Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.07.2018 07:04

Birgir Sveinsson - Fæddur 5. apríl 1940 - Dáinn 10. júlí 2018 - Minning

 


Birgir Sveinsson (1940 - 2018).

 

 

 

Birgir Sveinsson - Fæddur 5. apríl 1940 

 

- Dáinn 10. júlí 2018 - Minning

 

 
 

Birg­ir Sveins­son var fædd­ur 5. apríl 1940 á Eyr­ar­bakka. Hann lést á Ljós­heim­um, Sel­fossi 10. júlí 2018.

 

For­eldr­ar hans voru Sveinn Árna­son, fædd­ur 1913, og Svein­björg Krist­ins­dótt­ir, fædd 1922. Hann var upp­al­in á Eyr­ar­bakka, elst­ur systkina sinna, al­systkini hans sam­mæðra eru Guðleif og Sig­ríður, fædd­ar 1944, Sig­ur­björg, fædd 1945, og Júlía, fædd 1949, hálf­systkini hans eru Guðlaug­ur Grét­ar, fædd­ur 1956, Hall­dóra, fædd 1957, og Gísli, fædd­ur 1958.

 

Birg­ir var kvænt­ur Guðnýju Hall­gríms­dótt­ur frá Vestra Íragerði á Stokks­eyri.

Börn Birg­is og Guðnýj­ar eru:

1) Brynj­ar, fædd­ur 1965, eig­in­kona hans er Ólafía Helga Þórðardótt­ir, syn­ir þeirra eru Daní­el Orri og Arn­ór Daði.

2) Jón Guðmund­ur, fædd­ur 1968, eig­in­kona hans er Odd­ný Sig­ríður Gísla­dótt­ir, börn þeirra eru Andrea Ýr, Rakel Eir, Pat­rek­ur Máni og Arn­ar Breki.

3) Auðunn, fædd­ur 1972, eig­in­kona hans er Daðey Ingi­björg Hann­es­dótt­ir, dæt­ur þeirra eru Arna, Ásdís, Þóra og Auður.

4) Guðni, fædd­ur 1973, eig­in­kona hans er Ingigerður Tóm­as­dótt­ir, börn þeirra eru Berg­sveinn Hugi, Björg­vin Már og Ing­unn.

5) Júlía, fædd 1976, eig­inmaður henn­ar Guðmund­ur Hall­dór Magnús­son, dótt­ir þeirra er Sól­borg Vanda, upp­eld­is­son­ur henn­ar er Óskar Hall­dór, sam­býl­is­kona hans er Hall­dóra Magnús­dótt­ir, son­ur þeirra er Guðmund­ur Atli.

Birg­ir og Guðný skildu í kring­um 1986.

 

Birg­ir bjó á Eyr­ar­bakka þar til hann veikt­ist fyr­ir ári síðan. Síðustu mánuði ævi sinn­ar dvaldi hann á Ljós­heim­um, Sel­fossi.

 

Birg­ir vann á ýms­um stöðum um æv­ina. Hann vann í Plastiðjunni á Eyr­ar­bakka, stundaði sjó­mennsku í mörg ár og byrjaði sem há­seti og varð síðar vél­stjóri. Hann var lengi á Birn­in­um, einnnig á Jó­hanni Þorkels­syni. Um tíma átti hann sjálf­ur hraðfiski­bát sem bar nafnið Snar­fari. Hann var vöru­bíl­stjóri til margra ára og vann hann þá m.a. við sjóvarn­argarðinn á Eyr­ar­bakka. Meðfram bíl­stjóra­starf­inu rak hann um tíma sjoppu á Eyr­ar­bakka ásamt þáver­andi eig­in­konu sinni.

 

Útför Birg­is fór fram í kyrrþey frá Eyr­ar­bakka­kirkju að ósk hins látna laug­ar­dag­inn 14. júlí 2018.

__________________________________________________________________________________________________MinningarorðSíðastliðinn laug­ar­dag kvödd­um við pabba, tengdapabba og afa frá Eyr­ar­bakka­kirkju.

