Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

27.12.2016 07:27

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka 27. des. 2016

 

 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

- þriðjudaginn 27. des. 2016 -
að Stað kl. 15:00

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.12.2016 16:41

Eyrarbakka - jólastemmning

 
 
 

 

Eyrarbakka - jólastemmning

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

 

26.12.2016 09:59

Jólakveðja Kristjáns Runólfssonar

 

 

 

 

Jólakveðja Kristjáns Runólfssonar


 Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.12.2016 07:10

Gleðilega jólahátíð

 

 

Gleðilega jólahátíð

 

                                          Gleðileg jól

                             gott og farsælt komandi ár
 

                                      Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                     Menningar-Staður

 

                             Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
 Skráð af Menningar-Staður

23.12.2016 06:48

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á jólanótt kl. 23.30

 

 

 

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju

á jólanótt kl. 23.30

 

Hátíðarguðsþjónusta verður á jólanótt í Eyrarbakkakirkju.

24. desember 2016 kl. 23:30

 

Kór Eyrarbakkakirkju syngur.

Organisti verður Haukur Arnarr Gíslason.

 

Séra Kristján Björnsson prédikar.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

22.12.2016 20:32

Til upplyftingar með hækkandi sól: - Einn góður úr Djúpinu - Síra Baldur fær auka brauðsneið

 

 

Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði,

en þar þjónaði hann allan sinn prestsskap eða frá 1956-1999.

Ljósm.: Mbl. Sverrir Vilhelmsson.

 

Til upplyftingar með hækkandi sól:

- Einn góður úr Djúpinu

- Síra Baldur fær auka brauðsneið

 

Það sér á að mannlífið er daufara hér vestra þessi árin en var þegar síra Baldur var og hét til skamms tíma. Hann var ótrúlegur sálnahirðir. Er þess að minnast að framan af prestsskaparárum hans í Vatnsfirði voru Djúpmenn alltaf að klaga hann fyrir prófasti og biskupi fyrir ýmsar sakir. En sá tími kom fyrir mörgum áratugum að þeir hinir sömu Djúpmenn vildu engan annan sálnahirði hafa, enda fullsæmdir af Vatnsfjarðarklerki.

 

Svo bar við fyrir nokkrum árum, að haldið var stórafmæli á Ísafirði hjá Djúpmanni nokkrum. Þar kom fyrrverandi sóknarprestur mannsins, síra Baldur heitinn Vilhelmsson í Vatnsfirði. Var sláttur á karli þegar leið á kvöldið og gerðist hann allþéttur og eirði fáu.
 

         Þarna var meðal gesta dr. Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á Ísafirði. Sá hann þann kost vænstan, að bestu manna yfirsýn, að réttast væri að taka klerk úr umferð og leggja hann inn á sjúkrahúsið til morguns. Var það gert og fer ekki fleiri sögum úr því afmæli.
 

         Þegar menn síðan vakna að morgni, eins og lög gera ráð fyrir, þá var svo háttað í stofu þeirri sem Vatnsfjarðaklerkur svaf í um nóttina, að þar voru tveir menn aðrir herbergðir. Voru það bóndi nokkur og annar eldri maður og var sá frekar lélegur og lyfti varla höfði frá kodda.
 

         Nú var komið inn með morgunkaffi til þeirra félaga og þótti klerki frekar naumt skammtað, enda matmaður mikill. Þegar hann var búinn að hesthúsa sinn skammt á augabragði sá hann útundan sér að sá sem linur var lauk ekki alveg við sinn deildan verð.

Upphófst þá klerkur svo hljóðandi:

         -Ætlarðu að borða þetta, góði?

         -Ja, ég veit það nú ekki, ég er nú hálf lélegur.

         -Má ég þá ekki fá brauðsneiðina, góði?


Saga frá Vestfirska forlaginu.

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.12.2016 14:47

Jólakveðja Hjallastefnunnar - hinnar nýju

 

 

 

Jólakveðja Hjallastefnunnar - hinnar nýju
 

Hjallastefnan -hin nýja- hefur fundið sér stað við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka eins
og sjá má á myndum....

og vex þar fiskur um hrygg í framtíðinni sem og víðar í veröld.

 
Skráð af Menningar-Staður

22.12.2016 09:27

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka 27. des. 2016

 

 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

- þriðjudaginn 27. des. 2016 -
að Stað kl. 15:00

 
Skráð af Menningar-Staður

21.12.2016 16:19

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2016

 

 

 

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2016

 

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á föstudaginn, 23. desember 2016, Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00


Verð aðeins kr. 2.500


Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Þetta er því 18. skötuveislan frá upphafi.


Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.


Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.


Myndaalbúm með 43 myndum frá Skötuveislu Ungmennafélags Stokkseyrar árið 2006 er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281385/


Nokkrar myndir frá skötuveislunni á Stokkseyri 2006.

 

.

.

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

21.12.2016 09:14

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2016

 


Selfoss 21. desember 2016
Sólarupprás 11:15
Sólsetur 15:30

 

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2016

 

Vetrarsólstöður eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.

Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.

Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 

 

Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.


 Klukkan 10.44 fyrir hádegi nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum, sólin stendur kyrr eins og stundum er sagt. Síðan fer sólin að hækka á lofti á ný. Það gerist afar hægt í byrjun. Á morgun nýtur sólar tveimur sekúndum lengur en í dag en sólarstundum fjölgar hraðar þegar á líður.

 

Ljóð Einars Benediktssonar, 

Vetrarsólhvörf:

Stynur jörð við stormsins óð

og stráin kveða dauð,

hlíðin er hljóð,

heiðin er auð.

- Blómgröf, blundandi kraftur,

við bíðum, það vorar þó aftur.

Kemur skær í skýjunum sólin,

skín í draumum um jólin.

Leiðir fuglinn í för

og fleyið úr vör. 

 

Arni sofa hugir hjá, -

þeir hvíldu dag og ár.

Stofan er lág,

ljórinn er smár.

- Fortíð, fram líða stundir,

senn fríkkar, því þróttur býr undir.

Hækka ris og birtir í búðum,

brosir dagur í rúðum.

Lítur dafnandi dug

og djarfari hug.

 

Vakna lindir, viknar ís

og verður meira ljós.

Einhuga rís

rekkur og drós.

- Æska, ellinnar samtíð,

við eigum öll samleið - og framtíð.

Aftni svipur sólar er yfir,

sumrið í hjörtunum lifir.

Blikar blóms yfir gröf,

slær brú yfir höf.


Skráð af Menningar-Staður