Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.09.2017 17:25

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 


Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).

 

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 

Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík 12. september 1941. For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.
 

Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést fyr­ir rúmu ári. Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.
 

Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.
 

Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.
 

Jón Há­kon var blaðafull­trúi á 1100 ára af­mæli Íslands­byggðar 1974. Hann var fréttamaður á frétta­stofu RÚV Sjón­varpi 1970-79 og var þá m.a. um­sjón­ar­maður með umræðuþætti um er­lend mál­efni. Hann var markaðsstjóri hjá Vökli hf 1979-81 og fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Haf­skips hf 1982-85.
 

Jón Há­kon stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri KOM, kynn­ing­ar og markaðar ehf. á ár­un­um 1986-2013.
 

Jón Há­kon sat í stjórn FÍB 1967-70, Ful­bright-stofn­un­ar­inn­ar á Íslandi 1968-72, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, var for­seti Rot­ary­klúbbs Seltjarn­ar­ness 1979-80, um­dæm­is­stjóri Rot­ary-um­dæm­is­ins 1993-94, sat í stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins og Versl­un­ar og viðskipta 1978-82, var formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi 1985-90, sat í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness, var þar for­seti bæj­ar­stjórn­ar um skeið og gegndi ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann annaðist rekst­ur fjöl­miðlastöðvar­inn­ar í tengsl­um við leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs 1986.
 

Jón Há­kon lést 18. júlí 2014.

 

Morgunblaðið 12. september 2017.

 


Jón Hákon Magnússon lengst til vinstri,

hér í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka þangað sem hann kom oft.


Skráð af Menningar-Staður

11.09.2017 20:01

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. sept. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. sept. 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

11.09.2017 08:03

Vefurinn Menningar-Staður vinsæll

 

 

 

Vefurinn Menningar-Staður vinsæll
 

 

Það sýna tölurnar frá í gær:

 

.
 Skráð af Menningar-Staður.

11.09.2017 07:54

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ásbjörnsson

 

 

Guðmundur Ásbjörnsson (1880 - 1952).

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Ásbjörnsson

Guðmund­ur Ásbjörns­son fædd­ist 11. sept­em­ber 1880 á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásbjörn Ásbjörns­son, tómt­húsmaður þar, og Guðrún Sig­urðardótt­ir.

 

Skóla­ganga Guðmund­ar var tveir vetr­arpart­ar, frá því í októ­ber og fram á vertíð, en vinn­an varð að ganga fyr­ir og þótti Guðmundi það miður að fá ekki að ganga mennta­veg­inn. Guðmund­ur fór síðan í tré­smíðanám og lauk sveins­prófi á Eyr­ar­bakka 1900.

 

Guðmund­ur flutt­ist til Reykja­vík­ur árið 1902, stundaði fyrst sjó­mennsku en síðan tré­smíðar. Hann stofnaði eig­in vinnu­stofu 1913 og versl­un í sam­bandi við hana 1914. Árið 1915 stofnaði hann síðan versl­un­ina Vísi að Lauga­vegi 1 í sam­starfi við Sig­ur­björn Þorkels­son.

 

Guðmund­ur var kjör­inn í bæj­ar­stjórn árið 1918 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var for­seti bæj­ar­stjórn­ar frá 1926 til 1952 og hef­ur eng­inn gegnt því embætti jafn lengi. Á þessu tíma­bili var hann margoft sett­ur borg­ar­stjóri í af­leys­ing­um.

 

Guðmund­ur átti sæti í bygg­ing­ar­nefnd, bruna­mála­nefnd, fram­færslu­nefnd, fast­eigna­nefnd og vega­nefnd. Hann sat um skeið í stjórn Tré­smíðafé­lags Reykja­vík­ur, Kaup­manna­fé­lags­ins og Verzl­un­ar­ráðsins. Hann var formaður Talsíma­not­enda­fé­lags Reykja­vík­ur, hann var einn af stofn­end­um Spari­sjóðs Reykja­vík­ur og ná­grenn­is og sat í stjórn sjóðsins frá upp­hafi, árið 1932, og var stjórn­ar­formaður frá 1935 til dauðadags.

Síðustu 10 ár ævi sinn­ar var hann í yf­ir­stjórn Odd­fellow-regl­unn­ar og í 22 ár í stjórn Eim­skipa­fé­lags ís­lands. Þá átti hann sæti í stjórn­um Sjóvár, Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands og í bankaráði Útvegs­banka Íslands. Hann var einnig stjórn­ar­formaður í fisk­veiðihluta­fé­lag­inu Hrönn og Árvakri hf., út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins Þá var hann virk­ur í starfi KFUM.

 

Hann var ókvænt­ur og barn­laus.

 

Guðmund­ur lést 15. febrúar 1952.Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður

 

10.09.2017 07:04

Frystihúsið með myndum Magnúsar Karels - útgáfuhátíð 9. sept. 2017

 

.
Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
 

 

Frystihúsið með myndum Magnúsar Karels  

- útgáfuhátíð 9. sept. 2017

 

Ljósmyndabókin  Frystihúsið  með myndum Magnúsar Karels Hannessonar af fólki að störfum í frystihúsinu á Eyrarbakka á árunum 1976-78 er nýkomin út. Útgefandi er Laugabúð ehf.  á Eyrarbakka.

 

Af því tilefni var boðið til útgáfusamkomu í aðgerðarsal frystihússins við Eyrargötu á Eyrarbakka laugardaginn 9. september 2017. Boðið var upp á léttar veitingar og smá myndasýningu.  

 

Fjöldi fólks kom á útgáfuhátíðina sem var sérlega  vel heppnuð. Samkomunni stýrðu hjónin  Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir.Björn Ingi Bjarnason var á samkomunni og færði til myndar.
 

Myndaalbúm er hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283980/

 

Nokkrar myndir:

 

 


.

.

.

.

 
 
 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

09.09.2017 20:24

Sölvavinnsla 9. september 2017

 


F.v.: Ólafur Jónsson, Anessa Touzi, Emil Ingi Haraldsson, Siggeir Ingólfsson

og Ingólfur Hjálmarsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bajrnason.

 

Sölvavinnsla 9. september 2017

 

Siggeirs Ingólfssonar og sölvahópur hans á Eyrarbakka fór í dag, laugardaginn 9. september 2017, í Eyrarbakkafjöru til sölvatekju.


Sérstakur gestur í fjöruferð dagsins var Anessa Touzi frá Colarado í Bandaríkjunum en hún hefur dvalið á Eyrarbakka síðustu daga.


Menningar-Staður færði til myndar þegar sölin voru sett á grindur á vinnslustöðinni að Sölvabakka.


Myndaalbúm hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283974/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

09.09.2017 09:37

Viðhaldið og endurbætur á Litla-Hrauni

 


Framkvæmdir hafa staðið við nýtt þakjárn á Litla-Hrauni. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Viðhaldið og endurbætur á Litla-Hrauni

 

Einn af traustustu bakhjörlum Litla-Hrauns, þegar kemur að viðhaldi og endurbótum húsnæðis þar er Þórður Gretar Árnason, verktaki á Selfossi. Hann á sterkar rætur í strandþorpunum; Stokkseyri og Eyrarbakka.

 

Þórður Grétar er uppalinn á Stokkseyri. Þá er hann tengdasonur Eyrarbakka því kona hans er Vigdís Hjartardóttir af Bakkanum.

 

Í sumar hefur á Litla-Hrauni, í tveimur lotum, verið endurnýjað þakjárn á skólastofum og stórum hluta vinnusvæðis. Þessa dagana í haustblíðunni er seinni áfangi verksins í gangi og er Þórður Grétar ábyrgðarmaður verksins sem fyrr. Stærsti hluti járnsins sem nú er fjarlægður er frá því um 1965. Segir slík ending að ekki hefur verið kastað til hendinni við málun og viðhald þaka Litla-Hrauns á liðnum áratugum hvað þá að mygla sé í gangi.

 

Bitabox Þórðar Grétars Árnasonar er að innihaldi alltaf sérlaga vandað og vel hlaðið. Það  hefur verið fært til myndar og vísu:

 

Bita-kassinn bætir dag

ber hann frúnni merki.

Verkgleði og vandað fag

Vigdís þar að verki.

 

Bita-boxin bæta dag

bjart er yfir Hrauni.

Þórður öllu þar í lag

þessa vísu að launi.

 


Þórður Grétar Árnason í kaffi og bitaboxið veglega.
 

.


Stokkseyringurinn Þórður Grétar Árnason er tengdasonur Eyrarbakka

því kona hans er Vigdís Hjartardóttir af Eyrarbakka.
 


Skráð af Menningar-Staður.
 

09.09.2017 09:09

Kær þökk fyrir Gagn og gaman

 

 

 

Kær þökk fyrir Gagn og gaman

 

Gam­all kenn­ari get­ur ekki leynt ánægju sinni yfir end­ur­fund­um við Gagn og gam­an. Þakk­ir skulu færðar Bjarna Harðar­syni og öðrum þeim sem skópu þá end­ur­fundi.

 

Á sinni tíð voru skipt­ar skoðanir um lestr­araðferðir, þar sem Ísak Jóns­son var frum­kvöðull að hljóðlestri í stað stöf­un­ar. Ísak kenndi mér í Kenn­ara­skól­an­um og ég hreifst af þess­ari ný­stár­legu aðferð og sem ung­ur kenn­ari reyndi ég hljóðlest­ur­inn í fá­eina vet­ur og mér fannst hann ágæt­ur, al­veg sér í lagi fyr­ir bráðþroska og greinda nem­end­ur. Þar var Gagn og gam­an leiðar­vís­ir­inn ljúfi, en reynd­ar einnig ágæt hversu sem kennt var. En ég eins og svo marg­ir aðrir fór í stöf­un­araðferðina aft­ur, enda lögðust nær all­ir for­eldr­ar á þá sveif, einkum þeir sem veru­lega hjálp veittu börn­um sín­um við námið.

 

En aft­ur og enn:

Kær­ar þakk­ir fyr­ir bók­ina sem veitti svo mörg­um bæði gagn og gam­an.

 

Helgi Selj­an
 


Morgumblaðið laugardagurinn 9. september.

Velvakandi.


Skráða f Menningar-Staður

09.09.2017 08:09

Gagn og gaman endurútgefin - Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár

 


Gagn og gaman. Lestrarbókin kom fyrst út haustið 1933,

talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti

bókarinnar, síðast var það prentað 1985.

Bækurnar hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið.

 

Gagn og gaman endurútgefin -

Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár

 

Sísi sem segir s-s-s, X og Z sem eru hjón og Ási sem býr á Ósi eru eflaust greypt í minni margra Íslendinga sem lærðu að lesa með Gagni og gamni. 

Lestrarbókin, sem hefur verið ófáanleg í áratugi, hefur nú verið endurútgefin af Bókaútgáfunni Sæ- mundi og fæst í flestum betri bókabúðum. „Það er mikill áhugi á þessari gömlu bók og hún er líklega sú bók sem hefur oftast verið beðið um í fornbókaversluninni hjá okkur án þess að við höfum getað leyst úr því. Eintökin sem koma inn af Gagni og gamni eru mjög fá og oftast nær í mjög döpru ástandi því bókin var lesin upp til agna af litlu fólki,“ segir Bjarni Harðarson bókaútgefandi. 

Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var samvinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar, sem fengu Tryggva Magnússon listmálara til að gera teikningar. Árið 1941 var bókinni skipti í tvö hefti og með nýrri og breyttri útgáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit og Þórdís dóttir Tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð. Gagn og gaman var síðast prentað 1985. 

Veröld sem var 

Gagn og gaman byggist á hljóð- aðferð við lestrarkennslu og var hún nær einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár. „Bókin er í góðu gildi sem lestrarbók; þó að aðferðirnar til að læra að lesa séu nokkrar er þessi hljóðaðferð enn viðurkennd og góð aðferð. En það verður að hafa það hugfast að þetta er bók lið- ins tíma og það eru ýmis merki um okkar gamla samfélag í henni, kynjaskipting er í föstum skorðum, pabbinn vinnur úti, mamman er heima og afinn situr í stól og púar pípu. Allt er þetta samt svona frekar fallegt og alveg laust við að það sé að finna í þessu, eins og stundum var að finna í gömlum bókum, sjónarmið sem við kærum okkur minna um að halda að ungu fólki,“ segir Bjarni. 

Þeir sem hafa sóst eftir bókinni eru langoftast fólk sem hefur langað til að reka nefið ofan í þennan gamla heim æsku sinnar og jafnvel sýna hann yngri kynslóðum, segir Bjarni. „Það er gríðarlega stór hluti þjóðarinnar sem þekkir þessa bók, en fyrir mörgum er þetta fyrsti bókin sem þeir lásu. Við finnum það alveg að fólk er að kaupa Gagn og gaman af því að því finnst gaman að hitta þessa veröld aftur og af því að það á góðar minningar um bókina.“

YFIR 200.000 EINTÖK VERIÐ PRENTUÐ

Fengið sterk viðbrögð

Talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti Gagns og gamans, sem er tala sem þekkist annars ekki um bækur að sögn Bjarna. Fyrsta prentun af endurútgáfunni telur um 1.000 eintök og er Bjarni að velta fyrir sér hvort hann þurfi að setja prentvélarnar í gang aftur því salan hefur farið mjög vel af stað. „Við höfum sjaldan fengið jafn sterk við- brögð við einni bók,“ segir Bjarni. Afkomendur höfunda Gagns og gamans eiga réttinn að verkinu og átti Bjarni mjög gott samstarf við syni Helga og Ísaks, Sigurjón Ísaksson og Harald Helgason um endurútgáfuna.

 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurútgáfu á seinna hefti Gagns og gamans.

 

 

 

Morgunblaðið 6. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

08.09.2017 21:34

8. september 2017 - Alþjóðlegur dagur læsis

 

 

 

8. september 2017 - Alþjóðlegur dagur læsis

 

Bókasafnsdagurinn er haldinn á alþjóðlegum degi læsis, 8. september. 

Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.

Á Íslandi eru yfir 300 bókasöfn. Söfnin eru af ýmsum toga og þjóna bæði almenningi, námsmönnum og sérhæfðum verkefnum í stofnunum og einkafyrirtækjum. Á Íslandi eru mörg almenningsbókasöfn, skólabókasöfn, framhaldsskólabókasöfn, háskólabókasöfn, sérfræðisöfn og annarskonar sérhæfð bókasöfn.


Skráð af Menningar-Staður