Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.07.2017 06:32

Þingvallagangan með Guðna

 

 

Gangan fer fram fimmtudagskvöldið 6 júlí og gengið verður frá Hakinu kl. 20,00

þaðan gengið á Lögberg og svo að Þingvallakirkju.

 

Þingvallagangan með Guðna

 

Þetta er þriðja árið í röð sem ég fer fyrir Þingvallagöngu sem Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stendur fyrir á fimmtudagskvöldum á sumrin.


Það leiðir einhver sagnamaður hverja göngu og hefur frjálst val um efnistök,ég sagði frá Hallgerði Langbrók í hitteðfyrra hafði þá gefið út bók til að rétta hlut hennar.

 

Í fyrra sagði ég frá Skarphéðni Njálssyni í gríðarlega fjölmennri göngu.

 

Nú ætla ég að segja frá þeim stóratburði þegar íslendingar skiptu um trú á Þingvöllum árið eitt þúsund. Hvað gerði það að verkum að heil þjóð kastaði trú sinni og tók upp annan sið kristna trú. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti mun leiða gönguna með mér og flytja ávarp í lok göngunnar við Þingvallakirkju.

 

Þannig að þetta verður fróðleg upprifjun og við munum meta hvað gerðist en þetta var ekki átakalaust og munaði litlu að þingheimur berðist menn voru með alvæpni. Nú Jörmundur Ingi fyrrv. allsherjargoði mun verða með í göngunni og víkingar fylgja honum og verða undir vopnum.

 

Svo mun Karlakór Kjalnesinga syngja falleg gömul lög,þannig að þetta verður þjóðhátíð og öllum er velkomið að fylgja okkur.

 

Gangan fer fram fimmtudagskvöldið 6 júlí og gengið verður frá Hakinu kl. 20,00 þaðan gengið á Lögberg og svo að Þingvallakirkju.

 

Kveða, Guðni Ágústsson.

 

 

Guðni Ágústsson leit við á dögunum í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka á Menningar-Stað.
F.v.: Birgir Jensson, Haukur Jónsson, Siggeir Ingólfsson og Guðni Agústsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

03.07.2017 20:54

3. júlí 1921 - Íslenska fálkaorðan stofnuð

 


Bessastaðir.

 

 

3. júlí 1921 - Íslenska fálkaorðan stofnuð

 

Fálkaorðan var stofnuð þann 3. júlí árið 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. 

Hún er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum og er æðsta heiðursmerkið sem íslenska ríkið veitir mönnum. 

Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903- 1919. 

Nýjum orðuhöfum er veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóð- hátíðardaginn 17. júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verð- uga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. 

Nú er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, formaður nefndarinnar. 

Oftast er það ríflegur tugur hverju sinni sem hlýtur orðuna en orðustigin eru fimm: Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. 

Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. 

Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Við andlát orðuhafa ber afkomendum að skila orðunni.

Ein orða nýtur þó undantekningar á þessu, stórkross sem átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í listasafni Íslands en Jóhannes vildi aldrei fá hana í hendur.


Fréttablaðið 3. júlí 2017.


 Orðuþegar Fálkaorðunnar 1. janúar 2017 og 17. júní 2017.
 
 Skráð af Menningar-Staður.

03.07.2017 06:58

Stöðugt fjölg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu

 

 

Á Austurvelli í Reykjavík og Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson fylgist með.

Ljósm.: Mbl./Júlíus.

 

Stöðugt fjölg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu

 

Hlut­fall Vest­fjarða af íbúa­fjölda lands­ins hef­ur lækkað úr 7,8% árið 1950 í 2% á þessu ári. Þá hef­ur hlut­fall Norður­lands vestra af íbúa­fjöld­an­um lækkað úr 7,2% 1950 í 2,1% árið 2017.
 

Með sama áfram­haldi verður hlut­deild beggja lands­hluta kom­in und­ir 2% á næstu árum. Þetta má lesa úr töl­um Hag­stof­unn­ar, sem tekn­ar voru sam­an að beiðni Morg­un­blaðsins.
 

Vægi höfuðborg­ar­svæðis­ins af íbúa­fjöld­an­um hef­ur auk­ist á tíma­bil­inu. Hlut­fall svæðis­ins var 45,4% árið 1950 en 64,1% árið 2017. Á sama tíma­bili jókst hlut­fall Suður­nesja úr 3,2% í 7,1%. Rúm­lega 71% íbúa lands­ins býr því nú á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um.
 

 

   Mannfjöldi á Íslandi eftir landshlutum 1950–2017

 

 

Morgunblaðið 3. júlí 2017.


Skráð af Menningar-Staður.

02.07.2017 07:17

Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

 

 

Arnarbæli í Ölfusi.

 

Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

 

Í dag, sunnudagurinn 2. júlí 2017, verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Hannesar Baldurssonar.

 

Jón Ragnarsson sóknarprestur messar og verður kirkjukaffi boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórsins eftir messu.

 

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var ofan tekin 1909, þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942.

 

Arnarbæli er við Ölfusá, ekið er frá Þjóðvegi nr. 1 u.þ.b. 1 km austan við Kotstrandarkirkju um Arnarbælisveg nr. 375.


Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður

01.07.2017 14:08

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

Þann 1. júlí 1875 tók Alþingi til starfa sem lög­gjaf­arþing, í sam­ræmi við nýja stjórn­ar­skrá frá 1874. 

Jón Sig­urðsson var for­seti neðri deild­ar og sam­einaðs þings en Pét­ur Pét­urs­son bisk­up for­seti efri deild­ar. 

Deilda­skipt­ing var af­num­in í lok maí 1991.

 

Morgunblaði - 1. júlí 2017 - Dagar íslands Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

01.07.2017 13:52

Merkir Íslendingar - Theódóra Thoroddsen

 

 

Theódóra Thoroddsen (1863 - 1954).

 

Merkir Íslendingar - Theódóra Thoroddsen

 

Theó­dóra Thorodd­sen skáld­kona fædd­ist að Kvenna­brekku í Döl­um 1. júlí 1863.

For­eldr­ar henn­ar voru Katrín Ólafs­dótt­ir og Guðmund­ur Ein­ars­son, prest­ur og alþing­ismaður, en hann var móður­bróðir Matth­ías­ar Jochumsson­ar skálds.

 

Theó­dóra stundaði nám í Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík og út­skrifaðist 1879. Hún gift­ist Skúla Thorodd­sen; lög­fræðingi, sýslumanni og alþingismanni og eignuðust þau þrett­án börn. Þau bjuggu um skeið á Ísaf­irði og ráku þar versl­un, flutt­ust að Bessa­stöðum og síðar að Von­ar­stræti 8, sem nú hef­ur verið flutt í Kirkju­stræti.
 

Þulur Theó­dóru komu fyrst út 1916. Syst­ur­son­ur henn­ar, Guðmund­ur Thor­steins­son, Mugg­ur, myndskreytti. Þær hafa reglu­lega verið end­urút­gefn­ar síðan enda fag­ur­lega myndskreytt­ar. Rit­safn Theó­dóru kom út 1960 og sá Sig­urður Nor­dal um út­gáf­una. 

Smá­sög­ur henn­ar, Eins og geng­ur, litu dags­ins ljós 1920. Kvæði, stök­ur og sagn­ir birt­ust víða, meðal ann­ars í Mánaðarriti Lestr­ar­fé­lags kvenna í Reykja­vík. Hún þýddi tölu­vert úr öðrum mál­um og safnaði einnig þjóðsög­um. Hún leitaði fanga víða í saga­nefni sín­um.

 

Theó­dóra var list­feng og mik­il hannyrðakona. Þó nokkr­ar sýn­ing­ar hafa verið haldn­ar á verk­um henn­ar.
 

Af­kom­andi Theó­dóru, Ármann Jak­obs­son, skrifaði sögu­legu skáld­sög­una Von­ar­stræti 8, sem byggð er á ævi þeirra hjóna.

Sag­an ger­ist að mestu leyti í Kaup­manna­höfn árið 1908, þegar þau sigldu til Hafn­ar og Skúli átti sæti í milli­landa­nefnd og gegndi því hlut­verki að semja frum­varp um stöðu Íslands í danska rík­inu, en Theó­dóra fór með manni sín­um og studdi við bakið á hon­um. Skúli var sá eini sem ekki samþykkti Upp­kastið fræga sem samið var af þessu til­efni. Ágrein­ing­ur­inn varð síðan helsta deilu­efnið í Upp­kasts­kosn­ing­un­um 1908, er and­stæðing­ar Upp­kasts­ins unnu af­ger­andi sig­ur.
 

Theó­dóra lést 23. febrúar 1954.

 

Morgunblaðið 1. júlí 2017.

 


Skráð af Menningar-Staður.

30.06.2017 09:08

Guðni Ágústsson góður prestur

 

.


Guðni Ágústsson að Stað á dögunum. F.v.: Birgir Jensson, Haukur Jónsson,

Siggeir Ingólfsson og Guðni Ágústsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Guðni Ágústsson góður prestur
 

 

Guðni  Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinanfélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.

Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.

Séra Hjálmar Jónsson hefur eftir messuna sett í góða vísu hvað Guðni hefði orðið frábær prestur ef hann hefði lagt það fyrir sig.

Guðni leit við að Stað á Eyrarbakka á dögunum og flutti viðstöddum þessa góðu vísu séra Hjálmars.


Það sem Guðni gerir best
gleður allan múginn

en þar fór afbragsefni í prest
algjörlega í súginn.

 

.
Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

27.06.2017 12:34

Upplýsingamiðstöð opnuð að Stað

 

 

Siggeir Ingóllfsson að Stað á Eyrarbakka.

 

 

Upplýsingamiðstöð opnuð að Stað
 

 

Í gær, mánudaginn 26. júní 2017, var opnuð upplýsingamiðstöð

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Opið er virka daga.

 

Það er Siggeir Ingófsson, staðarhaldari að Stað sem stendur fyrir þessari opnun.

 

.

.


Meðal gesta fyrsta daginn var Birgir Jensson á Stokkseyri.Skráð af Menningar-Staður


 

27.06.2017 11:59

Waiting For... plata vikunnar á RÁS 2

 

 

 

Waiting For... plata vikunnar á RÁS 2

 

Kiriyama Family gaf nú á dögunum út sína aðra breiðskífu sem ber nafnið - Waiting For… -

Aðdragandi plötunnar var langur og strangur en smáskífur hennar hafa fengið að hljóma á öldum ljósvakans í þó nokkurn tíma við góðar undirtektir.

 

Kiriyama Family samanstendur af 6 Sunnlendingum;

þeim Karli Magnúsi Bjarnarsyni, Guðmundi Geir Jónssyni, Víði Björnssyni og Bassa Ólafssyni en þau Bjarni Ævar Árnason og Hulda Krístin Kolbrúnardóttir komu ný inn í bandið þegar upptökur stóðu sem hæst.

Platan er samansafn af lögum sem samin voru árin 2012 – 2015 en upptökur fóru fram í upptökuverinu Tónverk í Hveragerði sem er í eigu Bassa Ólafssonar og föður hans Labba í Mánum.

 

Mikið var lagt í plötuna bæði hvað varðar hljóðgæði og grafík og nostrað við hvert smáatriði. Hljómsveitarmeðlimir sáu alfarið um upptökur, hljóðblöndun og hönnun plötumslags. Mastering var í höndum Grammy verðlaunahafans Brian Lucey sem hefur meðal annars masterað plötur bresku hlómsveitarinnar Arctic Monkeys.

 

Textar plötunnar eru flestir með þungum undirtón þó svo að lögin séu létt og hress en það er þessi blanda sem einkennir hljómsveitina ásamt 80´s hljóðheim og silkimjúku samspil bassa og tromma.

 

 

Af www.ruv.is

 

.

Frá útgáfutónleikum Kiriyama Family í troðfullu Tjarnarbíói

í Reykjavík þann 24. júní sl.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

27.06.2017 07:33

Fögnuður um borð í Rogalandi þegar skipsbjallan kom heim

 


Gleðistund Jón All­ans­son hring­ir skips­bjöll­unni í m/?s Roga­landi eft­ir meira

en 50 ára fjar­veru. Per Øhmann skip­stjóri var í skýj­un­um yfir að fá hana aft­ur. 

— Ljós­mynd/?Jon­as Haarr Friestad.

 

Fögnuður um borð í Rogalandi

þegar skipsbjallan kom heim

 

• Í 40 ár á Íslandi 

• Lukkugripur í Akraborginni og síðan á safninu í Görðum

 

Gamla Stavan­ger­ferj­an m/?s Roga­land hef­ur end­ur­heimt skips­bjöllu sína. Hún reynd­ist hafa verið á Íslandi í meira en 40 ár og upp­götvaðist fyr­ir til­vilj­un á Byggðasafn­inu í Görðum á Akra­nesi. Það var auðsótt mál að fá hana til baka enda þekkja Íslend­ing­ar það manna best hve sögu­leg­ar minj­ar geta verið fólki hjart­fólgn­ar.

 

Bjall­an var af­hent við hátíðlega at­höfn um borð í Roga­landi í höfn­inni í Stavan­ger á föstu­dag­inn. Jón All­ans­son, safn­vörður á byggðasafn­inu, kom fær­andi hendi með hana og fékk það hlut­verk að hringja henni um borð í fyrsta sinn frá 1965. Skip­stjór­inn Per Øhmann var í skýj­un­um yfir þess­ari end­ur­heimt, en und­an­far­in ár hef­ur ferj­an, sem smíðuð var 1929, verið gerð upp og er nú í skemmtisigl­ing­um. Hún er eitt helsta stolt Stavan­ger­hafn­ar og var friðlýst af Norsku minja­stofn­un­inni árið 1989.

 

Jón All­ans­son seg­ir að fyr­ir­spurn um bjöll­una hefði borist safn­inu fyr­ir um tveim­ur árum. Höfðu norsk­ir ferðamenn veitt henni at­hygli og látið Sjó­minja­safnið í Stavan­ger vita. Þegar heim var komið mundu þeir hins veg­ar ekki hvað safnið á Íslandi hét og tók nokk­urn tíma að finna út úr því. Jón seg­ir að m/?s Roga­land hafi verið í ferju­sigl­ing­um milli Stavan­ger og ná­lægra hafna á ár­un­um 1929 til 1965 á veg­um Det Stavan­ger­ske Dampski­bs­s­elskab AS. Þegar fé­lagið tók nýja ferju, Tungenes, í notk­un árið 1966 fylgdi skips­bjall­an með.

 

Árið 1974 keypti Skalla­grím­ur hf. á Akra­nesi Tungenes, gaf skip­inu nafnið Akra­borg og hafði í sigl­ing­um milli Reykja­vík­ur og Akra­ness fram til um 1984. Gamla skips­bjall­an var áfram um borð en var ein­göngu notuð sem lukkugrip­ur að sögn Jóns. Þegar ný Akra­borg kom til sög­unn­ar fylgdi bjall­an enn með og var um borð til 1998 þegar skipið hætti sigl­ing­um. Var hún þá sett í geymslu, en Skalla­grím­ur hf. færði byggðasafn­inu hana að gjöf árið 2010.

 

„Þessi skips­bjalla hef­ur enga skír­skot­un til Íslands, en við hana eru bundn­ar sögu­leg­ar minn­ing­ar í Stavenger,“ sagði Jón All­ans­son, og kvað safnið á Akra­nesi strax hafa tekið vel í að færa hana norska skip­inu að gjöf.

 


Morgunblaðið þriðjudagurinn 27. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður