Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

17.03.2013 06:52

Vor í Árborg 2013

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2013″ verður haldin 9. – 12. maí nk. Skipulag er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna. 

Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af hátíðarhöldunum. Sértakt vegabréf verður gefið út með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað verður í eftir þátttöku í atburðum og heimsóknum á viðburði. Vegabréfinu er síðan skilað inn eftir hátíðina og eiga þátttakendur möguleika á veglegum vinningum. 

Áhugasamir hafi samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, netfang bragi@arborg.is eða í síma 480-1900. Með von um góðar undirtektir, Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

 

Karen Dröfn Hafþórsdóttir á tónleikum í troðfullri Eyrarbakkakirkju 26. júní 2010.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

17.03.2013 06:29

Atvinna í boði á Litla-Hrauni

Starfskraftur óskast til framtíðarstarfa í eldhús fangelsins að Litla-Hrauni. Um er að ræða 60% starf. Jafnframt er óskað eftir starfskrafti til sumarafleysinga í 75% starf í eldhúsinu.

Upplýsingar um starfið veitir Dögg Kristjánsdóttir í síma 845-4695

Umsóknir berist Fangelsinu að Litla-Hrauni, 820 á Eyrarbakka. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2013. 

 

 

 

 


Skráð af: Menningar-Staður

 

 

16.03.2013 20:39

Veitingahúsið Rauða-húsið á Eyrarbakka

Sögulegur staður


Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu og oft nefnt Gunnarshús í daglegu tali og er handan götunnar við Félagsheimilið Stað. Þann 14. maí 2005 flutti veitingastaðurinn yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður.

Elsti hluti þess, þar sem veitingasalur Rauða hússins er, var reistur 1919 af Guðmundu Nielsen fyrir verslun hennar, Guðmundubúð. Guðmunda var bæði fjölhæf og framtakssöm athafnakona. Hún hafði lært verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína, sem þótti ein sú glæsilegasta austan fjalls á sinni tíð.

1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og einöngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin.

Húsið hafði lengi staðið án viðhalds og í hálfgerðri niðurníðslu þegar Búðarstígur 4 ehf. eignaðist það 1. janúar 2005. Félagið var stofnað með það fyrir augum að endurreisa Miklagarð, en þá hafði húsið verið metið ónýtt og til stóð að jafna það við jörðu. Fjöldi sjálfboðaliða, áhugamanna og iðnaðarmanna lagði nótt við dag frá áramótum 2005 og fram til 14. maí það ár, þegar veitingastaðurinn Rauða húsið opnaði í glæsilegum og endurreistum Miklagarði.

 

Menningar-Staður var til staðar á árinu 2006 þegar Mikligarður fór úr hvitu yfir í rautt:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

16.03.2013 16:27

Mynd dagsins - 16. mars 2013

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Vilbergur Prebensen hefur flaggað danska fánanum við heimili fjölskyldunnar að Túngötu á Eyrarbakka.

Myndin var tekin 30. júlí 2006

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

16.03.2013 08:28

Staðarhaldarinn á Stað á Eyrarbakka

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Friðsæld ehf, fyrirtæki Siggeirs Ingólfssonar og Regínu Guðjónsdóttur um að fyrirtækið sjái um daglegan rekstur á íþrótta- og félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2013 og er til tveggja ára og felur m.a. í sér að fyrirtækið sér um daglega umsjón yfir húsinu, þrif, minniháttar viðhald og móttöku pantana vegna útleigu.  

Eitt af markmiðum nýrra rekstraraðila er að auka nýtingu á húsinu. Í dag fer þar m.a. fram íþróttakennsla, æfingar á vegum Umf. Eyrarbakka og nokkrir reglulegir viðburðir auk annarrar útleigu. Er þar horft líka til þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leggja leið sína á svæðið til að skoða ströndina.

Nánari upplýsingar og bókanir hjá Siggeiri Ingólfssyni, sími 898-4240 og siggeiri@simnet.is

 

Meðfylgjandi myndir eru af staðarhaldarunm á Stað á Eyrarbakka í maí 2006 þegar hann ásamt fjölskyldu og vinum fagnaði að Stað á Eyrarbakka útskrift úr Landbúnaðarháskóla Íslands - garðyrkjudeild.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

16.03.2013 00:08

Á Litla-Hrauni

Fangaverðir á Litla-Hrauni fara yfir stöðuna.  Myndin er tekin árið 2008.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

15.03.2013 07:11

Eyrarbakkabros við bálið

Á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka  þann 23. júní 2012.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði brot af brosum til myndar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

14.03.2013 22:32

Á Litla-Hrauni

Í matarhléi á Litla-Hrauni

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

13.03.2013 21:28

Ingi S. Ingason í slipp á Selfossi

Ingi S. Ingason, skólastjóri á Litla-Hrauni á Eyrarbakka, er hér í slipp  (klippingu og skeggskurði en slíkt er kallað á Hrútavianamáli að fara í slipp)  hjá Birni Inga Gíslasyni á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar sem var þann 25. júní 2008.

 

Eyrarbakka-Skagfirðingurinn í Hveragerði, Kristján Runólfsson, orti fyrir augnabliki:

 

Rakara þennan menn dýrka og dá,
sem daglega klippir og skefur,
hann geysist um vanga með leiftrandi ljá,
og lipurð í fingrunum hefur

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

13.03.2013 07:03

Á Eyrarbakkarúntinum

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Mæðgurnar Karen Dröfn Hafþórsdóttir og Emma Guðlaug Eiriksdóttir á rúntinum og bíða konunglegrar heimsóknar til Eyrarbakka.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður