Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.08.2018 19:59

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

 

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).
Teikning: Ómar Smári Kristinsson frá Gíslholti.

 

 

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

 

Matth­ías Bjarna­son fædd­ist á Ísaf­irði 15. ágúst 1921.

For­eldr­ar hans voru Bjarni Bjarna­son sjó­maður, síðar vega­verk­stjóri, og k.h. Auður Jó­hann­es­dótt­ir hús­freyja.
 

Eig­in­kona Matth­ías­ar var Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður fé­lags­ráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al­menn­um. Hin síðari ár átti Matth­ías góða sam­fylgd með Jón­ínu Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur, skóla­syst­ur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.
 

Matth­ías braut­skráðist úr VÍ 1939. Hann var fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðabáts­ins hf. 1942-43, Djúp­báts­ins hf. 1943-68, fram­kvæmda­stjóri Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga 1960-74, rak versl­un á Ísaf­irði 1944-73, var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Kög­urs 1959-66, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1946-70, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar.
 

Matth­ías var lands­kjör­inn alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1963-67 og á Vest­fjörðum 1967-95, sjáv­ar­út­vegs-, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1974-78, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1983-85, sam­gönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.
 

Matth­ías var formaður FUS á Ísaf­irði, Sjálf­stæðis­fé­lags Ísfirðinga, Fjórðungs­sam­bands sjálf­stæðismanna á Vest­fjörðum, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Ísaf­irði og sat í miðstjórn flokks­ins. Hann var formaður Útgerðarfé­lags­ins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða, Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Vest­f­irðinga, LÍÚ, í stjórn Fiski­mála­sjóðs, At­vinnu­jöfn­un­ar­sjóðs, Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins, var formaður Byggðastofn­un­ar og rit­stjóri Vest­ur­lands.
 

Ævim­inn­ing­ar hans, Járn­karl­inn, skráðar af Örn­ólfi Árna­syni, komu út 1993. Matth­ías gaf út ritið Ísland frjálst og full­valda ríki, í til­efni 75 ára af­mæl­is full­veld­is­ins, 1993.

 

Matth­ías lést 28. febrúar 2014.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

15.08.2018 07:25

Góðir hlustendur og sálfræðingar

 


Rak­ara­stofa Björns og Kjart­ans.
F.v.:  Mohammad Ali­bo, Kjart­an Björns­son, Björn Ingi Gísla­son,

Guðrún Þór­halls­dótt­ir og Björn Daði Björns­son.

Ljós­mynd/?Guðmund­ur Karl Sig­ur­dórs­son

 

 

Góðir hlustendur og sálfræðingar

 

• Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag

 

 

Rak­ara­stofa Björns og Kjart­ans á Sel­fossi fagn­ar 70 ára af­mæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í til­efni dags­ins. Í haust verður svo af­mæl­ispartí. „Þá ger­um við afa góð skil,“ seg­ir Kjart­an Björns­son hár­skeri, einn fjög­urra bræðra.

 

Gísli Sig­urðsson hóf rekst­ur­inn 1948 eft­ir að hafa verið rak­ari í Eim­skipa­fé­lags­hús­inu í Reykja­vík og víðar um ára­bil. Björn son­ur hans tók við stof­unni fyr­ir um 50 árum. „Það var hans heit­asta ósk að ég yrði rak­ari og hann byrjaði að láta mig klippa sig þegar ég var 13 ára,“ seg­ir Björn. Hann seg­ist hafa viljað verða húsa­smiður og hafi unnið við húsa­smíði hjá Sig­fúsi Krist­ins­syni en farið á samn­ing á rak­ara­stof­unni og alltaf klippt með. „Þegar pabbi veikt­ist 1968 varð ég að stökkva út í djúpu laug­ina og taka við stof­unni.“

 

Björn seg­ir að rekst­ur­inn hafi verið erfiður fyrstu árin eft­ir að hann tók við. Þá hafi menn verið byrjaðir að safna hári og minna að gera á rak­ara­stof­um um all­an heim. Norsk­ur hár­skeri hafi komið til lands­ins til þess að kenna hár­sker­um hvernig ætti að bregðast við vand­an­um. „Marg­ir gaml­ir hár­sker­ar hættu en yngri kyn­slóðin brást vel við og kom því á fram­færi að hárið væri eins og grasið; ekki þyrfti að klippa það allt af held­ur bara snyrta það. Þetta virkaði og við lifðum.“

 

Fjör­ug­ar umræður

 

Oft er sagt að mál mál­anna séu leyst á rak­ara­stof­um. Björn seg­ir að taka megi und­ir það. Oft hafi verið fjör­ug­ar umræður á stof­unni. „Menn hafa rætt hlut­ina op­in­skátt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að á 70 ára af­mæli Meist­ara­fé­lags hár­skera hafi hann sagt í ræðu að hár­skeri væri allt í senn sál­fræðing­ur, fé­lags­ráðgjafi og góður hlust­andi. „Auk þess er stjórn­má­laum­ræðan oft heit og ekk­ert hef­ur skort á hana hjá okk­ur. Sum­ir hafa til dæm­is unun af því að koma og setja inn sprengj­ur og ganga út þegar allt er komið á suðupunkt.“

 

Gísli sagði við Björn son sinn að það eina sem hann þyrfti að passa upp á væri að vera alls ekki í póli­tík því það setti allt á hliðina. Kjart­an, son­ur Björns, seg­ir að senni­lega hafi þetta verið rétt. „Afi náði að tipla á tán­um í miklu póli­tísku um­hverfi frá 1948 til 1970 og eng­inn vissi hvar hann stóð í póli­tík,“ seg­ir hann. „Pabbi fór hins veg­ar í fram­boð fyr­ir óháða 1971 og síðar í bæj­ar­stjórn og ég fór sömu leið, hef verið í bæj­ar­póli­tík­inni í átta ár og var varaþingmaður.“ Hann seg­ir að það hafi ekki haft áhrif á vinn­una. „Ég klippi bæði sam­herja og and­stæðinga.“

 

Björn legg­ur áherslu á að vinnustaður­inn sé skemmti­leg­ur. „Það er gam­an að fást við þetta starf. Það er svo breyti­legt; maður er alltaf með nýtt og nýtt verk­efni í hönd­un­um.“ Kjart­an tek­ur í sama streng. „Starfið er fjöl­breytt og skemmti­legt og maður hitt­ir marga. Í því felst gæf­an.“

 

Gísli var lengst af með stof­una í heima­húsi en Björn flutti hana í sér­stakt hús­næði 1971 og hún hef­ur verið í Miðgarði frá 1997. „Ég hef verið með nokkra nema og það kom okk­ur hjón­un­um á óvart þegar Kjart­an son­ur okk­ar vildi verða rak­ari, en síðan bætt­ist yngsti son­ur­inn Björn Daði í eig­enda­hóp­inn.“ Barna­börn­in eru 15. Björn seg­ir að ekk­ert þeirra hafi lýst yfir áhuga á að feta í fót­spor­in en ekki sé öll von úti enn.

 

Kjart­an seg­ir að hann hafi ákveðið að koma for­eldr­um sín­um á óvart með því að velja að fara í rak­ara­nám í Iðnskól­an­um frek­ar en að fara í Versl­un­ar­skól­ann. „Tím­inn í Iðnskól­an­um var ynd­is­leg­ur og ég hlakka til hvers vinnu­dags,“ seg­ir hann. Hann seg­ist þekkja marga rúm­lega fimm­tuga sem séu ekki eins spennt­ir fyr­ir starfi sínu nú og þegar þeir byrjuðu fyr­ir 20 til 30 árum. „Ég hef klippt í 34 ár og er svo hepp­inn að ég hlakka til hvers dags.“


 


Rak­ari - Gísli Sig­urðsson.
 Morgunblaðið miðvikudagaginn 15. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

 

14.08.2018 11:01

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. ágúst 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. ágúst 2018

 


Vinir alþýðunnar.

 

Stefnumótun - mannlíf og menning -

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.

14.08.2018 08:12

Framvinda Dýrafjarðarganga í viku 32

 

 

 

 

Framvinda Dýrafjarðarganga í viku 32

 

 

Í síðustu viku, viku 32, lengdust Dýrafjarðargöngin Arnarfjarðarmegin um 84,4 m og lengd þeirra nú orðin 3.260,7 m sem er 61,5% af heildarlengd. Aðstæður til gangagraftrar hafa verið góðar og berggangur sem var að koma inn í göngin í lok vikunnar hafði ekki áhrif á framvindu en berggangurinn var kominn á miðjan stafn í lok vikunnar.


Lítillega hefur bæst við fyllingar í Arnarfirði en megnið af efninu úr göngum hefur farið í, auk fyllinga, fláafleyga og á haugsvæði. Þá var syðri stöpull nýrrar Mjólkárbrúar tilbúinn fyrir uppsteypu í lok vikunnar og verður hann steyptur í dag.


Í Dýrafirði vann verktaki að aðstöðusköpun og er plan fyrir svefnaðstöðu verktaka nú klárt og þá hóf verktaki vinnu í vegagerð á skeringarsvæði, sjá ljósmyndir.

 

Einnig var unnið við styrkingar í forskeringu sem eru nú nánast lokið en eftir er að grafa burt síðasta hlutann úr forskeringunni og verður gangastafn væntanlega tilbúinn í næstu viku fyrir lokastyrkingar á munnsvæði áður en gangagröftur getur farið af stað í Dýrafirði.


Nokkrar myndir frá framkvæmdun Dýrafjarðarmegin.
Texti og ljósm.: Steinar Ríkarður Jónasson í Mjólkárvirkjun.

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

14.08.2018 08:00

Merkir Íslendingar - Einar Olgeirsson

 

 

Einar Olgeirsson (1902 - 1993).

 

 

Merkir Íslendingar - Einar Olgeirsson

 

 

Ein­ar Ol­geirs­son fædd­ist á Ak­ur­eyri 14. ágúst 1902.

For­eldr­ar hans voru Ol­geir Júlí­us­son, bak­ari á Ak­ur­eyri, og k.h., Sól­veig Gísla­dótt­ir hús­freyja.

 

Eig­in­kona Ein­ars var Sig­ríður Þor­varðsdótt­ir, f. 1903, d. 1994, hús­freyja og eignuðust þau tvö börn, Sól­veigu Krist­ínu og Ólaf Rafn.

 

Ein­ar lauk stúd­ents­prófi frá MR 1921, stundaði nám í bók­mennt­um og tungu­mál­um við Hafn­ar­há­skóla 1921 og við Friedrich-Wil­helm Uni­versität í Berlín 1921-24.

 

Ein­ar kom frá námi í Þýskalandi sama ár og Brynj­ólf­ur Bjarna­son en þeir urðu helstu leiðtog­ar ís­lenskra komm­ún­ista. Auk þess vann Ein­ar að stofn­un Sam­ein­ing­ar­flokks alþýðu – Sósí­al­ista­flokks­ins, er komm­ún­ist­ar og vinstri arm­ur Alþýðuflokks­ins sam­einuðust 1938. Hann var síðan eini formaður Sósí­al­ista­flokks­ins 1938-69.

 

Ein­ar vandaði ekki breska setuliðinu kveðjurn­ar er hann var rit­stjóri Þjóðvilj­ans á stríðsár­un­um. Fyr­ir vikið voru hann, Sig­fús Sig­ur­hjart­ar­son og Sig­urður Guðmunds­son hand­tekn­ir af Bret­um og hafðir í haldi í Brixt­on-fang­els­inu í Bretlandi í nokkra mánuði.

 

Ein­ar og Ólaf­ur Thors lögðu á ráðin um Ný­sköp­un­ar­stjórn­ina 1944 og voru mikl­ir mát­ar síðan. Hann var vel að sér í sagn­fræði og bók­mennt­um, ljóðelsk­ur og flug­mælsk­ur, beitt­ur áróður­spenni, enda rit­stjóri ým­issa mál­gagna komm­ún­ista og sósí­al­ista, s.s. Verka­manns­ins á Ak­ur­eyri, Verka­lýðsblaðsins, Þjóðvilj­ans 1936-41, Nýs dag­blaðs og Rétt­ar um ára­bil.

 

Ein­ar var kenn­ari á Ak­ur­eyri 1924-28, for­stjóri Síld­ar­einka­sölu Íslands á Ak­ur­eyri 1928-31, for­stjóri Íslensk-rúss­neska versl­un­ar­fé­lags­ins hf. í Reykja­vík 1931-35, formaður Verka­lýðssam­bands Norður­lands og alþm. Reyk­vík­inga 1937-67, lengst af fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn.

 

Bók­in Hug­sjóna­eld­ur – minn­ing­ar um Ein­ar Ol­geirs­son, skráð af Sól­veigu dótt­ur hans, kom út 2005.

 

Ein­ar lést 3. febrúar 1993.


Morgunblaðið 14. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

13.08.2018 19:53

Merkir Íslendingar - Valdimar Ólafsson

 


Valdimar Ólafsson (1926 - 2008).

 

 

Merkir Íslendingar - Valdimar Ólafsson

 

 

Valdimar Ólafson, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, fæddist á Mosvöllum I í Önundarfirði 13. ágúst 1926.

Foreldrar hans voru Ólafur B. Hjálmarsson, sjómaður, bóndi á Mosvöllum I, verkstjóri, efnisvörður BP í Rvk., f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, og Ragnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991.

 

Valdimar kvæntist 22.12. 1948 Erlu Þórdísi Jónsdóttur síðar kennara, f. 9.2. 1929, d. 28.2. 1987, dóttur Þórunnar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar, forstjóra hlustendaþjónustu ríkisútvarpsins. Þau skildu 1965. 

Börn Valdimars og Erlu eru sjö.

 

Seinni kona Valdimars er Helga Árnadóttir hjúkrunarkona, f. 16.9. 1937, dóttir Árna Björns Árnasonar, héraðslæknis í Grenivík, og Kristínar Þórdísar Loftsdóttur húsmóður. Þau hafa búið í Lundahólum 3 yfir 30 ár. 

Börn Valdimars og Helgu eru fimm.

 

Valdimar hóf störf í Flugmálastjórn sem loftskeytamaður 1946 og sem flugumferðarstjóri 1947-51, var vaktstjóri til 1962, aðstoðarflugumferðarstjóri til 1971 og yfirflugumferðarstjóri til 1991. Kenndi lengi flugnemum bókleg fræði á kvöldnámskeiðum og í Flugskóla Íslands í dagskóla 1991-99. Hann var ritari Flugráðs í sjö ár og leiðsögumaður á sumrin í 15 ár. Hann var meðhjálpari í Fella- og Hólakirkju í 11 ár og yfir 20 ár í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju. Hann hafði ánægju af að syngja og var í Gerðubergskórnum og karlakórnum Kátum körlum. Var áður fáein ár með Pólýfónkórnum og eitt ár með kirkjukór. Félags- og trúnaðarstörf voru honum hugleikin. Var fyrsti formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) 1955-66 og í stjórn BSRB í 10 ár. Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins í fjögur ár. Hann ferðaðist mikið og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi, sat meðal annars undirbúnings-, stofnfund og ársþing alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra IFATCA. Starfaði í áratugi í Oddfellow og Rotary Breiðholt og gegndi þar ritara- og forsetastörfum. Starfaði í fimm ár við gerð Flugorðasafnsins sem kom úr 1993. Samdi kennslubók í flugreglum 1992.Hann ritaði margar greinar í tímarit, dagblöð og sérrit. Einnig tók Valdimar þátt í störfum Almannavarna ríkisins í um 25 ár og í hjálparstarfi kirkjunnar. Var kjörinn heiðursfélagi FÍF 1985 á 30 ára afmæli þess og hlaut gullmerki sem einn af formönnum þess og Paul Harris-orðu Rotary-félagsskaparins.

 

 

Valdimar Ólafsson lést 2. apríl 2008.

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

13.08.2018 19:48

Merkir Íslendingar - Ottó Wathne

 

 

Ottó Wathne (1843 - 1898).

 

 

Merkir Íslendingar - Ottó Wathne

 

 

Ottó Wat­hne fædd­ist í Man­dal í Nor­egi 13. ágúst 1843.

Hann stundaði síld­veiðar í Nor­egi en fram yfir miðja nítj­ándu öld­ina var um langt ára­bil mik­il síld­ar­gengd inn­an skerja við vest­ur­strönd Nor­egs. Þessi síld var einkum veidd í land­næt­ur og söltuð. Er síld­in hvarf skyndi­lega við Nor­eg frétt­ist af mikl­um síld­ar­göng­um í ís­lenska firði, einkum aust­an- og norðan­lands. Nokkr­ir norsk­ir síld­ar­salt­end­ur tóku sig þá upp, fluttu hingað til lands með næt­ur sín­ar, skip og báta og hófu hér síld­veiðar og sölt­un. Flest­ir þeirra sett­ust að á Aust­fjörðum en langþekkt­ast­ur þeirra var af­hafnamaður­inn Ottó Wat­hne.

 

Ottó var nítj­án ára er hann kom fyrst til Íslands og stundaði þá timb­ur­kaup­mennsku frá skipi víða um landið. Hann kom síðar til Seyðis­fjarðar 1869, reisti sér þar lítið hús og hóf þar síld­veiðar sem mis­lukkuðust. Þá hvarf hann af landi brott til Eng­lands þar sem hann lauk stýri­manns­prófi.

 

Í þriðja sinn er Ottó kom til lands­ins, 1880, var hann kom­inn til að vera, sett­ist þá að á Seyðis­firði, reisti sér þar glæsi­legt íbúðar­hús og starf­rækti þar um nær tveggja ára­tuga skeið blóm­lega versl­un og um­fangs­mikla síld­ar- og þorskút­gerð. Síðustu tveir ára­tug­ir nítj­ándu ald­ar voru mikl­ir upp­gangs­tím­ar á Seyðis­firði sem fékk kaupstaðarrétt­indi 1895.

 

Þetta var ekki síst Ottó að þakka sem inn­leiddi þar ýms­ar nýj­ung­ar í at­vinnu­lífi og menn­ingu og stór­bætti sam­göng­ur með lagn­ingu vega og gufu­skipa­ferðum. Hann byggði m.a. fyr­ir eigið fé fyrsta vit­ann á Dala­tanga í því skyni að auðvelda sigl­ing­ar til Seyðis­fjarðar. Vit­inn var reist­ur 1895 en síðan starf­rækt­ur fyr­ir fé úr Lands­sjóði.

 

Ottó lést 1898. Hans var sárt saknað af Aust­f­irðing­um og tveim­ur árum eft­ir and­lát hans reistu Seyðfirðing­ar hon­um minn­is­varða sem stend­ur við Fjarðar­ár­brú.
 Morgunblaðið 13. ágúst 2018.

 


Skráð af Menningar-Staður.

12.08.2018 21:31

"Erum með áfast bros allan daginn"

 


Hljómsveitin Kiriyama Family. Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir.
 

 

„Erum með áfast bros allan daginn“

 

Sunnlenska rafpopp hljómsveitin Kiriyama Family

mun hita upp fyrir kanadísku indie hljómsveitina Arcade Fire

í Laugardagshöll 21. ágúst næstkomandi.

 

„Það var víst þannig að meðlimir Arcade Fire fengu lista yfir íslenskar hljómsveitir og þau völdu okkur. Við erum að sjálfsögðu mjög glöð með það. Þau eru greinilega mikið smekkfólk á tónlist,“ segir Bassi Ólafsson, trommuleikari Kiriyama Family, hlæjandi í samtali við sunnlenska.is

 

Bassi og félagar hans í hljómsveitinni voru að vonum glöð með tíðindin. „Við vorum bara eins og litlir krakkar þegar við fréttum þetta, með áfast bros allan daginn í sitthvoru horninu. Þetta er mjög sætt fyrir suma í bandinu því Arcade Fire er búið að vera í miklu uppáhaldi og áhrifavaldur alveg frá unglingsárum.“ 

 

Aðspurður segir Bassi að þau geti ekki vitað það fyrirfram hvaða áhrif það hafi fyrir Kiriyama Family að hita upp fyrir hljómsveit eins og Arcade Fire.

 

„Það er eiginlega sama hvaða gigg það er, stórt gigg eins og þetta eða lítill pöbb út í bæ. Það þarf alltaf að vera „rétta“ fólkið á gigginu og þá getur ýmislegt gerst. Við förum alltaf með sama hugarfari að spila, við höfum engar væntingar nema við elskum að spila tónlistina okkar, bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Allt annað er bara bónus,“ segir Bassi.

 

„En þetta gigg gefur okkur vissulega auka spark til að klára þriðju plötuna okkar sem er komin vel á veg og við erum mjög spennt að kynna nýtt efni fyrir fólki. Hver veit nema við tökum nokkur ný lög fyrir Arcade Fire,“ segir Bassi að lokum.

Af www.sunnlenska.is

Sjá: http://www.sunnlenska.is/eftir-8/22544.html

 

.

.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

12.08.2018 11:36

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2017

 

 

 

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2017

 

 

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2017 er komin út fyrir allnokkru og sjáanleg á vefnum.

 

Sjá:
 http://www.husid.com/wp-content/uploads/2013/08/Ársskýrsla-Byggðasafns-Árnesinga-2017.pdf

 

 

Úr Ársskýrslunni 2017:
 

 

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

 


 

12.08.2018 08:28

152 ár frá fæðingu Höllu á Laugabóli

 

 

Halla bjó nær öll sín fullorðinsár á Laugabóli

í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi.

 

 

152 ár frá fæðingu Höllu á Laugabóli

 

 

Í gær, 11. ágúst 2018, voru 152 ár frá fæðingu Hallfríðar Eyjólfsdóttur, eða Höllu á Laugabóli eins og hún er betur þekkt. Halla var á sínum tíma þekkt ljóðskáld, gaf út tvær ljóðabækur; Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. Halla fæddist 11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, Austur-Barðastrandarsýslu.

Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðvarnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904. 
Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans á Laugabóli. Sumarið 1910 var ungur læknir, Sigvaldi Stefánsson, skipaður héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Kom hann vestur þá um sumarið með fjölskyldu sína og settist að á Ármúla, innst í Ísafjarðardjúpi, rétt við Kaldalón. Sigvaldi tók sér síðar nafnið Kaldalóns og varð þjóðþekktur sem tónskáld. Kynni tókust með fjölskyldu Sigvalda og fjölskyldunni á Laugabóli og varð mikil og hlý vinátta þar á milli.Í erindi Hlyns Þór Magnússonar sagnfræðings um Höllu segir: „Óhætt er að segja að samband þeirra Höllu og Sigvalda hafi verið einstakt enda leiddi það til sköpunar sönglaga sem teljast verða perlur í íslenskri tónlist. Bæði voru þau óþekktir listamenn þegar leiðir þeirra lágu saman en bæði voru þjóðþekkt er leiðir skildu. Verk þeirra hafa lifað fram á þennan dag, hjartkær íslensku þjóðinni í tímalausri fegurð sinni. Það hlýtur að hafa verið töfrastund þegar örlögin leiddu saman þessar tvær manneskjur í afskekktri sveit norður á hjara veraldar.“ Af sönglögum Sigvalda við ljóð Höllu má nefna -Ég lít anda liðna tíð- og -Svanur minn syngur-. Þórður lést árið 1914 eftir erfið veikindi og Halla sá um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Skötufirði. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935 þegar Sigurður, sonur hennar, tók við. Halla lést í Reykjavík árið 1937, liðlega sjötug að aldri. Árið 2008 kom út úrval ljóða Höllu í bók sem nefnist Svanurinn minn syngur. Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur á Ísafirði gaf út bókina og í henni er einnig æviágrip um þessa merku konu. Nánar um lífshlaup Höllu 

 

 

Halla Eyjólfsdóttir (1866 - 1937).

 

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður.