Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

15.05.2013 10:50

Vegagerðin á Vitringafundi í morgun

Tveir af starfsmönnum Vegagerðarinnar á Akureyri voru sérstakir gestir á fundi Vitringanna í Vesturbúðini á Eyrarbakka í morgun.

Þetta voru þeir Eiríkur Bóasson sem er frá Reyðarfirði og Ísleifur Ingimarsson og er frá Bíldudal en búa báðir á Akureyri.

Mikil landsbyggðar umræða fór í gang og sem sér í lagi hafði sterkar tengingar við Vestfirði.

Þeir félagrnir fara um allt land og kanna ástand malbiksins og eru nú í slíkum verkefnum á Suðurlandi.

Lýstu Eiríkur og Ísleifur ánægjum með samverustundinna meðal Vitringa á Eyrarbakka og boðuuðu komu sína við fyrsta tækifæri.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Eiríkur Bóasson og Ísleifur Ingimarsson í Vesturbúðinni í morgun.


Skráð af Menningar-Staður

 

15.05.2013 06:47

Sigla umhverfis landið á afmælinu

Nú eru liðin fimmtíu ár frá því að trébátunum Knerrinum og Húna II var hleypt af stokkunum á Akureyri en báðir eru bátarnir hannaðir af skipasmíðameistaranum Tryggva Gunnarssyni.

Í tilefni hálfrar aldar afmælisins hófu bátarnir siglingu í umhverfis landið á laugardag. Ferðin hófst á Akureyri og siglt verður réttsælis með viðkomu í öllum helstu höfnum.

Dagana 17.-18.maí verða þeir til sýnis á bátahátíð við Víkina, Sjóminjasafn í Reykjavík, kl. 13-17.

Ferðinni er ætlað að vekja athygli á strandmenningu og mikilvægi slíkra skipa í sögu Íslendinga og þeirri arfleifð sem í þeim býr, segir í tilkynningu.

Hringferðinni lýkur á Akureyri á miðnætti miðvikudaginn 22. maí.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 Húni II. á Eyjafirðinum.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.05.2013 05:30

Málþing um Menningarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar

5. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 29. apríl 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.

 Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.

 

3.

1304377 – Menningarstefna Sveitarfélagsins Árborgar

 

Þorlákur H. Helgason leggur til í framhaldi af umræðum um málefni Byggðasafns Árnesinga o.fl. menningartengdra atriða að farið verði í vinnu við menningarstefnu sveitarfélagsins en gamla stefnan var sett fram til ársins 2013. Leggur til að haldið verði málþing í öllum byggðarkjörnum til að fá hugmyndir grasrótarinnar inn í stefnuna. Lagt til að nefndin fari yfir stefnuna og byrji þessa vinnu næsta haust. Samþykkt samhljóða.

 

 

Frá Eyrarbakka.

 

 

 

 

Frá Stokkseyri.

 

Skráð af Menningar-Staður

14.05.2013 06:48

Ólafur Ragnar Grímsson sjötugur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar 70 ára afmæli sínu í dag.

Hann fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943, lauk stúdentsprófi frá MR 1962, BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði þaðan árið 1970, að því er segir í ættfræðidálkinum Íslendingar í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti forseta frá 1996, eða lengur en nokkur annar forseti lýðveldsins. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta er Ólafur Ragnar staddur á landinu. Ekkert sérstakt stendur til vegna afmælisins annað en að fagna því í faðmi fjölskyldunnar í kvöld.

 

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ólafur Ragnar fæddist á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962, BA-prófi i hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði þaðan 1970.

 

Hinn pólitíski fræðimaður

Ólafur Ragnar stjórnaði útvarps- og sjónvarpsþáttum um þjóðfélagsmál 1966-71, var lektor í stjórnmálafræði við HÍ 1970-73, stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði og var skipaður fyrsti prófessor í stjórnmálafræði við HÍ 1973 og gegndi því starfi með hléum til 1993. Þá var hann ritstjóri Þjóðviljans 1983-85.

Ólafur Ragnar var vþm. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-78, landskjörinn alþm. fyrir Alþýðubandalagið 1978-79, alþm. Reykvíkinga 1980-83, varaþm. Reykvíkinga 1983-87, og fyrir Reykjaneskjördæmi 1987-91 og alþm. Reykjaneskjördæmis 1991-96.

Ólafur var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1980-83, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-87, formaður Alþýðubandalagsins 1987-95 og fjármálaráðherra í öðru og þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1988-91.

Ólafur Ragnar var kjörinn fimmti forseti íslenska lýðveldisins 29.6. 1996, var settur í embætti 1.8. 1996, endurkjörinn árin 2000, 2004, 2008 og 2012 og hefur því setið lengur á forsetastóli en nokkur annar forseti lýðveldisins.

Ólafur Ragnar sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-73, í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-73 og var formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna 1974-75.

Ólafur Ragnar sat í hagráði 1966-68, í útvarpsráði 1971-75, var formaður milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-75, formaður Félagsvísindafélags Íslands

1975, varaformaður öryggismálanefndar 1979-91, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-88, sat þing Evrópuráðsins 1981-84 og aftur 1995-96, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-84, formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-90 og sat í stjórn þar til 1996.

Ólafur Ragnar er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa í íslenskum og erlendum tímaritum. Meðal rita hans má nefna: Political Power in Iceland Prior to the Period of Class Politics (doktorsritgerð, 1970); Íslenska þjóðfélagið, 1975; Jafnrétti kynjanna, 1974; Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins, 1973; Endurskipulagning utanríkisþjónustunnar, skýrsla, 1975; Skipulag Ísafjarðar, meðhöfundur, hlaut samkeppnisverðlaun 1972. Auk þess fjölritin The Icelandic Elite and the Development of the Power structure 1980-2000; „The Icelandic Multilevel Coalition System“; Miðstöð stjórnkerfisins, sjö ritgerðir; Global Prospects: Human Needs and the Earth's Resources, 1981. Þá var hann ritstjóri ritraðarinnar Íslensk þjóðfélagsfræði. Einnig hefur birst eftir hann fjöldi ritgerða í erlendum tímaritum og safnritum um stjórnmálafræði, íslenska stjórnkerfið og afvopnunarmál.

Ólafur Ragnar hefur tekið á móti ýmsum erlendum viðurkenningum, s.s. The Operation Dismantle Peace Award, 1984; The Josephine Pomerance Award, 1986; The Indira Gandhi Peace Award 1987 og tók á móti The Better World Society Disarmament Award, 1986, f.h. Parliamentarians for Global Action; The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007; og Jawaharlal Nehru Award for International Understanding frá forseta Indlands 2007. Þá er Ólafur Ragnar heiðursfélagi Rússneska landfræðifélagsins frá 2010. Hann var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, og Ríkisháskóla Ohio 2009.

 

Fjölskylda

Ólafur Ragnar kvæntist 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, f. 14.8. 1934, d. 12.10. 1998, forsetafrú, framkvæmdastjóra og fyrrum bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi. Foreldrar Guðrúnar Katrínar voru Þorbergur Friðriksson, f. 10.12. 1899, d. 2.12. 1941, skipstjóri og hafnsögumaður í Reykjavík, og k.h., Guðrún Símonardóttir Bech, f. 11.6. 1904, d. 2.5.1991, húsfreyja.

Tvíburadætur Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar eru Guðrún Tinna, f. 30.8. 1975, viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla, f. 30.8. 1975, stjórnmálafræðingur og lögfræðingur.

Dætur Guðrúnar Katrínar og stjúpdætur Ólafs Ragnars eru Erla Þórarinsdóttir, f. 22.9. 1955, myndlistarmaður og Þóra Þórarinsdóttir, f. 6.7. 1960, kennari.

