Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

13.09.2016 06:57

Fundur með Oddnýju á Selfossi í gær - 12. sept. 2016

 

 

Oddný G. Harðardóttir. 

 

Fundur með Oddnýju á Selfossi  í gær -  12. sept. 2016

 

Í sumar hefur Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, heimsótt heilbrigðisstofnanir vítt og breitt um landið.

Í gær, mánudaginn 12. september 2016 var Oddný á ferðinni um Árborg og heimsótti m.a. HSU - Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

 

Um kvöldið var blásið til opins fundar í sal Samfylkingarinnar að Eyrarvegi 15 á Selfossi.

 Þar ræddi hún  baráttuna framundan ásamt fyrisrspurnum og innskotum fundarmanna.

Fundurinn var fjölmennur og fór hið besta fram.

Menningar-Staður færði fundinn til myndar.
Myndaalbúm hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/280238/

Nokkrar myndir.


 

.

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður


 

12.09.2016 22:04

Merkir Íslendingar - tólfti september - Freymóður Jóhannsson

 

Freymóður Jóhannsson.

 

Merkir Íslendingar - tólfti september

- Freymóður Jóhannsson

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín. Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.
 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.
 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.
 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

Freymóður lést 6.mars 1973.
 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. september 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Stður

11.09.2016 21:54

Fundur með Oddnýju á Selfossi 12. sept. 2016

 

 

 

Fundur með Oddnýju á Selfossi 12. sept. 2016

 

Í sumar hefur Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, heimsótt heilbrigðisstofnanir vítt og breitt um landið og fengið að heyra frá fyrstu hendi hvernig staðan er í heilbrigðisþjónustunni. 

Mánudaginn 12. september 2016 verður Oddný á ferðinni um Árborg og um kvöldið blásum við til opins fundar Eyrarvegi 15 á Selfossi kl. 20 - 22 þar sem hún mun ræða baráttuna framundan.

Við hlökkum til að sjá þig þar.

Samfylkingin

 Jafnaðarmenn

Oddný Harðardóttir við brjóstmynd af Olof Palme.
Skráð af Menningar-Staður

11.09.2016 21:30

Kynning á Uppbyggingarsjóði Suðurlands

 

 

Fjölheimar við Tryggvagarð á Selfossi.

 

Kynning á Uppbyggingarsjóði Suðurlands

 

Hádegissúpufundir með kynningu á Uppbyggingarsjóði Suðurlands og handleiðslu um umsóknarformið verða haldnir á eftirtöldum stöðum dagana 9. til og með 16. september 2016

  • Hvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 9. september kl. 12:00-13:00
  • Kirkjubæjarstofu, Klaustri, mánudaginn 12. september kl. 11:30-12:30
  • Fjölheimum, Selfossi, mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00
  • Þekkingarsetri Vestmannaeyja, fundarsal 1. h, mánudaginn 12. spetember kl. 12:00-13:00
  • Kötlusetri, Vík, þriðjudaginn 13. september kl. 12:00-13:00
  • Icelandair Hótel Flúðir, miðvikudaginn 14. september kl. 12:00-13:00
  • Nýheimum, Höfn, föstudaginn 16. september kl. 12:00-13:00

Skráning hér

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóðinn má sjá hér

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð er til og með 27. september nk.


Af www.sass.is


Skráð af Menningar-Staður

11.09.2016 06:22

Úrslitin í Suðurkjördæmi: - Páll Magnús­son á leið á þing

 

 

Páll Magnússon í pontu á framboðsfundi í Tryggvaskála á Selfossi 1. sept. 2016.

 

Úrslitin í Suðurkjördæmi: - Páll Magnús­son sigraði

 

Páll Magnús­son, fjöl­miðlamaður, mun leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi en öll at­kvæði hafa verið tal­in. Páll fékk 45,4% at­kvæða í fyrsta sætið. Næst­ir hon­um á list­an­um eru alþing­is­menn­irn­ir Ásmund­ur Friðriks­son og Vil­hjálm­ur Árna­son.

 

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra er í fjórða sæti list­ans og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, alþing­ismaður, er í fimmta sæti en þær skipuðu tvö efstu sæt­in fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Alls munaði 55 at­kvæðum á Vil­hjálmi og Ragn­heiði El­ínu í bar­átt­unni um þriðja sætið og er það mun meiri mun­ur held­ur en þegar helm­ing­ur at­kvæða hafði verið tal­inn.

 

Alls tók 4.051 sjálf­stæðismaður þátt í próf­kjör­inu en af þeim voru 150 seðlar auðir og ógild­ir. Á kjör­skrá voru 9.568 og er kjör­sókn því 42%.

 

Nán­ar um at­kvæðin í próf­kjör­inu

  


Ásmundur Friðriksson í pontu á framboðsfundi í Tryggvaskála á Selfossi 1. sept. 2016.

Af www.mbl.is


Skráð af Menningar-Staður

 

10.09.2016 10:19

Prófkjör D-Listans í Suðurkjördæmi er hafið

 


Á Eyrarbakka er kosið í Barnaskólanum frá kl. 10 - 14

 

Prófkjör D-Listans í Suðurkjördæmi er hafið

 

Prófkjör Sjálfstæðismanna,  D-listans í Suðurkjördæmi, er hafið.

Kjörfundur á Eyrarbakka er í Barnaskólanum og hófst kosning kl. 10:00 og stendur til kl. 14:00

 

Fyrsta atkvæðið var greitt á slaginu klukkan 10 við bestu aðstæður því algjört logn er nú á Eyrarbakka.
 


Kjörfundi  á Eyrarbakka stjórna:


Sandra Dís Hafþórsdóttir
Guðmundur Gísli Hagalín og

Helga Þórey Rúnarsdóttir

 

.

F.v.: Guðmundur Gísli Hagalín, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Helga Þórey Rúnarsdóttir.

.

 Menningar-Staður færði til myndar.

08.09.2016 21:09

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 10. sept. 2016

 

 

 

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 10. sept. 2016

 Auglýsing - Dagskráin á Selfossi 8. sept 2016.

 


Skráða f Menninagr-Staður

 

08.09.2016 06:55

Hádegisfundur Ásmundar Friðrikssonar á Hótel Selfossi 7. set. 2016

 

 

 

Hádegisfundur Ásmundar Friðrikssonar á Hótel Selfossi 7. set. 2016
 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, skrifaði í gær 7. september 2016 eftir fund á Hótel Selfossi Selfossi:

 

"Þrátt fyrir annríki og dagleg störf mættu 50 manns á hádegisfund minn á Hótel Selfossi. Ég ræddi um gott samband mitt við fólkið í Árborg og Suðurlandi og ég finn að það skilar sér. Fólkið veit að hverju það gengur og hverju ég stend fyrir.

Við kjósum af ábyrgð og komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.

Það ríkir góður andi í Árborg."

 

Menningar-Staður færði fundinn til myndar.


Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/280179/


Nokkrar myndir hér:
 

.

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

06.09.2016 10:29

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. september 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. september 2016

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

06.09.2016 07:17

Frá Eyrarbakka 30. júlí 1979

 

 

 

Frá Eyrarbakka 30. júlí 1979

 DV 30. júlí 1979


Skráð af Menningar-Staður