Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.11.2018 06:56

Veisla -Sviðavina- á Eyrarbakka

 


-Sviðavinirnir- sem stóðu fyrir veislunni í gær á Stað.
F.v.: Guðmundur Emilsson, Ragnar Emilsson og Björn H. Hilmarsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


 

 

Veisla -Sviðavina- á Eyrarbakka

 

 

Í gær, laugardagskvöldið 17. nóvember 2018, héldu  -Sviðavinir- á Eyrarbakka veislu í Alþýðuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Á borðum voru heit og köld við með öllu tilheyrarndi og var veislan vel sótt.

 

Sviðavinirnir sem stóðu fyrir veislunni voru; Björn H. Hilmarsson, Ragnar Emilsson og Guðmundur Emilsson.Menningar-Staður færði veisluna til myndar sem er á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288795/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

17.11.2018 16:49

Hrútavinir og Flugfélagið Ernir á Reykjavíkurflugvelli 11. nóvember 2018

 


F.v.: Hörður Guðmundsson,  Jónína Guðmundsdóttir, Guðni Ágústsson

og Hörður Kristjánsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hrútavinir og

 

Flugfélagið Ernir á Reykjavíkurflugvelli

 

11. nóvember 2018

 

 

Heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli  sunnudaginn 11. nóvember 2018.  Þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafnið Flugfreyja með viðhöfn.

 

Eigandi kindarinnar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi. Hann var mættur á Reykjavíkurflugvöll ásamt fríðu förnueyti Hrútavina til að taka á móti kindinni.Þetta er enn eitt dæmi  um þjóðlegt og menningarlegt  -SAMAFL- Vestfirðinga og Sunnlendinga með forystuaðkomu Hrútavinafélagsins Örvars og félagsmanna víða um land.Menningar-Staður færði til myndar og eru á þessari slóð:
    http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288793/

 

Nokkrar myndir:

 


F.v.: Hörður Guðmundsson, Jóhannes Kristjánsson, Guðni Ágústsson

og Jónína Guðmundsdóttir.

.

 

F.v.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir. 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

17.11.2018 11:57

Var henni gefið nafnið Flugfreyja

 

 

Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélags ins Ernis og Guðni Ágústsson

stilla sér upp til mynda töku með gimbrinni Flugfreyju.

Með Guðna eru dótturdætur hans, Eik og Eva Arnarsdætur.

Fyrir aftan frá vinstri eru: Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóng ur Flóamanna,

Aldís Þórunn Bjarnardóttir og Geir Gíslason á Stóru-Reykjum,

sem munu vista Flugfreyju fyrir Guðna, og Ólafur R. Dýrmundsson,

fyrrverandi landsráðunautur hjá BÍ.

Myndir / Hörður Kristjánsson. 

 

 

Var henni gefið nafnið Flugfreyja

 

Guðni Ágústsson fékk forystukind frá Ytra-Álandi

í Þistilfirði senda frá Húsavík með farþegaflugvél Ernis

 

 

Sá óvenjulegi heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis sunnudaginn 11. nóvember, að þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafn með viðhöfn. 

 

Eigandi kindarinnar, Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, var þar mættur ásamt fríðu förnueyti til að taka á móti kindinni. 

 

„Þetta er gert forystukind inni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.

 

Hópur manna kemur ár lega saman á kótilett kvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrkt ar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinning ar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinn inga foryst ugim ur frá Skúla Ragnaarssyni, bónda á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum,  svört með hvítar hosur.

 

Guðni hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, og bað hann um að sækja fyrir sig svörtu gimbrina og koma henni suður. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur á sunnudag.

 

Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli. Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, hellti yfir hana sunnlensku rigningarvatni úr glasi og gaf henni nafnið Flugfreyja. 

 

Guðni segir að Geir Gíslason, bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa, muni fóstra gimbrina fyrir sig. Vænti Guðni þess að Flugfreyja muni fara fyrir kindahjörð hans, en hún verður þó ekki eina forystukindin í þeirri hjörð. „Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni. 

 

 Við athöfnina var boðið upp á veglega tertu með nafni Flugfreyju undir mynd af henni sjálfri.

Þá lýsti Ólafur R. Dýrmundsson stuttlega þessu einstaka fjárkyni. 

 

 

Hörður Guðmundsson flugstjóri gaf forystukindinni nafnið Flugfreyja

með  því að stökkva á hana sunnlensku rigningarvatni í votta viðurvist. 

.

 

Jónína Guðmundsdóttir, eiginkona Harðar Guðmundssonar og meðeigandi

í flugfélaginu Erni, gaf Guðna Ágústsyni fyrsta bitann af tertunni góðu.

Næstur í röðinni var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni hinn mesti.
Bændablaðið - Hörður Kristjánsson.

 


Skráð af Menningar-Staður. 


 

 

17.11.2018 11:03

Menningarhús eða -salur?

 


Guðmundur Ármann Pétursson.
 
 

Menningarhús eða -salur?

 

 

Það er mikið fagnaðarefni að þingmenn Suðurkjördæmis leggi fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á mennta- og menningarmálaráðherra varðandi uppbyggingu á menningarhúsi / sal fyrir Sunnlendinga.

 

Að þingmennirnir tilgreini það sérstaklega að menningarhús Sunnlendinga skuli vera frágangur á ófullgerðum 36 ára gömlum sal í miðju hóteli, þar sem sé hallandi gólf, gryfja fyrir hljómsveit og möguleiki á að taka 270 manns í sæti er ekki ásættanlegt nálgun á menningarhúsi fyrir Sunnlendinga.

 

Verkefnið er þarft og þarf að vera framkvæmt af metnaði. Þingmennirnir nefna sem dæmi um vel heppnuð menningarhús, Hof á Akureyri og Eldheima í Vestmannaeyjum. Báðar framkvæmdir einstaklega vel heppnaðar og í takt við þarfir þeirra samfélaga.

 

Menningarhús Sunnlendinga er ekki salur í hóteli. Menningarhús Sunnlendinga er sjálfstætt verkefni sem á að vera óbundið af hugmyndum manna frá árinu 1982 sem hófu þá byggingu félagsheimilis fyrir íbúa Selfossbæjar.

 

Það er rétt að minna þingmennina á að „gamli miðbær“ Sunnlendinga er Eyrarbakki þar sem um aldir var miðstöð viðskipta og þaðan sem straumur menningar, lista og erlendra áhrifa flæddi um Suðurland.

 

Það færi vel á því að menningarhús Sunnlendinga væri byggt upp á Eyrarbakka og þá með því að gömlu verslunarhúsin, Vesturbúðin væri endurbyggð í sinni upprunalegu mynd og þá sem menningarhús. Á Eyrarbakka ætti slíkt menningarhús rætur og með þeirri framkvæmd væri hægt að bæta fyrir þann ömurlega gjörning þegar húsin voru rifin árið 1950.

 

Það er rétt að hafa það í huga þegar verið er að ná saman íbúum Þorlákshafnar, Hveragerðis, Selfoss auk annara íbúa svæðisins að þá er „gamli miðbær“ Sunnlendinga Eyrarbakki miðpunktur svæðisins.

 

Fyrst og síðast þarf að byggja fallegt og vel staðsett Menningarhús fyrir Sunnlendinga þar sem fjölbreytt lista- og menningarstarfsemi getur blómstrað á nútímalegan hátt og við bestu aðstæður.

 

Guðmundur Ármann Pétursson

Eyrarbakka.

 Skráð af Menningar-Staður.

16.11.2018 06:36

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 


Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).
 

 

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 

 

Í dag, 16. nóvember 2018, á degi ís­lenskr­ar tungu, eru 211 ár frá fæðingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

Hann fædd­ist á Hrauni í Öxna­dal, son­ur Hall­gríms Þor­steins­son­ar, aðstoðarprests séra Jóns Þor­láks­son­ar, skálds á Bæg­isá, og Rann­veig­ar Jóns­dótt­ur af Hvassa­fell­sætt. Er Jón­as var átta ára drukknaði faðir hans.


 

Jón­as lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaup­manna­hafn­ar 1832, hóf laga­nám en söðlaði fljót­lega um, hóf nám í nátt­úru­fræði og lauk próf­um í nátt­úru­fræði (steina­fræði og jarðfræði) við Hafn­ar­há­skóla 1838.


 

Jón­as stofnaði árs­ritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynj­ólfi Pét­urs­syni, Kon­ráð Gísla­syni og Tóm­asi Sæ­munds­syni. Mark­mið Fjöln­is var að blása í þjóðfrels­is­glóð hníp­inn­ar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upp­lýsa hana um það besta í skáld­skap og vís­ind­um álf­unn­ar. Ljóð Jónas­ar, Íslands far­sæld­ar frón, sem er grísk­ur fimmliðahátt­ur, birt­ist í fyrsta ár­gangi Fjöln­is sem nokk­urs kon­ar stefnu­skrá hans.


 

Jón­as var, ásamt Bjarna Thor­ar­en­sen, boðberi nýrr­ar gull­ald­ar í ís­lenskri ljóðagerð, varð helsta skáld ís­lenskra stúd­enta í Höfn, hef­ur sl. 150 ár verið tal­inn ást­sæl­asta skáld þjóðar­inn­ar og jafn­framt eitt fremsta skáld Evr­ópu á sinni tíð.


 

Jónas­ar smíðaði fjölda nýyrða, m.a. aðdrátt­ar­afl, fjaður­magnaður, hita­belti, ljósvaki, sjón­ar­horn, sól­myrkvi, spor­baug­ur og vetr­ar­braut. Hann fékk rík­is­styrk til rann­sókna á nátt­úrufari Íslands, vann að því verki 1839-1842 og setti fram merk drög að kenn­ingu um land­mynd Íslands. Hann fór í rann­sókna­ferðir um landið, lenti í hrakn­ing­um síðsum­ars 1839, hafði næst­um orðið úti, fékk slæma brjóst­himnu­bólgu, lá rúm­fast­ur í Reykja­vík næsta vet­ur, en hélt til Kaup­manna­hafn­ar 1842 og var bú­sett­ur í Dan­mörku þrjú síðustu ævi­ár­in.


 

Jón­as fót­brotnaði illa er hann féll í stiga og lést á Friðriks­spít­ala í Kaup­manna­höfn 26. maí 1845.

 

 

Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður.

15.11.2018 20:00

Brotist inn í Kaupfélag Dýrfirðinga, útibú á Auðkúlu í Arnarfirði

 

 

Hreinn Þórðarson, eigandi Verslunarhúss Kaupfélags Dýrfirðinga

á Auðkúlu í Arnarfirði.

 

 

Brotist inn í Kaupfélag Dýrfirðinga,

 

- útibú á Auðkúlu í Arnarfirði

 

 

Stórfrétt úr Auðkúluhreppi:

 

Sá fáheyrði atburður varð um daginn að brotist var inn í Kaupfélag Dýrfirðinga, útibú á Auðkúlu í Auðkúluhreppi, Arnarfirði. Þetta kom öllum í opna skjöldu að sjálfsögðu. Útidyrahurðin að verslunardeildinni á miðhæðinni var brotin upp. Það dugði ekki til þó fyrir henni sé Yale smekklás, einn af þessum gömlu góðu, sem enn fást líklega í Brynju á Laugaveginum. Er skemmst frá að segja að engu var stolið svo séð verði. Eitthvað var þó  gengið frjálslega um innanstokksmuni. Var jafnvel eins og einhver hefði lagt sig í sóffann sem þar er. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu Auðkúluhrepps. Lögreglustjórinn þar, Ólafur V. Þórðarson, varðist aðspurður allra frétta af málinu. Er það skiljanlegt, þar sem enn stendur yfir rannsókn á stóra olíumálinu sem frægt varð fyrir nokkrum misserum þar í sveit.


 

   Frá því er að segja, að það hefur flogið fyrir að hefja eigi verslunarrekstur aftur í gamla kaupfélagshúsinu. Hreinn Þórðarson, hreppstjóri og Grímur á Eyrinni, léttadrengur hjá Vestfirska forlaginu, hafa verið að undirbúa að opna verslun þar. Meina þeir víst að með opnun ganganna verði Auðkúluhreppur um þjóðbraut þvera. Hyggjast þeir vera með nýlenduvörur svo sem niðursoðna ávexti, sveskjur, rúsínur, hveiti, kaffi og sykur út í það, eiginlega sitt pundið af hvoru. Og svo að sjálfsögðu Freyju og Sóló karamellur, gráfíkjur, lakkrís og Nikk Nakk, gladíólur og karíóka. Og  náttúrlega Bækurnar að vestan, sem allir eru brjálaðir í þó ekki séu það glæpasögur. Svo verða þeir félagar að sjálfsögðu með límonaði. Þeir eru víst orðnir einkaumboðsmenn hér á landi fyrir Niðaróss-gosdrykkja-og límonaði-fabrikku-útibú í Niðarósi í Noregi. Príma vara! Fínir prísar eins og hjá Bör forðum.
 

 

  Gárungarnir í Auðkúluhreppi segja að innbrotsmennirnir hafi verið búnir að frétta það sem er á döfinni hjá þeim félögum. Segja þeir að grunur leiki á að delíkventarnir hafi ætlað að byrgja sig upp af kólóníalvöru og bókum. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu, því það var ekki búið að leysa út vörurnar á pósthúsinu. Þetta er náttúrlega allt á póstkröfu!
 

 

    Svo segja lausafregnir að hinir gömlu kaupfélagsmenn á Þingeyri og nærsveitum séu farnir að hugsa sér til hreyfings með að endurvekja Kaupfélag Dýrfirðinga. Þeir segja að þetta hefði ekki þurft að fara svona eins og fór. En það er önnur saga. Er gott til þess að vita að eitthvert líf sé í liðinu. Það gera sennilega göngin!

 Skráð af Menningar-Staður.

14.11.2018 06:55

HeimaAðhlynning í þrjú ár

 

 

F.v.: Guðrún Fjóla, Gróa, Íris Björk og Ólafía Eyrún.

Ljósmynd/Aðsent

 

 

HeimaAðhlynning í þrjú ár

 

Um þessar mundir eru þrjú ár liðin frá því að einkarekna sjúkraliðaþjónustan HeimaAðhlynning tók til starfa.

 

Það var Gróa J. Skúladóttir sjúkraliði á Eyrarbakka sem stofnaði þjónustuna og hefur rekið hana frá árinu 2015.

 

Frá byrjun hefur verið lögð áhersla á að veita persónulega og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum hvers einstaklings, sem nýtur þjónustunnar, sem best þannig að hann hafi tækifæri til þess að búa á sínu eigin heimili sem lengst.

 

Starfssvæði HeimaAðhlynningar er Sveitarfélagið Árborg, Hveragerðisbær, Flóahreppur og Sveitarfélagið Ölfus og hafa fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur notið þjónustunnar á þessum þremur árum – eldri borgarar, fatlað fólk og aðrir sem þurft hafa aðstoð heima fyrir í lengri eða skemmri tíma. 

 

Boðið er upp á aðstoð við athafnir dagslegs lífs, innlit þar sem haft er m.a. eftirlit með almennri líðan og útivist. HeimaAðhlynning hefur sérstakt leyfi Landlæknisembættisins til að veita þjónustuna.

 

Með Gróu starfa nú þrír starfsmenn, þær Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir, Íris Björk Magnúsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardóttir.
 Skráð af Menningar-Staður.

13.11.2018 17:20

Merkir Íslendingar - Árni Magnússon

 

 

Árni Magnússon (1663 - 1730).

 

 

Merkir Íslendingar - Árni Magnússon

 

 

Árni Magnússon handritasafnari fæddist á Kvennabrekku í Dölum þann 13. nóvember 1663,

sonur Magnúsar Jónssonar, prests á Kvennabrekku og síðar lögsagnara, og Guðrúnar, dóttur Ketils Jörundssonar, prests í Hvammi.

 

Árni ólst upp hjá Katli, afa sínum, og síðan móðurbróður, Páli, prófasti í Hvammi og síðar á Staðarstað.

 

Árni lauk stúdentsprófi frá Skálholtsskóla 1683, guðfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla, varð aðstoðarmaður fornfræðingsins Tómasar Bartholins, bókavörður M. Moths, yfirsekretera í kanzellíinu, varð prófessor 1694, ritari við hið konunglega leyndarskjalasafn í Kaupmannahöfn 1697 og í raun yfirstjórnandi safnsins frá 1725.

 

Samkvæmt konungsboði var Árna og Páli Vídalín falið jarðamat, manntal og ýmsar aðrar rannsóknir á Íslandi 1702 og stóð verkið yfir af hálfu Árna til 1712. Úr varð hin fræga Jarðabók Árna og Páls sem er ómetanleg heimild um hagi Íslendinga í byrjun 18. aldar.

 

Árni fór í rannsókna- og bókakaupsferðir til Noregs og Þýskalands, en er þekktastur fyrir bókfells- og handritasöfnun sína hér á landi og fyrir flutning á þeim handritum til Kaupmannahafnar þar sem þau voru rannsökuð, skrifuð upp og sum hver búin til prentunar.

 

Í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 20. október 1728 brann þar bókasafn háskólans og hluti af bókasafni Árna, þrátt fyrir þrotlaust björgunarstarf. Talið er að þar hafi glatast ýmis mikilvæg íslensk handrit.

 

Árni var umbótasinnaður húmanisti. Það eina sem birtist á prenti eftir hann var skýrsla um síðustu galdramálin í Danmörku þar sem hann sýnir fram á fáránleika þeirra.

 

Árni og Þórdís Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfússonar (Snæfríður Íslandssól), eru gerð að aðalsögupersónum ástarsögunnar í Íslandsklukku Halldórs Laxness.

 

Við Árna eru kenndar Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Den Arnamagnæanske Samling í Danmörku.

 

Árni lést 7. janúar 1730.
 Skráð af Menningar-Staður.

 

13.11.2018 06:44

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir (1777 - 1863).

 

 

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir, oft­ast nefnd Þuríður formaður, fædd­ist árið 1777 á Stétt­um í Hrauns­hverfi á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar henn­ar voru Ein­ar Ei­ríks­son, bóndi þar, og k.h. Helga Bjarna­dótt­ir.

 

Þuríður bjó í for­eldra­hús­um þar til hún varð 25 ára göm­ul. Hún byrjaði að róa á vor­vertíð hjá föður sin­um 11 ára göm­ul og gerðist full­gild­ur há­seti á vetr­ar­vertíð hjá Jóni í Mó­hús­um, þá rúm­lega tví­tug að aldri. Hún fékk leyfi frá sýslu­manni til að klæðast karl­manns­föt­um og klædd­ist ekki kven­manns­föt­um eft­ir það.

 

Síðan bjó hún í Stokks­eyr­ar­hverfi, lengst af á Götu og var formaður þar, fyrst á vor- og haust­vertíð, síðan á vetr­ar­vertíðum. Hún flutti á Eyr­ar­bakka 1830 og bjó þar til æviloka að und­an­skild­um ár­un­um 1840-1847 þegar hún dvald­ist við versl­un­ar­störf í Hafnar­f­irði. Fyrsta ára­tug­inn sem hún bjó á Eyr­ar­bakka var hún formaður í Þor­láks­höfn á vetr­ar­vertíðum og stýrði át­tær­ingi og aflaði vel. Hún var lengst af sjálfr­ar sín, ým­ist við smá­búhok­ur eða sem hús­kona á Skúms­stöðum þar til sein­ustu 8-9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveit­ar­styrk.

 

Þuríður bjó um tveggja ára skeið með manni að nafni Er­lend­ur Þor­varðar­son í Eystri-Mó­hús­um. Þau eignuðust stúlku sem hét Þór­dís en hún lést fimm ára göm­ul. Löngu síðar, eða árið 1820, gift­ist hún vinnu­manni sín­um, Jóni Eg­ils­syni, sem þá var 21 árs, en þeirra hjóna­band stóð ekki lengi.

 

Þuríður varð fræg fyr­ir að koma upp um Kambs­ránið, en það var rán sem framið var á bæn­um Kambi í Flóa 1827. Ræn­ing­arn­ir skildu eft­ir sig verks­um­merki m.a. skó, járn­flein og vett­ling. Hún taldi sig þekkja hand­bragðið á skón­um og að för á járn­flein­in­um pössuðu við steðja í eigu Jóns Geir­munds­son­ar á Stétt­um í Hraun­gerðis­hreppi, sem var einn ráns­mann­anna.

 

Þuríður formaður lést í Ein­ars­höfn 13. nóvember 1863.
 Skráð af Menningar-Staður.

12.11.2018 20:28

Forystugimbur með áætlunarflugi frá Húsavík

 

 
 

Guðni Ágústs­son og Hörður Guðmunds­son, eig­andi flug­fé­lags­ins Ern­is, stilla sér

upp til mynda­töku með gimbrinni Flug­freyju. Með Guðna eru dótt­ur­dæt­ur hans,

Eik og Eva Arn­ars­dæt­ur. Á bak við krjúpa Ágúst Ingi Ket­ils­son, fjall­kóng­ur Flóa­manna,

og Al­dís Þór­unn Bjarn­ar­dótt­ir og Geir Gísla­son á Stóru-Reykj­um. mbl.is/Á?rni Sæ­berg

 

 

Forystugimbur með áætlunarflugi frá Húsavík

 

 Gefið nafnið Flugfreyja við móttökuathöfn í Reykjavík 

 

Guðni Ágústsson heimti forystugimbur sína norðan úr Þingeyjarsýslu í gær. Hún kom með áætlunarflugi flugfélagsins Ernis frá Húsavík og var gefið nafn á Reykjavíkurflugvelli.

 

„Þetta er gert forystukindinni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.

 

Vinningur á kótilettukvöldi

 

Hópur manna kemur árlega saman á kótilettukvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrktar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinningar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinninga forystugimbur frá Skúla Ragnarssyni og Bjarnveigu Skaftfeld, bændum á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. 

 

 „Ég hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, en hann er líka sauðfjárbóndi eins og margir á Húsavík og sauðahvíslari því mér er sagt að allar kindur verði spakar sem hann nálgast. Bað hann um að sækja fyrir mig svarta gimbur og koma henni suður,“ segir Guðni. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur í gær. 

 

Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli og þar hellti Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, yfir hana sunnlensku rigningarvatni og gaf henni nafnið Flugfreyja.

 

Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum, svört með hvítar hosur. 

 

Guðni segir að Geir bóndi Gíslason á Stóru-Reykjum í Flóa muni fóstra gimbrina fyrir sig. Þar muni hún fara fyrir kindahjörð hans og verði gaman að fylgjast með. „

 

„Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni.

 

 

Morgunblaðið 12. október 2018 - Ríkssssissjónvarpið og Menningar-Staður.

 

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningfar-Staður.