![]() |
Eyrarrósin 2019 verður afhent í Garðinum
Listi yfir þau sex verkefni sem eiga möguleika á
því að hljóta Eyrarrósina í ár.
Frá árinu 2005 hafa Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík veitt viðurkenningu í nafni Eyrarrósarinnar til afburða menningarverkefna utan höfuð borgarsvæðisins. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Alls bárust 30 umsóknir um Eyrarrósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár.
Á Eyrarrósarlistanum 2019 birtast nöfn þeirra sex verkefna sem eiga möguleika á að hljóta verðlaunin í ár. Sjálfri Eyrarrósinni fylgir tveggja milljón króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.
Eyrarrósarlistinn 2019:
- Act Alone leiklistar- og listahátíð, Suðureyri
- Gamanmyndahátíð Flateyrar
- List í ljósi, Seyðisfirði
- Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Nothern Wave), Snæfellsbæ
- LungA skólinn, Seyðisfirði
- Plan-B listahátíð, Borgarnesi
Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn á morgun 12. febrúar 2019 í Garði, Suðurnesjabæ, heimabæ alþjóðlegu listahátíðarinnar Ferskra Vinda sem er handhafi Eyrarróasarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Vöfflukaffi Framsóknar i miðopnu Suðra.
|
Vöfflukaffi Framsóknar i Suðra
Framsóknarfólk í Sveitarfélaginu Árborg standa fyrir aðdáunarverðu félagsstarfi sem eru „Vöfflukaffin“ síðdegis á föstudögum vetrarmánuðina í Framsóknarsalnum við Eyraveg á Selfossi.
Upphafsfólk og umsjónarmenn þessa mannlífs- og menningarauka eru hjónin Vilhjálmur Sörli Pétursson og Fjóla Ingimundardóttir.
Fyrsta Vöfflukaffið var þann 13. nóvember 2015 og eru þau um 20 á hverjum vetri og verða orðin um 80 talsins eftir þennan vetur. Framsögumenn hafa komið úr ýmsum geirum samfélagsins á Suðurlandi eða á landsvísu.
Allir eru velkomnir á Vöfflukaffin og hafa þau verið mjög vel sótt öll árin með málefnalegum og fjörugum umræðum.
Framsögumenn vetrarnins 2018/19 hafa verið:
- 19. okt. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar
- 26. okt. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu
– 2. nóv. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður
– 9. nóv. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss
- 16. nóv. Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins
– 23. nóv. Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka garðyrkjubænda
– 30. nóv. Valgeir Ómar Jónsson, sagnfræðingur og Willum Þór Þórsson, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis
– 7. des. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
– 14. des. Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar
- 18. jan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála
– 25. jan. Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Árborgar
- 1. feb. Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Húsfyllir var í Vöfflukaffinu þann 18. janúar sl. þegar Sigurður Ingi Jóhannsson var framsögumaður.
Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka færði samkomuna til myndar.
![]() |
||
|
![]() |
Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg
í Hannesarholti 10. feb. 2019
Segja frá lífi og ljóðum Tómasar og flytja ástsæl sönglög
Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur ætla að flytja dagskrá um Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í Hannesarholti í Reykjavík, í dag, sunnudaginn 10. febrúar 2019, kl. 16. Þeir munu endurtaka leikinn 24. mars kl. 16.
Dagskráin verður í tónum, máli og myndum, en Tómas Guðmundsson er án efa eitt allra vinsælasta ljóðskáld Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að fegurð, kímni og rómantík muni svífa yfir vötnum í líflegri dagskrá þar sem þeir félagar ætla að segja frá lífi og ljóðum Tómasar og flytja ástsæl sönglög sem samin hafa verið við ljóð hans.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur sent frá sér fjölda verka fyrir börn og fullorðna og hefur átt gjöfult samstarf við marga tónlistarmenn gegnum árin. Svavar Knútur hefur sent frá sér margar hljómplötur og hefur á undanförnum misserum komið fram á fjölda tónleika hérlendis og erlendis. Saman eiga þeir félagar heiðurinn af vinsælli dagskrá um Stein Steinar sem þeir hafa flutt í grunnskólum um land allt.
Miðasala fer fram á tix.is
Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Flettingamet á Menningar-Stað
Síðustu tvo sólarhringa; 8. og 9. febrúar 2019, var sett flettingamet á vefnum Menningar-Staður þegar nær 50.000 flettingar voru samtals þessa tvo daga.
Takk fyrir þetta.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Góugleði Félags eldri borgara 2. mars 2019
Félag eldri borgara á Eyrarbakka heldur góugleði laugardaginn 2. mars 2019 í Félagsheimilinu Stað.
Húsið opnað kl. 19:00 - Veislumatur frá Rauða húsinu.
Jón Bjarnason sér um fjörið.
Miðaverð 6.000 kr.
Miðapantanir hjá Ingu í síma 845 6526
eða Jónínu í síma 841 9290.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
|
Aðalfundur Félags eldri borgara
hinn 17. febrúar 2019
Aðalfundur Félags eldri borgara á Eyrarbakka verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar kl. 14:00 að Búðarstíg 22 (Alpan kaffistofa).
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 hinn 5. mars 2019
Skráð af Menningar-Sraður
![]() |
Brennandi bíll á Eyrarbakka. Mynd af fb-síðu BÁ. |
Brunavörnum Árnessýslu bárust rétt eftir klukkan sex í gærmorgun, mánudaginn 4. febrúar 2019, boð um að eldur væri í bifreið á Eyrarbakka. Talsverður viðbúnaður var viðhafður þar sem bifreiðin var upp við bensíndælu á bensínstöð.
Fyrstu aðilar á vettvang slógu verulega á eldinn með duftslökkvitækjum en eftir að dælubifreið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang gekk slökkvistarf greiðlega.
Á Fb-síðu BÁ kemur fram að talið sé að kviknað hafi í bifreiðinni út frá vélbúnaði.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Þorrablót
Stokkseyrar 9. febrúar 2019
Kraftlyftingadeild Stokkseyrar og nýbúar ætla að halda þorrablótið í ár og verður það í Íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst um 20:00.
Veisluþjónusta Suðurlands sér um veitingar og hljómsveitin Blek og byttur ætla að sjá til þess að við dönsum af okkur skóna og töpum tölunum á skyrtunum. Þetta verður hellað stuð langt fram á nótt og allt löðrandi í vínanda.
Veislustjóri verður Arnar tryggvason og miðaverð er kr. 7000.
Miðasala verður 3. beb kl 20:30 og 4. feb klukkan 20:00 í Íþróttahúsinu á Stokkseyri.
|
||
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Ingvar Sigurðsson á Selfossi hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu.
|
Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi
Stjórn Brunavarna austur Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson á Selfossi sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019.
Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSU á árinu 2015.
Hann hefur aflað sér leiðbeinendaréttinda tengt starfi sínu í slökkviliðinu, þar á meðal er hann leiðbeinandi í skyndihjálp, notkun hitamyndavéla og hurðarrofstækni. Hann hefur farið á fjölda námskeiða hjá Brunamálaskólanum, þar á meðal þjálfunarstjóra- og stjórnendanámskeiða ásamt því að sækja stjórnendanámskeið hjá Endurmenntun HÍ.
Þá er hann menntaður fangavörður og starfaði sem slíkur í rúm 7 ár á Litla-Hrauni 2008-2015 en starfar nú sem varðstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði 2018-2019. Einnig er hann menntaður lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og starfaði sem slíkur í um 2 ár hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi 2016-2018.
Ingvar hefur starfað við ýmis félagsstörf en hann er formaður félags slökkviliðsmanna Árnessýslu, verið í fagdeild slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), situr í ritnefnd LSS og hefur m.a., skrifað greinar í fréttablöð LSS „Slökkviliðsmanninn“ og „Á vakt fyrir Ísland“.
Stjórn Brunavarna A-Hún. fagnar ráðningu Ingvars í starf slökkviliðsstjóra og hlakkar til þess að vinna með hönum að frekari uppbyggingu í þessum málaflokki og að auknu samstarfi á svæðinu.
![]() |
Ingvar Sigurðsson, lengst til hægri, í veislu á Blönduósi haustið 2014 í
-Samvinnuferð Hrútavina- með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum
til vistunar í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.
Skráð af Menningar-Staður.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is