Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

21.05.2016 10:30

Ræstingafólkið greiðir niðurskurð sveitarfélagsins

 

 

Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.
 

 

Ræstingafólkið greiðir niðurskurð sveitarfélagsins

 

 

Eftirfarandi grein um ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar að segja upp kjörum í ræstingum

var birt í Dagskránni í dag (19. maí 2016):

 

Sveitarfélagið Árborg hefur sagt upp starfsmönnum í ræstingum á fjórum leikskólum í sveitarfélaginu.

Þann 8. mars sl. sendi Báran, stéttarfélag áskorun til Sveitarfélagsins Árborgar um að endurskoða þá ákvörðun að segja upp kjörum í ræstingum á Leikskólunum Árbæ, Álfheimum, Æskukoti og Brimveri.
Í kjarasamningum milli aðila sem undirritaður var í júni 2011 var samið um nýtt kerfi í ræstingum sem átti að leysa af eldra kerfi. Aðlögunartími fyrir nýtt kerfi var til 1. mars 2014. Sveitarfélagið er með þessu að framfylgja þessari breytingu sem varð á kjarasamningnum og taka til notkunar þetta svokallaða „nýja kerfi“.

Starfsmenn voru mjög ósáttir við þá uppmælingu/útreikninga sem lágu til grundvallar launaútreikum og þeim launakjörum sem áttu að taka gildi þegar nýtt kerfi tæki við. Báran, stéttarfélag ásamt þeim starfsmönnum sem um ræðir fóru í ákveðna faglega vinnu vegna þessara breytinga. Vinnan fólst í því að fara vel yfir nýja uppmælingu sem Árni Steinar Stefánsson starfsmaður Starfsgreinasambands Íslands framkvæmdi og bera mælinguna saman við þann tíma og þau störf sem mælingin nær yfir og leita leiða til sátta í þessu máli.

Við það að skipta gamla kerfinu út fyrir það nýja hefur í för með sér töluverðar breytingar á þeim kjörum þeirra sem í hlut eiga. Að skipta yfir í annað kerfi þarf ekki að þýða það að skerða launakjörin svo verulega að grundvöllurinn til þess að stunda þessi tilteknu störf er brostinn. Í stuttu máli þýðir þetta mjög mikla kjaraskerðingu hjá þeim starfsmönnum sem um ræðir og hefur Báran, stéttarfélag skorað á sveitarfélagið að endurskoða ákvörðun sína.

Sveitarfélagið hafnar þessum tillögum nánast að öllu leyti. Niðurstaðan er sú að fimm konur af þeim sex sem um ræðir munu láta af störfum því allt eru þetta konur sem uppsagnirnar ná til.
Báran, stéttarfélag harmar ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar og telur að vegið sé að þessum mannauði sem starfar hefur af alúð og samviskusemi allan sinn starfsaldur sem telur samanlagt 83 ár.

 

F.h. Bárunnar, stéttarfélags
Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, formaður
Þór Hreinsson, skrifstofustjóri

 


Af www.baran.is
 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.05.2016 06:17

Fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 24. maí 2016

 

 

 

Fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 24. maí 2016

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.05.2016 21:44

Dagskrá - Fjör í Flóa

 

Félagslundur.

 

Dagskrá – Fjör í Flóa

 

Meðfylgjandi er dagskrá hátíðarinnar „Fjör í Flóa“ sem verður haldin dagana 27. – 29. maí 2016

 

Fjör í Flóa auglysing

Smella: 
http://www.floahreppur.is/wp-content/uploads/2016/05/Fjorifloa_auglysing.pdf

http://www.floahreppur.is/wp-content/uploads/2016/05/Dagskr%C3%A1-Fj%C3%B6r-i-Fl%C3%B3a-2016-og-s%C3%B6lub%C3%A1sar.pdf

M.a. þetta:

Laugardagur 28. maí kl. 09:00-11:00 Félagslundur:

Morgunmatur í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi.

Allir velkomnir í notalega samverustund og hinn margrómaða morgunmat sem öll kvenfélögin í Flóahreppi sjá um.

Kökubasar kvenfélaganna. Hans Allan Tómasson frá Austurbæ sýnir verk sín.

Ungmennafélagið Þjótandi verður með kynningu og mátun á nýjum íþróttagöllum félagsins. Af www.floahreppur.is
 


Skráð af Menningar-Staður

 

20.05.2016 17:15

Uppbyggingarsjóður Suðurlands - fyrri úthlutun 2016

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands – fyrri úthlutun 2016


 

Í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2016  bárust sjóðnum 137 umsóknir. Styrkur var veittur 87 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna um 38 milljónir. Úthlutað var um 19 mkr. til 56 menningarverkefna og um 19 mkr. til 31 nýsköpunarverkefna.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Sjá lista yfir samþykktar styrkveitingar hér.

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is.


Af www.sass.is
Skráð af Menningar-Staður

20.05.2016 14:09

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 20. maí 2016

 

.

Eggert Valur Guðmundsson.
.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 20. maí 2016

 

Sérstakur gestur var Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg.

Hann var sérlega ánægður með þessa morgunstund með Vinum Alþýðunnar.

Stundin í morgun var færð til myndar og myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278627/


Nokkrar myndir hér: 
 

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

20.05.2016 07:03

94.900 FERÐAMENN Í APRÍL 2016

 

 

 

94.900 FERÐAMENN Í APRÍL 2016

 

 

Ferðamenn í apríl 2016Um 95 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 23 þúsund fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 32,5% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar og 38,1% í mars. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 389 þúsund, eða 34,7% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til apríl árið 2015.

Bretar og Bandaríkjamenn nærri helmingur í apríl

10 fjölmennustu þjóðerninUm 75% ferðamanna í nýliðnum apríl voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 25,3% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn, 21,3%. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (4,6%), Norðmenn (4,7%), Frakkar (4,4%), Danir (4,2%), Svíar (3,4%), Kanadamenn (2,7%), Pólverjar (2,2%) og Kínverjar (2,1%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum mest milli ára en 9.316 fleiri Bandaríkjamenn komu í apríl í ár en í sama mánuði í fyrra, 5.060 fleiri Bretar og 1.232 fleiri Frakkar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi aukninguna í apríl að miklu leyti milli ára eða 67,1% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðumNíföldun N-Ameríkana frá 2010

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum aprílmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá Norðurlöndunum tvöfaldast, fjöldi Breta meira en fjórfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu þrefaldast, fjöldi N-Ameríkana meira en nífaldast og fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ fimmfaldast.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanna - apríl 2016Samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í apríl síðastliðnum voru Norðurlandabúar tæp 14% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár. Hlutdeild Bandaríkjamanna hefur hins vegar farið vaxandi en það var 10,2% af heild árið 2010 en var komið í 24,0% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 39 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl síðastliðnum eða 3.000 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 8,4% fleiri brottfarir en í apríl 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í apríl 2016


Af ww.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

 

19.05.2016 20:21

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur Thorsteinsson.

 

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.

Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.

Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.
 

Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.
 

Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.

Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.
 

Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, enSteingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.

 

Nefna má ljóð hans -Smaladrengurinn- og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.

Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.

 

Steingrímur lést 21. ágúst 1913.

 

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 19. maí 2016.

 

 

Skráð af Menningsar-Staður

 

18.05.2016 06:47

Alþjóðlega safnadeginum fagnað í dag

 

Meðal þess sem er á dagskrá safnanna í dag er opnun sýningarinnar Dulúð í Selvogi,

í byggðasafninu Húsinu á Eyrarbakka.

 

Alþjóðlega safnadeginum fagnað í dag

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi í dag, miðvikudaginn 18. maí 2016, í samstarfi við Íslandsdeild ICOM, félags safnamanna. Sem fyrr bjóða söfn landsins upp á forvitnilega dagskrá í tilefni dagsins. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi. Í tilefni dagsins er aðgangur ókeypis í mörg söfn og landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í um 35.000 söfnum í 140 löndum.

Íslandsdeild ICOM stendur fyrir viðburði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.10. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, formaður deildarinnar, flytur erindi og listgreinakennararnir Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir segja frá nýju verkefni sem unnið var um útilistaverk í Reykjavík í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Í kjölfarið kynnir valnefnd þau söfn sem hljóta tilnefningu til Safnaverðlaunanna 2016. Allir eru velkomnir.

Dagskrána má sjá á safnmenn.is.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 18. maí 2016.

 


Skráð af Menningar-Staður

16.05.2016 20:55

Sýningahald í Svartakletti á hvítasunu 15 ára

 

.

.

F.v.: Helga Jónasdóttir, Gróa Björnsdóttir og Elfar Guðni Þórðarson.

.

.

 

Sýningahald í Svartakletti á hvítasunnu 15 ára

 

Því var fagnað í dag af lítillæti alþýðunnar að nú um hvítasunnuhelgina eru 15 ár frá fyrstu Hvítasunnusýningu Elfars Guðna Þórðarsonar,  listmálara, í sýningarsal hans í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri (frá árinu 2001).

Áður hafði hann verið með sýningar á hvítasunnu allt frá árinu 1974 til ársins 2000 í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. Þau ár hafði hann málað í þröngri aðstöðu í Götuhúsum og aðeins verið með sýningar einu sinni á ári. Gamla vinnustofan er nú til sýnis í miðsum sýningarsalnum í Svartakletti.

Sýning Elfars Guðna nú mun standa fram yfir sjómannadag.

Nokkrir vinir Elfars Guðna og Helgu litu við í lok sýningardags í dag, annan í hvítasunnu, og fögnuðu 15 ára sýnigarhaldinu í Svartakletti í Mennigarverstöðinni Hólmaröst.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menninar-Stað.
Smella á þesa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278560/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.
F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson.
.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.05.2016 10:56

Húsið á Eyrarbakka: - Dulúð í Selvogi - sumarsýning 2016

 

Á myndinni eru Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Lýður Pálsson safnstjóri

ásamt hausnum af Herdísarvíkur-Surtlu sem prýðir sýninguna.

 

 

Húsið á Eyrarbakka: - Dulúð í Selvogi – sumarsýning 2016

 

Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi  í Húsinu á Eyrarbakka á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí 2016  kl. 18.

 

Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum. Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi eins og hin merka herðarslá úr hári eftir Ólöfu Sveinsdóttur Selvogi fá að njóta sín í nýju samhengi. Sumum gestum sýningarinnar gæti þótt undarlegt að mæta þar ísbirni en það er góð og gild ástæða fyrir veru bangsa í borðstofu Hússins.

Komið og sjáið; sýningin er opin alla daga til 30. september.

Af www.husid.com
Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi í Húsinu á Eyrarbakka

á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí næstkomandi kl. 18.

Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum.

Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi fá að njóta sín.

Sýningin er opin alla daga til 30. september

 

 

Skráð af Menningar-Staður