Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.12.2018 08:55

Merkir Íslendingar - Þorsteinn Gíslason

 


Þorsteinn Gíslason (1928 - 2014)
 

 

Merkir Íslendingar - Þorsteinn Gíslason

 

Þor­steinn Gísla­son fædd­ist í Kot­hús­um í Garði 1. desember 1928,

son­ur hjón­anna Gísla Árna Eggerts­son­ar, skip­stjóra þar, og Hrefnu Þor­steins­dótt­ur hús­freyju. Bróðir Gísla Árna var Þor­steinn, faðir Eggerts G. Þor­steins­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

 

Bræður Þor­steins Gísla­son­ar: Eggert, skip­stjóri og afla­kóng­ur í Reykja­vík, og Árni, skip­stjóri í Reykja­vík og lengi starfsmaður SÞ, en hann lést 1997.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Þor­steins er Vil­borg Vil­mund­ar­dótt­ur handa­vinnu­kenn­ari. For­eldr­ar henn­ar voru Vil­mund­ur Gísla­son, bóndi í Króki í Garðabæ, og k.h., Þor­björg Stef­an­ía Guðjóns­dótt­ir hús­freyja. Börn Þor­steins og Vil­borg­ar eru Vil­mund­ur, bygg­inga­meist­ari og grunn­skóla­kenn­ari; Gísli, pró­fess­or við HÍ; Hrefna arki­tekt og Þor­björg, verk­efna­stjóri við HÍ.

 

Þor­steinn tók kenn­ara­próf frá KÍ 1952, próf frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1953 og stundaði fram­halds­nám í stjórn­un og tækni­grein­um sjáv­ar­út­vegs í Dan­mörku og Nor­egi 1975-76 og í Banda­ríkj­un­um 1978.

 

Þor­steinn var skóla­stjóri Gerðaskóla í Garði 1954-60, stýri­maður og skip­stjóri á sumr­um frá 1953-80 og landsþekkt aflakló, var kenn­ari í Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1960-82, vara­fiski­mála­stjóri 1969-83 og fiski­mála­stjóri 1983-93.

 

Þor­steinn var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík 1967-71, sat í stjórn Fiski­fé­lags Íslands 1969-82, í stjórn Síld­ar­verk­smiðja rík­is­ins frá 1971 og stjórn­ar­formaður þar 1977-95, í stjórn BÚR 1976-82, í stjórn Afla­trygg­inga­sjóðs og stjórn­ar­formaður hans 1983-86, í stjórn Bjargráðasjóðs 1983-93, í stjórn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar 1983-93 og sat í fjölda stjórn­skipaðra nefnda. Hann skrifaði fjölda greina um sjáv­ar­út­veg og sjáv­ar­út­vegs­fræðslu. Hann hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1995.

 

Þor­steinn lést 12. ágúst 2014.Morgunblaðið.

 

 

Aflaskipið Víðir II GK-275 frá Graði kemur inn til Raufarhafnar með síld.
Skipstjóri þar Þorsteinn Gíslason. 
Skráð af Menningar-Staður

02.12.2018 08:41

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

 

 

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1. desember 1726,

sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur.


 

Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli. Hann lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.


 

Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afraksturinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi.


 

Eggert var skipaður varalögmaður sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Guðmundar, móðurbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal, héldu um vorið áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftakaveðri á Breiðafirði 1768.


 

Þjóðin öll syrgði Eggert enda mikils af honum vænst. Hann var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Eggert trúði á land, þjóð og framtíð og var mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd. Af skáldskap Eggerts er hins vegar Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. En önnur skáld hafa ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Jochumsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.

_______________________________

 

Eggert Ólafs­son fædd­ist 1. des­em­ber árið 1726. 
Í Skáldu, af­mæl­is­daga­bók Jó­hann­es­ar úr Kötl­um, er þetta er­indi eft­ir Eggert:

 

Skulu kaup­ferðir

í kjör fall­ast

og vaxa vel­meg­in;

springa munu blóm­st­ur

á bæj­ar­tré,

göfgu mun þá fjölga fræi.

 

Flest­ir þekkja Lyst­hús­kvæði Eggerts. 
Þetta er viðkvæðið:

 

Fag­urt galaði fugl­inn sá

forðum tíð í lundi;

listamaður­inn lengi þar við undi.

 

Hér koma tvö fyrstu er­ind­in:

 

Und­ir blá­um sól­ar sali

Sauðlauks- uppi í lygn­um -dali

fólkið hafði af hanagali

hvörs­dags skemmt­un bæn­um á,

fag­urt galaði fugl­inn sá

og af fleiri fugla hjali

frygð um sum­ar-stund­ir;

listamaður­inn lengi þar við undi.

 

Laufa byggja skyldi skála,

skemmti­lega sniðka og mála

í lystig­arði ljúfra kála,

lít­il skríkja var þar hjá,

fag­urt galaði fugl­inn sá;

týr­ar þá við timbri rjála

á tóla smíða fundi

listamaður­inn lengi þar við undi.

 

Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður

 

01.12.2018 08:17

100 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 


Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.
 

 

100 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

 

Í dag, 1. desember 2018, minnist íslenska þjóðin að 100 ára eru frá fullveldi Íslands. 

 


Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. 


Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.


 

Þrátt fyrir að áralangri baráttu hafi verið lokið með fullveldi landsins var lítið um hátíðahöld þegar haldið var upp á fullveldisdaginn í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst drepsótt sú sem kölluð var spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.
 Skráð af Menningar-Staður.

01.12.2018 06:33

Fullvalda ríki í eina öld

 

 

 

Fullvalda ríki í eina öld

 

 

 Þess er víða minnst að Ísland varð

 

frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918

 

 

Fjölbreytt hátíðarhöld víða um land 

 

 
 

Skráð af Menningar-Staður

30.11.2018 06:32

Brautryðjendur fyrir vestan

 

 

 

Brautryðjendur fyrir vestan

 

Ný bók frá Vestfirska forlaginu til heiðurs

vestfirskum vegavinnumönnum.

 

 

Ein af þeim sjö bókum sem Vestfirska forlagið gefur út í flóðinu að þessu sinni nefnist Brautryðjendur fyrir vestan. Hún er út gefin til heiðurs vestfirskum vegavinnumönnum: Verkstjórunum, ráðskonunum, vinnukonunum, tippurunum, hefilsstjórunum, gröfumönnunum, bílstjórunum, jarðýtustjórunum, snidduhleðslumönnunum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Þar á meðal hinum mörgu strákum sem byrjuðu sinn feril í vegavinnunni. Vegfarendur koma einnig nokkuð við sögu við ýmsar aðstæður.


 

   Engu er líkara en fjöldi vestfirskra vega hafi verið greyptir í landið þegar landnámsmenn komu. Svo inngrónir eru þeir landslaginu i dag. Vestfirskir vegir voru almennt snilldarlega lagðir og bera höfundum sínum gott vitni. Og hafa komið Vestfirðingum að ótrúlega góðum notum. Hvernig hefðu Vestfirðir verið án vega? Óbyggilegir. Þarf ekki annað en líta til Hornstranda í þeim efnum.

 
Skráð af Menningar-Staður

28.11.2018 21:10

Bjarni Harðarson með þrjátíu nýjar bækur fyrir jólin

 

 

 

 

Bjarni Harðarson

 

með þrjátíu nýjar bækur fyrir jólin

 

 

Við Austurveginn á Selfossi er Bókakaffi Bjarna Harðarsson og Elínar Gunnlaugsdóttur, eiginkonu hans þar sem þau reka kaffihús og bóksölu. Þau eiga einnig bókaútgáfuna Sæmund en sú útgáfa gefur út hvorki meira né minna en 30 nýjar bækur fyrir jólin enda bunkinn hár.
 


Allar bækurnar lætur Bjarni prenta í útlöndum og segir hann að bækurnar séu af fjölbreyttum toga. Skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur, örsögur og stærri fræðiverk eru á meðal þess sem er gefið út fyrir þessu jól. Hann er stoltur af afrakstrinum og þykir starfið afar skemmtilegt.En staða bókarinnar, hvernig er hún að mati Bjarna?„Hún er auðvitað erfið eins og bóka um allan heim en fréttir af andláti bókarinnar eru nú mjög orðum auknar“.En hvar lætur Bjarni prenta bækurnar sínar?„Langmest er þetta prentað núna í Norður Þýskalandi en það eru líka prentstaðir eins og Bosnía, Lettland þó við höfum ekki bundið okkur við neitt sérstakt land. Ég verð auðvitað að játa það að ég prenta þetta allt erlendis eins og greinin í heild sinni en það er afleiðing af þessari ofhitnun samfélagsins, þá gerist þetta“.Bjarni segist eiga von á þokkalegum bókajólum þó hann segist ekki gera ráð fyrir að bóksalir séu að rétta strax úr kútnum eftir kreppu síðustu ára.

 

VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

 

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

28.11.2018 06:34

Hljóðfæri mikilla möguleika

 


Tón­listar­fólk. Björg­vin Tóm­as­son org­elsmiður og Hrönn Helga­dótt­ir

org­an­ist við alt­ari Guðríðar­kirkju með org­elið í bak­sýn.

Það verður vígt við hátíðlega at­höfn á öðrum sunnu­degi í aðventu,

em er eft­ir tæp­ar tvær vik­ur.

 

 

Hljóðfæri mikilla möguleika

 

 

Org­elið í öllu sínu veldi. Nú er verið að fínstilla nýtt org­el

í Guðríðar­kirkju í Grafar­holti, sem er vin­sæl til tón­leika­halds.

Hljóðfærið hæf­ir hús­inu vel og radd­irn­ar fylla hvert rými þess.

 

 

Pípu­org­elið er eins og heil sin­fón­íu­hljóm­sveit,“ seg­ir Hrönn Helga­dótt­ir org­an­isti í Guðríðar­kirkju í Grafar­holti í Reykja­vík. „Mögu­leik­arn­ir sem þetta hljóðfæri skap­ar eru mikl­ir og fyr­ir mig hafa verið for­rétt­indi að fylgj­ast með smíði þess og vera með í ráðum. Það er líka að koma á dag­inn að org­elið hæf­ir þessu húsi vel vel. Hjómb­urður­inn hér er góður og radd­ir org­els­ins fylla kirkj­una.“

 

Píp­urn­ar eru 1.112

Þessa dag­ana er verið að leggja loka­hönd á upp­setn­ingu nýs nítj­án radda pípu­org­els í Guðríðakirkju, sem verður svo vígt við hátíðlega at­höfn þann 9. des­em­ber næst­kom­andi. Það er ann­ar sunnu­dag­ur í aðventu og þá er jafn­framt tíu ára vígslu­af­mæli kirkj­unn­ar. Form­leg­ur vígslu­dag­ur var 7. des­em­ber 2008, en í sept­em­ber það ár var samið við Björg­vin Tóm­as­son org­elsmið á Stokks­eyri um hljóðfæri í kirkj­una. Hann var aðeins kom­inn af stað þegar banka­kerfið á Íslandi hrundi svo allt fór í baklás svo setja þurfti smíðina á ís. Nokkr­um árum síðar gat Björg­vin svo tekið aft­ur upp þráðinn; að smíða org­elið með sínu flókna gang­virki og píp­um bæði úr tré og málmi sem eru 1.112 tals­ins. Sjálf­ur vann hann mikið að smíði og­els­ins í Guðríðar­kirkju en aðrir sem að verk­inu komu eru Jó­hann Hall­ur Jóns­son, Guðmund­ur Gest­ur Þóris­son, Júlí­us Óttar Björg­vins­son og Mar­grét Erl­ings­dótt­ir.

 

Hef­ur smíðað 38 org­el

Safnað hef­ur verið fyr­ir org­el­inu með frjáls­um fram­lög­um, tón­leika­haldi og ýms­um öðrum leiðum. Safn­ast þegar sam­an kem­ur, eins og mál­tækið herm­ir, og allt hafðist á end­un­um þótt hægt miðaði um hríð.

 

„Moz­art sagði að pípu­org­elið væri drottn­ing hljóðfær­anna og hafði sjálfsagt nokkuð til síns máls þar. Þetta eru stór­kost­leg hljóðfæri, en vissu­lega nokkuð flók­in að allri gerð. Í svona verk­efni fara þúsund­ir vinnu­stunda,“ seg­ir Björg­vin. Hann hef­ur með sínu fólki smíðað 38 org­el af ýms­um stærðum og gerðum sem eru í kirkj­um vítt og breitt um land.

 

Tón­list­ar­starf í Guðríðar­kirkju hef­ur frá fyrstu tíð verið öfl­ugt. Þar eru tveir barnakór­ar og svo kirkju­kór sem Hrönn Helga­dótt­ir stjórn­ar, en hún kom til starfa við Grafar­holts­söfnuð tals­vert löngu áður en kirkj­an var reist, en áður var sal­ur í þjón­ustu­blokk aldraðra við Þórðarsveig nýtt­ur til helgi- og sam­komu­halds. „Þegar kirkj­an var tek­in í gagnið feng­um við Est­onia-flygil; frá­bært hljóðfæri sem er í miklu upp­á­haldi hjá mér. En org­elið nýja er sem allt önn­ur ver­öld. Með því hægt að kalla fram ótrú­leg­ustu hljóma og skapa margt skemmti­legt,“ seg­ir Hrönn Helga­dótt­ir að síðustu.

Hljóðfærið.

Kirkj­an ómar öll, er sungið í sálmi eft­ir Stefán frá Hvíta­dal.

— Morg­un­blaðið/?Sig­urður Bogi

 

 

Morgunblaðið 27. nóvember 2018.
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Staður.

27.11.2018 06:50

Akstur Ásmundar ekki brot á reglum

 

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Akstur Ásmundar ekki brot á reglum

 

For­sæt­is­nefnd Alþing­is tel­ur ekk­ert gefa til kynna að hátt­erni Ásmund­ar Friðriks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, í tengsl­um við end­ur­greidd­an akst­urs­kostnað hafi verið and­stætt siðaregl­um alþing­is­manna. Þá tel­ur nefnd­in ekki til­efni til þess að hefja al­menna rann­sókn á end­ur­greidd­um akst­urs­kostnaði þing­manna.

 

Þetta kem­ur fram í svari for­sæt­is­nefnd­ar við er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata.

 

For­sæt­is­nefnd tel­ur ekki að fram hafi komið upp­lýs­ing­ar eða gögn sem sýni að til staðar sé grun­ur um refsi­verða hátt­semi sem kæra beri til lög­reglu sem meint brot á regl­um for­sæt­is­nefnd­ar um end­ur­greiðslu akst­urs­kostnaðar.

 

Björn Leví óskaði eft­ir því að for­sæt­is­nefnd kannaði sér­stak­lega hvert og eitt ferðatil­efni þar sem þingmaður hefði fengið end­ur­greidd­an akst­urs­kostnað og hvort ástæða væri til þess að höfða gegn þeim siðareglu­mál. Til vara, féll­ist for­sæt­is­nefnd ekki á þá kröfu, óskaði Björn eft­ir því að at­hugað yrði hvort Ásmund­ur hefði brotið siðaregl­ur vegna end­ur­greiðslna sem hann fékk fyr­ir akst­urs­kostnað.

 

Hafnaði öll­um ásök­un­um

 

Vegna þessa máls ritaði Ásmund­ur bréf til for­sæt­is­nefnd­ar. Þar hafn­ar hann því með öllu að hafa mis­notað aðstöðu sína og lagt fram mis­vís­andi reikn­inga eða reikn­inga vegna per­sónu­legs akst­urs. Ásak­an­ir um fjár­svik séu rang­ar.

 

„Ég hef gert grein fyr­ir ferðum mín­um í hvert sinn og fylgt þar í einu og öllu regl­um um þing­far­ar­kostnað, vinnu­regl­um skrif­stofu Alþing­is og leiðbein­ing­um um end­ur­greiðslu ferðakostnaðar,“ rit­ar Ásmund­ur.

 

Hann upp­lýs­ir jafn­framt að hafa í fe­brú­ar á þessu ári end­ur­greitt 178 þúsund krón­ur vegna ferðakostnaðar í tengsl­um við þátta­gerð fyr­ir ÍNN. Seg­ist hann ekki hafa þegið laun sem þátta­stjórn­andi hjá ÍNN en tekið viðtöl við áhuga­vert fólk í kjör­dæm­inu. Ásmund­ur seg­ir þetta hafa orkað tví­mæl­is og því hafi hann end­ur­greitt ferðakostnaðinn.Morgunblaðið 27. nóvember 2018.

 

 

Ásmundur Friðriksson er hér í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka þangað sem

hann hefur oft komið á liðnum árum.

Aðdáunarverð er ræktarsemi Ásmundar við fólk i öllu Suðurkjördæmi. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.

27.11.2018 06:42

Merkir Íslendingar - Edda Heiðrún Backman

 

 

Edda Heiðrún Backman (1957 - 2016).

 

Merkir Íslendingar - Edda Heiðrún Backman

 

 

Edda Heiðrún Backm­an fædd­ist á Akra­nesi 27. nóvember 1957.

For­eldr­ar henn­ar voru Jó­hanna Dag­fríður Arn­munds­dótt­ir og Hall­dór Sig­urður Backm­an.

 

Börn Eddu Heiðrún­ar eru Arn­mund­ur Ernst leik­ari og Unn­ur Birna nemi.

 

Edda Heiðrún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Sund 1978 og leik­ara­prófi frá Leik­list­ar­skóla Íslands 1983.

 

Edda Heiðrún var mik­il­virk og vin­sæl leikk­kona til árs­ins 2004. Þá hafði hún greinst með MND-sjúk­dóm­inn, hætti að leika, sneri sér að leik­stjórn og leik­stýrði fjölda sýn­inga í Borg­ar­leik­hús­inu og Þjóðleik­hús­inu. Árið 2007 opnaði hún blóma­búðina Súkkulaði og rós­ir, þar sem hún bauð upp á heims­ins besta súkkulaði og fal­leg­ustu rós­ir. Hún fann sköp­un­ar­krafti sín­um nýj­an far­veg, 2008, er hún hóf að mála með munn­in­um, vatns­lita- og ol­íu­mynd­ir af fugl­um og fólk­inu sem var henni kært. Hún hélt fjölda sýn­inga í Reykja­vík og út um land, auk þess sem hún átti mynd­ir á sýn­ing­um er­lend­is.

 

Edda Heiðrún barðist fyr­ir rétt­ind­um fatlaðs fólks og lagði mikið af mörk­um þegar hún, ásamt Holl­vina­sam­tök­um Grens­ás, stóð fyr­ir lands­söfn­un til upp­bygg­ing­ar og end­ur­bóta á Grens­ás­deild und­ir yf­ir­skrift­inni Á rás fyr­ir Grens­ás. Þar söfnuðust á annað hundrað millj­ón­ir króna.

 

Edda var mik­ill talsmaður um­hverf­is­vernd­ar og ís­lenskr­ar nátt­úru, barðist fyr­ir stofn­un há­lend­isþjóðgarðs á miðhá­lendi Íslands og stofnaði fé­lags­skap­inn Rödd nátt­úr­unn­ar árið 2016.

 

Edda Heiðrún var þris­var sæmd Íslensku sviðslista­verðlaun­un­um, þ.ám. heiður­sverðlaun­um Grím­unn­ar 2015, hlaut Íslensku kvik­mynda­verðlaun­in, Edd­una, 2003, var borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2006 og var samþykkt af Alþingi í hóp heiðurslista­manna árið 2008.

 

Edda Heiðrún lést 1.október 2016.Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Staður.

26.11.2018 18:13

Fullveldishátíðinni víða fagnað með viðburðum á Suðurlandi

 

 

 

 

Fullveldishátíðinni víða fagnað

með viðburðum á Suðurlandi
 

1. desember 2018

 

Ríkisstjórn Íslands efnir til fullveldishátíðar í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland öðlaðist fullveldi. Fjölbreyttir viðburðir ætlaðir almenningi verða í helstu menningarstofnunum þjóðarinnar auk þess sem boðið verður til veislu víða um landið. Á Suðurlandi eru ýmsir viðburðir tengdir fullveldishátíðinni sem hægt er að sækja. Hér að neðan gefur að líta einhverja þeirra.

 

100 ára fullveldi í hugum barna

 er yfirskrift sýningar á verkum nemenda Grunnskólans í Hveragerði. Sýningin var opnuð föstudaginn 16. nóvember sl. á Bókasafninu í Hveragerði og Listasafni Árnesinga. Laugardaginn 1. des. frá kl. 14-16 verður afhending viðurkenninga sem hluti af menningardagskrá barna í Listasafni Árnesinga. Sýningin verður opin út árið.

 

Halldór Einarsson í ljósi samtímans

 er myndlistarsýning í Listasafni Árnesinga. Sýningin er á verkum Halldórs auk fjögurra annarra listamanna; Anna Hallin (1965), Birgir Snæbjörn Birgisson (1966), Guðjón Ketilsson (1956) og Rósa Sigrún Jónsdóttir (1962). Sýningin er opin til 16. desember.

 

Þingvellir, friðun og fullveldi. 

Á fullveldisdaginn verður ókeypis inn á nýja sýningu í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gestum gefst færi á að spyrja starfsfólk út í sýninguna og Þingvelli. Klukkan 11 verða afhjúpuð fræðsluskilti á nýju sýningunni sem lýsa hvernig friðunarhugmyndir Þingvalla mótast um líkt leyti og Ísland verður fullvalda þjóð 1918. Klukkan 14 er hátíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju og mun sr. Kristján Valur Ingólfsson þjóna fyrir altari.  Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.

 

Fullveldi í kjölfar Kötlugoss 

verður haldin á Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 11:00 munu nemendur Tónlistarskóla Skaftárhrepps flytja tónlist. Frumsýnd stuttmynd um Kötlugos og önnur gos. Opnuð vefsíða um Kötlugos, Katla100.is  Guðrún Gísladóttir, prófessor í landafræði við HÍ segir frá Kötlugosinu 1918. Zbigniew and Teresa Zuchowicz flytja tónlist. Veitingar í Kirkjubæjarskóla í boði Skaftárhrepps. Kl. 12:00 -14:00 Sögusýning sem nemendur Kirkjubæjarskóla hafa sett upp. Þar á meðal er annáll frá árinu 1918, fróðleikur um frostaveturinn mikla, Kötlugos, spænsku veikina, Fullveldi Íslands og fleira.

 

Menningardagskrá barna 1. desember 2018 

Um árabil hafa Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga í Hveragerði efnt til menningardagskrár að kvöldi fullveldisdagsins 1. desember, þar sem myndlist, orðlist og tónlist er teflt saman eina kvöldstund. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldisdagsins sem árið 2018 ber upp á laugardag verður efnt til menningardagskrár með börnum og fyrir börn um miðjan dag og Grunnskólinn í Hveragerði bætist við sem samstarfsaðili. Efnt verður til ritunarsamkeppni og samkeppni í myndmennt út frá fullveldishugtakinu innan skólans á haustmisseri. Óháðar dómnefndir verða fengnar til að velja nokkur verk sem verða verðlaunuð út frá mismunandi forsendum til þess að leggja áherslu á fjölbreytta nálgun viðfangsefnisins. Úrval myndverka verður til sýnis í Listasafni Árnesinga og úrval ritverka í Bókasafninu frá og með 16. nóvember og út árið. Á Menningardagskrá barna – 1. des. 2018 verða niðurstöður dómnefnda kynntar og viðurkenningar veittar. Þá munu börn kynna og lesa úr nokkrum völdum ritverkum og kynna nokkur valin myndverk. Tónlistarflutningur á menningardagskránni 1. des. verður í höndum barna sem stunda nám við Tónlistarskóla Árnesinga. Um leið og aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands er minnst gefst börnunum tækifæri til að setja fullveldishugtakið í mismunandi samhengi og tengja nútímanum – og börnum og fjölskyldum þeirra, ásamt öðrum íbúum svæðisins, gefst kostur á að eiga samverustund sem auðgar andann með áhugaverðri dagskrá.

 

Fjallkonurnar okkar

Viðburðurinn Fjallkonurnar okkar verður haldinn í Versölum, ráðhúsi Ölfuss laugardaginn 1. desember kl. 15:30 í tilefni 100 ára afmælis Fullveldisins Íslands. Nokkrar af þeim sem hafa verið fjallkonur í Þorlákshöfn á 17. júní í gegnum tíðina koma og flytja það ljóð sem þær fluttu þegar þær voru fjallkonur.
Samhliða þessum viðburði verður ljósmyndasýning um fjallkonur opnuð í Galleríinu undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss. Allir velkomnir! Kaffi og smákökur í boði.Viðburðurinn er unnin í samstarfi við Kvenfélag Þorlákshafnar. Kvenfélagið hefur séð um að tilnefna fjallkonuna á ári hverju og félagið á skautbúninginn sem fjallkonurnar klæðast.

 

Hátíðartónleikar í Skálholtsdómkirkju 100 ára fullveld 

Hátíðartónleikar í Skálholtsdómkirkju í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga og upphafs aðventu.Flutt verður fjölbreytta tónlist sem tengist á einhvern hátt tilefninu og kemur tónleikagestum einnig í rétta stemmningu fyrir komandi aðventu og jól svo ekki sé minnst á þessi merku tímamót okkar Íslendinga. Fram koma Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls ásamt söngfólki úr Landeyjum, Kirkjukórar Stóra-Núps og Ólafsvallakirkna, Skálholtskórinn, Karlakór Selfoss og Öðlingarnir. Kórarnir mynda hátt í 100 manna blandaðan kór og einnig 100 manna karlakór. Einsöngvari á tónleikunum er Oddur Arnþór Jónsson bassi. Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet og Matthías Nardeau leikur á Óbó. Orgel og píanó meðleik annast Jón Bjarnason og Guðjón Halldór Óskarsson. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur ávarp og stjórnendur eru Guðjón Halldór Óskarsson, Jón Bjarnason og Þorbjörg Jóhannsdóttir.


Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00
Miðaverð 2500 krónur
frítt fyrir börn yngri en 12 ára
öryrkja og eldri borgara.
Skráð af Menningar-Staður