Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.05.2018 17:21

VG í Árborg funda á Eyrarbakka

 

 
 

 

VG í Árborg funda á Eyrarbakka


Fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 20:00 á Stað

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.05.2018 17:26

"Sigur fyrir íbúalýðræðið"

 

 

Tölvugerð mynd af nýja miðbænum á Selfossi, séð frá brúarsporðinum.

Mynd/Batteríið

 

 

„Sigur fyrir íbúalýðræðið“

 

Hópur sem stóð að undirskriftasöfnun um íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins á Selfossi náði að safna rúmlega 1900 undirskriftum og því þarf að halda kosningu um skipulagið innan árs.

 

„Þetta er sigur fyrir íbúalýðræðið og við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu enda var hörkuvinna að koma þessu saman. Fólk hefur mismunandi skoðanir á þessu skipulagi og auðvitað eru einhverjir undir þessum hatti sem eru hlynntir skipulaginu en vilja samt kosningu. Enda snýst þetta bara um það, að koma þessu í íbúakosningu, þetta er mikilvægt svæði í sveitarfélaginu okkar og hjartað í Selfossbæ,“ sagði Aldís Sigfúsdóttir í samtali við sunnlenska.is. Aldís stóð að undirskriftarsöfnuninni ásamt Davíð Kristjánssyni og Gísla Ragnari Kristjánssyni.

 

Alls þurftu 29% atkvæðisbærra íbúa að skrifa undir undirskriftarlistana tvo, eða 1.909 einstaklingar. Bæði var um að ræða athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjarins, þar sem Sigtún þróunarfélag áætlar að reisa byggingar í gömlum stíl.

 

1.928 skrifuðu undir listann um breytingu aðalskipulags í miðbænum, eða 29,4% og 1.941 undir listann um breytingu deiliskipulags í miðbænum, eða 29,7%

 

Þjóðskrá Íslands fór yfir undirskriftarlistana og hefur Aldís sent niðurstöðuna til bæjaryfirvalda. 

 

„Það er bæjarstjórnar að ákveða hvað gerist næst en samkvæmt lögunum ber þeim að halda íbúakosningu innan eins árs,“ segir Aldís.


 
Af sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður 

01.05.2018 09:13

1. maí 2018 á Selfossi

 

 
 

 

   1. maí 2018 á Selfossi
 

 

Það verður mikið um að vera á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi á degi verkalýðsins.

 

Dagskrá dagsins hefst kl. 11:00 en þá verður lagt af stað í kröfugöngu frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin. Lúðrasveit Selfoss spilar í skrúðgöngunni en það verða félagar í hestamannafélaginu Sleipni sem fara fyrir göngunni.

 

Ræðumenn dagsins eru:


Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags

og Ívar Haukur Bergsson námsmaður. 

 

Heimilistónar flytja Kúst og fæjó og fleiri lög. 

 

Berglind María Ólafsdóttir og Margrét Stefánsdóttir frá Tónlistarskóla Árnesinga flytja söngatriði.

 

Bifreiðaklúbbur Suðurlands sýnir glæsikerrur sínar. 

 

Teymt verður undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12.30 til 14:30.  

 

Stéttarfélögin munu bjóða upp á glæsilegar kaffiveitingar.

 

Félögin hvetja alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og sýna þannig samstöðu með því að berjast fyrir bættum lífskjörum í landinu.Skráð af Menningar-Staður


 

01.05.2018 07:19

Í dag er 1. maí um land allt

 

 

 

 

 "Í dag er 1. maí um land allt"Skráð af Menningar-Staður

30.04.2018 12:40

1. maí kaffi á Eyrarbakka

 

 

 

 

1. maí kaffi á Eyrarbakka
 

 

         að Stað á Eyrarbakka kl. 15 - 17


                                             Velkomin
                 

             Kvenfélag Eyrarbakka

29.04.2018 18:26

Aðalfundur Bjargar 30. apríl 2018

 

 

 

        Aðalfundur Bjargar

 

             30. apríl 2018

                 kl. 20:00


 

29.04.2018 11:37

Afmæli á Bakkanum

 


Anna í ríki sínu í Konubókastofunni sem þykir einstök á heimsvísu.

Mynd/Linda Ásdísardóttir

 

 

Afmæli á Bakkanum

 

Konubókastofa á Eyrarbakka er fimm ára um þessar mundir og því verður fagnað í Rauða húsinu á Eyrarbakka í dag, sunnudaginn 29. apríl 2018 kl. 14:00. Anna Jónsdóttir er stofnandi stofunnar.

 

Konubókastofa á Eyrarbakka var formlega opnuð með 200 manna hátíð í Rauða húsinu 25. apríl 2013  og haldið verður upp á fimm ára afmælið á sama stað í dag, sunnudag, klukkan 14.

 

Markmið stofunnar er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Hugsjónakonan Anna Jónsdóttir segir hugmyndina að safninu hafa byrjað að gerjast hjá sér þegar hún var í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. En hvernig hefur gengið?

 

„Miklu betur en ég hafði reiknað með og það er ástæða til að halda upp á það,“ segir hún og kveðst fá  ótrú- lega mikið af bókum. Allt bækur eftir íslenskar konur og einnig  nokkrar sem  íslenskir karlar hafa skrifað um íslenskar konur. „Svo erum við líka með tímaritin sem konur hafa gefið út. Eigum til dæmis nokkur eintök af kvennablaðinu sem hún Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út fyrir þarsíðustu aldamót.“

 

Hver er elsta bókin?

 

„Eins og stendur er það handavinnubók frá 1897 en við erum að fá aðra eldri,  ljóðabókina  Stúlku frá 1876, eftir Júlíönu Jónsdóttur sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldrit.

 

Eru þær til láns þessar bækur?

 

Nei, ég lána þær ekki. Fólk getur bara komið og flett og skoðað. Ég verð að halda í bækurnar, er voða leiðinleg og neita alltaf. En ég er með gott borð og stóla og það er mikið um að fólk komi, fletti og skoði. 

 

Hafðir þú einhverja fyrirmynd þegar þú fékkst hugmyndina?

 

„Ekki beint. En ég sá safn í Englandi, Chawton House Library,  sem er bara með bækur eftir konur og er opið einu sinni í viku. Þar eru yngstu bækurnar frá 1830. Svo veit ég um safn sem ég á eftir að skoða í Glasgow, það er nær þessu sem ég er með, þó segja margir að þetta safn sé einstakt.“

 

Er þetta hugsjónastarf hjá þér?

 

„Já, algerlega en ég hef fengið styrki, til dæmis fékk ég styrk til að halda afmælishátíðina,“ segir Anna og telur upp dagskráratriði eins og ávarp bæjarstjóra Árborgar,  Ástu Stefánsdóttur og erindi Dagnýjar Kristjánsdóttur pró- fessors um Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund sem fæddist á Stokkseyri 1895. Einnig munu nokkrir verðlaunahafar Fjöruverðlaunanna  2017 og 18 fjalla um verk sín. Og að sjálfsögðu verður kaka!

 

gun@frettabladid.is
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

29.04.2018 09:09

Eyrarbakkafundur S-listans í Árborg

 

 

 


Eyrarbakkafundur S-listans í Árborg

 

Laugardaginn 28. apríl 2018 kl. 10:00 - 12:00Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm: 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286010/
 


Nokkrar myndir:

 

 

.

,

.

 

.

.Skráð af Menningar-Staður


 

 

 

29.04.2018 09:02

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

 
(1894 - 1961)

 

 

 

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

Kristín Thoroddsen fæddist á Ísafirði. 29. apríl 1894, dóttir Skúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði, alþm. og ritstjóra, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Skúli var bróðir Þorvalds Thoroddsen náttúrufræðings, Sigurðar landverkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, og Þórðar, læknis og alþm., föður Emils tónskálds, en Theodóra var móðursystir Muggs og Péturs Thorsteinssonar sendiherra. Meðal systkina Kristínar voru Guðmundur yfirlæknir; Skúli alþm.; Katrín læknir og alþm.; Bolli borgarverkfræð- ingur og Sigurður, verkfræðingur og alþm. Kristín ólst upp á Bessastöðum frá sjö ára aldri, lauk gagnfræðaprófi frá MR, var við nám og störf á Dronning Louises barnaspítalanum í Kaupmannahöfn, stundaði hjúkrunarnám, og brautskráðist 24 ára frá hjúkrunarskóla Kommune-spítalans í Esbjerg. Hún vann síðan m.a. á röntgendeild Bispebjergs-spítalans, á Finsens Institut og við Röntgenstofnunina í Reykjavík, starfaði í Valpariso í Chile í þrjú ár, stundaði nám við Bedford College í London, var við einkahjúkrun í New York og fjögur ár Rauða kross systir vítt og breitt um Ísland. Kristín var ráðin fyrsta yfirhjúkrunarkona Landspítalans 1931, fyrsti skólastjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands við stofnun 1931 og aðalkennari hans. Hún var einn stofnenda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og sat þar í fyrstu stjórn. Hún var, ásamt frú Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadóttur, brautryðjandi í hjúkrun hér á landi enda voru þær báðar sæmdar Florence Nightingale orðunni (heiðursmerki alþjóða Rauða krossins) og riddarakrossi Fálkaorðunnar.

Kristín lést 28. febrúar 1961.

 Skráð af Menningar-Staður

27.04.2018 20:45

Opnir fundir á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

 

 

Opnir fundir á Eyrarbakka og Stokkseyri


Laugardaginn 28. apríl 2018

 

Samfylkingin í Árborg heldur opna fundi um málefni sveitarfélagsins laugardaginn 28. apríl 2018

kl. 10 til 12 að Stað á Eyrarbakka 

og kl. 12 til 14 í vinnustofu Elfars Guðna í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. 

 

Frambjóðendur flokksins til sveitarstjórnar verða á staðnum.

 


Allir hvattir til að mæta.Stjórn Samfylkingarfélagsins í Árborg og nágrenni.Skráð af Menningar-Staður