Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.06.2018 20:14

Gengið frá Þorlákshöfn að Eyrarbakka

 
 

Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Gengið frá Þorlákshöfn að Eyrarbakka

 

Önnur dagleið pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt verður farin 10. júní næstkomandi. Gengið verður frá Þorlákskirkju að Eyrarbakkakirkju.

 

Lagt verður af stað með rútu kl. 9:30 frá Eyrarbakkakirkju. Gengið er frá Þorlákskirkju um 14 km leið með Nirði - guði hafsins og óssins - sem leið liggur austur í Eyrarbakkakirkju.

 

Þátttakendur mæta því á áfangastað göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar. Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, föstudag fyrir ferð. Hver ferð kostar kr. 3.000 fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn. Fólk fer alfarið á eigin ábyrgð í þessa göngu, að öllu leyti. 

 

Göngulag pílagrímsins er ganga inn á við inn, í sálina og hún er því helsti samferðarmaður pílagríma. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í vitunarvakningu pílagrímsins og að valdefla hinn nýja mann sem fer á fætur hvern dag sem lifað er. Þessar ferðir gætu því komið að gagni við að temja sér breytt hugarfar og til að undirbúa sig undir pílagrímagöngur erlendis. Helgihald, kyrrð, samtal og að ganga með sjálfum sér, marka pílagrímagöngurnar, enda þarf hver lengst með sjálfum sér að fara. Allir eru velkomnir til þátttöku.

 

Skipuleggjendur á þessu þriðja ári göngunnar eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt. Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða axel.arnason@kirkjan.is.

 

Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimagongur.is.
 

 
 
Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður

04.06.2018 06:28

4. júní 2013 - Hemmi Gunn fellur frá

 


Hermann Gunnarsson.
 

 

4. júní 2013 - Hemmi Gunn fellur frá

 

Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, lést þennan dag fyrir fimm árum.

 

Hemmi var landsþekktur skemmtikraftur og einn fremsti knattspyrnumaður Íslendinga á 20. öld. Hemmi spilaði með knattspyrnufélaginu Val auk þess sem hann spilaði með landsliði Íslands í fótbolta. Hemmi átti lengi metið yfir flest skoruð mörk í landsleikjum, allt til ársins 1995.

 

Síðar tók hann upp störf sem íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.

 

Eftir störf sín sem íþróttafréttamaður stýrði hann spjallþættinum Á tali með Hemma Gunn sem naut gífurlegra vinsælda. Hemmi var einnig mikill tónunnandi og listamaður en hann söng inn á margar hljómplötur, m.a. fræg dægurlög á borð við Einn dans við mig og Fallerí fallera.


Fréttablaðið.Skrað af Menningar-Staður

03.06.2018 08:38

Sjómannadagsguðsþjónustur á Eyrum

 

 

 

 

Sjómannadagsguðsþjónustur á Eyrum

 

 

Verið velkomin í guðsþjónustu á sjómannadag í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

 

Svo er vegleg dagskrá á báðum stöðum og kaffisala til styrktar góðum málefnum í þágu sjómanna og öryggis. Kaffihlaðborðin eru annáluð fyrir rausnarskap. 

 

Blómsveigar verða lagðir að minnisvarða um drukknaða á báðum stöðum eftir guðsþjónusturnar. Kór kirknanna syngja og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

03.06.2018 07:51

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga 8. júní 2018

 

 

 

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesingaföstudaginn 8. júní 2018 kl. 14:00

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.06.2018 07:57

REYNIR TRAUSTA GEFUR ÚT BÓKINA ÞORPIÐ SEM SVAF

 

 

 

REYNIR TRAUSTA GEFUR ÚT BÓKINA

 

-ÞORPIÐ SEM SVAF-

 

Reyni Traustason þekkja margir. Hann er Flateyringur, bjó þar í 37 ár, en hugmyndin að smásagnasafninu, Þorpið sem svaf, kom til hans árið 1995. Þá skrifaði hann nokkrar sögur á Flateyri og byggði þær á reynslu sinni sem þorpsbúi og sjómaður. Eftir það fór safnið í dvala, vegna starfa hans í fjölmiðlum, en fyrir tveimur vikum var ritið loksins tilbúið og gefið út.

 

Í bókinni eru tólf smásögur um fólk í þorpum. „Flest er byggt á raunverulegum atburðum en auðvitað skáldað eftir þörfum,“ sagði Reynir í samtali við BB. „Ein sagan fjallar til dæmis um togara sem árum saman hafði verið með sama lit. Drukkinn útgerðarstjóri lét mála skipið í öðrum lit og dallurinn fiskaði ekki eftir breytinguna. Presturinn í þorpinu hafði samband við Guð til að reyna að aflétta bölvuninni. Margir þekkja þetta tilfelli en ég gengst ekki við neinu.“

 

Reynir segir að þema bókarinnar sér þorpið Kvóteyri, sem geti allt eins verið Flateyri, Þingeyri, Ísafjörður eða Norðurfjörður á Ströndum. „Ein sagan fjallar um sveitarstjórn sem er afar hrifin af milljarðamæringi í útlöndum og leyfir honum að sökkva heiðinni ofan byggðarinnar. Önnur saga fjallar um einstakling sem selur allan kvóta byggðarlagsins,“ segir Reynir.

 

Reynir Torfason, fyrrum bæjarlistamaður á Ísafirði, myndskreytir sögur nafna síns. „Það var heiður og ánægja að vinna með honum,“ segir Traustason. Þorpið sem svaf er gefið út af nýju bókaforlagi Stundarinnar, þar sem Reynir Traustason starfar. Bókaútgáfan nefnist Austurstræti og fyrirhugað er að gefa út bækur eftir fleiri höfunda á næstunni.


Skráð af Menningar-Staður

01.06.2018 19:44

Allt klappað og klárt með nýjan meirihluta í Árborg

 

 

Undirritunin fór fram á lóð Hússins á Eyrarbakka.

Á myndinni eru frá vinstri:

Helgi S. Haraldsson, Tómas Ellert Tómasosn, Arna Ír Gunnarsdóttir,

Eggert Valur Guðmundsson og Sigurjón Vídalín Guðmundsson.

Ljósm.: VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

 

 

Allt klappað og klárt með nýjan meirihluta í Árborg

 

 

Í morgun var skrifað undir meirihluasamstarf þeirra flokka sem mynda nýjan meirihluta í Sveitarfélaginu Árborg. Þetta eru flokkarnir Áfram Árborg, Miðflokkurinn,  Framsókn og óháðor og Samfylkingunni í Árborg. 

Forseti bæjarstjórnar í nýrri bæjarstjórn verður Helgi S. Haraldsson frá Framsókn og óháðum og formaður bæjarráðs verður Eggert Valur Guðmundsson, Samfylkingunni. Auglýst verður eftir nýjum bæjarstjóra á næstu dögum Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið í hreinum meirihluta í Árborg síðustu tvö kjörtímabil verður í minnihluta á nýja kjörtímabilinu.Hér fyrir neðan má sjá málefnasamning nýja meirihlutans:

Markmið meirihlutans um rekstur sveitarfélagsins eru eftirfarandi:

Fræðslu- og menntamál

Boðið verði upp á leikskólapláss fyrir öll börn í Sveitarfélaginu Árborg frá 12 mánaða aldri og tryggt verði að til staðar verði nægjanlegt framboð leikskólarýmis.

Leik,- grunn-, og tónlistarkennurum verði tryggð viðunandi starfsaðstaða og sjálfstæði þeirra í starfi aukið og stutt verði við endurmenntunarmöguleika starfsfólk.

Systkinaafslættir í leikskólum verði endurskoðaðir.

Móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir tvítyngd börn verði efld.

Unnið verði með samstilltum aðgerðum gegn einelti og félagslegri einangrun barna í samfélaginu.
Tölvukostur og upplýsingakerfi skólanna verði bætt með það að markmiði að styðja börn, foreldra og skóla í að takast á við stafrænan veruleika.

Verkmenntun og kennsla í skapandi greinum verði efld.

Sérfræðiþjónusta í grunnskólum Árborgar verði efld.

Opnunartímar og sumarlokanir leikskóla verði endurskoðaðir í samráði við starfsfólk og foreldra.


 

Atvinnumál
 

Ráðist verði í átak í atvinnuppbyggingu og ferðaþjónustu, þar sem stuðlað verði að nýsköpun og frumkvöðlastarfi í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.

Sveitarfélagið verði markvisst kynnt sem góður valkostur fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. 

Tryggt verði að ætíð sé til staðar sé nægt framboð lóða undir fjölbreytta atvinnustarfsemi.

Mótuð verði atvinnustefna sveitarfélagsins til framtíðar.

Leitað verði leiða til að ljúka við Menningarsalinn á Selfossi í samstarfi við aðra aðila.


 

Velferðar- og fjölskyldumál
 

Þrýst verði á ríkisvaldið að tryggt verði að byggð verði næg hjúkrunarrými fyrir aldraða, í takt við íbúaþróun og fyrirsjáanlega þörf á svæðinu.

Félagsleg heimaþjónustu verður efld, með það að markmiði að aldraðir geti dvalið lengur heima.

Leitað verði eftir samstarfi við SÁÁ um rekstur göngudeildar í sveitarfélaginu.

Átak verði gert hjá sveitarfélaginu í ráðningu fólks með skerta starfsgetu og atvinnurekendur á svæðinu hvattir til þess sama.
Unnið verði markvisst að því að tryggja framboð á öruggu og ódýru leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins eða í samstarfi við húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða um byggingu og rekstur íbúða fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Tryggðar verði lóðir fyrir þær byggingar svo hægt verði að fara í framkvæmdir sem fyrst.

Hraðað verði uppbyggingu og aukið framboð á íbúðum fyrir fatlað fólk.


 

Íþrótta- og tómstundamál
 

Mótuð verði framtíðarstefna í samráði við íbúa og áhugamannafélög um áherslur og uppbyggingu á aðstöðu til félagsstarfs, íþróttaiðkunar og annars tómstundastarfs.

Gerð verði framkvæmdaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í öllu sveitarfélaginu.

Tryggt verði að öll börn og unglingar hafi jafna aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi, óháð efnahag.


 

Umhverfis- og skipulagsmál
 

Unnið verði að framtíðarlausn í fráveitumálum sveitarfélagsins.

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 verði endurskoðað.

Mótuð verði heildstæð umhverfisstefna sem tekur á umgengni, sorphirðu, samgöngum, notkun vistvænna vara og minni umbúðanotkun. Sorpflokkun verði aukin, hafin söfnun á lífrænum úrgangi og settir upp grenndarstöðvar á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.

Unnið verði að svæðisskipulagi með nágrannasveitarfélögum í þeim tilgangi að kortleggja og laða að atvinnustarfsemi. 

Gjaldskrá Selfossveitna verði endurskoðuð með það að markmiði að gæta jafnræðis meðal allra notenda sveitarfélagsins.

Endurskoðað verði fyrirkomulag og aðgengi almenningssamgangna innan sveitarfélagsins.

Þrýst verði áfram á stjórnvöld að ráðast í byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá og tvöföldun þjóðvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss.


 

Stjórnsýsla og fjármál
 

Auglýst verði staða bæjarstjóra.

Álagningarprósenta fasteignaskatts verði endurmetin og afsláttarreglur endurskoðaðar.

Lækkað verði hlutfall íbúa sem geta farið fram á íbúakosningu um einstök mál. Íbúalýðræði og hverfaráðin verði efld.
Íbúafundir verði haldnir reglubundið til að veita upplýsingar um málefni sveitarfélagsins og gefa íbúum kost á að hafa áhrif á stefnumótun og rekstur bæjarfélagsins.

Sett verði tímasett langtímamarkmið um lækkun skulda. Innleiddir verði bættir verkferlar við eftirfylgni bæjarfulltrúa með rekstrinum.

Útboð og verðkannanir verði almenna reglan við öll innkaup til sveitarfélagsins.

Heimasíða sveitarfélagsins verði efld verulega og rafræn afgreiðsla mála gerð möguleg.

Sveitarfélagið Árborg verði fyrirmyndar sveitarfélag varðandi öryggis- og neyðarmál, og vinni með ríkinu að tryggja öfluga lögreglu og heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi. Skýra skal betur í hverju ábyrgð sveitarfélaga vegna almannavarna í héraði felst og hvernig samvinna við ríkisvaldið skuli vera háttað.


Af www.visir.is


Skráð af Menningar-Staður

01.06.2018 06:24

Nýr meirihluti í Árborg kynntur í dag

 

 

 

Nýr meirihluti í Árborg kynntur í dag

 

Áfram Árborg, Miðflokkurinn, Framsókn og óháðir og Samfylkingin hafa náð saman um meirihlutasamstarf flokkanna í Árborg og verður málefnasamningur flokkanna kynntur á fundi í Húsinu á Eyrarbakka í dag kl. 09:30.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framboðunum sem send var út í gærkvöldi.

 

Þegar framboðin kynntu viðræður um meirihlutasamstarf um síðustu helgi sögðu þau úrslit kosninganna sýna að kjósendur í Sveitarfélaginu Árborg hafi hafnað áframhaldandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Eðlilegt væri að reynt yrði að mynda nýjan meirihluta án aðkomu Sjálfstæðisflokks.

 

D-listinn fékk 38,3% atkvæða í kosningunum og fjóra bæjarfulltrúa, tapaði einum. Fylgi D-listans minnkaði um tæp 13% frá kosningunum 2014. Samfylkingin fékk 20% atkvæða og hélt sínum tveimur fulltrúum, Framsókn og óháðir héldu sömuleiðis sínum eina fulltrúa með 15,5% atkvæða. Miðflokkurinn fékk 10,7% atkvæða og einn fulltrúa og Áfram Árborg fékk 8,5% og einn fulltrúa.

 


Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 
 
 

Skráð af Menningar-Staður

31.05.2018 20:15

Kiriyama Family á tónleikum í Danmörku

 

 

 

               Kiriyama Family

 

      á tónleikum í Danmörku


Skráð af Menninar-Staður

30.05.2018 20:22

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 3. júní 2018

 

 

 

      Sjómannadagurinn

 

 á Eyrarbakka 3. júní 2018

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

30.05.2018 06:27

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.

 

 

Jónshús í Kaupmannahöfn.


Skráð af Menningar-Staður