Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.08.2017 09:04

GAMANMYNDAHÁTÍÐIN Á FLATEYRI UM MÁNAÐAMÓTIN

 

 

Tankurinn á Sólkakka á Flateyri.

 

GAMANMYNDAHÁTÍÐIN Á FLATEYRI UM MÁNAÐAMÓTIN

 

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður nú haldin öðru sinni á Flateyri, fyrstu helgina í september. 

Það eru Vestfirðingarnir; þeir Eyþór Jóvinsson og Ársæll Nielsson sem standa fyrir hátíðinni en með dyggum stuðningi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, Ísafjarðarbæ og eigendum Tankans á Flateyri en þar fer hátíðin að mestu leyti fram.

 

Dagskráin er fjölbreytt og er skemmtileg viðbót í annars ríkulega menningarflóru svæðisins.
 

Fimmtudagurinn 31. ágúst
 

Vagninn:
21:00 – Óbeisluð Fegurð (60 mín ) – Hrafnhildur Gunnarsdóttir 10 ára afmælissýning
22:00 – Óbeislað Pub Quiz

 

Föstudagurinn 1. september
 

Tankurinn:
17:00 – Verðlaunamyndir síðasta árs
Afi Mannsi (15 mín) – Jón Bjarki Hjálmarsson
Aukaleikarar (12 mín) – Emil Alfreð Emilsson
Landsliðið (70 mín) – Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

 

Tankurinn:
20:00 – Opnunarmyndir Gamanmyndahátíðar Flateyrar 2017

Frægð á Flateyri (30 mín) – Jón Hjörtur Emilsson
Marglita marglyttan (5 mín) – Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Litla stund hjá Hansa (15 mín) – Eyþór Jóvinsson
101 vs 621 (14 mín) – Jón Bjarki Hjálmarsson

 

Tankurinn:
22:00 – Snitsel í Tankinum
Janus Bragi Jakobsson sýnir vel valin og sjaldséð myndbönd undir ljúfum tónum.

 

Vagninn:
24:00 – Gítarstemming á Vagninum
Denni Dæmalausi mætir með gítarinn til að skemmta sjálfum sér og öðrum.

 

Laugardagurinn 2. september
 

Tankurinn:
12:00 – Íslenskar gamanmyndir – I
Síðustu orð Hreggviðs (21 mín) – Grímur Hakonarson
Áttu Vatn (17 mín) – Haraldur Sigjurjónsson
Naglinn (15 mín) – Benidikt Erlingsson
Jói (7 mín) – Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

 

Tankurinn:
14:00 – Íslenskar gamanmyndir – II
Með mann á bakinu (20 mín) – Jón Gnarr
C vítamín (11 mín) Guðný Rós Þórhallsdóttir
Gæs (23 mín) Unnur Jónsdóttir
Draumgenglar (14 mín) – Vilhjálmur Ólafsson
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

 

Tankurinn:
16:00 – Íslenskar gamanmyndir – III
Hláturinn lengir lífið (13 mín) – Eyþór Örn Magnússon og Vigfús Þormar Gunnarsson
Makkarónumaðurinn (19 mín) – Smári Gunn
Áhugaverð einhvern veginn (12 mín) – Hólmar Freyr Sigfússon
Stórkostlegasta áhættuatriði sögunnar (1 mín) – Gunnar Björn Guðmundsson
Slavek the shit (15 mín) – Grímur Hakonarson
Leikstjórar svara spurningum úr sal.

 

Tankurinn:
21:00 – Nýtt Líf
Heiðurssýning á gamanmyndinni Nýtt Líf.
Leikstjórinn Þráinn Bertelsson verður viðstaddur og segir áður ósagðar sögur frá myndinni.

 

Tankurinn:
23:00 – Lokahóf Gamanmyndahátíðar Flateyrar 2017
Verðlaun veitt fyrir fyndnustu gamanmyndir ársins.
Veitingar í boði Bríó.

 

Vagninn:
24:00 – Sveitaball
Löðrandi sveitt sveitaball með hljómsveitinni SKE.


 

 

Vagninn á Flateyri.
Skráð af Menningar-Staður

23.08.2017 07:05

Sölvavinnsla á Sölvabakka

 

 

 

Sölvavinnsla á Sölvabakka

 
Skráð af Menningar-Staður

22.08.2017 22:00

Hundur Hrútavinafélagsins

 

 

 

Hundur Hrútavinafélagsins

-Depill-Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.08.2017 06:48

Siggeir Ingólfsson og félagar við sölvatöku

 

 

 

Siggeir Ingólfsson og félagar við sölvatöku

í Eyrarbakkafjöru í gær
sunnudaginn 20. ágúst 2017


Ljósm.: Hinrik Óskarsson.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

20.08.2017 09:04

Mynd dagsins

 

 

 

Mynd dagsins
 

Litla-Hraun

fyrir nokkrum árum

 


Skráð af Menningar-Staður

19.08.2017 06:52

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

 


F.v.: Sveinbjörn Guðmundsson, Hinrik Ólaafsson, Henning Fredriksen

og Grétar Kristinn Zophoníasson.

 

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

fyrir um 15 árum

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.
F.v.: Tómas Karlsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Hinrik Ólafsson og Henning Fredriksen. 
.


F.v.: Elsa Kolbrún Jónsdóttir, Henning Fredriksen, Sveinbjörn Guðmundsson

og Hinrik Ólafsson. 

 

18.08.2017 17:55

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:

 

 

 

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:


Fáni Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi við hún.
 

Merki félagsins hannaði Rafn Gíslason,

grafískur hönnuður, í Þorlákshöfn.

 

 Skráð af Menningar-Staður

17.08.2017 22:15

Fyrir akkúrat 20 árum

 

 

 

Fyrir akkúrat 20 árum

 

Forsetanum var saga sögð,
er sælubros fram pínir,
engin voru undarbrögð,
eins og myndin sýnir.

 

Kristján RunólfssonSkráð af Menningar-Staður

 


 

15.08.2017 22:20

Brennið þið vitar

 

 

 

Brennið þið vitar
 

Listaverk Elfars Guðna Þórðarsonar í

Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.


Skráð af Menningar-Staður  

15.08.2017 07:09

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

 

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).

 

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

Matth­ías Bjarna­son fædd­ist á Ísaf­irði 15.8. 1921. For­eldr­ar hans voru Bjarni Bjarna­son sjó­maður, síðar vega­verk­stjóri, og k.h. Auður Jó­hann­es­dótt­ir hús­freyja.
 

Eig­in­kona Matth­ías­ar var Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður fé­lags­ráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al­menn­um. Hin síðari ár átti Matth­ías góða sam­fylgd með Jón­ínu Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur, skóla­syst­ur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.
 

Matth­ías braut­skráðist úr VÍ 1939. Hann var fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðabáts­ins hf. 1942-43, Djúp­báts­ins hf. 1943-68, fram­kvæmda­stjóri Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga 1960-74, rak versl­un á Ísaf­irði 1944-73, var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Kög­urs 1959-66, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1946-70, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar.
 

Matth­ías var lands­kjör­inn alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1963-67 og á Vest­fjörðum 1967-95, sjáv­ar­út­vegs-, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1974-78, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1983-85, sam­gönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.
 

Matth­ías var formaður FUS á Ísaf­irði, Sjálf­stæðis­fé­lags Ísfirðinga, Fjórðungs­sam­bands sjálf­stæðismanna á Vest­fjörðum, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Ísaf­irði og sat í miðstjórn flokks­ins. Hann var formaður Útgerðarfé­lags­ins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða, Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Vest­f­irðinga, LÍÚ, í stjórn Fiski­mála­sjóðs, At­vinnu­jöfn­un­ar­sjóðs, Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins, var formaður Byggðastofn­un­ar og rit­stjóri Vest­ur­lands.
 

Ævim­inn­ing­ar hans, Járn­karl­inn, skráðar af Örn­ólfi Árna­syni, komu út 1993. Matth­ías gaf út ritið Ísland frjálst og full­valda ríki, í til­efni 75 ára af­mæl­is full­veld­is­ins, 1993.

 

Matth­ías lést 28. febrúar 2014.

Morgunblaðið 15. ágúst 2017.


Skráð af Menningar-Staður.