Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.03.2018 21:53

Vorjafndægur var kl. 16:15 í dag

 

 

Nærri sum­arsól­stöðum. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

Vorjafndægur var kl. 16:15 í dag

 

Vor­jafn­dæg­ur voru í dag, þriðjudaginn 20. mars 2018,  ná­kvæm­lega klukk­an 16:15.

 

Á norður­hvel­inu hefst vor en haust á suður­hvel­inu þegar sól­in fær­ist norður yfir miðbaug him­ins, seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um. Um þetta leyti er dag­ur­inn um það bil jafn­lang­ur nótt­inni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Jafn­dæg­ur eru einnig einu tveir dag­ar árs­ins þegar sól­in er beint fyr­ir ofan miðbaug jarðar, seg­ir enn frem­ur á Stjörnu­fræðivefn­um.

 

Á sum­arsól­stöðum verður sól­in svo lengst frá miðbaug him­ins og byrj­ar eft­ir það að lækka aft­ur á lofti. Það ger­ist 21. júní í sum­ar.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

20.03.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Björn Þorsteinsson

 


Björn Þorsteinsson (1918 - 1986)
 

 

Merkir Íslendingar - Björn Þorsteinsson

 

Björn Þor­steins­son sagn­fræðipró­fess­or fædd­ist að Þjót­anda í Vill­inga­holts­hreppi 20. mars 1918. Þótt hann fædd­ist á Suður­landi var hann í raun af þekkt­um hún­vetnskum ætt­um, son­ur Þor­steins Björns­son­ar, kaup­manns og frum­býl­ings á Hellu á Rangár­völl­um, og f.k.h., Þuríðar Þor­valds­dótt­ur kenn­ara.

 

Þor­steinn var bróðir Sig­ur­geirs, föður Þor­björns, pró­fess­ors í eðlis­fræði við HÍ. Þor­steinn var son­ur Björns Ey­steins­son­ar í Grímstungu sem var forfaðir ým­issa þjóðkunnra Hún­vetn­inga.

 

Björn lauk stúd­ents­prófi frá MR 1941, cand.mag.-prófi í ís­lensk­um fræðum frá HÍ 1947, stundaði fram­halds­nám við Uni­versity of London 1948 og 1949 og varði doktors­rit­gerð HÍ 1970.

 

Björn kenndi við Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar, Iðnskól­ann í Reykja­vík og Lauga­lækj­ar­skóla, kenndi sögu við MH og var pró­fess­or í sögu við HÍ frá 1971. Þá var hann far­ar­stjóri á sumr­in um skeið, stofnaði leiðsög­u­nám­skeið á veg­um Ferðaskrif­stofu rík­is­ins 1960 og veitti þeim for­stöðu til 1967 og síðan, ásamt Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

 

Björn var af­kasta­mik­ill fræðimaður og stundaði brautryðjenda­rann­sókn­ir á sam­skipt­um Íslend­inga og Eng­lend­inga á síðmiðöld­um. Meðal helstu fræðirita hans má nefna Nýja Íslands­sögu; Ensk­ar heim­ild­ir um sögu Íslands á 15. og 16. öld; Ensku öld­ina í sögu Íslands; Tíu þorska­stríð 1415-1976; og Íslenzka miðalda­sögu.

 

Björn var formaður Ran­gæ­inga­fé­lags­ins í Reykja­vík, var for­seti Sögu­fé­lags, formaður Sagn­fræð-inga­fé­lags­ins og rit­stjóri Sögu. Þá fór hann í fram­boð fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn og Alþýðubanda­lagið.

 

Björn lést 6. október 1986.

 

Í til­efni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Björns, verður haldið minn­ing­arþing hon­um til heiðurs, Bjarn­ar­messa, í Ver­öld, Húsi Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, í dag kl. 16.30-18.30.
 

 


Morgunblaðið og Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður

19.03.2018 17:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. mars 2018

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. mars 2018
 

Vinir alþýðunnar.

 

 

.

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

18.03.2018 07:57

Messa í Stóra-Núpskirkju

 


Stóra-Núpskirkja.

 

Messa í Stóra-Núpskirkju

 

Messað verður í Stóra-Núpskirkju í dag, sunnudaginn þann 18. mars 2018 kl. 14:00 í tilefni að viðgerðum er lokið í kirkjunni.

 

Við opnum kl. 13:00 svo gestum gefist kostur á að virða fyrir sér hvernig til hefur tekist.

 

Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar eftir messu í Félagsheiminu Árnesi.

 

Séra Óskar sóknarprestur prédikar og Þorbjörg organisti stjórnar kirkjukórnum.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir að gleðjast með okkur þessa stund. -

 

Sóknarnefndin


 

Stóra-Núpskirkja

 

Stóra-Núpskirkja er í Hrunaprestakalli  í Suðursprófastsdæmi.

 

Um 1770 lét Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson reisa á Stóra-Núpi útbrotakirkju, sem var byggð úr grjóti, torfi og timbri, sem fékkst úr herskipinu Göthemborg eftir að það strandaði á Hafnarskeiði við Ölfusárósa árið 1718. Ámundi snikkari Jónsson var fenginn til verksins. Auk þess að byggja kirkjuna, skreytti hann hana með útskurði, t.d. gerði hann predikunarstól, sem nú er í vörzlu Þjóðminjasafns Íslands, ásamt líkani af þessari kirkju, sem var gert eftir lýsingum Brynjúlfs Jónssonar, fræðimanns frá Minna-Núpi. Útbrotakirkjan stóð til ársins 1876 eða í 106 ár, þegar hún var rifin og ný kirkja byggð, að hluta til úr timbri hinnar gömlu.

 

Í Suðurlandsskjálftanum 1896 stóð kirkjan eitt húsa á Stóra-Núpi, svo að presturinn varð að flytja með fjölskyldu sinni í kirkjuna. Þá bjó sera Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Þessi kirkja stóð til 29. desember 1908 eða í 32 ár, þegar hún fauk og brotnaði í spón. Í þessa kirkju kom snemma hljóðfæri og hefur æ síðan verið í henni.

 

Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1909 eftir teikningum Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.   Gestur Einarsson á Hæli var umsjónarmaður með byggingu kirkjunnar og réði Bjarna Jónsson frá Galtafelli sem yfirsmið og Ásgrím Jónsson til að mála altaristöflu.

 

Ásgrímur valdi einnig liti í kirkjuna. Stefán Eiríksson skar út ýmsa gripi hennar. Tæpu ári eftir að kirkjan fauk, eða hinn 31. oktober 1909, var nýja kirkjan vígð. Altaristaflan kom ekki fyrr en 1912. Tvær eldri töflu eru geymdar í kirkjunni, önnur er úr Steinsholtskirkju, sem séra Daði Halldórsson þjónaði. Á henni er mynd af fiskimönnum á vatninu, en hin er af síðustu kvöldmáltíðinni. Sigríður Jónsdóttir, ekkja séra Jóns Vídalíns biskups, gaf hana.  

 

Á henni má sjá ártalið 1728 og fangamörk þeirra hjóna. Hún var í kirkjunni, sem fauk og skemmdist mikið. Einar Jónsson, myndhöggvari var fenginn til að koma henni saman að nýju.

 

Predikunarstóll, sem var í þessari kirkju og brotnaði, þegar hún fauk, var endursmíðaður og er nú í Villingaholtskirkju. Einnig er hljóðfærið, sem var í kirkjunni til í einkaeign. Á árunum 1966-68 voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni, skipt um járn, glugga og hún einangruð.

 

Árið 1988 var reistur minnisvarði um sálmaskáldið, séra Valdimar Briem, á Stóra-Núpi eftir Helga Gíslason, myndhöggvara.  Hann var afhjúpaður 4. september 1988. En sr. Valdimar Briem, f. 1. febrúar 1848. Var hann settur til að þjóna á Stóra-Núpi 29. júlí 1880. Þjónaði sr. Valdimar þar til 11. mars 1918 eða 38 ár. Af mörgum merkilegum mönnum sem hafa búið  í Gnúpverjahreppi þá er sr. Valdimar án efa þeirra merkilegastur. Þekktastur er hann fyrir sálma sína. Án sálma sr. Valdimars væri sálmabókin okkar eins og hún er í dag ónothæf. En ef hún hefði aðeins sálma sr. Valdimars væri hún all góð til nota við helgihaldið.

 

Nýtt pípuorgel var tekið í notkun 11. nóvember 1990 í tilefni þess, að 80 ár voru liðin frá byggingu kirkjunnar.  Orgelið smíðaði Björgvin Tómasson í Örgelsmiðju sinni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

Það orgel var selt árið 2012 sökum þess að það var of stórt í kirkjuna og nýtt orgel var vígt  þann 24.11.2013.  Björgvin Tómasson smíðaði það einnig.

 

Árið 2015 var sökkull kirkjunnar spengdur  þar sem hann var mikið sprunginn ( á þrettán stöðum) að öllum líkindum eftir jarðskjálfta árið 2000 og árið 2017 var farið í miklar endurbætur á kirkjunni. Allt tréverk var lagfært þar sem það var njög sprungið ásamt því að skipt var um gólf og það eingangrað betur, kirkjan heilmáluð  að innan og rafmagn lagt allt nýtt, hitaveitulögn endurnýjuð ásamt þvi að leggja nýtt bruna og þjófavarnarkerfi í kirkjuna.

 

Sameiginlegur kór kirknanna í sveitarfélaginu þ.e. Stóra-Núps og Ólfsvallasókna söng inn á hljómdisk í apríl 2015 helstu sálmaperlur sálmaskáldsins og prestsins Valdimars Briem sem þjónaði mestan hluta ævi sinnar á Stóra-Núpi og var hann gefinn út fyrir jólin það ár.

 

Af -  www.skeidgnup.is

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður


 

17.03.2018 07:54

Byssusýning í Veiðisafninu á Stokkseyri

 

 

 

Byssusýning í Veiðisafninu á Stokkseyri

 

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við Gallery Byssur/Byssusmiðju Agnars, verður haldin nú um helgina; laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. mars kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

 

Gallery Byssur/Byssusmiðjau Agnars sýnir úrval skotvopna og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði sem verður einnig til sölu. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum. Kynntar verða byssur frá Browning, Winchester o.fl. Einnig sjónaukar frá Minox ásamt skotum frá Express. Sýningartilboð verður á byssum og skotum.

 

Sérstakir gestir sýningarinnar eru félagar úr Skotíþróttafélag Suðurlands. SFS sýna byssur í eigu félagsmanna SFS og kynna félagið sem og aðstöðu SFS. Þá verður ný stjórn SKOTVÍS á staðnum með kynningu.

 

Til sýnis eru líka skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni fyrrverandi veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík, svo eitthvað sé nefnt.

 

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.03.2018 20:11

Gvendardagur - 16. mars 1976 - á Flateyri

 


Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri nokkrum árum efir að hann kom þangað fyrsta

sinni á Gvendardegi þann 16. mars 1976..
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Gvendardagur - 16. mars 1976 - á Flateyri

 

Á síðasta fjórðungi 20. aldar var á Flateyri horft til Gvendardags sem mikils happadags í Önundarfirði eftir að skuttogarinn Gyllir ÍS 261 kom í fyrsta sinn til Flateyrar á Gvendardegi 16. mars 1976.

Það var Útgerðarfélag Flateyrar hf. sem átti Gylli en það félag var dótturfélag Hjálms hf. á Flateyri sem var stofnaður þann 22. september 1968.

 

Gyllir heitir nú Stefnir ÍS- 28 og er gerður út frá Ísafirði og er 42 ára í dag - 16. mars 2018.

 

Nafnið Hjálmur var samþykkt á stofnfundi Hjálms hf. eftir tillögu Eysteins G. Gíslasonar fyrrum kennara á Flateyri. Í greinargerð með tillögu sinni benti Eysteinn á að “Hjálmur” væri vörn mikilvægasta líkamshlutarins og fyrirtæki sem þetta væri slíkt hið sama fyrir byggðarlag eins og Flateyri og Önundarfjörð. Fyrir væru nöfn félaga á Flateyri í sama dúr svo sem “Verkalýðsfélagið Skjöldur” og “Kvenfélagið Brynja.” Þessi tillaga var samþykkt með lófaklappi þó ágæt tillaga að öðru nafn hafi legið fyrir stofnfundinum í upphafi frá fundarboðendum.Skráð af Menningar-Staður

16.03.2018 06:41

16. mars - Gvendardagur

 

 

 

Hólar í Hjaltadal í byrjun átjándu aldar.
16. mars - Gvendardagur

 

 

Gvendardagur er í dag 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237.

 

Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp. 
 


Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld. Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást. 

 


Hólar í Hjaltadal.
Skráð af Menningar-Staður

15.03.2018 18:58

Sveinn Ásgeir Jónsson er 30 ára

 

 

Sveinn Ásgeir Jónsson.

 

Sveinn Ásgeir Jónsson er 30 ára í dag

15. mars 2018

 

Sveinn Ásgeir Jónsson ólst upp á Stokks­eyri og var trommuleikari í hljómsveitinni NilFisk. Hann er nú bú­sett­ur á Sel­fossi. Sveinn Ásgeir er nú starfsmaður hjá Rækt­un­ar­sam­bandi Flóa og Skeiða.

 

Maki: Ellý Hrund Guðmunds­dótt­ir, f. 1990, starfsmaður við leik­skóla og nemi í tann­tækni.

 

Son­ur: Pat­rek­ur Logi Sveins­son, f. 2014.

 

For­eldr­ar: Jón Björn Ásgeirs­son, f. 1957, og Þór­unn Jóns­dótt­ir, f. 1963.


