Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

28.04.2013 13:25

Messuheimsókn frá Þorlákshöfn

Í morgun var messuheimsókn frá Þorlákshafnarsöfnuði til Eyrarbakkakirkju.

Hingað komu börn og sunnudagaskóla-leiðtogar Þorlákshafnarkirkju og héldu barnamessu með heimamönnum.

Þau tóku með sér "Fjársjóðskistuna" sem geymir leyndardóma sunnudagaskólastarfsins.

 

Menningar-Staður kom til kirkju og færði til myndar.

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

28.04.2013 13:03

Morgunspjall á Menningar-Stað

Nokkru eftir að endanleg úrslit í alþingsikosningunum í gær voru kunn nú í morgun hittust nokkrir Eyrbekkingar og einn tengdasonur Bakkans í Félagsheimilinu Stað á Eyarbakka.

 

Kosningarnar og fleiri mál til umræðu að vanda á slíkum morgunstundum.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

Fv.: Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson, Þórður Grétar Árnason og Haukur Jónsson.

 

 

 

 

Skráð af: Mennigar-Staður

28.04.2013 09:19

Fylgi allra framboða og alþingismenn

Alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík.

 

Fylgi allra framboða og alþingismenn

 

Fylgi flokkanna á landsvísu
Björt framtíð                      8,3%
Framsóknarflokkurinn   24,4%
Sjálfstæðisflokkurinn    26,7%
Hægri-grænir                     1,7%
Húmanistaflokkurinn      0,1%
Flokkur heimilanna          3,0%
Regnboginn                        1,0%
Sturla Jónsson                   0,1%
Lýðræðisvaktin                2,5%
Landsbyggðaflokkurinn           0,2%
Alþýðufylkingin                        0,1%
Samfylkingin                      12,9%
Dögun                                   3,1%
Vinstri-græn                       10,9%
Píratar                                   5,1%

 

Þingsætin skiptast sem hér segir:

Norðvesturkjördæmi
1) Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki,
2) Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki,
3) Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki,
4) Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki,
5) Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu,
6) Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki,
7) Jóhanna María Sigmundsdóttir, Framsóknarflokki,
8) Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri-grænum.

Norðausturkjördæmi
1) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki,
2) Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki,
3) Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki,
4) Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-grænum,
5) Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki,
6) Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
7) Kristján L. Möller, Samfylkingu,
8) Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki ,
9) Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri-grænum,
10) Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð.

Suðurkjördæmi
1) Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki,
2) Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki,
3) Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki,
4) Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
5) Páll Jóhann Pálsson, Framsóknarflokki,
6) Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu,
7) Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki,
8) Haraldur Einarsson, Framsóknarflokki,
9) Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki,
10) Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð.

Suðvesturkjördæmi
1) Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki,
2) Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki,
3) Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
4) Árni Páll Árnason, Samfylkingu,
5) Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki,
6) Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki,
7) Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð,
8) Ögmundur Jónasson, Vinstri-grænum,
9) Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki,
10, Þorsteinn B. Sæmundsson, Framsóknarflokki
11) Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingunni,
12) Birgitta Jónsdóttir, Pírötum,
13) Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki.

Reykjavíkurkjördæmi suður
1) Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
2) Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki,
3) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu,
4) Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki,
5) Svandís Svavarsdóttir, Vinstri-grænum,
6) Róbert Marshall, Bjartri framtíð,
7) Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki,
8) Karl Garðarsson, Framsóknarflokki,
9) Helgi Hjörvar, Samfylkingu,
10) Jón Þór Ólafsson, Pírötum,
11) Óttarr Proppé, Bjartri framtíð.

Reykjavíkurkjördæmi norður
1) Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki,
2) Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki,
3) Katrín Jakobsdóttir, Vinstri-grænum,
4) Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni,
5) Brynjar Þór Níelsson, Sjálfstæðisflokki,
6) Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð,
7) Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki,
8) Árni Þór Sigurðsson, Vinstri-grænum,
9) Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki,
10) Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum,
11) Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu.

.

 

Suðurkjördæmi.

 

Suður
Atkvæði

%
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Þingmenn
B B
9.262  34,5 4 0 4 Kjördæmakjörnir
  · Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
  · Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)
  · Silja Dögg Gunnarsdóttir (B)
  · Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
  · Páll Jóhann Pálsson (B)
  · Oddný G. Harðardóttir (S)
  · Ásmundur Friðriksson (D)
  · Haraldur Einarsson (B)
  · Vilhjálmur Árnason (D)
Uppbótar   [Meira]
  · Páll Valur Björnsson (A)
D D
7.594  28,3 4 0 4
S S
2.734  10,2 1 0 1
V V
1.581  5,9 0 0 0
Þ Þ
1.268  4,7 0 0 0
A A
1.202  4,5 0 1 1
T T
904  3,4 0 0 0
I I
786  2,9 0 0 0
G G
702  2,6 0 0 0
L L
431  1,6 0 0 0
J J
412  1,5 0 0 0
Á kjörskrá: 33.641
Kjörsókn: 27.531 (81,8%)
 
Talin atkvæði: 27.531 (100,0%)
Auð: 564 (2,0%); Ógild 91 (0,3%)
Uppfært 28.4.2013 | 9:24

.

B - Framsóknarflokkurinn 9.262 atkvæði - 34,5% 
D - Sjálfstæðisflokkurinn 7.594 atkvæði - 28,3%
S - Samfylkingin 2.734 atkvæði - 10,2%
V - Vinstri grænir 1.581 atkvæði 5,9%
Þ - Píratar 1.268 atkvæði 4,7%
A - Björt framtíð 1.202 atkvæði 4,5%
T - Dögun 904 atkvæði 3,4%
I - Flokkur heimilanna 786 atkvæði 2,9%
G - Hægri grænir 702 atkvæði 2,6%
L - Lýðræðisvaktin 431 atkvæði 1,6%
J - Regnboginn 412 atkvæði 1,5%

.

Skráð af: Menningar-Staður

28.04.2013 08:45

Úrslitin í alþingiskosningunum 27. apríl 2013

Nú hafa öll atkvæði verið talin í alþingiskosningunum, en síðustu tölur bárust úr Norðvesturkjördæmi um klukkan hálf níu.  

 

Úrslitin eru þessi:

 

Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkur landsins, fékk 26,7% atkvæða og 19 þingmenn.

Framsókn er sá næst stærsti með 24,4% og 19 þingmenn. 

Samfylkingin fékk 12,9% atkvæða og 9 þingmenn.

Vinstri græn fengu 10.9% atkvæða og 7 þingmenni.

Björt framtíð fékk 8.2% atkvæða og fékk 6 þingmenn, þar af er helmingur jöfnunarþingsæti.

Píratar fengu 5.1% og 3 þingmenn sem allt eru jöfnunarsæti.

 

Sjálfstæðisflokkur fékk einn jöfnunarþingmann, Framsókn engan og Samfylking og VG einn hvor.

Þingmenn tveggja nýrra flokka setjast á þing; Bjartrar framtíðar og Pírata.

 

 

 
Atkvæði

%

Breyt.
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Breyt.

Á þingi
D D
50.454  26,7%  +3,0% 18 1 19 +3 Þingflokkur
B B
46.173  24,4%  +9,6% 19 0 19 +10 Þingflokkur
S S
24.292  12,9%  -16,9% 8 1 9 -11 Þingflokkur
V V
20.546  10,9%  -10,8% 6 1 7 -7 Þingflokkur
A A
15.583  8,2%  +8,2% 3 3 6 +6 Þingflokkur
Þ Þ
9.647  5,1%  +5,1% 0 3 3 +3 Þingflokkur
9 flokkar án þingmanna faldir – Sýna alla
Á kjörskrá: 237.957
Kjörsókn: 198.327 (83,3%)
Útreikn. jöfnunarsæta
Talin atkvæði: 193.792 (97,7%)
Auð: 4.217 (2,2%); Ógild: 585 (0,3%)
Uppfært 28.4.2013 | 8:32

 

 

Skráð af: Menningr-Staður 

27.04.2013 20:43

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Mennigar-Stað

Eyrbekkingarnir; Hilmar í Smiðshúsi og Atli í Akri koma úr róðri með bilaðan mótor.

 

.

.

.

Atli Guðmundsson á Akri.

 

Ljósm.: Ingvar Magnússon.

 

Skráð af: Menningar-Staður

27.04.2013 20:15

Fullt út úr dyrum á opnun Konubókastofunnar á Eyrarbakka

Fullt út úr dyrum á opnun Konubókastofunnar á Eyrarbakka

Anna Jónsdóttir stofnandi Konubókastofunnar.

Anna Jónsdóttir stofnandi Konubókastofunnar.Mynd/Linda Ásdísardóttir

Það var margt um manninn þegar Konubókastofan á Eyrarbakka opnaði á Sumardaginn fyrsta. Fullt var út úr dyrum og margir stigu á stokk og fluttu erindi á þessum merkisviðburði. Bókastofan er eingöngu ætluð kvenrithöfundum en það er meðal annars einn liður í því að gefa konum meira vægi í bókmenntasögunni.  Anna Jónsdóttir sem á heiðurinn af Konubókastofunni var að vonum hæstánægð með daginn og hversu vel tókst til.

Hún sagði meðal annars í viðtali í janúar, þegar hún fékk lyklana að húsnæði safnsins á Eyrarbakka, að markmið safnsins væri að halda til haga þeim verkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina.

Um leið og verkin fá utan um sig þetta safn væri sjónarhorninu beint að þeim og mikilvægi þeirra í íslenskri bókmenntasögu. Hér eru nú þegar ýmis söfn og setur tengd rithöfundum en það eru allt karlkynsrithöfundar, að Kvennasögusafninu undanskildu.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hélt erindi og sagðist hæstánægð að sjá svo marga gesti. Hún hefði frekar búist við að standa fyrir framan fáeina og halda ræðu, en ekki hundrað manns. Er það virkilegt gleðiefni að svo margir hafi lagt leið sína á Eyrarbakka til að fagna með Önnu.

Anna sagði meðal annars í ræðu sinni að sér þætti skipta afar miklu máli að geta sýnt dætrum sínum, og þeirra kynslóð, að draumar geti ræst.

Draumar okkar geta ræst ef við trúum nógu mikið á þá og vinnum hægt og rólega að því að gera drauminn að veruleika eins og minn draumur er núna í dag.

Katrín Jakobsdóttir var að vonum ánægð með hversu vel var mætt.

 

Helga Kress

 Gerður Kristný

 Auður Jónsdóttir

Við óskum Önnu Jónsdóttur innilega til hamingju með Konubókastofuna á Eyrarbakka. Hægt er að fá meiri upplýsingar um safnið á Facebook síðu Konubókastofunnar.

 

Af: http://www.pressan.is/Menningarpressan/LesaMenningarfrett/fullt-ut-ur-dyrum-a-opnun-konubokastofunnar-a-eyrarbakka

 

Hér skráð af: Menningar-Staður

27.04.2013 09:17

Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka

Á slaginu kl. 9 hófst kjörfundur í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka vegna alþingiskosninganna sem fram fara í dag 27. apríl 2013.

 

Kjörstjórn á Eyrarbakka skipa; Svanborg Oddsdóttir, María Gestsdóttir og Lýður Pálsson. Um dyravörslu sér Siggeir Ingólfsson.

 

Nokkrir kjósendur mættu strax við opnun kjörstaðar. Fyrst til að kjósa var Inga Lára Baldvinsdóttir í Garðhúsum.

 

 

Kjörstjórn og dyravörður. F.v. sitjandi.: Lýður Pálsson, Svanborg Oddsdóttir og María Gestsdóttir.

Standandi er Siggeir Ingólfsson.

 

 

Siggeir Ingólfsson tilbúinn að taka á móti kjósendum...

 

 

..og fyrsti kjósandinn var Inga Lára Baldvinsdóttir sem hér lítur á framboðslistana.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

27.04.2013 07:38

Kosningahátíð í Laugabúð á Eyrarbakka

Það verður kosningahátíð í Laugabúð á kjördag 27. apríl frá kl. 12 á hádegi og fram eftir degi. Það er tilvalið að koma við í gömlu þorpsbúðinni á leið heim af kjörstað í samkomuhúsinu Stað og fá sér kók og prinspóló eða appelsín með lakkrísröri.


Þeir sem eru í vafa um hvað þeir eiga að kjósa geta aftur á móti komið við í Laugabúð á leið á kjörstað til þess að ræða málin við kaupmanninn. Hver veit nema að hann veiti ókeypis ráð eða gefi brjóstsykur til þess að létta lund og auðvelda valið!


Og svo var verið að taka upp nýjar vörur sem henta vel í kosningapartíið að kvöldi kjördags. Vorum að fá beint úr prentsmiðjunni í höfuðstaðnum þessar líka fínu Bakkaservíettur og ekki eru þær síðri glasamotturnar með ölgerðarmerkinu frá Bakköli.


Og fyrir þá sem hugsanlega telja að þeir hafi kosið rangt er til mikið úrval af alls konar sápum sem hreinsa menn af allri synd og gefa góða lykt á kroppinn.


Sjáumst hress og kát á kjördag.

 

 

 

 

Fyrsti viðskiptavinurinn eftir að Laugabúð var opnuð að nýju eftir gagngerar endurbætur.

 

 

Magnús Karel Hannesson kaupmaður í Laugabúð.

 

 

 

Kaupmannshjónin í Laugabúð; Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson í léttu spjalli við hjónin Kjartan Björnsson og Ingunni Helgadóttur á Selfossi. Myndirnar eru teknar á Jónsmessumátíðinni 2011.

 

 

 

Af: Facebook-síðu Laugabúðar. - https://www.facebook.com/Laugabud

 

Skráð af: Menningar-Staður

27.04.2013 07:28

Landsmenn ganga að kjörborðinu

Kosningabaráttunni er nú lokið og ganga landsmenn að kjörborðinu í dag til þess að velja þá flokka sem þeir treysta til að stjórna landinu næstu fjögur árin.

 

Á Eyrabakka verður kosið í Félagsheimili Stað og stendur kjörfundur frá kl. 9 - 22

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

26.04.2013 22:13

Kirkjubær endurbyggður

Um þessar mundir vinna smiðirnir Guðmundur og Gísli Kristjánssynir ásamt Ingólfi Hjálmarssyni málara að viðgerðum á Kirkjubæ.  

Skipt verður um bárujárn á þaki og hliðum og alla glugga og hurðir og húsið lagfært þar sem þess er þörf.  Viðgerðir innanhús taka síðan við en verið er að færa húsið í upprunalega gerð.   Kirkjubær stendur skammt vestan við Húsið á Eyrarbakka . Byggðasafn Árnesinga keypti húsið í árslok 2011 og verður það nýtt til sýningahalds þar sem ætlunin er að lýsa heimili alþýðufólks á milli stríða. Ráðgjafi við verkið er Jon Nordsteien arkitekt.  

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin í dag.

 

kirkjubaer.JPG

 

Af: www.husid.com

Hér skráð af: Menningar-Staður