Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

26.04.2013 10:45

Úti- og innifundur á Eyrarbakka

Miðið blíðviðri var á Eyrarbakka í morgun og er enn.

Sakir þess fór hluti af samkomu Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka fram utan dyra.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar eins og oft áður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

26.04.2013 06:23

Breiðfirðingafélagið sigraði í Spurningakeppni átthagafélaganna 2013

 

Breiðfirðingafélagið sigraði í Spurningakeppni átthagafélaga, en úrslitakeppnin við Noirðfirðingafélagið fór fram í Breiðfirðingabúð í fyrrakvöld.

Lið sextán félaga tóku þátt í keppninni, þar af voru níu með rætur á Vestfjarðakjálka eða kringum Breiðafjörð.

Félögin sem Breiðfirðingafélagið sló út á leið sinni á sigurbrautinni voru Barðstrendingafélagið, Árnesingafélagið, Skaftfellingafélagið og loks Norðfirðingafélagið í úrslitarimmunni í fyrrakvöld.

 

Barðstrendingafélagið fékk verðlaun fyrir besta klappliðið í keppninni.

Dýrfirðingafélagið hlaut verðlaun fyrir bestu tilþrifin í leiknum.

 

Höfundur spurninga og dómari í keppninni allri var Gauti Eiríksson kennari og leiðsögumaður frá Stað á Reykjanesi.

 

Verðlaunin fyrir Pubkvissið hlaut Dýrfirðingurinn Þorbergur Steinn Leifsson en hann hlaut flugferð fyrir tvo með Wow air til Evrópu. Það var ÍNN sem gaf þessi verðlaun.

 

Myndin sem hér fylgir er af vef Breiðfirðingafélagsins. Þriggja manna lið kepptu en fólk skiptist á og alls fimm manns kepptu fyrir Breiðfirðingafélagið. Sitjandi frá vinstri: Karl Hákon Karlsson, Páll Guðmundsson og Grétar Guðmundur Sæmundsson. Fyrir aftan: Urður María Sigurðardóttir og Elís Svavarsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

25.04.2013 06:19

Kvenfélag Eyrarbakka 125 ára í dag

Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað 25. apríl 1888 af 16 konum og er eitt hinna sjö kvenfélaga sem stofnuð voru fyrir 1900.
 
Þegar Kvenfélagasamband Íslands hélt upp á 70 ára afmæli sitt 1. febrúar 2005, var þessum sjö kvenfélögum veitt viðurkenning fyrir störf sín. Fyrir utan Kvenfélag Eyrarbakka fengu viðurkenningu Kvenfélag Rípuhrepps í Skagafirði 136 ára, Thorvaldsensfélagið í Reykjavík 130 ára, Kvenfélag Svínavatnshrepps Austur Húnavatnssýslu 131 árs, Hvítabandið í Reykjavík 110 ára, Kvenfélag Sauðárkróks 110 ára og Kvenfélag Húsavíkur 110 ára.
 
 

25.04.2013 06:00

Á sér langan aðdraganda

• Opnunarhátíð Konubókastofu haldin í Rauða húsinu á Eyrarbakka í dag kl. 16

• Safnið á nú þegar 800 titla, sá elsti er frá 1897

 

„Markmiðið með safninu er að halda til haga öllum þeim bókum sem íslenskrar konur hafa skrifað í gegnum tíðina,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir um Konubókastofuna sem opnuð verður formlega á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, kl. 16, með móttöku í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Þar munu Gerður Kristý og Auður Jónsdóttir lesa úr verkum sínum, Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur flytja ávarp og Elín Finnbogadóttir fjalla um tengsl sín við verk Guðrúnar frá Lundi. Sérstakur heiðursgestur verður Helga Kress prófessor og mun hún ávarpa viðstadda, en Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar safnið formlega.

Rannveig Anna, sem einnig er kölluð Anna í Túni, á hugmyndina að Konubókastofunni og hefur haldið utan um starfið til þessa. Aðspurð segir hún stofnun safnsins eiga sér býsna langan aðdraganda. „Ég ólst upp á heimili þar sem mikið var rætt um bækur og fór því í bókmenntafræði við Háskóla Íslands,“ segir Rannveig Anna og tekur fram að í náminu hafi Helga Kress haft mikil áhrif sig. „Hún beindi sjónarhorni mínum að skrifum kvenna og talaði mikið um það hversu mikið af verkum íslenskra kvenna hefði farið forgörðum og þær hlotið litla viðurkenningu bókmenntaheimsins. Nokkrum árum seinna rakst ég á safn á Suður-Englandi með bókum eftir breskar konur skrifaðar á árunum 1700-1830. Safnið var einungis hýst í einu herbergi, en upplifun mín var mjög sterk.“

 

Boltinn fór að rúlla fyrir ári

Þegar Rannveig Anna kom heim úr ferðinni segist hún markvisst hafa farið að safna bókum eftir íslenskar konur með það að markmiði að opna slíkt safn hérlendis. „Lengi vel reyndi ég að útvega bækurnar eins ódýrt og hægt var. Smám saman fóru vinir og ættingjar að gauka að mér bókum,“ segir Rannveig Anna og tekur fram að starfsmenn Bókasafnsins á Selfossi og á Eyrarbakka sem og Bjarni Harðarson bóksali hafi stutt vel við bakið á sér með bókagjöfum og hvatt sig áfram. Aðspurð segist hún nú þegar vera búin að safna um 800 titlum eftir íslenskar skáldkonur, en elsta ritið í safninu er frá árinu 1897.

„Í raun má segja að boltinn hafi farið að rúlla fyrir ári þegar sýnt var viðtal við mig í Landanum í Ríkissjónvarpinu. Í kjölfarið fóru bækur að streyma til mín hvaðanæva af landinu,“ segir Rannveig Anna sem leitaði í framhaldinu til sveitarfélagsins Árborgar um aðstöðu fyrir Konubókastofuna. „Ég var svo lánsöm að fá herbergi í Blátúni, að Túngötu 40 á Eyrarbakka, en svo skemmtilega vill til að bókasafn Árborgar á Eyrarbakka er í sama húsi,“ segir Rannveig Anna og tekur fram að sig dreymi um að Konubókastofa fái í framtíðinni heilt hús til umráða sambærilegt við Davíðshús á Akureyri og Þórbergssetur á Hala. „Skemmtilegast væri að vera í íbúðarhúsi þannig að heimsókn á safnið yrði líkt og heimsókn á heimili,“ segir Rannveig Anna. Þess má að lokum geta að í sumar verður opnuð heimasíða safnsins þar sem gestir geta fræðst um einstaka höfunda og verk þeirra.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Rannveig Anna Jónsdóttir hefur haft veg og vanda af stofnun Konubókastofu.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 25. apríl 2013.

 

Skráð af: Menningar-Staður

24.04.2013 22:46

Sumri fagnað í Laugabúð

Það verður opið í Laugabúð á sumardaginn fyrsta frá kl. 12:00 til 17:00. Vorum að taka upp nýjar vörusendingar, bæði utanlands frá og úr höfuðstaðnum Reykjavík. Endilega kíkið við.

Það verður jafnframt ýmislegt um að vera á Bakkanum á sumardaginn fyrsta.

Konubókastofan verður opnuð með hátíð í Rauða Húsinu á Eyrarbakka klukkan 16. Gerður Kristný og Auður Jónsdóttir munu lesa úr verkum sínum, Helga Kress prófessor og heiðursgestur opnunarinnar mun flytja ávarp, og eins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur. Elín Finnbogadóttir mun fjalla um tengsl sín við verk Guðrúnar frá Lundi.

Tónlistaratriði í flutningi Karenar Hafþórsdóttur og Jóhannesar Erlingssonar og síðan mun Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opna konubókastofuna formlega.

Þá er rétt að geta þess  að Kvenfélag Eyrarbakka verður 125 ára 25. apríl 2013.

 

Myndin er tekin af Guðlaugi Pálssyni í dyrum verslunar sinnar að vorlagi 1984.

Guðlaugur Pálsson í dyrum verslunar sinnar (1984). Ljósm.: MKHGuðlaugur Pálsson í dyrum verslunar sinnar (1984). Ljósm.: Magnús Karel Hannesson.

24.04.2013 06:42

-Úr djúpunum- í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Í kvöld klukkan 20, að kvöldi síðasta vetrardags, verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, í Laugarnesi í Reykjavík, sumarsýningin „Úr djúpunum“. Titillinn vísar til þeirra furðuskepna sem Sigurjón tók að fást við eftir erfið veikindi um og eftir 1960, en í verkum hans frá þeim tíma má meðal annars finna tengingar við hugmyndir listamanna þeirra tíma um súrrealisma og hið sjálfsprottna listform.

Á sýningunni kallast skúlptúrar Sigurjóns á við málverk eftir nokkra samtímamenn hans og vini, þau Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Guðmundu Andrésdóttur.

Sýningin er sú fyrsta eftir sameiningu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands sumarið 2012. Við opnunina flytur Halldór Björn Runólfsson safnstjóri ávarp og þá opnar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sýninguna.

 

Á aldarafmæli Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar, þann 21. október 2008, gengu börn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með 100 blys frá skólanum á Eyrarbakka að listaverkinu Kríjunni eftir Sigurjón sem stendur rétt austan við Eyrarbakka.

Hrútavinafélagið Örvar hafði frumkvæði að göngunni og skipulagði með samstarfsaðilum.

 

Myndasafn frá aldarminnigunni og göngunni er komið hér á Menningar-Stað.

Smella þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
 

Listamaðurinn frá Eyrarbakka,

Sigurjón Ólafsson,

í vinnustofu sinni í Laugarnesi árið 1979.

 

                                                                                                     

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

24.04.2013 05:52

Myndir frá Borgarafundinum í Hvítahúsinu

Ágætur borgarafundur var haldinn í gærkveldi í Hvítahúsinu á Selfossi með frambjóðendum í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna hinn 27. apríl nk.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

 

Myndasafn er komið í myndasafnið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:   http://menningarstadur.123.is/photoalbums/246073/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

23.04.2013 23:20

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Stóra-Háeyri á Eyrarbakka 23. apríl 2013

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

23.04.2013 17:14

Borgarafundur í Hvítahúsinu á Selfossi

Útvarpsstöðin Suðurland FM efnir til opins borgarafundar í Hvítahúsinu í kvöld kl. 21. Þar munu oddvitar framboðanna í Suðurkjördæmi sitja fyrir svörum.

Kosið verður til Alþingis á laugardaginn 27. apríl og hafa framboðin verið að koma stefnumálum sínum á framfæri en hér er um að ræða fund þar sem hægt er að spyrja frambjóðendur kjördæmisins spjörunum úr um hvaða áherslur þeir leggja á hin ýmsu málefni.

Umsjónarmenn eru þau Valdimar Bragason frá Suðurland FM og Anna Krístín Kjartansdóttir frá Powertalk.

Fundinum verður útvarpað á Suðurland FM 96,3, 93,3 í Vestmannaeyjum og á heimasíðu stöðvarinnar www.963.is.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

23.04.2013 17:03

Margir kjósa utan kjörfundar

Hjá sýslumanninum í Reykjavík hafa næstum því helmingi fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar en árið 2009, þegar síðast var kosið til Alþingis. Í Zurich í Sviss, kláruðust í gær þeir fimmtíu atkvæðaseðlar sem sendir voru ræðismanninum. Fleiri voru sendir í morgun.

Vel yfir fimmtán þúsund kjósendur samtals höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar í gærkvöld, hjá öllum sýslumönnum á landinu og flestum sendiráðum Íslands. Þetta eru tölur frá sýslumannsembættinu í Reykjavík, sem heldur utan um utankjörfundaratkvæði. Á landinu öllu hafa 13.656 greitt atkvæði. 

Hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík höfðu í gærkvöld kosið 6.833, sem eru mun fleiri en á sama tíma fyrir kosningarnar 2009. Þetta sagði Bergþóra Sigmundsdóttir kjörstjóri þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun í Laugardalshöll, þar sem kjósendur hafa beðið í röð síðan klukkan tíu í morgun. 

Á erlendri grund er hægt að kjósa hjá sendiráðum og ræðismönnum Íslands. Í Zurich í Sviss kom það hins vegar upp á í gær að atkvæðaseðlarnir kláruðust. Fimmtíu voru sendir þangað í upphafi og miðað við reynslu undanfarinna kosninga átti sá fjöldi að duga. Það reyndist ekki vera, og fleiri seðlar voru sendir frá Genf í morgun. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til þess að viðlíka vandræði hafi komið upp annars staðar.

 

 

Eyrbekkingurinn Júlía Björnsdóttir kaus tímanlega í Berlín og er hér við Sendiráð Íslands þar í borg.

 

Skráð af: Menningar-Staður