Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

23.04.2013 15:06

Jónsmessustemmning í Vesturbúðinni

Jónsmessa Hólabiskups um vorið er í dag  23. apríl.

Dagurinn er andlátsdagur Jóns Ögmundssonar Hólabiskups árið 1121.

 

Töluverð Jónsmessustemmning var á Vitringafundi í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í blíðunni í morgun. 

Hugsuðu menn með gleði til Jónsmessu að sumri þann 22. júní n.k. og hátíðarinnar á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

 

 

F.v.: Björn Hilmarsson, Siggeir Ingólfsson, Guðjón Kristinsson, Haukur Jónsson og Reynir Jóhannsson.

 

 

 

F.v.: Snjólaug Kristjánsdóttir og Gerða Ingimarsdóttir.

 

 

Gerða Ingimarsdóttir og Hlöðver Þorsteinsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Guðjón Kristinsson.

 

 

F.v.: Lýður Pálsson og Ingólfur Hjálmarsson.

 

 

F.v.: Guðjón Kristinsson, Lýður Pálsson og Elías Ívarsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Lýður Pálsson og Sigurður Ragnarsson.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Björn Hilmarsson, Elías Ívarsson og Reynir Jóhannsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

23.04.2013 13:08

Spurningakeppni átthagafélaganna 2013 úrslit

 

Fimmtudagurinn 24. apríl  2013  í Breiðfirðingabúð í Reykjavík kl. 20:00

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

23.04.2013 11:41

Basil fursti í Brattsholti

Í dag 23. apríl er  Alþjóðlegur dagur bókarinnar.

Á þessum degi fæddist Halldór Laxness árið 1902

og á þessum degi dóu Shakespeare og Cervantes.

 

Í tilefni dagsins brá Menningar-Staður sér í heimsókn til Bjarkars Snorrasonar í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna með nýjasta heftið af Basil fursta - Vofan í gullnámunni- sem var að koma út.

 

Við það tækifæri varð þessi Hrútavina-vísa til.

 

Basil fursti´ í Bjarkars hönd

bætir næstu stundir.

Lífsfylling um lönd og strönd 

og léttir allra lundir.

 

 

 

Bjarkar Snorrason með nýja heftið af  Basil fursta - Vofan í gullnámunni

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

23.04.2013 07:10

Hópshlaup á Eyrarbakka

Ungmennafélag Eyrarbakka stendur fyrir Hópshlaupi næstu vikur líkt og undanfarin ár.

 

Hlaupið er frá Barnaskólanum á Eyrarbakka.

 

Skráning hefst kl. 10:30 alla keppnisdagana en hlaupið er ræst kl. 11:00.

 

Keppnisdagar þetta vorið eru:

 

fimmtudagurinn 25. apríl,

laugardagurinn 27. apríl,

miðvikudagurinn 1. maí,

laugardagurinn 4. maí,

laugardagurinn11. maí og

laugardagurinn 18. maí.

 

Öllum er velkomið að taka þátt.

 

 

1. maí-hlaup á vegum UMFE fyrir margt löngu. Ljósm.: MKH

1. maí-hlaup á vegum UMFE fyrir margt löngu. Ljósm.: Magnús Karel Hannesson - Eyrarbakki.is 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

23.04.2013 06:23

Menningarkvöld í Mosfellsbæ á fæðingardegi Halldórs Laxness

Nóbelsskáldið Halldór Laxness fæddist þennan dag, 23. apríl, árið 1902 og í tilefni dagsins standa sveitungar hans í Mosfellsbæ fyrir síðasta menningarkvöldinu í þrennu sem gefið var heitið Menningarvor og er nú haldið í fjórða skipti í bænum.

Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld í bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna. Óttar Guðmundsson geðlæknir mun „sálgreina“ sumar þekktustu persónur Íslendingasagnanna, þar á meðal Egil Skallagrímsson sem bjó síðustu æviár sín að Mosfelli í Mosfellsdal. Þóra Einarsdóttir söngkona kemur einnig fram og flytur sönglög eftir Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson og Jórunni Viðar við kvæði Halldórs Laxness. Undirleikari verður Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar íslenskar veitingar.

 

23. apríl 1999

Tilkynnt var að Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness hefði verið valin bók aldarinnar í kosningu Bókasambands Íslands. Íslandsklukkan var í öðru sæti.

 

 

Hrútavinir á Gljúfrasteini fyrir nokkrum árum. Þar bjó Halldór Laxness og í húsinu er nú safn.

F.v.: Hörður Jóelsson, Einar Jóelsson og Sævar Jóelsson í Brautartungu við Stokkseyri.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

22.04.2013 23:06

Konubókastofa á Eyrarbakka

Ég heiti Rannveig Anna Jónsdóttir, kölluð Anna, og er frá Túni á Eyrarbakka en fædd og uppalin í Vatnsdal í Austur Húnavatnssýslu.

Frá því að ég var barn hef ég haft mjög mikinn áhuga á bókum. Ólst upp við það að bækur voru út um allt á heimilinu og iðulega voru þær umræðuefnið þegar gestir komu til pabba og mömmu.
Þegar  ég var orðin fullorðin fór ég í Almenna Bókmenntafræði við HÍ og síðan í nám í menningarfræði við Háskólann í Arhus.

Þegar ég var í Háskóla Íslands hafði ég kennara sem er nú prófessor og heitir Helga Kress. Hún beindi sjónarhorni mínu að skrifum kvenna og talaði mikið um það hversu mikið af verkum íslenskra kvenna hefðu farið forgörðum og þær hlotið litla viðurkenningu bókmenntaheimsins.
Nokkrum árum seinna var ég að skipuleggja ferð með fjölskyldu minni um England. Allan veturinn lá ég í bókum um landið og rakst þá á safn í suður Englandi sem var með bókum eftir breskar konur skrifaðar á árunum 1700-1830. Þetta vakti mikla athygli mína og fór svo að ég fór og skoðaði þetta safn. Það var einungis í einu herbergi en upplifun mín var mjög sterk.
Þegar  ég kom heim úr ferðinni fór ég markvisst að safna bókum eftir íslenskar konur með það að markmiði að opna slíkt safn hér Íslandi. Núna eru 10-12 söfn tileinkuð rithöfundi á Íslandi en það eru allt karlhöfundar.  Ég vissi að þetta væri gott markmið en einnig vissi ég að það yrði erfitt að koma þessu á laggirnar vegna kostnaðar. Lengi vel var ég bara í því að finna ódýrar bækur í safnið og eins fóru vinir og ættingjar að gauka að mér bókum. Starfsmenn Bókasafnsins á Selfossi og á Eyrarbakka hafa stutt vel við bakið á mér og hvatt mig áfram og eins Bjarni Harðarson bóksali. Hefur þetta fólk einnig verið að láta mig fá bækur.

Í apríl á seinasta ári var sýnt viðtala við mig í Landanum og eftir það fóru bækur að streyma til mín í litla húsið mitt alls staðar af landinu.  Dóttir mín skráði bækurnar fyrir mig síðast liðið sumar og höfum við verið að bæta við  í nánast í hverri viku. Stundum hafa pokar með bókum beðið eftir mér þegar ég hef verið að koma heim og eins hafa nágrannar mínir verið að taka á móti bókum þegar enginn hefur verið heima. Fyrir jólin var orðið ansi þröngt og erfitt að hafa yfirsýn yfir bækurnar. 

Þegar ég frétti að herbergi sem Landsbankinn var með í Blátúni á Eyrarbakka var að losna dreif ég mig í að senda umsókn til sveitarfélagsins Árborgar og falast eftir herberginu. Það gekk eftir og núna er búið að koma fyrir hillum og raða í þær. Það er líka mjög gaman að bókasafn Árborgar á Eyrarbakka er á eftir hæð hússins. Eftir þetta hefur boltinn runnið ansi hratt. Ég hef verið að kynna verkefnið og eins að sækja um styrki til að geta komið safninu áfram og eins til að geta haldið veglega opnunarhátíð á sumar daginn fyrsta.

Opnunarhátíðin veður haldin í Rauða Húsinu á Eyrarbakka á sumardaginn fyrsta klukkan 16. Gerður Kristý og Auður Jóns munu lesa úr verkum sínum, Helga Kress prófessor og heiðursgestur opnunarinnar mun flytja ávarp og eins Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur. Elín Finnbogadóttir mun fjalla um tengsl sín við verk Guðrúnar frá Lundi. 
Tónlistaratriði í flutningi Karenar Hafþórsdóttur og Jóhannesar Erlingssonar og síðan mun Katrín Jakobsdóttir ráðherra opna safnið  formlega. Hagsmunafélag verður einnig stofnað.   Gaman er að geta þess  að Kvenfélag Eyrarbakka verður 125 ára þennan dag.


Anna í Túni, Eyrarbakka

 

 

Anna Jónsdóttir í Túni á Eyrarbakka.

 

 

 

Túngata 40 á Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

22.04.2013 20:38

Léttleikandi pólitík á rakarastofunni

Menningar-Staður fór í slipp (klippingu) á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi í dag.

Allnokkur pólitiskur andi sveif þar yfir vötnum enda stutt í kosningar til Alþingis.

Einn frambjóðandi af lista Framsóknar í Suðurkjördæmi var nýbúinn að vera á staðnum og tókst honum vel upp með kaffigjöfum og vænlegum loforðum um bættan hag eftir 27. apríl

 

Menningar-Staður færði til myndar nokkra sem voru í slipp en þeir voru víða af Suðurlandi.

 

 

 

 
 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

22.04.2013 13:26

Um 100 nemendur í dagskóla Skipstjórnarskólans

Sækja í full réttindi

 

Skipstjórnarskólinn er einn 10 faglega sjálfstæða undirskóla innan Tækniskólans sem er eins konar regnhlífasamtök þessara skóla. Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust. Skólinn er stærsti  framhaldskóli  landsins og byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins á marga vegu.

Skipstjórnarnámið skiptist í fimm réttindastig sem hvert um sig gefur i réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Réttindastig A, B og C varða störf á fiskiskipum og öðrum skipum og miðast réttindi A og B við lengd. Réttindastig D veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip. Réttindastig E er fyrir skipherra á varðskipum. Öll réttindi nást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

 

Eyrbekkingurinn Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans,

segir að aðsókn að skólanum hafi verið nokkuð góð undanfarin ár, árlega sæki milli 30 og 40 manns um nám við skólann og þegar opnað var fyrir umsóknir nýverið bárust strax um 20 umsóknir. Skólastjóri segir þess fullviss að skólinn verði fullsetinn á næsta vetri, eða um 100 nemendur og segir hann áhrif efnahagskreppunnar eiga þar einhvern þátt, þ.e. við minnkandi atvinnuframboð leiti menn fyrir sér um örugga atvinnu. Nokkur fjöldi nemendanna er árlega í dreifinámi, þ.e. fjarnámi, en þeir nemendur koma í skólann 2 – 3 daga í mánuði. Vilbergur Magni segir að dreifinám geti hentað vel þeim sem eiga ekki gott með að dvelja fjarri heimilinu langdvölum vegna fjölskylduaðstæðna.

 

,,Því miður eru afar fáar konur hér við nám, eru í dag aðeins 3 talsins, en mættu vera fleiri,” segir skólastjóri. ,,Samlegðaráhrif þess að reka þennan skóla sem hluta af Tækniskólanum eru umtalsverð. Farmannapróf hefur í dag ígildi stúdentsprófs og svo er auðveldara fyrir nemendur að fara milli skólanna innan Tækniskólans, sýnist þeim svo. Því miður hefur endurnýjun tæknibúnaðar ekki verið sem skildi, en það dregur ekki úr aðsókninni. Í vor útskrifast milli 20 og 30 skipstjórnarnemar og margir þeirra fara beint á sjó, flestir á fiskiskip. Vorið 2012 útskrifuðust 20 nemendur úr varðskipadeildinni. Það hefur engin könnun verið gerð á þörfinni fyrir skipstjórnarmenn, en í dag taka flestir einnig farmannaprófið auk fiskimannaprófsins sem er viðbótarnám upp á eina önn. Það gefur viðkomandimeiri réttindi erlendis en um allan heim vantar skipstjórnarmenn,” segir Vilbergur Magni Óskarsson skólastjóri.

 

Útvegsblaðið mánudagurinn 22. apríl 2013.

 

Eyrbekkingurinn Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans.

Hann var skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hér  er hann á brúarvæng Óðins við bryggju á Flateyri.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

22.04.2013 11:56

Vitringastund í Vesturbúðinni í morgun

Vitringarnir komu saman til reglubundins morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

Margvísleg stöðulesning og stefnumótun fór fram að venju.

 

Menningar-Staður var til staðar og færði til myndar.

 

 

F.v.: Elka Long Rúnarsdóttir, Þórður Njálsson og Siggeir Ingólfsson spá í sumarferð.

 

 

Jón Bjarni Stefánsson og Gerða Ingimarsdóttir.

 

 

F.v.: Reynir Jóhannsson og Ingólfur Hjálmarsson sem var nýkominn og hlaðinn kæti af Skólaráðsfundi.

 

 

Guðmundur Gestur Þórisson, Yfirsmiður Hrútavina og Gerða Ingimarsdóttir

 

 

Sölumaður alheimsins hjá OJK, Hersir Albertsson og Gerða Ingimarsdóttir.

 

 

Fulltrúi ungu kynslóðarinna á Eyrarbakka á Vitringafundi, Ægir Guðjónsson og nýtur móðurlegs anda Gerðu Ingimarsdóttur

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

22.04.2013 11:13

Hreinsunarátak Árborgar 2013

Hreinsunarátakið hófst laugardaginn 20. apríl nk. og mun átakið standa fram til mánudagsins 5. maí nk.  Sveitarfélagið Árborg skorar á alla íbúa Árborgar og fyrirtæki að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa til á sínum lóðum. Jafnframt  eru íbúar hvattir til að fara út með einn svartan ruslapoka á tímabilinu og fylla hann af rusli, sem er að finna í næsta nágrenni.

Fyllum pokann og tökum til í bænum okkar ! 

  • Garðeigendur eru beðnir um að nota tækifærið að hreinsa og snyrta til í görðunum sínum og klippa þann gróður sem vex út fyrir lóðarmörk og hindrar umferð. 
  • Ruslagámar verða staðsettir við Olís planið á Eyrarbakka, við áhaldahúsið á Stokkseyri og í dreifbýlinu verða gámar við Stekka, Tjarnabyggð og við afleggjarann að Lækjamótum á móts við Votmúla. 
  • Sérstakur hreinsunardagur verður í Sandvíkurhreppi hinum forna, sunnudaginn 12. maí n.k.  
  • Sumaropnun Gámasvæðisins við Víkurheiði á Selfossi verður frá kl 13:00-18:00, mánudaga-laugardaga, frá og með 20. apríl nk. til 1 september nk. 

Sveitarfélagið Árborg mun bjóða íbúum sveitarfélagsins, sem þess óska, að fjarlægja ruslapoka og létt dót ásamt trjágreinum af lóðarmörkum á meðan átakinu stendur. Tekið er á móti óskum um hirðingu í þjónustuveri Árborgar í síma 480-1900. 

 

Staðsetningar á gámum fyrir hreinsunarátak í Árborg 2013 ,  20 apríl – 5 maí

 


 

Ruslagámarnir á Eyrarbakka eru á planinu vestan við Vesturbúð á gamla slippsvæðinu.

 

Skráð af: Menningar-Staður