Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

27.03.2017 21:34

Sjónvarpsstöðin -ÍNN- á Eyrarbakka

 


F.v.: Helga Einarsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Sjónvarpsstöðin -ÍNN- á Eyrarbakka

 

Sjónvarpsstöðin vinsæla -ÍNN- var á dögunum við upptökur á Eyrarbakka.

Þar voru á ferð þau Ásmundur Friðriksson og Helga Einarsdóttir við upptökur á þættinum -Auðlindakistan-

Viðmælandi þeirra var Siggeir Ingólfsson á Sölvabakka.
 


Þátturinn verður sýndur von bráðar.

 

.
.
Skráð af Menningar-Staður 

23.03.2017 22:52

23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést


 

 

Brynjólfskirkja í Skálholti.

 


23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar frá Holti í Önundarfirði, biskupsdóttir, lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mmars 1663. 

Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan.

 

Morgunblaið 23. mars 2017 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.Skráð af Menningar-Staður

23.03.2017 08:43

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 


Sundhöllin í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni.

 

Hún hafði verið átta ár í byggingu.

 

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins“.
 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.


Morgunblaðið 23. mars 2017.


 


Guðjón Samúelsson.
 
Skráð af Menningar-Staður
 

 

 

21.03.2017 20:01

Hallgrímur Pétursson ungur

 


Þorlákskirkja í Þorlákshöfn þann 8. mars 2007.
 

 

Hallgrímur Pétursson ungur

 

Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur heimsótti Þorlákskirkju í Þorlákshöfn þann 8. mars 2007 og sagði frá Hallgrími Péturssyni ungum.

 

Hallgrímur var eitt mesta skáld í síðkristni og orti m.a. Passíusálmana. Kona hans var Guðrún Símonardóttir en hún var brottnumin og seld í þrældóm til Alsírmanna árið 1627. Steinunn hefur einnig gert ævi hennar skil, bæði í bókum og með leikritum.

 

Kór aldraðra söng einnig  undir stjórn Esterar Ólafsdóttur.


Þessar 10 ára gömlu ljósmyndir frá 8. mars 2007 eru úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnasonar.

 

.
Steinunn Jóhannesdóttir.
.

.

Steinunn Jóhannesdóttir.

.

.
Steinunn Jóhannesdóttir.
.


Séra Baldur Kristjánsson.
 
Skráð af Menningar-Staður.

 


 

21.03.2017 17:18

BES sigraði Suðurlandsriðil Skólahreystis

 

 

Sigurreifir nemendur og kennarar BSE.

 

BES sigraði Suðurlandsriðil Skólahreystis

 

Þann 15. mars sl. fór fram Suðurlandsriðill Skólahreystis í íþróttahöll Stjörnunar í Garðabæ. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) sigraði riðilinn með 57 stigum og komst þar af leiðandi í úrslitakeppnina sem fram fer í Laugardalshöll 26. apríl.

 

Sannarlega stórglæsilegur árangur hjá liði BES en skólinn náði 4. sæti í fyrra. Nemendur BES hafa æft linnulaust fyrir keppnina í vetur undir handleiðslu Vigfúsar Helgasonar íþróttakennara. Lið skólans skipa Halldór Ingvar Bjarnason, Símon Gestur Ragnarsson, Bríet Bragadóttir, Lilja Atladóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Ás Þórisson og Hrafn Arnason.

 

Heildarúrslit urðu þau að Grunnskólinn á Hellu varð í öðru sæti með 53 stig og Bláskógaskóli varð í 3. sæti með 52,5 stig. Síðan komu Sunnulækjarskóli með 49 stig, Flúðaskóli með 44 stig, Kirkjubæjarskóli með 33,5 stig, Hvolsskóli með 28 stig, Grunnskólinn í Hveragerði með 22,5 stig, Flóaskóli með 22 stig og Víkurskóli með 17,5 stig.

 

Undirbúningur fyrir lokakeppnina er þegar hafinn en sú keppni verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu hinn26. apríl næstkomandi.


Af dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

21.03.2017 11:05

Eftirherman og orginalinn á Flúðum og á Hvolsvelli

 

 

Eftirherman og orginalinn á Flúðum og á Hvolsvelli

 

Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði og Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa munu á næstunni koma fram saman á skemmtikvöldum og fara með gamanmál.

 

Fyrsta kvöldið verður í Félagsheimilinu Flúðum föstudagskvöldið 24 mars nk. og svo í Midgard nýju hóteli að Hvolsvelli laugardagskvöldið 25. mars. Guðni Ágústsson segir að margir hafi hvatt þá félaga lengi til að koma fram saman og nú hafi þeir orðið við þessari áskorun og að auðvitað vonist þeir eftir að hitta sem flesta og fara sem víðast.

 

„Jóhannes hefur glatt þjóðina með eftirhermum í ein 40 ár og er auðvitað miklu meira en eftirherma hann er einstakur listamaður með einstaka hæfileika,“ segir Guðni. „Hann setur menn og málefni dagsins í spaugilegt ljós og gleður náungann. Að herma eftir mönnum var og er gömul þjóðaríþrótt sem lifir góðu lífi enn. Ég er eitt af fórnarlömbum Jóhannesar sem get viðurkennt, eins og flestir þeir sem hann hermir eftir, að þá tel ég mig hafa grætt sem stjórnmálamann á gríninu. Jóhannes fór vel með öll sín fórnarlömb ef um fórnarlömb má tala í þessu sambandi. Ég tel hann einstakan því hann gjörsamlega holdgerfist og verður eins og sá sem hann leikur. Svo var það þannig á tímabili að fólk tók feil á okkur því við erum eins og bræður í útliti.

 

Jóhannes er miklu líkari mér heldur en margir bræður mínir. Ég hinsvegar, undir gríni Jóhannesar og teikningum Sigmunds og gleði Spaugstofunnar, kastaði alvarlegheitunum og brúnaþungasvipnum og hef í gegnum árin bæði í þingmennsku og sem ráðherra og eftir það notið þess að segja sögur af skemmtilegu fólki við góðar undirtektir. Og fólkið fann að ég var ekki eins leiðinlegur og ég leit út fyrir að vera eins og vinur minn Árni Johnsen orðaði það einhvern tíma. Þingmenn eiga nefnilega að vera með fólkinu í gleði ekki síður en sorg þannig var það og það gerir starfið einlægt og skemmtilegt. Ég mun stjórna þessum hátíðum okkar Jóhannesar, enda munu margir koma fram og sumir langt að komnir eins og sagt er.

 

Okkur hlakkar báðum til og vonumst til að fólkið komi og gleðjist með okkur og það saman, því maður er manns gaman. Eða eins og Jóhannes segir „Fögnum íslenska vorinu með orginalnum og eftirhermunni“, “segir Guðni.

Af dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

20.03.2017 17:12

Vorjafndægur - 20. mars 2017

 


Sólarlag við Reykjanes þann 19. mars 2017  og séð frá Brautartungu á Stokkseyri.
Ljósm.: Einar Jóelsson.

 

 

Vorjafndægur - 20. mars 2017

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september.

 

Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.


Veðurstofan.Skráð af Menningar-Staður

19.03.2017 07:13

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju

 

 

 

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju 

 

Fimmtudaginn 16. mars sl.  klukkan 20:00 var dagskrá í Grindavíkurkirkju helguð Sigvalda S. Kaldalóns.

 

Gunnlaugur A. Jónsson, dóttursonur, Sigvalda flutti erindið Fjöll og trú í tónlist Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946) og fjallaði hann um Grindavíkurár Sigvalda, sýndi myndir sem tengjast erindinu og flutt var tónlist.

 

Sigvaldi S. Kaldalóns er eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga en hann bjó og starfaði í Grindavík á árunum 1929-1945. Eftir hann liggja margar perlur sem landsmenn þekkja vel og nokkrar þeirra fengu samkomugestir að heyra í flutningi tenórsins Hlöðvers Sigurðssonar sem flutti perlur eins og Hamraborgin, Suðurnesjamenn og Ísland ögrum skorið við undirleik Renötu Ivan.

 

Aðgangur var ókeypis

 

Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka þakka frábæra stund í Grindavíkurkirkju.


Myndaalbúm með 38 myndum frá samkomunni er komið á Menningar-Stað

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282343/

 

Nokkrar myndir:

 

.
.
.
.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

18.03.2017 05:53

Logi og Oddný á opnum fundi 18. mars

 

 

 

Logi og Oddný á opnum fundi 18. mars


Laugardaginn 18. mars 2017 kl. 11:00

Í sal Samfylkyngarinnar við Austurveg á Selfossi.Skráð af Menningar-Staður

18.03.2017 05:45

Sjálfstæðismenn funda í Tryggvaskála 18. mars

 

 

 

Sjálfstæðismenn funda í Tryggvaskála 18. mars 
 


Laugardaginn 18. mars 2017 kl. 13:00

 

 

Skráð af Menningar-Staður