Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.02.2018 06:39

Sex verk­efni til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar

 

 

Skjald­borg - hátíð ís­lenskra heim­ild­ar­mynda, er eitt þeirra verk­efna sem

til­nefnt er í ár. Hátíðin er eina kvik­mynda­hátíðin á land­inu sem sér­hæf­ir

sig í að frum­sýna ís­lensk­ar heim­ild­ar­mynd­ir

 

Sex verk­efni til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar

 

Sex menn­ing­ar­verk­efni voru í dag til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar, en það er viður­kenn­ing sem ár­lega er veitt framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þann 1. Mars verður til­kynnt um hvaða verk­efni fær Eyr­ar­rós­ina, en verðlaun­un­um fylg­ir fylg­ir tveggja millj­ón króna verðlauna­fé en að auki munu tvö verk­efn­anna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

 

Eyr­ar­rós­inni er ætlað að beina sjón­um að og hvetja til menn­ing­ar­legr­ar fjöl­breytni, ný­sköp­un­ar og upp­bygg­ing­ar á sviði menn­ing­ar og lista. Alls bár­ust 33 um­sókn­ir um viður­kenn­ing­una í ár hvaðanæva af land­inu.

 

Á Eyr­ar­rós­arlist­an­um í ár eru:

  • Aldrei fór ég suður, Ísaf­irði
  • Alþjóðlega kvik­mynda­hátíðin Norðan­átt­in (Not­hern Wave), Snæ­fells­bæ 
  • Fersk­ir vind­ar – alþjóðleg lista­hátíð í Garði
  • LungA skól­inn, Seyðis­firði
  • Rúllandi snjó­bolti, Djúpa­vogi
  • Skjald­borg, hátíð ís­lenskra heim­ilda­mynda, Pat­reks­firði

 

Að verðlaun­un­um standa í sam­ein­ingu Byggðastofn­un, Air Ice­land Conn­ect og Lista­hátíð í Reykja­vík.  Eyr­ar­rós­in verður af­hent við hátíðlega at­höfn þann 1. mars næst­kom­andi í Nes­kaupsstað, heima­bæ þung­arokks­hátíðar­inn­ar Eistna­flugs sem er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­inn­ar frá síðasta ári. Frú El­iza Reid, vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­inn­ar mun af­henda verðlaun­in.Skráð af Menningar-Staður

13.02.2018 06:59

Skrifar um Ísland fyrir erlenda miðla

 


Í Grön­dals­húsi. 

Eg­ill leig­ir skrif­stofu í hús­inu en það var flutt í Grjótaþorpið

og opnað í fyrra, en þar skrifaði Bene­dikt Grön­dal Dægra­dvöl.

 

Skrifar um Ísland fyrir erlenda miðla

 

Sunnlendingurinn Eg­ill Bjarna­son, sjálf­stætt starf­andi blaðamaður, á 30 ára af­mæli í dag. Hann starfar mest fyr­ir AP-frétta­stof­una, en hef­ur einnig verið að skrifa fyr­ir New York Times, Al Jazeera, Lonely Pla­net og kanadíska tíma­ritið Hakai, sem fjall­ar um mál­efni hafs­ins.

 

„Það hef­ur ein­hvern veg­inn æxl­ast þannig að ég fór að skrifa um mál­efni Íslands fyr­ir er­lendu press­una. Ég var í námi í heim­ilda­mynda­gerð í Kali­forn­íu­há­skóla, kom heim árið 2015 og fór í fram­hald­inu að aðstoða hina og þessa að taka upp sjón­varpsþætti og sá að það væri grund­völl­ur fyr­ir því að það að ein­hver með aðset­ur hér á Íslandi skrifaði fyr­ir er­lenda miðla.

 

Ísland er ekki alltaf í heims­frétt­un­um og AP-frétta­stof­an þarf ekki að fjalla um Ísland, en þykir það gam­an og finnst það auka gildi frétta­stof­unn­ar. Svo er alltaf eft­ir­spurn eft­ir góðum sög­um. Það eru ákveðnar klisj­ur til um Ísland og oft fjallað um það sama og ég hef reynt að leggja mig eft­ir að bæta við þá flóru. Það hef­ur margt verið að ger­ast á ár­inu. Það er gríðarleg­ur áhugi á Íslandi ári út af HM í fót­bolta, og svo var ég í síðustu viku suður með sjó að fjalla um raf­mynt­ina bitco­in og námugröft­inn á henni sem mun nýta jafn­mikla raf­orku og öll ís­lensk heim­ili á þessu ári.

 

Í til­efni af­mæl­is­ins er Eg­ill bú­inn að lofa sam­býl­is­konu sinni að taka sér frí í dag. „Við eig­um von á erf­ingja í næsta mánuði og ætl­um að gera það sem við mun­um ekki hafa tæki­færi til þegar barnið er komið í heim­inn, eins og að fara í bíó eða leik­hús og för­um út að borða.“

 

Sam­býl­is­kona Eg­ils er Sigrún Björg Aðal­geirs­dótt­ir mann­fræðing­ur og for­eldr­ar Eg­ils eru Bjarni Harðar­son bók­sali og Elín Gunn­laugs­dótt­ir tón­skáld en fjölskyldan bjó um tíma á Eyrarbakka.

 

Morgunblaðið 13. febrúar 2018.Skráð af Menningar-Staður

12.02.2018 20:44

Ámundi kaup­ir öll lands­hluta­blöðin

 

 

 

Ámundi kaup­ir öll lands­hluta­blöðin

 

Ámundi Ámunda­son, út­gef­andi, hef­ur keypt út­gáfu­rétt­inn að fjölda lands­hluta­blaða sem voru í eigu Press­unn­ar ehf. Fyr­ir­tæki Ámunda, Fót­spor ehf. gaf flest blaðanna út áður en Press­an tók þau yfir fyr­ir nokkr­um árum og því þekk­ir hann vel til á þess­um vett­vangi.

 

„Ég gerði samn­ing við Kristján B. Thorlacius skipta­stjóra og kaupi allt sem þess­um blöðum fylg­ir,“ seg­ir Ámundi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Blöðin sem um ræðir eru:

Ak­ur­eyri viku­blað, Hafn­ar­fjörður og Garðabær, Kópa­vog­ur, Reykja­vík viku­blað, Reykja­nes, Vest­ur­land, Suðri, Vest­f­irðir, Ald­an, Sleggj­an og Aust­ur­land.

 

Ámundi seg­ir að kaup­verðið sé trúnaðar­mál. „Það var nú bara lítið og létt, ég réði við það og skulda þeim ekki neitt. Það má vel koma fram að Fót­spor ehf. skuld­ar eng­um neitt.“

 

Kaup­in hafa legið í loft­inu um hríð og því fékk Ámundi leyfi frá skipta­stjóra til að gefa út nokk­ur blöð nú um mánaðamót­in. Þau báru þó önn­ur nöfn en fólk hef­ur átt að venj­ast; Ak­ur­eyri viku­blað hét Norður­land, Vest­ur­land hét Vestri og sjáv­ar­út­vegs­blaðið Ald­an hét Bár­an, svo dæmi séu tek­in.

 

„En nú á ég nöfn­in öll aft­ur,“ seg­ir Ámundi kok­hraust­ur.

 

Hann boðar mikla sókn í út­gáfu blaðanna á næst­unni og seg­ist hafa fjölda fag­manna í blaðamanna­stétt til að stýra blöðunum: Magnús Þór Haf­steins­son á Vest­ur­landi, Krist­in H. Gunn­ars­son á Vest­fjörðum, Björg­vin G. Sig­urðsson á Suður­landi, Sig­urð Jóns­son á Suður­nesj­um, Arn­ald Mána Finns­son á Aust­ur­landi og „nýj­an fjöl­miðlasnill­ing“, eins og hann kall­ar hina 24 ára Ingi­björgu Berg­mann Braga­dótt­ur á Ak­ur­eyri.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 


 

11.02.2018 20:57

Mynd dagsins - frá Stokkseyrarhöfn

 


Flugsýning við Stokkseyrarhöfn.                              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Mynd dagsins - frá Stokkseyrarhöfn

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2018 16:12

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2018 - þri. 13. febrúar 2018

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2010. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2018

– þriðjudaginn 13. febrúar 2018

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2018.

 

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 13.febrúar nk. kl.18:00.

 

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.

 

Forsvarsmenn þeirra hátíða sem nú þegar eru fyrirhugaðar á árinu geta sent staðfestar dagsetningar á bragi@arborg.is en sveitarfélagið er að vinna í viðburðadagatali fyrir árið 2018 sem gefið verður út í lok febrúarmánaðar.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar.

 

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka árið 2008. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2018 08:24

Messa í Eyrarbakkakirkju 11. febrúar 2018

 

 
 
 

 

Messa í Eyrarbakkakirkju 11. febrúar 2018


Kæru vinir.

 

Nú messum við í Eyrarbakkakirkju, skírum lítið barn og börnin fá sögu og mynd. Svo göngum við til altaris og eftir messu fá fermingarbörnin hálftíma fræðslutíma í kirkjunni.

 

Kór Eyrarbakkakirkju syngur og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Mætum vel á vetrardögum af því það hjálpar okkur að þreyja Þorrann og er alltaf hressandi.

 

Messan byrjar kl. 11 sunnudaginn 11. febrúar 2018 og fermingarfræðslan verður milli 12 og 12.40.

 

Sr. Kristján Björnsson.
 


Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður

10.02.2018 07:44

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka
 

Sunnudaginn 11. feb. 2018 kl. 14:00Skráð af Menningar-Staður

08.02.2018 17:16

Hlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim

 

 

Kiriyama Family. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.

 

Hlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim

 

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur skrifað undir samning við bresku umboðsskrifstofuna International Talent Booking, eina stærstu umboðsskrifstofu Evrópu.

 

"Þetta þýðir í raun að við séum komin með fagmenn í okkar lið til þess að hjálpa okkur að spila á tónleikum og hátíðum erlendis. Þetta er allt á frumstigi eins og er en við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Við hlökkum mikið til þess að stækka aðdáendahópinn okkar og spila fyrir fólk út um allan heim," sagði Víðir Björnsson, einn meðlima hljómsveitarinnar í samtali við sunnlenska.is.

 

Í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni segir að Kiriyama Family sé ein þekktasta, en um leið dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hún sameinar nostalgíska raftónlist níunda áratugarins og er tónlist sveitarinnar lýst sem þverskurði af snekkju-rokki, drauma-poppi og hljóðrás úr bíómynd með Jean Claude Van Damme. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá einangruðum stöðum í íslenska dreifbýlinu en eftir að hafa flutt í suðupottinn í höfuðborginni Reykjavík hefur sveitin sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

 

Hljómsveitin hefur heillað erlenda áhorfendur á Íslandi á undanförnum árum en nú er stórt sumar framundan hjá Kiriyama Family, sem mun ferðast um Evrópu og leika á tónlistahátíðum. Þá er von á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar í kjölfarið.

 

Kiriyama Family var í viðræðum við ITB í október á síðasta ári en lokaskrefin í samningagerðinni voru stigin eftir vel heppnaða frammistöðu hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í vetur.

 

Umboðsmaður hljómsveitarinnar verður Barry Dickens, annar af stofnendum skrifstofunnar, en hann hefur meðal annars unnið með Tom Petty, Neil Young og The Who. Meðal listamanna sem eru á skrá hjá ITB eru Adele, Bob Dylan, Aerosmith og Paul Simon. 


www.sunnlenska.is

 

.

.


Kiriyama Family. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
 
Skráð af Menningar-Staður

07.02.2018 21:08

Nýr útibússtjóri Sjóvár á Selfossi

 

 

Vestfirðingurinn Guðjón Bjarni Hálfdánarson nýr útibússtjóri

Sjóvár á Selfossi.

 

Nýr útibússtjóri Sjóvár á Selfossi

 

Vestfirðingurinn Guðjón Bjarni Hálfdánarson hefur verið ráðinn nýr útibússtjóri Sjóvár á Selfossi og tók hann við starfinu þann 1. janúar sl. af Adolfi Bragasyni, sem haldið hefur í nám í Danmörku.

 

Guðjón er lögfræðingur að mennt og starfaði áður m.a. sem lögfræðingur hjá Vodafone, hjá Lögmönnum Suðurlandi og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Dattaca Labs. Guðjón er trúlofaður Rakel Dögg Guðmundsdóttur, þjónustustjóra einstaklingssviðs útibús Arion banka á Selfossi og eiga þau þrjú börn.

 

„Þjónustusvæðið er víðfeðmt, en það nær frá Þorlákshöfn allt austur að Öræfum. Útibúin eru öll opin og fagna starfsmenn okkar því að fá viðskiptavini í heimsókn til að ræða tryggingar þeirra. Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og við gefum fólki alltaf þann tíma sem þarf til að fara yfir þarfir þess og verð á þjónustunni,” segir Guðjón.

 

„Sjóvá hefur lagt mikið upp úr því að hlusta á viðskiptavini sína. Í lok janúar var Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og gefur það okkur skilaboð um að við séum á réttri leið. Við í útibúinu á Suðurlandi munum ekki gefa okkar eftir hvað þetta varðar og halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið og tryggja að viðskiptavinir Sjóvár upplifi áfram að þeir skipti okkur máli,” segir Guðjón.

 

Höfuðstöðvar Sjóvár á Suðurlandi eru á Selfossi og þar starfa ásamt Guðjóni þau Guðbjörg Hulda Albertsdóttir og Guðmundur Karl Sigurdórsson. Undir útibúið heyrir útibúið í Vestmannaeyjum og umboðið Þorlákshöfn.


Skráð af Menningar-Staður

07.02.2018 06:53

Sjálfstæðismenn í Árborg ákveða að stilla upp á lista

 

 

Frá fundi Sjálfstæðismanna í Tryggvaskála. Mynd: KB.

 

Sjálfstæðismenn í Árborg ákveða að stilla upp á lista

 

Sjálfstæðismenn í Árborg ákváðu á fundi í Tryggaskála á Selfossi á dögunum að stilla upp á lista fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Var það samþykkt með 76% atkvæða fundarmanna. Tvo þriðju þurfti samkvæmt reglum flokksins til að samþykktin væri gild.

 

Fjórir af fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa kost á sér áfram þ.e. þau Ásta Stefánsdóttir, Ari Thorarensen, Gunnar Egilsson og Kjartan Björnsson. Sandra Dís Hafþórsdóttir gefur ekki kost á sér áfram. Á fundinum var kosin uppstillingarnefnd sem mun raða frambjóðendum á lisa sem síðan verður borinn upp til samþykktar.

 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í Árborg í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða fimm af níu bæjarfulltrúum. Samfylkingin fékk tvo, Framsóknarflokkurinn einn og Björt framtíð einn.

 
 

Skráð af Menningar-Staður