Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.05.2019 21:07

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

 

 

Aðalfundur

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

Aðalfundur

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka

 

miðvikudaginn 29. maí 2019

 Verður haldinn í Hallskoti miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00.
Skráð af Menningar-Staður

28.05.2019 06:42

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 2. júní 2019

 

 

 

           Sjómannadagurinn

 

   á Eyrarbakka 2. júní 2019
Skráð af Menningar-Staður

28.05.2019 06:39

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)

 

 

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.


 

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.

 


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.

 


Vilmundur var héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði 1917-31 og var jafnframt sjúkrahúslæknir á Ísafirði og var landlæknir 1931-59.

 

Vilmundur sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1922-31 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, var skólalæknir MR 1931-38, alþingismaður Ísafjarðarkaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn 1931-33 og í Norður-Ísfjarðarsýslu 1933-34 og frá 1937-41 er hann sagði af sér þingmennsku.
 

 

Vilmundur var stjórnarformaður Landspítalans 1931-33 og síðar Ríkisspítalanna 1933-59, sat í landskjörstjórn 1933-56, var formaður Manneldisráðs frá stofnun 1939-59, formaður skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands 1945-59 og forseti Læknaráðs frá stofnun 1942-59.
 

 

Vilmundur var mikill vinur Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og kemur Vilmundur víða við sögu hjá Þórbergi. Vilmundur var auk þess með áhrifamestu jafnaðarmönnum á sinni tíð og átti m.a. stóran þátt í því að þeir höfnuðu Jónasi frá Hriflu sem ráðherraefni í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934.


 

Vilmundur var víðlesinn, þótti afburðagreindur og skemmtilegur í viðkynningu. Hann lést 28. mars 1972.Skráð af Menningar-Staður

26.05.2019 10:11

Ljóð og lag í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 28. maí 2019

 

 

Bílddælingurinn Þórarinn Hannesson og drifkraftur

menningar í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. 

 

 

Ljóð og lag

 

í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 28. maí 2019

 

 

Þórarinn Hannesson, ættaður frá Bíldudal, stofnandi og forstöðumaður Ljóðasetur Íslands á Siglufirði mætir í Jónshús í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 28. maí 2019 kl. 17:30.

 

 

Auk þess að kynna starfsemi setursins mun hann kveða nokkrar rímur og syngja nokkur fumsamin lög við ljóð ýmiss íslenskra skálda má þar nefna:

Jónas Hallgrímsson,

Ingunni Snædal,

Stefán Hörð Grímsson,

Jón úr Vör,

Vilborgu Dagbjartsdóttur,

Guðmund Hagalín,

Jón Thoroddsen,

Hallgrím Helgason o.fl.

 

Nánari upplýsingar um Ljóðasetur Íslands er að finna hér.

 

 Aðgangur ókeypis 

 

Allir velkomnir


 
Skráð af Menningar-Staður

26.05.2019 08:13

174 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar - 26. maí 1845

 

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

174 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar

 

- 26. maí 1845

 

 

Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést í Kaupmannahöfn þann 26. maí 1845, 37 ára. 

Jónas var einn Fjölnismanna. 


Konráð Gíslason sagði um Jónas: „Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á Íslandi.“


 

 

Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

26.05.2019 07:37

Merkir Íslendingar - Héðinn Valdimarsson

 

 

Héðinn Valdimarsson (1892 - 1948)

 

 

Merkir Íslendingar - Héðinn Valdimarsson

 

 

Héðinn Valdi­mars­son fædd­ist í Reykja­vík 26. maí 1892. 

For­eld­ar hans voru Valdi­mar Ásmunds­son, rit­stjóri Fjall­kon­unn­ar, og Bríet Héðins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og kven­rétt­inda­frömuður.

 

Syst­ir Héðins var Lauf­ey, sem lauk stúd­ents­prófi frá MR, fyrst kvenna, árið 1910, og var formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.
 

Héðinn var þríkvænt­ur. Önnur kona hans var Gyða Eggerts­dótt­ir Briem og dótt­ir þeirra Katrín, en þriðja kona hans var Guðrún Páls­dótt­ir kenn­ari og dótt­ir þeirra Bríet Héðins­dótt­ir leik­kona.
 

Héðinn lauk stúd­ents­prófi frá MR 1911 og Cand.polit.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla 1917. Hann var skrif­stofu­stjóri Landsversl­un­ar 1917-26, stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri Tób­aksversl­un­ar Íslands hf 1926-29, stofnaði Olíu­versl­un Íslands hf. (BP og síðar Olís) 1928 og var for­stjóri henn­ar til æviloka.
 

Héðinn sat í bæj­ar­stjórn fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1922-29 og var alþing­ismaður Reyk­vík­inga fyr­ir flokk­inn 1927-38. Það ár lék hann aðal­hlut­verkið í klofn­ingi Alþýðuflokks­ins, er hann og fylg­is­menn hans gengu til liðs við komm­ún­ista sem þar með lögðu niður Komm­ún­ista­flokk Íslands og stofnuðu Sam­ein­ing­ar­flokk alþýðu – Sósí­al­ista­flokk­inn. Héðinn var formaður hans fyrsta árið og alþm. til 1942.
 

Steini Stein­arr þótti Héðinn svíkja illa sinn gamla flokk og orti ljóð í Alþýðublaðið í fe­brú­ar 1939 sem heit­ir Komm­ún­ista­flokk­ur Íslands dá­inn 25. októ­ber 1938. Síðasta er­indið er svona:

 

„En minn­ing hans mun lifa ár og ald­ir,

þótt alt hans starf sé löngu fyr­ir bí.

Á gröf hins látna blikar benzín­t­unna

frá Brit­ish Petrole­um Comp­any.“
 

Héðinn var einn helsti stuðnings­maður bygg­ing­ar­sam­taka verka­manna en stytta af hon­um, eft­ir Eyrbekkinginn Sig­ur­jón Ólafs­son, stend­ur við Hring­braut við gömlu Verka­manna­bú­staðina.
 

Héðinn lést 12. september 1948.

 

 

Héðinn var einn helsti stuðnings­maður bygg­ing­ar­sam­taka

verka­manna en stytta af hon­um, eft­ir Eyrbekkinginn Sig­ur­jón Ólafs­son,

stend­ur við Hring­braut við gömlu Verka­manna­bú­staðina.Skráð af Menningar-Staður.

25.05.2019 06:01

Fjör í Flóa - 24. og 25. maí 2019

 

 

 

 

         Fjör í Flóa - 24. og 25. maí 2019
 
Skráð af Menningar-Staður

25.05.2019 05:55

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

Aðalfundur

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka

 

29. maí 2019

 Verður haldinn í Hallskoti miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00.
 

 Skráð af Menningar-Staður

23.05.2019 07:06

Fiskiveisla að Stað 22. maí 2019

 

 

 

 

Fiskiveisla að Stað 22. maí 2019

 

 

Siggeir Ingólfsson bauð til "Fiskiveislu" að Stað á Eyrarbakka í gær kvöldi, miðvikudaginn 22. maí 2019.

 

Tilefni þessa var að hann lætur af starfi staðarhaldara að Stað nú um næstu mánaðamót.

 

Sjá fleiri myndir á þessari slóð: 


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/291022/


 
Skráð af Menningar-Staður.