Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Febrúar

22.02.2013 11:11

"Hvað ert þú að gera á Bakkanum?"

"Hvað er þú að gera á Bakkanum?" heyrðist nokkrum sinnum í Vesturbúðinni í morgun.

 

Vitringarnir í Vesturbúðinni á Eyrarbakka voru á fundi í morgun og færðu til myndar nokkur atriði að sinum hætti.....!

.

.

Eyrarbakkakonurnar. F.v.: Ingibjörg Gunnarsdóttir á Selfossi og Erla Sigurjónsdóttir á Selfossi.

 

.

F.v.: Snjólaug Kristjánsdóttir, Gréta Skaftadóttir og Erla Sigurjósndóttir.

 

 

.

Fv.: Stokkseyringurinn og tengdasonur Eyrarbakka,  Gunnar Pétursson, Trausti Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir og Ingólfur Hjálmarsson.

 

.

F.v.: Ingibjörg Gunnarsdóttir, Trausti Sigurðsson og Ingólfur Hjálmarsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður - Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

22.02.2013 07:10

Spurningakeppni átthagafélaganna hefst 28. febrúar 2013

Spurningakeppni átthagafélaganna verður haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík (fyrir ofan Bónus) og hefst 28. febrúar.

Meðal keppnisliða eru Skaftfellingafélagið, Árnesingafélagið og Stokkseyringafélagið.

Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars.  Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin verður heilmikið húllumhæ og dans fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos. 

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Strandamanna
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.

 

 

Önfirðingafélagið sigraði í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, keppnisstjóri fyrstu árin, og Kristján Bersi Ólafsson.

 

Skráð af: Menningarstaður - Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

21.02.2013 14:47

Kom sá og sigraði með Góusúkkulaði

Meðal vina Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka er Brynjar Indriðason, sölustjóri hjá Góu-Lindu í Hafnarfirði. Hann kemur í hverri viku í Vesturbúðina í viðskiptaerindum og að þeim loknum tekur hann kaffispjall með Vitringunum og segir Hafnarfjarðarfréttir. Oftar en ekki er farið í upprunafræði en Brynjar er Siglfirðingur.

Í gær sló Brynjar hressilega í gegn er hann kom með súkkulaði sem brotnað hafði við vinnslu á páskaeggjum í Góu og var þessu innleggi fagnað og fært til myndar eins og hér sést. 

 

 

Brynjar Indriðason, sölustrjóri hjá Góu-Lindu.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Brynjar Indriðason, Reynir Jóhannsson og Björn Hilmarsson. Innan við söluborðið er Snjólaug Kristjánsdóttir.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Ragnar Emilsson, Reynir Jóhannsson og Björn Hilmarsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Ragnar Emilsson, Reynir Jóhannsson og Björn Hilmarsson.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson og Reynir Jóhannsson.  

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Jón Bjarni Stefánsson og Reynir Jóhannsson. Innan við afgreiðsluborðið er Finnur Kristjánsson. 

 

Skráð af: Menningar-Staður, Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

21.02.2013 07:45

Fyrirtæki Siggeirs Ingólfssonar rekur Stað á Eyrarbakka

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Friðsæld ehf, fyrirtæki Siggeirs Ingólfssonar og konu hans Regínu Guðjónsdóttur um að fyrirtækið sjái um daglegan rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2013 og er til tveggja ára og felur m.a. í sér að fyrirtækið sér um daglega umsjón yfir húsinu, þrif, minniháttar viðhald og móttöku pantana vegna útleigu.  Eitt af markmiðum nýrra rekstraraðila er að auka nýtingu á húsinu. Í dag fer þar m.a. fram íþróttakennsla, æfingar á vegum Umf. Eyrarbakka og nokkrir reglulegir viðburðir auk annarrar útleigu. Er þar horft líka til þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leggja leið sína á svæðið til að skoða ströndina. Það voru Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem handsöluðu samninginn fyrir nokkru.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem handsöluðu samninginn. 

 

 

Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir.

Skráð af: Menningar-Staður, Félagsheimilið á Eyrarbakka.

19.02.2013 22:43

Frá Eyrarbakka 19. febrúar 2013

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Það er alveg ótrúlega gaman að stoppa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Þar eru þau systkin frá Svalbarða í Eyjum, Snjólaug og Finnur sem rekur búðina. Skemmtilegir karlar og konur mæta í morgunkaffi og stemmningin er alltaf góð. Björn Ingi tók myndirnar en hann er einn helsti menningarvitinn á svæðinu enda Önfirðingur og Hrútavinur.

Staður á Eyrarbakka er að verða menningarmiðstöð undir stjórn Siggeirs Igólfs. Staðsetningin við ströndina og útsýnið yfir fjöruna, gamla hafnargarðinn og fallegu húsin á Bakkanum er einstök. Skarfurinn sestur að á gamla hafnargarðinum og þurrkar fjaðrir og vængi er eins og herðatré í hóp. Stórbrotið hafið sýndi gestinum í dag blíðu sem eins og í hendingskasti breytist í ólgandi suðupott. Öldurnar skella þá á gamla garðinn og mynda risafoss þegar öldulöðrið fellur á ný í sjóinn. Staður á Eyrarbakka er vel varðveitt leyndarmál sem ferðamenn ættu að líta eftir og sjá hvað þar er í boði.

Takk fyrir mig kæru vinir.

Ásmundur Friðriksson.

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Finnur Kristjánsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Fermingarsystkinin úr Vestmannaeyjum Ásmundur Friðriksson og Snjólaug Kristjánsdóttir.

 

 

F.v.: Ragnar Emilsson, Rúnar Eiríksson, Ásmundur Friðriksson og Júlía Björnsdóttir.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ragnar Emilsson og Már Michelsen.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ragnar Emilsson, Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir, Kjartan Helgason og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Sigurjón Pálsson. 

 

 

F.v.: Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir,  Rúnar Eiríksson, Sigurjón Pálsson og Ásmundur Friðriksson.

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Lýður Pálsson.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Júlía Björnsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson og Gunnar Olsen.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Finnur Kristjánsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Atli Guðmundsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Júlía Björnsdóttir.

 

 

 

Útsýnið af svölunum á Menningar-Stað....Félagsheimilinu á Eyrarbakka.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

.

 

 

F.v.: Elín Ósk Hölludóttir og Júlía Björnsdóttir.

.

Skráð af: Menningar-Staður, Félagsheimilið á Eyrarbakka.