Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.08.2018 08:24

Merkir Íslendingar - Þorsteinn Thorarensen

 

Þorsteinn Thorarensen(1927 - 2006).

 

Merkir Íslendingar - Þorsteinn Thorarensen

 

Þorsteinn Ó. Thorarensen fæddist á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi 26. ágúst 1927. 
Foreldrar hans voru hjónin Óskar Þorsteinsson Thorarensen hreppstjóri á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, síðar forstjóri BSR, og Ingunn Eggertsdóttir Thorarensen húsfreyja. Foreldrar Óskars voru Þorsteinn Thorarensen, hreppstjóri á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi og Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja, en foreldrar Ingunnar voru Eggert Pálsson, prófastur og alþingismaður á Breiðabólsstað og Guðrún Hermannsdóttir húsfreyja. Systkini Þorsteins eru:
Eggert, framkvæmdastjóri BSR; Guðrún aðalgjaldkeri; Oddur, sóknarprestur og síðar safnvörður; Skúli, lögfræðingur og fulltrúi; Solveig menntaskólakennari og Ásta Guðrún deildarstjóri.

Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, fyrrv. menntaskólakennari, borgarfulltrúi og alþingismaður. Börn þeirra eru:
Ingunn, framhaldsskólakennari og síðar framkvæmdastjóri; 
Björn, tölvunarfræðingur og tónlistarmaður;
Björg, prófessor við lagadeild HÍ. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1946 og embættisprófi í lögum frá 1952.

 


Þorsteinn var blaðamaður við Morgunblaðið 1947-61, fréttastjóri við dagblaðið Vísi 1961-66 og fréttaritari Reuters-fréttastofunnar 1951- 86. 
Hann stofnaði bókaútgáfuna Fjölva árið 1966 og starfaði þar við umfangsmikla útgáfu og ritstörf allt þar til hann veiktist árið 2000. 
Eftir það minnkaði starfsgeta hans þótt hann ynni við skriftir nánast til dauðadags. Þorstein var eljumaður. Eftir hann liggur fjöldi rita af margbreytilegum toga, m.a. bráðskemmtileg umfjöllun í nokkrum ritum um líf og viðhorf stjórnmálamanna um og eftir aldamótin 1900. Auk þess var hann afkastamikill þýðandi. 

 


Þorsteinn lést 26.október 2006.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

26.08.2018 08:18

Merkir Íslendingar - Jóhann S. Hlíðar

 


Jóhann S. Hlíðar (1918 - 1997).
 

 

Merkir Íslendingar - Jóhann S. Hlíðar

 

Jó­hann Sig­urðsson Hlíðar fædd­ist á Ak­ur­eyri 25. ágúst 1918.

Hann var son­ur Sig­urðar Ein­ars­son­ar Hlíðar, dýra­lækn­is og alþing­is­manns á Ak­ur­eyri, síðar yf­ir­dýra­lækn­is í Reykja­vík, og k.h., Guðrún­ar Louisu Guðbrands­dótt­ur hús­freyju.

 

Sig­urður var son­ur Ein­ars Ein­ars­son­ar, smiðs í Hafnar­f­irði, af Laxár­dalsætt, og Urriðafossætt, og Sig­ríðar Jóns­dótt­ur, af Hörgs­holtsætt og lista­manna­ætt­inni Jötuætt, en móðir Sig­ríðar var Guðrún, syst­ir Guðlaug­ar, ömmu Ásgríms Jóns­son­ar list­mál­ara.

 

Guðrún Louisa var dótt­ir Guðbrands, versl­un­ar­stjóra í Reykja­vík Teits­son­ar, dýra­lækn­is þar Finn­boga­son­ar, bróður Jak­obs, langafa Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, en móðir Guðrún­ar Louisu var Louise Zimsen, syst­ir Christians, föður Knuds Zimsen borg­ar­stjóra. Föður­syst­ir Jó­hanns var Guðfinna, móðir Jó­hanns Páls­son­ar garðyrkju­stjóra.

 

Systkini Jó­hanns:

Brynja Hlíðar, for­stjóri Lyfja­búðar KEA, en hún lést í flug­slys­inu í Héðins­firði 1947; Skjöld­ur, er lést í Kaup­manna­höfn 1983; Gunn­ar, póst- og sím­stjóri í Borg­ar­nesi en lést af slys­för­um 1957, og Guðbrand­ur, dýra­lækn­ir í Reykja­vík, er lést árið 2000.

 

Jó­hann lauk stúd­ents­próf­um frá MA 1941, embætt­is­prófi í guðfræði frá HÍ 1946, stundaði fram­halds­nám í kenni­mann­legri guðfræði og sagn­fræðilegri guðfræði við Menig­heds­fa­k­ultetet í Osló 1946-47 og kynnti sér starf MRA-hreyf­ing­ar­inn­ar í Stokk­hólmi 1953-54.

 

Jó­hann vígðist prest­ur 1948, vann á veg­um Sam­bands ís­lenskra kristni­boðsfé­laga 1947-53, var kenn­ari við MA 1949-52 og við Gagn­fræðaskól­ann í Vest­manna­eyj­um 1954-72. Hann var prest­ur í Vest­manna­eyj­um 1954-72, í Nessókn í Reykja­vík 1972-75 og sendi­ráðsprest­ur í Kaup­manna­höfn 1975-83.

 

Jó­hann var varaþingmaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á Suður­landi 1967-71 og sat á þingi 1970.

 

Jó­hann lést 1. maí 1997.


Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður.

25.08.2018 08:20

Gio Ju dansar við safnið

 

 

 

Gio Ju dansar við safnið á Eyrarbakka

 

Gio Ju frá Suður Kóreu er nútímadansari og gjörningalistamaður sem sérhæfir sig í butohdansi.

Hún mun fremja dansgjörning við Húsið á Eyrarbakka í dag, laugardaginn 25. ágúst 2018 kl. 16:00 á sama tíma og listasýningin Stakkaskipti opnar.

 

Hún  heimsækir nú Ísland í fyrsta sinn en hún hefur tekið þátt í fjöldann allan af listaviðburðum víða um heim. Frá árinu 2011 hefur hún búið í Indlandi og setti á fót dansskóla þar sem hreyfilist og tjáning í dansi er kennd sem lífsstíll.  Gio Ju hefur dansað með danshópum, stórum og smáum, en einnig unnið með listamönnum sem koma úr ólíkum listgreinum og dansar þá oft á tíðum ein.

 

Á Eyrarbakka vinnur hún með Ástu Guðmundsdóttur listakonu og hönnuði sumarsýningar safnsins. Dansverk Gio Ju eru ávallt einstök og tengd inní aðstæður hverju sinni. Það verður því afar áhugavert að sjá hvernig hún tvinnar sína list saman við andrúm byggðasafnsins.

 

Samhliða dansviðburðinum er opnun listasýningarinnar Stakkaskipti þar sem fjórar ólíkar listakonur sýna verk sín í fjárhúsi Hússins.

 

Þetta eru þær; 

Halla Ásgeirsdóttir keramiker,

Halla Bogadóttir gullsmiður,

Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður

og Margrét Birgisdóttir myndlistarmaður.

 

Allir eru velkomnir.Skráð af Menningar-Staður.

25.08.2018 08:10

Stakkaskipti og Marþræðir - Listasýning og dansgjörningur

 

 

 

Stakkaskipti og Marþræðir

 

– Listasýning og dansgjörningur

 

 

Listasýningin Stakkaskipti opnar með viðhöfn kl. 16.00 í dag, laugardaginn 25. ágúst 2018, í gamla fjárhúsinu norðan við Húsið. 

 

Danslistakonan Gio Ju frá Suður Kóreu mun fremja gjörning við opnun og listamenn taka vel á móti gestum.

 

Fjórar ólíkar listakonur sýna saman á Stakkaskiptum.

Þetta eru þær;

Halla Ásgeirsdóttir keramiker,

Halla Bogadóttir gullsmiður,

Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður

og Margrét Birgisdóttir myndlistarmaður.

 

Þær eiga það sameiginlegt að sækja innblástur úr náttúru eða vinna verk sín úr náttúrulegum efnum líkt og rekaviði eða steinum. Allar hafa þær sýnt margoft en sýna nú saman í fyrsta sinn. Hugmyndin að sýningunni fæddist fyrir nokkrum árum og röð tilviljana leiddi þær á slóðir Eyrarbakka. Þær heilluðust af þeirri hugmynd að umbreyta grófu umhverfi eins og gamla fjárhúsinu í sýningarsal og þannig er nafnið Stakkaskipti tilkomið því sannarlega mun fjárhúsið umbreytast.

 

Gio Ju er víðförul hreyfilistakona og butoh dansari sem heimsækir Ísland í fyrsta sinn. Dansverk hennar eru ávallt einstök og tengd inní aðstæður hverju sinni. Það verður því afar áhugavert að sjá hvernig hún tvinnar sína list saman við sýninguna.

 

Stakkaskipti er hluti af sumardagskrá safnsins í tengslum við sýningu Ástu Guðmundsdóttur  Marþræðir sem hverfis um fullveldið og fjörunytjar. Sú sýning teygir sig yfir í eitt útihúsa safnsins og þannig verða nú listasýningar í tveimur útihúsum.

 

Sýningarnar í útihúsunum verða opnar kl. 11-18 fram í septemberlok eins og aðrar sýningar safnsins.

 

Við opnun verður frítt á Stakkaskipti og safnið allt og léttar veitingar í boði.

 

Verið velkomin.

 

Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.Skráð af Menningar-Staður
.

24.08.2018 19:53

Merkir Íslendingar - Jenna Jensdóttir

 

 

Jenna Jensdóttir (1918 - 2016).
 
 

 

Merkir Íslendingar - Jenna Jensdóttir

 

Jenna Jens­dótt­ir fædd­ist á Læk í Dýraf­irði 24. ágúst 1918.

For­eldr­ar henn­ar voru Ásta Sóllilja Kristjáns­dótt­ir og Jens Guðmund­ur Jóns­son kenn­ari, en þau bjuggu á Minna-Garði í Dýraf­irði.

Tvíburasystir Jennu var Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918 og í áratugi var húsmóðir að Núpi í Dýrafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 12. júní 2015.

 

Móðir Jens var Jens­ína, syst­ir Guðfinnu, ömmu prest­anna Björns Jóns­son­ar á Akra­nesi og Jóns Bjarm­an. Ásta Sóllilja var dótt­ir Kristjáns Jóns­son­ar, bónda í Breiðadal og Sól­bjart­ar Jóns­dótt­ur.

 

Eig­inmaður Jennu var Hreiðar Stef­áns­son, kenn­ari og rit­höf­und­ur. Hann lést fyr­ir rúm­um tutt­ugu árum. Syn­ir þeirra eru lækn­arn­ir Ástráður Bene­dikt og Stefán Jó­hann.

 

Jenna stundaði nám við Kenn­ara­skól­ann og nam við HÍ, auk leik­list­ar­náms hjá Lár­usi Ing­ólfs­syni. Hún stofnaði „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri, ásamt manni sín­um, 1942, og starfaði við hann í 21 ár og síðan við Barna­skóla Ak­ur­eyr­ar og Gagn­fræðaskóla Ak­ur­eyr­ar.

 

Eft­ir að Jenna og Hreiðar fluttu til Reykja­vík­ur, 1963, var Jenna kenn­ari við Lang­holts­skóla í tvo ára­tugi, við Barna­skóla Garðabæj­ar og lengi við Náms­flokka Reykja­vík­ur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í ára­tugi.

 

Jenna er höf­und­ur á þriðja tug bóka fyr­ir börn og ung­linga, ásamt Hreiðari. Þekkt­ast­ar þeirra urðu Öddu-bæk­urn­ar sem urðu fá­dæma vin­sæl­ar á sín­um tíma.

Jenna gaf einnig út eina ljóðabók og tvö rit með smá­sög­um.

 

Jenna starfaði m.a. í barna­vernd­ar­nefnd og Kven­fé­lag­inu Framtíðinni á Ak­ur­eyri og var í stjórn og um tíma formaður Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda. Hún var einn stofn­enda Delta Kappa Gamma á Íslandi og var í skóla­safna­nefnd Reykja­vík­ur. Hún hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf að fræðslu­mál­um og ritstörf. Síðast var hún heiðruð á Menn­ing­ar­hátíð Seltjarn­ar­ness, árið 2015 en hún bjó á Seltjarn­ar­nesi í mörg ár.

 

Jenna lést 6. mars 2016.


Morgunblaðið föstudagurinn 24. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður

 

24.08.2018 08:29

Gáfu íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn tvær vogir

 

 

Þórhildur og Hannes ásamt Ragnari M. Sigurðssyni,

íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ölfuss.

 

Gáfu Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn tvær vogir

 

Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir komu færandi hendi fyrir verslunarmannahelgi og gáfu íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn tvær vogir fyrir hönd Hafnarnes/Ver og SB skilta.

 

Vogirnar munu án efa koma að góðum notum og verða staðsettar í búningsklefum íþróttamiðstöðvarinnar.


Dagskráin greinir frá.


Skráð af Menningar-Staður.

22.08.2018 17:38

Arcade Fire og Kiriyama Family í Laugardalshöll

 

.

Arcade Fire í Laugardalshöll. Ljósm.I Morgunblaðið/Hari.

.

 

 

 

Arcade Fire  og Kiriyama Family í Laugardalshöll

 

Arcade Fire lauk löngu tónleikaferðalagi sínu á Íslandi

 


Margmenni var í Laugardalshöll í gærkvöldi, þriðjudaginn 21. ágúst 2018, þegar kanadíska indírokksveitin Arcade Fire hélt þar tónleika.

 

Íslenska hljómsveitin Kiriyama Family hitaði upp.

 

Frá því að Arcade Fire gaf út plötuna Funeral árið 2004 hefur hún notið mikillar hylli tónlistarunnenda og árið 2011 fékk hún Grammy-verðlaun fyrir plötuna The Suburbs.

 

Tónleikarnir hér á landi eru þeir síðustu í tónleikaferðalagi Arcade Fire sem ber sama heiti og nýjasta plata sveitarinnar, Everything Now.

Hyggjast meðlimir sveitarinnar ferðast um landið að loknum tónleikunum.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 22. ágúst 2018.


 

.

Kiriyama Family í Laugardalshöll. Ljósm.: Menningar-Staður.

.

.

Kiriyama Family í Laugardalshöll.

.

.
Mannfjöldinn framan við sviðið er Kiriyama Family hóf leik.


Skráð af Menningar-Staður

21.08.2018 06:40

Jólin komin á Eyrarbakka í ágúst

 

 

 

 

Jólin komin á Eyrarbakka í ágúst

 

Margir ráku upp stór augu þegar þeir keyrðu í gegn um aðalgötuna á Eyrarbakka þann 16. ágúst 2018.

 

Jólaskraut og snjór mættu vegfarendum sem áttu leið hjá í blíðviðrinu, en glampandi sól var í allan gærdag. Það var þó ekki svo að íbúar á Bakkanum væru farnir að þjófstarta jólunum.

 

Gjörningurinn var runninn undan rifjum starfsmanna framleiðslufyrirtækis í auglýsingagerð. Starfsmennirnir voru sposkir á svip þegar þeir voru spurðir um hvað stæði til.

 

Ekkert fékkst þó gefið upp um hvað stæði til. Jólaskreytingarnar og snjórinn settu þó skemmtilegan blæ á bæinn í blíðunni.
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

16.08.2018 07:34

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 19. ágúst 2018

 

 

 

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju

 

sunnudaginn 19. ágúst 2018 kl. 14

 

 

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn

19. ágúst 2018 kl. 14:00.

 

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar en með honum þjónar sr. Arnaldur Bárðarson sem settur hefur verið til þjónustu í í prestakallinu.

 

Þetta er kveðjumessa sr. Kristjáns sem hefur nú tekið við embætti í Skálholti. Kórar prestakallsins leiða sönginn. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Kaffiveitingar í Rauða húsinu eftir messu.

 

Hvet söfnuðinn til að koma og eigan saman góða stund í kirkju og kaffispjalli á eftir þar sem við samfögnum og þökkum þeim vígslubiskups hjónum Guðrúnu Helgu og sr. Kristjáni og biðjum þeim blessunar í nýrri þjónustu í Skálholti.

 

Sr. Arnaldur Bárðarson

 

Séra Kristján Björnsson og séra Arnaldur Bárðarson.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.08.2018 07:22

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharðsson

 

 

 

 

       Marsellíus S. G. Bernharðsson (1897 - 1977).

 

 

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharðsson

 

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.

Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.

Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3. júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16. september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum.  
 
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins. 

Á 7. áratugnum hóf M. Bernharðsson hf smíði stálskipa í Naustinu, neðar á Suðurtanganum, þar var einnig reist dráttarbraut og stálskemma sem hefur alltaf verið nefnd Hveragerði á meðal fjölskyldunnar. Það heiti tengist bróður hans Finni Guðna sem vann hjá bróður sínum, aðstoðaði við húsbygginguna á Austuveginum og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin átti Finnur við veikindi að stríða og fór á Náttúrulækningastofnunina í Hveragerði, þar sem hann dvaldi um tíma. Honum líkaði dvölin vel og dásamaði staðinn.

Afi vann langa starfsævi, hann dó á 80. aldursári.

 

Af Facebook-siðu Áslaugar Helgudóttur
á Ísafirði.


 

 
Skráð af Menningar-Staður.