Morgunblaðið

 


Hljómsveitin NilFisk í Kaupmannahöfn.
F.v.: Víðir Björnsson, Jóhann Vignir Vilbergsson,

Sveinn Ásgeir Jónsson og Sigurjón Dan Vilhjálmsson.

Ljósm.: Inga Rún Björnsdóttir

.
 


Hljómsveitin NilFisk á Draugabarnum á Stokkseyri.
F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Víðir Björnsson, Sveinn Ásgeir Jónsson

og Jóhann Vignir Vilbergsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.


Hljómsveitin NilFisk í Kaupmannahöfn.
F.v.: Sveinn Ásgeir Jónsson, Sigurjón Dan VIlhjálmsson, Víðir Björnsson

og Jóhann Vignir Vilbergsson.

Ljósm.: Inga Rún Björnsdóttir.
 


 Skráð af Menningar-Staður

15.03.2018 06:56

Merkir Íslendingar - Ágúst M. Sigurðsson

 

 

Ágúst M. Sigurðsson (1936 - 2010).

 

Merkir Íslendingar - Ágúst M. Sigurðsson

 

Ágúst fæddist á Akureyri 15. mars 1938, sonur Sigurðar Stefánssonar, prófasts og síðar vígslubiskus á Möðruvöllum í Hörgárdal, og Maríu Júlíönu Kristjönu Ágústsdóttur cand.phil.
 

Sigurður var sonur Stefáns Hannessonar, bónda á Þrándarstöðum í Kjós, og Guðrúnar Matthíasdóttur, húsfreyju og veitingakonu í Reykjavík, en María var dóttir Ágústs Jósefssonar, bæjarfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík, sem skrifaði fróðlegar endurminningar um mannlíf í Reykjavík, og Pauline Charlotte Andreasdóttur, f. Sæby.
 

Eftirlifandi eiginkona Ágústar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, kennari og prestsfrú, dóttir Kirstínar Láru Sigurbjörnsdóttur, kennara í Ási í Reykjavík og Ásgeirs Einarssonar, héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

 

Börn Guðrúnar Láru og Ágústs eru Lárus Sigurbjörn, umferðarverkfræðingur á Sjálandi, og María, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
 

Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA 1959, embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1965, stundaði framhaldsnám í Den nske Folkekirke við Árósarháskóla, lauk þaðan prófum og fór fjölda námsferða til Danmerkur, Noregs, Þýskalands og Ísraels.
 

Ágúst var símstöðvarstjóri á Möðruvöllum 1964-66, aðstoðarmaður föður síns þar og sóknarprestur frá 1965, sóknarprestur í Vallanesi á Völlum frá 1966, í Ólafsvík frá 1970, á Mælifelli í Skagafirði frá 1972 og talsímavörður þar, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn frá 1983 og umsjónarmaður Húss Jóns Sigurðssonar, sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði frá 1989 og prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1999 og til 2000.
 

Ágúst kenndi við fjölda skóla, var afkastamikill rithöfundur og margfróður fræðimaður, formaður Tónlistarfélags Skagafjarðar og Sálarrannsóknafélags Skagafjarðar og sat í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, auk annarra trúnaðarstarfa.
 

Vestfirska forlagið gaf út nokkrar af bókum hans.

 

Ágúst lést 22. ágúst 2010.

 

Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

13.03.2018 16:22

Auglýst eftir framboðum til kirkjuþings

 


Kirkjuræknir menn og hér í Skálholtsdómkirkju.
F.v.: Sigurður Sigurðarson og Kristján Runólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Auglýst eftir framboðum til kirkjuþings

 

Á grundvelli 11. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017 auglýsir kjörstjórn þjóðkirkjunnar eftir framboðum til kirkjuþings.

 

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn.

 

Kjörgengur til kirkjuþings er:

 

a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr. starfsreglna nr. 1075/2017

 

b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri.

 

Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl 2018.

 

Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 15. mars 2018. Tilkynningu um framboð skal senda til biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið kirkjan@kirkjan.is

 

Kjörstjórn getur óskað eftir að sá sem hyggst bjóða sig fram, framvísi staðfestingu er sýni kjörgengi hans.

 

Ef ekki berast nægilega mörg framboð, sbr. 11. gr. starfsreglan um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, skal kjörstjórn svo fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart. Skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk., ásamt samþykki hlutaðeigandi.

 

Kosningarnar verða rafrænar og standa frá kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí s.á. Verða kosningarnar auglýstar sérstaklega síðar.

 

Fyrir hönd kjörstjórnar
Hjördís Stefánsdóttir, formaður

 Skráð af Menningar-Staður