Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

28.09.2016 08:56

UM 242 ÞÚSUND ERLENDIR FERÐAMENN Í ÁGÚST

 

 

 

UM 242 ÞÚSUND ERLENDIR FERÐAMENN Í ÁGÚST

 

Ferðamenn í ágúst 2016

Um 242 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða rúmlega 52 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 27,5% milli ára.

Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótum er um 1,2 milljónir tæpar eða 32,7% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til ágúst árið 2015.

Fjórar þjóðir helmingur ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðernin

Fjórar þjóðir voru áberandi fjölmennastar þegar skoðað er hvernig ferðamannahópurinn var samsettur. Þetta voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar og Bretar. Samtals voru ferðamenn frá þessum löndum 122.200 í ágúst, eða ríflega helmingur allra ferðamanna. Sé Ítölum, Kanadamönnum og Spánverjum bætt við þá voru sjö þjóðir með tvo þriðju af heildinni.

Langmest fjölgun í ágúst var meðal Bandaríkjamanna eða 20.500 manns miðað við ágúst 2015. Í prósentum var þetta 56,3% fjölgun á milli ára. Veruleg fjölgun var einnig frá Kanada, ríflega 5 þúsund manns eða 72,1%. Frökkum fjölgaði um 4.651 (28,7%), Þjóðverjum um 3.636 (15,6%), Bretum um 2.495 (16,6%), Ítölum um 2.361 (26,1%) og Spánverjum um 2.003 (22,2%).

Ferðamenn eftir markaðssvæðumSexföldun N-Ameríkana frá 2010

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum ágústmánuði eftir markaðssvæðum má sjá nokkuð verulega fjölgun frá árinu 2010 frá flestum svæðum. Mest áberandi er breytingin hjá Norður-Ameríkönum en fjöldi þeirra hefur nærri sjöfaldast, að miklu leyti síðustu þrjú ár. Fjöldi Breta hefur nærri þrefaldast og fjöldi Mið- og Suður Evrópubúa ríflega tvöfaldast. Fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ hafa nærri þrefaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minnst eða um 25.5% frá 2010.

Breytt samsetning eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í ágúst síðastliðnum voru Norður Ameríkanar 28,5% af heildarfjölda en hlutdeild þeirra var ekki nema 12,5% árið 2010. Hlutfall Mið- og Suður Evrópubúa og Norðurlandabúa hefur hins vegar lækkað verulega frá árinu 2010. Hlutdeild Breta og annarra markaðssvæða hefur hins vegar staðið í stað.

Ferðir Íslendinga utan

Um 44 þúsund Íslendingar fóru utan í ágúst síðastliðnum eða 4.337 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 10,9% fleiri brottfarir en í ágúst 2015 en talsvert færri en í júlí síðastliðnum þegar um 55 þúsund Íslendingar fóru til útlanda um Keflavíkurflugvöll.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í ágúst 2016

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

23.09.2016 11:53

Oddný í efsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

 

 

Oddný G. Harðardóttir.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Oddný í efsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

 

Framboðslisti Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands – í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum 29. október 2016 var samþykktur með lófaklappi á fundi kjördæmráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi.

 

Listann skipa eftirtaldir:

 

  1.    Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Garði

  2.    Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar, Sandgerði

  3.    Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Selfossi

  4.    Magnús Sigurjón Guðmundsson, aðgerðastjóri, Selfossi

  5.    Guðný Birna Guðmundsdótti,r hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, Reykjanesbæ

  6.    Miralem Hazeta, húsvörður, Höfn í Hornafirði

  7.    Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjum

  8.    Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn

  9.    Borghildur Kristinsdóttir, bóndi, Landsveit 

10.    Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi, Grindavík

11.    Andri Þór Ólafsson, vaktstjóri, Sandgerði

12.    Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, öryrki, Hveragerði

13.    Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögfræðingur og bóndi, Höfn í Hornafirði

14.    Magnús Kjartansson, hljómlistarmaður, Grímsnesi

15.    Guðbjörg Rut Þórisdóttir, deildarstjóri, Reykjanesbæ

16.    Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda, Flóahreppi

17.    Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, Reykjanesbæ

18.    Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélag Íslands, Árborg

19.    Karl Steinar Guðnason, fyrrverandi alþingismaður, Reykjanesbæ

20.    Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, Kópavogi

 


Oddný G. Harðardóttir Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

22.09.2016 15:54

Opinn fundur Bókabæjanna austanfjalls á Eyrarbakka

 

 

 

Opinn fundur Bókabæjanna austanfjalls á Eyrarbakka

 

Í dag, fimmtudagskvöldið 22. september 2016, boða Bókabæirnir austanfjalls til opins fundar í Rauða húsinu á Eyrarbakka (kjallara).

 

Á dagskrá fundarins er kynning á tveimur stærstu verkefnum haustsins sem eru barnabókahátíð í Hveragerði í október og krimmakvöld í Flóanum í nóvember ásamt frásögn Dorothee Lubecki í máli og myndum af ferð sinni til Sviss á þing IOB (alþjóðlegra samtaka bókabæja) sem fulltrúi Bókabæjanna austanfjalls.

 

Skipulagning barnabókahátíðar og krimmakvölds er komin í fullan gang í höndum Hrannar Sigurðardóttur. Hafi einhver sem þetta les áhuga á að vera með í skipulagningu eða framkvæmd verkefnanna er upplagt fyrir viðkomandi að mæta á fundinn – eða hafa samband við Hrönn ( hronnsig@arborg.is).

 

Bókabæirnir eru Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri), Hveragerði, Þorlákshöfn og Flóahreppur og styrkja sveitarfélögin starfsemi félagsins. Markmið Bókabæjanna austanfjalls er að gera bókum hátt undir höfði á ýmsan hátt, m.a. með því að vekja athygli á bókum og bóklestri og finna gömlum, notuðum bókum nýjan farveg. Upplýsingar um félagið má finna á www.bokabaeir.is og á Facebook.

 

Fundurinn hefst kl. 20 og er reiknað með að hann taki um eina klukkustund.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir til að forvitnast, fylgjast með eða taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum.

Af. wwwdfs.is

Image result for siggeir ingólfsson og valgeir guðjónsson við eyrarbakkakirkju

Fundurinn verður í Rauða-húsinu á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður

22.09.2016 11:40

22. september 2016 - haustjafndægur

 

 

 

22. september 2016 - haustjafndægur

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. 
 


Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.
 

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.

 


Haustjafndægur er kl. 14:21 - 22. september 2016.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

 

22.09.2016 10:09

Jóna Sólveig, Jóhannes og Ingunn skipa efstu sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi

 

 

 

Jóna Sólveig, Jóhannes og Ingunn

skipa efstu sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi


Suðri greinir frá fimmtudaginn 22. september 2016.
 

Listi Viðreisnar er þannig skipaður: 

  1.  Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt, Mýrdalshreppi
  2.  Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögmaður, Reykjanesbæ
  3.  Ingunn Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Selfossi
  4.  Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
  5.  Kristín María Birgisdóttir, kennari, Grindavík
  6.  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Eyrarbakka
  7.  Þóra Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu, Suðursveit
  8.  Skúli Kristinn Skúlason, sjómaður, Þorlákshöfn
  9.  Júlía Jörgensen, stjórnmálafræðingur, Reykjanesbæ
10.  Haukur Már Stefánsson, verkfræðingur, Hveragerði
11.  Sigurbjörg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
12.  Skúli Thoroddsen, lögmaður, Reykjanesbæ
13.  Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari, Reykjanesbæ
14.  Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
15.  Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Reykjanesbæ
16.  Agnar Guðmundsson, tölvunarfræðingur, Reykjanesbæ
17.  Iwona Zmuda Trzebiatowska, starfsmannastjóri, Vík i Mýrdal
18.  Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur, Grindavík
19.  Heiða Björg Gústafsdóttir, sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur, Reykjanesbæ
20.  Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri, Selfoss

 

image

1. sæti

Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt, Mýrdalshreppi

 

Viðreisn er ýr, frjálslyndur stjórnmálaflokkur, sem mun bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum.

 


Skráð af Menningar-Staður

18.09.2016 07:26

1.9 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 

 

1.9 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað fór í gærkveldi yfir 1.900.000 flettingar

(eina komma níu milljón) flettinga.

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.
 

 


Skráð af Menningar-Staður

17.09.2016 18:28

Afmælisbarn dagsins er Siggeir Ingólfsson

 

 

Myndaniðurstaða fyrir siggeir ingólfsson

F.v.: Kristján Runólfsson, Kjartan Már Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson, Bjarkar Snorrason,

Örn Grétarsson og Þórður Guðmundsson.

 

Afmælisbarn dagsins er Siggeir Ingólfsson

17. september 2016.Image result for siggeir ingólfsson

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

17.09.2016 06:38

Söguganga á Eyrarbakka í dag 17. sept. 2016

 

Magnús Karel fyrir framan Laugabúð. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

 

Söguganga á Eyrarbakka í dag 17. sept. 2016
 

 

Í dag, laugardaginn 17. september 2016 verður blásið til menningarminjadags á Íslandi og af því tilefni verður boðið upp á sögugöngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel Hannessyni.

 

Menningarminjadagar eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2016 er „Minjar og mannlíf“. 

 

Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði víðs vegar um land, sem tengjast á einn eða annan hátt mannífi og sögu fyrri tíma. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar.

 

Í Árnessýslu býður Sögufélag Árnesinga upp á sögugöngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel. Saga Eyrarbakka nær aftur til landnáms og verður stiklað á stóru í þeirri löngu sögu í stuttri gönguferð um hluta þorpsins.

 

Fjallað verður um mikilvægi Eyrarbakka sem aðalhafnar Sunnlendinga um aldir, um verslunina sem spratt upp af höfninni, þéttbýlismyndunina og sögu einstakra húsa sem á vegi verða.

 

Lagt verður af stað frá Félagsheimilinu Stað kl. 14:00.


Af www.sunnlenska.is

 
Skráð af Menningar-Staður

16.09.2016 21:15

Herðubreið og haustið

 

 

Herðubreið. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

Herðubreið og haustið

Á degi náttúrunnar 16. september 2016

 


Skráð af Menningar-Staður 

16.09.2016 07:32

Gróðursett í Þuríðargarði og ganga í Hellisskógi

 

image

Gróðursett í Hallskoti á degi íslenskrar náttúru í fyrrahaust.

Ljósmynd/Árborg

 

Gróðursett í Þuríðargarði og ganga í Hellisskógi

 

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í dag, föstudaginn 16. september, og mun Sveitarfélagið Árborg taka þátt í samstarfi við góða aðila.

 

Skólabörnin í BES á Stokkseyri munu í samstarfi við bæjarstjórn Árborgar gróðursetja tré í Þuríðargarði sem staðsettur er rétt við skólabygginguna á Stokkseyri. Gróðursetningin fer fram kl. 11:30 og er öllum velkomið að mæta.

 

Síðan kl. 17:00 ætlar Skógræktarfélag Selfoss að bjóða til göngu í Hellisskógi en þar hafa verið miklar stígaframkvæmdir sl. ár ásamt því að nokkrum æfingatækjum hefur verið komið fyrir á gönguleiðunum. Félagar í skógræktarfélaginu stýra göngunni og er mæting á hlaðinu fyrir innan hliðið inn í Hellisskóg.

 

Sveitarfélagið gróðusetti á þessum degi í fyrra tré í Hallskoti við Eyrarbakka í samstarfi við Skógræktarfélag Eyrarbakka.

Af www.sunnlenska.is

 Skráð af Menningar-Staður