|
||
Jón Ólafsson fæddist 4. nóvember 1593.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, bóndi á Svarthamri í Álftafirði, og k.h. Ólöf Þorsteinsdóttir. Faðir hans dó úr blóðsótt þegar Jón var að verða 7 ára, eftir því sem hann sjálfur segir.
Jón er hvað þekktastur fyrir reisubók sína um dvöl sína í Kaupmannahöfn og ferð sína til Indlands, sem hann skrifaði um 1661. Frásögnin skiptist í tvo meginhluta og greinir sá fyrri frá dvöl hans í Danmörku og ferðinni til Svalbarða, en hinn síðari lýsir Indlandsferð hans. Þriðja hlutanum er bætt við eftir dauða Jóns og greinir hann frá ævi Jóns eftir heimkomuna til Íslands.
Árið 1615 kom Jón sér um borð í enskt skip og samdi við skipstjórann um far til Englands. Þaðan lá leið hans til Danmerkur þar sem hann gerðist byssuskytta á herskipum Kristjáns IV. Danakonungs. Fljótlega lá leið hans norður í Hvítahaf, til Svalbarða og árið 1622 sigldi hann suður fyrir Góðrarvonarhöfða til Srí Lanka. Síðar dvaldist hann í virki í dönsku nýlendunni Tranquebar á Indlandi. Í september árið 1624 slasaðist hann illa í sprengingu í fallbyssu og var fluttur til Danmerkur og kom þangað eftir mikla hrakninga sumarið árið eftir. Hafði hann þá haft viðkomu á Írlandi.
Jón kom aftur til Íslands árið 1626. Hann kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur og bjuggu þau fyrst að Tröð og hugsanlega í Eyrardal í Álftafirði. Þaðan héldu þau hjónin til Vestmannaeyja 1639 þar sem Jón tók við sem stjórnandi heimavarnarliðs og byssumaður á Skansinum. Konu hans líkaði illa í Vestmannaeyjum og þau fluttu aftur vestur 1640 og sama haust drukknaði Ingibjörg í Álftafirði. Sonur Jóns sem hét Kristófer Bogi lést skömmu síðar. Aftur kvæntist Jón Þorbjörgu Einarsdóttur og eignuðust þau Ólaf sem síðar bjó á Kambsnesi og nokkur ætt er frá komin. Með Þorbjörgu bjó Jón á Uppsölum í Seyðisfirði í 5 ár frá 1644 og loks í 30 ár frá 1649 til æviloka í Eyrardal við Álftafjörð.
Jón Indíafari lést 2. maí 1679.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Hrafnseyrarkirkja. |
![]() |
![]() |
Eggert Valur Guðmundsson á Eyrarbakka. |
VAXTAVERKIR SVEITARFÉLAGA
Eggert Valur Guðmundsson,
formaður bæjarráðs Sfv. Árborgar skrifar:
Það hefur ekki farið framhjá okkur íbúum í Svf. Árborg að mikill áhugi er hjá fólki að setjast að í sveitarfélaginu, og fólksfjölgun á undanförnum árum verið með því mesta sem gerist á Íslandi. Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára fjárfestingaráætlunar. Í þeirri vinnu verður að taka tillit þeirrar breyttu stöðu sem aukin íbúafjöldi kallar á. Sveitarfélag í örum vexti eins og Árborg er komið í þá stöðu að nauðsynlegt er að hugsa hlutina á annan og nýjan hátt.
Óhjákvæmilegt verður að taka lán til þess að byggja upp innviði og þjónustu, sem laðar að nýja íbúa sem skila síðar sköttum og gjöldum í bæjarsjóð. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélögum að halda skuldbindingum sínum undir 150% af reglulegum tekjum. Þetta skuldaviðmið getur reynst sveitarfélögum á miklum vaxtarsvæðum eins og okkar erfitt að uppfylla þar sem byggja þarf upp margvíslega hluti eins og t.d ný íbúðarhverfi, nýja grunn- og leikskóla og annað sem nauðsynlega þarf að vera til staðar til þess að viðhalda góðu samfélagi. Ljóst er að fjárfestingarþörf Svf. Árborgar verður mikil á næstu árum og hæpið að tekjur standi að öllu leyti undir þeim fjárfestingum sem brýnt er að ráðast í.
Við ætlum að leysa fráveitumálin Öll framboðin sem buðu fram fyrir kosningarnar í vor lofuðu að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í gott horf. Þrettán ár eru síðan öll sveitarfélög áttu að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun eins eða tveggja þrepa hreinsun. Lítið hefur gengið í þessum málaflokk hér í Árborg, aðallega vegna gríðarlegs kostnaðar og rangrar forgangsröðunar verkefna hjá fyrrum meirihluta bæjarstjórnar. Fólk sturtar niður úr klósettinu og hvað svo, er öllum sama? Nei fólki er það alls ekki.
Árið 1995 voru sett lög um stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. Í því fólst að ríkisvaldið styrkti sveitarfélög um 20% af stofnkostnaði framkvæmda. Þessum stuðningi lauk árið 2008 og síðan hefur dregið verulega úr framkvæmdum vegna fráveitumála sveitarfélaga á landsvísu. Engu að síður verður að þrýsta á ríkisvaldið að koma myndarlega að þessum málaflokk sem er svo nauðsynlegur.Brýnt er að sveitarstjórnarfulltrúar standi saman í þessu máli og myndi alvöru þrýsting á ríkisvaldið um niðurfelllingu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum.
Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú þegar hrundið af stað vinnu varðandi stefnumótun í hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu öllu, þar sem litið verður til nýjustu tækni við hreinsun, endurnýtingu og möguleika til verðmætasköpunar. Til að byrja með munu mestir fjármunir fara í hreinsimannvirki við Geitanesflúðir til hreinsunar skolps frá Selfossi, sem alllir vita að hefur verið stórt vandamál um langt árabil. Það verður síðan í framhaldinu verkefni bæjaryfirvalda , að fráveitumál á Eyrarbakka og Stokkseyri verði í lagi til framtíðar. Verkefni allra bæjarfulltrúa þvert á flokkslínur hlýtur að vera að koma þessum málum í lag svo að það gagnist best fyrir umhverfið, íbúana og samfélagið allt.
Eggert Valur Guðmundsson. formaður bæjarráðs Árborgar.
Suðri Héraðsfréttablað 1. október 2018.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Keppnisliðin í Útsvarinu og stjórnendur á sviðinu í Þingborg. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. |
Gaulverjabæjarhreppur sigraði í Útsvarinu
Á Kótelettukvöldinu fjölmenna í Þingborg á fysrta vetrardegi þann 27. október 2018 fór fram Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna; Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa.
Sigmundur Stefánsson stjórnaði með aðstoð Jóns M. Ívarssonar og tæknimaður var Baldur Gauti Tryggvason.
Sigurliðið var Gaulverjabæjarhreppur og fengu titilinn „Flóafíflið 2018.“
![]() |
||||||
. Sigurlið Gaulverjabæjarhrepps. .
|
![]() |
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. nóvember 2018
Vinir alþýðunnar
Ljósm.: Ólafur Ragnarsson.
![]() |
||||
. .
|
![]() |
Kristján Runólfsson (1956 - 2018). |
Kristján Þór Línberg Runólfsson
- Fæddur 5. júlí 1956 -
Dáinn 17. október 2018 - Minning
Kristján Þór Línberg Runólfsson fæddist 5. júlí 1956 á Sauðárkróki. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. október 2018.
Foreldrar hans voru Runólfur Marteins Jónsson, f. 15. desember 1919, d. 4. nóvember 2007, og Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir, f. 31. mars 1935, d. 29. október 2014.
Systkini Kristjáns eru:
1) Hólmfríður, f. 12. ágúst 1953, maki Steinn, f. 7. mars 1948, þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn.
2) Inga, f. 5. ágúst 1954, maki Einar, f. 12. september 1956, hún á fjórar dætur og sjö barnabörn.
3) Guðrún María, f. 10. apríl 1958, hún á tvö börn og tvö barnabörn.
4) Ásgeir, f. 30. ágúst 1960, maki Belinda, f. 22. febrúar 1969, hann á átta börn og fimm barnabörn.
5) Sigríður, f. 31. desember 1962, maki Halldór, f. 4. júlí 1966, þau eiga tvo syni.
6) Birna, f. 16. febrúar 1964, hún á tvö börn.
7) Björg, f. 25. febrúar 1967, hún á eina dóttur.
8) Róbert, f. 6. janúar 1975, maki Freydís, f. 10. maí 1979, þau eiga þrjár dætur.
Fyrri eiginkona Kristjáns er Jóhanna Sigurðardóttir, þau eiga saman þrjá syni:
a) Jóhann Þór, f. 1. nóvember 1974, maki Olga Líndal, f. 10. nóvember 1975. Hann á þrjú börn: Kára, f. 30. júlí 2000, Freyju, f. 16. janúar 2002, og Ólaf Örn, f. 21. apríl 2009.
b) Gunnar Páll, f. 27. september 1979, maki Laufey, f. 16. janúar 1984. Hann á þrjú börn: Amelíu Nótt, f. 7. janúar 2004, Tinnu Katrínu, f. 16. júlí 2007, og Adam Val, f. 31. október 2010.
c) Sigurður Örn, f. 9. mars 1981.
Þann 15. júlí 2000 kvæntist Kristján Ragnhildi Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1953. Foreldrar Ragnhildar eru Guðmundur Einarsson, f. 19. febrúar 1929, d. 17. desember 2004, og Sigfríð Valdimarsdóttir, f. 27. september 1933.
Systkini Ragnhildar eru:
Lilja, f. 13. ágúst 1951, Ásdís, f. 30. september 1951,
Hulda, f. 7. nóvember 1954, d. 16. mars 1999,
Einar, f. 12. september 1956,
Ingi, f. 18. apríl 1960,
Hrefna, f. 9. febrúar 1965,
og Ásta María, f. 17. september 1969.
Börn Ragnhildar eru:
1) Guðmundur Óli, f. 20. október 1973, maki Hrefna, f, 23. júlí 1974. Hann á þrjú börn; Gest Egil, f. 3. júní 1994, Grím Egil, f. 13. maí 2001, og Ragnhildi Jóhönnu, f. 23. maí 2005.
2) Hugrún, f. 18. mars 1976, maki Sigfús, f. 21. september 1976. Hún á þrjú börn; Elís Aron, f. 22. október 2003, Leon Mána, f. 22. júní 2013, og Noel Evan, f. 9. maí 2015.
3) Eiríkur Einar, f. 28. júní 1987, maki Guðrún Vilborg, f. 3. september 1987. Hann á tvö börn; Elmar Elí, f. 6. október 2010, og Victoríu Köru, f. 4. desember 2012.
Kristján ólst upp í Skagafirði á Brúarlandi í Deildardal og eyddi unglingsárum á Eyrarbakka. Meginhluta ævinnar bjó hann á Sauðárkróki en fluttist í Hveragerði árið 2004. Kristján var mikill grúskari, safnaði m.a. ljósmyndum, skjölum og gömlum munum. Hann stofnaði Minjasafn Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki og rak í fjölda ára. Kristján hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði en fyrst og fremst var hann mikill hagyrðingur.
Útför Kristjáns fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 31. október 2018, klukkan 14.
_____________________________________________________________________________________
Minningarorð - Ólöf Erla og Sigurður dýralæknir Selfossi.
Kristján Runólfsson, hagyrðingurinn snjalli og safnarinn iðni, er dáinn eftir stuttan en harðvítugan lokaslag við ofjarl læknavísindanna.
Það er þungt áfall fyrir fjölmarga vini hans að missa hann svo ungan. Þeirra á meðal vorum við í litla Kvæðamannafélaginu Árgala á Selfossi. Við söknum hans sárt.
Hann sótti vel fundi okkar og var lengst í stjórn félagsins. Hann var gleðivaki og áhugasamur um að kynna kvæðamennskuna fyrir öðrum.
Hann kom með gesti á okkar fundi. Elís barnabarn hans drakk í sig áhuga afa síns og hafði fengið brennandi áhuga á kveðskap, en við veru hans í Svíþjóð var sambandið erfiðara. Hann spurði afa sinn fyrst af öllu þegar hann kom í heimsóknir til Íslands: „Er ekki bráðum fundur í Árgala?“ Elís er velkominn á okkar fund þegar hann vill og getur og fundirnir eru eins og áður á öðrum mánudegi hvers mánaðar að vetrinum.
Allir eru velkomnir á okkar fundi.
Kristján var iðinn við að setja ljóðin sín á leirinn og vísur hans og ljóð voru oftast þrungin hlýju, gamansemi og spekiorðum.
Þessar vísur komu á netið fyrir nokkru:
Leikum okkur varlega á lífsins hálu braut,
því létt er gangan oftast breiða veginn.
Syndin leynist víða og sendir okkur þraut
og sumir fara út af báðum megin.
En þeim sem fara mjóa veginn gatan sækist seint
og sigurlaunin oft í fjarska bíða.
Upp á tindinn háa menn varla geta greint
götuna, sem dyggðugt líf skal prýða.
Við blessum minningu Kristjáns og þökkum honum fyrir skemmtilegar samverustundir og yndisleg kynni. Ragnhildi konu hans, ættfólki hans og vinum sendum við hlýjar samúðarkveðjur.
Ólöf Erla og Sigurður
dýralæknir Selfossi.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 31. október 2018.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Menningar-Staður á toppinn
Vefurinn sívirki Menningar-Staður náði þeim áfanga, í gærdag í fyrsta sinn frá því hann hóf göngu sína í febrúar 2013, að verða mest skoðaði vefurinn í 123.is vefsafninu.
Takk fyrir þetta ágætu lesendur.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Jónshús í Kaupmannahöfn.
|
Jónshús í Kaupmannahöfn hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1967 er Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf það í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá árinu 1852 allt til dauðadags, 1879. Húsið er við Øster Voldgade 12.
Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu og bókasafn í kjallara hússins.
Einnig hafa Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð umsjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins.
Sýning um Jón Sigurðsson er opin sem hér segir: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 11–17, laugardaga og sunnudaga kl. 10–16 og á öðrum tímum í samráði viðforstöðumann Jónshúss.
Í húsinu eru tvær íbúðir fyrir íslenska fræðimenn.
Skráð af Mennihngar-Staður.
![]() |
F.v.: Bjarni Stefánsson, Guðni Ágústsson og Guðmundur Magnússon.
|
Vann Strætóferð til Akureyrar
Kótelettukvöld Flóamanna og gesta var haldið með glæsibrag í Þingborg í gærkvöldi, laugardaginn 27. október 2018 - fyrsta vetrardag.
Þar bar það m.a. til að Guðmundur Magnússon á Eyrarbakka fékk flottan vinning í happdrætti kvöldsins hvað var ferð fyrir tvo með -STRÆTÓ – til Akureyrar fram og til baka með gistingu á KEA-hóteli í tvær nætur.
Fetar hann þar í happdrættisfótspor svila síns; Sigurbjörns Tryggva Gunnarssonar að Ásamýri í Holtum er hann vann í sama happdrætti í fyrra –forystugimbur- frá Ytra-Álandi í Þistilfirði.
Þeir svilarnir, ásamt eiginkonum sínum, sóttu svo á dögunm á Hrútadaginn á Raufarhöfn verðlaunin frá í fyrra, forystugimbrina að Ytra-Álandi.
Í nótt var ort eftir vinning gærkvöldsins:
Fer í Strætó ferð um land
flott er KEA-gisting.
Límonaði ljúft í bland
léttir rútu-hristing.
![]() |
||||
. .
|
|
||
|
Kótelettukvöld í Þingborg
27. október 2018
Hið árlega Kótelettukvöld verður haldið í Þingborg á morgun, laugardagskvöldið 27. október 2018, fyrsta vetrardag.
Uppskeruhátíð Flóamanna og styrktarhátíð Flóamannabókar.
Samkoman hefst klukkan 20.30 húsið opnar kl. 20.00.
Kótelettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti og ostaterta frá MS í eftirrétt (gos, rauðvín og bjór selt af bar).
Veislustjórar: Bjarni Stefánsson og Guðni Ágústsson.
Skemmtiatriði:
Farfuglarnir. Þær systur Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur frá Glóru ásamt leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur sjá um dinnermúsik og syngja og leika á hljóðfæri lög sem þær hafa útsett fyrir þrjár raddir.
Fram fer árleg Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna Hraungerðis-Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa. Sigurliðið hlýtur gáfumannabikarinn: „Flóafíflið 2018.“
Happdrætti. Góðir vinningar samkvæmt venju og margar fleiri uppákomur.
Miðapantanir og borð:
Guðrún Tryggvadóttir í síma 894-4448 netf:grenigrund(hjá)islandia.is Sigmundur Stefánsson í síma 898-6476 netf:sigmundurstef(hjá) gmail.com
Húsið tekur 200 manns í sæti, gott að panta tímanlega, fullt hús í fyrra.
Miðaverð er 6.000 kr.
Tekið verður á móti greiðslu eða reiðufé og/eða af kortum við inngang.
Allur ágóði rennur til Flóamannabókar sem Jón M Ívarsson er að skrifa.
Allir Flóamenn, frændur og vinir fólksins í Flóanum velkomnir
![]() |
||||
.
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is