Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.01.2018 19:31

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Kaldalóns

 

 

Sigvaldi Kaldalóns (1881 - 1946)

 

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Kaldalóns

 

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur, ljósmóður Reykjavíkur um árabil.
 

Stefán var hálfbróðir Jóns í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns. Í móðurætt var Sigvaldi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari.
 

Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann danskri og evrópskri tónlist og einnig eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu.
 

Sigvaldi varð héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910, sem náði yfir innri hluta Ísafjarðardjúps. Hann bjó í Ármúla, örskammt sunnan við hið ægifagra Kaldalón þar sem skriðjökull úr Drangajökli skríður niður í lónið. Svo hugfanginn varð hann af þessu svæði að hann tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns.
 

Sigvaldi veiktist alvarlega af taugaveiki 1917 og náði sér aldrei að fullu. Hann dvaldist á Vífilsstöðum og á heilsuhæli í Kaupmannahöfn, var síðan héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1926-29 og í Keflavíkurhéraði með aðsetur í Grindavík 1929-41. Hann var læknir í Grindavík til 1945 en flutti þá til Reykjavíkur.
 

Sigvaldi var sannkallað söngvatónskáld og er eitt vinsælasta tónskáld þjóðarinnar, fyrr og síðar.
 

Hann lærði nótur og fékk aðra tónlistartilsögn hjá dómorganistunum Jónasi Helgasyni og Brynjólfi Þorlákssyni og varð fyrir áhrifum af vini sínum Sigfúsi Einarssyni tónskáldi frá Eyrarbakka. 
Meðal þekktustu laga Sigvalda eru t.d. Ísland ögrum skorið; Á Sprengisandi; Suðurnesjamenn; Svanasöngur á heiði; Erla, góða Erla; Ave María; Draumur hjarðsveinsins og Ég lít í anda liðna tíð.

 

Sigvaldi lést 28. júlí 1946.

 

Morgunblaðið.

 

 

Ármúli á Snæfjallaströnd í Nauteyrarhreppi þar sem

Sigvaldi Kaldalóns læknir sat árin 1910-1922.

Gustav Rasmussen apótekari tók myndina síðsumars 1916.


Skráð af Menningar-Staður.

13.01.2018 14:57

Fimmtíu ný störf á Eyrarbakka

 

 

 

Fimmtíu ný störf á Eyrarbakka

 

Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson hafa kynnt fyrir bæjarráði Sveitarfélagsins Árborgar hugmyndir sínar um byggingu steinullarverksmiðju á landi vestan við Eyrarbakka. „Það eru allar kjöraðstæður á Eyrarbakka undir svona starfsemi, svarti sandurinn úti um allt, sem er uppistaðan í verksmiðju sem þessari, og svo er stutt í höfnina í Þorlákshöfn vegna útflutnings til Evrópu og Kanada,“ segir Óskar Örn sem býr á Eyrarbakka. Hann segir að ef allt gangi eftir verði byrjað á verksmiðjunni í haust og hún gæti orðið tilbúin í framleiðslu tveimur árum síðar.

„Við erum að sjá fyrir okkur að fimmtíu ný störf yrðu til á Eyrarbakka með verksmiðjunni sem yrði mikil vítamínsprauta fyrir þetta litla þorp,“ bætir Óskar Örn við. Bæjarráð Árborgar tók hugmyndinni vel.

„Okkur líst mjög vel á þessa framkvæmd og fögnum því að fá ný atvinnutækifæri í sveitarfélagið. Þetta verður líka umhverfisvæn verksmiðja sem okkur líst vel á, auk þess sem mörg tæknistörf verða í verksmiðjunni,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. 


www.visir.is
Magnús Hlynur Hreiðarsson


Skráð af Menningar-Staður
 

13.01.2018 09:05

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

 


Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).
 

 

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

 

Hanni­bal fædd­ist í Fremri-Arn­ar­dal í Skutuls­firði 13. janúar 1903. For­eldr­ar hans voru Valdi­mar Jóns­son, bóndi þar, og k.h. Elín Hanni­bals­dótt­ir.
 

Bróðir Hanni­bals var Finn­bogi Rút­ur, alþm. og banka­stjóri.
 

Eig­in­kona Hanni­bals var Sól­veig Ólafs­dótt­ir og urðu syn­ir þeirra landsþekkt­ir, þeir Arn­ór heim­speki­pró­fess­or, Ólaf­ur, rit­höf­und­ur og fyrrv. vþm., og Jón Bald­vin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Alþýðuflokks­ins og sendi­herra.
 

Hanni­bal lauk prófi frá kenn­ara­skól­an­um í Jonstrup 1927. Hann var skóla­stjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrif­stofu­störf hjá Sam­vinnu­fé­lagi Ísfirðinga, kenndi 1931-38 og var skóla­stjóri Gagn­fræðaskól­ans á Ísaf­irði 1938-54. Hann hóf af­skipti af verka­lýðsbar­áttu um 1930, var formaður Verka­lýðsfé­lags Álft­f­irðinga í tvö ár og Verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs á Ísaf­irði 1932-39, for­seti Alþýðusam­bands Vest­fjarða 1934-54 og for­seti ASÍ 1954-71, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveim­ur vinstri­stjórn­um, Her­manns Jónas­son­ar 1956-58 og Ólafs Jó­hann­es­son­ar 1971-73.
 

Hanni­bal fór á þing fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1946, var formaður flokks­ins 1952-54, klauf flokk­inn 1956 og gekk til kosn­inga­sam­starfs við Sósí­al­ista sem for­svarsmaður Mál­funda­fé­lags jafnaðarmanna und­ir nafni Alþýðubanda­lags og var formaður þess 1956-68, skildi þá við Alþýðubanda­lagið og stofnaði Sam­tök frjáls­lyndra og vinstrimanna 1969 og var formaður þeirra er þau unnu stór­sig­ur í þing­kosn­ing­um 1971 og felldu Viðreisn­ar­stjórn­ina. Sam­tök Hanni­bals tóku þá þátt í nýrri vinstri­stjórn sem Hanni­bal rakst illa í enda bend­ir ým­is­legt til að hann hefði frem­ur kosið að fram­lengja Viðreisn­ar­stjórn með Alþýðuflokki og Sjálf­stæðis­flokki en að mynda nýja vinstri­stjórn. Hann lauk síðan stjórn­mála­ferl­in­um í gamla góða Alþýðuflokkn­um sem hann hafði ung­ur gefið hjarta sitt.
 

Hanni­bal lést 1. september 1991.

 

Morgunblaðið.


Skráð af  Menningar-Staður

11.01.2018 06:57

Bakkablótið 27. janúar 2018

 

 

 

Bakkablótið 27. janúar 2018

 

Þorranum verður blótað að Eyrbekkinga sið laugardaginn 27. janúar 2018 svo takið daginn strax frá! Undanfarin tvö ár hafa færri komist að en vilja svo það borgar sig að vera á tánum þegar miðasala hefst.

 

Maturinn mun koma frá Rauða Húsinu og mun hljómsveitin Blek og byttur halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.

 

Eins og áður er það Slysavarnadeildin Björg sem heldur blótið, en mun sama nefnd og 2016 og 2017 halda utan um viðburðinn. 


Ágóði rennur eins og áður til Slysavarnafélagsins.

 

Miðasala verður á Stað 14. janúar 2018.


 

Skráð af Menningar-Staður. 

11.01.2018 06:49

1.000 efna­mestu eiga nær allt

 


1.000 efna­mestu eiga nær allt á Íslandi.

 

1.000 efna­mestu eiga nær allt

 

Til­tölu­lega fáir eiga nær allt eigið fé ein­stak­linga í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, sam­kvæmt sam­an­tekt Cred­it­in­fo fyr­ir ViðskiptaMogg­ann.
 

1.000 manns eiga þannig rúm­lega 98% alls eig­in fjár sem er í eigu ein­stak­linga. Enn­frem­ur sést þegar rýnt er í töl­urn­ar að 10 eigna­mestu ein­stak­ling­ar lands­ins eiga tæp­lega þriðjung alls eig­in fjár í ís­lensk­um fé­lög­um, sem er í hönd­um ein­stak­linga.
 

Sam­kvæmt sam­an­tekt­inni, sem um er fjallað í ViðskiptaMogg­an­um í dag, er hlut­ur ein­stak­linga í eig­in fé allra ís­lenskra fyr­ir­tækja um 1.200 millj­arðar króna.

 

Morgunblaðið 11. janúar 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

10.01.2018 17:46

Fimm fram­boð bár­ust

 

 

Meðal frambjóðenda er Eyþór Arnalds. Ljósm.: BIB

 

Fimm fram­boð bár­ust

 

Fimm verða í fram­boði í leiðtoga­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer 27. janú­ar. Frest­ur til þess að skila inn fram­boðum rann út klukk­an fjög­ur í dag.
 

Fram­bjóðend­ur eru Áslaug Friðriks­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Eyþór Arn­alds fram­kvæmda­stjóri, Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi, Viðar Guðjohnsen, leigu­sali og at­hafnamaður, og Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Þetta staðfest­ir Gísli Kr. Björns­son, formaður Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík.
 

Hefðbund­in kosn­inga­bar­átta hefst núna að sögn Gísla þar sem sömu regl­ur gildi ein­fald­lega eins og í hefðbundn­um próf­kjör­um. Eini mun­ur­inn sé sá að kosið sé ein­ung­is um efsta sætið. Spurður um upp­still­ingu í önn­ur sæti list­ans seg­ir hann það í hönd­um kjör­nefnd­ar.

 

 

mbl.is


Skráð af Menningar-Staður

10.01.2018 06:44

Óveðursdagurinn 9. janúar

 


Bryggju-Sviðið á Stokkseyri stendur af sér öll veður. Ljósm.: BIB

 

 

Óveðursdagurinn 9. janúar

 

9. janú­ar 1799

Bás­enda­flóðið, mesta sjáv­ar­flóð sem sög­ur fara af, varð um landið suðvest­an­vert. Þá tók versl­un­arstaðinn í Bás­end­um (Bát­send­um) á Suður­nesj­um af með öllu. Stór­streymt var og storm­ur með ofsaregni og var „sem him­in­hvelf­ing­in þrykkt­ist niður að jörðunni“, sagði í Minn­is­verðum tíðind­um. Kirkj­ur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn og Grótta breytt­ist úr nesi eða tanga í eyju. Á annað hundrað skip og bát­ar skemmd­ust.

 

9. janú­ar 1990

Mikl­ar skemmd­ir urðu á Stokks­eyri, á Eyr­ar­bakka og í Grinda­vík í einu mesta storm­flóði á öld­inni. Þúsund­ir fiska köstuðust á land í Vest­manna­eyj­um.Morgunblaðið

Dag­ar Íslands | Jón­as Ragn­ars­son


 

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

09.01.2018 21:23

Öxarfjörður í sókn - nýr verkefnisstjóri

 


Bryndís Sigurðardóttir.
 

 

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnisstjóri

 

Bryndís Sigurðardóttir á Flateyri hefur fyrir nokkru verið ráðin verkefnisstjóri byggðaeflingarverkefnisins Öxarfjörður í sókn,  sem er eitt af átaksverkefnum Byggðastofnunar í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og íbúa viðkomandi byggðarlaga undir heitinu Brothættar byggðir.
 

Bryndís var valin, ein kvenna, úr hópi sex umsækjenda. 

Hún er Sunnlendingur að uppruna en hefur búið á Flateyri undanfarin ár og tekið virkan þátt í samfélaginu fyrir vestan. Fyrst sem framkvæmdastjóri og fjármálastjóri í fiskvinnslu og fiskeldisfyrirtækjum, síðar í verkefnastjórn hjá Atvinnuþróunarfélaginu og nú síðast sem eigandi og ritstjóri héraðsfréttamiðlanna Bæjarins besta og bb.is . 

Fyrri starfsreynsla hennar er á sviði kerfisfræði og innleiðingar tölvukerfa m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, Eimskip og Tölvumyndum/Nýherja. Þá rak hún eigin bókhaldsskrifstofu um tíu ára skeið. Bryndís er með kerfisfræðimenntun frá Danmörku, markaðs- og útflutningsnám frá Endurmenntun Háskóla íslands og  B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

 

Starfsstöð Bryndísar verður á Kópaskeri og hún koma að fullu til starfa í byrjun janúar 2018. 


Skráð af Menningar-Staður.

09.01.2018 06:39

UMSÓKNARFRESTUR EYRARRÓSAR

 


Karl Óttar Pétursson og Stefán Magnússon forsvarsmenn Eistnaflugs

ásamt Elizu Reid forsetafrú og verndara Eyrarrósarinnar

við afhendingu verðlaunanna 2017.

 

UMSÓKNARFRESTUR EYRARRÓSAR

 

Eyrarrósin 2018 auglýsir eftir umsóknum fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á landsbyggðinni. 
 

Eyrarrósin verður veitt í fjórtánda sinn í mars 2018, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

ByggðastofnunAir Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.
 

Verðlaunin eru veitt verkefnum sem hafa fest sig í sessi, eru vel rekin og hafa haft varanlegt gildi fyrir lista- og menningarlíf í sínu byggðarlagi.
 

Sex verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta svo tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar sem verður afhent við hátíðlega athöfn 1. mars 2018. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afendir verðlaunin.
 

Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000 krónur. Hin tvö tilnefndu verkin hljóta einnig peningaverðlaun; 500 þúsund hvort.
 

SÓTT ER UM HÉR 

Öllum umsóknum verður svarað.
 

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 15. JANÚAR 2018


Skráð af Menningar-Staður

08.01.2018 06:58

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 


Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).
 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 en ólst upp á Teigi, son­ur Þór­ar­ins Stef­áns­son­ar, bónda þar, og Snjó­laug­ar Sig­urðardótt­ur.
 

Eig­in­kona Sig­urðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjó­laugu og Sven.
 

Sig­urður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla, fil.kand.-prófi í al­mennri jarðfræði, berg­fræði, landa­fræði og grasa­fræði frá Stokk­hólms­háskóla, og fil.lic.-prófi í landa­fræði og doktors­prófi þaðan 1944.

Þór­ar­inn var dós­ent í landa­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1944, vann að rann­sókn­um á Vatna­jökli sumr­in 1936-38 og í Þjórsár­dal 1939, sinnti rann­sókn­ar­störf­um í Svíþjóð og vann við rit­stjórn Bonniers Kon­versati­ons­l­ex­i­kon 1939-45, var kenn­ari við MR 1945-65, pró­fess­or í landa­fræði og for­stöðumaður landa­fræðideild­ar há­skól­ans í Stokk­hólmi 1950-51 og 1953 og pró­fess­or í jarðfræði og landa­fræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eld­fjall­a­rann­sókn­ir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyr­ir­lestra víða um heim.
 

Sig­urður var einn virt­asti vís­indamaður Íslend­inga. Hann gerði gjósku­lag­a­rann­sókn­ir að mik­il­væg­um þætti í forn­leifa­fræði. Skömmu eft­ir lát hans ákváðu Alþjóðasam­tök um eld­fjalla­fræði (IA­VCEI) að heiðra minn­ingu hans með því að kenna æðstu viður­kenn­ingu sína við hann. Hann var virk­ur nátt­úru­vernd­armaður, formaður Hins ís­lenska nátt­úru­fræðifé­lags, rit­stjóri Nátt­úru­fræðings­ins, starfaði í Jökla­rann­sókn­ar­fé­lag­inu, sat í stjórn Nor­rænu eld­fjalla­stöðvar­inn­ar, Nátt­úru­vernd­ar­ráði, formaður Jarðfræðafé­lags­ins og for­seti Ferðafé­lags Íslands. Hann var glaðsinna og prýðilega hag­mælt­ur, samdi fjölda vin­sælla söng­texta, svo sem Þórs­merk­ur­ljóð, Vor­kvöld í Reykja­vík og Að lífið sé skjálf­andi lítið gras. Þá þýddi hann texta eft­ir Bellm­an, gaf út bók um hann og tók þátt í starf­semi Vísna­vina.
 

Sig­urður lést 8. febrúar 1983.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.