Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

23.03.2013 21:57

350 ár frá dauða Ragnheiðar Brynjólfsdóttir þann 23. mars 1663

Önfirðingurinn Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir  lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mars 1663 eða fyrir réttum 350 árum

Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan.

Faðir Ragnheiðar var Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti sem fæddur var að Holti í Önundarfirði. Hann var talinn lærðasti maður Evrópu á sinni tíð og bauðst staða rektors við Kaupmannahafnarháskóla sem hann þáði ekki og hélt heim til Íslands og trúlega tekið land á Eyrarbakka

Smella á lag Megasar

Ragnheiður Brynjólfsdóttir - Megas    (Ragnheiður Biskupsdóttir)

Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt
og beiddi þegar Daði mælti á latínu. 
Hann kenndi henni sitthvað til gamans og til gagns
og gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu.

Í skammdeginu vildi hend að villtust bestu menn
og var oft fyrir kvenlíkami í rúminu. 
En milli draums og veru þeir vissu óglögg skil
og voru síst að pæla í þeim í húminu.

Og Ragnheiður hún fæddi einn dag hann Daðason,
menn dylgjuðu, menn bára hana út, menn hæddu hana. 
En hlýðið góðir drengir, það er hlálegt en þó satt, 
það var helvítið hann Brynjólfur sem sæddi hana.


-lag og texti: Megas.

 

 

Skálholtsdómkirkja Brynjólfs Sveinssonar.

 

 

Íslendingar eru með .Brynjólf Sveinsson handa á millum á þúsundkallinum.

 

 

Skálholtsdómkirkja. Hún er teikning Harðar Bjarnasonar.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

23.03.2013 21:37

Laus til umsóknar embætti fangavarða til sumarafleysinga við Fangelsið Litla-Hrauni og Sogni

Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir laus til umsóknar embætti fangavarða til sumarafleysinga við Fangelsið Litla-Hrauniá Eyrarbakka og að Sogni í Ölfusi.

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst:
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín

Helstu verkefni og ábyrgð
Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga.
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 304/2000.

Hæfnikröfur
- Gott vald á íslensku talaðri sem ritaðri
- Enskukunnátta æskileg
- Tölvufærni

Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Eru hugmyndaríkir og vilja vinna að breyttu og betra fangelsisumhverfi
- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um.

Sækja skal um starfið merkt "...embætti fangavarða til sumarafleysinga...." á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir fyrir 31 mars nk.

Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.

Ath. Þeir sem nú þegar hafa fyllt út umsókn "Viltu vera á ská" á heimasíðu fangelsismálastofnunar þurfa ekki að fylla út nýja umsókn.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2013

Nánari upplýsingar veitir
Jón Sigurðsson - jon.sigurdsson@tmd.is - S: 480 9000
Sigurður Steindórsson - sigurdur.steindorsson@tmd.is - S: 480 9000

 

 

Jón Sigurðsson veitir nánari upplýsingar

 

 

Sigurður Steindórsson veitir nánari upplýsingar.

 

 

Litla-Hraun.

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

23.03.2013 05:56

Tvær hljómsveitir úr Árborg í úrslitum músíktilrauna 2013

Tvær hljómsveitir úr Sveitarfélaginu Árborg hafa komist í úrslit músíktilrauna 2013 sem fara fram í dag, laugardaginn 23.mars kl.17:00 í Hörpu.

Hljómsveitirnar heita Glundroði sem salurinn valdi áfram á öðru undanúrslitakvöldinu og Aragrúi sem dómnefnd keppninnar valdi áfram.

Glundroða skipa þeir Alexander Freyr Olgeirsson, Anton Guðjónsson, Gunnar Guðni Harðarson, Hallgrímur Davíð Egilsson og Birkir Pétursson.

 Aragrúa skipa þau Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Tómas Smári Guðmundsson, Markús Harðarson, Hlynur Daði Rúnarsson og Margrét Rún Símonardóttir. Úrslitin fara fram eins og áður sagði á laugardaginn kl.17:00 í Hörpu en hægt er að kaupa miða á staðnum eða á miði.is. Úrslitunum verður einnig útvarpað á Rás 2. 

 

 

 

Birkir Pétursson í Glundroða á rætur á Stokkseyri.

 

 

 

 

Birkir Pétursson, eldri á Stokkseyri, var á dögunum í Menningar-Sellu sem Menningar-Staður hefur komið sér upp á Eyrarbakka. Sellu-fundir, og haldnir eru reglulega, eru nauðsynlegur grasrótarhluti í innihaldsríku mannlífs- og menningarstarfi. 

 

Af: www.arborg.is

 

Skráð af: Menningar-Staður.

22.03.2013 21:13

Efnilegir júdókappar frá Eyrarbakka og Stokkseyri á leið til Bandaríkjanna

Tveir ungir Árborgarbúar, þeir Úlfur Þór Böðvarsson frá Stokkseyri og Grímur Ívarsson frá Eyrarbakka, eru að hefja fjáröflun fyrir júdóferð lífs síns en þeir félagar stefna á ævintýralega æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna í sumar,  ásamt hópi ungra júdókappa frá Reykjavík.

Júdódeild Ungmennafélags Selfoss hefur stöðugt veriðað sækja í sig veðrið á undanförnum árum og þeir félagar hafa lagt lóð sín á vogarskálar við að auka hróður félagsins. Samanlagt státa þeir af á fimmta tug verðlaunapeninga.

Ferðin til Bandaríkjanna er skipulögð af nokkrum vinum þeirra félaga úr Júdófélagi Reykjavíkur. „Við fljúgum til Washington og svo ferðumst við um allt og þræðum mót og æfingabúðir.  Þetta verður pottþétt rosalega gaman en líka rosalega erfitt", sagði Grímur, sem er nýorðinn fimmtán ára og því nýkominn upp í eldri flokk og um leið hefur hann hækkað í þyngdarflokki. . „Við erum búnir að vera að sækja æfingar til Reykjavíkur reglulega, samhliða æfingunum hérna heima á Selfossi.

Í haust skráðum við okkur líka í MMA, sem var rosalega skemmtilegt,“ útskýrir Úlfur, sem gerði sér lítið fyrir og fékk gull á Íslandsmótinu í brasilísku jiu-jitzu‘i í haust. Það má fylgjast með og styðja við fjáröflun þeirra félaga á facebook, á síðunni Úlfur og Grímur til USA.

 

 

F.v.: Úlfur Þór Böðvarsson á Stokkseyri og Grímur Ívarsson á Eyarrbakka. Ljósm.: Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.

 

Skráð af: menningar-Staður

 

22.03.2013 06:55

Vísa dagsins

Vísa dagsins er eftir Skagfirðinginn og  Eyrarbakkaskáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði í tilefni brosstundar í bíl.

 

Ekki er frosið innra gos,
æfður að losa um trega.
Geiri upp tosar gamalt bros,
og glottir rosalega.

 

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Hannes Sigurðsson.

 

 

Kristján Runólfsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður.

22.03.2013 06:30

Af Vitringum í Vesturbúðinni

Vitringarnir hittust samkvæmt venju  "til vits og ráðagerða"  í  Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gær.

Farið var yfir lífsins gagn og nauðsynjar og spjallað við gesti og gangandi. Sérstakur gestur var Þórður Grétar Árnason á Selfossi, Stokkseyringur og tengdasonur Eyrarbakka. Bændablaðinu fagnað

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

21.03.2013 21:56

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Er af þeim Siggeiri Ingólfssyni, staðarhaldara í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka og Hannes Sigurðsson, útvegsbóndi að Hrauni í Ölfusi.

Þeir bruna hér í góðum gír í hópi Hrútavina á leið til skötuveislu í Garðinum á Reykjanesi á Þorláksmessu að sumri fyrir nokkrum árum.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

21.03.2013 20:52

Opnunartími Sundlauga Árborgar yfir páskana - Ljóð og gátur í heitu pottunum

Sundlaugar Árborgar verða opnar um páskana líkt og undanfarin ár. Sundlaugarnar verða jafnframt í samstarfi við bókasöfnin yfir hátíðarnar en boðið verður upp á ljóð, gátur ofl. til lestrar í heitu pottunum frá mánudeginum 25.mars og fram yfir páska. Allir ættu því að finna sér eitthvað áhugavert til lestrar í pottunum á Selfossi og Stokkseyri. Sundhöll Selfoss er opin alla hátíðardagana frá 10:00 – 18:00 en almenna daga og laugardaginn 30.mars er venjuleg opnun. Sundlaugin á Stokkseyri er opin alla hátíðardaga (nema páskadag) og laugardaginn 30.mars frá 10:00 – 15:00.

Nánar um opnunartímann hér að neðan.

Opnunartími sundlauga Árborgar um páska 2013

 

 

Sundlaug Stokkseyrar.

 

 

 

 

Sundhöll Selfoss.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

21.03.2013 20:26

178 ný einkahlutafélög voru skráð í janúar 2013

Í janúarmánuði voru skráð 178 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 148 ný einkahlutafélög skráð í janúar 2012.

Þá voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúarmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Til þessa hefur Hagstofan birt tölur um gjaldþrot fyrirtækja eftir árum og bálkum atvinnugreina. Þessi tafla hefur nú verið uppfærð þar sem upplýsingar um gjaldþrot eftir landshlutum eru einnig aðgengilegar. Þessi tafla verður uppfærð árlega en Hagstofan birtir eins töflu fyrir nýskráð hluta- og einkahlutafélög.

 

WWW. hagstofa.is

 

Hér skráð af: Menningar-Staður

 

21.03.2013 19:56

Kosið í hverfisráðin í Árborg

Kosning í hverfisráð í Arborg var á bæjarstjórnarfundi í gær, 20. mars 2013, en hafði áður verið frestað á 38. fundi 

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í hverfisráð Árborgar  

Sandvík
Oddur Hafsteinsson, formaður 
Guðmundur Lárusson
Anna Gísladóttir 
Jónína Björk Birgisdóttir 
Hanna Rut Samúelsdóttir

Varamenn
Aldís Pálsdóttir 
 Jóna Ingvarsdóttir 
 Arnar Þór Kjærnested

Eyrarbakki
Arnar Freyr Ólafsson, formaður
Gísli Gíslason 
Ívar Örn Gíslason
Guðlaug Einarsdóttir 
Siggeir Ingólfsson 

Varamaður: 
Víglundur Guðmundsson 

Stokkseyri
Sigurborg Ólafsdóttir, formaður
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Vigfús Helgason
Guðríður Ester Geirsdóttir
Ólafur Auðunsson 

Selfoss
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir, formaður
Helga R. Einarsdóttir
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Eiríkur Sigurjónsson
Katrín Stefanía Klemensdóttir 

Varamaður:
Böðvar Jens Ragnarsson 
Bæjarstjórn Árborgar býður  nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.  

Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 

Ráðhús Árborgar á Selfossi.

 

 

Bæjarstjórnin í Sveitarfélaginu Árborg við upphaf þessa kjörtímabils ásamt framkvæmdastjóra.

 

Skráð af: Menningar-Staður.