Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.10.2017 18:53

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. okt. 2017

 

.
 


Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. okt. 2017

 

Vinir alþýðunnar

 

Hvað var á þessum miðum hjá Ingólfi -?  - kosningar - ?

 

Myndaalbúm:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284202/
 


Nokkrar myndir:
 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

02.10.2017 17:45

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 


Halldór Kristjánsson (1910 - 2000).Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.
 

Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.

Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.
 

Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.
 

Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973. 

Halldór var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974.

 

Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum.
 

Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson.

 

Halldór lést 26. ágúst árið 2000 og Rebekka lést 28. janúar 1995.

___________________________________________________________

 

9. ágúst 2003 - 
 

Minnisvarði afhjúpaður um Halldór frá Kirkjubóli

 

ÞAÐ var hátíðleg stund að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 9. ágúst 2003 er minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli var afhjúpaður.
 

Um 100 manns komu saman til að heiðra minningu Halldórs í góðu veðri. Þar á meðal var systir Halldórs, Jóhanna Kristjánsdóttir, 95 ára, og mágkona Halldórs, Þuríður Gísladóttir, ekkja Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds. Auk þess voru þarna samankomnir afkomendur Ólafs Þ. Kristjánssonar, skólastjóra og stórtemplars, bróður Halldórs, en 100 ár eru nú liðin frá fæðingu hans.
 

Viðstaddir voru einnig aðrir aðstandendur Halldórs, fyrrverandi sveitungar hans og fleiri Vestfirðingar og síðan dágóður hópur templara, en það var einmitt stúkan Einingin nr. 14 í Reykjavík sem stóð fyrir því að minnisvarðinn var reistur að Kirkjubóli. Þannig vildu félagar Einingarinnar minnast að verðleikum eins síns bezta félaga og um leið eins ötulasta talsmanns er bindindishreyfingin á Íslandi hefur átt.
 

Formaður undirbúningsnefndar Einingarinnar, Sigrún Sturludóttir, setti samkomuna með ávarpi og stjórnaði henni. Einingarfélaginn Victor Ágústsson afhjúpaði svo minnisvarðann.
 

Lesið var úr verkum Halldórs, en hann var skáld gott og skarpur penni og voru það Einingarkonurnar Ásgerður Ingimarsdóttir og Sigrún Gissurardóttir er það gjörðu. Félagar Halldórs, þeir Gunnar Þorláksson og Helgi Seljan, fluttu ávörp, félagar úr karlakórnum Erni sungu tvö lög og einnig voru sungin lög við ljóð Halldórs.
 

Það var svo Ásthildur Ólafsdóttir, bróðurdóttir Halldórs, sem flutti ávarp og þakkir frá ættingjunum fyrir þetta framtak.

Minnisvarðinn er fallegur vestfirzkur steinn með áletraðri plötu þar sem m.a. eru þessar ljóðlínur úr kvæði Halldórs sem lýsandi eru fyrir vökult viðhorf hans og baráttu alla tíð:

 

Verjum land og verndum börn

frá vímu og neyð.

 

.
Frá athöfninni að Kirkjubóli í Bjarnardal þann 9. ágúst 2003. Ljósm.: BIB
.
.
Frá athöfninni að Kirkjubóli í Bjarnardal þann 9. ágúst 2003. Ljósm.: BIB
.
.
Frá athöfninni að Kirkjubóli í Bjarnardal þann 9. ágúst 2003. Ljósm.: BIB


 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

02.10.2017 08:24

Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Flokks fólksins í Suður­kjör­dæmi

 

 
 

 

Karl Gauti Hjaltason.

 

Karl Gauti Hjaltason

 

leiðir lista Flokks fólksins í Suður­kjör­dæmi

 

Flokk­ur fólks­ins kynnti á laugardag odd­vita fram­boðslista flokks­ins fyr­ir næstu Alþing­is­kosn­ing­ar á fundi sem hald­inn var í Há­skóla­bíó.

Inga Sæ­land formaðurin flokks­ins verður odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, en hún leiddi lista flokks­ins í því kjör­dæmi einnig í síðustu kosn­ing­um.
 

Dr. Ólaf­ur Ísleifs­son mun leiða list­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son  fer fyr­ir list­an­um í Suðvest­ur­kjör­dæmi, Karl Gauti Hjalta­son í Suður­kjör­dæmi,  Magnús Þór Haf­steins­son í Norðvest­ur­kjör­dæmi og  Sr. Hall­dór Gunn­ars­son í Norðaust­ur­kjör­dæmi.
 

