Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.08.2018 19:33

6. ágúst 2018 - 117 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

 

 

 

.

Hvalveiðistöðin að Sólbakka í Önundarfirði.
.

 

 

 

6. ágúst 2018 - 117 ár frá bruna

 

Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka

þann 6. ágúst 1901


5. apríl s.l. voru rétt 129 ár frá því Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka í Önundarfirði þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.


Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf.


Fyrsti hvalurinn kom síðan á land þann 24. apríl 1889 og stóðu veiðarnar og vinnslan til 6. ágúst 1901 að stöðin brann. Þá hafði Ellefsen reist aðra stöð að Asknesi í Mjóafirði eystra og eftir brunann á Sólbakka starfrækti hann bara stöðin á Asknesi en Sólbakki var næstu árin selstöð starfseminnar í Mjóafirði.


Stöðin á Sólbakka átti 17.3% af allri framleiðslu hvalaafurða á Íslandi á tímabilinu 1883-1915 og stöðin á Asknesi kom næst með 15.0% þannig að stöðvar Ellefsen áttu um þriðjung alls á landinu þetta tímabil.


 

.

Ráðherrabústaðurinn að Tjarnargötu 32 í Reykjavík.

Áður íbúðarhús Hans Ellefsen að Sólbakka í Önundarfirði.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

05.08.2018 22:37

343 ártíð Brynjólfs Sveinssonar biskups

 


Skálholtsdómkirkja 5. ágúst 2018.
 

 

343 ártíð Brynjólfs Sveinssonar biskups 

 

 

Í morgun, sunnudaginn 5. ágúst kl. 11.00, var messa í Skálholtsdómkirkju þar sem sóknarpresturinn séra Egill Hjallgrímsson prédikaði.Við upphaf prédikunarinnar minntist séra Egill  -Brynjólfs Sveinssonar-  biskups í Skálholti á árunum 1639 til 1674. Prédikunarstóllinn í Skálholtsdómkirkju er úr Skálholtskirkju Brynjólfs Sveinssonar.  

Í dag er einmitt 343 ártíð Brynjólfs biskups en hann lést þann 5. ágúst 1675.Brynjólfur Sveinsson var fæddur að Holti í Önundarfirði  þann 14. september árið 1605, á krossmessu á hausti. Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinn Símonarson, prestur þar, og Ragnheiður Pálsdóttir.Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í Skálholti í morgun og færði Skálholtsstað og  messuna til myndar.Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286887/

 

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

05.08.2018 08:13

5. ágúst 1675 lést Brynjólfur Sveinsson biskup

 

 
Brynjólfskirkja í Skálholti.
 

 

5. ágúst 1675 lést Brynjólfur Sveinsson biskup

 

 

Brynjólfur Sveinsson biskup lést þann 5. ágúst 1675, nær sjötugur. 

Hann hefur verið talinn einna merkastur Skálholtsbiskupa í lútherskum sið.

 

Brynjólfur Sveinsson var fæddur í Holti í Önundarfirði 14. september árið 1605, á krossmessu á hausti. 
Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinn Símonarson, prestur þar, og Ragnheiður Pálsdóttir. 

Fyrstu þrjú æviár sín var Brynjólfur að Hóli í Önundarfirði, en það mun hafa tíðkast að fyrirfólk kæmi börnum sínum þannig í fóstur um skeið. Síðan elst hann upp hjá foreldrum sínum og var þar haldið fast að lærdómi í kristnum fræðum. Er sagt, að þegar hann var á 12. aldursári hafi drengurinn verið búinn að lesa gjörvalla Heilaga ritningu yfir fimm sinnum, og það á latínu. 

Að þessum undirbúningi loknum var honum komið til náms í Skálholti. Þetta var árið 1617. Hann brautskráðist þaðan 18 ára gamall, árið 1623. Á skólaárunum var Brynjólfur heima vestra um sumur og gegndi öllum þeim störfum er til féllu, gekk að slætti og fór í útróðra. Þó var honum stöðugt haldið að bóklestri jafnframt. 

Árið 1624 sigldi Brynjólfur til háskólanáms í Danmörku, kom heim næsta sumar, vegna drepsóttar sem geisaði ytra, en fór aftur út um haustið. Að 5 ára námi loknu, árið 1629, lét hinn nýbakaði baccalaureus í guðfræði, heimspeki og málfræði í haf og kom upp til Íslands og las grísku í foreldrahúsum í tvö ár.

 

En hann fer utan á ný til háskólanáms, 1631. Fór þar mikið orð af vitsmunum hans og þekkingu. Árið 1632 gerðist hann yfirkennari (konrektor) við dómskólann í Hróarskeldu, og er í því starfi til vors 1638. Í millitíðinni, eða 28. nóvember 1633, hlaut Brynjólfur meistaragráðu í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla.
 

Þá kemur hann aftur til að líta föðurland sitt augum og gera ýmsar ráðstafanir vegna andláts móður sinnar, áður en haldið skal utan til frekari dvalar á meginlandi Evrópu, þegar Gísli Oddsson Skálholtsbiskup veikist og andast, og kennimenn velja Brynjólf sem eftirmann hans. Tregur þáði hann embættið, eftir að hafa reynt að komast undan því, bendandi á að margir aðrir væru sér langtum hæfari til starfans, hlaut vígslu í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn 15. maí árið 1639, og átti eftir að gegna því til ársins 1674, við góðan orðstír, þótti röggsamur kirkjustjórnandi, framfarasinnaður í veraldlegum efnum og allra manna lærðastur, og bjó auk þess yfir víðsýni og umburðarlyndi. Sem dæmi að nefna tók hann mildilega á galdramálum og orti Maríukvæði í kaþólskum stíl. Þá var hann áhugasamur jafnt um náttúruvísindi og hugvísindi, safnaði fornritum og vildi gefa þau út á prenti.
 

Hinn ungi biskup, 34 ára gamall, fékk Skálholtsstað í hrörlegu ásigkomulagi, en uppbyggði stórmannlega, lét rífa gömlu dómkirkjuna og reisa aðra minni. Sú er jafnan kölluð eftir honum.
 

Mælt er að Brynjólfur hafi tekið að þýða Nýja testamentið „úr grísku á íslenzku, fylgjandi orðameiningu höfuðtextans,“ eins og segir í Biskupasögum Jóns Halldórssonar. „Bað biskupinn herra Þorlák að láta það prenta, þá fullgert væri. Fékk afsvar fyrir þá grein, því horfa mundi til ásteiníngar framar en uppbyggíngar hjá einföldum almúga, ef mismunur væri á útleggíngum þess.“ Hafði Brynjólfur einungis lokið við að þýða Matteusarguðspjall, er hér var komið sögu. Ekkert hefur varðveist af því, að talið er. En þetta mun vera í fyrsta sinn, að Íslendingur þýðir rit úr Nýja testamentinu beint úr frummálinu.
 

Í verki sínu um Brynjólf (1973), í flokknum Menn í öndvegi, segir Þórhallur Guttormsson sagnfræðingur m.a.:
 

Í dagfari öllu var Brynjólfur biskup án alls drambs og yfirlætis eða fordildar í mat og klæðnaði. Barst hann svo lítið á, að þjónustufólk og nemendur veittu honum átölur í leyndum. Því svaraði hann svo, að fyrst guð hefði látið sig fæðast í því landi, þar sem klæði væru gerð af sauðaull, en ekki í landi, þar sem stunduð væri silki- eða bómullarrækt, þá bæri sér að semja sig að háttum síns lands og klæðast ullarfötum. „Vanitas quam minimum optimum“ var orðtak hans. Því minna sem væri af hégómanum, því betra.
 

Brynjólfur kvæntist Margréti Halldórsdóttur lögmanns árið 1640. Þau eignuðust sjö börn, en einungis tvö þeirra komust á legg. Ragnheiði misstu þau árið 1663, einungis 22 ára gamla. Við útför hennar var frumfluttur jarðarfararsálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“, sem Hallgrímur Pétursson áður gaf henni. Sonurinn Halldór lést árið 1666, hálfþrítugur að aldri. Margrét andaðist 1670 og Þórður, sonur Ragnheiðar, 1673, á tólfta aldursári.
Afkomendurnir lifðu því engir.
 

Brynjólfur, þessi helsti öndvegismaður Íslands á 17. öld, vildi einn allra Skálholtsbiskupa ekki njóta legs innan veggja kirkju, heldur valdi sér hvílustað austan til í garðinum, hjá sínum nánustu, og bað um að áklappaður steinn yrði ekki lagður á gröf sína. Það er í stíl við orðin hér að framan, ívitnuð.
 

Brynjólfur  andaðist 5. ágúst árið 1675.

Í áðurnefndri bók Þórhalls er framhaldinu lýst svo:
 

Tveim dögum áður en jarðarför Brynjólfs fór fram, var hann lagður í kistu sína og Nýja testamentið, Davíðssálmar og Fjórir guðspjallamenn Jóns Arasonar látnir hjá honum. Hafði hann mælt svo fyrir sjálfur. Skorti biskup nú engan búnað til að hefja að nýju fyrra starf, er kæmi yfir landamærin miklu […]

 

.

 
 

Brynjólfur Sveinsson.
.

.

Minnisvarði um Brynjólf Sveinsson á fæðingarstað hans að Holti í Önundarfirði.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.
 

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

05.08.2018 08:07

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

 

 

Eiríkur Kristófersson (1892 - 1994)

 

 

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

 

 

Eiríkur Kristófersson fæddist á Brekkuvelli á Barðaströnd 5. ágúst 1892, sonur Kristófers Sturlusonar, bónda á Brekkuvelli, og Margrétar Hákonardóttur húsfreyju.
 

Eiríkur lauk smáskipaprófi 1917 og farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ári síðar.
 

Hann fór fyrst á sjó 1908 og var á ýmsum skipum til 1924 en eftir það á skipum Landhelgisgæslunnar og leiguskipum hennar, og skipherra á flestum skipum Gæslunnar.
 

Eiríkur varð þjóðhetja í þorskastríðinu 1958-61 er Íslendingar færðu landhelgina út í tólf mílur. Hann var þá skipherra á flaggskipum Gæslunnar, Þór III og síðan Óðni III sem bættist nýr í flotann, 1959, og þótti góður liðsauki í rimmunni við bresku herskipin á Íslandsmiðum. Var þá mikill hugur í Íslendingum eins og textar vinsælustu dægurlaganna frá þeim tíma bera með sér, s.s. „Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið, að enskir, þeir vilja oss berjast við“, eða „Við gefumst aldrei upp þótt móti blási.“
 

Það kom í hlut Eiríks, öðrum fremur, að stugga við breskum togurum við þessar erfiðu aðstæður og stóð hann þá oft í skeytasendingum við breska flotaforingjann, Anderson.
 

Eiríkur þótti afar traustur skipstjórnarmaður, yfirvegaður, varkár en staðfastur, og naut virðingar landa sinna sem mótherja.

Eiríkur var varaformaður Skipstjórafélags Íslands, fulltrúi í sjómannadagsráði og sat í Sjódómi Reykjavíkur. Hann átti þátt í að bjarga og aðstoða 640 skip og báta á löngum og farsælum skipstjórnarferli og var sæmdur fjölda heiðursmerkja, m.a. frá breska heimsveldinu. Þá var hann heiðursfélagi SKFÍ.
 

Fyrri kona Eiríks var Jóhanna Una Eiríksdóttir. Þau slitu samvistir.

Börn þeirra:

Sturla, Bergljót og Eiríkur.

Seinni kona Eiríks var Hólmfríður Gísladóttir verslunarkona, f. 29.11.1898, d. 11.1.1979.
 

Eiríkur lést 16. ágúst 1994.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

04.08.2018 19:33

Fánasetur Suðurlands flaggar þýskum fána

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggar þýskum fána
 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar þjóðfána Þýskalands

 

í dag, laugardaginn 4. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

04.08.2018 08:22

Ásgeir í stjörnuliði í Stuttgart

 

 

Ásgeir Sigurvinsson.

Með fyrirliðabandið í leik með Stuttgart 1986.

Ljósm.: Morg­un­blaðið/?Skapti Hall­gríms­son.

 

 

Ásgeir í stjörnuliði í Stuttgart

 

Meðal goðsagna félagsins í 125 ára afmælisleik 

 

Með Klinsmann og Dunga

 

Ásgeir Sigurvinsson verður meðal leikmanna í stjörnuliði Stuttgart á 125 ára afmælishátíð félagsins í Þýskalandi á morgun. Goðsagnir í knattspyrnusögu félagsins stíga þá á sviðið áður en núverandi leikmenn Stuttgart leika sjálfan afmælisleikinn gegn sigurvegurum Atletico Madrid í Evrópudeildinni síðasta vor.

 

Meðal eldri leikmanna Stuttgart í leik morgundagsins má auk Ásgeirs nefna Jürgen Klinsmann, Guido Buchwald, Bernd Förster, Krassimir Balakov, Hansi Müller, Carlos Dunga og Felix Magath. Fram kemur á heimasíðu félagsins að leiktími gömlu leikmannanna verði 20 mínútur hvor hálfleikur.

 

Ásgeir lék með Stuttgart frá 1982 til 1990, alls 194 leiki í þýsku Bundesligunni og skoraði í þeim 38 mörk. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi 1984 af leikmönnum Bundesligunnar. Ásgeir var kosinn íþróttamaður ársins hérlendis 1974 og 1984 og var tilnefndur í heiðurshöll ÍSÍ fyrir þremur árum.

 

Stuttgart 5 sinnum meistari

 

Ásgeir varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart vorið 1984, en alls hefur félagið fimm sinnum hampað meistaratitlinum. Ásgeir er 63 ára gamall, en Eyjólfur Sverrisson sem varð meistari með Stuttgart 1992 fagnaði hálfrar aldar afmæli í gær.
 Morgunblaðið 4. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

04.08.2018 06:37

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

 

Þórður I. Júlíusson (1918 - 2010).

 

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

Þórður Ingólf­ur Júlí­us­son fædd­ist á Atla­stöðum í Fljóta­vík á Horn­strönd­um 4. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Júlí­us Geir­munds­son, út­vegs­bóndi á Atla­stöðum í Fljóta­vík og síðar á Ísaf­irði, og k.h. Guðrún Jóns­dótt­ir hús­freyja.

 

Móður­for­eldr­ar Þórðar voru Jón Guðmunds­son, húsmaður á Steins-túni, og k.h., Elísa Ólafs­dótt­ir, en föður­for­eld­ar hans voru Geir­mund­ur Guðmunds­son, húsmaður í Látra­nesi, og k.h., Sig­ur­lína Friðriks­dótt­ir.

 

Systkini Þórðar:

Júdith Friðrika, f. 1920. Lát­in eru: Ingi­björg, f. 1906, Geir­mund­ur, f. 1908, Sig­ur­lína, f. 1909, Jón Ólaf­ur, f. 1910, Jó­hann, f. 1912, Guðmundína, f. 1915, Snorri, f. 1916, Júlí­ana, f. 1921, Anna, f. 1923, og Guðmund­ur, f. 1925.

 

Eig­in­kona Þórðar var Aðal­heiður Bára Hjalta­dótt­ir frá Sel­hús­um í Naut­eyr­ar­hreppi, dótt­ir Ásthild­ar Magnús­dótt­ur og Hjalta Jóns­son­ar.

 

Börn Þórðar og Báru:

Ásthild­ur Cesil, Jón Ólaf­ur, Hjalti, Gunn­ar, Hall­dóra, Sig­ríður, Inga Bára, og Júlí­us sem lést á fyrsta ári.

 

Þórður ólst upp á Atla­stöðum og vann þar að búi for­eldra sinna. Hann hleypti heimdrag­an­um 19 ára og flutti til Ísa­fjarðar. Þar stundaði hann sjó­mennsku fyrst í stað en fór síðan að stunda vöru- og leigu­bíla­akst­ur og einnig fisk­verk­un og veit­ing­a­rekst­ur í fé­lagi við Jó­hann, bróður sinn. Þeir bræður stofnuðu ásamt Jóni B. Jóns­syni Útgerðarfé­lagið Gunn­vöru árið 1955 og kom Þórður þar að rekstri í ára­tugi.

 

Þórður og Bára fluttu í Vinam­inni við Selja­lands­veg árið 1945. Þar byrjaði Þórður fyrst með salt­fisk- og skreiðar­vinnslu og rak einnig rækju­vinnslu um 20 ára skeið. Einn og í fé­lagi við aðra stóð Þórður einnig í út­gerð inn­fjarðarrækju­báta um ára­tuga­skeið. Þá kom Þórður að stjórn ým­issa annarra fyr­ir­tækja á Ísaf­irði og víðar. Þau hjón bjuggu alla tíð á Vinam­inni en síðustu þrjú árin dvaldi Þórður á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísaf­irði.

 

Þórður lést 15. ágúst 2010.


Morgunblaðið 4. ágúst 2018.

 Skráð af Menninagr-Staður.

03.08.2018 19:55

Þetta gerðist...3. ág­úst 1980

 

 

 

Þetta gerðist...3. ág­úst 1980

 

Hátíð var hald­in á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð til að minn­ast þess að hundrað ár voru liðin frá and­láti Jóns Sig­urðsson­ar.

 

Kap­ella var vígð og minja­safn opnað en það var fyrsta embættis­verk Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur sem for­seta Íslands.

 

Morgunblaðið 3. ágúst 2018

Dag­ar Íslands | Jón­as Ragn­ars­son

 

 

 
 

 

 Skráð af Menningar-Staður.

03.08.2018 06:52

Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs

 

 

Kirkjugestir í Laugardælakirkjugarði. Mynd: Fischersetrið

 

 

Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs

 

Laugardaginn 21. júlí s.l. var haldið upp á fimm ára afmæli Fischersetursins á Selfossi.

 

Athöfnin hófst í Laugardælakirkju með minningarathöfn um skákmeistarann Bobby Fischer. Athöfnin var í umsjá séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar fv. sóknarprests Selfosskirkju.

 

Ræðumaður var Davíð Oddsson fv. forsætisráðherran. Hann rifjaði upp atriði frá uppeldisárum sínum hjá afa sínum Lúðvíki Norðdal lækni á Selfossi. Þá lýsti Davíð sinni aðkomu að því að reyna að fá bandarísk stjórnvöld til að sýna Bobby Fischer mildi þó hann hefði teflt í Júgóslavíu 1992 og þá þvert á bann bandaríkjamanna. Á þessum tíma geisaði borgarastyrjöld í Júgóslavíu og vegna þess voru vesturlandaþjóðirnar með viðskiptabann á Jógóslavíu. Davíð nefndi í ræðu sinni að eftir þetta hafi Bobby Fischer verið eftirlýstur af Bandaríkjastjórn og eftir viðbrögð hans við árásunum á tvíburaturnana í New York hefði verið sérstaklega erfitt að eiga við bandarísk stjórnvöld.

 

Davíð sagði einnig frá sínum þætti í því að frelsa Fischer frá Japan með því að hann fengi íslenskt vegabréf. Alþingi Íslendinga samþykkti 21. mars 2005 íslenskan ríkisborgararétt fyrir Bobby Fischer og tveimur dögum síðar lenti hann á Reykjavíkurflugvelli.  Davíð telur að það hefði ekki síst verið að þakka öflugum baráttuhópi vina Fischer að það tókst að leiða þetta mál í heila höfn.

 

Þá söng Dagný Halla Björnsdóttir nokkur lög.

 

Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi í Fischersetri. Þar fluttu ávörp; Guðmundur G. Þórarinsson framkvæmdastjóri einvígisins 1972, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra.


Dagskráin greinir frá.

 

.
Skráð af Menningar-Staður 

 

03.08.2018 06:36

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 


Rafn A. Pétursson (1918 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 

Rafn Al­ex­and­er Pét­urs­son fædd­ist í Bakka­koti í Skagaf­irði 3. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Pét­ur Jóns­son, verk­stjóri á Sauðár­króki, og k.h., Ólafía Sig­urðardótt­ir.

 

Rafn kvænt­ist 1946 Karólínu Júlí­us­dótt­ur en hún lést 1994. Son­ur Karólínu er Árni Júlí­us­son húsa­smiður. Dótt­ir Rafns er Berg­ljót. Börn Rafns og Karólínu eru Júlí­us fram­kvæmda­stjóri; Pét­ur Ólaf­ur verk­efna­stjóri; Kjart­an tækni­fræðing­ur; Auður skrif­stofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

 

Rafn lærði skipa­smíði á Ak­ur­eyri, stundaði nám við Iðnskól­ann þar og lauk sveins­prófi 1942. Hann lauk námi í fisk­vinnslu hjá Fisk­mati rík­is­ins, var síld­ar- og fisk­matsmaður frá 1940, stundaði skipa­smíði á Ak­ur­eyri 1937-45, var yf­ir­smiður við skipa­smíðastöð Eggerts Jóns­son­ar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frysti­hús­stjóri þar 1950-54 og síðar hjá Har­aldi Böðvars­syni & Co á Akra­nesi 1954-60, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Fiskiðju Flat­eyr­ar hf. 1960-68, verk­stjóri hjá Fosskrafti við bygg­ingu Búr­fells­virkj­un­ar 1968-69, full­trúi Lands­banka Íslands við Útgerðar­stöð Guðm. Jóns­son­ar í Sand­gerði 1969-70. Þá stofnaði hann og rak frysti­húsið R.A. Pét­urs­son hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í út­flutn­ingi á fersk­um fiski með flugi.

 

Rafn sat í próf­nefnd skipa­smiða á Suður­nesj­um 1945-54, í stjórn FUS á Suður­nesj­um, í hrepps­nefnd Njarðvík­ur­hrepps fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1946-50 og 1954, sat í bæj­ar­stjórn Akra­ness fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og í út­gerðarráði 1958-60, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1961-67, í hrepps­nefnd og odd­viti Flat­eyr­ar­hrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmanna­fé­lags Flat­eyr­ar, í stjórn fé­lags fisk­vinnslu­stöðva á Vest­fjörðum, í stjórn SH 1962-68 og var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1963-67.

 

Rafn lést 6. desember 1997.


Morgunblaðið 3. ágúst 2018.

 

 

Rafn A. Pétursson.


Skráð af Menningar-Staður.