Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.09.2017 10:43

17. sept. 2017 - Siggeir Ingólfsson 65 ára

 

 

 

 

17. sept. 2017 - Siggeir Ingólfsson 65 ára

 

Afmæliskveðjur

Vinir alþýðunnar


 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.09.2017 11:54

Frægur bitakassi á Bakkanum

 

 

F.v.: Þórður Grétar Árnason og Guðmundur Magnússon. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Frægur bitakassi á Bakkanum

 

Frægasti bitakassi um allar koppagrundir veraldarinnar nú um stundir er bitakassi Þórðar Grétars Árnasonar,  sem síðustu daga hefur unnið að viðhaldi á Litla-Hrauni eins og fram hefur komið á Menningar-Stað.

 

Héraðsfréttablaðið Suðri hefur síðan fært þetta inn á 10.500 heimili á Suðurlandi og Netið séð um restina af alheiminum.


Farið var yfir þetta á fagnaðarstundu í stjórnarsetri Guðmundur Magnússonar, yfirverkstjóra á Litla-Hrauni.


Ort var:


Sæla hjóna sést í hönd
sjaldan fylgir snuðra.
Frægðin hennar fer um lönd
fyrir grein í Suðra.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

15.09.2017 06:57

Ríkisstjórnarslit

 

 

Rík­is­stjórn Íslands. mbl.is/?Krist­inn Magnús­son

 

 

Ríkisstjórnarslit

 

Stjórn Bjartr­ar framtíðar hef­ur ákveðið að slíta sam­starfi við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. Ástæða slit­anna er al­var­leg­ur trúnaðarbrest­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Björt framtíð sendi á fjöl­miðla rétt eft­ir miðnætti.
 

Stjórn flokks­ins fundaði í kvöld eft­ir að það kom í ljós að Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra, skrifaði und­ir meðmæla­bréf um að Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son, dæmd­ur barn­aníðing­ur, fengi upp­reist æru.

mbl.is


Skráð af Menningar-Staður

13.09.2017 06:55

Þorvaldur ráðinn skólastjóri

 

 
 

 

Þorvaldur Halldór Gunnarsson.

 

Þorvaldur ráðinn skólastjóri

 

Eyrbekkingurinn Þorvaldur Halldór Gunnarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Vallaskóla á Selfossi til eins árs en Guðbjartur Ólason verður í námsleyfi skólaárið 2017-2018.

 

Þorvaldur hefur starfað sem deildarstjóri í Vallskóla undanfarin ár.

 

Þá hefur Einar Guðmundsson sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarskólastjóri og Sigurborg Kjartansdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starfið í vetur.


Skráð af Menningar-Staður

12.09.2017 20:23

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).

 

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín.

 

Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

 

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

 

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

 

Freymóður lést 6.mars 1973.

 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

Morgunblaðið  - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Stður

12.09.2017 17:25

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 


Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).

 

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 

Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík 12. september 1941. For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.
 

Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést fyr­ir rúmu ári. Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.
 

Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.
 

Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.
 

Jón Há­kon var blaðafull­trúi á 1100 ára af­mæli Íslands­byggðar 1974. Hann var fréttamaður á frétta­stofu RÚV Sjón­varpi 1970-79 og var þá m.a. um­sjón­ar­maður með umræðuþætti um er­lend mál­efni. Hann var markaðsstjóri hjá Vökli hf 1979-81 og fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Haf­skips hf 1982-85.
 

Jón Há­kon stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri KOM, kynn­ing­ar og markaðar ehf. á ár­un­um 1986-2013.
 

Jón Há­kon sat í stjórn FÍB 1967-70, Ful­bright-stofn­un­ar­inn­ar á Íslandi 1968-72, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, var for­seti Rot­ary­klúbbs Seltjarn­ar­ness 1979-80, um­dæm­is­stjóri Rot­ary-um­dæm­is­ins 1993-94, sat í stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins og Versl­un­ar og viðskipta 1978-82, var formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi 1985-90, sat í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness, var þar for­seti bæj­ar­stjórn­ar um skeið og gegndi ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann annaðist rekst­ur fjöl­miðlastöðvar­inn­ar í tengsl­um við leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs 1986.
 

Jón Há­kon lést 18. júlí 2014.

 

Morgunblaðið 12. september 2017.

 


Jón Hákon Magnússon lengst til vinstri,

hér í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka þangað sem hann kom oft.


Skráð af Menningar-Staður

11.09.2017 20:01

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. sept. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. sept. 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

11.09.2017 08:03

Vefurinn Menningar-Staður vinsæll

 

 

 

Vefurinn Menningar-Staður vinsæll
 

 

Það sýna tölurnar frá í gær:

 

.
 Skráð af Menningar-Staður.

11.09.2017 07:54

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ásbjörnsson

 

 

Guðmundur Ásbjörnsson (1880 - 1952).

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ásbjörnsson

Guðmund­ur Ásbjörns­son fædd­ist 11. sept­em­ber 1880 á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásbjörn Ásbjörns­son, tómt­húsmaður þar, og Guðrún Sig­urðardótt­ir.

 

Skóla­ganga Guðmund­ar var tveir vetr­arpart­ar, frá því í októ­ber og fram á vertíð, en vinn­an varð að ganga fyr­ir og þótti Guðmundi það miður að fá ekki að ganga mennta­veg­inn. Guðmund­ur fór síðan í tré­smíðanám og lauk sveins­prófi á Eyr­ar­bakka 1900.

 

Guðmund­ur flutt­ist til Reykja­vík­ur árið 1902, stundaði fyrst sjó­mennsku en síðan tré­smíðar. Hann stofnaði eig­in vinnu­stofu 1913 og versl­un í sam­bandi við hana 1914. Árið 1915 stofnaði hann síðan versl­un­ina Vísi að Lauga­vegi 1 í sam­starfi við Sig­ur­björn Þorkels­son.

 

Guðmund­ur var kjör­inn í bæj­ar­stjórn árið 1918 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var for­seti bæj­ar­stjórn­ar frá 1926 til 1952 og hef­ur eng­inn gegnt því embætti jafn lengi. Á þessu tíma­bili var hann margoft sett­ur borg­ar­stjóri í af­leys­ing­um.

 

Guðmund­ur átti sæti í bygg­ing­ar­nefnd, bruna­mála­nefnd, fram­færslu­nefnd, fast­eigna­nefnd og vega­nefnd. Hann sat um skeið í stjórn Tré­smíðafé­lags Reykja­vík­ur, Kaup­manna­fé­lags­ins og Verzl­un­ar­ráðsins. Hann var formaður Talsíma­not­enda­fé­lags Reykja­vík­ur, hann var einn af stofn­end­um Spari­sjóðs Reykja­vík­ur og ná­grenn­is og sat í stjórn sjóðsins frá upp­hafi, árið 1932, og var stjórn­ar­formaður frá 1935 til dauðadags.

Síðustu 10 ár ævi sinn­ar var hann í yf­ir­stjórn Odd­fellow-regl­unn­ar og í 22 ár í stjórn Eim­skipa­fé­lags ís­lands. Þá átti hann sæti í stjórn­um Sjóvár, Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands og í bankaráði Útvegs­banka Íslands. Hann var einnig stjórn­ar­formaður í fisk­veiðihluta­fé­lag­inu Hrönn og Árvakri hf., út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins Þá var hann virk­ur í starfi KFUM.

 

Hann var ókvænt­ur og barn­laus.

 

Guðmund­ur lést 15. febrúar 1952.Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður

 

10.09.2017 07:04

Frystihúsið með myndum Magnúsar Karels - útgáfuhátíð 9. sept. 2017

 

.
Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
 

 

Frystihúsið með myndum Magnúsar Karels  

- útgáfuhátíð 9. sept. 2017

 

Ljósmyndabókin  Frystihúsið  með myndum Magnúsar Karels Hannessonar af fólki að störfum í frystihúsinu á Eyrarbakka á árunum 1976-78 er nýkomin út. Útgefandi er Laugabúð ehf.  á Eyrarbakka.

 

Af því tilefni var boðið til útgáfusamkomu í aðgerðarsal frystihússins við Eyrargötu á Eyrarbakka laugardaginn 9. september 2017. Boðið var upp á léttar veitingar og smá myndasýningu.  

 

Fjöldi fólks kom á útgáfuhátíðina sem var sérlega  vel heppnuð. Samkomunni stýrðu hjónin  Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir.Björn Ingi Bjarnason var á samkomunni og færði til myndar.
 

Myndaalbúm er hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283980/

 

Nokkrar myndir:

 

 


.

.

.

.

 
 
 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður