Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

25.05.2013 08:06

25. maí 1955 - Stytta séra Friðriks Friðrikssonar afhjúpuð

Stytta Eyrbekkingsins og myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar af séra Friðrik Friðrikssyni var afhjúpuð, án viðhafnar, við Lækjargötu í Reykjavík, á 87 ára afmæli æskulýðsleiðtogans.

Séra Friðrik lést fimm árum síðar.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 25. maí 2013 - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson

 

 

Stytta séra Friðrik Friðriksson við Lækjargötu í Reykjavík er eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

24.05.2013 06:20

Ljósan á Bakkanum

 

 

 

Eyrbekkingurinn Þórdís Símonardóttir.

 

Ljósan á Bakkanum

Baráttumál, starfsaðstæður og langur og strangur æfiferill ljósmóður eru viðfangsefni sýningar sem opnuð verður í Húsinu á Eyrarbakka í dag, föstudaginn 24. maí,  og nefnist Ljósan á Bakkanum.

Sýningin fjallar um líf og störf Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926.Sjónum verður beint að aðstæðum fæðandi kvenna á þessum tíma, starfsaðstæðum og kjörum ljósmæðra, sem flestar urðu að vinna önnur störf meðfram ljósmóðurstarfinu. 

Þórdís var fædd 22. ágúst 1853 að Kvígsstöðum í Andakílshreppi, hún flutti á Eyrarbakka 1883 tæplega þrítug að aldri, bjó þar í hálfa öld og sinnti lengst af ljósmóðurstörfum. Hún lést 1933.

 

Ljósan á Bakkanum er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Brúarsmiðjunnar og Eyrúnar Ingadóttur sagnfræðings og höfundar bókarinnarLjósmóðirin sem kom út á síðasta ári og fjallar um Þórdísi ljósmóður.

Höfundur sýningarinnar er Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari. Styrktaraðilar eru Menningarráð Suðurlands og Safnaráð. Sýningin er opin alla daga kl. 11-18 og henni lýkur 15. september.

 

 

 

Margrét Sveinbjörnsdóttir, höfundur sýningarinnar, og Lýður Pálsson safnstjóri.

 

 

 

 

 

Lýður Pálsson og Kristinn Baldursson kljást við límstafi.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2013 20:11

Salarfylli hjá Ingu Láru

 

Eyrbekkingurinn Inga Lára Baldvinsdóttir

 

 

 

Salarfylli hjá Ingu Láru

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, flutti erindi er nefndist  Myndsýn Íslendinga?  í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag, fimmtudaginn 23. maí 2013

Þar ræddi hún hugleiðingar sínar um myndnotkun opinberra aðila, myndbirtingu sjálfsmyndar þjóðarinnar og stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar.

Salarfylli var og mjög góður rómur gerður að erindi Ingu Láru.

 

Menningar-Staður var til staðar færði til myndar.

Einnig voru á erindinu Eyrbekkingarnir og feðginin Sigurður Steindórsson og Vigdís Sigurðardóttir.

 

 

 

 

 

 

Lengst til vinstri eru Eyrbekkingarnir Sigurður Steindórsson og Vigdís Sigurðardóttir

 

 

F.v.: Inga Lára Baldvinsdóttir, Vigdís Sigurðardóttir og Sigurður Steindórsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2013 10:27

Vitringafundur í Vesturbúðinni

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

 

Sérstakir gestir í morgun voru Eyrbekkingar frá Kaupmannahöfn; þau Inga Rún Björnsdóttir og sonur hennar Ólafur Bragason.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Reynir Jóhannsson og Óalfur Bragason.

 

 

F.v.: Atli Guðmundsson,  Rúnar Eiríksson, Reynir Jóhannsson og Óalfur Bragason.

 

 

Sitjandi. F.v.: Atli Guðmundsson,  Rúnar Eiríksson, Reynir Jóhannsson og Óalfur Bragason.

Standandi. F.v.: Inga Rún Björnasdóttir og Sigurður Kristinsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2013 06:28

Myndsýn Íslendinga?

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Eyrbekkingurinn Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, flytur erindi er nefnist Myndsýn Íslendinga? í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag, fimmtudaginn 23. maí 2013  kl: 12:05. Þar ræðir hún hugleiðingar sínar um myndnotkun opinberra aðila, myndbirtingu sjálfsmyndar þjóðarinnar og stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar.

Þetta er síðasti fyrirlestur vetrarins í fyrirleströð Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL).

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, forstöðumaður Ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins, tekur á s.l. vetri á móti Önfirðingnum frá Noregi með ljósmyndir , Guðrúnu Kristinsdóttur og skráir niður upplýsingar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.05.2013 18:52

Bandarísku sendiherrahjónin heimsóttu Eyrarbakka

Nýverið heimsóttu bandarísku sendiherrahjónin, Mary og Luis E. Arreaga, vinafólk sitt í Norðurkoti á Eyarbakka og notuðu daginn vel til þess að skoða sig um á Bakkanum.

Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga, sýndi þeim Húsið, Sjóminjasafnið og Eyrarbakkakirkju. Þau gáfu sér góðan tíma til að kynna sér merkilega sögu Eyrarbakka og fólksins sem þar hefur búið í gegnum tíðina.

Auk þess litu þau við hjá Siggeiri Ingólfssyni í upplýsingamiðstöðinni sem hann starfrækir á Stað en hann fræddi þau um mannlífið fyrr og nú. Þá heimsóttu þau Gallerí Regínu og nutu þess að skoða handunnar gjafavörur sem Regína Guðjónsdóttir hannar. 

Loks var farið á sjógarðinn og í fjöruna til að virða fyrir sé tignarlegt brimið þann daginn.

„Við áttum dýrðlegan dag á Eyrarbakka. Það er ekki oft sem við fáum svona dýrmætt tækifæri til að kynnast sögunni og mannlífinu í fámennu íslensku þorpi,“ sagði sendiherrann um heimsóknina.

 

 

Lýður Pálsson, safnstjóri með Luis og Mary Arreaga í betri stofunni í Húsinu.

 

Skráð af Menningar-staður

21.05.2013 12:21

Ný sýningu í Húsinu á Eyrarbakka

Segja má að handritasafn Árna Magnússonar hafi öðlast viðurkenningu heimsins árið 2009 þegar það var tekið upp á varðveisluskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Minni heimsins. Á afmælisárinu verður viðurkenningu UNESCO fylgt eftir með verkefninu Handritin alla leið heim. Með því er ætlunin að draga athygli að því að handritin í safni Árna komu víðs vegar að af landinu; handrit voru skrifuð og lesin um allt land og má segja að hvert hérað geti státað af dýrgrip í Árnasafni.

 

Í tilefni afmælisins hafa verið útbúnar eftirlíkingar af völdum handritum og verður hverri þeirra komið fyrir á stað (eða nálægt þeim stað) sem Árni fékk handritið. Alls verða settar upp sex slíkar örsýningar í samstarfi við söfn og heimamenn. Forvörður Árnastofnunar, Hersteinn Brynjólfsson, er höfundur endurgerðanna, Finnur Arnar Arnarson er sýningarhönnuður, grafískur hönnuður er Sigrún Sigvaldadóttir og ljósmyndari Árnastofnunar, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, hefur tekið handritamyndirnar.

Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa tekið að sér að „fóstra“ handritin sem í hlut eiga; þeir heimsækja Árnastofnun og handritafræðingar kynna þeim handritin, útlit þeirra og sögu og efnið sem þau hafa að geyma. „Fóstran“ fer svo heim í hérað með eftirlíkinguna og afhendir heimamönnum við hátíðlega athöfn þar sem boðið verður upp á dagskrá með kynningu á handritinu og sögu þess.

Upplýsingar um handritið og Árna Magnússon verður að finna í bæklingi á nokkrum tungumálum og örsýningunni þar sem handritið verður miðpunkturinn. Vonir standa til að þetta hvetji ekki síst Íslendinga sem ferðast um eigið land til þess að koma við á þessum útvöldu stöðum og fræðast þar – og í framhaldi af heimsókninni – um hið merkilega söfnunarstarf Árna og þýðingu þess fyrir sögu okkar og bókmenntir.

Opnað á Vor í Árborg

Í Húsinu á Eyrarbakka var opnuð sýning á handritinu Skáldskaparfræði föstudaginn 10. maí í tengslum við Vor í Árborg. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Byggðasafns Árnesinga. Handritið Skáldskaparfræði afhenti séra Halldór Torfason í Gaulverjabæ Árna Magnússyni árið 1691. Það inniheldur meðal annars Snorra-Eddu. Charlotte Böving leikkona kom nákvæmri eftirlíkingu handritsins fyrir á  sýningunni og Gísli Sigurðsson íslenskufræðingu fylgdi því úr hlaði.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Sýningin er opin frá 15. maí til 15. september kl. 11-18.

Byggðasafn Árnesinga - Árnastofnun

 

Lýður Pálsson, safnstjóri.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.05.2013 07:40

Heimsókn í Menningar-Sellu

Guðmundur Gils Einarsson á Selfossi, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands, kom í heimsókn í Menningar-Sellu   Menningar-Staðar á Eyrarbakka.

 

Djúpsævuð stefnumótun í gangi.

 


Guðmundur Gils Einarsson.


Skráð af Menningar-Staður

 

15.05.2013 17:29

Hvatningarverðlaun 2013 hlaut Barnabær - verkefni sem starfrækt er á Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sveitadagar að vori í Varmahlíðarskóla hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2013. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis. Markmiðið með verkefninu er að nemendur kynnist störfum i sveit og læri þannig að þekkja mikilvægi landbúnaðar.

Hvatningarverðlaun 2013 hlaut Barnabær - verkefni sem starfrækt er á Stokkseyri og Eyrarbakka. Markmiðið með verkefninu er að upplýsa nemendur um það hvernig hagkerfið virkar.

Sérstaka viðurkenningu fengu SAMFOK - Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, sem í ár eiga 30 ára starfsafmæli. 28 gildar tilnefningar til verðlaunanna bárust í ár.

 

 

Barnaskólinn á Stokkseyri.

 

 

Verðlaunaafhending í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku. F.v.: Símon Ragnarsson (sonur Ragnars Gestssonar), Magnús Jóhannes Magnússon, skólastjóri, Ingólfur Hjálmarsson, formaður foreldrafélags skólans, Daði Ingimundarson, deildarstjóri skólans, Katrín Jakomsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnar Kristján Gestsson, handmenntakennari skólans og Ketill Berg Magnússon, formaður Heimilis og skóla.

 

 

 

 

Skráð ag Menningar-Staður

 

15.05.2013 15:31

Eiga 8 frísk og falleg börn á Eyrarbakka - Jafnvel von á fleiri börnum

Eiga 8 frísk og falleg börn á Eyrarbakka - Jafnvel von á fleiri börnum

 

 

Það þykir mjög gott í dag að hjón eignist þrjú börn, hvað þá fjögur eða fimm börn en að sömu hjónin eigi 8 börn þykir efni í góða frétt. Hér er átt við þau Ragnar Kristján Gestsson (48 ára) og Hildur Jónsdóttir (42 ára) á Eyrarbakka, sem hafa hrúgað niður 8 börnum á síðustu 18 árum og það er jafnvel von á nokkrum börnum í viðbót, hver veit.

Hafa verið blessuð með 8 börnum

 

„Við hjónin komum bæði frá Reykjavík og fluttum árið 2005 til Eyrarbakka eftir að hafa búið 10 ár í Þýskalandi þar sem við stunduðum myndlistarnám, ég kenni í BES og Hildur er heimavinnandi. Okkur langaði alltaf í börn en treystum okkur ekki almennilega fyrr en við hittum kristin hjón 2001 sem áttu þá 10 börn (í dag 11).  Hjá þeim var þetta með heimilisfriðinn virkilega að virka, þau unnu markvisst með börnunum sínum til að fá frið inn í allar kringumstæður.  Rifrildi voru tekin fyrir, öll eigingirni og fl. samkvæmt mottóinu: „nýi heimurinn byrjar heima.“  Þetta heillaði okkur þvílíkt að við ákváðum að fara í sömu átt og höfum verið blessuð með 8 börnum og sívaxandi heimilisfriði,“ sagði Ragnar þegar hann var spurður út í barnafjöldann.

Lesið fyrir börnin

„Auðvitað höfum við hjónin lagt mörg áhugamál til hliðar sem tilheyrðu einlífinu en fengið mörg önnur betri í staðinn. Við njótum t.d. mikilla samvista með krökkunum okkar, útivist og sund. Trixið er að gera hversdagslega hluti skemmtilega, t.d. þrifin svo eitthvað sé nefnt. Þar setjum við okkur tímamarkmið, stutt sameiginleg sýn og síðan fara allir á stað og gera sín verkefni. Á kvöldin lesum við frekar góða bók fyrir börnin heldur en sjónvarp enda þótt við kíkjum einstaka sinnum á einhverja kvikmynd. Yfirleitt þykir börnunum okkar líka það sama skemmtilegt og okkur,“ bætti Ragnar við.

Ræða heitustu málefni þjóðfélagins

„Eitt áhugamál höfum við hjónin líka sem gaman er að segja frá.  Við höfum stundum boðið til okkar fólki og tekið með þeim fyrir eitthvað málefni sem er heitt í þjóðfélaginu.  Á tímum aukinnar meðvitundar hafa risið upp hópur fólks sem þykir t.d. bólusetningar séu ekki allar jafn góðar og hollar fyrir heilsu fólks og Landlæknisembættin vilja vera láta.  Við buðum fólki með skoðanir heim til okkar, urðum okkur útum efni um þetta og héldum skoðanarækt.  Svona eins og líkamsrækt nema skoðanavöðvarnir voru æfðir.  Rosa gaman. Ef einhverjir vita um einhver efni sem hægt væri að taka fyrir á svona kvöldi mega þeir gjarnan setja sig í samband við okkur,“ sagði Ragnar að lokum.

 

Frá vinstri, Sindri Immanúel, 9 ára; Jóhanna Naomi, 4 ára; Gídeon Leó, 6 ára; Agnes Ásta, 7 ára; Friðrik Örn, 7 mánaða (Hildur heldur á honum); Jósúa Eldar, 2 ára (Ragnar heldur á honum); Símon Gestur, 11 ára og Hrefna Björg, 18 ára. Ljósm.: MHH

 

Af: www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður