Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

28.01.2017 09:05

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

 

.
Óðinn við bryggju á Flateyri árið 1996. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
 
Skipherra á Óðni var; Eyrbekkingurinn og Flateyringurinn
Vilbergur Magni Óskarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

Varðskipið Óðinn kom til landsins þann 27. janúar 1960. 
Því var beitt í þremur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa. 
Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík.

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Óðinn við bryggju í Reykjavík við Sjóminjasafnið. ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

27.01.2017 11:54

Bakkablótið 28. jan. 2017

 

 

 

Bakkablótið 28. jan. 2017

 

Breyting:
Veislustjóri verður Katrín Júlíusdóttir.

 

.

Skráð af Menningar-Staður


 

26.01.2017 06:43

Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn

 

 

 

Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn

 

Sýningin um Gísla á Uppsölum sem Þröstur Leó Gunnarsson og Elfar Logi Hannesson hafa búið til flutnings hefur rækilega slegið í í Þjóðleikhúsinu. 

Leikur Elfars Loga og túlkun hans á Gísla á Uppsölum þykir með afbrigðum góð og fær góða dóma. Sýningar eru orðnar miklu fleiri en til stóð og aðsókn er mikil.

 

 

Elfar Logi Hannesson, leikari frá Bíldudal hefur unnið mikinn leiksigur í Þjóðleikhúsinu

með sýningu sinni og félaga hans Þrastar Leó Gunnarssonar um Gísla á uppsölum í Selárdal í Arnarfirði.

Aðsókn hefur farið fram úr öllum áætlunum og bætt hefur verið við sýningum.

Þegar eru 10 sýningar ákveðnar og kann að bætast við þær.
 


Blaðið Vestfirðir.


Skráð af Menningar-Staður

  

25.01.2017 21:58

Íris Stefánsdóttir er 40 ára - 25. jan. 2017

 

 

 

Íris Stefánsdóttir er 40 ára - 25. jan. 2017

 

Íris Stefánsdóttir  býr í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Tækniskólanum, BScprófi í tölvunarfræði.

Hún  er hugbúnaðarsérfræðingur hjá HUX Ráðgjöf.

Dóttir: Sara Helena Blöndal, f. 1996.

Foreldrar Írisar:
Esther Helga Guðmundsdóttir, f. 1954, matarfíknarráðgjafi á eigin vegum, búsett á Eyrarbakka, og Stefán Ragnarsson, f. 1953, d. 2013, sjómaður.

Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

25.01.2017 21:29

Skálað fyrir Íslandi og Danmörku í Amalíuborg

 

 

 

Skálað fyrir Íslandi og Danmörku í Amalíuborg


Hefur liðið vel í návist drottningar

Guðni og Eliza ánægð með móttökur Margrétar Danadrottningar og Henriks prins

Forseti Íslands færði menntamálaráðherra Dana nýja útgáfu Íslendingasagna að gjöf 

 

Hefð er fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur.

Reyndar fór sá fyrsti, Sveinn Björnsson, ekki í slíka heimsókn, en það gerði Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti Íslands, aftur á móti og mótaði þannig hefðina.

Ásgeir og Dóra Þórhallsdóttir kona hans sigldu með Gullfossi og komu þau til Kaupmannahafnar 5. apríl 1954 þar sem konungshjónin, þau Friðrik IX og Ingiríður, komu um borð í skipið.

Forsetahjónin Kristján og Halldóra Eldjárn sóttu Danmörku heim í byrjun september 1970 og í umfjöllun Morgunblaðsins um heimsóknina var þess getið að forsetinn hefði verið í röndóttum buxum og dökkum jakka.

Vigdís Finnbogadóttir fór í opinbera heimsókn til Danmerkur í febrúar 1981, á þeim tíma sem liðinn var frá heimsókn Kristjáns hafði Friðrik IX fallið frá og tóku Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins á móti henni. Danskir fjölmiðlar veittu heimsókn Vigdísar talsverða athygli og í fyrirsögn Ekstrabladet sagði að hún hefði komið, séð og sigrað.

Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir eiginkona hans sóttu Danmörku heim í nóvember 1996 og þar varð Ólafur Ragnar fyrsti erlendi þjóðhöfð- inginn til að fara í gegnum Stórabeltisgöngin. 
 
Morgunblaðið 25. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður


 

25.01.2017 07:03

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. jan. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. jan. 2017

Vinir alþýðunnar


 

.
Skráð af Menningar-Staður

24.01.2017 07:33

Vísnastund Vina alþýðunnar

 


Ingvar Jónsson hefur lestur.

 

Vísnastund Vina alþýðunnar
 

Sérstakur gestur á morgunfundi  -Vina alþýðunnar-  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í gærmorgun,  23. janúar 2017, var Ingvar Jónsson á Selfossi.  Hann er traustur -Vinur alþýðunnar- en hefur ekki sótt morgunfundi síðustu vikurnar vegna anna og dvalar erlendis.

Ingvari Jónssyni var vel fagnað og flutti hann samkomunni  vísu eftir Magnús Halldórsson á Hvolsvelli af Facebook-síðu hans  vegna salernismála fyrir ferðamenn.

 


Þar skrifaði Magnús:

Frétt í Mogganum

Þrjár skýrslur hafa verið gerðar, um ástand salernismála fyrir ferðamenn.

Sú fyrsta kom út í maí í fyrra þar sem ástandið var greint.

Önnur skýrslan kom út í júní en í henni var þarfagreining,

Þriðja skýrslan kom út í nóvember, en í henni er rekstrarform salernanna skoðað.
 

Þar ástandi mun engu leynt,

öflug þarfagreining.

Rassamála rætt var beint,

rekstrarform og skeining.

Magnús Halldórsson

 

 

F.v.: Ingvar Jónsson og Siggeir Ingólfsson.    Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

23.01.2017 10:44

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. jan. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. jan. 2017

Vinir alþýðunnar


 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

23.01.2017 08:43

Valgeir Guðjónsson er 65 ára í dag - 23. jan 2017

 

 

 

Valgeir Guðjónsson er 65 ára í dag - 23. jan 2017

Ötull að semja tónlist á Eyrarbakka


Það verða bara huggulegheit með frúnni og börnunum okkar á Eyrarbakka í tilefni dagsins. Þegar menn venjast því að eiga afmæli þá vill tilstandið oft skreppa saman. Maður heldur ekki upp á hvert afmæli eins og það sé það síðasta,“ segir Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður, sem á 65 ára afmæli í dag.

 

„Í bernsku fannst mér þetta ekki góður tími til að eiga afmæli. Maður fór í önnur afmæli þar sem allir voru úti að leika sér, en þegar ég átti afmæli var gjarnan fannkoma og hríð, enda þorrinn nýhafinn.“

 

Í menningarsetrinu Bakkastofu á Eyrarbakka bjóða Bakkastofuhjónin Valgeir og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir þessar vikurnar upp á sérsniðnar þorradagskrár sem þau nefna „Þorrabakka á Eyrarbakka“. „Við á Bakkanum tökum á móti hópum sem vilja gleðja líkama og sál, hvort sem er í janúar eða júní.

 

Við vinnum með afbragðsfólki sem sér um að útbúa þennan sérstaklega meðhöndlaða mat, en við Ásta gerum sjálf út á andans fóður, ekki magafóður.“

 

Þegar blaðamaður ræddi við Valgeir fyrir helgi var hann staddur á æfingu eigin verka. „Þetta er verkefni sem ég hef verið að undirbúa um hríð og stendur mér nálægt, en segi betur frá þegar það er komið lengra. Tónlistarmaður hleypur ekki undan þegar andinn kemur yfir hann og eftir að ég flutti á Eyrarbakka hefur svokölluð andagift herjað á mig jafnt og þétt. Ég hef því verið ötull að semja á Bakkanum og þegar efni safnast upp vill maður gera eitthvað við það og úr því.“

Morgunblaðið.


 

 
Skráð af Menningar-Staður

22.01.2017 07:08

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson - skáld og athafnamaður (1865 - 1940).

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 77 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu.

 

Hann dó þar 1940, og var grafinn í heiðursgrafreit á Þingvöllum.


Í Herdísarvík í Selvogi.
 

 

Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður