Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.06.2018 06:24

21. júní 2018 - Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

 

         21. júní 2018

 

- Þjóðhátíðardagur Grænlendinga
 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.Skráð af Menningar-Staður

19.06.2018 21:41

Nýtt safn sýnt á Stað á Eyrarbakka

 


Séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar í 25 ár,

við opnum sýningarinnar í Grensáskirku þan 12. maí sl.

 

 

Nýtt safn sýnt á Stað á Eyrarbakka

 

Á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka 2018 er margt um að vera eins og venjulega. Í Félagsheimilnu Stað verður opnuð athyglisverð sýning og sú eina sinnar tegundar hér á landi:

 

Drög að Fangelsisminjasafni Íslands

Það er við hæfi að hún sé sett upp á Eyrarbakka en þar er elsta starfandi fangelsi landsins, Litla-Hraun. Á næsta ári stendur svo til að minnast 90 ára afmælis Litla-Hrauns með tilheyrandi hætti.

 

Safn í mótun

Um nokkurt skeið hefur ýmsum munum sem tengjast sögu fangelsa verið safnað. Þar hafa komið við sögu ýmsir áhugasamir einstaklingar eins og fangaprestur, fangaverðir og aðrir er að fangelsismálum koma. Vonast er til að fleiri leggi málinu lið og með því fáist fleiri munir til safnsins

 

Minjasaga fangelsi er merkileg saga og verður að halda henni til haga. Henni hefur lítið verið sinnt en þó eru til ýmsir gamlir munir sem  tengjast henni og eru m.a. í vörslu Þjóðminjasafns. Byggðasafn Árnesinga geymir og nokkra muni.

 

En eins og í allri safnasögu hafa margir munir farið forgörðum því menn hafa ekki áttað sig á safngildi þeirra. Það er til dæmis miður að öllum rimlum sem voru fyrir gluggum Litla-Hrauns hafi verið fargað á sínum tíma. Margir eru þeir er muna þungbúinn rimlasvip á elsta húsi Litla-Hrauns og nú eru það aðeins ljósmyndir sem geyma þann svip.

 

Sagan í ljósmyndum

Ljósmyndir hafa líka sögu að segja eins og öllum er kunnugt um. Margar myndir eru til af fangelsishúsunum að utan og hafa þær birst í blöðum og tímaritum á undanförnum áratugum. Það eru merkar heimildir sem segja sína sögu. Frumgerðir þeirra mynda eru margar hverjar til en aðrar ekki. Prentgæði voru misjöfn á árum áður og myndirnar margar hverjar býsna dökkar og stórkornóttar. Þau sem hugsanlega kynnu að hafa í fórum sínum myndir af til dæmis Litla-Hrauni og Kvíabryggju – svo dæmi séu nefnd – og vettvangi þeirra frá því hér á árum áður myndu gera Fangelsisminjasafninu mikinn greiða með því að hafa samband við það svo hægt væri að taka afrit af myndunum. Þarflaust er að taka það fram á farsímamyndatíma líðandi stundar að myndavélar voru svosem ekki á hverju strái hér fyrrum og meira mál að taka myndir en nú. En mikil vinna bíður við að kemba tímarit og dagblöð í leit að myndum með aðstoð timarit.is, ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins og fleiri aðila.

 

Saga fangelsa gerð sýnileg

Með fangelsisminjasafni er stefnt að því að gera minjasögu fangelsa hátt undir höfði. Hversdagslegir gripir úr fangelsislífinu segja sögu hvort sem það er nú lyklaspjald, klefanúmer eða gömul fangavarðahúfa. Eins munir sem fangar hafa búið til í afplánun. Allt segir sína sögu. Endurspeglar hversdagslegt líf innan veggja fangelsanna og gefur til kynna hvað fangar hafa haft fyrir stafni og verið að hugsa. Sömuleiðis varpar þessi saga ljósi á störf fangavarða og aðbúnað allan. Einnig segir fangelsissagan frá tengslum byggðarlaga við fanga og fangelsi þar sem fangelsi voru sett niður eins og á Kvíabryggju, Sogni – og á á sínum tíma á Bitru. Svo ekki sé talað um Litla-Hraun á Eyrarbakka sem er nú einn stærsti einstaki vinnustaðurinn í sveitarfélaginu Árborg. Á sínum tíma voru allir ekki sáttir við að fangelsi væri sett niður í túnfót byggðarinnar. En það hefur nú breyst.

 

Fangelsisminjasagan segir og  frá því hvaða aðstæður hið opinbera bauð föngum upp á sem og starfsmönnum fangelsa. Þær aðstæður voru auðvitað misjafnar frá einu tímabili til annars. Í þessum aðstæðum speglaðist og viðhorf samfélagsins til brotamanna og þeirra kjara sem það taldi þeim rétt mátuleg á hverri tíð.

 

Hellusteypuvél og fleiri gripir

Þeir gripir sem safnað hefur verið eru flestir litlir um sig en engu að síður merkir. Fangelsisminjasafnið kallar nú eftir gripum og öllu því sem tengist minjasögu fangelsa og ætti heima í safninu. Margt leynist víða, það vita allir. Fólk er hvatt til að leggja safninu lið í söfnun á munum og hafa samband. Hver gripur, smár sem stór, er kærkominn.

 

Í fangelsunum sjálfum er að finna ýmsa gripi sem þurfa að koma í safnið þá fram líða stundir.

 

Dæmi um safngrip sem enn er til og væri kjörinn í safnið enda þótt fyrirferðamikill sé og fer seint í glerskáp (!), er hellusteypuvél sem keypt var fyrir Litla-Hraun í forstjóratíð Helga Gunnarssonar á áttunda áratug síðustu aldar – hann var forstjóri Litla-Hraun 1974-1982. Hún segir merka sögu – eldri vélar eru týndar og úr sér gengnar. Í nokkra áratugi var steypuvinna aðalvinnan á Litla-Hrauni. Steyptar voru gangstéttarhellur, holsteinar, millisteinar og netasteinar. Þetta var erfiðisvinna og fangarnir reyndu á sig sem var gott en nýja hellusteypuvélin létti undir með þeim. Í tengslum við netasteinana voru smíðaðir auðkennisjárnstimplar með auðkennum (skráningarnúmerum) báta og þrykkt ofan í blauta steypuna. Safnið á slíka stimpla.

 

En gripi vantar til dæmis úr Kópavogsfangelsinu og fleiri úr Hegningarhúsinu og Akureyrarfangelsinu. Eins frá Kvíabryggju. Söfnun er á byrjunarstigi eins og sjá má.

 

Drög að fangelsisminjasafni sýnd í Reykjavík

Drög að fangelsisminjasafni voru fyrst sýnd opinberlega í Grensáskirkju í Reykjavík einfaldlega  vegna þess að fangaprestur er þar með skrifstofuaðstöðu. Fordyri kirkjunnar er ágætur sýningarsalur og þar hafa ýmsar sýningar verið uppi við á umliðnum árum. Sýningin stóð yfir þar frá 12. maí og allt til 19. júní. Fjöldi fólks fer um kirkjuna á degi hverjum í ýmsum erindagjörðum og skoðaði meðal annars sýninguna. Hún vakti töluverða athygli og fólk hafði iðulega á orði að hún væri athyglisverð og það hefði ekki leitt hugann að þessum ramma fangelsa sem munir og myndir safnsins reyna að varpa ljósi á. Það er enda skiljanlegt þar sem veröld fangelsi er flestu fólki ókunn (sem betur fer má segja!) þrátt fyrir að vera þó nokkuð oft í fréttum. Afbrotamál er efnisflokkur sem fjölmiðlar eru býsna duglegir við að segja frá og sérstaklega  ef afbrotin eru alvarleg og átakanleg.

 

Hvar á Fangelsisminjasafn Íslands heima?

Sumir hafa sagt að fangelsisminjasafn eigi heima í Hegningarhúsinu í Reykjavík sem stendur við Skólavörðustíg 9. Svo sannarlega er það sögufrægt hús og byggt sem fangelsi og dómhús, þinghús og ráðhús á sínum tíma; bæjarþingsalurinn var á efri hæðinni og þar voru reyndar bæjarstjórnarfundir haldnir frá 1873-1903. Það var reist í Skólavörðuholtinu og þó undarlega hljómi þá var kvartað undan því á sínum tíma að það væri alltof langt frá miðbænum, eða kvosinni! Önnur er nú raunin í dag – þetta kallast í raun á við Hólmsheiðarfangelsi sem er að sönnu all langt frá miðbæ Reykjavíkur svo ekki sé meira sagt. En Hegningarhúsið stendur nú á einni dýrustu lóð borgarinnar og óbyggt svæði bakatil við húsið er verðmætt á húsþéttingartímum sem og kannski endranær. Dómssalurinn í húsinu er friðaður. Ólíklegt verður að teljast að svo dýrt húsnæði verði lagt undir safn – af hvaða tagi svo sem það væri. Því hefur reyndar verið fleygt að þar væri heppilegt að opna svokallað refsivörslusafn sem tæki til allra þeirra þátta hins opinbera kerfis sem hafa með refsimál og viðurlög að gera. Hætt er við að fangelsissagan myndi bera þar skarðan hlut frá því borði þar sem svo umfangsmikil saga yrði rakin.

 

Á Eyrarbakka er að finna nokkur söfn af ólíkum toga. Þar er náttúrlega fyrst að nefna Byggðsafn Árnesinga, sjálft Húsið er safn út af fyrir sig, Sjóminjasafn, Konubókasafn, stofnað var félagið Prentsögusetur og hefur verið rætt um að koma því fyrir á Eyrarbakka, Þuríðarbúð á Stokkseyri og Rjómabúið á Baugsstöðum er svo ekki langt undan. Eyrarbakki er því sannarlega safnastaður og ætti að efla þann þátt staðarins og vekja athygli á honum. Sjálfur er svo Eyrarbakki mikill og merkur sögustaður eins og menn vita.

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka er elsta starfandi fangelsi landsins. Hér ber allt að einum og sama brunninum. Eyrarbakki væri því kjörinn staður fyrir safnið. Allar hugmyndir um húsnæði undir safnið eru vel þegnar.

 

Tímamót

Stundum er sagt að orð séu til alls fyrst. Það er rétt út af fyrir sig. Fyrir nokkrum árum var vakin athygli á nauðsyn þess að koma á fót fangelsisminjasafni. En orðum verða líka að fylgja athafnir. Þessi drög að fangelsisminjasafni eru því mikilvæg og sýna hvað hægt er að gera. Á stuttum tíma hafa furðu margir munir safnast og margvísleg gögn. Það hefur verið mikil hvatning og fyrir það er þakkað af alhug. Auk þess hefur áhugi á málinu vaknað hjá mörgum.

 

Safnhugmyndin er í raun grasrótarstarfsemi nú um stundir og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir til starfa í því óslegna grasi!

 

Það eru tímamót þegar drögum að Fangelsisminjasafni Íslands er ýtt úr vör með formlegum hætti. Vonandi tekst vel til með safnið og því auðnist með styrk góðra manna og síðar meir með fulltingi opinberra aðila að varðveita menningarverðmæti sem lítill gaumur hefur verið gefinn. Fangelsissaga er nefnilega hluti af sögu lands og lýðs.
 


Séra Hreinn S. Hákonarson,

fangaprestur Þjóðkirkjunnar.

 

 

Séra Hreinn og nokkrir fangaverðir af Litla-Hrauni sem voru við opnun

sýningarinnar í Grensáskirkju þann 12. maí sl.

Talið frá vinstri: Ingvar Magnússon, séra Hreinn S. Hákonarson,

Björn Ingi Bjarnason, Friðrik Sigurjónsson, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson,

Jóhann Páll Helgason, Guðmundur Magnússon og Hafsteinn Jónsson.   Héraðsfréttablaðið Suðri

fimmtudaginn 14. júní 2018Skráð af Menningar-Staður
 

 

19.06.2018 21:12

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 23. júní 2018

 

 

 

 

 

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

 

    laugardaginn 23. júní 2018


Skráð af Menningar-Staður

 

 

19.06.2018 07:02

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

 

 

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915. Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri. Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.

 

 

Morgunblaðið- Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
 

 Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 20:33

Frá 17. júní að Stað á Eyrarbakka

 

.

 

Fjallkonan var Eva Guðbjartsdóttir.

 

 

Frá 17. júní

 

að Stað á EyrarbakkaVerðlaun fyrir Hópshlaupin 2018:

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

17.06.2018 18:45

Fjór­tán hlutu fálka­orðuna 17. júní 2018

 

 

Fálka­orðuhaf­arn­ir á Bessa­stöðum í dag ásamt for­seta Íslands. 

Ljós­mynd/?Gunn­ar G. Vig­fús­son

 

 

Fjór­tán hlutu fálka­orðuna 17. júní 2018

 

Fjór­tán manns hlutu heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum í dag, 17. júní.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu:

 

Þeir sem hlutu fálka­orðuna eru:

 

  1. Aðal­björg Jóns­dótt­ir prjóna­lista­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar prjóna­hefðar og hönn­un­ar

  2. Andrea Sig­ríður Jóns­dótt­ir út­varps­maður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til kynn­ing­ar á ís­lenskri og er­lendri dæg­ur­tónlist

  3. Árni Björns­son þjóðfræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra þjóðfræða og menn­ing­ar

  4. Edda Björg­vins­dótt­ir leik­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar

  5. Erna Magnús­dótt­ir for­stöðumaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu krabba­meins­sjúkra

  6. Friðrik Skúla­son tölv­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á sviði upp­lýs­inga­tækni

  7. Hilm­ar Örn Hilm­ars­son tón­skáld, Álfta­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar

  8. Krist­ín G. Gunn­laugs­dótt­ir mynd­list­armaður, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar

  9. Nanna V. Rögn­vald­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir ritstörf á sviði mat­ar­menn­ing­ar

10. Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son fyrr­ver­andi skip­herra, Hafnar­f­irði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­starfa

11. Stefán Karl Stef­áns­son leik­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar og sam­fé­lags

12. Stein­ar J. Lúðvíks­son rit­höf­und­ur, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sagna­rit­un­ar og blaðamennsku

13. Sæv­ar Pét­urs­son bif­véla­virki, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til varðveislu og end­ur­gerðar gam­alla bif­reiða

14. Val­gerður Jóns­dótt­ir skóla­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi tón­list­ar­kennslu fatlaðra.

 

Frá forseta Íslands.
 

 


Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 07:34

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

 

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

17.06.2018 07:21

17. júní 1811 - Jón Sigurðsson

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

17. júní 1811 - Jón Sigurðsson
 

 

Jón Sigurðsson var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní árið 1811. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur þar, og kona hans, Þórdís Jónsdóttir. Jón fór úr foreldrahúsum 18 ára gamall og stundaði nám og störf í Reykjavík um nokkurra ára bil.

 

Rúmlega tvítugur hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla. Þar sinnti hann, samhliða námi, ýmsum störfum og hugðarefnum, m.a. útgáfu Nýrra félagsrita.

 

Jón tók sæti á endurreistu Alþingi 1845 og sigldi þá til Íslands eftir að hafa dvalið samfellt í 12 ár í Kaupmannahöfn. Hann var þingmaður frá 1845–1879 og dvaldi þá á Íslandi meðan þing stóð, en á þessum árum kom þing saman annað hvert ár og stóð í sex vikur. Hann var frá upphafi forustumaður þingsins og lengstum forseti þess meðan hans naut við. Jón var lykilmaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og beitti sér í henni hvort sem hann var staddur á Íslandi eða í Kaupmannahöfn.

 

Jón Sigurðsson var búsettur í Kaupmannahöfn allt frá því að hann hélt þangað til náms 1833 og til dánardags þann 7. desember 1879.  Eiginkona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 06:39

17. júní 2018 - Þjóðhátíðardagur Íslendinga

 

 

 

         17. júní 2018 -

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

 

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.Skráð af Menningar-Staður

16.06.2018 08:19

Pjakkur gerir mikinn mannamun

 

 

 

Pjakkur gerir mikinn mannamun

 

Erna Gísla­dótt­ir og for­ystusauður­inn Pjakk­ur skilja hvort annað, til þess þarf ekki manna­mál. Erna held­ur um 20 kind­ur sér til ánægju á Eyr­ar­bakka þar sem hún er fædd og upp­al­in.

 

Ég man ekki eft­ir mér öðru­vísi en að kind­ur væru hluti af líf­inu á bernsku­ár­um mín­um hér á Eyr­ar­bakka. Pabbi var alltaf með lít­inn kinda­hóp, fyrst var hann með kinda­kofa í þorp­inu en flutti hann svo hingað upp eft­ir árið 1982. Ég tók við kind­un­um hans þegar hann féll frá árið 1995. Það kviknaði í kinda­kof­an­um okk­ar fyr­ir fjór­um árum og þá byggðum við nýtt stæðilegt fjár­hús á sama grunni og köll­um það alltaf kof­ann,“ seg­ir Erna Gísla­dótt­ir þar sem hún stend­ur um­kringd kind­un­um sín­um í grængres­inu við Há­eyr­ar­veg rétt utan við Eyr­ar­bakka. Erna á um 20 full­orðnar kind­ur sem hún held­ur sér til gam­ans og sautján báru lömb­um í vor.

„Ég á ekki all­ar þess­ar kind­ur sem eru hér í stykkj­un­um, vina­fólk okk­ar, Gummi og María, eiga hluta af þessu fé. Það er gott að vera í þessu með öðru fólki, við skipt­umst á að gá að þeim og erum þá nógu mörg til að smala þeim,“ seg­ir Erna sem er eig­andi beiti­lands­ins sem eru þrjú samliggj­andi stykki, Ak­ur­eyri, Akra­nes og Ak­ur­ey.

„Við slepp­um þeim svo yfir sum­arið vest­ur í mýri hér upp með ánni, þar sem fuglafriðlandið er, þar ganga all­ar kind­ur Eyr­bekk­inga sam­an yfir sum­arið. Stór hluti þeirra sem búa í þorp­inu er með kind­ur, það eru mörg hundruð kind­ur á vetr­ar­fóðrum hér. Á haust­in er svo öllu fé Eyr­bekk­inga réttað í Skúmstaðarétt, þá er líf og fjör.“

 

Ég get klappað þeim öll­um

 

Fjár­stofn Ernu sam­an­stend­ur af 17 full­orðnum kind­um, en auk þess á hún tvær vet­urgaml­ar gimbr­ar, tvo sauði og einn unda­neld­is­hrút. Og auðvitað öll lömb­in sem komu í heim­inn í vor. „Frjó­sem­in var bara fín, en ég fékk ekki eins mörg mislit lömb og ég hefði viljað, aðeins þrjár grá­ar gimbr­ar og einn svart­an hrút. Öll hin lömb­in eru hvít,“ seg­ir Erna og bæt­ir við að hún hafi farið fyr­ir nokkr­um árum vest­ur að Drangs­nesi og keypt hrút til unda­neld­is. „Til að fá nýtt blóð í stofn­inn hjá mér, þetta má ekki verða of skylt. Nýja féð mitt að vest­an hef­ur góða bygg­ingu, er með fyllt læri og lang­an hrygg, þetta er gott kjöt­fé. Við leggj­um auðvitað upp úr því þó þetta sé fyrst og fremst frí­stunda- og dek­ur­bú­skap­ur hjá okk­ur.“

 

Það má glögg­lega sjá að all­ar kind­urn­ar henn­ar Ernu eru ein­stak­lega gæf­ar, þær koma hlaup­andi til henn­ar þegar hún kall­ar á þær þar sem hún kem­ur að hólf­inu með mélköggla í föt­um til að gefa í renn­ur sem þar eru.

„Ég get klappað þeim öll­um. Ég fékk tvær nýj­ar kind­ur í haust frá manni hér í þorp­inu sem voru ljónstygg­ar, þær ruku upp um alla veggi í hvert sinn sem ég kom inn í kofa. En mér hef­ur tek­ist að spekja þær nokkuð, þær eru að ró­ast, þurftu bara tíma til að sam­lag­ast.“

 

Hrafn­inn kroppaði svöðusár í nár­ann á kind­inni Hröfnu

 

Hún leyn­ir sér ekki vænt­umþykj­an í rödd Ernu þegar hún spjall­ar við kind­urn­ar sín­ar í blíðum tón. Þetta eru vin­ir henn­ar og hún kall­ar ærn­ar „stelp­ur“.

 

„Þetta er hún Hrafna mín, hún er mik­il upp­á­haldskind hjá mér, hún er svo sér­stök og góð,“ seg­ir Erna og klapp­ar koll­óttri kind um kjamm­ann sem kem­ur upp að hlið henn­ar.

„Hún fékk nafnið í fram­haldi af því að hún rétt slapp und­an hrafn­in­um. Þegar hún var lamb að hausti fór hrafn­inn í hana þar sem hún var af­velta og hann kroppaði stórt svöðusár í nár­ann á henni, al­veg inn að kjöti. Litlu mátti muna að hon­um tæk­ist að drepa hana, en okk­ur tókst að græða þetta á löng­um tíma og bjarga henni.“

For­ystusauður­inn Pjakk­ur er líka í miklu upp­á­haldi og ber með sér að hann er dek­ur­dýr. Á hon­um er þó nokk­ur þótta­svip­ur, hann er yfir hinar kind­urn­ar haf­inn og minn­ir með lík­ams­stöðu sinni og bygg­ingu meira á hind en kind. Hann er spak­ur og biður um klapp hjá Ernu, en sér­vit­ur skepna er hann sem kýs brauð fram yfir mélköggla. Og hann er ekki allra.

„Pjakk­ur er ekk­ert fyr­ir ókunn­uga, hann ger­ir mik­inn mannamun. Hann er æðis­leg­ur,“ seg­ir Erna með mik­illi aðdáun og festu. „Hann var ósköp lít­ill þegar Skúli Steins gaf mér hann fyr­ir þrem­ur árum sem lamb, en Skúli held­ur for­ystu­fé hér á Bakk­an­um. Pjakk­ur kann að leiða fjár­hóp­inn, eins og for­ystukinda er hátt­ur, það er gam­an að fylgj­ast með hon­um,“ seg­ir Erna og bæt­ir við að hún hafi ekki látið marka hann. „Hann vildi ekki held­ur láta setja merki í eyrað á sér, hann bað mig um að það yrði ekki gert. Og ég lét það eft­ir hon­um. En hann er brenni­merkt­ur á horn­un­um með mínu nafni,“ seg­ir Erna og ját­ar því að hún og Pjakk­ur séu í góðu and­legu sam­bandi, þau skilji hvort annað.

 

Gard­ín­ur og mál­verk í fjár­húsi bónd­ans Ernu

 

Ernu dug­ar ekki að eiga aðeins kind­ur, hún er mikið fyr­ir dýr og er með þrjá ketti á heim­il­inu og átti áður tík­ina Jasmin til ell­efu ára. Erna er líka með rúm­lega tutt­ugu hæn­ur, í rými sem er hluti af kinda­kof­an­um, sem stend­ur í hest­húsa­hverfi Eyr­bekk­inga. Hið mynd­ar­lega fjár­hús sem kall­ast kofi ber hand­bragði Ernu vitni, þar eru gard­ín­ur í glugg­um og mál­verk á veggj­um.

 

Við kíkj­um inn til hænsn­anna sem leyfa Ernu að halda á sér en svo beyg­ir hún sig niður og nær í agn­arsmá­an kan­ínu­unga.

„Þeir eru nokkr­ir, mamma þeirra flutti óum­beðið hingað inn til hænsn­anna með þá, en þess­ar kan­ín­ur eru villt­ar og mikið hér í hest­húsa­hverf­inu. Hæn­urn­ar eru frjáls­ar haug­hæn­ur úti við yfir dag­inn, en ég byrgi þær inni yfir nótt­ina,“ seg­ir Erna sem er greini­lega bónd­inn í fjöl­skyld­unni, en eig­inmaður­inn Gulli seg­ist vera aðstoðarmaður. „Ég er sótt­ur þegar þarf að gera eitt­hvað.“

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 16. júní 2018
 

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.isSkráð af Menningar-Staður