Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.08.2017 07:01

Fylgi Flokks fólksins á fleygiferð upp

 

 

Sigurður Jónsson, ritstjóri.

Blaðið Reykjanes - leiðari.

 

Fylgi Flokks fólksins á fleygiferð upp

 

Í síðustu skoðunakönnunum hefur það birst okkur að Flokkur fólksins er að bæta verulegu fylgi við sig. Takist flokknum áfram að ná eyrum kjósenda er örugg að hér mun koma nýtt afl í sali Al- þingis. Nú segja menn þetta eru nú bara skoðunakannanir en ekki alvöru kosningar og því getum við í hinum flokkunum verið alveg róleg. Þetta mun breytast. Þau ná aldrei þessu fylgi. En er það svo? Geta gömlu flokkarnir verið alveg vissir um að halda í sína kjósendur. 

Inga Sæland er mjög öflugur talsmaður Flokks fólksins og setur sitt mál fram með rökum og bendir á marga hluti sem eru alls ekki nógu góðir. Það er sárt fyrir margt fólk,sem hefur eingöngu lágmarkslaun eða rétt þar fyrir ofan að horfa á allt óréttlætið í kringum sig.

Kjör margra eldri borgara eru mjög erfið. Margir sem hafa verið á vinnumarkaði yfir 40 ár fá skammarlega lágar greiðslur frá Lífeyrissjóði sínum. Svo er fólki refsað ætli að að vinna sér inn örfáar krónur á mánuði. 

Margir eldri borgarar og þeir sem voru á lægstu launum héldu að það væri stórt og mikið skref í réttlætisátt þegar Samfylkingin og Vinstri græn náðu hreinum meirihluta árið 2009. Þessi hreinræktaða vinstri stjórn var felld svo hressilega í kosningunum 2013 að það varð Evrópumet í fylgishruni eftir að hafa setið í ríkisstjórn. Auðvitað sátu þau við völd á erfiðum tímum og þurftu að beita niðurskurði víða. 

En forgangsröðin var furðuleg. Eldri borgarar fengu svo sannarlega að finna hressilega fyrir þeim niðurskurði,margir alveg inn að beini. Það hefur ekki tekist að vinna til baka allar þessar skerðingar. 

Það þarf því ekki að koma á óvart að eldri borgarar yfirgefi Samfylkinguna og Vinstri græn í stórum stíl Þeim dettur ekki í hug að styðja Samfylkingu og Vinstri græn vitandi um þeirra stjórunarhætti. 

Sjálfstæðisflokkurinn átti alltaf mikið fylgi meðal eldri borgara.
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn gat treyst á það að eiga öruggt fylgi meðal eldri borgara landsins. Nú hefur orðið breyting á. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn ekki að bretta upp ermar og sinna af alvöru málefnum eldri borgara á næstunni má gera ráð fyrir að fylgið hrynji meðal eldri borgara landsins.

Það getur ekki verið í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að refsa fólki fyrir að vilja leggja hluta af launum sínum gegnum tíðina til að eiga til ráðstöfunar þegar kemur að því að starfsævinni lýkur. Það getur ekki verið í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að refsa eldra fólki sem vill vinna sér inn tekjur með því að fólk missi 73 af hverjum 100 í skerðingar og skatta. 

Mörg sveitarfélög veita afslætti af fasteignagjöldum vilji fólk búa í sínu eigin húsnæði sem lengst. Þetta getur skipt miklu máli,en auðvitað ættu svitarfélögin að fara leið Vestmannaeyinga og fella niður fasteingaskatta hjá þeim eldri borgurum sem náð hafa 70 ára aldri. 

Tíminn líður hratt og eldri borgarar eru stór hópur kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn verður að átta sig á þeim breytingum sem hafa orðið meðal kjósenda. Fólk er ekki lengur bundið einum flokki alla sína ævi. Ungu fólki finnst ekkert athugavert að kjósa annan stjórnmálaflokk heldur en gert var síðast. 

Þessi þróun er í auknum mæli einnig að færast yfir til eldri borgara. Margir þola ekki lengur það óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu. Þess vegna er jarðvegur fyrir málflutning Flokks fólksins. 

Ég vil trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla tíð hefur átt mest fylgi meðal eldri borgara átti sig á alvarleika stöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er í forystu ríkisstjórnar og hefur enn möguleika á að rétta sinn hlut með því að hlusta á málflutning eldri borgara og breyta eftir því. 

Blaðið Reykjanes - leiðari
Sigurður Jónsson, ritstjóri.Skráð af Menningar-Staður

27.08.2017 22:09

Merkir Íslendingar- Finnur Magnússon

 


Finnur Magnússon (1781 - 1847).

 

Merkir Íslendingar- Finnur Magnússon

 

Finnur Magnússon fæddist 27. ágúst 1781 í Skálholti. Faðir Finns var Magnús Ólafsson lögmaður úr Svefneyjum og föðurbróðir Finns var Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld. Móðir Finns var Ragnheiður dóttir Finns Jónssonar biskups.
 

Finnur var í fóstri hjá Hannesi biskupi Finnssyni móðurbróður sínum og nam hjá honum skólavísindi og fór síðan til náms í Kaupmannahöfn. 

Finnur sneri til Íslands þegar faðir hans lést og árið 1806 var hann settur málafærslumaður við landsyfirréttinn í Reykjavík og var í því starfi þangað til Jörundur hundadagakonungur svipti hann embætti. Finnur fór þá til Kaupmannahafnar en þegar Jörundur var hrakinn frá völdum tók hann aftur við embætti sínu.

Árið 1812 fór hann aftur til Kaupmannahafnar.

 

Finnur varð prófessor og forstöðumaður leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn. Hann var etatsráð en það er tignarheiti án embættis. Finnur gegndi oft stöðu forseta eða varaforseta Kh. deildar Hins ísl. bókmenntafélags, hann var varaforseti Fornfræðafélagsins og fulltrúi Íslands á stéttaþingum. Hann var í miklu áliti meðal samtíðarmanna sinna og segir Benedikt Gröndal hann hafa verið frægan um öll lönd og hafa ekið með Alexander Humboldt og Jakob Grimm þegar þeir komu til Kaupmannahafnar.
 

Finnur rannsakaði það sem hann taldi rúnir í Runamo í Blekinge í Svíþjóð. Honum hugkvæmdist að lesa þær afturábak gegnum spegil og gat þannig lesið vísu. Hann skrifaði 750 blaðsíðna rit um rúnirnar í Runamo, en fékk mikla gagnrýni fyrir það verk og varð honum til aðhlátursefnis. Jarðvísindamenn telja að risturnar í Runamo séu jökulrákir.
 

Finnur kvæntist 6. nóvember 1821 Nikolínu Barböru Frydensberg, dóttur landfógeta en þau skildu 1836. Gröndal segir að Finni „létu betur vísindalegar rannsóknir og bókagrufl heldur en það praktíska líf“.
 

Finnur lést á aðfangadag 1847.

 

Morgunblaðið.

 

 

Skálholt, vatnslitamynd John Cleveley yngri frá 1772.

Meðal mynda frá ferðum hans með Joseph Banks um Ísland.
 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.08.2017 09:04

GAMANMYNDAHÁTÍÐIN Á FLATEYRI UM MÁNAÐAMÓTIN

 

 

Tankurinn á Sólkakka á Flateyri.

 

GAMANMYNDAHÁTÍÐIN Á FLATEYRI UM MÁNAÐAMÓTIN

 

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður nú haldin öðru sinni á Flateyri, fyrstu helgina í september. 

Það eru Vestfirðingarnir; þeir Eyþór Jóvinsson og Ársæll Nielsson sem standa fyrir hátíðinni en með dyggum stuðningi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, Ísafjarðarbæ og eigendum Tankans á Flateyri en þar fer hátíðin að mestu leyti fram.

 

Dagskráin er fjölbreytt og er skemmtileg viðbót í annars ríkulega menningarflóru svæðisins.
 

Fimmtudagurinn 31. ágúst
 

Vagninn:
21:00 – Óbeisluð Fegurð (60 mín ) – Hrafnhildur Gunnarsdóttir 10 ára afmælissýning
22:00 – Óbeislað Pub Quiz

 

Föstudagurinn 1. september
 

Tankurinn:
17:00 – Verðlaunamyndir síðasta árs
Afi Mannsi (15 mín) – Jón Bjarki Hjálmarsson
Aukaleikarar (12 mín) – Emil Alfreð Emilsson
Landsliðið (70 mín) – Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

 

Tankurinn:
20:00 – Opnunarmyndir Gamanmyndahátíðar Flateyrar 2017

Frægð á Flateyri (30 mín) – Jón Hjörtur Emilsson
Marglita marglyttan (5 mín) – Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Litla stund hjá Hansa (15 mín) – Eyþór Jóvinsson
101 vs 621 (14 mín) – Jón Bjarki Hjálmarsson

 

Tankurinn:
22:00 – Snitsel í Tankinum
Janus Bragi Jakobsson sýnir vel valin og sjaldséð myndbönd undir ljúfum tónum.

 

Vagninn:
24:00 – Gítarstemming á Vagninum
Denni Dæmalausi mætir með gítarinn til að skemmta sjálfum sér og öðrum.

 

Laugardagurinn 2. september
 

Tankurinn:
12:00 – Íslenskar gamanmyndir – I
Síðustu orð Hreggviðs (21 mín) – Grímur Hakonarson
Áttu Vatn (17 mín) – Haraldur Sigjurjónsson
Naglinn (15 mín) – Benidikt Erlingsson
Jói (7 mín) – Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

 

Tankurinn:
14:00 – Íslenskar gamanmyndir – II
Með mann á bakinu (20 mín) – Jón Gnarr
C vítamín (11 mín) Guðný Rós Þórhallsdóttir
Gæs (23 mín) Unnur Jónsdóttir
Draumgenglar (14 mín) – Vilhjálmur Ólafsson
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

 

Tankurinn:
16:00 – Íslenskar gamanmyndir – III
Hláturinn lengir lífið (13 mín) – Eyþór Örn Magnússon og Vigfús Þormar Gunnarsson
Makkarónumaðurinn (19 mín) – Smári Gunn
Áhugaverð einhvern veginn (12 mín) – Hólmar Freyr Sigfússon
Stórkostlegasta áhættuatriði sögunnar (1 mín) – Gunnar Björn Guðmundsson
Slavek the shit (15 mín) – Grímur Hakonarson
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

 

Tankurinn:
21:00 – Nýtt Líf
Heiðurssýning á gamanmyndinni Nýtt Líf.
Leikstjórinn Þráinn Bertelsson verður viðstaddur og segir áður ósagðar sögur frá myndinni.

 

Tankurinn:
23:00 – Lokahóf Gamanmyndahátíðar Flateyrar 2017
Verðlaun veitt fyrir fyndnustu gamanmyndir ársins.
Veitingar í boði Bríó.

 

Vagninn:
24:00 – Sveitaball
Löðrandi sveitt sveitaball með hljómsveitinni SKE.


 

 

Vagninn á Flateyri.
Skráð af Menningar-Staður

23.08.2017 07:05

Sölvavinnsla á Sölvabakka

 

 

 

Sölvavinnsla á Sölvabakka

 
Skráð af Menningar-Staður

22.08.2017 22:00

Hundur Hrútavinafélagsins

 

 

 

Hundur Hrútavinafélagsins

-Depill-Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.08.2017 06:48

Siggeir Ingólfsson og félagar við sölvatöku

 

 

 

Siggeir Ingólfsson og félagar við sölvatöku

í Eyrarbakkafjöru í gær
sunnudaginn 20. ágúst 2017


Ljósm.: Hinrik Óskarsson.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

20.08.2017 09:04

Mynd dagsins

 

 

 

Mynd dagsins
 

Litla-Hraun

fyrir nokkrum árum

 


Skráð af Menningar-Staður

19.08.2017 06:52

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

 


F.v.: Sveinbjörn Guðmundsson, Hinrik Ólaafsson, Henning Fredriksen

og Grétar Kristinn Zophoníasson.

 

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

fyrir um 15 árum

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.
F.v.: Tómas Karlsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Hinrik Ólafsson og Henning Fredriksen. 
.


F.v.: Elsa Kolbrún Jónsdóttir, Henning Fredriksen, Sveinbjörn Guðmundsson

og Hinrik Ólafsson. 

 

18.08.2017 17:55

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:

 

 

 

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:


Fáni Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi við hún.
 

Merki félagsins hannaði Rafn Gíslason,

grafískur hönnuður, í Þorlákshöfn.

 

 Skráð af Menningar-Staður

17.08.2017 22:15

Fyrir akkúrat 20 árum

 

 

 

Fyrir akkúrat 20 árum

 

Forsetanum var saga sögð,
er sælubros fram pínir,
engin voru undarbrögð,
eins og myndin sýnir.

 

Kristján RunólfssonSkráð af Menningar-Staður