Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

03.03.2017 20:17

Merkir Íslendingar - Jón Þorláksson

 

 

Jón Þorláksson (1877 - 1935).

 

Merkir Íslendingar - Jón Þorláksson

 

Jón Þorláksson forsætisráðherra fæddist í Vesturhópshólum 3. mars 1877. Foreldrar hans voru Þorlákur Þorláksson, hreppstjóri þar, og k.h., Margrét Jónsdóttir húsfreyja.
 

Föðurbróðir Jóns var Þórarinn Þorláksson listmálari, en systir Jóns var dr. Björg Þorláksson, fyrsti íslenski kvendoktorinn.

Kona Jóns var Ingibjörg, dóttir Jean Valgard vann Deurs Claessen, landsféhirðis, og Kristín Eggertsdóttur Briem. Þau Jón og Ingibjörg áttu tvær kjördætur.
 

Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1897, með hæstu einkunn í sögu skólans, og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1903, þriðji Íslendingurinn sem lauk verkfræðiprófi.
 

Jón rannsakaði byggingarefni og brúargerð hér á landi 1903-1905, var skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík frá stofnun 1904-1911, landsverkfræðingur 1905-1917, rak sjálfstæða verkfræðistofu og byggingavöruverslun í Reykjavík 1917-1923 og síðan verslunina í samvinnu við Óskar Norðmann til æviloka, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1906-1908 og 1910-22, alþingismaður 1921-33, fjármálaráðherra 1924-27, forsætisráðherra 1926-27 og borgarstjóri í Reykjavík frá 1933 og til dauðadags. Hann var formaður Verkfræðingafélags Íslands, einn helsti stofnandi og seinni formaður Íhaldsflokksins 1926-29 og fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins.
 

Jón var einn merkasti framfarasinni Íslandssögunnar. Hann hafði mikil áhrif á upphaf steinsteyptra húsa hér á landi, skipulagði og vann að brúa- og vegagerð, stofnaði pípugerð fyrir holræsi, stóð fyrir stofnun almenningsbaðhúss í Reykjavík 1907, rannsakaði og vann að fyrstu almenningshitaveitu í heiminum og skrifaði rit um vatnsorku landsins.
 

Jón var hægur í framgöngu, yfirvegaður og um fram allt rökfastur.
 

Ævisaga Jóns, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, kom út 1992.
 

Jón lést 20. mars 1935.

 

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

02.03.2017 22:02

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka í kvöld

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka í kvöld

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka var haldinn í kvöld, fimmtudaginn 2. mars 2017, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Fundargerð og fleira síðar.

 


Menningar-Staður færði fundinn til myndar.
 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

02.03.2017 06:57

Vefurinn Menningar-Staður í fjögur ár

 

 

 

 

Vefurinn Menningar-Staður í fjögur ár

 
Suðri - héraðsfréttablað 2. mars 2017.

http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2017/03/sudri_2mars_web.pdf
Skráð af Menningar-Staður

01.03.2017 21:58

1. mars 1915 - Kol úr Dufansdal í Arnarfirði

 

 

Dufansdalur í Arnarfirði.

 

1. mars 1915 - Kol úr Dufansdal í Arnarfirði

 

Íslensk kol voru seld í fyrsta sinn í Reykjavík þann 1. mars 1915. 

Þau voru frá Dufansdal við Arnarfjörð, voru ódýrari en innflutt kol og sögð gefa góðan hita.

 

Morgunblaðið.

 Auglýsing í Vísi þann 28. febrúar 1915.
Skráð af Menningar-Staður

01.03.2017 21:55

Merkir Íslendingar - Sigurður Eggerz

 


Sigurður Eggerz (1875 - 1945).

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Eggerz

 

Sigurður Eggerz ráðherra fæddist á Borðeyri 1. mars 1875. Foreldrar hans voru Pétur Friðriksson Eggerz, kaupstjóri þar, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja.
 

Í ættum Sigurðar og fjölskyldu eru óvenju margir alþingismenn og ráðherrar, s.s. bróðir hans, Guðmundur, alþingismaður og sýslumaður, og tveir mágar hans, Páll Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, og Ólafur Thorlacius alþingismaður, faðir Kristjáns Thorlacius sem var formanns BSRB og varaþingmaður.
 

Þá var Sigurður kvæntur Solveigu, dóttur Kristjáns Jónssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra og Steingríms, alþingismanns og bæjarfógeta á Akureyri, en þeir voru synir Jóns Sigurðssonar, alþingismanns og héraðshöfðingja á Gautlöndum, og eru því af Gautlandsætt og Reykjahlíðarætt, fjölmennustu ráðherraætt landsins.
 

Tengdamóðir Sigurðar var hins vegar Anna Þórarinsdóttir, dóttir Þórarins Böðvarssonar alþingismanns sem átti ræturnar að Holti í Önundarfirði.
 

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1895 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1903. Hann var sýslumaður á nokkrum stöðum, lengst af i Vík í Mýrdal, var alþingismaður 1911-1915, 1916-1926 og 1927-1931. Hann varð ráðherra Íslands 1915 en sagði af sér ári síðar er konungur vildi ekki fallast á fyrirvarann um uppburð íslenskra mála í Ríkisráði Dana. Þá var Sigurður fjármálaráðherra 1917-20 og forsætisráðherra 1922-24.
 

Sigurður var síðan bankastjóri Íslandsbanka frá 1924 þar til bankinn var lagður niður 1930. Hann sinnti lögmannsstörfum í Reykjavík, var bæjarfógeti á Ísafirði 1932-34 og á Akureyri 1934-1945.
 

Sigurður var fyrirmannlegur og höfðinglegur á velli, þótti flekklaus, ljúfur og alþýðlegur, og umtalsverður áhugamaður um skáldskap eins og fleiri stjórnmálamenn þá.  
 

Sigurður lést 16. nóvember 1945.

Morgunblaðið.

 


Skráð af Menningar-Staður.

01.03.2017 14:56

Grímuball að Stað á Eyrarbakka 1. mars 2017

 

 
 
 

 

Grímuball að Stað á Eyrarbakka 1. mars 2017


Skráð af Menningar-Staður

01.03.2017 10:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. mars 2017

 


Vinir alþýðunnar.

F.v.: Sigurður Egilsson, Ragnar Jónsson, Haukur Jónsson, Ingvar Jónsson,
Jóhann Jóhannsson, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Ingólfur Hjálmarsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. mars 2017

Vinir alþýðunnar

 

.
F.v.: Sigurður Egilsson, Ragnar Jónsson, Haukur Jónsson og Ingvar Jónsson. Ljósm.: BIB
.


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Ingólfur Hjálmarsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason


Skráð af Menningar-Staður

27.02.2017 07:07

Góugleði Félags eldri borgara á Eyrarbakka 4. mars 2017

 

 

 

Góugleði Félags eldri borgara á Eyrarbakka

verður laugardaginn 4. mars 2017
í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka


Á linknum hér að néðan má sjá myndasafn frá Góugleði ársins 2008.

http://menningarstadur.123.is/blog/2013/02/27/gougledi_felags_eldri_borgara_a_eyrarbakka_8._mar_2008Skráð af Menningar-Staður

26.02.2017 06:49

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka

 

Verður haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 í Samkomuhúsinu Stað Eyrarbakka kl 20:00

 

Venjuleg aðalfundarstörf 
 

Önnur mál

 

Stjórnin

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

25.02.2017 20:27

Merkir Íslendingar - Björn Pálsson

 


Björn Pálsson (1905 - 1996).

 

Merkir Íslendingar - Björn Pálsson

 

Björn Pálsson fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal 25. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Páll Hannesson, bóndi á Snæringsstöðum og síðar á Guðlaugsstöðum, og k.h., Guðrún Björnsdóttir húsfreyja.
 

Meðal bræðra Páls voru Guðmundur læknaprófessor og Jón á Brún, langafi Guðrúnar Agnarsdóttur læknis og Ástríðar Thorarensen hjúkrunarfræðings. Guðrún Björnsdóttir var hálfsystir Sigurgeirs, föður Þorbjarnar prófessors, og hálfsystir Þorsteins, frumbýlings á Hellu, föður Björns sagnfræðiprófessors.
 

Guðrún var dóttir Björns Eysteinssonar, bónda í Grímstungu, bróður Ingibjargar, langömmu Friðriks Sophussonar, fyrrv. ráðherra.
 

Meðal systkina Björns voru Hannes bóndi á Undirfelli, afi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, Hulda, húsfreyja á Höllustöðum, móðir Páls Péturssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra, og Halldór búnaðarmálastjóri.

Eiginkona Björns var Ólöf Guðmundsdóttir frá Flatey á Skjálfanda og eignuðust þau 10 börn.
 

Björn varð búfræðingur frá Hólum 1923. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum 1925 og nám í lýðháskóla í Noregi og ferðaðist um Noreg og Danmörku 1927. Þá ferðaðist hann umhverfis hnöttinn og dvaldi á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu 1928-29 til þess að kynna sér kjötmarkaði og meðferð á kjöti.
 

Björn var bóndi á Ytri-Löngumýri í rúma sex áratugi, frá 1930 til dauðadags. Hann var oddviti Svínavatnshrepps 1934-58, sat í sýslunefnd um skeið, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagstrendinga frá 1955-59, stofnaði útgerðarfélagið Húnvetning hf. 1957 og Húna hf. 1962 og rak útgerð í allmörg ár.
 

Hann var alþm. Framsóknarflokksins fyrir Austur-Húnavatnssýslu sumarþingið 1959 og þingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi vestra á árunum 1959-1974.
 

Björn lést 11. apríl 1996.

 

Morgunblaðið 25. febrúar 2017

 


Húni II

 


Skráð af Menningar-Staður