Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Febrúar

28.02.2013 12:33

Rúnar Eiríksson í slipp á Selfossi

Í málfari Hrútavina og Vitringa er talað um að fara í slipp þegar farið er í klippingu. Grunnur þessa liggur í beitingaskúramenningu vestur á Flateyri.

Þegar Rúnar Eiríksson fór í klippingu bjá Birni Inga Gíslasyni á Selfossi þann 19. júni 2006 var Björn Ingi Bjarnason á staðnum og færði til myndar.

Þetta mun vera fyrsta stefnumótunarstund Rúnars Eiríkssonar og Björns Inga Bjarnasonar en þær hafa verið margar og farsælar síðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

28.02.2013 11:21

Frá bæjarstórnarfundi í Árborg 13. janúar 2006

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 –  haldinn föstudaginn 13. janúar 2006  kl. 17:00 í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.

Mætt: 
Ásmundur Sverrir Pálsson                   
Þorvaldur Guðmundsson 
Páll Leó Jónsson                                 
Gylfi Þorkelsson                                  
Ragnheiður Hergeirsdóttir                    
Margrét K. Erlingsdóttir           
Einar Pálsson                                      
Halldór Valur Pálsson 
Torfi Áskelsson 
Einar Njálsson, bæjarstjóri 
Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.

 

Meðal atriða á fundinum var - Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2005-2025 – afgreiðsla athugasemda sem borist hafa á auglýsingartíma og staðfesting skipulagsins.

 

Alls höðu borist athugsemdir frá 382 einstaklingum og stofnunum, þar af 351 samhljóða bréf frá ýmsum íbúum Eyrabakka,  6 önnur bréf frá einstaklingum á Eyrabakka og 25 bréf  frá ýmsum aðilum

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Skráð af: Menningar-Staður

 

27.02.2013 12:20

Góugleði Félags eldri borgara á Eyrarbakka 8. mars 2008

Félag Eldri borgara á Eyrarbakka stóð fyrir sinni árlegu Góugleði í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardagskvöldið 8. mars sl.(2008) Að venju var góð þátttaka og sóttu samkomuna eldri borgarar úr Árborg og víðar af Suðurlandi. Guðfinna Sveinsdóttir, Garðafelli, formaður félagsins setti hátíðina og fól síðan Jóni Bjarnasyni veislustjórn og kynningu skemmtiatriði sem nær öll voru af Eyrarbakka.

Hann sá jafnframt um danstónlist að borðhaldi loknu og var mikil þátttaka í dansinum og svifið létt um gólf í virðulegum glæsileika. Ræðumaður kvöldsins var Björn Ingi Bjarnason á Ránargrund. Minni karla og kvenna fluttu hjónin Íris Böðvarsdóttir og Karl Hreggviðsson á Óseyri. Þá léku hjónin Oddhildur Guðbjörnsdóttir og Sigurður G. Sigurðsson í Heiðmörk nokkur lög á harmoniku og gítar. Þá fluttu fjórir félagar í Leikfélagi Selfoss kafla úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson.

Vísnagáta var að venju og voru aðeins tveir sem leysti hana og var dregið á milli þeirra um sigurlaunin og hafði Jóhann Jóhannsson í Hlöðufelli á Eyrarbakka betur.
Vísnagátan er eftir Óskar Magnússon í Hjallatúni á Eyrarbakka og fylgir hér fyrir lesendur að leysa:

Finn ég orðið fast við skip
fylgt það getur líka sjó
einnig fötum... og í svip
okkur flestum færir ró.

 

Menningar-Staður var á staðnum 8. mars 2008 og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

27.02.2013 11:24

Aðalfundur Félags eldri borgara á Eyrarbakka

Aðalfundur Félags eldri borgara á Eyrarbakka var haldinn laugardaginn 16. febrúar s.l. í kaffisal hinar fyrrum Alpan verksmiðju. Félagið hefur haft þar aðstöðu til félagsstarfs.

Regína Guðjónsdóttir, formaður félagsins, og aðrir stjórnarmenn gerðu grein fyrir starfinu á síðasta ár.

Stjórn félagsins var öll endurkjörin. Að loknum aðalfundi var síðan boðið uppá kaffi og kökur.

Menningar-Staður var á fundinum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður 

26.02.2013 13:13

Vitringarnir í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Vitringarnir koma saman flesta morgna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka og ræða landsins gagn og nauðsynjar frá ýmsum hliðum.

 

Viðskiptavinir Vesturbúðarinnar kunna vel þessu mannlífi í búðinni eins og hér hefur verið fært til myndar:

 

 

F.v.: Árni Valdimarsson, Ásmundur Sigurðsson og Trausti Sigurðsson.

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Árni Valdimarsson, Finnur Kristjánsson og Nína B. Knútsdóttir.

 

 

 

F.v.: Elías Ívarsson, Ingólfur Hjálmarsson, Reynir Jóhannsson og Finnur Kristjánsson við límonaðikælinn.

 

 

 

F.v.: Gerða Ingimarsdóttir og Þórunn Gunnarsdóttir.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

26.02.2013 11:41

Af Manntalinu á Íslandi árið 1703

Menningar-Staður leit við í Þjóðskjalasafninu á ferð sinnu um Reykjavík á dögunum.

 

Litið var á sýningu um Manntalið á Íslandi árið 1703 sem Árni Magnússon og Páll Vídalín Jónsson framkvæmdu.

 

Þar má m.a. sjá þetta:

 

.

 

.

 

Grænt eru sveitarómagar og gult eru heilsuveilir.

 

 

Grænt eru sveitarómagar og gult eru heilsuveilir.

 

 

Grænt eru sveitarómagar og gult eru heilsuveilir.

Best var staðan í Ísafjarðarsýslum eins og sjá má.

 

 

 

.

Skráð af: Menningar-Staður

 

25.02.2013 17:47

Sat sveittur í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík

Menningar-Staður skrapp í menningarferð til Reykjavíkur í síðustu viku.

Komið var m.a. við í Þjóðarbókhlöðunni og bráðlega urðu þar Eyrbekkingar á vegi skrásetjara.

Ingimar Helgi Finnsson á Eyrarbakka og Guðmundur Sigurðsson frá Selfossi sátu sveittir við lestur í félagsfræði sem þeir stunda nám í við Háskóla Íslands. Ingimar Helgi vinnur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka um helgar og tekur hann virkan þátt í samverustundum Vitringanna þar.

Þá var Júlía Björnsdóttir frá Eyrarbakka, sem býr í Berlín,  þarna einnig og leit m.a. í -Sögu FH í 75 ár- hvar Eyrarbakkastúlkur voru skotfastar í hanbolta í lok síðustu aldar.  

 

 

Ingimar Helgi Finnsson.

 

 

 

F.v.: Guðmundur Sigurðsson og Ingimar Helgi Finnsson.

 

 

Júlía Björnsdóttir.

 

.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

24.02.2013 22:05

Lið Stokkseyringafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna

Hér kynnum við til leiks keppnislið Stokkseyringafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna sem hefst 28. febrúar. 

Keppnisliðið skipa þessir:

Guðbrandur Stígur Ágústsson, Þórður Guðmundsson og Sveinn Valgeirsson. Liðsstjóri er Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka, formaður Stokkseyringafélagsins.

Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars.  Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin verður heilmikið húllumhæ og dans fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos. 

 

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Strandamanna
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.

 

Lið Stokkseyringafélagsins.

Talið frá vinstri: Guðbrandur Stígur Ágústsson, Þórður Guðmundsson og Sveinn Valgeirsson.

Þessi með hattinn er Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka og liðsstjóri, formaður Stokkseyringafélagsins.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

24.02.2013 21:03

Jón Ingi Sigurmundsson sýnir í Café Mika í Reykholti, Biskupstungum

Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir, flestar málaðar á Suðurlandi.

Sýningin er opin á opnunartíma Café Mika virka daga kl. 12.00 - 18.00,
en um helgar kl. 12.00 - 21.00
 
 
Jón Ingi Sigurmundsson er fæddur 8. maí 1934 á Eyrarbakka og er uppalinn þar. 

Hann lauk kennaraprófi og tónmenntakennaraprófi 1954 og hefur verið búsettur á Selfossi frá því að hann hóf kennslustörf þar 1954. Fyrstu árin sem kennari við Barna- og Miðskólann á Selfossi ásamt kennslu í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Árnessýslu, síðar sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Gagnfræðaskólann – Sólvallaskóla. 

