Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.12.2018 06:46

Vestfirðingar til sjós og lands 2. bók

 

 

 

 

Vestfirðingar til sjós og lands 2. bók

 

 

Hjá Vestfirska forlaginu var að koma úr prentvélunum bókin Vestfirðingar til sjós og lands 2. hefti. Bókin sú arna hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru.

 

 

Meðal höfunda í þessari Vestfjarðabók eru Guðbjartur Gunnarsson úr Súgandafirði, Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur St. Gunnarsson úr Önundarfirði, Gunnlaugur Júlíusson af Rauðasandi, Hafliði Jónsson frá Eyrum, Guðrún Björnsdóttir, Jón Strandberg og Bjarni G. Einarsson úr Dýrafirði og Sigurður Þórðarson frá Laugabóli í Djúpi, auk Hallgríms ritstjóra.


 

    Um hvað eru þau að skrifa? Jú til dæmis um Alla á Laugabóli, Ástar-Brand, Öskubuskur og fyrsta kossinn, búferlaflutning yfir Glámu, Antonov vélina á Hnjóti, Proppé bræður, hljómsveitina Æfingu 50 ára, Þóru Pálsdóttur, sem hjúkraði Jóni Sigurðssyni síðustu stundirnar og Vigdísi Finnbogadóttur í Hrafnseyrarkapellu 3. ágúst 1980, svo eitthvað sé nefnt. 

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

11.12.2018 06:39

Merkir Íslendingar- Fríða Á. Sigurðardóttir

 

 

Fríða Á. Sigurðardóttir (1940 - 2010).

 

 

Merkir Íslendingar-  Fríða Á. Sigurðardóttir

 

 

Fríða Áslaug Sig­urðardótt­ir fædd­ist á Hesteyri í Sléttu­hreppi í N-Ísa­fjarðar­sýslu 11. desember 1940. For­eldr­ar henn­ar voru Sig­urður Sig­urðsson, bóndi í Hæla­vík og síðar sím­stöðvar­stjóri á Hesteyri, og kona hans, Stef­an­ía Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­freyja.

 

Fríða átti 12 systkini, m.a. Jakobínu Sig­urðardótt­ur rit­höf­und.

 

Fríða var gift Gunn­ari Ásgeirs­syni og eru syn­ir þeirra Ásgeir og Björn Sig­urður.

 

Fríða lauk cand.mag.-prófi í ís­lensku frá HÍ 1979. Hún var bóka­vörður á Há­skóla­bóka­safni og Am­er­íska bóka­safn­inu frá 1964-70, var deild­ar­full­trúi við heim­speki­deild HÍ frá 1971-73 og stunda­kenn­ari við HÍ og KHÍ 1973-75 en sinnti al­farið ritstörf­um frá 1978.

 

Fyrsta bók Fríðu, smá­sagna­safnið Þetta er ekk­ert al­var­legt, kom út árið 1980. Hún sendi síðan frá sér tvö önn­ur smá­sagna­söfn, Við glugg­ann (1984) og Sum­ar­blús (2000). Þriðja skáld­saga henn­ar, Meðan nótt­in líður (1990), hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in 1991 og Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs 1992. Í um­sögn dóm­nefnd­ar Norður­landaráðs seg­ir:

 

„Fríða lýs­ir í ljóðræn­um texta þess­ar­ar bók­ar þörf okk­ar fyr­ir sögu og frá­sögn um leið og bók­in lýs­ir hve erfitt það er að kom­ast að ein­gild­um sann­leika um líf og list.“ Meðan nótt­in líður hef­ur verið þýdd á Norður­landa­mál og ensku.

 

Skáld­saga henn­ar, Í lukt­um heimi, var til­nefnd til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna 1994. Aðrar skáld­sög­ur Fríðu eru Sól­in og skugg­inn (1981), Eins og hafið (1986), Maríu­glugg­inn (1998) og síðasta verk henn­ar, Í húsi Júlíu, sem kom út í októ­ber 2006.

 

Einnig ritaði Fríða grein­ar um bók­mennt­ir í blöð og tíma­rit og sendi frá sér rit­gerð um leik­rit Jök­uls Jak­obs­son­ar auk þýðinga á er­lend­um rit­um.

 

Fríða Á. Sig­urðardótt­ir lést í Reykja­vík 7. maí 2010.Morgunblaðið 11. desember 2018.
 Skráð af Menningar-Staður.

09.12.2018 11:49

Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan 2

 

 
 

 

Vestfirðingar til sjós og lands -

Gaman og alvara fyrir vestan 2

Ný bók frá Vestfirska forlaginu

 

 

Bókin sú arna hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru.

Tilgangurinn:

Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Og varðveita ýmsar sögur og sagnir sem að öðrum kosti hefðu farið í glatkistuna. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.

 

Ef einhver ber af í þjóðfélagi okkar, eða er öðruvísi en aðrir, er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirskum ættum. Svo segja sumir. Og bæta jafnvel við: Manngildi meta Vestfirðingar í dugnaði og slíkum eiginleikum, en síður í peningum. Gamansemi er þeirra lífselexír.Hallgrimur Sveinsson tók saman.Skráð af Menningar-Staður

09.12.2018 09:39

Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja

 
 

 

 

Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja

Ný bók frá Vestfirska forlaginu

 

 

Gleði mikil var ríkjandi á Rauðsstöðum í Borgarfirði, einum af innfjörðum Arnarfjarðar, 14. september 2017. Þá sprengdi samgönguráðherrann okkar, Jón Gunnarsson, fyrstu sprenginguna í gangamunna Dýrafjarðarganga. Í framhaldi af ráðherrasprengingunni sprakk svo ríkisstjórnin um kvöldið. En allir vita að ekkert samband er náttúrlega þar á milli! 

 


Einar Benediktsson orti:

„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,

án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“

 


Í þessari handhægu bók er lítillega hugað að sögu jarðanna Rauðsstaða og Borgar við þessi merku tímamót í samgöngusögu Vestfjarða. Þeir góðu og hugrökku menn sem að verkinu standa ásamt gestum og gangandi ættu að hafa gagn og gaman af þeim fróðleik. Gangamunninn er nefnilega aðeins nokkra metra frá bæjarstæði Rauðsstaða og skammt er til Borgar í öllu tilliti. Gangagerðin er samtvinnuð jörðunum tveimur hvernig sem á er litið. En hér er ekki á nokkurn hátt verið að fjalla um göngin sem slík, heldur nánasta umhverfi þeirra Borgarfjarðarmegin.


 

Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Búnaðarfélags Auðkúluhrepps.

 


Hallgrímur Sveinsson hinn dugmikli bókaútgefandi vestra.
.
 
 


Skráð af Menningar-Staður

09.12.2018 07:19

Eyrarbakkaprestakall - Sameiginleg aðventuhátíð á Eyrarbakka

 

 

 

Eyrarbakkaprestakall - 

 

Sameiginleg aðventuhátíð á Eyrarbakka

 

 

Sameiginleg aðventuhátíð Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókna

verður haldin í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 9.desember 2018  kl. 17:00


Kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkju syngur, ásamt einsöngvurum. 


Barnakórar syngja og börn leika á hljóðfæri.


Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.


Sr. Arnaldur Bárðarson flytur aðventu- og jólahugvekju.

 


Verið velkomin til góðrar stundar á aðventu.


 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.12.2018 06:49

Jólastund með Heru í Húsinu

 

 

 

Jólastund með Heru í Húsinu

 

 

Við bjóðum unga safngesti sérlega velkomna á jólaopnun sunnudaginn 9. desember 2018 sem hefst kl. 13.00 á húslestri.

Leikkonan Hera Fjord mun lesa nokkrar jólasögur fyrir börn í stássstofu Hússins þar sem ríkir kyrrð og ró.

Í borðstofu er jólasýning safnsins þar sem gömul jólatré eru í aðalhlutverki og handgerðar jólasveinabrúður prýða eldhúsið.

 

Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er opin vinnusmiðja  þar sem gestir mega föndra músastiga.

 

Jólakaffi á boðstólum og frítt inn allan daginn og opið kl. 13.00 – 17.00. 

 

Verið innilega velkomin.


Byggðasafn Árnesinga


Húsið Eyrarbakka.
 

 

Hera Fjord í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm.: BIB

.

 

Húsið á Eyrarbakka Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

 

08.12.2018 09:20

Merkir Íslendingar - Ólafur Þ. Þórðarson

 

 

Ólafur Þ. Þórðarson (1940 - 1998).

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Þ. Þórðarson

 

Ólaf­ur Þ. Þórðar­son fædd­ist á Stað í Súg­andafirði 8. desember 1940.

For­eldr­ar hans voru Jó­fríður Pét­urs­dótt­ir og Þórður Ágúst Ólafs­son, bænd­ur þar.

 

Ólaf­ur var ná­skyld­ur Kjart­ani Ólafs­syni, fv. alþing­is­manni og rit­stjóra Þjóðvilj­ans. Feður þeirra voru bræður en mæður syst­ur.

 

Systkini Ólafs: Arn­dís, nú lát­in, hús­freyja og bóndi í Bessa­tungu í Saur­bæ í Döl­um, Þóra, kenn­ari á Suður­eyri; Lilja sem lést í barnæsku, Pét­ur Ein­ir, raf­magns­verk­fræðing­ur hjá RARIK, og Þor­vald­ur Helgi, bóndi á Stað.

 

Fyrri kona Ólafs er Þórey Ei­ríks­dótt­ir kenn­ari en börn þeirra eru Áslaug trygg­ingaráðgjafi, og Ar­in­björn, fram­kvæmda­stjóri hjá Lands­bank­an­um.

 

Seinni kona Ólafs er Guðbjörg Elín Heiðars­dótt­ir, bú­sett á Stíflu á Hvols­velli og eru börn þeirra Heiðbrá lög­fræðing­ur, og Ágúst Heiðar, starfar á Grund­ar­tanga.

 

Ólaf­ur lauk bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um á Hvann­eyri 1960 og kenn­ara­prófi frá KÍ 1970. Hann var skóla­stjóri Barna­skól­ans á Suður­eyri 1970-78 og skóla­stjóri Héraðsskól­ans í Reyk­holti frá 1978. Hann kjör­inn á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Vest­fjarðakjör­dæmi og sat á þingi þar til hann lét af störf­um vegna veik­inda 1994.

 

Ólaf­ur var odd­viti Suður­eyr­ar­hrepps 1974-78 og formaður Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga á sama tíma. Hann sat í stjórn Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands, í stjórn Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, síðar Byggðastofn­un­ar og sat á alls­herj­arþingi Sþ 1982.

 

Ólaf­ur var skemmti­leg­ur stjórn­mála­maður og óháður tísku og yf­ir­borðskenndu al­menn­ings­áliti. Hann vildi banna áfram bjór­inn, barðist gegn rýmk­un fóst­ur­eyðinga og var öt­ull talsmaður þess að allt nám væri nem­end­um að kostnaðarlausu hér á landi. Hann var mik­ill hestamaður og stofn­andi og formaður hesta­manna­fé­lags­ins Storms.

 

Ólaf­ur lést 6. september 1998.


Morgunblaðið 8. desember 2018.

 

 
Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði þann 2. ágúst 2007.

 

 

 

Jóhann Páll Helgason, fangavörður á Litla-Hrauni, við minnisvarðann um

Ólaf Þ. Þórðarson frænda sinn í fangavarðaferð júlí 2009.  Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

07.12.2018 18:04

7. desember 1881 - Minnisvarði um Jón Sigurðsson var afhjúpaður

 

 

Minnisvarðinn í Hólavallakirkjugarði.

Ljósm.: Þjóðminjasafn Íslands - Sarpur.

 

7. desember 1881 - Minnisvarði

um Jón Sigurðsson var afhjúpaður

 

Minnisvarði um Jón Sigurðsson var afhjúpaður á gröf hans í Hólavallagarði í Reykjavík þann 7. desember 1881, tveimur árum eftir að hann lést. Varðinn var reistur fyrir samskotafé og var afhjúpaður „í viðurvist mesta fjölmennis af öllum stéttum,“ eins og sagði í Árbókum Reykjavíkur.

 

 

Minnisvarðinn í Hólavallakirkjugarði.
 Skráð af Menningar-Staður.

07.12.2018 17:47

7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

7. desember 1879 -

Jón Sigurðsson forseti lést

 

Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn,  68 ára, þann 7. desember 1879.Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

 

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.
 

Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.
 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir í Reykjavík 4. maí 1890.
 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
 Skráð af Menningar-Staður

06.12.2018 21:51

Vestfirska forlagið gjörir kunnugt:

 

 

 

 

       Vestfirska forlagið gjörir kunnugt:


       
       
Vestfjarðabækurnar 2018Skráð af Menningar-Staður