Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Apríl

12.04.2013 05:56

Hugleiðsla og listsköpun á Eyrarbakka

Freyjudagur við hafið

Vorinu verður fagnað með Freyjudegi fyrir konur á öllum aldri á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 13. apríl.

Lögð verður áhersla á að ná í kvenkraftana hið innra og í boði verður hugleiðsla, jóga, trancendans, gönguferð og hugleiðsla á ströndinni, listsköpun, hollur hádegisverður og eftirmiðdagskaffi/te og með því.

Freyjudagurinn hefst kl. 10 og stendur til kl. 17 og gefst hér tilvalið tækifæri fyrir mæðgur að eiga notalegan og endurnærandi dag saman.

Það eru mæðgurnar Unnur og Arndís sem standa að deginum en Unnur er m.a. jógakennari, blómadropaþerapisti og spákona en Arndís Sveina listakona, nuddari, heilari og trancendanskennari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is.

 

 

Mæðgur Arndís og Unnur.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 12. apríl 2013

 

Skráð af: Menningar-Staður

11.04.2013 21:46

Vofan í gullnámunni: - 7. hefti sagnanna um Basil fursta komið út

"Vofan í gullnámunni" nefnist nýjasta heftið í ritröðinni um Basil fursta. 
 

Þetta er 7. heftið sem Vestfirska forlagið endurútgefur um hinn óviðjafnanlega Basil, sem kemur upp um glæpi og spillingu hvar sem þeir verða á  vegi hans. Í sögunni um vofuna í gullnámunni fara þeir Basil fursti og þjónn hans, Sam Foxtrot kvennagull, alla leið til Mexikó. Þar lenda þeir í ýmsum ævintýrum að vanda, meðal annars eiga þeir í höggi við Whisky-Jack sem er nú ekkert lamb að leika við frekar en aðrir í kringum hann. Leyndardómsfull gullnáma kemur við sögu og svo bjarga þeir auðvitað fallegu indíánastúlkunni. Sem sagt allt í hefðbundnum stíl og það góða sigrar að lokum.

Og furstinn þérar alla, háa sem lága, eins og hann er vanur. Þeir sem þurfa að kynna sér þéringar ættu að fletta upp í Basil fursta heftunum.

 

Margir fagna Basil fursta og lesa strax.

Svo er með Margréti S. Kristinsdóttur, bókavörð á Eyrarbakka, sem hér er með nýja heftið.

 

 

Margrét S. Kristinsdóttir.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

11.04.2013 07:09

Þórhildur Ólafsdóttir á Hrauni er 60 ára í dag - 11. apríl 2013

Þórhildur Ólafsdóttir (Tóta á Hrauni) er sextug í dag, 11. apríl 2013.

Af því tilefni langar fjölskylduna til að gera sér dagamun og gleðjast með ættingjum, vinum og samstarfsfólki í gegnum tíðina í Hafinu bláa við ósa Ölfusár föstudagskvöldið 12. apríl frá kl. 19.

Blóm og gjafir afþakkaðar, en ef einhver vill láta eitthvað af hendi rakna mætti björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn/Ölfusi njóta góðs af því. Kennitala: 460387-2569, reikningur: 0150-26-002003.

 

 

Afmælisbarnið Þórhildur Ólafsdóttir.

 

 

Útvegsbændahjónin að Hrauni í Ölfusi  Þórhildur Ólfsdóttir og Hannes Sigurðsson.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 11. apríl 2013.

 

Skrtáð af: Menningar-Staður 

11.04.2013 05:47

Berlínarpistill Eyrbekkings: - "Ólympíuleikvangurinn"