Jón Ingi var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu 1968-1971 og hefur starfað ásamt almennri kennslu, nær óslitið við tónlistarkennslu, m.a. verið stjórnandi Stúlknakórs Gagnfræðaskólans á Selfossi og Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands. 

Jón Ingi stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1958-59 og 1971-72. 

Fyrsti kennari hans í myndlist var Jóhann Briem. Jón Ingi er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur sótt mörg námskeið í myndlist m.a. hjá Ólafi Th. Ólafssyni, Elísabet Harðardóttur, Svövu Sigríði Gestsdóttur, Hildi Hákonardóttur, Guðrúnu Svövu Sigurðardóttur og Katrínu Briem. Jón Ingi hefur einnig stundað myndlistarnám hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og hjá Ron Ranson í Englandi. 

Jón Ingi hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið 22 einkasýningar m.a. á Selfossi, Eyrarbakka, í Eden Hveragerði, Gömlu-Borg, Þrastarlundi, Akureyri og í Horsens í Danmörku. 
Jón Ingi hefur aðallega unnið með olíu, pastel og vatnsliti. 

Fjöldi mynda Jóns Inga er í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. Listasafns Árnessýslu og Landsbanka Íslands
 
 
Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.
 
 
 

 

F.v.: Jón Ingi Sigurmundsson og Björn Ingi Bjarnason á sýningunni í gær.

 

 

 

F.v.: Júlía Björnsdóttir og Jón Ingi Sigurmundsson á sýningunni gær.

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

23.02.2013 07:09

Hefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval?

„Hefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval?“ er yfirskrift málþings sem Upplit, menningarklasi uppsveita Árnessýslu, boðar til í tengslum við aðalfund sinn sem haldinn verður á Hótel Gullfossi í Brattholti laugardaginn 23. febrúar. Málþingið hefst kl. 14 ( í dag laugardaginn 23. febrúar 2013).

Sérstakur gestur málþingsins verður Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings. Hún lauk námi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2012. Hún á að baki fjölbreytta reynslu af rekstri og stjórnun verkefna og hefur starfað sem menningarfulltrúi Eyþings frá árinu 2007. 

Erindi Ragnheiðar Jónu ber yfirskriftina „Skiptir menning máli?“ og er því ætlað að virka sem kveikja að umræðum meðal fundarmanna að því loknu. Þar mun hún segja frá menningarstarfi á Norðurlandi eystra og þróunarverkefni sem nú er að fara af stað á jaðarsvæði Þingeyjarsýslu. Verkefninu er ætlað að laða ungt menntað fólk í menningu og listum ættað af svæðinu heim til að standa fyrir metnaðarfullum menningarverkefnum. Þetta tengir Ragnheiður Jóna svo við niðurstöður meistaraprófsrannsóknar sem hún vann við Háskólann á Bifröst um samfélagsleg áhrif uppbyggingar atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista í fámennum byggðarlögum.

Menningarklasinn Upplit var stofnaður snemma árs 2010 af hópi áhugasamra einstaklinga um menningu og sögu uppsveitanna og fékk til þess styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands. Upplit hefur á undanförnum þremur árum staðið fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum víðsvegar um uppsveitirnar og þannig lagt sitt af mörkum til að skapa ný tækifæri til uppbyggingar í menningartengdri ferðaþjónustu. Á árlegum málþingum sem haldin eru í tengslum við aðalfund Upplits eru menningarmálin rædd frá ýmsum hliðum og góðir gestir fengnir úr öðrum landshlutum með ferskan gust inn í umræðuna.

Upplitsfélagar, menningar-, ferðaþjónustu-, skóla- og sveitarstjórnarfólk, og allir þeir sem láta sig menningarstarfsemi í heimabyggð varða eru hvattir til að mæta.

 

 

 

Hreggviður siglir inn í Eyrarbakkahöfn.

 

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.

 

 

Eyrarbakkakirkja.

 

 

Heyannir við Húsið á Eyrarbakka.

 

 

 

Söguferðir Siggeirs  um Eyrarbakka og Stokkseyri eru vinsælar.

 

 

 

 

Skráð af: Menningarstaður - Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka