![]() |
Jólaupplestur í Bókakaffinu 22. nóv. 2018
Dagskrá um Kambsmálið,
Gullhreppar, Svikarinn
og Gunnar í Hrútatungu
Fyrsta jólaupplestrarkvöld Bókakaffisins á Selfossi verður á morgun fimmtudagskvöldið 22. nóvember 2018.
Samkoman hefst með stuttri dagskrá um bókina Kambsmálið eftir Jón Hjartarson fyrrverandi fræðslustjóra.
Hér segir frá atburðum sem urðu á bænum Kambi í Árneshreppi árið 1953 þegar til stóð að sundra fátækri fjölskyldu í kjölfar andláts bóndans. Auk höfundarins koma að dagskránni heimildamenn hans, heimasæturnar á Kambi sem nú eru við aldur en voru aðeins unglingar þegar þær stóðu upp og ráku af höndum sér aldagamlar venjur sem ríktu við ráðstöfun fátæklinga. Hinar öldnu Kambssystur hafa eins og bókarheitið ber með sér engu gleymt og geyma með sér dýrmætan baráttuanda sem er vegvísir og fyrirmynd komandi tímum.
Eftir upplestur, fyrirspurnir og umræður um Kambsmálið lesa þrír höfundar úr verkum sínum.
Lilja Magnúsdóttir les úr bókinni Svikarinn sem ástarsaga og saga úr íslenskum samtíma.
Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu les úr sjálfsævisögu sinni, Genginn ævivegur en Gunnar var lengi í forystusveit bænda og kom að margvíslegum félagsmálum í heimahéraði og á landsvísu.
Bjarni Harðarson les úr 18. aldar skáldsögunni Í Gullhreppum þar sem segir frá Skálholtsstól og þjóðsagnapersónunni Þórði í Reykjadal.
Að vanda er Bókakaffið opnað kl. 20 svo gestir geti fengið sér sæti og sýnt af sér kæti.
Klukkan 20:30 hefst formleg dagskrá og stendur í klukkustund.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kakó og kaffi á tilboðsverði.
![]() |
||
|
Skráð af Menningar Staður
![]() |
Bókastofan. Íbúðin er nú komin í sína upprunalegu liti og í bókastofunni er fjöldi rita um Jón forseta og Ingibjörgu, sem margir hafa skrifað um. |
Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta
í Kaupmannahöfn endurgert eftir heimildum
í tilefni fullveldisafmælis. Var miðstöð samfélags
Íslendinga og verður opnað 6. desember næstkomandi.
Ingibjörg var skörungur sem skóp og mótaði menningarheimili sem var miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn. Okkur finnst mikilvægt að halda hennar þætti til haga á sýningunni í endurgerðri íbúðinni,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á endurbætur á íbúðinni í Jónshúsi á Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn, þar sem þau Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans bjuggu frá 1852 til dánardægurs, en þau létust bæði árið 1879.
Alþingi Íslendinga fékk hús Jóns Sigurðssonar við Austurvegg, eins og gatan heitir upp á íslensku, að gjöf 1966. Þar hefur æ síðan verið margvíslegt félagsstarf og menningarlíf á vegum Íslendinga í Kaupmannahöfn, auk íbúða sem íslenskir fræðimenn hafa aðgang að. Þá hefur frá upphafi verið minningarstofa um Jón Sigurðsson með sýningu í byggingunni.
Í tímans rás hafa þó verið gerðar ýmsar breytingar á fyrirkomulagi sýningarinnar, sem hefur verið á þriðju hæð hússins þar sem íbúð þeirra Ingibjargar og Jóns var. Síðast var þar uppi sýning meðal annars með munum úr innbúi Jóns og Ingibjargar Einarsdóttur, sem Þjóðminjasafn Íslands varðveitir. Muna margir vafalítið eftir mublum og fleiru úr búinu sem var á sýningum safnsins, eins og það var forðum daga, og eins því að á núverandi grunnsýningu safnsins er einnig fjallað um Ingibjörgu og Jón.
Á síðasta ári, þegar undirbúningur fyrir hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands hófst, vaknaði sú hugmynd að endurgera sýninguna í Jónshúsi. Fól Alþingi Þjóðminjasafninu að hanna og setja upp sýningu. Þá var ákveðið að íbúðin skyldi gerð upp svo hún yrði sem líkust því sem var á tímum Jóns og Ingibjargar. Er heimilið endurgert á grundvelli rannsókna á íbúðinni sjálfri, sagnfræðilegum heimildum og varðveittum munum heimilisins í safnkosti Þjóðminjasafns.
„Okkur fannst þetta strax áhugavert verkefni og þá ekki síst að endurgera íbúðina út frá heimildum og rökstuddum tilgátum,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir.
Þjóðminjasafnið fól Láru Magnúsardóttur sagnfræðingi að kanna tiltækar heimildir um hvernig heimili Jóns og Ingibjargar hefði litið út og skilaði sú rannsókn heilmiklu. Einnig var höfð hliðsjón af þekkingu og heimildum um borgaraleg heimili í Danmörku á síðari hluta 19. aldar.
„Í þessu verkefni hefur verið valinn maður í hverju rúmi og samvinnan afar gefandi. Mjög munaði um að við fengum eins og svo oft áður danska forvörðinn Robert Larsen, sem starfað hefur hjá Þjóðminjasafni Dana, til liðs við okkur. Í Jónshúsi tók hann sig til og skóf hvert málningarlagið ofan af öðru þannig að hinir upphaflegu litir í íbúðinni sáust,“ segir Margrét.
Og það fer ekkert á milli mála; eldhúsið var gulbrúnt, gangurinn Thorvaldsensgulur eins og það er kallað, bókastofan Ítalíurauð, stássstofa og svefnherbergi græn og hornstofan í ljósgulum lit. Hópur iðnaðarmanna hefur sinnt þessum endurbótum út frá sýningarhandriti og hefur Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss, haft umsjón með framkvæmdunum. Þá hefur Jón Runólfsson, fyrrverandi umsjónarmaður, komið að málum.
Halla hefur til að mynda fengið íslenskar konur búsettar í Kaupmannahöfn til að sauma í púða og textíla eins og prýddu heimili hjónanna um miðja 19. öld. Allt eru þetta forkunnarfagrar hannyrðir. Þá hefur bókasafni hússins sem tilheyrir arfleifð Jóns verið komið fyrir í bókastofu heimilis Ingibjargar og Jóns ásamt útgefnum bókum um líf og starf Jóns forseta. Bókastofa Jóns er mikilvægur hluti sýningarinnar.
Þegar kom svo að því að velja húsbúnað var ákveðið að sýna ekki viðkvæmar þjóðminjar heldur kaupa húsbúnað frá miðri 18. öld á fornsölum í Kaupmannahöfn og reyndist úr nægu að velja. „Við vildum að fólk gæti sest niður við borð eða í sófa og umhverfið væri þannig að fólk gæti notið, handleikið og skoðað. Gildi munanna úr hinu upphaflega innbúi Ingibjargar og Jóns er meira en svo að áhætta sé tekin. Allir í sýningarhópnum, hönnuðir, forverðir, sérfræðingar og starfsmenn hússins undir stjórn verkefnisstjóra, hafa verið ótrúlega útsjónarsamir við að finna muni á fornsölum og mér finnst útkoman mjög skemmtileg,“ segir Margrét.
Sem fyrr segir hefur stjórn sýningarinnar verið í höndum þjóðminjavarðar í umboði Alþingis. Heiti hennar er Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1851-1879. Heimildaöflun vegna sýningarinnar hefur verið í höndum sýningarhöfundar og sérfræðinga Þjóðminjasafns. Af nægu er að taka, enda margt til skráð um líf og starf Ingibjargar og Jóns. Verður sá fróðleikur aðgengilegur í íbúðinni í Jónshúsi á veggspjöldum. Hönnuðir sýningarinnar eru þeir Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarsson. Fjölmargir aðrir sérfræðingar hafa komið að verkefninu undir verkefnisstjórn Evu Kristínar Dal hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Sýningin í Jónshúsi verður opnuð 6. desember næstkomandi; á Nikulásarmessu og fæðingardegi dr. Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Margrét segir dagsetninguna skemmtilega en góða tilviljun, með vísan til þess að fáum hafi tekist eins vel upp og Kristjáni í frásögnum af þjóðmenningu og sögu Íslendinga og gert hana aðgengilega almenningi.
„Hér í Kaupmannahöfn er ekki til neitt sem sýnir íbúð 19. aldar og að því leyti mun sýningin í íbúð þeirra Ingibjargar hér í Jónshúsi hafa mikið gildi,“ segir Halla Benediktsdóttir. Hún hefur búið í Kaupmannahöfn í tæpan áratug og síðastliðin þrjú ár verið umsjónarmaður Jónshúss. Þar er aðsetur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, fimm íslenskir kórar æfa í húsinu, vikulega er þar íslenskuskóli fyrir börn, stundum sunnudagskaffi fyrir gesti og fleira skemmtilegt.
„Hingað koma sennilega á bilinu 1.200-1.300 manns á mánuði og verða sjálfsagt fleiri eftir að ný og áhugaverð sýning verður opnuð,“ segir Halla í Jónshúsi að síðustu.
![]() |
Morgunblaðið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á dögunum tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að ráðinn verði mannauðsstjóri til sveitarfélagsins frá næstu áramótum.
|
Þrettán umsækjendur eru um nýtt starf mannauðsstjóra hjá Sveitarfélaginu Árborg sem auglýst var á dögunum. Mannauðsstjórinn á að hefja störf um áramótin.
Umsækjendurnir eru:
Baldur Þ. Guðmundsson, fv. útibússtjóri
Bergdís Linda Kjartansdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði
Elsa María Rögnvaldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála
Emilia Christina Gylfadóttir, sérkennari
Hafdís Bjarnadóttir, samskiptafulltrúi
Hólmsteinn Jónasson, sérfræðngur í mannauðssmálum
Indriði Indriðason, fv. sveitarstjóri
Inga Jara Jónsdóttir, ráðgjafi
Linda Björk Hávarðardóttir, vendor manager
Ólöf Jóna Tryggvadóttir, verkefnastjóri í mannauðsdeild
Stefan Petursson, sjúkraflutningamaður
Thelma Sigurðardóttir, fv. leikskólastjóri
Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari/ráðgjafi
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á dögunum tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að ráðinn verði mannauðsstjóri til sveitarfélagsins frá næstu áramótum.
Í greinargerð með tillögunni segir að mjög hafi komið fram í máli starfsmanna og kjörinna fulltrúa að þörf sé á ráðningu mannauðsstjóra til sveitarfélagsins. Almennt megi reikna með að mannauðsstjóra sé þörf þegar starfsmannafjöldi nær 80-120 en starfsmenn Árborgar eru fleiri en 700.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Stefán Valgeirsson (1918 - 1998). |
Merkir Íslendingar - Stefán Valgeirsson
Stefán Valgeirsson fæddist í Auðbrekku í Hörgárdal 20. nóvember 1918
og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Anna Marí Einarsdóttir frá Borgarfirði eystri og Valgeir Sigurjón Árnason í Auðbrekku.
Meðal föðursystkina Stefáns var Hilmar, faðir Gunnars sem var bæjarstjóri á Raufarhöfn, og Þóris brunamálastjóra. Valgeir var sonur Árna Jónatanssonar, bónda í Auðbrekku, bróður Sigurðar, föður Þóris námsstjóra. Móðursystir Stefáns var Jóna Möller, amma Ríkarðs Pálssonar hljómlistarmanns. Anna var dóttir Einars Péturssonar, ráðsmanns á Háreksstöðum, og Þóreyjar Jónsdóttur.
Stefán kvæntist 1948 Fjólu Guðmundsdóttur húsfreyju og eignuðust þau sex börn, en misstu elsta son sinn tvítugan í flugslysi.
Stefán lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1942, var síðan verkstjóri hjá Reykjavíkurborg og á Keflavíkurflugvelli og síðar forstjóri Leigubifreiðastöðvar Keflavíkur veturna 1952-61, en sinnti bústörfum í Auðbrekku á sumrin þar sem hann bjó félagsbúi með Þóri, bróður sínum. Stefán var alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Framsóknarflokkinn 1967-87. Hann stóð síðan fyrir framboði Samtaka jafnréttis og félagshyggju í Norðurlandi eystra, í aðdraganda alþingiskosninga 1987. Samtökin fengu 12,11% atkvæða og Stefán náði kjöri. Eftir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór frá myndaði Steingrímur Hermannsson stjórn með Alþýðubandalagi og krötum sem Stefán studdi.
Hann var formaður Bindindisfélagsins Vakandi í Hörgárdal um árabil, formaður FUF í Eyjafirði og Framsóknarfélags Eyfirðinga, sat lengi í bankaráði Búnaðarbankans og var formaður þess, sat í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins í rúma tvo áratugi og formaður frá 1973 og sat í stjórn Byggðastofnunar á árunum 1987-90.
Stefán lést 14. mars 1998.
Morgunblaðið 20. nóvember 2018.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Jóhann Gunnar Ólafsson (1902 - 1979). |
Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal 19. nóvember 1902,
sonur Ólafs Arinbjarnarsonar, verslunarstjóra í Vík og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og k.h., Sigríðar Eyþórsdóttur húsfreyju.
Foreldrar Ólafs voru Arinbjörn Ólafsson, bóndi og útgerðarmaður í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, og Kristín Björnsdóttir, f. Beck. Sigríður var systir Ásgeirs, föður Ásgeirs forseta og Ragnars ráðunautar, föður Úlfs læknis. Systir Sigríðar var Jóhanna, móðir Eyþórs Gunnarssonar, háls-, nef- og eyrnalæknis, föður Gunnars fréttamanns, föður Eyþórs tónlistarmanns.
Sigríður var dóttir Eyþórs Felixsonar, kaupmanns í Reykjavík, og Kristínar Grímsdóttur húsfreyju.
Jóhann lauk stúdentsprófi frá MR 1923, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1927 og öðlaðist hrl.-réttindi 1968.
Eiginkona Jóhanns var Ragna Haraldsdóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn.
Jóhann var lögfræðingur í Vestmannaeyjum, settur bæjarstjóri þar 1929 og kosinn bæjarstjóri 1930. Hann var settur sýslumaður í Skagafirði vegna forfalla 1939 og var bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu 1943-68. Hann flutti þá til Reykjavíkur og fékkst þar við lögmannsstörf og sagnfræði.
Jóhann var mikill bókamaður og feikilega fróður um margvísleg efni. Hann var sannkallaður menningarforkólfur í Eyjum og á Ísafirði, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Týs í Eyjum og fyrsti formaður þess, einn af stofnendum Tónlistarfélags Ísfirðinga og fyrsti formaður þess, hvatamaður að stofnun Héraðsskjalasafns Ísfirðinga og stjórnarformaður Byggðasafns Ísfirðinga og aðalhvatamaður að stofnun Sögufélags Ísfirðinga.
Eftir Jóhann liggur mikið safn af sagnfræðilegum þáttum og greinum í blöðum og tímaritum, margt býsna athyglisvert og skemmtilegt. Þar er ekki síst að finna söguþætti er lúta að Vestmannaeyjum og Ísafirði.
Jóhann lést 1. september 1979.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
-Sviðavinirnir- sem stóðu fyrir veislunni í gær á Stað. F.v.: Guðmundur Emilsson, Ragnar Emilsson og Björn H. Hilmarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. |
Veisla -Sviðavina- á Eyrarbakka
Í gær, laugardagskvöldið 17. nóvember 2018, héldu -Sviðavinir- á Eyrarbakka veislu í Alþýðuhúsinu Stað á Eyrarbakka.
Á borðum voru heit og köld við með öllu tilheyrarndi og var veislan vel sótt.
Sviðavinirnir sem stóðu fyrir veislunni voru; Björn H. Hilmarsson, Ragnar Emilsson og Guðmundur Emilsson.
Menningar-Staður færði veisluna til myndar sem er á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288795/
Nokkrar myndir:
![]() |
||||||||||||||||
. .
|
![]() |
og Hörður Kristjánsson. |
Hrútavinir og
Flugfélagið Ernir á Reykjavíkurflugvelli
11. nóvember 2018
Heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli sunnudaginn 11. nóvember 2018. Þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafnið Flugfreyja með viðhöfn.
Eigandi kindarinnar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi. Hann var mættur á Reykjavíkurflugvöll ásamt fríðu förnueyti Hrútavina til að taka á móti kindinni.
Þetta er enn eitt dæmi um þjóðlegt og menningarlegt -SAMAFL- Vestfirðinga og Sunnlendinga með forystuaðkomu Hrútavinafélagsins Örvars og félagsmanna víða um land.
Menningar-Staður færði til myndar og eru á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288793/
Nokkrar myndir:
![]() |
||
og Jónína Guðmundsdóttir. .
|
F.v.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir.
.
![]() |
||||||||||
. .
|
![]() |
Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélags ins Ernis og Guðni Ágústsson stilla sér upp til mynda töku með gimbrinni Flugfreyju. Með Guðna eru dótturdætur hans, Eik og Eva Arnarsdætur. Fyrir aftan frá vinstri eru: Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóng ur Flóamanna, Aldís Þórunn Bjarnardóttir og Geir Gíslason á Stóru-Reykjum, sem munu vista Flugfreyju fyrir Guðna, og Ólafur R. Dýrmundsson, fyrrverandi landsráðunautur hjá BÍ. Myndir / Hörður Kristjánsson. |
Var henni gefið nafnið Flugfreyja
Guðni Ágústsson fékk forystukind frá Ytra-Álandi
í Þistilfirði senda frá Húsavík með farþegaflugvél Ernis
Sá óvenjulegi heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis sunnudaginn 11. nóvember, að þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafn með viðhöfn.
Eigandi kindarinnar, Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, var þar mættur ásamt fríðu förnueyti til að taka á móti kindinni.
„Þetta er gert forystukind inni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.
Hópur manna kemur ár lega saman á kótilett kvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrkt ar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinning ar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinn inga foryst ugim ur frá Skúla Ragnaarssyni, bónda á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum, svört með hvítar hosur.
Guðni hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, og bað hann um að sækja fyrir sig svörtu gimbrina og koma henni suður. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur á sunnudag.
Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli. Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, hellti yfir hana sunnlensku rigningarvatni úr glasi og gaf henni nafnið Flugfreyja.
Guðni segir að Geir Gíslason, bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa, muni fóstra gimbrina fyrir sig. Vænti Guðni þess að Flugfreyja muni fara fyrir kindahjörð hans, en hún verður þó ekki eina forystukindin í þeirri hjörð. „Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni.
Við athöfnina var boðið upp á veglega tertu með nafni Flugfreyju undir mynd af henni sjálfri.
Þá lýsti Ólafur R. Dýrmundsson stuttlega þessu einstaka fjárkyni.
![]() |
Hörður Guðmundsson flugstjóri gaf forystukindinni nafnið Flugfreyja með því að stökkva á hana sunnlensku rigningarvatni í votta viðurvist. |
.
![]() |
Jónína Guðmundsdóttir, eiginkona Harðar Guðmundssonar og meðeigandi í flugfélaginu Erni, gaf Guðna Ágústsyni fyrsta bitann af tertunni góðu. Næstur í röðinni var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni hinn mesti.
|
|
||
Það er mikið fagnaðarefni að þingmenn Suðurkjördæmis leggi fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á mennta- og menningarmálaráðherra varðandi uppbyggingu á menningarhúsi / sal fyrir Sunnlendinga.
Að þingmennirnir tilgreini það sérstaklega að menningarhús Sunnlendinga skuli vera frágangur á ófullgerðum 36 ára gömlum sal í miðju hóteli, þar sem sé hallandi gólf, gryfja fyrir hljómsveit og möguleiki á að taka 270 manns í sæti er ekki ásættanlegt nálgun á menningarhúsi fyrir Sunnlendinga.
Verkefnið er þarft og þarf að vera framkvæmt af metnaði. Þingmennirnir nefna sem dæmi um vel heppnuð menningarhús, Hof á Akureyri og Eldheima í Vestmannaeyjum. Báðar framkvæmdir einstaklega vel heppnaðar og í takt við þarfir þeirra samfélaga.
Menningarhús Sunnlendinga er ekki salur í hóteli. Menningarhús Sunnlendinga er sjálfstætt verkefni sem á að vera óbundið af hugmyndum manna frá árinu 1982 sem hófu þá byggingu félagsheimilis fyrir íbúa Selfossbæjar.
Það er rétt að minna þingmennina á að „gamli miðbær“ Sunnlendinga er Eyrarbakki þar sem um aldir var miðstöð viðskipta og þaðan sem straumur menningar, lista og erlendra áhrifa flæddi um Suðurland.
Það færi vel á því að menningarhús Sunnlendinga væri byggt upp á Eyrarbakka og þá með því að gömlu verslunarhúsin, Vesturbúðin væri endurbyggð í sinni upprunalegu mynd og þá sem menningarhús. Á Eyrarbakka ætti slíkt menningarhús rætur og með þeirri framkvæmd væri hægt að bæta fyrir þann ömurlega gjörning þegar húsin voru rifin árið 1950.
Það er rétt að hafa það í huga þegar verið er að ná saman íbúum Þorlákshafnar, Hveragerðis, Selfoss auk annara íbúa svæðisins að þá er „gamli miðbær“ Sunnlendinga Eyrarbakki miðpunktur svæðisins.
Fyrst og síðast þarf að byggja fallegt og vel staðsett Menningarhús fyrir Sunnlendinga þar sem fjölbreytt lista- og menningarstarfsemi getur blómstrað á nútímalegan hátt og við bestu aðstæður.
Guðmundur Ármann Pétursson
Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845). |
Í dag, 16. nóvember 2018, á degi íslenskrar tungu, eru 211 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Hann fæddist á Hrauni í Öxnadal, sonur Hallgríms Þorsteinssonar, aðstoðarprests séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveigar Jónsdóttur af Hvassafellsætt. Er Jónas var átta ára drukknaði faðir hans.
Jónas lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaupmannahafnar 1832, hóf laganám en söðlaði fljótlega um, hóf nám í náttúrufræði og lauk prófum í náttúrufræði (steinafræði og jarðfræði) við Hafnarháskóla 1838.
Jónas stofnaði ársritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynjólfi Péturssyni, Konráð Gíslasyni og Tómasi Sæmundssyni. Markmið Fjölnis var að blása í þjóðfrelsisglóð hnípinnar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upplýsa hana um það besta í skáldskap og vísindum álfunnar. Ljóð Jónasar, Íslands farsældar frón, sem er grískur fimmliðaháttur, birtist í fyrsta árgangi Fjölnis sem nokkurs konar stefnuskrá hans.
Jónas var, ásamt Bjarna Thorarensen, boðberi nýrrar gullaldar í íslenskri ljóðagerð, varð helsta skáld íslenskra stúdenta í Höfn, hefur sl. 150 ár verið talinn ástsælasta skáld þjóðarinnar og jafnframt eitt fremsta skáld Evrópu á sinni tíð.
Jónasar smíðaði fjölda nýyrða, m.a. aðdráttarafl, fjaðurmagnaður, hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sólmyrkvi, sporbaugur og vetrarbraut. Hann fékk ríkisstyrk til rannsókna á náttúrufari Íslands, vann að því verki 1839-1842 og setti fram merk drög að kenningu um landmynd Íslands. Hann fór í rannsóknaferðir um landið, lenti í hrakningum síðsumars 1839, hafði næstum orðið úti, fékk slæma brjósthimnubólgu, lá rúmfastur í Reykjavík næsta vetur, en hélt til Kaupmannahafnar 1842 og var búsettur í Danmörku þrjú síðustu æviárin.
Jónas fótbrotnaði illa er hann féll í stiga og lést á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn 26. maí 1845.
![]() |
Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Staður.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is