 

Þegar kem­ur að kveðju­stund þá ósjálfrátt læt­ur maður hug­ann reika til liðinna daga og hugs­ar um all­ar stund­irn­ar sem við átt­um með Birgi. Þá koma fyrst upp í hug­ann all­ar veiðiferðirn­ar sem voru farn­ar m.a. í Brynju­dalsá, Sogið og ferðirn­ar út á engj­ar á Eyr­ar­bakka. Birg­ir var vanafast­ur og vildi alltaf fara á sömu veiðistaðina og átti það til að standa sem fast­ast þó svo það væri ekki einu sinni nartað í. Birg­ir var mik­ill sæl­keri og frá­bær bak­ari og átti hann alltaf tert­ur og klein­ur í frysti. Ef við kom­um í heim­sókn þá voru þess­ar kræs­ing­ar born­ar fram og alltaf lagað súkkulaði og það varð að vera þeytt­ur rjómi með.

 

Sólþurrkaði salt­fisk­ur­inn hans var líka al­gjört sæl­gæti og nostraði hann við fisk­inn meðan hann var að þurrka hann. Tók þetta allt vorið og var fisk­ur­inn sett­ur út um leið og það kom sól­arglæta en þetta þurfti að gera áður en flug­an kom og það mátti ekki held­ur vera of mik­il sól því þá gat fisk­ur­inn brunnið.

 

Það er ekki hægt að segja að Birg­ir hafi verið dug­leg­ur að fara í boð en þó var það eitt boð sem hann missti aldrei af, það var skötu­veisl­an hjá okk­ur í há­deg­inu á Þor­láks­messu. Hann mætti alltaf fyrst­ur og kom hann þá með sólþurrkaða salt­fisk­inn sinn sem hann var bú­inn að út­vatna fyr­ir þá sem borðuðu ekki sköt­una. Þarna hitti hann öll börn­in sín, tengda­börn og barna­börn. Á aðfanga­dag vildi hann alltaf vera einn og það var al­veg sama hvað við reynd­um til að fá hann í mat til okk­ar, hann vildi hann vera heima hjá sér. Birg­ir var mjög heimakær og vildi frek­ar fá fólk í heim­sókn til sín. Í há­deg­inu á jóla­dag bauð hann börn­um, tengda­börn­um og barna­börn­um í mat þar sem bor­inn var fram ham­borg­ara­hrygg­ur með öllu til­heyr­andi, marg­ar teg­und­ir af ís í eft­ir­rétt og á borðum voru all­ar mögu­leg­ar teg­und­ir af kon­fekti. Við vor­um varla búin að renna niður eft­ir­rétt­in­um, þegar born­ar voru fram tert­ur og brauðrétt­ir. Með þessu hitaði hann súkkulaði og þeytti rjóma með. Þetta varð alltaf að vera eins og mátti helst ekki breyta þeim teg­und­um sem voru born­ar fram.

 

Þegar ég heyrði í pabba þá spurði hann alltaf frétta af afla­brögðum og finnst mér erfitt að hugsa til þess að geta ekki hringt í hann og spjallað um dag­inn og veg­inn. Hann spurði alltaf um alla þegar við heyrðumst og vildi vita hvort all­ir væru ekki við góða heilsu.

 

Birg­ir var ynd­is­leg­ur pabbi, tengdapabbi og afi og minn­ist ég þess að hann skammaði okk­ur systkin­in aldrei held­ur ræddi mál­in og sagði sína skoðun á hlut­un­um.

 

Hafðu þökk fyr­ir allt og allt elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Þín verður sárt saknað.

 

Brynj­ar, Lóa, Daní­el Orri og Arn­ór Daði.
 Morgunblaðið 23. júlí 2018.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

23.07.2018 17:57

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018

 

 

 

Umhverfisverðlaun Árborgar 2018
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir ábendingum frá íbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtæki sveitarfélagsins.

 

Verðlaunin verða veitt á Sumar á Selfossi og nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.

 

Sveitarfélagið Árborg tekur við ábendingum og tilnefningum frá íbúum til 31. júlí nk. í gegnum netfangið birna@arborg.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 480-1900.
 
Skráð af Menningar-Staður.

22.07.2018 17:23

Séra Kristján vígður í embætti vígslubiskups

 

 

Nýr vígslubiskup kom víða við í predikun sinni.

 

 

Séra Kristján vígður í embætti vígslubiskups

 

Séra Kristján Björnsson var vígður til embættis vígslubiskups í Skálholti í dag af Agnesi Sigurðardóttir biskupi Íslands. Séra Kristján var kjörinn vígslubiskup á vordögum. Hann er fráfarandi prestur á Eyrarbakka.

 

Biskupar frá hinum Norðurlöndunum tóku þátt í athöfninni í dag og með biskupi þjónuðu fyrir altari séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup Hólaumdæmis, séra Kristján Valur Ingólfsson, fráfarandi vígslubiskup, og séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti.

 

Séra Pálmi Matthíasson lýsti vígslu og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista.

 

Nýr vígslubiskup kom víða við í predikun sinni og ræddi loftslagsmál sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans, stöðu kvenna og minnihlutahópa í samfélaginu.
 

 

Skráð af Menningar-Staður.

22.07.2018 12:53

Fánasetur Suðurlands flaggar íslenskum

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggar íslenskum

 

 

Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar íslenskum fána í dag,  sunnudaginn 22. júlí 2018.
 

 

Tilefnið er að í dag verður Eyrarbakkapresturinn séra Kristján Björnsson vígður vígslubiskup í Skálholti.
 


Hamingjuóskir.

 

.
Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

22.07.2018 08:25

Biskup Íslands vígir sr. Kristján Björnsson til vígslubiskups

 

 

Skálholtsdómkirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Biskup Íslands vígir Eyrarbakkaprestinn

 

sr. Kristján Björnsson til vígslubiskups í Skálholti

 

 

Í dag á Skálholtsshátíð 22. júlí 2018 vígir frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Eyrarbakkaprestinn sr. Kristján Björnsson, nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti og setur hann í embætti við messu í Skálholtsdómkirkju.

 

Messan hefst kl. 13.30 og er fólk hvatt til að koma tímanlega á staðinn. Prestar og biskupar ganga hempuklæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígsluvottum og gestum og pílagrímar ljúka göngu sinni úr Strandarkirkju og ofan úr Borgarfirði með þessari kirkjugöngu.

 

Eftir vígslumessuna, sem er opin öllum, býður biskup Íslands til kaffiveitinga í Skálholtsskóla.

 

Vonast biskuparnir eftir góðri þáttöku kirkjunnar fólks á Íslandi og vonandi verður hátíðin það vel sótt að sjónvarpað verði yfir í skóla fyrir þau sem ekki komast inn í kirkjuna í sæti eða stæði.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

22.07.2018 08:10

Merkir Íslendingar - Eiríkur J. Eiríksson

 

 
Eiríkur J. Eiríksson (1911 - 1987).
 

 

Merkir Íslendingar - Eiríkur J. Eiríksson

 

Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist  22. júlí 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.


 

Faðir hans var Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Ölfusi. Hann fluttist til Kaliforníu í Bandaríkjunum, um það leyti sem Eiríkur fæddist, og sneri aldrei aftur. Eiríkur ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum, og móðurforeldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu Jónsdóttur.


 

Eiríkur var í barnaskóla á Eyrarbakka og fór svo í MR og varð stúdent þaðan 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 1935. Hann fór svo í framhaldsnám til Basel í Sviss.


 

Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd.


 

Eiríkur var einn af forustumönnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann sat í stjórn UMFÍ frá 1936 og var formaður UMFÍ í um 30 ár. Landsmótin voru honum mikið hjartans mál og átti hann þátt í því að endurvekja þau með Landsmótinu í Haukadal 1940. Hann var ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ, um árabil, skrifaði margar greinar í blöð og tímarit og var mikill ræðuskörungur.


 

Kona Eiríks var Kristín Jónsdóttir, f. 5. október 1917, d. 17. febrúar 1999. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir.


 

Eiríkur lést í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 11. janúar 1987 og hafði þá nýlokið afmælisræðu yfir vini sínum.
 


Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

.

 
 
Skráð af Menningar-Staður.

22.07.2018 08:01

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 

 

Guðni Jónsson (1901 - 1974).

 

 

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 

Guðni fæddist 22. júlí 1901 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, einn 17 barna Jóns Guðmundssonar, f. 17.9. 1856, d. 8.9. 1941 í Vestmannaeyjum, bónda og formanns þar, og seinni konu hans, Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Sandvíkurhr., Árn., f. 1.9. 1867, d. 2.4. 1937 í Vestmannaeyjum.


 

Faðir hans veiktist og fór Guðni tveggja vikna gamall með móður sinni að Leirubakka í Landsveit. Foreldrum hans tókst að setja saman bú að nýju, en Guðni dvaldi áfram á Leirubakka og ólst þar upp.


 

Guðni varð stúdent frá MR 1924 og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1930. Hann var um tíma við nám í Kaupmannahöfn 1928 og aftur 1937. Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928-1945 og skólastjóri við sama skóla 1945-1957. Prófessor í sögu Íslands við Háskóla Íslands var hann 1958-1967, þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Hann var forseti heimspekideildar HÍ 1959-1961. Hann varð doktor frá Háskóla Íslands 1953, en doktorsritgerð hans, Bólstaðir og bændur í Stokkseyrarhreppi, varð brautryðjandaverk í íslenskri staðháttasögu.


 

Guðni tók mikinn þátt í félagsstörfum, var forseti Sögufélagsins 1960-65, formaður Ættfræðifélagsins 1946-67 og sat í stjórn Hins ísl. þjóðvinafélags 1943-56. Hann var höfundur fjölmargra sagnfræðirita og stofnaði til stórútgáfu íslenskra fornrita 1946 og sá hann sjálfur um útgáfu 32 binda af þeim. Meðal ættfræðirita hans er Bergsætt.


 

Fyrri kona Guðna var Jónína Pálsdóttir, f. 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra:

Gerður, Jón, Bjarni, Þóra og Margrét.

Seinni kona hans var Sigríður Hjördís Einarsdóttir, f. 28.8. 1910, d. 18.7. 1979, húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra:

Einar, Bergur, Jónína Margrét og Elín.

 

Tveir sona Guðna, Jón og Bjarni, urðu einnig prófessorar við Háskóla Íslands.


 

Guðni Jónsson lést 4. mars 1974.
 

 Skráð af Menningar-Staður.

21.07.2018 08:36

21. júlí 1963 - Skálholtskirkja vígð

 


Skálholtskirkja.
 

 

 

21. júlí 1963 - Skálholtskirkja vígð

 

Skál­holts­kirkja var vígð þann 21. júlí 1963 við hátíðlega at­höfn að viðstödd­um átta­tíu prest­um, próföst­um og bisk­up­um.

 

„Skál­holt er meira en minn­ing­in, hærra en sag­an,“ sagði Sig­ur­björn Ein­ars­son bisk­up í vígsluræðunni. „Heill og bless­un búi hér og breiðist héðan út.“

 

Kirkj­una teiknaði Hörður Bjarna­son, alt­ar­is­tafla er eft­ir Nínu Tryggva­dótt­ur og steind­ir glugg­ar eft­ir Gerði Helga­dótt­ur.

 

Skráð af Menningar-Staður.
 
 
 

 

 

21.07.2018 07:36

Haldið upp á fimm ára afmæli Fischerseturs

 

 

 

Haldið upp á fimm ára afmæli Fischerseturs

 

Í dag, laugardaginn 21. júlí 2018, verður þess minnst að fimm ár eru liðin frá því að Fischersetrið á Selfossi var stofnað.

 

Afmælishátíðin hefst í Laugardælakirkju kl. 15:30. Þar mun séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, fyrrverandi sóknarprestur Selfossprestakalls, sjá um minningarathöfn og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, flytja ræðu. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffi í Fischersetri þar sem Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, mun flytja ávarp.

 

Davíð Oddsson

var utanríkisráðherra þegar Fischer var gerður að íslenskum ríkisborgara. Fróðlegt verður að heyra Davíð segja söguna um aðdraganda þessarar ákvörðunar og átökin í kringum meistarann, en málið var afgreitt á Alþingi á 12 mínútum.

 

Guðmundur G. Þórarinsson

var í þeirri öflugu sendinefnd sem sótti meistarann til Japans þar sem hann var í fangelsi. Ennfremur var Guðmundur G. forseti Skáksambandssins þegar einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík árið 1972.

