Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

31.03.2013 23:04

Kveðja frá Gunnari Granz

Meðal þeirra fjölmörgu sem litu við í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka  -Menningar-Stað- hjá Siggeiri Ingólfssyni var Gunnar Granz á Selfossi.

Hann sendi þessa kveðju:

Gaman að líta við : Bjartar framtíðarhorfur : Hugmynda kveðjur !!!

Gunnar Granz

 

Siggeir Ingólfsson

 

Skráð af: Menningar-Staður

31.03.2013 20:57

Límonaði og lakkrísrör í Laugabúð

Meðal þess sem til sölu eru í hinni endurgerðu og skemmtilegu verslun á Eyrarbakka - Laugabúð -

er Límonaði og lakkrísrör eins og margir muna frá gamalli og góðri tíð og gleðjast nú.

 

Magnús Karel Hannesson stóð þar vaktina í dag á páskadegi.

 

Um þetta var ort:

Límonaði'  með lakkrísrör

Laugabúðin selur.

Menning sterk og mikið fjör

Maggi Karel telur.

 

Og vér erum sammála...

 

 

Magnús Karel Hannesson í Laugabúð á Eyrarbakka.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

31.03.2013 20:05

Vesturbúðin á Eyrarbakka

Skömmu eftir opnun Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka

rétt um hádegisbil á páskadegi voru þessir komnir í

Vitringaspjall í Vesturbúðinni.

 

 

 

 

 

 

Vesturbúðin á Eyrarbakka eins og hún var á sinni tíð og stóð rétt vestan við þar sem Félagsheimilið Staður stendur nú. Myndin er frá Byggðasafni Árnseinga á Eyrarbakka og er á sýningunni sem "Menningar-Staður"  hefur sett upp í "ferðamanna-afdrepinu"  á Stað  hvar allir eru velkomnir gestir sem gangandi.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

31.03.2013 09:35

Páskamessa í Eyrarbakkakirkju

Í morgun, páskadagsmorgun kl. 08:00, var hátíðarguðsþjónunsta í Eyrarbakkakirkju.

Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir

Organisti Haukur A. Gíslason - Kór Eyrarbakkakirkju söng

Meðhjálpari Guðmundur Guðjónsson

Á eftir var boðið í messukaffi.

 

Menningar-Staður var til staðar og færði til myndar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v.: Guðmundur Guðjónsson, Siggeir Ingólfsson, María Gestsdóttir, Gréta Ingimarsdóttir og Haukur A. Gíslason.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

31.03.2013 05:39

Gifting í Kotstrandarkirkju

Guðmundur Ingi Einarsson frá Eyrarbakka, varðstjóri á Litla-Hrauni, og Vilfríður Víkingsdóttir gengu hjónaband við mjög hátíðlega athöfn í Kotstrandarkirkju í gær,  30. mars 2013. Séra Jón E. Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerði, framkvæmdi hónavígsluna. Vilfríður og Guðmundur Ingi búa á Selfossi.

 

Hamingjuóskir Hrútavina.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

30.03.2013 16:30

Vísa dagsins frá Eyrarbakka-skáldinu

Visa dagsins frá Skagfirðingnum og Eyrarbakka-skáldinu - Kristjáni Runólfssyni í Hveragerði.

 

Víst er gott að vera saman,
vaka, og gera þetta og hitt
af því skapast gleði og gaman,
gef ég hér með álit mitt.

 

 

Lengst til vinstri er

Kristján Runólfsson í góðum hópi í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

 

Skráð af: Menningar-Staður

30.03.2013 12:34

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Er tileinkuð Guðrúnu Kristmannsdóttur - Unnu í Brekkholti - á Stokkseyri en hún fagnar 87 ára afmælinu í dag.

 

 

F.v.: Ingibjörg Ársælsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir og Guðrún Kristmannsdóttir.

 

 

F.v.: Dagný Hróbjartsdóttir og Guðrún Kristmannsdóttir.

 

 

 

 

F.v.: Gróa Björnsdóttir og Guðrún Kristmannsdóttir.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

30.03.2013 10:05

Mannlíf á Menningar-Stað

Fjöldi fólks leit við í gær i Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þar sem Siggeir Ingólfsson hefur opnað ferðamanna-afdrep og stað fyrir gesti og gangandi.

Um var að ræða bæði heimamenn og gesti á ferð um Eyrarbakka.

Í morgun voru hópar sem litu við.

 

 

Við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka nú í morgun

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

30.03.2013 07:42

Nýir starfsmenn hjá Byggðasafni Árnesinga

Inga Hlín Valdimarsdóttir fornleifafræðingur og Jón Tryggvi Unnarsson hafa tekið til starfa við Byggðasafn Árnesinga.

Tímabundin staða safnvarðar var auglýst skömmu fyrir áramót og bárust 19 umsóknir. Úr hópi umsækjenda ráðin Inga Hlín Valdimarsdóttir fornleifafræðingur.  Jafnframt hefur Jón Tryggvi Unnarsson verið ráðinn í 80% stöðu til 8 mánaða í gegnum samning við Vinnumálastofnun. Verkefni þeirra við safnið eru fjölbreytt en um þessar mundir er kastljósinu beint að skráningu og tiltekt í geymslum.  Í sumar munu þau sitja vaktir í Húsinu og Sjóminjasafninu.

Linda Ásdísardóttir safnvörður er í námsleyfi allt þetta ár.  Safnstjóri sem áður er Lýður Pálsson.

 

Meðfylgjandi ljósmynd er tekin af safnstjóra af þeim Jóni Tryggva og Ingu Hlín að störfum í þjónustuhúsi að Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka.

JTUogIHV.JPG

 

Sjá: Húsið á Eyrarbakka.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

30.03.2013 07:15

Sóknaráætlun Suðurlands kemur til framkvæmda

 

 

Föstudaginn 22. mars s.l. var undirritaður samningur milli SASS (Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga) og ríkis um fjárframlag til landshlutans á grundvelli Sóknaráætlunar Suðurlands. Undirritun samningsins fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík að viðstöddum forsætisráðherra Íslands, innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem jafnframt skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins.

Sóknaráætlun Suðurlands er stefnumarkandi skjal á sviði atvinnu-, menningar- og menntamála fyrir landshlutann Suðurland. Um er að ræða samantekt á ýmsum greiningum á þeim sviðum fyrir landshlutann, stefnumarkandi aðgerðaráætlun og niðurstöður um ráðstöfun tiltekinna fjármuna. Í einföldu máli er um að ræða útdeilingu á fjármagni til ýmissa verkefna en það skref sem stigið hefur verið með Sóknaráætlun Suðurlands snýr ekki síst að fyrirkomulaginu. Verkefnið Sóknaráætlun Suðurlands er afrakstur samvinnu um 200 þátttakenda sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti, unnu merkilegt og óeigingjarnt starf í þágu Suðurlands. Vinna við fyrstu Sóknaráætlun Suðurlands hefur að miklu leyti miðast við þá uppbyggingu þekkingar, vinnulags og verkferla við að takast á við árlega vinnu sóknaráætlana fyrir landshlutann hér eftir. Á þeim grunni sem nú hefur verið reistur er unnt að byggja á og takast á við aukin verkefni og viðameiri, í gegnum sama farveg og með sama vinnulagi.

Þau verkefni sem áætlað er að framkvæma, fyrir þá upphæð sem til ráðstöfunar er á árinu 2013, eru 8 talsins. Verkefnin eru fæst á einu afmörkuðu málefnasviði, heldur skarast flest á einn eða annan hátt á milli málefnasviða. Verkefnin eru að litlu leyti bundin ákveðnum sveitarfélögum en tvö verkefni miðast við ákveðið svæði innan landshlutans, miðsvæðið, svæðið sem nær frá Markarfljóti til Öræfa. Miðsvæðið hefur búið við lakari tækifæri en önnur til sí- og endurmenntunar og snýr verkefnið að uppbyggingu á því sviði. Önnur verkefni taka meira mið af styrkleikum landshlutans í heild og að nýta þá til hagsbóta fyrir heildina, enn önnur byggja á tækifærum sem landshlutinn hefur til sóknar á ýmsum sviðum.

1. Efling samstarfs um mennta- og fræðastarf á Suðurlandi                                                                4 mkr.
2. Uppbygging símenntunar á miðsvæðinu                                                                                        8 mkr.
3. Menntalestin á Suðurlandi                                                                                                            2 mkr.
4. Upplýsingagátt Suðurlands – sudurland.is                                                                                      7 mkr.
5. Listnám, nýsköpun og skapandi greinar á Suðurlandi – greining og stefnumótun                               4 mkr.
6. Styrkir og stuðningsaðgerðir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi                             15,9 mkr.
7. Bændamarkaður Suðurlands og stuðningur við vöruþróun og markaðssókn smáframleiðenda             7 mkr.
8. Suðurland allt árið                                                                                                                       5 mkr.
                                                                                                                                                 52,9 mkr.
   

Það er mat landshlutasamtakanna að Sóknaráætlun Suðurlands sé fyrst og fremst samvinna um uppbyggingu í landshlutanum, í þágu landshlutans og skref í átt að sjálfstæðri byggðastefnu fyrir Suðurland, unnin af Sunnlendingum, fyrir Sunnlendinga, sem byggð er á staðbundinni þekkingu heimamanna og unnin út frá styrkleikum, veikleikum og tækifærum Suðurlands til sóknar.

Nánar um samninga sóknaráætlana má sjá hér

 

Við undirritun samninganna tóku til máls þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Albertína F. Elíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

 

Skráð af: Menningar-Staður