Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

26.03.2016 10:58

Sjálfumgleðiferðin rataði í héraðsblaðið Suðra

 

 

 

Sjálfumgleðiferðin rataði í héraðsblaðið Suðra

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.03.2016 08:43

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opna sýningu í gallerí Svartakletti Hafnargötu 9, Stokkseyri, í dag laugardaginn 26. mars 2016 kl. 14:00. 

 

Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá Elfari af fjöllum, klettum við sjó, jöklum, þorpum og blómum. Flestar eru myndirnar málaðar árið 2004, nokkrar eru eldri, málaðar í kringum 1978. Einnig eru olíumyndir sem flestar eru nýlegar, brim, veður, bátar og hús í fjarska ræður þar ríkjum.

 

Valgerður Þóra sýnir mosaic og myndir á rekavið með blandaðri tækni.

 

Opið verður um helgar frá kl. 14 til 18 og í annan tíma eftir samkomulagi. 


Sýningarlok óákveðin.Skráð af Menningar-Staður
 

25.03.2016 22:12

Í Selfosskirkju að kveldi föstudagsins langa 2016

 


 

Í Selfosskirkju að kveldi föstudagsins langa 

25. mars 2016

 


.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.03.2016 18:27

Ég kveiki á kertum mínum

 


 

 

Gospeltónar,

Fanny K. Tryggvadóttir, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson

flytja Ég kveiki á kertum mínum

 

Smella á þessa slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=sfsCouecJrY

 

Ég kveiki á kertum mínum

 

Ljóð: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Eyjafirði.
Lag: Guðrún Böðvarsdóttir frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.


Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.


Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað. -
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

4
Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist, er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

5
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.Skráð af Menningar-Staður

25.03.2016 07:32

Sólarupprás frá Eyrarbakka - föstudaginn langa - 25. mars 2016

 

 

.
Sólarupprás frá Eyrarbakka - föstudaginn langa - 25. mars 2016

 

.

.

.

 

Sólarupprás frá Eyrarbakka - föstudaginn langa - 25. mars 2016

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.03.2016 06:43

Selfosskirkja - föstudagurinn langi - 25. mars 2016

 

 

 

Selfosskirkja - föstudagurinn langi - 25. mars 2016

 

SelfosskirkjaLestur Passíusálma hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi.  Fólk úr söfnuðinum les. 

Boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu og fólki er frjálst að koma og fara eftir því sem hentar. 

Umsjón hefur sr. Guðbjörg Arnardóttir.

 

Kyrrðarstund við krossinn kl. 20.  Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson les sjö orð Krists á krossinum. 

Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Guðbjörg Arnardóttir.

 

Séra Guðbjörg Arnardóttir.

.


 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður

24.03.2016 21:46

Vefritið Vestfjarðatíðindi - 1. hefti - marz 2016

 

 

Vestfjarðatíðindi 1. tbl. mars 2016
 

Vefritið Vestfjarðatíðindi - 1. hefti - marz 2016

 

Vefritið Vestfjarðatíðindi 1. hefti 2016, málgagn Vestfirska forlagsins, kom út á Vefnum í dag. Þetta vefrit er ætlað öllum þeim er unna Vestfjörðum á einhvern hátt. Því er ætlað að kynna mannlíf og sögu kynslóðanna á þessum hluta landsins, sem sumir telja óbyggilegan. Er það sams konar efni og Vestfirska forlagið hefur birt í útgáfubókum sínum og ritum, sem nú eru komin á fjórða hundrað talsins. Auk þess fjallar vefritið um ýmis mál sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu.    Sumt af efni þess hefur áður birst á Þingeyrarvefnum.

 

   Vestfjarðatíðindi koma fram á sínum eigin forsendum og eru engum háð. Hallgrímur Sveinsson ritstýrir  og umbrot annast Nína Ivanova.
 

Smella hér að néðan:
Vestfjarðatíðindi 1. tbl. mars 2016


 
Skráð af MenningarStaður

 

 

 

24.03.2016 06:43

Páskasýning: - Konur á vettvangi karla

 

 

Páskasýning: - Konur á vettvangi karla

 

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka er opið um páskana. í dag, fimmtudaginn 24. mars 2016,  opnar sýninginKonur á vettvangi karla í borðstofu Hússins.

Konur á vettvangi karla er sýning sett upp af Héraðsskjalasafni Árnesinga og er um leið afmælissýning safnsins sem fagnaði 30 ára afmæli á síðasta ári. Undirstaða sýningarinnar er unnin upp úr safnkosti héraðskjalasafnsins. Sjónum er beint að konum sem voru og eru búsettar hér í sýslunni. Tekin eru dæmi um konur sem fengu og konur sem fengu ekki kosningarétt ýmist vegna samfélagslegrar stöðu sinnar eða aldurs. Á sýningunni er rakin þátttaka sunnlenskra kvenna í stjórnmálum bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálapólitík. Nefndar eru fyrstu konurnar sem sátu sem pólitískt kjörnir fulltrúar íbúa í sínum sveitarfélögum sem aðalmenn í hreppsnefndum, oddvitar, þingkonur og ráðherrar. Þróunin er sett saman við þróunina á landsvísu og bent á ýmsa þætti sem höfðu áhrif á aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum og á að konur byrjuðu að ryðja sér braut inn á vettvang karla.

Opið er í Húsinu frá skírdegi til annars í páskum kl. 14-17. Sýninguna er á öðrum tímum hægt að skoða eftir samkomulagi til aprílloka.

af wwwhusid.com

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.03.2016 06:46

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 22. mars 2016

 

 

F.v.: Sævar Sigursteinsson, Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson og Ólafur H. Guðmundsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 22. mars 2016

 

Góðir gestir ofan frá Ölfusá.

 

 

F.v.: Sævar Sigursteinsson, Sigurjón Pálsson, Siggeir Ingólfsson, Ólafur H. Guðmundsson,

Óskar Magnússon og Guðmundur Ragnarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

22.03.2016 16:28

Hjallastefnan fundaði á Eyrarbakka

 


F.v.: Kjartan Þór Helgason og Ragnar Emilsson.

 

 

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Ragnar Emilsson.

 

Hjallastefnan fundaði á Eyrarbakka

 

Fundur var í Hjallastefnunni í og við Alþýðuhúsið á Eyrarbakka í morgun þriðjudaginn 22. mars 2016.

Kristján Runólfsson orti:
Hjallastefnan hengdi upp fisk,
hann svo látinn síga,
fer hann svo á á frægra disk,
og flotið svo á hníga.


Menningar-Staður færði til myndar eins og sjá má.

 

 

F.v.: Ragnar Emilsson, Kjartan Þór Helgason og Jóhann Jóhanssson.

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson, Kjartan Þór Helgason, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Emilsson.


Skráð af Menningar-Staður