Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.12.2018 12:18

Gleðilega jólahátíð

 

 

 

 

 

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

23.12.2018 17:53

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

Stokkseyrarkirkja 


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 18.00.

Kór Stokkseyrarkirkju syngur.

Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Eyrarbakkakirkja


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 23.30. Kór Eyrarbakkakirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Gaulverjabæjarkirkja


25. desember. Jóladagur.

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Gaulverjabæjarkirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

23.12.2018 06:37

Skötuveisla á Stokkseyri

 

 

 

Skötuveisla á Stokkseyri

 

  23. desember 2018

 

 

Þ var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi

Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi

um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför

blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

22.12.2018 20:08

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

 

 
 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið fimmtudaginn 27. desember 2018 klukkan 17:00 að Stað á Eyrarbakka.

 

Jólasveinar mæta á ballið og taka þátt í dansinum. Jón Bjarnason sér um tónlistina.

 

Kaffiveitingar verða fyrir gesti. 

 

Frítt inn og allir velkomnir.
 


Kvenfélag Eyrarbakka.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

22.12.2018 07:26

Merkir Íslendingar - Árni Friðriksson

 

 

Árni Friðriksson (1898 - 1966).

 

 

Merkir Íslendingar - Árni Friðriksson

 

 

Árni Guðmund­ur Friðriks­son fiski­fræðing­ur fædd­ist á Króki í Ketildala­hreppi í Barðastrand­ar­sýslu 22. desember 1898.

Hann var son­ur Friðriks Sveins­son­ar, bónda á Króki, og k.h., Sig­ríðar Maríu Árna­dótt­ur hús­freyju.

 

Friðrik var son­ur Sveins, bónda í Klúku Gísla­son­ar, bróður Krist­ín­ar, ömmu Ólafs Magnús­son­ar, tré­smiðs og kaup­manns í Reykja­vík, stofn­anda Fálk­ans, föður Har­alds, Braga, Sig­urðar og Finn­boga, for­stjóra Fálk­ans, og Ólafs, ís­lensku­kenn­ara við MR. Sig­ríður var dótt­ir Árna, bónda í Kross­dal í Tálknafirði Ólafs­son­ar.

 

Árni og Bjarni Sæ­munds­son voru helstu frum­kvöðlar fiski­fræðinn­ar á Íslandi og unnu ómet­an­legt brautryðjand­astarf í þágu hinn­ar ungu fræðigrein­ar hér á landi, enda hafa fiski­rann­sókn­ar­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar borið nöfn þeirra um ára­bil.

 

Árni lauk stúd­ents­prófi í Reykja­vík 1923, stundaði nám í Kaup­manna­höfn og lauk mag­isters­prófi í dýra­fræði við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1929. Hann var aðstoðarmaður hjá pró­fess­or Schmidt við Carls­berg La­boratori­um 1929-30, var ráðunaut­ur Fiski­fé­lags Íslands 1931-37, for­stöðumaður fiski­deild­ar­inn­ar í at­vinnu­deild HÍ 1937-53, og var síðan fram­kvæmda­stjóri Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins 1954-65.

 

Árni hafði áhuga á að fræða al­menn­ing um haf­rann­sókn­ir og hélt því fyr­ir­lestra um grein­ina í Rík­is­út­varpið, ný­kom­inn heim, 1931. Þeir vöktu mikla at­hygli. Hann stundaði rann­sókn­ir á síld og þorski hér við land og beitti sér fyr­ir notk­un berg­máls­mæl­is en slík­ar fisk­sjár hafa síðan valdið straum­hvörf­um við veiðar og rann­sókn­ir.

 

Eft­ir Árna liggja mik­il skrif um fisk­rann­sókn­ir, bæði bæk­ur, grein­ar og er­indi í ís­lensk­um og er­lend­um fræðirit­um. Þekkt­ustu rit hans eru Áta ís­lenzkr­ar síld­ar, útg. 1930, og Alda­hvörf í dýra­rík­inu, útg. 1932.

 

Árni lést 16. október 1966.
 Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður.

21.12.2018 19:32

Anna María Tómasdóttir - Fædd 4. okt. 1939 - Dáin 12. des. 2018 - Minning

 

 

 

Anna María Tómasdóttir (1939 - 2018).

 

 

Anna María Tómasdóttir

 

- Fædd 4. okt. 1939 - Dáin  12. des. 2018 - Minning

 

 

Anna María Tóm­as­dótt­ir fædd­ist í Skálm­holti í Vill­inga­holts­hreppi 4. októ­ber 1939.

Hún lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands á Sel­fossi 12. des­em­ber 2018.

For­eldr­ar henn­ar voru Bergþóra Björns­dótt­ir, f. á Björn­ólfs­stöðum í A-Hún. 20.3. 1910, d. 13.8. 1946, og Tóm­as Guðbrands­son, f. á Bola­fæti í Hruna­manna­hreppi 8.5. 1897, d. 27.6. 1984. Syst­ur Önnu Maríu eru Elín, f. 12.9. 1935, d. 3.10. 2007, Hólm­fríður Guðbjörg, f. 6.8. 1937, Ásta Guðrún, f. 4.10. 1939, og Bryn­hild­ur, f. 19.10. 1943. Eft­ir að móðir Önnu Maríu lést ólst hún upp hjá Guðrúnu föður­syst­ur sinni í Ketlu á Rangár­völl­um.

 

Anna María gift­ist 25.12. 1957 Gúst­afi Lilliendahl, f. í Reykja­vík 10.7. 1936.

For­eldr­ar hans voru Jón­as Lilliendahl, f. á Vopnafirði 30. nóv­em­ber 1905, d. 12.3. 1975, og Mar­grét Jóns­dótt­ir, f. á Hól­um í Öxna­dal 16. mars 1908, d. 9.5. 1994.

 

Börn Önnu Maríu og Gúst­afs eru:

a) Jón­as Rafn, f. 30.9. 1957, maki Mar­grét Katrín Erl­ings­dótt­ir, f. 4.3. 1962, börn 1) Gúst­af, f. 25.6. 1987, kvænt­ur Unni Magnús­dótt­ur, þeirra börn Dísella María, Jó­hanna Vin­sý og Irma Katrín. 2) Marinó Geir, f. 23.3. 1990. Son­ur Mar­grét­ar Katrín­ar er Erl­ing­ur Örn Haf­steins­son, f. 18.7. 1982, sam­býl­is­kona Stein­unn Camilla Stones, barn þeirra er Al­ex­andra Elly,

b) Atli, f. 27.5. 1961, maki Inge Heinrich, f. 9.6. 1967. Börn þeirra eru 1) Ittu Ju­lius, f. 28. apríl 1990, sam­býl­is­kona Naja­araq Lennert Ol­sen, barn þeirra Malik Marley. 2) Frosti Freyr, f. 20.8. 1991, sam­býl­is­kona Avi­ana Kleist, dótt­ir þeirra er Bibi. Börn Atla með Sigrúnu Brynju Ólafs­dótt­ur eru 1) Hulda Dröfn, f. 25.6. 1982, sam­býl­ismaður Davíð Hall­dór Lúðvíks­son, dótt­ir Huldu er Eva Sig­ríður Jak­obs­dótt­ir, dótt­ir þeirra er Pia Rún. 2) Ívar, f. 3.5. 1984, kvænt­ur Höllu Mar­gréti Viðars­dótt­ur, börn Andrea Rán, Emma Dröfn og Elías Freyr.

c) Mar­grét, f. 6.8. 1963, maki Jón Bjarna­son, f. 15.12. 1957. Börn Mar­grét­ar eru 1) Katrín Guðjóns­dótt­ir, f. 1.1. 1980, sam­býl­ismaður Eg­idijus Jan­kauskas, þeirra börn Kristey, Tóm­as og Aron. 2) Stefán Ármann Þórðar­son, f. 29.5. 1987, sam­býl­is­kona Berg­lind Jóns­dótt­ir, þeirra barn er Saga.

 

Anna María gekk í Kvenna­skól­ann í Reykja­vík. Hún starfaði við af­greiðslu- og skrif­stofu­störf alla sína starfsævi. Starfaði m.a. hjá Mjólk­ur­búi Flóa­manna, Kaup­fé­lagi Árnes­inga, hrepps­skrif­stof­unni á Eyr­ar­bakka og hjá Sýslu­mann­in­um á Sel­fossi. Hún var virk­ur meðlim­ur í Kven­fé­lagi Eyr­ar­bakka þegar hún bjó þar. Þá var hún ein af stofn­end­um Rbst. Nr. 9 Þóru á Sel­fossi og sinnti hún ýms­um embætt­is­störf­um inn­an Odd­fellow.

 

Útför Önnu Maríu fórr fram frá Sel­foss­kirkju í dag, 21. des­em­ber 2018.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

21.12.2018 06:55

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2018

 

 

Vetrarsól við Eyrarbakka rétt fyrir vetrarsólstöður. Ljósm.: Elín Birna.

 

 

Vetrarsólstöður (sólhvörf)

 

eru í dag 21. desember 2018

 

 

Vetrarsólstöður eru í dag 21. desember.

Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.

 

Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.

Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 

 

Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.

 

 

Ljóð Einars Benediktssonar, Vetrarsólhvörf:Stynur jörð við stormsins óð

og stráin kveða dauð,

hlíðin er hljóð,

heiðin er auð.

- Blómgröf, blundandi kraftur,

við bíðum, það vorar þó aftur.

Kemur skær í skýjunum sólin,

skín í draumum um jólin.

Leiðir fuglinn í för

og fleyið úr vör. 

 

Arni sofa hugir hjá, -

þeir hvíldu dag og ár.

Stofan er lág,

ljórinn er smár.

- Fortíð, fram líða stundir,

senn fríkkar, því þróttur býr undir.

Hækka ris og birtir í búðum,

brosir dagur í rúðum.

Lítur dafnandi dug

og djarfari hug.

 

Vakna lindir, viknar ís

og verður meira ljós.

Einhuga rís

rekkur og drós.

- Æska, ellinnar samtíð,

við eigum öll samleið - og framtíð.

Aftni svipur sólar er yfir,

sumrið í hjörtunum lifir.

Blikar blóms yfir gröf,

slær brú yfir höf.


Skráð af Menningar-Staður.

20.12.2018 21:26

Þáttur úr sögu Hrafnseyrar: Á ég eða á ég ekki?

 

 

Vigdís í ræðustólnum á svölunum á Hrafnseyri forðum og flytur sín fyrstu

ræðu yfir Vestfirðingum.   Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Þáttur úr sögu Hrafnseyrar:

 

Á ég eða á ég ekki?

 

Á Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980:
 

 

„Ég hafði kynnt mér að Kristján Eldjárn, mín fyrirmynd í embætti, gekk aldrei til altaris. Svo sat ég í þessari litlu og fallegu Hrafnseyrarkapellu við hliðina á biskupshjónunum og þegar kemur að altarisgöngunni er ég í djúpum þönkum.

Á ég eða á ég ekki? Nema að þarna tek ég ákvörðun um að ganga til altaris sem ég hafði ekki gert frá fermingu. Ég fann glöggt að þetta kunnu biskupshjónin vel að meta. Síðan hef ég gengið til altaris með þeim rökum að messunni sé í raun ekki lokið fyrr en með altarisgöngunni, þetta er ein heild, eins og segir í lúterskum fræðum.

Og ég fer oft í messu til að hreinsa hugann, sit og hugleiði og syng sálma. Sálmasöngur er sérlega sálarhreinsandi, enda er hann hugsaður til þess.

En þessi stund í Hrafnseyrarkapellu hafði djúp áhrif á mig og samveran á Hrafnseyri var upphaf að vináttu okkar frú Magneu og séra Sigurbjörns sem ég hafði lengi metið mikils, eins og svo margir landsmenn.

Ég leitaði stundum til Sigurbjörns og varð fyrir áhrifum af hans sjónarhorni á lífið. Stundum reyndi ég alveg meðvitað að tileinka mér það, til dæmis sýn hans á Krist og þá skoðun að við veljum sjálf hvort við tökum á móti boðskap kristninnar.“

 

      
(Kafli úr nýju bókinni Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

19.12.2018 17:57

Skötuveisla á Stokkseyri

 

 

 

 

Skötuveisla á Stokkseyri

 

   23. desember 2018
Skráð af Menningar-Staður

 

 

19.12.2018 17:27

Björg á Eyrarbakka 90 ára

 

 

 

 

Björg á Eyrarbakka 90 ára

 

 

Í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnadeildarinnar Bjargar og Björgunarsveitarinnar Bjargar Eyrarbakka ætlum við að efna til afmælisfagnaðar í húsnæði okkar, Búðarstíg 21, á stofndegi okkar 21. desember kl. 18.

 

Haldin verður tala og léttar veitingar verða á boðstólum. Tilvalið tækifæri til að kynnast starfi og tækjakost sveitarinnar.

 

Þeir sem hafa áhuga á að koma og fagna þessum stóru tímamótum okkar eru hjartanlega velkomnir.


Björg á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Staður