Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

05.08.2016 20:53

Þrjár hátíðir á Suðurlandi á helginni

 

Sléttusöngurinn á Sumar á Selfossi laðar að þúsundir gesta.
Ljósm.: sunnlenska.is/Anna Rúnarsdóttir

 

 

Þrjár hátíðir á Suðurlandi á helginni

 

Þrjár bæjar- eða sveitahátíðir eru um helgina á Suðurlandi og fjölmargir viðburðir þeim tengdir fyrir alla fjölskylduna.

Á miðvikudag hófust bæjarhátíðirnar Hafnardagar í Þorlákshöfn og Sumar á Selfossi (á Selfossi). Á laugardaginn er svo hátíðin Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi.

Á Hafnardögum getur fjölskyldan öll fundið eitthvað við sitt hæfi en meðal helstu viðburða má nefna varðeld og brekkusöng í skrúðgarðinum á föstudagskvöld þar sem verða fjölmargar uppákomur. Á föstudagskvöld verður Lúðrasveitt partý í Versölum og á laugardagskvöld eru tónleikar með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar í Reiðhöll Guðmundar.

Sumar á Selfossi býður upp á tónleika með Úlfi Úlfi í Sigtúnsgarði á fimmtudagskvöld og tónlistardagskrá tileinkaða Vilhjálmi Vilhjálmssyni í Sigtúnsgarðinum á föstudagskvöld. Á laugardagsmorgun er boðið til morgunverðar í miðbænum og hátíðin nær hápunkti með Sléttusöng og flugeldasýningu á laugardagskvöld ásamt svitaballi með Stuðlabandinu.

Að vanda verður þétt og skemmtileg dagskrá á Grímsævintýri á laugardag. Tombólan fræga verður á sínum stað en hún verður haldin í nítugasta sinn. Handverks- og matarmarkaður verður í íþróttahúsinu ásamt bókamarkaði. Sirkus Íslands mætir og Leikfélagið Borg skemmtir gestum svo eitthvað sé nefnt.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

04.08.2016 14:51

Þróun veiðiheimilda í Þorlákshöfn

 

 

Frá Þorlákshöfn.

 

Þróun veiðiheimilda í Þorlákshöfn

 

Bæjarstjórn Ölfuss harmar þá þróun sem orðið hefur í sveitarfélaginu varðandi stöðu aflaheimilda á síðustu árum og þá sérstaklega síðustu mánuðum. Á innan við ári hafa rúmlega 3500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60% skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári.

Samkvæmt fréttatilkynningu sem birtist á vefsíðu HB Granda 26. júlí sl. munu aflaheimildir þær sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Ver verða nýttar til að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði. Aflaheimildir Hafnarness Vers eru um 28% skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum. Um 32% skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn voru sl. haust seldar þegar Skinney Þinganes keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Ver og nú hverfa úr sveitarfélaginu.

Forsvarsmönnum sveitarfélagsins finnst mjög miður að frétta fyrst af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í gegnum fjölmiðla, þó svo vitað hafi verið að skuldastaða fyrirtækisins væri erfið. Forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa jafnan hvatt til þess að leitað sé leiða til að selja veiðiheimildir innan sveitarfélagsins og með hagsmuni samfélagsins í huga sé þess nokkur kostur. Með því móti er hægt styrkja stöðu heimabyggðar í fiskveiðum og vinnslu til framtíðar.

Það kemur reglulega í ljós að þeir fyrirvarar sem sveitarfélög hafa samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda. Segja má að það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags.

Bæjaryfirvöld Sveitarfélagsins Ölfuss munu koma þeim skilaboðum á framfæri við stjórnvöld að verja þurfi sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti.


Af www.olfus.is


Skráð af Menningar-Staður

 
 

04.08.2016 14:41

"Áfall fyrir Suðurland í heild sinni"

 

 

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Mats Wibe Lund.

 

„Áfall fyrir Suðurland í heild sinni“

 

Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna sölu kvóta frá Þorlákshöfn, einu verstöð Árnesinga.

Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í morgun, fimmtudaginn 4. ágúst 2016.

Bæjarráð undrast ennfremur þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða strandveiðikvóta suðursvæðis á sama tíma og heildarkvóti strandveiða er aukinn.

„Íbúar frá öllu svæðinu, jafnt Hvergerðingar sem aðrir, hafa haft atvinnu af fiskveiðum og því er tap kvóta og skerðing aflaheimilda áfall fyrir Suðurland í heild sinni,“ segir ennfremur í bókun bæjarráðs.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

04.08.2016 08:30

Ásmundur ætlar sér 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi

 

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður Suðurkjördæmis.

 

Ásmundur ætlar sér 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi

Treystir kjósendum fyrir uppstillingu listans

 

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi á lista Sjálfstæðisflokks í komandi prófkjöri flokksins.. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ásmundur sendi frá sér í gær.

 

Tilkynninguna má sjá hér að neðan:

 

„Í samráði við fjölskyldu mína og stuðningsmenn allstaðar í kjördæminu hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 1 – 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi 10. september nk.
Þegar líður að kosningum og raðað verður að nýju á lista flokksins er mikilvægt að kjósendur hafi frjálsar hendur um uppstillingu á listann en Sjálfstæðisflokkurinn hefur treyst kjósendum flokksins fyrir því vali. Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna fyrir alla íbúa í kjördæminu frá síðustu kosningum, deila með þeim gleði og sorg og taka undir vagninn með fólki þegar aðstoðar hefur verið þörf.

Ég lýsi því yfir að ég er tilbúinn til að taka að mér forystuhlutverk á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust ef ég fæ til þess stuðning, en af hógværð sækist ég eftir 1 – 2. sæti. Ég hef sýnt það að ég læt verkin tala og stend með sannfæringu minni eins og fram hefur komið í mörgum málum. Ég mun halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað mér og vinna með fólkinu og atvinnulífinu í Suðurkjördæmi fái ég til þess stuðning í prófkjörinu 10. september.“

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður

 

 

Ásmundur Friðriksson er allra þingmanna duglegastur að rækta sambandið við kjósendur.
Hér er hann í Félagsheimilinu Stað  -Menningar-Stað- á Eyarrbakka

á lokadagshátíð vetrarvertíðar þann 11. maí s.l.

 

.

.

.

.

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður


 

03.08.2016 11:53

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 3. ágúst 2016

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 3. ágúst 2016

 

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð að néðan:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279709/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

03.08.2016 08:44

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands - Fyrsta heimsóknin í dag

 

 

 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

- Fyrsta heimsóknin í dag

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid heimsækja Sólheima í dag, 3. ágúst 2016. 

Tekið verður á móti forsetahjónunum klukkan 11 við Sesseljuhús þar sem gestir munu meðal annars skoða sýninguna Hrein orka, betri heimur.

Forsetahjónin snæða hádegisverð með íbúum. Eftir hádegi skoða þau vinnustofur, verkstæði og fyrirtæki Sólheima. 

Listsýning með verkum íbúa verður skoðuð sem og sýning sem sett var upp til minningar um Íslandsgöngu Reynis Péturs. Heimsókn forsetahjónanna lýkur með samveru í Sólheimakirkju sem hefst klukkan fjögur. 

Í tilkynningu segir Guðmundur Ármann, framkvæmdastjóri Sólheima, það íbúum Sólheima óvæntur og mikill heiður að fyrsta opinbera heimsókn þeirra hjóna skuli vera til Sólheima.

 

Heimsókn, óvæntur heiður og ánægja


Skráð af Menningar-Staður

 

 

02.08.2016 20:32

Prófkjör Pírata hófst í dag - 2. ágúst 2016

 

image

 

Prófkjör Pírata hófst í dag - 2. ágúst 2016

 

Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust hófst í dag og stendur til 12. ágúst. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér.

 

Kosningin fer fram í rafrænu kosningakerfi Pírata. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér, en fæstir þeirra sækjast eftir ákveðnu sæti.

 

Meðal þeirra sem bjóða sig fram eru Álfheiður Eymarsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Karl Óskar Svendsen, Kristinn Ágúst Eggertsson og Sigurður Ágúst Hreggviðsson á Selfossi, Marteinn Þórsson í Hveragerði, Valgarður Reynisson á Laugarvatni, Elvar Már Svansson, Brautarholti á Skeiðum og Sighvatur Lárusson, Hvammi í Holtum.

 

Píratar í Suðurkjördæmi hafa boðað til kynningarfundar á Hótel Örk í Hveragerði, fimmtudaginn 4. ágúst kl. 20:00. Þar gefst tækifæri til að spjalla við frambjóðendur ásamt því að heyra kynningar þeirra og spyrja þau spurninga.

 

Upplýsingar um frambjóðendurna má finna hér.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

01.08.2016 21:07

Mik­il ánægja með nýj­an for­seta

 

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son geng­ur í Dóm­kirkj­una. Ljósm.: mbl.is/?Júlí­us Sig­ur­jóns­son.

 

Mik­il ánægja með nýj­an for­seta

 

Hundruð komu sam­an á Aust­ur­velli til að fylgj­ast með form­legri embættis­töku nýs for­seta, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar í dag, mánudaginn 1. ágúst 2016. 

And­rúms­loftið við þing­húsið var þægi­legt og veður gott; logn og hlýtt. 

Mik­il ánægja virt­ist með nýj­an for­seta. 

 

Guðni var kjörinn forseti þann 25. júní síðastliðinn. Hann er íslenskur sagnfræðingur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987. Síðar nam hann sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Englandi og útskrifaðist með BA gráðu árið 1991. Hann lauk meistaranámi í sagnfræði við HÍ árið 1997. Tveimur árum síðar lauk hann MSt-gráðu frá Oxford háskóla.
 

Guðni er kvæntur Elizu Reid frá Kanada og eiga þau fjögur börn. Guðni á dóttur af fyrra hjónabandi.
Morgunblaðið / RUV

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.08.2016 07:20

Eftirminnilegt Bessastaðalíf í 20 ár

 

 

 

Eftirminnilegt Bessastaðalíf í 20 ár

 

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lauk formlega sínu fimmta kjörtímabili á miðnætti í gærkvöld, 31. júlí 2016. 

Um leið kveður þjóðin líka Dorrit Mousaieff, að minnsta kosti í hlutverki forsetafrúar, en í um 16 ár hefur hún gefið Bessastöðum líf og lit. 

Sunnudagsblað Morgunblaðsins stiklaði á stóru í gegnum árin 20 í myndasafni blaðsins.

 

Sjá þessa slóð:

bls. 10 - 15

http://www.mbl.is/bladid-pdf/2016-07-30/I2016-07-30.pdf?237aa25a03ea9caf269f504eab645e3d

 

Nokkrar myndir:
 

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

31.07.2016 21:46

31. júlí 2016 - Alþjóðadagur landvarða

 

 

Þessi föngulegi hópur fór í fræðsluferð um Herðubreiðarlindir með landverði.

Fjalladrottningin Herðubreið hreinsaði skýin af kollinum í tilefni dagsins.

 

31. júlí 2016 - Alþjóðadagur landvarða
 

Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs við Drekagil héldu alþjóðadag landvarða hátíðlegan í dag og í gær með pompi og prakt.

Á laugardagskvöld (30.júli)  mættu 25 manns í geimfaragöngu, en gengið var úr Drekagili að Nautagili.

 

Í morgun, 31. júlí, kl. 10 fóru 22 í fræðsluferð með landverði um Holuhraun hið nýja og á sama tíma fékk annar landvörður 5 manns með sér í göngu í Herðubreiðarlindum. Í Öskju mættu síðan 7 manns í fræðsluferð kl. 13.

 

Við slúttuðum síðan deginum með kleinubakstri, kaffi og opnu húsi í Drekagili og buðum ferðamönnum og öðrum hálendisbúum í spjall um störf landvarða, þjóðgarðinn og lífið uppi á fjöllum.

 

Allir hér eru hæstánægðir með daginn og lukkulegir með góða þátttöku í fræðsluferðum.

Við landverðir stöndum síðan vaktina áfram í dag sem aðra daga - líkt og þúsundir annarra landvarða um allan heim.

 

Takk fyrir okkur, og sjáumst uppi á fjöllum.

Af Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs
https://www.facebook.com/Vatnajokulsthjodgardur/posts/1427058327311294


 

 

Kleinumeistari landvarða, Júlía Björnsdóttir, frá Eyrarbakka/Flateyri
stóð í ströngu við pottana í Drekagili.Skráð af Menningar-Staður