Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.06.2018 07:02

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

 

 

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915. Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri. Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.

 

 

Morgunblaðið- Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
 

 Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 20:33

Frá 17. júní að Stað á Eyrarbakka

 

.

 

Fjallkonan var Eva Guðbjartsdóttir.

 

 

Frá 17. júní

 

að Stað á EyrarbakkaVerðlaun fyrir Hópshlaupin 2018:

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

17.06.2018 18:45

Fjór­tán hlutu fálka­orðuna 17. júní 2018

 

 

Fálka­orðuhaf­arn­ir á Bessa­stöðum í dag ásamt for­seta Íslands. 

Ljós­mynd/?Gunn­ar G. Vig­fús­son

 

 

Fjór­tán hlutu fálka­orðuna 17. júní 2018

 

Fjór­tán manns hlutu heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum í dag, 17. júní.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu:

 

Þeir sem hlutu fálka­orðuna eru:

 

  1. Aðal­björg Jóns­dótt­ir prjóna­lista­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar prjóna­hefðar og hönn­un­ar

  2. Andrea Sig­ríður Jóns­dótt­ir út­varps­maður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til kynn­ing­ar á ís­lenskri og er­lendri dæg­ur­tónlist

  3. Árni Björns­son þjóðfræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra þjóðfræða og menn­ing­ar

  4. Edda Björg­vins­dótt­ir leik­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar

  5. Erna Magnús­dótt­ir for­stöðumaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu krabba­meins­sjúkra

  6. Friðrik Skúla­son tölv­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á sviði upp­lýs­inga­tækni

  7. Hilm­ar Örn Hilm­ars­son tón­skáld, Álfta­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar

  8. Krist­ín G. Gunn­laugs­dótt­ir mynd­list­armaður, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar

  9. Nanna V. Rögn­vald­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir ritstörf á sviði mat­ar­menn­ing­ar

10. Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son fyrr­ver­andi skip­herra, Hafnar­f­irði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­starfa

11. Stefán Karl Stef­áns­son leik­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar og sam­fé­lags

12. Stein­ar J. Lúðvíks­son rit­höf­und­ur, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sagna­rit­un­ar og blaðamennsku

13. Sæv­ar Pét­urs­son bif­véla­virki, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til varðveislu og end­ur­gerðar gam­alla bif­reiða

14. Val­gerður Jóns­dótt­ir skóla­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi tón­list­ar­kennslu fatlaðra.

 

Frá forseta Íslands.
 

 


Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 07:34

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

 

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

17.06.2018 07:21

17. júní 1811 - Jón Sigurðsson

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

17. júní 1811 - Jón Sigurðsson
 

 

Jón Sigurðsson var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní árið 1811. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur þar, og kona hans, Þórdís Jónsdóttir. Jón fór úr foreldrahúsum 18 ára gamall og stundaði nám og störf í Reykjavík um nokkurra ára bil.

 

Rúmlega tvítugur hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla. Þar sinnti hann, samhliða námi, ýmsum störfum og hugðarefnum, m.a. útgáfu Nýrra félagsrita.

 

Jón tók sæti á endurreistu Alþingi 1845 og sigldi þá til Íslands eftir að hafa dvalið samfellt í 12 ár í Kaupmannahöfn. Hann var þingmaður frá 1845–1879 og dvaldi þá á Íslandi meðan þing stóð, en á þessum árum kom þing saman annað hvert ár og stóð í sex vikur. Hann var frá upphafi forustumaður þingsins og lengstum forseti þess meðan hans naut við. Jón var lykilmaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og beitti sér í henni hvort sem hann var staddur á Íslandi eða í Kaupmannahöfn.

 

Jón Sigurðsson var búsettur í Kaupmannahöfn allt frá því að hann hélt þangað til náms 1833 og til dánardags þann 7. desember 1879.  Eiginkona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 06:39

17. júní 2018 - Þjóðhátíðardagur Íslendinga

 

 

 

         17. júní 2018 -

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

 

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.Skráð af Menningar-Staður

16.06.2018 08:19

Pjakkur gerir mikinn mannamun

 

 

 

Pjakkur gerir mikinn mannamun

 

Erna Gísla­dótt­ir og for­ystusauður­inn Pjakk­ur skilja hvort annað, til þess þarf ekki manna­mál. Erna held­ur um 20 kind­ur sér til ánægju á Eyr­ar­bakka þar sem hún er fædd og upp­al­in.

 

Ég man ekki eft­ir mér öðru­vísi en að kind­ur væru hluti af líf­inu á bernsku­ár­um mín­um hér á Eyr­ar­bakka. Pabbi var alltaf með lít­inn kinda­hóp, fyrst var hann með kinda­kofa í þorp­inu en flutti hann svo hingað upp eft­ir árið 1982. Ég tók við kind­un­um hans þegar hann féll frá árið 1995. Það kviknaði í kinda­kof­an­um okk­ar fyr­ir fjór­um árum og þá byggðum við nýtt stæðilegt fjár­hús á sama grunni og köll­um það alltaf kof­ann,“ seg­ir Erna Gísla­dótt­ir þar sem hún stend­ur um­kringd kind­un­um sín­um í grængres­inu við Há­eyr­ar­veg rétt utan við Eyr­ar­bakka. Erna á um 20 full­orðnar kind­ur sem hún held­ur sér til gam­ans og sautján báru lömb­um í vor.

„Ég á ekki all­ar þess­ar kind­ur sem eru hér í stykkj­un­um, vina­fólk okk­ar, Gummi og María, eiga hluta af þessu fé. Það er gott að vera í þessu með öðru fólki, við skipt­umst á að gá að þeim og erum þá nógu mörg til að smala þeim,“ seg­ir Erna sem er eig­andi beiti­lands­ins sem eru þrjú samliggj­andi stykki, Ak­ur­eyri, Akra­nes og Ak­ur­ey.

„Við slepp­um þeim svo yfir sum­arið vest­ur í mýri hér upp með ánni, þar sem fuglafriðlandið er, þar ganga all­ar kind­ur Eyr­bekk­inga sam­an yfir sum­arið. Stór hluti þeirra sem búa í þorp­inu er með kind­ur, það eru mörg hundruð kind­ur á vetr­ar­fóðrum hér. Á haust­in er svo öllu fé Eyr­bekk­inga réttað í Skúmstaðarétt, þá er líf og fjör.“

 

Ég get klappað þeim öll­um

 

Fjár­stofn Ernu sam­an­stend­ur af 17 full­orðnum kind­um, en auk þess á hún tvær vet­urgaml­ar gimbr­ar, tvo sauði og einn unda­neld­is­hrút. Og auðvitað öll lömb­in sem komu í heim­inn í vor. „Frjó­sem­in var bara fín, en ég fékk ekki eins mörg mislit lömb og ég hefði viljað, aðeins þrjár grá­ar gimbr­ar og einn svart­an hrút. Öll hin lömb­in eru hvít,“ seg­ir Erna og bæt­ir við að hún hafi farið fyr­ir nokkr­um árum vest­ur að Drangs­nesi og keypt hrút til unda­neld­is. „Til að fá nýtt blóð í stofn­inn hjá mér, þetta má ekki verða of skylt. Nýja féð mitt að vest­an hef­ur góða bygg­ingu, er með fyllt læri og lang­an hrygg, þetta er gott kjöt­fé. Við leggj­um auðvitað upp úr því þó þetta sé fyrst og fremst frí­stunda- og dek­ur­bú­skap­ur hjá okk­ur.“

 

Það má glögg­lega sjá að all­ar kind­urn­ar henn­ar Ernu eru ein­stak­lega gæf­ar, þær koma hlaup­andi til henn­ar þegar hún kall­ar á þær þar sem hún kem­ur að hólf­inu með mélköggla í föt­um til að gefa í renn­ur sem þar eru.

„Ég get klappað þeim öll­um. Ég fékk tvær nýj­ar kind­ur í haust frá manni hér í þorp­inu sem voru ljónstygg­ar, þær ruku upp um alla veggi í hvert sinn sem ég kom inn í kofa. En mér hef­ur tek­ist að spekja þær nokkuð, þær eru að ró­ast, þurftu bara tíma til að sam­lag­ast.“

 

Hrafn­inn kroppaði svöðusár í nár­ann á kind­inni Hröfnu

 

Hún leyn­ir sér ekki vænt­umþykj­an í rödd Ernu þegar hún spjall­ar við kind­urn­ar sín­ar í blíðum tón. Þetta eru vin­ir henn­ar og hún kall­ar ærn­ar „stelp­ur“.

 

„Þetta er hún Hrafna mín, hún er mik­il upp­á­haldskind hjá mér, hún er svo sér­stök og góð,“ seg­ir Erna og klapp­ar koll­óttri kind um kjamm­ann sem kem­ur upp að hlið henn­ar.

„Hún fékk nafnið í fram­haldi af því að hún rétt slapp und­an hrafn­in­um. Þegar hún var lamb að hausti fór hrafn­inn í hana þar sem hún var af­velta og hann kroppaði stórt svöðusár í nár­ann á henni, al­veg inn að kjöti. Litlu mátti muna að hon­um tæk­ist að drepa hana, en okk­ur tókst að græða þetta á löng­um tíma og bjarga henni.“

For­ystusauður­inn Pjakk­ur er líka í miklu upp­á­haldi og ber með sér að hann er dek­ur­dýr. Á hon­um er þó nokk­ur þótta­svip­ur, hann er yfir hinar kind­urn­ar haf­inn og minn­ir með lík­ams­stöðu sinni og bygg­ingu meira á hind en kind. Hann er spak­ur og biður um klapp hjá Ernu, en sér­vit­ur skepna er hann sem kýs brauð fram yfir mélköggla. Og hann er ekki allra.

„Pjakk­ur er ekk­ert fyr­ir ókunn­uga, hann ger­ir mik­inn mannamun. Hann er æðis­leg­ur,“ seg­ir Erna með mik­illi aðdáun og festu. „Hann var ósköp lít­ill þegar Skúli Steins gaf mér hann fyr­ir þrem­ur árum sem lamb, en Skúli held­ur for­ystu­fé hér á Bakk­an­um. Pjakk­ur kann að leiða fjár­hóp­inn, eins og for­ystukinda er hátt­ur, það er gam­an að fylgj­ast með hon­um,“ seg­ir Erna og bæt­ir við að hún hafi ekki látið marka hann. „Hann vildi ekki held­ur láta setja merki í eyrað á sér, hann bað mig um að það yrði ekki gert. Og ég lét það eft­ir hon­um. En hann er brenni­merkt­ur á horn­un­um með mínu nafni,“ seg­ir Erna og ját­ar því að hún og Pjakk­ur séu í góðu and­legu sam­bandi, þau skilji hvort annað.

 

Gard­ín­ur og mál­verk í fjár­húsi bónd­ans Ernu

 

Ernu dug­ar ekki að eiga aðeins kind­ur, hún er mikið fyr­ir dýr og er með þrjá ketti á heim­il­inu og átti áður tík­ina Jasmin til ell­efu ára. Erna er líka með rúm­lega tutt­ugu hæn­ur, í rými sem er hluti af kinda­kof­an­um, sem stend­ur í hest­húsa­hverfi Eyr­bekk­inga. Hið mynd­ar­lega fjár­hús sem kall­ast kofi ber hand­bragði Ernu vitni, þar eru gard­ín­ur í glugg­um og mál­verk á veggj­um.

 

Við kíkj­um inn til hænsn­anna sem leyfa Ernu að halda á sér en svo beyg­ir hún sig niður og nær í agn­arsmá­an kan­ínu­unga.

„Þeir eru nokkr­ir, mamma þeirra flutti óum­beðið hingað inn til hænsn­anna með þá, en þess­ar kan­ín­ur eru villt­ar og mikið hér í hest­húsa­hverf­inu. Hæn­urn­ar eru frjáls­ar haug­hæn­ur úti við yfir dag­inn, en ég byrgi þær inni yfir nótt­ina,“ seg­ir Erna sem er greini­lega bónd­inn í fjöl­skyld­unni, en eig­inmaður­inn Gulli seg­ist vera aðstoðarmaður. „Ég er sótt­ur þegar þarf að gera eitt­hvað.“

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 16. júní 2018
 

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.isSkráð af Menningar-Staður

16.06.2018 08:06

Forsetinn gestur á Hrafnseyrarhátíð

 


Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Forsetinn gestur á Hrafnseyrarhátíð

 

Þjóðhátíðardag­skrá­in á Hrafns­eyri verður flutt fram um einn dag, verður að þessu sinni hald­in í dag laug­ar­dag­inn 16. júní.

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, verður heiðurs­gest­ur og flyt­ur hátíðarræðuna. Gert verður hlé á dag­skránni á meðan landslið Íslands leik­ur við Arg­entínu­menn á HM í Moskvu og munu for­set­inn og aðrir gest­ir fylgj­ast með á stór­um skjá.

 

Haldið hef­ur verið upp á þjóðhátíðardag­inn, 17. júní, á Hrafns­eyri, fæðing­arstað Jóns Sig­urðsson­ar, í mjög mörg ár. „Núna stend­ur sér­stak­lega á, mikið er um að vera vegna 100 ára af­mæl­is full­veld­is­ins. For­svars­menn Hrafns­eyr­ar vildu ekki láta sitt eft­ir liggja. Til þess að gera það með glæsi­leg­um hætti var ákveðið að færa hátíðardag­skrána til um einn dag, einkan­lega til að gera for­seta Íslands kleift að koma vest­ur,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, formaður af­mæl­is­nefnd­ar ald­araf­mæl­is sjálf­stæðis og full­veld­is Íslands, en hann verður kynn­ir á hátíðinni. Full­veld­is­nefnd­in veitti styrk til hátíðar­hald­anna. For­set­inn og fylgd­arlið hans fara vest­ur með varðskip­inu Þór.

 

Útskrift og frum­flutn­ing­ur

Dag­skrá­in hefst klukk­an 11 með hátíðarguðsþjón­ustu. Meðal annarra dag­skrárliða má nefna að kvart­ett­inn Sigga mun frum­flytja Blakta, tón­verk Hall­dórs Smára­son­ar tón­skálds frá Ísaf­irði, séra Geir Waage í Reyk­holti rifjar upp æskuminn­ing­ar frá Hrafns­eyri og hátíðleg at­höfn verður í til­efni út­skrift­ar vest­firskra há­skóla­nem­enda.

 

 

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, steig á skipsfjöl á varðskipinu Þór síðdegis í gær ásamt fylgdarliði. Forseti heimsækir Hrafnseyri við Arnarfjörð í fyrsta sinn síðan ?hann tók við embætti en áætlað er að Þór verði kominn vestur ní í morgun. Skipherra á Þór er Halldór Benóný Nellett og með í för er Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar (en hann er frá Holti í Önundarfirði). Þetta er í fyrsta sinn í rúm 30 ár sem forseti Íslands gistir um borð í varðskipi en það gerði frú Vigdís Finnbogadóttir síðast á níunda áratug síðustu aldar en hún var þá á leið til Hrafnseyrar.

Ljósm.: Landhelgisgæslan.

 

 

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

16.06.2018 07:22

Merkir Íslendingar- Emil Thoroddsen

 


Emil Thoroddsen (1898 - 1944).

 

 

Merkir Íslendingar-  Emil Thoroddsen

 

Emil Thorodd­sen fædd­ist í Kefla­vík 16. júní 1898, son­ur Þórðar Thorodd­sen, lækn­is og alþm., og k.h., Önnu Guðjohnsen.

 

Systkini Em­ils voru Þor­vald­ur, for­stjóri, pí­anó­leik­ari og einn stofn­enda Tón­list­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, og Krist­ín Katrín, móðir Þor­valds Stein­gríms­son­ar fiðluleik­ara. Bróðir Þórðar var Skúli, afi Skúla Hall­dórs­son­ar tón­skálds. Þórður var son­ur Jóns Thorodd­sen skálds, bróður Jó­hönnu, lang­ömmu tón­skáld­anna Sig­urðar Þórðar­son­ar og Jóns Leifs, og Bjarna Böðvars­son­ar hljóm­sveit­ar­stjóra, föður Ragga Bjarna. Anna var syst­ir Kristjönu, móður Jóns, kór­stjóra Fóst­bræðra; syst­ir Mörtu, ömmu Jór­unn­ar Viðar tón­skálds. Anna var dótt­ir Pét­urs Guðjohnsen, dómorg­an­ista og kór­stjóra sem oft er nefnd­ur tón­listarfaðir Reykja­vík­ur.

 

Emil lærði á pí­anó hjá móður sinni og Kristrúnu Bene­dikts­son, lauk stúd­ents­próf­um 1917, cand. phil.-prófi í lista­sögu við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1918, lærði mál­aralist hjá Ásgrími Jóns­syni og síðar í Kaup­manna­höfn en mynd­ir eft­ir hann voru þá sýnd­ar í Char­lotten­borg. Þá stundaði hann tón­list­ar­nám í Leipzig og Dres­den 1920-24. Eft­ir það dvaldi hann í Reykja­vík.

 

Emil varð brátt helsti pí­anó­leik­ari í Reykja­vík, aðalpí­anó­leik­ari Rík­is­út­varps­ins og menn­ing­ar­rit­dóm­ari Morg­un­blaðsins um langt ára­bil. Hann var af­burðamaður sem tón­skáld, pí­anó­leik­ari, list­mál­ari, leik­rita­höf­und­ur og gagn­rýn­andi. Tón­verk hans munu þó halda nafni hans á lofti sem eins fremsta tón­skálds þjóðar­inn­ar. Meðal tón­verka hans eru Alþing­is­hátíðar­kantata, 1930; Íslands Hrafn­istu­menn, 1939; Hver á sér fegra föður­land, frum­flutt á lýðsveld­is­hátíðinni á Þing­völl­um 1944 og lög­in í Pilti og stúlku.

 

Emil lést í Reykja­vík 7. júlí 1944.


Morgunblaðið 16. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður

16.06.2018 07:09

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

 

17. júní 2018 á Eyrarbakka


 

 Skráð af Menningar-Staður