Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

10.01.2016 21:22

Merki Umf. Þjótanda tilbúið

 

 

 

Merki Umf. Þjótanda tilbúið

 

Úr: -Áveitan- fréttabréf í Flóahreppi

Ábyrgðarmaður:  Baldur Gauti Tryggvason

 

Skráð af Menningar-Staður

10.01.2016 21:15

Fréttatíminn greinir frá: - Dýrasti ellilífeyrisþeginn

 

 

 

Fréttatíminn greinir frá: - Dýrasti ellilífeyrisþeginn

Fréttatíminn helgin 8. - 10. jnúar 2016


Skráð af Menningar-Staður 

10.01.2016 20:28

Vinna hafin við Flóamannabók

 

Ritnefndina skipa: Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, formaður, Sigmundur Stefánsson frá Arabæ, gjaldkeri, Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli, ritari, Veronika Narfadóttir Túni, Þórdís Kristjánsdóttir frá Skógsnesi, Guðrún Tryggvadóttir frá Hróarsholti, Bjarni Pálsson Syðri-Gróf og Brynjólfur Ámundason frá Kambi.

 

Vinna hafin við Flóamannabók

 

Undanfarin ár hafa þeir Brynjólfur Ámundason frá Kambi og Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli unnið að undirbúningi byggðasögu Flóahrepps. Hugmyndin er að þar birtist skrá yfir alla bændur, húsfreyjur og börn þeirra á hverjum bæ í fyrrum Flóahreppi. Það er að segja hinum fornu Hraungerðis-, Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppum.

 

Hér er ekki lítið í ráðist því rekja skal söguna allt frá 1703 og til þessa dags. Þarna er um að ræða 220 bújarðir, hjáleigur og kot en þar að auki ýmsar þurrabúðir og tómthús, bæði fyrr og síðar. Á þessum stöðum hafa búið 2850 fjölskyldur svo nógu er af að taka. Sagan á að vera vel myndskreytt með myndum af bændum og búaliði ásamt bæjum þeirra og búskaparlífi. Þá verður fjallað um helstu félög hverrar sveitar, ungmennafélög, kvenfélög, búnaðarfélög og þar fram eftir götunum. 

Stofnfundur ritnefndar


Stofnfundur ritnefndar fyrir Flóamannabók var haldinn í Selinu á Selfossi laugardaginn 2. janúar og þar var stefnan tekin á að hefja verkið í Hraungerðishreppnum. Ritnefndarfólk er allt úr Flóahreppi og jöfnum höndum búsett fyrir austan fjall og á höfuðborgarsvæðinu. Ritnefndina skipa: Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, formaður, Sigmundur Stefánsson frá Arabæ, gjaldkeri, Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli, ritari, Veronika Narfadóttir Túni, Þórdís Kristjánsdóttir frá Skógsnesi, Guðrún Tryggvadóttir frá Hróarsholti, Bjarni Pálsson Syðri-Gróf og Brynjólfur Ámundason frá Kambi.

Allir mættu á stofnfundinn nema Brynjólfur sem komst ekki vegna lasleika. En það er einmitt Brynjólfur sem hefur gert þetta verkefni mögulegt. Hann hefur af þrotlausum áhuga grafið upp upplýsingar um alla þá sem búið hafa í sveitinni síðustu þrjár aldirnar og látið einskis ófreistað til að fylla í eyðurnar. Segja má að hann hafi verið í fullu starfi við þetta síðustu tíu árin og nú er komið að Jóni sem ætlar að bæta við persónulegum upplýsingum um bændur og húsfreyjur á bæjunum.

Jón hóf ritun verksins formlega á nýjársdag með umfjöllun um Hraungerði og svo verður farin boðleið um sveitina og reynt að gera skil öllu því margvíslega mannlífi sem þar er og hefur verið gegnum tíðina. Þetta er eins og gefur að skilja mjög metnaðarfullt verkefni og miklu skiptir að viðtökur verði góðar. Því er heitið á Flóamenn og aðra velunnara verksins að taka höfundum og ritnefndarfólki vel þegar leitað verður til þeirra um margháttaða aðstoð því án þeirra hjálpar verður þetta tæpast að veruleika. 

Áætluð sex ársverk


Flóahreppur veitti verkefninu menningarstyrks ársins á nýliðnu ári að upphæð ein milljón króna. Ljóst er að hér er um tugmilljóna verkefni að ræða. Í tillögum að verkáætlun, sem lögð var fyrir sveitarstjórn Flóahrepps, kemur fram að fjármagns verði aflað á fernan hátt: 1. Með söfnun áskrifta. 2. Framlagi Flóahrepps. 3. Framlögum einstaklinga. 4. Framlögum og styrkjum sjóða og fyrirtækja. 

Í tillögunum er gert er ráð fyrir að Flóahreppur leggi fram tiltekna fjárhæð árlega í sex ár á ritunartíma bókarinnar. Ritnefndin skuldbindur sig til þess að leggja fram jafnmikið fé á móti og helst nokkru meira. Þetta gæti dugað langdrægt fyrir launum og útlögðum kostnaði á ritunartímanum en prentkostnaði yrði mætt með áskriftarsölu bókanna.

Framkvæmd verksins

Miðað er við að vinna verkið þannig að hinir gömlu hreppar verði teknir fyrir hver af öðrum og bækur gefnar út eftir því sem verkinu vindur fram. Hugsanlegt er að gefa út eina bók árlega eða draga saman og gefa tvær út samtímis. Annaðhvort fyrri hluta tveggja hreppa eða hvern hrepp fyrir sig, fyrrra og síðara bindi. Mikilvægt er að ná góðri samvinnu við íbúa sveitanna og þá ekki síður burtflutta sveitunga. 

Heimasíða


Gert er ráð fyrir að stofnuð verði heimasíða verkefnisins. Þar verði settar inn myndir verkinu viðkomandi sem upplýsingar skortir um og auglýst eftir myndum af fólki, bæjum og öðru sem birt verður. Þar verða settar inn upplýsingar um framvindu og framkvæmd verksins.

alt

Brynjólfur Ámundason

alt

Jón M. Ívarsson.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður


-jmí/ög

10.01.2016 06:28

21. janúar 2016 - Ásmundur Friðriksson 60 ára

 

 

 

21. janúar 2016 - Ásmundur Friðriksson 60 ára
 


Skráð af Menningar-Staður

09.01.2016 20:30

"Allrahanda menning" veitir 10 milljónir í menningarstyrk

 

 

 

„Allrahanda menning“ veitir 10 milljónir í menningarstyrk

 


 

Blaðið Vestfirðir greinir frá fimmtudaginn 7. janúar 2016

FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.400 EINTÖKUM

Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM
 

Ritstjóri blaðsins er Kristinn H. GunnarssonSkráða f Menningar-Staður

09.01.2016 06:31

Kristinn J. Níelsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar

 

Kristinn J. Níelsson.

 

Kristinn J. Níelsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar

 

Fræðslunefnd Vesturbyggðar hefur ráðið Kristinn Jóhann Níelsson Fil. Cand í tónlistarfræðum og MA í hagnýtri menningarmiðlun til tímabundinna starfa sem skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Kristinn er Ísfirðingur og kenndi lengi vel nemendum á norðanverðum Vestfjörðum, en hann var áður tónlistarskólastjóri á Flateyri, í Bolungarvík og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði.

Síðast var Kristinn skólastjóri Tónlistarskólans í Vík í Mýrdal. Elzbieta Kowalczyk hefur verið skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar undanfarin ár, en hún er sem stendur í veikindaleyfi. 

Af www.bb.is


Kristinn J. Níelsson er einn af meðlimum Hrútavinahljómsveitarinnar

Granít í Vík í Mýrdal.

 

 Skráð af Menningar-Staður

 

08.01.2016 21:31

Útsvar: - Árborg í 8-liða úrslitin

 

Lið Árborgar skipa f.h. þau Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir, Gísli Þór Axelsson, læknanemi
og Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður.

 

Útsvar: - Árborg í 8-liða úrslitin

 

Lið Árborgar er komið í 8-liða úrslit í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu eftir stórsigur á firnasterku liði Reykjanesbæjar í kvöld.

 

Lokatölur urðu 86-50.

 

Reykjanesbær hafði frumkvæðið framan af en Árborg átti frábæran endasprett og vann að lokum öruggan sigur.

 

Lið Árborgar skipa þau Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir, Gísli Þór Axelsson, læknanemi og Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

07.01.2016 22:37

Starfsdagur í Hjallastefnunni - 7. janúar 2016

 

 

Starfsdagur í Hjallastefnunni – 7. janúar 2016

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka tók til hendinni í dag, fimmtudaginn 7. janúar 2016.

Þá var tekinn niður „hinn sígni fiskur“ sem hangið hefur síðustu vikur í Hjallastefnunni á útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað og fiskurinn verið myndaður mjög mikið af ferðamönnum sem leið hafa átt um.

Farið var með fiskinn á Sölvabakka  þar sem kann var roðflettur og snyrtur fyrir suðu.

Einnig var tekinn saltfiskurinn margmyndaði sem í upphafi var flattur á Aldamótahátíðinni við Stað að viðstöddu fjölmenni.  Verkaður á Mána-ÁR-Bakka hjá Hauki Jónssyni og félögum.  Síðan sólþurrkaður við Stað -  ferðamönnum til enn meiri myndagleði.

Saltfiskurinn var skorinn í bita og settur í útvötnun á Sölvabakka.

Nokkrir litu við á Sölvabakka í dag meðan á þessari verkunarathöfn stóð og haft var á orði að svona merkileg fiskverkun hafi ekki verið á Eyrarbakka um árabil.

Framundan er fiskiveisla og þá mun einnig bætast við það sem á undan er talið - kæst skata.

Allt þetta sé þökk Hjallastefnunni hinni nýju á Eyrarbakka.

Myndalabúm  er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276631/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.


.

.
Skráð af Menningar-Staður