Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

14.04.2013 06:28

Stefnumótun í Menningar-Sellu

Sveinn Ásgeir Jónsson á Selfossi/Stokkseyri og Víðir Björnssonn í Hafnarfirði/Eyrarbakka litu í gærkveldi við í Menningar-Sellunni sem tengist ritstjórn á vefmiðlinum Menningar-Staður.

Árangursrík stefnumótun fór fram.

Rifjuð var að nokkru upp saga hljómsveitarinnar NilFisk sem átti á dögunum 10 ára afmæli og einnig voru 5 ár frá því sveitin hætti fyrsta sinni....

Takk fyrir komuna Sveinn Ásgeir Jónsson og Víðir Björnsson.

 

 

 

F.v.: Sveinn  Ásgeir Jónsson og Víðir Björnsson.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

14.04.2013 05:38

Skoðunarferðir um nátúruperlur þorpanna við suðurströndina

Eyrarbakki hefur löngum verið vinsælt þorp fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem fara í skoðunarferð meðfram Atlantshafsströndinni þar sem svört fjaran og sjórinn laðar til sín fólk eins og segull. Gömlu kotin í Skúmsstaðahverfi frá seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu eru óendanlegt sögu- og myndefni fyrir ferðamanninn og kvikmyndagerðarfólk og ekki má gleyma Húsinu, elsta timburhúsi landsins eða Eyrarbakkakirkju.

Til þess að leiðbeina ferðamönnum um Eyrarbakka, Stokkseyri og nærliggjandi svæði hefur Siggeir Ingólfsson opnað ferðamiðstöð í Stað, félagsheimili Bakkans, þar sem fást upplýsingar, ferðabæklingar og sögulegar leiðbeiningar um „Stokkseyrarbakka“. Siggeir þekkir sögu svæðisins út í hörgul og leiðist aldrei að segja fólki skemmtilega frá því athyglisverðasta.

Félagsheimilið á Bakkanum er mjög vel staðsett til að taka á móti fólki í stórum sem smáum hópum. Vegna góðra staðsetningar Staðs við gamla sjógarðin og á hlaði gömlu verslunnarinnar, sem þjónaði öllu Suðurlandi fyrr á tímum, stefnir Siggeir að gera aðgengi fyrir alla upp á sjógarðinn þar sem horfa má út yfir víðfemt, fagurt og endalaust Atlantshafið, en öldur þess brotna í fjörunni með miklum og þungum nið.  Í ferðamiðstöðinni hanga upp mjög gamlar ljósmyndir úr daglegu lífi liðinna tíma og þar er einnig salernisaðstaða fyrir gesti og gangandi.

 

Siggeir, sem hefur mikla reynslu í að leiðsegja ferðamönnum um hið sögufræga strandsvæði, ætlar í sumar að bjóða upp á þrjár mismunandi skoðunarferðir.

Fyrst má nefna gönguferð um þorpið sem liggur um vesturbakkann frá Vesturbúð að Húsinu, byggðasafni Árnesinga og þaðan austur eftir sjógarðinum að gamla slippsvæðinu og loks niður í Gjárhverfi en ferðin sem tekur um 20 mínútur og lýkur við Vesturbúð.

Önnur gönguferð sem verður í boði frá Vesturbúð er nánast eins og sú fyrri nema hvað hún tekur 45 mínútur og enn meiri saga og fróðleikur fylgja með.

Þriðja ferðin verður klukkustundarlöng ökuferð með rútu sem ekur í gegnum þorpið austur í Hraunshverfi og til Stokkseyrar og þaðan að gamla Baugsstaðarjómabúinu. Siggeir þekkir þarna hverja þúfu og er með söguna á tæru. Þessar ferðir eru fyrir alla fjölskylduna, vinnustaðahópa og alla þá sem hafa gaman af að kynna sér sögu svæðisins og skoða þessar náttúruperlur þorpanana við hið mikla haf.

 

 

Frekari upplýsingar veitir: Siggeir Ingólfsson á Stað

í síma:  898-4240  eða:  siggeiri@simnet.is

 

 

Siggeir Ingólfsson, stðarhaldarií félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Staður

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

13.04.2013 15:50

Gönguhópur Íslandsbanka setti met á Eyrarbakka

Rúmlega hundrað manns tóku þátt í göngu sem Gönguhópur Íslandsbanka stóð fyrir í dag við Ströndina og hefur aldrei verið svo góð þátttaka í gönguferðum bankans.

Gengið var í tveimur hópum vegna hins mikla fjölda; frá Stokkseyrarkirkju vestur þorpið,  nýja göngustíginn og yfir nýju göngubrúnna á Hraunsá, um Hraunshverfið, frá Stóra-Hrauni um gömlu upphlöðnu þjóðleiðina, um Flatirnar og gegnum Eyrarbakkaþorp til vesturs að veitingahúsinu Rauða húsinu þar sem allir borðuðu súpu.

Það var útibú Íslandsbanka á Selfossi sem hafði frumkvæði um gönguna hjá bankanum en Félagsheimilið Staður,  Menningar-Staður á Eyrarbakka sá um undirbúning og framkvæmd.  Göngustjóri var Siggeir Ingólfsson og honum til aðstoðar var Björn Ingi Bjarnason.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

Við Hraunsá og séð til austurs.

 

 

Við Hraunsá og séð til strandar og hafs.

 

 

Við Hraunsá og séð til vesturs.

 

 

Framan við Einarshús á Eyrarbakka.

 

 

Framan við Laugabúð á Eyrarbakka.

 

 

Framan við Garðhús á Eyrarbakka.

 

 

Tvísetið var í Rauða húsinu.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

13.04.2013 07:26

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði. Hann hlaut 50 atkvæði af 52 sem er 96.2%.

Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti.

Varaþingmaður Jón Sigurðssonar var kosinn Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði. Hann var helsti stuðningsmaður Jóns vestra og í raun fyrsti önfirski kosningasmalinn sem sögur fara af og sýndi með kjöri Jóns mikilvægi kosningasmalanna. Jón  Sigurðsson hafði búið í Kaupmannahöfn í rúman áratug þegar hann bauð sig fram til Alþingis og hafði ekki tök á kosningavinnu á vettvangi í Vestur-Ísafjarðarsýslu. 

Önfirðingar hafa margir fetað í fótspor Magnúsar Einarssonar sem dugmiklir kosningasmalar allt til þessa dags.

Foreldrar Jón Sigirðssonar voru Þórdís Jónsdóttir, prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði og séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri. Jón var fæddur 17. júní árið 1811.

 

Jón Sigurðsson.

 

 

 

Jón Sigurðsson á Austurvelli.

 

 (Dagar Íslands og fleira)

 

Skráð af: Menningar-Staður.

13.04.2013 05:10

Ferming í Eyrarbakkakirkju 14. apríl 2013

Sunnudaginn 14. apríl 2013 kl. 11:00 verður fermingarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju.

 

Fermingarbörnin eru þessi:

 

Anita Ögn Björnsdóttir, Eyrargötu 32

Bára Sif Ragnarsdóttir, Túngötu 43

Bragi Freyr Bragason, Hjalladæl 13

Guðmunda Sjöfn Ragnarsdóttir, Túngötu 43

Halla María Magnúsdóttir, Túngötu 15

Ýmir Örn Ingólfsson, Eyrargötu 47

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

12.04.2013 21:59

Glæsilegur afmælisfagnaður Þórhildar í Hafinu bláa

Mikill fjöldi fólks kom til afmælisveislu Þórhildar Ólafsdóttur að Hrauni í Ölfusi þegar hún fagnaði 60 ára afmælinu í kvöld í veitingahúsinu Hafinu blá við ósa Ölfusár með fjölskyldu, vinum og samferðafólki.

Borð svignuðui undan kræsingum og drykkjarföng allt frá límonaði til drykkja af öllum styrk.

Ræður voru fluttar og tónlistaratriði hvar mest var Lúðrasveit Þorlákshafnar.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar en fagnaðurinn stendur enn þegar þetta er skráð.

 

 

 

F.v.: Unnar Már Hjaltason, Sigríður Jónsdóttir, afmælisbarnið Þórhildur Ólafsdóttir, Hjalti Hafsteinsson og Hannes Sigurðsson eiginmaður afmælisbarnsins.

 

 

 

 

 

F.v.: Ægir E. Hafberg, Kjartan Björnsson og Ármann Einarsson.

 

12.04.2013 10:38

Frambjóðendur á Vitringafundi í Vesturbúðinni

Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, sem er í öðru sæti á lista Samfylkingarrinnar í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar hinn 27. apríl n.k. og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og er í þriðja sæti Samfylkingarinnar við kosningarnar, litu við á fundi Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

Síðan var haldið í Félagsheimilið Stað þar sem fjölbreytt mannlífs- og menningarstarfsemi er í gangi og ýmislegt á prjónunum og verður sýnilegt bráðlega.

Björgvin og Arna Ír voru ánægð með Eyrarbakkamorguninn en Arna Ír á sínar rætur á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður var til staðar og færði til myndar.

 

 

F.v.: Arna Ír Gunnarsdóttir, Finnur Kristjánsson, Snjólaug Kristjánsdóttir og Björgvin G. Sigurðsson.

 

 

F.v.: Hilmar Andrésson, Siggeir Ingólfsson og Atli Guðmundsson.

 

 

Björgvin G. Sigurðsson og Arna Ír Gunnarsdóttir í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

12.04.2013 08:36

Ólafur Helgi Kjartansson: - "Komdu með konuna og pappírana"

Hjónavígslur eru meðal skemmtilegustu verkefna sem ég annast. Hjá þessu embætti eru þær oftast 25 til 30 á ári og í æði mörg skiptin eru pörin erlend; til dæmis frá Ástralíu, Þýskalandi og Norðurlöndunum. Ég man eftir skemmtilegri athöfn fyrir nokkrum misserum á Þingvöllum, þar sem bandarísk hjónaefni létu gefa sig saman á Þingvöllum. Bæði brúðguminn og svaramaður hans voru jarðfræðingar og að koma af ráðstefnu á Ítalíu ásamt brúðinni og eiginkonu svaramannsins. Vildu láta gefa sig saman á sprungunni þar sem jarðflekar Evrópu og Vesturheims liggja saman. Staðsetningin var vel við hæfi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi.

 

Gaf saman 26 pör í fyrra

Borgaralegar hjónavígslur verða æ algengari. Gjarnan ganga um 1.700 pör hér á landi í hjónaband og t.d. árið 2009 voru þær um 1.400, skv. tölum frá Hagstofu Íslands. Af þeirri breytu voru fógetavígslur 352 umrætt ár. Þær voru einni færri en 2007, en það ár voru nærri 2000 íslensk pör gefin saman. Langflestar hjónavígslur eiga sér stað að undangenginni óvígðri sambúð, en 83% hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt.

„Hjónavígslurnar sem ég hef annast á rúmlega tuttugu ára ferli sem sýslumaður eru orðnar um 240. Nokkrir prestar segja mér að þeim fjölda hafi þeir aldrei náð og hafa þó verið áratugi í embætti, segir Ólafur Helgi sem á sl. ári gaf alls 26 brúðhjón saman. Nokkrar vígsluathafnirnar fóru fram á sýsluskrifstofunni á Selfossi en æði margar þó úti í náttúrunni; það er á stöðum í lögsagnarumdæmi hins veraldlega yfirvalds Árnesinga

„Þegar liggur fyrir að hjónavígslur á Þingvöllum í ár verði sex eða sjö. Maður á því æði oft leið á Þingvelli, stað sem mér er afar kær. Þá eru Gulloss og Geysir vinsælir staðir í þessu efni og svo man ég eftir brúðkaupi á Langjökli. Að vísu náðum við ekki vegna veðurs þangað sem förinni var heitið svo athöfnin fór fram á þeim stað þar sem við komumst lengst,“ segir Ólafur Helgi.

 

Giftu sig í grænum hvelli

Nokkur formskilyrði þarf að uppfylla áður en brúðkaup eða hjónavígsla fer fram. Í fyrsta lagi þarf fólk að skila inn fæðingarvottorði frá Þjóðskrá, einfaldlega til að sanna tilveru sína. Þá þarf að koma með pappíra sem staðfesta að fyrra hjónabandi, ef við á, hafi verið slitið og allir lögformlegir gjörningar varðandi eignir, skuldir og veraldleg mál hafi verið til lykta leiddir.

„Ég tek daginn snemma og kem í rauðabítið á skrifstofuna. Einu sinni annaðist ég hjónavígslu og hún var afstaðin klukkan níu um það leyti sem aðrir starfsmenn hér á skrifstofunni voru að komast í fullan gang við vinnu. Þá kom einhverju sinni til mín maður, rétt áður en sýsluskrifstofan lokaði þann daginn, og spurði hvort hjónavígsla í grænum hvelli væri í boði. Hann var með alla pappíra tiltæka og konan beið úti í bíl. Því var ekkert því til fyrirstöðu að ganga í málið. Komdu með konuna og pappírana, sagði ég við manninn, svo var gengið til dagskrár og eftir fáeinar mínútur var hjónabandið orðið staðreynd,“ segir sýslumaðurinn góðkunni.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 12. apríl 2013 - sbs@mbl.is

 

 

Ólafur Helgi Kjartansson með Eyrbekkingum á Eyrarbakka.

 

 

F.v.: Inga Lára Baldvinsdóttir, Eygerður Þórisdóttir, Rúnar Eiríksson, Óalfur Helgi Kjartansson. Vilbergur Prebensson og Erlingur Bjarnason.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

12.04.2013 08:25

12. apríl 1929 - Þingvellir friðlýstur helgistaður allra Íslendinga

Alþingi samþykkti þann 12. apríl 1929 að Þingvellir við Öxará skyldu „vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“ og „ævinleg eign íslensku þjóðarinnar“.

Friðlýsingin tók gildi 1. janúar 1930

 

Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

 

Þingvellir.

 

Skráð af: Menningar-Staður

12.04.2013 06:13

Gussi sýnir í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi

Gussi (Gunnar Guðsteinn Gunnarsson) er fæddur í Keflavík árið 1968.  Hann ólst upp að hluta til í Danmörku, flutti til Íslands 12 ára.  Býr nú á Stokkseyri þar sem hann er með vinnustofu á 3. hæð í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst.

Gussi hefur verið að mála síðan 1988,  hann er sjálfsmenntaður en var fystu árin undir handleiðslu föður síns, Gunnar Arnars Gunnarsson (1946-2008).  Gussi hefur haldið fjölda sýninga, bæði á Íslandi og í Noregi.  Frekari upplýsingar um Gussa er hægt að finna á https://www.facebook.com/Gussiart 

Myndin í glugga bókasafnsins er merkt GGG en þannig merkti Gussi myndir sínar fyrstu árin en breytti því í Gussi, sem hefur verið gælunafn hans síðan í barnæsku.

Málverkin á þessari sýningu hafa ekki verið sýnd áður og eru flest í einkaeign, skúlptúrar eru nýjir og geta áhugasamir haft samband við Gussa í síma 844-5545 eða gussi1968@gmail.com

 

 

Gussi - Gunnar Guðsteinn Gunnarsson á Stokkseyri.

 

Skráð af: Menningar-Staður