Síðari eiginkona Ólafs Ragnars er Dorrit Moussaieff, f. 12.1. 1950, skartgripahönnuður. Hún er dóttir Shlomo Moussaieff frá Jerúsalem og Alísu, f. Sommernitz, frá Vínarborg.

Foreldrar Ólafs Ragnars voru Grímur Kristgeirsson, f. 29.9. 1897, d. 19.4. 1971, hárskeri og bæjarfulltrúi, og k.h., Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar, f. 20.11. 1914, d. 4.5. 1966, húsfreyja.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 14. maí 2013

 

 

Forsetahjónin hafa oft fagnað ýmsum tímanótum í veitingahúsinu  "Fjöruborðið"  á Stokkseyri.

 

Skráð af: Menningar-Staður

13.05.2013 22:49

Ströndin heillar

Sænski ljósmyndarinn Katerina Mistal hefur verið hér á landi í boði SIM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, til að kynna sér vænlega tökustaði fyrir stórt vekefni sem hún hefur verið að vinna að.  Verkefnið miðar að því að taka mynd af strandlengju á jaðarsvæðum Evrópu, þ.e. á eyjum eða löndum utan meginlandsins.  Myndirnar eru þó ekki einungis landslagsmyndir, því hún hefur fengið börn til að mynda keðju meðfram strandlengjunni, sem gerir myndirnar einstakar.

Katerina hefur þegar gefið út bók með myndum teknum við Miðjarðarhafið og er nú að skoða norður Evrópu.  Menningarfullrúi Ölfuss fór með Katerinu í sandfjöruna við Þorlákshöfn og varð hún hugfangin af landslaginu og tók fallegar myndir.  Hún bindur miklar vonir við að hægt verði að taka mynd í fjörunni hér og gefur sér mánuð í þetta verkefni. Héðan er ferðinni síðan heitið til Grænlands, en einnig mun hún taka myndir í Færeyjum, Noregi og í Svíþjóð.

Meðfylgjandi myndir voru teknir síðastliðinn miðvikudag þegar Katerina heimsótti Þorlákshöfn.

Af: http://www.olfus.is/thjonusta/frettir/nr/1452?ListID=2

 

.

.

.

 

Skráð af Menningarstaður 

13.05.2013 22:32

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað er frá Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka þann 28. júní 2008.

Bakkabandið leikur við hvern sinn fingur og fögnuð viðstaddra.

 

 

Bakkabandið.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.05.2013 07:27

Auður og ógnir í ferðaþjónustu

Sjávartengd ferðaþjónusta nýtur sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttúruna, þögnina, skoða fugl og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til lands á risavöxnum skemmtiferðaskipum. Hvernig samrýmist þetta menningararfinum, samfélagsþróun, mannlífi, sjálfbærni, fiskveiði- og umhverfisstefnu þjóða norðursins? Hvernig geta þjóðir norðursins unnið saman á þessu sviði og eiga þessir ólíku þættir ferðaþjónustunnar einhvern samstarfsflöt?“

Þannig hljóðar kynning á ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í næsta mánuði, 18.-19. júní og yfirskrift hennar er: Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum, auður hennar og ógnir.

„Þessi ráðstefna er lokahnykkur á þriggja ára verkefni sem norsku samtökin Norsk Sjömatsenter eru í forsvari fyrir, en Ísland, Noregur, Færeyjar og Grænland taka þátt í verkefninu. Þetta er tímabær ráðstefna fyrir þessar þjóðir til að setjast niður og hugleiða aðeins hvað við viljum og hvert við stefnum,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, en hún skipulagði ráðstefnuna. Sigurbjörg er líka formaður Íslenska vitafélagsins, félags um íslenska strandmenningu.

„Ráðstefnan er fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu, fyrir fólk í ferðaþjónustu sem er að gera út á haf og strönd, en hún er ekki síður fyrir sveitarstjórnarfólk, til að komast að því hvernig það vill þróa þessa hluti á sínum svæðum. Þessi ráðstefna er líka fyrir hafnarstjórnir hér á landi, því það vilja jú margir fara að búa til stórskipahafnir og taka á móti skemmtiferðaskipum.“

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Skipuleggjandi Strandmenning er Sigurbjörgu Árnadóttur hugleikin. Hér er hún í gamla slippnum á Akureyri.

 

Skráð af Menningar-Staður

13.05.2013 06:21

13. maí 1663 - fæddur Árni Magnússon

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Árni Magnússon - 350 ár frá fæðingu hans.

 

Árni Magnússon, prófessor og handritasafnari, fæddist á Kvennabrekku í Dölum 13. maí 1663, sonur Magnúsar Jónssonar, pr. og síðar lögsagnara, og Guðrúnar Ketilsdóttur, pr. í Hvammi Jörundssonar.

Árni ólst upp hjá Katli, afa sínum í Hvammi, varð stúdent frá Skálholtsskóla 1683, lauk prófi í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1685, varð aðstoðarmaður Tómasar Bartholin fornfræðings og síðar ritari við hið konunglega leyndarskjalasafn í Kaupmannahöfn 1697. Fjórum árum síðar varð hann prófessor við Kaupmannahafnarháskóla.

Árni safnaði handritum víða, fór rannsóknarferð til Noregs á vegum Bartholins 1689-90 og til Þýskalands til bókakaupa á vegum háskólans.

Árna og Páli Vídalín var falið jarðamat og önnur rannsóknarstörf á Íslandi og dvaldi Árni því hér á landi 1702-1712 en Páll vann að verkinu til 1714. Er niðurstöðu úttektarinnar að finna í hinni frægu Jarðabók þeirra og manntali sem reynst hefur feikilega mikilvæg heimild um íslenska hagi á þeim tíma.

Árni safnaði markvisst handritum á Íslandi og flutti í handritasafn sitt í Kaupmannahöfn þar sem þau voru rannsökuð, skrifuð upp og sum hver búin til prentunar. Hann fékk meðal annars handritasafn Þormóðs Torfasonar eftir lát hans 1719.

Þann 20.10. 1728 varð mikill bruni í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir mikið björgunarstarf brann þar hluti af bókasafni Árna, auk bókasafns háskólans. Talið er að þar hafi glatast mörg íslensk handrit.

Eins og flestir vita fjallar hin sögulega skáldsaga Halldórs Laxness, Íslandsklukkan, Hið ljósa man og Eldur í Kaupinhöfn, öðrum þræðinum um meintar ástir Árna Magnússonar og Þórdísar, húsfreyju í Bræðratungu, (Snæfríðar Íslandssólar) dóttur Jóns Vigfússonar, biskups á Hólum.

Við Árna eru kenndar stofnanirnar Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Den Arnamagnæanske Samling í Danmörku

Árni lést 7. janúar 1730

 

Morgunblaðið mánudagurin 13. maí 2013 - merkir Íslendingar

 

 

 

Við Kaupmannahafnarháskóla á slóðum Árna Magnússonar.

Lengst til vinstri á efri mynd er Eyrbekkingurinn Inga Rún Björnsdóttir.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.05.2013 06:07

Matjurtagarðar Árborgarbúa á Eyrarbakka

Sveitarfélagið Árborg lánar út matjurtargarða til íbúa í sumar.

Garðarnir eru staðsettir vestan við Eyrarbakka, sunnanmegin þar sem skilyrði til ræktunar eru best. Hægt verður að fá lánaða 20 m² garða. 

Umsóknareyðublöðeru á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is og í afgreiðslunni í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, fram til 20. maí nk.

Nánari upplýsingar er hægt fá hjá umhverfisdeild í síma 4801900 eða með tölvupósti á marta@arborg.is

 

 

Garðarnir á Eyrarbakka.

 

 

Garðarnir á Eyrarbakka.

 

 

 

Skráð af Menninmgar-Staður

12.05.2013 21:28

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 28. júní 2008.

 

 

Helga Guðrún Guðmundsdóttir og Jón Gunnlaugsson.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður