Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

11.05.2013 06:05

11. maí 1921 - Vökulögin voru sett

Vökulögin voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921.

Samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum“, en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólarhringa.

Hvíldartíminn var lengdur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955

 

Vikin - Sjominjasafnid

 

Jón forseti

Árið 1907 urðu tímamót í útgerðarsögu Íslendinga þegar Jón forseti, nýsmíðaður 230 brúttólesta togari, kom inn á Reykjavíkurhöfn síðla janúar. Jón forseti var í eigu útgerðarfélagsins Alliance, sameign fimm skútuskipstjóra og eins kaupmanns og var fyrsti úthafstogarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga.

adgerd um bord

 

sjomenn

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

10.05.2013 21:35

Söguferðir Siggeirs á Vori í Árborg

Siggeir Ingólfsson verður með söguferðir á Eyrarbakka og Stokkseyri nú um helgina á Vori í Árborg.

 

Laugardagur 11. maí  kl. 16.00-17.00

Söguferð um Eyrarbakka.
Siggeir Ingólfsson segir sögur. 
Lagt af stað frá Félagsheimilinu Stað,

Búðarstíg 7.

Aðgangseyrir kr. 500.

 

Sunnudagur 12. maí  kl. 16.00-17.00

Söguferð um Stokkseyri.
Siggeir Ingólfsson segir sögur. 
Lagt af stað frá Stokkseyrarkirkju.

Aðgangseyrir kr. 500. 

 

Sjá alla dagskrá Vors í Árborg hér á þessari slóð: 

http://www.arborg.is/wp-content/uploads/2013/04/Arborg.Dagskra.2013.lowres.pdf

 

 

Við upphaf einnar af söguferðum Siggeirs Ingólfssonar fyrir nokkrum árum fyrir framan Stað á Eyrarbakka.

F.v.: Magnús Sigurjónsson, Siggeir Ingólfsson, Jón Hákon Magnússon og Þorsteinn Jóhannsson.

 

 

 

Við upphaf einnar af söguferðum Siggeirs Ingólfssonar fyrir nokkrum árum framan við Ásgeirsbúð og Stokkseyrarkirkju.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

10.05.2013 10:59

Djúpsævuð stefnumótun á Menningar-Stað

Hittingur var í morgun í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka  "Menningar-Stað" eins og oft þegar opið er fyrir gesti og gangandi sem leið eiga um Eyrarbakkasvæðið.

 

Djúpsævuð umræða og stefnumótun fór fram svo notað sé staðbundið orðalag fyrir slíkar samverustundir.

 

Á meðan á spjallinu stóð kom stór rúta full af ferðafólki sem nýtti sér ferðamannaaðstöðuna á Stað og fór upp á sjóvarnagarðin og naut útsýnis til fjöru ystu sjónarrandar.

 

Menningar-Staður var á stapnum og færði tl myndar.

 

 

F.v.: Jón Hákon Magnússon í Norðurkoti og Siggeir Ingólfsson í Ásheimum.

 

 

 

 

Mikill fjöldi fermamann kemur til Eyrarbakka......

 

 

.. og margir njóta útsýnis af sjóvarnagarðinum við Félagsheimilið Stað.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.05.2013 07:17

Siglingastofnun samþykkir bætt aðgengi að útsýni yfir Eyrarbakkafjöru

 

Til stendur að leggja skábraut að og timburstíg uppi á sjóvarnargarðinum á Eyrarbakka við Félagsheimilið Stað.

Með því verður stórbætt aðgengi að útsýninu ofan af sjóvarnargarðinum. Fjarna og brimið við Eyrarbakka hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk, en garðurinn sjálfur skyggir á útsýnið fyrir þá sem ekki hafa komist upp á hann. Verður þessum endurbótum því eflaust vel fagnað.

Bæjararáð Árborgar hefur samþykkt fyrir sitt leyti, sem landeigandi, uppsetningu skábrautar og gerð timburstígs ofan á sjóvarnargarð við Stað. Í ljósi þess að sjóvarnargarðurinn er í eigu Siglingastofnunar benti bæjarráð á að samþykki stofnunarinnar þyrfti einnig að liggja fyrir.

Siglingastofnun hefur nú samþykkt þessar framkvæmdir.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldara á Stað, er  frumkvöðul að þessu bætta aðgengi og í baksýn sér út yfir garðinn til fjörunnar.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

10.05.2013 06:45

10. maí 1862 - Fæddur Magnús Ólafsson, ljósmyndari

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Magnús Ólafsson.

 

Magnús Ólafsson ljósmyndari fæddist í Hvoli í Saurbæ í Dölum 10. maí 1862, sonur Ólafs Jónssonar, jarðyrkjumanns í Flatey, og Þorbjargar Magnúsdóttur húsfreyju, systur Sveinbjörns í Skáleyjum, langafa Einars Odds Kristjánssonar alþm., og Hrafns Thuliniusar prófessors. Þorbjörg var dóttir Magnúsar Einarssonar, b. í Skáleyjum og á Hvallátrum, bróður Eyjólfs eyjajarls.

Magnús ljósmyndari var um tíma við nám hjá sr. Jens Hjaltalín á Setbergi, við verslunarnám í Clausensverslun á Búðum, lærði undirstöðuatriði í ljósmyndun á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar og stundaði ljósmyndanám hjá Peter Elfelt í Kaupmannahöfn 1901.

Magnús var við verslunarstörf í Stykkishólmi og á Akranesi til 1901. Hann stofnaði þá ljósmyndastofu í Reykjavík 1901 og starfrækti hana síðan.

Magnús var fyrstur til að mála ljósmyndir hér á landi, var fyrstur til að sýna kvikmyndir í Reykjavík, ásamt öðrum, 1903-1904, tók sjálfur kvikmyndir og sýndi þær og gekkst fyrir skuggamyndasýningum í Reykjavík. Hann var pýðilegur teiknari og eru til eftir hann mikilvægar teikningar af horfnum mannvirkjum.

Magnús var feikilega afkastamikill og vandvirkur ljósmyndari. Mannamyndasafn hans er glatað en þó liggur eftir hann stórt safn mynda úr íslensku þjóðlífi og þéttbýlismyndun, einkum í Reykjavík. Stærstur hluti plötu- og filmusafns hans er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, um 3.230 glerplötur og blaðfilmur. Þá var hann áhrifaríkur kennari ungra ljósmyndara.

Inga Lára Baldvinsdóttir skrifaði um Magnús: Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar, 2000, og Ívar Gissurarson skrifaði um hann í Ljósmyndablaðið 1987.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur staðið fyrir árlegum minningarfyrirlestri um Magnús á afmælisdegi hans, honum til heiðurs.

Magnús lést 26. júlí 1937.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 10. maí 2013 - Merkir Íslendingar

 

 

Skráð af Menninmgar-Staður

10.05.2013 06:27

"Guð gefi mér að læra þessa bók með öðru góðu"

• Sýning á handritinu Skáldskaparfræði í Húsinu á Eyrarbakka

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum minnist þess nú á vormánuðum að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Af því tilefni hefur Árnastofnun gert eftirmyndir sex handrita sem geymd eru í stofnuninni og eru sýningar á þeim opnaðar nú snemmsumars í hinum ýmsu landshlutum í átaki er kallast „Handritin alla leið heim“. Í dag klukkan 18 verður ein þessara sýninga, á handritinuSkáldskaparfræði, opnuð í Húsinu á Eyrarbakka. Handritið afhenti séra Halldór Torfason í Gaulverjabæ Árna árið 1691 og inniheldur það meðal annars Snorra-Eddu.

Árnastofnun hefur fengið hóp fólks til liðs við sig, til að fara með endurgerðir handritanna heim í héruðin sem þau komu frá. Charlotte Bøving leikkona kemur handritinu fyrir á sýningunni í Húsinu í dag en Gísli Sigurðsson handritafræðingur fylgir því úr hlaði við opnunina.

„Þetta er mikill heiður að vera boðið að koma handritinu fyrir á sýningunni,“ segir Charlotte. Fjölskylda eiginmanns hennar, Benedikts Erlingssonar, á rætur á Eyrarbakka, segir hún. Gísli afi hans kom þaðan, þar á fjölskyldan hús og þau Benedikt giftu sig þar.

„Árni fór með handritið til Kaupmannahafnar, þar sem það bjargaðist undan brunanum árið 1728 og loks kom það aftur til Íslands. Handritið hefur því verið á ferðalagi og mér finnst skemmtilegt að fá að leiða það alla leiðina heim, þangað sem það var skrifað,“ segir Charlotte og bætir síðan hlæjandi við: „Ég kom líka frá Danmörku, eins og handritið.“

Hún segist vera að nota tækifærið og mennta sig í skáldskaparfræðunum sem handritið fjallar um.

 

Skrifað um 1300

Handritið Skáldskaparfræði var skrifað um 1300 og vitnar um kennslu í skáldsskaparfræðum á miðöldum. Það hefst á línum úr glataðri málfræðiritgerð, þá tekur við málfræðiritgerð Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, svo Litla-Skálda um skáldskaparmálið og loks er ein gerð Skáldskaparmála Snorra-Eddu. Handritinu lýkur á ÍslendingadrápuHauks Valdísarsonar.

Gísli Sigurðsson hefur kynnt sér sögu þessa merka handrits og hvernig stóð á því að Árni fékk það í hendur. Mun hann segja gestum frá þeirri forvitnilegu sögu allri í dag.

Hann segir séra Haldór, sem gaf Árna handritið, hafa verið hálfbróðurson Brynjólfs biskups Sveinssonar og hafa skrifað ævisögu biskupsins. „Brynjólfur var svo ánægður með Torfa frænda sinn að hann arfleiddi hann að sínu góssi. Þarna hafa því verið einhverjir peningar og bækur í umferð,“ segir Gísli. Handritið var bundið inn í skinnblað úr söngbók sem hafði áður verið notað utan um bók sem Brynjólfur átti. Gísli segir skemmtilegar spássíunótur vera á handritinu um efni þess, eins og þessa: „Guð gefi mér að læra þessa bók með öðru góðu – en hún er vond. Guð faðir miskunni.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Charlotte Bøving

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Gísli Sigurðsson

 

 

Húsið á Eyrarbakka

 

Morgunblaðið föstudagurinn 10. maí 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

10.05.2013 06:16

Myndasetur og kortasjá opnuð

Í dag, föstudaginn 10. maí kl. 16:30 opna Sveitarfélagið Árborg og Héraðsskjalasafn Árnesinga formlega vefsíðu um sögu húseigna í Sveitarfélaginu Árborg sem og Myndasetur.is, ljósmyndavef Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Athöfnin fer fram í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Karítas Harpa Davíðsdóttir og Fannar Freyr Magnússon spila og syngja sem og mætir 70 barna kór Selfosskirkju og gesta frá Hafnafirði og syngja nokkur lög. Öllum er velkomið að mæta en boðið verður upp á kaffi og með því.

 

Ljósmyndavefur Héraðsskjalasafnsins myndasetur.is er afrakstur af verkefni sem hófst haustið 2010. Þá fór Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari um héraðið, ræddi við ljósmyndara og fjölskyldur þeirra um mögulega afhendingu á ljósmyndunum á Héraðsskjalasafn Árnesinga. Þá um haustið afhentu Jóhann Þór Sigurbergsson, Sigurður Jónsson og Tómas Jónsson stór filmusöfn á héraðsskjalasafnið. Margir fleiri fylgdu svo í kjölfarið og lítil og stór söfn voru afhent á skjalasafnið.

Vorið 2011 hófu héraðsskjalasöfnin á Sauðárkróki, Egilsstöðum og Selfossi samstarfi um söfnun, skönnun og skráningu ljósmynda og fengu styrk frá Alþingi auk þess sem skjalasöfnin leituðu til sveitarfélaga og menningarsjóða hvert á sínu svæði um styrki vegna verkefnisins. Sveitarfélagið Árborg og Menningaráð Suðurlands hafa frá upphafi styrkt verkefnið.

Yfir 150.000 ljósmyndir eru nú í vörslu safnsins en á myndavefnum eru um 45.000 ljósmyndir gerðar aðgengilegar. Vefurinn er einn stærsti ljósmyndavefur á landinu en myndirnar eru flestar úr Árnes- og Rangárvallasýslu. Enn tekur héraðsskjalasafnið við ljósmyndum, bæði stórum og litlum söfnum.

Skráning á sögu húseigna í Sveitarfélaginu Árborg hefur staðið yfir í vetur en í byrjun árs var ákveðið að hefja söfnun á upplýsingum um gamlar húseignir í sveitarfélaginu. Byrjað hefur verið á að kortleggja þau hús sem byggð eru fyrir árið 1946 og er nú búið að koma nokkrum þeirra inn í sérstaka kortasjá sem verður aðgengileg almenningi í gegnum heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar og Héraðsskjalasafns Árnesinga eftir opnunina nk. föstudag.

Inni á vefsíðunni er hægt að lesa um sögu hússins og fletta myndum af því. Einstaklingar munu geta komið að verkefninu með því að koma upplýsingum um sínar húseignir eða aðrar sem þeir þekkja, til starfsmanns verkefnisins Guðmundu Ólafsdóttur, gudmunda@arborg.is eða í síma 480-1900.

 

www.sunnlenska.is greinir frá

Frá Selfossi.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.05.2013 22:15

Handritin alla leið heim

arnimagg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Árni Magnússon.

 

 Föstudaginn 10. maí kl. 18 verður opnuð sýning á handritinu Skáldskaparfræði í Húsinu á  Eyrarbakka.

 

Sýningin er   samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Byggðasafns Árnesinga í tilefni af    350 ára afmæli Árna. Séra Halldór Torfason í Gaulverjabæ afhenti Árna Magnússyni handritið Skáldskaparfræði árið 1691. Það inniheldur meðal annars Snorra-Eddu.

Charlotte Böving leikkona kemur nákvæmri eftirlíkingu handritsins fyrir á  sýningunni og Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur fylgir því úr hlaði. 

 

Segja má að handritasafn Árna Magnússonar hafi öðlast viðurkenningu heimsins árið 2009 þegar það var tekið upp á varðveisluskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Minni heimsins. Á afmælisárinu verður viðurkenningu UNESCO fylgt eftir með verkefninu Handritin alla leið heim. Með því er ætlunin að draga athygli að því að handritin í safni Árna komu víðs vegar að af landinu; handrit voru skrifuð og lesin um allt land og má segja að hvert hérað geti státað af dýrgrip í Árnasafni. Í tilefni afmælisins hafa verið útbúnar eftirlíkingar af völdum handritum og verður hverri þeirra komið fyrir á stað (eða nálægt þeim stað) sem Árni fékk handritið. Alls verða settar upp sex slíkar örsýningar í samstarfi við söfn og heimamenn. Forvörður Árnastofnunar, Hersteinn Brynjólfsson, er höfundur endurgerðanna, Finnur Arnar Arnarson er sýningarhönnuður, grafískur hönnuður er Sigrún Sigvaldadóttir og ljósmyndari Árnastofnunar, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, hefur tekið handritamyndirnar.

 

Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa tekið að sér að „fóstra“ handritin sem í hlut eiga; þeir heimsækja Árnastofnun og handritafræðingar kynna þeim handritin, útlit þeirra og sögu og efnið sem þau hafa að geyma. „Fóstran“ fer svo heim í hérað með eftirlíkinguna og afhendir heimamönnum við hátíðlega athöfn þar sem boðið verður upp á dagskrá með kynningu á handritinu og sögu þess. Upplýsingar um handritið og Árna Magnússon verður að finna í bæklingi á nokkrum tungumálum og örsýningunni þar sem handritið verður miðpunkturinn. Vonir standa til að þetta hvetji ekki síst Íslendinga sem ferðast um eigið land til þess að koma við á þessum útvöldu stöðum og fræðast þar – og í framhaldi af heimsókninni – um hið merkilega söfnunarstarf Árna og þýðingu þess fyrir sögu okkar og bókmenntir.

 

 

Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Sýningin er opin helgina 11-12. maí kl 13-18 og frá 15. maí til 15. september kl. 11-18.
 

Byggðasafn Árnesinga - Árnastofnun

 

 

Húsið á Eyrarbakka.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

09.05.2013 20:30

Vestfirðingurinn Hjörtur Þórarinsson hlaut menningarviðurkenningu Árborgar 2013

Hjörtur Þórarinsson, félagsmálatröll á Selfossi hlaut menningarviðurkenningu Svf. Árborgar fyrir árið 2013 við setningu menningarhátíðarinnar „Vor í Árborg“ í Hótel Selfoss nú síðdegis.

Hjörtur hefur búið á Selfossi frá 1951 og hefur víða komin við á ferli sínum í starfi og félagsmálum. Þá er hann þekktur fyrir vísur sínar og mikla jákvæðni í garð allra.

Hjörtur er vel að viðurkenningunni kominn og óskar DFS honum hjartanlega til hamingju. Það var Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, sem afhenti honum viðurkenninguna með aðstoð Kjartans Björnssonar, formanns Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

Við setningu „Vors í Árborg“ voru þrjár sýningar opnaðar í Hótel Selfossi, tvær ljósmyndasýningar og ein málverkasýning.

www.dfs.is greinir frá

 

Vestfirðingurinn  Hjörtur Þórarinsson

Hjörtur Þórarinsson fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi þann 10. febrúar 1927 og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Enginn skóli var á þessum tíma á Reykhólum en börnin í sveitinni nutu farkennslu eins og títt var. Hjörtur fór síðar í skóla á Flateyri og bjó hjá sínu nána skyldfólki í Kennarahúsinu við Grundarstíg. Síðan í unglingaskóla hjá séra Árelíusi Níelssyni á Stað á Reykjanesi. Áhugi hans á kennslu og skólamálum hlýtur að hafa vaknað þar því hann lauk kennaraprófi 1948, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1949 og tók reyndar öll kennarapróf sem til voru á þeim tíma; í söngkennslu, danskennslu, handavinnukennslu og síðar einnig ökukennarapróf.

Kennaraferillinn hófst við Barna- og miðskólann í Stykkishólmi þar sem hann starfaði 1949-1951. Hann flutti á Selfoss og starfaði við Barna- og miðskólann á Selfossi 1951- 1961 með ársleyfi vegna kennslu við Flensborgarskólann 1959-60. Einnig var hann stundakennari við Iðnskólann á Selfossi sömu ár. Hann fluttist í Reykholtsdalinn 1961 og hóf störf sem skólastjóri við nýbyggðan skóla að Kleppjárnsreykjum þar sem hann starfaði til ársins 1978. Samhliða skólastjórastarfinu sinnti hann einnig ökukennslu í uppsveitum Borgarfjarðar. Leiðir lágu aftur til Selfoss þar sem hann kenndi við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1978-1980 en þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem hann sinnti til ársloka 1994 þegar hann lét af störfum sökum aldurs.

Samhliða starfi sínu alla tíð og einnig eftir hefðbundin starfslok hefur Hjörtur sinnt félagsmálum af mikilli atorku og áhuga og er ekki hægt að nefna nema sumt af því hér. Hann var einn stofnenda Tónlistarfélags Árnesinga 1955 og Tónlistarfélags Borgarfjarðar 1966 og hefur staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum á vegum þessara félaga ásamt því að syngja sjálfur í flestum þeim kirkjukórum sem hann hefur verið nálægt. Hann stofnaði og var forseti Kiwanisklúbbsins Jökla í Borgarfirði 1972 og er nú félagi í Kiwanisklúbbnum Búrfelli á Selfossi. Skólaáhugi hans dvínaði ekki þótt hann hætti kennslu og var hann formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands 1981-1994 og síðar formaður Hollvarðasamtaka sama skóla frá 2002.

Frá 1999 til 2013 var Hjörtur formaður Félags eldri borgara á Selfossi og dustaði svo rykið af íþróttakennaramenntun sinni þegar hann gekk til liðs við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra og hefur á þess vegum ferðast um landið og kynnt íþróttir, leiki og heilsurækt fyrir eldri borgara.

Ferðalög og náttúra landsins hefur heillað Hjört alla tíð og rúmlega sjötugur skellti hann sér í nám að nýju og lauk ferðaleiðsöguprófi og hefur síðastliðin ár verið leiðsögumaður fyrir ýmsa hópa um Suðurland og víðar. Áhugi hans á sögu og náttúru Íslands átti þátt í að hann kynnti sér lífshlaup og dvalarstaði Fjalla-Eyvindar og Höllu konu hans og hefur hann staðið fyrir því að þeir staðir hafa verið merktir.

Eftir Hjört Þórarinsson liggja ótal ljóð og lausavísur. Ekkert tilefni telur hann of ómerkilegt fyrir vísnagerð og hefur sú iðkun hans glatt marga gegnum árin. Hann er eftirsóttur ræðumaður og flytur oft ræður að miklu leyti í bundnu máli. Einnig hefur hann sinnt ritstörfum, hefur verið ritstjóri Umhverfisins, blaðs Kiwanismanna á Suðurlandi og birt greinar í ýmsum ritum.

(Úr afmælisgrein Sigrúnar Hjartardóttur er Hjörtur faðir hennar varð 80 ára)

 

 

F.v.: Eyþór Arnalds, Hjörtur Þórarinsson og Kjartan Björnsson á Hótel Selfossi í dag.

 

Skráð af Menningar-Staður

09.05.2013 06:36

Vor í Árborg - Fjöldi sýninga opnar fimmtudaginn 9.maí

Í tengslum við Vor í Árborg opnar fjöldi mismunandi sýninga á fyrsta degi hátíðarinnar.

Má nefna að Jón Ingi sýnir myndir í Eldhúsinu á Selfossi, Bútalist sýnir bútasaum í Gesthúsum.

Ella Rósinkrans sýnir glervörur í menningarverstöðinni á Stokkseyri sem og sýna Elfar Guðni, Valgerður Þóra og Gussi líka í sama húsi. Í Gallerí Gimli á Stokkseyri er handverkssýning alla helgina sem og í rauða húsinu að Írargerði þar sem íslenskar ullarvörur er til sýnis og sölu. 

Á Eyrarbakka er Gallerí Regínu opið alla helgina ásamt upplýsingamiðstöðinni á Stað.

Bíla- og herminjasafnið opnar formlega kl.15:00 og síðan kl.17:00 verður hátíðaropnun Vors í Árborg á Hótel Selfoss en þar opnar Ljósmyndaklúbburinn Blik, Valdimar Jónsson og Bragi Sverrisson þrjár mismunandi sýningar.

Um kvöldið er opið í Konubókastofunni á Eyrarbakka sem og á bókasafninu sem er í sama húsnæði. 

Harmonikkufélag Selfoss býður síðan til tónleika í Tryggvaskála kl. 20:30 í tilefni af útgáfu geisladisks félagsins.

 

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér: http://www.arborg.is/wp-content/uploads/2013/04/Arborg.Dagskra.2013.lowres.pdf

 

 

19.00-21.00  
Konubókastofan – Bókasafnið á Eyrarbakka.
Gamlar ljósmyndir af konum og 
búningum til sýnis í bókasafninu og 
Konubókastofan opin
 
 
 

13.00-17.00

Opið hús – Laugabúð, Eyrarbakka.
Menningarbúðin opin að 
Eyrargötu 46

 

Skráð af Menningar-Staður