Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.10.2018 15:52

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. okt. 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið  á Eyrarbakka 17. okt. 2018
Vinir alþýðunnar

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

17.10.2018 06:43

Elfar Guðni sjötíu og fimm ára

 


Hjónin Helga Jónasdóttir og Elfar Guðni Þórðarson. Ljósm.: BIB
 

 

 

Elfar Guðni sjötíu og fimm ára

 

 

Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri er 75 ára í dag 17. október 2018.

 

Elfar Guðni hélt sína fyrstu málverkasýningu í Félagsheimilinu Gimli á Stokkseyri um hvítasunnu árið 1976 en hann sýndi þar árlega allt til í byrjunar þessar aldar.

 

Þá kom hann sér upp vinnustofu og glæsilegum sýningarsal í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri og nefnir Svarta-klett. Elfar Guðni hefur verið með sýningar þar nokkrum sinnum á ári hverju.Afmæliskveðjur.
 

 
Skráð af Menningar-Staður.

16.10.2018 06:39

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 
Pétur Pétursson (1918 - 2007).

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

 

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

 

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

 

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

 

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns og Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar.
 

 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.


 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

 

 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn.

 

Hann lést 23. apríl 2007.

 

 


 


Skráð af Menningar-Staður.

15.10.2018 17:35

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019

 


Jónshús í Kaupmannahöfn.

 

Umsóknir um dvöl í íbúð

 

fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar 2019 til 17. desember 2019.

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október næstkomandi. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 4. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus, en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000.

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum, en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum: 

  1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert.
  2. Að umsókn sé vandlega unnin.
  3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.
  4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti, en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti.

 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í nóvember.

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónshúss og skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október næstkomandi. 

 

Umsóknir merkist: 

Umsókn um fræðimannsíbúð

b.t. Jörundur Kristjánsson

Skrifstofu Alþingis

101 Reykjavík.


Skráð af Menningar-Staður.

14.10.2018 09:10

Merkir Íslendingar - Steinn Steinarr

 


Steinn Steinarr (1908 - 1958).
 

 

Merkir Íslendingar - Steinn Steinarr

 

Steinn Stein­arr fædd­ist á Laugalandi í Naut­eyr­ar­hreppi 13. október 1908, þar sem for­eldr­ar hans, Krist­mund­ur Guðmunds­son og Etelríður Páls­dótt­ir, voru í hús­mennsku. Skírn­ar­nafn Steins var Aðal­steinn Krist­munds­son. Eft­ir hreppa­flutn­inga leyst­ist fjöl­skyld­an upp og Steinn ólst upp hjá vanda­laus­um á Mikla­bæ í Saur­bæ.

 

Steinn naut far­kennslu, m.a. hjá Jó­hann­esi úr Kötl­um, en kynnt­ist einnig Stefáni frá Hvíta­dal sem varð ná­granni þeirra í Miklag­arði. Stefán og Steinn voru alla tíð mikl­ir mát­ar.

 

Steinn fór til Reykja­vík­ur haustið 1926 og var lengi margt á huldu um líf hans þótt úr því sé nú bætt með bók­inni Maður­inn og skáldið – Steinn Stein­arr, eft­ir Sig­fús Daðason, útg. 1987, ævi­sögu Steins í tveim­ur bind­um, Steinn Stein­arr – Leit að ævi skálds, eft­ir Gylfa Grön­dal, útg. 2000, og 2001, og ævi­ágripi Steins eft­ir Inga Boga Boga­son, 1995. Á síðustu ævi­ár­un­um varð Steinn góður vin­ur Matth­ías­ar Johann­essen en viðtöl hans við skáldið eru dýr­mæt­ar heim­ild­ir um Stein.

 

Ljóðabæk­ur Steins:

Rauður log­inn brann, útg. 1934;

Ljóð, útg. 1937;

Spor í sandi, útg. 1940;

Ferð án fyr­ir­heits, útg. 1942;

Tindát­arn­ir, útg. 1943,

og Tím­inn og vatnið, útg. 1948.

 

Steinn er öðrum frem­ur tal­inn hafa valdið form­bylt­ingu í ís­lenskri ljóðagerð, en Tím­inn og vatnið, sem þá er oft vísað til, er samt afar form­fast­ur ljóðabálk­ur. Hann gældi ung­ur við komm­ún­isma en var snemma rek­inn úr flokkn­um og af­neitaði síðar komm­ún­ism­an­um eft­ir fræga kynn­is­ferð til Moskvu, 1956.

 

Skáld­skap­ur Steins end­ur­spegl­ar oft lam­andi tóm­hyggju en í miðju svart­nætti ljóða hans leiftra oft óræð blik um mann­lega reisn og jafn­vel hina innstu vit­und. Kristján Karls­son sagði rétti­lega í inn­gangi að Kvæðasafni Steins: „Trúaður eða trú­laus er hann í flokki hinna mestu trú­ar­skálda vorra.“


Steinn Steinarr lést 25. maí 1958.


 


Skráð af Menningar-Staður.

13.10.2018 06:48

Sæmundur heimsækir Húsið á Eyrarbakka

 

 

 

Sæmundur heimsækir Húsið á Eyrarbakka

 

Bókmenntadagskrá með sögu­legu ívafi verður í Húsinu á Eyrarbakka í dag, laugar­dag­inn 13. októ­ber 2018 kl. 15:00

 

Húsráðandinn, Lýður Páls­son safnstjóri, segir alkunnan fróðleik um Sæmund fróða og grefur svo upp sögur af sýslu­mönnum sem sátu gjarnan að drykkju með fakt­orum fyrrum.

 

Sérstakir gestir Hússins eru rithöfundar sem um þessar mundir gefa út bækur hjá hinni öflugu bókaútgáfu Sæmundi á Selfossi:


Lilja Magnúsdóttir les úr skáld­sög­unni Svikarinnsem er fyrsta bók höfundar,


Guðmundur Brynj­ólfsson úr sakamálasögu sinni Eitraða barnið,


Vala Haf­stað úr ljóðabókinni Eldgos í aðsigi,


Harpa Rún Kristjáns­dóttir les úr bók sinni Þingvellir 


og Bjarni Harðarson úr skáld­sögunni Í Gullhreppum.

 

Frír aðgangur er og allir velkomnir. Kaffi á könn­unni og konfekt.

 

Dagskráin er liður í menn­ingar­mánuði Árborgar.
 Skráð af Menningar-Staður.

 

12.10.2018 06:55

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 

 

Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar.

Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005. Styttan hefur nú verið

flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.

 

 
Páll Ísólfsson (1893 - 1974).

 

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 

Páll Ísólfsson var fæddur þann12. október 1893  og lést þann 23. nóvember 1974.

Hann var mikilhæft íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.

Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni frá Eyrarbakka.

 

Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.


 

 

Listaverkið - Brenniðþið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

Ljósm.: BIB

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

11.10.2018 06:59

Töfrasproti að ofan

 

 

 


                                    Töfrasproti að ofan
Skráð af Menningar-Staður.

09.10.2018 17:23

Söl eru sælgæti

 


Magnús Karel kann vel við sig við hafið, enda alinn upp í návist þess.

Hér slakar hann á í fjöruborðinu.

 

 

Söl eru sælgæti

 

„Mér virðist það annars vera skortur á réttu uppeldi að kunna ekki að borða söl,“ sagði kona við Hannes Thorsteinsson bankastjóra er hún bar söl á borð fyrir hann 1917. Þar í húsi voru söl borðuð jafnaðarlega; heimilisfólkinu þótti þau sælgæti. Sölvatekja var búgrein sem jafn sjálfsagt var að sinna og heyskap og fiskveiðum, á þeim býlum sem land áttu að sölvafjöru. Hundrað árum síðar eru söl sjaldséð á diskum Íslendinga. Magnús Karel grúskaði í heimildum um sögu sölvatekju og rifjaði upp bragðið af heimsins bestu sölvum sem hann fékk hjá Imbu Lauga. 

 

Ég hef borðað söl frá barnæsku, ólst upp við það þó ekki hafi verið farið til sölvafjöru á mínu heimili. Yfir sumarið rak alltaf eitthvað af sölvum á land sem þornuðu í fjörusandinum og þá tíndum við krakkarnir þetta upp í okkur. Seinna fór móðir mín að fara sjálf út á sker, þegar við fluttum til í þorpinu og sölin urðu aðgengilegri. Hún þurrkaði söl og bar á borð á mínu heimili. Mér fannst þetta mikið sælgæti og finnst enn. Maður fær ekki betra snakk, sérstaklega með smjöri og harðfiski. Bestu söl sem ég hef bragðað voru frá henni Imbu Lauga hér á Eyrarbakka, sem kennd var við manninn sinn, Guðlaug Pálsson kaupmann. Ég man eftir að hafa fengið söl hjá henni og þau voru óskaplega vel verkuð hjá henni,“ segir Magnús Karel Hannesson sem var með Sölvaspjall um liðna helgi á Listasafni Árnesinga á Eyrarbakka í tengslum við sýninguna Marþræðir.

 

Eyrbekkingar í sölvafjöru einvörðungu fyrir sjálfa sig, en áður hafði það verið hluti af búskap allra sem bjuggu við ströndina. Verulega dró úr sölvatekju upp úr fyrra stríði því þá urðu svo miklar breytingar, fólk hafði meiri aðgang að fjölbreyttari fæðu en áður fyrr. En á sautjándu, átjándu og nítjándu öld, sem og miklu fyrr, þá er vitað að sölvatekja var mikil búgrein til dæmis á Eyrarbakka. Þá var jafn eðlilegt að fara í sölvafjöru eins og að heyja. Árnessýsla og strandlengjan milli Þjórsár og Ölfusár var gríðarlega gjöfult sölvasvæði og hjá þeim sem áttu aðgang að fjörunni varð þetta á þeim tíma aukabúgrein samhliða búskap. Þá nytja menn það sem fjaran gefur og þörfin var virkilega mikil, því fólk lifði á óskaplega einhæfu fæði og þurfti öll þau snefilefni sem sölin geyma. Sölin voru fæðubótarefni þess tíma og bændur höfðu vöruskipti. Bændur af öllu Suðurlandi áttu verslunarsókn til Eyrarbakka og þá voru söl sú vara sem þeir sem bjuggu við sjóinn höfðu til að láta á móti vörum sem bændur komu með úr Rangárvallasýslu, VesturSkaftafellssýslu og uppsveitum Árnessýslu, sem voru mör, tólg, kjöt, smjör og ull.“ 

 

Mestu sælustundirnar

 

Magnús segir að fólk hafi tínt söl hér áður fyrr allt sumarið, í hvert sinn sem var stórstraumsfjara, en í Stokkseyrarhreppi hafi mest verið farið í sölvafjöru um strauminn næstan eftir Jónsmessu og um höfuðdagsstrauminn, sem er með stærstu straumum ársins.

 

„Fólk tíndi gífurlegt magn af sölvum hér áður fyrr. Til eru heimildir frá 1775 um að á jörðinni StóruHáeyri á Eyrarbakka hafi verið safnað á einum stórstraumi um 4 tonnum af þurrkuðum sölvum. Og þar sem sölin rýrna um 80 prósent við þurrkun, má sjá hversu mikið magn þetta hefur verið. Áður fyrr þegar um var að ræða mikið magn af sölvum þá var þeim snúið eins og heyi með hrífum, því var dreift í flekki. Mjög fáir gera þetta enn hér á Eyrarbakka, að fara í sölvafjöru, ég veit um einn mann hér sem tínir söl í atvinnuskyni og sumir fara og tína fyrir sjálfa sig til að eiga fram á veturinn. En þar fyrir utan er þetta nánast að leggjast af, yngri kynslóðir virðast ekki hafa sama smekk og við eldra fólkið fyrir þessu. Í sumar var ekki mikill þurrkur og fólk fór því síður í sölvafjöru, því það skiptir miklu máli að þurrka sölin strax, helst í sandi og sól.“

 

Magnús segir að það fólk sem ólst upp við að sölvatínsla væri stór hluti af lífinu eigi góðar minningar frá þeim stundum. „Gísli í Mundakoti var fæddur árið 1906 á Eyrarbakka og hann segist hafa átt sínar mestu sælustundir á sölvafjöru. Hann segir líka frá því að faðir hans hafi einnig gefið lömbunum mikið af sölvum og að þau hafi verið alveg kolvitlaus í þau.“ 

 

Eftir þeim heimildum sem Magnús gluggaði í eru tvær kenningar á lofti um það hvernig kunnáttan við sölvatekju barst til Íslands. 

 

„Því er annars vegar haldið fram að norskir landnámsmenn hafi þekkt sölvatekju frá sinni heimaslóð og komið með kunnáttuna hingað til lands, en hins vegar er sagt að Norðmenn hafi ekki þekkt sölvatekju, því á þessum tíma hafi Norðmenn ekki nýtt söl til manneldis, einvörðungu fyrir skepnur. Því hafi sölvatekjukunnátta komið með fólki frá Skotlandi og Írlandi, en þar var þetta þekkt frá alda öðli og þar nýtir fólk enn þennan sjávargróður.“

 

Lúðvík Kristjánsson segir í riti sínu Íslenskir sjávarhættir, sem kom út árið 1980: „Líklega hefur sölvafjara hvergi verið jafn víðáttumikil og arðgæf sem í Árnessýslu, að Saurbæjarfjöru undanskilinni. Allar líkur eru til þess að í Árnessýslu hafi sölvatekja til manneldis verið umtalsverð búgrein í átta til níu aldir […] og eru þess engin dæmi annars staðar á landinu, að sölvatekja hafi verið ástunduð svo lengi.“ 


Morgunblaðið föstudagurinn 5. október 2018.
Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

____________________________________________________________________


 


Sölvakógur Eyrarbakka er Siggeir Ingólfsson á Sölvabakka.
 

Hann hefur stundað sölvatekju í Eyrarbakkafjörum og verkað

að Sölvabakka í miðbæ Eyrarbakka.


Söl Siggeirs eru sérlaga góð og tekur hann við pöntunum

í síma  898 4240 -
 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

07.10.2018 07:07

Fjallkonan sýnd í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

Fjallkonan sýnd í Húsinu á Eyrarbakka

 

Einleikurinn Fjallkonan var sýnd í Húsinu á Eyrarbakka í gær, laugardaginn 6. okt. 2018.

 

Sýningin hefur ferðast víða um land. Hún var sýnd í Tjarnarbíó á síðasta leikári og á Suðureyri á hátíðinni Act Alone.

 

Höfundur og leikkona sýningarinnar Hera Fjord fluttist fyrir stuttu til Eyrarbakka ásamt manni sínum Guðmundi Þór Gunnarssyni sem er hljóðmaður leiksýningarinnar.

 

Fjallkonan er leiksýning byggð á ævi dýrfirsku langalangömmu Heru, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt sem rak um árabil veitingahúsið Fjallkonuna í Reykjavík eftir að hafa numið slík fræði í Kaupmannahöfn. 

 

Sumir þekkja Kristínu Dahlstedt sem ástkonu ljósvíkingsins sem Laxness gerði frægan í Heimsljósi.

 

Frítt var  inn í tilefni Menningardaga í Sveitarfélaginu Árborg sem standa allan októbermánuð.Menningar-Staður færði sýninguna til myndar sem hér má sjá:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/287473/

 

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Guðmundur Þór Gunnarsson og Hera Fjord.
.
Skráð af Menningar-Staður