úti­búið.“ Upp úr alda­mót­um opnaði World Class stöðvar í Spöng­inni og Aust­ur­stræti og 3. janú­ar 2004 í Laug­um. „Þá varð sprengja í vin­sæld­um og í dag rek­um við fimmtán stöðvar, eina á Sel­fossi, tvær á Ak­ur­eyri og rest­in er á höfuðborg­ar­svæðinu. 46.000 manns eiga kort hjá okk­ur sem gera 13% pró­sent þjóðar­inn­ar og 20% af þeim sem búa í ná­grenni við stöðvarn­ar. Ég held að þetta sé marg­falt heims­met.“ 200 stöðugildi eru í fyr­ir­tæk­inu en um 400 manns vinna hjá því.

 

„Mitt starf hjá World Class er að sjá um upp­bygg­ingu og þróun en kon­an mín er meira í dag­legu amstri. Við erum að fara að stækka stöðina sem við opnuðum í Hafnar­f­irði í janú­ar um helm­ing, í 4.700 fer­metra, erum að stækka í Mos­fells­bæ um 940 fer­metra og á Sel­fossi um 400 fer­metra og svo eru ein­hverj­ar fleiri pæl­ing­ar sem eru ekki komn­ar lengra. Það er nóg að gera.“

 

Björn rak veit­inga- og skemmti­staðinn Ing­ólfskaffi 1991-2000 og jafn­framt rak hann Þjóðleik­hús­kjall­ar­ann frá 1994-2001. „Þetta voru ein­ir vin­sæl­ustu skemmti­staðirn­ir á þess­um tíma og við gát­um tengt raðirn­ar yfir Hverf­is­göt­una. Þetta var mjög skemmti­leg­ur tími, en óheil­brigður. Ég var á dag­inn að vinna í lík­ams­rækt­inni og á kvöld­in og um helg­ar á skemmtistöðunum og ég var kom­inn með fjöl­skyldu svo þetta var ekki boðlegt.“

 

Helstu áhuga­mál Björns eru skíði, lík­ams­rækt, fisk- og skot­veiði, og hann er byrjaður að fikta í golfi. „Ég var mikið á skíðum sem krakki og við för­um reglu­lega í skíðaferðir og erum líka far­in að fara í golf­ferðir. En lík­ams­rækt­in er í fyrsta sæti og ég æfi að minnsta kosti fimm sinn­um í viku.“

 

Björn fer í veiði á miðviku­dag­inn á Nessvæðið í Aðal­dal. „Ég hef veitt í mörg­um ám, en þær skemmti­leg­ustu eru Miðfjarðará, Selá og Hofsá og svo fer ég í Kjar­rá á hverju ári. Við erum með sum­ar­bú­stað við Þing­valla­vatn og þar veiði ég urriða í apríl og maí. Í skot­veiðinni er ég í hrein­dýr­um og hef farið til Græn­lands að veiða sauðnaut, til Pól­lands og Spán­ar að veiða vill­is­vín og ýmis dá­dýr og til Skot­lands að veiða krón­hjört. Í fyrra fór ég á tún­fisk­veiðar í Kan­ada þar sem við veidd­um einn 400 punda og ann­an 600 punda, það var geggjuð upp­lif­un.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Björns er Haf­dís Jóns­dótt­ir, f. 6.11. 1961, fram­kvæmda­stjóri. For­eldr­ar henn­ar: Jón Boði Björns­son, f. 4.12. 1931, mat­reiðslu­meist­ari, bú­sett­ur í Garðabæ, og Erna Sig­ur­björg Ragn­ars­dótt­ir, f. 28.5. 1929, d. 30.6. 2006, hár­greiðslu­meist­ari.

 

Börn Björns og Haf­dís­ar eru 1) Birgitta Líf Björns­dótt­ir, f. 19.10. 1992, markaðsstjóri, bú­sett í Reykja­vík, og 2) Björn Boði Björns­son, f. 24.2. 1999, nemi, bú­sett­ur í Reykja­vík.

 

Systkini Björns eru Sig­urður Júlí­us Leifs­son, f. 6.3. 1961, smiður, bú­sett­ur í Kópa­vogi; Dag­björt Hrönn Leifs­dótt­ir, f. 21.6. 1965, íþrótta­kenn­ari, bú­sett í Hafnar­f­irði; María Bjarney Leifs­dótt­ir, f. 24.3. 1969, íþrótta­kenn­ari, bú­sett í Ólafs­firði.

 

For­eldr­ar Björns eru hjón­in Leif­ur Björns­son, f. 14.6. 1935, vél­stjóri og fyrr­ver­andi út­gerðarmaður á Flat­eyri, og Mar­grét Jóna Hagalíns­dótt­ir, f. 28.10. 1937, hús­freyja og fyrr­ver­andi fisk­verka­kona á Flat­eyri. Þau eru bú­sett í Reykja­vík.

 

 
Morgunblaðið mánudagurinn 1. júlí 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

01.07.2019 06:26

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

1. júlí 1875 -

 

Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Þann 1. júlí 1875 tók Alþingi til starfa sem lög­gjaf­arþing, í sam­ræmi við nýja stjórn­ar­skrá frá 1874. Jón Sig­urðsson var for­seti neðri deild­ar og sam­einaðs þings en Pét­ur Pét­urs­son bisk­up for­seti efri deild­ar. Deilda­skipt­ing var af­num­in í lok maí 1991.

 Skráð af Menningar-Bakki.

30.06.2019 07:49

Hvanneyrarhátíð 6. júlí 2019

 

 

 

 

     Hvanneyrarhátíð 6. júlí 2019


 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

29.06.2019 12:40

Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju

 

 

Starandarkirkja í Selvogi.

 

 

   Tónlistarhátíðin

 

 - Englar og menn -

 

   í Strandarkirkju

 

 

Hin árlega tónlistarhátíð  -Englar og menn-  hefst í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 30. júní 2019 með opnunartónleikum kl. 14.

 

Yfirskrift tónleikanna er „Himinborna dís” en flytjendu eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Megnið af efnisskránni verða sönglög Atla Heimis Sveinssonar, helguð minningu hans, en einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns Franz Schubert o.fl.

 

Hátíðin stendur yfir frá 30. júní til 11. ágúst með tónleikum á sunnudögum kl. 14.

Á hátíðinni í ár koma fram margir af fremstu söngvurum og tónlistarmönnum landsins ásamt nýstirnum úr íslenskum söngheimi.

 

Í Strandarkirkju er einstakur hljómburður og helgi sem skapar hlýja stemningu og nálægð. Flytjendur sumarsins eru með það í huga við val á efnisskrá sinni sem er afar fjölbreytt og rík áhersla er lögð á flutning þjóðararfsins – íslenskra þjóðlaga og sönglaga.

 

Aðrir flytjendur sumarsins eru:


7. júlí –

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir harmóníum og píanó;


14. júlí –

Hrafnhildur Árnadóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Matthildur Anna Gísladóttir harmóníum og píanó;


21. júlí –

Auður Gunnarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson baritón og Eva Þyrí Hilmarsdóttir harmóníum og píanó;


28. júlí –

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór og Hrönn Helgadóttir harmóníum og píanó;


4. ágúst –

Vala Guðnadóttir sópran og mandólín, Helga Laufey Finnbogadóttir harmóníum og píanó og Guðjón Þorláksson kontrabassi.

 

Á lokatónleikum hátíðarinnar 11. ágúst kl. 14

koma svo fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti.

 

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd.

 

Strandarkirkja er ein þekktasta áheitakirkja landsins og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Yfirskrift hátíðarinnar vísar til helgisagnarinnar um fyrstu kirkjuna þar, um ljósengilinn sem birtist sæförum í sjávarháska og þeir hétu á í örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim að landi og þeir reistu þar kirkju í þakklætisskyni.

 

Mikil fegurð er í Selvognum og þangað er tæpur klukkustundar akstur frá Reykjavík um Þrengslin. Tilvalið er að taka með sér nesti eða fá sér veitingar há heimamönnum.Skráð af Menningar-Bakki.

29.06.2019 09:05

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

29. júní 1980 -

 

Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni

veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands var tekin í mars síðastliðnum. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík.


 

 

Vigdís Finnbogadóttir.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2019 06:45

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

Hjörtur Hjálmarsson (1905 - 1993). Ljósm.: BIB

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

28. júní 2019 - 114 ár frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar


Hundrað og fjórtán ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.


Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári.

 
Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.

Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.

Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.Skráð af Menningar-Bakki