Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

17.01.2016 20:25

Afmælistónleikar Jóns Kr. á mynddiski

 

 

Afmælistónleikar Jóns Kr. á mynddiski

 

Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH í Reykjavík og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans þann 22. ágúst 2015. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir af Jens Þorsteinssyni og hefur Jón Kr. nú gefið þá út á mynddiski.

„Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóð færaleikarar, söngvarar, tæknimenn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir og var húsfyllir, en sveitungi Jóns frá Bíldudal, Óli Þ. Guðbjartsson setti tónleikahátíðina,“ segir Jón Kr. í tilkynningu.

Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eignast diskinn sé best að hafa samband við hann, í símum 456-2186 og 847-2542.

Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er fæddur 22. ágúst 1940 og hefur búið og starfað á Bíldudal frá því hann kom í þennan heim. Tónlistargyðjan hefur verið hans förunautur alla tíð og hann hefur sungið við kirkjuathafnir, í veislum og öðrum mannfagnaði frá unglingsárum.

Landsfrægur varð Jón Kr.  sem söngvari í danshljómsveitinni Facon frá Bildudal, sem hann stofnaði ásamt þremur öðrum árið 1962 og lagið þeirra „Ég er frjáls“ er ódauðlegt. 

Jón Kr. Ólafsson söng einnig í hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar og hefur komið fram og sungið á óteljandi skemmtunum á Bíldudal, í Reykjavík og víðar um landið og einnig erlendis.

Jón Kr. stofnaði tónlistarsafnið Melódíur minninganna á Bíldudal árið 2000 og hefur safnað þar fjölmörgum dýrmætum minjum úr dægurlagasögu íslensku þjóðarinnar.

Ævisaga Jóns Kr.Ólafssonar, skráð af Bílddælingnum Hafliða Magnússyni sem síðasta rúman áratuginn bjó á Selfossi,  kom út árið 2008 hjá Vestfirska forlaginu.Jón Kr. Ólafsson verður sérstakur gestur á Sólarkaffi Vestfirðinga og Sunnlendinga sem haldið verður í Félagsheimilunu Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 14. febrúar n.k. 

Hér má sjá myndir frá Sólarkaffi Vestfirðinga og Sunnlendinga að Stað þann 15. febrúar 2015.


Smella á þessa slóð
: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/269748/

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

17.01.2016 09:12

Eldriborgarstund á Stað 15. janúar 2016

 

Hörður Stefánsson.

 

Eldriborgarastund að Stað 15. janúar 2016 

 

Félagar í Eldriborgarafélagi Eyrarbakka koma til íþróttaæfinga í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í hverri viku að vetrinum til.

Föstudaginn 15. janúar 2016 voru 13 eldriborgarar að Stað og léku boccia eins og þeir hafa gert um árabil af miklum dugnaði. Það er Hörður Stefánsson sem stjórnar þessum æfingum.

Menningar-Staður færði til myndar og er komið myndaalnúm hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276748/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður. 

16.01.2016 16:21

Merkir Íslendingar - Finnur Jónsson

 

 

 

Merkir Íslendingar - Finnur Jónsson

 

Finnur fæddist 16. janúar 1704. Foreldrar hans voru Jón Halldórsson, prófastur og sagnaritari í Hítardal, og k.h., Sigríður Björnsdóttir.

Eiginkona Finns var Guðríður, dóttir Gísla í Mávahlíð, sonar Jóns Vigfússonar biskups og systir Magnúsar Gíslasonar amtmanns.

Börn Finns og Guðríðar voru Margrét, kona Jóns Teitssonar biskups; Halldór, prestur í Hítardal; Jón, prestur í Hruna; Hannes, biskup í Skálholti, einn fjölhæfasti lærdómsmaður og biskup hér á landi, í hópi virtustu handrita- og fornfræðinga Norðurlanda, afburðaguðfræðingur, lögvís og afburðamálamaður; Steindór, sýslumaður að Oddgeirshólum, og Ragnheiður, kona Magnúsar Ólafssonar lögmanns.

Finnur varð stúdent frá Skálholtsskóla 1723 og lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla, 1728, var vígður prestur í Reykholti í Borgarfirði 1732 og varð fljótlega prófastur í Borgarfjarðarsýslu. Finnur sótti ekki fast að verða biskup. Hann neitaði að sækja um Hólabiskupsumdæmi 1740, var stiftprófastur í Skálholtsbiskupsdæmi 1743-53, settur officialis 1743 og gegndi biskupsembætti í Skálholti til 1747, var kvaddur til biskups að Hólum 1753 en neitaði, var síðan kvaddur til biskups í Skálholti ári síðar og neitaði aftur en varð þó næstsíðasti biskup sem sat Skálholtsstól 1754-85. Hann fékk síðan Hannes, son sinn, til aðstoðar 1777 og lét af embætti 1785.

Finnur var talinn með hirðusömustu embættismönnum, gætti vel meðalhófs í stjórnun, tók vægt á smámálum en rækilega í taumana í stærri brotum og þótti röggsamur stjórnandi.

Finnur var mikill fræðimaður eins og faðir hans og hlaut doktorsnafn-bót í guðfræði 1774, fyrstur Íslendinga. Hann skrifaði m.a. Historia Ecclesiastica Islandiæ, rit um kirkjusögu Íslands á latínu sem kom út á prenti í Kaupmannahöfn 1772-78 og lét eftir sig fjölda annarra rita, einkum um guðfræði og kirkjusögu.

Finnur Jónsson  lést 23. júlí 1789


Morgunblaðið laugardagurinn 16. janúar 2016 - Merkir Íslendingar

 

Skálholt árið 1750.


Skráð af Menningar-Staður

15.01.2016 19:53

Hrútavinir heiðruðu minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar

 

F.v.: Kristján Runólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Hrútavinir heiðruðu minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi heiðraði minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds á Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði, á afmælisdegi hans í dag 15. janúar 2016.

Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 15. janúar 1907. Guðmundur Ingi lést 30. ágúst 2002.

 

Ljóðabækur Guðmundar Inga eru:
 

Sólstafir 1938,

Sólbráð 1945,

Sóldögg 1958,

Sólborgir 1963,

Sólfar 1981

og síðan heildaútgáfa Sóldagar 1993

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, forseti Hrútavinafélagsins  og Kristján Runólfsson, skáld í Hveragerði, stóðu fyrir afmælissamkomu í Bókakaffinu við Austurveg á Selfossi kl. 14 – 15:30 í dag, 15. janúar 2016.

 

Þar var gestum boðið í spjall um skáldið og ljóð hans og hið menningarlega samband Vestfjarða og Suðurlands nú um stundir í víðu samhengi.

Meðal gesta sem þátt tóku voru:

Guðmundur Stefánsson í Hraungerði,
Ólafur Kristjánsson í Geirakoti en hann er tengdapabbi Önundarefjarðar (faðir Auðbjargar Ólafsdóttur en hennar maður er Óli Örn Eiríksson frá Flateyri),

síðan bræðurnir frá Ranakoti á Stokkseyri:

Sigurður Bjarnason og

Hinrik Bjarnason.

Afmælissamkoman var mjög vel heppnuð og Kristján Runólfsson orti:


 

Nokkrar myndir hér frá Bókakaffinu í dag:

.

F.v.: Guðmundur Stefánsson og Kristján Runólfsson.

 

F.v.: Ólafur Kristjánsson og Kristján Runólfsson.

.

Fv.: Ólafur Kristjánsson, Kristján Runólfsson og Björn Ingi Bjarnason. 


F.v.: Kristján Runólfsson, Sigurður Bjarnason og Hinrik Bjarnason.

.

F.v.: Sigurður Bjarnason og Hinrik Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður.

 

15.01.2016 11:54

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

 

Guðmundur Ingi Kristjánsson.

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 15. janúar 1907. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Halldórsdóttir.

Systir Kristjáns var Guðrún, amma Gests Ólafssonar skipulagsfræðings og langamma Þórunnar Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings. Kristján var sonur Guðmundar Pálssonar, bónda á Kirkjubóli, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar heitins, sem var forseti borgarstjórnar.

