Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.06.2018 07:22

Merkir Íslendingar- Emil Thoroddsen

 


Emil Thoroddsen (1898 - 1944).

 

 

Merkir Íslendingar-  Emil Thoroddsen

 

Emil Thorodd­sen fædd­ist í Kefla­vík 16. júní 1898, son­ur Þórðar Thorodd­sen, lækn­is og alþm., og k.h., Önnu Guðjohnsen.

 

Systkini Em­ils voru Þor­vald­ur, for­stjóri, pí­anó­leik­ari og einn stofn­enda Tón­list­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, og Krist­ín Katrín, móðir Þor­valds Stein­gríms­son­ar fiðluleik­ara. Bróðir Þórðar var Skúli, afi Skúla Hall­dórs­son­ar tón­skálds. Þórður var son­ur Jóns Thorodd­sen skálds, bróður Jó­hönnu, lang­ömmu tón­skáld­anna Sig­urðar Þórðar­son­ar og Jóns Leifs, og Bjarna Böðvars­son­ar hljóm­sveit­ar­stjóra, föður Ragga Bjarna. Anna var syst­ir Kristjönu, móður Jóns, kór­stjóra Fóst­bræðra; syst­ir Mörtu, ömmu Jór­unn­ar Viðar tón­skálds. Anna var dótt­ir Pét­urs Guðjohnsen, dómorg­an­ista og kór­stjóra sem oft er nefnd­ur tón­listarfaðir Reykja­vík­ur.

 

Emil lærði á pí­anó hjá móður sinni og Kristrúnu Bene­dikts­son, lauk stúd­ents­próf­um 1917, cand. phil.-prófi í lista­sögu við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1918, lærði mál­aralist hjá Ásgrími Jóns­syni og síðar í Kaup­manna­höfn en mynd­ir eft­ir hann voru þá sýnd­ar í Char­lotten­borg. Þá stundaði hann tón­list­ar­nám í Leipzig og Dres­den 1920-24. Eft­ir það dvaldi hann í Reykja­vík.

 

Emil varð brátt helsti pí­anó­leik­ari í Reykja­vík, aðalpí­anó­leik­ari Rík­is­út­varps­ins og menn­ing­ar­rit­dóm­ari Morg­un­blaðsins um langt ára­bil. Hann var af­burðamaður sem tón­skáld, pí­anó­leik­ari, list­mál­ari, leik­rita­höf­und­ur og gagn­rýn­andi. Tón­verk hans munu þó halda nafni hans á lofti sem eins fremsta tón­skálds þjóðar­inn­ar. Meðal tón­verka hans eru Alþing­is­hátíðar­kantata, 1930; Íslands Hrafn­istu­menn, 1939; Hver á sér fegra föður­land, frum­flutt á lýðsveld­is­hátíðinni á Þing­völl­um 1944 og lög­in í Pilti og stúlku.

 

Emil lést í Reykja­vík 7. júlí 1944.


Morgunblaðið 16. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður

16.06.2018 07:09

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

 

17. júní 2018 á Eyrarbakka


 

 Skráð af Menningar-Staður

 

15.06.2018 07:00

Hilmar Andrésson - Fæddur 1. sept. 1937 - Dáinn 29. maí 2018 - Minning

 


Hilmar Andrésson (1937 - 2018).
 

 

Hilmar Andrésson - Fæddur 1. sept. 1937

 

- Dáinn 29. maí 2018 - Minning

 

Hilm­ar Andrés­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 1. sept­em­ber 1937. Hann lést á Dval­ar­heim­il­inu Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka 29. maí 2018.

 

For­eldr­ar Hilm­ars voru Andrés Jóns­son f. 18. októ­ber 1896, d. 21. nóv­em­ber 1978 og Úlf­hild­ur Sig­ur­björg Hann­es­dótt­ir f. 3. des­em­ber 1897, d. 4. mars 1982. Al­bróðir Hilm­ars er Kristján f. 25. ág­úst 1935.

 

Systkini Hilm­ars sam­feðra voru Jón Pét­ur f. 10. októ­ber 1920, d. 15. júní 2007, Sig­mund­ur f. 20. ág­úst 1922, d. 16. nóv­em­ber 2016 og Þuríður f. 8. mars 1924, d. 6. ág­úst 2002. Systkini Hilm­ars sam­mæðra voru Ingi Líf­gjarn f. 31. októ­ber 1920, d. 21. janú­ar 1975, Hrafn­hild­ur f. 22. sept­em­ber 1922, d. 3. janú­ar 1938, Þor­gerður Hanna f. 21. apríl 1926, d. 12. ág­úst 1985 og Sig­urður Bjarni f. 9. maí 1930, d. 13. apríl 2002.

 

Hilm­ar kvænt­ist 26. des­em­ber 1965 Ragn­heiði Björns­dótt­ur frá Vötn­um í Ölfusi f. 25. júní 1933, d. 2. mars 2004.

Börn þeirra eru:
(1) Björn H. Hilm­ars­son f. 26. júlí 1965, maki hans er R. Brynja Sverr­is­dótt­ir, börn þeirra eru Hilm­ar Freyr, Sverr­ir Leó, og Hann­es Breki.

(2) Úlf­hild­ur J. Hilm­ars­dótt­ir f. 2. mars 1967, maki henn­ar er Ásgeir V. Ásgeirs­son, börn henn­ar eru Andrea og Eyþór.

(3) Kol­brún Hilm­ars­dótt­ir f. 1. apríl 1968, börn henn­ar eru Guðrún Heiða, Ragn­heiður Sif, Gísli, Andrea Kar­en og Kol­brún María.

Fyr­ir átti Ragn­heiður börn­in Guðnýju Sól­veigu f. 27. mars 1952, d. 6. apríl 2007 og Gísla Heiðberg f. 2. mars 1958. Hilm­ar var lengi til sjós og var með út­gerð um tíma. Hann vann einnig við ýmis störf í landi.

 

Hilm­ar Andrés­son verður jarðsung­inn frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, 15. júní 2018, klukk­an 13.


_________________________________________________________________________Minningarorð Sverris Leós Björnssonar


Ég átti því láni að fagna að al­ast upp með ömmu og afa í sama húsi, engu smá húsi Smiðshús­um. Afi var harðdug­leg­ur maður sem elskaði fólkið sitt, dýr­in sín og staðinn sinn, Eyr­ar­bakka. Nú lang­ar mig að kveðja afa, sem átti sér­stak­an stað í hjarta mínu og hafði trú­lega meiri áhrif á mig en flest­ir aðrir.

 

Elsku afi, sam­band okk­ar var ein­stakt, og vor­um við alla tíð gríðarleg­ir vin­ir. Vin­skap­ur okk­ar og tryggð hvors við ann­an lýs­ir sér mjög þegar ég sagði þér frá prakk­arastrik­um mín­um sem barn og ung­ling­ur og aldrei sagðir þú for­eldr­um mín­um, en vissu­lega skammaðir mig. Það átti ekki við þig, afi minn, að gera óþarfa vesen úr hlut­un­um. Bíl­ferðirn­ar okk­ar voru ófá­ar. Alltaf varstu boðinn og bú­inn að snú­ast í kring­um í mig, skutla mér hingað og þangað meðan heils­an leyfði.

 

Ég vona að ég hafi staðið mig þokka­lega þegar það snér­ist við. Mér þótti ofsa­lega vænt um hvað það var alltaf stutt í húm­or­inn hjá þér, t.d. gamla hreppar­íg­inn, al­veg fram til þess síðasta þótt margt væri farið. Síðustu dag­ar og vik­ur hafa verið erfiðar að sjá þig vesl­ast upp og að lok­um fara. Söknuður­inn er mik­ill að vita ekki af þér í næsta húsi. Ég hlýja mér við minn­ing­arn­ar sem eru marg­ar. Nú loks hitt­ist þið amma.

 

Vil ég þakka afa ein­læga vináttu gegn­um árin og veit að hann fær góða heim­komu. Starfs­fólkið á Sól­völl­um á sér­staka þökk fyr­ir það hve hugsað var vel um hann síðustu ár. Finnst mér við hæfi að enda þetta á sömu nót­um og í minn­ing­ar­grein frá mér til ömmu Ragn­heiðar

 

Láttu nú ljósið þitt

loga við rúmið mitt.

Hafðu þar sess og sæti,

signaði Jesús mæti.

(Höf. ók.)

 

Takk fyr­ir allt, afi minn

 

Þinn,

Sverr­ir Leó Björns­son.


Morgunblaðið föstudagurinn 15. júní 2018


Skráð af Menningar-Staður

 

14.06.2018 21:53

Frábærir dómar Kiriyama Family á Bergenfest

 

 

 

Den islandske pop-synth gruppen Kiriyama Family imponerer og er

et flott bidrag til Bergenfest 2018 sin lineup.

Foto: Tuva Åserud

 

 

Frábærir dómar Kiriyama Family

 

á Bergenfest
 

 

Med over 8000 besøkende var onsdagen på Bergenfest en veldig vellykket dag. Men det mange ikke fikk med seg opp i alt fokuset på Nick Cave & The Bad Seeds var den islandske gruppen Kiriyama Family. Over på Magic Mirrors-scenen stelte det islandske bandet til med svært smaklig musikk og undertegnede er glad han tok turen.

 

Et friskt pust

 

Bergenfest 2018 har så langt vært preget av flere ikoniske grupper og de fleste festivalgåere både tirsdagen og onsdagen har vært i voksen alder. Kiriyama Family er et frisk pust i det ellers rockbaserte lydbilde vi har opplevd så langt på Bergenfest, noe det yngre publikummet er veldig fornøyd med. Kiriyama Family levere fengende musikk, og både stemningen og temperaturen stiger inne på Magic Mirrors. – We’re gonna do a cheerful one, so if you wanna dance, you dance! sier frontfigur og vokalist, Karl Bjarnarson, i det bandet begir seg ut på sangen Weekends. Publikum danser med og assosiasjoner til band som Fleetwood Mac, Roxy Music og Tame Impala vekkes.

 

Lydbildet til Kiriyama Family kan til tider være vanskelig å gripe fatt i, noe som både er fascinerende og interessant. Bandet, som holder til i Reykjavik, kaller selv musikken sin for synth-pop, men innflytelser fra sjangere som neo-soul, jazzfusion og indie er også å høre. Bjarnarson spør om det er noen som hadde hørt om Kiriyama Family før nå, noe publikum kjapt svarer nei på og ler. Svaret fra tilskuerne kommer ikke som noe sjokk på bandet og de virker faktisk veldig fornøyde med å få spille musikken sin foran et publikum helt uten forventninger.

 

Imponerer musikalsk

 

Bjarnarson forteller at dette er deres første gang i Bergen og at de setter enormt pris på at så mange har kommet for å se de spille. Publikum smiler og applauderer i det bandet begir seg ut på sangen Innocence som med en fengende bass- og gitarriff skaper bevegelse i publikum. Alle bandmedlemmene er ikke bare sjarmerende på scenen, men også dyktige musikere. Ved nesten hver sang bytter alle medlemmene, med unntak av trommisen, instrumenter og dette med ingen særlig vanskelighet. Konsertens høydepunkt kommer da vi får et fantastisk cover av Nothing Compares 2 U. Bandets andre vokalist; Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, leverer en nydelig vokalprestasjon og igjen viser Kiriyama Family sin dyktighet. Den lille hedringen til Prince faller i god smak og publikum gir seg ikke med applausen. Bjarnarson har ikke annet valg enn å måtte stoppe publikums jubel for å rekke siste låt.

 

Det å slå gjennom som artist i 2018 er ingen lett sak. Det å klare å finne sitt unike lydbilde og utvikle sin egen sound kan ta flere år for mange artister. Kiriyama Family er på god vei til å utvikle noe veldig spennende og vi gleder oss til å følge med på hva de har by på fremover.

 

Kiriyama Family – Bergenfest 2018: 8/10

 

 

,

Kiriyama Family sjarmerte både med musikk og humor. Foto: Tuva Åserud

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

13.06.2018 06:30

Kiriyama Family spíla á Bergenfest í Noregi

 

 

 

Kiriyama Family

 

spíla á Bergenfest í Noregi

 

12. - 16. júní 2018

 

 


Kiriyama Family verða á sviði Bergenfest

í kvöld 13. júní 2018 kl. 21:15
 
Skráð af Menningar-Staður

12.06.2018 18:04

17. júní 2018 - Hátíðarhöld á Eyrarbakka

 

 

 

 

17. júní 2018 - Hátíðarhöld á Eyrarbakka

 

Dagskráin verður að Stað og hefst kl. 14:30.


DAGSKRÁ

1.  Ávarp fjallkonunnar.
2.  Hátíðarræða: Kristín Eiríksdóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka.
3.  Barnakór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri tekur nokkur lög.
4.  Leikskólabörn syngja.
5.  Sirkus Íslands stígur á stokk.
6.  Verðlaun afhent fyrir Hópshlaupið.Kaffiveitingar og hressing fyrir börnin.
 


Kvenfélag Eyrarbakka
 Hátíðarhöldin eru styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.
Skráð af Menningar-Staður

12.06.2018 06:33

Vorferð FEB á Selfossi

 

 

 

Vorferð FEB á Selfossi

 

Miðvikudaginn 20. júní 2018Skráð af Menningar-Staður.

10.06.2018 06:56

10. júní 1856 fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

 
 
 
 

10. júní 1856

fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

Hans Ellefsen, født i Stokke - Vestfold, norsk hvalfangstreder. Drev først hvalfangst på Øst-Finnmark.

 

Flyttet 1889 til Island. Inntil 1901 hadde han stasjon på Solbakka i Önundarfjörður på den vestlige del av Island, de første årene sammen med broren Andreas Ellefsen (1848–1927). Hans stasjon på Asknes i Mjóifjörður, 1901–11, ble kalt verdens største, med mer enn 400 mann. Hans villa på Solbakka ble etter hans død flyttet til Reykjavík som statsminister- og representasjonsbolig.

 

STORE NORSKE LEKSIKON

 


Hvalveiðistöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri.

 


Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjavík

sem áður stóð á Sólbakka í Önundarfirði.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.06.2018 08:15

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 

 

Hjálmar R. Bárðarson (1918 - 2009).

 

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 

Hjálmar fæddist á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Bárður Guðmundur Tómasson, fyrsti skipaverkfræðingur Íslendinga, og k.h., Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja.
 

 

Eiginkona Hjálmars var Else Sørensen húsfreyja.
 

 

Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939, stundaði nám í tréskipasmíði við skipasmíðastöð BGT á Ísafirði 1940, nám í flugvélasmíði við Marinens Flyvevåben í Kaupmannahöfn 1940, stundaði verklegt nám í stálskipasmíði, rafsuðu, járnsteypu og rennismíði við Ørlogsværftet á námstíma í verkfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum í skipaverkfræði frá DTH 1947, lærði jafnframt flugvélaverkfræði sem aukagrein og sótti námskeið í tæknilegri ljósmyndun.
 

 

Hjálmar var skipaverkfræðingur hjá Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri A/S í Danmörku, hjá Cook, Welton & Gemmel Ltd og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-54. Hann var skipaskoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri 1954-70, siglingamálastjóri 1970-85 og forseti Alþjóðasiglingamálastofnunar SÞ í Lundúnum 1969-71.
 

 

Hjálmar sinnti viðamiklum rannsóknarstörfum vegna endurbóta á togurum og öðrum fiskiskipum er varða ísingu og stöðugleika þeirra. Auk þess vann hann að endurbótum gúmmíbjörgunarbáta og búnaði þeirra. Hann kom upp búnaði Stálsmiðjunnar við smíði stálskipa og hannaði og stjórnaði smíði Magna, fyrsta stálskipsins sem smíðað var hér á landi, og hannaði fjölda annarra skipa. Hann olli byltingu í gerð mastra með þrífótamastri í stað víravanta og hannaði fyrsta íslenska hringnótafiskiskipið með lokað milliþilfar frá bakka að brú.
 

 

Hjálmar gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenska ríkið og IMO, Alþjóðasiglingamálastofnun SÞ og fór oft fyrir þeim samtökum í öryggismálefnum skipa og baráttu gegn mengun sjávar vegna skipaumferðar. Hann var auk þess einn dáðasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar.
 

 

Hjálmar lést 7. apríl 2009


Skráð af Menningar-Staður

09.06.2018 08:01

9. júní 2018 - þjóðhátíðardagur Álandseyja

 

 

 

9. júní 2018 - þjóðhátíðardagur Álandseyja

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.

 

 

Skráð af Menningar-Staður