Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.01.2019 09:26

Vöfflukaffi Framsóknar 18. janúar 2019

 

 

 

 

Vöfflukaffi Framsóknar 18. janúar 2019

 

 

Húsfyllir var í tíunda vöfflukaffi vetrarins og hinu fyrsta á nýju ári hjá Framsókn i Árborg.

 

Vöfflukaffið var haldið föstudaginn 18. janúar 2019 í Framsóknarsalnum við Austurveg á Selfossi.

 

Gestur vöfflukaffisins var Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Framsaga ráðherrans - fjörugar fyrirspurnir og innlegg fundarmanna.Menningar-Staður færði til myndar. Myndaakbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/289273/

 

Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

25.01.2019 06:49

Þorri hefst 25. janúar 2019 - Bóndadagur

 

 
Dýrafjörður.
 

 

 

Þorri hefst 25. janúar 2019 - Bóndadagur

 

 

Mánuðurinn þorri hefst í 13. viku vetrar, nú 19. til 25. janúar, en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Mánaðarnafnið er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.

Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót, en þeim ekki lýst. Vetraröldungurinn Þorri er algengt yrkisefni á 17. – 19. öld og um fagnað eða sérstaka siðvenju við upphaf þorra eru heimildir frá öndverðri 18. öld. Líklegt er að slíkar venjur séu allmiklu eldri.

Upphaflega virðist húsfreyja hafa boðið þorra velkomin enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkaður húsbóndanum. Er hvorttveggja til að honum hafi verið veitt sérstaklega í mat og að hann hafi þá átt að gera vel við sitt fólk. Bóndadagsheitið er þó ekki kunnugt fyrr en í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðbiki 19. aldar. Þar er einnig minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óljóst er hversu almennur slíkur siður hefur verið og hver er uppruni hans. Vera kann að þar sé um að ræða leifar af eldra þorrafagnaði.

Á síðarihluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu “Þorrablót” að fornum hætti, matar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af eftir aldamótin 1900 í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram.

Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá “íslenskan” mat sem nú var orðinn sjaldséður í kaupstöðum.

Veitingamaður í Naustinu í Reykjavík (Halldór Gröndal sem á ættir til Hvilftar í Önundarfirði) hafði síðan sérstakan þorramat á boðstólum frá þorranum 1958. 

Síðan hafa þorrablót ýmissa samtaka með íslenskan mat verið fastur liður í skemmtanalífi um allt land.

Um 1980 hófust blómagjafir eiginkvenna til eiginmanna undir áhrifum frá konudegi.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson. 

 

 
 
 
Skráð af Menningar-Staður.

23.01.2019 06:50

"Mikil gleðitíðindi fyrir alla Vestfirði"

 

 

Á aukafundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var samþykkt

með þremur atkvæðum gegn tveimur að fara Teigsskógarleið, eða Þ-H leið,

í aðalskipulagi hreppsins. Þrjár tillögur voru lagðar fram á fundinum.

Ingimar Ingimarsson, oddviti hreppsins, lagði fram tillögu um frestun

ákvörðunar og íbúakosningu. Sú tillaga var felld með þremur atkvæðum

og einn sat hjá. Árný Huld Haraldsdóttir lagði fram tillögu um Teigsskógarleið

og var hún sem fyrr segir samþykkt. Því þurfti ekki að taka afstöðu til þriðju

tillögunnar um Reykhólaleið, leið R. Voru sveitarstjórnarmenn ómyrkir í máli

í bókunum, sögðu m.a. að Vegagerðin hafi tekið skipulagsvald af sveitarfélaginu

og réttarstaða þess yrði skoðuð gagnvart Vegagerðinni.

 

 

„Mikil gleðitíðindi fyrir alla Vestfirði“

 

• Óvíst hvenær vegaframkvæmdir um Teigsskóg hefjast

 

 

Þótt meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps hafi ákveðið að velja Teigs­skóg­ar­leið ÞH fyr­ir Vest­fjarðaveg er ekki þar með sagt að Vega­gerðin geti sent gröf­ur og bíla vest­ur til að hefja fram­kvæmd­ir. Hugs­an­legt er að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir utan Teigs­skóg­ar á þessu ári en það gæti þó vel dreg­ist.

Skipu­lags­ferlið er langt komið og nú þarf að aug­lýsa breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sem sýn­ir breytta legu veg­ar­ins í gegn­um Teigs­skóg og hvert á að sækja efni vegna fram­kvæmd­anna. Þrír mánuðir gef­ast fyr­ir al­menn­ing og hags­munaaðila til að gera at­huga­semd­ir. Eft­ir að sveit­ar­stjórn hef­ur samþykkt aðal­skipu­lags­breyt­ing­una get­ur Vega­gerðin sótt um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir alla leiðina, bæði þver­an­ir tveggja fjarða og leiðina í gegn­um Teigs­skóg. Fram­kvæmda­leyfið er síðan kær­an­legt til úr­sk­urðar­nefnd­ar auðlinda- og um­hverf­is­mála. Miðað við for­sög­una má bú­ast við kær­um. Get­ur tekið 6 til 10 mánuði að úr­sk­urða.

 

Beðið eft­ir veg­in­um

Hugs­an­legt er að fram­kvæmd­ir geti haf­ist á þessu ári, að minnsta kosti á hluta leiðar­inn­ar, eft­ir að skipu­lag hef­ur verið staðfest og fram­kvæmda­leyfi gefið út. Einnig er hugs­an­legt að úr­sk­urðar­nefnd­in stöðvi fram­kvæmd­ir í Teigs­skógi og jafn­vel víðar.

 

Vega­gerðin stöðvaði und­ir­bún­ing Teigs­skóg­ar­leiðar þegar ný sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps fór að vinna að svo­kallaðri Reyk­hóla­leið. Nú verður þráður­inn tek­inn upp aft­ur. Hann felst í end­an­legri hönn­un veg­ar­ins, samn­ing­um við land­eig­end­ur og gerð útboðsgagna. Vitað er af fyrri sam­skipt­um að hluti land­eig­enda í Teigs­skógi er mjög mót­fall­inn vegi þar um og má bú­ast við að Vega­gerðin þurfi að leita eft­ir því að land und­ir veg­inn verði tekið eign­ar­námi. Það get­ur kallað á dóms­mál. Hags­munaaðilar geta einnig borið málið í heild und­ir dóm­stóla, ef þeir verða und­ir hjá úr­sk­urðar­nefnd­inni.

Stjórn­end­ur hjá Vega­gerðinni treysta sér ekki til þess að segja til um hvenær fram­kvæmd­ir geta haf­ist, það sé ekki að öllu leyti í þeirra hönd­um. Magnús Val­ur Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri mann­virkja­sviðs, seg­ir að reynt verði að hraða und­ir­bún­ingi enda sé beðið eft­ir þess­um vegi.

 

Fagna niður­stöðunni

Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Vest­fjörðum fagna niður­stöðu meiri­hluta sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps. „Þetta eru mik­il gleðitíðindi fyr­ir alla Vest­f­irði,“ seg­ir Iða Marsi­bil Jóns­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Vest­ur­byggðar. Hún vís­ar til þess að Teigs­skóg­ar­leiðin hafi verið kom­in lengst í und­ir­bún­ingi og því minnst­ar lík­ur á því að fram­kvæmd­ir við hana drag­ist. Hún ger­ir sér einnig von­ir um að Alþingi komi Vest­f­irðing­um til hjálp­ar með því að setja lög á fram­kvæmd­ina til að draga úr hættu á að hún fari að drag­ast vegna kæru­mála.

 

Daní­el Jak­obs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar, tek­ur ákvörðun Reyk­hóla­hrepps fagn­andi. Hann minn­ir á að með fram­kvæmd­um á þess­ari leið, meðal ann­ars Dýra­fjarðargöng­um, verði þetta hinn nýi þjóðveg­ur frá norðan­verðum Vest­fjörðum inn á hring­veg­inn og stytti mjög leiðina til Reykja­vík­ur. Hann seg­ist ekki vera hrædd­ur við kær­ur á aðal­skipu­lag og fram­kvæmda­leyfi. Ef sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps hafi vandað sig við und­ir­bún­ing­inn, eins og hann trú­ir að hún hafi gert, verði hægt að af­greiða mál­in hratt og ör­ugg­lega. Þá sé áhætt­an af kær­um ekki síðri á öðrum leiðum.

Miðvikudagur, 23. janúar 2019


Skráð af Menningar-Staður.

22.01.2019 07:00

Merkir Íslendingar - Finnbogi Rútur Þorvaldsson

 

 

Finnbogi Rútur Þorvaldsson (1891 - 1973).

 

 

Merkir Íslendingar - Finnbogi Rútur Þorvaldsson

 

 

Finn­bogi Rút­ur Þor­valds­son fædd­ist 22. janú­ar 1891 í Haga á Barðaströnd.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Þor­vald­ur Jak­obs­son, f. 1860, d. 1954, prest­ur í Sauðlauks­dal, síðar kenn­ari í Hafnar­f­irði, og Magda­lena Jón­as­dótt­ir, f. 1859, d. 1942, hús­freyja.

 

Finn­bogi varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1912. og lauk prófi í bygg­inga­verk­fræði árið 1923 frá Den polytekn­iske Lær­e­anstalt í Kaup­manna­höfn.

 

Eft­ir heim­kom­una varð Finn­bogi aðstoðar­verk­fræðing­ur á teikni­stofu Jóns Þor­láks­son­ar en var síðan verk­fræðing­ur hjá Vita- og hafna­mála­skrif­stof­unni 1925-42. Þar gerði hann áætlan­ir, upp­drætti og hafði um­sjón með hafn­ar­gerð á Akra­nesi, Borg­ar­nesi, Sigluf­irði, Ak­ur­eyri og víðar. Hann var enn frem­ur kenn­ari við Iðnskól­ann í Reykja­vík 1924-49. Síðan var Finn­bogi Rút­ur for­stöðumaður und­ir­bún­ings­kennslu í verk­fræði við Há­skóla Íslands 1940-44 og pró­fess­or við verk­fræðideild Há­skól­ans 1945-61.

 

Finn­bogi var mörg ár for­seti verk­fræðideild­ar og átti sæti í há­skólaráði og var um tíma vara­for­seti þess. Hann lét fé­lags­mál mikið til sín taka og átti sæti í fjöl­mörg­um nefnd­um. Hann var m.a. formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands, sat í nefnd til und­ir­bún­ings tækni­skóla og var formaður Íslands­deild­ar alþjóðastúd­enta­skipta. Hann var formaður í stjórn sam­eigna Hvals hf. og Ol­íu­stöðvar­inn­ar hf. Finn­bogi Rút­ur var sæmd­ur Fálka­orðunni og gull­merki Verk­fræðinga­fé­lags ís­lands.

 

Eig­in­kona Finn­boga Rúts var Sig­ríður Ei­ríks­dótt­ir, f. 16.6. 1894, d. 23.3. 1986, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­kvenna í 36 ár. Börn þeirra: Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, f. 1930, for­seti Íslands 1980-96, og Þor­vald­ur Finn­boga­son, f. 1931, d. 1952, verk­fræðistúd­ent.

 

Finn­bogi Rút­ur lést 6. janú­ar 1973.Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

21.01.2019 06:57

Merkir Íslendingar - Jón úr Vör

 

 

Jón úr Vör (1917 - 2000).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón úr Vör

 

 

Jón úr Vör Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. jan. 1917. Hann lést á Landspítalanum 4. mars 2000.

Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, og Jónína Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961. 

Jón úr Vör var á þriðja ári sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni á Patreksfirði og konu hans Ólínu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim ásamt fóstursystkinunum Einari, Sigurði, Guðbjarti, Halldóru og Andrési. 

Systkini Jóns úr Vör voru 13:

Sigurður, f. 1905, dó innan árs, Sigurður Kristinn, f. 3.8. 1906, d. 17.11. 1968, Rannveig, f. 28.11. 1908, dó innan árs, Rannveig Lilja, f. 17.1. 1910, d. 17.12. 1950, Marta, f. 14.6. 1911, d. 4.2. 1999, Þorgerður, f. 5.11. 1913, d. 16.6. 1962, Indriði, f. 9.7. 1915, d. 30.4. 1998, Sigrún, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988, Sólveig, f. 28.11. 1919, Gunnar, f. 9.8. 1922, d. 20.12. 1992, Hafliði, f. 20.10. 1923, Fjóla, f. 8.7. 1925, d. 18.5. 1996, Björgvin, f. 26.8. 1929.
 

