Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

20.06.2016 08:08

Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

 

Jóhanna (t.v.) og Sigríður Birna hafa verið ráðnar leikskólastjórar í Álfheimum og Brimveri/Æskukoti.

 

Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

 

Jóhanna Þórhallsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Álfheima á Selfossi og Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Brimvers/Æskukots á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Báðar hafa þær góða reynslu af leikskólastarfi, stjórnunarstörfum og M.Ed. próf í stjórnun menntastofnana.

Jóhanna tekur formlega til starfa 1. september næstkomandi. Ingibjörg Stefánsdóttir hefur verið leikskólastjóri Álfheima um árabil og hefur hún ákveðið að láta af störfum sem leikskólastjóri í haust.

Sigríður Birna hefur verið í tímabundinni ráðningu leikskólastjóra Brimvers/Æskukots í vetur vegna leyfis M. Sigríðar Jakobsdóttur sem hefur sagt starfi sínu lausu. 

Af www.sunnlenska.is


Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.                                                Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður

19.06.2016 09:36

Íslenski fáninn 101 árs

 

 

 

Íslenski fáninn 101 árs
 

 

Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands. Hann var fyrst opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní árið 1915. Lög um íslenska fánann voru hins vegar sett þann 17. júní 1944 og tóku gildi 24. ágúst, en þau voru fyrstu lögin sem samþykkt voru á eftir stjórnarskránni.

 

Hinn almenni þjóðfáni Íslands, ásamt hlutföllum

Fáninn er svokallaður krossfáni eins og fánar allra hinna Norðurlandanna eru. Hann er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.

Hlutföllin í litum fánans eru, talið lárétt frá stöng: 7-1-2-1-14, en lóðrétt meðfram stöng eru þau 7-1-2-1-7. Þannig er breidd fánans 18/25 af lengd hans samkvæmt 1. grein fánalaga.

 

Samkvæmt fánalögum verða allir fánar dregnir á fánastöng að vera í góðu ástandi, lögreglan má gera upptæka alla fána sjáanlega á opinberum stöðum sem ekki samræmast íslenskum fánareglum. Ströng lög gilda um þá virðingu sem sýna ber þjóðfána Íslendinga og getur það varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári að brjóta fánalögin.

Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn en það virðist útbreiddur misskilningur að blái liturinn tákni annað hvort hafið sem umkringur landið eða vötnin sem eru á landinu sjálfu. Hann táknar í raun fjallablámann en rauði liturinn táknar eldinn í iðrum landsins og sá hvíti ísinn á toppum þess.Opinberir fánadagar

 

Samkvæmt forsetaúrskurði er opinberum stofnunum skylt að draga íslenska fánann á stöng eftirfarandi daga:

 

Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga:

 

Fæðingardag forseta Íslands (núna 14. maí).

Nýársdag.

Föstudaginn langa (eingöngu dregið í hálfa stöng).

Páskadag.

Sumardaginn fyrsta.

1. maí (Verkalýðsdagurinn).

Hvítasunnudag.

Sjómannadaginn.

17. júní  (Íslenski þjóðhátíðardagurinn).

16. nóvember (dag íslenskrar tungu).

1. desember (fullveldisdaginn).

25. desember - jóladag.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

19.06.2016 08:47

Sýningu Jóns Inga að Stað lýkur í dag - 19. júní 2016

 

 

Jón Ingi segir þessa sýningu vera eina þá albestu hjá sér.     Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Sýningu  Jóns Inga að Stað lýkur í dag - 19. júní 2016

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní og stendur hún enn.

 

Þetta er 12. sýning Jóns Inga á Eyrarbakka, en hann er fæddur og uppalinn þar, en býr á Selfossi.

 

Myndefni frá Eyrarbakka er honum hugleikið og líklega hefur engin sýning hans verið án mynda þaðan.

Jón Ingi hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar á Suðurlandi, Akureyri, Hjalteyri, Hafnarfirði og í Danmörku.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuvið- fangsefna má einnig sjá blóma- og dýramyndir.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00–18.00 auk 17. júní.

 

Sýningunni lýkur í dag -  sunnudaginn 19. júní 2016.Allir hjartanlega velkomnir.


Hér er Jón Ingi Sigurmundsson við sýninguna á Stað.
 

.

.
Skráð af Menningar-Staður


 

 

19.06.2016 08:12

Laugabúð á Eyrarbakka

 

 

Laugabúð á Eyrarbakka.                                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Laugabúð á Eyrarbakka

 

Opið í dag sunnudaginn 19. júní 2016


Verið velkomin í létt spjall og sögustund kaupmannsins.
 

.

Magnús Karel Hannesson, kaupmaður í Laugabúð.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

18.06.2016 07:32

Vestfirska forlagið vökvar víða upprunaþrá

 

 

Vestfirsk menningarstund að Ránargrund á Eyrarbakka.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Ásgeir Ragnarsson.

 

Vestfirska forlagið vökvar víða upprunaþrá

 

Vestfirska forlagið hefur staðið að metnaðarfullri bókaútgáfu í nær fjórðung aldar og gefið út rúmlega 300 titla.

Bækurnar hafa notið vinsælda og virðingar á heimaslóð vestra og ekki síður meðal hinna fjölmörgu brottfluttu Vestfirðinga sem dreifast víða um landið.

Einn þeirra er Önfirðingurinn af Ingjaldssandi , Ásgeir Ragnarsson  sem býr ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Þórisdóttur  á Selfossi.

Ásgeir og Halldóra litu við að Ránargrund á Eyrarbakka  (17. júní 2016)  í þjóðhátíðarheimsókn en þar má segja að sé sendiráð Vestfirska forlagsins á Suðurlandsundirlendi.


Ásgeir er mjög vel að sér um vestfirskan fróðleik og menningarsögu. Ýmislegt var rifjað upp og í tilefni 17. júní, fæðingardags Jóns Sigurðssonar, voru sérstaklega rifjaðar upp rætur hans til Holtspresta í Önundarfirði.  

Ásgeir og frú voru kvödd með virktum við lok heimsóknar og fékk hann vestfirskan sögu- og menningarglaðning sem var ein af bókum Vestfirska forlagsins í flokknum vinsæla  -Frá Bjargtöngum að Djúpi-

 

 

Ásgeir Ragnarsson.Skráð af Menningar-Staður

18.06.2016 07:17

Tólf voru sæmd fálkaorðunni

 

 

Frá vinstri: Forseti Íslands, Jóhann Páll Valdimarsson, Geir Waage,

Björgvin Þór Jóhannsson, Katrín Pétursdóttir, Björn Sigurðsson,

Guðmundur Hallvarðsson, Kristjana Sigurðardóttir,

Anna Stefánsdóttir, Lára Björnsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir,

Filippía Elísdóttir og Stefán Svavarsson.

 

Tólf voru sæmd fálkaorðunni

 

Forseti Íslands sæmdi í gær, 17. júní 2016,  tólf Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.


Frá skrifstofu forseta Íslands

 

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 17. júní 2016, sæmdi forseti Íslands tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

 

Þeir eru:

1. Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðis- og mannúðarmála

2. Björgvin Þór Jóhannsson fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til menntunar vélstjóra og vélfræðinga

3. Björn Sigurðsson bóndi, Úthlíð, riddarakoss fyrir félagsmálastörf og uppbyggingu ferðaþjónustu

4. Dóra Hafsteinsdóttir fyrrverandi ritstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til orðabóka og íslenskrar menningar

5. Filippía Elísdóttir búningahönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar

6. Geir Waage sóknarprestur, Reykholti, riddarakross fyrir framlag til uppbyggingar Reykholtsstaðar og varðveislu íslenskrar sögu og menningar

7. Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra sjómanna og aldraðra

8. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar bókaútgáfu og menningar

9. Katrín Pétursdóttir forstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslensks atvinnulífs

10. Kristjana Sigurðardóttir, fyrrverandi verslunarstjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir framlag til félagsmála í heimabyggð

11. Lára Björnsdóttir félagsráðgjafi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi velferðar og félagsþjónustu og að málefnum fatlaðs fólks

12. Stefán Svavarsson endurskoðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þróunar endurskoðunar og reikningsskila

 

Orðunefnd skipa eftirfarandi:

Guðni Ágústsson, fv. ráðherra, formaður orðunefndar
Ellert B. Schram, fyrrv. alþingismaður og fyrrv. forseti ÍSÍ
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri
Örnólfur Thorsson, orðuritariAf www.forseti.is

 

 

Bessastaðir.

 Skráð af Menningar-Staður

17.06.2016 11:20

17. júní 2016 - Gleðilega þjóðhátíð

 


 

 

17. júní 2016 - Gleðilega þjóðhátíð
 

 

Vinir alþýðunnarHjallastefnan á EyrarbakkaSkráð af Menningar-Staður

 

17.06.2016 08:30

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

 

 

 

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka


 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka.

 

 Dagskráin byrjar kl. 14:00 að Stað á Eyrarbakka þegar fjallkonan ávarpar gesti.  

 

Í framhaldinu verður tónlistaratriði, ávarp, söngur leikskólabarna úr Brimveri/Æskukoti og verðlaunaafhending fyrir Hópshlaupið sem fram fór fyrr í vor.

 

Ýmis önnur skemmtiatriði verða á dagskrá ásamt hinu árlega 17. júní kaffi kvenfélagsins.
 

Af www.arborg.is

 

.

Skráð af Menningar-Staður


 

 

17.06.2016 08:00

Dyr aftur til fortíðar opnaðar í Kirkjubæ í dag

 

 

Kirkjubær á Eyrarbakka.                                                                  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Dyr aftur til fortíðar opnaðar í Kirkjubæ í dag

 

Sýningin Draumur aldamótabarns verður opnuð í Kirkjubæ í dag, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Er Kirkjubær ný viðbót við grunnsýningu Byggðasafns Árnesinga sem staðið hefur undanfarið 21 ár.

 

„Byggðasafnið keypti Kirkjubæ árið 2011 og hefur unnið ötullega að endurbótum á húsinu. Okkur þótti gráupplagt að kaupa bæinn með það fyrir augum að útvíkka sýningarhaldið. Nú er búið að gera Kirkjubæ upp og sýningin klár,“ útskýrir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Safnið hefur nýtt arf Helga Ívarssonar frá Hólum til þessa verkefnis.

 

Útgangspunktur sýningarinnar Draums aldamótabarnsins er venjulegt líf fólks á árunum 1920 til 1940. „Sýningin er uppfull af safnmunum í réttu samhengi og skemmtilegum fróðleik um tímabilið. Þarna eru textar, munir og svo Kirkjubær sem talar sínu máli,“ segir Lýður.

 

Og sennilega er það rétt, því saga þessa litla bárujárnsklædda timburhúss er heilmikil.

 

„Húsið á Eyrarbakka var heimili heldra fólks, þar bjó kaupmaðurinn til dæmis. Í kringum það hús voru hús alþýðunnar og þar með Kirkjubær, sem byggt var vestan við Húsið. Það var byggt af almúgafólki árið 1920. Þar er svo búið til 1983 uns það varð að sumarhúsi. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur átti það til dæmis um tíma,“ segir hann glaðlega og bætir við að eldri hjón úr Reykjavík hafi svo keypt það og nostrað við garðinn, sem nú sé heilmikið aðdráttarafl, enda fallegur með eindæmum.

 

Lýður segir alla hjartanlega velkomna í Kirkjubæ í dag, en hann verður opnaður klukkan 12 á hádegi og er aðgangur ókeypis í tilefni dagsins. Gefst gestum sömuleiðis færi á að skoða Sjóminjasafnið og Húsið, en sé á heildina litið er Eyrarbakki nánast eins og eitt stórt safn svo allir ættu að finna eitthvað fyrir sinn smekk.

Fréttablaðið föstudagurinn 17. júní 2016


 

 

.
 


Lýður Pálsson.Skráð af Menningar-Staður

 

16.06.2016 19:50

Messa í Eyrarbakkakirkju 17. júní 2016

 


Eyrarbakkakirkja.                                                                                Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Messa í Eyrarbakkakirkju 17. júní 2016

 

Velkomin í messu á lýðveldishátíðinni 17. júní 2016 kl. 11.

 

Við messuna verður Victoria Kolbrún Öfjörð fermd og svo er almenn altarisganga.

 

Kór kirkjunnar syngur og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Séra  Kristján Björnsson

 

 

Skráð af Menningar-Staður