Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

28.05.2013 11:28

Sjómannadagurinn 2013

Kæru Eyrbekkingar

Hið árlega sjómannadagskaffi Slysavarnadeildarinnar Bjargar verður í Félagsheimilinu Stað á sjómannadaginn hinn 2. júní n.k. kl. 15 - 17

Að venju leitum við eftir stuðningi ykkar með framlagi á bakkelsi.

Tekið verður á móti framlögum kl. 12 - 13:30 sama dag

Með fyrtirfram þökk

Stjórn Slysavarnadeildarinnar Bjargar á Eyrarbakka

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.05.2013 16:45

NÝ STJÓRN SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

Ný stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kjörin á landsþingi félagsins á Akureyri um helgina.

Hörður Már Harðarson var var endurkjörinn formaður en auk hans eru í stjórninni Gísli Vigfús Sigurðsson, Leonard Birgisson, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Guðjón Guðmundsson, Margrét Laxdal, Eiður Ragnarsson, Hannes Frímann Sigurðsson og Páll Ágúst Ásgeirsson.

Er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í starfi á komandi kjörtímabili.

Gunnar Þorgeirsson, sem verið hefur gjaldkeri félagsins í áratug gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Auk þess hafa tveir aðrir horfið úr stjórninni á kjörtímabilinu, Smári Sigurðsson og Jón Svanberg Hjartarson sem tók við starfi framkvæmdastjóra félagsins. Er þeim öllum þökkuð góð og fórnfús störf í þágu félagsins á undanförnum árum.

Myndina tók Hilmar Snorrason.

 

Stjórn SL 2013-2015, tekið á landsþingi SL á Akureyri 25. maí 2013.

Guðjón Guðmundsson á Eyrarbakka er fjórði frá vinstri.

 

Stjórn SL 2011-2013 á Landsþingi SL á Akureyri 24.-25. maí 2013.

Guðjón Guðmundsson á Eyrarbakka er lengst til vinstri og lengst til hægri er Jón Svanberg Hjartarspn frá Flateyri sem nú er framkvæmdastjóri Landsbjargar.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.05.2013 10:12

Vitringafundur í Veturbúðinni á Eyrarbakka

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju.

 

Sérstakir gestir í morgun voru Eyrbekkingar og púkar frá Kaupmannahöfn; þeir Ólafur Bragason og Björn Ingi Bragason sem rætur eiga að Ránargrund á Bakkanum.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

F.v.: Björn Ingi Bragason, Ólafur Bragason, Finnur Kristjánsson og Rúnar Eiríksson.

 

 

 

 

 

F.v.: Reynir Jóhannsson, Björn Ingi Bragason, Ólafur Bragason og Rúnar Eiríksson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

27.05.2013 06:34

Árborg eignast 1000 fermetra menningarsal í Hótel Selfossi

Svf. Árborgar eignaðist formlega 1000 fermetra menningarsal í gær, sunnudaginn 26. maí 2913,  þegar samningur þess efnis var handsalaður í salnum á milli Hótels Selfoss og sveitarfélagsins.

Um er að ræða ófullgerða salinn í hótelinu, sem hefur staðið fokheldur í 40 ár.

„Nú förum við í það á fullt í samvinnu við hótelið að gera salinn kláran undir menningarviðburði. Kostnaðurinn er um 200 til 300 milljónir króna. Þetta verður glæsilegur salur í alla staði og okkur öllum vonandi til sóma. Hvenær hann verður klár er ekki hægt að segja til um að sinni, það fer eftir svo mörgu“, sagði Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs.

Karlakór Selfoss söng tvö lög við athöfnina en hljómur í salnum þykir einstakur.

 

 

 

 

Ásbjörn Jónsson, hótelstjóri og Eyþór Arnalds handsöluðu samninginn um menningarsalinn kl. 16:00 í gær. Með þeim eru Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri, Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar, Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrú. Ljósmynd/MHH

 

 

 

Af: www.dfs.is

 

Skráð af: Menningar-Staður

26.05.2013 21:04

Sundhöll Selfossi lokuð næstu daga

Sundhöll selfoss.

Sundhöll Selfossi lokuð næstu daga

 

Sundhöll Selfoss verður lokuð frá mánudeginum 27.  - 31. maí vegna árlegra viðhaldsframkvæmda.

Opnað verður aftur laugardaginn 1. júní kl. 9.

Á meðan Sundhöll Selfoss er lokuð verður opið í sundlauginni á Stokkseyri frá kl. 13 til 20:30 og gilda árskort og miðar í báðar sundlaugar líkt og venjulega.

 

 

Heitur pottur við Sundlaug Stokkseyrar.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

26.05.2013 14:50

Úthlutun styrkja Menningarráðs Suðurlands 2013

 

Listasafn Árnesinga í Hveragerði.

 

Úthlutun styrkja Menningarráðs Suðurlands 2013

 

Styrkjum Menningarráðs Suðurlands var úthlutað á Hellu 7. maí sl. eins og greint hefur verið frá á Menningar-Stað.

Um 46 milljónum króna var úthlutað,  umsóknir hafa aldrei verið fleiri en nú.

Hæsta verkefnastyrkinn hlaut Listasafn Árnesinga í Hveragerði, eina og hálfa milljón króna.

Þrjú verkefni hlutu eina milljón króna styrki, heimildarmynd um Heimaeyjargosið 1973 „Útlendingur heima – uppgjör við eldgos“, opinber flutningur óperunnar „Ragnheiður“ í Skálholtskrikju í sumar og Hveragerði Music and Harvest Festival, vegna Eden tónlistarhátíðarinnar sem fer fram 7. september næstkomandi.

 

Þau verkefni sem fengu stofn- og rekstrarstyrki 2013 eru:

 

Umsækjandi: Verkefni:            Upphæð:
  Ljósalistaverk Höfn                200.000.-
Konubókastofan Stofnun Konubókastofunnar                300.000.-
Sögusetur 1627 Alþjóðlegt fræðasetur um menningararf Vestmannaeyja                500.000.-
Byggðasafn Árnesinga Kirkjubær – uppbygging sýninga í húsi og garði                500.000.-
Fischersetrið á Selfossi Stofnun Fischerseturs á Selfossi                500.000.-
Artbjarg – vinnustofur og gisting fyrir listafólk Artbjarg – vinnustofur og gisting                600.000.-
Héraðsskjalasafn Árnesinga Myndasetur.is                700.000.-
  Frásagnarakademía                700.000.-
Kötlusetur ses Kötlusetur ses             1.000.000.-
Fjallasaum ehf. Njálurefill             1.000.000.-
  Mjólkuriðnaðarsafn             1.000.000.-
Sumartónleikar í Skálholtskirkju Sumartónleikar í Skálholtskirkju 2013             1.500.000.-
Gull og gersemar ehf Gullkistan, alþjóðlegt menningarsetur á Laugarvatni             1.500.000.-
Listasafn Árnesinga Rekstrarstyrkur fyrir Listasafn Árnesinga             1.500.000.-
Kirkjubæjarstofa ses Kirkjubæjarstofa – menningar-og fræðslumiðstöð             3.500.000.-
                                                    Samtals:           15.000.000.-
Þau verkefni sem fengu verkefnastyrki 2013:    
Grímur Víkingur Þórarinsson Varðveisla sögunnar    50.000.-
Jóhannes Sigmundsson Mér er líka skemmt – áframhald    75.000.-
Konubókastofan Sýning á Vor í Árborg    75.000.-
Hörpukór Kóramót og samstarf við kór eldri borgara í Vestmannaeyjum   100.000.-
Kirkjukór Hruna-og Hrepphólasókna Vetrarsólstöðutónleikar   100.000.-
Ágúst Sigurðsson, formaður kórsins. Sönghópurinn tvennir tímar   100.000.-
Stella Hauksdóttir Stella 60 ára – afmælis-og útgáfutónleikar   100.000.-
Birkir Þór Högnason Lög unga fólksins   100.000.-
Blokkflautukvartett Rangæinga Sunnlensk tónlist fyrir gesti og gangandi   100.000.-
Ungmennafélag Biskupstungna Söguskilti- Ungmennafélags Biskupstungna   100.000.-
Maríu tríóið Ave Maria – tónleikar   100.000.-
Myndlistafélag Vestmannaeyja Þjóðsögur – myndlistasýning Myndlistafélags Vestmannaeyja   100.000.-
Þýsk-íslenska vinafélagið á Suðurlandi Þýskir menningarviðburðir og upplestrarkeppni   100.000.-
Katrín J. Óskarsdóttir Söguskilti   100.000.-
Ingi Heiðmar Jónsson Syngjandi vor   100.000.-
Hringur, kór aldraðra í Rangárþingi Við eigum samleið   100.000.-
Ívar Máni Garðarsson Skapandi ungmenni í hljóði og mynd   100.000.-
Jón Ágúst Reynisson Tónlist í sveitakirkjum 2013   100.000.-
Stóra-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga Hrunakrókur – sögusafn og sýning   150.000.-
Tónlistarhátíðin Podium festival Podium festival 2013   150.000.-
Kór Odda-og Þykkvabæjarkirkna Sumar í Odda   150.000.-
Friðsæld ehf Menningarstaður   150.000.-
Ólafur Stefán Þórarinsson Lögin hans Labba   150.000.-
Menningar-íþrótta-og frístundanefnd Búum til rafmagn- fræðum, snertum, verndum.   150.000.-
Alþýðuóperan Alþýðuóperan sýnir Ráðskonuríki á Suðurlandi   150.000.-
Hollvinir Grímsness Úlfljótsvatnshátíð 2013   150.000.-
Margrét Grétarsdóttir „Sagnaslóð Torfa í Klofa“   150.000.-
Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja Stjörnuskip   150.000.-
Rangárþing eystra List í héraði   150.000.-
Valdís G. Gregory Fágæti og fegurð – tónleikar í Selinu á Stokkalæk 31.08.2013   150.000.-
Menningarheimili Oddasóknar Menningarheimilið á Hellu treystir grunnstoðirnar   200.000.-
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands Tónleikar í tilefni 30 ára afmælis kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands   200.000.-
UMFG Skeið- og Gnúp Saumastofan – leikrit í fullri lengd   200.000.-
Menningarmiðstöð Hornafjarðar Margbreytileikinn í myndum   200.000.-
Friðrik Harðarson Horfinn heimur-ljósmyndasýning úr safni Harðar Sigurgeirssonar 1950-1963   200.000.-
Hlynur Pálmason Ferlið – sjónræn kvikmynda-og ljósmyndasýning)   200.000.-
Stefán Ólafsson Myndir af fiskiskipum sem gerð hafa verið út frá Hornafirði   200.000.-
Þorvarður Árnason Aurora Glacialis – Norðurljós og vetrarjöklar í Ríki Vatnajökuls   200.000.-
Bókasafn Vestmannaeyja Örlagasaga Vestmannaeyinga 1785-1900   200.000.-
Katla jarðvangur Menningarviðburðir í jarðvangsviku   200.000.-
Leikhópurinn lopi Ströndin   200.000.-
Leikfélag Selfoss Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson   200.000.-
Leikfélag Ölfuss Leikrit í fullri lengd   200.000.-
Byggðasafnið í Skógum Jazz undir fjöllum  2013   200.000.-
Sigrún Bjarnadóttir „Sögur úr sveitinni“   200.000.-
Leikfélag Hveragerðis Með vífið í lúkunum   200.000.-
Grænna land ehf Myrkar sögur í uppsveitum Árnessýslu   200.000.-
Bókasafnið í Hveragerði Umhverfið – uppspretta hugmynda   200.000.-
Reykjavík shorts & docs festival Reykjavík Shorts & docs festival „On the Road“ á Höfn   200.000.-
Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir „Í lystigarði ljúfra kála“ Tónleikar í völundargarði í Biskupstungum   200.000.-
Lára Marteinsdóttir Náttúraður – heimildamynd um söguna og frásagnarlist   200.000.-
Ingibjörg Einarsdóttir Bakkatríó   200.000.-
Sólheimar ses Menningarveisla Sólheima 2013   200.000.-
Söngsveit Hveragerðis Söngleikja- og óperutónleikar   200.000.-
Kristján Karl Bragason Píanósumar í Selinu   200.000.-
Leikfélag Austur-Eyfellinga 3 verkefni samtals 225.000.-:  
                                                 Verlefni 1 Úr öllum áttum     75.000.-
                                                 Verkefni 2 Leifur ljónsöskur     75.000.-
                                                 Verkefni 3  Anna frá Stóru-Borg     75.000.-
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir Eldur, járn og gler   250.000.-
Vörðukórinn Sunnlenskir tónar   250.000.-
Örlygur Benediktsson Sinfonískar dýravísur   250.000.-
Björg Þórhallsdóttir Tónlistarhátíð Strandakirkju í Selvogi 2013   250.000.-
Kirkjubæjarstof ses 2 verkefni samtals 250.000.-:  
                                               Verkefni 1 Sigur lífsins – dagskrá 29. mars 2013 í Kirkjubæjarklaustri   100.000.-
                                               Verkefni 2 Skaftáreldar – 230 ár frá upphafi þeirra   150.000.-
Menningarfélag um Brydebúð 2 verkefni samtals 250.000.-:  
                                               Verkefni 1 Skapandi börn   100.000.-
                                               Verkefni 2 Lifandi hús – Dagskrárgerð í Brydebúð   150.000.-
Njörður Sigurðsson 2 verkefni samtals 250.000.-  
                                               Verkefni 1 Söguskilti í Hveragerði   100.000.-
                                               Verkefni 2 Hveragerði „Sightseeing on foot“   150.000.-
Guðmundur Árnason Laufaleitir í 120 ár – heimildarmynd   300.000.-
Félag eldri borgara í Hveragerði Hans Christiansen – sýningarskrá   300.000.-
Rekstrarstjórn félagsheimila Flóahrepps Tónahátíð félagsheimila Flóahrepps   300.000.-
Gaukur travel Opnum bæinn   300.000.-
Leikfélag Hornafjarðar Söngleikur – Leikfélag Hornafjarðar og FAS   300.000.-
Sigurður Mar Halldórsson Blúshátíð á Hornafirði   300.000.-
Nemendafélag Mímir Leikrit Menntaskólans að Laugarvatni   300.000.-
Sveitarfélagið Árborg Söfnun upplýsinga um húseignir í sveitarfélaginu Árborg   300.000.-
Djassband Suðurlands Tónleikar – Djassband Suðurlands (DBS) sumarið 2013   300.000.-
Stórsveit Suðurlands Sacred concert eftir Duke Ellington   350.000.-
Pamela De Sensi Hljóðfærasmiðja Suðurlandi – Rusl og drasl   350.000.-
Sæheimar – Fiskasafn 2 verkefni samtals 350.000.-  
                                               Verkefni 1 Halastjörnur   150.000.-
                                               Verkefni 2 Myndun Heimaeyjar   200.000.-
Menningarmálanefnd Skaftárhrepps Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri   400.000.-
Samband sunnlenskra kvenna Prjónaganga á 85 ára afmæli SSK   400.000.-
Karlakór Hreppamanna „Nú sigla svörtu skipin“   400.000.-
Menningarnefnd Ölfuss Tónar við hafið   400.000.-
Listvinafélag Hveragerðis 2. áfangi sýningarinnar „Listamannabærinn Hveragerði – fyrstu árin“   400.000.-
Collectif Panic og leikfélög á Hornafirði Heimildarmynd um íslenskar afturgöngur   400.000.-
Guðrún Ásmundsdóttir Ein saga er geymd – leikrit   400.000.-
Þjóðleikur á Suðurlandi Þjóðleikur 2014   450.000.-
Sagnheimar, byggðasafn 3 verkefni samtals 450.000.-  
                                              Verkefni 1 Eldey – stærsta súlubyggð í heimi   100.000.-
                                              Verkefni 2 Tyrkjaránið í máli og myndum   150.000.-
                                              Verkefni 3 Saga og súpa í Safnahúsi   200.000.-
Leikfélag Vestmannaeyja 2 verkefni samtals 500.000.-  
                                              Verkefni 1 Frá forboða til heimkomu – Frumsamið leikverk frá Heimaeyjargosinu   200.000.-
                                              Verkefni 2 Grease   300.000.-
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir Tréskurðaverk um gangtegundir íslenska hestsins – fet og skeið   500.000.-
Halldóra Rut og Harpa Fönn Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd   500.000.-
Gunnar Sigurgeirsson Móri   500.000.-
Samtök safna á Suðurlandi Safnahelgi á Suðurlandi 2013   500.000.-
Blúsfélagið Hekla Norden blues og culture festival   500.000.-
Þórbergssetur 2 verkefni samtals 550.000.-  
                                            Verkefni 1 Tónleikar í Kálfafellstaðarkirkju í Suðursveit   150.000.-
                                            Verkefni 2 Steinarnir tala   400.000.-
Héraðsskjalasafn Árnesinga 2 verkefni samtals 600.000.-  
                                            Verkefni 1 Vísnavefurinn Bragi   200.000.-
                                            Verkefni 2 Ljósmyndasafn Otto Eyfjörð   400.000.-
Vestmannaeyjabær 2 verkefni samtals 650.000.-  
                                           Verkefni 1 Tónlist í bókmenntum – Safnahelgi í Vestmannaeyjum 10 ára   300.000.-
                                           Verkefni 2 Vestmannaeyjar í 40 ár – tónlist og frásagnir   350.000.-
Atgeir ehf Leiksýning í Sögusetrinu á Hvolsvelli   700.000.-
Barna-og unglingakórar Selfosskirkju 2 verkefni samtals 700.000.-  
                                          Verkefni 1 West side story   300.000.-
                                          Verkefni 2 Viva la musica! Að syngja saman er gaman.   400.000.-
Byggðasafn Árnesinga 2 verkefni samtals 750.000.-  
                                          Verkefni 1 Ljósmóðirin   350.000.-
                                          Verkefni 2 Handritin alla leið heim – Afhending Eddu   400.000.-
Unnur Arndísardóttir 2 verkefni 800.000.-  
                                          Verkefni 1 Merkigil – Dagskrá   300.000.-
                                          Verkefni 2 Merkigil – Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka sumarið 2013   500.000.-
Kötlusetur ses 3 verkefni samtals 850.000.-  
                                          Verkefni 1 Upplifðu Vík – Saga og afþreying   200.000.-
                                          Verkefni 2 Látnir segja ekki frá   250.000.-
                                          Verkefni 3 Katla „á lífi“   400.000.-
Sigva margmiðlun Útlendingur heima – Uppgjör við eldgos  1.000.000.-
Arpa ehf Opinber flutningur á óperunni „Ragnheiður“ í Skálholtskirkju  1.000.000.-
Hveragerðisbær Hveragerði Music and harvest festival (HMH)  1.000.000.-
Listasafn Árnesinga Sýningar ársins 2013 í Listasafni Árnesinga  1.500.000.-
                     Styrkveitingar samtals – verkefnastyrkir 31.025.000.

 

 

Af: http://sudurland.is/

 

Skráð af Menningar-Staður

26.05.2013 10:32

Maðurinn með hattinn við hattamynd frá Háeyrarverslun

Maðurinn með hattinn, Siggeir Ingólfsson, við hattamyndina frá Háeyarverslun, sem er einn þeirra mynda er hanga uppi í forsal Félagsheimilisins að Stað á Eyrarbakka, gestum og gangandi til fróðleiks og skemmtunar.

 

F.v.: Jón Hákon Magnússon og Siggeir Ingólfsson.

 

Maðurinn með hattinn við hattamynd frá Háeyrarverslun

 

Á annað hundrað manna, mest karlar, hafa safnast saman í hóp til að fylgjast með einhverju sem myndin hvorki sýnir okkur né gefur til kynna hvað er. Mennirnir eru allir með höfuðföt, flestir með hatta, nokkrir með kaskeiti, rússahúfur eða sjóhatta, og fáeinir með derhúfur. Aðeins þrjár konur hafa blandað sér í hópinn, aðrar standa utan við hann. Í bakgrunni eru menn í litlum hópum undir sjógarði eða húsvegg og í sjógarðshliði, og nokkrir hestar í grjóthlöðnu gerði.

Ljósmyndarinn hefur stillt sér upp til hliðar við það sem er um að vera. Eitt augnablik hafa ljósmyndavélin og ljósmyndarinn fangað athygli manna: Fólk horfir í átt að vélinni eða skáskýtur augunum á hana, ljósmyndarinn smellir af og við það myndast fágætt augnsamband við stóran hóp fólks fyrir rúmri öld. Á hópmyndum frá sama tíma blasir baksvipur áhorfendanna jafnan við, meginmyndefnið getur verið ræðumaður að tala í ræðustól, lúðrasveit að spila á palli eða kóngur á hesti á móttökustað.

Af myndatexta sem fylgdi myndinni í Sögu Eyrarbakka eftir Vigfús Guðmundsson um miðbik 20. aldar vitum við hver viðburðurinn er.  Hér fer fram stranduppboð í þorpinu Eyrarbakka vorið 1905. Það ár strandaði franska skútan Pierre Loti við bæinn Gamla-Hraun rétt utan við þorpið, en 24 manna áhöfn komst af. Skipið sjálft keyptu nokkrir menn í félagi og var timbur, blakkir, kaðlar, segl, járnarusl, járnnaglar, gafflar, bugspjót, toppstangir og annað það sem þarf til að smíða skip boðið upp fyrir þeirra hönd í tveimur áföngum vor og haust af hreppstjóranum Jóni Einarssyni í Mundakoti og selt hæstbjóðanda. Tugir karla eignuðust þar sinn hlut úr hinu franska skipi, flestir heimamenn úr þorpinu á því fyrra en á því síðara í októberbyrjun voru veigameiri viðir boðnir upp og komu menn þá víða að til að bjóða í.

Stranduppboð veittu aðgang að margs konar varningi sem ekki var á boðstólnum í annan tíma og oft við vægu verði en voru líka skemmtun og mannamót þar sem fólk kom saman. Fræg er lýsing Þórbergs Þórðarsonar skálds á skipsströndum í Suðursveit. „„Þetta var gott strand,“ sagði fólkið, með miklum kosti: hinu óviðjafnanlega fransbrauði, kartöflum, svínafleski, salti, kolum, rauðvíni, koníaki, handfærum, önglum, sökkum, hnífum, seglum, köðlum og vírstrengjum, og úr skrokknum á skipinu, möstrunum, sigluránum og bugspjótinu kom mikið af trjáviði, nöglum, spíkurum og þungum járnum, sem voru hentug ofan á hús og hey í stórviðrum.“ Úr strandi Pierre Loti var ekki slegið upp öðru en skipinu sjálfu. Kartöflur úr því lentu hins vegar í görðum þeirra Gamla-Hrauns bænda og enn rækta menn franskar kartöflur úr þessu strandi á Eyrarbakka, svonefndan Gamla-Hrauns rauð.

Fyrir um hálfri öld var þessi litla mynd (8x11 cm) stækkuð upp til að bera betur kennsl á mennina í hópnum. Þá var enn uppi fólk sem þekkti andlit þeirra og lét sig það varða. Dæmi voru þess að ekki hefði verið tekin önnur mynd af sumum þeirra. Nöfn mannanna eru orðin fjarlægari en mynd þeirra orðin að táknmynd fyrir sunnlenska alþýðumenn. Augnaráð þeirra gerir þessa ljósmynd Magnúsar Gíslasonar að einni af sterkustu myndum frá byrjun 20. aldar.

Inga Lára Baldvinsdóttir

 

 

Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

1_Lpr-3822-a

 

 

Af: http://www.thjodminjasafn.is/ljosmynd-manadarins/nr/3645/

 

Skráð af: Menningar-Staður

26.05.2013 05:58

Ljósan á Bakkanum - opnun sýningar

Baráttumál, starfsaðstæður og langur og strangur æfiferill ljósmóður eru viðfangsefni sýningar sem opnuð var í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 24. maí og nefnist Ljósan á Bakkanum.

Sýningin fjallar um líf og störf Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926. Sjónum verður beint að aðstæðum fæðandi kvenna á þessum tíma, starfsaðstæðum og kjörum ljósmæðra, sem flestar urðu að vinna önnur störf meðfram ljósmóðurstarfinu. Þórdís var fædd 22. ágúst 1853 að Kvígsstöðum í Andakílshreppi, hún flutti á Eyrarbakka 1883 tæplega þrítug að aldri, bjó þar í hálfa öld og sinnti lengst af ljósmóðurstörfum. Hún lést 1933. 
 

Ljósan á Bakkanum er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Brúarsmiðjunnar og Eyrúnar Ingadóttur sagnfræðings og höfundar bókarinnar Ljósmóðirin sem kom út á síðasta ári og fjallar um Þórdísi ljósmóður. Höfundur sýningarinnar er Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari. Styrktaraðilar eru Menningarráð Suðurlands og Safnaráð.

Sýningin er opin alla daga kl. 11-18 og henni lýkur 15. september. 

Myndirnar eru frá fjölmennri sýningaropnun Ljósunar á Bakkanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.05.2013 10:54

Fuglaskoðun í friðlandinu ofan og vestan við Eyrarbakka

Í dag, laugardaginn 25. maí 2013, kl. 16:30 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa sem er ofan og vestan við Eyrarbakka.

Jóhann Óli Hilmarsson mun leiða gesti um svæðið en fuglaskoðunin hefst við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í friðlandinu. Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir.

Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Mikilvægt er að vera vel skóaður og muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.

Allir velkomnir.

 

 

 

 

Jóhann Óli Hilmarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

25.05.2013 08:25

25. maí 2001 - Þyrlan TF-SIF skemmdist á flugi yfir Snæfellsnesi

Þyrlan TF-SIF skemmdist á flugi yfir Snæfellsnesi þegar þyrluspaðarnir rákust í stélið. Fimm manna áhöfn sakaði ekki.

Þyrlan eyðilagðist við Straumsvík sumarið 2007 og er nú á Flugsafninu á Akureyri.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 25. maí 2013 - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson

 

 

TF Sif lenti á Stokkseyrarbryggju og var með flugsýningu þremur dögum fyrir óhappið við Straumsvík sumarið 2007.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður