Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

29.01.2016 08:52

Vigdís í vöfflukaffi 29. janúar 2016

 

 

 

Vigdís í vöfflukaffi 29. janúar 2016
 

Vigdís Hauksdóttir í vöfflukaffi í Framsóknarhúsinu við Eyraveg 15 á Selfossi

í dag, föstudaginn 29. janúar 2016 kl. 16 - 18

Allir velkomnir.


Skráð af Menningar-Staður

28.01.2016 09:05

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg

 


 

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2016. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 2.febrúar nk. kl.18:30.

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Í tilkynningu frá nefndinni segir að mikil sóknarfæri séu í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.
Skráð af Menningar-Staður

27.01.2016 21:45

27. janúar 1960 - Óðinn kom

 


Óðinn við bryggju á Flateyri. Ljósm.: BIB

 

27. janúar 1960 - Óðinn kom

 

Varðskipið Óðinn kom til landsins þann 27. janúar 1960. 

Því var beitt í þremur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa. 

Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík.

 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 27. janúar 2016

 

 

 

Eyrbekkingurinn og Önfirðingurinn Vilbergur Magni Óskarsson,
skipherra, á brúravæng Óðins við bryggju á Flateyri.Skráð af Menningar-Staður
 

26.01.2016 16:04

Spilavist BSE byrjar 27. janúar 2016

 

 

 

Spilavist BSE byrjar 27. janúar 2016

 

Foreldrafélag BES stendur fyrir fjórum spilakvöldum.

Það fyrsta verður annað kvöld, miðvikudag 27. janúar 2016, á Stokkseyri kl. 18:00.

Allir hjartanlegavelkomnir

– börn, foreldrar, ömmur og afar, kennarar, vinir og nágrannar

Stjórnin


Skráð af Menningar-Staður

 

26.01.2016 13:29

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. janúar 2016

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

26.01.2016 12:55

70.900 FERÐAMENN Í DESEMBER 2015

 

 

70.900 FERÐAMENN Í DESEMBER 2015

 

Um 70.900 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 17.100 fleiri en í desember 2014. Aukningin nemur 31,9% milli ára. Fjöldi erlendra ferðmanna um Keflavíkurflugvöll var því um 1.262.000 á árinu 2015. Gera má ráð fyrr að tölurnar nái til um 97% ferðamanna sem hingað komu. Ótaldir eru þeir sem komu um aðra millilandaflugvelli og farþegar Norrænu en heildaruppgjör fyrir árið mun liggja fyrir síðar í mánuðinum.

Ferðamenn í desmeber

Aukning eftir mánuðum:

• 34,5% í janúar
• 34,4% í febrúar
• 26,8% í mars
• 20,9% í apríl
• 36,4% í maí
• 24,2% í júní
• 25,0% í júlí
• 23,4% í ágúst
• 39,4% í september
• 49,3% í október
• 34,1% í nóvember
• 31,9% í desember

Bretar og Bandaríkjamenn 51,5% ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðerni í desember 2015Um 76% ferðamanna í desember síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bretar voru langfjölmennastir eða 34,3% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn (17,2%). Þar á eftir fylgdu Kínverjar (6,8%), Pólverjar (3,8%), Þjóðverjar (2,9%), Japanir (2,5%), Danir (2,3%), Frakkar (2,3%), Norðmenn (2,0%) og Kanadamenn (2,0%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Kínverjum mest milli ára í desember en 6.700 fleiri Bretar komu í desember í ár en í fyrra, um 5.400 fleiri Bandaríkjamenn og um 1.900 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi 81,9% aukningu ferðamanna í desember.

Fjöldi ferðamanna í desember á tímabilinu 2002-2015

Ferðamenn eftir markaðssvæðumFerðamönnum í desember hefur fjölgað verulega frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002 og þá einkum síðastliðin fjögur ár. Þannig hefur heildarfjöldi ferðamanna í desembermánuði meira en þrefaldast frá árinu 2011 og munar þá mestu um aukningu Breta sem hafa meira en fimmfaldast, N-Ameríkana sem hafa meira en fjórfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,önnur þjóðerni“ sem hafa nærri fjórfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma tvöfaldast en Norðurlandabúum hefur einungis fjölgað lítilsháttar.

Tæplega 1,3 milljón á árinu

Á árinu 2015 fóru tæplega 1,3 milljónir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll eða um 292.700 fleiri en á árinu 2014. Um er að ræða 30,2% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 51,6% frá N-Ameríku, 33,5% frá Bretlandi, 19,6% frá Mið- og S-Evrópu og 41,7% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“.

Ferðir Íslendinga utan

Um 32.900 Íslendingar fóru utan í desember síðastliðnum eða um 4.800 fleiri en í desember árið 2014. Á árinu 2015 fóru um 450.300 Íslendingar utan eða um 50.300 fleiri en á árinu 2014. Aðeins einu sinni áður hafa ferðir Íslendinga utan verið fleiri á einu ári en það var árið 2007.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð þannig að inn í tölunum eru erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn desember 2015 tafla

 Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

26.01.2016 11:45

Eyrarrósarlistinn 2016 birtur

 

 

 

Eyrarrósarlistinn 2016 birtur

 

Listi yfir tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár.

Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Eyrarrósarlistinn 2016 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 2. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósarlistinn 2016:

  • Act Alone
  • Að – þáttaröð N4
  • Barokksmiðja Hólastiftis
  • Eldheimar
  • Ferskir vindar
  • Northern Wave
  • Reitir
  • Rúllandi snjóbolti
  • Sauðfjársetur á Ströndum
  • Verksmiðjan á Hjalteyri

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn um miðjan febrúar næstkomandi í Frystiklefanum að Rifi.

Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.

Nánar um verkefnin á Eyrarrósarlistanum 2015

Act Alone

Leiklistarhátíðin Act Alone er haldin árlega á Vestfjörðum yfir sumartímann og fagnar í ár þrettán ára afmæli sínu.  Sérstaða Act Alone felst í því að hún er meðal fárra leiklistarhátíða í heiminum sem helgar sig einleiknum og einnig hefur hún aukið aðgengi almennings að þessu sérstaka leikhúsformi með því að hafa ókeypis á allar sýningar. http://actalone.net

Að - þáttaröð N4:

N4 hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vandaða umfjöllun um menningu og mannlíf, fyrst á Norðurlandi en nú einnig á Austurlandi og Suðurlandi. Í ár mun Vesturland bætast í hópinn. Að – þáttaröðin er 30 mínútna þáttur sem sýndur er þrisvar í viku. Í þáttunum er lögð áhersla á fjölbreytta og uppbyggilega umfjöllun á sviði menningar- og lista, nýsköpunar og atvinnulífs. http://n4.is/

Barokksmiðja Hólastifts:

Markmið Barokksmiðju Hólastiftis eru að kynna barokktónlist fyrir tónlistarfólki og almenningi, auka áhugann á þessu tímabili tónlistarsögunnar og fjölga tækifærum starfandi tónlistarfólks til að taka þátt í metnaðarfullu tónlistarstarfi í háum gæðaflokki. Barokksmiðjan stendur á ári hverju fyrir Barokkhátíðinni á Hólum þar sem haldnir eru tónleikar, fyrirlestrar og námskeið fyrir tónlistarfólk og gesti. http://barokksmidjan.com/

Eldheimir

Eldheimar er safn, menningar- og fræðslusetur tileinkað eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973. Markmið Eldheima er að miðla fróðleik um Heimaeyjargosið sem og sögu Surtseyjar, sem rekin er sérstaklega í Surtseyjarstofu. Auk fastra sýninga safnsins er þar reglulega haldnir tónleikar og myndlistarsýningar, auk annarra fjölbreyttra viðburða. http://eldheimar.is

Ferskir vindar

Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð í Garði. Markmið hátíðarinnar er að skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góðs af og færa listina til fólksins. Þeir listamenn sem taka þátt í hátíðinni dvelja í fimm vikur í Garði við listsköpun sína og standa fyrir ýmis konar sýningum og uppákomum á með dvölinni stendur. Með listahátíðinni er verið að efla menningu og listir á Suðurnesjum og laða að ferðamenn utan háannatíma. www.fresh-winds.com/

Northern wave

Á hverju ári er alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave haldin í Grundarfirði. Hátíðin fer fram yfir eina helgi og býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða.. Hátíðin hefur beint sjónum kvikmyndagerðarmanna að Grundarfirði sem tökustað, en þar hafa verið teknar upp stuttmyndir, heimildamyndir og þáttaraðir fyrir sjónvarp. http://northernwavefestival.com 

Reitir

Sumarsmiðjan Reitir býður árlega 20 skapandi einstaklingum frá öllum heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju.Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman fólki úr ólíkum áttum og starfsgreinum myndi fjölbreytt reynsla þáttakenda grunn að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð. Markmið smiðjunnar er að vera virkur þáttur í menningaruppbyggingu Siglufjarðar, í samstarfi við íbúa staðarins.  http://reitir.com

Rúllandi snjóbolti

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) og hefur verið haldin frá árinu 2014 í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi. Sumarið 2015 voru sýnd verk 26 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi, Íslandi og víðar. Verkefnið eflir tengsl listamanna í Evrópu og Asíu og beinir einnig sjónum að fjölbreyttu menningarstarfi Austfirðinga.  http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=3112

Sauðfjársetur á Ströndum

Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002. Jafnan eru uppi fjórar sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Þar er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind og handverks- og minjgagripabúð. Auk þessa stendur Sauðfjársetrið fyrir fjölda viðburða á ári hverju, þar sem markhópurinn er bæði heimamenn og ferðafólk. Á síðustu árum hefur þessi dagskrá þróast mjög og viðburðum fjölgað. http://strandir.is/saudfjarsetur/

Verksmiðjan Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri var stofnsett af listafólki á Norðurlandi sumarið 2008 með það að markmiðið að reka listamiðstöð, sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð. Verksmiðjan hefur óslitið í þessi átta ár staðið fyrir framsæknu myndlistar- og menningarstarfi sem hefur dregið að fjölda áhugasamra gesta og listamanna og eru umsvif hennar í stöðugum vexti. http://verksmidjan.blogspot.com/

-------------------------------------------------------------------------

Hrútavinir af Suðurlandi voru gestir fyrir nokkrum árum í Sauðfjársetrinu að  Sævangi á Ströndum.


.


.

 


Skráð af Menningar-Staður

25.01.2016 07:56

UNESCO og Hrútavinafélagið Örvar

 

Dr. Guðrún Ingimundardóttir á fundinum á Selfossi. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

UNESCO og Hrútavinafélagið Örvar

 

Dagana 21. – 23. janúar 2016 voru haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á Suðurlandi um óáþreyfanlegan menningararf „menningarerfðir“ og sáttmála UNESCO um verndun hans.

 

Það var dr. Guðrún Ingimundardóttir  sem stjórnaði fundunum röggsamlega.

 

Fundirnir voru:

·       Selfoss – í Fjölheimum, fimmtudaginn 21. janúar

 

·       Hvolsvöllur – Hótel Hvolsvöllur, föstudaginn 22. janúar

 

·       Kirkjubæjarklaustur –   föstudaginn 22. janúar

 

·       Höfn í Hornafirði –  laugardaginn 23. janúar

 

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku, að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

 

Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum Menntamálaráðuneytisins en markmiðið með því er að

 

·       Koma af stað umræðu um menningarerfðir

 

·       Fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda

 

·       Skrá félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða

 

·       Kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka átti tvo fulltrúa á fundinum í Fjölheimum á Selfossi; þá Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, kvaddi sér hljóðs að lokinni framsögu Guðrúnar Ingimundardóttur.  Hann benti réttilega á að undirstaða þessa verkefnis UNESCO og Menntamálaráðuneytisins virtist vera sótt í stjórnarskrá Hrútavinafélagsins Örvars þar sem segir um tilgang félagsins; „Að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita“ Var þessari ábendingu vel tekið af fundargestum.

Hrútavinafélagið Örvar er því; "Hirðar menningararfleiðarinnar "


 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er koimið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276871/Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.01.2016 21:49

Áttu mynd af vita

 

 

Auglýsing í Fréttablaðinu 23. og 24. janúar 2016. 

 

 

Áttu mynd af vita

 

 

 

Listaverkið "Brennið þið vitar" eftir Elfar Guðna Þórðarson

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

24.01.2016 07:10

Píratar mælast langstærstir

 

 

 

Píratar mælast langstærstir

 

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 12. til 20. janúar 2016.

 

Samkvæmt könnuninni jókst fylgi Pírata um 2,6 prósentustig og mældist nú 37,8%.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur farið minnkandi síðustu tvær kannanir á sama tíma og fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hefur verið sveiflukennt og fylgi Vinstri grænna hefur þokast upp á við. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun, samkvæmt frétt MMR.

 

Athygli vekur að MMR spurði sérstaklega um stuðning við Sturlu Jónsson, vörubílstjóra og reyndist 1% aðspurðra styðja Sturlu, eða næstum því fjórðungur á við þá sem segjast styðja Bjarta framtíð, en það voru 4,4% aðspurðra.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,5% en hafði verið 20,6% í síðustu könnun (18. desember) og 22,9% í könnuninni þar áður (7. desember).

Fylgi Framsóknarflokksins mældist 10,0% en hafði verið 11,5% í síðustu könnun og 12,9% í könnuninni þar áður.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,5% en hafði verið 11,4% í síðustu könnun og 9,4% þar áður.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,4% en hafði verið 12,9% í síðustu könnun og 9,4% þar áður.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 4,4% nú en hafði verið 5,3% í síðustu könnun og 4,6% þar áður.

Fylgi annarra flokka mældist um og undir 1%. 


Morgunblaðið laugardagurinn 23. janúar 2016


 


Skráð af Menningar-Staður