Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

25.10.2016 20:30

25. október 1852 - Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 

Barnaskólahúsið byggt 1913.

 

 

25. október 1852

- Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

Þann 25. október árið 1852 var  Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn.

 

Hann er elsti barnaskólinn sem enn er starfræktur.
 


Af www.mbl.is.
Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

 

25.10.2016 07:03

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar - 26. okt. 2016

 

 

 

 

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar - 26. okt. 2016

 

 


Skráð af Menningar-Staður

24.10.2016 07:36

Jóhann Gíslason - Fæddur 14. apríl 1949 - Dáinn 8. október 2016 - Minning

 Jóhann Gíslason.

 

Jóhann Gíslason - Fæddur 14. apríl 1949

- Dáinn 8. október 2016 - Minning

 

Jóhann Gíslason fæddist í Mundakoti á Eyrarbakka 14. apríl 1949. Hann lést á heimili sínu, í Kirkjuhúsi, Eyrarbakka, 8. október 2016.

Foreldrar hans voru Guðríður Vigfúsdóttir frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 3. desember 1912, d. 1. apríl 1989, og Gísli Jónsson frá Mundakoti á Eyrarbakka, f. 27. febrúar 1906, d. 22. september 1965.

Systkini Jóhanns eru Ósk, f. 17. mars 1935, búsett í Hveragerði, Jón Gunnar, f. 14. maí 1939, búsettur á Eyrarbakka, Helgi, f. 28. janúar 1943, búsettur í Kópavogi, og Gísli Ragnar, f. 18. ágúst 1952, búsettur í Reykjavík.

 

Þann 15. maí 1971 kvæntist Jóhann Helgu Hørslev Sørensen, f. 5. janúar 1944, d. 5. nóvember 2000. Foreldrar hennar voru Valgerður Þ. Sørensen frá Gerðhömrum í Dýrafirði, f. 16. júní 1918, d. 29. nóvember 1998, og Thorvald Sørensen, f. í Árósum í Danmörku 1. júní 1914, d. 18. apríl 1970.

Jóhann og Helga eignuðust þrjú börn:

1) Guðrún, f. 8. febrúar 1971, maki Ólafur Einarsson, f. 27. júlí 1967. Þau eiga Hans Jörgen, f. 17. febrúar 2004. Guðrún á Jóhann, f. 25. febrúar 1993, og Ólafur Aðalheiði, f. 23. júlí 1996.

2) Gísli Ragnar, f. 11. febrúar 1974, maki Tenna Hørby, f. 4. maí 1973. Þau eiga Maira Alejandra, f. 12. nóvember 2004, og Paula Andrea, f. 28. nóvember 2006.

3) Kristinn Karel, f. 9. september 1984. Kristinn Karel á óskírða dóttur, f. 11. júlí 2016.

Helga átti soninn Hinrik Sævar, f. 9. nóvember 1966, maki Inger Cesilie Brendehaug, f. 17. apríl 1961, þau eiga Fransisku Björk, f. 4. júlí 1992, fyrir átti Hinrik soninn Hinrik Frey, f. 12. apríl 1989. Jóhann gekk Hinriki Sævari í föðurstað. Helga eignaðist Hafstein Ingimundarson, f. 3. júní 1969. Hafsteinn var ættleiddur og er í góðum samskiptum við fjölskylduna. Helga og Jóhann slitu samvistum árið 1998.

 

Jóhann ólst upp í Mundakoti á Eyrarbakka og gekk í öll störf allt frá því hann hafði aldur til. Hann fór snemma til sjós og stundaði sjómennsku í nokkur ár.

Jóhann lærði vélvirkjun við Iðnskólann á Selfossi og í Vélsmiðju Guðjóns Öfjörð og varð síðar meistari í greininni. Öll smíðavinna lá einkar vel fyrir honum sem og almenn heimilisstörf. Jóhann vann til fjölda ára hjá Bjarna og Jóhanni Jóhannssonum í Fiskiveri á Eyrarbakka og hætti þar þegar fyrirtækinu var lokað. Frá þeim tíma og fram til dauðadags vann Jóhann hjá Héðni í Hafnarfirði við stálsmíði. Í tengslum við starfið hjá Héðni fékk hann tækifæri til þess að vinna og dveljast á Austfjörðum, í Færeyjum og Noregi. Færeyjar heilluðu hann allra mest.

Jóhann bjó alla sína ævi á Eyrarbakka. Lestri bóka hafði hann hreina unun af. Hann var hafsjór fróðleiks, stálminnugur og gat þulið vísur og ljóð sem hann hafði lesið einu sinni.

 

Útför Jóhanns fór fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 22. október 2016.

___________________________________________________________________Minningarorð Óskar Gísladóttur

 

Elsku Jói bróðir.

 

Ég á eftir að sakna þín.

Mér er það minnisstætt þegar ég hélt á þér undir skírn á fermingardaginn minn. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þú ættir að heita. Þegar kom að stóru stundinni reis ég upp af bekknum og fékk loks að vita hvert nafnið væri. Jóhann var það. Ekki hafði ég hugmynd um það þá hve náin við yrðum og hversu ljúfan og glaðan dreng ég hafði í fanginu. Frá því þú varst bara barn varstu uppfullur af fjöri. Uppátækjasemin hjá ykkur strákunum var mikil og risu heilu bátarnir og bílarnir upp frá grunni heima í Mundakoti. Frá því þú varst barn hefur þú litið lífið öðrum augum en við hin. Jákvæðnin og gleðin einkenndi þig og smitaðir þú okkur hin af lífsgleði þinni. Ég hafði unun af því að spjalla við þig og fá þig í heimsókn.

Það er skrítið að hugsa til þess að næstu jól og páska komir þú ekki færandi hendi með konfekt og stórsteikur. Mér þótti nú kannski ekki vænst um kræsingarnar heldur að njóta hugulseminnar. Ég hugsa hlýlega til þín, bróðir kær. Traustari vin eða bróður er vart hægt að hugsa sér. Ég geymi því minningarnar okkar eins og verðmætustu perlur.

 

Þín systir,

Ósk.

Morgunblaðið laugardagurinn 22. október 2016.

 

.
Jóhann Gíslason var einn af -Vinum alþýðunnar- sem hittast reglulega í morgunkaffi og spjall í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Þessar myndir voru teknar að morgni föstudagsins 7. október 2016.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

13.10.2016 19:22

"Bara konur" í Listagjánni

 

image

Þórdís Þórðardóttir.

 

„Bara konur“ í Listagjánni

 

Þórdís Þórðardóttir hefur opnað sýninguna „Bara konur“ í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin í Listagjánni er opin í október á sama tíma og bókasafnið.

Þórdís Þórðardóttir er Árborgarbúi og hefur verið alla sína tíð. Hún hefur búið á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Hún hefur lagt stund á myndlist undanfarin 20 ár.

Þórdís er í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur sótt mörg námskeið hjá ýmsum aðilum. Hún hefur einnig lagt stund á skartgripagerð og aðallega unnið úr silfri undanfarin fjögur ár og hafa gripirnir hennar hafa vakið verðskuldaða athygli.

Fyrir nokkrum árum fór Þórdís á námskeið hjá Ingu Hlöðversdóttur myndlistarkonu og má sjá áhrif hennar á þessari sýningu. Sýningin heitir „Bara konur“ og er tileinkuð Ingu og öllum konum veraldarinnar.

Þórdís er með vísi að galleríi heima hjá sér þar sem allir eru velkomnir og er síminn hjá henni 690 7324.

Allir hjartanlega velkomnir.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

12.10.2016 10:53

12. október 2016 - afmælisdagur Páls Ísólfssonar

 

Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar. 

Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005

Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.

 

 

12. október 2016 - afmælisdagur Páls Ísólfssonar

 

Páll Ísólfsson (12. október 1893 – 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.

Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni frá Eyrarbakka.

 

Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

09.10.2016 11:37

175 ÞÚSUND FERÐAMENN Í SEPTEMBER 2016

 

 

 

175 ÞÚSUND FERÐAMENN Í SEPTEMBER 2016
 

 

Ferðamenn í septmeber 2016

Um 175 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 52 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 42,5% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga en mikil aukning hefur mælst alla mánuði ársins milli ára eða 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar, 38,1% í mars, 32,5% í apríl, 36,5% í maí, 35,8% í júní, 30,6% í júlí og 27,5% í ágúst. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,3 milljón eða 33,9% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til september árið 2015.

10 fjölmennustu þjóðernin

Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Bretar 45% í september

Um 71% ferðamanna í nýliðnum september voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 25,9% af heildarfjölda en næstir komu Þjóðverjar (9,6%) og Bretar (9,3%). Þar á eftir fylgdu Kanadamenn (6,2%), Frakkar (4,1%), Kínverjar (3,5%), Svíar (3,3%), Danir (3,0%), Spánverjar (2,9%) og Norðmenn (2,9%).

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í september eða um 17.400 manns. Um er að ræða 62,2% aukningu frá því í september árið 2015. Kanadamönnum fjölgaði um fjögur þúsund manns í september (60,2% aukning milli ára) og svipuð fjölgun var frá Þýskalandi (32,5% aukning). Bretum fjölgaði um 3.600 (28,4% aukning), Svíum um 2.400 (28,3%) og Frökkum um 2.100 (42% aukning). Þessar sex þjóðir báru uppi 64,5% af aukningu ferðamanna milli ára í september.

Ríflega fjórföld aukning ferðamanna frá 2010

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum septembermánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010 eða ríflega fjórfalda aukningu. Fjöldi ferðamanna frá N-Ameríku hefur meira en sjöfaldast, fjöldi Breta meira en fjórfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast og fjöldi ferðamanna sem lenda í hópnum ,,annað“ nærri sexfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Samsetning ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í september síðastliðnum voru Norðurlandabúar 10,5% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi en það var 18,6% af heild árið 2010 en var komið í 32,1% í ár. Hlutdeild Breta og Mið- og S-Evrópubúa hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 48 þúsund Íslendingar fóru utan í september eða 4.200 fleiri en í september árið 2015. Um er að ræða 9,7% fleiri brottfarir en í september 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

tafla um fjölda ferðamanna í septenber 2016

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

09.10.2016 11:33

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA - OPNAÐ FYRIR UMSÓKNIR

 

 

 

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA

- OPNAÐ FYRIR UMSÓKNIR
 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2017. Umsóknafrestur er til miðnættis 25. október.

 

Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Nánar á umsóknasíðu

Á upplýsingasíðu um umsóknir er að finna allar nánari upplýsingar, m.a.:

  • Hvaða verkefni sjóðurinn styrkir ekki
  • Kröfur um mótframlag
  • Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn
  • Áherslur og ábendingar til umsækjenda
  • o.fl.

Auglýsing sem PDF


Af www.ferdamalastofa.is

 


Skráð af Menningar-Staður

07.10.2016 11:20

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 7. október 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 7. október 2016

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

07.10.2016 07:52

Bókakaffið á Selfossi er andleg orkustöð á flatlendinu

 

Image result for sunnlenska bókakaffið

 

Bókakaffið á Selfossi er andleg orkustöð á flatlendinu

 

Þær eru margskonar lýsingarnar sem fólk hefur látið falla um Bókakaffið á Selfossi, en það reka þau og eiga heiðurshjónin Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og Bjarni Harðarson, bóksali og rithöfundur. Sumir segja það besta bókakaffi í heimi, aðrir segja það vera andlega orkustöð á flatlendinu.

 

Bókakaffið lætur ekki mikið yfir sér en þar er afar mikla andlega næringu að finna sem og vöfflur, kökur og kaffi fyrir kroppinn. Þar er boðið upp á hina ýmsu menningarviðburði, sem eðli málsins samkvæmt eru oft tengdir bókaútgáfu, enda er bókaútgáfan Sæmundur til húsa á sama stað. Bókakaffið byrjaði fornbókasölu 2009 og nú eru um 24 þúsund titlar gamalla bóka á skrá í netbókabúð.

 

Bókakaffið fagnar tíu ára afmæli í dag, föstudag, og eru gestir velkomnir af því tilefni. „Á afmælisdaginn verður formlega settur á laggirnar bókaklúbbur sem heitir einfaldlega Sæmundur á sparifötunum og af því tilefni verður fólki boðið upp á þetta sögulega og menningarlega kex, Sæmund á sparifötunum, sem bragðast mjög bókmenntalega og sögulega þó að Kexverksmiðjan Esja sé ekki lengur við lýði. Einn höfundanna sem lesa hjá okkur á afmælinu þekkti Sæmund persónulega og mun aðeins segja frá honum,“ segir Bjarni og bætir við að slegið verði upp afmælisveislu frá kl. 15-18 í Bókakaffinu og klukkan 20 í kvöld sé menningardagskrá í boði Bókakaffisins og Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.

 

„Í afmælisveislunni klukkan þrjú verður að sjálfsögðu afmæliskaffi í boði hússins. Auk þess mæta rithöfundar víðs vegar að og lesa upp, bóksalar bjóða upp kostagripi og sérstök afsláttarkjör verða á bæði nýjum og gömlum bókum. Rithöfundarnir sem mæta eru Ásdís Thoroddsen, Óskar Árni Óskarsson, Hallgrímur Helgason, Pjetur Hafstein Lárusson, Guðmundur Brynjólfsson, Halldóra Thoroddsen, Guðrún Eva Mínervudóttir og Hermann Stefánsson. Þá les Heiðrún Ólafsdóttir, rithöfundur og þýðandi, upp úr nýútkomnu verki grænlenska höfundarins Sørine Steenholdt.

 

Í kvöld er einnig dagskráin Ljóðfæri, en þar koma fram feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur, og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvufræðingur. Þeir gramsa í ljóða- og hljóðasörpum sínum, spinna og tvinna, með hjálp ritvéla-, hljómborða og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur.“

 

Allir eru velkomnir í afmælið og aðgangur er ókeypis.Skráð af Menningar-Staður

 

 

06.10.2016 06:51

Menningarmánuðurinn október í Árborg

 

 

 

Menningarmánuðurinn október í Árborg

 

Menningarmánuðurinn október hefst formlega föstudaginn 7. október nk. kl. 17:00 við Sundhöll Selfoss þegar ný söguskilti um Sundhöllina og mannlífið í lauginni verða afhjúpuð. Í framhaldinu hefst röð viðburða sem standa út mánuðinn. Margt fjölbreytilegt er á dagskrá svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Dagskrána má sjá hér að neðan:

Menningarmánuðurinn október 2016

 

7. október: Söguskilti við Sundhöll Selfoss kl. 17:0=
Formleg opnun menningarmánaðarins október 2016 og afhjúpun söguskilta við Sundhöll Selfoss. Söguskiltin sýna myndir af byggingarsögu Sundhallar Selfoss ásamt myndum úr leik og starfi í Sundhöllinni.

8. október: Valgeir Guðjónsson – Saga Music Hall á Eyrarbakka kl. 16:00
Notalegir eftirmiðdagstónleikar í gamla frystihúsinu. Valgeir spjallar við gesti og spilar mörg af sínum þekkstu lögum í bland við ný. Frítt inn.

13. október: Opnun göngu- og hjólastígsins milli Eyrarbakka og Stokkseyrar kl. 10:30
Nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri afhjúpa nafnið á stígnum að lokinni nafnasamkeppni. Viðburðurinn fer fram á miðjum stígnum nálægt brúnni yfir Hraunsá kl. 10:30.

16. október: „Danskt kvöld í Tryggvaskála“ kl. 15:00–17:00
Norræna félagið á Selfossi og nágrenni býður í menningarveislu í Tryggvaskála sunnudaginn 16. október kl. 15-17. Húsið opnar klukkan 14.30 með kaffi og tilheyrandi. Í boði verður blönduð dagskrá með ljóðalestri, tónlist og vídeólist, flutta á dönsku, ensku og íslensku. Frítt inn.

22.–23. október: Póstkortasýning í Húsinu á Eyrarbakka kl. 12:00-16:00
Byggðasafn Árnesinga með póstkortasýningu í Húsinu. Aðgangseyrir 500 kr. og póstkort og frímerki innifalið. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.

23. október: Súputónleikar í Barnaskólanum á Stokkseyri kl. 12:00
Súputónleikar þar sem nemendur skólans ásamt einstaka starfsmanni og foreldri spila og syngja til styrktar tónmenntakennslu við skólann. Tekið er við frjálsum framlögum í verkefnið. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Frítt inn.

27. október: „Stokkseyrardísa og sögur af Stokkseyringum“ – Menningarverstöðin á Stokkseyri kl. 19:30
Menningarkvöld í samvinnu við 825 Þorparar. Sögð saga Stokkseyradísu ásamt öðrum skemmtilegum sögum af Stokkseyringum. Margrét Frímannsdóttir stýrir kvöldinu. Skemmtilegar sögur, tónlist og fleira. Frítt inn.

28. október „Söngvarar í fortíð og nútíð“ – Hvíta Húsið á Selfossi kl. 21:00
Söngvarar ættaðir, búandi eða tengdir Sveitarfélaginu Árborg munu stíga á stokk með hljómsveit hússins. Einstakt kvöld með sögum og myndum af poppurum fyrri tíma og nútíðar og mun léttleikinn ráða ríkjum. Húsið opnar kl. 20:30. Frítt inn.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitafélagsins Árborgar.

 

.

Valgeir Guðjónsson.

.
Skráð af Menningar-Staður.