Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.10.2018 08:02

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson

 

 

Sigurjón Ólafsson (1908 - 1982).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson 

 

 

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908,

sonur Ólafs J. Árnasonar, verkamanns í Einarshöfn á Eyrarbakka, og Guðrúnar Gísladóttur. Hann var bróðir Guðna apótekara í Reykjavík og Gísla bakarameistara, föður Erlings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritahöfundar.

 

Fyrri kona Sigurjóns var Tove Ólafsson myndhöggvari en seinni og eftirlifandi kona hans er Inga Birgitta Spur sem hafði veg og vanda af listasafni hans í Laugarnesinu.

 

Sigurjón lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1927, stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara, nám í höggmyndalist hjá prófessor E. Utzon-Frank við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-35 og dvaldi við nám í Róm. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1928-46 en síðan á Laugarnestanga við Reykjavík.

 

Sigurjón var í hópi brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og er meðal virtustu myndhöggvara þjóðarinnar. Standmyndir og veggskreytingar eftir hann má víða sjá í Reykjavík, s.s. líkön af Friðriki Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Ólafi Thors. Þá gerði hann brjóstmyndir af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Tómasi Guðmundssyni skáldi. Af öðrum verkum hans sem prýða höfuðborgina má nefna Klyfjahest sem fyrst var fyrir ofan Hlemm og síðar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar; Öndvegissúlurnar sem settar voru upp við Höfða, og minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 sem sett var upp við Hagatorg, að ógleymdri veggmynd á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Hann gerði auk þess um tvö hundruð mannamyndir af ýmsum þekktum Íslendingum.

 

Sigurjón var sæmdur heiðurspeningi úr gulli af Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og sæmdur hinum virta heiðurspeningi Eckersbergs. Verk hans er að finna á virtum listasöfnum víða um heim.

 

Sigurjón lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

 

 

Er 100 ár voru frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar þann 21. október 2008 stóð Hrútavinafélagið Örvar, Litla-Hraun og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir blysför að listaverkinu Kríjunni austan við Eyrarbakka.

 

Myndaalbúm frá blysförinnu: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/

 Skráð af Menningar-Staður.

20.10.2018 15:08

Líflegt á laugardagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg

 

 

 

Líflegt á laugardagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg

 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og f.v. bæjarstóri Ísafjarðarbæjar, var gestur á laugardagsfundi Samfylkingarfélagsins í Árborg í morgun, laugardaginn 20. október 2018.

 

 

Fundurinn var haldinn í sal félagsins við Eyravegi Selfossi og var fjölsóttur; málefna- og líflegur.
 Menningar-Staður færði til myndar:
 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Sjráð af Menningar-Staður.

20.10.2018 08:00

Bæjarstjóri Árborgar á laugardagsfundi

 


Gísli Halldór Halldórsson.

 

 

Bæjarstjóri Árborgar á laugardagsfundi

 

 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og f.v. bæjarstóri Ísafjarðarbæjar, verður gestur á laugardagsfundi Samfylkingarfélagsins í Árborg laugardaginn 20. október 2018 kl. 11:00.

 

Fundurinn er haldinn í sal félagsins á Eyravegi Selfossi.

 

Allir velkomnir og hvattir til að mæta.Skráð af Menningar-Staður.

 

20.10.2018 07:50

Merkir Íslendingar - Tryggvi Emilsson

 

 

Tryggvi Emilsson (1902 - 1993).

 

 

Merkir Íslendingar - Tryggvi Emilsson

 

 

Tryggvi fædd­ist í Hamar­koti á Ak­ur­eyri 20. október 1902, missti móður sína er hann var sex ára og ólst síðan upp í Reykja­vík og á ýms­um stöðum norðan­lands.

For­eldr­ar hans voru Hans Pét­ur Emil Peter­sen, bú­fræðing­ur, bóndi og verkamaður á Ak­ur­eyri, og k.h., Þuríður Gísla­dótt­ir.

 

Eig­in­kona Tryggva var Stein­unn G. Jóns­dótt­ir verka­kona. Þau eignuðust tvær dæt­ur.

