Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.01.2018 07:03

Þurfa að gera betur í markaðsmálum bænda

 

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

 

Þurfa að gera betur í markaðsmálum bænda

 

• Fundað um lambakjöt á Hellu á laugardag • Boðið í veislu
 

Markaðsmál sauðfjár­bænda verða í brenni­depli á fundi sem hald­inn verður í íþrótta­hús­inu á Hellu á morg­un, 6. janú­ar. Lamba­kjöt er verðmæt vara er yf­ir­skrift fund­ar­ins sem Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, stend­ur að en marg­ir eru með í mál­inu, svo sem bænd­ur í héraði, IKEA, Kjöt­komp­aníið og Markaðsráð kinda­kjöts. „Við þurf­um að nálg­ast mál­in af bjart­sýni því ef rétt er á mál­um haldið eru mik­il tæki­færi í ís­lensk­um land­búnaði. En það má gera bet­ur á markaðinum, sam­an­ber að nú koma tvær millj­ón­ir ferðamanna til lands­ins á ári en sal­an á lamba­kjöt­inu eykst ekki. Ein­hversstaðar eru ónýtt tæki­færi,“ sagði Ásmund­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Efla ný­sköp­un

Vandi sauðfjár­bænda komst í frétt­irn­ar síðastliðið haust þegar slát­ur­leyf­is­haf­ar gáfu út að skerða þyrfti afurðaverð til bænda vegna mik­illa óseldra birgða. Rétt fyr­ir ára­mót samþykkti Alþingi til­lögu um að verja 665 millj­ón­um króna til að koma til móts við sauðfjár­bænd­ur, en stuðning­ur við hvern og einn bygg­ist á ýms­um for­send­um.

 

Hluti af aðgerðunum felst síðan í ný­sköp­un og vöruþróun. Í því efni seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son áhuga­vert að horfa til þess góða ár­ang­urs sem hafi náðst. Í versl­un IKEA í Garðabæ selj­ist nú til dæm­is lambaskank­ar og lok­ur með lamba­kjöti afar vel – og lambafita sé notuð tl þess að steikja klein­ur sem selj­ist vel. Þá sé Jón Örn Stef­áns­son í Kjöt­komp­aní­inu í Hafnar­f­irði að gera góða hlut og selji kótelett­ur sem seld­ar eru á 5.990 kr. kílóið. Þeir Ásmund­ur og Jón Örn muni segja frá þess­ari markaðssetn­ingu á Hellufund­in­um, sem sé mjög áhuga­vert mál.

 

Snert­ir alla bænd­ur

„Efni fund­ar­ins snert­ir alla bænd­ur, ekki bara þá sem eru með sauðfé held­ur líka þá sem eru með nauta- og svína­kjöt, kart­öfl­ur og græn­meti. Suður­landið er stærsta land­búnaðarsvæði lands­ins og hér eru mik­il­væg mál til um­fjöll­un­ar,“ seg­ir Ásmund­ur um fund­inn sem lýk­ur á því að öll­um er boðið í veislu. Því þarf fólk að skrá sig fyr­ir­fram á vefn­um bbl.is en þegar hafa 300 manns stimplað sig inn.

Morgunblaðið.


 

 
Skráð af Menningar-Staður

04.01.2018 17:30

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Gleðilegt nýtt ár.

 

Vestfirska forlagið óskar Dýrfirðingum heima og heiman sem og öllum vinum og velunnurum farsældar á nýja árinu með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem liðið er.

Á árinu 2017 komu út 8 bækur hjá Vestfirska forlaginu. Þökkum öllum í þeim stóra hópi fólks sem skipa metnaðarfulla áhöfn forlagsins og öllum hinum fjölmörgu sem komu að mannlífs- og menningarlegri starfseminni forlagsins með einum eða öðrum hætti á árinu 2017 sem og fyrri árum.

Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri.

 

Hallgrímur Sveinsson, Þingeyri
Björn Ingi Bjarnaosn, Eyrarbakka


 

 
 

.

.Skráð af Menningar-Staður.

01.01.2018 10:02

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Gleðilegt nýtt ár

 

Gleðilegt nýtt ár

Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                  Menningar-Staður

 

                                  Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
                                

                                  Vinir alþýðunnar


 
Skráð af Menningar-Staður.