Flokk­ur fólks­ins er há­stökkvari í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup sem fram­kvæmd­ur var dag­ana 15. til 28. sept­em­ber og mæld­ist flokk­ur­inn þar með 10,1% fylgi.

Fylgi Vinstri grænna mæl­ist mest allra flokka og með 25,4% fylgi, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist næst­stærst­ur með 23,1% og Pírat­ar með 10,3%.

 


Oddvitar Flokks fólksins.
F.v.:

Inga - Ólafur - Magnús Þór - Halldór - Karl Gauti og Guðmundur Ingi.


Skráð af Menningar-Staður.
 

01.10.2017 10:11

1. október 1846 - Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík.

 

1. október 1846 -

Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)

 

Þann 1. október 1846 var hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum.

Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Flutningur skólans „átti drjúgan þátt í að breyta Reykjavík úr hálfdönsku sjávarkauptúni í alíslenskan kaupstað,“ að mati Jóns Helgasonar biskups.

Meðal rektora Hins lærða skóla var Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var rektor 1869 - 1872. Jens Sigurðsson var árið 1852 fyrsti kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri sem er elsti barnaskóli Íslands.

 

Rektorar Hins lærða skóla frá 1846

 

Morgunblaðið  - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 


Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 Skráð af Menningar-Staður.

30.09.2017 09:06

Kjólarnir kveðja - Sumarsýningunni "Kjóllinn" lýkur með pompi og prakt

 

 

 

Kjólarnir kveðja -

 

Sumarsýningunni „Kjóllinn“ lýkur með pompi og prakt

 

Laugadagskvöld 30. september kl. 21.00 


Dragsýning í stássstofu Hússins. Hin einstaka Tourette Fine tekur sviðið og engin verður samur eftir.

 

Sunnudagur 1. október 14.00 -17.00


Kl. 14.00 Kjólakaffi

– bjóðum uppá kúmenkaffi og dísætt konfekt fyrir prúðbúna gesti. Mæðgurnar Bryndís og Kristín sem eiga og reka verslunina Lindin á Selfossi mæta og segja bransasögur. Ásta Guðmundsdóttir hönnuður og listamaður sýnir einstakan kjól úr grjóti.


Kl. 15.00

Ágústa Eva Erlendsdóttir og píanistinn Kjartan Valdemarsson hafa slegið í gegn með uppáhaldslögunum hennar ömmu, ásamt hljómsveit sinni. Þau tvö flytja nokkur vel valin lög úr prógrammi sínu fyrir gesti kjólasýningarinnar.


Kl. 16.00

Rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson veltir vöngum yfir kjólum og körlum. 
Heiðursgestur dagsins kjólakonan Thelma Jónsdóttir mætir í lok dags og sýnir síðasta kjól sýningarinnar.

 

Safnasjóður og Uppbyggingasjóður Suðurlands styðja verkefnið


Skráð af Menningar-Staður

29.09.2017 21:46

Opið hús hjá Samfylkingunni í Árborg

 

 

 

Opið hús hjá Samfylkingunni í Árborg

 

 

Stjórn Samfylkingarinnar í Áborg ákvað á fundi sínum í vikunni eftirfarandi opnunartíma í sal flokksins á Eyrarvegi, Selfossi, fram að áramótum.

 

Fundirnir hefjast kl. 10.30 og standa til hádegis. Bæjarfulltrúar og stjórnarmenn verða á fundunum og eru félagsmenn og aðrir áhugasamir eindregið hvattir til að mæta.

 

Þá verður kjördagskaffi á kjördag í sal flokksins.


Opið verður eftirfarandi laugardaga:

30. september 

14. október

28. október, kjördagur

11. nóvember

25. nóvember

  6. desember

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

29.09.2017 21:40

Allir vilja áfram

 

 

 

Allir 10 þingmenn Suðurkjördæmis gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.

 

Flestir flokkanna stilla framboðslistunum upp vegna skamms tíma, nema Píratar sem héldu lokað prófkjör.

 

Mikil óvissa er um skiptingu sæta í kjördæminu þar sem bæði Flokkur fólksins og væntanlegt samvinnuframboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hyggjast bjóða fram í kjördæminu.

Afdrif þeirra framboða geta haft mikil áhrif á skiptingu þingsæta og fjölda þingmanna í hverjum flokki.


Héraðsfréttablaðið Suðri.

 Skráð af Menningar-Staður

 

29.09.2017 19:52

Fangavörður sýknaður í máli sem fangi vissi ekki um hvað snerist

 


Litla-Hraun Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fangavörður sýknaður í máli

sem fangi vissi ekki um hvað snerist

 

Fangavörður á Litla-Hrauni hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás og broti í opinberu starfi. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í dag  (28. sept. 2017)  en fangaverðinum var gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða er hann hugðist slökkva eld í fangaklefa. Sprautaði hann úr léttvatnsslökkvitæki í andlit og bringu fangans í um þrjár sekúndur.

Atvikið átti sér stað á nýársdag en það var ekki fyrr en 17. mars sem Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, var upplýstur um atvikið af starfsmanni fangelsisins. Var honum bent á að kynna sér myndbandsupptöku úr klefanum og kom í ljós að ekki hafði verið minnst á atvikið í skýrslu lögreglu.

Höfðu fjórir fangaverðir réttarstöðu sakbornings um tíma, þrír vegna gruns um að hafa hylmt yfir með kollega sínum og sá fjórði fyrir að hafa sprautað.Faldi kveikjara í endaþarmi


Atburðarásin var á þann veg að fanginn hafði verið með mikil læti og tvívegis með skömmu millibili kveikt eld í klefum sem hann var vistaður í. Var að mati dómarans greinilegt að ásetningur hans var skýr en hann hafði falið kveikjara í endaþarmi sínum.

Fanginn kom fyrir dóm og skýrði svo frá að honum hefði verið sagt að komið hefði upp eldur en það hefði ekki verið af hans völdum. Hann gat ekkert frekar borið um málsatvik og virtist ekki hafa hugmynd um það um hvað mál þetta snerist.

Fangaverðinum var rétt og skylt að fara inn í klefann með slökkvitæki að mati dómarans. Ákærði viðurkenndi að hafa sprautað á fangann en útilokaði ekki að einhver glóð hefði verið á brotaþola. Annar fangavörður útilokaði heldur ekki að glóð hefði verið í fanganum.Sjónlaus á öðru auga í reykfylltu herbergi


Hafi svo verið var það að meinalausu að sprauta á fangann að mati dómara. Þá er þess getið að fangavörðurinn hafði aðeins sjón á öðru auga þetta kvöld.

„Þegar tekið er tillit til þess að brotaþoli er staddur í litlu rými þegar hann kveikir eldinn verður að telja meiri líkur en minni að glóð geti borist í hann við þessar aðstæður. Með hliðsjón af öllu framansögðu og með hliðsjón af því að reykur og kóf var inni í klefanum og ákærði sjónlaus á vinstra auga verður að telja ósannað að ásetningur ákærða hafi staðið til þess að meiða brotaþola.“

Var fangavörðurinn því sýknaður en allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Dóminn í heild má lesa hér.Af www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Staður

29.09.2017 07:10

29. september 1833 - Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

29. september 1833 -

Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar
 

Jón Sigurðsson, 22 ára stúdent, hélt með skipi frá Hafnarfirði til Kaupmannahafnar þann 29. september 1833, þar sem hann bjó síðan. 

Skipið hreppti slæmt veður en kom að landi við vestanvert Jótland. 

Jón komst til Hafnar fyrir jól en fór ekki aftur til Íslands fyrr en tólf árum síðar, þegar endurreist Alþingi tók til starfa.

 

Morgunblaðið - Dagrar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: BJörn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

28.09.2017 06:29

Menningarmánuðurinn október 2017 - Dagskrá mánaðarins

 

 

 

 Menningarmánuðurinn október 2017

 

 

Fjöldi áhugaverðra viðburða er í mánuðinum sem byrjar strax 30. september í Húsinu á Eyrarbakka.

Hver viðburðinn rekur svo annan fram í nóvember og ættu allir að finna eitthvað áhugavert við sitt hæfi.

Hluti af dagskrá menningarmánaðarins er til að minnast 70 ára afmæli Selfosskaupstaðar og 120 ára ártíð Eyrarbakka og verður það gert með tónleikum, sögum og fleiri uppákomum.

Sjá má dagskránna hér að neðan og verður henni dreift inná öll heimili í sveitarfélaginu:

 

Menningarmánuðurinn október 2017 – Dagskrá

 

30. sept. Næturdrottning í Húsinu á Eyrarbakka kl. 21:00

Næturdrottning tekur á móti gestum í Húsinu á síðasta sýningardegi sumarsýningarinnar „Kjóllinn“. Frítt inn.

 

1. október Sumarsýningu lýkur í Húsinu á Eyrarbakka kl. 14:00 – 17:00

Sumarsýningunni „Kjóllinn“ lýkur með pompi og prakt. Kjólaflóð verður í stofum Hússins, söngdíva gleður gesti, hönnuður sýnir einstakan grjótakjól, rithöfundur veltir vöngum, verslunarkonur segja bransasögur og kjólakaffi verður í boði safnsins. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir viðburðinn. Frítt inn.

 

7. október „SKÁLASÖGUR“ – Tryggvaskáli á Selfossi kl. 16:00

Formleg opnun menningarmánaðarins október 2017. Í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar verður saga Tryggvaskála sögð í lifandi frásögn þeirra Bryndísar Brynjólfsdóttur, Þóru Grétarsdóttur, Þorvarðar Hjaltasonar og fleirum. Kristjana Stefáns syngur við undirleik Kjartans Valdemarssonar og Mánarnir Labbi og Bassi spila nokkur lög. Frítt inn.

 

8. október Tónleikar í Eyrarbakkakirkju kl. 16:00

Notalegir tónleikar í Eyrarbakkakirkju í tilefni af 120 ára ártíð Eyrarbakka og 140 ára afmæli Sigfúsar Einarssonar, tónskálds. Á meðal flytjanda eru Kammerkór Suðurlands, Örlygur Benediktsson, Karen Dröfn Hafþórsdóttir ásamt fleirum. Frítt inn.

 

14.–15. / 21.–22.október „SÖGUR OG SÖNGUR“ í Húsinu á Eyrarbakka kl. 14:30

Ásta Kristrún les kafla úr óútkominni bók sinni um formæður í fjóra ættliði. Þrjár hinna sögulegu kvenna ýmist bjuggu eða fæddust í Húsinu á 19. öld. Valgeir Guðjónsson leikur og syngur sín ljúfustu lög fyrir og eftir upplestur. Rauða húsið með sérstakt menningarkaffi að loknum viðburði. Frítt inn.

 

22.október Stokkseyrartónleikar í Stokkseyrarkirkju kl. 20:00

Hermundur Guðsteinsson og Kolbrún Hulda Tryggvadóttir syngja íslensk og erlend sönglög við undirleik Jóns Bjarnasonar, píanóleikara. Frítt inn.

 

26.október „SELFOSSTÓNAR“ – Selfosskirkja kl. 20:00

Í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar er rifjuð upp tónlistarsaga svæðisins með sérstaka áherslu á kóra- og tónlistarskólastarfið. Tónlistarstjóri er Jóhann Stefánsson og fram koma meðal annars Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju og Lúðrasveit Selfoss. Heiðursgestir kvöldsins eru Ásgeir Sigurðsson og Jón Ingi Sigurmundsson. Frítt inn.

 

18. nóv. „ÁRVAKAN“ – Selfossbíó kl. 16:00

Már Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir stýra Árvöku í Selfossbíói. Árvaka er menningarhátíð Selfossbæjar og var haldin fyrst árið 1972 þegar bærinn fagnaði 25 ára afmæli. Viðeigandi er við þau tímamót sem 70 ára afmælið er að líta til baka og skoða með augum dagsins í dag þá atburði og fólkið sem mótaði Selfossbæ. Þorsteinn og Már munu fara yfir sögu Selfoss frá brúarsmíði og jafnvel lengra aftur og til dagsins í dag. Stiklað verður á stóru um söguna og frásögn þeirra krydduð með innskotum og upprifjunum valin kunnra Selfyssinga á Selfossi æsku sinnar. Myndefni er frá Gunnari Sigurgeirssyni sem hefur safnað í sarpinn miklu magni myndefnis sem gefur skemmtilega og lifandi mynd af bæ í sífelldri þróun. Frítt inn.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitafélagsins Árborgar.
 


Skráð af Menningar-Staður