Ólympíuleikarnir voru haldnir í Berlín 1936. Þjóðverjum var úthlutað leikunum 1931, tveimur árum áður en nasistar komust til valda. Stjórnarfarið vakti ugg hjá alþjóðaólympíunefndinni, en nefndin tók loforð af nasistastjórninni um að halda sig á mottunni yfir leikana. Nasistar notuðu ólympíuleikana í áróðursskyni til að sýna hvað í þriðja ríkinu byggi. Fengu til þess m.a. færustu kvikmyndagerðarkonu landsins, Leni Riefenstahl, og úr varð einhver áhrifamesta hálfleikna heimildamynd sögunnar, Olympia.
Leikvangurinn varð eitt af flaggskipum þriðja ríkisins, hannaður af Werner March, undir stjórn Albert Speer aðalarkitekt nasista. Werner March var sonur Otto March, sem reist hafði reiðvöll á sama stað og hafið undirbúning við gerð leikvangs fyrir ólympíuleikana sem áttu að fara fram í Berlín 1916. Þeim leikum var aflýst vegna stríðsins. Þjóðverjum var svo meinaður aðgangur að leikunum 1920 og 1924. En var úthlutað leikunum aftur 1931, þá talin civilíseruð þjóð á ný.
Hitler setti leikana í byrjun ágúst 1936 fyrir framan 100.000 áhorfendur og þátttakendur. Enginn Gyðingur fékk að keppa fyrir hönd Þýskalands. Jessie Owens sló í gegn fyrir hönd Bandaríkjamanna. Hann vann fern gullverðlaun, m.a. Þjóðverjann, Aríann, Luz Long í langstökki. Hilter varð víst brjálaður.

Um daginn skoðaði ég allan leikvanginn og svæðið í kring, gríðarlega mikið svæði. Fór meðal annars uppí Klukkuturninn svokallaða, þaðan sem er svakalegt útsýni yfir borgina.
Í fyrra sumar synti ég reglulega í ólympíulauginni, sem er í upprunalegri mynd. Sundlaugin er opin almenningi frá miðjum maí fram í september, eða þegar vatnið er nógu “heitt” til að geta synt í því. Mér sýnist enn vera töluvert í það. En ég mun synda þar um leið og veður leyfir.

Það er sannarlega þess virði að nota dag í að skoða þetta mannvirki og sögu leikanna. Mæli með að leigja audioguide-inn, gefur enn sterkari upplifun. Heimasíða leikvangsins er hér

 

olympia20

 

olympia4

Leikvangurinn er heimavöllur Hertha Berlin. Heimsmeistaramótið í fótbolta var haldið þarna árið 2006. Fyrir það mót var glerþakið sett ofan á leikvanginn.

olympia6

 

olympia9

 

olympia12

 

olympia13

 

olympia7

 

olympia14

 

Waldbühne þykir víst fallegasta tónleikasviðið í borginni og þótt víðar væri leitað. Þarna mun til dæmis Fílharmoníusveit Berlínar undir stjórn Simon Rattle spila í sumar. Og Neil Young!

 

olympia3

 

olympia8

Áður en leikvangurinn var reistur var svæðið stór keppnis reiðvöllur. Hestaíþróttir setja mikinn svip á svæðið í kring.

 

Júlía Björnsdóttir frá Eyrarbakka og býr í Berlín.

 

Skráð af: Menningar-Staður

10.04.2013 20:22

Spurningakeppni átthagafélaganna - undanúrslirt 11. apríl 2013

Það er komið að undanúrslitunum sem verða annað kvöld,  fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00, í  Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 fyrir ofan Bónus

Breiðfirðingafélagið mætir Skaftfellingafélaginu 
Norðfirðingafélagið mætir Dýrfirðingafélaginu


Þetta er keppni sem enginn getur látið fram hjá sér fara!

Aðgangseyrir 500 krónur

Allir velkomnir

 

 

Sigurlið Dýrfirðingafélagsins frá fyrri keppnum í vetur og  keppir nú í undanúrslitum.  F.v.: Gyða Hrönn Einarsdóttir, Jóhann V. Gíslason og Torfi Sigurðsson á Selfossi.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

10.04.2013 06:43

Útifundur á Eyrarbakka

Miðið blíðviðri var á Eyrarbakka í gær og sakir þess fór hluti af samkomu Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka fram utan dyra.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar eins og oft áður.

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

10.04.2013 06:14

Magnús Karel Hannesson 61 árs: - Lyftir andanum og eyðir allri þreytu

Það er alltaf nóg að gera hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, Magnús Karel Hannesson, er til dæmis á fullu að undirbúa menningarráðstefnu morgundagsins og má varla vera að því að hugsa um 61 árs afmæli sitt í dag. Bregst samt ekki vinnufélögunum og mætir væntanlega með góðgæti til þess að hafa með morgunkaffinu.

Magnús Karel er borinn og barnfæddur Eyrbekkingur og hefur búið á Eyrarbakka alla tíð. Nýtur þess að aka til vinnu í Reykjavík og heim aftur. „Ég hlusta svolítið á útvarp á leiðinni, eða hef það í gangi, sem ég geri eiginlega ekki á öðrum tíma,“ segir hann og bætir við að þótt hann fari á milli nær daglega sé sú stund ávallt ánægjuleg. „Leiðin er skemmtileg og þegar ég kem úr Reykjavík austur á fjallsbrúnina og sé yfir allt Suðurlandsundirlendið með öllum sínum fallega fjallahring þá er það ekki til annars en að lyfta andanum og eyða allri þreytu.“

Að sjálfsögðu tekur Magnús Karel daginn snemma. Hann segir að umferðin sé drjúg í Þrengslunum í bítið og aukist til muna í Svínahrauninu. Hún sé samt ekkert í líkingu við það sem hún hafi verið fyrir hrun haustið 2008. Hann gerir ráð fyrir að vera fyrr á ferðinni í dag en venjulega, þarf að koma við í bakaríi á leiðinni í vinnuna. „Það er skylda að bjóða starfsmönnunum upp á tilbreytingu með morgunkaffinu,“ segir afmælisbarnið. 

 

 

Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka.

 

 

 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 10. apríl 2013.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

09.04.2013 23:16

Málefni Byggðasafns Árnesinga rædd á fundi Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar

3. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. mars 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. 

 

4. mál:

4.

1303043 – Málefni Byggðasafns Árnesinga

 

Lýður Pálsson, safnstjóri, kom inn á fundinn til að fara fyrir málefni Byggðasafns Árnesinga. Lýður greinir frá því starfsárið 2012 og minnist á sýningu um skipasmíðar í Sjóminjasafninu og sunnlenska ólympíufara sem var í Húsinu. Taldi hann að vegna fjölda sýninga hafi því miður ekki verið hægt að sinna skráningu og rannsóknarstörfum sem er miður og má rekja deilur innan stjórnar til þessa þáttar. 

Lýður fer yfir að sjóminjasafnið sé í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en Byggðasafn Árnesinga sjái um daglegan rekstur samkvæmt samningi. Húsin séu þó komin til ára sinna og það þurfi að leggja í ákveðið viðhald á þeim sem fyrst en hætta er á að þau skemmist ef ekkert er gert, fyrir utan hvað ljótt sé fyrir gesti að sjá Sjóminjasafnið svona ryðgað. Lýður tekur fram að hann hafi bent starfsmönnum og kjörnum fulltrúum á þetta og vonar að hægt verði að koma viðhaldinu í farveg sem fyrst. Byggðasafnið keypti hús sem nefnist Kirkjubær á Eyrarbakka og er stefnan að gera það klárt til sýningar á þessu ári. Starfsárið 2013 lítur annars vel út og hafa margir hópar komið á safnið í vetur, talsverð aukning frá síðustu árum. Skráningarátak er í gangi núna á safninu og uppsetning sýninga í fullum gangi. Sýningar á þessu ári eru t.a.m. „Ljósmóðir“  og „Handritin heim“ í Húsinu en þær opna 9. og 10.maí nk. á Vori í Árborg. Annað verkefni sem safnið kemur að sem fagaðili er t.d. stofnun Fischersseturs.  

 

 

Á Eyrarbakka og séð að Húsinu.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

09.04.2013 06:44

Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson veislustjóri í Menningarlandinu

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar boða til ráðstefnunnar Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga, sem fram fer á Icelandair Hótel Klaustri dagana 11. og 12. apríl n.k.

Megintilgangur ráðstefnunnar er að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna. 

 

Menningarlandid

Fimmtudagur 11. apríl

12:30 Léttur hádegisverður
13:30

Blásið til leiks
Jóhann Stefánsson trompetleikari á Selfossi

13:33

Velkomin á Klaustur!
Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands

13:35

Setningarávarp
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

13:50 Er hætta á ferð? Menningarstefna í menningarlandi

Guðni Tómasson, ráðgjafi ráðherra í menningarmálum

14:10 Löggur eða listamenn – mikilvægi fagþekkingar við úthlutun fjármagns til menningarverkefna
Arnór Benónýsson, formaður Menningarráðs Eyþings
14:25

Austurbrú – reynsla og framtíðarsýn
Skúli Björn Gunnarsson, stjórnarmaður í Austurbrú og forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri

14:40

Umræður á borðum

15:05 Þjóðleikur – stærsti leiklistarviðburður Íslandssögunnar
Vigdís Jakobsdóttir, hugmyndafræðingur og framkvæmdastýra Þjóðleiks
15:30 Síðdegiskaffi
15:45 Þjóðlagasveitin Korka
16:00

Samhengi og tækifæri – kynning á greinargerð um menningu og ferðaþjónustu
Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra, og Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

16:20 Pallborðsumræður
16:45

Opnun sýningarinnar Listamannabærinn Hveragerði
Guðrún Tryggvadóttir, hönnuður sýningarinnar og formaður Listvinafélags Hveragerðis

16:50 Stutt hlé
17:00 Kvikmyndin Eldmessa
Upptaktur að sögugöngu
17:20

Gengið um söguslóðir á Kirkjubæjarklaustri

 

18:20 Hlé
19:30 Fordrykkur

Jane Ade Sutarjo leikur á píanó

Oktettinn Stakir jakar frá Höfn í Hornafirði

20:00

Hátíðarkvöldverður

Aer tríó (Margrét Stefánsdóttir sópran, Jóhann Stefánsson trompet og Jane Ade Sutarjo píanó)

Lummóhljómsveit lýðveldisins leikur fyrir dansi

 

Ráðstefnustjóri fimmtudag: Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu

Veislustjóri: Magnús Karel Hannesson, Eyrbekkingur

Föstudagur 12. apríl 

09:00 Flaututónar í morgunsárið
Flaututríó frá Tónlistarskóla Árnesinga (Ólöf Björk Sigurðardóttir,? Kristrún Gestsdóttir og Inga Þórs Ingvadóttir)
09:05 Sóknaráætlanir landshluta – nýtt tækifæri til eflingar menningarstarfsemi
Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri
09:20 Reynslan af menningarsamningunum og framtíð þeirra  
Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS  
09:35 Úttekt á menningarsamningum – staða og næstu skref 
Arnar Jónsson, ráðgjafi hjá Capacent
09:50

Margt smátt gerir eitt stórt
Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands         

10:05 Samfélagslegt virði menningarstarfs – upphafleg markmið og framtíðarsýn 
Gísli Sverrir Árnason, stjórnsýslu- og menningarráðgjafi
10:25 Opnar umræður
10:55 Morgunkaffi
11:10 Menningarstjórnun – er það eitthvað ofan á brauð?
Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður Cultura Cura – félags lista- og menningarstjórnenda 
11:25 Sá á kvölina sem á völina          
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL    
11:40 Opnar umræður 
12:00 Léttur hádegisverður
12:35 Einleikur á þverflautu
Ólöf Björk Sigurðardóttir
12:40 Ferskir vindar – færum listina til fólksins
Mireya Samper, listrænn stjórnandi hátíðarinnar Ferskir vindar í Garði
13:00 Listasmiðja náttúrunnar – skapandi upplifun í náttúrunni
Helena Guttormsdóttir, myndlistamaður og aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands
13:20 Menningarsamningar – og hvað svo?  
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings
13:35 Miðdegiskaffi og ráðstefnuslit
 

Ráðstefnustjóri föstudag: Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

 

 

Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson.

 

 

 

F.v.: Magnús Karel Hannesson og Kjartan Björnsson í Eyrarbakkakirkju.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

09.04.2013 06:07

Gamla fréttin - Viðskiptablaðið 19. júlí 2006 - "Kærir Nilfisk NilFisk"

Hljómsveitin NilFisk frá Stokkseyri og Eyrarbakka, sem helst hefur getið sér það til frægðar að hafa verið uppgötvuð af Dave Grohl forsprakka Foo Fighters og hitaði í kjölfarið upp fyrir stórsveitina á tónleikum í Laugardagshöll í ágúst 2003, stendur í stórræðum þessa dagana.

Ryksuguframleiðandinn Nilfisk sem að hljómsveitin dregur nafn sitt af hefur gert athugasemdir við notkun hljómsveitarinnar á Nilfisk nafninu. Aðdragandi málsins er sá að hljómsveitin hélt tónleika í Kaupmannahöfn í vor og í tengslum við þá tónleika var ákveðið að senda ryksuguframleiðandanum danska eintak af plötu sveitarinnar sem kom út um síðustu jól af góðum hug.

Að sögn Jóhanns Vignis Vilbergssonar, eins af liðsmönnum sveitarinnar, var ákveðið að senda fyrirtækinu eintak þar sem samstarf við Nilfisk umboðið á Íslandi hafði alltaf verið gott. Hann segir að oft hafi hljómsveitin í samstarfi við umboðið gert samninga um auglýsingar og kynningu af ýmsu tagi, báðum aðilum til framdráttar.

Svarið við sendingunni lét ekki á sér standa, þrátt fyrir að móttökurnar hafi verið með öðrum hætti en liðsmenn sveitarinnar bjuggust við. Í pósti kom bréf frá lögfræðingi Nilfisk ryksuguframleiðandans þar sem gerðar voru athugasemdir við notkun sveitarinnar á nafninu og þess krafist að allur varningur merktur Nilfisk, svo sem bolir, geisladiskar og annað slíkt yrði gerður upptækur.

Einnig var þess krafist að vefléninu www.nilfisk.valnir.com, sem sveitin notar, yrði lokað ef hljómsveitin vildi forðast lagalegar aðgerðir að hálfu Nilfisk ryksuguframleiðandans. Lögfræðingur Nilfisk óskaði jafnframt eftir svarbréfi innan tveggja vikna þar sem fram kæmu ítarlegar upplýsingar um hljómsveitina, hvar hún hefði komið fram og hversu oft, hversu margar hljómplötur hefðu verið seldar, hverjir skipuðu sveitina og þar fram eftir götum.

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi og sérlegur vinur sveitarinnar aðstoðaði NilFisk hljómsveitina við að skrifa lögfræðingnum svarbréf. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Ólafur Helgi sem minnst tala um málið en sagðist þó hafa aðstoðað hljómsveitina við að svara bréfinu. Þar hefðu verið lagðar fram þær upplýsingar sem beðið var um auk þess sem lögfræðingi Nilfisk ryksuguframleiðandans var tjáð að stafsetning á nafni sveitarinnar væri með öðru sniði en fyrirtækisins -- NilFisk væri stafað með stórum staf í miðju orði, en nafn ryksuguframleiðandans væri Nilfisk Advance.

Auk þess var í svarbréfinu greint frá því að haft hefði verið við samband við Nilfisk ryksuguframleiðandann á Íslandi og að hann hefði sagt að notkun sveitarinnar á nafninu hefði ekki gert fyrirtækinu neinn skaða, heldur þvert á móti hefði sala á Nilfisk ryksugum aukist eftir að hljómsveitin komst í sviðsljósið.

Að lokum er í svarbréfinu óskað eftir að hljómsveitin fái að nota nafnið áfram og að einungis sé um að ræða tiltölulega lítið þekkta hljómsveit frá litlu sjávarþorpi á Íslandi skipaða fjórum 17 og 18 ára drengjum sem séu í engri fjárhagslegri aðstöðu til að svara fyrir sig í réttarsal eða sækja rétt sinn til að halda í nafnið með neinum hætti.

Auk þess var það getið að hljómsveitin hefði eingöngu selt 230 hljómplötur á ferli sínum og haldið 83 tónleika sem oftast nær færu fram í litlum sjávarþorpum á Íslandi. Ólafur Helgi sagðist jafnframt telja það skyldu sína að hjálpa drengjunum þar sem um væri að ræða sannkallað Davíð gegn Golíat mál og að Stokkseyrarbandið mætti sín lítils gegn lagalegum aðgerðum alþjóðlegs stórfyrirtækis tæki það þá ákvörðun að ganga af hörku í málið.

Enn hefur ekkert svarbréf borist frá lögfræðingi Nilfisk í Danmörku annað en tilkynning um að svarið hafi borist og að samband verði haft við sveitina von bráðar. Að sögn Jóhanns Vignis Vilbergssonar bíða NilFisk-menn bjartsýnir eftir svarbréfi og vonast til að fá að nota nafnið áfram, en eru þó tilbúnir að skipta um nafn ef ryksuguframleiðandinn ætlar að aðhafast frekar í málinu. Jóhann Vignir sagði jafnframt að auðvitað væri það fúlt að þurfa að skipta um nafn og byrja þannig upp á nýtt, en hljómsveitin tæki því sem að höndum bæri með jafnaðargeði.

 

Viðskiptablaðið í júli 2006.

 

 

Hljómsveitin NilFisk kveður Ólaf Helga áður en haldið er í tónleikaferð til Danmerkur.

F.v.: Víðir Björnsson, Jóhann Vignir VIlbergsson, Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Sveinn Ásgeir Jónsson og Ólafur Helgi Kjartansson.

 

Teikning Eyrbekkingsins Óðins Andersen í Sunnlenska fréttablaðinu 27. júlí 2006.

 

Skráð af: Menningar-Staður