Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.05.2019 06:55

11. maí 1921 - Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

 

 

Togarinn Jón forseti.

Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

 

 

11. maí 1921 -

 

Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

 

 

Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921. Sam­kvæmt þeim áttu há­set­ar á tog­ur­um að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sól­ar­hring hverj­um,“ en áður höfðu sjó­menn þurft að standa vakt­ir í tvo til þrjá sól­ar­hringa. Hvíld­ar­tím­inn var lengd­ur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955.
 

 Skráð af Menningar-Staður

11.05.2019 15:01

Sauðburður á Eyrarbakka

 

 

Guðmundur Magnússon og fáni Hrútavinafélagsins Ljósm.: Vilbergur Prebensson.

 

 

Sauðburður á Eyrarbakka

 

 

Hjá Eyrarbakkabændum er sauðburður á fullu þessa dagana og í mörgu að snúast.Eyrarbakkabændur gleðjast því og þeir allra sælustu láta gleði sína í ljós með því að flagga fána Hrútavinafélagsins Örvars eins og Guðmundur Magnússon gerir með glæsibrag.
 

 


Skráð af Menningar-Staður

11.05.2019 08:58

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson á Hvilft

 Gunnlaugur Finnsson (1928 - 2010).

 

 

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson á Hvilft

 

 

Gunnlaugur Finnsson fæddist á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928.

Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi þar, og kona hans, Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja. Gunnlaugur stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan með stúdentsprófi árið 1949. Hann var bóndi á Hvilft frá árinu 1950 fram til 2007. Samhliða bústörfum kenndi hann lengstum við Héraðsskólann á Núpi og síðar við barna- og unglingaskóla á Flateyri þar til hann var kjörinn á þing. Árið 1980 varð hann kaupfélagsstjóri á Flateyri og gegndi því starfi í átta ár.


 

Gunnlaugur Finnsson tók virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Hann sat um aldarfjórðung í hreppsnefnd Flateyrarhrepps og var oddviti tvö kjörtímabil. Þá var hann formaður Fjórðungssambands Vestfjarða í fjögur ár á þessum tíma. Drjúgum tíma af starfsævi sinni varði Gunnlaugur í þágu þjóðkirkjunnar, sat á kirkjuþingi og í kirkjuráði hálfan þriðja áratug og var jafnframt um tíma í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Auk þeirra starfa sem nú hafa verið talin átti hann sæti í ýmsum opinberum og stjórnskipuðum nefndum.
 

 

Í alþingiskosningunum 1974 var Gunnlaugur í framboði í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi og hlaut kosningu. Sat hann á þingi til 1978. Í kosningunum 1978 var hann á ný í framboði en náði ekki kjöri í þeim sviptingum sem þá voru í íslenskum stjórnmálum. Hann tók þó sæti sem varamaður á útmánuðum 1979 og sat samtals á sex þingum. Á Alþingi var hann formaður félagsmálanefndar neðri deildar og lét sér einkum annt um mennta-, atvinnu-, samgöngu- og byggðamál.


 

Gunnlaugur Finnsson var gegnheill samvinnu- og félagshyggjumaður. Hann var sannfærður um að bæði einstaklingum og samfélagi vegnaði best þegar menn ynnu af einlægni saman að sameiginlegu markmiði. Þannig vann hann hin fjölmörgu störf sem hann sinnti fyrir byggðarlag sitt, samvinnuhreyfinguna, kirkjuna og fyrir þjóðina sem alþingismaður. 

 

 

Gunnlaugur Finnsson, bóndi á Hvilft í Önundarfirði og fyrrverandi alþingismaður, lést 13. janúar 2010. 

 

 

Af vef Alþingis.


 

 
Hvilft í Önundarfirði.
Skráð af Menningar-Staður.

10.05.2019 06:25

Sænski sendiherrann í heimsókn í Sunnulækjarskóla

 

 

Sænski sendiherrann t.v. og Eyrbekkingarnir Anna Söderström og Birgir Edwald.

 

 

Sænski sendiherrann í heimsókn í Sunnulækjarskóla

 

 

Þann 29. apríl síðastliðinn kom sænski sendiherrann  Håkan Juholt  í heimsókn í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Markmiðið var að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf.

 

Sendiherrann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu Söderström, safnstjóra skólabókasafnsins. Á leiðinni spjallaði sendiherrann við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af starfsemi og nemendum. Þá hafði hann mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren og Smálöndin sem eru hans æskustöðvar.

 

Sendiherrann færði síðan skólanum sænskar bækur að gjöf.Dagskráin.

 Skráð af Menningar-Staður.

09.05.2019 06:32

Guðmundur Ármann Pétursson, sjálfstætt starfandi - 50 ára

 

 

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson,

 

sjálfstætt starfandi

 

– 50 ára

 

 

Kominn heim á Eyrarbakka

 

 

Guðmund­ur Ármann Pét­urs­son fædd­ist 9. maí 1969 í Reykja­vík og bjó í Voga­hverf­inu, Sól­heim­um og Álf­heim­um nán­ar til­tekið. „For­eldr­ar mín­ir kaupa Húsið á Eyr­ar­bakka árið 1979 og hefjast handa við lag­fær­ing­ar á því og end­ur­bæt­ur. Ég flyt síðan á Eyr­ar­bakka árið 1982 ásamt móður minni og bróður og þangað er ég flutt­ur á ný ásamt konu minni og börn­um.“

 

Guðmund­ur gekk í Ísaks­skóla og Æfinga­deild Kenn­ara­há­skóla Íslands og frá ár­inu 1982 í Barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka. Hann var skipt­inemi í Suður-Karólínu­ríki í Banda­ríkj­un­um 1985-1986. Hann lauk námi í frum­greina­deild Há­skól­ans á Bif­röst 1989 og varð rekstr­ar­fræðing­ur frá sama skóla 1991. Hann fór síðan í nám við Emer­son Col­l­e­ge í líf­efldri rækt­un 2003 og lauk MSc-námi í arki­tekt­úr, orku- og um­hverf­is­mál­um við Uni­versity of East London 2004.

 

Guðmund­ur byrjaði ung­ur að vinna, s.s. í fisk­vinnslu, við brú­ar­smíði, sem verkamaður, á Litla Hrauni og á rétt­ar­geðdeild­inni á Sogni. „Á Sól­heim­um starfaði ég með hlé­um frá ár­inu 1988 til árs­ins 2017, hafði á þeim tíma unnið í lengri eða skemmri tíma nán­ast öll störf í fjöl­breytt­um rekstri þess sam­fé­lags, þar af fram­kvæmda­stjóri í rétt tæp 15 ár.“

 

Guðmund­ur var kjör­inn í sveit­ar­stjórn Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps árið 2010 og á ný árið 2014 og sat til árs­ins 2018. Hann byrjaði ung­ur í skáta­hreyf­ing­unni í skáta­fé­lag­inu Skjöld­ung­um og var þar virk­ur um ára­bil. Fór á tvö al­heims­mót skáta í Kan­ada og Ástr­al­íu, lauk Gilwell-þjálf­un, hlaut for­seta­merki, var formaður Skáta­sam­bands Suður­lands og sat um tíma í stjórn Banda­lags ís­lenskra skáta.

 

„Ég kom að því að end­ur­vekja skát­astarf á Sel­fossi með skáta­fé­lag­inu Foss­bú­um ásamt góðu fólki og starfaði í fé­lag­inu um nokk­urt skeið. Son­ur minn er með Downs heil­kenni og læt ég mig hags­muni ein­stak­linga með Downs mjög varða, sat um tíma í stjórn Fé­lags áhuga­fólks um Downs heil­kennið og sit í stjórn Þroska­hjálp­ar á Suður­landi.“

 

Síðustu miss­eri hef­ur Guðmund­ur ásamt konu sinni verið að vinna að og þróa tvö ný­sköp­un­ar­verk­efni. „Það er heilsu­tengd ferðaþjón­usta þar sem hafið er nýtt til ánægju og heilsu­efl­ing­ar og hitt er að vinna hágæðaaf­urð úr brodd­mjólk kúa.“ Við fjöl­skyld­an höf­um keypt okk­ur fal­legt hús á Eyr­ar­bakka sem við erum að lag­færa og breyta og hlökk­um mikið til að flytja inn og að koma okk­ur vel fyr­ir. Eyr­ar­bakki á stór­an sess í hjarta mínu og ég hef ein­læg­an áhuga á að leggja gott til sam­fé­lags­ins. Hafið og fjar­an heill­ar mig ávallt og tog­ar í með spenn­andi verk­efni sem mig lang­ar einnig að vinna að í ná­inni framtíð.

 

Ég hef ákveðið að hrinda í fram­kvæmd hug­mynd sem læt­ur mig ekki í friði en það er setja af stað kvik­mynda­hátíð. Sé fyr­ir mér að hátíðin verði ár­leg­ur viðburður og mun hún heita BRIM kvik­mynda­hátíð. Mark­miðið er að sýna mynd­ir sem tengj­ast sjáv­ar­byggðum og/?eða haf­inu. Á þess­ari fyrstu hátíð verða mynd­irn­ar um plast í haf­inu. Ég hef náð sam­starfi við er­lend sam­tök sem vinna með mark­viss­um og upp­lýs­andi hætti gegn plast­notk­un og hreins­un á plasti úr haf­inu.

 

Ég mun kynna þetta verk­efni fyr­ir Eyr­bekk­ing­um á næst­unni og á ekki von á öðru en það verði vel tekið í hug­mynd­ina.“

 

Fjöl­skylda

Sam­býl­is­kona Guðmund­ar er Birna Guðrún Ásbjörns­dótt­ir, f. 28. apríl 1971, doktorsnemi í heil­brigðis­vís­ind­um. For­eldr­ar henn­ar eru hjón­in Ásbjörn Kristó­fers­son, f. 9. ág­úst 1933, fv. kaupmaður, og Sig­ríður Guðmanns­dótt­ir, f. 18. októ­ber 1932, vann á Landa­koti. Þau eru bús. í Reykja­vík.

 

Börn:

1) Auðbjörg Helga, f. 23. mars 1996, nemi;

2) Embla Líf, f. 24. ág­úst 2004, og

3) Nói Sær, f. 22. fe­brú­ar 2010.

 

Bróðir Guðmund­ar er Eggert Pét­urs­son, f. 18. júlí 1973, lag­er­stjóri í Norr­köp­ing í Svíþjóð.

 

For­eldr­ar Guðmund­ar eru Auðbjörg Guðmunds­dótt­ir, f. 27. janú­ar 1944, leik­skóla­kenn­ari, bús. á Eyr­ar­bakka, og Pét­ur Svein­bjarn­ar­son, f. 23. ág­úst 1945, fv. fram­kvæmda­stjóri, bús. í Reykja­vík.

 
Morgunblaðið 9. maí 2019.


Skráð af Menningar-Staður.

 

08.05.2019 06:59

Jón Ingi Sigurmundsson, myndlistarmaður, fv. aðstoðarskólastj. og kórstjóri - 85 ára

 

 

 

 

Jón Ingi Sigurmundsson,

 

myndlistarmaður, fv. aðstoðarskólastj. og kórstjóri

 

– 85 ára

 

 

Hefur nægan tíma til að mála

 

 

Jón Ingi Sig­ur­munds­son fædd­ist 8. maí 1934 á Eyr­ar­bakka og ólst þar upp. „Ég á góðar æskuminn­ing­ar við leik og störf. Al­mennt höfðu menn ekki eitt starf en voru með skepn­ur, ræktuðu kart­öfl­ur, voru í fisk­vinnslu eða á sjó. Við krakk­arn­ir lék­um okk­ur sam­an úti í ýms­um leikj­um. Ég var átta sum­ur í síma­vinnu­flokki Ólafs Magnús­son­ar, móður­bróður míns, og var sofið í tjöld­um og unnið á ýms­um stöðum sunn­an­lands og á Norður­landi.“

 

Jón Ingi tók lands­próf á Sel­fossi 1951, var næstu þrjú ár í Kenn­ara­skól­an­um og lauk al­mennu kenn­ara­prófi og söng­kenn­ara­prófi 1954. „Ég á góðar minn­ing­ar úr nám­inu og var fyrsta ut­an­lands­ferðin far­in í út­skrift­ar­ferð um Evr­ópu.“ Jón Ingi hafði einnig frá unga aldri lært á org­el og síðar pí­anó, bæði í einka­tím­um, Tón­skóla kirkj­unn­ar, og Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík.

 

Jón Ingi flutti á Sel­foss 1954 og starfaði við al­menna kennslu við Barna­skól­ann og tón­mennta­kennslu fyrstu árin. „Við Edda gift­um við okk­ur 1958 og fór­um til Kaup­manna­hafn­ar. Sigld­um með Heklu með viðkomu í Fær­eyj­um og Ber­gen. Ég fór í tón­list­ar­deild Kenn­ara­há­skól­ans í Kaup­manna­höfn og lærði pí­anó­leik, hljóm­fræði o.fl. en Edda lauk tveggja ára námi í handa­vinnu í Haand­ar­bejdes Fremme skole. Þá tók aft­ur við kennsla á Sel­fossi. Ég fór svo eitt sum­ar í ensku­nám í London.“ Hann fékk or­lof 1971-72 og fór til Kaup­manna­hafn­ar með fjöl­skyld­una og var við nám í fram­halds­deild Kenn­ara­há­skól­ans í tónlist og í ensku­námi og Edda var í dönsku­námi í Kenn­ara­há­skól­an­um.

 

Jón Ingi stofnaði Stúlknakór Gagn­fræðaskól­ans á Sel­fossi 1960 og Kór Fjöl­brauta­skóla Suður­lands 1983 og kenndi jafn­framt á pí­anó og tón­fræðigrein­ar við Tón­list­ar­skóla Árnes­inga og var skóla­stjóri 1968-1971. „Ég á marg­ar skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá starf­inu hjá Kór Fjöl­brauta­skól­ans t.d. vel­heppnaðar kór­ferðir til Norður­landa og Þýska­lands. Nokkr­ir af pí­anónem­end­um mín­um hafa haldið áfram námi og gæti ég þá t.d. nefnt Vigni Þór Stef­áns­son djasspí­anó­leik­ara. Kór­nem­end­ur hafa marg­ir haldið áfram að syngja í kór­um, nokkr­ir syngja í Dóm­kórn­um og sem ein­sögvara get ég nefnt Kristjönu Stef­áns­dótt­ur djass­söng­konu.“

 

Jón Ingi færði sig yfir í Gagn­fræðaskól­ann og kenndi þar ensku, dönsku og tón­mennt og stund­um mynd­mennt. Hann var aðstoðarskóla­stjóri við Gagn­fræðaskól­ann 1976-1996 fyr­ir utan þegar hann var skóla­stjóri 1979-80 og 1987-1991.

 

Jafn­framt fékkst Jón Ingi við að mála, einkum vatns­lita­mynd­ir og í olíu. Hann sýndi oft í sam­sýn­ing­um Mynd­list­ar­fé­lags Árnes­inga og hélt sína fyrstu einka­sýn­ingu 1985 en þær eru nú orðnar yfir 50. Nú stend­ur yfir sýn­ing hans í Gallerý LAK, ( Lækna­stof­ur Ak­ur­eyr­ar) og stend­ur út júní. Jón Ingi hlaut lista­manna­laun 1981, viður­kenn­ingu menn­ing­ar­nefnd­ar Sel­foss 1997, Menn­ing­ar­verðlaun Árborg­ar 2011 og var Heiðurslistamaður Mynd­list­ar­fé­lags Árnes­sýslu 2017.

 

Jón Ingi var einn af stofn­fé­lög­um Li­ons­klúbbs Sel­foss og hef­ur unnið ýmis störf í þágu klúbbs­ins og verið formaður, rit­ari og fleira og starfar hann enn með klúbbn­um. „Ég fór á eft­ir­laun 1996 og hætti kór­stjórn árið 2000 og kennslu í Tón­list­ar­skól­an­um 1998. Ég hef nú næg­an tíma til að mála og sinna fjöl­skyld­unni, garði og sum­ar­bú­staðnum í Vaðnesi í Gríms­nesi.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Jóns Inga er Edda Björg Jóns­dótt­ir kenn­ari, f. 4. maí 1938. For­eldr­ar Eddu voru hjón­in Jón Páls­son, bók­bands­meist­ari og tóm­stundaráðunaut­ur Reykja­vík­ur­borg­ar, f. 23. apríl 1908, d. 22.ág­úst 1979 og Vil­borg Sig­ur­rós Þórðardótt­ir, hús­móðir í Reykja­vík, f. 19. maí 1909, d. 19. apríl 1997.

 

Börn Jóns Inga og Eddu eru;

1) Vil­borg, kenn­ari og bók­ari, f. 25. fe­brú­ar 1960.Eig­inmaður: Ólaf­ur Krist­inn Guðmunds­son, iðnrekstr­ar­fræðing­ur, f. 8. júní 1961. Börn : Sindri Snær, viðskipta­fræðing­ur, f. 22. ág­úst 1994; Jón Ingi, nemi í tölv­un­ar­fræði í HR, f. 24. októ­ber 1998,

2) Ágústa María, leik­skóla­kenn­ari, f. 13. októ­ber 1961. Eig­inmaður: Birg­ir Guðmunds­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur, f. 4. maí 1962. Börn: Guðjón Árni, kvik­mynda­fræðing­ur, f. 4. des­em­ber 1990. Eig­in­kona: Elíza­beth Lopez Arriaga, mannauðsstjóri, f. 6. apríl 1984. Barn: Björn Santiago f. 27. júní 2018; Edda Kar­en, nemi í HÍ, f. 23. fe­brú­ar 1995; Jan­us Bjarki, nemi í HÍ, f. 12 janú­ar 1998;

3) Selma Björk, leik­skóla­kenn­ari, f. 15. janú­ar 1964. Eig­inmaður: Jó­hann Böðvar Sigþórs­son, bak­ari, f. 4. des­em­ber 1963. Börn: Sigþór Const­ant­in, nemi f. 5. júní 1998; Sól­rún María, nemi, f. 5. októ­ber 2003; Rún­ar Ingi, nemi, f. 26. maí 2006;

4) Sig­ur­mund­ur Páll, þjón­ust­u­stjóri UT TRS, f. 10. maí 1975. Sam­býl­is­kona: Sigrún Bjarna­dótt­ir, dýra­lækn­ir, f. 6. janú­ar 1985. Börn : Frey­dís Erna, f. 25. júlí 2012, og Sölvi f. 8. nóv. 2014.

Syst­ir Jóns Inga er Guðrún Sig­ur­mund­ar­dótt­ir, hús­móðir í Reykja­vík, f. 19. ág­úst 1928. Eig­inmaður henn­ar var Ólaf­ur Örn Árna­son, kenn­ari og síðar gjald­keri, f. 11. janú­ar 1921, d. 24. apríl 2012.

 

For­eldr­ar Jóns Inga voru hjón­in Sig­ur­mund­ur Guðjóns­son sand­græðslu­eft­ir­litsmaður, f. 4. fe­brú­ar 1903, d. 18. maí 1985 og Ágústa Guðrún Magnús­dótt­ir hús­móðir, f. 28. ág­úst 1905, d. 3. júlí 1996. Þau voru bú­sett á Eyr­ar­bakka.

 

 

 

 Morgunblaðið 8. maí 2018.Skráð af Menningar-Staður

06.05.2019 17:23

FÉLAG UM FANGELSISMINJASAFN - Stofnfundur

 

 

 

 

FÉLAG UM FANGELSISMINJASAFN - Stofnfundur

 

 

Miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 20.00 verður haldinn stofnfundur í

Húsinu á Eyrarbakka um Fangelsisminjasafn Íslands.
 


Allt áhugafólk um málefnið velkomið.

 

Undirbúningsnefndin
Skráð af Menningar-Staður

05.05.2019 10:06

Æfing 50 ára - Lokadagstónleikar í Bæjarbíói

 

 

Hljómsveitin Æfing.

F.v.: Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Árni Benediktsson, Ásbjörn Björgvinsson

og Halldór Gunnar Pálsson.

 

 

 

Æfing 50 ára -

 

Lokadagstónleikar í Bæjarbíói

 

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnar 50 ára afmæli með lokadagstónleikum í Bæjarbíói Hafnarfirði laugardaginn 11. maí n.k. kl. 20:30.

 

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri kom fram í fyrsta sinn á fundi Verkalýðsfélagsins Skjaldar í Samkomuhúsinu á Flateyri. Í hljómsveitinni voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

 

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá bæði á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík kom að með einum eða öðrum hætti og við önnur sérstök tækifæri, s.s. afmæli, brúðkaup og útgáfutónleika.

 

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið; Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson, Önundur Hafsteinn Pálsson auk Óskars Þormarssonar og Magnúsar Magnússonar.

 

Árið 2013 ákváðu félagarnir í Æfingu að taka upp disk sem fékk nafnið: Æfing - fyrstu 45 árin. Meðal laga á þessum diski Æfingar eru: "Fínn kall kellingin hans", "Kem eftir rétt strax", "Allabúð", "Púki að Vestan" og "Heima er best"

 

Meðlimir Æfingar á þessum tímamótatónleikum eru:

Árni Benediktsson - gítar – söngur,

Sigurður Björnsson (Siggi Björns) - gítar – söngur,

Ásbjörn Björgvinsson - bassi – söngur,

Jón Ingiberg Guðmundsson - gítar – söngur,

Halldór Gunnar Pálsson - gítar – söngur

og Óskar Þormarsson – trommur.Þess má geta sérstaklega að hljómsveitarstjóri Æfingar, Árni Benediktsson, hefur búið á Selfossi í tuttugu og fimm ár og hefur hljómsveitarstarfinu þann tíma verið stýrt héðan úr Flóanum með góðum mannlífs- og menningarlegum árangri.Miðasala á www.midi.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

04.05.2019 09:49

4. maí 1880 - Útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).

 

 

4. maí 1880 -

Útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og

Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans

 

 

Þann 4.  maí 1880 for fram útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans fór fram í Reykja­vík með mik­illi viðhöfn og að viðstöddu fjöl­menni. Þau lét­ust í Kaup­manna­höfn í des­em­ber 1879.Á silf­ur­skildi á kistu Jóns stóð: „Óska­barn Íslands, sómi þess, sverð og skjöld­ur.“

 

 

Morgunblaðið  - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

 

Frá útför Jón og Ingibjargar í Reykjavík þann 4. maí 1880.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.05.2019 06:18

Vibeke Nørgaard Nielsen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019

 

 

Vibeke Nørgaard Nielsen tekur við Verðlaunum Jóns Sigurðssonar úr hendi

Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

 

 

Vibeke Nørgaard Nielsen

 

hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019

 

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, 25. apríl 2019, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Aðalræðumaður að þessu sinni var Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. 

Ræðu Helga má lesa hér. 

 

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2019 féllu í hlut Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundar og fyrrverandi kennara. Framlag Vibeke við kynningu á Íslandi og íslenskri menningu í Danmörku með sýningum, kynningum og fyrirlestrum um Ísland um langt árabil er ómetanlegt. Einnig hefur hún skipulagt fjölmargar Íslandsferðir fyrir Dani. Þá er bók hennar um Íslandsferðir danska listmálarans Johannesar Larsens, Listamaður á söguslóðum, sem út kom í Danmörku 2004, og í íslenskri þýðingu 2015, mikilvægt framlag til menningartengsla landanna.

 

 

Eftirfarandi hafa áður hlotið verðlaun Jóns Sigurðssonar: 

 •  2018 Tryggvi Ólafsson 
 •  2017 Annette Lassen 
 • 2016 Dansk - Islandsk Samfund 
 • 2015 Sigríður Eyþórsdóttir 
 • 2014 Bertel Haarder 
 • 2013 Erling Blöndal Bengtsson 
 • 2012 Dr. phil. Pétur M. Jónasson 
 • 2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir 
 • 2010 Søren Langvad 
 • 2009 Erik Skyum - Nielsen 
 • 2008 Guðjón Friðriksson 
 •  
 

Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jón Sigurðssonar (1811 - 1879). Ljósm.: BIB

.

 

.

.

 

 Skráð af Menningar-Staður