Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.01.2018 20:25

Orðsending til lesenda Þingeyrarvefsins

 

 

F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason. Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni

á Þingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins þar sem m.a. var rætt um Þingeyrarvefinn.

Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séð um Þingeyrarvefinn í fjögur ár í

nafni Vestfirska forlagsins á Þingeyri.

 

Orðsending til lesenda Þingeyrarvefsins

 

Kæru vinir.

 

Eins og margir ykkar vita, höfum við undirritaðir séð um að halda Þingeyrarvefnum gangandi nú um all langt skeið. Þetta hefur verið endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina.
 

   Mörgum þykir vænt um Þingeyrarvefinn. Þar hefur oft birst efni sem hvergi er að finna annarsstaðar. Það geta allir séð með því að skoða frétta- og greinamagasínið á vefnum sjálfum. Þar kennir ótrúlega margra grasa úr samfélagi okkar. Vonandi hefur það bæði verið til gagns og gleði. Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum.
 

   Við gáfum það í skyn í sumar að nú færi þessu að ljúka hjá okkur af ýmsum ástæðum. Nú er sá tími kominn, kæru vinir. Við látum hér nótt sem nemur. Vonandi taka einhverjir áhugamenn upp merkið.
 

Með baráttukveðjum.
 

Upp með Vestfirði!

Hallgrímur Sveinsson

Björn Ingi Bjarnason


Vestfirska forlagið og Menningar-Staður á Eyrarbakka hafa átt mjög margþætt

menningarsamstarf síðustu ár eins og þessi mynd sýnir.


Með verðlaun frá Vestfirska forlaginu á aðventusamkomu á Stað þann 6. desember 2017.
F.v.: Vigdís Hjartardóttir, Jóhann Jóhannsson, Ingvar Jónsson, Þórður Grétar Árnason

og Ásmundur Friðriksson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður.
 

23.01.2018 06:41

Arftaki sjómannsins

 

 

Sjavarútvegshúsið við Skúlagötu í Reykjavík.

 

Arftaki sjómannsins – frestur til að skila inn tillögum

um listaverk á Sjávarútvegshúsið framlengdur til 1. febrúar

 

Frestur til að senda inn tillögu í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins Skúlagötu 4 hefur verið framlengdur til kl. 16:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2018.
 

Verkið skal hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Höfundum er frjálst að velja þá efnisútfærslu sem þeir telja henta hugmynd sinni best, en verkið skal hafa endingu í að minnsta kosti þrjú ár. Mikilvægt er að verkið taki tillit til umhverfisins, falli vel að svæðinu og þoli íslenska veðráttu. 
 

Um samkeppnina gilda samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Þátttaka í samkeppninni er opin öllum skapandi einstaklingum og hópum. Dómnefnd skipuð fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og SÍM mun velja eina af tillögunum sem berast til útfærslu. Vinningstillagan mun hljóta kr. 250.000,- í verðlaun. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun standa straum af kostnaði við gerð og uppfærslu verksins að hámarki kr. 2.000.000,-. Innan þess fjárhagsramma skal rúmast allur kostnaður við verkið; undirbúningur, efni, tækjabúnaður, framkvæmd og aðkeypt vinna auk höfundargreiðslu. Verðlaunafé er óháð fjárhagsramma verksins.

 

Tillögum skal skilað inn fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2018. Niðurstaða dómnefndar verður kynnt í síðasta lagi 9. mars 2018 og sýning á tillögum sem bárust í keppnina haldin að því loknu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

22.01.2018 07:05

Stórhugur í Eyrbekkingum

 

 

 


Útflutn­ing­ur.
Myk­inesið sigl­ir frá Þor­láks­höfn til meg­in­lands Evr­ópu.

— Morg­un­blaðið/?Sig­urður Bogi

 

Stórhugur í Eyrbekkingum

 

• Umhverfisvæn steinullarverksmiðja 

• Yrði eina verksmiðja sinnar tegundar í heiminum 

• Allt að 50 tæknistörf 

• Útflutningshöfnin í Þorlákshöfn skiptir máli 

• Framleiðsla gæti hafist árið 2020

 

Í skoðun er að reisa um­hverf­i­s­væna stein­ull­ar­verk­smiðju vest­an við Eyr­ar­bakka þar sem allt að 50 ný tæknistörf gætu skap­ast.

Bæj­ar­stjórn Árborg­ar hef­ur samþykkt að veita vil­yrði fyr­ir lóð vest­an við Eyr­ar­bakka til sex mánaða. Á lóðinni er fyr­ir­hugað að byggja sjálf­bæra stein­ull­ar­verk­smiðju.

Óskar Örn Vil­bergs­son og Þór Reyn­ir Jó­hanns­son eru for­svars­menn að bygg­ingu verk­smiðjunn­ar. Óskar Örn seg­ir að hún sé enn á hug­mynda­stigi en unnið sé hratt og vel í mál­inu.

Óskar, sem er ættaður frá Eyr­ar­bakka og bú­sett­ur þar, seg­ir að það megi flokka und­ir æv­in­týra­mennsku að fara út í slíkt verk­efni að reisa stein­ull­ar­verk­smiðju. Það hafi hins veg­ar verið kannað áður með bygg­ingu slíkr­ar verk­smiðju en niðurstaðan þá hafi verið að byggja hana á Sauðár­króki.

 

Útflutn­ings­höfn­in skipt­ir máli

 

Óskar seg­ir að svarti sand­ur­inn við Eyr­ar­bakka og út­flutn­ings­höfn­in í Þor­láks­höfn hafi skipt máli þegar farið var að skoða staðsetn­ingu á verk­smiðjunni.

 

„Ef af verður geng­ur viðskipta­mód­elið okk­ar út á það að fram­leiða stein­ull til út­flutn­ings. Það skipt­ir því miklu máli að hafa viku­leg­ar sigl­ing­ar frá Þor­láks­höfn til meg­in­lands Evr­ópu með flutn­inga­skip­inu Myk­ines,“ seg­ir Óskar.

Hann seg­ir að fleiri komi að fjár­mögn­un verk­efn­is­ins, en ekki sé tíma­bært að upp­lýsa nú hverj­ir það séu.

Óskar seg­ir að við hönn­un á verk­smiðjunni verði gengið út frá því að hún verði um­hverf­i­s­væn og öll tækni sem notuð verði hafi það að mark­miði að gera fram­leiðsluna um­hverf­i­s­væna. Verk­smiðjan yrði þá sú eina í heim­in­um sem myndi nota þessa tækni.

„Maður vill ekki vera að pissa í skó­inn sinn. Ég bý hérna og ætla ekki að eyðileggja nærum­hverfi mitt,“ seg­ir Óskar.

 

Kæm­ist í gagnið árið 2020

 

Miðað við spár þeirra bjart­sýn­ustu má bú­ast við að fram­kvæmd­ir við bygg­ing­una gætu haf­ist næsta haust og verk­smiðjan kæm­ist í gagnið einu og hálfu ári síðar, að sögn Óskars, sem ít­rek­ar að verk­smiðjan sé enn á hug­mynda­stigi. Enn sé eft­ir að skoða og kanna margt og því langt í land að hægt verði að taka ákv­arðanir um fram­haldið.

 

Óskar Örn er húsa­smíðameist­ari og viðskipta­fræðing­ur MAcc og Þór Reyn­ir er viðskipta­fræðing­ur MAcc. Óskar seg­ir að það sé um að gera að blanda sam­an og nýta þá þekk­ingu sem þeir fé­lag­arn­ir hafa.

 

Fólks­fjölg­un á Eyr­ar­bakka

 

Ásta Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, seg­ir að aðkoma Árborg­ar verði ein­göngu í gegn­um lóðaút­hlut­un.

 

„Það er mik­il fólks­fjölg­un á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri og tölu­vert verið að byggja af ein­býl­is­hús­um á svæðinu,“ seg­ir Ásta.

Hún tek­ur und­ir með Óskari að það skipti miklu að hafa út­flutn­ings­höfn í Þor­kák­s­höfn. Hún seg­ir einnig að ef af verði muni um það að fá allt að 50 ný störf í sveit­ar­fé­lagið.


Morgunblaðið 22. janúar 2018.


 


Skráð af Menningar-Staður

21.01.2018 21:25

Merkir Íslendingar - Jón úr Vör

 

 

Jón úr Vör (1917 - 2000).

 

Merkir Íslendingar - Jón úr Vör

 

Jón úr Vör Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. jan. 1917. Hann lést á Landspítalanum 4. mars 2000. Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, og Jónína Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961. 

Jón úr Vör var á þriðja ári sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni á Patreksfirði og konu hans Ólínu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim ásamt fóstursystkinunum Einari, Sigurði, Guðbjarti, Halldóru og Andrési. 

Systkini Jóns úr Vör voru 13:

Sigurður, f. 1905, dó innan árs, Sigurður Kristinn, f. 3.8. 1906, d. 17.11. 1968, Rannveig, f. 28.11. 1908, dó innan árs, Rannveig Lilja, f. 17.1. 1910, d. 17.12. 1950, Marta, f. 14.6. 1911, d. 4.2. 1999, Þorgerður, f. 5.11. 1913, d. 16.6. 1962, Indriði, f. 9.7. 1915, d. 30.4. 1998, Sigrún, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988, Sólveig, f. 28.11. 1919, Gunnar, f. 9.8. 1922, d. 20.12. 1992, Hafliði, f. 20.10. 1923, Fjóla, f. 8.7. 1925, d. 18.5. 1996, Björgvin, f. 26.8. 1929.
 

Hinn 7. september 1945 kvæntist Jón Bryndísi Kristjánsdóttur frá Nesi í Fnjóskadal, f. 17. 8. 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi og búfræðingur, f. 22.3. 1880 Nesi, d. 27.5. 1962, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir rjómabústýra frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 18.4. 1885, d. 26.11. 1983. 

Synir Jóns og Bryndísar eru: 
1) Karl, f. 9.12. 1948, kvæntur Katrínu Valgerði Karlsdóttur, þeirra börn eru Sigrún Erla, Jón Egill og Fanney Magna, 
2) Indriði, f. 5.11. 1950, kvæntur Valgerði Önnu Þórisdóttur, þeirra börn eru Stefán Örn og Bryndís Ylfa, átti áður synina Orra Frey og Þóri Valdimar, sonur Þóris og Maríu Hrundar Guðmundsdóttur sambýliskonu hans er Hafþór Örn, 
3) Þórólfur, f. 3.10. 1954, kvæntist Kerstin Almqvist, þeirra dætur eru Helga Guðrún Gerða og Anna Sólveig, skilin, sambýliskona Þórólfs er Lilja Markúsdóttir.

 

Jón úr Vör stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi, Brunnsviks folkhögskola í Svíþjóð og Nordiska folkhögskolan í Genf. Hann var ritstj. Útvarpstíðinda 1941-45 og 52. Hann var starfsmaður Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar 1947-51, sá um útgáfu tímaritsins Stjörnur, ritstj. þess o.fl. Jón var fornbókasali í Rvík 1952-62. Jafnframt bókavörður í Kópavogi frá 1952 og hafði það að aðalstarfi frá 1. okt 1962. Hann átti þátt í stofnun Rithöfundasambands Íslands og var í stjórn þess fyrstu árin. 

Ljóðabækur: 

Ég ber að dyrum 1. og 2. útg. 1937 3. útg. 1966, Stund milli stríða 1942, Þorpið 1946, endurskoðuð útg. 1956, 3. útg. 1979, 4. útg. 1999, sænsk þýðing, Isländsk kust 1957, Með hljóðstaf 1951, Með örvalausum boga 1951, Vetrarmávar 1960, Maurildaskógur 1965, 100 kvæði, úrval 1967, Mjallhvítarkistan 1968, Stilt vaker ljoset , ljóðaúrval á norsku 1972, Vinarhús 1972, Blåa natten över havet, ljóðaúrval á sænsku útg. í Finnlandi 1976, Altarisbergið 1978, Regnbogastígur 1981, Gott er að lifa 1984.

 

Jón var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut heiðurslaun listamanna frá 1986.
 

 

Jón úr Vör (1917 - 2000).
 


Skráð af Menningar-Staður.

21.01.2018 10:01

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson (1865 - 1940).

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 78 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.

 

Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, fæddist að Elliðavatni 31. október 1865,

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu.

 

Um Einar varð snemma til fjöldi sagna, um stórlyndi hans, höfðingsskap og tröllaukna drauma um stóriðju og verksmiðjuframkvæmdir. Ljóð hans eru þess eðlis að aðdáendur hans nánast dýrkuðu hann og töluðu þá gjarnan um Skáldið með stóru essi. Þórbergur Þórðarson var á tímabili ritari hans og undir miklum áhrifum frá honum og til eru sagnir af fundum hans með ungum skáldum, s.s. Tómasi Guðmundssyni, Halldóri Laxness og Steini Steinarr. Ýmsir hafa skrifað um Einar en ítarleg og stórskemmtileg ævisaga hans, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing, kom út í þremur bindum á árunum 1997-2000.

Einar lést 21. janúar 1940 í Herdísarvík og var jarðsettur, fyrstur Íslendinga, í heiðursgrafreit á Þingvöllum.

 

 

Fréttablaðið og Morgunblaðið

 

 

Í Herdísarvík.
Skráð af Menningar-Staður.

21.01.2018 08:18

Baldur á ný um Breiðafjörð

 


Breiðafjarðarferj­an Bald­ur.

 

Baldur á ný um Breiðafjörð

 

Stefnt er að því að Breiðafjarðarferj­an Bald­ur sigli sam­kvæmt áætl­un á mánu­dag, 22. janúar 2018, eft­ir tveggja mánaða frá­taf­ir vegna al­var­legra bil­ana í aðal­vél. Gunn­laug­ur Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri Sæ­ferða, seg­ist fagna því að þessi erfiði tími fyr­ir fyr­ir­tækið og viðskipta­vini þess virðist vera að baki. Hann seg­ir að kostnaður vegna viðgerða nemi tug­um millj­óna króna.

Í gær á að ræsa aðal­vél Bald­urs, í dag á að ljúka still­ing­um á vél­inni og fara í reynslu­sigl­ingu um Breiðafjörðinn. Skipið hef­ur legið í Stykk­is­hólmi síðan bil­un kom í ljós í aðal­vél að lok­inni ferð sunnu­dag­inn 19. nóv­em­ber. Meðal ann­ars gáfu leg­ur sig í vél­inni og við frek­ari at­hug­un kom í ljós að sveif­ar­ás­inn var ónýt­ur, en nýr sveif­ar­ás fékkst í Dan­mörku þangað sem flogið hafði verið með þann gamla til viðgerðar.
 

Að sögn Gunn­laugs hef­ur alls­herj­ar vél­ar­upp­tekt farið fram í Baldri, en tím­inn jafn­framt verið notaður til að mála, dúk­leggja og skipta um hrein­lætis­tæki á sal­ern­um skips­ins.

 

Sæ­rún fór í 20 ferðir

 

Í fjar­veru Bald­urs hef­ur farþega­bát­ur­inn Sæ­rún farið 20 ferðir til Flat­eyj­ar og í sjö þeirra alla leið upp á Brjáns­læk. Bil­un varð í Sæ­rúnu og var farþega­bát­ur­inn Íris SH leigður í eina ferð. Ef allt hefði verið með felldu hefði Bald­ur siglt sex daga í viku þessa tvo mánuði.

 

Á þess­um árs­tíma er minna en ella um flutn­inga á fólki og bíl­um með Baldri, en fiskút­flytj­end­ur reiða sig á sigl­ing­ar skips­ins þegar heiðar og háls­ar lokast. Gunn­laug­ur seg­ir að sem bet­ur fer hafi ekki oft verið ófært þenn­an tíma, en þó hafi komið dag­ar þar sem hafi verið kross­lokað með til­heyr­andi erfiðleik­um.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

20.01.2018 07:32

Merkir Íslendingar - Dr. Jakob Jónsson

 

Jakob Jónsson (1904 - 1989).

 

Merkir Íslendingar - Dr. Jakob Jónsson

 

Sr. Hans Jakob Jóns­son, prest­ur í Hall­gríms­kirkju, fædd­ist á Hofi í Álftaf­irði 20. janúar 1904. For­eldr­ar hans voru Jón Finns­son, prest­ur á Hofi í Álftaf­irði og Djúpa­vogi, og Sig­ríður Hans­ína Hans­dótt­ir Beck hús­freyja. 
 

Bróðir Jak­obs var Ey­steinn Jóns­son, alþing­ismaður, ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.
 

Kona sr. Jak­obs var Þóra Ein­ars­dótt­ir hús­freyja. Börn þeirra: Guðrún Sig­ríður, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Írans­fræðing­ur; Svava, rit­höf­und­ur og alþing­ismaður.; Jök­ull, eitt helsta leik­rita­skáld þjóðar­inn­ar á síðustu öld: dr. Þór, fyrr­ver­andi veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, og Jón Ein­ar héraðsdóms­lögmaður.
 

Sr. Jakob varð stúd­ent frá MR 1924, lauk embætt­is­prófi í guðfræði við Há­skóla Íslands 1928, var við fram­halds­nám í sál­fræði við Winnipeg-há­skóla 1934-35, stundaði nám í kenni­mann­legri guðfræði og nýja­testa­ment­is­fræðum við Há­skól­ann í Lundi 1959-60 og lauk lísentí­ats­prófi í guðfræði við há­skól­ann í Lundi 1961 og varði doktors­rit­gerð við Há­skóla Íslands 1965.

Sr. Jakob var aðstoðarprest­ur hjá föður sín­um á Djúpa­vogi 1928, sókn­ar­prest­ur í Norðfjarðarprestakalli 1929-35, prest­ur í Kan­ada 1935-40 og í Hall­gríms­kirkjuprestakalli 1941-1974. Hann var skóla­stjóri við gagn­fræðaskól­ann í Nes­kaupstað 1931-34, stunda­kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Reyk­vík­inga 1941-42 og MR 1944-50. Hann var formaður Presta­fé­lags Íslands í ára­tug og gegndi auk þess marg­vís­leg­um öðrum trúnaðar­störf­um.
 

Sr. Jakob var í röð lærðustu kenni­manna kirkj­unn­ar, virt­ur og vin­sæll sókn­ar­prest­ur. Hann var af­kasta­mik­ill rit­höf­und­ur en eft­ir hann ligg­ur fjöldi rita um guðfræði og um ýmis álita­mál al­menn­ings á því sviði. Hann sendi einnig frá sér nokk­ur leik­rit og var af­burða kenn­ari og kenni­maður, skýr í hugs­un, skemmti­leg­ur, hóg­vær og alþýðleg­ur í allri fram­setn­ingu.
 

Sr. Jakob lést 17. júní 1989.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

19.01.2018 06:55

Þorri hefst 19. janúar 2017 - Bóndadagur

 

 

Bakkablótið verður 27. janúar 2018 að Stað.

 

Þorri hefst 19. janúar 2018 - Bóndadagur

 

Mánuðurinn þorri hefst í 13. viku vetrar, nú 19. til 25. janúar, en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Mánaðarnafnið er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.

Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót, en þeim ekki lýst. Vetraröldungurinn Þorri er algengt yrkisefni á 17. – 19. öld og um fagnað eða sérstaka siðvenju við upphaf þorra eru heimildir frá öndverðri 18. öld. Líklegt er að slíkar venjur séu allmiklu eldri.

Upphaflega virðist húsfreyja hafa boðið þorra velkomin enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkaður húsbóndanum. Er hvorttveggja til að honum hafi verið veitt sérstaklega í mat og að hann hafi þá átt að gera vel við sitt fólk. Bóndadagsheitið er þó ekki kunnugt fyrr en í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðbiki 19. aldar. Þar er einnig minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óljóst er hversu almennur slíkur siður hefur verið og hver er uppruni hans. Vera kann að þar sé um að ræða leifar af eldra þorrafagnaði.

Á síðarihluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu “Þorrablót” að fornum hætti, matar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af eftir aldamótin 1900 í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram.

Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá “íslenskan” mat sem nú var orðinn sjaldséður í kaupstöðum.

Veitingamaður í Naustinu í Reykjavík (Halldór Gröndal sem á ættir til Hvilftar í Önundarfirði) hafði síðan sérstakan þorramat á boðstólum frá þorranum 1958. 

Síðan hafa þorrablót ýmissa samtaka með íslenskan mat verið fastur liður í skemmtanalífi um allt land.

Um 1980 hófust blómagjafir eiginkvenna til eiginmanna undir áhrifum frá konudegi.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson. 


Skráð af Menningar-Staður

18.01.2018 06:52

Úr bókinni 100 Vestfirskar gamansögur: - Baktal

 

 

Guðbjartur Jónsson. Ljósm.: BIB

 

Úr bókinni 100 Vestfirskar gamansögur: - Baktal

 

Meðan Guðbjartur vagnstjóri Jónsson rak Vagninn á Flateyri, seldi hann mat kostgöngurum jafnt sem gestum og gangandi. 

Sumar eitt kom burtfluttur Flateyringur, Grétar Snær Hjartarson, inn á Vagninn laust eftir hádegið og var Guðbjartur þá að taka til eftir matinn. Grétar segir við Guðbjart að hann hafi heyrt að fólki líki mjög vel maturinn hjá honum. 

Guðbjartur svarar: Já, ég hef heyrt þetta líka, enda spyrjum við fólk alltaf hvernig því líkar maturinn. Það er miklu betra að fá þetta í bakið strax. Grétar segir þá: Já, heldur en framan í sig eínhvern tíma seinna. Já, það er nefnilega einmitt það, sko!

 

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

17.01.2018 06:58

Styrkur til sendiráða Íslands í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands

 


Norðurbryggja í Kaupmannahöfn hvar Sendiráð Íslands er.

 

Styrkur til sendiráða Íslands í Kaupmannahöfn

og Berlín í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands

 

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að veita 10 millj. kr. framlag af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdar afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín.
 

Megin áhersla verður lögð á að fagna tímamótunum með dagskrá í þessum tveimur mikilvægu samstarfslöndum Íslands; Danmörku og Þýskalandi. 

Í fyrra tilvikinu, í ljósi tvíhliða eðlis málsins, munu dönsk stjórnvöld minnast tímamótanna með viðburðum á fræða- og menningarsviðinu, með þátttöku forseta Íslands, auk þess sem Margrét Danadrottning hefur þegið boð forseta Íslands um þátttöku í hátíðarhöldum á Íslandi þann 1. desember 2018. 

 

Í síðara tilvikinu, Þýskalandi, er um að ræða leiðandi ríki í Evrópu, sem jafnframt er eitt allra mikilvægasta samstarfsríki og viðskiptaland Íslands í heiminum í dag. 

Sendiráðin í báðum löndum hafa lagt drög að vandaðri og umfangsmikilli dagskrá sem skipulögð hefur verið í nánu samráði við fræða- og menningarstofnanir og kynningarmiðstöðvar heimafyrir og í hlutaðeigandi gistiríkjum.Skráð af Menningar-Staður