Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.12.2019 08:15

Merkir Íslendingar - Jórunn Viðar

 


Jórunn VIðar (1918 - 2017).

 

 

Merkir Íslendingar - Jórunn Viðar

 

 

Jór­unn Viðar fædd­ist 7. des­em­ber 1918 í Reykja­vík.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Ein­ar Viðar (1887-1923) og Katrín Viðar (1895-1989).

 

Jór­unn hóf pí­anónám korn­ung hjá móður sinni og eft­ir burt­farar­próf frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1937 og stúd­ents­próf sama ár nam hún næstu tvö ár við Hochs­hule für Musik í Berlín. Hún dvaldi í New York í stríðinu og nam tón­smíðar við Juilli­ard-há­skóla í tvö ár.

 

Að stríði loknu flutti Jór­unn til Íslands og hófst þá fer­ill henn­ar sem ein­leik­ara og jafn­framt tók hún til við tón­smíðar. Hún samdi fyrst ís­lenskra tón­skálda ball­ett­tónlist, Eld og Ólaf Liljurós, og tónlist við kvik­mynd, Síðasta bæ­inn í daln­um, auk þess sem hún samdi fjölda söngverka, meðal ann­ars Það á að gefa börn­um brauð og Jól, og radd­setti þjóðlög og þulur; hún kom oft fram sem ein­leik­ari. Þá samdi Jór­unn pí­anókonsert­inn Sláttu. Í tutt­ugu ár var Jór­unn eina kon­an í Tón­skálda­fé­lagi Íslands. Hún starfaði lengi við Söng­skól­ann í Reykja­vík.

 

Eig­inmaður Jór­unn­ar var Lár­us Fjeld­sted (1918-1985), þau eignuðust þrjú börn.

 

Jór­unn hlaut fálka­orðuna og heiður­sverðlaun Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna.

 

Jór­unn lést 27. fe­brú­ar 2017.
 Morgunblaðið laugardagurinn 7. desember 2019.
 Skráð af Menningar-Bakki.