Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

30.12.2016 08:33

Flugeldasala á Eyrarbakka


 

 


Flugeldasala á Eyrarbakka
 


Þá er komið að þessu árlega Flugeldasölunni hjá okkur og verður hún opin:

28. des frá 12:00 til 22:00 . 
29. des frá 12:00 til 22:00 
30. des frá 12:00 til 22:00
31. des frá 10:00 til 16:00.


Erum við staðsett á Búðarstíg 21 vestast í þorpinu við bryggjuna.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

30.12.2016 08:15

Best skreyttu húsin í Árborg 2016 verðlaunuð

 

 

Verðlaunahafarnir tóku á móti verðlaununum í Bókasafni Árborgar á Selfossi fyrir jól.

Ljósmynd/Árborg

 

Best skreyttu húsin í Árborg 2016 verðlaunuð

 

Fimmtudaginn 22. desember voru afhent verðlaun fyrir þrjú best skreyttu húsin í Sveitarfélaginu Árborg og best skreytta fyrirtækið.

Að þessu sinni voru mörg íbúðarhús sem komu til greina en á endanum voru það Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri, Lóurimi 1 á Selfossi og Engjavegur 6 á Selfossi sem voru valin bestu skreyttu íbúðarhúsin 2016.

 

Húsráðendur tóku við veglegum verðlaunum en þeir eru;
 

á Stjörnusteinum 18 á Stokkseyri - Jóhann H. Jónsson og Evlalía Sigr. Kristjánsdóttir,

í Lóurima 1 á Selfoss -Ingvar Sigurðsson og Birna Kristinsdóttir 

og á Engjavegi 6 eru það Íris Anna Steinarrsdóttir og Ólafur Guðmundsson.

 

Nokkur fyrirtæki voru tilnefnd og stóð Lindin tískuvöruverslun á Selfossi uppi sem sigurvegari annað árið í röð en skreytingar fyrirtækisins vekja verðskuldaða athygli á Eyraveginum. Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir tóku við verðlaunum Lindarinnar.

Sveitarfélagið Árborg heldur skreytingasamkeppnina árlega í samstarfi við nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu sem gefa bæði vinnu sína og verðlaun. Fyrirtækin eru Dagskráin, Sunnlenska fréttablaðið, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson ehf., Sjafnarblóm, Krónan, Byko, Húsasmiðjan, Blómaval, Rúmfatalagerinn, Motivo, Tiger og Selfossbíó.

 


Lóurimi 1 á Selfossi.

 

Engjavegur 6 á Selfossi.

 

Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri.

 

Lindin við Eyraveg  á Selfossi.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

30.12.2016 07:53

Kumbaravogi lokað í mars 2017

 

 

 

Kumbaravogi lokað í mars 2017

 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu landlæknis, að loka hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri frá og með 31. mars næstkomandi.

Vinna er hafin við að finna íbúum heimilisins viðeigandi úrræði en samkvæmt áætlun.

Embætti landlæknis hefur ítrekaðar gert athugasemdir við forstöðumann Kumbaravogs um aðbúnað íbúa á heimilinu og krafist úrbóta m.a. vegna slælegs ástands húsnæðisins og ófullnægjandi mönnunar. Ekki hefur verið brugðist við ábendingumlandlæknis með viðunandi hætti þegar eftir því hefur verið gengið.

Embætti landlæknis telur að rekstur hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs uppfylli ekki lágmarkskröfur um mönnun, húsnæði, aðstöðu, tæki og búnað til reksturs heilbrigðisþjónustu. Telur embættið fullreynt að knýja fram úrbætur og að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. 

Velferðarráðuneytið gerði forstöðumanni Kumbaravogs grein fyrir áformum um lokun hjúkrunarheimilisins með bréfi 12. desember síðastliðinn og gaf kost á andmælum. Frá sama tíma ákvað ráðuneytið að stöðva innritun nýrra íbúa á hjúkrunarheimilið. Af hálfu rekstraraðila Kumbaravogs hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem benda til þess að vænta megi nauðsynlegra úrbóta á heimilinu.

 

Áhersla á hagsmuni og öryggi íbúanna


Íbúar á Kumbaravogi eru 29. Í samráði við íbúana og aðstandendur þeirra verður nú unnið að því að finna þeim viðunandi búsetuúrræði með þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Reynt verður að mæta óskum íbúanna í því sambandi eins og kostur er. Áætlað er að síðustu íbúar Kumbaravogs flytji þaðan eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Til að gæta hagsmuna þeirra meðan fyrirhugaðar breytingar ganga yfir verður starfsemi hjúkrunarheimilisins tryggð allt til rekstrarloka. Ráðuneytið hefur því tekið ákvörðun um að daggjöld verða greidd fyrir 28 hjúkrunarrými og eitt dvalarrými út mars næstkomandi óháð nýtingu rýmanna.

Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið væntir góðs samstarfs við stjórnendur Kumbaravogs við lokun heimilisins þannig að undirbúningur og framkvæmd þessara breytinga taki í öllum atriðum mið af velferð og öryggi íbúanna og valdi hvorki þeim né aðstandendum óþægindum eða raski á högum þeirra umfram það sem óhjákvæmilegt er við aðstæður sem þessar.

 

Nýtt hjúkrunarheimili byggt í Árborg


Í byrjun september var undirritaður samningur um byggingu 50 rýma hjúkrunarheimilis sem rísa mun á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Samkvæmt áætlun velferðarráðuneytisins er miðað við að 35 þessara rýma leysi af hólmi eldri hjúkrunarrými en 15 þeirra mæti aukinni þörf. Í þessari áætlun ráðuneytisins var m.a. reiknað með því að rekstri hjúkrunarheimilisins á Kumbaravogi yrði hætt á næstu misserum, enda virtist þá orðið ljóst að rekstraraðilarnir teldu sér ekki fært að reka heimilið í samræmi við kröfur þar að lútandi.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

28.12.2016 20:22

Umkringd listaverkum

 
 
 

 

Umkringd listaverkum

Inga Birgitta Spur, fyrrverandi forstöðumaður – 85 ára
Tengdadóttir Eyrarbakka

 

Inga Birgitta Spur fæddist í Husby á Fjóni í Danmörku 28. desember 1931 og ólst þar upp. Hún lauk Præliminæreksamen í Óðinsvéum 1949 og stundaði nám í höggmyndalist við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1952–54 hjá E. Utzon-Frank og Johannes C. Bjerg. Birgitta vann við heimilisstjórn og barnauppeldi í tvo áratugi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, BA-prófi í dönsku og íslensku frá Háskóla Íslands 1980, prófi í uppeldis- og kennslufræði 1981 og kenndi dönsku á árunum 1980-85. Hún nam listasögu við HÍ 1984–85 og við Kaupmannahafnarháskóla 1985–86.

 

Síðla árs 1984 stofnaði Birgitta Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og veitti því forstöðu til 2012, þegar safnið var gefið íslenska ríkinu. Hún hefur ritstýrt á þriðja tug rita, sem komið hafa út á vegum safnsins, m.a. Sigurjón Ólafsson ævi og list, sem kom út í tveimur bindum árin 1998 og 1999 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1999. Birgitta varð íslenskur ríkisborgari 1980 og sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1989.

 

„Sem barn fannst mér heldur leiðinlegt að eiga afmæli á fjórða í jólum, því það vék fyrir jólagleði barnanna sem haldin var í samkomuhúsinu í Husby þar sem faðir minn, presturinn, leiddi sönginn. Foreldrar mínir bættu mér þetta upp með því að halda upp á hálfsársafmæli í lok júní,“ segir Birgitta.

 

Í ætt Birgittu koma fyrir nokkur fuglanöfn. „Auk ættarnafns míns Spur (spör), sem rekja má allt aftur til 1580, eru nöfnin Swane (svanur) og Rafn (hrafn). Sjálf er ég skírð í höfuðið á langalangalangömmu minni, Birgitte Swane, móður Bernhards Severins Ingemanns sem varð ástsælt skáld í Danmörku. Mér hefur oft orðið hugsað til þessarar formóður minnar, sem missti eiginmann sinn frá stórum barnahópi. Til að sjá sér og börnum sínum farborða bruggaði hún edik, en hún lagði allt í sölurnar til þess að Bernhard Severin kæmist til mennta,“ segir Birgitta og bendir á að í Prestbakkakirkju á Síðu sé altaristafla sem eiginkona Ingemanns, Lucie Maria Mandix, málaði.

 

„Aðaláhugamál mín hafa frá upphafi verið bókmenntir, tónlist og fagrar listir. Ég er því þakklát fyrir að hafa lifað innihaldsríku lífi með eiginmanninum mínum, Sigurjóni, og eftir hans dag innan um listaverk hans á þeim stað sem þau voru sköpuð.“

 

Fjölskylda

Birgitta giftist 5.1. 1956 Sigurjóni Ólafssyni, f. 21.10. 1908, d. 20.12. 1982, myndhöggvara frá Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir, f. 1867, d. 1958, verkakona á Eyrarbakka og í Reykjavík, og Ólafur Árnason, f. 1855, d. 1935, verkamaður á Eyrarbakka og í Reykjavík.

Börn Birgittu og Sigurjóns eru:

1) Ólafur Spur Sigurjónsson, f. 17.04. 1953, sellóleikari í Kaupmannahöfn, kona hans er Rie Munk Spur, deildarstjóri, og dóttir þeirra Camilla Munk Spur, kennari. Fyrir átti Ólafur, með Huldu B. Hákonardóttur, dótturina Silju Björk Huldudóttur, bókmenntafræðing, sem á soninn Högna Nóam;

2) Hlíf Sigurjónsdóttir, f. 17.9. 1954, fiðluleikari, maður hennar er Geirfinnur Jónsson, jarðeðlisfræðingur, og synir þeirra Jón Hlífar og Böðvar Ingi;

3) Freyr Sigurjónsson, f. 19.9. 1957, flautuleikari í Bilbao, kona hans er Begoña Garzia Garzia. Með Margaritu Reizabal á hann Sigurjón og Ingu; 4) Dagur Sigurjónsson, f. 12.1. 1959, þroskaþjálfi í Kaupmannahöfn.

Systir Birgittu var Thora Johanne Spur, f. 1934, hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn, látin 2003.

 

Foreldrar Birgittu voru Erik Spur, f. 1890, d. 1971, prestur í Husby á Fjóni, og Åsta Munck, tónlistarkennari f. 1906, d. 1970.

 

.Morgunblaðið miðvikudagurinn 28. desember 2016.


Skráð af Menningar-Staður

28.12.2016 06:41

200.000 gestir á Menningar-Stað

 

.

 

 

200.000 gestir á Menningar-Stað

 

Nú fyrir nokkrum mínútum, miðvikudags morguninn 28. desember  2016 – kom gestur nr. 200.000  frá upphafi á vefinn -Menningar-Staður-

og flettingar voru þá orðnar 1.997.385 samtals.

Takk fyrir þetta ágætu gestir á Menningar-StaðVefurinn hefur verið í loftinu frá því í lok febrúar 2013 og er einn mest sótti vefurinn á Suðurlandi.
 
Skráð af Menningar-Staður

 

27.12.2016 13:16

Vinsælustu jólalög allra tíma

 

 

 

Vinsælustu jólalög allra tíma

 

Frá árdögum rokksins í Bretlandi hefur það verið mikið keppikefli þarlendra tónlistarmanna að eiga vinsælasta lagið um jólin, ár hvert. Mikið er lagt undir til að ná því markmiði og margar af frægustu og mest seldu smáskífum allra tíma hafa náð metsölu á þeim tíma. 

Frægast er Do they know it‘s Christmas með Band-aid hópnum sem varð til þegar Bob Geldof kallaði saman landslið Breta í poppi, árið 1984 til að safna fé fyrir fólk sem svalt heilu hungri í Eþíópíu. Úr varð tindasmellur allra tíma en á nokkrum dögum varð lagið það söluhæsta í breskri sögu, og hefur í þrígang náð toppsætinu um jólin. 

Listin bjargar mannslífum og í því tilfelli með beinum hætti. Þá náði hljómsveitin Queen þeim einstaka árangri að koma sama laginu á toppinn um jólin með tæplega tveggja áratuga millibili, rokkklassíkinni Bohemian rhapsody, sem er annað mest selda jólatopplagið. 

Þessi lög eru vinsælustu „jólalögin“ í sögu breska smáskífulistans, eða öllu heldur þau sem náð hafa toppnum um jólin og/eða selst mest. Hið sígilda Wham lag Last Christmas er það sjötta vinsælasta, en það ein sem náði aldrei fyrsta sætinu, þar sem það kom út sömu vikuna og Band aid lagið en þessi tvö eru nú rúmum þremur áratugum síðar bæði með þeim allra vinsælustu sem gefin hafa verið út.

 

Björgvin G. Sigurðsson

Suðri - Héraðsfréttablað á Suðurlandi


Skráð af Menningar-Staður

27.12.2016 07:27

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka 27. des. 2016

 

 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

- þriðjudaginn 27. des. 2016 -
að Stað kl. 15:00

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.12.2016 16:41

Eyrarbakka - jólastemmning

 
 
 

 

Eyrarbakka - jólastemmning

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

 

26.12.2016 09:59

Jólakveðja Kristjáns Runólfssonar

 

 

 

 

Jólakveðja Kristjáns Runólfssonar


 Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.12.2016 07:10

Gleðilega jólahátíð

 

 

Gleðilega jólahátíð

 

                                          Gleðileg jól

                             gott og farsælt komandi ár
 

                                      Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                     Menningar-Staður

 

                             Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
 Skráð af Menningar-Staður