Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

12.03.2013 21:14

Eyrarbakkabros

Hver er þessi  fallegi/a  snáði/snót  sem á þetta flotta Eyrarbakkabros.

 

Myndin er tekin í Leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka 28. júní 2007.

 

 

 

Skráð af: Mennningar-Staður

 

12.03.2013 15:34

Fundað út úr dyrum í Vesturbúðinni

Vitringarnir og vinir þeirra funduðu út úr dyrum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun, slík var stemmningin.

 

Menningar-staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

12.03.2013 08:54

Mynd dagsins 12. mars 2013

Mynd dagsins hér á Menningar-Stað.

Ari Björn Thorarensen, fangavörður á Litla-Hrauni, afhendir Árna Matthiesen, fjármálaráðherra fyrir hönd þingmanna suðurkjördæmis, áskorun fangavrða á Litla-Hrauni um frekari uppbyggingu þar. Þetta var í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn 25. október 2007. 

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 Skráð af: Menningar-Staður

 

12.03.2013 08:10

Kjörfundur á Stokkseyri 27. maí 2006

Kjörfundur á Stokkseyri í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí 2006 hófst kl. 9:00 og var kjörstaður í Barnaskólanum.

Fyrst til að kjósa var Sigurrós Ákadóttir og síðan kaus maður hennar Einar Haraldur Gíslason.

407 voru á kjörskrá í Stokkseyrarhreppi hinum forna við þessar kosningar.

Í kjörstjórn á Stokkseyri voru:

Einar Sveinbjörnsson,

Helga Björg Magnúsdóttir og

Ingibjörg Ársælsdóttir.

Dyravörður var Halldór Kalmann Ásgeirsson.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

11.03.2013 09:44

Kvæðamannagfélagið Árgali heldur í rímnakveðskapinn

Kvæðamannafélagið Árgali er félag sunnlenskra kvæðamanna en nokkrir meðlimir koma úr fjarlægum sveitum. Félagið heldur úti fésbókarsíðu en hún var stofnuð í þeim tilgangi að viðhalda þeirri góðu hefð að kveða fornar og nýjar stemmur.

Það er skemmtilegt að líta á síðuna þeirra og sjá þar bregða fyrir nokkrum rímum. Rímnakveðskapur hefur fylgt þjóðinni í áratugi og kvæðamenn haldið þessari sérkennilegu tónlist lifandi eins og fram kemur á síðunni. Þá hittast Árgalar annan hvern mánudag hvers mánaðar frá október fram í maí og æfa þá saman kvæðalög eða hlusta á þau.

Félagið var stofnað hinn 8. mars árið 2010, upphaflega með 73 félögum en þeir eru nú orðnir um 90 talsins. Árgali er systurfélag Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

Í kvöld, mánudaginn 11. mars 2013, klukkan 20:00 ætla kvæðamenn að hittast í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi og eru áhugasamir kvattir til að mæta og æfa nokkrar stemmur með skemmtilegu fólki.

 

 

Sunnlenska bókakaffið er að Austurvegi 22 á Selfossi.

 

 

Kvæðamaðurinn Sigurður Sigurðarson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

11.03.2013 08:07

Mynd dagsins - 11. mars 2013

Mynd dagsins hér á Menningar-Stað.

Ingvar Magnússon á Eyrarbaka er hér í slipp (klippingu) hjá Kjartani Björnssyni á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

10.03.2013 06:49

10 ár frá stofnun hljómsveitarinnar NilFisk þann 10. mars 2003

Hljómsveitin NilFisk var stofnuð þann 10. mars 2003 af  fjórum drengjum í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri og eru því rétt 10 ár í dag frá sofndeginum,

Þeir eru; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyrarbakka, (söngur og gítar), Víðir Björnsson á Eyrarbakka, (gítar), Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri, (trommur), Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri. (bassi). Síðan bættist í hljómsveitina Karl Magnús Bjarnarson á Stokkseyri, (gítar og söngur).

Hljómsveitin. NilFisk eru víða þekktir sem hljómsveitin sem hitaði upp fyrir Foo Fighters í Laugardalshöllinni í ágúst 2003 eftir að Dave Ghrole heyrði þá á æfingu í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og tók lagið með þeim þar.

NilFisk lék út um allt land ýmsum stöðum eins og Þjóðhátíð í Eyjum, Iceland airwaves, Fiskideginum mikla á Dalvík og Aldrei fór ég suður svo eitthvað sé nefnt. Þeir fóru í tónleikaferðir til Danmerkur og léku í Kaupmannahöfn og víðar þar í landi. Alls komu þeir fram á nær 150 tónleikum á þeim nákvæmlega 5 árum sem hljómsveitin starfaði en þeir hættu á 5 ára afmælisdeginum þann 10. mars 2008.

Hljómsveitin kom fram í myndinni Gargandi snilld sem sýnd hefur verið út um allan heim.  NilFisk  gaf út hljómdisk árið 2006 sem heitir   Don´t run after your own apples.  Diskurinn er níu laga og fékk góða dóma.

 

 

NilFisk í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Sveinn Ásgeir Jónsson og Víðir Björnsson.

 

 

 

NilFisk og Foo Fighters í Gimli á Stokkseyri.

 

 

 

NilFisk fyrir utan Fjöruborðið á Stokkseyri kvöldið sem þeir hittu Foo Fighters.

 

 

NilFisk í Laugardalshöll í ágúst 2003 fyrir framan rúmlega 6000 manns.

 

 

Með Dave Ghrole framan við Fjöruborðið á Stokkseyri á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí 2005. Þann dag léku NilFisk og Foo Fighters saman á tónleikum á Draugabarnum á Stokkseyri.

 

 

NilFisk með hljómdiskinn  sem kom út árið 2006. 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

09.03.2013 20:26

Mynd dagsins - 9. mars 2013

Mynd dagsins hér á Menningar-Stað.

Myndin er tekin í Selfossbíói þann 30. mars 2007.

Bjarni Harðarson, Guðni Ágústsson og Árni Johnsen.

 

 

F.v.: Bjarni Harðarson, Guðni Ágústsson og Árni Johnsen.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

09.03.2013 06:49

Borgarafundur á Eyrarbakka í maí 2006

Mjög fjölmennur borgarafundur var haldinn að Stað á Eyrarbakka á maí 2006.

Fundurinn var vegna kosninga til sveitarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg.

Fundarstjórnendur voru Soffía Sigurðardóttir á Selfossi og Baldvin Karel Magnússon á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður var til staðar og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

08.03.2013 21:36

Mynd dagsins - 8. mars 2013

Mynd dagsins hér á Menningar-Stað.

Frá kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins við Eyraveg á Selfossi fyrir kosningarnar í Sveitarfélaginu Árborg í maí 2006.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður