Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

07.05.2013 06:20

Alfreð Clausen fæddur 7. maí 1918

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Alfreð Clausen.

 

Eyvindur Alfreð Clausen fæddist í Reykjavík 7. maí 1918, sonur Arreboe Clausen, bifreiðastjóra í Reykjavík, og Steinunnar Eyvindsdóttur. Hálfbræður Alfreðs, samfeðra, voru íþróttakempurnar og tvíburabræðurnir Örn Clausen hrl., faðir Jóhönnu Vigdísar, leikkonu og söngkonu, og Haukur Clausen tannlæknir. Arreboe Clausen var bróðir Óskars rithöfundar og Axels Clausen kaupmanns, afa Andra heitins Clausen, leikara og sálfræðings, og Michaels Clausen barnalæknis.

Alfreð ólst að mestu upp hjá ömmu sinni, Maríu Jónsdóttur.

Fyrri kona Alfreðs var Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir og eignuðust þau fjóra syni. Seinni kona hans var Hulda Stefánsdóttir og eignuðust þau eina dóttur. Þá átti Alfreð dóttur frá því fyrir hjónaband og aðra milli kvenna.

Alfreð stundaði nám í húsamálum, lauk sveinsprófi í þeirri grein frá Iðnskólanum í Reykjavík 1961 og varð málarameistari 1965.

Alfreð hóf ungur að syngja með danshljómsveitum í Reykjavík, m.a. Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Hann hafði mjúka og seiðandi barítónrödd og varð helsti íslenski dægurlagasöngvarinn sem söng inn á hljómplötur hér á landi á sjötta áratugnum, fyrst fyrir HSH Hljómplötur og síðar fyrir Íslenska tóna á vegum Tage Ammendrup. Mörg þeirra dægurlaga sem Alfreð söng inn á plötur, oft við undirleik snillinga á borð við Carl Billich, Josef Felzmann, Jan Morávek og Aage Lorange, áttu eftir að verða klassískar dægurlagaperlur.

Á meðal laga sem Alfreð gerði feiknavinsæl má nefna Kveðjustund, Æskuminningu, Þórð sjóara, Gling gló, Luktar-Gvend, Harpan hljómar; Manstu gamla daga, Þín hvíta mynd, Hvar ertu vina, Lindin hvíslar, Í faðmi dalsins, Ágústnótt, Brúnaljósin brúnu sem var titillag kvikmyndarinnar Moulin Rouge, og Ömmubæn.

Alfreð hætti á hátindi frægðar sinnar en þá var farið að styttast í Bítlana og Bob Dylan.

Alfreð lést 26. nóvember 1981

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 7. maí 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2013 21:31

Grillhátíð í Leikskólanum Brimveri

Grillhátíð var í Leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka þann 28. júní 2007 fyrir börnin og foreldra.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

 

Nokkrar myndir núna og margar - margar -  síðar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

06.05.2013 20:09

Efingar hafnar á Eyrarbakkavelli

Eyrarbakkavöllur er sá knattspyrnuvöllur á Suðurlandi sem fyrst kemur til á vorin og verður nothæfur fyrir æfingar og kappleiki.

Svo er í vor sem fyrr og eru æfingar hafnar.

 

Til gamans er hér mynd af liði sem lék á Eyrarbakka í lok apríl 2006.

 

 

Gulir og glaðir. 

 

 

Og skorað úr vítaspyrnu.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.05.2013 19:25

Áhorfendum leikhúsa á síðasta leikári fækkaði um 68 þúsund - eða 16%

Leiksýningar 2011/2012

Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var 349 þúsund á síðasta leikári. Það jafngildir því að hver landsmaður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu. Áhorfendum á síðasta leikári fækkaði um 68 þúsund frá því á leikárinu á undan, eða um 16 af hundraði. Á síðasta leikári voru færðar á fjalirnar 224 uppfærslur á vegum leikhúsa, leikhópa og leikfélaga, sem sýndar voru 2.176 sinnum.

Heildarfjöldi gesta leikhúsa, leikhópa og félaga á leikárunum 2000/2001– 2011/2012 er sýndur á meðfylgjandi mynd. Inni í tölum um aðsókn eru gestir á sýningar leikhúsa, leikhópa og leikfélaga og á innlendar og erlendar gestasýningar.

 

 

Leikhús
Á síðasta leikári voru starfrækt fimm atvinnuleikhús með aðstöðu í fjórum leikhúsum. Á vegum þeirra voru tíu leiksvið sem rúmuðu 3.596 gesti í sæti. Leikhúsin settu á svið 70 uppfærslur á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Af tegund einstakra verka sem voru færð á fjalirnar voru leikrit flest, eða 39 talsins. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 36, en eftir erlenda 26. Uppfærslur sem samanstóðu af verkum eftir innlenda og erlenda höfunda voru átta. Samanlagður fjöldi sýninga í leikhúsum á síðasta leikári var 1.072, eða litlu fleiri en á fyrra leikári. Sýningargestir í leikhúsum voru 287.172, eða ríflega 26 þúsund fleiri en á fyrra leikári.

Atvinnuleikhópar
Atvinnuleikhópar sem settu upp eina eða fleiri leiksýningu á síðasta leikári voru 61 talsins samanborið við 79 leikárið 2010/2011. Á síðasta leikári settu hóparnir á svið 91 uppfærslu innanlands, þar af voru 17 í samstarfi við leikhúsin. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda voru uppistaðan í uppfærslum atvinnuleikhópa, eða hátt í helmingur allra uppfærsla. Atvinnuleikhópar sýndu innanlands 799 sinnum á leikárinu. Heildaraðsókn að sýningum atvinnuleikhópa á síðasta leikári var 102.753 gestir. Sýningargestum atvinnuleikhópa fækkaði um ríflega fimmtíu þúsund frá næsta leikári á undan.

Áhugaleikfélög
Á næstliðnu leikári færðu 39 áhugaleikfélög á svið 80 leiksýningar víðs vegar um landið. Þrjár af hverjum fjórum uppfærslum voru leikverk eftir innlenda höfunda. Félögin sýndu 531 sinni fyrir 35 þúsund gesti. Gestum að sýningum áhugaleikfélaga fækkaði um átta af hundraði milli leikára.

Um tölurnar
Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um leiksýningar tekur til leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki frá viðkomandi leikhúsum og samtökum atvinnuleikhúsa og áhugaleikfélaga, Sjálfstæðu leikhúsunum og Bandalagi íslenskra leikfélaga.

 

 

Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi.

 

Af:http://hagstofa.is

 

Hérskráð af Menningar-Staður

06.05.2013 18:58

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki - lokadagur

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi

Til úthlutunar eru 30 milljónir króna (vor 2013)

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir umsóknum um styrki frá þeim sem eru með  verkefni  sem stuðlað geta að eflingu atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi.  Um er að ræða fyrri úthlutun þessa árs.

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 6. maí n.k..

Umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sudurland.is.  Einnig er þar að finna nánari  upplýsingar, eyðublöð og leiðbeiningar um framsetningu umsókna. Opnað verður fyrir innsendar umsóknir mánudaginn 15. apríl.

Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum:

  • Vöruþróun og nýsköpun einkum í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu
  • Markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar
  • Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og vöruþróun,  markaðssetning og sala
  • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði
  • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi
  • Klasa og uppbygging  þeirra
  • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar

Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs til 2/3 hlutar ofangreinds fjármagns. Umsækjendum er því bent á að leita eftir samstarfsaðilum. Ofangreindar áherslur eða samstarf fyrirtækja eru því ekki skilyrði fyrir styrkveitingu.

Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50%. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Horft er til þess að verkefnið leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sass@sudurland.is.

Einnig er hægt að sækja um hér:

1. Nýskrá sig hér

2. Sækja um hér.

Styrkveitingar á vegum SASS eru fjármagnaðar úr sameiginlegum sjóðum SASS, Sóknaráætlun Suðurlands og Vaxtarsamningi Suðurlands.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

SASS – Selfoss – Austurvegur 56 – 480 8200

SASS Höfn – Nýheimar – 480 8200

SASS – Vestmannaeyjar – Þekkingarsetur VE – 480 8200

 

 

Frá kynningarfundi SASS á Eyrarbakka þann 18. apríl 2013.

 

 

 

F.v.:  Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASSSkráð af Menningar-Staður

 

06.05.2013 13:19

Þór Vigfússon látinn

 

Þór Vigfússon. Ljósm.: MHH

 

Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistari, andaðist sunnudaginn 5. maí sl., 77 ára að aldri.

Þór var fæddur á Þórshamri í Sandvíkurhreppi, síðar Selfossi, 2. apríl 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1955 og hélt síðan til Þýskalands og nam hagfræði við Hochschule für Ökonomie í Berlín. Hann lauk Diplom Ökonom, með sérgrein í milliríkjaviðskiptum, 1961. Við heimkomu vann Þór sem skrifstofustjóri hjá Sameiningarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum og sem starfsmaður verslunarsendinefndar Þýska Alþýðulýðveldisins. Hann hóf kennslu við Héraðsskólann á Laugarvatni 1963 og kenndi við Menntaskólann að Laugavatni 1964-70, við Mennatskólann við Tjörnina, síðar Sund, 1970-83 og var konrektor skólans 1975-78. Hann var skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1983-94 og kennari til ársins 1998. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá skólanum árið 1989.

Þór var virkur í þjóðfélagsmálum og átti sæti nokkrum sinnum í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1970-80, sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974, var Borgarfulltrúi í Reykjavík 1978-80 og formaður Umferðanefndar. Hann lauk prófi í svæðisleiðsögn frá Farskóla Suðurlands 1993 og átti þátt í stofnun Draugasetursins á Stokkseyri og var í Skálafélagi til endurbyggingar og varðveislu Tryggvaskála. Þór var aðalhöfundur Árbókar Ferðafélags Íslands í Árnesþingi vestanverðu 2003. Eftirlifandi eiginkona hans er Auður Hildur Hákonardóttir.

Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 18. maí kl. 13:30

 

 

 

F.v.: Páll Lýðsson (látinn) og Þór Vigfússon á góðri stund í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í desember 2006.

 

Skráð af: Menningar-Staður

06.05.2013 12:03

Beitustrákar á Bakkanum

"Það er ekki lengi verið að beita í hálf-tíma"  var sagt fyrir vestan.

 

Menningar-Staður fangaði þessa beitustráka á Eyrarbakka  (Mána ÁR)  til myndar fyrir nokkrum árum í beitingaskúr við Túngötuna á Bakkanum.

 

 

F.v.: Björn Emil Jónsson og Sigurður Nilssen.

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

06.05.2013 11:31

Vitringafundur í Vesturbúðinni

Vitringar komu til morgunspjalls og kjaffidrykkju í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

Vel fór á með mönnum og léttleikinn flæddi um munnvik.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

 

 

F.v.: Reynir Jóhannsson, Elías Ívarsson og Erlingur Þór Guðjónsson.

 

 

F.v.: Reynir Jóhannsson, Siggeir Ingólfsson, Björn Hilmarsson og Elías Ívarsson.

 

 

F.v.: Reynir Jóhannsson, Siggeir Ingólfsson, Björn Hilmarsson, Elías Ívarsson og Gréta Ingimarsdóttir.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Björn Hilmarsson, Stefán Hermannsson og Elías Ívarsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.05.2013 08:45

Ferðamenn þriðjungi fleiri fyrsta ársþriðjunginn

 

Fjöldi ferðamanna kemur við á Eyrarbakka á ferðum sínum um Suðurland.

 

Ferðamenn þriðjungi fleiri fyrsta ársþriðjunginn

 

Um 45 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum aprílmánuði eða 8 þúsund fleiri en í apríl 2012. Um er að ræða 21,5% aukningu milli ára.

Að jafnaði 9,4% aukning milli ára

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í aprílmánuði á tólf ára tímabili (2002-2013) má sjá að jafnaði 9,4% aukningu milli ára frá árinu 2002. Miklar sveiflur eru hins vegar í fjöldatölum milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað úr 19 þúsundum í um 45 þúsund í apríl frá árinu 2002, sem er meira en tvöföldun.

taflaBretar fjórðungur ferðamanna

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í apríl frá Bretlandi (25,1%). Ferðamenn frá Bandaríkjunum (13,1%), Noregi (9,2%), Þýskalandi (6,1%), Danmörku (6,0%) og Svíþjóð (5,8%). Samtals voru þessar sex þjóðir 65,3% ferðamanna í apríl.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum og Bandaríkjamönnum mest milli ára í apríl. Þannig komu 3.053 fleiri Bretar en í fyrra og 1.540 fleiri Bandaríkjamenn.

Veruleg aukning frá Bretlandi, N-Ameríku og löndum sem flokkast undir annað

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá 36,2% aukningu frá Bretlandi, 31,9% aukningu frá N-Ameríku og 36,9% frá löndum sem eru flokkuð undir ,,annað“. Norðurlandabúum og Mið- og S-Evrópubúum fjölgar hins vegar í mun minna mæli. 

Ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hafa 167.902 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 42 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 34% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Bretum hefur fjölgað um 51,2%, N-Ameríkönum um 39,8%, ferðamönnum frá Mið- og S-Evrópu um 28,8% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 40,9%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 7,8%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 28 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl, um 800 færri en í apríl árið 2012. Frá áramótum hafa 99.554 Íslendingar farið utan, aðeins færri en árinu áður en þá fóru 100 þúsund utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

 

 

Af:  http://www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af: Menningar-Staður

06.05.2013 07:08

Rekstrarafkoma Árborgar jákvæð

Rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar  á árinu 2012 er jákvæð um 175,7 millj.kr. sem er 106,5 millj.kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildartekjur samstæðu eru 5.584 millj.kr. og heildarútgjöld 4.405 millj.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) er því 1.179 millj.kr. sem er 238 millj.kr. hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Fjármagnsgjöld vega þungt eða 614 millj.kr. nettó og afskriftir eru 364 millj.kr. og er rekstrarafkoma samstæðunnar því  200 millj.kr. fyrir skatta eða 131 millj.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Tekjuskattur nemur 25 millj.kr. á árinu.

Skuldahlutfall skv. reglugerð 502/2012 var komið niður í 160,4% í lok árs 2012. Rekstur sveitarfélagsins er í traustum farvegi og hefur reksturinn skilað hagnaði þrjú ár í röð þrátt fyrir erfiða tíð, háar skuldir og mikla verðbólgu. Þetta hefur tekist með samstilltu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa sem hafa sýnt þessu erfiða verki einstaklega  góðan skilning.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg.

 

 

Forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg er Eyrbekkingurunn Ari Björn Thorarensen.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður