Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

07.01.2016 19:40

1.581 sóttu um listamannalaun

 

Andri Snær Magnason rithöfundur hlaut 12 mánaða listamannalaun.

 

1.581 sóttu um listamannalaun

 

Sótt var um sjö sinnum fleiri mánuði en voru til úthlutunar.

Meðal launþega eru margir landsþekktir listamenn.

 

Greint hefur verið frá því hverjir hljóta listamannalaun árið 2016. Þetta kemur fram á vefsíðu Rannís. 

 

Þar segir að til úthlutunar voru 1.606 mánaðarlaun, sótt var um 11.381 mánuði sem er ríflega 20% aukning frá fyrra ári. Alls bárust 946 umsóknir (1.581 umsækjendur) um starfslaun og ferðastyrki frá einstaklingum og hópum. Úthlutun fá 378 listamenn (þar af 78 í 14 sviðslistahópum).

Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 kr. á mánuði en í frétt Rannís er það tekið fram að um verktakagreiðslur er að ræða. Það þýðir að alls verður varið rúmum 545 milljónum króna í listamannalaun.

Meðal þeirra sem fengu úthlutun þetta árið eru Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Gerður Kristný Guðmundsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundar en þau fengu öll 12 mánaða listamannalaun. 

 

Hægt er að sjá listann í heild sinni á vefsíðu Rannís.

Af www.vb.isT.d. fékk Eyrbekkingurinn Valgeir Guðjónsson t.h. 3 mánuði.
 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.01.2016 16:08

84% lesa Dagskrána í hverri viku

 

 

84% lesa Dagskrána í hverri viku

 

Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Dagskrána, fréttablað Suðurlands, dagana 22. október til 10. desember sl. kemur fram að 84% svarenda lásu blaðið í hverri viku. Úrtakið var 1523 einstaklingar, 18 ára eða eldri, sem búsettir eru á Suðurlandi. Voru þeir valdir af handahófi úr þjóðskrá. Notuð var síma- og netkönnun og var þátttökuhlutfall 52,2%. Flestir fletta blaðinu 1–2 sinnum í viku eða 68,6%, um 9,3% fletta blaðinu 3–4 sinnum í viku og 7,5% á tveggja vikna fresti.

Í könnuninni var einnig spurt hversu ánægt eða óánægt fólk var með Dagskrána. Þar voru 66,5% ánægð með blaðið, 28,1% hvorki né og 5,5% óánægð. Þegar fólk var spurt hvers vegna það væri ánægt með blaðið svöruðu flestir eða 55,4% að það væri vegna frétta og annars efnis af svæðinu. Einnig var nefnt að blaðið væri bæði gott og vandað, í því væri mikið af upplýsingum um viðburði og það sem væri að gerast á Suðurlandi.

Þessi nýja könnun undirstrikar enn frekar hve sterkur auglýsinga- og fréttamiðill Dagskráin er á dreifingarsvæði blaðsins á Suðurlandi. Blaðinu er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þess liggur það frammi í öllum stærstu verslunum.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

07.01.2016 07:45

Fullkomnasta fangelsi landsins

 

 

 

Fullkomnasta fangelsi landsins

• Nýja fangelsið á Hólmsheiði verður „algjör bylting“ að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar

• Fullur aðskilnaður fanga sem afplána í sama fangelsi verður nú mögulegur í fyrsta sinn hér á landi

 

Nýja fangelsið á Hólmsheiði mun rúma 56 fanga. Þar verða 24 fastir starfsmenn til að byrja með, eða jafnmargir og voru alls í Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu. Flestir starfsmenn verða fangaverðir en einnig skrifstofufólk, forstöðumaður, fangaflutningamenn o.fl., að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins.

 

Aðskildar deildir

Í fangelsinu verða sérstök rými fyrir einangrunarfanga og gæsluvarðhaldsfanga, einnig verða þar rými fyrir afplánunarfanga. Fullkomin aðstaða verður fyrir konur í langtímaafplánun. Í fangelsinu verður m.a. sérstök heimsóknaríbúð þar sem aðstandendur, t.d. börn fanga, geta dvalið hjá aðstandanda sínum í heimsóknum. Í hverri álmu og á hverri deild verður eldunaraðstaða. Gert er ráð fyrir því að fangar sjái um sig að töluverðu leyti hvað varðar eldamennsku og þrif. Einnig verður aðstaða fyrir fanga til að stunda nám auk aðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Þetta nútímalega fangelsi verður algjör bylting fyrir okkur. Það er mikil ástæða til að gleðjast yfir þessu,“ sagði Páll.

 

Miðlæg varðstofa

Skipulag fangelsisins sést vel á loftmyndunum. Í miðjunni er hringlaga þak sem stendur upp úr húsinu. Þar verður miðlæg varðstofa fyrir allt fangelsið. Frá henni verður stutt í allar álmur og það tryggir skamman viðbragðstíma. Fangaverðir verða alltaf á vakt í varðstofunni.

Í álmunum verða mismunandi fangadeildir. Þær eru aðskildar og hefur hver og ein sitt útivistarsvæði. Þannig verður algjör aðskilnaður fanga í sama fangelsi mögulegur í fyrsta sinn á Íslandi.

Við enda hverrar álmu eða deildar er útivistarsvæði og inni í álmunum eru einnig minni opin rými fyrir útivist fanga. Búið er að leggja net yfir opna rýmið á álmunni, sem sést til hægri, með. Þar verða fjórir aðskildir útivistargarðar fyrir einangrunarfanga.

Útivistarsvæði fanga verða afgirt og utan um fangelsið verður stór girðing og önnur minni afmarkar fangelsislóðina, þannig að þreföld girðing skilur fangana frá frelsinu. Í upphafi var ákveðið að hafa ekki múr utan um fangelsið heldur girðingar.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 7. janúar 2016

 

 


Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.01.2016 21:39

BIB-arinn og besta ræðan

 


 

 

BIB-arinn og besta ræðan

 

"Ég undirritaður, Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, var spurður að því á dögunum hvenær ég hefði flutt mína bestu og innihalds-ríkustu ræðu á ferlinum sem forystumaður í félagsmálum í rúm 40 ár.


Svarið er trúlega á þessum myndum frá Sólbakka 6 á Flateyri um hvítasunnuna árið 2008 í 40 ára afmæli Hljómsveitarinnar Æfingar."

Björn Ingi Bjarnason
Ránargrund á Eyrarbakka.

 

 

.

 

.

.

Hljómsveitin Æfing á Sólbakka 6 á Flateyri um hvítasunnuhelgina árið 2008.

F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Árni Benediktsson og Siggi Björns.

.

 


 

Skráð af Menningar-Staður.
 

06.01.2016 15:40

Árborg mætir Reykjanesbæ í Útsvari föstudaginn 8. janúar 2016

 

Lið Árborgar. F.v.: Gísli Kristjánsson, Gísli Þór Axelsson og Herborg Pálsdóttir.

 

Árborg mætir Reykjanesbæ í Útsvari föstudaginn 8. janúar 2016

 

Lið Árborgar í Útsvarinu mætir liði Reykjanesbæjar föstudaginn 8. janúar nk. í beinni útsendingu úr sjónvarpssal.

Þátturinn hefst kl. 20:00 og geta áhugasamir farið í sjónvarpssal og hvatt sitt lið áfram en í Árborgarliðinu eru Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Axelsson. 

 

Þeir sem vilja mæta í sjónvarpssal þurfa að mæta upp í Efstaleiti 1, kl. 19:30 og bíða við svokallað „Markhúsartorg“.

Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður

 

06.01.2016 13:49

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm.fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.

 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jón Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.

 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.

 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.

 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.
 

Skúli lést 21.maí 1916.

Morgunblaðið - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

06.01.2016 11:08

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. janúar 2016

 

 

F.v.: Haukur Jónsson, Ragnar Emilsson, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson

og Halldór Páll Kjartansson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. janúar 2016

 

Þrettándaspjall

Stefnumótun í Hjallastefnu.

 


F.v.: Nær - Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.

 


F.v.: Reynir Jóhannsson og Halldór Páll Kjartansson.

 

 

Hjallastefnan og Halldór Páll Kjartansson.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

06.01.2016 10:44

Hrútavinafélagið Örvar fékk 10 milljóna króna styrk frá Allrahanda menningarsjóði

 

Stjórnarfundur í Allrahanda menningarsjóðnum: Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson,

Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson.
 

 

Hrútavinafélagið Örvar fékk 10 milljóna króna styrk

frá Allrahanda menningarsjóði

 

„Allrahanda menningarsjóður“ veitti nýlega Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi 10 milljónir króna í styrk til mannlífs- og menningarstarfs. Styrkurinn dreifist á næstu fimm ár. Áður hafði sami sjóður stutt sama félag um 5 milljónir króna á árunum 2010-2015. Hrútavinafélagið Örvar er félags-, mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og hefur lagt gjörva hönd að ýmsum málum mannlífinu til heilla, segir í tilkynningu frá forráðamönnum félagsins.


Allrahanda er ferðaþjónustufyrirtæki, sem stofnað var af Flateyringunum Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni fyrir meira en tveim áratugum. Fyrirtækið sem nú nefnist Iceland Excursions Allrahanda ehf. er eitt stærsta rútufyrirtæki á landinu og stendur að baki þekktra vörumerkja á því sviði, svo sem Gray line Iceland og Iceland Excursions.

Allrahanda menningarsjóður er stofnaður af fyrirtækinu. Í stjórn sjóðsins eru Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson, Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson. Þeir eru allir Önfirðingar.

 

 

Af www.skutull.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.01.2016 21:33

Bakkablótið að Stað 30. janúar 2016

 

 

 

  Bakkablótið að Stað 30. janúar 2016

 


Skráð af Menningar-Staður