Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

05.03.2016 07:10

Dagskrá afmælisviku í Selfosskirkju

 

 

Dagskrá afmælisviku í Selfosskirkju

 

Sunnudagur 13. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Barna- og unglingakórar Selfosskirkju syngja, fram kemur einnig rythmiskur samspilshópur úr Tónlistarskóla Árnesinga, kennari þeirra er Vignir Ólafsson

Eftir messuna verður opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar og tengjast sögu hennar.

 

Kvöldmessa kl. 20:00.  Um tónlistina sjá feðgar ættaðir frá Selfossi, það eru þeir Arngrímur Fannar Haraldsson og Haraldur Fannar Arngrímsson og verður þetta í fyrsta sinn sem þeir leika opinberlega saman.

 

Mánudagur 14. mars

Söguganga um kirkjugarðinn og kirkjuna.  Leiðsögumenn eru Sigurjón Erlingsson og Valdimar Bragason.  Mæting við kirkjuna kl. 17:00.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Þriðjudagur 15. mars

Skemmtikvöld Æskulýðsfélagsins, Kærleiksbjarnanna.  Skemmtileg samvera þar sem fram koma:  Hámenningin, Hrafnhildur Hanna handboltakona, Björgvin Karl Cross-Fit kappi og Sælan með Draumlandið o.fl.  Nýbakaðar vöfflur og kakó í boði sem prestarnir sjá um að baka.

Samveran hefst kl. 19:30.

 

Miðvikudagur 16. mars

Samvera og málþing í Selfosskirkju um prestshjónin Sigurð Pálsson og Stefaníu Gissurardóttur kl. 20:00.

Framsögu hafa:

Gissur Sigurðsson

Gunnlaugur A. Jónsson

Óli Þ. Guðbjartsson

Gissur Páll Gissurarson syngur.

Kaffisopi í safnaðarheimilinu í hléi.

 

Fimmtudagur 17. mars

Kvenfélag Selfosskirkju heldur upp á 50 ára afmæli sitt og býður öllum eldri borgurum í Árborg til kaffisamsætis í Hótel Selfoss.  Þar koma fram Systurnar frá Byggðarhorni og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju.  Samveran hefst kl. 14:00.

 

Föstudagur 18. mars

Föstuhádegi kl. 12:00 í Selfosskirkju.  Einsöng syngur Halla Marinósdóttir.  Fiskur í safnaðarheimilinu á eftir.

 

,,Þessi kór er alin upp við Ölfusá.“  Endurfundir fyrrum og núverandi félaga í Unglingakór Selfosskirkju.  Endurfundirnir hefjast kl. 20:00 í Selfosskirkju þar sem fyrrum kórfélagar syngja.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Laugardagur 19. mars

Kirkjukórinn heldur upp á 70 ára afmæli sitt.  Tónleikar í Selfosskirkju kl. 16:00.  Með þeim koma einnig fram Kirkjukór Hveragerðiskirkju og Þorlákshafnar, Kirkjukór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju og Unglingakór Selfosskirkju.  Einsöngvari Halla Dröfn Jónsdóttir

 

Sunnudagur 20. mars

Hátíðarmessa kl. 14:00.  Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari á samt Halldóru J. Þorvarðardóttur prófasti.  Kirkjukórinn og Unglinakórinn syngja, organisti Edit A. Molnár

Kirkjukaffi í Hótel Selfoss eftir messuna.


Af: www.selfosskirkja.is

 
Skráð af Menningar-Staður

04.03.2016 06:08

Embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli auglýst laust til umsóknar

 

 

Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli

auglýst laust til umsóknar

 

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli, Suðurprófastsdæmi frá 1. júlí 2016.

 • Biskup Íslands skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára.
 • Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, þær eru: Eyrarbakkasókn, Gaulverjarbæjarsókn og Stokkseyrarsókn. Íbúar í prestakallinu eru rúmlega tólf hundruð.
 • Eyrarbakkaprestakall er á samstarfssvæði með sóknum í Selfossprestakalli, Hveragerðisprestakalli og Þorlákshafnarprestakalli. Í Suðurprófastsdæmi eru þrettán prestaköll með 53 sóknir.
 • Um þjónustuskyldur í Eyrarbakkaprestakalli fer eftir samþykktum kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar.
 • Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Staðfest afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn svo og upplýsingar um starfsþjálfun.
 • Valnefnd velur sóknarprest samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011 og er stuðst við ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu.
 • Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. starfsreglna nr. 1109/2011.
 • Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 og starfsreglur er kirkjuþing setur. Einkum er vísað til starfsreglna um presta nr. 1110/2011.
 • Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
 • Upplýsingar um embættið og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar á Biskupsstofu svo og hjá settum sóknarpresti Eyrarbakkaprestakalls og prófasti Suðurprófastsdæmis.
 • Umsóknarfrestur rennur út 22. mars 2016.
 • Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 105 Reykjavík.

Vísað er til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Virðingarfyllst,

F.h. biskups Íslands

Sveinbjörg PálsdóttirAf www.kirkjan.is

 

Í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður.

03.03.2016 13:17

Merki stórra og smárra íþróttafélaga á sýningu í Þorlákshöfn

 


Rafn Gíslason.

 

Merki stórra og smárra íþróttafélaga á sýningu í Þorlákshöfn

 

Í kvöld kl. 18:00 opnar ný sýning í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss í Þorlákshöfn. Það er Þorlákshafnarbúinn Rafn Gíslason sem ætlar að sýna merki eða lógó á sýningunni, sem hann hefur hannað.

Rafn hefur haft áhuga á merkjum frá því hann var unglingur og hafa merki íþróttafélaga átt hug hans að mestu. „Ég var mjög virkur í íþróttum þegar ég var yngri og hafði mikinn áhuga á félagsmerkjum og búningum,“ segir Rafn sem er lærður húsasmiður en hefur ekki getað starfað við iðn sína síðastliðin sjö ár af heilsufarsástæðum. Þegar Rafn gat ekki unnið lengur fór hann að kynna sér gerð merkja í tölvunni. Hann er að mestu sjálfmenntaður í grafískri hönnun en fór á eitt námskeið hjá NTV í Kópavoginum. „Mest hef ég lært af sjálfum mér og notast við kennslubók um notkun teikniforritsins sem ég nota við mína hönnun. Teikningu lærði ég svo rétt eins og hver annar nemi í grunnskóla og einnig í iðnnámi mínu“.

Fyrsta merkið sem Rafn hannað og fór í notkun var merki fyrir íþróttafélagið Draupni á Akrueyri og fljótlega á eftir komu svo merki fyrir Stál Úlf og UMFG í Grundarfirði. Aðspurður að fjölda teikninga sem hann hefur unnið er Rafn ekki viss. „Ég hef teiknað eitthvað á milli 25 til 30 merki sem eru í notkun núna hjá fyrirtækjum og félögum og verða þau flest með á sýningunni. Einnig hef ég gert fjöldann allan af merkjum sem eru endurhönnun á núverandi merkjum félaga bæði erlendum og íslenskum. Ég hef enga tölu á hversu mörg þau eru orðin en ég teikna þetta um fjögur til fimm merki á viku“.

Á myndinni hér að ofan má sjá Rafn með hönnun sína á merki handknattleiksfélagsins Zemaitijos Dragunas í boginni Klaipeda í Litháen. Félagið hefur orðið litháískur meistari í handbolta síðustu fimm árin í röð og hefur einnig keppt í Evrópukeppninni síðustu árin. „Hönnun þessa merkis er trúlega stærsta verkefnið sem ég hef gert fyrir einstakt félag á ferli mínum sem áhugamaður um hönnun lógóa, sagði Rafn“.

 

Sýning Rafns opnar klukkan 18:00 í kvöld, fimmtudaginn 3. mars 2016.

Sýningin mun standa yfir út marsmánuð og verður opin á opnunartíma bókasafnsins.Af www.dfs.is

Rafn Gislason setur upp sýningu

 

.
 

Rafn Gíslason hannaði merki Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.
 


Skráð af Menningar-Straður

 

03.03.2016 13:06

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 3. mars 2016

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Haukur Jónsson, Rúnar Eiríksson, Gísli Friðriksson
og Ingólfur Hjálmarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 3. mars 2016

 

.


F.v.: Gísli Friðriksson, Ingólfur Hjálmarsson og Jón Friðrik Matthíasson. 

 

.

.

Gísli Friðriksson.

.

.

Jóhann Jóhannsson.

.


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.03.2016 10:35

Suðureyri: - Ferðamennirnir heillaðir af slorinu

 


Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman á Suðuireyri. Ljósm.: Mbl.

 

 

Suðureyri: - Ferðamennirnir heillaðir af slorinu

 

Á Suðureyri hefur orðið til fyrirtæki sem tengir saman sjávarútveg og ferðaþjónustu. Lesendum kann að þykja það undarlegt en fyrir mörgum erlendum ferðamanninum er það hápunktur heimsóknar til Íslands að upplifa allt ferli fisks í litlu sjávarþorpi, frá hafi og ofan í maga.

„Þetta er nákvæmlega það sama og Íslendingar eru að sækjast eftir þegar þeir ferðast til Frakklands til að skoða vínbúgarða, eða þekkta matvælaframleiðslu annarra þjóða. Erlendir gestir vilja upplifa atvinnumenningu Íslendinga. Við erum fiskveiðiþjóð en ekki bankaþjóð,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman (www.fisherman.is).

 

Fjölskyldan gerði upp lítið hús
 

Saga fyrirtækisins hófst fyrir fimmtán árum þegar fjölskylda Elíasar eignaðist lítið hús í þorpinu. Átti að rífa húsið, svo ekki þurfti að borga mikið fyrir bygginguna. „Þetta byrjaði sem lítið áhugamál hjá okkur. Fyrir húsið greiddum við 50.000 kr. og endurbyggðum hvenær sem laus stund gafst. Vorið 2001 gátum við leigt þar út fjögur herbergi til ferðamanna. Á þessum tíma var ekkert sem hét ferðaþjónusta á þessum slóðum og var hótelreksturinn í raun algjört aukatriði og snerist þessi iðja okkar fyrst og fremst um að gera eitthvað uppbyggilegt við dauðar stundir.“

Smám saman hefur starfsemi Fisherman vaxið og dreifist nú yfir nokkur hús í bænum. Frá og með næsta vori verða 19 herbergi í útleigu og stefnt á 26 herbergi með nýrri viðbyggingu sem er verið að undirbúa fyrir framkvæmdir. Samhliða hótelrekstrinum rekur Fisherman veitingastað og kaffihús og tvinnast öll starsfemin saman við sjávarútvegs- og matartengdar ferðir um svæðið.

„Í ferðunum blöndum við saman þremur áhersluþáttum í ólíkum hlutföllum: sögu svæðisins, matarmenningunni og nátúrunni,“ segir Elías. „Í náttúruferðinni liggur leiðin meðal annars að Dynjanda, með stoppi á Þingeyri og Suðureyri á bakaleiðinni, og komið við á völdum stöðum þar sem má smakka fiskrétti heimamanna. Söguferðin sýnir ferðalöngunum elstu verstöð landsins í Bolungarvík, sjóminjasafnið á Ísafirði, fræðir um hvernig Ísland byggðist upp í kringum sjómennskuna og endað á fiskismakki á Suðureyri.“

 

Steinbítur undir berum himni
 

Loks er í boði sjávarréttaferð. „Þetta köllum við gúrme-ferð og m.a. er komið við í fiskhjalli þar sem má smakka hjallþurrkaðan harðfisk, barinn á steini. Við heimsækjum fiskvinnslu og skoðum hvað er um að vera niðri við bryggju. Einn af hápunktunum er þegar við bjóðum fólki að smakka þorskhnakka matreidda í tapas-stíl og leyfum gestunum að gæða sér á steinbít undir berum himni. Endar ferðin í því sem við köllum Fiskiskólann, í rými á bak við kaffihúsið. Þar læra ferðalangarnir að elda suður-amerískan skyndirétt, ceviche, sem er gerður án allrar utanaðkomandi orku, og gæða sér á kræsingunum.“

Suðuramerísku áherslurnar í matnum í sjávarréttaferðunum eru komnar til vegna þess að Fisherman vill sýna erlendu ferðalöngunum breiddina sem hráefnið býður upp á og sýna nýstárlega eldun á fiski. „Við erum vistvænt veiðisamfélag og við þurfum, sem dæmi, ekki orku til að elda fiskinn,“ segir Elías. „Á veitingastaðnum og kaffihúsinu gerum við sjávarafurðunum hins vegar skil á hefðbundnari nótum, að hætti heimamanna.“

Aldrei er neitt sett á svið og frekar reynt að haga ferðunum þannig að eitthvað sé um að vera á þeim stöðum sem hópurinn heimsækir. „En ef svo ber til að ekkert er að gerast í fiskvinnslunni lýsum við því einfaldlega fyrir fólki hvað þar er gert.“

 

Sýna vinnu sína með stolti
 

Segir Elías að útlendingunum þyki mikil upplifun að sjá vönduð handtökin og fullkomna tæknina í veiðum og vinnslu sjávarafurða, og vitaskuld eru allir klæddir í viðeigandi hlífðarfatnað til að tryggja öryggi og fullnægja ströngum gæðakröfum matvælafyrirtækjanna. Virðist það ekki trufla fólkið sem starfar við sjávarútveginn þó fylgst sé með því við störfin, og raunar sýna sjómennirnir og fiskvinnslufólkið vinnu sína með glöðu geði. „Íbúarnir á svæðinu eru mjög stoltir af því sem þeir eru að gera, enda atvinnugrein sem ber af í samanburði við önnur lönd og hátækniframleiðsla eins og best þekkist.“

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 3. mars 2016.

 

 

 

Fjallið Göltur og séð inn Súgandafjörð til Suðureyrar.

Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

 

Á Suðureyri við Súgandafjörð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 


 

Skráð af Menningar-Staður.

 

02.03.2016 20:14

40 ár frá því Hafrún ÁR 28 frá Eyrabakka fórst

 

 

Úr Sjómannablaðinu Víkingi í mars 1976.

 

 

40 ár frá því Hafrún ÁR 28 frá Eyrarbakka fórst

 

Þann 2. mars 1976 fórst  M/b Hafrún ÁR 28 frá Eyrarbakka út af Reykjanesi með allri áhöfn 8 manns og þar af ein kona.

 

Þau sem fórust:


Valdimar Eiðsson skipstjóri,

Ágúst Ólafsson,

Haraldur Jónsson,

Guðmundur S. Sigursteinsson,

Júlíus Stefánsson,

Ingibjörg Guðlaugsdóttir,

Þórður Þórisson

og  Jakob Zophóníusson.Blessuð sé minnig þeirra

 

 

Úr Þjóðviljanum í mars 1976


Skráð af Menningar-Staðu
 

02.03.2016 18:53

Sólarlagið við Eyrarbakka 2. mars 2016

 

.

 

 

Sólarlagið við Eyrarbakka 2. mars 2016


Selfoss:

Veður 02.03.16 kl 18:51
Hiti: -2.8°C 
Norðan 0.9 m/s 
Úrkoma dagsins 0.0 mm 
Sólarupprás 8:23

Sólsetur 18:47


Sólsetrið séð frá Eyrarbakka 2. mars 2016.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

02.03.2016 18:05

Urriðafoss og Þjórsá 2. mars 2016

 

 

Urriðafoss og Þjórsá 2. mars 2016

Myndaalbúm á Menningar-Stað
 

Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277473/

Nokkrar myndir :


.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.03.2016 14:52

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. mars 2016

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhansson og Reynir Jóhannsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. mars 2016

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Lýður Pálsson, Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson.

 


F.v.: Lýður Pálsson og Siggeir Ingólfsson.
 


Skráð af Menningar-Staður
 

02.03.2016 08:38

2. mars 2016 -sólarupprásin

 

 

 

2. mars 2016 -sólarupprásin


Selfoss

Veður 02.03.16 kl 8:31
Hiti: -2.8°C 
Norðan 1.3 m/s 
Úrkoma dagsins 0.0 mm 
Sólarupprás 8:26
Sólsetur 18:47


Séð frá Eyrarbakka kom sólin upp í Þórsmökinni í morgun.


 


.

 

 


Skráð af Menningar-Staður