Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

08.04.2013 20:14

Kvöldverður með Kiriyama Family

Hefð er fyrir því að Strandar- og Selfoss- hljómsveitin  Kiriyama Family  komi við á Eyrarbakka til kvöldverðar áður en haldið er til æfinga á Selfossi.

Svo var í kvöld og var Menningar-Staður til staðar og færði til myndar.

 

Kiriyama Family í kvöld ásamt;  einni ömmu, einni kærustu og einni mömmu hljómsveitarinnar.

F.v.: Gróa Björnsdóttir, Flateyri,  Karl Magnús Bjarnarson, Stokkseyri, Erna Kristín Stefánsdóttir, Selfossi, Bassi Ólafsson, Selfossi, Víðir Björnsson, Eyrarbakka, Jóhann Vignir Vilbergsson,Eyrarbakka, Guðmundur Geir Jónsson, Selfossi og Jóna G. Haraldsdóttir, Eyrarbakka.  

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

08.04.2013 17:50

Mannlíf á Menningar-Stað

Fjöldi fólks hefur litið við i Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þar sem Siggeir Ingólfsson opnaði þann 28. mars sl. ferðamanna-afdrep og stað fyrir gesti og gangandi.

Fyrstu gestirnir þann 28. mars voru Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka og Kristján Runólfsson í Hveragerði.

Menningar-Staður fangaði þá á mynd.

 

 

F.v.: Rúnar Eiriksson og Kristján Runólfsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

08.04.2013 13:32

Frá Vitringafundi í Vesturbúðinni

Vitringar hittust í morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka eins og oft áður.

Sérstakur gestur á morgunstundinni var Ólafur Th. Ólafsson á Selfossi.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Ólafur Th. Ólafsson og Lýður Pálsson.

 

 

F.v.: Þórður Grétar Árnason, Gunnar Ólsen og Ólafur Th. Ólafsson.

 

 

F.v.: Atli Guðmundsson og Finnur Krtistjánsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

08.04.2013 07:29

"Hafið þér lesið Basil fursta?"

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Bjarkar Snorrason í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna fagnar hér  Basil fursta.

Gróa Björnsdóttir frá Flateyri fylgist með.

 

Skráð af: Menningar-Staður

07.04.2013 21:52

Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka. F.v.: Hús - 2 byggt 1929, Hús - 3 byggt 1972 og Hús 4 byggt 1995.

 

Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka

 

Í ljósi fréttar á vef Innanríkisráðuneytisins vegna skóflustungu, þann 4. apríl 2013, að nýju fangelsi á Hólmsheiði er hér að nokkru gerð grein fyrir Fangelsinu að Litla-Hrauni og byggingum þar. Ætla má á fréttinni að ekkert hafi verið byggt þar síðan 1929 en því fer fjarri.

 

Fangelsið Litla-Hrauni

Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka

Sími: 480-9000 / Fax: 480-9001

Netfang: Litla.Hraun@tmd.is

Fangelsið Litla-HrauniFangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og er gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í 9 byggingum, sem einfaldlega nefnast Hús 1, Hús 2 o. s.frv.

 

Sjá myndir af húsakosti Fangelsisins Litla-Hrauni.

 

Hús 1 var tekið í notkun 1980 sem einangrunardeild og frá 1996 er það einnig notað fyrir gæsluvarðhald. Hús 2, sem er fyrsta byggingin á staðnum var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins í hinum íslenska burstabæjarstíl og átti upphaflega að vera sjúkrahús en það koma ekki til þess. Í Húsi 2 er aðstaða lækna og hjúkrunarfræðinga og þar er jafnframt heimsóknardeild með 12 herbergjum. Hús 3 var tekið í notkun árið 1972 með 22 klefum og endurnýjað á árinu 1999. Hús 4 var tekið í notkun árið 1995. Þar eru 5 álmur með 11 klefum hver. Í öðrum byggingum eru skrifstofur, verkstæði og önnur starfsemi. Til afþreyingar er í fangelsinu líkamsræktaraðstaða, bókasafn, fönduraðstaða og billiardborð. Á lóð eru fótboltavöllur, göngubraut og körfuboltaaðstaða.

 

Starfsmenn: Fastir starfsmenn fangelsisins eru 55. Vaktir ganga 30 fangaverðir, 16 fangaverðir sjá um verkstjórn, heimsókn, eftirlit, vöru- og fangaflutninga. Á skrifstofu fangelsisins starfa auk forstöðumanns, Margrétar Frímannsdóttur, 4 deildarstjórar og 1 fulltrúi.

 

Vinna fanga: Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Nánari upplýsingar og myndir af framleiðsluvörum.

 

Nám: Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í fangelsinu, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum.

 

Af: http://www.fangelsi.is/fangelsi-rikisins/fangelsid-litla-hrauni/

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

 

07.04.2013 20:39

Fimm stjörnu hótel fyrir fanga á Hólmsheiði

„Ég hef misskilið þetta alveg ef það á að vera jafngildi þess að vera á fimm stjörnu lúxushóteli þegar maður er í fangelsi," segir Júlíus Sólnes verkfræðingur og fyrrverandi ráðherra.

Fyrsta skóflustungan að fangelsi á Hólmsheiði var tekin í gær (fimmtudaginn 5. apríl 2013 ) við töluverða viðhöfn. Júlíus sagði í Reykjavík Síðdegis að fyrirhuguð byggingu væri í takt við fimm eða sex stjörnu hótel.


„Mér ofbýður algjörlega því þarna er að rísa einhver montbygging sem ég tel að ætti helst eiga erindi í arkitektabækur um allan heim til að sýna hve stórkostlega fallegur arkitektúrinn er. Mér sýnist við vera að byggja fimm eða sex stjörnu hótel fyrir fanga," segir Júlíus.

Hann segir að vel hefði verið hægt að fara ódýrari leið á sínum tíma fyrst skortur var á plássi fyrir fanga.

„Ég minni á að einu sinni voru til sölu ágætar vistaverur, vinnubúðirnar við álverið á Reyðarfirði, sem þóttu fullboðlegar verkafólkinu sem þar starfaði. Allir mjög ánægðir með þær," segir Júlíus. Vinnubúðirnar hefði mátt flytja á Hólmsheiði, reisa girðingu í kringum allt saman og kostnaðurinn ekki verið meiri en 100 milljónir króna.

Júlíus varð fyrsti umhverfisráðherra Íslendinga árið 1990. Hann segist hafa rætt fyrirhugað fangelsi við bandarískan kollega sem var hneykslaður.

„Hann varð hvumsa og taldi að hægt væri að byggja bandarískt fangelsi fyrir það sem við notum í teiknikostnaðinn fyrir þetta mannvirki," segir Júlíus. Hann minnir á að fangelsi eigi fyrst og fremst að vera þokkalega byggt.

„Það má vera forljótt í útliti. Það þarf engan arkitektúr fyrir fangelsi," segir Júlíus.

 

 

 

 

Af: www.visir.is

 

Hér skráð af: Menningar-Staður

07.04.2013 20:32

Nýr kafli í fangelsissögu landsins með fyrstu skóflustungu að nýju fangelsi á Hólmsheiði

Nýr kafli hefst í fangelsissögu landsins með því skrefi sem við stígum í dag, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í ávarpi þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að byggingu fangelsis á Hólmsheiði í dag (fimmtudaginn 5. apríl 2013). Viðstaddur var fjöldi gesta og auk ráðherra flutti ávarp Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Athöfninni stýrði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um byggingu nýs fangelsis.

Nýja fangelsið verður með 56 fangarýmum þar sem verður sérstök deild fyrir kvenfanga og aðstaða fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Nýja fangelsið á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík og fangelsið í Kópavogi. Einnig verður gæsluvarðhaldsdeild í fangelsinu á Litla Hrauni lögð niður og aðstaða hennar tekin fyrir afplánun.

Innanríkisráðherra tók fyrstu skóflustungu fangelsisbyggingar á Hólmsheiði 4. apríl.Í ávarpi sínu sagði innanríkisráðherra ennfremur að nú, 140 árum eftir að Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var tekið í notkun sem fangelsi „förum við aftur af stað og reisum fangelsi. Það var tími til kominn. Undirbúningur hefur staðið í rúmlega 50 ár. Árið 1960 var Valdimar Stefánssyni yfirsakadómara falið að setja fram tillögur um nýtt fangelsi við Úlfarsá. Verkefnið náði ekki lengra og síðan höfum við fengið fleiri tillögur, athuganir, skýrslur og úttektir. Ríkisstjórnin ákvað í ágúst 2011 að hefjast handa um úrbætur í fangelsismálum. Var ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði.”

Samkeppni um listskreytingu

Jarðvegsframkvæmdir hefjast í næstu viku en útboð vegna byggingarinnar sjálfrar fer fram í vor. Taka á fangelsið í notkun haustið 2015. Þá hefur verið auglýst opin samkeppni um listskreytingar í fangelsinu samkvæmt lögum um opinberar byggingar og er skilafrestur til kl. 15 föstudaginn 17. maí. Markmiðið með samkeppninni er að fá tillögur um listskreytingu fangelsisins og eru keppnissvæðin þrjú: Við göngustíg milli bílastæðis og aðalinngangs, í útivistargörðum fanga og í þriðja lagi í innigarða fangelsisins.

Pálll E. Winkel flutti einnig ávarp.Innanríkisráðuneytið stefnir að því að fimm fangelsi verði rekin á vegum Fangelsismálastofnunar ríkisins árið 2015, eitt móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuð-borgarsvæðinu, sem jafnframt mun gegna hlutverki kvennafangelsis sem er hið nýja fangelsi, lokað afplánunarfangelsi á Suðurlandi sem er Litla-Hraun, fangelsi á Akureyri og tvö afplánunarfangelsi með lágt öryggisstig sem eru Kvíabryggja og Sogn.

Forsagan

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á Litla Hrauni var upphaflega byggt sem Sjúkrahús Suðurlands en hætt var við þau áform. Landsstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og breytti í fangelsi.

Arkís arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni en niðurstöður hennar voru kynntar snemmsumars 2012. Höfundar tillögunnar eru Björn Guðbrandsson og Arnar Þór Jónsson arkitektar. Ráðgjafar voru Birgir Teitsson, Egill Guðmundsson og Friðrik Friðriksson arkitektar.

Innanríkisráðherra tók fyrstu skóflustungu fangelsisbyggingar á Hólmsheiði 4. apríl.

 

http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28496/

 

Skráð af: Menningar-Staður

07.04.2013 06:17

Bætt aðgengi að Félagsheimilinu Stað

35. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 26. mars 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15. 

Mætt: Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður D-lista, Ólafur H. Jónsson, varaformaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður B-lista, Grétar Zóphoníasson, nefndarmaður S-lista, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra, Birkir Pétursson, starfsmaður, Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður. 

Á fundinum var þetta m.a. samþykkt:

12.

1302170 – Bætt aðgengi að Stað og sjóvarnargarði fyrir hjólastóla, áður á fundi 26. febrúar sl.

 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda

 

Framkvæmdr munu hefjast fljótlega.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þórður Grétar Árnason undirbúa framkvæmdir við Stað.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

06.04.2013 20:35

Æðruleysismessa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 20

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir guðsþjónustuna ásamt séra Óskari Hafsteini Óskarssyni og séra Ninnu Sif Svavarsdóttur prestum Selfosskirkju og séra Guðbjörgu Arnardóttur presti í Odda.

 

Um tónlist sjá Hörður Bragason og Magga Stína.

 

Allir velkomnir.

 

 

Eyrarbakkakirkja

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

06.04.2013 06:48

Sveitarfélagið Árborg opnar kynningarsíðu á Facebook

Sveitarfélagið Árborg hefur opnað kynningarsíðu á Facebook þar sem hægt verður að nálgast nýjustu fundagerðirnar, fréttir af heimasíðu, myndir af hátíðum og viðburðum í sveitarfélaginu ofl. Markmiðið er að ná til breiðari hóps íbúa og gesta svo helstu upplýsingar frá sveitarfélaginu fari sem víðast. 

 
 
 

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen á Selfossi er forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg.
 

Skráð af: Menningar-Staður