Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

31.05.2013 13:23

Dagskrá Sjómannadags á Eyrarbakka.

11:00 - 12:00 Dorgveiðikeppni

13:00 Koddaslagur

Eftir koddaslagin verður boðið upp á siglingu á bátum sveitarinnar.

Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju.

Kl. 15:00 - 17:00 Sjómannadagskaffi í Félagsheimilinu Stað

 

Björgunarsveitin Björg, Eyrarbakka

 

Minnisvarði um drukknaða sjómenn á Vesturbúðarlóðini á Eyrarbakka.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

31.05.2013 13:12

Íslensku Hálandaleikarnir á Selfossi lau. 1. júní nk.

Íslensku Hálandaleikar fara fram á Selfossi í miðbæjargarðinum laugardaginn 1. júní 2013.

Mótið er alþjóðlegt og hefst kl. 11:00. Keppt verður í hinum hefðbundnu Skosku hálandagreinum í karla og kvennaflokki. Allir keppa í skotapilsi og dúndrandi tónlist verður á keppnissvæðinu. Dómarar verða frá Hollandi og USA. Fritt er inn á keppnissvæðið. Þetta er annað árið í röð sem mótið er haldið á Selfossi.

Keppnisgreinar.

1. Steinkasti, 7,5kg. Er upphaf kúluvarpsins.

2. Lóðkast, 12,5kg á vegalengd.

3. Sleggjukast 10,5kg á vegalengd.

4. Lóðkast yfir rá. 25kg lóð.

5. Steinkast án atrennu, 13.5kg.

6. Heybaggakast, 10 kg baggi oga kastað með kvísl.

 

Frá hálandaleikunum 2012

 

Skráð af Menningar-Staður

31.05.2013 12:35

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin í Flóahreppi helgina 31. maí - 2. júní.

Margrét Sigurðardóttir

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin í Flóahreppi helgina 31. maí - 2. júní.

Hátíðin hefur undið upp á sig og stöðugt bætast við viðburðir sem gera hana veglega og eftirsóknarverða.
Í ár verður t.d. boðið upp á málverkasýningu á verkum Sesselju Ásgeirsdóttur og höggmyndasýningu Lúðvíks Karlssonar í Þingborg. Einnig verður sýning á myndum Alexanders Ó.B. Kristjánssonar í Tré og list, Forsæti. Þar verður jafnframt boðið upp á sýningu á verkum Bjargar Sörensen og ný listaverk eftir hagleiksfólkið og listamennina, Siggu á Grund og Ólaf Sigurjónsson. Sýning á málverkum eftir Eyjólf Eyfells verður í Félagslundi og þar verður einnig til sýnis leiktjald sem hann málaði og var notað í Félagslundi.

Menningarstyrkjum Flóahrepps verður úthlutað við hátíðalega athöfn á föstudaginn. Á sama tíma verður kjör um íþróttamann ársins opinberað.  Höskuldarganga, gönguferð að bæjarstæðinu í Saurbæ verður á föstudagkvöldi undir leiðsögn Jóns M. Ívarssonar.

Möguleikhúsið verður með sýningu á leikritinu Ástarsaga úr fjöllunum í Félagslundi á laugardaginn sem er fyrir börn á öllum aldri, barna- og fjölskylduguðþjónusta verður í Hraungerðiskirkju sama dag og Karíus og Baktus koma í heimsókn í Þjórsárver á sunnudaginn.

Kvöldvaka verður í Þjórsárveri  á laugardagskvöldi en þar mæta Kaffibrúsakarlarnir galvaskir að vanda. Þar verður einnig hagyrðingamót þar sem Sigurjón Jónsson, Magnús Halldórsson og  Kristján Ragnarsson munu leiða saman hesta sína undir dyggri stjórn Guðmundar Stefánssonar. Hljómsveitin Glundroði mun svo spila fyrir dansi inn í bjarta nóttina.
Starfsíþróttakeppni HSK verður í Flóaskóla á sunnudeginum þar sem keppt verður í pönnukökubakstri, stafsetningu og að leggja á borð.

Í Þingborg mun Anna Kristín Helgadóttir koma og kynna blað sitt Prjónafjör sem engin prjónakona/maður má missa af.
Opin hús verða út um alla sveit þar sem tekið verður á móti fólki að hætti Flóamanna af gestrisni og hlýhug. Þar má nefna sveitabúðina Sóley í Tungu, Ullarvinnsluna í Gömlu Þingborg, leikskólann Krakkaborg, skrifstofu Flóahrepps, Gistiheimilið Lambastaðir, Ferðamannafjárhúsið  Egilsstaðakoti, lausagönguhesthús í Ölvisholti og Íslenska bæinn í Austur-Meðalholtum. Á Lambastöðum verður sýning Svanhvítar Hermannsdóttur um Flóaáveituna til skoðunar. Sölubásar verða í Félagslundi laugardag og sunnudag.

Einnig verða opin  hús í Brandshúsum þar sem hægt er skoða hænur, dúfur og unga og bréfdúfur munu hefja sig til lofts. Í Vallarhjáleigu verður opið hús en þar er margt sem kemur á óvart og gaman er að skoða.

Morgunmaturinn er í Þingborg að þessu sinni undir traustri stjórn kvenfélags Villingaholtshrepps og þangað eru allir velkomnir á laugardagsmorgninum í notalega samverustund.

Kvenfélögin í Flóahreppi verða einnig með fleiri viðburði. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður m.a. með tombólu í Þingborg, blóma- og grænmetissölu og sögusýningu í tilefni af 80 ára afmæli kvenfélags Hraungerðishrepps.  Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps verður með sinn árlega kökubasar í Félagslundi þar sem fólki gefst tækifæri á að kaupa sér góðgæti með kaffinu. Einnig verður kaffihúsastemning í Félagslundi á vegum kvenfélagsins. Kvenfélag Villingaholtshrepps verður með kaffihlaðborð á sunnudeginum í Þjórsárveri en þar munu borð svigna undan kræsingum.


Hér er ekki allt upp talið en frekari upplýsingar og nánari tímasetningar  eru á www.floahreppur.is og í öllum helstu fjölmiðlum.

Sjáumst  í Flóahreppi 31. maí - 2. júní.

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri

 

 

Þingborg.

 

 

Félagslundur

 

 

Þjórsárver

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

31.05.2013 06:30

Hljómsveitin "Síðasti sjens" æfir í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

Fyrsta hljómplata blússveitarinnar Síðasti sjens, "ER EKKI ÖRUGGLEGA ENGINN Í STUÐI?" kemur út í byrjun júní. Og kemur með góða veðrið með sér. 

Útgáfutónleikar verða á Cafe Rósenberg í Reykjavík fimmtudaginn 6. júní. Góðir gestir munu stíga á stokk og verða þeir kynntir þegar nær dregur.

Á plötunni eru tólf blues standardar eftir gömlu meistarana, allt frá Robert Johnson til Alvin Lee. Platan er tekin upp í Stúdío Sei sei á Hlemmiskeiði.

 

Hljómsveitin "Síðasti sjens" hefur verið við æfingar í Félagsheimilinu Stað síðustu daga. Þeir eru í salnum á annari hæð og haft er á orði að útsýnið sé svo sannarlega skapandi fyrir listamenn.

 

Menningar-Staður fór á æfingu og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað - Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/247958/

 

 

F.v.: Kristrún Steingrímsdóttir frá Kálfholti í Ásahreppi, Jens Einarson í Hveragerði, Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson í Reykjavík, Þórir Ólafsson í Brennu á Eyarrbakka og Friðrik Jónsson, Hornafirði. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

31.05.2013 05:41

31. maí 1851 - Jón Sigurðsson, þá 39 ára, var kosinn forseti

Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson, þá 39 ára, var kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags.

Forsetatitillinn festist við Jón, enda gegndi hann þessari stöðu til dánardags.

Hann var einnig forseti Alþingis um skeið.

Jón var fæddur 17. júní 1811 og  sonur Sigurðar Jónssonar prests á Hrafnseyri við Arnarfjörð og Þórdósar Jónsdóttur, prestsdóttur frá Holti í Önundarfirði.

 

Morgunblaðið 31. maí 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

 

Jón Sigurðsson

 

Skráð af Menningar-Staður

 

30.05.2013 19:20

Ferðalag eldri borgara í söfnuði Dómkirkjunnar og heimsókn í Eyrarbakkakirkju

Í dag, fimmtudaginn 30. maí var síðasta samvera eldri borgara starfsins hjá Dómkirkjunni í Reykjavík á þessum vetri. Laggt var land undir fót (hjól) úr Reykjavík kl. 10 og ekið sem leið liggur til Grindavíkur og svo áfram með suðurströndinni nýja Suðurstrandarveginn til Eyrarbakka.

Þar er nú sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prestur og var hún heimsótt í kirkjuna og síðan borðaður hádegisverður í Rauða húsinu. Þá var farið í skoðunarferð um Eyrarbakka og Stokkseyri undir leiðsögn Siggeir Ingólfssonar. Áður en haldið var heim var svo kaffiboð í prestsbústaðnum hjá séra Önnu Sigríði og séra Sveini.

Sr. Sveinn Valgeirsson  sem verið hefur prestur í Dómkirkjunni síðan á ágúst 2012 hverfur aftur til starfa á Eyrarbakka 1. september og sr. Anna Sigríður fer þá til baka.

Sérar Sveinn var fararstjóri í ferðinni sem í voru um 40 manns.Menningar-Staður var í Eyrarbakkakirkju og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað -  Smella á : http://menningarstadur.123.is/photoalbums/247940/

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.05.2013 10:58

Vitringafundur í Vesturbúðinni í morgun

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju.

 

Sérstakir gestir í morgun voru Stokkseyringarnir; Ingi Sveinn Birgisson og Þórir Geir Guðmundsson en þeir eru í sláttumannagengi Árborgar í sumar.

 

Þá kom einnig til fundar Gunnar E. Gunnarsson á Stokkseyri og var með "hafliðann á fullu"

 

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Ingi Sveinn Birgisson, Þórir Geir Guðmundsson, Gerða Ingimarsdóttir og Finnur Kristjánsson.

 

 

 

F.v.: Gerða Ingimarsdóttir, Gunnar E. Gunnarsson, Ingi Sveinn Birgisson og Þórir Geir Guðmundsson.

 

 

 

"Hafliðinn" á fullu.  Gerða Ingimarsdóttir og Gunnar E. Gunnarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

30.05.2013 06:22

Merkir Íslendingar - Sigurður Sigurðarson fæddur 30. maí 1944

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurður Sigurðarson.

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Sigurðarson fæddur 30. maí 1944

Sigurður vígslubiskup fæddist í Hraungerði í Flóa 30. maí 1944 og ólst þar upp til tólf ára aldurs og síðan á Selfossi. Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson, vígslubiskup á Selfossi, og k.h., Stefanía Gissurardóttir húsfreyja.

Sigurður Pálsson var hálfbróðir, sammæðra, Kristjáns Jóhanns Kristjánssonar, forstjóra Kassagerðarinnar. Hann var sonur Páls, b. í Haukatungu Sigurðssonar, og Valgerðar, systur Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Valgerður var einnig systir Guðríðar, ömmu Páls Pálssonar, pr. á Bergþórshvoli, og systir Helgu, langömmu Þorvalds Helgasonar, pr. í Njarðvík. Valgerður var dóttir Páls, prófasts í Hörgsdal Pálssonar.

Stefanía var dóttir Gissurar, b. í Byggðarhorni í Flóa Gunnarssonar, og Ingibjargar, systur Þorsteins, afa Jóns Dalbú, pr. í Hallgrímskirkju.

Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR 1965, kandídatsprófi í guðfræði frá HÍ 1971, meistaraprófi í guðfræði við Princeton Theological Seminary í Bandaríkjunum 1981, stundaði nám í fiðluleik í Tónlistarskóla Árnessýslu og við Tónlistarskólann í Reykjavík og dvaldi við nám í Cleveland International Program í Minnesota 1969.

Sigurður var sóknarprestur í Selfossprestakalli 1971-94 og vígslubiskup Skálholtsstiftis frá 1994 og þar til hann lést fyrir aldur fram.

Sigurður var stundakennari í kennimannlegri guðfræði við guðfræðideild HÍ og kenndi fiðluleik um skeið. Hann var formaður Prestafélags Suðurlands og Prestafélags Íslands og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir þjóðkirkjuna, var staðgengill biskups Íslands um skeið, stjórnarformaður Listasafns Árnessýslu, sat í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins og var formaður menningarnefndar flokksins.

Sigurður var kvæntur Arndísi Jóhönnu Jónsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar, og eignuðust þau tvö börn og fósturson sem lést 2000.

Sigurður lést 25.nóvember 2010.

 

 

Selfosskirkja.

 

 

Skálholtsdómkirkja.

 

Morgunblaðið 30. maí 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

29.05.2013 20:47

Frítt í strætó innan Árborgar fyrir grunnskólabörn frá 1. júní n.k.

Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að frítt verði í strætó innan Árborgar fyrir grunnskólabörn með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg.

Til að fá frítt í strætó þurfa börnin að framvísa íbúakorti sem þau fá útgefið í Ráðhúsi Árborgar.

Beiðni um íbúakort skal senda á netfangiðstraeto@arborg.is eða hringja í þjónustuver Árborgar, s. 480 1900. Þegar íbúakort hefur verið útbúið verður það sent heim til viðkomandi aðila ef þess er óskað, eða sótt í þjónustuver Árborgar, þar sem opið er frá kl. 8-15 alla virka daga.

Eftir sem áður þurfa börn og ungmenni að greiða venjulegt fargjald ef þau ferðast með strætó út fyrir Sveitarfélagið Árborg.

Sveitarfélagið Árborg

 

 

Frá  Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

28.05.2013 21:27

Mynd dagsins

Kvöldverður með Kiriyama Family á Eryrarbakka í kvöld fyrir æfingu hljómsveitarinnar á Selfossi.

 

Kiriyama Family mun koma fram fyrsta sinni opinberlega á heimaslóðinni við Ströndina að kvöldi þess 6. júlí n.k. (og fram á 7. júlí) ásamt hljómsveitunum Æfingu frá Flateyri og Granít frá Vík í Mýrdal og það í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Tilefnið er 100 ára mannlifs- og menningarhátíð sem greint verður nánar frá síðar.

 

 

 

Frá Kiriyama Family kvöldsverðinum fyrr í kvöld á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður