Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.03.2018 07:06

Aðalfundur félags sauðfjárbænda í Árnessýslu

 

 

 

Aðalfundur félags sauðfjárbænda

í Árnessýslu


13. mars 2018 kl. 20:30

í ÞingborgSkráð af Menningar-Staður

04.03.2018 21:38

2.4 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 


Gríðarleg umferð er um vefinn Menningar-Stað þessa dagana

eins og sjá má á teljaranum.
 

 

2.4 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Í morgun, sunnudaginn 4. mars 2018, gerðist það að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fór yfir 2.400.000 flettinga alls (tvær komma fjórar milljónir flettinga og gestirnir yfir 248.000 talsins).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.
Skráð af Menningar-Staður

04.03.2018 17:57

Sumarstörf 2018 í fangelsum

 

 

 

Sumarstörf 2018 í fangelsum

 

 

 

 

04.03.2018 11:32

Merkir Íslendingar - Ásgrímur Jónsson

 


Ásgrímur Jónsson (1876 - 1958).
 

 

Merkir Íslendingar - Ásgrímur Jónsson

 

Fæddur í Flóanum og var vikapiltur um tíma á Eyrarbakka

 

 

Ásgrímur Jónsson listmálari fæddist að Rútsstaðahjáleigu í Flóa 4. mars 1876 og ólst þar upp.

 

Hann greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið, árið 1942, að ein fyrsta endurminning hans hefði snúist um það að hann sat í túninu heima hjá sér og var að bera saman bláa litinn á Eyjafjallajökli við blátt letur á bréfi sem hann hélt á. 

 

Um fermingaraldur var hann vikapiltur á Eyrarbakka, var síðan í vegavinnu og til sjós á skútum á Suðurlandi en var síðan við ýmis störf á hjá Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal. Hann sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1897 með skipinu Láru frá Bíldudal og með 200 krónur í vasanum, staðráðinn í að verða listmálari.

 

Ásgrímur lærði og vann við húsgagnamálun hjá Chr. Berg & Sön í Kaupmannahöfn í tvö ár, stundaði jafnframt teikninám fyrir iðnaðarmenn, stundaði nám í málaralist við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1900-1903, fór námsferðir til Berlínar og Dresden og til Ítalíu með styrk frá Alþingi 1908.

 

Ásgrímur var einn virtasti listmálari þjóðarinnar og er oft nefndur einn af frumkvöðlunum fjórum, ásamt Þórarni Þorlákssyni, Jóni Stefánssyni og Kjarval. Rétt eins og mörg skáld á hans tíma, leit Ásgrímur á list sína sem framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar. Hann málaði Ísland með skírskotun í íslenska náttúru og þjóðsögur, ferðaðist víða um land við erfið skilyrði til að kynnast sem best og mála náttúru landsins, málaði t.d. fjölda mynda á Höfn í Hornafirði, undir Eyjafjöllum, á Fljótsdalshéraði, Þingvöllum og í nágrenni Húsafells í Borgarfirði.

 

Ásgrímur er fyrsti alvöru vatnslitamálari okkar en margir telja snilli hans njóta sín best á því sviði. Er Ásgrímur lést hafði hann ánafnað íslenska ríkinu hús sitt við Bergstaðastræti í Reykjavík og mikið safn mynda.

 

Tómas Guðmundsson skáld skrifað ævisögu hans, Myndir og minningar, sem kom út 1956. Auk þess hefur Listasafn Íslands gefið út tvær bækur með listaverkum hans.

 

Ásgrímur Jónsson lést 5.apríl 1958.

03.03.2018 08:23

Góugleði á Eyrarbakka 10. mars 2018

 

 

 

Góugleði á Eyrarbakka 10. mars 2018

 

 

 

02.03.2018 20:12

Merkir Íslendingar- Guðmundur Jónsson

 

 

Guðmundur Jónsson (1902 - 2002).

 

 

Merkir Íslendingar- Guðmundur Jónsson

 

Guðmund­ur Jóns­son fædd­ist á Tor­fa­læk í Húna­vatns­sýslu 2. mars 1902. For­eldr­ar hans voru Jón Guðmunds­son, bóndi á Tor­fa­læk, og Ingi­björg Björns­dótt­ir hús­freyja, frá Marðarnúpi.

 

Bræður Guðmund­ar voru Björn Leví, veður­fræðing­ur og lækn­ir, Jó­hann Frí­mann um­sjón­ar­maður, Jón­as, fræðslu­stjóri í Reykja­vík, faðir Ögmund­ar, fyrrv. alþing­is­manns og ráðherra, Ingi­mund­ur, og Torfi, bóndi á Tor­fa­læk.

 

Eig­in­kona Guðmund­ar var María Ragn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, frá Brim­nes­gerði í Fá­skrúðsfirði.

 

Syn­ir Guðmund­ar og Ragn­hild­ar:

Jón Ólaf­ur, var deild­ar­stjóri Bú­tækni­deild­ar land­búnaðar­ins á Hvann­eyri;

Sig­urður Reyn­ir, fyrrv. skóla­stjóri við Heiðarskóla í Borg­ar­f­irði og kennari áður að Núpi í Dýrafirði;

og Ásgeir, fyrrv. for­stjóri Náms­gagna­stofn­un­ar, en kjör­dótt­ir Sól­veig Gyða blóma­skreyt­inga­kona.

 

Guðmund­ur varð bú­fræðing­ur frá Hól­um 1921, bú­fræðikandí­dat frá Búnaðar­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn 1925, skóla­stjóri á Hól­um í Hjalta­dal, var kenn­ari við Bænda­skól­ann á Hvann­eyri 1928-47 og skóla­stjóri þar 1944-45 og 1947-72..

 

Guðmund­ur var formaður Búnaðarráðs, fyrsti formaður Búnaðar- og garðyrkju­kenn­ara­fé­lags Íslands, meðal stofn­enda Rot­ary og Odd­fellowa í Borg­ar­f­irði, einn af stofn­end­um Fé­lags sjálf­stæðismanna á Vest­ur­landi 1960 og formaður til 1964 og formaður kjör­dæm­aráðs 1963-68, heiðurs­fé­lagi Búnaðarfé­lags Íslands 1972, Búnaðar- og garðyrkju­kenn­ara­fé­lags Íslands 1974 og Fé­lags ís­lenskra bú­fræðik­andi­data 1981. Hann var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 1964.

 

Guðmund­ur var stofn­andi og rit­stjóri Bú­fræðings­ins 1934-1954, samdi kennslu­bæk­ur fyr­ir bænda­skól­ana og rit­stýrði bók­un­um Til­raun­aniður­stöður í land­búnaði; Íslensk­ir bú­fræðik­andi­dat­ar 1974 og 1985, Bóka­tal 1978 og bóka­flokkn­um Bóndi er bú­stólpi í 7 bind­um sem kom út 1980-86.

 

Guðmund­ur lést 28. nóvember 2002.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

02.03.2018 06:48

Hádegisfundur Atorku í dag

 

 

 

     Hádegisfundur Atorku í dag

                    2. mars 2018Skráð af Menningar-Staður

01.03.2018 07:18

Kvöldstund með Valgeiri og Ástu

 

 

 

Kvöldstund með Valgeiri og Ástu

 

Eyrarbakkahjón­in Ásta Kristrún Ragn­ars­dótt­ir og Val­geir Guðjóns­son bjóða upp á kvöld­stund í Hann­es­ar­holti í Reykjavík í kvöld. fimmtudaginn 1. mars 2018, kl. 20.

 

Ásta seg­ir sög­ur af for­mæðrum sín­um sem lengi hafa búið með henni en sög­urn­ar komu út á bók fyr­ir skömmu.

 

Val­geir bjó til söngva og texta út frá sög­un­um sem hann mun leika fyr­ir gesti.


Skráð af Menningar-Staður

28.02.2018 18:15

Minningarstund á Litla-Hrauni

 


 Bænaljósastandurinn sem búinn var til á Litla-Hrauni.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

 

Minningarstund á Litla-Hrauni

 

Í gær, þriðjudaginn 27. febrúar 2018,  var minningarstund á Litla-Hrauni um fanga sem lést fyrir nokkru á Kvíabryggju.

 

Strákarnir á Hrauninu þekktu hann margir vel og komu þrjátíu fangar til stundarinnar.

 

Þá var bænaljósastandurinn sem búinn var til á Litla-Hrauni formlega tekinn í notkun og blessaður.

 

Fangarnir fóru í einfalda röð, kveiktu á kertum og settu á stjakann til minningar um hinn látna.

 

Þetta var falleg stund og áhrifarík.

 

Munum ætíð að fangar eru manneskjur hvað sem þeir kunna að hafa til saka unnið.


Séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar.


 

.

 Á myndinni má sjá söngmenn sem leiddu söng, organista og fangaprest.

.


Þrír fangaverðir og fangaprestur.


Skráð af Menningar-Staður

28.02.2018 07:07

Varpar ljósi á neyslu og efnismenningu á heimilum 19. aldar

 

 

 

Varpar ljósi á neyslu og efnismenningu

á heimilum 19. aldar

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði

 

Neysla heim­il­anna á 19. öld: vitn­is­b­urður úr dán­ar­bú­um nefn­ist er­indi Ágústu Edwald Maxwell kl. 12 í dag, miðviku­dag­inn 28. fe­brú­ar 2018, í sal Þjóðminja­safns Íslands. Fyr­ir­lest­ur­inn er í fyr­ir­lestr­aröð Fé­lags forn­leifa­fræðinga, náms­braut­ar í forn­leifa­fræði við Há­skóla Íslands og Þjóðminja­safns Íslands.

 

Ágústa mun fjalla um rann­sókn­ir sín­ar á skag­firsk­um dán­ar­bú­um frá 19. öld og hvernig þau geta, ásamt grip­a­rann­sókn­um, varpað ljósi á neyslu og efn­is­menn­ingu á heim­il­um 19. ald­ar. Hún leit­ast við að sýna fram á hvernig borðbúnaður og búsáhöld breytt­ust þegar leið á öld­ina og velt­ir jafn­framt fyr­ir sér hver áhrif þeirr­ar þró­un­ar voru á verka­hring kvenna með til­urð nýrra hús­verka. Rann­sókn­in er hluti af doktor­s­verk­efni Ágústu við Há­skóla Íslands.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður