![]() |
Böðvar Sigurjónsson (1938 - 2018).
|
Böðvar Sigurjónsson - Fæddur 6. des. 1938 -
Dáinn 30. sept. 2018 - Minning
Böðvar Sigurjónsson fæddist í Norðurkoti á Eyrarbakka 6. desember 1938. Hann andaðist á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 30. september 2018.
Foreldrar hans voru Guðbjörg Lilja Böðvarsdóttir frá Langstöðum í Flóa, f. 9.4. 1914, d. 9.9. 2006, og Sigurjón Valdimarsson frá Norðurkoti, f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Systkini Böðvars eru Jón Ingi, f. 23.2. 1936, búsettur á Eyrarbakka, Guðný Erna, f. 14.1. 1937, búsett í Kópavogi, Valdimar, f. 8.10. 1951, búsettur á Selfossi. Uppeldisbróðir Böðvars er Erlendur Ómar, f. 14.1. 1950, búsettur í Þorlákshöfn.
Þann 25. september 1965 kvæntist Böðvar Valgerði Hönnu Guðmundsdóttur, f. 2.10. 1941, d. 20.11. 2002, frá Stekkum í Sandvíkurhreppi hinum forna. Hún var dóttir Önnu Kristínar Valdimarsdóttur, f. 11.4. 1917, d. 13.10. 2005, frá Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum og Guðmundar Hannessonar, f. 10.11. 1899, d. 9.10. 1948, frá Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi hinum forna.
Böðvar og Hanna eignuðust þrjár dætur.
Þær eru:
Anna Lára, f. 9.4. 1966, maki Einar Magnússon, þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru Böðvar, Magnús, Andri og Aron;
Lilja f. 30.9. 1967, maki Einar Helgi Haraldsson, þau eru búsett á Urriðafossi. Börn þeirra eru Haraldur, Hanna, Arnar, Dagur Fannar og Daði Kolviður. Íris, f. 15.6. 1973, maki Karl Þór Hreggviðsson. Þau eru búsett á Óseyri við Eyrarbakka, börn þeirra eru Elín og Hreimur. Fyrir átti Karl Birki og Theódóru.
Böðvar vann ýmis störf, var til sjós, hjá Rafmagnsveitum ríkisins og við fiskvinnslu og beitningu á Bakkanum. Lengst af starfaði hann þó við garðrækt með eiginkonu sinni. Hann var einnig með smábúskap, sauðfé og hross.
Útför Böðvars fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 6. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 14.
__________________________________________________________________________________
Minningarorð Einars H. Haraldssonar
Látinn er tengdafaðir minn, Böðvar Sigurjónsson á Eyrarbakka. Ég kynntist honum fyrst 1986 þegar ég varð heimagangur hjá þeim Böðvari og Hönnu. Mér varð fljótt ljóst að þetta var úrvalsfólk af gamla skólanum, heiðarleg og harðdugleg. Bæði höfðu unnið langan vinnudag í fiski og voru að auki með smá kartöflurækt og gulrófur sem síðan urðu þeirra aðallifibrauð. Það eru minnisstæðir tímar þegar við fórum að hjálpa til við upptökuna. Hanna sá um fullt af bakkelsi og Böðvar lék á als oddi. Rófurnar voru teknar upp með höndum, kálið snúið af og þær settar í poka, þeim síðan lyft upp í vagn og síðan raðað í skemmuna til geymslu. Þetta var erfiðisvinna og hreint ótrúlegt að fylgjast með kappsemi Böðvars. Þegar vel gekk í rófunum minnkuðu þau við sig aðra vinnu en Böðvar tók samt oft tímabil í beitningu og það var sko ekkert elsku mamma, upp klukkan fjögur að nóttu í myrkri og kulda og beitt af kappi, enda greitt eftir afköstum. Þá var hann með hesta og kindur sem hann hafði mikla ánægju af. Kunni hann vel að slátra kindum og var oft fenginn til að aðstoða við slíkt.
Hanna féll frá langt fyrir aldur fram árið 2002 og varð það Böðvari áfall. Árið 2011 varð hann síðan fyrir öðru áfalli sem skerti starfsgetu hans. Fyrst í stað eftir þetta bjó hann heima en dvaldi síðast á Sólvöllum, heimili aldraða á Eyrarbakka.
Áður sagði ég Böðvar hafa verið af gamla skólanum. Aldrei gat hann hugsað sér að skulda neinum neitt. Alla sína ævi eignaðist hann aldrei greiðslukort af neinu tagi svo að allt sem hann keypti greiddi hann með reiðufé. Einu sinni fór ég með honum til Reykjavíkur til að kaupa glænýjan bíl. Það var ógleymanlegt upplitið á sölumanninum þegar Böðvar rétti honum umslag með seðlum fyrir bílverðinu. Hann var fullkomlega sannfærður um að Ford-traktorar væru bestir og keyrði ætíð um á bláum Ford. Svo fékk hann sér pallbíl til að keyra rófurnar í Fjarðarkaup, auðvitað Ford.
Böðvar var alls staðar vel liðinn, bæði til vinnu og í félagsskap.
Eitt skýrasta dæmið birtist á dánardegi hans. Skömmu eftir að hann lést kom einn dvalarmaður á Sólvöllum inn til hans, langaði að kveðja Böðvar, var það auðsótt. Þegar hann var kominn aftur fram sagðist hann sakna hans svo mikið, þeir voru svo góðir vinir. Ég sagði að það kæmi áreiðanlega maður í manns stað. Hann leit á mig og sagði skýrt: Það kemur enginn annar eins og Böðvar.
Hvíl í friði Guðs.
Einar H. Haraldsson.
Morgunblaðið laugardagurinn 6. október 2018.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Úr sýningunni Fjallkonan. Mynd: Gústi.
|
Fjallkonan sýnd í Húsinu
á morgun - laugardag 6. okt. 2018
Leiksýningin Fjallkonan verður sýnd í Húsinu á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 6. okt. 2018 kl. 20.
Sýningin hefur ferðast víða um land. Hún var sýnd í Tjarnarbíó á síðasta leikári en höfundur og leikkona sýningarinnar Hera Fjord fluttist fyrir stuttu til Eyrarbakka.
Fjallkonan er leiksýning byggð á ævi dýrfirsku langalangömmu Heru, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt, sem sumir þekkja sem ástkonu ljósvíkingsins sem Laxness gerði frægan í Heimsljósi.
Frítt er inn í tilefni Menningardaga í Árborg.
Framboð sæta er takmarkað.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Jón Thoroddsen (1818 - 1868).
|
Merkir Íslendingar - Jón Thoroddsen
Jón Thoroddsen fæddist á Reykhólum í Reykhólasveit fyrir 200 árum.
Hann var sonur Þórðar Þóroddssonar, bónda og beykis á Reykhólum og ættföður Thoroddsenættar, og Þóreyjar Gunnlaugsdóttur.
Eiginkona Jóns var Kristín Ó. Þorvaldsdóttir, f. Sívertsen. Með eljusemi kom hún sonum sínum til mennta eftir lát Jóns sem skildi eftir sig skuldugt dánarbú.
Synirnir voru Þorvaldur, einn virtasti náttúrufræðingur Íslendinga; Þórður, læknir og alþm, faðir Emils tónskálds; Skúli, sýslumaður, ritstjóri og alþm., en meðal barna hans var Unnur, móðir Skúla Halldórssonar tónskálds; Guðmundur læknaprófessor, Kristín yfirhjúkrunarkona; Katrín, yfirlæknir og alþm., Bolli borgarverkfræðingur og Sigurður, verkfræðingur og alþm., afi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og loks Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari MR, faðir Gunnars forsætisráðherra.
Jón lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1840, lagaprófi frá Hafnarháskóla 1854, og var sjálfboðaliði í Slésvíkurstríðinu 1848. Hann varð sýslumaður Barðastrandarsýslu 1850 og bjó þá lengst af í Haga á Barðaströnd, og sýslumaður Borgarfjarðarsýslu og bjó á Leirá frá 1863 til dauðadags.
Sum kvæða Jóns hafa lifað með þjóðinni, s.s. Hlíðin mín fríða, Vorvísa (Vorið er komið og grundirnar gróa) og ættjarðarljóðið Ísland (Ó, fögur er vor fósturjörð).
Hann á þó fyrst og fremst sess í bókmenntasögunni fyrir fyrstu íslensku nútímaskáldsögurnar, Pilt og stúlku, 1850, og Mann og konu sem kom út ókláruð eftir andlát hans.
Thoroddsenar hafa verið áberandi á sviði stjórnmála og í stjórnsýsluembættum, en í stjórnmálum hafa þeir nánast undantekningarlaust fylgt Sjálfstæðisflokki eða róttækum vinstrimönnum, enda blundar í þeim margræð, viðkvæm og stundum breysk listamannasál.
Jón lést 8. mars 1868.
Morgunblaðið 5. október 2018.
Skráð af Menningar-Staður.
|
||
Siggeir í sölvafjöru
Í gær. 3. október 2018.
Kæru vinir.
Það eur komin góð söl í hús. Hafið samband 8984240
Kveðja
Geiri
![]() |
||
. .
|
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Guðmundur Daníelsson (1910 - 1990). |
Merkir Íslendingar - Guðmundur Daníelsson
Guðmundur Daníelsson fæddist að Guttormshaga í Holtum 4. október 1910, sonur Daníels Daníelssonar, bónda þar, og Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur húsfreyju.
Daníel var sonur Daníels, bónda á Kaldárholti á Rangárvöllum Þorsteinssonar, og Guðrúnar Sigurðardóttur, bónda á Gaddastöðum á Rangárvöllum Guðbrandssonar, bróður Sæmundar, ættföður Lækjarbotnaættar þeirra Bubba og Hauks Morthens.
Eiginkona Guðmundar var Sigríður Arinbjarnardóttir og eignuðust þau þrjú börn sem öll hafa stundað kennslu, Iðunni, Heimi og Arnheiði.
Guðmundur var í Héraðsskólanum á Laugarvatni, lauk kennaraprófi 1934, og stundaði framhaldsnám við Lærerhöjskolen í Kaupmannahöfn 1948-49. Hann var skólastjóri á Suðureyri 1938-43, kenndi á Eyrarbakka 1943-44, skólastjóri þar 1945-68 og kennari Gagnfræðaskólans á Selfossi 1968-73.
Guðmundur stundaði ritstörf með kennslu og skólastjórnun og síðan eingöngu frá 1973.
Meðal skáldsagna hans má nefna;
ræðurna í Grashaga, 1935; Á bökkum Bolafljóts, I. og II. bindi, 1940; Blindingsleik, 1955; Húsið, 1963; Járnblómið, 1972, og Vatnið, 1987. Hann samdi sögulegu skáldsögurnar Sonur minn, Sinfjötli, 1961, og Bróðir minn, Húni, 1976, samdi smásögur, leikrit, ljóð, ferðalýsingar, endurminningar og viðtalsbækur, og naut heiðurslauna listamanna frá 1974.
Guðmundur var ritstjóri Suðurlands 1953-73 og náinn vinur Ingólfs Jónssonar á Hellu. Hann sat í hreppsnefnd Selfoss, í yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis 1959-74, var formaður skólanefndar Héraðsskólans á Laugarvatni 1960-72, sat í hreppsnefnd Selfoss 1970-74, formaður stjórnar Héraðsbókasafns Árnesinga 1970-80, formaður Félags íslenskra rithöfunda 1970-72 og sat í rithöfundaráði 1974-78.
Guðmundur lést 6. febrúar 1990.
Morgunblaðið fimmtudagurinn 4. október 2018.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Bjarni Harðarson mun lesa úr bókinni í útgáfuhófinu.
|
Bókaútgáfan Sæmundur boðar til útgáfuhófs í Skálholtsskóla laugardaginn 6. október klukkan 16 í tilefni af útgáfu bókarinnar „Í Gullhreppum“ eftir Bjarna Harðarson.
Elín Gunnlaugsdóttir, bóksali og tónskáld, syngur nokkur þjóðlög við gamlar vísur um enn eldri tíma. Höfundur les úr bókinni. Kaffi og kleinur í boði útgefanda.
Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld.
Sagan hefst í Kaupmannahöfn þar sem prestsefnið kemst í kærleika við okurlánara og verður síðar valdur að dauða hans. Þegar heim er komið opnar Reykjadalsprestur hús sín fyrir farandi lýð flækinga og nýtur góðs af á engjaslætti. Hann er sjálfur frábitinn allri vinnu en skoðar veröldina með kátlegu kæruleysi þess sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu.
Inni fyrir berst Þórður við trúarlegar efasemdir og forboðnar kenndir sínar til karlmanna. Í kararlegu sinni í Skálholti dreymir hann um að sjá Skálholtsstað í logum en hefur hvorki vilja né nennu til að kveikja þá elda.
Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtist okkur með kröm sinni og skemmtan.
Í Gullhreppum er sjálfstætt framhald bókarinnar Í skugga drottins sem hlaut afburða viðtökur lesenda.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Halldór Kristjánsson (1910 - 2000) |
Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910.
Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.
Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.
Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.
Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.
Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973.
Halldór var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974.
Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum.
Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson.
Halldór lést 26. ágúst árið 2000 og Rebekka lést 28. janúar 1995.
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
||||
.
.
|
Paul McCartney með tónleika í Winnipeg 28. sept. 2018
Paul McCartney og hljómsveit hans voru með magnaða tónleika í Winnipeg í Kanada föstudagskvöldið 28. september 2018.
Tónleikarnir fóru fram í troðfullri íshokkihöll Bell MTS Place í miðborg Winnipeg eða nær því 14.000 manns.
Lagalisti tónleikanna voru þessi 39 lög frá öllum ferli Paul McCartney.
A Hard Day's Night https://www.youtube.com/watch?v=kA13FNCsAWU
Hi, Hi, Hi
Can't Buy Me Love https://www.youtube.com/watch?v=CLTU7pLb720
Letting Go https://www.youtube.com/watch?v=1m59zfx3000
Who Cares
Come On to Me https://www.youtube.com/watch?v=Wsa2qZF_NU0
Let Me Roll It
I've Got a Feeling
Let 'Em In
My Valentine
Nineteen Hundred and Eighty-Five
Maybe I'm Amazed
I've Just Seen a Face
In Spite of All the Danger
From Me to You https://www.youtube.com/watch?v=G2ZlnlfaWzI
Michelle
Love Me Do
Blackbird
Here Today
Queenie Eye
Lady Madonna https://www.youtube.com/watch?v=ik-k3CVKIIw
FourFiveSeconds
Eleanor Rigby
Fuh You
Being for the Benefit of Mr. Kite!
Something
Ob-La-Di, Ob-La-Da https://www.youtube.com/watch?v=Z-VgPLulG_A
Band on the Run
Back in the U.S.S.R.
Let It Be https://www.youtube.com/watch?v=eyaJQrY0LDc
Live and Let Die https://www.youtube.com/watch?v=0vneYN3zTUo
Hey Jude
Yesterday https://www.youtube.com/watch?v=49dudvv1vhY
I Saw Her Standing There https://www.youtube.com/watch?v=JbppIxWbMJc
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (Reprise)
Helter Skelter
Golden Slumbers
Carry That Weight
The End
![]() |
feðgarnir Björn Ingi Bjarnason (t.h.) og Víðir Björnsson (t.v.).
|
![]() |
Paul McCartney og villiöndin
Eitt fyrsta lagið, sem ég man eftir að hafa heyrt í útvarpinu var Söngur villiandarinnar, sem Jakob Hafstein söng. Þetta lag er ákaflega sorglegt en textinn fjallar um andahjón sem verða fyrir kúlum veiðimanns. Það var spilað í tíma og ótíma í óskalagaþáttum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og sjálfsagt hafa einhverjir verið orðnir dauðleiðir á því, þótt platan hafi ekki verið brotin í beinni útsendingu eins og urðu örlög lagsins, Ég vild’ég væri hænuhanagrey.
Ég hef ekki leitt hugann að Söng villiandarinnar í mörg ár, en um helgina var ég í mesta sakleysi að hlusta á nýju plötuna hans Pauls McCartneys, Egypt Station, á tónlistarveitunni Spotify, fín plata. Síðasta lagið, Hunt you Down/Naked/C-link, er kaflaskipt, og í miðkaflanum sperrti ég skyndilega eyrun, því þar hljómaði laglínan úr villiöndinni! Ég segi ekki sannara orð, það lá við að ég heyrði Paul syngja: Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta.
Getur hugsast, að Paul hafi einhverntímann heyrt villiöndina, sem mun víst vera sænsk að uppruna og „samp-lað“ hana á nýju plötunni sinni? Eða voru þetta bara viðbrögð undirmeðvitundar manns sem hlustaði yfir sig á lagið á sínum tíma?
Morgunblaðið þriðjudagurinn 25. september 2018.
Ljósvaki
Guðm. Sv. Hermannsson
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Bergur Jónsson af forsetaættum frá Hrafnseyri. |
Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898. Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.
Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins, bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
Systir Bergs lögfræðings var Ólöf, móðir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal f.v. innanríkisráðherra.
Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði Þórdísi húsfreyju, móður Bergs S. Oliverssonar lögmanns, Jón deildarstjóra og Þóri tryggingastærðfræðing.
Seinni kona Bergs var Ólafía Valdimarsdóttir.
Bergur lauk stúdentsprófi 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, öðlaðist hdl.-réttindi 1947 og hrl.-réttindi 1953. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1923-27, sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1927-28, var skipaður bæjarstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka.
Bergur var alþingismaður Barðastrandarsýslu 1931-42, sat í milliþinganefnd í kjördæmaskipunarmálinu fræga 1931, var formaður lögfræðinganefndar um réttarfarslöggjöf 1934, átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938, var formaður og gjaldkeri Eyrarsparisjóðs á Patreksfirði, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1934, sat í landskjörstjórn frá 1943 og til æviloka og í stjórn Dómarafélags Íslands 1941-47.
Bergur lést 18. október 1953.
Morgunblaðið - Merkir Íslendingar - Jónas Ragnarsson.
![]() |
Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. |
Skráð af Menningar-Staður.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is