Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

08.05.2016 09:19

ÚTHLUTUN ÚR SAFNASJÓÐI 2016

 

Byggðasafn Árnesinga er maðal styrkþega ársins 2016.

 

ÚTHLUTUN ÚR SAFNASJÓÐI 2016
 

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna.

Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

 

Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 152 verkefni.

Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna og eru þeir frá 140.000 kr. upp í 2,9 m.kr. 

 

(PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun úr sjóðnum í ár. http://www.safnarad.is/media/uthlutanir/HeildarlistiAheimasiduSafnasjodur2016Styrkir.pdf
 
Skráð af Menningar-Staður

08.05.2016 08:00

Viðar Helgason hættir í bæjarstjórn Árborgar

 


Viðar Helgason, lengst til vinstri, í morgunspjalli á Alþýðuhúsinu á Eyarrbakka þann 8. maí 2015.
 

 

Viðar Helgason hættir í bæjarstjórn Árborgar

 

Viðar Helgason, oddviti Bjartrar framtíðar í Árborg, baðst lausnar á störfum sem bæjarfulltrúi á fundi bæjarstjórnar Árborgar í vikunni.

Í samtali við sunnlenska.is sagði Viðar að hann og kona hans, Hulda Gísladóttir, væru að flytja á höfuðborgarsvæðið í sumar og þar af leiðandi geti hann ekki sinnt starfi bæjarfulltrúa lengur. Kjörnir fulltrúar þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Á fundi bæjarstjórnar var Viðari þakkað fyrir gott samstarf og góð kynni. Hann þakkaði sjálfur fyrir samstarfið og óskaði bæjarstjórninni góðs gengis.

Björt framtíð á einn fulltrúa í bæjarstjórn Árborgar. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, mun nú taka sæti í bæjarstjórn og Már Ingólfur Másson verður varamaður hennar.

Eyrún verður einnig aðalmaður á aðalfundi SASS, í fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga og á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, auk þess sem hún verður varamaður á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Af www. sunnlenska.is


 

.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

06.05.2016 17:01

Menningarráð Hrútavina i Bókakaffinu 6. maí 2016

 

 

Menningarráð Hrútavina í Bókakaffinu 6. maí 2016

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom saman í dag, föstudaginn 6. maí 2016,  í Bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til stefnumótunar í víðu samhengi.

 

Tekið var margt til menningarlegrar stefnumótunar;  horft til fortíðar, samtíðar og framtíðar.  Margþætt mannblöndun  var og drukkið menningarkakó.

 

Þetta voru:

 Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka, 

Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka,

Jóhann Páll Helgason á Selfossi og áður að Brennu á Eyrarbakka, 

Siggeir Ingólfsson að Ásheimum á Eyrarbakka

og Bjarni Harðarson að Sólbakka á Selfossi.Menningarstundinn var færð til myndar og vísur flugu.

Hér að áeggjan var myndefninu hagrætt svo að ekki sæist hversu vögursíðir þessir menn væru.

Hér var bumban flegin frá,

feitum vörðum laga,
kappa annars kann að sjá,
kviðpokana draga.

 

Þeir eru léttir þessir menn,
þeir eru öðrum meiri,

kunna að meta kakó enn,
Kristján Run. og Geiri.

 

Hér er prúttað vertinn við,
að vonum lítt það seiðir,

kúnninn virðir verðlagið,
og vel að lokum greiðir.

 

Útlit á verti er asskoti flott,
og ástæða að færa í letur,

en vafalaust myndi það ger´onum gott,
að gyrða sig örlítið betur.

 

Myndalabúm hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278359/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

Sklráð af Menningar-Staður
 

05.05.2016 21:04

Kiriyama Family hefur átt 8 lög á lista RÁSAR 2

 


Kiriyama Family leikur í Stúdíó A í sölum RUV - https://www.youtube.com/watch?v=EyM6U6J0DH4

 

Kiriyama Family hefur átt 8 lög á lista RÁSAR 2
 

Gengi laganna 8 sem Kiriyama Family hefur komið á vinsældalista Rásar 2 á undanförnum árum
 


Lagið Weekends er vinsælasta lagið á RÁS 2 á þessari öld og í þriðja sæti frá upphafi mælinga

eins og segir réttilega í fyrri frétt. 

.

.

 

.

Kiriyama Family

.

Unnið upp af ww. ruv.isSkráð af Menningar-Staður

 

05.05.2016 20:33

Kiriyama Family á þriðja vinsælasta lag RÁSAR 2 frá upphafi

 


Kiriyama Family á sínum fyrstu árum.

 

Kiriyama Family á þriðja vinsælasta lag RÁSAR 2 frá upphafi

 

Eiríkur Hauksson er í efsta sæti lista vinsælustu laga Rásar 2 með lagið „Gaggó Vest“. Í öðru sæti þessa samantektarlista allra Vinsældalista Rásar 2 er sænska sveitin Europe með lagið „The final countdown“ og í þriðja sætinu er íslenska hljómsveitin Kiriyama Family með lagið „Weekends“.
 

Hvati og Matti fóru yfir 100 vinsælustu lög Rásar 2 í dag í tilefni nýrrarvefsíðu Vinsældalista Rásar 2 þar sem hægt er að skoða alla listana frá 17. febrúar 1984, skoða gengi laga og flytjenda og hlusta á búta úr lögum listans.

100 vinsælustu lög Rásar 2
Þáttur frumfluttur fim. 5. maí 2016 kl. 12.40 - 16
Samantekt lista: Hilmar Kári Hallbjörnsson
Dagskrárgerð: Matthías Már Magnússon og Sighvatur Jónsson
Framleitt af SIGVA media fyrir Rás 2 © 2016


 

NR. FLYTJANDI LAG
1 Eiríkur Hauksson Gaggó Vest
2 Europe The final countdown
3 Kiriyama Family Weekends
4 Of Monsters And Men Little talks
5 Klassart Gamli grafreiturinn
6 Retro Stefson Qween
7 Ásgeir Trausti Leyndarmál
8 George Harrison Devil's radio
9 Hjaltalín Stay by you
10 Duran Duran A view to a kill
11 Dikta Thank you
12 Retro Stefson Glow
13 Bubbi Morthens Foxtrott
14 Páll Óskar Og Memfismafían Gordjöss
15 Duran Duran Save a prayer
16 Maxi Priest Wild world
17 Bon Jovi Living on a prayer
18 Jónas Sig & Ritvélar Framtíðarinnar Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá
19 Eyþór Ingi Ég á líf
20 Mugison Stingum af
21 Muse Neutron star collision (love is forever)
22 Jóhanna Guðrún Is it true?
23 Mugison Haglél
24 Júníus Meyvant Hailslide
25 Amabadama Gaia
26 Pollapönk No prejudice/Enga fordóma
27 Amabadama Hossa hossa
28 Coldplay Every teardrop is a waterfall
29 Hera Björk Je ne sais quoi
30 Whitesnake Here i go again
31 Wham! Wake me up before you go go
32 Duran Duran Wild boys
33 Power Station Some like it hot
34 Wham! Last christmas
35 Phil Collins A groovy kind of love
36 Pharrell Happy
37 Duran Duran Make me smile
38 Moses Hightower Stutt skref
39 Wham! Everything she wants
40 Mark Ronson & Bruno Mars Uptown Funk
41 Bubbi Morthens Augun mín
42 Kiriyama Family Apart
43 Duran Duran The reflex
44 Emilíana Torrini Speed of dark
45 Mono Town Peacemaker
46 Tilbury Tenderloin
47 Moses Hightower Háa c
48 Pet Shop Boys Always on my mind
49 Adele Skyfall
50 Dikta Goodbye
51 Kk Viltu elska mig á morgun
52 Halla Margrét Árnadóttir Hægt og hljótt
53 Bubbi Og Mx21 Skapar fegurðin hamingjuna
54 Valdimar Sýn
55 Gotye Somebody that i used to know
56 Múgsefjun Sendlingur og sandlóa
57 Of Monsters And Men Lakehouse
58 Jónas Sig & Lúðrasveit Þorlákshafnar Hafið er svart
59 Beck Dreams
60 Vinir Sjonna Coming home
61 Júníus Meyvant Color decay
62 Glenn Medeiros Nothing's gonna change my love for you
63 Arctic Monkeys Do i wanna know?
64 Michael Jackson Bad
65 Kim Larsen De smukke unge mennesker
66 Dikta From now on
67 Jónas Sig Hamingjan er hér
68 Grafík Bláir fuglar
69 George Michael Careless whisper
70 Raggi Bjarna Og Lay Low Þannig týnist tíminn
71 Hjálmar Lof
72 Madonna Into the groove
73 Robbie Robertson Somewhere down the crazy river
74 Muse Uprising
75 Kaleo All the pretty girls
76 Pet Shop Boys It's a sin
77 Valdimar Yfir borgina
78 Adele Someone like you
79 Of Monsters And Men Crystals
80 Páll Óskar Ást sem endist
81 Limahl Neverending story
82 Of Monsters And Men King and lionheart
83 Traveling Wilburys Handle with care
84 Mugison Kletturinn
85 Baggalútur Og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma
86 Magnús Þór & Jónas Sigurðsson Ef ég gæti hugsana minna
87 Mammút Ströndin
88 Ofra Haza Im nin'alu
89 Valdimar Guðmundsson & Memfismafían Okkar eigin osló
90 Kk Frelsið
91 Valdimar Ryðgaður dans
92 Muse Undisclosed desires
93 Jón Jónsson Wanna get in
94 Kött Grá Pje Og Nolem Aheybaró
95 Kaleo Way down we go
96 Ásgeir Trausti Nýfallið regn
97 Beach Boys Cocomo
98 Bubbi & Sólskuggarnir Ísabella
99 A-Ha Cry wolf
100 Muse Resistance

 

Af: www.ruv.is
 

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.05.2016 17:27

Jórukórinn með Abba þema á tónleikum 7. maí 2016

 

 

Jórukórinn með Abba þema á tónleikum 7. maí 2016

 

Í ár verður Jórukórinn á Selfossi 20 ára og mun halda upp á afmælið með stæl. „Við ætlum að efna til stórra og kröftugra tónleika í íþróttahúsi Vallaskóla þann 7. maí 2016 kl. 16:00. Þemað verður ABBA og er Stefán Þorleifsson, stjórnandinn okkar, búinn að útsetja fullt af lögum af tilefninu,“ segir Laufey Ósk formaður Jórukórsins.

„Þetta verða engir venjulegir kórtónleikar. Við erum búnar að panta hljóðnema fyrir hverja konu, ljósasýningu og hljóðkerfi hjá EB kerfum. Einnig verður með okkur Jóhanna Guðrún söngkona og sex manna hljómsveit sem mun ekkert gefa eftir.“

Á dagskránni verður, auk ABBA, einnig brot af því besta frá sögu kórsins. Forsala miða er hafin á Verónu hársnyrtistofu á Selfossi og hjá kórkonum. „Okkur þætti vænt um að fá sem flesta til að fagna með okkur,“ sagði Laufey Ósk.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

02.05.2016 13:54

Vinnustund í Hjallastefnunni 2. maí 2016

 

.

Siggeir Ingólfsson, deildarstjóri Hjallastefnunnar.

.

 

 

Vinnustund í Hjallastefnunni 2. maí 2016
 

Hjallastefnuhátíð á næstu grösum í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

Kristján Runólfsson . orti:
Hjallastefnu-hátíðin,
haldin verður bráðum,
hæfir þá að höbbðinginn, (ég) 
sé hafður með í ráðum.

 

.

Siggeir Ingólfsson, deildarstjóri Hjallastefnunnar.

.


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

02.05.2016 13:38

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. maí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. maí 2016

 

.

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.05.2016 21:07

Stórsigur á Flateyri fyrir 35 árum

 


Forgöngumenn.  Myndin var tekin í stofunni heima hjá Ægi sparisjóðsstjóra þegar

skrifað var undir hið merka tímamótasamkomulag fyrir 35 árum síðan. 

Frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason formarður Verkalýðsfélagsins Skjaldar,

Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Önundarfjarðar

og Einar Oddur Kristjánsson forstjóri Hjálms HF. á Flateyri langstærsta atvinnurekenda þorpsins.

 

Stórsigur á Flateyri fyrir 35 árum

 

Um áratuga skeið var allt orlofsfé landsmanna lagt inn á reikninga hjá Póstgíróstofunni sem þá var til. Þarna var peningur fólks vistaður vaxtalítið ríkinu til hagsbóta. Þetta fyrirkomulag hafði lengi verið verkalýðsforkólfum á Vestfjörðum þyrnir í augum.
 

Hendrik Tausen sem um árabil var formaður verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri hafði nokkrum sinnum viðrað þá hugmynd að allt orlofsfé yrði ávaxtað og geymt í heimabyggðum en fengið lítil viðbrögð. Björn Ingi Bjarnason varð síðar formaður félagsins og telst með réttu hafa hlotið félagslegt uppeldi hjá Hendrik, tók þetta mál upp á sína arma eftir að hann hafði tekið við félaginu.
 

Þegar farið var að láta reyna á möguleika þess að ávaxta allt orlofsfé sem til félli á Flateyri í Sparisjóði Önfirðinga fóru að berast boð að sunnan eins og sagt er þegar hið opinbera leggur afl sitt í að bregða fæti fyrir framfarir.
 

En á Flateyri voru kjarkaðir menn sem voru meira en tilbúnir til að berjast fyrir því sem bæði var löglegt og ekki síður til mikilla bóta fyrir launafólk og byggðina alla.
 

„Stærsti atburðurinn á mínum ferli í verkalýðsfélaginu er samningurinn um að orlofsfé launafólks á Flateyri yrði greitt inná reikninga þeirra í Sparisjóði Önundarfjarðar og því ávaxtast í heimabyggð í stað þess að geymast vaxtalítið hjá Póstgíróstofunni eins og verið hafði. Þetta var gömul hugmynd frá formannsárum Hendriks en hafði ekki komist í framkvæmd. Það var ekki einfalt að landa þessu.
 

Atvinnurekendur á staðnum sem og sparisjóðurinn voru undir gríðarlega miklum þrýstingi að sunnan um að gefa sig ekki. Þarna sýndi Einar Oddur Kristjánsson, forstjóri Hjálms hf, þann kjark sem til þurfti og hann taldi skynsamlegast fyrir fólkið, fyrirtækið og byggðina. Það var einmitt þessi kjarkur hans sem gerði þjóðarsáttasamningana að veruleika á sínum tíma. Hann bugaðist ekki undan pressu valdamikilla aðila.
 

Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri, sem nú stýrir Landsbankanum í Þorlákshöfn, lét bankakerfið heldur ekki buga sig þrátt fyrir hreint ofurmannlega pressu sem hann var beittur.
 

Það er stærsta og sælasta stund félagsmálaferils míns þegar skrifað var undir þennan samning í stofunni heima hjá Ægi E. Hafberg sparisjóðsstjóra. Í fyrstu var Hjálmur hf. eina fyrirtækið, enda stærsta og öflugasta fyrirtæki staðarins, en hin komu öll á eftir þannig að þetta baráttumál félagsins fékk farsælan endi.“ Þetta segir Björn Ingi fyrrum formaður nú 35 árum síðar.
 

Þess má geta að þetta samkomulag sem undirritað var af þessum þremur stórhuga og kjarkmiklu forystumönnum varð auðvitað fyrirmynd að samskonar samningum um allt land eftir að ríkið hafði verið lagt að velli með þessu samkomulagi á Flateyri.

 

 

 

Stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar fyrir 35 árum þegar lausn fékkst í áralöngu baráttumáli 

um ávöxtun í heimabyggð.

Aftari röð frá vinstri.: Hendrik Tausen, ritari, Hálfdán Kristjánsson, gjaldkeri

og Sigurður Sigurdórsson, meðstjórnandi.

Fremri röð frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason, formaður og Pétur G. Þorkelsson, varaformaður.

 

Guðmundur Jón Sigurðsson.

www.thingeyri.is


Skráð af Menningar-Staður

01.05.2016 07:06

1. maí 2016 á Selfossi

 

 

 

1. maí 2016 á Selfossi

 

Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00.

Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra.
Kynnir - Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags
Ræður dagsins - Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum
Skemmtiatriði - Danshópurinn Flækjufótur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir.


Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína.

Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.


Skráð af Menningar-Staður