Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

29.10.2016 06:44

Atkvæðin týndust í fangelsi

 

 

Alþingi - „Hvort ég man eftir þessu,“ segir Eiður Guðnason um eftirmál kosninganna 1983. Hér er hann í ræðustól Alþingis. Fremst er Stefán Jónsson sem var þingmaður Alþýðubandalagsins.

 

Atkvæðin týndust í fangelsi

 

• Dularfullur eftirmáli kosninga á Vesturlandi 1987 
• Lögreglurannsókn og þjóðfélagið nötraði
 

Eftirleikur alþingiskosninga í Vesturlandskjördæmi vorið 1987 var sögulegur í meira lagi, því þegar farið var að telja atkvæði kom í ljós að 48 atkvæðaseðla vantaði borið saman við skráðan fjölda þeirra sem neytt höfðu atkvæðisréttar. Málið þótti allt með ólíkindum. Kjördagur var 25. apríl, laugardagur venju samkvæmt, og þegar komið var fram á þriðjudag sneri yfirkjörstjórn sér til sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og óskaði eftir opinberri rannsókn á málinu. Hvar voru atkvæðin? Þjóðfélagið nötraði.

 

Öllum steinum var velt við

Úr varð að á miðvikudegi fóru menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem þá var, upp í Borgarnes og Bogi Nilsson, yfirmaður stofnunarinnar, hóf rannsókn. Menn voru yfirheyrðir, öllum steinum velt við og ekkert var útilokað. Það var svo laust fyrir klukkan 21 um kvöldið sem Björn Þorbjörnsson, lögreglumaður, fór að leita að bókum og gögnum viðvíkjandi kjörfundi sem geymd voru í kjörkössunum sem settir höfðu verið inn í fangageymslu lögreglunnar.
 

„Þegar ég opnaði þriðja kassann og tók bókina úr honum, blasti þetta við mér,“ sagði Björn. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, en það lyftist brúnin á mönnum hér í húsi þegar þetta fréttist,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið 30. apríl 1987. Gátan var ráðin og strax um nóttina kom yfirkjörstjórn til fundar þar sem þessi síðustu atkvæði voru talin. - Skipting þeirra var á þá lund að Alþýðuflokkurinn fékk 5 atkvæði, Framsóknarflokkurinn 18, Sjálfstæðisflokkur sjö, Alþýðubandalagið fjögur, þrír greiddu Þjóðarflokknum atkvæði, 5 kusu Borgaraflokkinn og þrír Samtök um kvennalista. Voru þessar tölur í samræmi við heildarúrslitin í kjördæminu. Skipan þingsæta breyttist ekki.

 

Alþýðuflokkur fékk sveitafylgi

Atkvæðaseðlarnir sem týndust voru frá kjörfundi í Hörðudal í Dalasýslu; litlum hreppi sem fyrir löngu er orðinn hluti af stærra sveitarfélagi; Dalabyggð. Þetta er rótgróið sveitahérað og kannski var eftir bókinni að um helmingur kjósenda þarna studdi Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Fylgisspekt Dalamanna við Friðjón Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, var líka traust.
 

„Hvort ég man eftir þessu. Þetta var stórmál og auðvitað var ekki hægt að gefa út lokatölur fyrir landið fyrr en skýringar á Vesturlandi væru fundnar. Ýmsar kenningar höfðu þá áður komið fram, en sumum þótti þetta eiginlega óskiljanlegt,“ segir Eiður S. Guðnason sem á þessum tíma var þingmaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Og hann heldur áfram:

„Fulltrúi okkar Alþýðuflokksmanna í yfirkjörstjórn var Sveinn Kr. Guðmundsson á Akranesi. Hann var ákaflega nákvæmur og samviskusamur í öllu sem hann gerði, og mikið var honum létt, og sjálfsagt öllum í kjörstjórninni, þegar skýring fannst á málinu. En mörgum fannst merkilegt að Alþýðuflokkurinn skyldi fá fimm atkvæði í þessum fámenna hreppi. Í sveitunum voru menn kannski ekki mikið að flíka stuðningi sínum við Alþýðuflokkinn, en hann leyndist þó víða.“

 

Morgunblaðið laugardagurinn 29. október 2016.

 
Skráð af Menningar-Staður

28.10.2016 06:46

Menningarmánuðurinn október - Söngvarar í fortíð og nútíð fös. 28.okt. 2016 kl. 21:00

 

 

 

Menningarmánuðurinn október

– Söngvarar í fortíð og nútíð fös. 28. okt. 2016 kl. 21:00

 

Lokakvöld menningarmánaðarins október 2016 verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld, föstudaginn 28. október 2016, þegar fjöldi söngvara af svæðinu syngja með Stuðlabandinu.

 

Kvöldið hefst kl. 21:00 en húsið opnar 20:00.

 

Um einstakt kvöld er að ræða þar sem söngvarar á borð við Labba, Sídó, Ingó, Valgeir Guðjóns, Kristjönu Stefáns og fleiri og fleiri mæta á sviðið og rifja upp stemmningu síns tíma og lögin sem voru vinsæl þá.

 

Frítt er inn á viðburðinn og um að gera að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

 

Nánar um dagskrána hér að neðan:
songvarar-i-fortid-og-nutid-atridi-kvoldsins


Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður

27.10.2016 16:31

Fjörustígur vígður í morgun

 

 

Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, var meðal þeirra sem ávörpuðu samkomuna.

Ljósmynd/Árborg

 

Fjörustígur vígður í morgun

 

Fjörustígur, göngu- og hjólastígur, milli Stokkseyrar og Eyrarbakka var vígður í morgun, fimmtudaginn 27. október 2016, auk þess sem afhjúpað var skilti með nafni stígsins.

Það voru vaskir nemendur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt áhugasömum íbúum sem gengu frá sitt hvorum enda stígsins og að miðju hans.

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar og Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES ávörpuðu hópinn áður en elsti og yngsti nemandi skólans afhjúpuðu nafnið á stígnum. Yngsti nemandi skólans er Kristrún Birta Guðmundsdóttir en sá elsti heitir Smyrill Valsson og leystu þau verkefnið vel af hendi. 

Stígurinn sem ætlaður er gangandi og hjólandi umferð er mikil bót á samgöngum milli þorpanna ásamt því að vera góður útivistarkostur en staðsetning hans er góð og hægt að njóta náttúrunnar og góðs útsýnis.

Auglýst var eftir nafni á stíginn í hugmyndasamkeppni. Alls bárust 75 tillögur en fimm lögðu til nafnið Fjörustígur. Það eru þau Ingibjörg Eiríksdóttir, Jónína Óskarsdóttir, Árni Erlingsson, Hafdís Sigurjónsdóttir og Svala Norddahl.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

27.10.2016 14:22

Stokkseyrar - Dísa og sögur af Stokkseyringum fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 


Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.
 

 

Stokkseyrar – Dísa og sögur af Stokkseyringum

fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október 2016, verður menningarkvöld í Menningarverstöðinni Hólamröst á Stokkseyri.

 

Um er að ræða kvöld sem er hluti af menningarmánuðinum október en það er tileinkað sögum af Stokkseyrar – Dísu og öðrum Stokkseyringum.

 

Kvöldið hefst kl. 19:30 og er frítt inn fyrir alla.

 

Guðbrandur Stígur Ágústsson mun stýra kvöldinu af sinni alkunnu snilld en einnig koma fram Þórður Guðmundsson (Tóti), Bjarki V. Sveinbjörnsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og fleiri.

 

Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga flytja nokkur lög og í hléi verður boðið upp á kaffi og með því.

 

Í vændum er skemmtileg kvöldstund með skemmtilegum sögum, tónlist, myndum og gömlu myndbandi frá Stokkseyri.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður

 

 

27.10.2016 11:05

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. október 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. október 2016
 

Tveir dagar í alþingiskosningar og ekkert bólar á frambjóðendum í morgunstundir

-Vina alþýðunnar- í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.10.2016 21:05

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 26. okt. 2016

 

.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 26. okt. 2016


Menningar-Staður færði fundinn til myndar:

 

.

 

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður
 

26.10.2016 17:31

Vígsla göngu- og hjólreiðastígsins milli Eyrarbakka og Stokkeyrar, fim. 27. okt. kl. 10:30

 

 

 

Vígsla göngu- og hjólreiðastígsins milli Eyrarbakka og Stokkeyrar,

fimmmtudaginn 27. október 2016 kl. 10:30

 

Ákveðið hefur verið að vígja formlega göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar á morgun. fimmtudaginn 27. október 2016 kl. 10:30 á miðjum stígnum c.a .1 km vestan við hraunsá.

Nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri munu ganga frá sitt hvorum endanum og hittast á miðjum stígnum þar sem skilti með nafni stígsins verður afhjúpað.

Öllum er velkomið að ganga með börnunum en lagt verður af stað um kl.10:00 frá sitt hvorum enda stígsins.

Áhugasamir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með veðurspá en eins og staðan er í dag er spáin fín og ætti ekki að raska dagskrá vígslunnar.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður

26.10.2016 08:42

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

 

 

Hrafnkell Guðnason stýrir hér kynningarfundi sem haldinn var í Fjölheimum á Selfossi

þann 12. september 2016 vegna úthlutunarinnar að þessu sinni.

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

 

Uppbyggingarsjóði Suðurlands, sem er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands, bárust nú í síðari úthlutun ársins 86 umsóknir og var 52 verkefnum veittur styrkur. Heildarfjárhæð styrkveitinganna nam um 30 milljónum. Úthlutað var um 17 mkr. til 39 menningarverkefna og um 13 mkr. til 13 nýsköpunarverkefna.

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar.

 

Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

 

Sjá meðfylgjandi yfirlit yfir styrkt verkefni :

Menningarverkefni

Nýsköpunarverkefni

 

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. 

 


Verkefni og styrkþegar að þessu sinni:

...

 

Frá kynningarfundinum 12. september 2016.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

26.10.2016 07:24

26. október 1986 - Hallgrímskirkja vígð við sögulega athöfn

 

 

 

26. október 1986 - Hallgrímskirkja vígð við sögulega athöfn

 

Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var Hallgrímskirkja vígð og við það tækifæri gengu 2.000 kirkjugestir til altaris, sem var þá met. Kirkjan var að mestu leyti fjármögnuð af einstaklingum og einstaklega mikil sjálfboðavinna fór í að undirbúa vígsluathöfnina.

 

Bygging Hallgrímskirkju hófst árið 1941 og stóð yfir allt til ársins 1986 þegar hún var vígð og er þessi 41 árs byggingarsaga sú lengsta nokkurrar byggingar hérlendis.


Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins var arkitekt Hallgrímskirkju en hann var fenginn til að teikna kirkju í Skólavörðuholtinu árið 1937.

 

„Það var mikill spenningur síðustu vikurnar hvort þetta hefðist í tæka tíð sem og það gerði með miklum glæsibrag. Þarna voru flestir prestar landsins viðstaddir og Vigdís forseti, Jón Helgason kirkjumálaráðherra líka og svo biskupar frá Norðurlöndunum. Messunni var sjónvarpað sem var mikil nýbreytni, ég held að kirkjuvígslu hafi ekki verið sjónvarpað áður.

Það var mikið lagt í söng – Mótettukórinn og sálmar eftir Hallgrím Pétursson, útsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson – mjög glæsilegar. Þetta var einhver allra fjölmennasta messa sem hafði verið fram að þessu og fjölmennasta altarisganga Íslandssögunnar var fullyrt – sumir sögðu að þarna hefðu verið fimmtán hundruð manns,“ segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem á þessum tíma var sóknarprestur í Hallgrímssókn og viðstaddur vígsluna.

Árið 1948 var fyrsti áfangi kirkjunnar tilbúinn en það var kapellan undir núverandi kór kirkjunnar. Árið 1974 voru turninn og kirkjuvængirnir með nýrri kapellu fullgerðir og síðan að lokum árið 1986 var kirkjuskipið vígt og var það gert á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar.

„Það átti að ljúka kirkjunni árið 1974 en þá voru 300 ár liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, en hann dó árið 1674 – en það tókst nú ekki og þá var stefnt á 200 ára afmæli Reykjavíkur,“ segir Karl.

Árið 1992 var orgelið vígt. Það var smíðað af þýskum orgelsmiðum og er 15 metra hátt, 25 tonn að þyngd og er stærsta kirkjuorgel á landinu. Fjármögnun orgelsins fór meðal annars þannig fram að einstaklingar og fyrirtæki gátu keypt pípur í orgelinu sem svo voru merktar kaupendum.

„Það sem er sérstakt við bygginguna og það sem ég held að sé einsdæmi við byggingu opinberrar byggingar á Íslandi var að hún var meira og minna fjármögnuð af einstaklingum og sjálfboðavinna var gríðarmikil. Þegar verið var að undirbúa vígsluna kom fjöldi fólks að því að undirbúa hana – hreinsa útbyggingar eftir iðnaðarmennina og gera klárt fyrir vígsluathöfnina, bera inn stóla og bekki. Þetta voru allt sjálfboðaliðar sem unnu myrkranna á milli og miklu meira en það,“ segir Karl en hann tók að sjálfsögðu sjálfur þátt í að vinna við að koma öllu þarna í stand fyrir stóru stundina ásamt föður sínum og syni.

Fréttablaðið miðvikudagurinn 26. október 2016.


Image result for guðjón samúelsson verkfræðingur

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson.


Skráð af Menningar-Staður

26.10.2016 06:05

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

 

Flateyri nokkrum árum fyir snjóflóðið.

 

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu þann 26. október 1995. Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs. 

„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn.

 

Morgunblaðið - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 Flateyri við Önundarfjörð.
 Skráð af Menningar-Staður