Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

05.09.2016 21:46

Merkir Íslendingar - Kristján Kristjánsson

 


KK - Kristján Kristjánsson (1925 - 2008)

 

Merkir Íslendingar - Kristján Kristjánsson

 

Kristján Kristjánsson fæddist 5. september 1925 í Syðstakoti í Miðneshreppi, Gull. Foreldrar hans voru Sigrún Elínborg Guðjónsdóttir saumakona, f. 7.10. 1904, d. 10.2. 1971, og Kristján Karl Kristjánsson prentari, f. 14.11. 1902, d. 25.5. 1977. Vegna veikinda móður sinnar ólst Kristján upp til fermingaraldurs hjá móðurforeldrum sínum, Guðjóni Þorkelssyni og Þorbjörgu Benónýsdóttur í Syðstakoti.
 

Kristján lauk eins árs námi frá Verzlunarskóla Íslands en eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám í saxófón- og klarínettleik árin 1946-47 við Juilliard School of Music í New York. Þegar heim kom stofnaði hann KK-sextettinn sem hann stjórnaði af mikilli röggsemi allt til ársloka 1961 en þá lagði hann saxófóninn á hilluna.
 

Þrátt fyrir að hljómsveitin leystist upp í kjölfarið hafði Kristjáni tekist að setja mark sitt á íslenska tónlistarsögu, m.a. með því að bera hingað til lands nýja strauma frá Bandaríkjunum. Kristján lagði mikinn metnað í allt sem viðkom hljómsveitinni. Á þeim tíma tíðkaðist það ekki að hljómsveitir æfðu áður en spilað var opinberlega en Kristján krafðist þess að vel væri æft, meðlimir væru í hljómsveitarbúningum og lögin væru vel útsett. Kristján átti einnig stóran þátt í því að fólk fór að taka starf hljómlistarmanna alvarlega.
 

Árið 1965 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Verðlistann við Laugalæk. Árið 1980 stofnaði hann svo Litlu fluguna sem var sérverslun með fluguhnýtingarefni þar sem hann gat samtvinnað tvö af sínum helstu áhugamálum, laxveiðar og fluguhnýtingar.
 

Kristján kvæntist 1949 Erlu Wigelund, f. 31.12. 1928. Foreldrar hennar: Peter Wigelund skipasmiður, f. í Þórshöfn, og k.h. Vilborg Dagbjartsdóttir húsfreyja. Börn Kristjáns og Erlu: Þorbjörg, Pétur söngvari (d. 2004), Sigrún Júlía og Elísabet.
 

Kristján lést 2. júní 2008.

 

Morgunblaðið 5. september 2016.

 
 

 

KK sextettinn árið 1948.

Frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Gunnar Ormslev, Savar Gests, Guðmundur Vilbergsson trompetleikari frá Flateyri,

Steinþór Steingrímsson og Hallur Símonarson.


Skráð af Menningar-Staður

05.09.2016 17:18

Hádegisfundur á Hótel Selfossi 7. sept. 2016

 

 

 

Hádegisfundur á Hótel Selfossi 7. sept. 2016
 

 

Frá fyrsta degi kjörtímabilsins hef ég sinnt Árborg og Árnessýslu af miklum krafti.

Það er því tilhlýðilegt að loka árangursríku samstarfi við íbúana á svæðinu með hádegisfundi í Hótel Selfoss miðvikudaginn 7. september kl. 12.05-12.55.


Ég mun vera með ávarp og svara fyrirspurnum gesta á snaggaralegum 50 mín. hádegisfundi.


Súpa, brauð og kaffi í boða á fundinum.


Eldriborgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn, en í lok fundarins get ég setið lengur með þeim og rætt við þann hóp, en ég legg sérstaka áherslu á kjör eldra fólks og öryrkja fyrir Alþingiskosningarnar 2016.


Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

 
Skráð af Menningar-Staður

05.09.2016 15:15

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. september 2016

 

 

F.v.: Sigurður Egilsson, Haukur Jónsson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson
Jón Friðrik Matthíasson og Ingólfur Hjálmarsson. Símamynd: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. september 2016

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Jón Friðrik Matthíasson og Þórður Grétar Árnason.Skráð af Menningar-Staður

02.09.2016 22:08

Ing­unn geng­ur til liðs við Viðreisn

 

 

Ingunn Guðmundsdóttir.

 

Ing­unn geng­ur til liðs við Viðreisn

 

Ing­unn Guðmunds­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur og fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Árborg, hef­ur gengið til liðs við Viðreisn. Spurð hvort hún muni taka sæti á lista fyr­ir flokk­inn í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um seg­ist Ing­unn munu gera það ef eft­ir­spurn verður eft­ir kröft­um henn­ar.

 

Eins og mbl.is greindi frá verða list­ar flokks­ins birt­ir í lok næstu viku.

 

Ing­unn seg­ir að stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi þró­ast í aðrar átt­ir en hún hefði kosið, og því hafi hún sagt sig úr flokkn­um fyr­ir nokkr­um mánuðum. Hún sé nú far­in að starfa með Viðreisn, þar sem hún seg­ir gildi flokks­ins eiga bet­ur við sig. 

„Mér finnst mjög spenn­andi þetta yf­ir­bragð sem er á Viðreisn. Þetta er frjáls­lynd­ur flokk­ur sem legg­ur áherslu á opna umræðu, heiðarleika, gagn­sæi og að stuðla að góðum stjórn­ar­hátt­um,“ seg­ir hún.

 

Þá seg­ir hún vinnu við lista vera í full­um gangi, og margt gott fólk taki þátt í starf­inu. „Þetta er bara mjög spenn­andi.“


Af www.mbl.is

 

 

_________________________________________________________


Frá árinu 2002

 

.
Sjálfstæðismenn á framboðsfundi sem haldinn var í Svarta-kletti í Menningarverstöðinni

Hólmaröst á Stokkseyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg árið 2002.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

Standandi f.v: Ari Björn Thorarensen, Halldór Valur Pálsson, Björn Ingi Gíslason,

Ingunn Guðmundsdóttir, Steingrímur Jónsson og Grétar Zóphoníasson.

Sitjandi eru f.v. Einar S. Einarsson, Dagbjört Gísladóttir og Gróa Skúladóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

F.v.: Ingunn Guðmundsdóttir og Arnar Sverrisson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 


Skráð af Menningar-Staður

02.09.2016 13:15

Félagsmálaforkólfurinn mikli á Selfossi

 

 

 

Félagsmálaforkólfurinn mikli á Selfossi

Björn Ingi Gíslason hárskerameistari – 70 ára

 

Björn Ingi Gíslason fæddist 2. september 1946 í Reykjavík en flutti á Selfoss 1948 tæplega tveggja ára og hefur búið þar síðan. „Ég var í sveit á sumrin, á árunum 1954-1962, gekk ungur í skátahreyfinguna Fossbúa og stofnaði ásamt öðrum peyjafélagið Eldingu sem var öflugt íþróttafélag.

Björn gekk í barna- og unglingaskólann á Selfossi og síðar í Iðnskólann. Fór á samning í hárskeraiðn 1964 hjá föður sínum og tók við rekstri stofu hans 1967 vegna veikinda hans. Hann hefur starfað við hárskeraiðn síðan á eigin stofu og útskrifað fjóra nema. „Ég starfa í dag með tveimur sonum mínum, Kjartani og Birni Daða, á rakarastofu sem er í eigu okkar allra.“

 

Formaður í fjölda félaga

„Ég hef verið í félagsmálum í 50 ár, var kosinn formaður knattspyrnudeildar Selfoss 19 ára og er enn að.“ Björn sat í bæjarstjórn Selfoss í þrjú kjörtímabil og varamaður í þrjú, átti sæti í fjölda nefnda á vegum bæjarins og hefur átt sæti í bæjarráði.

Björn hefur verið formaður í eftirtöldum félögum og nefndum: Knattspyrnudeild UMF Selfoss í 12 ár, Ungmennafélagi Selfoss í 6 ár, Meistarafélagi hárskera, stjórn Tónlistarskóla Árnessinga, Fulltrúaráði Sjálfstæðifélaganna í Árnessýslu, forseti J.C. Selfoss og er núverandi formaður sóknarnefndar Selfosskirkju. Björn sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands, Hjónaklúbbs Selfoss, Sjálfstæðisfélagsins Óðins, kjördæmisráði Sjálfstæðisfélaganna í Suðurkjördæmi, Í landsstjórn J.C. Ísland og Stangaveiðifélagi Rangæinga. Hann ritstýrði í áratug íþróttasíðu Skarphéðins í héraðsblaðinu Suðurland og skrifaði fjölda greina tengdar íþróttastarfi Héraðssambandsins Skarphéðins og skrifaði greinar um málefni bæjarins og um íþróttastarfið sem fram fer í bæjarfélaginu.

Björn er heiðursfélagi knattspyrnudeildar UMF Selfoss og varð heiðursfélagi Ungmennafélags Selfoss á 80 afmæli þess í vor. Hann hefur hlotið gullmerki KSÍ og gullmerki UMF Selfoss.

Á árum áður lék hann í nokkrum hljómsveitum á Suðurlandi, fyrst í skólahljómsveit sem hét GHBÓ, stofnaði hljómsveitina Limbó kvartett, lék í Mánum frá Selfossi og síðar kvartett Einars Loga. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist, íþróttum, veiðiskap, félagsmálum almennt og er í Karlakór Selfoss. Fjölskyldan er mér kær og hef gaman að fylgjast með afkomendur mínum vaxa úr grasi. Ég hef áhuga á garðrækt og lóðinni minni, stunda sund og hjóla nokkuð.“

Fjölskyldan ætlar af þessu tilefni að bjóða vinum og vandamönnum að fagna með afmælisbarninu í Hvítahúsinu Selfossi í kvöld kl. 20.15-23.15.

 

Fjölskylda

Eiginkona Björns er Hólmfríður Kjartansdóttir, f. 6.1. 1948, fyrrverandi þjónustufulltrúi Selfossveitna.

Foreldrar: Katrín Aðalbjörnsdóttir baðvörður, f. 17.8. 1922, d. 10.7. 1986, Kjartan Einarsson trésmíðameistari f. 22.5. 1923, d. 31.12. 1961, voru bús. á Hvolsvelli.

Synir Björns og Hólmfríðar: 1) Kjartan, rakari og forseti bæjarstjórnar svf. Árborgar, f. 4.9. 1965, maki: Ingunn Helgadóttir framhaldsskólakennari, bús. á Selfossi, dætur þeirra: Guðrún Birna f. 2008 og Rannveig Helga f. 2010. Frá fyrrahjónabandi: Hólmfríður Erna, f. 1989, barn: Ásdís Inga Theodórsdóttir f. 2010; Viðar Örn f. 1990, barn: Henning Thor Viðarsson f. 2016; og Katrín Arna f. 1995; 2) Gísli húsasmiður, f. 4.11. 1969, maki: Elísabet Hlíðdal leikskólakennari, bús. á Selfossi, þeirra börn: Arnór Ingi, f. 1996, Barbara Sól, f. 2001, Dagur Rafn f. 2006, fyrir á Gísli, Björn Frey, f. 1993; 3) Einar framkvæmdastjóri, f. 26.7. 1974, maki: Anna Stella Eyþórsdóttir skrifstofumaður, bús. á Selfossi, þeirra börn: Karen Lind f. 2002, Einar Bjarki f. 2005, og Jón Daði f. 2011; 4) Björn Daði klippari, f. 2.5. 1980, maki: Elínborg Werner Guðmundsdóttir verslunareigandi, bús. á Selfossi.

Albróðir Björns er Gylfi Þór íþróttakennari, f. 20.12. 1949, bús. á Selfossi. Hálfsystkini samfeðra: Ámundi Reynir, leigubílstjóri í Reykjavík, f. 6.7. 1924, d. 20.8. 2008; Ingigerður Kristín, húsfreyja í Reykjavík, f. 11.1. 1928; Hulda, húsfreyja í London, f. 2.11. 1929, d. 16.7. 1974; Regína Hanna, húsfreyja í Kópavogi, f. 17.11. 1932.

Foreldrar: Gísli Sigurðsson, rakarameistari á Selfossi, f. 24.12. 1896, d. 6.6. 1970, og k.h. Rannveig Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, f. 1.12. 1918, d. 1.4. 1983.
 

 

Morgunblaðið 2. september 2016
 


Dagskráin fréttablað á Selfossi.
Skráð af Menningar-Staður

01.09.2016 17:45

Listamannabúðir Saga Fest að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

Listamannabúðir Saga Fest að Stað á Eyrarbakka

 

Listamannabúðir Saga Fest hófust föstudaginn 26 ágúst, þar sem alþjóðlegur hópur listamanna koma saman að listsköpun og umræðum á Eyrabakka.

Þetta er í annað sinn sem Saga Fest skipuleggur listamannabúðir á Eyrarbakka, en hópurinn mun dvelja þar í tíu daga og vinna með sögu og nátturu staðarins í sköpun sinni, auk þess að vinna með nemenudum úr 7.–10. bekk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri.

 

Til að fagna lokum búsetunnar er áhugasömum boðið að líta við laugardaginn 3. september 2016 kl. 15:00 í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar verður hægt að kynna sér uppskeru og sköpun þessa frábæra hóps og þiggja léttar veitingar.

Einnig verður opin mic kl. 20:00 í Byggðarsafninu á Eyrabakka, þar sem hver sem er getur stigið á stokk.

 

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á facebook síðu Saga Movement og  á vefsíðunni sagaresidency.org.

 

 

Dagskráin - fréttablað á Suðurlandi.


Skráð af Menningar-Staður

01.09.2016 17:31

Heloise Pilkington og Úní með tónleika í Óðinshúsi Eyrarbakka

 

 

 

Heloise Pilkington og Úní með tónleika í Óðinshúsi Eyrarbakka

 

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Úní halda tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka á morgun föstudagskvöld 2. september 2016 kl. 20:00.

Heloise Pilkington er tónlistarkona frá Glastonbury í Englandi. Hún er prestynja Avalon og hefur samið tónlist tileinkaða Gyðjunni í þó nokkur ár. Hún gaf út plötuna Lady of Avalon, sem hefur vakið mikla lukku um víða veröld. Tónlist hennar er töfrandi og seiðmögnuð, og er undir áhrifum Þjóðlagatónlistar Bretlandseyja.

Heloise og Úní lýta á tónleikana sem nokkurskonar ákall til Gyðjunnar, athöfn eða bæn til móður, systur og gyðju – um heilun fyrir Móður Jörð, þar sem orka Íslands og Englands sameinast í mögnuðum seið.

 

Nánari upplýsingar á www.uni.is.Skráð af Menningar-Staðu
r

01.09.2016 11:13

Tryggvaskáli í kvöld: - Sameiginlegir framboðsfundir í Suðurkjördæmi

 

 

 

Tryggvaskáli í kvöld:

- Sameiginlegir framboðsfundir í Suðurkjördæmi
 

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi munu í aðdraganda prófkjörsins, sem fer fram laugardaginn 10. september næstkomandi, standa fyrir sameiginlegum fundum með prófkjörsframbjóðendum.

 

Fundirnir fara fram á eftirfarandi stöðum:

Mánudaginn 29. ágúst kl. 12:00 á Hótel Dyrhólaey í Vík – súpufundur.
Mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:00 í Safnaðarheiminu Dynskálum 8 á Hellu.
Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00 í Ásgarði í Vestmannaeyjum.
Fimmtudaginn 1. september kl. 20:00 í Tryggvaskála á Selfossi.
Mánudaginn 5. september kl. 20:00 á Nesvöllum í Reykjanesbæ.


Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.09.2016 11:00

Hver verður oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

 

 Hver verður oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

 

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram laugardaginn 10. september 2016.

Kosningabaráttan er á fullu en 11 bjóða sig fram.

Hart er sótt að núverandi forystumanni Ragnheiði Elínu Árnadóttir.

Bæði Ásmundur Friðriksson og Páll Magnússon sækja að henni.Fyrrverandi þingmaður Árni Johnsen leitar einnig eftir stuðningi til að leiða listann.


Blaðið Reykjanes 1. september 2016

http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2016/09/reykjanes_profork.pdf
 


Skráð af Menningar-Staður
 

01.09.2016 10:47

Fánasetur Suðurlands á Eyrarbakka

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands á Eyrarbakka

 

Fánasetur Suðurlands á Eyrarbakka gjörir kunnugt:


Það er íslenskur í dag - 1. september 2016.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður