Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.11.2017 06:35

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

 

 

Matthías Jochumsson (1835 - 1920).

 

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

 

Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði, sonur Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Þóra var systir Guðmundar, pr. á Kvennabrekku, föður Ásthildar, móður Muggs, og föður Theodóru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds.
 

Foreldrar Matthíasar bjuggu við barnaómegð og gestanauð á harðæristímum og fór því Matthías til vandalausra 11 ára. Hann var til sjós og í vinnumennsku og sinnti verslunarstörfum í Flatey þar sem hann kynntist fólki sem kom honum til mennta. Hann útskrifaðist frá Prestaskólanum þrítugur að aldri.
 

Matthías var prestur á Kjalarnesi en þar missti hann fyrstu og aðra eiginkonu sína með stuttu millibili. Hann sagði þá af sér prestsskap, fór utan og varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Eftir að Matthías giftist þriðju konu sinni var hann prestur að Odda á Rangárvöllum í nokkur ár en síðan á Akureyri.
 

Matthías og Steingrímur Thorsteinsson voru helstu skáldmæringar síðrómantísku stefnunnar. Vinátta þeirra var einlæg þótt oft hvessti á milli þeirra. Matthías var skáld mannlífs, örlaga og tilfinninga en Steingrímur skáld hinnar ósnortnu náttúru. Matthías var mælskur, andríkur og tilfinninganæmur en Steingrímur vitsmunalegra og líklega vandvirkara skáld. Matthías var auk þess eitt mesta trúarskáld þjóðarinnar. Hann orti lofsönginn sem síðar varð þjóðsöngur Íslands. Þá samdi hann leikritið Skugga-Svein, sem var klassískt leikhúsverk hér á landi á fyrstu áratugum íslenskrar leiklistar.
 

Að Skógum er minnismerki um Matthías, lágmynd eftir Helga Gíslason og bautasteinn úr Vaðalfjöllum. Að Sigurhæðum á Akureyri er safn helgað minningu hans. Ævisaga hans, eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Upp á Sigurhæðir, kom út haustið 2006.
 

Matthías lést 18. nóvember 1920.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

08.11.2017 06:34

Vestfirska forlagið: - Átta nýjar bækur koma út á þessu ári!

 

 

 

Vestfirska forlagið:

- Átta nýjar bækur koma út á þessu ári!
 

Þessa dagana eru að koma út fimm nýjar bækur hjá Vestfirska forlaginu. Fyrr á árinu komu út þrjár. Samtals átta! Bækurnar eru þessar.
 

100 Vestfirskar gamansögur

Hallgrímur Sveinsson tók saman

Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessa bók köllum við Rauða kverið. 
Verð: 2,800 kr.

 

Allt þetta fólk - Þormóðsslysð 18. febrúar 1943

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman.

Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir. Fjöldi manna lifði í skugga þess alla sína tíð. Hér er í fyrsta sinn fjallað um þennan mikla harmleik í heild eftir öllum tiltækum heimildum. Séra Jakob hefur tekið bókina saman að hvatningu margra afkomenda þeirra sem fórust með Þormóði. Frásögn hans lætur fáa ósnortna. 
Verð: 5,980 kr.

 

Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan

Hallgrímur Sveinsson tók saman

Bók þessi hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga. Þessa bók köllum við Hvíta kverið. 
Verð: 2,800 kr.

 

Fortunu slysið í Eyvindarfirði á Ströndum 1787

eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni og Jón Torfason

Strandlengjan, frá Hornbjargi og langt suður eftir Ströndum, með öllum sínum flóum, fjörðum og annesjum, var löngum annáluð fyrir að vera hættuleg skipum, stórum og smáum. Enda hafa farist þar ótal skip í tímans rás. Hér er sagt frá atburðinum sem átti sér stað þegar kaupskipið Fortuna fórst í Eyvindarfirði á Ströndum 1787 og þeim eftirmálum sem urðu út af honum. Skjölin sem geyma þessa 230 ára gömlu sögu, og hér er stuðst við, eru öll varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. 
Verð: 2,800 kr.

 

Sólin er klukkan sjö á Hreiðarstaðafjallinu - Ævi mín í pörtum eftir Jóhannes Sigvaldson búnaðarráðunaut og tilraunastjóra á Akureyri.

Jóhannes Sigvaldason er Svarfdælingur. Ólst upp við sveitastörf striðsáranna þegar gamli tíminn var að mæta hinum nýja. Klukka var ekki hjá fólki við heyskap en verklok þegar sól var á Hreiðarsstaðafjallinu. Vann fyrir bændur og landbúnað allan sinn starfsferil. Jóhannes fór í pólitík og komst að því síðar að hann botnaði ekkert í henni en var þá hættur. Stýrði nokkrum félögum og var hvorki verri eða betri en fyrirrennarar og viðtakendur. Átti góða konu og mjög lánsamur með afkomendur. 
Verð: 4,400 kr.

 

Eftirtaldar bækur voru áður komnar út á árinu hjá Vestfirska forlaginu:
 

Hjólabókin, 5. bók, Rangárvallasýsla eftir Ómar Smára Kristinsson. 
Verð 2,800 kr.

 

Þorp verður til á Flateyri, 2. bók eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur.
Verð: 3,200 kr.

 

Vestfirskar sagnir, 4. hefti, Helgi Guðmundsson safnaði. 
Verð. 2,800 kr. 

 

Skráð af Menningar-Staður

 


 

 

07.11.2017 07:01

Alþjóðaflugvöll í Árborg

 

 

 


Stokks­eyri.
Rætt er um svæðið á milli Stokks­eyr­ar og Sel­foss sem góða staðsetn­ingu fyr­ir nýj­an

alþjóðaflug­völl á Suður­landi.— Morg­un­blaðið/Á?rni Sæ­berg

 

Alþjóðaflugvöll í Árborg

• Aðstæður verða kannaðar vel

 

Bæj­ar­ráð Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar hef­ur samþykkt að koma á fót starfs­hópi til að kanna mögu­leika á bygg­ingu alþjóðaflug­vall­ar í sveit­ar­fé­lag­inu. Nokkr­ir ein­stak­ling­ar höfðu frum­kvæði að mál­inu og bjóðast til að leiða verk­efnið.

Hug­mynd­in geng­ur út á að byggja alþjóðaflug­völl­inn á svæðinu á milli Sel­foss og Stokks­eyr­ar. Landið er í eigu sveit­ar­fé­lags­ins og fleiri aðila.

 

Kanna jarðveg og veður

Ásta Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Árborg­ar, seg­ir eðli­legt að skoða hvort hug­mynd­in sé raun­hæf. Fyrsta skrefið í því að kanna þessa staðsetn­ingu sé að rann­saka jarðvegsaðstæður og veður­gögn. Hún tel­ur rétt að skoða stærra svæði.

 

Andri Björg­vin Arnþórs­son, sem er í for­svari fyr­ir frum­kvöðla máls­ins, er ánægður með und­ir­tekt­ir Árborg­ar. „Ef það kem­ur í ljós að þarna eru ekki rétt­ar aðstæður fell­ur málið um sjálft sig,“ seg­ir hann.

Andri stend­ur að mál­inu með tveim­ur bræðrum sín­um. Þeir telja vert að at­huga hvort hægt sé að koma upp flug­velli á Suður­landi enda fari yfir 90% þeirra ferðamanna sem koma til lands­ins á þær slóðir.


Morgunblaðið 7. nóvember 2017.

 


Hugmyndin er að byggja völlin á landflæminu milli Selfoss og Stokkseyrar.

 
Skráð af Menningar-Staður

07.11.2017 06:41

Dýrafjarðargöng eru orðin 400 metra löng

 

 

 

Dýrafjarðargöng eru orðin 400 metra löng

 

Dýrafjarðargöng eru orðin 400 metra löng.  Í síðustu viku voru grafnir 35,2 metrar en gangamenn grófu einnig fyrir 35,2 metra löngu hliðarrými sem meðal annars verður notað sem sandgeymsla. Heildarframvinda síðustu viku var því 67,7 metrar. 

Notast var við tvo bora, annar var í hliðarrýminu en hinn í sjálfum veggöngunum. Nokkur vandamál hafa verið með stæðni í borholum og því hafa verið sprengdar 3 metra færur að hluta í göngunum sem er heldur styttra en venjulega.Skráð af Menningar-Staður

06.11.2017 20:47

Þetta gerðist 6. nóvember 1796: - Dómkirkjan í Reykjavík vígð

 

 

Dómkirkjan og Alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík.

 

Þetta gerðist 6. nóvember 1796:

 

- Dómkirkjan í Reykjavík vígð  

 

Dómkirkjan í Reykjavík var vígð þennan dag árið 1796 og var fyrsta byggingin sem reist var sérstaklega með tilliti til þess að Reykjavík skyldi verða höfuð- staður landsins. 

Tæpri öld síðar var svo Alþingishúsið reist þétt við kirkjuna. Séra Þórir Stephensen skrifaði sögu Dómkirkjunnar sem kom út árið 1996. Þar segir hann að Dómkirkjan og Alþingishúsið hafi myndað heild í hugum landsmanna og táknað órofa samhengi laga og siðar í landinu. 

„Dómkirkjan hefur verið vettvangur stórra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna, samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín. Umfram allt er Dómkirkjan þó sóknarkirkja, fyrst allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs,“ segir í bókinni. 

Þar segir líka að kirkjan hafi verið byggð eftir teikningum A. Kirkerups.

„Byggingin stóðst illa tímans tönn og svo fór að hún var endurbyggð 1848 í núverandi mynd, að forsögn arkitektsins, L. A. Winstrup. Þá var hún hækkuð og byggður kór, forkirkja og turn. Hún hefur nokkrum sinnum fengið gagngerar endurbætur síðast 1985 og svo um aldamótin síðustu,“ segir Þórir í bókinni.

 

Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

06.11.2017 20:28

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólafur Hannibalsson (1935 - 2015).

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

Ólaf­ur Hanni­bals­son fædd­ist á Ísaf­irði 6. nóv­em­ber 1935. For­eldr­ar hans voru Sól­veig Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, f. 1904 á Strand­selj­um í Ögur­sveit, d. 1997, og Hanni­bal Gísli Valdi­mars­son, alþing­ismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arn­ar­dal við Skutuls­fjörð, d. 1991.
 

Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni árið 1956 og stundaði nám við há­skól­ann í Delaware í Banda­ríkj­un­um og við hag­fræðihá­skól­ann í Prag í Tékklandi á ár­un­um 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loft­leiðum í New York, var rit­stjóri Frjálsr­ar þjóðar 1964-1970, með árs­hléi 1968 þegar hann vann að haf­rann­sókn­um. Hann var skrif­stofu­stjóri ASÍ 1971-1977. Ólaf­ur var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1995-1999.
 

Um tíu ára skeið til árs­ins 1987 var Ólaf­ur bóndi í Selár­dal og síðan blaðamaður, rit­höf­und­ur og rit­stjóri. Ásamt Jóni Hjalta­syni og Hjalta Ein­ars­syni skrifaði hann 50 ára sögu Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsks­ins eft­ir Mark Kurlan­sky og skráði ásamt konu sinni Sól­ar­meg­in, end­ur­minn­ing­ar Her­dís­ar Eg­ils­dótt­ur kenn­ara. Síðustu árin vann Ólaf­ur að Djúp­manna­tali, skrá ábú­enda við Ísa­fjarðar­djúp frá 1801 til 2011, og kom ritið út í fyrra.
 

Ólaf­ur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virk­an þátt í ýms­um aðgerðum, ritaði ótal grein­ar og hélt út­varps­er­indi um inn­lend og er­lend mál­efni.
 

Eig­in­kona Ólafs er Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur, f. 1950. For­eldr­ar henn­ar voru Pét­ur Bene­dikts­s­son, alþing­ismaður og banka­stjóri, og Guðrún Eggerts­dótt­ir Briem. Dæt­ur Ólafs og Guðrún­ar eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs með fyrri eig­in­konu sinni, Önnu G. Kristjáns­dótt­ur kenn­ara, f. 1935, eru Hugi, Sól­veig og Krist­ín.
 

Ólaf­ur lést á heim­ili sínu í Þykkvabæ í Reykja­vík 30. júní 2015.

 

Morgunblaðið.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

06.11.2017 06:37

Jóhann Jóhannsson 90 ára

 

 

 

Jóhann Jóhannsson 90 ára
 

 

Jóhann Jóhannsson fyrrverandi útgerðarmaður og fiskverkandi á Eyrarbakka er 90 ára í dag, mánudaginn 6. nóvember 2017.

Hátt í 200 manns voru í afmælisfagnaði í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka nú á laugardeginum 4. nóv. sl.

Veislustjóri var Magnús Karel Hannesson.Afmæliskveðjur.
 


Kjartan Björnsson færði til myndar sem hér eru:
 

.

.

.

.

.

.

.Skráð af Menningar-Staður
 

05.11.2017 11:19

Merkir Íslendingar - Hlynur Sigtryggsson

 

 


Hlynur Sigtryggsson (1921 - 2005).

 

Merkir Íslendingar - Hlynur Sigtryggsson

 

Hlynur fæddist á Núpi í Dýrafirði 5. nóvember 1921. Foreldrar hans voru hjónin Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir, kennari og húsfreyja, frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, og skólastjóri á Núpi, frá Þröm.
 

Systir Sigtryggs var Friðdóra, móðir Finns Sigmundssonar landsbókavarðar, afa Hallgríms Geirssonar, lögmanns og fyrrv. stjórnarformanns Árvakurs.
 

Bróðir Hlyns er Þröstur, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni og einn þeirra fræknu skipherra sem stóðu í ströngu í Þorskastríðunum á áttunda áratugnum.
 

Eiginkona Hlyns var Jakobína Guðríður Bjarnadóttir sem lést haustið 1970 en dóttir þeirra er Ragnheiður Ingibjörg sálfræðingur, f. 1952.
 

Hlynur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann stundaði síðan nám í veðurfræði við Kaliforníuháskóla (UCLA) og lauk þaðan MA-prófi 1946. Á árunum 1954-55 var hann við nám og rannsóknarstörf við Stokkhólmsháskóla.

Hlynur var veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í Reykjavík á árunum 1946-52, en var þá ráðinn deildarstjóri Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli. Hann var skipaður veðurstofustjóri sumarið 1963 og gegndi því til hausts 1989.
 

Um Hlyn sagði tengdasonur hans, Georg A. Bjarnason m.a. í minningargrein: „Hlynur bjó yfir mikilli hugarró og þolinmæði. Hann gat setið tímunum saman og gluggað í bækur og blöð um sín mörgu áhugamál; veðurfræði, eðlisfræði, stærðfræði, stjörnufræði, sögu, tónlist, ljósmyndun, stangveiði og fluguhnýtingar. Hann mundi flest sem hann las og virtist skilja samhengi í veröld vísinda og lista. Hann las stærðfræðisannanir af sama áhuga og aðrir lesa reyfara. Eins og oft er um afburðagáfað fólk hafði hann enga þörf fyrir að upphefja sjálfan sig, og var auðmjúkur og ljúfur í daglegum samskiptum.“
 

Hlynur lést 14. júlí  2005.

 

Morgunblaðið.

 


Hlíða að Núpi í Dýrafirði. Æskuheimili Hlyns Sigtryggssonar. Ljósm.: BIB
 


Núpur í Dýrafirði og Hlíð engst til vinstri. Ljósm.: BIB

 

 

 

 


Skráð af Menningar-staður

 


 

04.11.2017 09:19

Sviðaveisla að Stað 3. nóvember 2017

 

.

.
 

 

 

Sviðaveisla að Stað 3. nóvember 2017

 

 

Félag búfjáreigenda á Eyrarbakka stóð fyrir veglegri sviðaveislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka föstudagskvöldið 3. nóvember 2017.Það var Björn H. Hilmarsson í Smiðshúsum á Eyrarbakka sem var veislustjóri en salarfylli var í efri salnum að Stað og samkoman sérlega vel heppnuð.Forseti Hrútavinafélagsins Örvars Suðurlandi, Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, ávarpaði samkomuna.
 


Menningar-Staður færði samkomuna til myndar og er myndalabúm á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284417/Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.
.
.
 

Skráð af Menningar-Staður

03.11.2017 06:37

Jóhann Jóhannsson 90 ára

 

 

 

Jóhann Jóhannsson 90 ára


6. nóvember 2017


Afmælisfagnaður að Stað á Eyrarbakka


laugardaginn 4. nóv. kl 17 - 20

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

 


 Skráð af Menningar-Staður