Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

15.07.2017 11:56

Gleðjast saman yfir skötu að sumri til

 

 

Ásmund­ur Friðriks­son er einn skipu­leggj­enda hátíðar­inn­ar. Ljósm.: BIB

 

Gleðjast saman yfir skötu að sumri til

• Styrktarkvöld haldið í Garði 19. júlí

 

Flest­ir Íslend­ing­ar þekkja Þor­láks­mess­una í des­em­ber en þó eru færri sem vita að 20. júlí árið 1237 var Þor­láks­messa að sumri lög­leidd hér á landi og var þessi sum­ar­messa ein mesta hátíð Íslend­inga fyr­ir siðaskipti. Þó að fjarað hafi und­an her­leg­heit­un­um síðustu ár halda Suður­nesja­menn mess­una enn hátíðlega og er það gert með veg­legri skötu­veislu í Garði ár hvert. Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er einn skipu­leggj­enda hátíðar­inn­ar og sagði hann í sam­tali við Morg­un­blaðið að um mikla veislu væri að ræða.

 

Marg­ir njóta góðs af hátíðinni

„Þetta er í ell­efta skipti sem þetta er haldið með þessu sniði. Það mæta alla jafna í kring­um 400 manns og borða sam­an skötu og gleðjast sam­an.“ Ásmund­ur seg­ir fólk ánægt með að geta látið gott af sér leiða en hátíðin er einnig styrkt­ar­kvöld þar sem ágóði af seld­um miðum er lát­inn renna til ým­issa góðgerðar­mála, ásamt því sem ýmis fyr­ir­tæki styrkja mál­efnið. „Við erum að fara yfir list­ann núna, við mun­um meðal ann­ars styrkja krabba­meins­sjúk börn og mál­efni fatlaðra. Það verða fjöl­mörg tón­list­ar­atriði, marg­ir sem leggja hönd á plóg og í lok kvölds fá gest­ir að fylgj­ast með af­hend­ingu styrkj­anna, það hef­ur alltaf slegið í gegn,“ seg­ir Ásmund­ur, en ásamt skötu verður veg­legt hlaðborð í boði.

 

Ásmund­ur seg­ir hátíðina opna öll­um sem vilja mæta og styrkja gott mál­efni. Fer hún fram 19. júlí næst­kom­andi og hefst klukk­an 19 í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Miðaverð er 4.000 krón­ur sem er sama verð og hef­ur verið und­an­far­in ár. Áhuga­sam­ir geta greitt inn á reikn­ing Skötu­mess­unn­ar, nr. 0142-05-705006, kt. 580711-0650.

Morgunblaðið 15. júlí 2017.

 Myndir frá Skötuveislunni í Garði 2016.
 

.

 

.

 

.

.

.

 

.

.

.

 

.

.

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

13.07.2017 20:33

Kiriyama Family bætist í hópinn á Laugarvatni

 


Kiriyama Family.

 

Kiriyama Family bætist í hópinn á Laugarvatni

 

Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family hefur bæst í hóp þeirra hljómsveita sem koma fram á Laugarvatn Music Festival um helgina en sveitin sendi frá sér nýja plötu núna í vor.

 

Þau bætast þar í hóp engra smá nafna því fyrir eru þar Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Helgi Björnsson ásamt hljómsveit, Júníus Meyvant, hljómsveitin Valdimar, Snorri Helgason, Ylja og Tilbury. Hildur og fleiri.

 

„Það er náttúrulega alveg frábært að fá eitt sjóðheitt Suðurlandsband þarna inn og það var í raun hálfgerður klaufaskapur að bóka þau ekki strax. Kiriyama Family voru að senda frá sér alveg frábæra plötu og þetta verður bara alveg geggjað að fá þau með,” sagði Bessi Theodórsson, einn skipuleggjenda Laugarvatn Music Festival í samtali við sunnlenska.is.

 

„Miðasala gengur vel, það er ekki verið að selja áfengi á staðnum, en við leyfum drykki þar inn í plasti eða áldósum í höndum þeirra sem aldur hafa til. Þannig að þetta er farið að minna á gömlu góðu sveitaböllinn. Salurinn er að taka á sig rosalega flotta mynd og kerfið er að fara upp núna í þessum töluðu orðum,” bætti Bessi við.

 

Aðeins 800 miðar eru seldir á tónleikana og má enn nálgast miða á tix.is en einnig er miðasala í Héraðsskólanum og við innganginn. 
 

 

Frá útgáfutónleikum Kiriyama Family sem haldnir

voru á dögunum í troðfullu Tjarnarbíói í Reykjavík.

 

.

.

 
 
 
.
 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

11.07.2017 19:03

Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár

 

 

Í föður­hús­um Freyr í safni föður síns, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar,

þar sem hann held­ur tón­leika í kvöld. 

— Morg­un­blaðið/?Krist­inn Magnús­son

 

Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár

 

• Freyr Sigurjónsson heldur tónleika í

listasafni föður síns, Eyrbekkingsins

Sigurjóns Ólafssonar,

ásamt Önnu Noaks og Leo Nicholson

 

„Við verðum með skemmti­legt pró­gramm. Megnið af því er samið af flautu­leik­ur­um svo það er svo­lítið sér­stakt að því leyt­inu til,“ seg­ir Freyr Sig­ur­jóns­son flautu­leik­ari sem kem­ur fram á öðrum tón­leik­um Sum­ar­tón­leik­araðar lista­safns föður síns, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, í kvöld kl. 20.30. Með hon­um leika flautu­leik­ar­inn Anna Noaks og pí­anó­leik­ar­inn Leo Nichol­son.

„Við Anna vor­um sam­an í Royal Nort­hern Col­l­e­ge of Music í Manchester svo það má með sanni segja að við séum af sama skól­an­um. Við höf­um þó þrosk­ast hvort í sína átt­ina síðan þá, hún hef­ur að mestu leyti haldið til í London þar sem hún hef­ur mikið verið að vinna við upp­tök­ur fyr­ir kvik­mynd­ir eins og Harry Potter,James Bond og Lord of the Rings. Ég hef starfað sem fyrsti flautu­leik­ari við sin­fón­íu­hljóm­sveit­ina í Bil­bao á Spáni frá 1982 og kennt við tón­list­ar­há­skól­ann þar,“ seg­ir Freyr.

„Pí­anó­leik­ar­inn Leo er miklu yngri en við en hann lærði í sama skóla og við Anna í Manchester. Svo lærði hann í Trinity Laban tón­list­ar­há­skól­an­um í Greenwich þar sem Anna er kenn­ari. Þar vann hann sig upp úr hlut­verki nem­anda og er nú kenn­ari og und­ir­leik­ari þar í fullu starfi,“ seg­ir Freyr og að þau Noaks og Nichol­son hafi boðið hon­um að vera með masterklassa í Trinity sl. jól sem hann hafi þegið. „Við þrjú tók­um okk­ur sam­an og bjugg­um til smá pró­gramm sem við spiluðum í London og ætl­um að end­ur­taka núna. Það er mjög gam­an að fá þetta tæki­færi til að spila með þessu góða fólki,“ seg­ir Freyr.

 

Mjög fjöl­breytt

Freyr seg­ir efn­is­skrá tón­leik­anna vera mjög fjöl­breytta. „Við ætl­um að byrja á verk­inu Ri­goletto - Fantasie eft­ir Franz og Karl Doppler til þess að fá stemn­ingu í fólkið frá byrj­un. Svo ætl­um við að flytja Ret­urn to Avalon eft­ir Dav­id Heath, en það er svo­lítið sér­kenni­legt og fjall­ar um þegar yfir 200.000 Kat­ar­ar voru drepn­ir í Avalon í Frakklandi á 13. öld,“ seg­ir Freyr og nefn­ir að þau ætli líka að leika Tríó fyr­ir tvær flaut­ur og pí­anó eft­ir Jean-Michel Dam­ase. „Anna hef­ur kynnst Dam­ase per­sónu­lega og því er tón­list­in hans henni mjög kær. Þetta verk hef­ur sjald­an verið flutt en er mjög áheyri­legt. Við end­um svo á ein­hverju óvæntu. Anna er með suður­am­er­ísk­ar ræt­ur svo við ger­um lík­lega eitt­hvað skemmti­legt með það.“

 

Freyr nefn­ir að nú séu liðin tíu ár frá því hann spilaði síðast á Íslandi. „Mér þykir mjög gam­an að spila fyr­ir ís­lenska áheyr­end­ur því þeir hafa svo mik­inn tón­listaráhuga.. Þegar ég horfi úr fjar­lægð verð ég al­veg undr­andi á því hvað það er mikið af góðum ís­lensk­um tón­list­ar­mönn­um bæði inn­an­lands og utan.“

 

Af mik­illi tón­listar­fjöl­skyldu

Hon­um finnst pró­grammið á Sum­ar­tón­leikaröðinni mjög at­hygl­is­vert í ár en syst­ir hans, Hlíf Sig­ur­jóns­dótt­ir, er ein­mitt list­rænn stjórn­andi tón­leik­araðar­inn­ar. Freyr seg­ir þau systkin­in vera kom­in af mik­illi tón­listar­fjöl­skyldu í Dan­mörku. „Þetta ligg­ur samt í blóðinu í Íslend­ing­um, þetta kem­ur ekki bara frá dönsku hliðinni. Börn­in mín eru að leggja fyr­ir sig tónlist líka, son­ur minn er í meist­ara­námi í fiðluleik í Leipzig í Þýskalandi og dótt­ir mín er á leið til London í fram­halds­nám í flautu­leik. Það er und­ar­legt með hana, hún flýg­ur áfram með hæstu eink­un­ir, ég fatta það ekki,“ seg­ir Freyr kím­inn.

 

Eins og áður kom fram er Freyr bú­sett­ur í Bil­bao á Spáni og kveðst hann hafa verið þar í 35 ár. „Það er stutt í að ég fari á elli­líf­eyri en svo er aldrei að vita hvað skeður á eft­ir. Ég er bú­inn að fá æðis­lega mörg tæki­færi og horfi fram á við,“ seg­ir Freyr að lok­um.

Morgunblaðið


 


Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.


Skráða f Menningar-Staður

10.07.2017 08:40

Rangárvallasýsla - fimmta hjólabók Ómars Smára

 
 
 

 

Rangárvallasýsla - fimmta hjólabók Ómars Smára

 

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út fimmta Hjólabókin eftir Ómar Smára Kristinsson og fjallar hún um Rangárvallasýslu.

 

Viltu ferðast á frábæra staði?

Viltu samt losna við fjölmenni?

 

Þá er reiðhjólið rétti ferðamátinn og Rangárvallasýsla rétti staðurinn. Svo segir höfundur hjólabókanna, en Ómar Smári er frá Gíslholti í Rangárvallasýslu. Hann hefur búið á Ísafirði í nokkur ár.

Í bókinni er lýst ellefu hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem ei

ga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er nokkurra léttra hringleiða, sem ekki teljast til dagleiða, getið í bókinni. Einnig er í henni að finna kort af almenningssamgöngum og umferðarþunga.

 

Um eitt og hálft hundrað ljósmynda gefa innsýn í sýsluna, hvernig þar er umhorfs og hverskonar vegir og stígar bíða lesenda.

 

Textinn er margbreytilegur, fjölhæfur og skemmtilegur líkt og í fyrri Hjólabókum Ómars Smára Kristinssonar.

 

Fyrsta Hjólabók hans fjallaði um Vestfirði, önnur um Vesturland, þriðja um Suð-vesturland og fjórða um Árnessýslu.

 

 

Ómar Smári Kristinsson er frá Gíslholti í Rangárvallasýslu.

Hann hefur búið á Ísafirði í nokkur ár. 
Ómar Smári Kristinsson með fyrstu hjólabók sína sem var um Vestfirði.

 

 

Bjarkar Snorrason í Brattsholti með hjólabækur nr. 4 og 5 
um Árnessýslu og Rangárvallasýslu.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

09.07.2017 06:53

Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri

 

 

 

Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri


Föstudagskvöldið 7. júlí 2017

 
Skráð af Menningar-Staður

06.07.2017 20:02

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 2017

 

 

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 2017FÖSTUDAGUR 7. júlí
09-22 Skálinn Stokkseyri
10-18 Blómi Gróðrastöð
11-18 Kaffi gott
11-18 Veiðisafnið
12-? Kajak (kajak.is)
12-21 Við Fjöruborðið
13-18 Álfa-, trölla- og Norðurljósasafnið
13-18 Draugasetrið
13-18 Gallerý Gimli (Flóamarkaður)
14-18 Gallerý Svartiklettur (Menningarverstöðin)


Kvöldvaka á bryggju Stokkseyrar
20:30 Bryggjuhátíð sett
20:45 Karitas Harpa (vinningshafi í The Voice Íslandi)
21:00 Valgeir Guðjónsson (Stuðmaður með meiru)
Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fjöldasöngur með Magnúsi Kjartani (Úr Stuðlabandinu)
Brenna - Blys - Reykur
23:00 Ball á Draugabarnum með Magnúsi Kjartani, aðgangseyrir 2000kr (Úr Stuðlabandinu)


LAUGARDAGUR 8. júlí
10-22 Skálinn Stokkseyri
10-18 Blómi gróðrastöð
11-18 Kaffigott
11-18 Veiðisafnið
12-? Kajak (kajak.is)
12-21 Við Fjöruborðið
13-18 Álfa-, trölla- og Norðurljósasafnið
13-18 Draugasetrið
13-18 Gallerý Gimli (Flóamarkaður)
14-18 Gallerý Svartiklettur ( í Menningarverstöðinni)
13:00 Krúserklúbburinn sýnir bíla sína
Ásamt fornbílum úr þorpinu
11:00 Tónagull 0-5 ára, tónlist með börnum (eldri systkini velkomin með. Staðsett i leikskólanum, frítt)
13:00 Leikhópurinn Lotta (á túninu bak við sjoppuna, frítt)
13-17 Tívolí Hopp og Skopp (frítt)
14-16 Bubble boltar (frítt)
14-17 Hestar (frítt)
14-17 Andlitsmálun (Ásgeirsbúð, frítt)
13-16 Markaður (barnaskólanum)
19:00 Grillað í görðum og þorpsstemmning
22-eftir stemmningu Draugabarinn opinn


SUNNUDAGUR 9. júlí
10-22 Skálinn Stokkseyri
11-18 Kaffigott
11-18 Veiðisafnið
12-? Kajak (kajak.is)
12-21 Við Fjöruborðið
13-18 Álfa-, trölla- og Norðurljósasafnið
13-18 Draugasetrið
13-18 Gallerý Gimli (Flóamarkaður)
14-18 Gallerý Svartiklettur (í Menningarverstöðinni)
13:30 Lopapeysumessa verður á bryggjunni, messugestir hvattir til að koma í lopapeysum
14:00 Hátíð slitið og dagskrárlok


 

 
Skráð af Menningar-Staður

06.07.2017 08:00

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens Sigurðsson (1813 - 1872) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

Jens fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí  1813. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja sem var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.
 

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.
 

Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.
 

Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.
 

Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.
 

Jens var barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845-46, kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Íslendinga“ sem haldinn var á Alþingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851.
 

Jens var reyndar sjálfur þjóðfundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóðfundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“
 

Jens lést 2. nóvember 1872.

 

Morgunblaðið.
 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

05.07.2017 19:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2017


Sérstaka athygli fékk Stokkseyringurinn á Selfossi 

og tengdasonur Eyrarbakka; Þórður Grétar Árnason.

 

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

05.07.2017 08:48

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri um næstu helgi

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri um næstu helgi

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri verður haldin helgina 7. til 9. júlí næstkomandi. Dagskráin er fjölbreytt og hefst hún á formlega á föstudaginn kl. 20:30 á Stokkseyrarbryggju.

Þar mun Karítas Harpa skemmta ásamt Magnúsi Kjartani sem stjórnar fjöldasöng, þyrla Landhelgisgæslunnar kíkir í heimsókn og kveikt verður í brennu við bryggjuna.

Á laugardeginum er fjölbreytt dagskrá yfir daginn og má þar nefnda Leikhópinn Lottu, hoppukastala, Bubble – bolta, andlitsmálun og margt fleira. 


Dagskrá í heild:

Bryggjuha´ti´ð 7-9 júlí – dagskrá 2017


 

 


 


Skráð af Menningar-Staður

05.07.2017 08:37

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

5. júlí 1851-

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. 

Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.


Skráð af Menningar-Staður