Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

08.03.2013 20:40

Páll Ólafsson skáld fæddist 8. mars 1827

Páll Ólafsson skáld fæddist 8. mars 1827 á Dvergasteini og ólst upp á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, sonur Ólafs Indriðasonar, prests og skálds á Kolfreyjustað, og f.h.k., Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju.

Hálfbróðir Páls, samfeðra, var Jón, ritstjóri, alþm. og skáld, sem þýddi Frelsið eftir John Stuart Mill og gerði allt vitlaust með sínum róttæka og hvassyrta Íslendingabrag sem réðst gegn dönsku valdi og áhrifum hér á landi.

Páll stundaði heimanám hjá föður sínum og var við nám einn vetur hjá Sigurði Gunnarssyni í Vallanesi. Hann var umboðsmaður þjóðjarða í Múlaþingi 1865-96 og gildur bóndi, lengst af á Hallfreðarstöðum 1856-62 og aftur 1866-92 en bjó auk þess á Eyjólfsstöðum í tvö ár og í Nesi. Hann var alþm. Norðmýlinga 1867, 1873 og 1874-75 er hann sagði af sér þingmennsku.

Páll var glaðsinna glæsimenni, annálaður hestamaður og höfðingi heim að sækja. Hann var húmoristi og án efa eitt af öndvegisskáldum 19. aldar enda átti hann einstaklega létt með að yrkja: „Óðar en ég andann dreg, oft er vísan búin.“ Kviðlingar hans eru leiftrandi og leikandi léttir þar sem rím, stuðlar og höfuðstafir, leggjast eins og af sjálfu sér á sína staði í tilgerðarlausu töluðu máli.

Fyrri kona Páls, Þórunn Pálsdóttir, lagði grunn að fjárhag hans en hann hafði verið ráðsmaður hjá henni og var sextán árum yngri en hún. Er hún lést, 1880, kvæntist Páll Ragnhildi, dóttur Björns Skúlasonar sem var áhugamaður um skáldskap eins og Páll og besti vinur hans. Ragnhildur var sextán árum yngri en Páll og voru þau byrjuð að draga sig saman þó nokkru áður en fyrri kona Páls lést. Til Ragnhildar orti Páll eldheit ástarljóð en mörg þeirra fundust fyrir rúmum þrjátíu árum.

Páli eyddist mjög fé á efri árum og var síðustu árin hjá Jóni bróður sínum í Reykjavík. Hann lifði þó að sjá helstu kvæði sín komin á bók en Jón hafði séð um útgáfuna.

Páll lést á Þorláksmessu 1905

Sólskríkjan

Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini
og hlær við sínum hjartans vini, 
honum Páli Ólafssyni.

 

Páll Ólafsson  f.  8. mars 1827 - d. 23. desember 1905

 

Ó, blessuð vertu sumarsól

Ó, blessuð vertu sumarsól,

er sveipar gulli dal og hól

og gyllir fjöllin himinhá

og heiðarvötnin blá.

 

Nú fossar, lækir, unnir, ár

sér una við þitt gyllta hár,

nú fellur heitur haddur þinn

á hvíta jökulkinn.

 

Þú klæðir allt í gull og glans,

þú glæðir allar vonir manns,

og hvar sem tárin kvika' á kinn

þar kyssir geislinn þinn.

 

Þú  fyllir dalinn fuglasöng,

nú finnast ekki dægrin löng,

og heim í sveitir sendirðu æ.

Úr suðri hlýjan blæ.

 

Þú frjógar, gleður fæðir allt

um fjöll og dal og klæðir allt,

og gangirðu' undir gerist kalt,

þá grætur þig líka allt.

 

Ó blessuð vertu sumarsól,

er sveipar gulli dal og hól,

og gyllir fjöllin himin há

og heiðarvötnin blá. 

Skráð af: Menningar-Staður

 

08.03.2013 05:23

Hafliðastund í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi

Vinir Hafliða Magnússonar frá Bíldudal, sem bjó á Selfossi í rúman áratug, hittast reglulega og minnast hans með léttleikastundum í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Hafliði lést 25. júní 2011.

 

Í gær mættu til Hafliðastundar: hagyrðingarnir Kristján Runólfsson í Hvergerði og Sigurður Sigurðarson á Selfossi sem og hrútyrðingurinn Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka.

 

Í lokin var sungið um Flóann í ljóði Gísla Halldórssonar frá Króki við lag Sigurðar Sigurðarsonar.

 

Enn ég horfi yfir Flóann

og í hljóði syng

túnið, börðin, mýra móann

mosaþúfur berjalyng.

En í fjarska sé síðan

safír-blán mikið víðan

fagursveigðan fjallahring.

 

Kristján Runólfsson orti síðan:

 

Geysimargt hefi ég dundað í dag,
ég dró mig um koppa og grundir.
Í Sunnlenska kaffinu söng ég eitt lag,
og Sigurður dýri lék undir.


Næst fór á rakarastofu um stund,
stutt beið og drakk kaffitárið,
með Kjartani átti svo klassískan fund,
sem klippti af mér næstum allt hárið.

 

Enn einu sinni sannaðist á þessum samverustundum að

"hláturinn er leikfimi fyrir hjartað"

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Lilja Magnúsdóttir, Kristján Runólfsson og Sigurður Sigurðarson.

 

 

Kristján, Lilja og Sigurður.

 

 

Kristján og Sigurður.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

08.03.2013 05:14

Vitringar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Vitringarnir hittast reglulega í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

 

Í gær var þetta fært til myndar.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

07.03.2013 18:41

Rak nefið inn á rakarastofuna

Menningar-Staður var á Selfossi í dag í mannlífs- og menningarerindum.

M.a. var litið inn á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveg. Þar voru menn allt frá Þorlákshöfn og Hveragerði í vestri og austur að Hvolsvelli sem voru að fara í slipp svo notað sé Hrútavinamál um það að fara í klippingu.

 

Þetta var fært til myndar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

07.03.2013 07:52

Kjörstjórn á Eyrarbakka í maí 2006

Kjörstjórn á Eyrarbakka við sveitarstjórnarkosningarar í Árborg í maí 2006.

Í körstjórn voru:

Lýður Pálsson, Birgir Edwald og María Gestsdóttir.

Kosið var í Félagsheimilinu að Stað.

 

 

 

F.v.: Lýður Pálsson, Birgir Edwald og María Gestsdóttir.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

07.03.2013 01:22

Kosningadagur í maí 2006

Þórarinn Ólafsson dyravörður á Stað á Eyrarbakka við kosningar til sveitarstjórnar í maí 2006.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

06.03.2013 15:32

Skötuveisla í Hólmaröst 20. júlí 2005 - Þorláksmessa að sumri

Á Þorláksmessu að sumri þann 20. júlí 2005 og var haldin skötuveisla að vestfirskum hætti í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokksaeyri með sama brag og á Þorlaksmessu að vetri 23. desember. 

Líklegt er að þetta hafi verið eini staðurinn á landinu þar sem svo fjölmenn skötuveisla var í tilefni Þorláksmessu á sumri. Um þrjátíu manns sátu þessa veislu sem samanstöð af nokkrum Vestfirðingum, Sunnlendingum, Vestmanneyingum og Suðurnesjamönnum. 

Árni Johnsen var upphafsmaður þessa nýja skötusiðar að sumri enda er hann einn mesti skötumaður landsins.

Að loknu skötuáti fluttu skötutölu þeir; Árni Johnsen,  Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi og ræddi um vestfirskar skötuhefðir, síðan Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka um sunnlenskar hefðir og síðast Sigurjón Vilhjálmsson um hefðir í skötu á Suðurnesjum.

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar og er 31 mynd í myndasafni hér á síðunni

undir -myndaalbúm-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Sjá fleiri myndir undir -Myndaalbúm- hér á síðunni

www.menningarstadur.123.is/photoalbums/243576/

 


Skráð af: Menningar-Staður

 

06.03.2013 13:34

Þjóðbúningadagur 10. mars í Þjóðminjasafninu

Hinn árlegi Þjóðbúningadagur er að þessu sinni haldinn sunnudaginn 10. mars í Þjóþminjasafninu.

Að venju er aðgangur ókeypis fyrir alla sem mæta á safnið í þjóðbúning.

Fólk er sérstaklega hvatt til að mæta í þjóðbúning síns heimalands. Þjóðbúningasýning Heimilisiðnaðafélagsins verður á milli 14 og 16 en að dagskránni standa einnig Þjóðbúningaráð og Þjóðdansafélagið.

 

Glæsikonur á Eyrarbakka í þjóðbúningum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

06.03.2013 12:57

Elfar Guðni Þórðarson sýndi á Cafe Catalina

Mjög góður rómur var gerður að málverkasýningu Elfars Guðna Þórðarsonar -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  í veitingahúsinu Cafe Catalina, Hamraborg 11 í Kópavogi, sunnudaginn 3. mars sl.

Á sýningunni voru Vestfjarðamyndir sem Elfar Guðni málaði sl. haust þegar hann dvaldi að Sólbakka 6 á Flateyri í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðingafélasins.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

04.03.2013 20:32

Fæddur í Flóanum og var vikapiltur um tíma á Eyrarbakka

Ásgrímur Jónsson listmálari fæddist að Rútsstaðahjáleigu í Flóa 4.mars 1876 og ólst þar upp. Hann greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið, árið 1942, að ein fyrsta endurminning hans hefði snúist um það að hann sat í túninu heima hjá sér og var að bera saman bláa litinn á Eyjafjallajökli við blátt letur á bréfi sem hann hélt á. Um fermingaraldur var hann vikapiltur á Eyrarbakka, var síðan í vegavinnu og til sjós á skútum á Suðurlandi en var síðan við ýmis störf á hjá Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal. Hann sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1897 með skipinu Láru frá Bíldudal og með 200 krónur í vasanum, staðráðinn í að verða listmálari.

Ásgrímur lærði og vann við húsgagnamálun hjá Chr. Berg & Sön í Kaupmannahöfn í tvö ár, stundaði jafnframt teikninám fyrir iðnaðarmenn, stundaði nám í málaralist við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1900-1903, fór námsferðir til Berlínar og Dresden og til Ítalíu með styrk frá Alþingi 1908.

Ásgrímur var einn virtasti listmálari þjóðarinnar og er oft nefndur einn af frumkvöðlunum fjórum, ásamt Þórarni Þorlákssyni, Jóni Stefánssyni og Kjarval. Rétt eins og mörg skáld á hans tíma, leit Ásgrímur á list sína sem framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar. Hann málaði Ísland með skírskotun í íslenska náttúru og þjóðsögur, ferðaðist víða um land við erfið skilyrði til að kynnast sem best og mála náttúru landsins, málaði t.d. fjölda mynda á Höfn í Hornafirði, undir Eyjafjöllum, á Fljótsdalshéraði, Þingvöllum og í nágrenni Húsafells í Borgarfirði.

Ásgrímur er fyrsti alvöru vatnslitamálari okkar en margir telja snilli hans njóta sín best á því sviði. Er Ásgrímur lést hafði hann ánafnað íslenska ríkinu hús sitt við Bergstaðastræti í Reykjavík og mikið safn mynda.

Tómas Guðmundsson skáld skrifað ævisögu hans, Myndir og minningar, sem kom út 1956. Auk þess hefur Listasafn Íslands gefið út tvær bækur með listaverkum hans.

Ásgrímur Jónsson lést 5.apríl 1958.

 

Hér má sjá líkanið af hinnum veglegu verslunarhúsum Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka.

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður