Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.02.2019 07:49

Eyrarrósin 2019 verður afhent í Garðinum

 

 

 

Eyrarrósin 2019 verður afhent í Garðinum

 

 

Listi yfir  þau sex  verkefni sem eiga möguleika á

því að hljóta Eyrarrósina í ár.

 

Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Iceland Connect  og  Listahátíð í Reykjavík  veitt viðurkenningu í nafni Eyrarrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuð borgarsvæðisins.  Eyrarrósinni er ætlað að  beina  sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.

 

Alls bárust 30 umsóknir um Eyrarrósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár.

 

Á Eyrarrósarlistanum 2019 birtast nöfn þeirra  sex verkefna sem eiga möguleika á að hljóta  verðlaunin í ár. Sjálfri Eyrarrósinni fylgir tveggja milljón króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

 

Eyrarrósarlistinn 2019:

 

- Act Alone leiklistar- og listahátíð, Suðureyri

- Gamanmyndahátíð Flateyrar

- List í ljósi, Seyðisfirði

- Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Nothern Wave), Snæfellsbæ 

- LungA skólinn, Seyðisfirði

- Plan-B listahátíð, Borgarnesi

 

Eyrarrósin  verður  afhent við hátíðlega athöfn  á morgun  12. febrúar 2019 í Garði, Suðurnesjabæ, heimabæ alþjóðlegu listahátíðarinnar  Ferskra Vinda  sem er handhafi Eyrarróasarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.



Skráð af Menningar-Staður.

10.02.2019 09:28

Vöfflukaffi Framsóknar i Suðra

 

 

Vöfflukaffi Framsóknar i miðopnu Suðra.

 

 

Vöfflukaffi Framsóknar i Suðra

 

Framsóknarfólk í Sveitarfélaginu Árborg standa fyrir aðdáunarverðu félagsstarfi sem eru „Vöfflukaffin“  síðdegis á föstudögum vetrarmánuðina í Framsóknarsalnum við Eyraveg á Selfossi.

Upphafsfólk og umsjónarmenn þessa mannlífs- og menningarauka eru hjónin Vilhjálmur Sörli Pétursson og Fjóla Ingimundardóttir.

Fyrsta Vöfflukaffið var þann 13. nóvember 2015 og eru þau um 20 á hverjum vetri og verða orðin um 80 talsins eftir þennan vetur. Framsögumenn hafa komið úr ýmsum geirum samfélagsins á Suðurlandi eða á landsvísu.

Allir eru velkomnir á Vöfflukaffin og hafa þau verið mjög vel sótt öll árin með málefnalegum og fjörugum umræðum.

 

Framsögumenn vetrarnins 2018/19 hafa verið:

 

- 19. okt. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar

- 26. okt. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

– 2. nóv. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður

– 9. nóv. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss

-  16. nóv. Jón Björn Hákonarson,  ritari Framsóknarflokksins

– 23. nóv. Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka garðyrkjubænda

– 30. nóv. Valgeir Ómar Jónsson, sagnfræðingur og Willum Þór Þórsson, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar  Alþingis

– 7. des. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

– 14. des. Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar

-  18. jan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins,  samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála

– 25. jan. Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri  Sveitarfélagsins Árborgar

-  1. feb. Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  

 

Húsfyllir var í Vöfflukaffinu þann 18. janúar sl. þegar Sigurður Ingi Jóhannsson var framsögumaður.

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka færði samkomuna til myndar.

 

 




Skráð af Menningar-Staður.


 

10.02.2019 09:10

Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg í Hannesarholti 10. feb. 2019

 

 

 

 Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg

 

í Hannesarholti  10. feb. 2019

 

Segja frá lífi og ljóðum Tómasar og flytja ástsæl sönglög 

 

 

Aðal­steinn Ásberg og Svavar Knút­ur ætla að flytja dag­skrá um Reykja­vík­ur­skáldið Tóm­as Guðmunds­son í Hann­es­ar­holti í Reykja­vík,  í dag, sunnu­dag­inn 10. fe­brú­ar 2019, kl. 16. Þeir munu end­ur­taka leik­inn 24. mars kl. 16.

 

Dag­skrá­in verður í tón­um, máli og mynd­um, en Tóm­as Guðmunds­son er án efa eitt allra vin­sæl­asta ljóðskáld Íslend­inga. Í til­kynn­ingu kem­ur fram að feg­urð, kímni og róm­an­tík muni svífa yfir vötn­um í líf­legri dag­skrá þar sem þeir fé­lag­ar ætla að segja frá lífi og ljóðum Tóm­as­ar og flytja ást­sæl söng­lög sem sam­in hafa verið við ljóð hans.

 

Aðal­steinn Ásberg Sig­urðsson hef­ur sent frá sér fjölda verka fyr­ir börn og full­orðna og hef­ur átt gjöf­ult sam­starf við marga tón­list­ar­menn gegn­um árin. Svavar Knút­ur hef­ur sent frá sér marg­ar hljóm­plöt­ur og hef­ur á und­an­förn­um miss­er­um komið fram á fjölda tón­leika hér­lend­is og er­lend­is. Sam­an eiga þeir fé­lag­ar heiður­inn af vin­sælli dag­skrá um Stein Stein­ar sem þeir hafa flutt í grunn­skól­um um land allt.

 

Miðasala fer fram á tix.is



Morgunblaðið.



Skráð af Menningar-Staður.

10.02.2019 07:50

Flettingamet á Menningar-Stað

 

 

 

Flettingamet á Menningar-Stað

 

 

Síðustu tvo sólarhringa; 8. og 9. febrúar 2019, var sett flettingamet á vefnum Menningar-Staður þegar nær 50.000 flettingar voru samtals þessa tvo daga.
 


Takk fyrir þetta.
 

 

 



Skráð af Menningar-Staður.

09.02.2019 17:01

Góugleði Félags eldri borgara 2. mars 2019

 

 

 

 

Góugleði Félags eldri borgara 2. mars 2019

 

 

Félag eldri borgara á Eyrarbakka heldur góugleði laugardaginn 2. mars 2019 í Félagsheimilinu Stað.

 

Húsið opnað kl. 19:00 - Veislumatur frá Rauða húsinu.

 

Jón Bjarnason sér um fjörið.

 

Miðaverð 6.000 kr.

 

Miðapantanir hjá Ingu í síma 845 6526

eða Jónínu í síma 841 9290.
 

 

 

 



Skráð af Menningar-Staður.

09.02.2019 16:53

Aðalfundur félags eldri borgara17. feb. 2019

 

 

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara

 

hinn 17. febrúar 2019

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara á Eyrarbakka verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar kl. 14:00 að Búðarstíg 22 (Alpan kaffistofa).

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Stjórnin

 


Skráð af Menningar-Staður.

06.02.2019 18:12

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

 

 

 

 

Opnað  fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

 

 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 hinn 5. mars 2019
 



Skráð af Menningar-Sraður

05.02.2019 06:50

Kviknaði í bíl á Eyrarbakka

 

 

Brennandi bíll á Eyrarbakka. Mynd af fb-síðu BÁ.

 

 

Kviknaði í bíl á Eyrarbakka

 

 

Brunavörnum Árnessýslu bárust rétt eftir klukkan sex í gærmorgun, mánudaginn 4. febrúar 2019,  boð um að eldur væri í bifreið á Eyrarbakka. Talsverður viðbúnaður var viðhafður þar sem bifreiðin var upp við bensíndælu á bensínstöð.

 

Fyrstu aðilar á vettvang slógu verulega á eldinn með duftslökkvitækjum en eftir að dælubifreið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang gekk slökkvistarf greiðlega.

 

Á Fb-síðu BÁ kemur fram að talið sé að kviknað hafi í bifreiðinni út frá vélbúnaði.

 


Skráð af Menningar-Staður.

03.02.2019 09:28

Þorrablót Stokkseyrar 9. febrúar 2019

 

 

 

 

Þorrablót

 

Stokkseyrar 9. febrúar 2019

 

 

Kraftlyftingadeild Stokkseyrar og nýbúar ætla að halda þorrablótið í ár og verður það í Íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst um 20:00.



Veisluþjónusta Suðurlands sér um veitingar og hljómsveitin Blek og byttur ætla að sjá til þess að við dönsum af okkur skóna og töpum tölunum á skyrtunum. Þetta verður hellað stuð langt fram á nótt og allt löðrandi í vínanda.


Veislustjóri verður Arnar tryggvason og miðaverð er kr. 7000.

 


Miðasala verður 3. beb kl 20:30 og 4. feb klukkan 20:00 í  Íþróttahúsinu á Stokkseyri.

 

 
 





Skráð af Menningar-Staður.

03.02.2019 08:21

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi

 

 

Ingvar Sigurðsson á Selfossi hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóra

Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu.

 

 

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi

 

 

Stjórn Brunavarna austur Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson á Selfossi sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019.



Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSU á árinu 2015.



Hann hefur aflað sér leiðbeinendaréttinda tengt starfi sínu í slökkviliðinu, þar á meðal er hann leiðbeinandi í skyndihjálp, notkun hitamyndavéla og hurðarrofstækni. Hann hefur farið á fjölda námskeiða hjá Brunamálaskólanum, þar á meðal þjálfunarstjóra- og stjórnendanámskeiða ásamt því að sækja stjórnendanámskeið hjá Endurmenntun HÍ.



Þá er hann menntaður fangavörður og starfaði sem slíkur í rúm 7 ár á Litla-Hrauni 2008-2015 en starfar nú sem varðstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði 2018-2019. Einnig er hann menntaður lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og starfaði sem slíkur í um 2 ár hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi 2016-2018.



Ingvar hefur starfað við ýmis félagsstörf en hann er formaður félags slökkviliðsmanna Árnessýslu, verið í fagdeild slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), situr í ritnefnd LSS og hefur m.a., skrifað greinar í fréttablöð LSS „Slökkviliðsmanninn“ og „Á vakt fyrir Ísland“.



Stjórn Brunavarna A-Hún. fagnar ráðningu Ingvars í starf slökkviliðsstjóra og hlakkar til þess að vinna með hönum að frekari uppbyggingu í þessum málaflokki og að auknu samstarfi á svæðinu.

 

 

Ingvar Sigurðsson, lengst til hægri, í veislu á Blönduósi haustið 2014 í

-Samvinnuferð Hrútavina- með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum

til vistunar í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.



Skráð af Menningar-Staður.