![]() |
Eitraða barnið heitir ný sakamálasaga eftir Guðmund S. Brynjólfsson rithöfund á Eyrarbakka.
Bókin verður kynnt í útgáfuhófi í Húsinu á Eyrarbakka næstkomandi laugardag, þann 15. september 2018, klukkan 16.
Kaffi og konfekt í boði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Sögusvið bókarinnar er Eyrarbakki um aldamótin 1900 og við sögu komu þjóðþekktir menn, saklausar vinnukonur og harðsvíraðir drykkjumenn.
Guðmundur hefur hlotið einróma lof fyrir fyrri skáldsögur sínar en bókin Eitraða barnið er fyrsta sakamálasaga höfundar.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
|
Fánasetur Suðurlands flaggaði rauðum
Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggaði rauðum fána
(dönskum þjóðfána) í dag, 10. september 2018.
Himnarnir flögguðu einnig rauðu við fánalok í kvöld.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Jón Sigurðsson við Stjórnarráðið. |
10. september 1911
- Minnisvarði um Jón Sigurðsson
Minnisvarði um Jón Sigurðsson var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þann 10. september 1911 en þá voru rúm hundrað ár frá fæðingu Jóns. Hann var fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.
Styttan er eftir Einar Jónsson og var gerð „fyrir samskot landsmanna,“ eins og sagði í Árbókum Reykjavíkur.
Hún var flutt á Austurvöll árið 1931.
Morgunblaðið 10. september 2018.
![]() |
Jón Sigurðsson á Austurvelli. JÓN SIGURÐSSON - FORSETI
|
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Siggeir Ingólfsson. |
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Hjallakirkja er einn helsti sögustaðurinn í Ölfusi. Kemur fyrst við sögu á 11. öld og er getið í Flóamannasögu. Kirkjan kemur aftur í ljós sögunnar 1541 er síðasti kaþólski biskupinn yfir Íslandi Ögmundur Pálsson er færður nauðugur á skip og lést í hafi. Hann er handtekinn af hermönnum Dana þar sem hann var í heimsókn hjá systur sinni á Hjalla.
Þegar Þorlákskirkja var byggð fyrir ca. 30 árum var um það samkomulag að hafa Hjallakirkju áfram í heiðri og hún þjónar því líka sem sóknarkirkja í Þorlákshafnarprestakalli.
Hátíðarmessa verður kl. 14:00 á Hjalla í dag, sunnudaginn 9. september 2018, í tilefni af 90 ára vígsluafmælis Hjallakirkju en hún var vígð 5. nóvember 1928.
Kirkjukórinn nýtur sín alltaf vel á Hjalla (góður hljómburður). Nývígður vígslubiskup í Skálholtsstifti sr. Kristján Björnsson prédikar, kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn nýráðis organista Esterar Ólafsdóttur, meðhjálpari er Sigurður Hermannsson, djákni og prestur þjóna svo fyrir altari.
Eftir messu verður svo kirkjugestum boðið upp á kaffi og með því á veitingastaðnum Hafinu bláa. Þar mun kórinn syngja og opinn verður hjóðnemi fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína. Til hátíðar hefur verið boðið gömlum þjónandi prestum, biskupum, bæjarfulltrúum í Ölfusi og nokkrum öðrum er sem komið hafa að starfi kirkjunnar. Auðvitað er öllum boðið að koma ekki síst þeim sem tengjast kirkjunni með einhverjum hætti, hafa komið í hana sem börn, komið þangað fullorðnir, er kristin kirkja hugleikin eða saga staðarins og héraðsins.
Gaman væri að sjá sem flesta og allir eru auðvitað velkomnir ungir sem aldnir.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Ölfusárbrú var vígð þann 8. september 1891, að viðstöddum um 1.800 manns.
Hún var fyrsta hengibrú landsins og ein mesta verklega framkvæmd til þess tíma.
Brúin skemmdist 1944 og ný brú var byggð 1945.
Morgunblaðið - Dagar Íslands Jónas Ragnarsson.
„Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann Vaughan & Dymond-málmsmíðafyrirtækið í Newcastle on Tyne. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.
1889 fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og samdi við ýmsa Flóamenn, ýmist til að skipa upp efni eða vinnu við brúarsmíðina. Um haustið kom Sigurður Sveinsson steinsmiður suður og fór að undirbúa steypu stöplanna hvoru megin við ána. Uppsteypu stöplanna lauk á höfuðdegi 1890. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað „Brohús“ en gengur nú undir nafninu Tryggvaskáli.
Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís . Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891.
Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því um kvöldið drukknaði Englendingur nokkur sem hafði farið út á efnispramma. Prammanum hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið nokkuð.
Fleiri þrándar voru í götu brúarsmiða. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson. Hann tók allar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu.
Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað Tryggva.“ (Wikipedia)
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015) |
Halldór Ásgrímsson fæddist á Vopnafirði 8. september 1947.
Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir húsfreyja.
Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Sigurjóna Sigurðardóttir læknaritara og eignuðust þau þrjár dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld.
Halldór lauk prófi við Samvinnuskólann 1965, varð löggiltur endurskoðandi 1970 og sótti framhaldsnám í verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn 1971-73.
Halldór var lektor við viðskiptadeild HÍ 1973-75, sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1974-78 og 1979-2006, var varaformaður flokksins 1980-94, formaður 1994-2006 og gegndi ráðherraembætti í 19 ár. Hann var sjávarútvegsráðherra 1983-91 og gegndi auk þess störfum samstarfsráðherra Norðurlanda og dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann var utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna frá 1995, var utanríkisráðherra til 2004, en gegndi síðarnefnda embættinu til 1999. Hann var einnig landbúnaðar- og umhverfisráðherra vorið 1999 og fór með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti í forföllum í ársbyrjun 2001.
Halldór var skipaður forsætisráðherra haustið 2004 og gegndi því embætti fram á mitt sumar 2006 er hann ákvað að hætta í stjórnmálum.
Halldór var um skeið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og sat í fjölda nefnda á vegum Alþingis. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í ársbyrjun 2007 og gegndi því starfi fram í mars 2013.
Halldór var farsæll flokksforingi og áhrifamikill stjórnmálamaður. Eitt af fyrstu verkum hans sem sjávarútvegsráðherra var að innleiða kvótakerfið 1984. Hann og Davíð Oddsson mynduðu ríkisstjórn sinna flokka 1995 og viðhéldu samfelldu stjórnarsamstarfi sinna flokka lengur en nokkrir aðrir flokksforingjar fyrr og síðar.
Halldór lést 18. maí 2015.
Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
|
-Nú brosir nóttin- í Grensáskirkju
Í dag, laugardaginn 8. september 2018 klukkan 14:00 í Grensáskirkju í Reykjavík, fögnum við endurútgáfu bókarinnar -Nú brosir nóttin- þar sem rakin er saga Guðmundar Einarssonar á Brekku á Ingjaldssandi, Önundarfirði.
Höfundur er Theódór Gunnlaugsson. Í nýju útgáfunni er að finna margskonar ítarefni um náttúrubarnið og garpinn Guðmund refaskyttu.
Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur segir frá afa sínum, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur les úr bókinni, söngur og orðið laust.
Léttar veitingar - rautt, hvítt, kaffi og kleinur - djús fyrir börnin. Mætum öll.
BÓKIN VERÐUR Á TILBOÐSVERÐI - 5000 KR. EN FULLT VERÐ ER 6490,- POSI Á STAÐNUM.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
||
|
Leigja gamla barnaskólann í Holti í Önundarfirði:
Góðar viðtökur við nýju
hóteli á sögufrægum stað
– Miklar endurbætur á húsnæði og gestir eru ánægðir
„Við erum ánægð með viðtökurnar og þetta er ótrúlega gaman,“ segir Hólmfríður Bóasdóttir, sem ásamt eiginmanni, Kristjáni Óskari Ásvaldssyni, og foreldrum hans, þeim Ásvaldi Magnússyni og Helgu Dóru Kristjánsdóttur, hafa opnað nýtt hótel í Holti í Önundarfirði, það heitir Holt Inn.
Þau gjörbreyttu gamla barnaskólanum í Holti og reka þar nú hótel.
Tókst að opna á réttum tíma
„Við hófumst handa við þetta verkefni þegar leið að páskum en af fullum krafti í byrjun maí. Við gerðum heilmiklar endurbætur á húsnæðinu og lagfæringar, m.a. voru sett baðherbergi inn á öll 11 herbergin sem til reiðu eru,“ segir Hólmfríður. Hún segir að menn hafi heldur betur látið hendur standa fram úr ermum, því von var á fyrsta hópnum í gistingu 18. júní. „Það voru nú ekki allir jafn bjartsýnir á að þetta tækist og sumir höfðu á orði að við yrðum heppin ef okkur tækist að opna fyrir verslunarmannahelgi. En þetta tókst fyrir tilsettan tíma og allt hefur gengið samkvæmt áætlun fram til þessa,“ segir hún.
Hólmfríður segir að reksturinn hafi gengið að óskum, einkum í ljósi þess að um er að ræða nýjan gistimöguleika í fjórðungnum. „Við erum bara að stíga fyrstu skrefin og höfum ekki enn farið á fullt í markaðssetningu, það er í nógu öðru að snúast svona fyrsta kastið,“ segir hún. Viðtökur gesta hafi verið framar vonum, meðaleinkunn á bókunarvefnum booking.com sé góð og það sé ánægjulegt. Gestir á Holt Inn eru í bland Íslendingar og erlendir ferðamenn.
Samgöngur setja strik í vetrarferðamennskuna
„Fólk hér um slóðir talar um að lausaumferðin sé heldur minni en undanfarin ár, en við erum nýgræðingar í ferðaþjónustunni og höfum ekki viðmið við fyrri ár,“ segir Hólmfríður. Ferðaþjónusta á Vestfjörðum sé þó enn með þeim hætti að hún er mest yfir sumarmánuðina og detti alveg niður þegar vetur gengur í garð. Dynjandisheiði loki við fyrstu snjóa og sé ekki opnuð fyrr en vori á ný, en hótelhaldarar að Holti binda vonir við ný Dýrafjarðargöng sem nú er unnið að og opni eftir eitt til tvö ár. Það muni bæta samgöngur til mikilla muna. „En við hér í Holti erum vel í sveit sett, miðsvæðis í Vestfjarðarhringnum og þannig í alfaraleið.“
Margt forvitnilegt að sjá og skoða
Skólahaldi var hætt í Holti árið 1999, en sjálfseignarstofnunin Holt-Friðarsetur keypti skólahúsið og hefur rekið í því gisti- og félagsheimili auk kirkjumiðstöðvar.
„Það er ýmislegt áhugavert að sjá og skoða hér í næsta nágrenni,“ segir Hólmfríður og nefnir m.a. mikið og áhugavert fuglalíf, falleg fjara dragi ferðalanga að og þá eru margar og fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenninu. Kirkja hefur verið í Holti frá því um 1200 og var talið gott prestakall á árum áður. Margir sögufrægir prestar hafa sett svip sinn á mannlífið um tíðina, en nefna má að Brynjólfur Sveinsson biskup fæddist í Holti og þar er minnismerki um hann.
![]() |
||
.
|
Bændablaðið fimmtudagurinn 6. september 2018.
Margrét Þóra Þórsdóttir
mth@bondi.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
KK - Kristján Kristjánsson (1925 - 2008)
|
Kristján Kristjánsson fæddist 5. september 1925 í Syðstakoti í Miðneshreppi, Gull.
Foreldrar hans voru Sigrún Elínborg Guðjónsdóttir saumakona, f. 7.10. 1904, d. 10.2. 1971, og Kristján Karl Kristjánsson prentari, f. 14.11. 1902, d. 25.5. 1977. Vegna veikinda móður sinnar ólst Kristján upp til fermingaraldurs hjá móðurforeldrum sínum, Guðjóni Þorkelssyni og Þorbjörgu Benónýsdóttur í Syðstakoti.
Kristján lauk eins árs námi frá Verzlunarskóla Íslands en eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám í saxófón- og klarínettleik árin 1946-47 við Juilliard School of Music í New York. Þegar heim kom stofnaði hann KK-sextettinn sem hann stjórnaði af mikilli röggsemi allt til ársloka 1961 en þá lagði hann saxófóninn á hilluna.
Þrátt fyrir að hljómsveitin leystist upp í kjölfarið hafði Kristjáni tekist að setja mark sitt á íslenska tónlistarsögu, m.a. með því að bera hingað til lands nýja strauma frá Bandaríkjunum. Kristján lagði mikinn metnað í allt sem viðkom hljómsveitinni. Á þeim tíma tíðkaðist það ekki að hljómsveitir æfðu áður en spilað var opinberlega en Kristján krafðist þess að vel væri æft, meðlimir væru í hljómsveitarbúningum og lögin væru vel útsett. Kristján átti einnig stóran þátt í því að fólk fór að taka starf hljómlistarmanna alvarlega.
Árið 1965 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Verðlistann við Laugalæk. Árið 1980 stofnaði hann svo Litlu fluguna sem var sérverslun með fluguhnýtingarefni þar sem hann gat samtvinnað tvö af sínum helstu áhugamálum, laxveiðar og fluguhnýtingar.
Kristján kvæntist 1949 Erlu Wigelund, f. 31.12. 1928. Foreldrar hennar: Peter Wigelund skipasmiður, f. í Þórshöfn, og k.h. Vilborg Dagbjartsdóttir húsfreyja. Börn Kristjáns og Erlu: Þorbjörg, Pétur söngvari (d. 2004), Sigrún Júlía og Elísabet.
Kristján lést 2. júní 2008.
![]() |
Frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Gunnar Ormslev, Savar Gests, Guðmundur Vilbergsson trompetleikari frá Flateyri, Steinþór Steingrímsson og Hallur Símonarson. |
Morgunblaðið
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is