Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

21.03.2013 08:19

Spurningakeppni átthagafélaganna í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 21. mars 2013, mætast þau átta lið sem komust áfram úr fyrri umferðum. 
Keppnin fer fram í Breiðfirðingabúð í Reykjavík, Faxafeni 14 - ofan við Bónus- og hefst kl. 20:00
Verum dugleg að mæta og hvetja okkar lið, nágranna eða aðra þá sem við höldum með af einskærri tilviljun!
Aðgangseyrir 500 krónur

Í kvöld keppa:
Húnvetningafélagið - Norðfirðingafélagið
Árnesingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Dýrfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna

Eins og sjá má eru tvö lið Sunnlendinga eftir í keppninni.

 

 

 

Stokkseyringar t.v. töpuðu fyrir Dýrfirðingum í forkeppninni.

 

 

 

 

Árnesingar t.h. sigruðu Önfirðinga í forkeppninni.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

21.03.2013 06:14

Fjölmenni með Vitringum í Vesturbúðinni

Vitringarnir hittust samkvæmt venju í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gær.

Farið var yfir lífsins gagn og nauðsynjar og spjallað við gesti og gangandi sem voru heimamenn og góðir gestir. Gestirnir voru m.a. frá Garðabæ og Hafnarfirði hvað voru í dreifingarferð sælgætis um Suðurland allt frá Eyrarbakka að Kirkjubæjarklaustri.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

F.v.: Gunnar Ólsen, Siggeir Ingólfsson og Atli Guðmundsson.

 

 

F.v.: Stefán Björnsson, Finnur Kristjánsson, Atli Guðmundsson og Brynjar Indriðason.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Stefán Björnsson með nýjasta heftið af  Basil fursta.

 

 

F.v.: Finnur Kristjánsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Gunnar Olsen.

 

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir og Gunnar Olsen.

 

 

F.v.: Gunnar Olsen og Björn Hilmarsson.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Siggeir Ingólfsson, Snjólaug Kristjánsdóttir Ingólfur Hjálmarsson og Finnur Kristjánsson.

 

 

F.v.: Trausti Sigurðsson og Emil Hólm Frímannsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 22:38

Framboðsfundur á Selfossi í kvöld

Fundur var á Hótel Selfossi í kvöld með frambjóðendum flestra þeirra flokka sem munu bjóða fram lista í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor hinn 27. apríl.

Til fundarins boðuðu eftirtalin stéttarfélög:

Báran, stéttarfélag, - Verslunarmannafélag Suðurlands, - Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi,

Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Suðurlands

Á fundinum svöruðu frambjóðendur spurningum frá stéttarfélögunum og fundargestum úr sal. 

Menningar-Staður var á fundinum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 17:30

Stefnumótun og framkvæmdir að Stað

Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur ekki setið auðum höndum frá því hann tók við umsjón og rekstri á Stað um áramótin.

Í dag voru nokkrir í vitjun að Stað og gerði Siggeir grein fyrir því sem gert hefur verið og hvað er í farvatninu og mun koma í ljós bráðlega.

Menningar-Staður færði til myndar:

 

F.v.: Gísli Davíð Sævarsson, Siggeir Ingólfsson, Þórður Gréta Árnason og Elfar Guðni Þórðarson.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þórður Grétar Árnason.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 14:29

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri á morgun 21. mars

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri fimmtudaginn 21. mars.

Hátíðin hefst kl. 14:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni. Nemendur mæta samkv. stundaskrá  í skólann og fara heim að árshátíð lokinni. Þau þurfa því að hafa fínu fötin með sér í skólann að morgni.Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni: 1., 3., 5., 7. og 9. bekkur verða með atriði á sviði. 10. bekkur sér um kaffisölu í Skruggudal og aðrir bekkir sjá um undirbúning árshátíðarinnar og aðstoða við framkvæmd. 

Daginn eftir árshátíðina mæta nemendur í skólann samkv. stundaskrá. Dagurinn verður notaður til að ganga frá eftir árshátíðina og föndra fyrir páskahátíðina.  Eftir páska mæta nemendur í skólann þriðjudaginn 2. apríl samkv. stundaskrá. Í páskavikunni verður skólavistin opin mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Foreldrar og aðrir ættingjar velkomnir.

Kaffi og kökur kr. 800,- fyrir fullorðna, 400,- fyrir skólanemendur og frítt fyrir yngri börn.

Kveðja

Nemendur og starfsfólk  Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Skólahúsið á Stokkseyri.

 

 

 

Skrað af: Menningar-Staður

20.03.2013 14:10

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Eyrarbakka í kvöld

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Eyrarbakka verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 20. mars 2013, kl. 20:00 í kjallara Rauða-hússins

 

Dagskrá fundarins:

Hefðbundin aðalfundarstörf

Kosning formanns

Kosning nýrrar stjórnar

Kosning fulltrúa í Kjördæma- og Fulltrúaráð

Önnur mál

 

Þeir sem hafa áhuga á að gegna stjórnarstörfum eru hvattir til að mæta og/eða hafa sambandið Söndru í síma 660-1181 eða sandra@arborg.is

 

Rauða-Húsið á Eyrarbakka.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 10:50

-Basil fursti- meðal Vitringa í Vesturbúðinni

-Vofan í gullnámunni- nefnist nýjasta heftið í ritröðinni um Basil fursta. 

