Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.09.2018 20:02

Siggeir Ingólfsson er "tengdasonur Flateyrar"

 


Sólrún Júlíusdóttir og Siggeir Ingólfsson.
 
 

 

Siggeir Ingólfsson er "tengdasonur Flateyrar"

 

 

Önfirðingurinn, Flateyringurinn, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, f.v. formaður Önfirðingafélagsins, hefur um langt árabil haft það sem gaman í leik og starfi að tengja allt og alla vestur og sér í lagi í Önundarfjörð. 

Nýtt dæmi þessa er að Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka er „tengdasonur Flateyrar“ en kona hans er Flateyringurinn Sólrún Júlíusdóttir í Stykkishólmi.Skráð af Menningar-Staður 

20.09.2018 07:12

Haustverkin unnin í Hafnarfjarðarhöfn

 

 

 

Haustverkin unnin í Hafnarfjarðarhöfn

 

Langt er liðið á september og því nauðsynlegt að fara að huga að haustverkunum, jafnt til sjávar og sveita, áður en veturinn gengur í garð með öllum sínum kostum og göllum.

 

Þessi skipverji, Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II ÁR 7 stóð í ströngu með háþrýstidæluna þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í Hafnarfjarðarhöfn í gær og þreif þar dekkið hátt og lágt.

 

Ekki fylgdi sögunni hvort haldið yrði út til veiða fljótlega eftir þrifin, en eflaust eru einhverjir sem þurfa að fylgja fordæmi þessa þrifna skipverja. Morgunblaðið fimmtudagurinn 20. september 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

18.09.2018 13:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. sept. 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. sept. 2018

 

 

Vinir alþýðunnar.
 

 

Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/287323/Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður


 

17.09.2018 20:29

Bjargvættir Fánaseturs Suðurlands

 


F.v.: Guðmundur Magnússon, Björn Ingi Bjarnason og Ingvar Magnússon.

 

 

Bjargvættir Fánaseturs Suðurlands

 

 

Fánasetur Suðurlands hefur  starfað alla þessa öld að Ránargrund á Eyrarbakka og er þar ein virkasta fánastöng landsins.

 

 Svo óheppilega vildi til við flöggun í morgun að fánalínan festist í annan endann við hún.

 

Strax eftir vinnu í dag á Litla-Hrauni komu bræðurnir; Ingvar Magnússon og Guðmundur Magnússon á Fánasetrið; felldu stöngina, lagfærðu snúruna og reistu stöngina að nýju.

 

Skálað var í „límonaði“ og þakkarljóð lak í loftið:


Forsetinn við fána - vá
fljótt þarf slíkt að laga.
Bræður Magg þar strax á stjá
snöggir alla daga.


 

.

F.v.: Guðmundur magnússon, Björn Ingi Bjarnason og Ingvar Magnússon.

.
 

.
F.v.: Guðmundur Magnússon og Ingvar Magnússon.
.
.
F.v.: Guðmundur Magnússon og Ingvar Magnússon.Skráð af Menningar-Staður.

 

16.09.2018 08:59

Umhverfið allt ein kennslustofa

 


Helena hefur farið víða um heiminn en henni finnst það alger

forréttindi að fá skólastjórastarf á Flateyri.

LJÓSM.: FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

 

Umhverfið allt ein kennslustofa
 

 

Ef skólabjalla er í Lýðháskólanum á Flateyri mun hún glymja

næsta laugardag, jafnvel bergmála í fjöllunum við Önundarfjörð.

 

Þá verður skólinn settur í fyrsta skipti.

 

 

Þið finnið mig í kaupfélagshúsinu,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún leiðsegir okkur Sigtryggi Ara ljósmyndara símleiðis. Við erum komin til Flateyrar til að heilsa upp á hana og forvitnast um væntanlegt lýðháskólahald, þar sem hún hefur valist til forystu. Og mikið rétt, við finnum hús sem ber öll merki kaupfélags, utan frá séð, þar er meira að segja útstandandi búðargluggi. Á efri hæðinni eru skrifstofur skólans og þar eru þær Helena og Anna Sigríður Sigurðardóttir, einu fastráðnu starfsmennirnir.

 

„Anna er kennslustjórinn okkar,“ segir Helena um leið og hún kynnir hana. „Síðan koma um það bil 30 kennarar í viku til tvær, flestir tvær, og ausa úr sínum viskubrunnum. Anna er ábyrg fyrir þeim hluta, að þeir standi sig og geri það sem þeim er ætlað.“

 

Verður þú með svipuna á lofti? spyr ég Önnu í gríni. „Já, algerlega,“ svarar hún af sama alvöruleysi.

 

Nemendur á öllum aldri

 

Anna er kennari til margra ára úr framhalds- og grunnskólum. Flutti meðal annars í Árneshrepp fyrir nokkrum árum með fjölskylduna og var þar að kenna. „Þegar fólk hér segir við mig: „Þú veist að hér getur snjóað og það er dálítið dimmt hérna í skammdeginu,“ þá get ég svarað: Já, ég hef búið norður á Ströndum svo ég veit hvernig vestfirskir vetur eru og þar var vegurinn oft lokaður,“ segir hún brosandi.

 

Þær Helena og Anna eiga von á um 30 nemendum. „Við erum með tvær brautir og gerðum okkur vonir um tólf nemendur á hvora, þannig að allt milli 25 og 30 er bara bónus og plús. En allt yfir 30 er orðið erfitt í skipulagningu. Þannig að þetta er eins fullkomið og hægt er,“ segir Helena brosandi.

 

Á tímabili segir hún 40 hafa verið á skrá. „Mér finnst alveg ótrúlegt að 40 manns hafi sótt um vist í skóla sem var bara til í höfðinu á okkur, í tölvu og Excel-skjali. Ef fólk ætlaði að koma í heimsókn vorum við bara vandræðalegar. Ég var ekki einu sinni komin með skrifstofu, var bara að vinna heima, á náttfötunum hálfan daginn! En svo er náttúran og umhverfið svo heillandi hér á Flateyri að fólkið sem kom að skoða spurði varla „hvar er skólinn?“ enda er umhverfið allt ein kennslustofa. Það er það sem gerir þennan skóla einstakan.“

 

Umsækjendur eru á aldrinum 18 til 62 ára og koma frá hinum ýmsu stöðum, jafnvel alla leið frá Singapúr, að sögn Helenu. Hér verður fólk með mastersgráður, grunnskólapróf og allt þar á milli og kemur á ólíkum forsendum. Nokkrir hafa átt erfitt með að taka próf, eru með lesblindu eða líður almennt ekki vel í skólakerfinu. Aðrir eru á milli menntaskóla og háskóla og langar í eitthvert óhefðbundnara nám við nýjar aðstæður. Svo er fólk sem er komið ágætlega á veg í lífinu en vill kannski bara aðeins brjóta það upp og finna annan takt.“

 

Helena segir fyrsta nemandann mættan á svæðið þótt skólastarf sé ekki hafið. „Ung kona að sunnan kom hingað tímanlega svo börn hennar tvö gætu hafið sitt nám í grunnskólanum. Hún er algerlega mögnuð. Ekki nóg með að hún kæmi keyrandi hingað í litlum bíl með börnin heldur var hún búin að vera mánuð í tjaldferðalagi með þau um Ísland, stundum í brjáluðu veðri. Ég sá hana á fésbókinni. Þá var hún norður á Ströndum í 20 metrum á sekúndu, þrír tjaldhælar eftir og börnin steinsváfu í látunum!“ 

 

Á loftinu er huggulegt kaffihorn. „Hér borðum við skólafólkið einfaldan morgunmat, hafragraut, brauð, jógúrt og slíkt. Svo er farið í skólann, sem er bæði hér á hæðinni og úti í félagsheimili, en hádegismatur er borðaður á neðri hæð þessa húss, í mötuneyti sem Ísafjarðarbær rekur. Heimavistin er svo í litlu húsunum sem notuð eru fyrir ferðamenn á sumrin, þar er allt til alls til að halda heimili. Nemendur leigja þar, sumir deila herbergi, aðrir eru með sérherbergi og enn aðrir taka heil hús á leigu því þeir koma með fjölskyldur.“

 

Helena er klínískur sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin þrjú ár verið í hjálparstörfum úti um allan heim. Hún kveðst líta á þetta nýja skólastjórastarf sem einstök forréttindi. Átti hún kannski hugmyndina að skólanum?

"Nei, alls ekki. Þetta er gömul hugmynd hér á Flateyri sem ekkert varð úr á þeim tíma sem hún kom upp fyrst. En góð hugmynd, ekki síst vegna þess að lýðháskólar eru mjög tengdir þeim samfélögum sem þeir eru í og hugmyndin er sú að þeir bæði gefi og taki frá þeim.“

 

Kennarar úr öllum áttum

 

Eins og sést á heimasíðu skólans eru kennararnir með ólíkan bakgrunn, einn veit allt um veiðar og vinnslu, annar er gagntekinn af útivistaráhuga, þriðji hefur ástríðu fyrir mat og umhverfisvernd og sjálfbærni brennur á þeim fjórða. Þar eru frumkvöðull, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari, hönnuðir, leiðsögumenn, bændur og kvikmyndagerðarfólk, já titlarnir eru margir og fjölbreyttir.

 

„Við erum ekki að sökkva okkur ofan í lestur fræðibóka og kenninga heldur er námið meira verklegt og byggt upp þannig að nemendur öðlist þekkingu á ákveðnum viðfangsefnum gegnum reynslu. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á ólík námskeið þannig að nemendur fái fjölbreytta möguleika til að spreyta sig við mismunandi aðstæður með nýju fólki sem þeir kynnast. Við segjum gjarnan … svo miklu meira en bara skóli … því lýðháskóli er 24 stunda samvera. Við búum saman, borðum saman, vinnum saman og erum saman nánast öllum stundum. Námskeiðin eru eitt en samfélagið sem við búum til verður lærdómur líka og lýðræðislegar ákvarðanir teknar um vissa hluti.“

 

Helena segir kennsluskrár geta riðlast af ýmsum ástæðum, vont veður sett strik í reikninginn – eða gott veður sem gaman sé að nýta til útivistar. „Við viljum vinna að því að kennararnir séu alltaf með plan B þannig að við getum hoppað út í eitthvað nýtt og skemmtilegt,“ segir hún. „Það getur verið að sitja bara inni og horfa á bíómynd saman, skreppa út á sjó ef þannig aðstæður skapast, fara á tónleika hjá einhverjum sem alla langar að hlusta á eða kíkja á snjóflóð inni í firði sem vert er að skoða.

 

Hver veit nema við viljum sleppa skóla einn dag til að skipuleggja ball sem við bjóðum öllum Vestfirðingum á,“ segir hún glaðlega. „Það er skóli í því.“ 
 

 

Fréttablaðið helgina 15. og 16. september 2018.
 

Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is

 


Kennsluaðstaðan verður í félagsheimilinu og

líka á efri hæð kaupfélagshússins.

.

 


Anna Sigríður og Helena eru einu föstu starfsmennirnir við Lýðháskólann.
.

 

 

 
 
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.09.2018 07:25

Eitraða barnið - Nýrri bók Guðmundar fagnað í Húsinu

 

 

 

 

 

Eitraða barnið

 

- Nýrri bók Guðmundar fagnað í Húsinu

 

 

-Eitraða barnið-  heitir sakamálasaga eftir Guðmund S. Brynjólfsson á Eyrarbakka. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út. 


Af þessu tilefni verður útgáfuhóf í Húsinu á Eyrarbakka í dag, laugardaginn 15. september 2018, klukkan 16. Kaffi og konfekt, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 


Sumarið 1899 er framinn skelfilegur glæpur á Eyrarbakka – eða eru þeir tveir? Eða jafnvel fleiri? Á sama tíma drabbar Eyjólfur Jónsson stud. juris úti í Kaupmannahöfn. Hann er í þann veginn að ljúka lagaprófi – og kominn tími til, að meðtöldum vikum og mánuðum við dufl og dans hefur það tekið hann heil tíu ár.


Á vormánuðum árið 1900 losnar Árnessýsla nokkuð óvænt og aðeins nokkrum dögum síðar er búið að skipa Eyjólf í embættið. Þá upphefst æsileg atburðarrás þar sem nafntogað fólk þessara tíma kemur við sögu. Eyjólfur hringsnýst með í þessu ati, meira af vilja en mætti, og megnar alls ekki að vinna þau störf með sóma sem vænst er af ungum og glæsilegum sýslumanni. Hann finnur sig vankunnandi, er óöruggur og breyskur, fátandi um í rannsókn á óhugnanlegu nauðgunarmáli sem tekur á sig ólíklegustu myndir. 


Ofan á glæpina og eigið líf þarf sýslumaðurinn að kljást við siðspillta sýsluskrifarann, Kár Ketilsson, og myndi sjálfsagt ekki sjá útúr öllum sínum flóknu verkum ef ekki kæmi til mannkostakonan Anna Bjarnadóttir, sýslumannsfrúin sem Eyrbekkingar elska og dá. Ef Önnu hefði ekki notið við væru málin sem þarna er fjallað um sjálfsagt óupplýst enn þann dag í dag.


Fjölskylda Nielsens faktors á Eyrarbakka þvælist inn í málið og við fylgjumst með skáldinu og lögmanninum Einari Benediktssyni verja unglingsstúlku sem sökuð er um hræðilegan verknað. Síra Eggert Sigfússon í Vogsósum kemur og við þessa sögu og sömuleiðis Jóhann Sigurjónsson skáld. Í skáldsögunni Eitraða barnið fléttast þannig saman raunverulegar og tilbúnar persónur en sagan markar upphaf þríleiks um sýslumannshjónin Eyjólf og Önnu.


Eitraða barnið er sjötta bók höfundar sem skrifað hefur fyrir bæði börn og fullorðna, samið leikrit og er pistlahöfundur á baksíðu Fréttablaðsins. 


Eitraða barnið. 200 síður, harðspjalda. ISBN 978-9935-493-29-3. Leiðbeinandi verð er 5.990 kr.

 

Útgáfuhóf í Húsinu á Eyrarbakka í dag, laugardaginn 15. september 2018, klukkan 16.

 

Kaffi og konfekt, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

 
Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður.

 

14.09.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

 


Minningarsteinn um Brynjólf Sveinsson að Holti í Önundarfirði. Ljósm.: BIB
 

 

 

Brynjólfur Sveinsson (1605 - 1675).

 

 

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

Brynjólfur Sveinsson biskup fæddist 14. september 1605 í Holti í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Sveinn Símonarson prestur þar og seinni kona hans, Ragnheiður, dóttir Staðarhóls-Páls Jónssonar og Helgu Aradóttur. Var Jón Arason biskup langafi Brynjólfs.

 

 

Brynjólfur þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grísku maður. Hann var í Skálholtsskóla 1617-1623 og lærði við Kaupmanna hafnarháskóla 1624-1629. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmanna hafnar 1631 og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638. Þá fór hann heim til Íslands í heimsókn og ætlaði síðan að mennta sig enn frekar suður í Evrópu, var búinn að fá fjárstyrk til þess frá Hróarskelduháskóla, en var þá kjörinn biskup í Skálholti þvert gegn vilja sínum. Hann reyndi að koma sér undan embættinu, sagðist fyrst og fremst vera skólamaður og kennari en ekki guðfræðingur, en það var einmitt talin þörf á slíkum manni til að efla skólann í Skálholti og Brynjólfur var biskup næstu 35 árin.

 

 

Brynjólfur var áhugasamur um náttúruvísindi og hugvísindi, safnaði fornritum og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Biskupsstóllinn í Skálholti þótti dafna vel í biskupstíð Brynjólfs, enda var fremur gott í ári og Brynjólfur góður fjáraflamaður.

 

 

Brynjólfur kvæntist Margréti Halldórsdóttur, f. 4.12. 1615, d. 21.7. 1670. Foreldrar hennar: Halldór Ólafsson, lögmaður á Grund í Eyjafirði, og k.h. Halldóra Jónsdóttir Björnssonar Jónssonar Arasonar. Voru þau Brynjólfur þremenningar og þurftu undanþágu til hjú skaparins.

 

 

Þau eignuðust sjö börn en einungis tvö þeirra komust á legg. Halldór sonur þeirra dó hálfþrítugur í Yarmouth á Englandi 1666. Ragnheiður dóttir þeirra eignaðist barn í meinum og lést ári eftir barnsburðinn, einungis 22 ára gömul. Brynjólfur tók son hennar, Þórð Daðason, að sér og arfleiddi að öllum eigum sínum. Pilturinn lést aðeins 11 ára gamall og skildi Brynjólfur því enga afkomendur eftir sig.

 

 

Brynjólfur lést 5. ágúst 1675.

 


Brynjólfskirkja í Skálholti.

 


Skálholt
 

Í Skálholti. Þar er minningarsteinn um Brynjólf Sveinsson og hans fólk.

 

 

Í Skálholti. Þar er minningarsteinn um Brynjólf Sveinsson og hans fólk.

Skráð af Menningar-Staður.

13.09.2018 06:56

Refaskyttan beint í fyrsta sæti

 

 

Bjarni Harðarson, forleggjari hjá Sæmundi, með bókina  -Nú brosir nóttin-.

 

 

Refaskyttan beint í fyrsta sæti

 

Hin rómaða ævisaga  „Nú brosir nóttin“,  sem kom í búðir í lok síðustu viku, rauk beint í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson. Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi.

 

Höfundur bókarinnar er Theódór Gunnlaugsson á Bjarmalandi í Öxarfirði en hann skráir hér sögu vestfirsku refaskyttunnar Guðmundar Einarssonar sem bjó að Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Guðmundur var goðsögn í lifanda lífi. Hann var náttúrubarn sem litið var upp til fyrir einstaka hæfileika. Hér er líst samskiptum manns við náttúruna, væntumþykju og virðingu fyrir sköpunarverkinu. 

 

Guðmundur ólst upp við kröpp kjör á seinasta aldarfjórðungi 19. aldar. Hann lýsir hér föðurmissi og erfiðri lífsbaráttu barns sem líður slíkan skort að vöxtur þess stendur í stað árum saman. Uppkominn varð Guðmundur samt eftirsóttur fyrir hreysti og harðfengi en einnig næmi á eðli náttúrunnar. Lífsviðhorf Guðmundar refaskyttu og umhverfisvitund eiga fullt erindi við samtímann. 

 

Bókin Nú brosir nóttin kom út árið 1960 en hefur ekki verið endurútgefin fyrr en nú. Auk upprunalegu ævisögunnar birtast hér í hinni nýju útgáfu viðaukar sem varpa frekara ljósi á líf refaskyttunnar, bæði skrif um Guðmund og skrif eftir hann sjálfan. Aftast í bókinni er kafli þar sem greint er frá samskiptum Guðmundar og Katrínar Gunnarsdóttur vinnukonu en þau eignuðust saman fjögur börn. Eftir það slitnaði upp úr sambandi þeirra og Guðmundur gekk að eiga Guðrúnu Magnúsdóttur sem varð hans lífsförunautur. Saman eignuðust þau hjónin 17 börn og alls eru afkomendur Guðmundar nú nærri 1500 talsins. 

 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr útgáfuhófi bókarinnar í Grensáskirkju þar sem var húsfyllir.

 

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

12.09.2018 17:31

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).

 

 

Merkir Íslendingar - 12. september

 

- Freymóður Jóhannsson

 

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín.

 

 

Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

 

 

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

 

 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

 

 

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

 

 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

 

 

Freymóður lést 6. mars 1973.

 

 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

 

Morgunblaðið  - Merkir Íslendingar.Skráð af Menningar-Staður.

12.09.2018 17:22

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 


Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).
 

 

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 

Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík 12. september 1941.

For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.
 

 

Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést fyr­ir rúmu ári. Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.
 

 

Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.
 

 

Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.
 

 

Jón Há­kon var blaðafull­trúi á 1100 ára af­mæli Íslands­byggðar 1974. Hann var fréttamaður á frétta­stofu RÚV Sjón­varpi 1970-79 og var þá m.a. um­sjón­ar­maður með umræðuþætti um er­lend mál­efni. Hann var markaðsstjóri hjá Vökli hf 1979-81 og fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Haf­skips hf 1982-85.
 

 

Jón Há­kon stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri KOM, kynn­ing­ar og markaðar ehf. á ár­un­um 1986-2013.
 

 

Jón Há­kon sat í stjórn FÍB 1967-70, Ful­bright-stofn­un­ar­inn­ar á Íslandi 1968-72, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, var for­seti Rot­ary­klúbbs Seltjarn­ar­ness 1979-80, um­dæm­is­stjóri Rot­ary-um­dæm­is­ins 1993-94, sat í stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins og Versl­un­ar og viðskipta 1978-82, var formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi 1985-90, sat í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness, var þar for­seti bæj­ar­stjórn­ar um skeið og gegndi ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann annaðist rekst­ur fjöl­miðlastöðvar­inn­ar í tengsl­um við leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs 1986.


 

Jón Há­kon lést 18. júlí 2014.

 


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.