Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.02.2019 20:21

Merkir Íslendingar - Torfhildur Hólm

 

 

Torfhildur Hólm (1845 - 1918).

 

 

Merkir Íslendingar - Torfhildur Hólm

 

 

Torf­hild­ur Hólm Þor­steins­dótt­ir fædd­ist 2. fe­brú­ar árið 1845 á Kálfa­fellsstað í Suður­sveit, A-Skaft.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Þor­steinn Ein­ars­son, f. 1810, d. 1877, prest­ur þar, og Guðríður Torfa­dótt­ir, f. 1805, d. 1879, hús­freyja.

 

Torf­hild­ur lagði stund á ensku og hannyrðanám í Reykja­vík. Hún gift­ist Jakobi Hólm versl­un­ar­stjóra á Hóla­nesi nyrðra þegar hún var 29 ára en Jakob lést á eins árs brúðkaup­saf­mæli þeirra. Þau voru barn­laus.

 

Torf­hild­ur flutti til Vest­ur­heims árið 1876 og fyrsta skáld­saga henn­ar, Tára­blómið, birt­ist árið 1879 í vestur­ís­lenska blaðinu Fram­fara. Fyrsta bók­in til að vekja al­menna at­hygli á Torf­hildi var sag­an Brynj­ólf­ur bisk­up, en hún kom út árið 1882. Í Vest­ur­heimi lagði Torf­hild­ur einnig stund á mál­aralist og hannyrðir og kenndi hún ung­um stúlk­um. Einnig skrá­setti hún þjóðsög­ur og sagn­ir sem hún safnaði meðal ís­lensku land­nem­anna í Kan­ada og löngu síðar voru nokkr­ar þeirra sagna gefn­ar út á bók.

 

Árið 1889 flutti Torf­hild­ur aft­ur til Íslands og tveim­ur árum seinna ákvað Alþingi að veita henni skálda­styrk, 500 krón­ur á ári, og var hún fyrsta kon­an til að hljóta hann. Var því mót­mælt í blöðum og á þingi að kona skyldi fá þenn­an styrk og fór svo að hann var lækkaður í 200 krón­ur og kallaður ekkna­styrk­ur.

 

Torf­hild­ur gaf út bók­mennta­tíma­ritið Draupni á ár­un­um 1891 til 1908 og tíma­ritið Dvöl á ár­un­um 1901 til 1917.

 

Torf­hild­ur var stór­merki­leg kona sem fór ótroðnar slóðir og ruddi braut­ina fyr­ir þá sem á eft­ir komu, og ekki bara kyn­syst­ur sín­ar. Ekki ein­asta var hún fyrst ís­lenskra kvenna til að gefa út skáld­sögu, held­ur var hún fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem hafði at­vinnu af ritstörf­um al­mennt. Varð hún vin­sæll höf­und­ur, ekki síður vest­an hafs en hér.

 

Torf­hild­ur lést úr spænsku veik­inni 14. nóv­em­ber 1918.

 


Skráð af Menningar-Staður.

02.02.2019 19:52

Merkir Íslendingar - Guðmundur Thoroddsen

 

 

Guðmundur Thoroddsen (1887 - 1968)

 

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Thoroddsen

 

 

Guðmundur Thoroddsen, prófessor og yfirlæknir, fæddist á Ísafirði 1. febrúar 1887. 

Hann var sonur Skúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði og ritstjóra og alþingismanns á Bessastöðum og í Reykjavík, og k.h. Theodóru Friðriku Thoroddsen skáldkonu.

 

Foreldrar Skúla voru Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, og Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, f. Sívertsen, húsfreyja, en foreldrar Theodóru voru Guðmundur Einarsson, prófastur og alþingismaður á Breiðabólstað, og Katrín Ólafsdóttir Sívertsen.

Bræður Skúla voru þjóðþekktir, Sigurður verkfræðingur, faðir Gunnars forsætisráðherra, Þórður, læknir og alþingismaður, faðir Emils tónskálds, og Þorvaldur náttúrufræðingur. Meðal þjóðþekktra systkina Guðmundar má nefna Kristínu Ólínu yfirhjúkrunarkonu; Katrínu, yfirlækni og alþingismann; Bolla borgarverkfræðing; Sigurð verkfræðing og Unni húsmóður á Flateyri, móðir Skúla Halldórssonar, tónskálds.
 

Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Regína M. Benediktsdóttir sem lést 1929 og eignuðust þau sjö börn, en seinni kona hans var Sigurlín Guðmundsdóttir og er sonur þeirra Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, og Ásta Björt, kjördóttir og dótturdóttir.
 

Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1905, embættisprófi í læknisfræði frá Hafnarháskóla 1911, fékk sérfræðileyfi í handlækningum 1923 og fór eftir það í framhaldsnámsferðir til Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands, Frakklands og Englands.

Hann var kandídat og læknir við sjúkrahús í Höfn, læknir í Reykjavík frá 1920, skólalæknir þar um skeið, dósent við HÍ frá 1923, prófessor frá 1924, yfirlæknir á handlæknisdeild og fæðingardeild Landspítalans frá 1931, sérfræðingur við Kleppsspítala frá 1953, forstöðumaður Ljósmæðraskóla Íslands 1931-48, rektor HÍ 1926-27, var formaður Læknafélags Íslands, sat í Læknaráði og í stjórn Rauða kross Íslands.
 

Guðmundur lést 6. júlí 1968.

 

Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

02.02.2019 15:47

Brúnastaðasystkinin 1000 ára gömul

 

 

Systkinin fremri röð: �sdís, Hrafnhildur, Hjálmar, Guðni, Auður og Guðrún. Efri röð: Sverrir, Jóhann, Tryggvi, Valdimar, �orsteinn, Bragi, Geir, Ketill og �orvaldur.

Systkinin fremri röð:

Ásdís, Hrafnhildur, Hjálmar, Guðni, Auður og Guðrún. Efri röð: Sverrir,

Jóhann, Tryggvi, Valdimar, Þorsteinn, Bragi, Geir, Ketill og Þorvaldur.

 

Brúnastaða systkinin 1000 ára gömul

 

Samanlagður aldur fimmtán systkina frá Brúnastöðum í Hraungerðishreppi hinum forna nær nú eitt þúsund árum.

 

Einn af tólf bræðrum er látinn, Gísli sem var fjórði í aldursröðinni. Hann lést 2006 og átti að baki tæplega sextíu og eitt lífár. Foreldrar systkinanna, Ágúst Þorvaldsson og Ingveldur Ástgeirsdóttir, voru kunn hér í héraði. Hann var landskunnur alþingismaður á sínum tíma. Ágúst var fæddur á Eyrarbakka 1907 og lést 1986. Ingveldur var fædd á Syðri-Hömrum í Ásahreppi 1920 og lést 1989. Þau bjuggu að Brúnastöðum.

 

Systkinin fögnuðu þúsund ára afmælinu á dögunum í Betri-Stofunni á Hótel Selfossi með góðri veislu. Afkomendur Brúnastaðahjónanna telja í heildina 146 manns þar af eru 91 karl og 46 konur. Systkinin og makar þeirra gerðu sér margt til skemmtunar og rifjuðu upp æskuna á Brúnastöðum en öll fæddust þau heima undir öruggum ljósmóðurhöndum ömmu sinnar Arndísar Þorsteinsdóttur á Syðri-Hömrum í Ásahreppi nema Jóhann sem er yngstur. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1963.

Foreldrum sínum til heiðurs flutti Guðni Ágústsson m.a. eftirfarandi ljóð eftir Magnús Gunnar Sigurjónsson á Stokkseyri sem hann flutti þeim Brúnastaðahjónum þegar þau voru heiðursgestir Stokkseyringa fyrir 35 árum.

 

Heill sé þér höfðingi
Hraungerðinga.
Velkominn vertu
vina á fund.
(Fagna þér frændur
Fornrar ættar)
Brattsholts frá Bergi
bornir niðjar.

 

Fagnar þér fremur
Flóinn allur
mögur sinn man
af manna þingum.
Stóð um þig styr
og sterkir vindar
Skóku þitt skip
við skarpann leik.

 

Muna má þig
mæla á þingum
fyrir framtíðum
fagurra sveita
tæpi tunga
töluð var ei
en hátt í heiðríkju
háleitra tóna
gafst þú æ gætur
að gróandans þörf.

 

Bóndi er bústólpi
bú er landstólpi
meitlað var minstur
í mál þitt og gerð.
Heill sé þér höfðingi
Hraungerðinga
virtur af verkum
hjá vorri þjóð.

 

Þá skal og Ingveldi
Ástgeirsdóttur
árnaðaróskir
af alhug færðar.
Sunnlenskum sveitum
sómi er að
samhentum slíkum
sæmdarhjónum.

 

Systkinin þakka vinsemd og kveðjur sem þeim hafa borist af tilefni afmælisins.

 
Skráð af Menningar-Staður.

02.02.2019 08:43

Íbúafundur í Árborg - Niðurstöður úttektar á stjórnsýslu kynntar

 

 

 

 

Íbúafundur í Árborg -

 

Niðurstöður úttektar á stjórnsýslu kynntar

 

 

Úttekt á fjármálum, stjórnsýslu og rekstri Sveitarfélagsins Árborgar er lokið.

 

Það var Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur sem stóð að úttektinni og gerð skýrslu um málefnið.

 

Íbúafundur þar sem niðurstöður úttektarinnar verða kynntar mun fara fram á Hótel Selfossi mánudaginn 4. febrúar 2019 kl. 20:00

 

Úttektin náði yfir stjórnsýslu, rekstur og fjármál Sveitarfélagsins Árborgar og fór fram að ósk núverandi bæjarstjórnar samkvæmt samningi sem samþykktur var á bæjarstjórnarfundi 17. október 2018.

 

Niðurstöðurnar, ásamt tillögum til úrbóta, verða gefnar út í skýrslu sem ætlað er að gefa góða mynd af stjórnsýslunni, fjármálum sveitarfélagsins, rekstri þess og einstakra stofnana.

 

Áður en skýrslan verður gerð opinber verður hún kynnt bæjarfulltrúum, starfsfólki og íbúum.

 

 Skráð af Menningar-Staður.

01.02.2019 20:30

100 dagar í lokadagstónleika ÆFINGAR

 

 

 Hljómsveitin ÆFING og aðdáendur í Berlín 2015.

 

 

100 dagar í lokadagstónleika ÆFINGAR

 

 

Til allra sem málið varðar með einum eða öðrum hætti: 


Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri varð 50 ára þann 27. desember 2018. -


100 dagar í lokadagstónleika ÆFINGAR í Bæjarbíói í Hafnarfirði hinn 11. maí 2019.

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.02.2019 17:34

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

 

 

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

 

Dagurinn í dag, föstudagurinn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. 
 


1. febrúar 1930 var stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010.

 

Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil, enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.


Fyrsta kenfélagið á Íslandi, sem var í Rípurhreppi, var stofnað 1869.


Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað 25. apríl árið 1888.


 Skráð af Menningar-Staður.

01.02.2019 06:37

1. fe­brú­ar 1904 - Heima­stjórn

 


Hannes Hafstein við Stórnarráðið í Reykjavík.

 

 

 

1. fe­brú­ar 1904 - Heima­stjórn

 

 

Heima­stjórn. Ný stjórn­skip­an kom til fram­kvæmda og fól í sér skip­an ís­lensks ráðherra sem bæri ábyrgð gagn­vart Alþingi.

 

Þessu var „fagnað með veislu­höld­um bæði í Reykja­vík og víðar um land,“ eins og sagði í Skírni.

 

Hann­es Haf­stein varð fyrsti ráðherr­ann. Hann gegndi því embætti til 1909 og aft­ur frá 1912 til 1914.

 


Skráð af Menningar-Staður

31.01.2019 17:38

Kyndilmessustund í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar 2019

 

 

 

Kyndilmessustund

 

í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar 2019

 

 

Byggðasafn Árnesinga heldur  upp á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar 2019 kl. 3.

 

Dagskráin verður nokkuð óhefðbundin. Kristján Guðmundsson sálfræðingur hugleiðir efni skáldsögunnar Eitraða barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Af hverju fremur manneskja glæp? Er einhver leið að útskýra ofbeldi? Eitraða barnið gerist á Eyrarbakka um aldamótin 1900 og ætlar Kristján að veita gestum sálfræðilega innsýn í efni bókarinnar fyrir gesti.  Að loknu erindi Kristjáns syngur Hafsteinn Þórólfsson söngvari  við undirleik Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara nokkur lög.

 

Í upphafi dagskrár verður í stuttu máli sagt frá Kyndilmessunni.  Kyndilmessa, hreinsunarhátíð Maríu meyjar, er 40 dögum eftir fæðingu Krists sem ber upp á 2. febrúar ár hvert. Þá er mikil ljósadýrð við kaþólska guðþjónustu og dagurinn því kenndur við kerti eða kyndla og íslenska nafnið  Kyndilmessa þaðan upprunnið segir í Sögu Daganna eftir Árna Björnsson.

 

Stundin hefst kl. 3, boðið verður upp á kaffi að lokinni dagskrá  og aðgangur ókeypis.

 

Allir velkomnir.Skráð af Menningar-Staður

30.01.2019 17:26

Fimmtíu ár frá síðustu tónleikum Bítlana

 

 

Sjá;

https://www.youtube.com/watch?v=NCtzkaL2t_Y

 

 

Fimmtíu ár frá síðustu tónleikum Bítlana

 

 

Fimmtíu ár eru liðin í dag frá því að fjórmenningarnir

í hljómsveitinni The Beatles héldu sína síðustu tónleika.

r að gera nýja heimildarmynd um fjórmenningana,

byggða á mörgum klukkustundum af áður óútgefnu efni.

 

 

The Beatles, eða bresku Bítlarnir, eins og þeir voru iðulega kallaðir hér á landi, voru við það að slíta samstarfinu þegar þeir fengu þá skyndihugdettu að leika nokkur lög uppi á þaki á skrifstofubyggingu fyrirtækis þeirra, Apple Records, við Savile Row í miðborg Lundúna. Til tónleikanna var efnt þar sem verið var að vinna að heimildamynd um gerð plötu þeirra Let It Be, sem kom út ári síðar.

 

Upphaflega stóð til að tónleikarnir yrðu í tvö þúsund ára hringleikahúsi í Túnis, en George Harrison harðneitaði að fara þangað. Hann tók nauðugur þátt í þaktónleikunum 30. janúar, en af svipbrigðum hans má ráða að hann hafi sæst við að leika nokkur lög með félögum sínum þegar á leið.

 

Bítlarnir höfðu ekki sótt um leyfi til tónleikahalds í miðborginni. Múgur og margmenni safnaðist saman á götunni neðan við Apple-bygginguna og olli umferðartruflunum. Einnig var kvartað yfir hávaða. Lögregla var kölluð til, en lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang, 21 árs nýliði í miðborgarlögreglunni, segist hafa orðið sem bergnuminn þegar hann kom upp á þak og sá hverjir voru að framkalla hávaðann sem barst frá þakinu.

 

Alls léku The Beatles fimm lög á þessum lokatónleikum sínum, þar af nokkur oftar en einu sinni. Eftir 42 mínútna leik var hljómsveitin beðin um að draga úr hljóðstyrknum og þar með var tónleikunum lokið. John Lennon átti lokaorðið. Hann þakkaði viðstöddum fyrir og kvaðst vonast til þess að hljómsveitin hafi staðist áheyrnarprófið. Alls voru um það bil tuttugu manns á þessum lokatónleikum á þakinu, að hljómlistarmönnunum meðtöldum.

 

Nokkur laganna sem leikin voru rötuðu síðar á hljómplötur og í heimildamyndina Let It Be. Mikið efni sem tekið var upp fyrir hana komst ekki að, eða um 55 klukkustundir. Kvikmyndaleikstjórinn Peter Jackson hefur tekið að sér að fara yfir allt þetta efni og gera úr því nýja kvikmynd sem ákveðið hefur verið að verði einnig nefnd Let It Be.www.ruv.is og www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Staður

30.01.2019 07:02

Merkir Íslendingar - Björn Bjarnason

 

 

Björn Bjarnason (1899 - 1984).

 

 

Merkir Íslendingar - Björn Bjarnason

 

 

Björn Bjarna­son fædd­ist 30. janú­ar 1899 á Hösk­ulds­stöðum á Skaga­strönd, A.-Hún.

For­eldr­ar hans voru Bjarni Sig­urðsson, lengst af vinnumaður í Vatns­dal og síðast sjó­maður í Kálf­ham­ars­vík á Skaga, og Sól­veig Andrés­dótt­ir, vinnu­kona og bjó síðan með Þórði Jó­hann­es­syni á Blönduósi. Björn ólst upp hjá móður sinni þar sem hún var vi­st­ráðin hverju sinni en flutt­ist svo með henni inn á heim­ili Þórðar.

 

Björn stundaði sjó­mennsku á ár­un­um 1915-1928 með heim­ili á Blönduósi. Hann þurfti að hætta sjó­mennsku vegna tauga­bólgu í fingr­um, fór í land og vann hjá fyr­ir­tæk­inu Hreini hf. í Reykja­vík 1928-1934 og hjá Smára og Sápu­gerðinni Frigg á ár­un­um 1934-1967. Björn varð síðan starfsmaður Iðju 1967-1983.

Björn var einn af stofn­end­um Komm­ún­ista­flokks Íslands árið 1930 og var í miðstjórn hans alla tíð og síðan í miðstjórn Sósí­al­ista­flokks­ins til 1962 en þá fannst Birni flokk­ur­inn hafa fjar­lægst upp­haf­leg stefnumið sín.

 

Björn var stofn­andi Iðju, fé­lags verk­smiðju­fólks í Reykja­vík, árið 1934. Björn var rit­ari Iðju 1934-1942 og formaður Iðju 1942-1947 og aft­ur 1950-1957. Björn sat í miðstjórn ASÍ 1942-1948 og 1956-1958. Hann var formaður full­trúaráðs verka­lýðsfé­lag­anna í Reykja­vík um sex ára skeið. Þá var Björn fyrsti formaður Lands­sam­bands iðnverka­fólks 1973-1978.

 

Björn var bæj­ar­full­trúi í Reykja­vík 1934-1950 og fyrsti full­trúi Komm­ún­ista­flokks­ins í borg­inni og varamaður í bæj­ar­ráði 1946-1950. Hann var í hafn­ar­stjórn tvö kjör­tíma­bil og varamaður í bygg­ing­ar­nefnd í fjög­ur ár. Björn var kjör­inn heiðurs­fé­lagi Iðju 1949.

 

Fyrri kona Björns var Bryn­hild­ur Magnús­dótt­ir, f. 1904, d. 1980, hús­freyja, en þau skildu. Son­ur þeirra er Þórir, f. 1926, bú­sett­ur í Reykja­vík. Seinni kona Björns var Guðný Sig­urðardótt­ir, f. 1919, d. 1999, hús­freyja.

 

Björn lést 19. janú­ar 1984.


Morgunblaðið

 

Skráð af Menningar-Staður.