Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

19.05.2017 11:41

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

 

Ásgeir Hannes Eiríksson (1947 - 2015).

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1947. 

For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Ket­ils­son stór­kaupmaður og Sig­ríður Ásgeirs­dótt­ir lög­fræðing­ur.

 

Móðir Ei­ríks var Guðrún Ei­ríks­dótt­ir, veit­inga­kona í Reykja­vík og hót­eleig­andi í Hafnar­f­irði, frá Járn­gerðar­stöðum, en Sig­ríður var dótt­ir Ásgeirs Þor­steins­son­ar, efna­verk­fræðings og for­stjóra, og El­ín­ar Jó­hönnu Guðrún­ar, dótt­ur Hann­es­ar Haf­stein, skálds og ráðherra, og k.h., Ragn­heiðar Haf­stein.
 

Syst­ur Ásgeirs Hann­es­ar, sam­feðra: Guðrún Birna og Dag­mar Jó­hanna, en systkini hans, sam­mæðra: Bald­vin Haf­steins­son og Elín Jó­hanna Guðrún Haf­steins­dótt­ir.
 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ásgeirs Hann­es­ar: Val­gerður Hjart­ar­dótt­ir og börn þeirra: Sig­ríður Elín, Sig­urður Hann­es, og Sigrún Helga.
 

Ásgeir Hann­es lauk prófi við Versl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skóla Íslands 1971. Hann stundaði versl­un­ar­störf í Reykja­vík, var aug­lýs­inga­stjóri DB við stofn­un blaðsins og rak m.a. Pylsu­vagn­inn við Lækj­ar­torg.

Ásgeir Hann­es gekk til liðs við Al­bert Guðmunds­son við stofn­un Borg­ara­flokks­ins vorið 1987 og var þingmaður flokks­ins 1989-91.
 

Ásgeir Hann­es var for­seti Sam­bands dýra­vernd­un­ar­fé­laga á Íslandi, sat í stjórn sam­tak­anna Gamli miðbær­inn, var formaður Kara­tefé­lags Reykja­vík­ur, sat í stjórn Vernd­ar, SÁÁ og Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna og Fé­lags áhuga­manna um frjáls­an út­varps­rekst­ur. Ásgeir Hann­es skrifaði fjölda dag­blaðsgreina, var rit­stjóri blaða og sendi frá sér bæk­ur, m.a. um gam­an­sög­ur og hnytt­in til­svör eft­ir­minni­legra ein­stak­linga. Hann var vin­sæll og hlý per­sóna, um­hyggju­sam­ur gagn­vart sam­borg­ur­um sem stóðu höll­um fæti, hafði skarp­ar og oft frum­leg­ar skoðanir, var ann­álaður sagnamaður og sjálf­ur hnytt­inn í til­svör­um.
 

Ásgeir Hann­es lést 14. febrúar 2015.

 

Morgunblaðið 19. maí 2017.
 


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 08:40

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017

 

.

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Siggeir Ingólfsson.

.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017
 

Fleiri myndir síðar.

 

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

.
F.v.: Ragnar Emilsson, Ólafur Ragnarsson, Ástrós Werner Guðmundsdóttir, Rúnar Eiríksson

og Linda Ásdísardóttir. 
.

.
Björn Ingi Bjarnason beitir.
.
 

F.v.: Ólafur Ragnarsson, Siggeir Ingólfsson, séra Úlfar Guðmundsson og Kristján Runólfsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

18.05.2017 05:57

18. maí 2017 - Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

 


Við Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

18. maí 2017 - Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

 

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag,  18. maí 2017 og munu söfn víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Yfirskriftin fyrir árið 2017 er:
Söfn og umdeild saga: Að segja það sem ekki má segja í söfnum.

 

Dagskráin á Íslandi

 

Sýnileiki á samfélagsmiðlum

Í tilefni af safnadeginum verður mikil virkni á samfélagsmiðlum þar sem söfn sýna frá starfi sínu og dagskrá. Safnasnappið mun sýna frá safnastarfi og myndir frá deginum og aðdraganda hans verða merktar með myllumerkinu #safnadagurinn á instagram og facebook.

 

Söfn um allan heim

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka. Ljósm.: Linda Ásdísardóttir.
 


Skráð af Menningar-Staður

17.05.2017 19:47

Atvinnulífsmyndir hjá -Vinum alþýðunnar-

 


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Óskar Magnússon og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Atvinnulífsmyndir hjá  -Vinum alþýðunnar-

 

Eins og fram hefur komið hér á Menningar-Stað var í morgun, miðvikudaginn 17. maí 2017, var sérstakur myndadagur hjá  -Vinum alþýðunnar-  í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skoðaðar og greindar voru gamlar myndir frá Eyrarbakka og sagan í spjalli.

 


Hér fyrir néðan má sjá þrjár af þeim myndum sem voru til umfjöllunar í morgun.

Þær eru nær því 100 ára og teknar framan við "Beitingaskúrinn" en hann er nú í vörslu Byggðasafns Árnesinga.

 

Á morgun, fimmtudaginn 18. maí kl. 17:00 - 19:00, á -Alþjóða safnadeginum- verður samkoma í og við "Beitingaskúrina"

 

Allir velkomnir.

 

.

.

.
.


Og svo er það nútíminn.Skráð af Menningar-Staður

  

17.05.2017 17:41

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

 


Nes­stofa á Seltjarnarnesi.

- Fyrsta lækna­set­ur og lyfja­búð lands­ins.

 

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

 

Bjarni Páls­son land­lækn­ir fædd­ist á Ups­um á Upsa­strönd 17. maí 1719, son­ur Páls Bjarna­son­ar, prests á Ups­um, og k.h., Sig­ríðar Ásmunds­dótt­ur hús­freyju.
 

Eig­in­kona Bjarna var Rann­veig, dótt­ir Skúla Magnús­son­ar, land­fógeta við Viðey, og k.h., Stein­unn­ar Björns­dótt­ur Thorlacius.

Meðal barna Bjarna og Rann­veig­ar voru Stein­unn, hús­freyja á Hlíðar­enda, kona Vig­fús­ar Þór­ar­ins­son­ar sýslu­manns og móðir Bjarna Thor­ar­en­sen, skálds og amt­manns; Skúli lyfja­fræðinemi sem tal­inn er hafa lát­ist í Kína; Eggert, prest­ur í Staf­holti, og Þór­unn, kona Sveins Páls­son­ar, nátt­úru­fræðings og héraðslækn­is.
 

Bjarni út­skrifaðist úr Hóla­skóla 1945, lagði síðan stund á nátt­úru­fræði og lækn­is­fræði við Hafn­ar­há­skóla, lauk bacc.phil.-prófi 1748 og ex.med.-prófi „með efsta æru­titli“ 1759.
 

Bjarni fékk rann­sókn­ar­styrk, ásamt Eggerti Ólfas­syni, til að fara um Ísland og taka sam­an skýrslu um jarðir og lands­hagi hér á landi og er Ferðabók Eggerts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar afrakst­ur þeirra ferða 1752-57.

Bjarni var skipaður fyrsti land­lækn­ir Íslands árið 1760, sat á Bessa­stöðum til 1763 en síðan í Nesi á Seltjarn­ar­nesi. Hann var í Kaup­manna­höfn vet­ur­inn 1665-66 við und­ir­bún­ing lækna­skip­un­ar hér, en hann lét sér ein­mitt mjög annt um skip­an þeirra mála, koma á skip­an fjórðungs­lækna á Íslandi, hafði for­göngu um fyrstu lyf­söl­una hér og skip­an fyrsta lyfsal­ans og fékk til lands­ins fyrstu lærðu ljós­móður­ina.
 

Bjarni hafði lækna­nema alla tíð og kenndi alls 13 lækna­nem­um, rak sjúkra­vist í þar til gerðu bæj­ar­hús­in í Nesi og var for­stöðumaður lyfja­búðar þar uns fyrsti lyfsal­inn kom til lands­ins 1772.
 

Bjarni ritaði m.a. rit um Varn­ir gegn fjár­kláða og bólu­sótt og var mik­ill áhugamaður um nátt­úru­fræði.
 

Bjarni lést 8. september 1779.

 

Morgunblaðið 17. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður

17.05.2017 10:39

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. maí 2017

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson og Óskar Magnússon.

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. maí 2017


Í morgun, miðvikudaginn 17. maí 2017, var sérstakur myndadagur hjá  -Vinum alþýðunnar-  í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skoðaðar og greindar voru gamlar myndir frá Eyrarbakka og sagan í spjalli.


Menningar-Staður færði til myndar.


 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson og Óskar Magnússon.

.

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Óskar Magnússon og Siggeir Ingólfsson.

.

 

F.v.: Jón Gunnar Gíslason og Sigurður Egilsson.

.

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson, Jón Gunnar Gíslason, Sigurður Egilsson,

Jóhann Jóhannsson og Óskar Magnússon.

.


F.v.: Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson, Jón Gunnar Gíslason og Sigurður Egilsson.
 


Skráð af Menningar-Staður  

16.05.2017 18:52

Safnadagurinn 18. maí 2017 - Myntsýning og Beitingaskúrinn

 


Við Húsið á Eyrarbakka.

 

Safnadagurinn 18. maí 2017 - 

Myntsýning og Beitingaskúrinn

 

Í tilefni af Íslenska safnadeginum fimmtudaginn 18. maí 2017 býður Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka gestum uppá hádegisleiðsögn.

Síðdegis verður Beitingaskúrinn opinn þar sem sýnd verða handbrögðin við beitingu.

 

Hádegisleiðsögnin verður í Húsinu í umsjón Þorsteins Tryggva Mássonar héraðsskjalavarðar á sýninguna -Á því herrans ári- og hefst kl. 12.00.

Á sýningunni sem er samstarfsverkefni safnsins og Héraðsskjalasafns Árnesinga er varpað nýju ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum.

 

Aðgangur ókeypis á leiðsögn.

---------------------------------------------

 

Í Beitingaskúrnum við sjógarðinn verður beitt í bala frá 17.00 – 19.00.

 

Þá gefst gestum bæði færi á að sjá vana menn þá Siggeir Ingólfsson og Björn Inga  Bjarnason að störfum sem og skoða sjálfan skúrinn.

 

Léttar veitingar  í boði og aðgangur ókeypis.

 

 

Í Beitingaskúrnum. F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson.
 Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka.


Skráð af Menningar-Staður

16.05.2017 09:57

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. maí 2017

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Sigurður Egilsson, Ragnar Emilsson,

Jóhann Jóhannsson, Bjarnfinnur Hjaltason og Ingólfur Hjálmarsson. 
 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. maí 2017

 

Glatt var á hjalla í morgun, þriðjudaginn 16. maí 2017,  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka hjá  -Vinum alþýðunnar-  á hefðbundnum morgunfundi.

Sérstakir gestir komnir úr Reykjavík með ilmandi bakkelsi voru Eyrbekkingarnir brottfluttu; Bjarnfinnur Hjaltason og Guðmundur Ingi Guðmundsson.

Þeim var vel fagnað og horfðu þeir yfir götuna við Alþýðuhúsið Stað til sinnu gömlu heimila á Eyrarbakka.
 


Takk fyrir komuna.
 


Menningar-Staður færði til myndar.   

 

.

F.v.: Guðmundur Ingi Guðmundsson, Sigurður Egilsson, Haukur Jónsson, Ragnar Emilsson

og Jóhann Jóhannsson.

.


F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Bjarnfinnur Hjaltason.
 

 

F.v.: Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson og Bjarnfinnur Hjaltason.
.

 

F.v.: Ragnar Emilsson Jóhann Jóhansson, Guðmundur Ingi Guðmundsson,

Guðmundur Sæmundsson og Bjarnfinnur Hjaltason.

 

 

F.v.: Sigurður Egilsson, Siggeir Ingólfsson, Haukur Jónsson, Ragnar Emilsson,

Jóhann Jóhannsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson

og Bjarnfinnur Hjaltason. 

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson og Sigurður Egilsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.05.2017 07:44

160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

 

 

Frá aðalfundi Landvarðafélagsins í vor.

F.v.: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Júlía Björnsdóttir, landvörður.

 

160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

 

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.
 

Aukin landvarsla og umsjón með viðkvæmum svæðum er að mati ráðuneytisins ein skilvirkasta leiðin til að vernda náttúru Íslands nú þegar stefnir í metár í heimsókn ferðamanna til landsins. Viðvera landvarða er einnig öryggismál og er ekki síst mikilvæg á þeim svæðum sem enn vantar upp á að innviðir séu fullnægjandi.
 

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður munu hafa umsjón með verkefninu sem beinist m.a. að lengingu viðveru landvarða nú í vor og haust í samræmi við lengingu ferðamannatímabilsins. 


Stjórnarráðið greinir frá.Skráð af Menningar-Staður

15.05.2017 07:00

Ný bók að vestan: - Vestfirskar sagnir 4. hefti komin út hjá Vestfirska forlaginu

 

 

 

Ný bók að vestan:

- Vestfirskar sagnir 4. hefti komin út hjá Vestfirska forlaginu

Sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir, sem Helgi Guðmundsson safnaði og skráði, hefur verið ófáanlegur í áratugi. Vestfirska forlagið gefur hann nú út á nýjan leik í heiðursskyni við Helga og útgefandann, Guðmund Gamalíelsson. Enda löngu tímabært. Fjórða heftið er farið í dreifingu hjá forlaginu. Þrjú hefti eru áður komin út. 

Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið við sögu í 4. heftinu. Harmsaga hennar er mörgum hugleikin. Gunnhildur var uppi á 18. öld, drukknaði á hörmulegan hátt og gekk aftur að sögn alþýðu. Henni er svo lýst að hún hafi verið kona fríð sýnum. En hæðin þótti hún og náði því ekki alþýðuhylli. Hún átti ekki miklum vinsældum að fagna á heimili sínu, enda talið að hún hafi verið kuldastrá fjölskyldunnar. 

Sumum finnst eflaust að hinar vestfirsku sögur og sagnir séu ekki merkilegar bókmenntir. En er það svo? Menn geta deilt um það eins og annað. Hér er um að ræða reynsluheim forfeðranna í harðbýlum landshluta. Margar af þeim frásögnum færir Helgi Guðmundsson í fyrsta skipti til bókar eftir skilgóðum heimildarmönnum. Sumar þeirra eru jafnvel frá upphafi byggðar í landinu. Það hlýtur að vera nokkurs virði, en margir telja þjóðsögur og sagnir einn af fjársjóðum Íslands sem við megum ekki gleyma og týna. 

 

Verð: 2.800.-. kr.
 

 Skráð af Menningar-Staðr