Þetta er 7. heftið sem Vestfirska forlagið endurútgefur um hinn óviðjafnanlega Basil, sem kemur upp um glæpi og spillingu hvar sem þeir verða á  vegi hans. Í sögunni um vofuna í gullnámunni fara þeir Basil fursti og þjónn hans, Sam Foxtrot kvennagull, alla leið til Mexikó. Þar lenda þeir í ýmsum ævintýrum að vanda, meðal annars eiga þeir í höggi við Whisky-Jack sem er nú ekkert lamb að leika við frekar en aðrir í kringum hann. Leyndardómsfull gullnáma kemur við sögu og svo bjarga þeir auðvitað fallegu indíánastúlkunni. Sem sagt allt í hefðbundnum stíl og það góða sigrar að lokum.

Og furstinn þérar alla, háa sem lága, eins og hann er vanur. Þeir sem þurfa að kynna sér þéringar ættu að fletta upp í Basil fursta heftunum.

 

Í morgun var 7. heftinu af Basil fursta fagnað af Vitringunum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Sérstakur gestur á Vitringafundi í morgun var Stefán Björnsson í Garðabæ sem var í morgun aðstoðarmaður Brynjars Indriðasonar sölumanns hjá Góu. Stefán er frá Fáskrúðsfirði en átti og rak Sælgætisgerðina Mónu í 23 ár. Hann var leystur út með 7. heftinu af Basil fursta og fagnaði hann Basil fursta nú. Stefán las allar bækurnar um Basil fursta á fyrri tíð.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, er hér að afhenda Stefáni Björnssyni   -Basil fursta- í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 08:43

Eyrbekkingur gerir góða hluti í Berlín

Eyrbekkingurinn Rut Sigurðardóttir  ljósmyndari sem býr og starfar í Berlín í Þýskalandi gerði íslenskan myndaþátt fyrir þýska tímaritið Kaltblut Magazine

Myndaþátt Rutar sem ber heitið Saga úr sjó má skoða hér.

 

Rut Sigurðardóttir.

"Ég vann þáttinn í samvinnu við Nicolas Simoneau sem er art director Kaltblut. Við fengum til liðs við okkur Ernu Hreinsdóttur stílista sem notaði einungis íslenska hönnun frá hönnuðum á borð við Hildi Yeoman, EYGLÓ, Zisku og fleirum," segir Rut spurð út í verkefnið

Innlástur úr goðsagnaheimi íslenskra sjávarvera
"Við sóttum inspiration í goðsagnaheim íslenskra sjávarvera en þema blaðsins að þessu sinni var "the north"þar sem margt var sótt til Íslands og hinna norðurlandanna," segir Rut sem heldur úti heimasíðunni Rutsigurdardottir.com.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 06:43

20. mars 2013 - Vorjafndægur

Þennan dag eru þrír mánuðir liðnir frá vetrarsólhvörf og þrír mánuðir í sumarsólstöður.

Segja má að dagur og nótt séu jafnlöng en upp frá þessum degi fer birtan að hafa yfirhöndina.

 

 

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka við sumarsólstöður.

 

 

 


Skráð af: Menningar-Staður

 

20.03.2013 06:19

Jón Ólafsson skáld fæddist 20. mars 1850

Jón Ólafsson fæddist á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði 20. mars 1850. Hann var sonur Ólafs Indriðasonar, prófasts þar og skálds, og s.k.h., Þorbjargar Jónsdóttur húsfreyju.

Bróðir Jóns, samfeðra, var Páll Ólafsson, skáld og alþm. Jón var langafi Halldórs Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Jón var einn róttækasti og hvassyrtasti málsvari sjálfstæðisbaráttunnar er þyngstur var róðurinn eftir Stöðulögin 1871 og stofnun landshöfðingjaembættisins 1873. Hann varð frægur fyrir Íslendingabrag sinn, mergjaða ádeilu á Dani og „danska Íslendinga“, sunginn við franska þjóðsönginn. Hann vandaði ekki kveðjurnar fyrsta landshöfðingjanum og var sóttur til saka fyrir skrifin. Þá brá hann sér til Kanada og fór þá m.a. rannsóknarför til Alaska sem nokkurs konar pólitískur flóttamaður. Síðar skrifaði hann ritið Alaska þar sem hann hélt því fram að Íslendingar yrðu stórþjóð ef þeir stofnuðu nýlendu í Alaskaríki.

Jón var ritstjóri Göngu-Hrólfs, Skuldar á Eskifirði, Þjóðólfs, Sunnanfara og Reykjavíkur, og ritstjóri Lögbergs og Heimskringlu í Winnipeg. Hann var alþm. 1880-90 og 1909-13. Jón skrifaði mikið um stjórnmál, vakti fyrstur manna máls á þingræði hér á landi og þýddi höfuðrit um einstaklingsfrelsi, Frelsið, eftir John Stuart Mill. Hann var sannarlega fjölmenntaður heimsmaður og einn litríkasti málsvari sjálfstæðisbaráttunnar.

Í Reykjavík bjó Jón lengi í sögufrægu húsi, á Laufásvegi 5. Það hús reisti Jón Árnason þjóðsagnasafnari en síðan átti Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur húsið. Eftir það var það í eigu Jóns en 1913 eignuðust það Borgþór Jónsson bæjargjaldkeri og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir leikkona.

Æviminningar Jóns eru býsna skemmtilegar og búa yfir miklum fróðleik um pólitíska storma þeirrar tíðar. Þær voru lesnar í útvarp fyrir allmörgum árum.

Jón lést 11. júlí 1916

Jón Ólafsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður