Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.01.2019 21:07

Brúnastaðasystkinin eru 1.000 ára í dag

 

Ágústs­börn. Í fremri röð frá vinstri, Geir, sem er af­mæl­is­barn dags­ins,

Bragi, Hjálm­ar, Gísli sem lést 2006, Tryggvi, Þor­steinn, Þor­vald­ur og Ketill.

Í aft­ari röð eru, frá vinstri, Valdi­mar, Guðni, Auður, Hrafn­hild­ur, Ásdís,

Guðrún, Sverr­ir og Jó­hann. Systkin­in fimmtán búa öll, að Guðna frá­töld­um,

á Suður­landi.
Mynd frá ár­inu 2005.

 

 

Brúnastaðasystkinin eru 1.000 ára í dag

 

• Sextán og fimmtán lifa 

• Fjölmennur hópur úr Flóanum 

• Fædd á árunum 1942-1963

 • Öll eru þau við góða heilsu 

• Lífið hefur leikið við okkur,

segir Ásdís Ágústsdóttir sem er elst systkinanna

 

Sam­an­lagður ald­ur fimmtán systkina frá Brúna­stöðum í Flóa nær í dag slétt­um þúsund árum. Geir Ágústs­son, bóndi í Gerðum í Flóa, verður í dag, 11. janú­ar, 72 ára en hann er fimmti elsti af systkin­un­um sem voru alls sex­tán. Gísli, sem var fjórði í ald­urs­röðinni, lést 2006 og er utan við fram­an­greinda summu.

 

Bönd­in eru sterk

For­eldr­ar þessa stóra systkina­hóps voru Ágúst Þor­valds­son, bóndi og alþing­ismaður, og Ing­veld­ur Ástgeirs­dótt­ir, sem bæði eru lát­in. „Við systkin­in erum öll við góða heilsu og í stór­um drátt­um má segja að lífið hafi leikið við okk­ur,“ seg­ir Ásdís Ágústs­dótt­ir sem er fædd árið 1942 og er elst systkin­anna. „Nei, mér finnst ég aldrei hafa átt mörg systkini eða velt því mikið fyr­ir mér. Ég þekki ekki annað en að hafa verið í þess­um stóra barna­hópi. Já, við höld­um vel hóp­inn, bönd­in milli okk­ar systkin­anna eru sterk og alltaf tals­verður sam­gang­ur milli fólks.“

 

Ásdís býr á Sel­fossi en fjór­tán systkin­anna búa á Suður­landi. Í Reykja­vík býr Guðni, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra.

„Við feng­um kjarn­góðan mat í for­eldra­hús­um, vor­um starf­andi og alltaf á hreyf­ingu. Það skýr­ir sjálfsagt að ein­hverju leyti að okk­ur öll­um heils­ast vel þótt ár­un­um fjölgi,“ seg­ir Guðni. „Við systkin­in erum öll utan eitt fædd í hjóna­rúm­inu heima þar sem Arn­dís amma okk­ar var ljós­móðir, en því embætti gegndi hún í sinni sveit. Og á stóru heim­ili urðu all­ir að hjálp­ast að. Pabbi klippti okk­ur bræður á sunnu­dög­um þegar hann kom heim af þing­inu um helg­ar væri ekki messa í Hraun­gerði. Það hefði kostað drjúg­an skild­ing­inn að senda 16 börn tíu sinn­um á ári til rak­ar­ans.“

 

91 karl og 55 kon­ur

Systkin­in frá Brúna­stöðum eru í ald­urs­röð: Ásdís, f. 1942; Þor­vald­ur, f. 1943; Ketill Guðlaug­ur, f. 1945; Gísli, f. 1946. d. 2006; Geir, f. 1947; Hjálm­ar, f. 1948; Guðni, f. 1949; Auður, f. 1950; Valdi­mar, f. 1951; Bragi, f. 1952; Guðrún, f. 1954; Tryggvi, f. 1955; Þor­steinn, f. 1956; Hrafn­hild­ur, f. 1957; Sverr­ir, f. 1959; Jó­hann, f. 1963. – Barna­börn Brún­astaðahjón­anna eru alls 49; barna­barna­börn eru sam­tals 77 og fjög­ur eru kom­in í fimmta ættlið. Alls eru þetta 146 manns; 91 karl og 55 kon­ur

 

Þrír aðrir systkina­hóp­ar sem nú eru á lífi hafa náð þúsund ára aldri, elsti hóp­ur­inn er frá Kjóa­stöðum í Bisk­upstung­um en heild­ar­ald­ur hans er nú 1.070 ár. Sex­tán systkini frá Gunn­laugs­stöðum í Staf­holtstung­um í Borg­ar­f­irði eiga Íslands­metið, sem er frá 1991, 1.215 ár.

 

Morgunblaðið 11. janúarr 2018
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

 

 

Skráð af menningar-Staður.

07.01.2019 17:31

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

 

Egill G. Thorarensen (1897 - 1961)

 

 

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

 

Egill G. Thorarensen fæddist í Kirkjubæ á Rangárvöllum 7. janúar 1897.

Foreldrar hans voru Grímur S. Thorarensen, oddviti og hreppstjóri á Bjólu og í Kirkjubæ, og k.h., Jónína Guðrún Egilsdóttir.

Grímur var sonur Skúla Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna, amtmanns og skálds. Bróðir Gríms var Þorsteinn, bóndi á Móeiðarhvoli, afi Þorsteins S. Thorarensen borgarfógeta.

Jónína var dóttir Egils Pálssonar frá Múla í Biskupstungum.

 

Eiginkona Egils var Kristín Daníelsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, Grím kaupfélagsstjóra, Erlu húsfreyju, Benedikt framkvæmdastjóra og Jónínu húsfreyju.

 

Egill stundaði verslunarnám í Danmörku 1912-14 og verslunarstörf 1915 og var til sjós tvö ár, ásamt námi við Stýrimannaskólann.

 

Egill flutti að Sigtúnum við Ölfusárbrú 1918 og átti eftir að verða einn helsti áhrifamaður í atvinnumálum og pólitík Selfyssinga og Suðurlands á síðustu öld. Hann starfrækti verslun að Sigtúnum til 1930, beitti sér þá fyrir stofnun kaupfélags, seldi verslun sína nýstofnuðu Kaupfélagi Árnesinga, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga og stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna í þrjá áratugi, sat í mjólkursölunefnd, mjólkurverðlagsnefnd, beitti sér fyrir kaupum kaupfélagsins á Laugardælum og kom þar upp stórbúskap, beitti sér fyrir hafnargerð og útgerð í Þorlákshöfn, var formaður Meitilsins og sat í stjórn Mjólkursamsölunnar og stjórn Osta- og smjörsölunnar, auk stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum og félögum.

 

Egill var bókmaður og bókmenntalega sinnaður. Um hann sextugan, sagði Ágúst, alþm. á Brúnastöðum, faðir Guðna: „Hann er maður fríður og vel á sig kominn að líkamsvexti. Bjartur á hörund, hárið hvítt; bláeygur og fagureygur, allharður undir brún að líta, en ef betur er að gætt, bros undir hvarmi og blik gáfna og góðmennsku í augum.“

 

Egill lést 15. janúar 1961Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður.

07.01.2019 06:54

Fagnaði jólum og afmælinu á Tenerife

 

 

Þórdís Sólmundardóttir er fimmtug í dag.

Veit­inga­kon­an Þór­dís rek­ur Pylsu­vagn­inn á Sel­fossi.

 

 

Fagnaði jólum og afmælinu á Tenerife

 

 

Ég er stödd á Teneri­fe og ætla að halda upp á af­mælið mitt hér með vin­um mín­um og manni,“ seg­ir Þór­dís Sól­mund­ar­dótt­ir sem á fimm­tugsaf­mæli í dag, mánudaginn 7. janúar 2019.

 

Hún hélt jól­in sömu­leiðis hátíðleg á Teneri­fe með eig­in­manni, son­um og móður, og kom þangað 22. des­em­ber. Móðir henn­ar og syn­ir eru far­in heim til Íslands en vin­irn­ir komu í staðinn. „Við erum tíu hérna í allt núna.“ Þór­dís hef­ur einu sinni áður haldið jól­in er­lend­is, en þá var hún á Gran Can­aria og seg­ir að það hafi verið ljúft þá eins og nú.

 

Þór­dís rek­ur Pylsu­vagn­inn á Sel­fossi ásamt móður sinni, sem stofnaði hann árið 1984 ásamt þáver­andi maka og fóst­ur­föður Þór­dís­ar. Staður­inn fagn­ar því 35 ára af­mæli á næsta ári.

 

Þór­dís, sem hef­ur ávallt búið á Sel­fossi, sér núna um rekst­ur­inn ásamt móður sinni, Ing­unni Guðmunds­dótt­ur. „Það hef­ur ým­is­legt breyst á þess­um tíma en samt eru ham­borg­ar­arn­ir og pyls­urn­ar alltaf vin­sæl­ust. Það nýj­asta á mat­seðlin­um er fish 'n' chips, sem var fyr­ir út­lend­ing­ana en Íslend­ing­ar eru líka dug­leg­ir að kaupa það.“

 

Eig­inmaður Þór­dís­ar er Sím­on Ingvar Tóm­as­son, fanga­vörður á Litla-Hrauni, en hann verður sex­tug­ur á föstu­dag­inn. Syn­ir þeirra eru Magnús Bjarki, f. 1995, Eyþór, f. 1998, og Sól­mund­ur Ingi, f. 2005


Morgunblaðið  7. janúar 2019.


 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

06.01.2019 21:18

Íslensk bókajól 2018

 

 

 

 

Íslensk bókajól 2018

 

 

Af 20 söluhæstu bókum 2018 eru 19 eftir innlenda höfunda. Fjórar spennusögur eru meðal tíu mest seldu bóka síðasta árs og hafa aldrei verið fleiri.

 

Líkt og fyrri ár er það spennusaga úr smiðju Arnaldar Indriðasonar sem seldist mest allra bóka á Íslandi á árinu 2018, samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda sem kom út á föstudag.

 

Af 20 mest seldu bókum ársins 2018 eru sex íslenskar skáldsögur, sex barnabækur, þar af fimm sem eru íslensk skáldverk, fjórar ævisögur og fjórir titlar úr flokki fræðibóka eða bóka almenns efnis, þar af ein matreiðslubók. 

 

Hvolpasveitin eini fulltrúi erlendra bókmennta

 

Af 20 mest seldu bókum síðasta árs eru 19 eftir innlenda höfunda. Undanfarin ár hafa erlendir titlar gjarnan átt nokkur sæti á topp-tuttugulistanum, en í ár er aðeins ein þýdd bók sem nær á listann yfir tutugu mest seldu bækur ársins 2018; Hvolparnir bjarga jólunum, barnabók eftir vinsælum sjónvarpsþáttum um Hvolpasveitina. 

„Það verður nú varla íslenskara en þetta. Þetta er með því mesta sem gerist. Kiljur eftir erlenda höfunda, glæpasögur sem hafa komið út á sumrin, hafa oft verið meira áberandi á þessum stóra lista. Ég held að skýringin á því að engin þeirra nær inn á listann nú sé sú að það voru svo margar kiljur sem komu út í sumar að salan dreifist og einstakir titlar ná því ekki inn á topplistann,“ segir Bryndís Loftsdóttir, starfsmaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem í mörg ár hefur unnið að því að taka saman listann yfir mest seldu bækur ársins.  

 

Ár íslenskra spennusagna

 

Bryndís segir heilmikil tíðindi felast í lista þessa árs. „Það er ekkert nýtt við það að Arnaldur og Yrsa eigi tvær mest seldu bækur ársins. Oftast hefur svo verið barnabók í þriðja sæti en í ár má segja að sé ár hinnar íslensku spennusögu vegna þess að í fyrsta sinn síðan ég hóf að taka saman þennan lista eru þrjár efstu bækurnar úr smiðju íslenskra spennusagnahöfunda; Þorpið eftir Ragnar Jónasson er í þriðja sæti. Fjórða spennusagan, Krýsuvík eftir Stefán Mána, er svo í tíunda sæti. Fjórar af tíu mest seldu bókum ársins eru spennusögur eftir íslenska höfunda og það er það mesta sem ég hef séð. Þetta eru stórtíðindi,“ segir Bryndís.

 

Aðeins tvær skáldsögur sem flokka má sem fagurbókmenntir ná inn á listann yfir tuttugu mest seldu bækur ársins 2018, sem er undir meðallagi. Ævisögur seljast svipað og verið hefur undanfarin ár.Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

 

06.01.2019 07:57

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 

Kristján IX konungur Danmerkur og Íslands með stjórnarskra

Íslands frá 1874. Ljósm.: BIB

 

 

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 

 

Stjórnarskrá „um hin sérstöku málefni Íslands“ var staðfest af konungi. 

Hún tók gildi 1. ágúst. Alþingi fékk þá löggjafarvald og fjárveitingavald. 

Þetta var fyrsta stjórnarskrá landsins. 

Henni var breytt 18. maí 1920 og hún gilti að mestu óbreytt fram að lýðveldisstjórnarskránni 17. júní 1944.

 

Morgunblaðið  - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.Skráð af Menningar-Staður

06.01.2019 07:45

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen (1859 - 1916).

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859,

sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.
 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.
 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.
 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.
 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.
 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.
 

Meðal afkomenda Skúla THoroddsen er Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra Íslands.
 

Skúli lést 21. maí 1916.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

05.01.2019 10:26

Fólkið í Eflingu - Hjördís Guðmundsdóttir

 

 

Hjördís Guðmundsdóttir er matartæknir í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu

í Sóltúni og félagi í Eflingu.

 

 

 

Fólkið í Eflingu - Hjördís Guðmundsdóttir

 

 

„Ég fer heim á Eyrabakka í öllum fríum að hitta fólkið mitt, fjölskyldan býr þar, foreldrar mínir og bræður, öll nema ég. Yngsti bróðir minn prófaði að flytja í bæinn en hann var fljótur að fara aftur heim á Bakkann, hvergi betra að búa en við sjávarsíðuna.

Ég var svo heppin að alast upp á Eyrarbakka og klára Grunnskólann þar. Ég hefði svo auðveldlega geta orðið fórnarlamb eineltis, en ég fæddist með skarð í góm og fór í mína fyrstu aðgerð þriggja mánaða gömul og ég var orðin 18 ára þegar ég fór í síðustu aðgerðina. Þetta hefur auðvitað litað líf mitt, en ég fékk skjól í þessu litla samfélagi. Sem betur fer erum við ólík og engin eins, en það er ekki sjálfgefið að lenda ekki í einelti.

Ég byrjaði auðvitað að vinna í fisk á Bakkanum fyrir fermingu, ég vann á sumrin og á veturna fengu krakkarnir frí í skólanum þegar það vantaði fólk í frystihúsið. Föngunum var meir að segja sleppt af Litla Hrauni og við unnum hlið við hlið, fangarnir og krakkarnir, þegar ég var um það bil 11 eða 12 ára. Þetta voru varla forhertir glæpamenn eins og þessir sem eru inni í dag. 

Á sumrin verkaði ég humar og eftir grunnskóla og ég varð eldri réð ég mig í fulla vinnu í frystihúsinu. Eina nóttina flutti frystihúsið á Þorlákshöfn og þá ákvað ég að gera eitthvað nýtt og fór til Reykjavíkur og sótti um starf í eldhúsinu á Borgarspítalanum, það sóttu margir um en ég var valin og var hjá þeim næstu tíu árin. Samstarfsfólkið á spítalanum hvatti mig til að fara í nám og ég fór í kvöldskóla í Matartækninámi við FB og kláraði það.

Ég hef alltaf unnið mikið og vann í pylsuvagninum við Vesturbæjarlaugina ásamt eldhússtarfinu á spítalanum til þess að fjármagna kaup á íbúð. Ég á mér góða fyrirmyndi í lífinu, það er kona sem hefur kennt með gefast ekki upp og einkunnarorð mín eru: „Ég skal, ég vil, ég get!

Ég hætti á Borgarspítalanum og var að vinna á leikskóla í eitt eða tvö ár þegar ég rakst á núverandi yfirmann minn í ræktinni. Ég kannaðist við hana frá Borgarspítalanum en hún bauð mér að koma hingað yfir í eldhúsið á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni, sem var þá aðeins tveggja ára gamall vinnustaður. Ég þáði starfið og byrjaði hérna 1. Desember fyrir 15 árum. 
Þetta er full staða, átta tímar á dag. Við mætum á morgnanna, gerum morgunmatinn klárann, eldum hádegismatinn og stundum bökum við með kaffinu eða undirbúum morgundaginn fyrir næsta dag. Fyrir utan eldhúsvinnuna þá tek ég aukavaktir í þrifunum á þjónustuíbúðunum hérna og stundum hef ég verið með þriðju vinnuna. 

Engin verk eru leiðinleg af því að það þarf alltaf að gera þau, og þá er gengið til verks og þau kláruð. Mér finnst mjög gaman að þjóna fólki, að elda er að þjóna öðrum. Ég man engar sérstakar uppákomur í eldhúsinu, en maður verður að passa að tvísalta ekki hafragrautinn og ekki missa sósuna í gólfið.

Ég er í gönguhóp, ég hef gengið um Ísland og utan landsins. Ég hef farið til Indlands og gengið í Klettafjöllunum í Kanada. Ég er menningarsinnuð og leikhúsaðdáandi, við erum nokkrar konur sem vinnum hérna sem höldum hópinn og förum reglulega í bíó og leikhús saman.

Við eigum alveg frábæra leikara á Íslandi, en ég þekki ekki nöfnin á þeim lengur þeir eru orðnir svo margir. Ég hef farið til London í leikhúsferð, ég fór í Óperuna og á söngleikinn Lion King, það var mjög áhrifaríkt. Ég fór líka að sjá Mamma Mía í Borgarleikhúsinu, ég fór með 8 ára bróðurdóttur minni, undir lokin söng Helgi Björnsson lag og þá leit ég á frænku mína sem var hágrátandi, ég spurði hana: „Er ekki allt í lagi?“ og hún svaraði grátandi: „Jú en þetta er svo fallegt.“

Það blundar alltaf í mér að fara aftur á Bakkann það er mikil uppbygging þar í augnablikinu og mig langar að byggja mér lítið hús. En maður veit aldrei.“

Hjördís Guðmundsdóttir er matartæknir í eldhúsi á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni og félagi í Eflingu.

 


Efling.
Skráð af Menningar- Staður

03.01.2019 19:43

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

 

 

Ágúst Böðvarsson (1906 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

 

 

Ágúst Böðvarsson fæddist að Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri, og k.h., Ragnhildur Teitsdóttir húsfreyja.
 

Böðvar var hálfbróðir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds, en bróðir Böðvars var Þórður kaupmaður, faðir Regínu leikkonu og systir Böðvars var Guðrún sem samdi lag við sálminn Ég kveiki á kertum minu.
 

Bróðir Ágústar var Bjarni hljómsveitarstjóri, faðir Ragga Bjarna.
 

Eiginkona Ágústar var Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja og sonur þeirra Gunnar Hrafn byggingaverkfræðingur.
 

Ágúst lauk námi frá VÍ 1925, var bóndi að Hrafnseyri 1926-29 en hóf störf hjá dönsku landmælingastofnuninni Geodætisk Institut, árið 1930, sem þá vann að kortlagningu Íslands og stundaði hann síðan nám í landmælingum hjá stofnuninni í Kaupmannahöfn 1935-37.
 

Ágúst vann síðan við landmælingar Íslands á árunum 1930-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann tók við gríðarlega yfirgripsmiklu og mikilvægu starfi við íslenskar landmælingar og kortagerð er Íslendingar tóku við íslenskri kortagerð af Dönum árið 1955, varð fyrsti forstjóri Landmælinga Íslands 1959-76, fór í margra mánaða ferðir um landið þvert og endilangt og var m.a. frumkvöðull við gerð loftljósmynda hér á landi.
 

Ágúst samdi texta við ýmis þekkt dægurlög fyrri tíma, s.s. Skautapolka og Ljósbrá. Hann sat í stjórn Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana um árabil frá 1948, í örnefnanefnd og Hrafnseyrarnefnd.
 

Árið 1996 kom út eftir Ágúst ritið Saga landmælinga Dana á Íslandi og ljóðabók, Ljóðmæli.
 

Ágúst var heiðurfélagi Ferðafélags Íslands, var virkur félagi í Oddfellow-reglunni, stúku nr. 11., Þorgeiri, og var heiðursfélagi hennar. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu.

 

Ágúst lést 27. janúar 1997.

 

Morgunblaðið.

 

Ágúst Böðvarsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

02.01.2019 17:47

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þórhallur Ásgeirsson (1919 - 2005).

 

 

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þór­hall­ur Ásgeirs­son fædd­ist í Lauf­ási í Reykja­vík 1. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásgeir Ásgeirs­son, for­seti Íslands, f. 1894, d. 1972, og Dóra Þór­halls­dótt­ir, f. 1893, d. 1964, syst­ir Tryggva for­sæt­is­ráðherra Þór­halls­son­ar bisk­ups Bjarn­ar­son­ar.

 

Þór­hall­ur varð stúd­ent frá MR 1937 og stundaði nám í hag­fræði og stjórn­mála­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1937-1939 og á stríðsár­un­um við Há­skól­ann í Minnesota, BNA, þar sem hann lauk BA-prófi 1941 og masters­prófi 1942.

 

Að námi loknu hóf Þór­hall­ur störf sem viðskipta­full­trúi við sendi­ráð Íslands í Banda­ríkj­un­um og starfaði þar til stríðsloka. Árið 1947 tók Þór­hall­ur við starfi ráðuneyt­is­stjóra í viðskiptaráðuneyt­inu og starfaði þar sam­fleytt til sjö­tugs, að frá­dregn­um fjór­um árum sem full­trúi Norður­landa við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í Washingt­on.

 

Á starfs­ferli sín­um vann Þór­hall­ur að mik­il­væg­um viðskipta­mál­um Íslands í fjóra ára­tugi og mótaði viðskiptaráðuneytið á um­brota­tím­um. Hann tók þátt í að skipu­leggja viðtöku Mars­hallaðstoðar­inn­ar, leiddi gerð tví­hliða viðskipta­samn­inga við Rúss­land og önn­ur ríki Aust­ur-Evr­ópu. Þór­hall­ur var aðal­samn­ingamaður við inn­göngu Íslands í EFTA 1970 og annaðist samn­inga fyr­ir Íslands hönd við Efna­hags­banda­lag Evr­ópu 1972. Þór­hall­ur sat í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NIB) um ára­bil, var m.a. formaður Verðlags­ráðs, sam­starfs­nefnd­ar um gjald­eyr­is­mál og lang­lána­nefnd­ar og var formaður Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar í tutt­ugu ár.

 

Þór­hall­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1956, stór­ridd­ara­krossi 1969 og stjörnu stór­ridd­ara 1980, Dann­e­brogs­or­d­en, sænska Nord­stjärn­or­d­en, Fin­lands Lejon Or­d­en og Den Kong­elige Nor­ske Sankt Olavs Or­d­en.

 

Eig­in­kona Þór­halls var Lilly Knudsen, f. 2.6. 1919, d. 23.1. 2016, frá Nor­egi. Börn þeirra eru Sverr­ir, Dóra, Ragna og Sól­veig.

 

Þór­hall­ur lést 12. nóv­em­ber 2005.Morgunblaðið 2. janúar 2019.


Þórhallur Ásgeirsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.

 

 
 

 


Skráð af Menningar-Staðu
 

01.01.2019 16:52

Orðuveiting á Bessastöðum 1. jan. 2019

 

 

Fjór­tán ein­stak­ling­ar hlutu heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. 

Ljósm.: Morgunblaðið / Árni Sæberg.

 

 

 

Orðuveiting á Bessastöðum 1. jan. 2019

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.