Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.02.2019 18:12

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

 

 

 

 

Opnað  fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

 

 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 hinn 5. mars 2019
 Skráð af Menningar-Sraður

05.02.2019 06:50

Kviknaði í bíl á Eyrarbakka

 

 

Brennandi bíll á Eyrarbakka. Mynd af fb-síðu BÁ.

 

 

Kviknaði í bíl á Eyrarbakka

 

 

Brunavörnum Árnessýslu bárust rétt eftir klukkan sex í gærmorgun, mánudaginn 4. febrúar 2019,  boð um að eldur væri í bifreið á Eyrarbakka. Talsverður viðbúnaður var viðhafður þar sem bifreiðin var upp við bensíndælu á bensínstöð.

 

Fyrstu aðilar á vettvang slógu verulega á eldinn með duftslökkvitækjum en eftir að dælubifreið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang gekk slökkvistarf greiðlega.

 

Á Fb-síðu BÁ kemur fram að talið sé að kviknað hafi í bifreiðinni út frá vélbúnaði.

 


Skráð af Menningar-Staður.

03.02.2019 09:28

Þorrablót Stokkseyrar 9. febrúar 2019

 

 

 

 

Þorrablót

 

Stokkseyrar 9. febrúar 2019

 

 

Kraftlyftingadeild Stokkseyrar og nýbúar ætla að halda þorrablótið í ár og verður það í Íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst um 20:00.Veisluþjónusta Suðurlands sér um veitingar og hljómsveitin Blek og byttur ætla að sjá til þess að við dönsum af okkur skóna og töpum tölunum á skyrtunum. Þetta verður hellað stuð langt fram á nótt og allt löðrandi í vínanda.


Veislustjóri verður Arnar tryggvason og miðaverð er kr. 7000.

 


Miðasala verður 3. beb kl 20:30 og 4. feb klukkan 20:00 í  Íþróttahúsinu á Stokkseyri.

 

 
 

Skráð af Menningar-Staður.

03.02.2019 08:21

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi

 

 

Ingvar Sigurðsson á Selfossi hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóra

Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu.

 

 

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi

 

 

Stjórn Brunavarna austur Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson á Selfossi sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019.Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSU á árinu 2015.Hann hefur aflað sér leiðbeinendaréttinda tengt starfi sínu í slökkviliðinu, þar á meðal er hann leiðbeinandi í skyndihjálp, notkun hitamyndavéla og hurðarrofstækni. Hann hefur farið á fjölda námskeiða hjá Brunamálaskólanum, þar á meðal þjálfunarstjóra- og stjórnendanámskeiða ásamt því að sækja stjórnendanámskeið hjá Endurmenntun HÍ.Þá er hann menntaður fangavörður og starfaði sem slíkur í rúm 7 ár á Litla-Hrauni 2008-2015 en starfar nú sem varðstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði 2018-2019. Einnig er hann menntaður lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og starfaði sem slíkur í um 2 ár hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi 2016-2018.Ingvar hefur starfað við ýmis félagsstörf en hann er formaður félags slökkviliðsmanna Árnessýslu, verið í fagdeild slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), situr í ritnefnd LSS og hefur m.a., skrifað greinar í fréttablöð LSS „Slökkviliðsmanninn“ og „Á vakt fyrir Ísland“.Stjórn Brunavarna A-Hún. fagnar ráðningu Ingvars í starf slökkviliðsstjóra og hlakkar til þess að vinna með hönum að frekari uppbyggingu í þessum málaflokki og að auknu samstarfi á svæðinu.

 

 

Ingvar Sigurðsson, lengst til hægri, í veislu á Blönduósi haustið 2014 í

-Samvinnuferð Hrútavina- með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum

til vistunar í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.Skráð af Menningar-Staður.

02.02.2019 20:21

Merkir Íslendingar - Torfhildur Hólm

 

 

Torfhildur Hólm (1845 - 1918).

 

 

Merkir Íslendingar - Torfhildur Hólm

 

 

Torf­hild­ur Hólm Þor­steins­dótt­ir fædd­ist 2. fe­brú­ar árið 1845 á Kálfa­fellsstað í Suður­sveit, A-Skaft.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Þor­steinn Ein­ars­son, f. 1810, d. 1877, prest­ur þar, og Guðríður Torfa­dótt­ir, f. 1805, d. 1879, hús­freyja.

 

Torf­hild­ur lagði stund á ensku og hannyrðanám í Reykja­vík. Hún gift­ist Jakobi Hólm versl­un­ar­stjóra á Hóla­nesi nyrðra þegar hún var 29 ára en Jakob lést á eins árs brúðkaup­saf­mæli þeirra. Þau voru barn­laus.

 

Torf­hild­ur flutti til Vest­ur­heims árið 1876 og fyrsta skáld­saga henn­ar, Tára­blómið, birt­ist árið 1879 í vestur­ís­lenska blaðinu Fram­fara. Fyrsta bók­in til að vekja al­menna at­hygli á Torf­hildi var sag­an Brynj­ólf­ur bisk­up, en hún kom út árið 1882. Í Vest­ur­heimi lagði Torf­hild­ur einnig stund á mál­aralist og hannyrðir og kenndi hún ung­um stúlk­um. Einnig skrá­setti hún þjóðsög­ur og sagn­ir sem hún safnaði meðal ís­lensku land­nem­anna í Kan­ada og löngu síðar voru nokkr­ar þeirra sagna gefn­ar út á bók.

 

Árið 1889 flutti Torf­hild­ur aft­ur til Íslands og tveim­ur árum seinna ákvað Alþingi að veita henni skálda­styrk, 500 krón­ur á ári, og var hún fyrsta kon­an til að hljóta hann. Var því mót­mælt í blöðum og á þingi að kona skyldi fá þenn­an styrk og fór svo að hann var lækkaður í 200 krón­ur og kallaður ekkna­styrk­ur.

 

Torf­hild­ur gaf út bók­mennta­tíma­ritið Draupni á ár­un­um 1891 til 1908 og tíma­ritið Dvöl á ár­un­um 1901 til 1917.

 

Torf­hild­ur var stór­merki­leg kona sem fór ótroðnar slóðir og ruddi braut­ina fyr­ir þá sem á eft­ir komu, og ekki bara kyn­syst­ur sín­ar. Ekki ein­asta var hún fyrst ís­lenskra kvenna til að gefa út skáld­sögu, held­ur var hún fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem hafði at­vinnu af ritstörf­um al­mennt. Varð hún vin­sæll höf­und­ur, ekki síður vest­an hafs en hér.

 

Torf­hild­ur lést úr spænsku veik­inni 14. nóv­em­ber 1918.

 


Skráð af Menningar-Staður.

02.02.2019 19:52

Merkir Íslendingar - Guðmundur Thoroddsen

 

 

Guðmundur Thoroddsen (1887 - 1968)

 

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Thoroddsen

 

 

Guðmundur Thoroddsen, prófessor og yfirlæknir, fæddist á Ísafirði 1. febrúar 1887. 

Hann var sonur Skúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði og ritstjóra og alþingismanns á Bessastöðum og í Reykjavík, og k.h. Theodóru Friðriku Thoroddsen skáldkonu.

 

Foreldrar Skúla voru Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, og Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, f. Sívertsen, húsfreyja, en foreldrar Theodóru voru Guðmundur Einarsson, prófastur og alþingismaður á Breiðabólstað, og Katrín Ólafsdóttir Sívertsen.

Bræður Skúla voru þjóðþekktir, Sigurður verkfræðingur, faðir Gunnars forsætisráðherra, Þórður, læknir og alþingismaður, faðir Emils tónskálds, og Þorvaldur náttúrufræðingur. Meðal þjóðþekktra systkina Guðmundar má nefna Kristínu Ólínu yfirhjúkrunarkonu; Katrínu, yfirlækni og alþingismann; Bolla borgarverkfræðing; Sigurð verkfræðing og Unni húsmóður á Flateyri, móðir Skúla Halldórssonar, tónskálds.
 

Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Regína M. Benediktsdóttir sem lést 1929 og eignuðust þau sjö börn, en seinni kona hans var Sigurlín Guðmundsdóttir og er sonur þeirra Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, og Ásta Björt, kjördóttir og dótturdóttir.
 

Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1905, embættisprófi í læknisfræði frá Hafnarháskóla 1911, fékk sérfræðileyfi í handlækningum 1923 og fór eftir það í framhaldsnámsferðir til Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands, Frakklands og Englands.

Hann var kandídat og læknir við sjúkrahús í Höfn, læknir í Reykjavík frá 1920, skólalæknir þar um skeið, dósent við HÍ frá 1923, prófessor frá 1924, yfirlæknir á handlæknisdeild og fæðingardeild Landspítalans frá 1931, sérfræðingur við Kleppsspítala frá 1953, forstöðumaður Ljósmæðraskóla Íslands 1931-48, rektor HÍ 1926-27, var formaður Læknafélags Íslands, sat í Læknaráði og í stjórn Rauða kross Íslands.
 

Guðmundur lést 6. júlí 1968.

 

Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

02.02.2019 15:47

Brúnastaðasystkinin 1000 ára gömul

 

 

Systkinin fremri röð: �sdís, Hrafnhildur, Hjálmar, Guðni, Auður og Guðrún. Efri röð: Sverrir, Jóhann, Tryggvi, Valdimar, �orsteinn, Bragi, Geir, Ketill og �orvaldur.

Systkinin fremri röð:

Ásdís, Hrafnhildur, Hjálmar, Guðni, Auður og Guðrún. Efri röð: Sverrir,

Jóhann, Tryggvi, Valdimar, Þorsteinn, Bragi, Geir, Ketill og Þorvaldur.

 

Brúnastaða systkinin 1000 ára gömul

 

Samanlagður aldur fimmtán systkina frá Brúnastöðum í Hraungerðishreppi hinum forna nær nú eitt þúsund árum.

 

Einn af tólf bræðrum er látinn, Gísli sem var fjórði í aldursröðinni. Hann lést 2006 og átti að baki tæplega sextíu og eitt lífár. Foreldrar systkinanna, Ágúst Þorvaldsson og Ingveldur Ástgeirsdóttir, voru kunn hér í héraði. Hann var landskunnur alþingismaður á sínum tíma. Ágúst var fæddur á Eyrarbakka 1907 og lést 1986. Ingveldur var fædd á Syðri-Hömrum í Ásahreppi 1920 og lést 1989. Þau bjuggu að Brúnastöðum.

 

Systkinin fögnuðu þúsund ára afmælinu á dögunum í Betri-Stofunni á Hótel Selfossi með góðri veislu. Afkomendur Brúnastaðahjónanna telja í heildina 146 manns þar af eru 91 karl og 46 konur. Systkinin og makar þeirra gerðu sér margt til skemmtunar og rifjuðu upp æskuna á Brúnastöðum en öll fæddust þau heima undir öruggum ljósmóðurhöndum ömmu sinnar Arndísar Þorsteinsdóttur á Syðri-Hömrum í Ásahreppi nema Jóhann sem er yngstur. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1963.

Foreldrum sínum til heiðurs flutti Guðni Ágústsson m.a. eftirfarandi ljóð eftir Magnús Gunnar Sigurjónsson á Stokkseyri sem hann flutti þeim Brúnastaðahjónum þegar þau voru heiðursgestir Stokkseyringa fyrir 35 árum.

 

Heill sé þér höfðingi
Hraungerðinga.
Velkominn vertu
vina á fund.
(Fagna þér frændur
Fornrar ættar)
Brattsholts frá Bergi
bornir niðjar.

 

Fagnar þér fremur
Flóinn allur
mögur sinn man
af manna þingum.
Stóð um þig styr
og sterkir vindar
Skóku þitt skip
við skarpann leik.

 

Muna má þig
mæla á þingum
fyrir framtíðum
fagurra sveita
tæpi tunga
töluð var ei
en hátt í heiðríkju
háleitra tóna
gafst þú æ gætur
að gróandans þörf.

 

Bóndi er bústólpi
bú er landstólpi
meitlað var minstur
í mál þitt og gerð.
Heill sé þér höfðingi
Hraungerðinga
virtur af verkum
hjá vorri þjóð.

 

Þá skal og Ingveldi
Ástgeirsdóttur
árnaðaróskir
af alhug færðar.
Sunnlenskum sveitum
sómi er að
samhentum slíkum
sæmdarhjónum.

 

Systkinin þakka vinsemd og kveðjur sem þeim hafa borist af tilefni afmælisins.

 
Skráð af Menningar-Staður.

02.02.2019 08:43

Íbúafundur í Árborg - Niðurstöður úttektar á stjórnsýslu kynntar

 

 

 

 

Íbúafundur í Árborg -

 

Niðurstöður úttektar á stjórnsýslu kynntar

 

 

Úttekt á fjármálum, stjórnsýslu og rekstri Sveitarfélagsins Árborgar er lokið.

 

Það var Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur sem stóð að úttektinni og gerð skýrslu um málefnið.

 

Íbúafundur þar sem niðurstöður úttektarinnar verða kynntar mun fara fram á Hótel Selfossi mánudaginn 4. febrúar 2019 kl. 20:00

 

Úttektin náði yfir stjórnsýslu, rekstur og fjármál Sveitarfélagsins Árborgar og fór fram að ósk núverandi bæjarstjórnar samkvæmt samningi sem samþykktur var á bæjarstjórnarfundi 17. október 2018.

 

Niðurstöðurnar, ásamt tillögum til úrbóta, verða gefnar út í skýrslu sem ætlað er að gefa góða mynd af stjórnsýslunni, fjármálum sveitarfélagsins, rekstri þess og einstakra stofnana.

 

Áður en skýrslan verður gerð opinber verður hún kynnt bæjarfulltrúum, starfsfólki og íbúum.

 

 Skráð af Menningar-Staður.

01.02.2019 20:30

100 dagar í lokadagstónleika ÆFINGAR

 

 

 Hljómsveitin ÆFING og aðdáendur í Berlín 2015.

 

 

100 dagar í lokadagstónleika ÆFINGAR

 

 

Til allra sem málið varðar með einum eða öðrum hætti: 


Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri varð 50 ára þann 27. desember 2018. -


100 dagar í lokadagstónleika ÆFINGAR í Bæjarbíói í Hafnarfirði hinn 11. maí 2019.

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.02.2019 17:34

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

 

 

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

 

Dagurinn í dag, föstudagurinn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. 
 


1. febrúar 1930 var stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010.

 

Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil, enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.


Fyrsta kenfélagið á Íslandi, sem var í Rípurhreppi, var stofnað 1869.


Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað 25. apríl árið 1888.


 Skráð af Menningar-Staður.