Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.10.2017 11:36

Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er slétt 20%

 


Alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík

og Jón Sigurðsson, forseti, stendur vaktina sem fyrr á stalli sínum.

 

 

Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins

 

í Suðurkjördæmi er slétt 20%
 

Mikl­ar til­færsl­ur hafa orðið á fylgi flokk­anna í Suður­kjör­dæmi en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer úr 31,5% fylgi árið 2016 í 25,2% í ár sem er fylgisfall uppá nákvæmlega 20%. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, fell­ur af þingi en þing­mönn­um flokks­ins fækk­ar um einn á milli kosn­inga.

Þrátt fyr­ir minna fylgi er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í kjör­dæm­inu líkt og áður.

 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 18,6% fylgi nú og tvo menn kjörna en var með 19,2% árið 2016 og sama þing­manna­fjölda.

Miðflokk­ur­inn er nýr á þingi og er þriðji stærsti flokk­ur­inn í Suður­kjör­dæmi með 14,3% og einn mann kjör­inn á þing. Um nýj­an þing­mann á Alþingi er að ræða - Birgi Þór­ar­ins­son.

 

Vinstri græn­ir fengu 11,8% fylgi nú en voru með 10,2% árið 2016. VG eru áfram með einn þing­mann í Suður­kjör­dæmi. 

 

Sam­fylk­ing­in fær 9,6% at­kvæða og einn þing­mann líkt og í fyrra en þá var fylgi flokks­ins 6,4%.

 

Flokk­ur fólks­ins var með 3,6% fylgi í fyrra en fær í ár 8,9% og einn mann kjör­inn á þing. Þar er það Karl Gauti Hjalta­son sem kem­ur nýr inn á Alþingi að lokn­um kosn­ing­um.

 

Pírat­ar missa tölu­vert fylgi, fara úr 12,8% í 7,1%. Þrátt fyr­ir minna fylgi er flokk­ur­inn með einn þing­mann í Suður­kjör­dæmi.

 

Viðreisn tap­ar fylgi og um leið þing­manni en flokk­ur­inn var með 7,3% í fyrra en núna er flokk­ur­inn með 3,1%. Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir er ekki leng­ur þingmaður Viðreisn­ar. 

 

Björt framtíð var með 5,8% í fyrra en er með 1% nú. Flokk­ur­inn náði eng­um inn á þing núna ekk­ert frek­ar en í fyrra.

 

Alþingis­menn í Suðurkjördæmi: 

· Páll Magnús­son (D)
  · Sig­urður Ingi Jó­hanns­son (B)
  · Birg­ir Þór­ar­ins­son (M)
  · Ásmund­ur Friðriks­son (D)
  · Ari Trausti Guðmunds­son (V)
  · Odd­ný G. Harðardótt­ir (S)
  · Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir (B)
  · Karl Gauti Hjalta­son (F)
  · Vil­hjálm­ur Árna­son (D)
Upp­bót­ar   
  · Smári McCart­hy (P)Skráða f Menningar-Staður

29.10.2017 08:35

Lokatölur í Suðurkjördæmi

 

 

 

Lokatölur í Suðurkjördæmi

 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðung atkvæða í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn og var stærstur flokka þar. Talningu atkvæða í kjördæminu lauk um sexleytið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver. Það eru Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Píratar.

Sjálfstæðisflokkurinn fór úr rúmlega 30 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi í fyrra í 25,2 prósent núna. Það varð til þess að flokkurinn missti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, af þingi.

 

Miðflokkurinn bæti við sig mestu fylgi í Suðurkjördæmi, fær 14,3 prósent og einn þingmann en var ekki í framboði síðast. Flokkur fólksins rúmlega tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og kemur að manni, fyrrverandi sýslumanninum Karli Gauta Hjaltasyni. Þetta eru einu flokkarnir sem auka þingstyrk sinn í kjördæminu.

 

Björt framtíð missti nær allt fylgi sitt í Suðurkjördæmi og Viðreisn missti þingmann sinn, Jónu Sólveigu Elínardóttur.  Píratar misstu hátt í helming fylgis síns í kjördæminu en þegar enn átti eftir að birta lokatölur úr þremur kjördæmum hélt þingmaður þeirra í kjördæminu sæti sínu sem jöfnunarþingmaður. Slíkt getur þó auðveldlega breyst þegar nýjar tölur birtast.
 

 
  1. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki
  2. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
  3. Birgir Þórarinsson, Miðflokknum
  4. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki
  5. Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri græn
  6. Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu
  7. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki
  8. Karl Gauti Hjaltason, Flokki fólksins
  9. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki
  10. Smári McCarthy, Pírötum


Af www.ruv.isSkráða f Menningar-Staður

28.10.2017 09:22

Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka

 


Dyravörður er Siggeir Ingólfsson.
 
 

 

Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka

 

Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis Íslendinga eru haldnir laugardaginn 28. október 2017

 

Kjörfundur á Eyrarbakka hófst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.

 

Kosið er í fimm kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg.

Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.
 

Staður Eyrarbakka

Kjördeild V

Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.

Kjörstjórn á Eyrarbakka:
 

Birgir Edwald, formaður
Lýður Pálsson
María Gestsdóttir
Fréttaritari af Menningar-Staður var á kjörstað á Eyrarbakka á slaginu kl. 9 og færði kjörstjórn og dyravörð til myndar.

 

 

Kjörstjórn og dyravörður í Kjördeild V á Eyrarbakka.
F.v.: Lýður Pálsson, Birgir Edwald, Siggeir Ingólfsson og María Gestsdóttir.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 


 

Skráð af Menningar-Staður

 

28.10.2017 07:35

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg lau. 28.okt. 2017

 

 

 

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga

í Sveitarfélaginu Árborg lau. 28.okt. 2017

 

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 28. október 2017. 

 

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Kosið er í fimm kjördeildum í sveitarfélaginu. Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild I  
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum A-F.
Íslendingar búsettir erlendis.
Óstaðsettir í hús í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild II   
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum G-P.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild III   
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum  R-Þ.
Fyrir kjósendur búsetta í Tjarnabyggð, í húsum sem ekki hafa götuheiti á Selfossi og í dreifbýli við Selfoss.

 

Grunnskólinn á Stokkseyri
Kjördeild IV 
Fyrir kjósendur búsetta á Stokkseyri og í dreifbýli við Stokkseyri.  

 

Staður Eyrarbakka
Kjördeild V
Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.  

 

Kjósendur geta kannað á vefslóðinni www.kosning.is hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg.

Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

 

Aðsetur yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi, sími: 480 5806.

 

Selfossi, 18. október 2017
Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Þórarinn Sólmundarson

 

 

Skráða f Menningar-Staður 

 

26.10.2017 17:38

Selfosstónar í kirkjunni í kvöld

 

 
 

 

Selfosskirkja.

 

Selfosstónar í kirkjunni í kvöld

 

Í kvöld, fimmtudaginn 26. október kl. 20:00, verða tónleikar í Selfosskirkju þar sem tónlistarsaga svæðisins verður rifjuð upp í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar. Sérstök áhersla verður lögð á kóra- og tónlistarskólastarfið.

 

Tónlistarstjóri er Jóhann Stefánsson og fram koma meðal annars Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju og Lúðrasveit Selfoss.

 

Á milli tónlistaratriða verður sagan rifjuð upp í lifandi frásögn Hjartar Þórarinssonar.

 

Heiðursgestir kvöldsins eru Ásgeir Sigurðsson og Jón Ingi Sigurmundsson og kynnir er Björn Ingi Gíslason.

 

Frítt er inn á viðburðinn.Skráð af Menningar-Staður

26.10.2017 06:59

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 


Flateyri nokkrum árum fyir snjóflóðið.
 

 

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu þann 26. október 1995. 

Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs. 

„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn.

 

Morgunblaðið - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

25.10.2017 20:02

25. október 1852 - Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 
 
 

25. október 1852

- Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

Þann 25. október árið 1852 var  Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn.

 

Hann er elsti barnaskólinn sem enn er starfræktur. 
 


Af www.mbl.is.
Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

24.10.2017 06:27

Merkir Íslendingar - Karl O. Runólfsson

 

 

Karl O. Runólfsson (1900 - 1970).

 

Merkir Íslendingar - Karl O. Runólfsson

 

Karl Ottó Run­ólfs­son tón­skáld fædd­ist í Reykja­vík 24. október árið 1900. Hann var son­ur Run­ólfs Guðmunds­son­ar, sjó­manns og verka­manns í Reykja­vík, og k.h., Guðlaug­ar M. Guðmunds­dótt­ur hús­freyju.

 

Fyrri kona Karls var Mar­grét Kristjana Sig­urðardótt­ir sem lést korn­ung, 23 ára. Seinni kona Karls var Helga, dótt­ir Kristjáns Þorkels­son­ar, hrepp­stjóra í Álfs­nesi.

 

Karl lærði prentiðn í Guten­berg, lauk svein­prófi 1918 og starfaði við prent­verk til 1925. Hann fór þá til Kaup­manna­hafn­ar, lærði þar á trom­pet hjá Lauritz Sör­en­sen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að út­setja lög fyr­ir lúðrasveit­ir hjá Dyr­ing. Þá stundaði hann nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1934-39, lærði þar tón­smíðar hjá Frans Mixa og að út­setja lög fyr­ir hljóm­sveit­ir hjá Victor Ur­bancic.

 

Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísa­fjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafn­ar­fjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljóm­sveit Ak­ur­eyr­ar 1929-34, var hljóm­sveit­ar­stjóri hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur 1934-35 og meðlim­ur Lúðrasveit­ar Reykja­vík­ur frá stofn­un og stjórn­andi henn­ar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveit­inni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og ung­linga­skóla Reykja­vík­ur. Þá lék hann með dans­hljóm­sveit­um, víða um land, á sín­um yngri árum.

 

Karl kenndi hljóm­fræði og trom­pet­leik við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1939-64, stundaði einka­kennslu á fiðlu og trom­pet og lék sjálf­ur á trom­pet í Útvarps­hljóm­sveit­inni og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1950-55. Hann var stofn­andi og síðar formaður Lúðrasveit­ar Reykja­vík­ur í mörg ár og formaður Lands­sam­bands ís­lenskra lúðrasveita í tíu ár.

 

Hann var mik­ilsvirt tón­skáld sem samdi flest­ar teg­und­ir tón­smíða, þ. á m. nokk­ur ást­sæl söng­lög og radd­setti mik­inn fjölda þjóðlaga.

 

Karl lést 29. nóvember 1970.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.10.2017 09:43

Ólíkur efniviður en sömu áhrif að baki

 

Sam­spil „Báðir voru sí­fellt að þreifa sig áfram með nýj­ar aðferðir og til­raun­ir,“

seg­ir Birgitta Spur. — Morg­un­blaðið/Ein­ar Falur.

 

Ólíkur efniviður en sömu áhrif að baki

• Verk Asgers Jorns og Sigurjóns Ólafssonar sýnd saman

 

Tveir sam­herj­ar – Asger Jorn og Sig­ur­jón Ólafs­son 

er heiti at­hygl­is­verðrar sýn­ing­ar sem var opnuð í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar á Laug­ar­nesi í gær, laug­ar­daginn 21. október 2017.

 

Eyrbekkingurinn og mynd­höggv­ar­inn Sig­ur­jón (1908-1982) og Asger Jorn (1914-1973), einn þekkt­asti listamaður Dana á liðinni öld, voru báðir áhrifa­vald­ar í framúr­stefnu­list­inni í Dan­mörku á fjórða og fimma ára­tugn­um og áttu þar mik­il sam­skipti þar til Sig­ur­jón flutti heim til Íslands að stríði loknu. Báðir tóku þeir þátt í hinum sögu­frægu sýn­ing­um Linien (1937), Skandi­naver­ne (1939) og Teltudstill­ingen (1941).

 

Sýn­ing­in vís­ar til þess að sum­arið 1967 kom Jorn til Íslands og var þá að und­ir­búa um­fangs­mikið bók­verk í fjölda binda um forn­or­ræna mynd­list. Hann hafði meðferðis nokk­ur graf­ísk verk eft­ir sig – þrjár stein­prent­s­mynd­ir og tvær æt­ing­ar – sem hann að til­lögu Sig­ur­jóns gaf Fé­lagi ís­lenskra mynd­list­ar­manna til að afla tekna fyr­ir fyr­ir­hugaðan sýn­ing­ar­sal. Lista­safn Íslands keypti öll verk­in. Síðar var Lista­safn­inu, fyr­ir milli­göngu Sig­ur­jóns, gefið mál­verk Jorns Tron II, frá 1937, sem listamaður­inn hafði gefið Sig­ur­jóni á Dan­merkurár­un­um.

 

Með því að stilla sam­an þeim verk­um eft­ir Jorn sem eru í eigu Lista­safns Íslands og völd­um verk­um Sig­ur­jóns frá svipuðum tíma er efnt til sam­tals sem ætlað er að varpa ljósi á ókönnuð tengsl milli þess­ara áhrifa­ríku lista­manna. Sýn­ing­ar­stjóri er Birgitta Spur.

 

Verk­in kall­ast á

Sýn­ing­in Tveir sam­herj­ar er sett upp í fram­haldi af opn­un sýn­ing­ar í Lista­safni Íslands í ág­úst síðastliðnum þar sem gef­ur að líta um eitt hundrað kontakt­prent eft­ir ljós­myndafilm­um sem voru tekn­ar í ferð Asgers Jorns til Got­lands árið 1964 og gefa þær mynd af nálg­un lista­mann­ins við verk­efni hans um forna nor­ræna alþýðulist.

 

Í texta sem fylg­ir sýn­ing­unni skrif­ar Birgitta að á henni sé efnt til sam­tals milli verka þess­ara tveggja vina og bar­áttu­fé­laga. „Mikl­ar breyt­ing­ar urðu á viðfangs­efn­um og mynd­máli þeirra í ár­anna rás, því báðir voru sí­fellt að þreifa sig áfram með nýj­ar aðferðir og til­raun­ir. Það er at­hygl­is­vert að bera mál­verkið Tron IIsam­an við ljós­mynd af hinu glataða verki Sig­ur­jóns, Drek­an­um frá 1939, sem að sögn lista­manns­ins sjálfs var and­óf hans við upp­gangi nas­ism­ans í Þýskalandi. Bæði verk­in ein­kenn­ast af súr­realískri form­gerð sem birt­ist í íbjúg­um líf­ræn­um form­um. Drek­inn er stór, ógn­vekj­andi skepna sem teyg­ir sig yfir trjá­bol sem í er tálguð mans­mynd, sem virðist vernda eða halda utan um blóm. Í Tron II er vöxt­ur einnig ríkj­andi tákn – en sterk­ir lit­ir verks­ins kall­ast á við bláa og gyllta lita­notk­un Sig­ur­jóns í Fugl­in­um, líka frá 1939.“

Um graf­ík­mynd­ir Jorns á sýn­ing­unni seg­ir Birgitta að þær sýni frelsið í teikn­ingu hans og átök við strang­leika steinþrykks­ins og æt­ing­ar­inn­ar. „Þær kall­ast því á við nokk­ur vel val­in verk Sig­ur­jóns sem einnig nætti flokka und­ir sömu for­merkj­um, þótt efn­in séu gjör­ólík.“ Þeir Sig­ur­jón og Jorn hafi orðið fyr­ir svipuðum áhrif­um frá frönsk­um súr­real­isma á mót­un­ar­ár­um sín­um, þótt bak­grunn­ur þeirra, list­mennt­un og úr­vinnsla væri með ólík­um brag.

 

Bankaði upp um miðja nótt

„Asger bankaði al­veg óvænt hér upp á um miðja nótt sum­arið 1967. Það var auðvitað slegið upp veislu en Asger var með flösku af cal­vados sem var drukk­in um nótt­ina,“ seg­ir Birgitta, ekkja Sig­ur­jóns, og bros­ir að minn­ing­unni. Dag­inn eft­ir héldu lista­menn­irn­ir síðan í ferð í tveim­ur leigu­bíl­um með Birgittu og börn­um þeirra Sig­ur­jóns. „Við stoppuðum meðal ann­ars á Gljúfra­steini en Hall­dór Lax­ness og Jorn höfðu átt í bréfa­skipt­um. Hall­dór var ekki heima en Auður gaf Asger stór­an Hav­ana-vindil. Svo var heim­boð hjá þeim hjón­um á Gljúfra­steini fáum dög­um seinna.

 

En þenn­an dag fór­um við til Þing­valla og heilsuðum líka upp á Þor­vald Skúla­son í Ölfusi; um kvöldið bauð Selma Jóns­dótt­ir, for­stöðukona Lista­safns Íslands, síðan upp á soðinn lax.“

Birgitta seg­ir að næsta hálfa mánuðinn hafi Jorn komið dag­lega á skrif­stofu Selmu að vinna með henni því hann vildi að hún skrifaði í fyr­ir­hugaðan bóka­flokk hans um mynd­lýs­ing­ar í ís­lensku hand­rit­un­um.

Á þess­um tíma var Jorn orðinn víðfræg­ur listamaður og mynd­verk hans seld fyr­ir háan upp­hæðir. Birgitta seg­ir að þrátt fyr­ir að Jorn hafi viljað fara hér huldu höfði hafi fljót­lega kvisast út að hann væri á land­inu og marg­ir hafi viljað hitta hann, hafi jafn­vel setið fyr­ir hon­um á hót­el­inu þar sem hann dvaldi.

 

Gaf Lista­safn­inu mál­verkið

Birgitta seg­ir Sig­ur­jón hafa talið Jorn á að gefa graf­ík­verk­in sem hann hafði meðferðis fé­lagi mynd­list­ar­manna til að styrkja það. Hvað varðar mál­verkið Tron II, sem Jorn málaði í Par­ís 1937, sýndi á haust­sýn­ingu lista­manna í Kaup­manna­höfn 1938 og gaf Sig­ur­jóni, þá lét Sig­ur­jón mynd­ina síðan til Guðna Ólafs­son­ar apó­tek­ara bróður síns, því hann taldi að verkið ætti frek­ar heima í ör­uggri íbúð hans en í her­manna­bragg­an­um á Laug­ar­nesi. Við and­lát Guðna árið 1976 ákvað Sig­ur­jón að láta mynd­ina fylgja dán­ar­gjöf Guðna til Lista­safns Íslands.
 

 

Fé­lag­ar Asger Jorn og Sig­ur­jón á ferðalagi 1967, með Degi syni Sig­ur­jóns.

Ljós­mynd/Lista­safn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar.


Morgunblaðið.

 

 Skráð af Menningar-Staður

 

21.10.2017 17:11

21. október 2017 - Fyrsti vetrardagur

 

 

Fjallasýn séð fram Haukadal í Dýrafirði við sumarlok 2017. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

 

21. október 2017 – Fyrsti vetrardagur

 

Fyrsti vetrardagur er laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars (eða 27. viku sumars sé um sumarauka að ræða).

 

Hann er fyrsti dagur fyrsta vetrarmánaðarins Gormánaðar, í gamla norræna tímatalinu.

 

Fyrsta vetrardag ber upp á 21.-27. október, nema í rímspillisárum, þá 28. október.

 

 Í gamla stíl var vetrarkoman 10.-17. október ef miðað er við föstudag.Skráð af Menningar-Staður