31.12.2017 11:14

Áramótabrennur í Árborg 2017

 

 

 

 Áramótabrennur í Árborg 2017

 

Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember nk. ef veður leyfir. Sveitarfélagið hvetur alla til að fara varlega kringum brennurnar og minnir á mikilvægi þess að allir hafi öryggisgleraugu sem eru að skjóta upp flugeldum.

 

Brennur eru á eftirfarandi stöðum

–          Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30

–          Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00

–          Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00


Skráðaf Menningar-Staður.


 

31.12.2017 09:29

Starfslokateiti á Litla-Hrauni 28. des. 2017

 

 

F.v.: Birgir Marteinsson, Halldór Valur Pálsson Guðjón Stefánsson

og Haraldur Arngrímsson.

 

Starfslokateiti á Litla-Hrauni 28. des. 2017

 

Yfirstjórn Litla-Hrauns bauð fimmtudaginn, 28. desember 2017, til kaffistundar með kræsingum til heiðurs fangavörðunum Guðjóni Stefánssyni og Haraldi Arngrímssyni. Þeir létu af störfum fyrr á árinu vegna aldurs. Guðjón hóf störf á Litla-Hrauni árið 1979 og Haraldur árið 1994.

 

Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, stýrði samkomunni og ávarpaði Guðjón og Harald og þakkaði þeim farsæl störf á starfstímanum. Í lokin færði hann þeim gjöf frá Litla-Hrauni.

 

Síðan kallaði Halldór Valur til Björn Inga Bjarnason hjá Ljóðasetri Litla-Hrauns sem flutti meðfylgjandi ljóð og skýrði tilurð þess:

Áratugi áttuð hér

eftirsjá í köppum.

Farsæld ykkar fögnum vér

fyrir þeim nú klöppum.

.

Björn Ingi Bjarnason og Ingvar Magnússon færðu strundina til myndar.


Myndaalbúm með 35 myndum er komið á Menningar-Stað á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284808/

 

Nokkrar myndir hér:

 


F.v.: Guðjón Stefánsson, Haraldur Arngrímsson, Björn Ingi Bjarnason

og Halldór Valur Pálsson.
.

.

,

 
 
 

.

.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

31.12.2017 08:48

Merkir Íslendingar - Gils Guðmundsson

 

 
 

Gils Guðmundsson (1914 - 2005).
 

Merkir Íslendingar - Gils Guðmundsson

 

Gils Guðmundsson fæddist í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914, sonur Guðmundar Gilssonar, útvegsb. í Hjarðardal, og k.h., Sigríðar Hagalínsdóttur.

 

Foreldrar Guðmundar: Gils Bjarnason á Mosvöllum og Guðmundína Jónsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar og Kjartans Ólafssonar alþm. Foreldrar Sigríðar: Hagalín Þorkelsson og Sólveig Pálsdóttir.

Kona Gils var Guðný Jóhannesdóttir en dóttir þeirra er Erna Sigríður Gilsdóttir, kennari í Danmörku. Stjúpsonur Gils er Úlfur Árnason, doktor í Lundi.
 

Gils lauk kennaraprófi frá KÍ 1938, var sjómaður 1934-40, kennari við Íþróttaskólann í Haukadal og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði, rithöfundur frá 1942, blaðamaður og ritstjóri 1943-56 og framkvæmdastjóri Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1956-75.
 

Gils var alþingismaður Reykjavíkur fyrir Þjóðvarnarflokk Íslands 1953-56 og þingmaður Reykjaneskjördæmis fyrir Alþýðubandalagið 1963-79. Hann var formaður Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur 1953-54 og varaformaður Þjóðvarnarflokksins 1960-62, formaður Rithöfundasambands Íslands 1957-58 og formaður félagsins Ísland – Færeyjar.
 

Gils sat í Rannsóknaráði ríkisins, var skipaður í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og náttúruvernd, var formaður fiskveiðilaganefndar frá 1971, sat í Norðurlandaráði 1971-74, í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og í Þingvallanefnd. Hann sat á Allsherjarþingi SÞ 1970 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1974-75.
 

Gils samdi fjölda sagnfræðilegra rita og skrifaði sögu ýmissa stéttarfélaga. Má þar helst nefna Skútuöldina, Togaraöldina og Vestfirska sagnaþætti. Þá ritstýrði hann tímaritum og bókum, s.s. bókunum Öldin sem leið 1800-1900 og Öldin okkar, frá 1900-1980.
 

Gils lést 29. apríl 2005.

 

Morgunblaðið.

 

 

Séð yfir Önundarfjörð að Holtsodda og Hjarðardal. Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður.

 

30.12.2017 08:45

Flugeldasala á Eyrarbakka

 

 

 

Flugeldasala á Eyrarbakka

 

Flugeldasalan okkar verður sem fyrr í húsi Björgunarsveitarinnar Bjargar að Búðarstíg 21, 820 Eyrarbakka og verður opin sem hér segir:

28. desember 13:00 – 22:00
29. desember 13:00 – 22:00
30. desember 10:00 – 22:00
31. desember, gamlársdagur 10:00 – 16:00

 

Úrvalið getið þið skoðað á www.flugeldar.is/

 

Við treystum á ykkar stuðning

 

Þið megið gjarnan deila þessari færslu til þess að sem flestir sjái opnunartímann.Skráð af Menningar-Staður

27.12.2017 07:07

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

 


Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).

 

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

 

Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son fædd­ist á Flat­eyri 26. des­em­ber 1942 og hefði því orðið 75 ára í gær. For­eldr­ar hans voru hjón­in Kristján Ebenezers­son skip­stjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jó­hanns­dótt­ir, stöðvar­stjóri Pósts og síma á Flat­eyri, f. 1907, d. 2003.
 

Ein­ar Odd­ur stundaði nám í Héraðsskól­an­um á Núpi í Dýraf­irði og í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Frá ár­inu 1968 starfaði Ein­ar Odd­ur við sjáv­ar­út­veg, fyrst sem einn af stofn­end­um og fram­kvæmda­stjóri hluta­fé­lags­ins Fiskiðjunn­ar Hjálms. Hann var síðar stjórn­ar­formaður hluta­fé­lag­anna Hjálms, Vest­firsks skel­fisks og Kambs.
 

Ein­ar Odd­ur sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps 1970-1982, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1968-1979, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu 1979-1990 og formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum 1990-1992.
 

Ein­ar Odd­ur sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða frá ár­inu 1974. Hann var í aðal­stjórn Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna 1989-1994, stjórn­ar­formaður Vél­báta­út­gerðarfé­lags Ísfirðinga frá ár­inu 1984 og sat í stjórn Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva 1981-1996. Hann var formaður efna­hags­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar 1988. Formaður Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands var hann 1989-1992 og sat í stjórn at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs 1995.
 

Ein­ar Odd­ur var alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn frá 1995 til dán­ar­dags. Á Alþingi átti hann sæti í mörg­um nefnd­um en lengst og mest starfaði hann í fjár­laga­nefnd, var vara­formaður henn­ar 1999-2007 og jafn­framt aðaltalsmaður síns flokks í rík­is­fjár­mál­um.
 

Hinn 7.10. 1971 kvænt­ist Ein­ar Odd­ur Sigrúnu Gerðu Gísla­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðingi, f. 20.11. 1943. Börn Ein­ars Odds og Sigrún­ar Gerðu eru Bryn­hild­ur, Kristján Torfi og Teit­ur Björn.
 

Ein­ar Odd­ur lést 14. júlí 2007.

Morgunblaðið 27. desember 2017.

 


Þjóðarsátt 1990.

F.v.: Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.

 
Skráð af Menningar-Staður.

26.12.2017 21:11

Jólaball Kvenfélagsins 27. des. 2017

 

 

 

Jólaball Kvenfélagsins 27. des. 2017


Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka að Stað á Eyrarbakka

miðvikudaginn 27. desember 2017 kl. 15:00Skráð af Menningar-Staður

25.12.2017 16:20

Jóladagsflöggun við Stað á Eyrarbakka

 

 

 

Jóladagsflöggun við Stað á Eyrarbakka

 

.

.Skráð af Menningar-Staður.