Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

12.02.2016 15:13

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. febrúar 2016

 

.
F.v.: Jón Friðrik Matthíasson, Rúnar Eiríksson, Siggi BJörns, Ragnar Emilsson

og Ingólfur Hjálmarsson.
.

 

F.v.: Siggi Björns og Ragnar Emilsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. febrúar 2016

 

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

 

.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Reynir Jóhannsson

og Siggi Björns.Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2016 22:35

Beitustrákadagur á Bakkanum 11. feb. 2016

 

F.v.: Sveinbjörn Rúnar Helgason og Siggi Björns.

 

Beitustrákadagur á Bakkanum 11. feb. 2016

 

Það bar til tíðinda að beitustrákarnir frá Flateyri, þeir Siggi Björns í Berlín sem þessa vikuna er á Eyrarbakka til hvíldar og hressingar, og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, litu við hjá beitustrákunum á Mána ÁR á Eyrarbakka í morgun.

 

Beitustrákarnir á Mána ÁR eru:
Sveinbjörn Rúnar Helgason
Stefán Þóroddsson
Magnús Hrafnsson og

Alex Máni sem var fjarverandi í skóla.

 

Var þetta hin magnaðasta morgunstund en Siggi BJörns og Björn Ingi hafa ekki verið sem beitustrákar á vertíð síðan haust- og vetrarvertíðina 1983 – 1984 á Ásgeiri Torfasyni ÍS 96 á Flateyri en það skip er nú Arnar ÁR í Þorlákshöfn.

 

Björn Ingi Bjarnason og Siggi Björns dásömuðu aðstöðuna í beitingaskúrinni og þá sérstaklega skurðarvélarnar og starfsmannaaðstöðuna sem er heilsugámur við hliðina.

 

Þá gáfu þeir Vestfirðingarnir sunnlensku beitustrákunum bestu umsagnir fyrir verklag og stílfærslur við beitinguna.

 

Sameiginleg ánægja allra var með þennan morgungjörning á Bakkanum.

Menningar-Staður færði til myndar:


 

F.v.: Siggi Björns og Sveinbjörn Rúnar Helgason.

 

.

 

F.v.: Siggi Björns og Stefán Þóroddsson.

.

.

.

.

.

F.v.: Siggi Björns og Magnús Hrafnsson.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2016 18:47

Neyðarnúmerið 112 á Íslandi í tuttugu ár

 

 

Neyðarnúmerið 112 á Íslandi í tuttugu ár

 

Í dag, 11. febrúar 2016,  er 112-dagurinn, samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu.

 

Almannavarnir eru þema þessa dags og áherslan lögð á áfallaþolið samfélag með viðbúnað og viðbrögð við náttúruhamförum, sérstaklega jarðskjálftum og óveðri.

 

Að þessu sinni er haldið upp á að 20 ár eru liðin frá því að Neyðarlínan tók evrópska neyðarnúmerið 112 í notkun hér á landi. Það leysti af hólmi 146 mismunandi símanúmer viðbragðsaðila.

 

Eitt samræmt neyðarnúmer sem allir þekkja skiptir máli þegar bregðast þarf hratt við neyðarástandi.

 

Neyðarlínan gegnir lykilhlutverki í almannavörnum með móttöku og úrvinnslu neyðarbeiðna í neyðarnúmerið 112 og rekstri TETRA-fjarskiptakerfisins sem viðbragðsaðilar nota innbyrðis og sín á milli.

 

Þetta kemur fram á vef Almannavarna.

 

Neyðarlínan

 l


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2016 17:26

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

 

Atvinnuvegaráðuneytið við Skúlagötu.

Atvinnuvegaráðuneytið við Skúlagötu.

 

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.

Um er að ræða styrki sem einkum er ætlað að styðja við uppbyggingu verkefna á vegum fyrirtækja, samtaka og einstaklinga og stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða.

Við mat á umsóknum verður litið til þeirrar þekkingar sem verið er að afla, hæfni umsækjenda til að leysa verkefnin, reynslu, aðstöðu og raunhæfni áætlana.

Í stærri verkefnum verður og sérstaklega litið til samstarfs mismunandi aðila. Byggðasjónarmið, nýsköpun og kynjasjónarmið verða einnig höfð að leiðarljósi við ákvörðun um úthlutun.

Ekki verða veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til ásamt ítarlegri kostnaðar-, fjármögnunar- og verk- áætlun. Styrkir verða aðeins veittir til eins árs. 

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 21. febrúar 2016. 


 


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2016 16:57

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. febrúar 2016

 


F.v.: Siggi Björns. Sigurður Egilsson, Rúnar Eiríksson Sigggeir Ingólfsson

og Jón Guðmundsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. febrúar 2016

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

.

 

F.v.: Sigurður Kristinsson f.v. meðlimur í Sniglabandinu og Siggi Björns trúbador og meðlimur í

Hljómsveitinni Æfingu sem er Sunnlendingum og fleirum að góðu kunn.


Skráð af Menningar-Staður

 

11.02.2016 06:27

Opinn fundur með Oddnýju á Selfossi

 

 

 

Opinn fundur með Oddnýju á Selfossi

 

Þingmenn kjördæmisins standa fyrir fundum vítt og breitt um kjördæmið þessa dagana enda kjördæmavika að hefjast.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt opinn fund á Selfossi um síðustu helgi og var hann vel sóttur.

Margt bar á góma og ræddi Oddný um helstu mál vorþingsins. Hún sagði brýnt að standa vörð um háskólanám í kjördæminu, byggja þyrfti upp aðstöðuna á Reykjum í Ölfusi og verja háskólanámið á Laugarvatni. Þá var mikið rætt um stöðuna á húsnæðismarkaði, uppbyggingu hjúkrunarheimila og stöðuna í stjórnarskrármálinu.

Með henni á fundinum var Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, bæjarfulltrúar flokksins í Árborg og Ölfusi og fjöldi annarra gesta sem sjá á má myndunum.

 


Suðri -  héraðsfréttablað á Suðurlandi greinir frá.

 

Skráð af Menningar-Staður

10.02.2016 18:34

Alþýðuhúsið 10. febrúar 2016

 

 

 

F.v.: Siggi Björns, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Jón Friðrik Matthíasson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 10. febrúar 2016

 

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.02.2016 07:13

Rætt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins

 

F.v.: Séra Úlfar Guðmundsson, Ásta Stefánsdóttir , sem var fundarstjóri, Vilhjálmur Árnason og

Ragnheiður Elín Árnadóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Rætt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins 

 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Vilhjálmur Árnason, voru í gær, þriðjudaginn 9. febrúar 2016, með fund í Sjálfstæðishúsinu að Austurvegi 38 á Selfossi. Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson forfölluðust á síðustu stundu.


Á Alþingi Íslendinga er þessa vikuna kjördæmavika og var fundurinn liður því ferli hjá þingmönnum Sjálfstæisflokksins í Suðurkjördæmi.

Fundurinnn var ágætlega sóttur miðað við að hann var um miðjan dag og líflegur.

 

Menningar-Staður færði fudinn til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277084/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af  Menningar-Staður
 

09.02.2016 11:13

Bocciamót á Eyrarbakka 9. febrúar 2016

 

 

Bocciamót á Eyrarbakka 9.  febrúar 2016

 

Félag Eldri-borgara á Eyrarbakka tók í morgun, þriðjudaginn 9. febrúar 2016, á móti félögum ur Eldri-borgara félginu á Selfossi.

Móttakan var að Stað á Eyrarbakka og var haldið mót í Boccia og á eftir voru veitingar.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277066/

 

Nokkrar myndir hér: 

 

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.02.2016 06:49

9. febrúar 1827 - Kambsránið í Flóa

 


Myndin er af Þuríði formanni en hún fæddist árið 1777 og varð 86 ára.

Hún var mikill skörungur. Samheiti orðsins skipstjóri er formaður. Þuríður varð sem sagt skipstjóri. Hún var formaður á árabátum, enda þilskipin ekki komin til sögunnar. Hún bjó nánast alla ævi í Árnessýslu og gerði mest út frá Stokkseyri en einnig frá Eyrabakka og Þorlákshöfn. Þuríður fór fyrst á vertíð með föður sínum og bróður aðeins 11 ára. Eftir það fór hún á vertíð að vori og hausti ár hvert. Hún fékk sérstakt leyfi sýslumanns til að klæðast karlmannsfötum vegna sjómennskunnar.

Þuríður stundaði sjósókn mestalla ævi eða til 1843 er hún hætti vegna heilsubrests. Hún varð háseti um 17 ára aldur en lengstum var hún svo formaður. Sérstakt var á þeim tíma (og jafnvel enn) að kona væri formaður á bát. Þuríður var vinsæl og þótti rækja hlutverk sitt vel. Hún var bæði varkár og áræðin. 

 

 

 9. febrúar 1827 - Kambsránið í Flóa

 

 Brotist var inn og peningum rænt á Kambi í Flóa. Ránsmennirnir voru síðar handteknir og dæmdir að loknum umfangsmiklum réttarhöldum.

 

Stóran þátt í að réttarhöldin skiluðu árangri var aðkoma Þuríðar Einarsdóttur, formanns á Stokkseyri að málinu eins og frægt er.

 

Kambsránið

Kambsránið, framið aðfaranótt 9. febrúar 1827, þegar fjórir grímuklæddir menn brutust inn í baðstofu á bænum Kambi í Flóa, lögðu hendur á bóndann, Hjört Jónsson, og heimilisfólk hans, tvær konur og fimm ára dreng; bundu þeir fólkið á höndum og fótum og hótuðu pyndingum og dauða til þess að fá afhent fé bóndans. Ránsmennirnir urðu að brjóta upp allar hirslur, áður en þeir fundu féð, rúmlega 1.000 ríkisdali, sem þeir hurfu á brott með. Þegar athuguð voru verksummerki, fundust hlutir úr fórum ránsmanna, sem notaðir voru sem sönnunargögn við réttarrannsókn.

Þórði Sveinbjörnssyni, sýslumanni í Hjálmholti, sem rannsakaði Kambsránið, tókst að upplýsa málið, svo að allir ránsmennirnir voru handteknir, og eftir langvinn réttarhöld játuðu þeir á sig ránið. Fyrirliði þeirra var Sigurður Gottsvinsson frá Leiðólfsstöðum. Fleiri reyndust flæktir í málið með því að hylma yfir með afbrotamönnum. Í réttarhöldunum komst einnig upp um ýmis önnur þjófnaðarmál í Árnessýslu frá undanfarandi árum, m.a. þjófnað úr Eyrarbakkaverslun, sauðaþjófnað o.fl. Málaferlin voru einhver hin víðtækustu, sem um getur í íslensku sakamáli, stóðu í tæpt ár, og um 30 manns var stefnt fyrir rétt.

Í febrúar 1828 kvað sýslumaður upp dóm, sem áfrýjað var til Landsyfirréttar í Reykjavík og Hæstaréttar í Kaupmannahöfn, en þar gekk dómur 1829. Var forsprakkinn, Sigurður Gottsvinsson, dæmdur til að hýðast við staur og til ævilangrar þrælkunarvinnu í Rasphúsi í Kaupmannahöfn, ennfremur aðrir ránsmenn, tveir þeirra þó um styttri tíma; 15 aðrir voru sakfelldir.

Ránsmennirnir voru fluttir utan 1830; tveir þeirra áttu afturkvæmt til Íslands eftir náðun, árið 1844, einn lést ytra, en Sigurður Gottsvinsson var dæmdur til lífláts fyrir áverka, sem hann veitti fangaverði, og hálshöggvinn 1834.


Morgunblaðið og fleira.Skráð af Menningar-Staður