Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

05.04.2013 21:24

Stefnumótun í Menningar-Sellu

Halldór Páll Kjartansson á Eyrarbakka leit í köld við í Menningar-Sellunni sem tengist ritstjórn á vefmiðlinum Menningar-Staður.

Árangursrík stefnumótun fór fram.

Takk fyrir komuna Halldór Páll Kjartansson.

 

 

Halldór Páll Kjartansson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

05.04.2013 06:16

Af strútum og strútum - sálmurinn um fangelsið

Guðmundur Brynjólfsson á Eyrarbakka skrifar:

 

Það var á dögunum að Dagskráin greindi frá því að strút væri að finna á Stokkseyri, á Veiðisafninu. Þetta var skemmtileg frétt á jákvæðum nótum. Strútur á Stokkseyri.

Þessi frétt fékk mig til að leiða hugann að öðru og óskemmtilegra málefni, og það þarf ekki snilling til að sjá um hvaða brautir hugrenningatengslin liggja. Fangelsið á Litla Hrauni kom upp í hugann. Eða öllu heldur komu upp í hugann þeir sem eiga að vera gæslumenn vinnu og velferðar í héraðinu, þingmenn kjördæmisins komu upp í hugann og dugleysi þeirra við að verja stöðu fangelsisins á Litla Hrauni sem helsta fangelsis þjóðarinnar.

Um langt skeið hefur sú firra embættismanna í Reykjavík sveimað um í andrúmsloftinu – eins og askan frá Eyjafjallajökli – að nauðsynlegt sé að finna nýju fangelsi stað í túngarði þeirra höfuðborgarbúa. Embættismennirnir hafa nefnilega fundið það út fyrir margt löngu að það sé ómögulegt að halda áfram uppbyggingu fangelsis á Litla Hrauni - nær sé að byggja nýtt betrunarhús á Hólmsheiði en það landsvæði hefur nýlega komist í tísku meðal lærðra manna þar í borg og eiga helst allar nýframkvæmdir sem mönnum dettur í hug að fara út í að rísa á þessari heiði – þótt flest mæli á móti þeim öllum.

Ég vil biðja Árnesinga og reyndar landsmenn alla að gæta að því hvert næsta vers verður í sálminum um fangelsið. Næsta vers mun fjalla um þann mikla sparnað sem sé af því að hafa betrunarhús á Hólmsheiði (og skiptir þá engu hvort einhver sparnaður verði af því eða ekki) og í framhaldi af því verður þriðja versið ort; erindið um þá gríðarlegu hagræðingu sem hafa má af því að flytja alla fangelsisstarfsemi á Hólmsheiði. Það er að segja; það er kveðskapurinn um að leggja Litla Hraun niður sem fangelsi!

Allt þetta mun yfir koma af því að stjórnmálamenn kjördæmisins voru ekki á verði, spyrntu ekki við fótum og mótmæltu þessu fáránlega ráðslagi að færa til miðju þessarar starfsemi í landinu. Þeir stóðu aðgerðarlausir þegar ráðist var í að færa starfsemina frá þekkingarbrunni málefnisins, frá miðlægum möguleikum til vaxtar sem svo sannarlega eru til staðar á Litla Hrauni. Menn sátu aðgerðalausir þegar embættismennirnir ákváðu að færa þessa starfsemi þangað sem hún ekki einungis er verr sett heldur þar sem verið er að bjóða hættunni heim. Ég segi, bjóða hættunni heim, því að allar boðleiðir að fangelsi á Hólmsheiði eru lengri og öll umferð þangað þyngri ef upp kæmi neyðarástand í fangelsinu, lengri tíma tæki t.a.m. bakvaktamenn að komast úr hinum ýmsu hverfum höfuðborgarsvæðisins á staðinn en það tekur Eyrbekkinga, Stokkseyringa og Selfyssinga að nálgast Litla Hraun – þó allir lægju í bælinu þegar útkallið bærist.

Það er ljóst að stjórnmálamenn kjördæmisins fóru að dæmi Strútsins á Stokkseyri – vel að merkja, áður en hann settist að á Stokkseyri – og stungu hausnum í sandinn, þegar allt þetta embættismannaráðabrugg um byggingu fangelsis á Hólmsheiði stóð sem hæst. Ráðabrugg manna sem víla ekki fyrir sér að flytja störf þvert um landið svo þeir og þeirra vildarvinir geti haft allt í sem mestum hægindum og þurfi sem minnst að hreyfa sig.

Eða datt einhverjum eina mínútu í hug að einhver hefði verið að hugsa um fangana?

J – listinn sem býður fram undir merki Regnbogans hér í kjördæminu heitir því að standa vörð um þá vinnustaði sem hér eru á forræði hins opinbera og berjast með kjafti og klóm gegn þeirri öfugþróun sem felst í veikingu stofnanna og þjónustu í héraðinu. Það er komið meira en nóg af svo góðu. Vegna þess að Regnboginn er ekki stjórnmálaflokkur er hann brynvarinn fyrir spillingaröflum sem hreiðra um sig í slíkum batteríum og þess vegna á hann heldur engra hagsmuna að gæta meðal embættismannaklíkunnar í Reykjavík – og hann fóstrar enga strúta! X – J.

 

Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og djákni á Eyrarbakka skipar annað sæti J – listans í Suðurkjördæmi í komandi kosningum.

 

Guðmundur Brynjólfsson á Eyrarbakka.

 

 

 

Litla-Hraun.

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

04.04.2013 22:19

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Myndin er tekin á Geislabaugstað á Suðurlandi.

 

 

F.v.: Einar Elíasson, Einar Loftrur Högnason, Þórarinn Siggeirsson, Guðmundur Ingi Einarsson, Bjarkar Snorrason og Sævar Örn Arason.

 

Skráð af: Menningar-Staður

04.04.2013 09:57

Sölumenn alheimsins í Vesturbúðinni

Sölumannastund var í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun en nokkrir sölumenn voru þar á ferð er Vitringarnir funduðu og kalla þeir þessa góðu gesti oft "sölumenn alheimsins"

 

 

Sölumenn alheimsins og kaupmaðurinn í Vesturbúðinni. F.v.: Gísli Stefánsson, Brynjar Indriðason, Björgvin Magnússon og Finnur Krsistjánsson kaupmaður í Vesturbúðinni.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

 

04.04.2013 07:50

Myndir: - Menningarsamningur Suðurlands í Húsinu á Eyrarbakka 2. maí 2007

Þann 2. maí 2007, var í Húsinu á Eyrarbakka undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 14 sveitarfélög á Suðurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins en Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna.

Myndir frá undirrituninni eru komnar í myndasafn á Menningar-Staður.

Smella - Myndir: - Menningarsamningur Suðurlands í Húsinu á Eyrarbakka 2. maí 2007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

04.04.2013 06:10

Vor í Árborg 2013

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2013″ verður haldin 9. – 12. maí nk. Skipulag er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna. 

Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af hátíðarhöldunum. Sértakt vegabréf verður gefið út með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað verður í eftir þátttöku í atburðum og heimsóknum á viðburði. Vegabréfinu er síðan skilað inn eftir hátíðina og eiga þátttakendur möguleika á veglegum vinningum. 

Áhugasamir hafi samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, netfang bragi@arborg.is eða í síma 480-1900.

Með von um góðar undirtektir,

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

 

 

Fyrsta menningarhátíðin "Vor í Árborg" var haldin í maí 2003 eða fyrir 10 árum. Hér er Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka, þáverandi formaður Menningarnefndar Árborgar, að veita Elfari Guðna Þórðarsyni, listmálara á Stokkseyri, menningarviðurkenningu Árborgar.

 

Skráð af: Menningar-Staður.

03.04.2013 23:15

Morgunstund Vitringanna í Vesturbúðinni

Sérstakur gestur Vitringanna í Vesurbúðinni á Eyrarbakka í morgun var Gísli Stefánsson,söngvari, en hann starfar nú sem sölustjóri hjá Heildversluninni Makk ehf.

Gísli á ræturnar á Eyrarbakka því amma hans, Kristjana Guðmundsdóttir var fædd í Húsinu.

 

Morgunstundin var færð til myndar.

 

 

F.v.: Gerða Ingimarsdóttir, Finnur Kristjánsson, Ingvar Magnússon, Þórður Stefánsson og Gísli Stefánsson.

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

03.04.2013 10:33

Vitringastund í Vesturbúðinni

Vitringastund var í morgun samkvæmt venju í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

Mynd hér og meira síðar.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

03.04.2013 08:35

Menningarlandið 2013 á Kirkjubæjarklaustri

Menningarlandið 2013 – ráðstefna um framkvæmd og framtíð menningarsamninga, verður haldin á Kirkjubæjarklaustri dagana 11.-12. apríl nk.

Hvers virði er öflugt menningarstarf fyrir samfélagið?

Hver er reynslan af menningarsamningum ríkis og samtaka sveitarfélaga?

Hafa upphafleg markmið sem lágu að baki samningunum náðst?

Hvaða áhrif hafa breytingar í tengslum við sóknaráætlanir landshluta á menningarsamninga og starfsemi menningarráða?

Hvernig er hægt að tryggja að úthlutun opinberra fjármuna til list- og menningartengdra verkefna sé faglega unnin?

Hvaða þýðingu hefur hin nýja menningarstefna sem Alþingi samþykkti á dögunum?

Þessar spurningar og margar aðrar verða ræddar á ráðstefnunni Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga,

sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri dagana 11.-12. apríl.

Að ráðstefnunni standa mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar. Megintilgangur hennar er að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin, sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna. Samningarnir, sem eru sjö talsins í jafnmörgum landshlutum, fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningarferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Menningarsamningarnir renna allir út á þessu ári og því þarf að meta reynsluna af þeim til að geta gert áætlanir um framhaldið, m.a. með tilliti til sóknaráætlana landshluta.

Allir þeir sem með einum eða öðrum hætti tengjast menningarstarfi og menningarferðaþjónustu á Íslandi eru hvattir til að mæta og taka þátt. Skráningarfrestur er til og með föstudeginum 5. apríl.

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga:

http://www.samband.is/menningarlandid2013

Menningarlandid

 

 

Þann 2. maí 2007, var í Húsinu á Eyrarbakka undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 14 sveitarfélög á Suðurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins en Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna.  Af: www.sudurland.is

 

 

Í Húsinu á Eyarrbakka 2. maí 2007. F.v.: Árni M. Mathiesen, Gunnar Þorgeirsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 

 

Kirkjubæjarklaustur.

 

Skráð af: Menningar-Staður

03.04.2013 07:06

Framsóknarflokkurinn með mest fylgi

.

Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna breytist lítið frá síðustu könnun fyrir hálfum mánuði.

Könnunin var gerð á netinu og í gegnum síma dagana 14.mars til 1.apríl. Framsóknarflokkurinn nýtur mests fylgis, fengi 28,3% atkvæða ef kosið yrði nú, bætir við sig 2,8 prósentustigum frá síðustu könnun fyrir hálfum mánuði.

Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 22,4%, sem er 4,4 prósentustigum minna en fyrir hálfum mánuði, og ívið minna en flokkurinn fékk í kosningunum 2009. Þar munar reyndar aðeins rúmu prósentustigi. Samfylkingin fengi 15% samkvæmt könnuninni, um helming af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Björt framtíð fengi 12,7% og Vinstri græn 8,5%. Fylgi Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna breytist lítið frá síðustu könnun.

Önnur framboð ná ekki 5% markinu og koma ekki inn manni. Næst því eru þó Píratar með 4,4%. Lýðræðisvaktin fengi 3,1%, Hægri grænir 2,1%, Dögun 1,5%, Landsbyggðarflokkurinn 1%, Regnboginn 0,5%, Húmanistaflokkurinn 0,2%, Alþýðufylkingin 0,2% og Flokkur heimilanna 0,1%. Í heildina eru þau framboð sem ekki ná manni á þing því níu talsins, samkvæmt könnuninni. Þau njóta samtals fylgis ríflega 13% kjósenda.

Samkvæmt þessu kæmu fimm framboð manni á þing, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Úrtakið var tæplega 7300 manns, átján ára og eldri. Svarhlutfall var rúm 60%.

 

Af: www.ruv.is

 

 

Núverandi og fyrrverandi leiðtogar Framsóknar í Suðurkjördæmi. F.v.: Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og alþingismaður Sunnlendinga og Guðni Ágústsson f.v. formaður Framsóknarflokksins og f.v. alþingismaður og ráðherra.  Myndin er tekin í Húsinu á Eyrarbakka 2. maí 2007.

 

Skráð af: Menningar-Staður.