Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

02.05.2016 13:38

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. maí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. maí 2016

 

.

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.05.2016 21:07

Stórsigur á Flateyri fyrir 35 árum

 


Forgöngumenn.  Myndin var tekin í stofunni heima hjá Ægi sparisjóðsstjóra þegar

skrifað var undir hið merka tímamótasamkomulag fyrir 35 árum síðan. 

Frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason formarður Verkalýðsfélagsins Skjaldar,

Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Önundarfjarðar

og Einar Oddur Kristjánsson forstjóri Hjálms HF. á Flateyri langstærsta atvinnurekenda þorpsins.

 

Stórsigur á Flateyri fyrir 35 árum

 

Um áratuga skeið var allt orlofsfé landsmanna lagt inn á reikninga hjá Póstgíróstofunni sem þá var til. Þarna var peningur fólks vistaður vaxtalítið ríkinu til hagsbóta. Þetta fyrirkomulag hafði lengi verið verkalýðsforkólfum á Vestfjörðum þyrnir í augum.
 

Hendrik Tausen sem um árabil var formaður verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri hafði nokkrum sinnum viðrað þá hugmynd að allt orlofsfé yrði ávaxtað og geymt í heimabyggðum en fengið lítil viðbrögð. Björn Ingi Bjarnason varð síðar formaður félagsins og telst með réttu hafa hlotið félagslegt uppeldi hjá Hendrik, tók þetta mál upp á sína arma eftir að hann hafði tekið við félaginu.
 

Þegar farið var að láta reyna á möguleika þess að ávaxta allt orlofsfé sem til félli á Flateyri í Sparisjóði Önfirðinga fóru að berast boð að sunnan eins og sagt er þegar hið opinbera leggur afl sitt í að bregða fæti fyrir framfarir.
 

En á Flateyri voru kjarkaðir menn sem voru meira en tilbúnir til að berjast fyrir því sem bæði var löglegt og ekki síður til mikilla bóta fyrir launafólk og byggðina alla.
 

„Stærsti atburðurinn á mínum ferli í verkalýðsfélaginu er samningurinn um að orlofsfé launafólks á Flateyri yrði greitt inná reikninga þeirra í Sparisjóði Önundarfjarðar og því ávaxtast í heimabyggð í stað þess að geymast vaxtalítið hjá Póstgíróstofunni eins og verið hafði. Þetta var gömul hugmynd frá formannsárum Hendriks en hafði ekki komist í framkvæmd. Það var ekki einfalt að landa þessu.
 

Atvinnurekendur á staðnum sem og sparisjóðurinn voru undir gríðarlega miklum þrýstingi að sunnan um að gefa sig ekki. Þarna sýndi Einar Oddur Kristjánsson, forstjóri Hjálms hf, þann kjark sem til þurfti og hann taldi skynsamlegast fyrir fólkið, fyrirtækið og byggðina. Það var einmitt þessi kjarkur hans sem gerði þjóðarsáttasamningana að veruleika á sínum tíma. Hann bugaðist ekki undan pressu valdamikilla aðila.
 

Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri, sem nú stýrir Landsbankanum í Þorlákshöfn, lét bankakerfið heldur ekki buga sig þrátt fyrir hreint ofurmannlega pressu sem hann var beittur.
 

Það er stærsta og sælasta stund félagsmálaferils míns þegar skrifað var undir þennan samning í stofunni heima hjá Ægi E. Hafberg sparisjóðsstjóra. Í fyrstu var Hjálmur hf. eina fyrirtækið, enda stærsta og öflugasta fyrirtæki staðarins, en hin komu öll á eftir þannig að þetta baráttumál félagsins fékk farsælan endi.“ Þetta segir Björn Ingi fyrrum formaður nú 35 árum síðar.
 

Þess má geta að þetta samkomulag sem undirritað var af þessum þremur stórhuga og kjarkmiklu forystumönnum varð auðvitað fyrirmynd að samskonar samningum um allt land eftir að ríkið hafði verið lagt að velli með þessu samkomulagi á Flateyri.

 

 

 

Stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar fyrir 35 árum þegar lausn fékkst í áralöngu baráttumáli 

um ávöxtun í heimabyggð.

Aftari röð frá vinstri.: Hendrik Tausen, ritari, Hálfdán Kristjánsson, gjaldkeri

og Sigurður Sigurdórsson, meðstjórnandi.

Fremri röð frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason, formaður og Pétur G. Þorkelsson, varaformaður.

 

Guðmundur Jón Sigurðsson.

www.thingeyri.is


Skráð af Menningar-Staður

01.05.2016 07:06

1. maí 2016 á Selfossi

 

 

 

1. maí 2016 á Selfossi

 

Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00.

Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra.
Kynnir - Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags
Ræður dagsins - Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum
Skemmtiatriði - Danshópurinn Flækjufótur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir.


Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína.

Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.


Skráð af Menningar-Staður

 

01.05.2016 06:50

1. maí 2016 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

 

 

 

1. maí 2016 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

 

Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í dag  -1. maí 2016 kl. 15:00 - 17:00

Allur ágóði rennur til líknarmála

Posi á staðnum

Kvenfélag Eyrarbakka

Kaffinefnd Kvenfélags Eyrarbakka 1. maí 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður


 

30.04.2016 21:37

Ný stjórn kosin á aðalfundi Ferðafélags Árnesinga

 

 

Ný stjórn kosin á aðalfundi Ferðafélags Árnesinga

 

Aðalfundur ferðafélags Árnesinga var haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2016. 

Þar var ný stjórn kosin en hana skipa Daði Garðarsson formaður og meðstjórnendur Sævar Gunnarsson, Bergur Guðmundsson, Jón G. Bergsson og Sigrún Helga Valdimarsdóttir. Til vara eru Sigrún Jónsdóttir og Kristbjörg Bjarnadóttir. Skoðunarmenn er Svanur Bjarnason og til vara Halldór Ingi Guðmundsson. Skjalvörður félagsins er Þorsteinn Tryggvi Másson.

Ný ferðanefnd var kosin og gönguræktin var sameinuð henni. Nefndina skipa Ólafur Auðunsson, Hulda Svandís Hjaltadóttir, Páll Tryggvason, Sigrún Jónsdóttir, Jón G Bergsson, Björg Halldórsdóttir, Aðalsteinn Geirsson og Magnús Baldursson,

Í félaginu hafa margir lagt hönd á plóg með miklu og óeigingjörnu starfi í gegnum tíðina og ekki síst fráfarandi formaður Jón G. Bergsson. Honum voru á fundinum færðar bestur þakkir fyrir góð störf síðastliðin sjö ár eða frá stofnun félagsins. Félagið átti 7 ára afmæli 12. mars sl. Einnig var öllum öðrum sem starfað hafa fyrir félagi þakkað fyrir þeirra framlag.

Vefsíða félagsins er http://ffar.is/dagskra.


Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður

30.04.2016 21:32

Árborg tapaði með minnsta mun

 

Lið Árborgar skipa þau Gísli Stefánsson, Gísla þór Axelssyni og Herborg Pálsdóttir.

Ljósmynd/RÚV

 

Árborg tapaði með minnsta mun

 

Lið Árborgar tapaði fyrir Reykjavíkurborg með eins stigs mun í undanúrslitum Útsvars í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

Árborg hafði forystuna undir lokin en vopnin snerust í höndum liðsins og Reykjavík náði að knýja fram eins stigs sigur, 72-71 með því að svara síðustu spurningu kvöldsins.

Lið Árborgar skipuðu þau Gísli Stefánsson, Gísli Axelsson og Herborg Pálsdóttir.

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

29.04.2016 22:07

Hreinsunarátak í Árborg 29. apríl - 8. maí 2016

 

 

Hreinsunarátak í Árborg 29. apríl – 8. maí 2016

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.04.2016 08:34

Landgræðslusjóður styrkir Skógræktarfélag Eyrarbakka

 

 

 

Landgræðslusjóður styrkir Skógræktarfélag Eyrarbakka


Skráð af Menningar-Staður

29.04.2016 07:50

1.6 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 

 

 

1.6 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.600.000  

(eina komma sex milljón) flettinga.


Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.Skráð af Menningar-Staður

28.04.2016 09:48

Helgafellskirkja

 

 

 

Helgafellskirkja

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum á Snæfellsnesi.

Kirkjan að Helgafelli var m.a mynduð.


Helgafellskirkja

Að Helgafelli hefur verið kirkja frá árinu 1000 þegar kristni var lögtekin á Alþingi og er Helgafell með elstu kirkjustöðum á landinu. Snorri goði lét reisa fyrsta guðshúsið á Helgafelli og síðan þá hafa staðið þar margar kirkjur á 1000 ára tímabili. Á Helgafelli er Guðrún Ósvífursdóttir jörðuð, en hún bjó þar eftir að þau Snorri goði skiptu á bústöðum.

Núverandi kirkja var byggð 1903 og var vígð 1. janúar 1904. Hún var byggð á sama grunni og sú eldri stóð á. Smiður var Sveinn Jónsson, snikkari í Stykkishólmi. Kirkjan er úr timbri, járnvarin og tekur um 80 manns í sæti. Kostnaður við bygginguna fyrir 100 árum var 4.420 kr. og 12 aurar

Helgafellskirkja á ýmsa góða gripi, meðal annars ljósakrónu frá 1756, kertastjaka frá 1699 og litla kirkjuklukku frá 1545 eða þegar Jón Arason var enn biskup í katólskum sið.

Hermann Pálsson skrifaði sögu Helgafells, Helgafell, saga höfuðbóls og klausturs.


Helgafellskirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.

 


.

 
Skráð af Menningar-Staður