Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.08.2018 19:58

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

 

 

 

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

 

 

Fjögurra daga bæjar- og fjölskylduhátíð þar sem íbúar taka virkan þátt og skreyta hverfin í litum en bærinn er í einstökum búning þessa helgi.

 


Fjölbreitt dagskrá fyrir alla bæjarbúa!


Tónleikar á fimmtudags- og föstudagskvöldi í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum Selfossi.

 

Morgunverður á laugardegi ásamt fjölskyldudagskrá, sléttusöng og flugeldasýningu.
 

 

Dagskrá hátíðarinnar: 
https://issuu.com/ellijod/docs/dagskra_1Skráð af Menningar-Staður

 

09.08.2018 06:51

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

 

 

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.

 

 

  Þetta gerðist - 9. ágúst 1851

   

 "Vér mótmælum allir"

 

Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar.“ Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði:  „Vér mótmælum allir!“ Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn.

 

Morgunblaðið.

 

 
Hrafnseyri við Arnarfjörð - fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Ljósm.: BIB.

Skráð af Menningar-Staður.

08.08.2018 06:57

Act alone 9. - 11. ágúst 2018

 

 

Einu sinni á ári bjóðum við

landsmönnum öllum í leikhús heila helgi.

 

 

Act alone 9. – 11. ágúst 2018

 

 

Hin einstaka Act alone leiklistarhátíð verður haldin 9. - 11. ágúst 2018 á Suðureyri.

 

Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin sem er náttúrulega alveg einleikið. Enda er Act alone helguð einleikjum og á engan sinn líkan hér á landi.

 

Aðgangur að öllum viðburðum Act alone er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi.

 

Þökk sé okkar einstöku styrktaraðilum.

 

Á Act alone er boðið uppá það besta í heimi einleiksins hverju sinni. Sértu velkomin á Act alone því það kostar ekkert.

 

Kynntu þér dagskrá ársins hér á síðunni og sjáumst svo á Actinu.

Sjá: https://www.actalone.net/dagskra/

 

 
 

Siggi Björns verður á Act alone.Skráð af Menningar-Staður.

07.08.2018 20:52

Útimessa í Arnarbæli 12. ágúst 2018

 

 

Arnarbæli í ágústbyrjun 1907. Íslandsferð Friðriks konungs Vlll.

 

 

Útimessa í Arnarbæli 12. ágúst 2018

 

 

Næstkomandi sunnudag, þann 12. ágúst 2018 kl. 14:00 verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Séra Jón Ragnarson sóknarprestur messar.

 

Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar og boðið verður upp á kirkjukaffi eftir messu.

 

Arnarbæli er við Ölfusá, fornfrægur kirkjustaður og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.

 

Til að komast þangað er ekið um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er fyrsti afleggjari af þjóðvegi nr. 1, skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju (greinilega merktur: Arnarbæli).

 

Messað verður í Kotstrandarkirkju í óhagstæðu veðri.Skráð af Menningar-Staður

07.08.2018 06:41

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson

 

 

Magnús Jónsson (1916 - 2012).

 

 

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson 

 

 

Magnús Jónsson fæddist í Bolungarvík 7. ágúst 1916.

Hann var sonur hjónanna Jóns Bjarnasonar lögregluþjóns á Ísafirði, f. 1886 og Margrétar Maríu Pálsdóttur, f. 1984.
 

Eiginkona Magnúsar var Sigrún Jónsdóttir, f. 12.2. 1918, d. 14.5. 2013. Foreldrar hennar voru Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði og alþingismaður, og k.h. Guðríður Jónsdóttir.

Börn Magnúsar og Sigrúnar eru;
Gyða, f. 5.11. 1942, hjúkrunarfræðingur og Jón, f. 23.3. 1946, hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður.

 

Magnús missti móður sína ungur og var sendur í fóstur í Æðey og ólst þar upp hjá þeim Æðeyjarsystkinum, Ásgeiri, Bjarna og Sigríði.
 

Magnús lauk kennaranámi við Kennaraskóla Íslands og var kennari í Vestmannaeyjum 1942-1945. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi 1945 og Iðnskólans á Akranesi 1946-1951.
 

Veturinn 1947-1948 fór Magnús um Norðurlönd að ráði þáverandi fræðslustjóra, Jónasar B. Jónssonar, til að kynna sér verknám unglinga og skipulagningu verktækni og bóknáms á Norðurlöndum. Síðar fór Magnús til Bandaríkjanna sömu erinda. Nýjar hugmyndir skólamanna á þeim tíma voru um að tengja betur saman bóknám og verknám á grundvelli þeirrar hugsjónar að koma sem flestum til þess náms sem hentaði hverjum og einum og vinna að auknum skilningi á milli þeirra sem stunduðu handverk og háskólamanna. Magnús skipulagði verknámskennslu á Íslandi á þeim grundvelli, sem var undanfari hugmynda og stofnunar fjölbrautaskóla.
 

Magnús varð skólastjóri Gagnfræðaskóla verknáms við stofnun hans 1951, en sá skóli varð síðar Ármúlaskóli, því starfi gegndi Magnús til starfsloka. Starf með ungu fólki og að koma því til þroska var lífsstarf Magnúsar og hugsjón.
 

Magnús gegndi ýmsum forustustörfum í félagsstörfum kennara og skólastjóra og var m.a. formaður Félags skólastjóra um skeið.
 

Magnús Jónsson lést 6. júní 2012.


Skráð af Menningar-Staðu
r.

06.08.2018 19:33

6. ágúst 2018 - 117 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

 

 

 

.

Hvalveiðistöðin að Sólbakka í Önundarfirði.
.

 

 

 

6. ágúst 2018 - 117 ár frá bruna

 

Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka

þann 6. ágúst 1901


5. apríl s.l. voru rétt 129 ár frá því Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka í Önundarfirði þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.


Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf.


Fyrsti hvalurinn kom síðan á land þann 24. apríl 1889 og stóðu veiðarnar og vinnslan til 6. ágúst 1901 að stöðin brann. Þá hafði Ellefsen reist aðra stöð að Asknesi í Mjóafirði eystra og eftir brunann á Sólbakka starfrækti hann bara stöðin á Asknesi en Sólbakki var næstu árin selstöð starfseminnar í Mjóafirði.


Stöðin á Sólbakka átti 17.3% af allri framleiðslu hvalaafurða á Íslandi á tímabilinu 1883-1915 og stöðin á Asknesi kom næst með 15.0% þannig að stöðvar Ellefsen áttu um þriðjung alls á landinu þetta tímabil.


 

.

Ráðherrabústaðurinn að Tjarnargötu 32 í Reykjavík.

Áður íbúðarhús Hans Ellefsen að Sólbakka í Önundarfirði.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

05.08.2018 22:37

343 ártíð Brynjólfs Sveinssonar biskups

 


Skálholtsdómkirkja 5. ágúst 2018.
 

 

343 ártíð Brynjólfs Sveinssonar biskups 

 

 

Í morgun, sunnudaginn 5. ágúst kl. 11.00, var messa í Skálholtsdómkirkju þar sem sóknarpresturinn séra Egill Hjallgrímsson prédikaði.Við upphaf prédikunarinnar minntist séra Egill  -Brynjólfs Sveinssonar-  biskups í Skálholti á árunum 1639 til 1674. Prédikunarstóllinn í Skálholtsdómkirkju er úr Skálholtskirkju Brynjólfs Sveinssonar.  

Í dag er einmitt 343 ártíð Brynjólfs biskups en hann lést þann 5. ágúst 1675.Brynjólfur Sveinsson var fæddur að Holti í Önundarfirði  þann 14. september árið 1605, á krossmessu á hausti. Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinn Símonarson, prestur þar, og Ragnheiður Pálsdóttir.Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í Skálholti í morgun og færði Skálholtsstað og  messuna til myndar.Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286887/

 

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

05.08.2018 08:13

5. ágúst 1675 lést Brynjólfur Sveinsson biskup

 

 
Brynjólfskirkja í Skálholti.
 

 

5. ágúst 1675 lést Brynjólfur Sveinsson biskup

 

 

Brynjólfur Sveinsson biskup lést þann 5. ágúst 1675, nær sjötugur. 

Hann hefur verið talinn einna merkastur Skálholtsbiskupa í lútherskum sið.

 

Brynjólfur Sveinsson var fæddur í Holti í Önundarfirði 14. september árið 1605, á krossmessu á hausti. 
Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinn Símonarson, prestur þar, og Ragnheiður Pálsdóttir. 

Fyrstu þrjú æviár sín var Brynjólfur að Hóli í Önundarfirði, en það mun hafa tíðkast að fyrirfólk kæmi börnum sínum þannig í fóstur um skeið. Síðan elst hann upp hjá foreldrum sínum og var þar haldið fast að lærdómi í kristnum fræðum. Er sagt, að þegar hann var á 12. aldursári hafi drengurinn verið búinn að lesa gjörvalla Heilaga ritningu yfir fimm sinnum, og það á latínu. 

Að þessum undirbúningi loknum var honum komið til náms í Skálholti. Þetta var árið 1617. Hann brautskráðist þaðan 18 ára gamall, árið 1623. Á skólaárunum var Brynjólfur heima vestra um sumur og gegndi öllum þeim störfum er til féllu, gekk að slætti og fór í útróðra. Þó var honum stöðugt haldið að bóklestri jafnframt. 

Árið 1624 sigldi Brynjólfur til háskólanáms í Danmörku, kom heim næsta sumar, vegna drepsóttar sem geisaði ytra, en fór aftur út um haustið. Að 5 ára námi loknu, árið 1629, lét hinn nýbakaði baccalaureus í guðfræði, heimspeki og málfræði í haf og kom upp til Íslands og las grísku í foreldrahúsum í tvö ár.

 

En hann fer utan á ný til háskólanáms, 1631. Fór þar mikið orð af vitsmunum hans og þekkingu. Árið 1632 gerðist hann yfirkennari (konrektor) við dómskólann í Hróarskeldu, og er í því starfi til vors 1638. Í millitíðinni, eða 28. nóvember 1633, hlaut Brynjólfur meistaragráðu í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla.
 

Þá kemur hann aftur til að líta föðurland sitt augum og gera ýmsar ráðstafanir vegna andláts móður sinnar, áður en haldið skal utan til frekari dvalar á meginlandi Evrópu, þegar Gísli Oddsson Skálholtsbiskup veikist og andast, og kennimenn velja Brynjólf sem eftirmann hans. Tregur þáði hann embættið, eftir að hafa reynt að komast undan því, bendandi á að margir aðrir væru sér langtum hæfari til starfans, hlaut vígslu í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn 15. maí árið 1639, og átti eftir að gegna því til ársins 1674, við góðan orðstír, þótti röggsamur kirkjustjórnandi, framfarasinnaður í veraldlegum efnum og allra manna lærðastur, og bjó auk þess yfir víðsýni og umburðarlyndi. Sem dæmi að nefna tók hann mildilega á galdramálum og orti Maríukvæði í kaþólskum stíl. Þá var hann áhugasamur jafnt um náttúruvísindi og hugvísindi, safnaði fornritum og vildi gefa þau út á prenti.
 

Hinn ungi biskup, 34 ára gamall, fékk Skálholtsstað í hrörlegu ásigkomulagi, en uppbyggði stórmannlega, lét rífa gömlu dómkirkjuna og reisa aðra minni. Sú er jafnan kölluð eftir honum.
 

Mælt er að Brynjólfur hafi tekið að þýða Nýja testamentið „úr grísku á íslenzku, fylgjandi orðameiningu höfuðtextans,“ eins og segir í Biskupasögum Jóns Halldórssonar. „Bað biskupinn herra Þorlák að láta það prenta, þá fullgert væri. Fékk afsvar fyrir þá grein, því horfa mundi til ásteiníngar framar en uppbyggíngar hjá einföldum almúga, ef mismunur væri á útleggíngum þess.“ Hafði Brynjólfur einungis lokið við að þýða Matteusarguðspjall, er hér var komið sögu. Ekkert hefur varðveist af því, að talið er. En þetta mun vera í fyrsta sinn, að Íslendingur þýðir rit úr Nýja testamentinu beint úr frummálinu.
 

Í verki sínu um Brynjólf (1973), í flokknum Menn í öndvegi, segir Þórhallur Guttormsson sagnfræðingur m.a.:
 

Í dagfari öllu var Brynjólfur biskup án alls drambs og yfirlætis eða fordildar í mat og klæðnaði. Barst hann svo lítið á, að þjónustufólk og nemendur veittu honum átölur í leyndum. Því svaraði hann svo, að fyrst guð hefði látið sig fæðast í því landi, þar sem klæði væru gerð af sauðaull, en ekki í landi, þar sem stunduð væri silki- eða bómullarrækt, þá bæri sér að semja sig að háttum síns lands og klæðast ullarfötum. „Vanitas quam minimum optimum“ var orðtak hans. Því minna sem væri af hégómanum, því betra.
 

Brynjólfur kvæntist Margréti Halldórsdóttur lögmanns árið 1640. Þau eignuðust sjö börn, en einungis tvö þeirra komust á legg. Ragnheiði misstu þau árið 1663, einungis 22 ára gamla. Við útför hennar var frumfluttur jarðarfararsálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“, sem Hallgrímur Pétursson áður gaf henni. Sonurinn Halldór lést árið 1666, hálfþrítugur að aldri. Margrét andaðist 1670 og Þórður, sonur Ragnheiðar, 1673, á tólfta aldursári.
Afkomendurnir lifðu því engir.
 

Brynjólfur, þessi helsti öndvegismaður Íslands á 17. öld, vildi einn allra Skálholtsbiskupa ekki njóta legs innan veggja kirkju, heldur valdi sér hvílustað austan til í garðinum, hjá sínum nánustu, og bað um að áklappaður steinn yrði ekki lagður á gröf sína. Það er í stíl við orðin hér að framan, ívitnuð.
 

Brynjólfur  andaðist 5. ágúst árið 1675.

Í áðurnefndri bók Þórhalls er framhaldinu lýst svo:
 

Tveim dögum áður en jarðarför Brynjólfs fór fram, var hann lagður í kistu sína og Nýja testamentið, Davíðssálmar og Fjórir guðspjallamenn Jóns Arasonar látnir hjá honum. Hafði hann mælt svo fyrir sjálfur. Skorti biskup nú engan búnað til að hefja að nýju fyrra starf, er kæmi yfir landamærin miklu […]

 

.

 
 

Brynjólfur Sveinsson.
.

.

Minnisvarði um Brynjólf Sveinsson á fæðingarstað hans að Holti í Önundarfirði.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.
 

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

05.08.2018 08:07

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

 

 

Eiríkur Kristófersson (1892 - 1994)

 

 

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

 

 

Eiríkur Kristófersson fæddist á Brekkuvelli á Barðaströnd 5. ágúst 1892, sonur Kristófers Sturlusonar, bónda á Brekkuvelli, og Margrétar Hákonardóttur húsfreyju.
 

Eiríkur lauk smáskipaprófi 1917 og farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ári síðar.
 

Hann fór fyrst á sjó 1908 og var á ýmsum skipum til 1924 en eftir það á skipum Landhelgisgæslunnar og leiguskipum hennar, og skipherra á flestum skipum Gæslunnar.
 

Eiríkur varð þjóðhetja í þorskastríðinu 1958-61 er Íslendingar færðu landhelgina út í tólf mílur. Hann var þá skipherra á flaggskipum Gæslunnar, Þór III og síðan Óðni III sem bættist nýr í flotann, 1959, og þótti góður liðsauki í rimmunni við bresku herskipin á Íslandsmiðum. Var þá mikill hugur í Íslendingum eins og textar vinsælustu dægurlaganna frá þeim tíma bera með sér, s.s. „Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið, að enskir, þeir vilja oss berjast við“, eða „Við gefumst aldrei upp þótt móti blási.“
 

Það kom í hlut Eiríks, öðrum fremur, að stugga við breskum togurum við þessar erfiðu aðstæður og stóð hann þá oft í skeytasendingum við breska flotaforingjann, Anderson.
 

Eiríkur þótti afar traustur skipstjórnarmaður, yfirvegaður, varkár en staðfastur, og naut virðingar landa sinna sem mótherja.

Eiríkur var varaformaður Skipstjórafélags Íslands, fulltrúi í sjómannadagsráði og sat í Sjódómi Reykjavíkur. Hann átti þátt í að bjarga og aðstoða 640 skip og báta á löngum og farsælum skipstjórnarferli og var sæmdur fjölda heiðursmerkja, m.a. frá breska heimsveldinu. Þá var hann heiðursfélagi SKFÍ.
 

Fyrri kona Eiríks var Jóhanna Una Eiríksdóttir. Þau slitu samvistir.

Börn þeirra:

Sturla, Bergljót og Eiríkur.

Seinni kona Eiríks var Hólmfríður Gísladóttir verslunarkona, f. 29.11.1898, d. 11.1.1979.
 

Eiríkur lést 16. ágúst 1994.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

04.08.2018 19:33

Fánasetur Suðurlands flaggar þýskum fána

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggar þýskum fána
 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar þjóðfána Þýskalands

 

í dag, laugardaginn 4. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.