Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 23:02

1. maí 2013 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

Ágætu Eyrbekkingar

 

Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyarbakka hinn 1. maí 2013 kl. 15:00

 

Við leitum eftir stuðningi ykka með kökur og fleira meðlæti.

Tekið verður á móti kökum á Stað frá kl. 11:00 sama dag.

 

Stöndum saman og styrkjum gott málefni

 

Kvenfélag Eyrarbakka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

30.04.2013 22:26

Fleiri myndir frá "Syngjandi vori" í Grænumörk á Selfossi

Söng- og kvæðamannahátíðin  "Syngjandi vor"  var haldin í Grænumörk á Selfossi mánudaginn 29. apríl sl. eins og greint hefur verið frá á Menningar-Stað.

 

Myndasafn frá þessari frábæru samkomu er komnar í myndasafnið á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/246366/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

30.04.2013 20:16

Menningarráð Suðurlands úthlutar 44 milljónum króna

Í janúar sl. auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um verkefnastyrkir og stofn- og rekstrarstyrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi.

Alls bárust 23 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki og var sótt um u.þ.b. 50 milljónir kr. Á fundi ráðsins sem haldinn var 17. apríl sl., var samþykkt að veita 14 verkefnum stofn- og rekstrarstyrki, samtals rúmlega 13 milljónir kr.

Alls bárust 174 umsóknir um verkefnastyrkir og var sótt um u.þ.b. 130 milljónir kr. Samþykkt að veita 119 verkefnum styrki, samtals rúmlega 31 milljónir kr.

Úthlutunarhátíð verður haldin  í Menningarsalnum á Hellu, Dynskálum 8, þann 7. maí nk. kl. 16:30 og verða samningar um styrkina undirritaðir þar.

Í tengslum við úthlutunina fer fram kynning á niðurstöðum stefnumótunarvinnu í menningarmálum á Suðurlandi og hugsanlega verður stofnað félag listamanna á Suðurlandi.

 

 

Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyratrbakka, Menningar-Stað.

 

Skráð af: Menningar-Staður.

30.04.2013 07:24

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

Glaðst eftir frábæra skemmtun í Grænumörk á Selfossi í gær.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

30.04.2013 06:57

Hittingur á Eyrarbakka 1. maí

Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri 80 ára

 

Frá 50 ár afmælisfagnaði Verkalýðsfélagsins Skjaldar í október 1983.

 

Stjórn og varastjór Verkalýðsfélagsins Skjaldar á afmælisárinu 1983. F.v.: Hálfdán Kristjánsson, Sigurður Sigurdórsson, Björn Ingi Bjarnason, Sigríður K. Benjamínsdóttir, Ragnar H. Kristjánsson, Einar Guðbjartsson, Pétur G. Þorkelssog og Jón Guðjónsson. Ljósm.: Gísli Valtýsson

 

 

Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri 80 ára

 

Hinn 21. desember n.k. verða 80 ár frá stofnun Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri en það var stofnað þann 21. desember 1933. Skjöldur er nú hluti af Verkalýðsfélagi Vestfirðinga sem stofnað var 2002.

Í tilefni afmælisársins ætla allnokkrir af fyrrverandi formönnum og stjórnarmönnum í Skildi að hittast í hátíðarkaffi í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á morgun,  1. maí  - á hátíðisdegi verkalýðsins kl. 15:00

Á eftir kaffinu verður samverustund í hliðarsal þar sem litið verður til baka. Sérstaklega til 27. desember 1968 þegar Hljómsveitin Æfing kom fram fyrsta sinni á fundi í Verkajýðsfélaginu Skildi sem haldinn var í Samkomuhúsinu.

Hljómsveitin Æfing fagnar nú 45 ára afmælinu með útgáfu geisladisks sem er meistaraverk mannlífs- og menningarsögu Önfirðinga að þeirra hætti og gleðja mun marga. Útgáfuhátíð verður á Flateyri um hvítasunnuhelgina.

 Væntum þess að sjá sem flesta Önfirðinga á morgun 1. maí á Eyrarbakka í tilefni þessa sem rakið hefur verið hér.

 

Björn Ingi Bjarnason, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar

Björn E. Hafberg, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjldar

Guðmundur Jón Sigurðsson, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar

 

 

Í kirkjugarðinum á Eyrarbakka þar sem formennirnir fyrrverandi funduðu eitt sinn og áttuðu sig þá á að á fundarstöðum sem þessum truflar ekkert . F.v.: Guðmundur Jón Sigurðsson og Björn Hafberg. Ljósm.: BIB

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Björn E. Hafberg. Ljósm.: GJS

.

Af:  www.flateyri.is

.

Skráð ag: Menningar-Staður
 

29.04.2013 21:25

Syngjandi vor í Grænumörk á Selfossi

Söng- og kvæðamannahátíðin  Syngjandi vor  var haldin í dag í Grænumörk á Selfossi frá kl. 17:00 - 18:30

Þar komu fram kvæðamennirnir; Ingimar Halldórsson og Arnþór Helgason.

Skáldkonan Sigríður Jósdóttir í Arnarholti las ljóð.

Söngvararnir; Sigurður Torfi Guðmundsson og Þórarinn Ólafsson sungu einsöng og einnig tvísöng  við undirleik Inga Heiðmars Jónsson.

Þá var samsöngur allra þeirra fjölmörgu sem mættu til þessarar frábærlega  vel heppnuðu samkomu.

Ingi Heiðmar Jónsson skipulagði samkomuna og stjórnaði en þessi dagskrá hafði áður verið flutt á Flúðum þann 11. apríl s.l.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.  (Fleiri myndir síðar)

 

 

Frá samkomunni nú síðdegis í Grænumörk á Selfossi. (fleiri myndir síðar)

F.v.: Undirleikarinn, Ingi Heiðmar Jónsson og söngvararnir Þórarinn Ólafsson og Sigurður Torfi Guðmundsson.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

29.04.2013 20:46

Steingrímur Sigurðsson fæddur 29. apríl 1925

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Steingrímur Sigurðsson, listmálari.

 

Steingrímur Sigurðsson 

 

Steingrímur fæddist á Akureyri 29. apríl 1925 og ólst þar upp.

Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson, skólameistari á Akureyri, og k.h., Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja.

Systkini Steingríms: Örlygur listmálari, faðir Sigurðar myndlistarmanns, Ólafur, fyrrv. yfirlæknir á Akureyri, Guðmundur Ingvi hrl, og Þórunn húsfreyja.

Sigurður var sonur Guðmundar, b. í Mjóadal Erlendssonar, dbrm. í Tungunesi Pálmasonar, bróður Jóns, afa Jóns Pálmasonar, alþingisforseta á Akri, Jóns Leifs tónskálds og Jóns Kaldal ljósmyndara. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir.

Halldóra var dóttir Ólafs, pr. í Kálfholti Finnssonar, og Þórunnar Ólafsdóttur, b. í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi Guðmundssonar.

Steingrímur var í námi í University College í Nottingham á Englandi 1946-47, í námi í ensku og enskum bókmenntum í Leeds University 1947-48 og sótti bókmenntatíma í norrænudeild HÍ 1948-49, en hann varð cand.phil. frá HÍ 1949. Auk þess dvaldi hann við nám í St. Peter's Hall í Oxford sumarið 1956 og í Edinborg 1959.

Steingrímur kenndi íslensku í MA 1944-46, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu 1949-50, kenndi ensku og teikningu í MA 1954-60 og var blaðamaður á Tímanum 1948. Hann var ritstjóri og útgefandi tímaritsins Líf og list 1950-52 og stundaði blaðamennsku og ritstörf í Reykjavík 1961-66 en hann hafði myndlist að aðalstarfi frá 1967.

Steingrímur hélt meira en 70 málverkasýningar heima og erlendis. Hann samdi nokkrar smásögur og skáldsögur, skrifaði ýmislegt í blöð og tímarit, s.s. fjölda afmælis- og minningargreina og þýddi m.a. Dagur í lífi Ivans Denisovitchs eftir A. Solzhenitsyn, útg. í Rvík 1983.

Steingrímur var hressilegur og skemmtilegur í viðkynningu, víðlesinn og sjálfstæður í skoðunum en gat verið svolítið gassafenginn – lengst af svolítið dæmigerður bóhem.

Steingrímur lést 21. apríl 2000

 

Elfar Guðni Þórðarson, listmákari á Stokkseyri, segir frá sambandinu við Steingrím Sigurðsson, listmálara

Hvað varð til þess að ég byrjaði að mála.

 
Hvað varð til þess að ég byrjaði að mála myndir ?  Það er nú saga að segja frá því. 
Kannski var þetta undirliggjandi, ég bara gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en upp úr 1972.  Þá kom hann Steingrímur Sigurðsson í Roðgúl á Stokkseyri. 
 
En áður en ég segi frá Steingrími í Roðgúl þá verð ég að minnast á hann Gunnar Gestsson í Sandvík á Stokkseyri sem fæddur var 12. október 1913.  Ég kenni hann við Sandvík því þar átti hann heima í mörg ár.  Þangað fór maður að láta klippa sig, Gunnar var klippari góður og gríðarlega flinkur málari og málaði mjög fallegar myndir.  Maður fékk að berja þær augum þegar maður fór að láta klippa sig.  Þá sýndi Gunnar mér það sem hann var að mála í það og það skiptið.  Alltaf fundust mér myndirnar vera fallegar og maður skildi ekki alveg hvernig það væri hægt að gera svona myndir.  Kannski langaði mig að prófa en lagði ekki í það, því að svona myndir gæti maður aldrei málað.  Samt man ég eftir að hafa prófað að mála með vatnslitum en það var mjög lítið og ræfilslegt.  Ég man líka eftir því ef maður kafar djúpt í hugann að ég gerði myndir úr trjáberki þar hreyfst ég að frænda mínum honum Arthúri Ólafssyni eða Grími myndlistarmanni eins og hann kallaði sig, en hann bjó í Svíþjóð í mörg ár.  Hefði ég gjarnan viljað kynnast honum meira en hann lést fyrir nokkrum árum.  Það var til lítil mynd eftir Arthús á mínu heimili gerð úr tré og vatnslitum og notað silfurberg með.  Ég held að áhrifin frá þessari mynd hafi komið fram í myndunum sem ég gerði úr trjáberkinum og eitthvað held ég að ég hafi málað með vatnslitum líka en allt var þetta frekar máttlaust og ég hélt bara áfram á sjónum. 
 
En aftur að Steingrími St. Th. Sigurðssyni í Roðgúl.  Hann kom eins og stormsveipur inn í frekar rólegt samfélag sem Stokkseyri var.  Ég var á þessum tíma að vinna við smíðar í frystihúsinu, og einn daginn sá ég þennan nýja mann í Roðgúl vera að mála úti og það gekk mikið á.  Ég var nú frekar feiminn og heimóttarlegur en eitthvað gaf ég mig að honum því mig langaði að sjá hvað hann væri að gera, og hvernig myndir hann málaði.  Það er skemmst frá því að segja að þetta fannst mér eitthvað skrítið, mikið af litum út um allt og allt var þetta gert með tilþrifum.  Kannski fannst mér þetta ekki nógu gott eða flott og akkúrat á þessum tímapunkti ákvað ég að prófa að mála mynd. 
Ég fór til Steingríms og spurði hann hvaða liti hann notaði og sagðist hann nota acryl liti sem væri hægt að blanda með vatni.  Ég bögglaðist til að skrifa heitið á litunum á lokið á smíðatösku sem ég var með ACRYL. 
Og svo fór ég til Reykjavíkur og keypti liti og upp frá því var ekki aftur snúið.  Áður en ég segi meira frá því þá verður það að koma skýrt fram að á þessum tímapunkti skynjaði ég ekki þetta litaflæði og tilfinninguna sem Steingrímur lagði í sínar myndir. 
Þegar ég fór að átta mig á þessu öllu saman þá sá ég að þarna voru margar stórkostlegar myndir sem voru gerðar með tilþrifum og tilfinningu og voru myndirnar svolítið eins og Steingrímur sjálfur miklar tilfinningar og kraftur.

 

Elfar Guðni Þórðarson við stærstu mynd sem hann hefur málað. Brennið þið vitar í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

29.04.2013 05:35

1. maí 2013 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

 

Ágætu Eyrbekkingar

 

Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyarbakka hinn 1. maí 2013 kl. 15:00

 

Við leitum eftir stuðningi ykka með kökur og fleira meðlæti.

Tekið verður á móti kökum á Stað frá kl. 11:00 sama dag.

 

Stöndum saman og styrkjum gott málefni

 

Kvenfélag Eyrarbakka

 

 

Hafþór Gestsson aðstoðaði Kvenfélag Eyrarbakka með að dreifa miðum í hús.

 

 

 

 

Og Hafþór Gestsson var myndaður í Menningar-Sellu á ritstjórn Menningar-Staðar

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

28.04.2013 17:23

Verkalýðsfélagið Báran á Eyrarbakka 110 ára

Báran á Eyrarbakka

Tildrög að stofnun Bárunnar í upphafi síðustu aldar voru þau að Sigurður Eiríksson, sem gjarnan var nefndur regluboði, hugsaði sér þetta félag sem bindindisfélag og hagsmunafélag sjómanna en hann var framámaður í Góðtemplarareglunni. Félagið hét upphaflega Sjómannafélagið Báran á Eyrarbakka. 
Báran, félag sjómanna og dagvinnulaunamanna, var stofnuð í Bræðrafélagshúsi þann 14. febrúar 1903. Félagið starfaði óslitið til 1961 en var endurvakið eftir tveggja ára hlé þann 21. desember 1963 í Fjölni á Eyrarbakka. 
Forgöngumenn um stofnun félagsins voru Sigurður regluboði Eiríksson og Ottó N. Þorláksson. Sigurður var starfsmaður Góðtemplarareglunar. Hann var jafnframt mikill félagsmálafrömuður, organisti og söngkennari. 

Formenn Bárunnar

Fyrsti formaður Bárunnar var Guðni Jónson „formaður“ í Einarshöfn en hann var fæddur í Steinskoti á Eyrarbakka 5. júní 1867. Aðrir í stjórn voru Einar Jónson og Guðmundur Kristjánsson sem einnig gegndi formennsku í félaginu af og til. Á eftir honum komu Sigurður Þorsteinsson, sem var formaður frá 1909-1910 og Bjarni Eggertssonjarni  var formaður frá 1910 – 1915 og átti síðan sæti í stjórn í samtals tólf og hálft ár. Þorfinnur Kristjánsson formaður 1915. Einar Jónson formaður 1916. Þorleifur Guðmundsson formaður 1929. Síðan gegndu Andrés Jónsson frá Smiðshúsum formennsku fyrst 1930 . Bjarni Eggertsson formaður 1931. Þorvarður Sigurðsson tók við formrmennsku í lok árs 1931. Kristján Guðmundsson verður formaður 1939. Sigurjón Valdimarsson formaður 1942. Þá tekur Andres Jónson við formennsku á ný 1963. Kjartan Guðjónsson frá Sandprýði tekur við formennsku í félaginu um 1972. Hafþór Gestsson er formamaður 1979 - 1980.  Guðrún Thorarensen tók við formennsku af Hafþóri Gestssyni 1980. Síðasti formaður í gömlu Bárunni fyrir sameiningu var Eiríkur Runólfsson en hann tók við formensku í félaginu 25. mars 1984. 

 

 

Af: http://www.baran.is/um-okkur/sagan/

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

28.04.2013 14:04

Alþingismenn vitja Vitringa

Vitringafundur var í morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

Helstu verkefni fundarins var að undirbúa komur nýrra alþingismanna sem vitað er að muna mæta bráðlega enda voru væntanlegir alþingismenn oft gestir Vitringa í Vesturbúðinni á síðustu vikum og mánuðum.

 

Skifti engum togum í morgun að alþingismaður kom á Vitringafund.  Þar var á ferð Alma Lísa Jóhannsdóttir sem var varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi 2007 - 2009 og sat hún á Alþingi í mars-apríl og sept. 2008.

Alma Lísa var hlaðin vonleysi eftir úrslit alþingiskosninganna í gær er hún kom til samveru með Vitringunum. Þeim tókst á skömmum tíma að byggja upp vænlega framtíðarsýn fyrir Ölmu Lísu og fék hún sér pylsu með öllu Í Vesturbúðinni áður en hún hélt frá Eyrarbakka. 

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Alma Lísa Jóhannsdóttir f.v. varaþingmaður. 

 

 

 

Skráð af: Mennigar-Staður