![]() |
Kristján Runólfsson. |
Síðastliðinn miðvikudag, 17. október, lést sá góðkunni hagyrðingur og Skagfirðingur Kristján Runólfsson sem bjó í Hveragerði.
Pétur Stefánsson minnist hans á Leirnum:
Genginn er góður drengur,
glettinn og viðmótsléttur.
Hraðkvæður, hnyttinn maður,
hógvær með anda frjóan.
Lengi hann stuðlastrengi
strauk við vegsemd aukna.
Skrifin hans landsþekkt lifi
sem ljóðin í huga þjóðar.
Þessi er kveðja Ingólfs Ómars:
Vakti glóð með vísnaóð
visku fróður brunnur.
Orti ljóð af miklum móð,
mærð af góðu kunnur.
Jón Gissurarson dreypir penna í Boðnarmjöð og verður því miður að stytta mál hans:
„Hinn kunni hagyrðingur Kristján Runólfsson er látinn. Ég hygg að Kristján sé nú farinn að yrkja bæði ljóð og stökur á öðrum og æðri vettvangi en þeim er við höfum yfir að ráða.
Ennþá hrina óðarmáls
yfir dynur veginn.
Yrkir hlynur stuðlastáls
stökur hinumegin.
Vísna glingur víða bar
vart sem þvingar funa.
Ærið slyngur oft hann var
orti hringhenduna.“
Jón heldur áfram:
„Kristján var einn af þekktustu hagyrðingum okkar Íslendinga á síðari tímum. Eftir Kristján liggur mikið safn ljóða og lausavísna. Hann birti mikið af ljóðum og vísum hér á netinu og þótti einkar snjall að koma fyrir sig orði með þeim hætti. Kristján var einn af mínum fyrstu vinum hér á Fésbókinni og könkuðumst við oft á í vísum. Ég ætla að sýna hér örlitið brot af þeim samskiptum okkar.
Kristján Runólfsson:
Þegar lífsins leysast bönd,
og lúðrar dauðans kalla,
tekur úr umferð tímans hönd,
tilveruna alla.
Jón Gissurarson :
Þegið gæti það að gjöf
þegar lýkur vöku,
að þið mynduð mína á gröf
miðla einni stöku.
Kristján Runólfsson:
Þegar dauðans lögum lýt,
og líf í vindinn fokið,
máttu hörðum hundaskít,
henda á kistulokið.“
Morgunblaðið 23. október 2018.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
![]() |
Kristján Runólfsson á góðri stund á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Linda Ásdísardóttir og Kristján Runólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. Skráð af Menningar-Staður. |
![]() |
|
Fangarnir fylgjast með fánunum
Björn Ingi Bjarnason flaggar oftar en flestir aðrir eða um tvöhundruð sinnum á ári. Oftast er það íslenski fáninn sem fær að fara upp en hann á marga aðra líka fyrir hin ýmsu tilefni. Björn Ingi starfar sem fangavörður á Litla hrauni og býr í næsta húsi við fangelsið.
„Þegar strákarnir vakna á morgnana og opnað er fyrir þeim þá kíkja þeir hérna yfir og spá í hvort það sé fáni og svo spurja þeir „Af hverju er þessi fáni?“ og svona eitthvað í kringum þetta og ég náttúrulega verð að vera með skýringar á þessu,“ segir Björn Ingi. Einu sinni lenti hann reyndar í því að fangi stökk yfir öryggisgirðinguna og stal bæði fána hjá honum og nágranna hans.
En fánadellan byrjaði á Flateyri fyrir fjörutíu árum. „Þarna var góð vélsmiðja, Vélsmiðja Steinars Guðmundssonar, og hann smíðaði fánastangir og við náttúrulega sem vorum að byggja þarna keyptum stangir og settum við húsin. Þannig að þetta byrjaði þá.“
![]() |
||||||||||
. .
|
Úr -Landanum- sunnudagskvöldið 21. október 2018.
Sjá þessa slóð:
http://www.ruv.is/frett/fangarnir-fylgjast-med-fanunum?fbclid=IwAR10rEPnk3qrhD-dcufdYEclDCXzpSsg-JW8khrwMFDXn_RhgAHaZpecsE8
Af www.ruv.is
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
sunnudaginn 21. október 2018 kl. 20:00
Sjá heimasíðu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Birgitta Spur - tengdadóttir Eyrarbakka. |
Tengingar á tímamótum
Hátíðardagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar um helgina
Tvær listsýningar opnaðar
21. október á safnið 30 ára afmæli
110 ár frá fæðingu Sigurjóns
Tónleikar í dag, sunnudag 21. okt.
Mikið verður um dýrðir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi um helgina þegar 30 ár eru liðin frá því safnið var opnað almenningi og 110 ár frá fæðingu myndhöggvarans, sem safnið er kennt við. Sýningin Tengingar – Sigurjón Ólafsson og nokkrir samferðamenn hans verður opnuð kl. 15 á laugardaginn á neðri hæðinni þar sem teflt verður saman þremur höggmyndum Sigurjóns og fjórtán höggmyndum „boðsgesta“ eins og Birgitta Spur, ekkja listamannsins, stofnandi safnsins og sýningarstjóri, kemst að orði. Boðsgestirnir eru myndhöggvarar, lífs og liðnir, sem tengdust Sigurjóni og list hans með einum eða öðrum hætti.
„Mér finnst fara vel á að verk þeirra eigi samtal við verk eftir Sigurjón í fyrrverandi vinnustofu hans á þessum tímamótum. Það er líka í anda sýningarhefðar safnsins að setja verk hans í samhengi við verk annarra listamanna,“ segir Birgitta. Hún hefur jafnframt umsjón með sýningunni Ísland – landslag og litir á efri hæðinni sem opnuð verður sama dag. Þar gefur að líta keramikverk úr steinleir, innblásin af íslenskri náttúru, eftir svissnesku listakonuna Sabine Hasler, sem tengdist safninu og aðstandendum þess vináttuböndum fyrir margt löngu. Árið 1993 hannaði hún og gerði bollastell úr ljósum steinleir fyrir kaffistofuna, prýtt merki safnsins. Málverk eftir Björgu Þorsteinsdóttur mun svo lýsa upp stigaganginn og tengja sýningarnar saman.
Þrjú tónverk frumflutt
Ekki er allt upptalið því á sjálfan afmælisdaginn, hinn 21. október kl. 20, stendur Hlíf fiðluleikari, dóttir þeirra Birgittu og Sigurjóns, fyrir tónleikum með frumflutningi á tónsmíðum sem þrjú tónskáld sömdu við jafnmargar höggmyndir föður hennar. Flutt verða „Gríma“ eftir Jónas Tómasson, „Snót“ eftir Alexander Liebermann og „Fótboltamennirnir“ eftir Povl Christian Balslev, píanóleikara og organista, sem sjálfur er flytjandi ásamt þeim Hlíf og Þórdísi Gerði Jónsdóttur sellóleikara. Þótt draumur Birgittu um menningarhús þar sem mætast myndlist, tónlist og bókmenntir hafi fyrir löngu ræst segir hún afmælissýningarnar og -tónleikana blása nýju lífi í safnið. Ennfremur að tilgangur sýningarinnar Tengingar sé ekki að draga upp mynd af áhrifum Sigurjóns á aðra myndhöggvara heldur frekar að greina hlutverk hvers og eins, hvaða sess þeir skipi í íslenskri menningarsögu og það sem tengi þá eða aðskilji í listinni. Allir áttu þeir sameiginlegt að skapa rýmisverk, annaðhvort höggmyndir úr steini eða þrívíð verk úr málmi, tré, pappír eða textíl. Í myndskreyttri sýningarskrá skoðar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur þræðina á milli þeirra á vettvangi skúlptúrsins frá árinu 1946 til dagsins í dag. Sumir hófu feril sinni undir handarjaðri Sigurjóns, við aðra átti hann náið samstarf um lengri eða skemmri tíma og einhverja þekkti hann lítið sem ekkert.
„Á safninu hefur í áranna rás verið haldinn fjöldi einkasýninga og samsýninga með ákveðnum þemum í list Sigurjóns, sem við höfum rannsakað og birt í margvíslegum útgáfum eins og bókum, kynningarritum og sýningarskrám. Mér finnst bara svo fallegt að láta valin verk samferðamanna hans í listinni, sem margir hverjir hafa sýnt hérna, mynda eins konar blómvendi utan um verk hans,“ segir Birgitta, sem við lát eiginmanns síns árið 1982 fékk verkefnið hreinlega í fangið. Hennar beið að gæta listaverka Sigurjóns í tugavís og vinnustofunnar, sem þarfnaðist mikilla viðgerða.