 

Skóla­ganga Tryggva var sex vikna und­ir­bún­ing­ur fyr­ir ferm­ingu. Hann var smali á sumr­in, fjár­hirðir á vetr­um frá ferm­ingu og til sautján ára ald­urs í Öxna­dal, vinnumaður í Tungu­sveit, bóndi þar og í Bakka­seli og Fagra­nesi í Öxna­dal, verkamaður á Ak­ur­eyri 1930-47, inn­heimtumaður þar 1935-47 en studd­ist við bú­skap öll árin og hafði að mestu fram­færi af hon­um til 1940. Hann var verkamaður í Reykja­vík 1947-68, lengst af hjá Hita­veitu Reykja­vík­ur og eft­ir­litsmaður við hita­veitu­fram­kvæmd­ir hjá Hita­veitu Reykja­vík­ur á ár­un­um 1962-68 er hann lét af störf­um sök­um heilsu­brests.

 

Tryggvi var formaður Verka­manna­fé­lags Ak­ur­eyr­ar­kaupstaðar, vara­formaður verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar í Reykja­vík, fé­lagi í Komm­ún­ista­flokki Íslands og Sósí­al­ista­flokkn­um, sat í miðstjórn Sósí­al­ista­flokks­ins og sat í miðnefnd Her­námsand­stæðinga um ára­bil.

 

Tryggvi sendi frá sér ljóðabæk­ur og skáld­sög­ur. Það var þó fyrst og fremst ævi­saga hans í þrem­ur bind­um, Fá­tækt fólk, 1976;

Bar­átt­an um brauðið, 1977,

og Fyr­ir sunn­an, 1979,

sem vöktu verðskuldaða at­hygli sem vel samd­ar en átak­an­leg­ar lýs­ing­ar á kjör­um fá­tæks fólks á Íslandi á upp­vaxt­ar­ár­um hans og fram eft­ir öld­inni. Fá­tækt fólk varð met­sölu­bók, fékk mikið um­tal og fólki varð tíðrætt um það hversu vel bók­in var skrifuð, af manni sem varla hlaut nokkra skóla­göngu. Hún var til­nefnd til bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs.

 

Tryggvi lést 6. mars 1993.


Morgunblaðið 20. október 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

18.10.2018 06:25

Hrútavinir á Hrútadeginum á Raufarhöfn

 


Guðmundur Magnússon flytur ávarp.
.

.

 


Hrútavinir á Hrútadeginum á Raufarhöfn

 

 

Hrútadagurinn á Raufarhöfn var haldinn þann 6. október 2018 með margþættum atriðum og mikilli reisn.Fulltrúar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi voru Eyrbekkingarnir af Túngötunni; Guðmundur Magnússon, María Erla Bjarnadóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Ásamýrarfólkið úr Holtum Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson og Magnea Bjarnadóttir.Á Kótelettukvöldinu í Þingborg á síðasta hausti vann Sigurbjörn Tryggvi í happdrætti verðlauna gimbur frá Ytra-Álandi við Þistilfjörð og var nú verið að sækja gimbrina ásmt nokkrum verðlaunahrútum fyrir nokkra Snnlendinga.Hópurinn af Suðurlandinu gisti að Ytra-Álandi við Þistilfjörð og fór sérlega vel á með gestum og ábúendum öllum.Áður en heim var haldið á Suðurlandið boðaði Guðmundur Magnússon til hátíðarstundar þau Bjarnveigu Skaftfeld og Skúla Ragnarsson á Ytra-Álandi.  Flutti hann kveðjur og ljóð forseta Hrútavinafélagsins Örvars, Björns Inga Bjarnasonar, og rifjaði upp heimsókn Hrútavinafélagsins á Hrútadaginn 2014 að Svalbarði og Raufarhöfn. Þá var komið með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum sem er djásn í Forystufjársetrinu að Svalbarði og er gjöf Hrútavina af Suðurlandi.Þá afhenti Guðmundur bókagjafir frá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi og Vestfirska forlaginu á Þingeyri en þessar útgáfur eru traustir bakhjarlar Hrútavina.Sigurbjörg Guðmundsdóttir færði til myndar: 


 


F.v.: Skúli Ragnarsson, Bjarnveig Skaftfeld og Guðmundur Magnússon.
.

.

.


F.v.: Magnea Bjarnadóttir, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Skúli Ragnarsson,

Bjarnveig Skaftfeld, María Erla Bjarnadóttir og Guðmundur Magnússon.

Ljósm.: Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

17.10.2018 15:52

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. okt. 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið  á Eyrarbakka 17. okt. 2018
Vinir alþýðunnar

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

17.10.2018 06:43

Elfar Guðni sjötíu og fimm ára

 


Hjónin Helga Jónasdóttir og Elfar Guðni Þórðarson. Ljósm.: BIB
 

 

 

Elfar Guðni sjötíu og fimm ára

 

 

Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri er 75 ára í dag 17. október 2018.

 

Elfar Guðni hélt sína fyrstu málverkasýningu í Félagsheimilinu Gimli á Stokkseyri um hvítasunnu árið 1976 en hann sýndi þar árlega allt til í byrjunar þessar aldar.

 

Þá kom hann sér upp vinnustofu og glæsilegum sýningarsal í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri og nefnir Svarta-klett. Elfar Guðni hefur verið með sýningar þar nokkrum sinnum á ári hverju.Afmæliskveðjur.
 

 
Skráð af Menningar-Staður.

16.10.2018 06:39

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 
Pétur Pétursson (1918 - 2007).

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

 

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

 

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

 

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

 

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns og Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar.
 

 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.


 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

 

 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn.

 

Hann lést 23. apríl 2007.

 

 


 


Skráð af Menningar-Staður.

15.10.2018 17:35

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019

 


Jónshús í Kaupmannahöfn.

 

Umsóknir um dvöl í íbúð

 

fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar 2019 til 17. desember 2019.

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október næstkomandi. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 4. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus, en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000.

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum, en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum: 

  1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert.
  2. Að umsókn sé vandlega unnin.
  3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.
  4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti, en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti.

 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í nóvember.

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónshúss og skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október næstkomandi. 

 

Umsóknir merkist: 

Umsókn um fræðimannsíbúð

b.t. Jörundur Kristjánsson

Skrifstofu Alþingis

101 Reykjavík.


Skráð af Menningar-Staður.

14.10.2018 09:10

Merkir Íslendingar - Steinn Steinarr

 


Steinn Steinarr (1908 - 1958).
 

 

Merkir Íslendingar - Steinn Steinarr

 

Steinn Stein­arr fædd­ist á Laugalandi í Naut­eyr­ar­hreppi 13. október 1908, þar sem for­eldr­ar hans, Krist­mund­ur Guðmunds­son og Etelríður Páls­dótt­ir, voru í hús­mennsku. Skírn­ar­nafn Steins var Aðal­steinn Krist­munds­son. Eft­ir hreppa­flutn­inga leyst­ist fjöl­skyld­an upp og Steinn ólst upp hjá vanda­laus­um á Mikla­bæ í Saur­bæ.

 

Steinn naut far­kennslu, m.a. hjá Jó­hann­esi úr Kötl­um, en kynnt­ist einnig Stefáni frá Hvíta­dal sem varð ná­granni þeirra í Miklag­arði. Stefán og Steinn voru alla tíð mikl­ir mát­ar.

 

Steinn fór til Reykja­vík­ur haustið 1926 og var lengi margt á huldu um líf hans þótt úr því sé nú bætt með bók­inni Maður­inn og skáldið – Steinn Stein­arr, eft­ir Sig­fús Daðason, útg. 1987, ævi­sögu Steins í tveim­ur bind­um, Steinn Stein­arr – Leit að ævi skálds, eft­ir Gylfa Grön­dal, útg. 2000, og 2001, og ævi­ágripi Steins eft­ir Inga Boga Boga­son, 1995. Á síðustu ævi­ár­un­um varð Steinn góður vin­ur Matth­ías­ar Johann­essen en viðtöl hans við skáldið eru dýr­mæt­ar heim­ild­ir um Stein.

 

Ljóðabæk­ur Steins:

Rauður log­inn brann, útg. 1934;

Ljóð, útg. 1937;

Spor í sandi, útg. 1940;

Ferð án fyr­ir­heits, útg. 1942;

Tindát­arn­ir, útg. 1943,

og Tím­inn og vatnið, útg. 1948.

 

Steinn er öðrum frem­ur tal­inn hafa valdið form­bylt­ingu í ís­lenskri ljóðagerð, en Tím­inn og vatnið, sem þá er oft vísað til, er samt afar form­fast­ur ljóðabálk­ur. Hann gældi ung­ur við komm­ún­isma en var snemma rek­inn úr flokkn­um og af­neitaði síðar komm­ún­ism­an­um eft­ir fræga kynn­is­ferð til Moskvu, 1956.

 

Skáld­skap­ur Steins end­ur­spegl­ar oft lam­andi tóm­hyggju en í miðju svart­nætti ljóða hans leiftra oft óræð blik um mann­lega reisn og jafn­vel hina innstu vit­und. Kristján Karls­son sagði rétti­lega í inn­gangi að Kvæðasafni Steins: „Trúaður eða trú­laus er hann í flokki hinna mestu trú­ar­skálda vorra.“


Steinn Steinarr lést 25. maí 1958.


 


Skráð af Menningar-Staður.