 

Fischer var jarðaður í Laugardælakirkjugarði síðla nætur án vitundar séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar sem þá var prestur í Laugardælakirkju. Það varð svo hlutskipti séra Kristins að jarðsyngja meistarann nokkrum sinnum og annast lokajarðaförina eftir að Fischer var grafinn upp til að ná lífsýni úr honum.

 

Allir eru velkomnir á afmælishátíðina.
Skráð af Menningar-Staður.

21.07.2018 07:23

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Finnsson

 

 

Sveinbjörn Finnsson (1911 - 1993).

 

 

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Finnsson

 

Svein­björn Finns­son fædd­ist 21. júlí 1911 á Hvilft í Önund­arf­irði. For­eldr­ar hans voru Finn­ur Finns­son, bóndi þar, f. 1876, d. 1956, og k.h. Guðlaug Jakobína Sveins­dótt­ir, hús­freyja. For­eldr­ar Finns voru Finn­ur Magnús­son, bóndi á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Þór­ar­ins­dótt­ir, og for­eldr­ar Guðlaug­ar voru Sveinn Rós­inkr­anz­son, út­vegs­bóndi og skip­stjóri á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Svein­björns­dótt­ir, hús­freyja.
 

 

Svein­björn lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1933 og hag­fræðiprófí frá London School of Economics 1939.

 

Hann var verk­smiðju­stjóri Síld­ar­verk­smiðju rík­is­ins á Sól­bakka í Önund­arf­irði 1935-1937, full­trúi í Verðlags­nefnd og Tveggja­manna­nefnd 1939-1941, skrif­stofu­stjóri Viðskipta­nefnd­ar ut­an­rík­is­viðskipta 1941-1942 og fyrsti verðlags­stjóri á Íslandi 1943-1946.


 

Hann var frum­kvöðull humariðnaðar á Íslandi og byggði upp veiðar, frystiaðferðir og markaði 1950-1954. Hann var hvatamaður að stofn­un Styrkt­ar­fé­lags lamaðra og fatlaðra 1952 og var fram­kvæmda­stjóri þess 1957-1962. Hann átti sæti í fyrstu stjórn Öryrkja­banda­lags­ins.


 

Svein­björn kenndi við Voga­skóla í Reykja­vík 1963-1979 og var yfir­kenn­ari 1978-1979 og gerðist einn brautryðjenda í starfs­fræðslu í skól­um lands­ins.


 

Svein­björn var staðarráðsmaður við Skál­holt 1964-1990, en hann var einn af stofn­end­um Skál­holts­fé­lags­ins sem hef­ur unnið að því að end­ur­reisa Skál­holtsstað.


 

Svein­björn var sæmd­ur Skál­holtsorðunni, til minn­ing­ar um vígslu Skál­holts­kirkju árið 1963, og gullþjón­ustu­pen­ingi með kór­ónu af Dana­drottn­ingu árið 1973.


 

Eig­in­kona Svein­björns var Thyra Finns­son, fædd Fri­is Ol­sen 30.1. 1917, d. 8.8. 1995, frá Slag­el­se í Dan­mörku. Hún var hús­freyja og rit­ari.


Börn þeirra: 
Gunn­ar, f. 1940, d. 2014, Arn­dís, f. 1943, Hilm­ar, f. 1949, og Ólaf­ur William, f. 1951.

 

 

Svein­björn Finns­son lést 1. apríl 1993.

___________________________________

 

Í afmælisgrein um Sveinbjörn Finnsson sjötugan þann 21. júlí 1981 skrifaði Ólafur Haukur Árnason m.a. í Morgunblaðinu:

 

Ekki er á almanna vitorði þáttur Sveinbjörns Finnssonar í sigri okkar í landhelgisdeilunni við Breta þegar fært var út í 12 mílur. Þar munaði heldur betur um verk hans og mun sú saga væntanlega skráð síðar.

 

Þann dag var einnig í Morgunblaðinu:

 

Sveinbjörn Finnsson, sæll minn kæri 
senda skal þér kveðju hlýja. 
Óskandi þér auðnan færi
ennþá marga daga nýja. 

 


Enn þú heldur austurleiðir, 
— ekki bregður vana þínum. 
Fagurt Skálholt faðminn breiðir, 
— fagnar einkavini sínum. 

 


Auðunn Bragi Sveinsson.

 

 
Hvilft í Önundarfirði.
 Skráð af Menningar-Staður