Listaverkin í hættu
„Við hófum búskap í braggahverfinu hér í Laugarnesinu í byrjun sjötta áratugar liðinnar aldar, bjuggum með fjórum börnum okkar í 30 fermetra íbúðarhúsi áföstu bragga sem var vinnustofa Sigurjóns. Þökk sé einum mesta velgjörðarmanni listamanna á Íslandi, Ragnari í Smára, var ráðist í að reisa nýtt íbúðarhús árið 1961. Þar sem ekki var búið að ganga frá deiliskipulagi og því ekkert byggingarleyfi var húsið byggt á steinstöpli til að hægt væri að flytja það ef til þess kæmi. Tveimur árum síðar reisti Sigurjón nýja vinnustofu, sem byggð var utan um braggann, en hann var síðan rifinn úr, og eftir stóðu verkin og allt dótið hans Sigurjóns. Steingólfið í bragganum var látið halda sér, en það var án einangrunar og því mjög kalt á veturna. Allt saman mjög prímitívt og í rauninni bara bráðabirgðahúsnæði.“
Þegar Sigurjón lést 1982 var Birgitta dönskukennari í Menntaskólanum við Sund og hafði ekki bolmagn til að ráðast í gagngerar endurbætur. Nú voru góð ráð dýr. Henni var ráðlagt að stofna safn í kringum listaverkin, en slíkt hafði ekki hvarflað að henni. „Kannski spilaði inn í að Sigurjón var alltaf mikið á móti einsmannssöfnum, honum fannst þau hættulegar stofnanir sem einangruðu listamanninn. Sjálfur vildi hann frekar sýna með félögum sínum á samsýningum og hélt bara einstaka sinnum einkasýningar. Ég sá hins vegar ekki aðrar leiðir færar og hinn 1. desember 1984 var einkasafnið Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stofnað með styrk frá ríki og borg.“
Fjáröflun og skráning
Leiðin fram undan var samt fjarri því breið og greið. Það vantaði fjármagn. Kostnaður við endurbætur á vinnustofunni fór langt fram úr áætlunum. Birgittu fannst einboðið að hætta kennslu eftir kennaraverkfallið árið 1985, enda segist hún upp frá því hafa verið í fullri vinnu næstu árin við að leita styrkja hjá fyrirtækjum, stofnunum og velunnurum.
„Setja trukka á tangann“
"Til að afla fjár létum við gera afsteypur af listaverkunum, litlu styttunum, og bjóða til sölu. Þær voru reyndar ekki margar, því Sigurjón var alltaf í stóru verkunum, sem voru illseljanleg og höfðuðu ekki til almennings. Hann var ekkert að vinna fyrir markaðinn heldur fyrir sjálfan sig. Mannamyndirnar höfðu bjargað miklu, enda var hann gríðarlega eftirsóttur portrettlistamaður.“
Viðfangsefnið var miklu umfangsmeira en Birgittu hafði órað fyrir. Í ofanálag barðist hún fyrir tilvist safnsins í staðfræðilegu tilliti, því strandlengjan norðanmegin í borginni átti að verða iðnaðarsvæði og til stóð að leggja veg þvert gegnum Laugarnestúnið – „setja trukka á tangann“, eins og Þjóðviljinn sló upp. Fjaran var friðlýst og ekki aðeins hefðu aðgengi og umgjörð safnsins raskast heldur hugsanlega einnig fornminjar. Fyrirætlunin mætti mikilli mótspyrnu og voru Birgitta og hennar fólk þar fremst í flokki. Og höfðu betur. Deiliskipulagið leit þó ekki dagsins ljós fyrr en árið 2000.
Árið 1985 var örlagaríkt fyrir framtíð safnsins. Birgitta efndi til þriggja vikna Sigurjónsvöku til stofnunar styrktarsjóðs Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, sem hófst með opnun sýningar í Listasafni ASÍ á síðustu verkum listamannsins. Einnig héldu hún og andstæðingar „trukkavegarins“ Jónsmessuhátíð í Laugarnesfjörunni þar sem safnað var undirskriftum gegn framkvæmdinni. „Margir sem komu á sýninguna lögðu málefninu lið og á aðeins tíu dögum söfnuðust um þrettán hundruð undirskriftir með tilmælum til borgarráðs að bíða átekta þar til búið væri að gera úttekt á svæðinu. Ég skynjaði að stór hópur fólks var tilbúinn að leggja sitt af mörkum og lét sér ekki á sama standa um menningarverðmæti og menninguna í landinu.“
Í tengslum við sýninguna, sem fékk góða aðsókn og umfjöllun, gaf Birgitta út bók um Sigurjón á íslensku, dönsku og ensku með ljósmyndum, blaðaúrklippum og listaverkaskrá, sem hún tók sjálf saman. Bókin er í raun fyrirrennarri tveggja binda verks um ævi og list Sigurjóns sem Listasafn Sigurjóns Ólafssonar gaf út 1998 og 1999 og tilnefnt var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, en í því er tæmandi skrá yfir öll hans verk, sem nú er orðin aðgengileg á vefsíðu safnsins.
Heppin að eiga góða að
Birgitta viðurkennir að hafa á stundum þurft að vera býsna hugmyndarík og fylgin sér til þess að ná markmiði sínu, en hún sé svo heppin að eiga góða að og hafa notið vináttu og velvildar margra. „Þótt öll börnin mín væru í námi erlendis studdu þau ákvarðanir mínar. Menn eins og Thor Vilhjálmsson, Ingi R. Helgason og margir fleiri voru sterkir bakhjarlar, sem ég fæ aldrei nógsamlega þakkað, og Geirfinnur Jónsson, tengdasonur minn og eiginmaður Hlífar, hefur verið mér stoð og stytta alveg frá því safnið var opnað – hann er maðurinn sem reddar öllu.“
Fjáröflunarstúss, byggingar framkvæmdir og vinna við skráningu listaverkanna einkenndu líf Birgittu þar til Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað við hátíðlega athöfn með tónleikum og upplestrum 21. október 1988. „Meðal góðra gesta voru margir vinir okkar frá Danmörku auk þess sem þaðan komu líka blaðamenn frá helstu dagblöðum landsins. Sigurjón komst aftur á kortið sem listamaður í Danmörku þar sem hann lærði og starfaði í mörg ár áður en hann fluttist til Íslands.“
Þótt Birgitta hafi staðið vaktina í safninu í þrjátíu ár er engan bilbug á henni að finna. Hún hefur m.a. sett upp hátt á sjöunda tug sýninga, þar af fjórar stórar farandsýningar, sem sýndar voru sem heild í erlendum söfnum, og staðið fyrir og skipulagt alls lags menningarviðburði í húsinu.
Breytingar á rekstrarforminu
Breytingar urðu á rekstrarfyrirkomulaginu árið 1989 þegar Listasafni Sigurjóns Ólafssonar var breytt í samnefnda sjálfseignarstofnun með stofngjöf Birgittu og fjölskyldu. Í stofnunina runnu fjöldi listaverka, íbúðarhúsið og safnhúsið með innanstokksmunum og kaffistofu. „Breytingin fól meðal annars í sér að skipað var tólf manna sjálfstætt fulltrúaráð og var hlutverk þess að skipa tvo fulltrúa í stjórn safnsins á móti þremur sem ég skipaði sem formaður stjórnar. Fulltrúaráðið varð einnig bakhjarl og ráðgjafi stjórnarinnar. Um mitt árið 2012 urðu aftur breytingar, en hrunið hafði þau áhrif að borgin skar á fjárveitingar. Sjálfseignarstofnunin var lögð niður og skuldlaust safnið afhent Listasafni Íslands þar sem það er nú rekið sem deild innan þess,“ segir Birgitta og tekur fram að það sé því Listasafn Íslands sem bjóði til sýningaropnunarinnar um helgina. Meirihluti verka annarra listamanna en Sigurjóns sé líka þaðan en nokkur fengin að láni hjá einkasöfnum.
Hin hagsýna húsmóðir –
En hvernig leið henni, rúmlega fimmtugri myndlistarmenntaðri ekkjunni, aðfluttri frá Fjóni, að vera svo að segja nauðugur einn kostur að bjarga listaverkum eiginmanns síns og koma þeim í var á Íslandi?
„Veistu það – mér hefur oft orðið hugsað til ömmu og allra formæðra minna, sem bjuggu yfir svo mikilli reynslu og stundum var talað um sem hinar hagsýnu húsmæður. Í mínum aðstæðum þýddi ekkert annað en að vera hagsýn. Ætli ég sé ekki bara með hagsýnina í genunum eins og þessar formæður mínar!“ svarar Birgitta brosandi.
![]() |
.
![]() |
Morgunblaðið fimmtudagurinn 18. október 2018.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Listaverkið Krían eftirir Sigurjón Ólafsson.
|
Krían í Kanada
Ránargrundarfeðgar á Eyrarbakka voru á ferð í Winnipeg í Kanada á dögunum.
Nú brú þar í borg fangaði athygli þeirra því úttlit hennar úr fjarska minnti þá strax á listaverkið –Kríuna- eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson og er staðsett rétt austan við Eyrarbakkaþorp.
Þetta sett hér inn í tilefni 110 ára afmælis listamannsins og Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar sem er í dag.
![]() |
Brúin í Winnipeg í Kanada sem er eins og listaverkið Krían á Eyrarbakka.
Ljósm.: Víðir Björnsson.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Sigurjón Ólafsson (1908 - 1982).
|
Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908,
sonur Ólafs J. Árnasonar, verkamanns í Einarshöfn á Eyrarbakka, og Guðrúnar Gísladóttur. Hann var bróðir Guðna apótekara í Reykjavík og Gísla bakarameistara, föður Erlings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritahöfundar.
Fyrri kona Sigurjóns var Tove Ólafsson myndhöggvari en seinni og eftirlifandi kona hans er Inga Birgitta Spur sem hafði veg og vanda af listasafni hans í Laugarnesinu.
Sigurjón lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1927, stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara, nám í höggmyndalist hjá prófessor E. Utzon-Frank við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-35 og dvaldi við nám í Róm. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1928-46 en síðan á Laugarnestanga við Reykjavík.
Sigurjón var í hópi brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og er meðal virtustu myndhöggvara þjóðarinnar. Standmyndir og veggskreytingar eftir hann má víða sjá í Reykjavík, s.s. líkön af Friðriki Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Ólafi Thors. Þá gerði hann brjóstmyndir af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Tómasi Guðmundssyni skáldi. Af öðrum verkum hans sem prýða höfuðborgina má nefna Klyfjahest sem fyrst var fyrir ofan Hlemm og síðar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar; Öndvegissúlurnar sem settar voru upp við Höfða, og minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 sem sett var upp við Hagatorg, að ógleymdri veggmynd á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Hann gerði auk þess um tvö hundruð mannamyndir af ýmsum þekktum Íslendingum.
Sigurjón var sæmdur heiðurspeningi úr gulli af Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og sæmdur hinum virta heiðurspeningi Eckersbergs. Verk hans er að finna á virtum listasöfnum víða um heim.
Sigurjón lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.
Er 100 ár voru frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar þann 21. október 2008 stóð Hrútavinafélagið Örvar, Litla-Hraun og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir blysför að listaverkinu Kríjunni austan við Eyrarbakka.
Myndaalbúm frá blysförinnu: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Líflegt á laugardagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og f.v. bæjarstóri Ísafjarðarbæjar, var gestur á laugardagsfundi Samfylkingarfélagsins í Árborg í morgun, laugardaginn 20. október 2018.
Fundurinn var haldinn í sal félagsins við Eyravegi Selfossi og var fjölsóttur; málefna- og líflegur.
Menningar-Staður færði til myndar:
![]() |
||||||||||
. .
|
![]() |
Gísli Halldór Halldórsson. |
Bæjarstjóri Árborgar á laugardagsfundi
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og f.v. bæjarstóri Ísafjarðarbæjar, verður gestur á laugardagsfundi Samfylkingarfélagsins í Árborg laugardaginn 20. október 2018 kl. 11:00.
Fundurinn er haldinn í sal félagsins á Eyravegi Selfossi.
Allir velkomnir og hvattir til að mæta.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Tryggvi Emilsson (1902 - 1993). |
Merkir Íslendingar - Tryggvi Emilsson
Tryggvi fæddist í Hamarkoti á Akureyri 20. október 1902, missti móður sína er hann var sex ára og ólst síðan upp í Reykjavík og á ýmsum stöðum norðanlands.
Foreldrar hans voru Hans Pétur Emil Petersen, búfræðingur, bóndi og verkamaður á Akureyri, og k.h., Þuríður Gísladóttir.
Eiginkona Tryggva var Steinunn G. Jónsdóttir verkakona. Þau eignuðust tvær dætur.
Skólaganga Tryggva var sex vikna undirbúningur fyrir fermingu. Hann var smali á sumrin, fjárhirðir á vetrum frá fermingu og til sautján ára aldurs í Öxnadal, vinnumaður í Tungusveit, bóndi þar og í Bakkaseli og Fagranesi í Öxnadal, verkamaður á Akureyri 1930-47, innheimtumaður þar 1935-47 en studdist við búskap öll árin og hafði að mestu framfæri af honum til 1940. Hann var verkamaður í Reykjavík 1947-68, lengst af hjá Hitaveitu Reykjavíkur og eftirlitsmaður við hitaveituframkvæmdir hjá Hitaveitu Reykjavíkur á árunum 1962-68 er hann lét af störfum sökum heilsubrests.
Tryggvi var formaður Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, varaformaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, félagi í Kommúnistaflokki Íslands og Sósíalistaflokknum, sat í miðstjórn Sósíalistaflokksins og sat í miðnefnd Hernámsandstæðinga um árabil.
Tryggvi sendi frá sér ljóðabækur og skáldsögur. Það var þó fyrst og fremst ævisaga hans í þremur bindum, Fátækt fólk, 1976;
Baráttan um brauðið, 1977,
og Fyrir sunnan, 1979,
sem vöktu verðskuldaða athygli sem vel samdar en átakanlegar lýsingar á kjörum fátæks fólks á Íslandi á uppvaxtarárum hans og fram eftir öldinni. Fátækt fólk varð metsölubók, fékk mikið umtal og fólki varð tíðrætt um það hversu vel bókin var skrifuð, af manni sem varla hlaut nokkra skólagöngu. Hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Tryggvi lést 6. mars 1993.
Morgunblaðið 20. október 2018.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
||||
Guðmundur Magnússon flytur ávarp. .
|
Hrútavinir á Hrútadeginum á Raufarhöfn
Hrútadagurinn á Raufarhöfn var haldinn þann 6. október 2018 með margþættum atriðum og mikilli reisn.
Fulltrúar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi voru Eyrbekkingarnir af Túngötunni; Guðmundur Magnússon, María Erla Bjarnadóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Ásamýrarfólkið úr Holtum Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson og Magnea Bjarnadóttir.
Á Kótelettukvöldinu í Þingborg á síðasta hausti vann Sigurbjörn Tryggvi í happdrætti verðlauna gimbur frá Ytra-Álandi við Þistilfjörð og var nú verið að sækja gimbrina ásmt nokkrum verðlaunahrútum fyrir nokkra Snnlendinga.
Hópurinn af Suðurlandinu gisti að Ytra-Álandi við Þistilfjörð og fór sérlega vel á með gestum og ábúendum öllum.
Áður en heim var haldið á Suðurlandið boðaði Guðmundur Magnússon til hátíðarstundar þau Bjarnveigu Skaftfeld og Skúla Ragnarsson á Ytra-Álandi. Flutti hann kveðjur og ljóð forseta Hrútavinafélagsins Örvars, Björns Inga Bjarnasonar, og rifjaði upp heimsókn Hrútavinafélagsins á Hrútadaginn 2014 að Svalbarði og Raufarhöfn. Þá var komið með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum sem er djásn í Forystufjársetrinu að Svalbarði og er gjöf Hrútavina af Suðurlandi.
Þá afhenti Guðmundur bókagjafir frá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi og Vestfirska forlaginu á Þingeyri en þessar útgáfur eru traustir bakhjarlar Hrútavina.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir færði til myndar:
![]() |
||||||
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is