Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2017 19:03

Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár

 

 

Í föður­hús­um Freyr í safni föður síns, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar,

þar sem hann held­ur tón­leika í kvöld. 

— Morg­un­blaðið/?Krist­inn Magnús­son

 

Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár

 

• Freyr Sigurjónsson heldur tónleika í

listasafni föður síns, Eyrbekkingsins

Sigurjóns Ólafssonar,

ásamt Önnu Noaks og Leo Nicholson

 

„Við verðum með skemmti­legt pró­gramm. Megnið af því er samið af flautu­leik­ur­um svo það er svo­lítið sér­stakt að því leyt­inu til,“ seg­ir Freyr Sig­ur­jóns­son flautu­leik­ari sem kem­ur fram á öðrum tón­leik­um Sum­ar­tón­leik­araðar lista­safns föður síns, Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, í kvöld kl. 20.30. Með hon­um leika flautu­leik­ar­inn Anna Noaks og pí­anó­leik­ar­inn Leo Nichol­son.

„Við Anna vor­um sam­an í Royal Nort­hern Col­l­e­ge of Music í Manchester svo það má með sanni segja að við séum af sama skól­an­um. Við höf­um þó þrosk­ast hvort í sína átt­ina síðan þá, hún hef­ur að mestu leyti haldið til í London þar sem hún hef­ur mikið verið að vinna við upp­tök­ur fyr­ir kvik­mynd­ir eins og Harry Potter,James Bond og Lord of the Rings. Ég hef starfað sem fyrsti flautu­leik­ari við sin­fón­íu­hljóm­sveit­ina í Bil­bao á Spáni frá 1982 og kennt við tón­list­ar­há­skól­ann þar,“ seg­ir Freyr.

„Pí­anó­leik­ar­inn Leo er miklu yngri en við en hann lærði í sama skóla og við Anna í Manchester. Svo lærði hann í Trinity Laban tón­list­ar­há­skól­an­um í Greenwich þar sem Anna er kenn­ari. Þar vann hann sig upp úr hlut­verki nem­anda og er nú kenn­ari og und­ir­leik­ari þar í fullu starfi,“ seg­ir Freyr og að þau Noaks og Nichol­son hafi boðið hon­um að vera með masterklassa í Trinity sl. jól sem hann hafi þegið. „Við þrjú tók­um okk­ur sam­an og bjugg­um til smá pró­gramm sem við spiluðum í London og ætl­um að end­ur­taka núna. Það er mjög gam­an að fá þetta tæki­færi til að spila með þessu góða fólki,“ seg­ir Freyr.

 

Mjög fjöl­breytt

Freyr seg­ir efn­is­skrá tón­leik­anna vera mjög fjöl­breytta. „Við ætl­um að byrja á verk­inu Ri­goletto - Fantasie eft­ir Franz og Karl Doppler til þess að fá stemn­ingu í fólkið frá byrj­un. Svo ætl­um við að flytja Ret­urn to Avalon eft­ir Dav­id Heath, en það er svo­lítið sér­kenni­legt og fjall­ar um þegar yfir 200.000 Kat­ar­ar voru drepn­ir í Avalon í Frakklandi á 13. öld,“ seg­ir Freyr og nefn­ir að þau ætli líka að leika Tríó fyr­ir tvær flaut­ur og pí­anó eft­ir Jean-Michel Dam­ase. „Anna hef­ur kynnst Dam­ase per­sónu­lega og því er tón­list­in hans henni mjög kær. Þetta verk hef­ur sjald­an verið flutt en er mjög áheyri­legt. Við end­um svo á ein­hverju óvæntu. Anna er með suður­am­er­ísk­ar ræt­ur svo við ger­um lík­lega eitt­hvað skemmti­legt með það.“

 

Freyr nefn­ir að nú séu liðin tíu ár frá því hann spilaði síðast á Íslandi. „Mér þykir mjög gam­an að spila fyr­ir ís­lenska áheyr­end­ur því þeir hafa svo mik­inn tón­listaráhuga.. Þegar ég horfi úr fjar­lægð verð ég al­veg undr­andi á því hvað það er mikið af góðum ís­lensk­um tón­list­ar­mönn­um bæði inn­an­lands og utan.“

 

Af mik­illi tón­listar­fjöl­skyldu

Hon­um finnst pró­grammið á Sum­ar­tón­leikaröðinni mjög at­hygl­is­vert í ár en syst­ir hans, Hlíf Sig­ur­jóns­dótt­ir, er ein­mitt list­rænn stjórn­andi tón­leik­araðar­inn­ar. Freyr seg­ir þau systkin­in vera kom­in af mik­illi tón­listar­fjöl­skyldu í Dan­mörku. „Þetta ligg­ur samt í blóðinu í Íslend­ing­um, þetta kem­ur ekki bara frá dönsku hliðinni. Börn­in mín eru að leggja fyr­ir sig tónlist líka, son­ur minn er í meist­ara­námi í fiðluleik í Leipzig í Þýskalandi og dótt­ir mín er á leið til London í fram­halds­nám í flautu­leik. Það er und­ar­legt með hana, hún flýg­ur áfram með hæstu eink­un­ir, ég fatta það ekki,“ seg­ir Freyr kím­inn.

 

Eins og áður kom fram er Freyr bú­sett­ur í Bil­bao á Spáni og kveðst hann hafa verið þar í 35 ár. „Það er stutt í að ég fari á elli­líf­eyri en svo er aldrei að vita hvað skeður á eft­ir. Ég er bú­inn að fá æðis­lega mörg tæki­færi og horfi fram á við,“ seg­ir Freyr að lok­um.

Morgunblaðið


 


Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.


Skráða f Menningar-Staður

10.07.2017 08:40

Rangárvallasýsla - fimmta hjólabók Ómars Smára

 
 
 

 

Rangárvallasýsla - fimmta hjólabók Ómars Smára

 

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út fimmta Hjólabókin eftir Ómar Smára Kristinsson og fjallar hún um Rangárvallasýslu.

 

Viltu ferðast á frábæra staði?

Viltu samt losna við fjölmenni?

 

Þá er reiðhjólið rétti ferðamátinn og Rangárvallasýsla rétti staðurinn. Svo segir höfundur hjólabókanna, en Ómar Smári er frá Gíslholti í Rangárvallasýslu. Hann hefur búið á Ísafirði í nokkur ár.

Í bókinni er lýst ellefu hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem ei

ga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er nokkurra léttra hringleiða, sem ekki teljast til dagleiða, getið í bókinni. Einnig er í henni að finna kort af almenningssamgöngum og umferðarþunga.

 

Um eitt og hálft hundrað ljósmynda gefa innsýn í sýsluna, hvernig þar er umhorfs og hverskonar vegir og stígar bíða lesenda.

 

Textinn er margbreytilegur, fjölhæfur og skemmtilegur líkt og í fyrri Hjólabókum Ómars Smára Kristinssonar.

 

Fyrsta Hjólabók hans fjallaði um Vestfirði, önnur um Vesturland, þriðja um Suð-vesturland og fjórða um Árnessýslu.

 

 

Ómar Smári Kristinsson er frá Gíslholti í Rangárvallasýslu.

Hann hefur búið á Ísafirði í nokkur ár. 
Ómar Smári Kristinsson með fyrstu hjólabók sína sem var um Vestfirði.

 

 

Bjarkar Snorrason í Brattsholti með hjólabækur nr. 4 og 5 
um Árnessýslu og Rangárvallasýslu.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

09.07.2017 06:53

Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri

 

 

 

Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri


Föstudagskvöldið 7. júlí 2017

 
Skráð af Menningar-Staður

06.07.2017 20:02

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 2017

 

 

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 2017FÖSTUDAGUR 7. júlí
09-22 Skálinn Stokkseyri
10-18 Blómi Gróðrastöð
11-18 Kaffi gott
11-18 Veiðisafnið
12-? Kajak (kajak.is)
12-21 Við Fjöruborðið
13-18 Álfa-, trölla- og Norðurljósasafnið
13-18 Draugasetrið
13-18 Gallerý Gimli (Flóamarkaður)
14-18 Gallerý Svartiklettur (Menningarverstöðin)


Kvöldvaka á bryggju Stokkseyrar
20:30 Bryggjuhátíð sett
20:45 Karitas Harpa (vinningshafi í The Voice Íslandi)
21:00 Valgeir Guðjónsson (Stuðmaður með meiru)
Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fjöldasöngur með Magnúsi Kjartani (Úr Stuðlabandinu)
Brenna - Blys - Reykur
23:00 Ball á Draugabarnum með Magnúsi Kjartani, aðgangseyrir 2000kr (Úr Stuðlabandinu)


LAUGARDAGUR 8. júlí
10-22 Skálinn Stokkseyri
10-18 Blómi gróðrastöð
11-18 Kaffigott
11-18 Veiðisafnið
12-? Kajak (kajak.is)
12-21 Við Fjöruborðið
13-18 Álfa-, trölla- og Norðurljósasafnið
13-18 Draugasetrið
13-18 Gallerý Gimli (Flóamarkaður)
14-18 Gallerý Svartiklettur ( í Menningarverstöðinni)
13:00 Krúserklúbburinn sýnir bíla sína
Ásamt fornbílum úr þorpinu
11:00 Tónagull 0-5 ára, tónlist með börnum (eldri systkini velkomin með. Staðsett i leikskólanum, frítt)
13:00 Leikhópurinn Lotta (á túninu bak við sjoppuna, frítt)
13-17 Tívolí Hopp og Skopp (frítt)
14-16 Bubble boltar (frítt)
14-17 Hestar (frítt)
14-17 Andlitsmálun (Ásgeirsbúð, frítt)
13-16 Markaður (barnaskólanum)
19:00 Grillað í görðum og þorpsstemmning
22-eftir stemmningu Draugabarinn opinn


SUNNUDAGUR 9. júlí
10-22 Skálinn Stokkseyri
11-18 Kaffigott
11-18 Veiðisafnið
12-? Kajak (kajak.is)
12-21 Við Fjöruborðið
13-18 Álfa-, trölla- og Norðurljósasafnið
13-18 Draugasetrið
13-18 Gallerý Gimli (Flóamarkaður)
14-18 Gallerý Svartiklettur (í Menningarverstöðinni)
13:30 Lopapeysumessa verður á bryggjunni, messugestir hvattir til að koma í lopapeysum
14:00 Hátíð slitið og dagskrárlok


 

 
Skráð af Menningar-Staður

06.07.2017 08:00

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens Sigurðsson (1813 - 1872) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

Jens fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí  1813. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja sem var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.
 

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.
 

Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.
 

Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.
 

Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.
 

Jens var barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845-46, kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Íslendinga“ sem haldinn var á Alþingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851.
 

Jens var reyndar sjálfur þjóðfundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóðfundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“
 

Jens lést 2. nóvember 1872.

 

Morgunblaðið.
 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

05.07.2017 19:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2017


Sérstaka athygli fékk Stokkseyringurinn á Selfossi 

og tengdasonur Eyrarbakka; Þórður Grétar Árnason.

 

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

05.07.2017 08:48

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri um næstu helgi

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri um næstu helgi

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri verður haldin helgina 7. til 9. júlí næstkomandi. Dagskráin er fjölbreytt og hefst hún á formlega á föstudaginn kl. 20:30 á Stokkseyrarbryggju.

Þar mun Karítas Harpa skemmta ásamt Magnúsi Kjartani sem stjórnar fjöldasöng, þyrla Landhelgisgæslunnar kíkir í heimsókn og kveikt verður í brennu við bryggjuna.

Á laugardeginum er fjölbreytt dagskrá yfir daginn og má þar nefnda Leikhópinn Lottu, hoppukastala, Bubble – bolta, andlitsmálun og margt fleira. 


Dagskrá í heild:

Bryggjuha´ti´ð 7-9 júlí – dagskrá 2017


 

 


 


Skráð af Menningar-Staður

05.07.2017 08:37

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

5. júlí 1851-

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. 

Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.


Skráð af Menningar-Staður

04.07.2017 21:43

Flat­eyr­ing­ar söfnuðu hálfri millj­ón

 

 

Liðsmenn Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar af­henda tals­mönn­um söfn­un­ar­inn­ar

rúm­ar 500 þúsund krón­ur sem söfnuðust. Ljósm.: mbl.is/?Ingi­leif

 

Flat­eyr­ing­ar söfnuðu hálfri millj­ón

 

Rúm hálf millj­ón króna safnaðist á fjór­um dög­um í söfn­un sem Björg­un­ar­sveit­in Sæ­björg á Flat­eyri efndi til meðal Flat­eyr­inga vegna ham­far­anna á Græn­landi. Söfn­un­ar­féð var af­hent á Flat­eyri í gær. 
 

Björg­un­ar­sveit­in Sæ­björg efndi til söfn­un­ar í þágu íbúa Nu­uga­atsiaq síðastliðinn miðviku­dag en með henni vildu Flat­eyr­ing­ar end­ur­gjalda þann stuðning sem Græn­lend­ing­ar sýndu þeim í kjöl­far snjóflóðsins árið 1995.
 

„Græn­lend­ing­ar studdu dyggi­lega við bakið á okk­ur og okk­ar sam­fé­lagi í kjöl­far snjóflóðsins árið 1995 og var sá stuðning­ur ómet­an­leg­ur,“ sagði í til­kynn­ingu frá björg­un­ar­sveit­inni í síðustu viku.
 

Heild­ar­upp­hæðin, 518 þúsund krón­ur, var af­hent lands­söfn­un­inni Vinátta í verki í gær klukk­an 15 fyr­ir fram­an leik­skól­ann á Flat­eyri, en leik­skól­inn var á hættu­svæði þegar snjóflóðið féll 1995. Flat­eyr­ing­ar fengu því nýj­an leik­skóla að gjöf frá Fær­ey­ing­um eft­ir flóð.
 

Þau Íris Ösp Heiðrún­ar­dótt­ir og Karl Ottosen Faurschou, tals­menn söfn­un­ar­inn­ar, tóku á móti söfn­un­ar­fénu.


Af:www mbl.is


Skráða f Menningar-Staður

04.07.2017 07:24

Smitast af andagift Gunnars og flýg með

 

 

 

Smitast af andagift Gunnars og flýg með

 

Helga Bryndís Magnúsdóttir og Gunnar Kvaran spila í fyrsta sinn saman í kvöld í Sigurjónssafni. Auk tilbrigða Beethovens við stef Mozarts og Händels og sónötu Sjostakovítsj er frumflutningur verks eftir Jónas Tómasson.

 

Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari og Gunnar Kvaran selló- leikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. 

„Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ 

Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ 

Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“

Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá.


Fréttablaðið þriðjudagurinn 4. júlí 2017.


 


Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.

Hann var fæddur og uppalinn á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður