Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

27.05.2016 21:24

Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar

 

 

Sóley ÍS 225 kom ný til Flateyrar þann 27. maí 1966.                Ljósm.: Snorri Snorrason

 

 

Úr blaðinu Ægi árið 1971

 

 

 

 

Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar
 

Starfshópur um 50 ára afmæli Sóleyjar ÍS 225 kom saman til fundar í dag hvar lögð var hin þekkta lokahönd á gerð dagskrár fyrir afmælisferðin á laugardaginn.

Starfshópinn skipa Gudmundur Einar JonssonGuðmundur Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Svo segir í bókun fundarins:

Ákveðið er að -Menningarsjóður Allrahanda- bjóði til 50 ára afmælisferðar Sóleyjar ÍS 225 laugardaginn 28. maí 2016 og hefur ferðin fengið heitið:

Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"

Heiðursgestur í ferðinni verður Emil Ragnar Hjartarson kennimaður, skólastjóri og sagnameistari.

Dagskrá:

 

Hafnarfjörður – Kænan kl. 09:00 
Samverustund með Sóley ÍS 225 
Röst SK 17 (Sóley ÍS 225) liggur þar við bryggju.

 

Stokkseyri kl. 11:00 
Sóley ÁR 50 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Stokkseyrar og fl.
Þórður Guðmundsson – Elfar Guðni Þórðarson – Björn Ingi Bjarnason

 

Hafið bláa við Ölfusárósa kl. 12:30 
(Hádegisverður sem þátttakendur greiða sjálfir)

 

Þorlákshöfn kl. 13:30 
Heilsað uppá Jóhönnu ÁR 206 (Vísir ÍS 171) 
Hannes Sigurðsson – Björn Ingi Bjarnason

 

Grindavík kl. 14:30 
Sjóferðasögur, bryggjuspjall og bæjarstjóratal 
Ásgeir Magnússon – Friðrik Hafberg – Jón Gunnar Stefánsson

 

Vogar kl. 16:00 
Móttaka bæjarstjórans í Vogum, Ásgeirs Eiríkssonar 
Þuríður Halldórsdóttir GK 94 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Voga
Árni Magnússon – Magnús Ágústsson – Andrés Guðmundsson

 

Hafnarfjörður kl. 18:00 
Ferðarlok

 

Öllum sem eitthvað liggur á hjarta er velkomið að tjá sig á öllum stöðum og í bílnum líka. Þetta verður eins og Flateyri fortíðarinnar, fáar reglur og allar gleymdar. Því fleiri sem eitthvað geta lagt til málanna því skemmtilegra verður það.

Bílstjóri í ferðinni verður sjálfur Bíla-Bergur, Guðbergur Guðnason
 

 

Sóley ÁR 50 frá Stokkseyri.                                                        Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.05.2016 12:14

Eldsmiðja vígð á Eyrarbakka

 

 

Smiðjan er frábærlega staðsett í gamalli skemmu á Eyrarbakka.

 

Eldsmiðja vígð á Eyrarbakka

 

Eldsmíðafélag Suðurlands vígði eldsmiðju félagsins um liðna helgi. Kveikt var upp í ferðaafli, glóandi járnið hamrað og gestum og gangandi boðið að líta inn.

 

Félagsmenn hafa unnið að því með samhentu átaki og góðum stuðningi Uppbyggingasjóðs Suðurlands að koma á fót eldsmiðju og félagsaðstöðu. Smiðjan er frábærlega staðsett í gamalli skemmu á Eyrarbakka umkringd eldri skúrum og gömlum grjóthleðslum, húsnæði sem ekki þótti mikil framtíð í en er nú smátt og smátt að fá á sig góða mynd og mikilvægt hlutverk.

 

Félagsmenn eru um 40 talsins og fer ört fjölgandi. Einhverjir kunna handbragðið en aðrir ganga í félagið til að læra eldsmíði eða líka til að styðja framtakið. Mikil hugur er í félagsmönnum um að miðla kunnáttunni áfram til ungra sem aldinna og halda í heiðri gamalli verkþekkingu.

 

Allir áhugasamir geta haft samband við Ragnar Gestsson formann í síma 824 3939 eða sent tölvupóst áeldsud@gmail.com

 

Ef einhver lesandi lumar steðja eða eldsmíðatólum og vil gefa eða lána þá er það mjög vel þegið því félaginu vantar fleiri steðja.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

25.05.2016 07:08

Fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 24. maí 2016

 

.

 

 

Fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 24. maí 2016

 

Mjög fjölmennur og vel heppnaður fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka með Guðríði Helgadóttur var haldinn í Félagsheimilinu Stað á Eyarrbakka í gær, þriðjudaginn 24. maí 2016.

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm er komið hér á síðuna.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278683/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

23.05.2016 21:03

Fischersetur opnaði 15. maí 2016

 

Fischersetur við Austurveg á Selfossi.

 

Fischersetur opnaði 15. maí 2016

 

Fischersetrið opnar sunnudaginn 15. maí 2016 og verður opið daglega kl. 13:00–16:00 til 15. september.Í setrinu eru til sýnis ýmsir hlutir og myndir tengdir heimsmeistaranum í skák Bobby Fischer, en hann varð heimsmeistari í skák er hann tefldi á móti Boris Spassky í Reykjavík, 1972. Hlutir og myndir frá þessu heimsmeistaraeinvígi eru til sýnis í setrinu. Ennfremur myndir frá því tímabili er hann varð íslenskur ríkisborgari og dvöl hans hér á landi síðustu æviár sín.

Margir líta svo á að þessi viðburður hafi komið Íslandi á kortið, og samkvæmt könnun sem gerð var á meðal fréttamanna á BBC þá álitu þeir þennan viðburð sem einn af 20 þýðingarmestu viðburðum síðustu aldar.

Langstærstur hluti ferðamanna er heimsækja Setrið eru erlendir ferðamenn og varð töluverð aukning í fjölda heimsókna í fyrra m.v. sumarið áður. Nokkrir ferðamenn hafa gagngert heimsótt Ísland til að koma í Fischersetur og að gröf Fishcers.

 

Snar þáttur í starfsemi Fischerseturs er fjöldi sjálfboðaliða, en nú eins og áður þá eru það sjálfboðaliðar sem standa vaktina í Setrinu.Í sumar eru það eftirfarandi í stafrófsröð:

Aðalsteinn Geirsson, Árni Erlendsson, Böðvar Jens Ragnarsson, Eiríkur Harðarson, Eysteinn Jónasson,

Gissur Jensson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Einarsson, Hjörtur Þórarinsson,

Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Valdimar Guðmundsson, Vilhjálmur Sörli Pétursson,

Þórdís Kristjánsdóttir og Sjafnarblóm þeirra starfsmenn.

 

Fyrir þetta óeigingjarna framlag sjálfboðaliðanna eru stjórn og framkvæmdaráð Fischerseturs ákaflega þakklát.

 

Gleðilegt sumar!
Af wwwdfs.is


Skráð af Menningar-Staður

22.05.2016 20:54

21. maí 2016 - 100 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen (1859-1916)

 

21. maí 2016 - 100 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916. 

Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.

Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).

 

Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.
 

Settur málaflutningsmaður við landsyfirdóminn 1. ágúst 1884. 
Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1884–1892. Vikið frá 1892. Lausn með eftirlaunum 1895. 
Stjórnaði kaupfélagi á Ísafirði 1888–1901, það annaðist m.a. saltfisksölu til Miðjarðarhafslanda. 
Rak verslun á Ísafirði 1895–1915. 
Ritstjóri og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi 1901–1908 og rak þar prentsmiðju. 
Fluttist til Reykjavíkur 1908 og átti þar heima síðan.

 

Skipaður í milliþinganefndina 1907. Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1908–1913. Í milliþinganefnd í launamálum 1914. Í velferðarnefnd 1915.
 

Alþingismaður Eyfirðinga 1890–1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892–1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Forseti sameinaðs þings 1909–1911. Varaforseti neðri deildar 1901, varaforseti sameinaðs þings 1909.
 

Ævisögu hans hefur ritað Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, tvö bindi (1968 og 1974).
 

Ritstjóri: Þjóðviljinn (1887–1891). Þjóðviljinn ungi (1892–1899). Þjóðviljinn (1901–1915). Fram (1898). Sköfnungur (1902). Norður-Ísfirðingur (1911).

 

Alþingismannatal - www.alþingi.is
---------------------------------------------


 

Blaðið Vísir 22. maí 1916

 

.

.

 

Af www.timarit.is


Skráð af Menningar-Staður

21.05.2016 17:39

yrsti hluti pílagrímagöngu: Frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn

 

 

Strandarkirkja.                                                              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fyrsti hluti pílagrímagöngu: Frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn

 

Á morgun, sunnudaginn 22. maí 2016, verður gengin fyrsta dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju í Skálholti.

Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma, en vinnuhópur um verkefnið var skipaður í kjölfar kynningafundar í Skálholti þar sem Edda Laufey Pálsdóttir, eldri borgari í Þorlákshöfn, kynnti hugmyndina.  Í vinnuhópnum eiga sæti þau Barbara Guðnadóttir fyrir Ölfus, Bragi Bjarnason fyrir Árborg, Rósa Matthíasdóttir fyrir Flóahrepp, Ásborg Arnþórsdóttir fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur Suðurprófastsdæmis.

Að mörgu er að hyggja þegar ný gönguleið er hönnuð. Ræða þarf við landeigendur, ákveða gönguleið á hverjum stað, huga að merkingum og prufuganga leiðirnar. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, en styrkurinn mun nýtast í fyrsta hluta verkefnisins sem miðar að því að velja leiðir, kortaleggja og skipuleggja prufugöngur. Göngurnar í sumar sem skipulagðar eru með Ferðafélagi Íslands, eru einmitt fyrstu prufugöngurnar.

 

Alls verður gengið fimm sunnudaga í sumar á eftirfarandi dögum:


22. maí, Strandarkirkja – Þorlákskirkja. 

Lagt af stað með rútu kl. 9:30 frá íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Gengið frá Strandarkirkju um 18 km leið með sjónum sem leið liggur austur í Þorlákshöfn.


21. júní, Þorlákshöfn – Stokkseyri. 

Brottför með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30. Gengið eftir sandfjörunni frá Þorlákshöfn að Hafinu Bláa og áfram með sjónum, framhjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar. Þessi ganga er um 19 km löng.


25. júní. Stokkseyri – Villingaholt. 

Brottför með rútu frá Villingaholtskirkju kl. 9:30. Gengið frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri um fallegt svæði að Gaulverjabæjarkirkju og áfram að Villingaholti um 21 km.


10. júlí. Villingaholt í Flóa – Ólafsvallakirkja á Skeiðum. Brottför með rútu frá Ólafsvallakirkju kl. 9:30. Gengið um Flóann og upp Skeiðin um 20 km leið um sunnlenska sveit.


24. júlí. Ólafsvallakirkja á Skeiðum – Skálholtsdómkirkja. 

Brottför með rútu frá Skálholti kl. 7:00. Gengið um 17 km leið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum sem leið liggur um fallega sveit norður í Skálholti. Göngunni lýkur á Skálholtshátíð þar sem pílagrímar koma einnig úr Borgarfirði þennan dag.

 

Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr. fyrir félaga í FÍ) og er það Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar en nánari upplýsingar má finna á vefsíðu FÍ eða í síma 5682533.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

 

21.05.2016 15:33

Tvö ný farfuglaheimili opnuð

 

 

Farfuglaheimilið á Eyrarbakka.                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 

 

Tvö ný farfuglaheimili opnuð

 

Tvö ný farfuglaheimili bættust við hér á landi í vor og eru þau nú orðin 35 talsins.

 

Nýju farfuglaheimilin eru á Eyrarbakka og Reykhólum.

Einnig hefur verið unnið að gagngerum breytingum á Farfuglaheimilinu á Laugarvatni.

 

Fram kemur í tilkynningu frá Farfuglum, sem eru hluti af Hostelling International, að hjónin Jóhann Jónsson og Jessi Kingan hafi opnað gistiheimili á Eyrarbakka í maí 2015 í gamla frystihúsinu á staðnum, sem gekk undir nafninu Gónhóll. Hjónin hafi ákveðið að ganga til liðs við Farfugla nú í lok apríl.

Á Reykhólum var lengi rekið Farfuglaheimili að Álftalandi en starfsemin hafði legið niðri í fjögur ár. Það hefur verið opnað að nýju eftir gagngerar endurbætur en nú- verandi rekstraraðilar eru hjónin Sveinn Borgar Jóhannesson og Guðbjörg Tómasdóttir

Farfuglaheimilið á Laugarvatni hefur verið í rekstri og hluti af heimilisneti Farfugla síðan 1997 en hefur nú gengið í gegnum miklar endurbætur. Bætt hefur verið við 15 herbergjum með baði, að- staða fyrir gesti hefur verið bætt sem og aðgengi fyrir fatlaða. Hjónin Jóna Bryndís Gestsdóttir og Gunnar Vilmundarson reka heimilið.

Morgunblaðið 21. maí 2016.

 

.

 

 Skráð af Menningar-Staður

21.05.2016 11:51

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum

 


Leikskólinn Breimver á Eyrarbakka.

 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum

 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum fyrir:

 •  
 • Leikskólann Álfheima
 • Leikskólann Brimver/Æskukot
 •  

Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum stjórnendum með leikskólakennararéttindi og stjórnunarreynslu. Í sveitarfélaginu búa rúmlega 8 þúsund manns, lögð er áhersla á eflingu skólastarfs, snemmtæka íhlutun, gott samstarf skóla, skólastiga, foreldra og helstu fagaðila sem koma að málefnum barnanna.

 

Meginverkefni:

 • Veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
 • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans
 • Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af skólastefnu sveitarfélagsins og aðalnámskrá leikskóla

 

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi áskilin
 • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og hæfni í starfi með börnum
 • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

 

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918 og Áhugasamir geta sent umsóknir á skolathjonusta@arborg.is eða í pósti merktum fræðslusviði Árborgar v/leikskólastjóra, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 6. júní 2016. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.


Af www.arborg.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.05.2016 10:39

Uppsögn á kjörum í ræstingum

 


Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.

 

Uppsögn á kjörum í ræstingum

 

Í grein forsvarsmanna Bárunnar, stéttarfélags á dfs.is í dag er fjallað um þá ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar að greiða laun fyrir ræstingar á fjórum leikskólum samkvæmt gilandi kjarasamningum. Samið var um nýtt fyrirkomulag uppmælingar í ræstingum á árinu 2011 að kröfu stéttarfélaganna, sem vildu taka upp kerfi sem reynsla var af frá Danmörku. Í lok febrúar s.l. var sex starfsmönnum sem starfa við ræstingar á fjórum leikskólum Árborgar tilkynnt að til stæði að greiða fyrir ræstingar í samræmi við fyrirmæli í kjarasamningi aðila um hið breytta fyrirkomulag uppmælingar, sem taka átti gildi á fyrri hluta ársins 2014. Í samræmi við grein 11.1.4.1 í kjarasamningi var hafður sami fyrirvari á breytingunni og ef um uppsögn væri að ræða og starfsmönnum skylt að tilkynna innan mánaðar hvort þeir uni breytingunum eða láti af störfum ella.

Látið er að því liggja í greininni að sveitarfélagið hafi að verulega litlu leyti komið til móts við starfsfólkið vegna breytinganna. Undirrituð vill koma því á framfæri af hálfu sveitarfélagsins að komið hefur verið til móts við umrædda starfsmenn að þrennu leyti eftir að tilkynnt var um breytingarnar: Í fyrsta lagi með því að lengja um einn mánuð aðlögunartíma að kjarasamningsbundnum kjörum. Í öðru lagi með því að lengja um fimm vikur þann tíma sem starfsmenn höfðu til að tilkynna hvort þeir uni breytingunum eða ekki. Í þriðja lagi með því að endurskoða uppmælinguna, sem leiddi til aukningar í tíma í öllum tilvikum nema tveimur. Þá má hafa í huga að skv. kjarasamningi bar að gera umræddar breytingar á fyrri hluta árs 2014 og hefur sveitarfélagið því greitt umfram skyldu í ríflega tvö ár.

 

F.h. Sveitarfélagsins Árborgar
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri

 

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður