Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

15.05.2016 07:43

Hátíðarguðsþjónustu í Eyrarbakkakirkju hvítasunnudag 15. maí 2016 kl. 11

 

 

 

Hátíðarguðsþjónustu í Eyrarbakkakirkju

hvítasunnudag 15. maí 2016 kl. 11
Séra Kristján Björnsson.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.05.2016 07:36

Fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju 24. apríl 2016

 

 

Séra Kristján BJörnsson og fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju 24. apríl 2016.
Ljósm.: Ragnar Emilsson.

 

Fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju 24. apríl 2016

 

Fermingarmessa var í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 24. apríl 2016. 

 

Fermd voru:

Andrea Karen Magnúsdóttir
Briet Bragadóttir
Finnur Þór Finnsson
Gísli Rúnar Gíslason

Margrét H. Werner Ragnarsdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Vildís Harpa Sævarsdóttir


 


Skráð af Menningar-Staður
 

14.05.2016 21:14

Ánægja með störf Ólafs Ragnars

 


Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

 

Ánægja með störf Ólafs Ragnars

 

Almenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. 

59,3% þátttakenda segjast vera ánægð með störf Ólafs, en 19,8% segjast vera óánægð.

Var könnunin framkvæmd dagana 6.-9. maí 2016.

 

Þeir sem studdu ríkisstjórnarflokkana voru ánægðari með störf forseta en þeir sem studdu aðra stjórnmálaflokka.Morgunblaðið laugardagurinn 14. maí 2016

 

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson sem púki á Þingeyrarbryggju árið 1951.

Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson.
Skráð af Menningar-Staður

14.05.2016 14:28

Ólafur Ragnar Grímsson er 73 ára í dag - 14. maí 2016

 

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er 73 ára í dag - 14. maí 2016

 

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar.

 

Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.

 

Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.

 

Ólafur Ragnar Grímsson lét snemma að sér kveða á vettvangi íslenskra þjóðmála. Var hann m.a. stjórnandi útvarpsþátta og sjónvarpsþátta á árunum 1966-1971 sem vöktu þjóðarathygli og ruddu nýjar brautir í fjölmiðlun. Hann sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973 og í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973.

 

Árið 1974 var Ólafur Ragnar Grímsson í framboði til Alþingis fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975. Þá var hann formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1975.

 

Á árunum 1978-1983 var Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og svo þingmaður Reyknesinga 1991-1995, varaþingmaður 1983-1991. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins var hann 1980-1983 og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-1987. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985 og var árið 1987 kjörinn formaður Alþýðubandalagsins og gegndi því embætti til ársins 1995. Á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.

 

Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971-1975, var formaður milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-1975, formaður Félagsvísindafélags Íslands 1975, varaformaður Öryggismálanefndar 1979-1990, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-1988, sat þing Evrópuráðsins 1981-1984 og aftur 1995-1996, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um ráðstefnuna Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984 og var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 og sat í stjórn samtakanna til ársins 1996. Fyrir störf sín á þessum vettvangi tók hann við Friðarverðlaunum Indiru Gandhi árið 1987 en auk þeirra hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, svo sem The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007, Jawaharlal Nehru Award for International Understanding sem forseti Indlands afhenti árið 2010, gullmerki American-Scandinavian Foundation 2014 og Walter J. Hickel orðuna 2015. Hann var í stjórn friðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-1989. Ólafur Ragnar var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, Ríkisháskólanum í Ohio árið 2009, Laval háskólanum í Québec árið 2015 og Kookmin háskólanum í Seoul einnig árið 2015.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa bæði í íslenskum og erlendum tímaritum.

 

Ólafur Ragnar kvæntist hinn 14. nóvember 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur framkvæmdastjóra. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Foreldrar hennar voru Þorbergur Friðriksson skipstjóri og Guðrún Bech. Tvíburadætur Ólafs og Guðrúnar eru Guðrún Tinna viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla stjórnmálafræðingur og lögfræðingur, fæddar 1975.

 

Hinn 14. maí 2003 kvæntist Ólafur Ragnar Dorrit Moussaieff skartgripahönnuði. Hún er fædd 12. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Shlomo Moussaieff og Alisa Moussaieff.

 

Af: www.forseti.is


Skráð af Menningar-Staður

14.05.2016 06:50

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar er 67,1%

 


Efstu fram­bjóðend­ur í könn­un­inni
(f.v.) Andri Snær Magna­son, Davíð Odds­son og Guðni Th. Jó­hann­es­son.

 

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar er 67,1%

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son nýt­ur stuðnings ríf­lega 2/?3 kjós­enda, eða 67,1%, skv. könn­un um fylgi við for­setafram­bjóðend­ur sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ gerði fyr­ir Morg­un­blaðið í vik­unni.

Davíð Odds­son hef­ur 17,4% fylgi og Andri Snær Magna­son er með 7,8%. Sturla Jóns­son mæl­ist með 1,8% fylgi og Halla Tóm­as­dótt­ir með 1,5%. Aðrir hafa minni stuðning. Fjór­ir fram­bjóðend­ur hafa 0,1% fylgi og tveir mæl­ast fylg­is­laus­ir.

Alls 2.003 manns voru í úr­taki könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var yfir netið. Reynt var að tryggja að þversk­urður af þjóðinni væri úr­takið í könn­un­inni, sem 937 manns svöruðu eða 47% þeirra sem leitað var til, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Af www.mbl.is

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og

Guðni Th. Jóhannesson, hinn vinsæli forsetaframbjóðandi.

Myndin er tekin í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík þann 1. október 2015 er fagnað

var útgáfu bókarinnar -Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915- eftir Smára Geirsson.

Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.


 

Skráð af Menningar-Staður

14.05.2016 06:37

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir launa-/starfsmannafulltrúa

 


Litla-Hraun á Eyrarbakka.

 

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir launa-/starfsmannafulltrúa

 

Launa-/starfsmannafulltrúi - Fangelsismálastofnun - Eyrarbakki - 201605/619

3/5/2016

Fangelsismalastofnun

 

Fangelsismálastofnun leitar að reyndum launafulltrúa með haldgóða þekkingu á Mannauðskerfi ríkisins eða sambærilegum launaforritum. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða reynslu af launavinnslu og launaútreikningum og hafi þekkingu á kjarasamningum.

Starfsstöð viðkomandi verður á skrifstofu Litla Hrauns.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnsla, umsjón og eftirlit launabókhalds Fangelsismálastofnunar
- Yfirumsjón og eftirlit með Vinnustund starfsmanna (vaktir, fjarvistir, mætingar, orlof o.s.frv. í launakerfi)
- Ýmis smærri uppgjörs og bókhaldsverkefni
- Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna launamála
- Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála
- Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
- Útreikningar á kjörum og launasetningu starfsmanna skv. kjara- og stofnanasamningum
- Ýmis önnur verkefni tengd málefnum starfsmanna

 

Hæfnikröfur
- Menntun sem viðurkenndur bókari eða sambærilegt er kostur
- Góð reynsla af launabókhaldi er skilyrði
- Þekking á vaktkerfum kostur
- Þekking á starfsmannahaldi kostur
- Reynsla og þekking á sviði fjármála er kostur
- Góð þekking á Oracle og Vinnustund eða sambærilegum mannauðskerfum
- Góð kunnátta og færni í Excel
- Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna
- Góð skipulagning, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
- Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Með umsókn skal fylgja sakavottorð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sækja skal um starfið á vef Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.iseða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2016

 

Nánari upplýsingar veitir
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 5205000
Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 4809000

 

FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


 

.

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2016 15:14

Fiskiveisla að Stað á lokadaginn 11. maí 2016

 

.

 

 

Fiskiveisla að Stað á lokadaginn 11. maí 2016

 

Vinir Alþýðunnar, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar útvegsbónda á Sölvabakka, buðu til fiskiveislu að Stað á Eyrarbakka í dag, miðvikudaginn 11. maí 206, á hinum hefðbundna lokadegi vetrarvertíðar á fyrri tíð.

Á borðum var siginn fiskur og söltuð grásleppa; veitt og verkað í vor af Vinum Alþýðunnar í anda Hjallastefnunnar.

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi kveðjur á hátíðina á póstkorti Jóns Sigurðssonar forseta og gaf bækur í lokadagslottóið.

Vinningashafar voru þessir:

Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka
Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka
Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri
Kristján Runólfsson í Hveragerði 

og Þórður Grétar Árnason á Selfossi. 

 

Kristján Runólfsson . orti:
Hægir eru happavegir,
held samt ró að gömlum vana,
en hér eru nokkrir lukkulegir,
með lottóbókavinningana.Mikil ánægja var meðal matargesta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
 

Kristján Runólfsson Takk fyrir mig.

Sjá má hérna siginn fisk,
settan upp á hvers manns disk,
grásleppa og fleira flott,
flotið sérstaklega gott.Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278438/
Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Vinningashafar voru þessir f.v:

Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka
Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka
Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri
Kristján Runólfsson í Hveragerði 

og Þórður Grétar Árnason á Selfossi. 

 

Kristján Runólfsson . orti:
Hægir eru happavegir,
held samt ró að gömlum vana,
en hér eru nokkrir lukkulegir,
með lottóbókavinningana.

.

.

.

.

.

.

 
Kristján Runólfsson .
Getur að líta garpa þrjá,
glaða í lund og sinni,
þeir eru eins og seggir sjá,
saddir af máltíðinni.
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2016 07:48

Kiriyama Family og X-Heart í Kex hosteli

 

Kiriyama Family.
 

Kiriyama Family og X-Heart í Kex hosteli

 

Hljómsveitirnar Kiriyama Family og X-Heart halda tónleika í salnum Gym & Tonic í Kex hosteli í kvöld, miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 21.

 

Sú fyrrnefnda er íslensk og er heldur langt síðan hún hélt síðast tónleika, þar sem hún hefur verið að vinna að annarri breiðskífu sinni. Kiriyama Family er sextett skipaður meðlimum úr ýmsum byggðarlögum á Suðurlandi og sendi hljómsveitin frá sér sína fyrstu breiðskífu árið 2012 sem innihélt vinsæl lög á borð við „Weekends“, „Sneaky Boots“ og „Heal“.

X-Heart á rætur að rekja til Reykjavíkur og Stokkhólms, skipuð sjö tónlistarmönnum, og hefur lengst af starfað í Stokkhólmi en er nú komin til Reykjavíkur. Hún leikur drungalegt og dansvænt popp og hefur m.a. hitað upp á tónleikum Mammút.

Morgunblaðið 11. maí 2016


 

 Skráð af Menningar-Staður

11.05.2016 06:46

Fræða- og menningarsetur á Eyrarbakka?

 

alt

Vilhjálmur Ásgeirsson.

 

Fræða- og menningarsetur á Eyrarbakka?

 

Þann 12. apríl sl. sendi ég póst á bæjastjórn Árborgar vegna sölu gamla barnaskólans á Eyrarbakka. Ég hef ekki fengið svör. Þar getur verið um tímaleysi að ræða og dæmi ég ekkert um það. Hitt er annað, mér finnst að hugmyndin sem ég viðraði eigi erindi við fólk í héraðinu og birtist hún því hér.

Nýlega tók ég eftir að gamla skólabyggingin á Eyrarbakka er til sölu. Þetta er glæsilegt hús sem á sér langa sögu og það væri synd ef það yrði keypt af fjárfestum og breytt í hótel eða eitthvað álíka, með viðeigandi raski að innan. Þegar ég sá auglýsinguna, fékk ég hugmynd sem mig langar að deila með ykkur.

Hugmyndin er að Árborg kaupi húsið og setji upp fræða- og menningarsetur. Miðað við fasteignamat hússins ætti þetta ekki að vera dýrt verkefni.

Þetta var fyrsti barnaskólinn á landinu og væri því við hæfi að setja upp safn um þróun skólamála á Íslandi. Gamlar skólastofur yrðu innréttaðar eins og þær voru. Svo væri fræðimönnum boðið að búa í húsinu 3-12 mánuði í senn þar sem þeir eða þær gætu sinnt rannsóknarstörfum. Til dæmis rannsóknum á þróun skólamála á Íslandi, hvernig menntun fólks var fyrir stofnun formlegra skóla, hverskonar fræðslukerfi geti gagnast í framtíðinni. Þetta eru hugmyndir um verkefni, en þau myndu ráðast af áhuga fræðimanna og áherslum safnsins.

Þetta þyrfti ekki að vera dýrt. Safnið gæti starfað í samvinnu við byggðasöfn og aðrar stofnanir. Fræðimönnum yrði ekki greitt fyrir að vera í húsinu, heldur feldist styrkurinn í fríu húsnæði og aðstöðu þann tíma sem samið var um.

Svona gæti Eyrarbakki endurheimt hluta af sinni arfleifð og sögu, og eignast fræða- og menningarsetur sem gaman væri að heimsækja.

Ég vil taka fram að ég veit ekki hver á húsið og er ekki í neinum tengslum við viðkomandi. Ég starfa ekki við rannsóknarstörf eða neitt sem myndi koma þessu verkefni við. Þessi pistill er tilraun til að vekja athygli á menningararfi sem mér finnst að ætti að vera í höndum bæjarfélagsins, frekar en hjá einkaaðilum.

 

Vilhjálmur Ásgeirsson

Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður 

09.05.2016 06:35

Siggeir á Sölvabakka sker af

 

.
Siggeir Ingólfsson.                                                          Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

 

 

Siggeir á Sölvabakka sker af

 

 

.

.
Skráð af Menniungar-Staðu