Hinn 7. september 1945 kvæntist Jón Bryndísi Kristjánsdóttur frá Nesi í Fnjóskadal, f. 17. 8. 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi og búfræðingur, f. 22.3. 1880 Nesi, d. 27.5. 1962, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir rjómabústýra frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 18.4. 1885, d. 26.11. 1983. 

Synir Jóns og Bryndísar eru: 
1) Karl, f. 9.12. 1948, kvæntur Katrínu Valgerði Karlsdóttur, þeirra börn eru Sigrún Erla, Jón Egill og Fanney Magna, 
2) Indriði, f. 5.11. 1950, kvæntur Valgerði Önnu Þórisdóttur, þeirra börn eru Stefán Örn og Bryndís Ylfa, átti áður synina Orra Frey og Þóri Valdimar, sonur Þóris og Maríu Hrundar Guðmundsdóttur sambýliskonu hans er Hafþór Örn, 
3) Þórólfur, f. 3.10. 1954, kvæntist Kerstin Almqvist, þeirra dætur eru Helga Guðrún Gerða og Anna Sólveig, skilin, sambýliskona Þórólfs er Lilja Markúsdóttir.

 

Jón úr Vör stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi, Brunnsviks folkhögskola í Svíþjóð og Nordiska folkhögskolan í Genf. Hann var ritstj. Útvarpstíðinda 1941-45 og 52. Hann var starfsmaður Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar 1947-51, sá um útgáfu tímaritsins Stjörnur, ritstj. þess o.fl. Jón var fornbókasali í Rvík 1952-62. Jafnframt bókavörður í Kópavogi frá 1952 og hafði það að aðalstarfi frá 1. okt 1962. Hann átti þátt í stofnun Rithöfundasambands Íslands og var í stjórn þess fyrstu árin. 

Ljóðabækur: 

Ég ber að dyrum 1. og 2. útg. 1937 3. útg. 1966, Stund milli stríða 1942, Þorpið 1946, endurskoðuð útg. 1956, 3. útg. 1979, 4. útg. 1999, sænsk þýðing, Isländsk kust 1957, Með hljóðstaf 1951, Með örvalausum boga 1951, Vetrarmávar 1960, Maurildaskógur 1965, 100 kvæði, úrval 1967, Mjallhvítarkistan 1968, Stilt vaker ljoset , ljóðaúrval á norsku 1972, Vinarhús 1972, Blåa natten över havet, ljóðaúrval á sænsku útg. í Finnlandi 1976, Altarisbergið 1978, Regnbogastígur 1981, Gott er að lifa 1984.

 

Jón var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut heiðurslaun listamanna frá 1986.Skráð af Menningar-Staður.

21.01.2019 06:48

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

 

Einar Benediktsson - skáld og athafnamaður.

Einar var fæddur 31. október 1864 á Elliðavatni í Gullbringusýslu, 

 

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 79 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu. Hann dó þar 1940, og var grafinn í heiðursgrafreit á Þingvöllum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

20.01.2019 11:54

Merkir Íslendingar - Dr. Jakob Jónsson

 

 

Jakob Jónsson (1904 - 1989).

 

 

Merkir Íslendingar - Dr. Jakob Jónsson

 

 

Sr. Hans Jakob Jóns­son, prest­ur í Hall­gríms­kirkju, fædd­ist á Hofi í Álftaf­irði 20. janúar 1904.

For­eldr­ar hans voru Jón Finns­son, prest­ur á Hofi í Álftaf­irði og Djúpa­vogi, og Sig­ríður Hans­ína Hans­dótt­ir Beck hús­freyja. 
 

Bróðir Jak­obs var Ey­steinn Jóns­son, alþing­ismaður, ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.
 

Kona sr. Jak­obs var Þóra Ein­ars­dótt­ir hús­freyja. Börn þeirra: Guðrún Sig­ríður, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Írans­fræðing­ur; Svava, rit­höf­und­ur og alþing­ismaður.; Jök­ull, eitt helsta leik­rita­skáld þjóðar­inn­ar á síðustu öld: dr. Þór, fyrr­ver­andi veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, og Jón Ein­ar héraðsdóms­lögmaður.
 

Sr. Jakob varð stúd­ent frá MR 1924, lauk embætt­is­prófi í guðfræði við Há­skóla Íslands 1928, var við fram­halds­nám í sál­fræði við Winnipeg-há­skóla 1934-35, stundaði nám í kenni­mann­legri guðfræði og nýja­testa­ment­is­fræðum við Há­skól­ann í Lundi 1959-60 og lauk lísentí­ats­prófi í guðfræði við há­skól­ann í Lundi 1961 og varði doktors­rit­gerð við Há­skóla Íslands 1965.

Sr. Jakob var aðstoðarprest­ur hjá föður sín­um á Djúpa­vogi 1928, sókn­ar­prest­ur í Norðfjarðarprestakalli 1929-35, prest­ur í Kan­ada 1935-40 og í Hall­gríms­kirkjuprestakalli 1941-1974. Hann var skóla­stjóri við gagn­fræðaskól­ann í Nes­kaupstað 1931-34, stunda­kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Reyk­vík­inga 1941-42 og MR 1944-50. Hann var formaður Presta­fé­lags Íslands í ára­tug og gegndi auk þess marg­vís­leg­um öðrum trúnaðar­störf­um.
 

Sr. Jakob var í röð lærðustu kenni­manna kirkj­unn­ar, virt­ur og vin­sæll sókn­ar­prest­ur. Hann var af­kasta­mik­ill rit­höf­und­ur en eft­ir hann ligg­ur fjöldi rita um guðfræði og um ýmis álita­mál al­menn­ings á því sviði. Hann sendi einnig frá sér nokk­ur leik­rit og var af­burða kenn­ari og kenni­maður, skýr í hugs­un, skemmti­leg­ur, hóg­vær og alþýðleg­ur í allri fram­setn­ingu.
 

Sr. Jakob lést 17. júní 1989.


Sklráð af Menningar-Staður.

20.01.2019 10:02

Kosið í hverfisráð Árborgar

 

 

Magnús Karel Hannesson, formaður á Eyrarbakka.

 

 

Kosið í hverfisráð Árborgar

 

 

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar í vikunni var kosið að nýju í hverfisráð fyrir Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfoss og Sandvíkurhrepp.

 

Tveir bæjarfulltrúar voru svo skipaðir sem tengiliðir bæjarstjórnar við hverfisráðin.

 

Hverfisráð Eyrarbakka:
Magnús Karel Hannesson, formaður
Drífa Pálín Geirsdóttir
Vigdís Sigurðardóttir
Guðmundur Ármann Pétursson
Bæjarfulltrúar:
Eggert Valur Guðmundsson og Brynhildur Jónsdóttir

 

Hverfisráð Sandvíkurhrepps:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður
Páll Sigurðsson
Anna Valgerður Sigurðardóttir
María Hauksdóttir
Oddur Hafsteinsson
Jónína Björk Birgisdóttir, varamaður
Bæjarfulltrúar:
Arna Ír Gunnarsdóttir og Kjartan Björnsson.

 

Hverfisráð Selfoss:
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, formaður
Stefán Pétursson
Grétar Guðmundsson
Sigríður Grétarsdóttir
Elín María Halldórsdóttir
Jón Hjörtur Sigurðsson, varamaður
Hörður Vídalín Magnússon, varamaður
Böðvar Jens Ragnarsson, varamaður
Úlfhildur Stefánsdóttir, varamaður
Bæjarfulltrúar:
Helgi Sigurður Haraldsson og Gunnar Egilsson.

 

Hverfisráð Stokkseyrar:
Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður
Jónas Höskuldsson
Hafdís Sigurjónsdóttir
Svala Norðdahl
Björg Þorkelsdóttir
Bæjarfulltrúar:
Ari Björn Thorarensen og Tómas Ellert Tómasson.


Skráð af Menningar-Staður

19.01.2019 09:43

Nýárskveðjur

 

 

 

 

 NýárskveðjurSkráð af Menningar-Staður

16.01.2019 06:34

Bakkablótið 26. janúar 2019

 

 

 

 

 Bakkablótið

 

   verður 26. janúar 2019
 


Miðasala 16. og 21. janúar á Stað kl. 20 - 22Skráð af Menningar-Staður.