Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

16.02.2016 18:05

Félagsvist BES 17. febrúar 2016

 

 

 

Félagsvist BSE 17. febrúar 2016


 

Frá Foreldrafélagi BESSkráð af Menningar-Staður

 

16.02.2016 15:12

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstj. Ljósmyndasafns Íslands - 60 ára

 Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstj. Ljósmyndasafns Íslands – 60 ára

Í kompaníi við gömul hús

 

Inga Lára fæddist í Reykjavík 16.febrúar 1956 og ólst upp á Högunum í Vesturbænum. Hún var auk þess í sveit á sumrin hjá ættmennum sínum á Oddsstöðum í Lundarreykjadal.

Inga Lára var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófum frá MR, BA-prófi frá University College í Dublin 1979 og cand. mag.-prófi í sagnfræði við HÍ 1984.

Inga Lára stundaði safnstörf við ýmis tímabundin verkefni hjá Þjóðminjasafni Íslands 1977-89, var ritstjóri Árbókar Hins íslenska fornleifafélags 1982-92, ritstjóri Þjóðólfs á Selfossi 1986-87, skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga 1988-89, var hreppstjóri Eyrarbakkahrepps um skeið, hefur starfað síðasta aldarfjórðung við varðveislu ljósmynda í Þjóðminjasafni, var deildarstjóri þar frá 1991 og er nú sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafninu.

Inga Lára hefur gefið út bækur um íslenska ljósmyndasögu og unnið við sýningar á því sviði. Þá hefur hún tekið þátt í ýmsu félagsstarfi með safnmönnum og fyrir þeirra hönd.

Inga Lára hefur verið búsett á Eyrarbakka frá 1982. Hún hefur, ásamt manninum sínum, Magnúsi Karel, staðið að því að gera upp þrjú hús á Bakkanum og hefur haft mikinn áhuga á húsavernd á Eyrarbakka og á landsvísu.

Inga Lára og Magnús hafa starfrækt Verzlun Guðlaugs Pálssonar í einu þeirra húsa sem þau gerðu upp. Þar stendur Magnús vaktina í búðinni en Inga Lára er „lagerstjóri“.

Inga Lára hefur tekið þátt í félagsstarfi á Eyrarbakka og í Sveitarfélaginu Árborg, stuðlaði að uppbyggingu dvalarheimilis á Eyrarbakka með góðu fólki og var lengi í rekstrarstjórn þess. Þá hafði hún um hríð umsjón með Sjóminjasafninu á Eyrarbakka og hefur starfað í kvenfélaginu á staðnum. Hún sat í stjórn Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, í fornleifanefnd og þjóðminjaráði og sat í stjórn Félags íslenskra safnmanna um skeið.

Áhugamál Ingu Láru liggja á starfssviði hennar auk þess sem þau hjónin hafa varið miklum tíma og kröftum í að vekja af dvala þau gömlu hús sem þau hafa gert upp á Bakkanum. Eyrarbakki er eins og Stykkishólmur og Flatey, einn þeirra örfáu staða á landinu þar sem gömul og sögufræg hús hafa oftar en ekki fengið að standa óáreitt fyrir skammtíma gróðasjónarmiðum.

„En við höfum nú einnig gefið okkur tíma fyrir gönguferðir. Höfum gengið víða erlendis með góðu vinafólki og farið í nokkrar gönguferðir á slóðir forfeðranna á Vestfjörðum með fjölskyldunni.“

 

Fjölskylda

Eiginmaður Ingu Láru er Magnús Karel Hannesson, f. 10.4. 1952, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Foreldrar hans voru Hannes Þorbergsson, f. 5.11. 1919, d. 15.10. 2003, vörubílstjóri á Eyrarbakka og víðar, og Valgerður Sveinsdóttir, f. 18.4. 1921, d. 4.10. 2005, húsfreyja og verkakona á Eyrarbakka.

Sonur Ingu Láru og Magnúsar Karel er Baldvin Karel, f. 11.7. 1985, nemi og kokkur í Reykjavík.

Systkini Ingu Láru eru Páll Baldvin Baldvinsson, f. 28. 9. 1953, blaðamaður og rithöfundur í Reykjavík, og Guðrún Jarðþrúður Baldvinsdóttir, f. 25.11. 1960, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Reykjavík.

Foreldrar Ingu Láru: Baldvin Halldórsson, f. 23.3. 1923, d. 13.7. 2007, leikari og leikstjóri í Reykjavík, og k.h., Vigdís Pálsdóttir, f. 13.1. 1924, handavinnukennari í Reykjavík.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gengið á Vestfjörðum.

Inga Lára með hópi ættmenna sem eru að leggja í hann suður og niður af Þorskafjarðarheiði.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Mæðgurnar Inga Lára og Vigdís við standsetningu Sjónarhóls, sl. aldamót.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 16. febrúar 2016
 


Skráð af Menningar-Staður
 


 

16.02.2016 09:52

Fyrsta ljósmyndasýning Víðis Björnssonar

 


Víðir Björnsson við ljósmyndasýninguna að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 14. feb. 2016

 

 

Fyrsta ljósmyndasýning Víðis Björnssonar

 

Var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á Sólarkaffi Vestfirðinga 14. feb. 2016

 

Þá er fyrstu ljósmyndasýningunni minni lokið. Þetta var skemmtileg reynsla og ég þakka öllum kærlega fyrir sem mættu!

Núna er bara undirbúa næstu grin broskall
//
My first photo exhibition was yesterday and I want to thank everyone that attended. I'm really happy about it and it was a good experience.

Now it´s just time to prepare for the next one

Víðir Björnsson


Skráð af Menningar-Staður

 

13.02.2016 07:59

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

Sólarkaffi  Vestfirðinga á Suðurlandi

 

 

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 14. febrúar 2016 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 14:00 – 17:00

 

Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vesta kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.Þá mun Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson,  sýna nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og víðar á Suðurlandi.Tíu heppnir gestir muni fá bókaglaðning frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri sem hefur í rúm tuttugu ár verið gríðarlega kröftugt menningarafl Vestfirðinga.Vitað er um menn sem koma langt að til sólarkaffisins; svo sem tónlistarmennirnir Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og Siggi Björns frá Berlín.


 

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

 

 

Nokkrar myndir frá Sólarkaffinu að Stað á Eyrarbakka 2015.

En fleiri á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/269748/

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 
 Skráð af Menningar-Staður

12.02.2016 15:50

Önfirðingastund á FM 96.3 á Selfossi 12. febrúar 2016

 

Önfirðingurinn og dagskrárstjóri á Suðurland FM 96.3  Henný Árnadóttir.

 

Önfirðingastund á FM 96.3 á Selfossi 12. febrúar 2016

 

Önfirðingurinn og tónlistarmaðurinn Siggi Björns í Berlín var í spjalli hjá
Önfirðingnum Henný Árnadóttur, dagskrárstjóra, á Suðurland FM 96.3 á Selfossi í dag,

föstudaginn 12. febrúar 2016, og tók hann lagið lok viðtalsins.

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndalabúm er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277129/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

12.02.2016 15:13

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. febrúar 2016

 

.
F.v.: Jón Friðrik Matthíasson, Rúnar Eiríksson, Siggi BJörns, Ragnar Emilsson

og Ingólfur Hjálmarsson.
.

 

F.v.: Siggi Björns og Ragnar Emilsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. febrúar 2016

 

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

 

.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Reynir Jóhannsson

og Siggi Björns.Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2016 22:35

Beitustrákadagur á Bakkanum 11. feb. 2016

 

F.v.: Sveinbjörn Rúnar Helgason og Siggi Björns.

 

Beitustrákadagur á Bakkanum 11. feb. 2016

 

Það bar til tíðinda að beitustrákarnir frá Flateyri, þeir Siggi Björns í Berlín sem þessa vikuna er á Eyrarbakka til hvíldar og hressingar, og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, litu við hjá beitustrákunum á Mána ÁR á Eyrarbakka í morgun.

 

Beitustrákarnir á Mána ÁR eru:
Sveinbjörn Rúnar Helgason
Stefán Þóroddsson
Magnús Hrafnsson og

Alex Máni sem var fjarverandi í skóla.

 

Var þetta hin magnaðasta morgunstund en Siggi BJörns og Björn Ingi hafa ekki verið sem beitustrákar á vertíð síðan haust- og vetrarvertíðina 1983 – 1984 á Ásgeiri Torfasyni ÍS 96 á Flateyri en það skip er nú Arnar ÁR í Þorlákshöfn.

 

Björn Ingi Bjarnason og Siggi Björns dásömuðu aðstöðuna í beitingaskúrinni og þá sérstaklega skurðarvélarnar og starfsmannaaðstöðuna sem er heilsugámur við hliðina.

 

Þá gáfu þeir Vestfirðingarnir sunnlensku beitustrákunum bestu umsagnir fyrir verklag og stílfærslur við beitinguna.

 

Sameiginleg ánægja allra var með þennan morgungjörning á Bakkanum.

Menningar-Staður færði til myndar:


 

F.v.: Siggi Björns og Sveinbjörn Rúnar Helgason.

 

.

 

F.v.: Siggi Björns og Stefán Þóroddsson.

.

.

.

.

.

F.v.: Siggi Björns og Magnús Hrafnsson.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2016 18:47

Neyðarnúmerið 112 á Íslandi í tuttugu ár

 

 

Neyðarnúmerið 112 á Íslandi í tuttugu ár

 

Í dag, 11. febrúar 2016,  er 112-dagurinn, samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu.

 

Almannavarnir eru þema þessa dags og áherslan lögð á áfallaþolið samfélag með viðbúnað og viðbrögð við náttúruhamförum, sérstaklega jarðskjálftum og óveðri.

 

Að þessu sinni er haldið upp á að 20 ár eru liðin frá því að Neyðarlínan tók evrópska neyðarnúmerið 112 í notkun hér á landi. Það leysti af hólmi 146 mismunandi símanúmer viðbragðsaðila.

 

Eitt samræmt neyðarnúmer sem allir þekkja skiptir máli þegar bregðast þarf hratt við neyðarástandi.

 

Neyðarlínan gegnir lykilhlutverki í almannavörnum með móttöku og úrvinnslu neyðarbeiðna í neyðarnúmerið 112 og rekstri TETRA-fjarskiptakerfisins sem viðbragðsaðilar nota innbyrðis og sín á milli.

 

Þetta kemur fram á vef Almannavarna.

 

Neyðarlínan

 l


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2016 17:26

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

 

Atvinnuvegaráðuneytið við Skúlagötu.

Atvinnuvegaráðuneytið við Skúlagötu.

 

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.

Um er að ræða styrki sem einkum er ætlað að styðja við uppbyggingu verkefna á vegum fyrirtækja, samtaka og einstaklinga og stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða.

Við mat á umsóknum verður litið til þeirrar þekkingar sem verið er að afla, hæfni umsækjenda til að leysa verkefnin, reynslu, aðstöðu og raunhæfni áætlana.

Í stærri verkefnum verður og sérstaklega litið til samstarfs mismunandi aðila. Byggðasjónarmið, nýsköpun og kynjasjónarmið verða einnig höfð að leiðarljósi við ákvörðun um úthlutun.

Ekki verða veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til ásamt ítarlegri kostnaðar-, fjármögnunar- og verk- áætlun. Styrkir verða aðeins veittir til eins árs. 

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 21. febrúar 2016. 


 


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2016 16:57

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. febrúar 2016

 


F.v.: Siggi Björns. Sigurður Egilsson, Rúnar Eiríksson Sigggeir Ingólfsson

og Jón Guðmundsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. febrúar 2016

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

.

 

F.v.: Sigurður Kristinsson f.v. meðlimur í Sniglabandinu og Siggi Björns trúbador og meðlimur í

Hljómsveitinni Æfingu sem er Sunnlendingum og fleirum að góðu kunn.


Skráð af Menningar-Staður