Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

24.11.2016 08:50

Mynd dagsins

 

 

Í aftursætinu eru Siggeir Ingólfsson og Henný Árnadóttir.

                                                                                                          Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Mynd dagsins

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2016 17:06

Hádegisfyrirlestur í Fjölheimum 24. nóv. 2016

 

 

 

Hádegisfyrirlestur í Fjölheimum 24. nóv. 2016

 

Síðasti hádegisfyrirlestur Fjölheima á þessu ári verður á morgun fimmtudaginn 24. nóvember 2016.

Að þessu sinni kemur Bjarni Harðarson, forleggjari hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi. Sæmundur gefur út 20 bækur á þessari vertíð og mun Bjarni kynna það helsta úr þeirri flóru.

 

Húsið opnar kl 12.00, fyrirlesturinn hefst kl 12.10 og stendur til 12.50.  Léttur hádegisverður til sölu fyrir svanga á vægu verði. 


Skráning í tölvupósti fjolheimar@gmail.com eða í síma 560-2030. 


Allir velkomnir.

 

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

23.11.2016 10:38

Mynd dagsins

 

 

Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson.                      Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Mynd dagsins

 

Í Menningarsalnum í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri

Hrútavinirnir Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson framan við

listaverkið magnaða "Brennið þið vitar"Skráð af Menningar-Staður

23.11.2016 08:39

Stórskáld í Bókakaffinu öll fimmtudagskvöld til jóla

 

 

Steinunn Sigurðardóttir.

 

Stórskáld í Bókakaffinu öll fimmtudagskvöld til jóla

 

Að vanda er lesið úr jólabókum í Bókakaffinu á Selfossi öll fimmtudagskvöld fram til jóla. Fyrsti upplesturinn er 24. nóvember 2016 og verður húsið opnað klukkan 20 en lestur stendur frá 20:30 til 21:30.

 

Tíu ára hefð er nú komin á upplestarkvöldin í Bókakaffinu sem hafa verið vel sótt og skapað reglulega jólastemningu með heitum kakódrykk, smákökum og skemmtilegu skáldaspjalli.

 

Þeir sem lesa þetta fyrsta kvöld eru:
 

Steinunn Sigurðardóttir sem sendir frá sér bókina Heiða - fjalldalabóndinnsem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu.

Hermann Stefánsson sem skrifað hefur sérstæða bók um kvenhetjuna og fordæðuna Látra-Björgu en bókin nefnist Bjargræði.

Guðmundur Sæmundsson sem gefur út sína fyrstu ljóðabók sem nefnist Í sjöunda himni býr sólin.

Kristian Guttesen les úr nýútkominni ljóðabók sinni Hendur morðingjans

 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Bókakaffið á SelfossiSkráð af Menningar-Staður

22.11.2016 12:36

Mynd dagsins

 

 

Hrútavinastund á Stokkseyri.                                                            Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Mynd dagsinsHrútavinastund í Shell-Skálanum á Stokkseyri fyrir rúmum áratug.


Skráð af Menningar-Staður

22.11.2016 09:40

Ragnheiður Blöndal er 40 ára í dag. - 22. nóv. 2016

 

 

Ragnheiður Blöndal

- tengdadóttir Eyrarbakka.

 

Ragnheiður Blöndal er 40 ára í dag. - 22. nóv. 2016

 

40 ára Ragnheiður er Selfyssingur og nemi í sálfræði við Háskóla Íslands.

 

Maki: Sigurjón Halldór Birgisson frá Eyrarbakka, f. 1971, fangavörður á Litla-Hrauni.

 

Börn: Elín Krista, f. 2001, Ágúst Ingi, f. 2007, og Eva Dagbjört, f. 2011.

 

Móðir: Elín Arnoldsdóttir, f. 1938, síðast dómritari hjá Héraðsdómi Suðurlands. Hún er bús. á Selfossi.


Morgunblaðið 22.nóvember 2016.

 Skráð af Menningar-Staður

21.11.2016 06:48

Jóna Sólveig: - Ekki sjálfsagt

 

 

Jóna Sólveig Elínardóttir,
þingmaður Suðurkjördæmis og varaformaður Viðreisnar.

 

Jóna Sólveig: - Ekki sjálfsagt

 

Ég er lent, búin að ná úr mér flugþreytunni og vakna núna á hverjum morgni og hugsa til allra ykkar sem ákváðuð að trúa á breytingar og voruð tilbúin að treysta okkur hjá Viðreisn til að leiða þær.

Það er ekki sjálfsagt. Ekki gefið. Það á enginn neitt í stjórnmálum, frekar en í lífinu sjálfu. Það þarf að berjast fyrir breytingum en sú trú og það traust sem mér og okkur hefur verið sýnt veitir mér þann kraft og þá orku sem til þarf til að ganga til leiks tilbúin til að berjast fyrir þeim málefnum sem Viðreisn stendur fyrir. Þessi kosningasigur sem við unnum í Suðurkjördæmi, að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni í fyrstu kosningunum okkar, er ótrúlegur. Ég er þakklát fyrir alla hjálpina, stuðninginn, óskirnar og síðast en ekki sýst fyrir alla hvatninguna og ég hlakka til að vinna með ykkur öllum inn í kjörtímabilið. 

Nú taka spennandi tímar við. Að berjast fyrir málefnunum. Og það mun ég gera af heilum hug. Ég hef trú á því að við getum unnið að og komið í gegn ótrúlega mikilvægum umbótamálum á komandi kjörtímabili, sér í lagi í tengslum við gjaldmiðla- og þar með vaxtamál. Þá er einnig gríðarmikilvægt að ná fram langþráðri sátt í tengslum við gjaldtöku í sjávarútvegi sem og um betrumbætur á landbúnaðarkerfinu okkar. Þetta eru stóru samfélagsmálin og ég hlakka til að vinna að þeim á kjörtímabilinu. Ég vil hvetja ykkur til að láta í ykkur heyra og hafa samband til að vekja athygli á málum sem taka þyrfti til umræðu á vettvangi stjórnmálanna.

Sveitarstjórnarkosningar eru eftir tvö ár. Það eru mörg stór og spennandi málefni sem vinna þarf að á sveitarstjórnarstiginu þar sem frjálslynd sjónarmið þurfa að eiga rödd. Ég vil því hvetja öll þau ykkar sem viljið láta að ykkur kveða í sveitarstjórnarmálum í nafni flokksins til að hafa samband við okkur hjá Viðreisn. 

 

Jóna Sólveig Elínardóttir,
þingmaður  Suðurkjördæmis og varaformaður Viðreisnar.


Skráð af Menningar-Staður

19.11.2016 18:58

100 ára brúðkaupsafmæli

 

 

Jenný Dagbjört Jensdóttir og Ólafur Engilbert Bjarnason.

 

 

100 ára brúðkaupsafmæli

 

Ari Björn Thorarensen skrifaði í gær:
 

Í dag, 18.nóvember 2016, hefðu amma mín og afi Jenný Dagbjört Jensdóttir og Ólafur Engilbert Bjarnason átt 100 ára brúðkaupsafmæli.

Amma var fædd í Litlu-Tungu 12.maí 1897 d. 2. des 1964 en afi var fæddur á Eyrarbakka 13. jan.1893 d. 2.okt. 1983.  

 

Þau bjuggu á Þorvaldseyri á Eyrarbakka og áttu 12 börn þau:

Sigrúnu 1917-2001,

Bjarna1918-1981,

Sigurð 1920-2010,

Ólaf 1922-2001,

Eggert 1924-1980,

Sigurð Bjarnason Ólafsson 1925-1943,

Guðbjörgu 1926-1994,

Margréti Elínu 1929-2003,

Bryndísi 1930,

Guðrúnu 1934,

Sigríði Dagný 1939

og Áslaugu 1941-2012.

 

Þau ólu einnig upp sonardóttur sína Margréti 1943-1995.

Afkomendur þeirra eru orðnir 216.

 


Ari Björn Thorarensen.

 

 

Ari Björn Thorarensen.


Skráð af Menningar-Staður

19.11.2016 10:03

Bókaspjall á Bókasafni Ísafjarðar 19. nóv. 2016

 

 

Vestfirska forlagið gefur bókina út.

 

Bókaspjall á Bókasafni Ísafjarðar 19. nóv. 2016

 

Í dag, laugardaginn 19. nóvember 2016 kl 14:00,  verður annað bókaspjall haustins á Bókasafni Ísafjarðar. Að þessu sinni verður dagskráin í höndum tveggja kvenna úr Önundarfirði. 


Flateyri - þorp verður til 

Jóhanna G. Kristjánsdóttir er um þessar mundir að gefa út fyrstu bókina í ritröð sem hún kallar Þorp verður til á Flateyri. Efniviðurinn er sendibréf rituð á Flateyri um aldamótin 1900 sem Jóhanna hefur verið að kynna sér og mun hún segja okkur frá bókinni og aðdragandanum að tilurð hennar. Til sýnis í salnum verða sýningaspjöld sem hönnuð voru af Nínu Ivanovu í tengslum við útgáfuna. Jóhanna G. Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri og ólst þar upp. Eftir nám og störf, erlendis og í Reykjavík fluttist hún vestur til Flateyrar 1991 og hefur hún verið búsett hér síðan. 
Vestfirska forlagið gefur bókina út.

 

Uppáhaldsbækurnar 

Önfirski Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir mun fjalla um bækur sem skipa sérstakan sess í huga hennar. Halla Signý er fjármála- og skrifstofustjóri Bolungarvíkurkaupstaðar en sleit gúmmískónum á Ingjaldssandi. 


 

 

Bókaspjall verður laugardaginn 19. nóvember 2016 á Bókasafni Ísafjarðar.

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði þetta glæsilega hús á Ísafirði.Skráð af Menningar-Staður

19.11.2016 08:25

Hátíð Bókmenntafélagsins í dag - 19. nóv. 2016

 

 

Ísfirðingurinn Jón Sigurðsson,

forseti Hins íslenska bókmenntafélags.

 

Hátíð Bókmenntafélagsins í dag - 19. nóv. 2016

 

Hið íslenska bókmennafélag fagnar því í ár að tvö hundruð ár eru liðin frá stofnun félagsins og á þeim tíma hefur félagið staðið fyrir fjölbreytilegri starfsemi, ekki síst veglegu útgáfustarfi. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardaginn 19. nóvember 2016, klukkan 14.
 

Á dagskrá hátíðarinnar, sem Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, stýrir, eru meðal annars ávörp Jóns Sigurðssonar, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Kristinn Sigmundsson söngvari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja valin sönglög frá stofnári félagsins, 1816, eftir Beethoven, Schubert og Rossini, og þá er undir yfirskriftinni Svipþyrping sækir þing brugðið upp svipmyndum af helstu forvígismönnum í 200 ára sögu bókmenntafélagsins. 

Höfundar og flytjendur atriðanna eru leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Helena Stefánsdóttir myndbandshönnuður og leikstjórinn Marta Nordal.

 


Forsetar Hins íslenska bókmenntafélags
 

Reykjavíkurdeild:

Kaupmannahafnardeild:

Eftir sameiningu deilda: