Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

06.05.2013 06:50

6. maí 1912 - jarðskjálfti á Suðurlandi

Mjög stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi um klukkan sex að kvöldi þess 6. maí 1912  „og kom víða að tjóni, einkum í námunda við Heklu. Þar hrundu íbúðarhús á sjö býlum og úthýsi miklu víðar“, sagði í Skírni. Barn lést og kona slasaðist.

Stærð skjálftans hefur verið áætluð 7 stig eða heldur meiri en skjálftans 26. ágúst 1896.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 6. maí 2013 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

05.05.2013 22:17

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað.

Er úr afmælisveislu Ólafs Auðunssonar 60 ára sem haldin var í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri fyrir smá-nokkru.

 

Úr myndasafni Menningar-Staðar sem telur um 50.000 myndir frá mannlífi og menningu Flóamanna og fleiri og gripið verður í eftir hendinni til birtingar hér.

 

 

 

 

 

F.v.: Ólafur Auðunsson, Einar Helgason, Þorvaldur Ágústsson, Gylfi Pétursson og Birkir Pétursson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

05.05.2013 21:53

Úr vísnasafni Kristjáns Runólfssonar

Kristján Runólfsson; Eyrbekkingurinn ættaði úr Skagafirði og nú búandi í Hveragerði er hagyrðingur af bestu gerð.

Hér  eru nokkrar af vísum hans:

 

Upp er risinn röðull skýr,
roða slær á grundir,
ljósið sem að lífið knýr,
logar um þessar mundir.

 

Oftast hef ég tungur tvær,
tæplega kann að hemja þær,
önnur virðist alveg glær,
ósómann af hinni þvær.

 

Hér við blasir himinn blár,
hér er logn og blíða,
leika við mig lífsins þrár,
langar að detta íða.

 

Lifnar andinn lítt við glas,
létt þó randi sálin,
eykst þá fjandans agraþras,
einnig vandamálin.

 

 

Kristján Runólfsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

05.05.2013 06:32

Soffía á Suðurfréttum mærir Menningar-Stað

Soffía Sigurðardóttir á Selfossi hefur um skeið haldið úti vefnum Suðurfréttir sem er sunnlenskur fréttavefur frá Höfn til Hafna.

Miðvikudaginn 1. maí skrifaði Soffía lofsamlega um Eyrarbakka-vefinn  Menningar-Staður  sem ritstjórn þakkar fyrir.

 

Þetta er hluti fréttarinnar:

Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyarbakka hinn 1. maí 2013 kl. 15:00.

Eyrbekkingar fá góðan liðsauka á kvenfélagskaffið því þar verður einnig minns 80 ára afmælis Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Frá því segir í máli og myndum á vef Menningarstaðar.

Hinn stórgóði vefur Menningarstaður  rekur stuttlega sögu 1. maí sem baráttudags verkalýðsins.   Báran stéttarfélag varð til í núverandi mynd eftir sameiningur nokkurra verkalýðsfélaga á Suðurlandi. Á vefnum menningarstadur.123.is er rakin saga eins forveranna og nafnberans, Verkalýðsfélagsins Bárunnar á Eyrarbakka.

Af: http://www.sudurfrettir.is/hatidarhold-a-selfossi-og-eyrarbakka/

 

Soffía Sigurðardóttir - vefstjóri Suðurfrétta.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

 

 

05.05.2013 06:13

Æðruleysismessa í Oddakirkju, í dag, sunnudaginn 5. maí kl. 20:00

Um samstarfverkefni er að ræða á milli sókna í Suðurprófastdæmi.

Við messuna þjóna prestarnir Anna Sigríður Pálsdóttir, Óskar Hafsteinn Óskarsson, Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.

Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna leiðir söng, sömuleiðis mun Ómar Diðriksson syngja.

Nú þegar hafa verið æðruleysismessur í Selfosskirkju og Eyrarbakkakirkju og nú er komið að Rangárþingi.

Æðruleysismessur eru byggðar á reynslu þeirra sem sótt hafa haft 12 sporin að leiðarljósi í lífinu, hvort heldur er á vegum AA-samtakanna, annarra 12 spora samtaka eða á vegum kirkjunnar.

Allir eru velkomnir jafnvel þó að þeir þekki ekki sporin.

F.h. Oddakirkju, Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur Oddaprestakalls.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

04.05.2013 06:16

4. maí 2008 - Friðrik krónprins Danmerkur og Mary kona hans komu á Eyrarbakka

Friðrik krónprins Danmerkur og Mary kona hans komu í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands.

Þau komu m.a. við á Eyrarbakka og skoðuðu Eyrarbakkakirkju en altaristöfluna málaði Lovísa Danadrottning - Kristjáns konungs níunda.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 4. maí 213 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Myndir eru komnar í albúm hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/246551/

 

 

 

Friðrik og María

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

04.05.2013 05:04

Sveitarfélagið Árborg - ÚR BÆJARLÍFINU

Sunnlenski sveitadagurinn er í dag, en það er fyrsta sumarhátíð ársins á Suðurlandi. Er þetta í fimmta sinn sem þessi hátíð er haldin, og eru það tvö fyrirtæki á Selfossi, Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris sem standa að hátíðinni. Fer hátíðin fram á athafnasvæði þessara fyrirtækja austast í bænum. Fyrst og fremst er sunnlenski sveitadagurinn óður til landbúnaðarins og mikil tenging við bændur og afurðir þeirra. Er þar margt til sýnis er tengist sunnlenskri framleiðslu og hafa fyrirtæki nýtt daginn til að kynna matvöru, hönnun og fleira, en ekki síður er þar að finna dýrin úr sveitinni sem jafnan vekja kátínu unga fólkins.

 

Íþróttastarfið í Árborg er í blóma og knattspyrnumenn og -konur eru að undirbúa sig fyrir átök sumarsins. Selfyssingar eiga sterkt lið í Pepsi-deild kvenna í sumar og verður spennandi að fylgjast með þeim ásamt strákunum sem ætla sér örugglega að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu eftir sumarið. Þá er mikið að gera hjá fimleikafólki, fjölmennt mót er haldið á Selfossi um helgina en framundan er þó vormót Fimleikasambandsins, sem haldið verður dagana 10. til 12. maí. Þar er von á 750 keppendum af öllu landinu, sem þýðir að halda verður vel á spilunum fyrir mótshaldarana, sem eru hin öfluga fimleikadeild Selfoss. Stefnir í að þetta verði stærsta mót fimleikasambandsins til þessa. Búast má við fjölmenni í bænum þá dagana, en sömu helgi stendur yfir menningarhátíðin Vor í Árborg.

 

Búið er að opna upplýsingastofu fyrir ferðamenn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, en þar verður ýmsar upplýsingar um svæðið að finna, myndsýningar og fleira tengt ferðaþjónustu á ströndinni.

Að sögn Siggeirs Ingólfssonar, staðarhaldara, er stefnan sett á að byggja upp skábraut og timburstíg ofan á sjóvarnargarðinn við Stað og hefur beiðni um slíkt verið samþykkt í bæjarráði. Bíður Siggeir þess að fá samþykki Siglingastofnunar fyrir stígnum en sjóvarnargarðurinn er í eigu stofnunarinnar. Hann segir fjölda ferðamanna fara um Eyrarbakka á leið sinni um Suðurland og hann bindur vonir við að þeim fjölgi enn í sumar, enda er margt að sjá á þessum sögulegu slóðum við ströndina.

 

Óhætt er að segja að fjölbreytt starf sé í Selfosskirkju sem kemur fram í þátttöku ýmissa aðila í messum. Þessi fjölbreytni hefur skilað sér í góðri messusókn. Áralöng hefð er fyrir starfsemi barna- og unglingakóra í kirkjunni og syngja kórarnir oft við messu. Það munu þeir einnig gera í Krossamessu á morgun en þá verður einnig úthlutað sérstökum viðurkenningarkrossum til stúlkna sem eru að hætta þátttöku í kórnum sökum aldurs. Kvöldmessur á sunnudagskvöldum hafa einnig verið vel sóttar, slíkar messur hafa verið á léttari nótum þar sem þekktir tónlistarmenn hafa séð um tónlistarflutning. Á fyrsta degi sumars var kirkjustarfið enn á óhefðbundnum nótum þar sem fimleikafólk setti mark sitt á messuna með sýningu ásamt því að þjálfari og afreksstúlka úr hópnum fluttu hugvekjur sem höfðu mikil áhrif á kirkjugesti.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 4. maí 2013 - Sigmundur Sigurgeirsson á Selfossi.

 

 

Siggeir Ingólfsson á Stað snemma dags.

 

 

Siggeir Ingólfsson á Stað við sólarlag.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

03.05.2013 07:31

Kiriyama Famiy og Vök á Hressó í kvöld

Kiriyama Family er um þessar mundir að semja efni á nýja breiðskífu en hefur ákveðið að taka sér hlé frá hljóðverinu í kvöld og efna til tónleika á Hressó með nýkrýndum sigurvegurum Músíktilrauna, dúettinum Vök.

Hver veit nema Kiriyama Family spili eitthvað af nýjum lögum þannig að það er um að gera að drífa sig á Hressó í Reykjavík!

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

03.05.2013 05:44

Vor í Árborg 9 - 12. maí 2013

Dagskrárdrög fyrir Vor í Árborg 9.- 12.maí 2013 eru komin inn á heimasíðuna undir Vor í Árborg hnappnum vinstra megin á síðunni  www.arborg.is.

Fjölbreyttir dagskrárliðir með markaði í miðbæjargarðinum á Selfossi  fim – lau. frá 14:00 – 18:00.

Einnig ýmsar sýningar, opin hús, tónleikar o.fl. Fjölskylduleikurinn “Gaman Saman“ verður áfram og geta börnin tekið þátt og átt möguleika á veglegum vinningum.

Dagskrárliðir fyrir vegabréfaleikinn verða merktir sérstaklega í dagskrá. 

 

Nánari dagskrá er líka hægt að nálgast hér:

http://www.arborg.is/wp-content/uploads/2013/04/Arborg.Dagskra.2013.lowres.pdf

 

 

Opið verður hjá Regínu Guðjónsdóttur á Eyarrbakka á hátíðinni Vor í Árborg.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

02.05.2013 18:47

Bætt aðgengi að sjóvarnargarði við Stað á Eyrarbakka

 138. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 2. maí 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, boðuðu forföll.

 

5.

1302170 – Bætt aðgengi að sjóvarnargarði við Stað, beiðni um heimild til að setja skábraut og timburstíg á sjóvarnargarð

 

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti, sem landeigandi, uppsetningu skábrautar og gerð timburstígs ofan á sjóvarnargarð við Stað. Í ljósi þess að sjóvarnargarðurinn er í eigu Siglingastofnunar bendir bæjarráð á að samþykki stofnunarinnar þarf einnig að liggja fyrir.

 

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, og séð að sjóvarnargarðinum.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður