Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

08.06.2017 08:26

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka

 

 

Úr Konubókastofu í Blátúni á Eyrarbakka.

 

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka

 

Húsnæði Konubókastofu í Blátúni, Eyrarbakka, stækkaði til muna í desember. Upplagt er að koma og skoða. Hægt að sjá t.d.  gömul tímarit, elstu handavinnubókina sem gefin var út á Íslandi, skáldsögur, barnabækur, fræðirit, minningarbækur, ljóðabækur og fleira. Stækkunin gerði það að verkum að hægt var að setja upp sýningu og með því bæta aðgengilegar upplýsingar um ákveðna rithöfunda. Núna er eldhúsið t.d. tileinkað Guðrúnu frá Lundi. Þar eru upplýsingar um Guðrúnu, tilvitnanir í bækurnar hennar og allt ritsafnið hennar.

 

 

Í Konubókastofu er m.a. fjallað um skáldverk Guðrúnar frá Lundi.

 

Mikið af upplýsingatextunum eru á ensku. Unnið er að því að þýða meira þannig að allar upplýsingar munu vera á ensku auk íslensku. Það gerir það að verkum að erlendir gestir fá meira út úr heimsókninni. Í sumar munu hópar erlendra gesta fengið fyrirlestur um sögu íslenskra kvenrithöfunda.

Starfsemin býður upp á mikla möguleika sem eru í sífelldri þróun þannig að starfsemin stendur aldrei í stað.

 

Í sumar verður opið hjá Konubókastofu alla daga frá klukkan 14 til klukkan 17.

 

Sjálfboðaliðar með bókmenntaáhuga og enskukunnáttu munu sitja vaktina ásamt stofnanda Konubókastofu. Aðrir heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband í síma 8620110 ef óskað er eftir að koma í heimsókn utan opnunartíma.


Af: www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

08.06.2017 06:24

Við Djúpið blátt - Ísafjarðardjúp: - Ólína Þorvarðardóttir skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2017

 


Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2017.

Ísafjarðardjúpið er viðfangsefnið að þessu sinni.

Ólína er aðeins önnur konan í níutíu ára sögu Ferðafélagsins

sem er fengin til þess að skrifa árbókina.

 

Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp:

- Ólína Þorvarðardóttir skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2017

 

Út er komin nítugasta árbók Ferðafélags Íslands. Að þessu sinni er Ísafjarðardjúpið við- fangsefnið. Í árbókinni 1949 var farið um norður Ísafjarðarsýslu, hrepp úr hrepp, en nú er Djúpið sjálft tekið út úr, frá Skálavík til Snæfjallastrandar. Höfundur er dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Ólína er þaulkunnug svæðinu og kannaði ýmsar gönguleiðir gagngert fyrir árbókina. Þetta er aðeins í annað sinn sem kona skrifar árbókina í langri sögu Ferðafélags Íslands. 

Ritstjóri Árbókarinnar er Gísli Már Gíslason og sagði hann í ávarpi sínu við kynningu árbókarinnar að Ólína hefði yfirgripsmikla þekkingu á svæðinu og að hún hefði lagt mikið á sig til þess að gera bókina sem best úr garði.

Fram kom í ávarpi Ólínu að árbækur Ferðafélagsins væru samfelld átthagafræði og –saga. Hún hefði ákveðið að skrifa út frá sínum styrkleikum sem íslenskufræðingur, þjóð- fræðingur og sagnfræðingur. Í upphafi hefði hana dreymt að hún væri örn á flugi yfir Djúpinu og hefði steypt sér niður. Efnistökin tækju mið af þeirri sýn, fyrst væri horft vítt yfir og síðan sjóndeildarhringurinn þrengdur. ‚olína Þorvarðardóttir sagðist vilja segja frá landi og fólki. Því væri efni um gróðurfar, dýralíf, atvinnuhætti og ekki hvað síst væri leitast við að segja frá skaphöfn fólks sem þarna hefur búið og lífsbaráttu þess. 

Ólína sagðist vera að flytjast búferlum suður og það væri gott að kveðja Ísafjörð með þessarri bók. 

Árbókin er skrifuð á góðu íslensku máli, stíllinn er þjáll og efninu raðað niður skipulega og á einkar læsilegan hátt. Meðal þess sem gerir bókina áhugaverða er efnismikill kafli um höfuðstað Vestfjarða, Ísafjörð. Þar er sagt frá atvinnusögu, en líka frá stjórnmálasögu og menningarsögu og einstökum persónum sem mikið lögðu af mörkum svo sem Ásgeir Ásgeirssyni, kaupmanni, Ragnari H Ragnar, tónskáldi og hjónunum Skúla Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen. Fer vel á því að segja að nokkru leyti sögu Theodóru og leyfa henni að njóta sannmælis. Ísfirðingum mun vafalaust þykja, eftir lestur árbókarinnar, að þeir hafi vel verið kvaddir. 

Bókin er 272 blaðsíður. Um 170 ljósmyndir og 19 uppdrættir prýða bókina auk rammagreina og yfirlitstaflna. Sem löngum fyrr teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson kortin og Daníel Bergmann tók flestar ljósmyndirnar en tæplega tveir tugir annarra ljósmyndara eiga einnig myndir í bókinni. Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason, og ritnefnd skipa auk hans Daníel Bergmann, Eirríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran.

 

Blaðið Vestfirðir.

 

 


Hjónin Ólína Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson.

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.06.2017 07:35

Kjóllinn - sumarsýning Byggðasafns Árnesinga

 

 

 

Kjóllinn – sumarsýning Byggðasafns Árnesinga

 

Sumarsýning  Kjóllinn  opnar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka annan í hvítasunnu mánudaginn 5. júní 2017. 

 

Á sýningunni má sjá litríka kjóla úr safneign í samspili við kjóla frá safngestum og er öllum frjálst og velkomið að lána kjólinn sinn á sýninguna. Kjóllinn má vera gamall eða nýr. Úr safneign verða sýndir ólíkir kjólar en í forgrunni verða kjólar Helgu Guðjónsdóttur og Guðfinnu Hannesdóttur sem eru báðar fæddar snemma á 20. öld þegar nútímalegur lífsstíll var að hefja innreið sína.

 

Opnunin verður kl. 16.00 og aðeins síðar eða kl. 16.30 munu tvær fróðar konur Hildur Hákonardóttir, listamaður með meiru og Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur koma fram.  Þær ætla að taka létt hugarflug fyrir okkur aftur í tímann þegar kjóllinn þótti ógn við þjóðlegan klæðaburð. En sú var tíðin að eldri kynslóðin fann veruleg að því þegar „glysið“ við útlendan búning lokkaði ungar konur.

 

Allir eru velkomnir á opnum og léttar veitingar í boði. 

 

Safnið er opið alla daga frá 11-18 fram til 30. september eða eftir samkomulagi fyrir hópa.


www.husid.comSkráð af Menningar-Staður

30.05.2017 22:05

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 30. maí 2017

 

 

 

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld

- 30. maí 2017


Sóknarnefnd Eyrarbakkasóknar og

 

sóknarpresturinn á fundinum í kvöld.
 


F.v.: Séra Kristján Björnsson, Vilbergur Prebensson, Þórunn Gunnarsdóttir,

Íris Böðvarsdóttir,  Júlíanna María Nielsen og Guðmundur Guðjónsson. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

  

30.05.2017 18:05

Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

 

 

Magnús J. Magnússon skólastjóri og Daði Viktor Ingimundarson deildarstjóri

undirrita samninginn fyrir hönd BES ásamt Siggeiri Ingólfssyni

og Ingófi Hjálmarssyni frá Skógræktarélaginu.

 

Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

 

Í dag heimsóttu nemendur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Hallskot, hvar Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur aðstöðu og umráðaland.

 

Tilgangurinn var að kynnast svæðinu, taka örlítið til hendinni og að undirrita samstarfssamning. Samningurinn kveður á um að unglingastig vinni með félagin að minnsta kosti einu sinni á ári að útplöntun og aðstoð við umhirðu á skógræktarsvæðinu við Hallskot og einnig útplöntun á völdum svæðum í nágrenni Eyrarbakka og Stokkseyri. 

 

Markmið með samningnum er að efla náttúru- og umhverfisvitund nemenda Barnaskólans, koma upp skólalundi á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Eyrarbakka, bæta skjólbeltum og gróðri í umhverfi Eyrarbakka og Stokkseyri og koma á samstarfshefðum milli skólans og skógræktarfélagsins.

 

Skólinn og skógræktarfélagið munu vinna saman tvisvar hvert skólaár að lágmarki. Að vori mun unglingastig BES að stoða við umhirðu og að hausti, á degi íslenskrar náttúru, munu öll aldursstig  skólans sinna útplöntun.


Sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

30.05.2017 09:37

Aðalfundur -KÁ- 8. júní 2017

 

 

 

Aðalfundur -KÁ- 8. júní 2017


Frá aðalfundi Kaupfélags Árnesinga 10. júní 2016

Nokkrar myndir:


 

.

.

.

.

.

.

 
 

.Skráð af Menningar-Staður

30.05.2017 08:35

153 ÞÚSUND FERÐAMENN Í APRÍL 2017 - 605 ÞÚSUND FRÁ ÁRAMÓTUM

 

 
 
 

 

153 ÞÚSUND FERÐAMENN Í APRÍL 2017

- 605 ÞÚSUND FRÁ ÁRAMÓTUM

 

Tæplega 153 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.600 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 61,8% milli ára. Aukningin í apríl var 29,4% 2013-2014, 20,9% 2014-15 og 32,5% 2015-2016.

Frá áramótum hafa um 605 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 55,7% aukning miðað við sama tímabil á undan. Aukningin á tímabilinu janúar til apríl var 24,1% 2013-2014, 30,2% 2014-2015 og 40,1% 2015-2016.

  

Bandaríkjamenn og Bretar um helmingur ferðamanna

Bandaríkjamenn og Bretar voru 44,4 ferðamanna í apríl en Bandaríkjamenn voru 26,3% og Bretar 18,1% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru eftirfarandi:

 • Þjóðverjar 6,1%
 • Frakkar 4,4%
 • Kanadamenn 3,9%
 • Danir 3,3%
 • Svíar 3,0%
 • Norðmenn 3,0%
 • Pólverjar 2,7,%
 • Hollendingar 2,4%
 • Kínverjar 2,3%
 • Spánverjar 2,1%

Bandaríkjamenn og Bretar voru 48,8% ferðamanna frá áramótum en Bretar voru 25,1% og Bandaríkjamenn 23,7% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru:

 • Þjóðverjar 5,2%
 • Kínverjar 4,0%
 • Frakkar 3,9%
 • Kanadamenn 3,7%
 • Hollendingar 2,2%
 • Pólverjar 2,2%
 • Danir 2,1%
 • Svíar 2,0%
 • Spánverjar 1,9%
 • Norðmenn 1,9%


Meira en þreföldun ferðamanna á tímabilinu janúar-apríl á fimm ára tímabili

Ferðamenn hafa meira en þrefaldast á tímabilinu janúar til apríl á fimm ára tímabili. Þannig hafa N-Ameríkanar sexfaldast, Mið- og S-Evrópubúar nærri fjórfaldast, Bretar nærri þrefaldast og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað fimmfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í mun minna mæli eða um 33,6% á tímabilinu 2013-2017.

 

 

Breytt samsetning

Hlutfallsleg samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2013 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Bandaríkjamenn voru 27,4% af heild árið 2017 sem er mun hærra hlutfall en á árunum 2013-2016. Hlutdeild Breta var í kringum þriðjung á árunum 2013-2016 en fer niður í 25,1% árið 2017. Norðurlandabúar voru 6,8% af heild árið 2017 en hlutdeild þeirra hefur lækkað jafnt og þétt síðustu ár. Hlutdeild Mið-og S-Evrópubúa hefur verið svipuð á tímabilinu 2013-2017 en hefur hækkað hjá þeim sem falla undir annað.

Ferðir Íslendinga utan

Um 62 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl eða 59,9% fleiri en í apríl 2016. Frá áramótum hafa um 175 þúsund Íslendingar farið utan eða 27,1% fleiri en á sama tímabili árið 2016.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Ferðamálastofa.


Skráð af Menningar-Staður

30.05.2017 06:56

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. 

Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. 

Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.


Fréttablaið.

 

 

Jónshús í Kaupmannahöfn.

Skráð af Menningar-Staður

29.05.2017 19:48

Merkir Íslendingar - Einar Ingimundarson

 

 

Einar Ingimundarson (1917 - 1996).

 

Merkir Íslendingar - Einar Ingimundarson

 

Ein­ar Ingi­mund­ar­son fædd­ist í Kaldár­holti í Holt­um, Rang., 29. maí 1917. For­eldr­ar hans voru Ingi­mund­ur Bene­dikts­son, f. 1871, d. 1949, bóndi þar, og k.h. Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir, f. 1874, d. 1953, hús­móðir, syst­ir Ei­ríks Ein­ars­son­ar alþing­is­manns, föður­syst­ir Steinþórs Gests­son­ar alþing­is­manns.
 

Eitt systkina Ein­ars var Helga, föður­amma Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra.
 

Ein­ar lauk stúd­ents­prófi frá MR 1938, lög­fræðiprófi frá HÍ 1944 og varð héraðsdóms­lögmaður 1949.
 

Blaðamaður hjá dag­blaðinu Vísi í Reykja­vík júlí–októ­ber 1944. Full­trúi á skrif­stofu toll­stjóra í Reykja­vík 1944–1945, full­trúi borg­ar­fóg­eta 1945 og full­trúi saka­dóm­ara 1946–1952. Bæj­ar­fóg­eti á Sigluf­irði 1952–1966. Ein­ar var alþing­ismaður Sigl­f­irðinga 1953–1956 og 1959, og alþing­ismaður Norður­lands vestra 1959-1966 fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann af­salaði sér þing­mennsku

þegar hann tók við embætti sýslu­manns í Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu og bæj­ar­fóg­eta í Hafnar­f­irði. Hann var síðan sýslumaður í Kjós­ar­sýslu þegar sýsl­unni var skipt 1974 og var einnig bæj­ar­fóg­eti á Seltjarn­ar­nesi frá 1974 og í Garðabæ frá 1976. Hann lét af störf­um 1987.

 

Ein­ar sat í stúd­entaráði Há­skóla Íslands 1940-1942, formaður ráðsins 1941-1942, formaður Stúd­enta­fé­lags Reykja­vík­ur 1944-1945. Kos­inn 1954 í kosn­ingalaga­nefnd, 1955 í ok­ur­nefnd og 1964 í áfeng­is­mála­nefnd. Hann sat á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna 1955, var full­trúi á fund­um Þing­manna­sam­taka Norður-Atlants­hafs­ríkj­anna 1961 og 1962 og sat í stjórn Dóm­ara­fé­lags Íslands 1972–1973.
 

Eig­in­kona Ein­ars var Erla Ax­els­dótt­ir, f. 19.4. 1924, d. 25.8.1985, hús­móðir. For­eldr­ar henn­ar: Axel Böðvars­son og k.h. Mar­grét Helga Stein­dórs­dótt­ir. Börn Ein­ars og Erlu: Val­dís, Ingi­mund­ur og Ing­veld­ur Þuríður.
 

Ein­ar lést 28. desember 1996.


Morgunblaðið 29. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður