Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.07.2021 06:24

Ragnheiður Þórarinsdóttir - Fædd 7. apríl 1956 - Dáin 18. júlí 2021 - Minning

 

 
 
    Ragnheiður Þórarinsdóttir.
 

 

Ragnheiður Þórarinsdóttir - Fædd 7. apríl 1956

 

- Dáin 18. júlí 2021 - Minning

 

 

Ragn­heiður Þór­ar­ins­dótt­ir fædd­ist í Reykja­vík 7. apríl 1956. Hún lést á Land­spít­al­an­um 18. júlí 2021.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Mar­grét Sæ­munds­dótt­ir sauma­kona og Ólaf­ur H. Torfa­son vega­verk­stjóri. Systkini henn­ar sam­mæðra eru Krist­ín Þor­björg, f. 1959, d. 2016, Ólína Mar­grét, f. 1961, og Torfi Jó­hann, f. 1965. Ragn­heiður gift­ist 4. des­em­ber 1976 eft­ir­lif­andi eig­in­manni sín­um, Þór­arni Th. Ólafs­syni stýri­manni, f. 1954. Börn þeirra eru a) Ágústa Mar­grét, f. 1976. Henn­ar maður er Andrew Brydon og börn þeirra eru Iso­bel Sól­ey, f. 2010, og Óskar Thor, f. 2015. b) Krist­ín Theó­dóra, f. 1980, börn henn­ar eru Em­il­ía Ólöf, f. 2007, og Þór­ar­inn Smári, f. 2014, unnusti Krist­ín­ar er Eg­ill Harðar­son. c) Ólöf Hall­dóra, f. 1980, barn henn­ar er Ronja Krist­ín, f. 2009, sam­býl­ismaður Ólaf­ar er Ein­ar Storo.

 

Skóla­ganga Ragn­heiðar var í Álfta­mýr­ar­skóla og Ármúla­skóla og eft­ir gagn­fræðapróf lá leiðin á vinnu­markaðinn í ýmis störf.

 

Ragn­heiður og Þór­ar­inn hófu bú­skap á Eyr­ar­bakka í des­em­ber 1975 og bjuggu þar æ síðan. Eft­ir að börn­in komust á leik­skóla starfaði Ragn­heiður í fisk­vinnslu fyrstu 10 árin en síðan vann hún á Sól­völl­um, dval­ar­heim­ili aldraðra á Eyr­ar­bakka, og síðan um 10 ára skeið á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Kumb­ara­vogi þar til starf­semi lauk.

Árið 2006 fór hún í sjúkra­liðanám og lauk því á tveim­ur árum og starfaði síðan sem slík.

Ragn­heiður starfaði tals­vert að fé­lags­mál­um. Gekk í slysa­varna­deild­ina Björg á Eyr­ar­bakka fljót­lega eft­ir að hún hóf bú­skap og síðan inn­an fárra ára í Kven­fé­lag Eyr­ar­bakka og starfaði þar alla tíð, var í stjórn í mörg ár og formaður þess nokk­ur ár. Hún vígðist inn í Odd­fellow-regl­una árið 2011 í Re­bekku­stúk­una nr. 9 Þóru á Sel­fossi. Hún var í hópi systra sem hyggj­ast stofna nýja stúku nú á haust­mánuðum.

Ragn­heiður veikt­ist skyndi­lega í lok apríl sl. Hún varð fljótt mjög veik og fékkst ekk­ert við ráðið. Hún lést sunnu­dag­inn 18. júlí á blóðmeina­deild Land­spít­al­ans.

 

Útför henn­ar fer fram frá Sel­foss­kirkju í dag, miðvikudaginn 28. júlí 2021, klukk­an 14.

Jarðsett verður í Eyr­ar­bakka­kirkju­g­arði.

 

Slóð á streymi má finna á:

www.mbl.is/?andlat/

 

Streymt verður frá at­höfn­inni á:

htt­ps://?sel­foss­kirkja.is/

 

_______________________________________________________________


MinningarorðOkk­ur set­ur hljóð. Nú hef­ur mynd­ast skarð í hóp­inn okk­ar góða. Ragn­heiður er far­in allt of fljótt. Eft­ir margra ára vináttu og gæðastund­ir standa eft­ir minn­ing­ar sem hvert og eitt okk­ar á í hug og hjarta. Minn­ing­ar um fundi og ferðir, af­mæli og fögnuði, helg­ar­ferðir og sam­veru.

 

Það var ekki komið að tóm­um kof­un­um þegar veisl­ur sem Ragn­heiður kom að voru ann­ars veg­ar, þar lék allt í hönd­um henn­ar. Ragn­heiður hafði sterk­ar skoðanir og lét þær óspart í ljós og stund­um þannig að ekki líkaði öll­um. Ragn­heiður var gjaf­mild og einnig fag­ur­keri og hafði næmt auga fyr­ir um­hverfi og list­um.

Þegar Ragn­heiður varð sex­tug hélt hún veg­lega af­mæl­is­veislu. Þar hyllt­um við hana með glensi og af­mæl­is­söng og setj­um hér eitt er­indi úr söngn­um en það lýs­ir henni vel.

 

Hún stund­um er sett­leg og stund­um er hvat­vís,

og enda­laust gef­ur hún líf­inu lit.

Hún kann sko að vera til, alltaf svo huggó.

Já, Ragn­heiður okk­ar hún er bara skvís.

Með ein­dæm­um gest­ris­in alltaf hún er.

Með kræs­ing­ar ljúf­ar á borðum hjá sér.

 

Elsku Þór­ar­inn vin­ur okk­ar, dæt­ur og fjöl­skyld­an öll, við vott­um ykk­ur inni­lega samúð. Blessuð sé minn­ing Ragn­heiðar um ókom­in ár.

 

Auður og Rún­ar, Guðbjört (Gúd­dý) og Jón Ómar, Haf­dís og Jó­hann­es (Jói), Hug­borg (Hugga) og Sig­ur­mund­ur (Diddi), Ingi­björg (Inga) og Páll (Palli), Ragn­heiður (Ragga) og Birg­ir (Biggi).

______________________________________________


Ég man þegar ég sá Ragn­heiði fyrst, þá var hún ný­flutt á Eyr­ar­bakka með hon­um Þór­arni Th. Ólafs­syni. Þau bjuggu fyrst á Tjörn á Eyr­ar­bakka, á meðan þau voru að byggja sér framtíðar­hús­næði. Ragn­heiður var glæsi­leg kona með rautt hár og kvik­ar hreyf­ing­ar. Hlát­ur henn­ar heyrðist vel þar sem hún var, hún var dug­leg og ósér­hlíf­in og sagði hisp­urs­laust það sem henni fannst.

 

Hún var nær­gæt­in við þá sem minna máttu sín og sýndi þeim hlýju. Hún var mik­il hús­móðir, heim­il­is­störf léku í hönd­um henn­ar og hún var mik­ill fag­ur­keri. Ragn­heiður byrjaði í Kven­fé­lagi Eyr­ar­bakka fljót­lega eft­ir að hún flutti á Bakk­ann og tók að sér mörg ábyrgðar­störf inn­an Kven­fé­lags­ins. Hún var formaður kaffi­nefnd­ar, var í stjórn Kven­fé­lags­ins og seinna formaður þess í nokk­ur ár. Hún átti sér áhuga­mál fyr­ir hönd Kven­fé­lags­ins fyr­ir utan hefðbund­in störf henn­ar inn­an þess; það var að Kven­fé­lag Eyr­ar­bakka ætti sér sinn eig­in fána. Þessu mark­miði sínu fyr­ir hönd Kven­fé­lags­ins náði hún og gætti þess vel að fán­inn væri hafður við merkisat­b­urði Kven­fé­lags­ins og einnig þegar kven­fé­lags­kona var til graf­ar bor­in.

 

Und­ir­rituð var með Ragn­heiði í einni af bas­ar­nefnd­um Kven­fé­lags­ins og kynnt­ist henni þar, jafn­framt því að þekkja hana sem sam­borg­ara.

 

Með þess­ari kveðju lang­ar mig, fyr­ir hönd Kven­fé­lags Eyr­ar­bakka, að þakka Ragn­heiði fyr­ir henn­ar fram­lag til Kven­fé­lags Eyr­ar­bakka og til sam­fé­lags­ins alls.

 

Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir,

formaður Kven­fé­lags Eyr­ar­bakka.

 

_______________________________________


Morgunblaðið 28. júlí 2021 þar sem einnig eru fleiri minningargreinar.Skráð af Menningar-Bakki.