Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

02.03.2016 07:03

Feðgar á ferð sumarið 2016 -lumar þú á góðri hugmynd ?

 

 

Magnús Hlynur Hreiðarsson.

 

Feðgar á ferð sumarið 2016 -lumar þú á góðri hugmynd ?

 

Okkur langar að biðja ykkur um smá aðstoð því við erum að leita að skemmti- legu, jákvæðu og hressu fólki Suðurlandi og víðar sem gæti komið fram í þætti okkar "Feðgar á ferð", sem sýndir verða á Stöð 2 í sumar, hver þáttur er um 25. mínútur.

Við vorum með tíu svona þætti í fyrra sumar sem tókust mjög vel og fengu mikið áhorf.

Allar hugmyndir eru vel þegnar, þó ykkur finnist hugmyndin skrýtin eða kjánalega þá getur verið að okkur finnist hún stórsniðug og höfum samband við viðkomandi.

Tökur verða í apríl og maí 2016. Nr. 1, 2 og 3, viðmælendurnir þurfa að vera jákvæðir, hressir, skemmtilegir og hafa eitthvað áhugavert fram að færa, ungir sem aldnir, konur sem karlar og allt þar á milli.

Hér er líka kjörið tækifæri á að koma Suðurlandi í sjónvarpið á jákvæðan hátt.

Best að senda mér tölvupóst (mhh@stod2.is) ef þið lumið á góðum hugmyndum eða senda mér einkaskilaboð á Facebook (Magnús Hlynur Hreiðarsson).

 

Með góðri kveðju frá Feðgum á ferð

Magnús Hlynur Hreiðarsson

og Fannar Freyr Magnússon, Selfossi.


Skráð af Menningar-Staður

01.03.2016 21:49

Fundargerð 21. fundar Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Fundargerð 21. fundar Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Hverfisráð Eyrarbakka.
Sitjandi f.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttitr, ritari. og Þórunn Gunnarsdóttir.

Standandi f.v: Siggeir Ingólfsson, formaður, Ingólfur Hjálmarsson og Gísli Gíslason. 
 

(Myndin er tekin 2014 af BIB)

Skráð af Menningar-Staður

01.03.2016 07:01

Sögulegur samningur um eflingu söguferðaþjónustu

 


Ragnheiður Elín Árnadóttir og Rögnvaldur Guðmundsson takast í hendur.

 

Sögulegur samningur um eflingu söguferðaþjónustu

 

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu þann 25. febrúar 2016 undir saming um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi.  
 

Áhersla er lögð á að byggja upp ferðaþjónustu sem lýtur að miðlun menningararfs og kynningu á sögu þjóðarinnar. Kannanir sýna að áhugi ferðamanna beinist í auknum mæli að þessum þætti sem getur orðið mikilvægur liður í aukinni dreifingu ferðamanna um landið að vetri jafnt sem sumri.
 

Í samningnum segir m.a. að á árinu 2016 muni Samtök um söguferðaþjónustu leggja áherslu á eftirfarandi verkefni sem m.a. teljast til forgangsmála í verkefnaáætlun Vegvísis í ferðaþjónustu:

  1. koma að gerð stefnumótandi stjórnunaráætlana fyrir ferðaþjónustuna í hverjum landshluta
  2. taka þátt í mörkun Íslands sem áfangastaðar með tilliti til menningararfs og sögu
  3. vinna að nýsköpun og vöruþróun í söguferðaþjónustu með sérstaka áherslu á „að gera söguna lifandi“ og auka upplifun ferðamanna
  4. stuðla að samvinnu við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur um þróun söguferða og söguhringja
  5. efla markaðssetningu á söguferðaþjónustu innan lands sem utan
  6. vinna að fjölgun virkra aðila samtakanna


    Af www.stjornarrad.is    Skráð af Menningar-Staður

29.02.2016 06:40

Gríðarleg umferð um Menningar-Stað

 

 

Gríðarleg umferð um Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Staður varð þriggja ára þann 19. febrúar 2016.

Gríðarleg umferð er um vefinn þessa dagana og dæmi um slíkt eru 10 síðustu dagar en á þeim tíma eru flettingar samtals 36.801 sem eru að meðaltali 3.680 á degi hverjum.

Vefstjórarnir þakka gestum þessar miklu vinsældir sem sýna sig í flettingum.

 


 

F.v.: Vefstjórarnir Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.
 


Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 16:38

Frá föstumessa í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 

 

Frá föstumessu í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 

Föstumessa var í Eyrarbakkakirkju í morgun, sunnudaginn 28. febrúar 2016.

Kór kirkjunnar söng.

Organisti var Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur var séra Kristján Björnsson.

Menningar-Staður færði til myndar.

Unga stúlkkan á myndum er Þórunn Erla Ingimarsdóttir.Myndaalbúm með 28 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessas slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277424/


Nokkrar myndir hér:
.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 12:40

Fornar leiðir í nágrenni Skálholts

 

Image result for skálholt

 

Fornar leiðir í nágrenni Skálholts

 

Málþingið Fornar leiðir í nágrenni Skálholts verður haldið á hlaupársdag, mánudaginn  29. febrúr 2016, í sal Þjóðminjasafnsins kl. 16–18.

Þar mun Helgi Þorláksson sagnfræðingur leita svara við því hvar helgistaðir muni hafa verið á Skálholtsleiðum pílagríma og hvað þeir geti helst sagt um ferðir þeirra.

Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor við Árnastofnun fjallar um leiðir Skálholtsbiskupa nær og fjær.

Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali fjallar um staðarval Skálholts m.t.t. miðaldahugmynda um hervarnir og virkisveggi.

Málþingið er á vegum Skálholtsfélagsins og Pílagríma, áhugamannafélags.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Af www.dfs.is


 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 09:08

Föstumessa í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Föstumessa í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 

Föstumessa verður í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 28. febrúar 2016 kl. 11:00

Kór kirkjunnar syngur.

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Séra Kristján Björnsson.
Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 08:03

Þetta reddast...

 

 

Þetta reddast...

 

Fyrir leikmann með takmarkaða þekkingu á leiklist var spennandi að mæta á frumsýningu hjá Leikfélagi Selfoss á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov en leikverkið var frumsýnt í Litla leikhúsinu síðastliðið föstudagskvöl. Kirsuberjagarðurinn er klassískt verk sem hefur verið sett upp nokkrum sinnum hér á landi og Tsjekhov er þekkt nafn í leikhúsheiminum.

Í leikskrá segir: „Við hverfum rúm hundrað ár aftur í tímann á slóðir óðalseigenda í Rússlandinu stóra. Það kann að hljóma framandi í nútímaþjóðfélagi en e.t.v. er ekki svo ýkja mikill munur á sögusviði leikverksins og okkar raunveruleika þar sem helsta heimsspekin er „þetta reddast“. Allt er þetta fólk með langanir, tilfinningar, fortíð og framtíð, líkt og fólk í dag.“

Kirsuberjagarðurinn er eins og mörg verk Tsjekhovs sambland af kómik og tragedíu. Sýning Leikfélags Selfoss var einnig á þeim nótum. Oft voru brosleg atriði þar sem hláturshviður fóru um salinn en inn á milli var mikil dramatík í gangi. Þó sögusvið verksins sé 1904, skömmu fyrir rússnesku byltinguna, á verkið vel við í dag. Menn eru enn að glíma við peningavandræði, slá lán og reyna að eiga fyrir vöxtunum. Stundum er eina leiðin að slá nýtt lán eða bara fá sér í glas og láta eins og lánið sé ekki til.

Í stórum dráttum gengur söguþráðurinn út á að rússnesk hefðarkona snýr til baka á óðalssetur sitt eftir nokkurra ára dvöl í París en fyrir liggur að selja óðalið og þar með kirsuberjagarðinn á uppboði. Þrátt fyrir að þeim sé hvað eftir annað bent á vandamálið virðast þau ekki gera sér grein fyrir staðreindunum og líta bara í hina áttina. Leikritið gengur síðan mikið út á viðbrögð fólks og mannleg samskipti.

Fyrir leikmann út í bæ var leikurinn heilt yfir mjög góður. Framsögn var góð, sviðsmynd einföld og skemmtileg tónlist sem tengdi atriðin saman. Að öllum öðrum leikurum ólöstuðum vakti frammistaða Hafþórs Agnars Unnarssonar sérstaka athygli leikmanns. Hafþór fór oft á kostum í hlutverki Lopakhíns þegar hann reynir að forða fjölskyldunni frá þeirri ógæfu að þurfa að selja Kirsuberjagarðinn. Eins var gaman að sjá dætur hefðarfrúarinnar, Sjarlottu og Önju sem hinar ungu Halldóra Ósk Öfjörð og Alma Rún Franzdóttir léku.

Heilt yfir var þetta mjög skemmtileg og vel gerð leiksýning sem leikstjórinn, Rúnar Guðbrandsson, hefur sett fram. Það er hiklaust hægt að mæla með Kirsuberjagarðinum og vel þess virði að kíkja í Litla leikhúsið við Sigtún á næstunni.

 

Örn Guðnason, ritstjóri Dagskrárinnar og áhugamaður um leiklist.
 

 

Af www.dfs.is
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

27.02.2016 06:38

Góð stemning hjá Dýrunum í Hálsaskógi

 

altalt

.

altalt

 

Góð stemning hjá Dýrunum í Hálsaskógi

 

Dýrin í Hálsaskógi voru frumsýnd síðastliðinn laugardaginn fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Hveragerðis.

Önnur sýning var á sunnudag líka fyrir fullu húsi.

Uppselt er á sýningar næsta laugardag og sunnudag.


Af www.dfs.is

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

26.02.2016 10:28

26. febrúar 2016 - Örlygur Benediktsson er 40 ára

 

Örlygur Benediktsson.

 

26. febrúar 2016 - Örlygur Benediktsson er 40 ára

 

Örlygur ólst upp á Bergsstöðum í Aðaldal, býr á Eyrarbakka, lauk lokaprófum frá Tónlistarháskólanum í St. Pétursborg og sinnir tónlistarkennslu og tónsmíðum.

Maki: Rebekka Þráinsdóttir, f. 1968, aðjúnkt í rússnesku við HÍ.

Foreldrar: Benedikt Arnbjörnsson, f. 1951, bóndi á Bergsstöðum, og Ásdís Þórsdóttir, f. 1954, íslenskufræðingur.

Morgunblaðið föstudagurinn 26. febrúar 2016
Skráð af Menningar-Staður