Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

23.01.2016 07:03

Bakkablótið að Stað 30. janúar 2016

 

 

  Bakkablótið að Stað 30. janúar 2016

 

                           Uppselt - Biðlisti

 

                           Uppselt - Biðlisti
 


Skráð af Menningar-Staður

23.01.2016 06:58

Þorrinn hófst í gær 22. janúar 2016

 

 

 

Þorrinn hófst í gær 22. janúar 2016

 

Mánuðurinn þorri hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Nú á bilinu 19. til 25. janúar en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Hann er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og upphaflega mun upphaf hans hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf.

Mánaðarheitið þorri kemur fyrir í elsta íslenska rímhandritinu frá lokum 12. aldar og einnig í Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld og í upptalningu mánaðanna í Snorra Eddu. Margir gömlu mánaðanna í norræna tímatalinu báru mismunandi nöfn eftir heimildum, en þorri hélt alltaf nafni sínu í þeim öllum. Svipað mánaðarheiti þekkist á öðrum Norðurlöndum en þá sem nafn á janúar og jafnvel mars.

Merking orðsins er ekki ljós og hafa verið settar fram margar kenningar um hana. Helstu tilgátur eru að orðið sé skylt lýsingarorðinu þurr, sögninni að þverra, nafnorðinu þorri í merkingunni „meginhluti“ og eins að Þorri gæti verið eitt nafna Þórs eða nafn á samnefndum fornkonungi.

Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur eða vættur vetrar og þar er einnig minnst á þorrablót. Ekki er vitað hvernig þeim var háttað en lýsingarnar benda þó til mikilla veislna og að menn hafi gert vel við sig í mat og drykk. Engar frásagnir eru í Íslendingasögum eða öðrum fornsögum sem gerast á Íslandi en orðið Þorrablót kemur fyrir í forneskjulegum þætti sem bæði er að finna í Orkneyinga sögu og á tveim stöðum í Flateyjarbók þar sem hann heitir Hversu Noregr byggðist og Fundinn Noregur.

Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin fari út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.

 

Fyrr á öldum virðast þorrablót fyrst og fremst hafa verið haldin á heimilum fólks og fyrir heimilisfólkið, en þorrablót eins og við þekkjum þau í dag, sem almennar veislur í sal út í bæ og haldin eins og kallað var í upphafi „að fornum sið“, voru ekki tekin upp fyrr en undir lok 19. aldar.

 

Þorrablótin lögðust svo af en um miðja tuttugustu öldina var farið að halda þorrablót á veitingastaðnum Naustinu í Reykjavík, þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur, súr, reyktur og/eða saltaður. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót einhvern tímann á þorra, oftast á vegum félaga og ýmissa samtaka.

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.01.2016 07:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. jan. 2016

 

 

F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Siggeir Ingólfsson, Haukur Jónsson, Jón Friðrik Matthíasson

og Ragnar Emilsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. janúar 2016

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

21.01.2016 08:49

Ásmundur Friðriksson alþingismaður - 60 ára

 Ásmundur Friðriksson á dögunum í þrettándagleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka.

 

Stjórnaði hreinsun í Eyjum eftir eldgosið

Ásmundur Friðriksson alþingismaður – 60 ára

 

Ásmundur fæddist í Reykjavík 21.1. 1956 en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla, 1973, prófum úr framhaldsdeild í Reykholti 1974 og hefur sótt fjölda námskeiða.

Ásmundur stundaði sjómennsku á troll- og línubátum sem og netagerð 1970-72, vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973 og var verkstjóri og síðar yfirverkstjóri hjá Viðlagasjóði sem sá um hreinsun, endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar eftir eldgosið 1974-77: „Þarna var í mörg horna að líta, samstarf við verktaka, vegna niðurrifs, lagfæringa og endurbygginga húsa, hreinsun austurbæjarins, hreinsun í fjöllum, sáning á Haugasvæði, Eldfelli og Helgafelli.

Að þessu komu tugir starfsmanna, og verktaka og hátt í 100 ungmenni öll sumur. Reynslan af stjórnun verklegra framkvæmda og endurbyggingar heils bæjarfélags eftir eldgos, var einstök og afar lærdómsrík fyrir ungan mann.“

Ásmundur var framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-86 og stundaði jafnframt blaða- og fréttamennsku við Vísi, DV, og Morgunblaðið og var fréttaritari á árunum 1995-2003.

Ásmundur var ráðinn framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986, ritstjóri Fylkis, málgagns sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og síðar Karató, blaðs verslunarmanna í Eyjum í tvö ár.

Árið 1988 stofnaði Ásmundur eigið fiskvinnslufyrirtæki, Kútmagakot ehf., og starfrækti það til ársloka 2003. Þar störfuðu lengst af 25-30 manns en fyrirtækið fékk gæðaverðlaun, frá Coldwater Seefood í Bandaríkjunum 2003 sem Ásmundur tileinkaði starfsstúlkum fyrirtækisins.

Ásmundur var ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004, verkefnastjóri Ljósanætur, menningarhátíðar Reykjanesbæjar 2006, var verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum Reykjanesbæjar til 2008, var forstöðumaður Upplýsingasvið Reykjanesbæjar, var bæjarstjóri í Garði 2009-2012 og er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi frá 2013.

Ásmundur æfði og keppti í handknattleik með meistaraflokki Þórs, ÍR og ÍBV 1974-84. Þá æfði hann og lék með meistaraflokki IBV í knattspyrnu 1974 -78.

Ásmundur sat í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-96, var formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-78, sat í stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja 1982-94, var formaður ÍBV, héraðssambands 1994-99, formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002, formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna 1982-86, sat í stjórn SUS, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum.

Ásmundur var bæjarfulltrúi í Vestmanneyjum 1982-86, var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-86, ritari hafnarnefndar 1998-2003, ritari í stjórn Herjólfs hf 1978-88, í stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja 1984-2000, í stjórn Fiskmarkaðar Vestmannaeyja 1990-2003, formaður og stofnandi Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði 2005-2011, sat í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008, var hvatamaður og stofnandi að Lista- og menningarfélaginu í Garði 2009, stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010, er formaður sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012, hefur starfað í Oddfellowreglunni frá 1982 og gegnt þar flestum trúnaðarstörfum.

Ásmundur er áhugamyndlistamaður, hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í átta samsýningum. Hann mun opna myndlistarsýningu í Eyjum 23.1. nk. í tilefni afmælisins. Hann sendi frá sér bókin Ási grási í Grænuhlíð, 2013 og bókina Hrekkjalómafélagið, púðurkerlingar og prakkarastrik, 2015.

 

Fjölskylda

Eiginkona Ásmundar er Sigríður Magnúsdóttir, f. 26.1. 1958, matráður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hennar: Magnús G. Jensson, f. 29.6. 1933, d. 6.7. 2008, húsasmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir, f. 24.7. 1937.

Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur er Friðrik Elís Ásmundsson, f. 24.6. 1975, tökustöðvastjóri í Reykjavík.

Dóttir Sigríðar er María Höbbý Sæmundsdóttir, f. 30.3. 1977, iðntækifræðingur í Reykjavík, en maður hennar er Guðmundur Árni Pálsson múrarameistari og eiga þau Andra Pál, Arnar Ása og Guðna Sigurð.

Börn Ásmundar og Sigríðar eru Ása Hrönn, f. 27.1. 1982, póstmaður í Eyjum en maður hennar er Ingimar Guðnason verktaki og eiga þau Ragnar Orra; Erla. f. 25.11. 1984, matreiðslumaður í Reykjavík, og Magnús Karl, f. 7.7. 1991, nemi.

Bræður Ásmundar eru Óskar Pétur Friðriksson, f. 19.6. 1958, netagerðamaður og smiður í Eyjum, og Elías Jörundur Friðriksson, f. 2.6. 1967, sjúkraþjálfari í Eyjum.

Foreldrar Ásmundar: Friðrik Ásmundsson, f. 26.11. 1934, skipstjóri í Eyjum, síðar skólastjóri Stýrimannaskólans og loks hafnsögumaður í Eyjum, og Valgerður Erla Óskarsdóttir, f. 24.5. 1937, d. 6.11. 2015, húsfreyja í Eyjum.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
Hjónin

Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 
 

-Hressir krakkar.

Hér eru börnin öll samankomin. F.v.: Friðrik Elís, Magnús Karl, Ása Hrönn, Erla María og HöbbýMorgunblaðið fimmtudagurinn 21. janúar 2016.


Skráð af Mennimgar-Staður
 

20.01.2016 21:40

Yfir-strandvörðurinn í Menningar-sellunni

 

 
Siggeir Ingólfsson, yfirstrand-vörður Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Yfir-strandvörðurinn í Menningar-sellunni

 

Gestur dagsins, í "Menningar-sellunni" á forsetasetri Hrútavinafélagsins Örvars að Ránargrund á Eyrarbakka,

var Siggeir Ingólffsson, yfir-strandvörður félagsins.Skráð af Menningar-Staður

 

20.01.2016 13:37

Dagskráin 21. janúar 2016

 

 

 

Dagskráin 21. janúar 2016

 

Sýnishorn:

 

 

 

 
 

 

Af www.dfs.is

Skráða f Menningar-Staður

19.01.2016 07:06

Meningarerfðir

 

Hjallastefnan hin nýja er dæmi um menningarerfðir.

 

Menningarerfðir 

 

21. – 23. janúar 2016 verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á Suðurlandi um óáþreyfanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans. Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri verða í samstarfi við Brynju Davísdóttur framkvæmdarstjóra Kötlu Jarðvangs sem fer yfir stöðu jarðvangsins eftir úttekt matsmanna og innleiðingu í UNESCO Global Geoparks 2015.

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku, að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins en markmiðið með því er að

·       Koma af stað umræðu um menningarerfðir

·       Fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda

·       Skrá félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða

·       Kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða

Fundatímar:

·       Selfoss – í Fjölheimum, fimmtudaginn 21. janúar kl. 18:00

·       Hvolsvöllur – Hótel Hvolsvöllur, föstudaginn 22. janúar kl. 11:30

·       Kirkjubæjarklaustur –  staðsetning óákveðin, föstudaginn 22. janúar kl. 20:00

·       Höfn í Hornafirði – staðsetning óákveðin, laugardaginn 23. janúar kl. 14:00

Af www.sass.is

.


.Skráð af Menningar-Staður

18.01.2016 21:42

Halldór Valur tekur við Litla-Hrauni og Sogni

 

 
Halldór Valur Pálsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Halldór Valur tekur við Litla-Hrauni og Sogni

 

Eyrbekkingurinn Halldór Valur Pálsson hefur verið skipaður forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni og Fangelsisins Sogni. Hann tekur við starfinu þann 1. febrúar næstkomandi.

Halldór Valur er 35 ára stjórnmálafræðingur og hefur starfað hjá Fangelsismálastofnun frá árinu 2004, síðast sem öryggisstjóri. Hann hefur komið að mörgum verkefnum hjá stofnuninni á þessum tíma og hefur yfirgripsmikla þekkingu á fangelsismálum og verkefnum stofnunarinnar.

Halldór Valur hefur borið ábyrgð á rekstri samfélagsþjónustu, umsjón og innleiðingu rafræns eftirlits, fjölmörgum verkefnum á sviði öryggismála innan fangelsanna, umsjón með dags- og skammtímaleyfum fanga og viðbragðsáætlanagerð. Þá hefur hann sinnt kennslu í Fangavarðaskólanum og tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði fangelsismála.

Halldór Valur hefur setið í vinnuhópum vegna þarfagreiningar og hönnunar nýs fangelsis á Hólmsheiði, verið ráðgjafi dómnefnda í samkeppni um hönnun þess, verið fulltrúi stofnunarinnar í verkefninu á byggingartíma og komið að fleiri uppbyggingarverkefnum í fangelsiskerfinu á undanförnum árum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fangelsismálastofnun.

Af www.sunnlenska.is
Litla-Hraun. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður

18.01.2016 06:53

Þægileg tilvera í Þorlákshöfn

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hansína Ásta Björgvinsdóttir.

Hansína með yngsta barnabarnið.

Í nafni litlu telpunnar, Ingibjörgu Önnu Björgvinsdóttur,

sameinast öll nöfn barna Hansínu og Ingva: Ingibjörg, Anna og Björgvin.

 

Þægileg tilvera í Þorlákshöfn
Hansína Björgvinsdóttir er sjötug í dag

 

Hansína Ásta Björgvinsdóttir var leiðinni til Tenerife á Kanaríeyjum í tilefni af sjötugsafmælinu sínu þegar blaðamaður náði tali af henni. „Við erum að fara þangað í fyrsta sinn, en höfum heyrt afskaplega vel látið af þessum stað. Það er tilvalið að skreppa þangað meðan allur þessi snjór er hér á Íslandi.“

Hansína flutti til Þorlákshafnar fyrir átta árum. „Við hjónin vorum þá bæði hætt að vinna og barnabörnin öll búsett í Þorlákshöfn. Síðan hafa sjö bæst við í Kópavogi. Nú er maður að sinna barnabörnunum og félagslífinu og við förum í ferðalög. Við erum ekki bundin við neitt sérstakt nema helst pulsuhundana okkar, Patta og Tanna, og þetta er afskaplega þægileg tilvera. Við spilum félagsvist fyrir eldri borgara hérna í Þorlákshöfn og hér er fín íþróttaaðstaða og góð sundlaug og fínar gönguleiðir, engar brekkur.“

Föðurætt Hansínu er af Suðurlandi og móðurættin af Austurlandi. Hún er fædd á Eyrarbakka og ólst upp bæði á Selfossi og á Seyðisfirði. Hún bjó lengst af í Kópavogi og kenndi í Kópavogsskóla, var bæjarfulltrúi í tvö kjörtímabil og bæjarstjóri og formaður bæarráðs um tíma. „Ég hef látið félagsmálin að mestu vera síðan ég flutti í Þorlákshöfn.“

Eiginmaður Hansínu er Ingvi Þór Þorkelsson, landfræðingur og sagnfræðingur, en hann kenndi lengst af við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og starfaði þar þangað til hann fór á eftirlaun.

Morgunblaðið mánudagurinn 18. janúar 2016.


Skráð af Menningar-Staður