Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

18.02.2017 06:18

Eyrarrósin á Eistnaflug

 

 


Viðurkenning. - Forsvarsmenn þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs tóku

við Eyrarrósinni við hátíðlega athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri í gær.

Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur upp á tvær milljónir króna sem kemur sér vel.

 

Eyrarrósin á Eistnaflug

 

Þungarokkshátíðin Eistnaflug handhafi Eyrarrósarinnar. 
Alþýðuhúsið og Vesturfarasetrið hlutu líka verðlaun.


Þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupstað hlaut í gær Eyrarrósina 2017, verðlaunin sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. 

Forsetafrúin Eliza Reid, sem er verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin við athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri, en starfsemin þar hlaut verðlaunin í fyrra og hefur myndast sú hefð að afhenda verð- launin hverju sinni í höfuðstöðvum verðlaunahafa síðasta árs.

Verðlaunin sem Eistnaflug hlýtur er fjárstyrkur; tvær milljónir króna, auk nýs verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. 

Alþýðuhúsið á Siglufirði og Vesturfarasetrið á Hofsósi, sem einnig voru tilnefnd til verðlaunanna, hlutu hvort um sig 500 þúsund krónu peningaverðlaun. Nýr samningur um verðlaunin 

Að Eyrarrósinni standa í sameiningu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands og var þetta í þrettánda sinn sem verðlaunin voru veitt.

Við upphaf athafnarinnar í Verksmiðjunni undirrituðu Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, samninga um áframhaldandi samstarf um Eyrarrósina til ársins 2020.


Morgunblaðið 17. febrúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

16.02.2017 11:14

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. febrúar 2017

 

 

F.v.: Ólafur Guðmundsson, Rúnar Eiríksson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Guðmundur Sæmundsson, Ólafur Ragnarsson, Siggi Björns og Jón Friðrik Matthíasson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. febrúar 2017

 

Sérstakur gestur  -Vina alþýðunnar-  í morgun, fimmtdaginn 16. febrúar 2017, í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka var Siggi Björns, Vestfirðingurinn og tónlistarmaðurinn í Berlín í Þýskalandi.

 

Þetta er dagur númer tvö í móttökum fyrir Sigga og kom Eyrbekkingurinn á Selfossi;  Ólafur Ragnarsson með brúnköku og bauð gestum.

 

Siggi hefur búið erlendis í rúm 30 ár og starfað við tónlist; fyrst í Danmörku og síðan í Þýskalandi.

 

 

.
F.v.: Ólafur Ragnarsson og Siggi Björns.
.

.
F.v.: Rúnar Eiríksson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Guðmundur Sæmundsson,

Björn Ingi Bjarnason, Siggi Björns og Jón Friðrik Matthíasson.
.

.
F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Ólafur Ragnarsson, Siggi Björns og Jón Friðrik Matthíasson.
.

.
F.v.: Rúnar Eiríksson, Jóhann Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson, Siggeir Ingólfsson.
.


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson, Siggeir Ingólfsson og Ólafur Ragnarsson.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

15.02.2017 18:33

16. febrúar 2017 - Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt

 
 

 

 

 

16. febrúar 2017
- Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt

 


Í dag var danskur fán á Fánasetri Suðurlands á Eyarrbakkai til heiðurs Sigga Björns

vegna margra ára veru hans í Danmörku;

sem reyndar hófst með ferð þangað er hann var púki og fékk upp úr því heiðursnafnið "Danskurinn"

 
 

Við fánalok fyrir stundu flaggaði himnafaðirinn einnig glæsilegu rauðu og gulu við sólarlag eins og sjá má.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.02.2017 14:36

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. febrúar 2017

 


F.v.: Siggi Björns. Haukur Jónsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: BIB

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. febrúar 2017

 

Sérstakur gestur  -Vina alþýðunnar-  í morgun, miðvikudaginn 15. febrúar 2017, í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka var Siggi Björns, Vestfirðingurinn og tónlistarmaðurinn í Berlín í Þýskalandi.

Siggi hefur búið erlendis í rúm 30 ár og starfað við tónlist; fyrst í Danmörku og síðan í Þýskalandi.

Sigga var vel fagnað í Alþýðuhúsinu og á eftir var farið í gamla beitingaskrúinn vestan við Sölvabakka en Siggi var beitustrákur og sjómaður um árabil áður en hann hélt erlendis. Síðasta vertíðin hans var á Flateyri vetrarvertíðina 1983-1984 sem er fræg á margan hátt.

 

 

.
Siggi Björns segir Berlínar- og Vestfjarðasögur.
F.v.: Siggi Björns, Siggeir Ingólfsson og Rúnar Eiríksson.

.

.
Og svo var farið á gamla beitingaskúrin á Bakkanum.
.

.

.

 


Skráð af Menningar-Stað
 

15.02.2017 08:21

Mynd úr Vesturbúðinni 15. feb. 2013

 

 

 

Mynd úr Vesturbúðinni 15. feb. 2013
 

 

Jón Bjarni Stefánsson hefur hér orðið á fundi Vitringa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka
þann 15. febrúar 2013.Skráð af Menningar-Staður

14.02.2017 04:56

Maður orðsins er 62 ára

 

 

Guðbjartur Jónsson í Vagninum á Flateyri

sem hann stofnsetti og rak með glæsibrag í mörg ár.

 

Maður orðsins er 62 ára

 

Guðbjartur Jónsson frá Flateyri  - Maður orðsins- er 62 ára í dag 14.  febrúar 2017.
Margir þekkja hans frábæru orðatiltæki í gegnum tíðina sem sumhver hafa birtst í skemmtisögum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur gefið út á liðnum þeim tæplega aldarfjórðungi sem forlagið hefur starfað.


Um uppruna sinn sagði Guðbjartur Jónsson:
„Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, síðan inná Hesti og eftir það á Flateyri.“


Guðbjartur Jónsson býr nú í Hveragerði.

 

 

Afmæliskveðjur frá Vinum alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.


 


Guðbjartur Jónsson.
Teikning Ómar Smári Kristinsson.

 

 

Myndir er tekin í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 1. maí 2013 þegar

nokkrir fyrrverandi formenn og stjórnarmenn í Verkalýðsfélagini Skildi á Flateyri

héldu uppá 80 ára afmæli félagsins með nokkrum heimamönnum á EyrarbakkaSkráð af Menningar-Staður
 

14.02.2017 04:34

14. febrúar 1966 - Íslendingum gefið Jónshús í Kaupmannahöfn

 

 

 

14. febrúar 1966

- Íslendingum gefið Jónshús í Kaupmannahöfn

 

Íslenskur stórkaupmaður í Danmörku, Carl Sæmundsen, gaf íslenska ríkinu þann 14. febrúar 1966 húseign sína að Östervoldgade 12 í Kaupmannahöfn. 

Jón Sigurðsson forseti frá Hrafnseyri við Arnarfirði og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans bjuggu um langt skeið. 

Þar er nú Jónshús.

 

Morgunblaðið 14. febrúar 2017 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879.
 

Jónshús í Kaupmannahöfn.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

12.02.2017 15:00

Svíðavísa Kristjáns Runólfssonar

 

Image result for kristján runólfsson

Kristján Runólfsson.

 

Svíðavísa Kristjáns Runólfssonar

 

Kappinn fiktar kálið við,
kannske flesta daga,
en nú er hann að sjóða svið,
senn þau lenda í maga.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.Skráð af Menningar-Staður

11.02.2017 18:54

Hrafnar í Selfosskirkju sunnudaginn 12. feb. 2017

 

 

 

Hrafnar í Selfosskirkju sunnudaginn 12. feb. 2017

 

Kl. 20, sunnudagskvöldið 12. febrúar 2017, verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem hljómsveitin Hrafnar sér um tónlistina.  

Þetta verður létt og skemmtileg kvöldstund.  

Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Selfosskirkja.
Sskráða f Menningar-Staður

10.02.2017 10:05

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 10. febrúar 2017

 

 

Siggeir Ingólfsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 10. febrúar 2017Vinir alþýðunnar

 

.
F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.
.

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Haukur Jónsson Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson

og Eggert Valur Guðmundsson.

Ljósm: Björn Ingi Bjarnason og Haukur Jónsson.
Skráð af Menningar-Staður