Systir Bessabe var Friðrikka, amma Einars Odds Kristjánssonar alþm.

Systkini Guðmundar Inga voru Ólafur, skólastjóri í Hafnarfirði, faðir Kristjáns Bersa skólameistara og afi Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræðings, Jóhanna á Kirkjubóli, og Halldór, rithöfundur og alþm.
 

Eftirlifandi eiginkona Guðmundar Inga er Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og stjúpsonur hans Sigurleifur Ágústsson.


Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli, var þar heimilisfastur alla tíð og bóndi þar frá 1944. Hann stundaði nám við eldri deild Alþýðuskólans á Laugum og eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík. Guðmundur Ingi var kennari í Mosvallahreppi af og til um langt árabil og auk þess skólastjóri heimavistarskólans í Holti 1955-74.

 

Guðmundur Ingi sat í stjórn ungmennafélagsins Bifröst, Héraðssambands ungmennafélaga Vestfjarða, stjórn Kaupfélags Önfirðinga, Búnaðarfélags Mosvallahrepps, var formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, oddviti Mosvallahrepps um langt árabil og sýslunefndarmaður, sat í skólanefnd hreppsins og Héraðsskólans á Núpi og var þrisvar í framboði til Alþingis fyrir Framsóknarflokkinn.

Ljóðabækur Guðmundar Inga eru Sólstafir 1938, Sólbráð 1945, Sóldögg 1958, Sólborgir 1963 og Sólfar 1981. Hann var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og Ísafjarðarbæjar.

 

Guðmundur Ingi lést 30. ágúst 2002.

 

Morgunblaðið - Merkir Íslendingar

 

 


Þuríður Gísladóttir og Guðmundur Ingi Kristjánsson.


Skráð af Menningar-Staður

15.01.2016 11:45

Merkir Íslendingar - Hjálmar Finnsson

 

Hjálmar Finnsson.

 

Merkir Íslendingar - Hjálmar Finnsson

 

Hjálmar fæddist á Hvilft í Önundarfirði 15. janúar 1915. Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi á Hvilft, og Guðlaug J. Sveinsdóttir.

Finnur var sonur Finns, bónda þar Magnússonar,  b. þar Einarssonar (og helsta stuðningsmanns Jóns Sigurðssonar við kosningarnar til hins endurreista Alþingis 1845), bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, og Torfa, alþm. á Kleifum, en systir Magnúsar var Ragnheiður, amma Torfa tollstjóra og Snorra skálds Hjartarsona.

Guðlaug Jakobína var dóttir Sveins Rósinkranzsonar, skipstjóra á Hvilft, bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs þjóðleikhússstjóra, en systir Sveins var Kristín, amma Kristjáns Ragnarssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra LÍÚ.

Meðal systkina Hjálmars voru Ragnheiður skólastjóri; Sveinn, framkvæmdastjóri Fiskimálasjóðs; og Gunnlaugur, alþm. á Hvilft.

Eiginkona Hjálmars var Doris Finnsson, f. Walker, sem lést 1992, hjúkrunarfræðingur, og eignuðust þau þrjú börn.

Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MA 1938, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1941 og stundaði framhaldsnám í fyrirtækjastjórnun við University of Southern California 1941-42.

Hjálmar stofnaði viðskiptafyrirtæki í New York 1942, var umboðsmaður íslenskra verslunar- og iðnfyrirtækja við innkaup í Bandaríkjunum 1942-48, var framkvæmdastjóri fyrirtækis í New York 1945-48 og umboðsmaður Loftleiða hf. í Bandaríkjunum, m.a. við öflun varanlegs lendingarleyfis 1947-48.

Hjálmar var framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í Reykjavík 1949-52. Þá kom mjög til álita að sameina Loftleiðir og Flugfélag Íslands og að Hjálmar yrði forstjóri hins nýja flugfélags. Hann var forstjóri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi 1952-85, sat í Flugráði, í samninganefnd um flugleyfi til Evrópulanda og var m.a. formaður Félags viðskiptafræðinga.

Hjálmar var fróður maður, hressilegur í viðmóti og skemmtilegur viðmælandi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Hjálmar lést 10. júlí 2004.

Morgunblaðið föstudagurinn 15. janúar 2016.

 

 


Hjálmar Finnsson.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

14.01.2016 06:40

Hljómsveitin ÆFING 47 ára

 

 

 

Hljómsveitin ÆFING 47 ára

 

Æfing er mannlífs- og menningarlegt samafl Vestfirðinga og Sunnlendinga.

Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Árni Benediktsson, verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi. Bassaleikari er Ásbjörn Björgvinsson, formaður ferðamálasamtaka Íslands og framkvæmdastjóri Eldfjallasetursins sem mun rísa á Hvolsvelli. Gítarleikari er Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og Siggi Björns er gítarleikari og aðal lagasmiðiur Æfingar. Siggi hefur margsinnis spilað á Suðurlandi síðustu árin og í aldarþriðjung starfað við tónlist erlendis.

 

Þá liggur í Æfingu upphaf Hrútavinafélagsins Örvars sem hefur farið mikinn í sunnlensku menningarlífi undanfarin ár.

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

 

Þetta er upphaf afmælisgreinar um Hljómsveitina ÆFINGU sem er miðopnunni í nýjasta tölublaði Suðra héraðsfréttablaðs á Suðurlandi og kemur út í dag, fimmtudaginn 14. janúar 2016.

Blaðið í heild sinni má sjá á þessari slóð:

http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2016/01/Sudri-01-2016-1401.pdf


 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

13.01.2016 06:57

Kristján Runólfsson yrkir

 

 

Kristján Runólfsson lengst til vinstri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Kristján Runólfsson yrkir

 

Meðal gesta á Þrettándafagnaði Hjallastefnunnar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, þann 11. janúar 2016, var Skagfirðinguriinn og Eyrbekkingurinn  Kristján Runólfsson skáld í Hveragerði.

Hann orti:

Sá á borðum siginn fisk,

sem í magann tróð ég,

í mig setti annan disk,

uns á blístri stóð ég.

 

.

 


Skráðaf Menningar-Staður

11.01.2016 17:28

Þrettándagleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

.

 

Þrettándagleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

Hjallastefnan hin nýja á Eyrarbakka bauð á hádegi í dag, mánudaginn 11. janúar 2016, til þrettándaveislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu.

Á borðum var þjóðlegt sjávarfang sem veitt var af vinum Hjallastefnunnar og síðan verkað á athafnasvæðinu við Félagsheimilið Stað á síðustu mánuðum.

Um er að ræða siginn fisk sem hangið hefur néðan í útsýnispallinum á Stað við hinar bestu aðstæður. Einnig saltaður þorskur og langa sem flött voru á Aldamóthátíðinni við Stað og síðan sólþurrkað þar í framhaldinu.

Þessi verkun hefur notið gríðarlegara vinsælda þeirra tugþúsunda erlendu ferðamanna sem komið hafa að Stað á Eyrarbakka og myndað eins og hver önnur náttúru-undur á Suðurlandi.

Í forrétt var kæst skata úr Grindavík sem tengdi þessa Hjallastefnuhátíð skemmtilega við Þorláksmessuhefðir Hrútavinafélagsins á vetri sem sumri við skötusnæðing.

Rúmlega 30 manns tóku þátt í þessari velheppnuðu samkomu Hjallastefnunnar sem Siggeir Ingólfsson, yfir-strandvörður Hrútavinafélagsins og forseti þess, Björn Ingi Bjarnason, stjórnuðu.

Sérstakir þátttakendur á eigin vegum og faglegir eftirlitsmenn á samkomunni voru nokkrir starfsmenn hjá Matvælsstofnun og Hafrannsóknarstofnun og blessuðu þeir  allt sem fram fór.

Myndalbúm með 46 myndum Björns Inga Bjarnasonar og Ásmundar Friðrikssonar er komið hér  Menningar-Stað

 

Smella á Þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276682/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður