Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

19.03.2013 21:08

Kvöldverður með Kiriyama Family

Hefð er fyrir því að Strandar- og Selfoss- hljómsveitin  Kiriyama Family  komi við á Eyrarbakka áður en haldið er til æfinga á Selfossi. Svo var í kvöld og var þar um að ræða fyrsta formlega kvöldverðinn á þessu ári með Kiriyama Family. 

Farið var yfir síðasta ár sem var gríðarlega gjöfult fyrir  Kiriyama Family; aðdéndur og aðstandendur.

Hljómdiski sveitarinnar var mjög vel tekið og þeir áttu vinsælasta lag ársins á RÁS - 2 og slógu þar vinsældamet til margra ára.

 

Hér má heyra og sjá lagið  Weekends  sem náði þessum frábæra árangri.

Weekends

 

 

Kiriyama Family ásamt;  einni mömmu og ömmu sveitarinnar.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

19.03.2013 16:52

Konfektdagur hjá Vitringunum

Það ánægjulega bar til í morgun á fundi Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka að sölumaður frá Nóa-Síríusi lagði á borðið fulla skál af konfekti fyrir gesti og gangandi.

Þessu var fagnað innilega og Ingólfur Hjálmarsson tók að sér fagstjórn í málinu og sá um fagmannlega dreifingu eins og sjá má.

 

Menningar-Staður var um stund á staðnum og færði nokkur augnablik til myndar:

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson og Rúnar Eiríksson.

 

 

F.v.: Atli Guðmundsson og Ingólfur Hjálmarsson.

 

 

F.v.: Finnur Kristjánsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ingólfur Hjálmarsson. 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

19.03.2013 07:46

Skrúðganga á Eyrarbakka

Þessa glæsilegu skrúðgöngu mátti sjá á Eyrarbakka á dögunum.

Talið er að hópurinn hafi verið á leið til fundar eða samráðs við Vitringana á Eyrarbakka hvar hittast reglulega í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Hópurinn hafði viðkomu í garðinum hjá Staðarhaldaranum í Félagsheimilinu Stað  "Menningar-Stað"  sem býr þarna rétt hjá og þáði veitingar.

 

Á Eyrarbakka. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

Staðarhaldarinn í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, Siggeir Ingólfsson, við rennibekkinn í garðhúsinu heima.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

 

19.03.2013 07:27

Hvað ætla frambjóðendur að gera fyrir okkur?

Fundur verður með frambjóðendum allra flokka sem munu bjóða fram lista sína í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor hinn 27. apríl 2013

Fundarstaður verður Hótel Selfoss  miðvikudaginn 20. mars kl : 19:00    

Til fundarins boða eftirtalin stéttarfélög:

Báran, stéttarfélag,

Verslunarmannafélag Suðurlands,

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi,

Félag iðn- og tæknigreina og

Verkalýðsfélag Suðurlands

Á fundinum munu frambjóðendur svara spurningum frá stéttarfélögunum og fundargestum úr sal. Fundurinn er öllum opinn og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta.

Notum tækifærið og spyrjum væntanlega þingmenn. Látum rödd okkar heyrast.

Af: www.baran.is

 

Hótel Selfoss.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

18.03.2013 21:44

Enginn leyndardómur á bak við aldurinn

»Leyndardómurinn? Það veit ég ekki, ég veit ekkert hvort það er einhver leyndardómur,« segir Guðrún Guðjónsdóttir á Eyrarbakka, aðspurð hvort einhver leyndardómur búi að baki því að ná 100 ára aldri.

»Ég hefði að minnsta kosti ekki trúað því að ég yrði svona gömul,« bætir hún við, en segir þó langlífi í sinni ætt. Þeir voru að hennar sögn 147 gestirnir sem heimsóttu hana á afmælisdaginn sl. laugardag en haldið var upp á afmælið í Félagsheimilinu  Stað, félagsheimili þeirra Eyrbekkinga.

Guðrún er hress og skemmtileg, sjónin er góð og minnið og hún les mikið. Hún segist farin að heyra illa en notar heyrnartæki og á auðvelt með að halda uppi samræðum. Og hún fylgist ágætlega með, en tekur ekki þátt í skrafinu niðri í setustofu með hinum vistmönnunum, að því er hún segir. Hún er hins vegar mjög hagmælt og á auðvelt með að setja saman vísur og hún man þær vel. Hún hefur meðal annars sett saman vísur um ýmsa heimilismenn á Sólvöllum. Og hún undanskilur ekki sjálfa sig. Hún segir mörgum þykja skrítið að hún komi ekki niður að horfa á sjónvarpið í tíma og ótíma. Því kom þessi vísa um hana sjálfa:

 

Gunna flestu fer á mis,

finnst það mörgum skrýtið.

Einangruð frá ys og þys,

en uppi gerist lítið.

 

Hagyrt. Guðrún Guðjónsdóttir er hress og kát.

Ljósm.: Sigmundur Sigurgeirsson. 

 

Morgunblaðið mánudagurinn 18. mars 2013

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

18.03.2013 17:58

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Hróbjartur Eyjólfsson í slipp hjá Kjartani Björnssyni á Rakarastofu Björns og Kjartans fyrir nokkrum árum.

Umræðuefnið voru hljómsveitir á Suðurlandi og sér í lagi Flóamannahljómsveitirnar Lótus og NilFisk.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

18.03.2013 08:20

Sólarupprás frá Eyrarbakka - vorjafndægur 20. mars

Sólarupprás séð frá Ránargrund á Eyrarbakka 18. mars 2013 - tveir dagar í vorjafndægur.

Í forgrunni er listaverkið Krían eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.

 

Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

18.03.2013 07:21

Norðurljósasýning Halldórs Páls á Þingvöllum

 

Halldór Páll Kjartansson og Elín Birna á Eyrarbakka

Skruppum hjónakornin á Þingvelli í leit að norðurljósum og fundum slatta :-)

 

Af Facebook-síðu Halldórs Páls:

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

17.03.2013 22:00

Guðrún Guðjónsdóttir á Eyrarbakka hundrað ára í gær

Hátt á annað hundrað manns fögnuðu í gær í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka hundrað ára afmæli Guðrúnar Guðjónsdóttur.

Hún er fædd á Brekkum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, næstyngst níu systkina en þau elstu urðu 92 ára og 96 ára. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Langlífis.

Vorið 1937 flutti Guðrún til Eyrarbakka ásamt eiginmanni sínum Kristni Vilmundarsyni, sem alinn var upp á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Hann lést á aðfangadag 1945, aðeins 34 ára. Þá voru þrjú börn þeirra á aldrinum sex til átta ára. Seinni maður Guðrúnar var Jón Þórarinsson, en hann lést árið 1998.

Guðrún er mjög ern og í afmælisveislunni í dag virtist hún þekkja flesta með nafni og vita fæðingardaga margra afkomendanna, en þeir eru orðnir 73. Guðrún tók undir í söng og ávarpaði veislugesti í lokin.

Guðrún Guðjónsdóttir býr á Sólvöllum, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka.

 

Guðrún Guðjónsdóttir í veislunni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gær. Ljósm.: sunnlenska.is/Jónas Ragnarsson
 

Af Sunnlenska.is

Hér skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

17.03.2013 18:19

Mynd dagsins

Mynd dagsins er úr fjörunni við Eyrarbakka í dag. 

 

Mynd Júlía B. Björnsdóttir