Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.10.2017 19:16

95 ára afmæli Norræna félagsins

 

 

 

95 ára afmæli Norræna félagsins

 

Föstudaginn 29. september sl. fagnaði Norræna félagið á Íslandi 95 ára afmæli. 

Fyrsti formaður félagsins var Matthías Þórðarson (1922- 1926). 

Fyrstu Norrænu félögin voru stofnuð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi árið 1919 og verður haldið sameiginlega uppá aldarafmæli félaganna í apríl 2019. 

Núverandi formaður Norræna félagsins er Bogi Ágústsson.


Blaðið ReykjanesSkráð af Menningar-Staður

09.10.2017 17:45

Forseti Alþingis í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 9. okt. 2017

 


Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.

 

 

Forseti Alþingis

 

í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 9. okt. 2017

 

Það bar til í morgun, 9. október 2017, að forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, kom í heimsókn á morgunfund Vina alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.

Henni var sérlega vel fagnað af Vinum alþýðunnar og var drukkið kaffi og spjallað um landsins gagn og nauðsynjar en kosningar til Alþingis eru jú laugardaginn 28. okóber n.k.

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi færði til myndar.
 http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284249/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

09.10.2017 17:07

Birg­ir leiðir Miðflokk­inn í Suður­kjör­dæmi

 


Birg­ir Þór­ar­ins­son,

sér­fræðing­ur í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur,

leiðir Miðflokk­inn í Suður­kjör­dæmi. 

Ljós­mynd/?Aðsend

 

Birg­ir leiðir Miðflokk­inn í Suður­kjör­dæmi

 

Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fræðing­ur í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur, skip­ar fyrsta sæti á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar í lok októ­ber. 

 

Birg­ir starfaði við yf­ir­stjórn UN­RWA, flótta­manna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir Palestínu­menn, í Mið-Aust­ur­lönd­um og hef­ur sinnt verk­efn­um á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Miðflokkn­um. Birg­ir var einnig varaþingmaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Suður­kjör­dæmi 2009-2013 og sat í sveit­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Voga. 

 

Elv­ar Ey­vinds­son, viðskipta­fræðing­ur og bóndi, skip­ar annað sæti á list­an­um. Hann er fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Rangárþingi eystra. 

 

Fram­boðslisti Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi í heild sinni: 

 1. Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fr. í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur, Vog­um.
 2. Elv­ar Ey­vinds­son, viðskipta­fræðing­ur og bóndi, Rangárþingi eystra.
 3. Sól­veig Guðjóns­dótt­ir, bæj­ar­starfsmaður, Árborg.
 4. Ásdís Bjarna­dótt­ir, garðyrkju­bóndi, Hruna­manna­hreppi.
 5. Bjarni Gunn­ólfs­son, hót­el og rekstr­ar­fræðing­ur, Reykja­nes­bæ.
 6. Ingi­björg Jenný Jó­hann­es­dótt­ir, sölumaður og nemi, Reykja­nes­bæ.
 7. Her­dís Hjör­leifs­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi, Hvera­gerði.
 8. Jón Gunnþór Þor­steins­son, húsa­smíðanemi, Flóa­hreppi.
 9. Erl­ing Magnús­son, lög­fr. Árborg.
 10. G. Svana Sig­ur­jóns­dótt­ir, mynd­list­armaður, Kirkju­bæj­arklaustri.
 11. Sæmund­ur Jón Jóns­son, bóndi, Höfn Hornafirði.
 12. Gunn­ar Már Gunn­ars­son, umboðsmaður, Grinda­vík.
 13. Ingi Sig­ur­jóns­son, hamskeri, Vest­manna­eyj­um.
 14. Úlfar Guðmunds­son, héraðsdóms­lögmaður, Reykja­nes­bæ.
 15. Þór­anna L Snorra­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari, Gríms­nes – og Grafn­ings­hreppi.
 16. Guðrún Tóm­as­dótt­ir, ferðaþjón­ustu­bóndi, Ölfus.
 17. Hans­ína Ásta Björg­vins­dótt­ir, eldri borg­ari, Þor­láks­höfn.
 18. Val­ur Örn Gísla­son, pípu­lagn­inga­meist­ari, Ölfus.
 19. Jafet Eg­ill Ingva­son, lög­reglu­v­arðstjóri, Vík Mýr­dal.
 20. Rún­ar Lúðvíks­son, fv. fram­kvæmda­stjóri, Reykja­nes­bær. 

  Af. www.mbl.is


  Skráð af Menningar-Staður

09.10.2017 07:25

 

 Íbúafundur á Eyrarbakka 12. okt. 2017

að Stað fimmtudaginn 12. okt. kl. 20:00

 

Sveitarfélagið Árborg boðar til íbúafundar á Eyrarbakka vegna verkefnisins

„Verndarsvæði í byggð – Eyrarbakki – frá Einarshafnarhverfi austur að

Háeyrarvöllum 12“

.

Sveitarfélagið Árborg er eitt nítján sveitarfélaga sem fékk á síðasta ári styrk

frá Minjastofnun úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögur um verndarsvæði

í byggð. Verkefnið skiptist í húsakönnun, fornleifaskráningu og greinargerð

með mati á varðveislugildi og gerð skilmála um vernd og uppbyggingu

innan svæðisins. 

 

Á fundinum verður staða verkefnisins kynnt og leitað samráðs við íbúa.

Stefnt er að því að mynda virkan samráðshóp sem myndi funda með

stýrihópi verkefnisins og koma að tillögunni og verndarskilmálum.

 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta

Sveitarfélagið Árborg

 

 
Skráð af Menningar-Staður

08.10.2017 08:54

Menningarmánuðurinn október - 8. október í Eyrarbakkakirkju

 

 

 

 Menningarmánuðurinn október - 8. október í Eyrarbakkakirkju

 

Í dag, sunnudaginn 8. október 2017, í Eyrarbakkakirkju kl. 16:00

syngur Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.

 

Einnig kemur fram Björg Þórhallsdóttir sem syngur nokkur lög eftir Sigfús Einarsson, tónskáld frá Eyrarbakka sem hefði orðið 140 ára á þessu ári.

 

Af www.arborg.is
 


Skráð af Menningar-Staður

07.10.2017 06:44

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, Samfylking vex

 

 

 


Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, Samfylking vex

 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar þriðjungi þing­manna sinna sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 2. til 4. októ­ber. Flokk­ur­inn nýt­ur nú stuðnings tæp­lega 21% kjós­enda og fengi 14 þing­menn kjörna í stað 21.

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er lang­stærsti flokk­ur­inn. Nýt­ur hún stuðnings 28,2% kjós­enda, sem gef­ur 20 þing­menn. Þetta er veru­leg fylgisaukn­ing frá kosn­ing­un­um 2016 þegar flokk­ur­inn fékk tæp 16% at­kvæða og 10 þing­menn. Fylgi flokks­ins hef­ur þó lít­il­lega dalað frá síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.

 

Þá sæt­ir það tíðind­um í könn­un­inni að Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig tals­verðu fylgi og er orðin þriðji stærsti flokk­ur­inn. Fengi hún um 11% at­kvæða og sjö þing­menn, en hún hef­ur nú aðeins þrjá menn á þingi og fékk 7,5% at­kvæða í kosn­ing­un­um í fyrra.

Flokk­ur fólks­ins, Miðflokk­ur­inn og Pírat­ar eru nán­ast jafn stór­ir með um 9% fylgi og fengju hver sex þing­menn kjörna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

 

 RUV og Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

07.10.2017 06:35

Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

 

 
 

 

Lárus, Anna og Magnús eru komin áfram í Útsvarinu. Ljósmynd/RÚV

 

Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

 

Lið Rangárþings eystra vann góðan sigur á Árborg í æsispennandi Útsvarsþætti í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

 

 Lokatölur urðu 63-50 en Rangæingar tryggðu sér sigurinn á síðustu spurningu eftir að Árborg hafði leitt keppnina lengst af.

 

Lið Árborgar skipa þau Jakob Ingvarsson, Sigurður Bogi Sævarsson og Jóna Katrín Hilmarsdóttir en í liði Rangárþings eystra eru Lárus Bragason, Magnús Halldórsson og Anna Runólfsdóttir.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

06.10.2017 07:03

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson

 

 

Sigvaldi Hjálmarsson (1922 - 1985).

 

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson

 

Sig­valdi Hjálm­ars­son fædd­ist á Skeggja­stöðum í Bólstaðar­hlíðar­hreppi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu 6. október 1922. For­eldr­ar hans voru Hjálm­ar Jóns­son, bóndi á Fjós­um, og k.h., Ólöf Sig­valda­dótt­ir.

Sig­valdi missti móður sína er hann var þriggja ára og ólst upp eft­ir það hjá afa sín­um, Sig­valda Björns­syni, bónda á Skeggs­stöðum.
 

Eig­in­kona Sig­valda sem lést 2007 var Bjarney Hall­dóra Al­ex­and­ers­dótt­ir hús­freyja, frá Dynj­anda í Leiruf­irði, og eignuðust þau eina dótt­ur, Ólöfu Elfu Sig­valda­dótt­ur.
 

Sig­valdi lauk prófi frá Reyk­holts­skóla 1940 og kenn­ara­prófi frá KÍ 1943. Hann sinnti kennslu og skóla­stjórn í Hvera­gerði næstu þrjú árin, kenndi einn vet­ur í Reykja­vík en varð þá blaðamaður við Alþýðublaðið, rit­stjórn­ar­full­trúi og frétta­stjóri þar með hlé­um á ár­un­um 1947-72. Þá var hann rit­stjóri Fálk­ans um skeið, rit­stýrði tíma­rit­inu Úrval, var eitt ár yf­ir­maður þýðing­ar­deild­ar Sjón­varps­ins, var blaðamaður við Vísi og frétta­rit­ari sænsku frétta­stof­unn­ar TT. Jafn­framt vann hann að fé­lags­mál­um blaðamanna og rit­höf­unda. Hann gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Alþýðuflokk­inn og sat m.a. í nefnd­um á veg­um hans í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.
 

Á bernsku­heim­ili sínu kynnt­ist Sig­valdi bók­um um guðspeki, hreifst snemma af stefnu Guðspeki­fé­lags­ins, gekk í fé­lagið í Reykja­vík, var for­seti þess um ára­bil, rit­stjóri Ganglera, tíma­rits Guðspeki­fé­lags­ins, og starfaði þar óslitið til æviloka. Hann átti sæti í alls­herj­ar­ráði Guðspeki­fé­lags­ins og í stjórn Evr­ópu­sam­bands Guðspeki­fé­lags­ins. Hann stofnaði Hug­rækt­ar­skóla 1978 sem starfaði nán­ast meðan hann lifði.
 

Sig­valdi sendi frá sér ljóðabæk­ur, ferðap­istla og rit um hug­rækt, ind­verska heim­speki og dul­fræði.
 

Sig­valdi var lip­ur penni, bráðskemmti­leg­ur fyr­ir­les­ari, hressi­leg­ur og ljúf­ur í viðkynn­ingu og um­tals­fróm­ur.

 

Sig­valdi lést 17. apríl 1985.

 

Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi. 

Eftir hann liggja alls níu bækur:

1. Eins og opinn gluggi, erindi um mystískt líf 1968, 

2. Eins konar þögn, ábendingar í hugrækt, 1973

3. Að horfa og hugsa, blaðagreinar, 1973

4. Tunglskin í trjánum, ferðaþættir frá Indland, 1974

5. Haf í dropa, þættir um yoga og austræna hugsun, 1976

6. Vatnaskil, ljóð, 1976

7. Að sjá örðuvísi, esseiar um mannlegt líf, 1979

8. Stefnumót við alheiminn, leiðbeiningar um esóteríska iðkun, 1982

9. Víðáttur, ljóð, 1984


Morgunblaðið og fl.Skráð af Menningar-Staður

05.10.2017 20:42

Bókaganga um Eyrarbakka 8. okt. 2017

 

 

 

Bókaganga um Eyrarbakka 8. okt. 2017

 

Bókabæirnir austanfjalls bjóða upp á skemmtilega og fræðandi bókagöngu um Eyrarbakka sunnudaginn 8. október 2017 kl. 14. Magnús Karel Hannesson í Garðhúsum mun leiða gönguna.

Gangan hefst við geymsluhús Bókabæjanna í Læknisbrekkunni á Eyrarbakka – beint á móti dvalarheimilinu Sólvöllum – og lýkur við Húsið á Eyrarbakka eftir að gengið hefur verið um Austur-Bakkann, Mið-Bakkann og Vestur-Bakkann og staldrað við á völdum stöðum.

Magnús mun segja frá skáldum og rithöfundum sem hafa búið á Eyrarbakka eða skrifað um Eyrarbakka allt frá 1200 og fram á þennan dag. Harald G. Haraldsson leikari á Hofi mun lesa stutta kafla eða ljóð úr bókum þeirra skálda og rithöfunda sem fjallað verður um.

Hlökkum til að sjá ykkur!Skráð af Menningar-Staður

05.10.2017 07:12

Eldfjallamiðstöðin Lava formlega vígð á Hvolsvelli

 

 

Flateyringurinn (og bassaleikari ÆFINGAR) Ásbjörn Björgvinsson,

framkvæmdastjóri Lava (t.v.) tekur við gjöf frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni,

sveitarstjóra Rangárþings eystra.

Báðir eru þeir gamlir nemendur úr Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. 

Mynd: ÖG.

 

Eldfjallamiðstöðin Lava formlega vígð á Hvolsvelli

 

Eldfjallamiðstöðin Lava á Hvolsvelli var formlega vígð á fimmtudaginn í liðinni viku. Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Lava stýrði athöfninni. Við upphaf hennar söng barnakór Hvolsskóla nokkur lög undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur.

Í ávarpi sínu þakkaði Ásbjörn helstu samstarfsaðilum og þá sérstaklega Sveitarfélaginu Rangárþingi eystra fyrir ánægjulegt samstarf. Hann sagði einnig frá helstu aðilum sem komu að framkvæmdinni en það voru m.a. Jarðfræðistofnun Íslands og Veðurstofa Íslands og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Einnig arkitektar hjá Basalt og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín, auk fjölda annara aðila. Byggingaraðili var Þingvangur ehf. Stærsti fjármögnunaraðili verkefnisins er Iceland Tourism Fund.


Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, flutti einnig ávarp og færði eldfjallamiðstöðinni gjöf í tilefni vígslunnar.

Þá flutti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarp og klippti á borða. Á eftir nutu gestir glæsilegra veitinga hjá Kötlu Mathúsi.

 


Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

klippir á borða við vígslu eldfjallamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli. Mynd: ÖG.

 

 

Héraðsfréttablaðið Dagskráin á Suðurlandi.


Skráð af Menningar-Staður.